Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 310

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2024, miðvikudaginn 29. maí, kl. 9:00 var haldinn 310. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Pawel Bartoszek, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir og áheyrnarfulltrúarnir Ásta Þórdís Skjalddal og  Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Bjarni Rúnar Ingvarsson, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Inga Rún Sigurðardóttir  og Hólmfríður Frostadóttir. Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á niðurstöðum rannsóknarverkefnis sem leitt var af Grasagarði Reykjavíkur og styrkt var af Norrænu ráðherranefndinni um villtar erfðalindir ræktaðra nytjaplantna við strendur og á náttúrusvæðum í Reykjavík.  Skýrslu má finna hér:  https://pub.norden.org/temanord2024-519
    Hjörtur Þorbjörnsson, deildarstjóri Grasagarð Reykjavíkur og Magnus Göransson, hjá Náttúrufræðistofnun taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK24050287

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Kynning er um villtar erfðalindir ræktaðra nytjaplantna við strendur og á náttúrusvæðum. Fulltrúi Flokks fólksins veltir því fyrir sér hvort  og hversu mikið erfðaefni hefur tapast  við víðáttumiklar landfyllingar í borgarlandinu. Því verður líklega ekki svarað úr þessu, en fram til þessa hefur ekki verið tekið tillit til  lífríkis þegar fjörur eru fylltar í borgarlandinu og þar með eyðilagðar endanlega. Fram kemur í gögnum að helsta leiðin til að varðveita þessar tegundir er að viðhalda þeim í sínu náttúrulega umhverfi og eru fjörur og strendur þar með talið.  Fulltrúi Flokks fólksins myndi vilja sjá gerðar frekari rannsóknir á þeim skaða sem fjörufyllingar hafa í för með sér þegar kemur að lífríkinu

    -    Kl. 09:24 tekur Líf Magneudóttir sæti á fundinum með fjarfundabúnaði

  2. Lagðar fram fundargerð byggingarfulltrúa dags. 14. maí 2024 og 21. maí 2024 USK22120096

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar samgöngustjóra dags. 23. maí 2024 ásamt fylgigögnum. USK24010019

    Fylgigögn

  4. Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að eitt bifreiðastæði við Laugaveg 47, næst Frakkastíg verði fjarlægt svo hægt sé að auka við sólrík útisvæði gangandi vegfarenda.

    Samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum sjálfstæðisflokks. USK24050192

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Stöðugt er verið að þrengja aðkomu að miðborginni en stór liður í því er veruleg fækkun bílastæða þar, hækkun bílastæðagjalda og lengri gjaldskyldutími. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks geta ekki fallist á frekari fækkun bílastæða á Laugavegi, enda mikill skortur á bílastæðum þar og greiða því atkvæði gegn tillögunni.

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Allt má nú harma. Hér er verið að fækka bílastæðum um eitt til að koma fyrir útisvæði á sólríku horni í samræmi við óskir rekstraraðila.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Ekki hefur komið fram hvaða rekstraraðilar hafa óskað eftir því að umrætt bílastæði verði lagt niður þrátt fyrir að sérstaklega væri spurt um það á fundinum. Hins vegar hafa margir rekstraraðilar við Laugaveg kvartað yfir skorti á bílastæðum þar. Þá er ljóst að fyrirkomulag bílastæðamála er helsta ástæða þess að rekstri margra verslana hefur verið hætt við Laugaveg. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Lagt er til að bílastæði við Laugaveg 47 verði fjarlægt til að hægt verði að gera sólríkt útisvæði. Fulltrúa Flokks finnst jákvætt að skapa þarna sólríkt útisvæði og er jafnframt ánægður með að ekki eigi að fækka bifreiðastæðum fyrir hreyfihamlaða. Hins vegar á  að fjarlægja eitt almennt stæði. Nú þegar er erfitt að fá bílastæði á og  í nánd við Laugaveginn. Því telur fulltrúi Flokks fólksins að huga ætti að nýjum bílastæðum í grennd við Laugaveginn og allt fáeinum stæðum einnig á Laugavegi. Það er deginum ljósara að nýting þeirra mun vera góð.
     

    Fylgigögn

  5. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dags. 10. maí 2024 16. maí 2024 og 23. maí 2024. USK23010150

    Fylgigögn

  6. Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu skipulagsfulltrúa, dags. 16. maí 2024, að skipan fulltrúa í vinnuhóp sem gerir tillögu að fegrunarviðurkenningum fyrir endurbætur á eldri húsum annars vegar og fallegar og vel skipulagðar lóðir þjónustu og stofnana og fjölbýlishúsa hinsvegar, auk sumargatna árið 2024.
    Samþykkt USK24050204

    Fylgigögn

  7. Lögð fram í trúnaðarbók umhverfis- og skipulagsráðs tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13. maí 2024, að úthlutun styrkja úr Húsverndarsjóði árið 2024. Trúnaði verður aflétt að úthlutun lokinni.
    Samþykkt og fært í trúnaðarbók. USK24020007

  8. Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Reksturs og fjármála ehf., dags. 1. september 2023, um breytingu á deiliskipulagi Eyrarlands vegna lóðarinnar nr. 15 við Álfaland. Í breytingunni sem lögð er til felst að skipta húsinu upp í fjórar íbúðir og endurbyggja, stækka og hækka útbyggingu á vesturenda hússins, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta, dags. 1. september 2023, br. 26. apríl 2024. Einnig er lagður fram uppdr./grunnmynd Plúsarkitekta, dags. 14. ágúst 2023. Tillagan var grenndarkynnt frá 2. febrúar 2024 til og með 1. mars 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Björn Guðjón Kristinsson og Ásta Björnsdóttir, dags. 11. febrúar 2024, Rúnar Steinn Ólafsson og Steinunn Ásta Helgadóttir, dags. 13. febrúar 2024, Selma Filippusdóttir, dags. 27. febrúar 2024, Bjarni Runólfur Ingólfsson og Þórunn Kristjónsdóttir, dags. 27. febrúar 2024, Ómar Gaukur Jónsson og Ágústa S. Gunnlaugsdóttir, dags. 28. febrúar 2024, Kristín Andersen, Jóhann B. Kristjánsson, Guðmundur, Arnar Kolbeinsson, Kolbrún Jóhannsdóttir, Ívar Örn Erlingsson, Snædís Ósk Sigurjónsdóttir, Hermann Ólason, Sigrún Sigurðardóttir, Gísli Kristjánsson, Jón Magnús Hannesson og Hildur Sturludóttir, dags. 29. febrúar 2024, Árni Freyr Stefánsson og Julie Coadou, dags. 1. mars 2024 og Hermann Ólason og Sigrún Sigurðardóttir, dags. 1. mars 2024. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. apríl 2024.

    Samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna. sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. apríl 2024. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
    Vísað til borgarráðs. USK23090027

    Fylgigögn

  9. Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Nauthólsvíkur vegna breytingar á legu Borgarlínu og stoppistöðvar hennar sem færist út af deiliskipulagssvæðinu. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á legu Borgarlínu og stoppistöðvar hennar sem færist út af deiliskipulagssvæðinu. Borgarlína mun þvera Nauthólsveg og fara að stoppistöð við Háskólann í Reykjavík sem mun þjóna háskólasvæðinu og Nauthólsvík, samkvæmt uppdr. Landmótunar, dags. 21. maí 2024.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
    Vísað til borgarráðs. USK24050158

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Með tillögunum er verið að aðlaga gildandi deiliskipulag Nauthólsvíkur að fyrirhugaðri legu Borgarlínu vegna og vegna þverunar akstursleiðar hennar yfir Fossvoginn. Líkt og fyrirliggjandi áform gera ráð fyrir Borgarlínan tengjast beint inn á svæði HR og þjóna því samfélagi stúdenta og starfsfólks sem þar er.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fyrirhuguð breyting á deiliskipulagi Nauthólsvíkur er furðuleg í ljósi þess að enn hefur ekki verið lokið við endurskoðun svonefnds samgöngusáttmála og óvissa ríkir um framhaldið. Deiliskipulagsbreytingin gerir ráð fyrir að öryggisgirðing flugvallarins verði færð en með því er enn þrengt að Reykjavíkurflugvelli sem er óviðunandi.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 3. maí 2024, þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda vegna formgalla er snýr að íbúðaruppbyggingu innan verslunar- og þjónustusvæðis og er það mat Skipulagsstofnunar að deiliskipulagsbreytingin sé í ósamræmi við ákvæði Aðalskipulags Reykjavíkur 2040. Einnig er lögð fram umsögn deildarstjóra aðalskipulags, dags. 15. maí 2024.
    Frestað

    Haraldur Sigurðsson deildarstjóri aðalskipulags Reykjavíkur og Auðun Helgason deildarstjóri  taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK23100313

    Fylgigögn

  11. Lögð fram umsókn DAP ehf., dags. 8. desember 2023, um breytingu á hverfisskipulagi Árbæjar, hverfi 7.1 Ártúnsholt vegna lóðarinnar nr. 9 við Straum. Í breytingunni sem lögð er til felst að stækka lóð til austurs, skilgreina nýja byggingarreiti á austurhluta lóðar þar sem heimilt verður að reisa opna þvottabása og spennistöð ásamt búnaði til hleðslu rafbíla og hækka nýtingarhlutfall, samkvæmt uppdr. DAP, dags. 15. febrúar 2024.

    Samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir Árbæ, hverfi 7.1 Ártúnsholt, skv. 43. gr. sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs. USK23120094

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 13. maí 2024, þar sem fram kemur að stofnunin getur ekki tekið afstöðu til deiliskipulagsbreytingarinnar þar sem skýra þarf atriði er varðar innviði og þjónustu ásamt því að lagfæra þarf framsetningu og afmörkun breytingasvæðis. Einnig eru lagðir fram deiliskipulags- og skýringaruppdrættir Alark arkitekta, dags. 16. nóvember 2023, síðast breyttir 16. maí 2024, og bréf skipulagsfulltrúa, dags. 23. maí 2024. USK23100159

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Vegna athugasemda Skipulagsstofnunar skal tekið fram að umræddur reitur er skólabókardæmi um svæði þar sem borgaryfirvöld leggja ofuráhersla á þéttingu byggðar en huga ekki að nauðsynlegri uppbyggingu innviða. Mikla furðu vekur að hætt sé við byggingu leikskóla á reitnum þótt mikill skortur sé á leikskólarýmum í Gamla Vesturbænum. Lítil áhersla er lögð á opin svæði á reitnum og ekki er gert ráð fyrir sparkvelli eða öðru svæði til íþróttaiðkunar þar eins og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað lagt til í hinu langa skipulagsferli svæðisins. Það er miður að meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar skuli vitandi vits ekki nýta þetta tækifæri til að bæta úr miklum skorti á leikskólarýmum og íþróttaaðstöðu í Gamla Vesturbænum heldur leggja ofuráherslu á sem þéttasta uppbyggingu. En Gamli Vesturbærinn er það íbúðahverfi borgarinnar, sem býr við rýrustu íþróttaaðstöðuna þrátt fyrir að þar búi vel á annað þúsund barna og unglinga.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 2. maí 2024, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 3 við Suðurgötu. USK24020055

    Fylgigögn

  14. Einarsnes – aðalskipulagsbreyting, verklýsing og drög að tillögu (sbr. 1-2. mgr. 30 gr. skipulagslaga) – Lögð fram á ný eftir álit Skipulagsstofnunar að ekki sé um óverulega breytingu að ræða

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að breytingu að aðalskipulagi í samræmi við 36. gr. sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs. USK24020304

    Fylgigögn

  15. Þéttbýlisuppdráttur, leiðréttingar – óveruleg breyting. Lögð fram á ný eftir álit Skipulagsstofnunar og uppfærð í samræmi við ábendingar stofnunarinnar.

    Samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna með vísan til 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. (þar sem um er að ræða óverulegar breytingar á gildandi aðalskipulagi.) Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
    Vísað til borgarráðs. USK24020305

    Fylgigögn

  16. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 15. apríl 2024 ásamt kæru nr. 45/2024, dags. 12. apríl 2024, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkur dags. 8. mars 2024 um að slökkva á og fjarlægja LED - auglýsingaskilti að viðlögðum dagsektum. Einnig er lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar. USK24040142

    Fylgigögn

  17. Lögð fram til kynningar umsögn umhverfis- og skipulagssviðs um frumvarp til laga um umferðarlög (smáfarartæki o.fl.) 923. mál. USK24050015

    Fylgigögn

  18. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úrbætur á göngu- og hjólastíg í Staðahverfi, sbr. 28. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 11. október 2023. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofa borgarlandsins dags. 10 maí 2024.

    Samþykkt að vísa tillögunni frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins. USK23100147

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tillögunni er vísað frá þar sem málinu eru lokið sbr. umsögn.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Rúmir sjö mánuðir eru síðan tillaga Sjálfstæðisflokksins um úrbætur á göngu- og hjólastíg við Korpúlfsstaðaveg í Staðahverfi, var lögð fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs. Nú, þegar hún er loks tekin til afgreiðslu, hefur viðgerð farið fram að því er fram kemur í umsögn. Slíkur dráttur er ástæðulaus og ber ekki vitni um góða stjórnsýslu. Rétt hefði verið að taka tillöguna til afgreiðslu án tafar þegar hún var lögð fram á sínum tíma.

    Fylgigögn

  19. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. 20. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 18. október 2023. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu borgarlandsins dags. 10. maí 2024.
    Tillagan er felld með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum sjálfstæðisflokks. USK23100224

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tillagan er felld með vísan í umsögn sviðsins. Ekki þykir heppilegt að búa til tímabundinn geymslustað fyrir jarðveg innan borgarlandsins.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Mikil þörf er á tímabundnu geymslusvæði (millitipp) fyrir jarðefni, sem fellur til vegna byggingarframkvæmda og er ætlað til frekari notkunar og endurvinnslu. Er því um mikilvægt umhverfismál að ræða eins og Samtök atvinnulífsins og fleiri hafa bent á. Unnt er að finna hentugan stað fyrir slíkt svæði í borginni í hæfilegri fjarlægð frá íbúabyggð eins og kveðið er á um í fyrirliggjandi tillögu Sjálfstæðisflokksins um málið. Skortur á slíku svæði í borginni hefur leitt til þess að lóðir hafa verið nýttar undir geymslu fyrir jarðefni án leyfis eða heimildar í skipulagi en með vitund borgaryfirvalda. Nýlegt dæmi um slíkt eru háir haugar af möl og grjóti, sem stóðu mánuðum og jafnvel árum saman nálægt íbúabyggð við Árskóga og Álfabakka og höfðu í för með sér margvísleg óþrif og óþægindi fyrir íbúa. Formlegt geymslusvæði væri því til bóta og kæmi í veg fyrir að hinar og þessar lóðir í borginni væru notaðar án skipulags og í heimildarleysi í þessu skyni.

    Fylgigögn

  20. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. 28. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 30. nóvember 2022. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu borgarlandsins dags. 10. maí 2024. USK22120011

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fara þarf að koma niðurstaða í hvar saltgeymsla skuli vera staðsett. Borgin hefur verið að greiða fyrir viðhald og endurbyggingu á leigðum saltgeymslubröggum í stað þess að leigusali standi straum af þeim kostnaði. Þetta hefur hlaupið á tugi milljóna króna. Vonandi fara þessi saltgeymslumál að komast í eðlilegt horf en fyrst þarf  auðvitað að finna lóð sem hentar starfseminni. Enn er ekki komin nein niðurstaða.  

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Þakkað er fyrir svar við fyrirspurn um saltgeymslur borgarinnar. Átján mánuði tók að fá svar við fyrirspurninni en hún var lögð fram á fundi ráðsins 30. nóvember 2022. Slíkur dráttur er ástæðulaus og ber ekki vitni um góða stjórnsýslu. Í fyrirliggjandi plaggi ekki að finna svar við seinni hluta fyrirspurnarinnar, þar sem spurt var um hvernig núverandi húsnæði og lóð saltgeymslunnar við Þórðarhöfða yrði ráðstafað. Er óskað eftir því að úr því verði bætt.

    Fylgigögn

  21. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um ruslastampa, sbr. 30. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 1. nóvember 2023. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu borgarlandsins, dags. 10. maí 2024. USK23110010

    Fylgigögn

  22. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, sbr. 16. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 17. apríl 2024. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, byggingarfulltrúa dags. 21. maí 2024. USK24040181

    Fylgigögn

  23. Lögð er fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um kvaðir á lóðir, sbr. 36. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 25. október 2023. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, byggingarfulltrúa dags. 21. mars 2024 USK23100289

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins óskaði upplýsinga hvort skipulagsyfirvöld hyggjast setja kvaðir á lóðarhafa um  að þeir skuli vera búnir að byggja á lóð innan ákveðins tímaramma? Verið er að fylgja eldgömlum almennum úthlutunarskilmálar, síðast breyttum 2015. Þar eru tilgreindir alls kyns frestir. Í raun og veru ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að endurskoða skilmála  til samræmis við breytingar sem gerðar hafa verið síðan í samráði við lögfræðiteymi hjá umhverfis- og skipulagssviði og skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Á hverju strandar? Það gengur ekki að byggingarfulltrúi þurfi að vera að glíma við lóðarhafa og byggingarstjóra lóða sem leyfa sér að nota lóðirnar sem geymslusvæði  Stundum finnst fulltrúa Flokks fólksins eins og um sé að ræða „villta vestrið“ þegar kemur að þessum málum. Fram hefur komið í öðru svari að nú þurfi að gefa út byggingarleyfi innan tveggja ára frá samþykkt og sömuleiðis heimild til framkvæmda.   Allt fellur þetta úr gildi ef framkvæmdir hafa ekki hafist innan árs frá útgáfur byggingarleyfis.  Þetta gildir e.t.v. ekki aftur í tímann. Útgefið leyfi ætti að leiða til þess að bygging rísi á viðkomandi lóð innan ákveðins tíma nema í algerum undantekningartilfellum.  

    Fylgigögn

  24. Lögð er fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um lóðir í Grafarvogi, sbr. 35. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 25. október 2023. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, byggingarfulltrúa dags. 21. mars 2024 USK23100288

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Spurt var um óbyggðar lóðir í eldri hluta Úlfarsárdals árið 2023. Fyrirspurnin er tæplega árs gömul.  Síðast var vitað um 30 sérbýlislóðir, allt lóðir sem Reykjavíkurborg bauð út árið 2006  og fékk greitt fyrir þær fyrir 15-16 árum. Birtur er listi í svari um 18 staði í Úlfarsárdal. Lóðir sem voru til skoðunar í hverfinu þar sem umsóknir um byggingarleyfisáform hafa verið endurnýjuð og með nýjum umsækjendum. Flokkur fólksins veit um ungt fólk sem er að leita að sem dæmi parhúsi á þessum stað, fólk sem er tilbúið að stækka við sig og komið með börn í leik- og grunnskóla í hverfinu. Hvergi er hægt að fá sem dæmi parhús og almennt er úrval að fasteignum þarna lítið þó nóg sé af landrými. Á þessu svæði mætti byggja mörg hundruð íbúðir og bæta jafnharðan við innviði. Umræðuna um lóðarskort þarf ekki að kynna. Það sárvantar húsnæði sem hefur leitt til þess að fasteignamarkaðurinn er ekki í jafnvægi. Þeirri breytingu er þó fagnað að nú þarf að gefa út byggingarleyfi innan tveggja ára frá samþykkt og sömuleiðis heimild til að framkvæma  en allt fellur þetta úr gildi ef framkvæmdir hafa ekki hafist innan árs frá útgáfur þess.

    Fylgigögn

  25. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 33. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 8. maí 2024. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, dags. 23. maí 2024. USK24050101

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Spurt var hvað íbúar í Bólstaðarhlíð geti gert til þess að snúa þeirri ákvörðun skipulagsyfirvalda við að fjarlægja gáma fyrir plast og pappír úr sorpgerðinu. Íbúar eru mjög ósáttir  með þessa ákvörðun. Spurt var hvort það myndi hafa áhrif að safna undirskriftum? Lesa má úr svari að íbúar geta í raun ekki gert neitt nema að sætta sig við þessa  ákvörðun Skrifstofu umhverfisgæða. Vísað er í lög  og  að almenn söfnun á úrgangsflokkun grenndarstöðvum samræmist ekki lögum heldur skuli söfnun fara fram við heimili.  Skipulagsyfirvöldum ber vissulega að fara eftir lögum og er ekki verið að fara fram á lögbrot í þessum fyrirspurnum. Skipulagsyfirvöldum er tíðrætt um samráð. Flokkur fólksins  vill sjá  meira samráð þegar mál eru  mjög umdeild.Að hlustað sé á  borgarbúa og að þeir hafi eitthvað að segja um sitt nærumhverfi . Sú lausn sem lesa má úr svari einna helst er að íbúar fjölgi sorpílátum við heimili séu þeir ekki með nægja rýmd í ílátum fyrir en slík aðgerð er ekki alltaf auðveld t.d. ef um blokk er að ræða.

    Fylgigögn

  26. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um skilti, sbr. 38. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. júní 2022. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, byggingarfulltrúa, dags. 14. maí 2024. USK22070004

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

     Flokkur fólksins óskaði upplýsinga um hvort umræða og ákvörðun um auglýsingavæðingu ætti ekki að fara fram í tengslum við vinnu við hverfisskipulag hverfisins? Hvernig hefur samráði verið háttað þegar setja á upp skilti? Er öllum gefinn kostur á að kynna sér málið? Þessum spurningum er ekkert svarað heldur aðeins vísað í byggingarreglugerð. Flokkur fólksins er hér að kalla eftir því hvort haft sé samráð við þá sem búa nærri og hafa skilti fyrir augum sér alla daga, jafnvel úr stofuglugganum sínum. Einnig hvort byggingarfulltrúa þætti ekki sjálfsagt að íbúaráðin hefðu að komu að ákvörðunum um skilta uppsetningu í hverfum. Það hlýtur að eiga að horfa á þessi mál í heildstætt og um þennan málaflokk þarf eins og aðra  að ríkja skipulag. Ljósaskilti og auglýsingaskilti hafa mikil áhrif á útlit hverfa.

    Fylgigögn

  27. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, sbr. 13. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 21. september 2022. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 4. maí 2024. USK22090116

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Verið er að bregðast við tæplega tveggja ára gömlum fyrirspurnum um aðgerðaráætlun með aðgengisstefnu og hvernig þeim miðar.  Spurt var hvernig miðar að finna lausnir fyrir þá sem ekki geta notað staf- og rafrænar lausnir? Hvernig miðar að setja upp hljóðrænt og sjónræn tilkynningarkerfi í þjónustuverum borgarinnar en verklok eiga að vera í lok árs 2024. Hvernig miðar uppsetningu sjónrænna brunakerfa í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar þannig að blikkljós fari í gang á lykil staðsetningum svo að fólk með heyrnarskerðingu verði vart við bruna viðvaranir? Loks hvernig staðan sé á uppsetningu sjónrænna merkinga á tröppuleiðum innanhúss í húsnæði borgarinnar. Svörin eru öll á sama veg þ.e. aðgerðirnar eru í ferli hjá aðgengisfulltrúa. Aðgengisfulltrúi er ný ráðinn svo gera má að því skóna að þessar aðgerðir hafi einfaldlega verið látnar afskiptar þar til að hreyfing kemst á þær. Flokki fólksins finnst þessar aðgerðir allt of mikilvægar til að ekkert sé gert með þær í tvö ár. Þessi mál eru einfaldlega ekki í neinum forgangi hjá borgaryfirvöldum.

    Fylgigögn

  28. Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi tillögu:

    Í júní 2019 samþykkti borgarstjórn einróma að koma fyrir varanlegum regnboga í Reykjavík í tilefni þess að 50 ár voru liðin frá uppreisn hinsegin fólks við Stonewall Inn í New York. Regnboginn á Skólavörðustíg er minnismerki um réttindabaráttu hinsegin fólks og táknmynd áframhaldandi stuðnings Reykjavíkurborgar við mannréttindi og fjölbreytileika. Regnboginn er orðinn að einu helsta kennileiti borgarinnar. Lagt til að bæta upplýsingar um uppruna, merkingu og tilgang varanlega regnbogans á Skólavörðustíg með varanlegu upplýsingaskilti á íslensku og ensku.
    Samþykkt

    -     Kl. 11:23 víkur Guðmundur Benedikt Friðriksson af fundi. USK24050300

    Fylgigögn

  29. Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi tillögu:

    Lagt er til að ganga lengra í úrgangsflokkun í almannarými og skoða tækifæri til að gera betur hvað flokkun varðar í stofnunum borgarinnar. Greindar verði bestu leiðir til flokkunar í almannarými í takt við kröfur, sem verði nýtt til grundvallar ákvarðanna um hvernig flokkun úrgangs úr stömpum í borgarlandinu verði háttað til framtíðar. Sömuleiðis verði skoðuð tækifæri í nýjum hringrásarlögum um framleiðendaábyrgð þegar kemur að kostnaði við hirðu á almannafæri. Að sama skapi verði farið yfir árangur í flokkun innan stofnanna og hvernig hægt er að gera enn betur þar. Litið verði til reynslu liðinna ára og tilraunir í þessu samhengi um stærðir íláta og notkun skynjara. Greinargerð fylgir tillögu.

    Samþykkt og vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifsstofu umhverfisgæða og skrifstofu borgarstjóra USK24050300

    Fylgigögn

  30. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. 16. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 15. maí 2024.
    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK24050186

  31. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 19. liður fundargerðar fundar umhverfis- og skipulagsráðs 15. maí 2024.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK24050185

    Fylgigögn

  32. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 18. liður fundargerðar fundar umhverfis- og skipulagsráðs 15. maí 2024.
    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK24050184

    Fylgigögn

  33. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks Íslands leggja fram svohljóðandi tillögu:

    Lagt er til að gripið verði til aðgerða í því skyni að auka umferðaröryggi og greiða fyrir umferð við gatnamót Hallsvegar og Strandvegar. Skoðað verði hvort hringtorg á umræddum gatnamótum geti aukið umferðaröryggi og bætt umferðarflæði.

    Frestað USK24050370

  34. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks Íslands leggja fram svohljóðandi tillögu:

    Lagt er til að gripið verði til aðgerða í því skyni að auka umferðaröryggi og greiða fyrir umferð við gatnamót Þúsaldar og Vínlandsleiðar. Meðal annars verði skoðað hvort hringtorg á umræddum gatnamótum geti aukið umferðaröryggi og bætt umferðarflæði.

    Frestað USK24050369

  35. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks Íslands leggja fram svohljóðandi tillögu:

    Lagt er til að göngu- og hjólaleið verði lögð meðfram vestasta hluta Hallsvegar (norðan megin vegar). Slík gönguleið myndi tengja íbúabyggð í sunnanverðu Rimahverfi betur við útivistarsvæðið í Gufunesi, sem er fjölsótt af börnum og unglingum í hverfinu. Gönguleiðin liggi frá gangbraut á Hallsvegi þar sem núverandi gangstétt endar, að Strandvegi. Með umræddri gönguleið myndi gönguþverunum á umræddri leið fækka og umferðaröryggi aukast. Jafnframt þarf að huga að öruggri gönguleið yfir Strandveg. 

    Frestað USK24050371

  36. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:

    Tillaga Flokks fólksins um að gerð verði úttekt á þeirri ákvörðun að byrja á 3ja áfanga Arnanesvegar áður en Breiðholtsbrautin milli Jafnasels og Rauðavant var tvöfölduð. Með því að byrja fyrst á svo stórum framkvæmdum sem Arnarnesvegurinn er áður en Breiðholtsbrautin var tvöfölduð voru gerð alvarleg mistök sem einhver þarf að bera ábyrgð á. Greinargerð fylgir tillögu. 

    Frestað USK24050374

    Fylgigögn

  37. Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Hver er kostnaður Reykjavíkurborgar og/eða Strætó bs. vegna ferða sem eru í pöntunarþjónustu? Óskað er eftir upplýsingum fyrir það sem af er þessu ári sem og fyrir síðasta ár, skipt niður eftir ferðum ef þær upplýsingar liggja fyrir. Greinargerð fylgir tillögu. USK24050368

    Fylgigögn

  38. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá yfirlit yfir stöðu viðgerða og viðhalds á leik- og grunnskóla húsnæði Reykjavíkurborgar sem eru ónothæf vegna myglu- og rakaskemmda. Óskað er eftir slíku yfirliti og tímaáætlunum s.s. hvenær framkvæmdum á að vera lokið. Greinargerð fylgir fyrirspurn. USK24050365
     

    -    Kl. 11:41 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundi
    -    Kl. 11:45 víkur Inga Rún Sigurðardóttir af fundi
    -    Kl. 11:49 víkur Bjarni Rúnar Ingvarsson af fundi
    -    Kl. 11:52 víkur Björn Axelsson af fundi

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 12:02

Pawel Bartoszek Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Marta Guðjónsdóttir Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir

Líf Magneudóttir Hjálmar Sveinsson

Kjartan Magnússon

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 29. maí 2024