No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2024, miðvikudaginn 24. apríl, kl. 9:05 var haldinn 306. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon, Líf Magneudóttir, Pawel Bartoszek og áheyrnarfulltrúarnir Halldóra Hafsteinsdóttir og Helga Þórðardóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Hildur Björnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Björn Axelsson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Auðun Helgason.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á fyrirhuguðum framkvæmdum á Fífilsgötu.
Guðmundur Guðnason, Sigrún Marteinsdóttir og Berglind Hallgrímsdóttir frá Eflu og Bjarni Rúnar Ingvarsson deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK24040183
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á framkvæmdum á lagfæringum á miðeyjum og tíguleyjum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar ásamt bættri lýsingu og hraðalækkandi aðgerðum á þverunum á framhjáhlaupum.
Berglind Hallgrímsdóttir og Sigrún Marteinsdóttir frá Eflu og Bjarni Rúnar Ingvarsson deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK24040116
Lögð fram svohljóðandi bókun áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að verið sé að fara í framkvæmdir til að bæta öryggi og aðgengi fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur yfir Miklubraut og Kringlumýrarbraut. Þetta er mjög umferðarþung gatnamót og erfið gatnamót fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Bæta á lýsingu og kanta ásamt nokkrum einföldum lagfæringum og Byrja á með framkvæmdir strax í sumar. Það þarf í sumum tilfellum að loka akreinum til að tryggja gönguleiðir á framkvæmdatíma. Vonandi verður framkvæmdatími ekki langur svo ekki myndist enn frekari umferðartafir við þessi gatnamót.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga samgöngustjóra um hámarkshraðabreytingar, sbr. 9. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 17. apríl 2024. Einnig eru lagðar fram umsagnir íbúaráða Vesturbæjar, dags. 27. febrúar 2024, Breiðholts, dags. 7. mars 2024, Árbæjar og Norðlingaholts, dags. 13. mars 2024, Grafarholts og Úlfarsárdals, dags. 21. mars 2024 og Miðborgar og Hlíða, dags. 22. mars 2024.
Umhverfis- og skipulagsráð leggur fram svohljóðandi breytingartillögu:Að Grænistekkur, frá Stekkjarbakka að núverandi 30 km/klst svæði hafi leyfilegan 30 km/klst hámarkshraða.
Breytingartillaga samþykkt.
Tillaga samgöngustjóra er samþykkt svo breytt. USK23010018Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar, Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:
Hér er verið að samþykkja fyrirhugaðar hámarkshraðabreytingar sem tengjast innleiðingu hámarkshraðaáætlunar. Tillögunum var vísað til umsagnar viðeigandi íbúaráða sem taka almennt vel í þær breytingar sem lagðar eru til. Að sama skapi leggjum við til að gerð verði ein breyting til að mæta umsögn er varðar öryggisráðstafanir við stofnbraut hjólreiða við Grænastekk, þar sem beðið er um að ganga enn lengra er varðar lækkun hámarkshraða úr 50 í 30 km/klst. Athugasemdir um frekari úrbætur við þverunina eru á lista umferðaröryggisáætlunar.
Lögð fram svohljóðandi bókun áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Flokkur fólksins er fylgjandi því að umferð bíla í íbúðahverfum sé hæg þar sem það á við til að gangandi vegfarendur geti verið öruggir. Lækka á hámarkshraða á götum frá 40 km/klst. í 30 km/klst. Þær götur sem lækka á hámarkshraða enn meira en búið er að gera eða niður í 30 km/klst. eru m.a. Hofsvallagata, Ægissíða og Nesvegur. Þótt ávallt skuli setja öryggið á oddinn má velta því upp hvort gengið sé of langt hér.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar samgöngustjóra dags. 18. apríl 2024 ásamt fylgigögnum. USK24010019
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála dags. 22. mars 2024 ásamt kæru nr. 31/2024, ódags. þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa um að aðhafast ekki vegna erinda kæranda til borgarinnar sem varða steyptan vegg/skýli á lóðinni nr. 63 við Laugarásveg og á lóðinni nr. 59 við Laugarásveg. USK24030296
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 8. apríl 2024 ásamt kæru nr. 42/2024, dags. 5. apríl 2024, þar sem kærð er ákvörðun skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 15. febrúar sl. og varðar umsókn kæranda þar sem sótt var um leyfi til að gera úrbætur á húsinu Eiríksgötu 19 ásamt því að gera tvær íbúðir í kjallara. USK24040069
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 8. apríl 2024 ásamt kæru nr. 43/2024, dags. 8. apríl 2024, þar sem kærð er samþykkt nýs deiliskipulags fyrir Laufásveg 19 og 21 til 23. USK24040071
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 15. apríl 2024 ásamt kæru nr. 45/2024, dags. 12. apríl 2024, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkur dags. 8. mars 2024 um að slökkva á og fjarlægja LED - auglýsingaskilti að viðlögðum dagsektum. USK24040142
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 17. apríl 2024 ásamt kæru nr. 47/2024, dags. 16. aríl 2024, þar sem kærð er samþykkt breyting á deiliskipulagi á Skúlagötusvæði – Endastöð Strætó við Skúlagötu. USK24040176
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála dags. 28. febrúar 2024 ásamt kæru nr. 22/2024, dags. 28. febrúar þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 13. júlí 2023 um að hafna byggingarleyfisumsókn USK23050220 frá 17. maí 2023 sem varðar klæðningu á suðurhlið hússins Rofabæ 43-47. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 26. mars 2024. Jafnframt er lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 14. febrúar 2024. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni. USK24020283
Fylgigögn
-
Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 11. apríl 2024, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.0 vegna lóðarinnar nr. 1 við Laugaveg. USK23040127
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 16. apríl 2024. USK22120096
Fylgigögn
-
Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 11. apríl 2024, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Breiðholts III, Fells vegna Völvufells, þróunarreitur nr. 84 AR2040. USK23120184
Fylgigögn
-
Lagt fram málskot Ingibjargar Baldursdóttur, Björns Ólasonar og Örnu Hrundar Jónsdóttur, dags. 21. mars 2024, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 1. febrúar 2024 um að fjölga bílastæðum á lóð nr. 22 við Leifsgötu um tvö. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 1. febrúar 2024.
Frestað. USK24040010 -
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins vegna breytinga á sorpgerði í Bólstaðarhlíð, sbr. 28. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 3. apríl 2024. Einnig lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, dags. 17. apríl 2024. USK24040021
Lögð fram svohljóðandi bókun áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Fulltrúi Flokks fólksins óskaði eftir skýringum á því af hverju búið sé að fjarlægja pappa og plastgáma úr nýuppsettu sorpgerði í Bólstaðarhlíð. Segir í svari að eftir að nýtt flokkunarkerfi tók til starfa þá sé minni þörf fyrir grenndarstöðvar sem taka við plasti og pappír. Það á að fækka stærri grenndarstöðvum þ.e. þeim sem taka við pappír, plasti, gleri, málmum, textíl og skilagjaldsumbúðum og verða þær eingöngu 30 talsins í allri Reykjavík. Miða á við að fjarlægð þeirra sé ekki meiri en um 1 km frá heimili og jafnframt er bent á að íbúar við Bólstaðarhlíð séu innan þeirra marka. Fulltrúi Flokks fólksins hefur ítrekað þurft að keyra milli grenndargáma til að losa sig við plast og pappír því gámarnir eru mjög oft fullir. Það virðist ekki hafa gengið eftir það loforð að tæma plast og pappatunnur með reglulegu millibili þannig að það dugi milli tæminga. Það eru mjög margir borgarbúar sem kvarta yfir því hvað plast og pappatunnur eru tæmdar sjaldan. Á meðan losun þessara sorptunna gengur ekki betur þá telur fulltrúi Flokks fólksins nauðsynlegt að hafa nóg af grenndargámum. Það getur ekki verið mjög umhverfisvænt að íbúar keyri milli grenndarstöðva til að losa sig við rusl.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um fjölda byggingarleyfa, sbr. 16. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 17. apríl 2024.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, byggingarfulltrúa. USK24040181
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga íbúaráðs Miðborgar og Hlíða sbr. 31. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 13. mars 2024. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 8. apríl 2024.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofa samgangna og borgarhönnunar. MSS23120042Fylgigögn
-
Fram fer kynning á þrifatíðni gatna og stíga í borgarlandi.
- Kl. 9:56 víkur Hildur Björnsdóttir af fundi og aftengist fjarfundarbúnaði og Björn Gíslason tekur þar sæti.
Hjalti Jóhannes Guðmundsson skrifstofustjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24040182Lögð fram svohljóðandi bókun áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Miðlæg hreinsun Reykjavíkurborgar er skipt í vorhreinsun, sumarhreinsun, hausthreinsun og miðborgarhreinsun. Allt samgöngukerfið er sópað og er vorhreinsunin er stærst þessara aðgerða. Fulltrúi Flokks fólksins telur mikilvægt að auka þriftíðni því borgin er mjög skítug. Auka þarf þrif á götum Reykjavíkur. Götur sem eru þaktar fínum sandi og gúmmíögnum eru óholl blanda og valda mengun. Stefna ætti að því að þvo götur með vatni eins oft og unnt er eða þegar veðurfar leyfir. Sú lausn er alla jafna betri en að rykbinda með magnesíum klóríði. Það er jákvætt að heyra að sandnotkun hafi minnkað í borgarlandinu og þar með er líklegt að svifryksmengun hafi minnkað. Hvert sem borgarfulltrúi Flokks fólksins fer er kvartað yfir skítugri borg. Hér þarf að gera miklu betur. Auka þarf tíðni og fara víðar með kústinn. Flokkur fólksins hefur einnig áður talað um hvað veggjakrot er áberandi í miðborginni. Gera þarf átak í að hreinsa veggjakrot af eignum sem borgin á og ber ábyrgð á. Stöðugt berast ábendingar frá íbúum um mikið veggjakrot víðs vegar um borgina. Eins má spyrja hvort það komi ekki til greina að hafa háar sektir við veggjakroti? Kostnaður við að þrífa veggjakrot er verulegur og stundum er illgerlegt að þrífa krotið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á fræðsludagskrá Grasagarðs Reykjavíkur fyrir árið 2024.
Hjörtur Þorbjörnsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24040178
-
Fram fer kynning á stöðu Grænna skrefa hjá Reykjavíkurborg.
Hildur Sif Hreinsdóttir sérfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24040177
Lögð fram svohljóðandi bókun áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Fram fer kynning á stöðu Grænna skrefa hjá Reykjavíkurborg. Græna skrefið er skylduverkefni á öllum vinnustöðum í borginni og er verkefnið í stöðugri þróun. Þetta er mikilvægt verkefni og mikilvægt er að hafa allt starfsfólk með í ráðum svo jákvæðni ríki um verkefnið. Stöðugt er verið að einfalda ferla og þau fjögur skref sem þarf að uppfylla. Fulltrúi Flokks fólksins finnst ánægjulegt að sjá að það hafi fjölgað nokkuð í hópi þeirra stofnana borgarinnar sem hafa lokið öllum fjórum grænu skrefunum.
Fylgigögn
-
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Sigríðar Ólafsdóttur, dags. 2. janúar 2023, br. 9. nóvember 2023, þar sem sótt er um leyfi til að byggja stakstæðan, staðsteyptan bílskúr við lóðarmörk lóðar nr. 4, mhl. 02, við íbúðarhús á nr. 2 við Vesturbrún. Tillagan var grenndarkynnt frá 2. febrúar 2024 til og með 1. mars 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Jóhann Guðmundur Jóhannsson og Bryndís Pálsdóttir, dags. 1. mars 2024. Einnig er lögð fram ábending Veitna, dags. 19. febrúar 2024. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. apríl 2024. Lagt er til að framkvæmdarleyfið verði synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. apríl 2024, með vísan til a. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.Birkir Ingibjartsson víkur af fundi undir þessum lið.
Sigríður Maack verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23010008
-
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Santos ehf., dags. 18. september 2023, um breytingu á deiliskipulagi Sundanna, reita 1.3 og 1.4, vegna lóðarinnar nr. 42 við Langholtsveg. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á notkun bílskúrs í vinnustofu, samkvæmt uppdr. Noland, dags. 18. september 2023. Tillagan var grenndarkynnt frá 2. janúar 2024 til og með 31. janúar 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Jón Gunnar Steinarsson, dags. 8. janúar 2024, og Guðbjartur Sturluson og Þorgerður Jörundsdóttir, dags. 16. janúar 2024. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. apríl 2024. Lagt er til að tillagan verði samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Samþykkt með vísan til a. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.Sigríður Maack verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23090182
Fylgigögn
-
Lögð fram umsókn Guðmundar Odds Víðissonar, dags. 6. febrúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 3 við Suðurgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á byggingarmagni og aukning á nýtingarhlutfalli lóðar, hækkun byggingar um eina rishæð auk leyfis fyrir garðskála á þaksvölum, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. (skuggavarp) DAP, dags. 22. febrúar 2024. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 12. apríl 2024.
Lagt er til að tillagan verði samþykkt í auglýsingu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24020055
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar:
Breytingin er samþykkt til auglýsingar en lögð er áhersla á að hún komi ekki í veg fyrir eða takmarki uppbyggingu á svæðinu í kjölfarið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á aðaluppdráttum fyrir Skúlagötu 26 í samræmi við ákvæði deiliskipulags.
Tony Kettle frá Kettle Collective, Atli Kristjánsson frá S26 Hotel og Sigríður Maack verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK24020156
- Kl. 11:50 víkur Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir samgöngustjóri af fundi.
- Kl. 11:57 víkur Guðmundur Benedikt Friðriksson skrifstofustjóri af fundi.
- Kl. 12:12 víkur Kjartan Magnússon af fundi.Lögð fram svohljóðandi bókun áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Radison Sas áætlar að byggja risa hótelbyggingu á lóðinni við Skúlagötu 26. Fulltrúa Flokks fólksins finnst þetta hótel alltof hátt og samræmist á engan hátt nánasta umhverfi. Vissulega er þetta glæsileg bygging en hún er allt of fyrirferðarmikil. Þessi bygging verður stórt kennileiti í borginni. Því miður er löngu búið að ákveða að leyfa svona háa byggingu.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar:
Lagt er til að skipulagsfulltrúa sé falið að vinna að því að setja fram staðlað form í kringum samræmda miðlun upplýsinga um lykiltölur í skipulagsgögnum borgarinnar, þar með talið íbúðafjölda í deiliskipulagi og eftir atvikum aðrar hagnýtar upplýsingar. Markmiðið sé að hafa skýra og aðgengilega yfirsýn í hverju gagni fyrir sig sem verði grunnur að því að auðvelt sé að taka saman stöðu mála í rauntíma.
Samþykkt. USK24040217
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga umhverfis- og skipulagsráð:
Lagt er til að stofna spretthóp umhverfis- og skipulagsráðs um framtíð grænna skrefa, Dóru Björt Guðjónsdóttur og Líf Magneudóttur, er falið að skoða leiðir til að taka verkefnið lengra í samvinnu við verkefnastjóra.
Samþykkt. USK24040279
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að sérmerkt hjólarein verði lögð meðfram Fífilsgötu samhliða endurgerð götunnar, sem stendur fyrir dyrum. Umrædd hjólarein verði tengd hjólarein við Burknagötu.
Frestað. USK24040276
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að láta vinna stefnu um tjarnir Reykjavíkur. Skipa skal starfshóp sem vinnur að stefnumörkun þar sem m.a. verður fjallað um hreinsun og þrif tjarna og hvernig búa megi fuglum öryggi og frið frá köttum t.d. með gerð hólma í tjörnum. Í stefnunni skal einnig koma fram tímasett áætlun um hvernig breytingum frá núverandi ástandi skuli náð fram og hver sé viðunandi staða eftir tilsettan tíma. Einnig skal tímasetja áætlanir og hugmyndir um framtíðarsýn, gildi og markmið sem fylgt er eftir með mælikvörðum og fjármagnstengdum aðgerðum. Greinargerð fylgir tillögu.
Frestað. USK24040280
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Fulltrúi flokks fólksins óskar upplýsinga um mikinn fjölda smáhýsa á bílastæði við Vörðuskóla. Eru þessi smáhýsi í eigu borgarinnar ? Er bílastæðið eða fyrrverandi skólalóð notað sem geymslustaður fyrir hýsin? Hvað á að gera við þessi smáhýsi? USK24040275
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Fulltrúi flokks fólksins óskar upplýsinga á hver staðan er á framkvæmdum á byggingum færanlegra leikskólaeininga, ævintýraborga. Einnig er óskað upplýsinga um framgang viðgerða og viðhalds á leikskólabyggingum sem eru með myglu og raka. Greinargerð fylgir tillögunni. USK24040274
Fundi slitið kl. 12:35
Dóra Björt Guðjónsdóttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Björn Gíslason Birkir Ingibjartsson
Líf Magneudóttir Pawel Bartoszek
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 24. apríl 2024