No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2024, miðvikudaginn 17. apríl, kl. 10:36 var haldinn 305. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Birkir Ingibjartsson, Hildur Björnsdóttir, Kjartan Magnússon og áheyrnarfulltrúarnir Halldóra Hafsteinsdóttir og Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Líf Magneudóttir og Pawel Bartoszek. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Brynjar Þór Jónasson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf borgarstjórnar dags. 8. apríl 2024 þar sem samþykkt var að Halldóra Jóhanna Hafsteinsdóttir taki sæti sem áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði í stað Ástu Þórdísi Skjalddal Guðjónsdóttur. MSS22060046
Fylgigögn
-
Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að framlengja tímabundna heimild til að víkja frá reglum um íbúakort sem var upphaflega samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 15. nóvember 2023 og borgarráði 16. nóvember 2023.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs. USK23110144Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga samgöngustjóra um hámarkshraðabreytingar, sbr. 9. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 14. febrúar 2024. Einnig eru lagðar fram umsagnir íbúaráða Vesturbæjar, dags. 27. febrúar 2024, Breiðholts, dags. 7. mars 2024, Árbæjar og Norðlingaholts, dags. 13. mars 2024, Grafarholts og Úlfarsárdals, dags. 21. mars 2024 og Miðborgar og Hlíða, dags. 22. mars 2024.
Frestað. USK23010018 -
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 11. apríl 2024. USK23010150
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 4. apríl 2024, að breytingu á skilmálum Bústaðahverfis. Í breytingunni sem lögð er til felst að bætt við texta í skilmálum í kaflanum 5.1.1. er snýr að svölum á rishæð húsanna. Samþykkt.
Leiðrétt bókun er: Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs. USK24040055Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 9. apríl 2024. USK22120096
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. dags. 19. mars 2024 og 9. apríl 2024, ásamt fylgiskjölum. USK23010167
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga íbúaráðs Breiðholts um fýsileika á kaupum og rekstri loftgæðamælis í Breiðholti, sbr. 2. liður fundargerðar íbúaráðs Breiðholts, dags. 7. febrúar 2024. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, dags. 20. mars 2024.
Vísað til meðferðar í stýrihóp um aðgerðaráætlun loftgæða. MSS24010253Lögð fram svohljóðandi bókun áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Fulltrúa Flokks fólksins telur að alla jafna þegar rætt er um loftmengun sé miðað við loftmengun við Grensásstöð. Sú stöð hefur lítið gildi í Breiðholti og í öðrum úthverfum. Þess vegna er meira en sjálfsagt að setja upp stöðvar í úthverfum. Í umsögn er lagt til að í ljósi kostnaðar við kaup og rekstur á færanlegri mælistöð og þess að ódýrar stöðvar skila ekki áreiðanlegum gögnum, verði ekki keyptar og reknar stöðvar í hverju hverfi borgarinnar. Segir í umsögn að með mögulegri nýrri færanlegri stöð Heilbrigðiseftirlitsins og loftgæðaspálíkani Umhverfisstofnunar má auka mælingar í hverfum. Fulltrúi Flokks fólksins telur að vel sé hægt að kaupa almennilegan mæli í Breiðholti, mæli sem mark er á takandi.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um gangbrautir við Björnslund, sbr. 20. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 14. febrúar 2024. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 10. apríl 2024.
Vísað til meðferðar verkefna umferðaöryggisáætlunar Reykjavíkur. USK24020142Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, sbr. 33. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. nóvember 2023. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 8. apríl 2024.
Tillögunni er vísað frá með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. USK23110254Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar:
Tillögunni er vísað frá þar sem verkefnið er í farvegi.
Lögð fram svohljóðandi bókun áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands :
Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur stundað það að útvista ekki bara rekstri heldur líka allri ábyrgð. Tekin hefur verið stefna sem byggir enn á ný á úttekt ráðgjafafyrirtækis sem leggur til að borgin hætti rekstri þjónustu. Jafnvel þótt rekstri bílahúss yrði útvistað til einkaaðila eins og gert hefur verið í skiptistöðinni Mjódd þá er húsnæðið í eigu borgarinnar og því sjálfsagt að borgin sjái um að gera þessa staði vistlega fyrir þau sem nota þá, sem eigandi ber hún ábyrgð á því. Ef markmiðið er að minnka notkun á einkabílum í borginni þá verður að vera til staðar raunhæfur valkostur í samgöngum. Styrkja þarf strætó til muna og endurskoða leiðarkerfið áður en aðgengi að bílastæðum er skert, en hátt gjald fyrir notkun er skerðing aðgengis fyrir tekjulægri íbúa og gesti borgarinnar. Einkavæðing hefur jafnan í för með sér samdrátt í þjónustu og/eða hækkun verðskrár.
Lögð fram svohljóðandi bókun áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:Flokkur fólksins lagði til að settur verði á laggirnar hópur til að skoða hvaða leiðir er hægt að fara til að gera bílastæðahús sem Reykjavíkurborg rekur meira aðlaðandi, öruggari og aðgengilegri. Tillögunni er hafnað. Húsin eru í dag rekin með tugi milljóna króna tapi og standa mörg þeirra allt að því auð löngum stundum. Einhver vinna er í undirbúningi í þessu hjá meirihlutanum en vitað er að aðgangskerfið er ekki að virka sem skyldi. Gjald í þessum húsum er auk þess allt of hátt. Það eru hópar fólks sem ekki treysta sér að nota bílastæðahúsin, finnst þau þröng, óaðlaðandi og finnst greiðslukerfið erfitt. Enga aðstoð er hægt að fá í bílastæðahúsum ef upp koma vandamál. Fulltrúi Flokks fólksins finnst það verkefni borgarmeirihlutans að gera eitthvað í þessu. Leggjast þarf yfir þessi mál með heildstæðum hætti. Útvistun er ekki svarið. Einkavæðing hefur jafnan í för með sér samdrátt í þjónustu og/eða hækkun verðskrár. Bílum er að fjölga enda almenningssamgöngur ekki nógu góðar. Þess vegna er mikilvægt að geta nýtt bílastæðahúsin og með því fengið fleiri bíla af götunum. Það hlýtur að vera markmið okkar allra en ekki að halda úti hálftómum bílastæðahúsum.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. 32. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 6. mars 2024 um tillögu sem samþykkt var 11. október 2023 um sýningu fyrirhugaðrar uppbyggingar í Keldnalandi fyrir Grafarvogsbúa. Einnig er lögð fram umsögn Betri samgangna, dags. 27. mars 2024. USK24030075
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi sínum 11. október sl. að sýning á verðlaunatillögum vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í Keldnalandi yrði sett upp í Grafarvogi svo Grafarvogsbúar gætu kynnt sér áðurnefndar tillögur í sínu heimahverfi. Samþykktin er skýr og skilyrðislaus. Því kemur það á óvart að sýningin skuli enn ekki hafa verið haldin enda eru bæði sýningargögn og -húsnæði til reiðu. Af svari Betri samgangna má ráða að fyrirtækið vilji halda kynningu á umræddum verðlaunatillögum fyrir íbúa Grafarvogs í lágmarki. Slíkt er óheppilegt enda afar æskilegt að standa vel að upplýsingagjöf gagnvart Grafarvogsbúum og kalla eftir sjónarmiðum þeirra á öllum stigum skipulagsvinnunnar. Óneitanlega vakna spurningar um tilgang þess að halda slíku samráði við íbúa í lágmarki. Vilji Betri samgöngur ekki halda umrædda sýningu liggur beint við að umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar geri það og hrindi þannig skýrri samþykkt ráðsins í framkvæmd.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um Hlemm, sbr. 21. liður fundar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 14. febrúar 2024. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar, dags. 8. apríl 2024. USK24020139
Lögð fram svohljóðandi bókun áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Fulltrúi Flokks fólksins telur að það verði að ræða við hagaðila þegar fara á í umtalsverðar breytingar á nánasta umhverfi. Stór verkefni þurfa að vera í samvinnu við fólk umhverfi/náttúru og í sátt og samlyndi að sjálfsögðu. Í þessari fyrirspurn var spurt um samráð við rekstraraðila Mathallarinnar á Hlemmi um framkvæmdir sem þar eru í gangi og hvaða áhrif þær hefðu á viðskipti Mathallarinnar? Í svari kemur fram að haldinn var fundur með fulltrúum Mathallarinnar. vegna framkvæmdanna. Einn fundur getur nú varla talist mikið samráð að mati Flokks fólksins. Umhverfis- og skipulagssvið leggur allt annan skilning í hugtakið “samráð” en flestir aðrir. Og “samráðsferli” er ekkert alvöru samráð heldur aðeins tilkynning um hvað eigi að gera. Komi athugasemdir þá er að mestu gengið til móts við þær sem eru smávægilegar og einfaldar en aldrei er farið í að gera stórar breytingar jafnvel þótt fjöldi manns kalli eftir þeim. Spurt var einnig um kostnað við næsta áfanga. Hann er 250 m. kr. og lýkur verki 2023. Fulltrúi Flokks fólksins taldi að hægja ætti á þessu verkefni næsta ár nú þegar verið er að reyna að ná niður verðbólgu. Til þess þarf að hægja á fjárfrekum framkvæmdum og finna þess í stað fleiri leiðir til að auka tekjur.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa ungmennaráðs Árbæjar og Holta, sbr. 4. liður fundargerðar borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna, dags. 27. febrúar 2024, sem vísað var til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs. Tillaga ungmennaráðsins er svo hljóðandi: Lagt er til að borgarstjórn samþykki að beita sér fyrir því að bætt verði við nýrri strætóleið fyrir íbúa Árbæjar, Norðlingaholts og Grafarholts samhliða vinnu við nýja Borgarlínu. Greinargerð fylgir tillögunni.
Vísað til umsagnar Strætó bs. MSS24020129Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa ungmennaráðs Kjalarness, sbr. 7. liður fundargerðar borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna, dags. 27. febrúar 2024, sem vísað var til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs. Tillaga ungmennaráðsins er svo hljóðandi: Lagt er til að borgarstjórn samþykki að beita sér fyrir því að tíðni strætóferða til og frá Kjalarnesi verði að minnsta kosti á klukkustundar fresti og að viðeigandi aðstaða sé á stoppistöðvum á akstursleiðinni. Greinargerð fylgir tillögunni.
Vísað til umsagnar Strætó bs. MSS24020132Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lagfæringu gangstéttar við Norðlingabraut 2, sbr. 34. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 10. apríl 2024.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK24040098 -
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:
Hver er fjöldi byggingarleyfa sem byggingarfulltrúinn í Reykjavík hefur gefið út fyrir breyttri notkun á almennum íbúðum í gististaði í flokkun II og III? Þ.e.a.s hversu mörg slík leyfi hafa verið gefin út fyrir breyttri notkun á íbúðum sem hafa verið notaðar eða skilgreindar sem almennar íbúðir yfir í gististaði í flokkum II og III? Óskað er eftir sundurgreindum upplýsingum frá árinu 2008 þar sem fjöldi leyfa verði sýndur eftir árum ásamt því að sýna hversu margar íbúðir eru undir hverju leyfi og heimilisfangi. Greinargerð fylgir fyrirspurn. USK24040181
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 11:25
Dóra Björt Guðjónsdóttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Birkir Ingibjartsson Hildur Björnsdóttir
Kjartan Magnússon Líf Magneudóttir
Pawel Bartoszek
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs, 17. febrúar 2024