Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 307

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2024, miðvikudaginn 8. maí, kl. 9:00 var haldinn 307. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Pawel Bartoszek, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon, og áheyrnarfulltrúarnir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir og  Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Hildur Björnsdóttir . Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Bjarni Rúnar Ingvarsson, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Inga Rún Sigurðardóttir  og Hólmfríður Frostadóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á niðurstöðum könnunar á vegum Prósents um hvar íslendingar ætla að búa.

    -    kl. 09:13 tekur Ólöf Örvarsdóttir sæti á fundinum
    -    kl. 09:22 tekur Líf Magneudóttir sæti á fundinum 

    Trausti Haraldsson frá Prósent tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK22120084

  2. Fram fer kynning á undirbúningi tilraunaverkefnis um Hringrásarstöð og fríbúð í Gerðubergi að danskri fyrirmynd. Verkefnið er hluti af innleiðingu loftslagsáætlunar og lögbundnum verkefnum skv. lögum um meðhöndlun úrgangs. Einnig er lagt fram minnisblað dags. 17. apríl 2024.

    Benedikt Traustason tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24040180

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Kynnt er nærendurvinnslustöð þar sem fólk getur komið og leigt hluti, eins konar skiptimarkaður, vinnustofur, viðgerðarkaffi og fleira. Um er að ræða tilraunaverkefni. Kostnaður er 5 milljónir sem sviðið leggur til fyrir þetta tilraunaverkefni. Þetta er auðvitað mjög gott mál.  Flokkur fólksins var með svipaða tillögu í upphafi síðasta kjörtímabils “Lagt var til að borgin kæmi upp aðstöðu þar sem húsgögn/húsbúnaður fengist gefins”  Tillagan var felld með þei rökum að hún ógnaði þeim dreifiaðilum sem fyrir eru. Málið var að svona vettvangur er ekki til. Til er aðstaða sem selur húsgögn og húsbúnað gegn vægu gjaldi. En tillagan gekk út á að fá húsgögn eða aðra hluti  gefins að um sé að ræða eins konar deilimarkað. Með þessu væri borgin að leggja sitt af mörkum til umhverfisins, stuðla að endurnýtingu og draga úr sóun. Verslanir Góða hirðisins taka við notuðum húsbúnaði til sölu. Þarna var verið að  leggja til að borgin skapaði aðstæður/vettvang þar sem húsgögn og húsbúnaður fæst gefins. Það voru því mikil vonbrigði þegar meirihlutinn hafnaði þessari tillögu með svo veikburða rökum “að þetta væri ógn við aðra sem fyrir eru”. En annað viðhorf ríkir greinilega núna.

  3. Fram fer kynning á Loftslagssjóð ungs fólks Bloomberg Philanthropies Youth Climate Action Fund

    Benedikt Traustason tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24030270

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
    Reykjavíkurborg hefur hlotið styrk, 7 milljónir frá Bloomberg Philanthropies til að stofna loftslagssjóð ungs fólks í Reykjavík. Flokkur fólksins fagnar þessum styrki. Að fá styrk er ávallt skemmtilegt og ef vel tekst til að nýta hann getur hann komið til góða fyrir fjölda manns. Kallað verður eftir umsóknum um styrkhæf verkefni. Hér sér Flokkur fólksins fyrir sér verkefni eins og gróðursetningu trjáa og loftslagstengdar rannsóknir. Leitt yrði ef svona styrkur verði sóað í einhverja fundi eða stofnun ráða eða hópa nú eða herferðir sem kunna þegar upp er staðið ekki að skila miklu til framtíðar. Huga þarf að áþreifanlegum árangri, að eitthvað sitji eftir. Engum blöðum er um það að fletta að þátttaka ungs fólks skiptir máli og vitað er að þessi aldurshópur hefur áhyggjur af loftslagsvánni. Kannanir sína að um  84% ungmenna eru áhyggjufull og yfir 60% finnst ríkisstjórnin í sínu landi ekki vera að gera nóg.

  4. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, dags. 23. apríl 2024 og 30. apríl 2024. USK22120096

    Fylgigögn

  5. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa 18. apríl 2024, 26. apríl 2024 og 2. maí 2024. USK23010150

    Fylgigögn

  6. Að lokinni auglýsingu er lögð fram uppfærð tillaga að breytingu á aðalskipulagi 2040 fyrir skotæfingasvæði Álfsnesi, dags. í maí 2024, sbr. 32. gr. skipulagslaga, ásamt umsögn vegna framkominna athugasemda við auglýsta tillögu.

    Lagt er til að tillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem koma fram í umsögn deildarstjóra aðalskipulags.

    Samþykkt sbr. 1. og 2. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn deildarstjóra aðalskipulags dags. 5. maí 2024.
    Vísað til borgarráðs. USK23030130

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Til að mæta sjónarmiðum íbúa er búið að ákveða að finna skotæfingasvæðinu nýjan stað og unnið er að því í sameiginlegri vinnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst má vera að það mun taka nokkurn tíma að klára endanlegt staðarval, undirbúa nýtt svæði, semja við landeigendur, vinna skipulag og umhverfismat og hanna og undirbúa framkvæmdir. Á meðan sú vinna stendur yfir er aðstaða til skotfimi tryggð á núverandi stað fram til 2028. Vegna fjölmargra athugasemda umsagnar- og hagsmunaaðila sem bárust á vinnslustigi tillögunnar var skerpt á ákvæðum um takmörkun á umhverfisáhrifum og settir fram bindandi skipulagsskilmálar um mótvægisaðgerðir í endanlega tillögu.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks ítreka mikilvægi þess að hér sé um tímabundna ráðstöfun að ræða og leggja ríka áherslu á að skotæfingasvæðinu verði fundinn nýr staður innan tímamarka.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Nú á að framlengja starfsleyfi fyrir skotæfingasvæði á Álfsnesi til 2028 fyrir Skotfélag Reykjavíkur og Skotveiðifélag Reykjavíkur. Flokkur fólksins hefur litla trú á að skotvellirnir fari 2028, því miður. Þær breytingar sem hér á að framkvæma til að hýsa áfram skotkvellina eru kostnaðarsamar og er reikningurinn sendur á skattgreiðendur. Íbúar á Kjalarnesi hafa staðið í stappi við borgaryfirvöld í tæpa tvo áratugi. Fulltrúi Flokks fólksins hefur bókað ítrekað um málið enda ofbýður honum yfirgangur meirihlutans gagnvart íbúum Kjalarness í þessu máli. Íbúar mega sín lítils.  Það er auðvelt að setja sig í spor íbúanna sem mega þola mengun af ýmsu tagi.  Í gögnum kemur skýrt fram að talsvert magn er af  höglum  í jarðvegi bæði gömul og ný. Staðfest er að högl berast niður í fjöru frá skotsvæðunum og enda í maga fugla. Niðurstöður greiningar benda til þess að hlutfall blýhagla sé hærra en ætlað var frá upplýsingum sem Heilbrigðisráð Reykjavíkur (HER) hefur haft fram að þessu. Niðurstöður mælinga á hávaðamengun koma heldur ekki vel út. Stytta þarf kvöldopnunartíma  til að takmarka ónæði vegna skothljóða. Þetta segir allt sem segja þarf. Tekið er undir athugasemd þar sem segir “HER hefur ekkert gert annað en að matreiða niðurstöður svo skotfélögin geta haldið sinni starfsemi áfram á Álfsnesi”
     

    Fylgigögn

  7. Lögð fram skipulagslýsing fyrir 1., 2. og 3. áfanga Kringlusvæðis, dags. í apríl 2024, skv. rammaskipulagi Kringlunnar. Unnið verður deiliskipulag fyrir hvern áfanga fyrir sig út frá þeim megin markmiðum sem sett eru fram í deiliskipulagslýsingu þessari og byggja á markmiðum rammaskipulags að teknu tilliti til forsendubreytinga sem tilkomnar eru til eftir að rammaskipulag var samþykkt og útlistaðar verða hér á eftir. Í 1. áfanga er um að ræða uppbyggingu á lóðum nr. 1-3 við Kringluna, þar sem standa tvær byggingar sem áður hýstu skrifstofur og prentsmiðju Morgunblaðsins, ásamt lóð nr. 5 þar sem skrifstofubygging Sjóvá stendur. Áfangi 2 er að stærstum hluta á lóð nr. 7, þar sem byggingar VR standa, og 3. áfangi verður að hluta til á lóð nr. 7 og að hluta til á borgarlandi norðan lóðar.

    Sigríður Maack, sérfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Samþykkt er að kynna lýsingu nýs deiliskipulags í samræmi við 1. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita skal umsagna um lýsinguna hjá þeim aðilum sem taldir eru upp í henni og kynna hana fyrir almenningi. USK24040320

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Deiliskipulagslýsing þessi nær til breytinga á gildandi deiliskipulagi Kringlunnar sem samþykkt var í borgarráði 13. maí 1986. Fram kemur að við vinnu að deiliskipulagi skal hafa samráð við skipulagsyfirvöld, lóðarhafa aðliggjandi lóða vegna  aðlögunar sem gera þarf á t.d. fyrirkomulagi gatna og tenginga. Ferlið er rakið í gögnum og má þar sjá að það er á seinni stigum, eða  frekar seint í ferlinu sem aðkoma borgarbúa verður að málinu með því að boðið er til opins fundar. Það er mat Flokks fólksins að aðkoma borgarbúa þarf að vera fyrr í ferlinu eða um leið og hægt er að leggja á borðið grófar línur af skipulaginu. Ef samráð við borgarbúa kemur þegar búið er að fastsetja flestar meginlínur er lítið gagn í að bjóða upp á samráð þannig að hægt sé að koma til móts við athugasemdir og óskir um breytingar að einhverri alvöru. Skoða mætti að opna fyrir samráð og athugasemdir jafnvel áður en tillagan er auglýst, eða alla vega mun fyrr á ferlinu. Að svara athugasemdum borgarbúa telst ekki vera samráð. Í svari við athugasemd er einfaldlega verið að segja að það eigi ekki að taka þessa athugasemd til greina. Það er rökstutt með mis veigamiklum rökum.

    Fylgigögn

  8. Lögð fram skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. maí 2024  vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulagi fyrir Borgartúnsreit vestur. Tilgangur deiliskipulagsbreytingarinnar er að skýra og móta byggingarheimildir á lóðunum Borgartúni 5 og 7 ásamt Guðrúnartúni 6 fyrir blandaða byggð íbúða, þjónustu og atvinnu.
    Lagt til að skipulagslýsing verði samþykkt í kynningarferli.

    Olga Guðrún B Sigfúsdóttir, verkefnastjóri og Sverrir Bollason hjá Framkvæmdasýslunni  Ríkiseignum taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Samþykkt er að kynna lýsingu nýs deiliskipulags í samræmi við 1. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita skal umsagna um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, íbúaráða og einnig kynna hana fyrir almenningi. USK24050013

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í gögnum segir að byggingarmagn verði við strandlengju í norðri og þar á að heimila hærri hús þ.e. 5-8 hæðir á umræddum reit. Einkenni og aðstæður eru nokkuð sérstakar á þessum reit þegar horft er til vindafars. Mikilvægt er að meta áhrif vindafars því þarna hefur oft legið við slysi á fólki og jafnvel orðið slys þegar rokkviður koma upp á milli hárra húsa. Flokkur fólksins hefur áður bent á að áhrif húsa á vindstrengi.  Það er hægt að kanna í vindgöngum-líkantilraunum hver vindáhrifin eru. Tölvulíkan og skoðanir veðurfræðinga eru ekki það sama og rannsóknir. Almennt er erfitt að meta hvernig loftstraumar leggjast og sveiflast þótt hægt sé að giska á það með rökrum. Tilraunir þar sem notast er við vindgöng gefa nákvæmari niðurstöður en með útreikningum eftir því sem sérfræðingar segja. Þetta mættu skipulagsyfirvöld íhuga og losna þar með við verulegt vandamál, svo sem vindstrengina við Höfðatorg og Hafnartorg. Ef byggja á há hús er almennt gott að þau mjókki upp. Vilji borgarbúa er einnig  nokkuð skýr. Fæstir vilja hafa háar byggingar í hverfum sínum. Helstu athugasemdir lúta einmitt að hæð bygginga. Íbúar  sætta sig kannski  við 5 hæða hús  en helst ekki meira en fjórar hæðir ef aðstæður bjóða.

    Fylgigögn

  9. Lögð fram umsókn Grímu arkitekta ehf., dags. 26. mars 2024, um breytingu á deiliskipulagi Breiðholt I vegna lóðanna nr. 2-6, 8 og 10 við Arnarbakka. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að koma fyrir leikskóla á jarðhæð húss á lóð nr. 4, stækka lóð og auka byggingarmagn. Færa íbúðarlóð nr. 6 innan svæðisins og breyta henni í lóð nr. 10. Lóð nr. 6 verður leikskólalóð og heimilt verður að reisa á henni útileikstofu. Stúdentaíbúðum í húsum nr. 2 og 4 og íbúðum í húsi nr. 10 (áður nr. 6) verður fjölgað og þakformum húsa  nr. 2, 4 og 10 verður breytt. Sameiginleg lóð verður gerð fyrir bílastæði á svæðinu og fylgilóð verður gerð fyrir djúpgáma á svæðinu ásamt því að byggingarreitur verður gerður fyrir hjóla- og sorpgeymslur, samkvæmt deiliskipulags- og skuggvarpsuppdr. Tendru Arkitektur og Grímu arkitekta, dags. 26. mars 2024. Einnig er lagt fram samgöngumat Mannvits fyrir Arnarbakka, útgáfa 9, dags. 24. apríl 2024.

    Hrönn Valdimarsdóttir, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs. USK24030341

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Arnarbakki 2-10. Breytingar felast í fjölgun íbúða, færslu á byggingarreitum og heimild fyrir leikskóla á svæðinu. Markmiðið er að fækka bílastæðum til muna á fyrirhuguðum uppbyggingarreitum, stærri reitum sem smærri og einnig á blönduðum sem og þeim sem eru í í nágrenni við góðar almenningssamgöngur. Vandamálið er að nú eru engar góðar almenningssamgöngur og bið í borgarlínu jafnvel einhver ár. Samnýta á stæði eins og hægt er sem er ágætis mál ef þess er nokkur kostur. Flokkur fólksins tekur undir að bílastæði séu ekki merkt neinum nema auðvitað stæði fyrir hreyfihamlaða og fatlað fólk. Stæði eiga ekki að vera frátekin fyrir ákveðin fyrirtæki. Mikið er talað um almenningssamgöngur og nálægð við þær en aftur er minnst á hvað við búum við slakar almenningssamgöngur sem þjóna aðeins mjög þröngum hópi.  Enn er með öllu óljóst hvernig borgarlína á eftir að virka og ganga í úthverfum Reykjavíkur. Flokkur fólksins getur ekki samþykkt að bílastæðum sé fækkað svo mikið sem til stendur fyrr en hægt sé að segja að við höfum fullnægjandi almenningssamgöngur. Bílum fer fjölgandi og áfram þarf að gera ráð fyrir bílum á götum og íbílastæðum bæði ofan jarðar og neðan.

    Fylgigögn

  10. Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á hverfisskipulagi Breiðholts hverfi 6.1 Neðra Breiðholt. Í breytingunni sem lögð er til felst að skipulagsmörkum þróunarreits 6.1.6.Þ er breytt til þess að ná utan um leikskólalóð við Arnarbakka 4. Skilmálaeining 6.1.1.ÍB mun minnka, þar sem grænt svæði sem tilheyrir skilmálaeiningunni verður fellt inn í þróunarreit 6.1.6.Þ. Eftir að uppbyggingu á svæðinu er lokið, samkvæmt nýju deiliskipulagi, er gert ráð fyrir að skipulagið verði fellt inn í hverfisskipulag Neðra-Breiðholts og fá skilmálaeiningarnúmerið 6.1.6, samkvæmt uppdr. Tendra arkitektúr og Gríma arkitekta, dags. 30. apríl 2024.

    Hrönn Valdimarsdóttir, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir Breiðholt hverfi 6.1 , skv. 43. gr. sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs. USK24050012

    Fylgigögn

  11. Lagt fram afgreiðslubréf, dags. 24. apríl 2024, vegna samþykktar borgarstjórnar frá 23. apríl 2024, með með þrettán atkvæðum, á 8. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. apríl 2024; Holtsgata 10 og 12 – Brekkustígur 16, deiliskipulag. SN220212

    Fylgigögn

  12. Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 18. apríl 2024, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á skilmálum deiliskipulags Bústaðahverfis. USK24040055

    Fylgigögn

  13. Lagt fram afgreiðslubréf, dags. 24. apríl 2024, vegna samþykktar borgarstjórnar frá 23. apríl 2024, með með þrettán atkvæðum, á 7. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. apríl 2024; Laufásvegur 19 og 21-23 – deiliskipulag. USK23100130

    Fylgigögn

  14. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 26. janúar 2024 ásamt kæru nr. 10/2024, dags. 19. janúar 2024. þar sem kærð er álagning hluta fasteignagjalds fyrir Móvað 15, gjald vegna sorptunnu fyrir lífúrgang (matarleifar) þ.s. kærandi er með jarðgerðartunnu (moltutunnu) í garðinu fyrir þann úrgang. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 1. febrúar 2024 ásamt úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 18. apríl 2024. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um að felld verði úr gildi ákvörðun Reykjavíkurborgar frá 19. janúar 2024 um að leggja á gjald vegna sorptunnu fyrir blandaðan heimilisúrgang og matarleifar fyrir fasteignina Móvað 15. USK24010292

    Fylgigögn

  15. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 6. febrúar 2024 ásamt kæru nr. 14/2024, dags. 4. febrúar 2024, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa að aðhafast ekkert og loka málinu er vegna kvartana kæranda til borgarinnar er varðar norðurhlið glugga Lálands 20. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 7. febrúar 2024 og tilkynning frá úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 23. mars 2024 þar sem segir: Kærandi í máli nefndarinnar nr. 14/2024 hefur dregið kæruna til baka. USK24020033

    Fylgigögn

  16. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála dags. 29. febrúar 2024 ásamt kæru nr. 24/2024 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 30. janúar 2024 um að samþykkja leyfi fyrir áðurgerðum breytingum á húsi á lóð Túngötu 36A. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 19. mars 2024. USK24020298

    Fylgigögn

  17. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála dags. 22. mars 2024 ásamt kæru nr. 31/2024, ódags. þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa um að aðhafast ekki vegna erinda kæranda til borgarinnar sem varða steyptan vegg/skýli á lóðinni nr. 63 við Laugarásveg og á lóðinni nr. 59 við Laugarásveg. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 4. apríl 2024. USK24030296

    Fylgigögn

  18. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 8. apríl 2024 ásamt kæru nr. 42/2024, dags. 5. apríl 2024, þar sem kærð er ákvörðun skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 15. febrúar sl. og varðar umsókn kæranda þar sem sótt var um leyfi til að gera úrbætur á húsinu Eiríksgötu 19 ásamt því að gera tvær íbúðir í kjallara. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 18. apríl 2024. USK24040069

    Fylgigögn

  19. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 8. apríl 2024 ásamt kæru nr. 43/2024, dags. 8. apríl 2024, þar sem kærð er samþykkt nýs deiliskipulags fyrir Laufásveg 19 og 21 til 23. Einnig er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála, dags. 9. apríl 2024. USK24040071

    Fylgigögn

  20. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 17. apríl 2024 ásamt kæru nr. 47/2024, dags. 16. aríl 2024, þar sem kærð er samþykkt breyting á deiliskipulagi á Skúlagötusvæði – Endastöð Strætó við Skúlagötu. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 19. apríl 2024. USK24040176

    Fylgigögn

  21. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála dags. 22. apríl 2024 ásamt kæru nr. 50/2024, ódags. þar sem kærð er ákvörðun Reykjavíkurborgar frá 19. mars 2024 um að leggja á dagsektar frá og með 20. sama mánaðar. USK24040247

    Fylgigögn

  22. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lagfæringu gangstéttar við Norðlingabraut 2, sbr. 34. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 10. apríl 2024. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 22. apríl 2024.
    Samþykkt að vísa tillögunni frá með fjórum atkvæðum fulltúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn tveimur atkvæðum og Sjálfstæðisflokksins, fulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins. USK24040098

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tillögunni er vísað frá þar sem málið er í farvegi. Unnið er að umferðaröryggisúrbótum á svæðinu í þágu skólabarna og þar undir er endurgerð á nefndu svæði þar sem áður var innkeyrsla.

    Fylgigögn

  23. Lögð fram að nýju tillaga íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis sbr. 3. liður fundargerðar íbúaráðs Háaleitis og Bústaðahverfis þann 23. apríl 2024.
    Óskað er eftir að tillagan sé tekin til afgreiðslu á fundi umhverfis- og skipulagsráðs.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. MSS24040130

    Fylgigögn

  24. Lögð fram að nýju tillaga íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis sbr. 2. liður fundargerðar íbúaráðs Háaleitis og Bústaðahverfis þann 23. apríl 2024.
    Óskað er eftir að tillagan sé tekin til afgreiðslu á fundi umhverfis- og skipulagsráðs
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. MSS24040131

    Fylgigögn

  25. Lögð fram að nýju tillaga borgarfulltrúa sjálfstæðisflokksins sbr. 5. liður fundargerðar borgarstjórnar 23. apríl 2024.
    vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu borgarlandsins MSS24040057

    Fylgigögn

  26. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að hjólarein verði lögð við Fílilsgötu, sbr. 27. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 24. apríl 2024.
    Vísað til mats og eftir atvikum meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar.
    Vísað til mats og eftir atvikum meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar og hönnunarteymis Fífilsgötu. USK24040276

  27. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um vinnu að stefnu um tjarnir í Reykjavik, sbr. 28. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 24. apríl 2024.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifsstofu umhverfisgæða. USK24040280

    Fylgigögn

  28. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um fjölda smáhýsa á bílastæði við Vörðuskóla, sbr. 29. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 24. apríl 2024.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs USK24040275

  29. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um stöðu á færanlegum leikskólaeiningum Ævintýraborga, sbr. 30. liður umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 24. apríl 2024.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK24040274

    Fylgigögn

  30. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

    Lagt er til að öryggisgirðing eða önnur fallvörn verði sett upp meðfram lágum bryggjukanti við Naustabryggju í Bryggjuhverfi í því skyni að draga úr slysahættu þar.

    Frestað USK24050094

  31. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

    Lagt er til að gönguleið milli Seljaskóla og frístundaheimilisins Vinasels við Kleifarsel, sem liggur einnig að smíðastofum skólans, verði lagfærð og endurnýjuð. Gönguleiðin er nú óboðleg nemendum og starfsmönnum skólans enda ekki um eiginlega gangstétt að ræða heldur siginn og ójafnan malartroðning.

    Frestað USK24050095

  32. Áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:

    Tillaga Flokks fólksins að settar verði upp eftirlitsmyndavélar í nánd við helstu verðmæti af líffræðilegum toga í Reykjavík. Þetta er lagt til í ljósi ítrekaðra skemmdarverka nú síðast á Útlögum, styttu Einars Jónssonar myndhöggvara á horni Suðurgötu og Hringbrautar. Þessi stytta hefur ítrekað orðið fyrir skemmdarverkum. Það er mikilvægt að ná í skemmdarvargana og að þær axli ábyrgð. Eina leiðin til þess er að hafa eftirlitsmyndavélar, Flokkur fólksins hefur talað fyrir því í mörg ár. Greinargerð fylgir tillögunni 

    Frestað USK24050093

    Fylgigögn

  33. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvað íbúar í Bólstaðarhlíð geti gert til þess að snúa þeirri ákvörðun skipulagsyfirvalda við að fjarlægja gáma fyrir plast og pappír úr sorpgerðinu – safnað undirskriftum?
    Greinargerð fylgir fyrirspurn. USK24050101

    Fylgigögn

  34. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lagfæringu gangstéttar við Norðlingabraut 2, sbr. 34. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 10. apríl 2024. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 22. apríl 2024.
    Samþykkt að vísa tillögunni frá með fjórum atkvæðum fulltúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn tveimur atkvæðum og Sjálfstæðisflokksins, fulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins. USK24040098

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tillögunni er vísað frá þar sem málið er í farvegi. Unnið er að umferðaröryggisúrbótum á svæðinu í þágu skólabarna og þar undir er endurgerð á nefndu svæði þar sem áður var innkeyrsla.

    -    Kl. 11:40 Guðmundur Benedikt Friðriksson víkur af fundi
    -    Kl. 11:42 Líf Magneudóttir víkur af fundi
     

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 11:52

Pawel Bartoszek Dóra Björt Guðjónsdóttir

Kjartan Magnússon Hjálmar Sveinsson

Hildur Björnsdóttir Unnur Þöll Benediktsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 8. maí 2024