Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2024, miðvikudaginn 20. mars, kl. 9:05 var haldinn 302. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Kjartan Magnússon, Líf Magneudóttir, og áheyrnarfulltrúarnir Ásta Þórdís Skjalddal og Helga Þórðardóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Aðalsteinn Haukur Sverrisson og Hildur Björnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Brynjar Þór Jónsson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson og Hólmfríður Frostadóttir/Sigurjóna Guðnadóttir. Guðmundur Benedikt Friðriksson tók sæti á fundinum með rafrænum hætti. Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 14. mars 2024 USK23010150
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 15. janúar 2024, þar sem fram kemur að stofnunin getur ekki tekið afstöðu til deiliskipulagsbreytingarinnar þar sem gera þarf grein fyrir umhverfisáhrifum breytingarinnar sbr. gr. 5.4 í skipulagsreglugerð. Jafnframt þarf að gera grein fyrir stærð og umfangi landfyllingar eftir breytingu sbr. gr. 5.3.2.7 í skipulagsreglugerð. Einnig er lagður fram uppdr. Alta, dags. 11. maí 2023, br. dags. 31. janúar 2024, og svarbréf til Skipulagsstofnunar, dags. 23. janúar 2024.
Lagt til að Umhverfis- og skipulagsráð staðfesti svarbréf skipulagsfulltrúa, dags. 24. janúar 2024
Staðfest með fimm atkvæðum Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. USK23050037Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Meginbreyting deiliskipulagsins felst í að landfylling er aukin. Það virðist vera regla að ef einhverju á að breyta eða koma einhverju fyrir er gerð landfylling. Lítill biti í einu og allar náttúrulegar fjörur eyðilagðar. En hérna væri hægt að bæta úr stórum galla á hönnun brúarinnar en það er að hafa göngustíginn vestan megin og hjólastíginn austan megin. Bent hefur verið á það en ekki er hlustað.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Breiðholts III, Fells vegna Völvufells (Þróunarreitur nr. 84 AR2040). Í breytingunni sem lögð er til felst heildarendurskoðun á svæðinu, til að koma á móts við breyttar áherslur. Almennum íbúðum í raðhúsum og fjölbýlishúsi er fjölgað, námsmannaíbúðir fjarlægðar, leikskólalóð stækkuð, lóðarmörkum breytt og skipulagsmörkum þróunarsvæðisins eru uppfærð til samræmis við Þróunarreit Hverfisskipulags, samkvæmt uppdráttum Krads, dags. 14. mars 2024. Einnig er lagt fram samgöngumat Mannvits fyrir Völvufell, útgáfa 5, dags. 18. mars 2024.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Laufey Björg Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23120184
Fylgigögn
-
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju umsókn Brimgarða ehf., dags. 7. júní 2023, bréf Teiknistofunnar Storð ehf., dags. 7. júní 2023, og skipulagslýsing, dags. í október 2023, vegna nýs deiliskipulags í landi Tindstaða í Eilífsdal. Tilgangur deiliskipulagsáætlunar er að koma á formlegu deiliskipulagi fyrir nýtt hænsnabú á landspildunni milli Eyrarfallsvegar nr. 460 og Miðdalsár í Eilífsdal í landi Tindstaða. Lýsingin var kynnt frá 9. nóvember 2023 til og með 28. desember 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsagnir: Vegagerðin, dags. 25. október 2023, Minjastofnun Íslands, dags. 14. nóvember 2023, Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, dags. 15. nóvember 2023, Hestamannafélagið Adam, dags. 21. nóvember 2023, Kjósarhreppur, dags. 23. nóvember 2023, Karen Rós Róbertsdóttir, dags. 29. nóvember 2023, Umhverfisstofnun, dags. 29. nóvember 2023, Erla Aðalsteinsdóttir og Ólafur Þór Júlíusson, dags. 29. nóvember 2023, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, dags. 29. nóvember 2023, Ernst Christoffel Verwijnen og Pimpernel Wernars, dags. 30. nóvember 2023, Sigurbjörn Magnússon og Hlíf Sturludóttir, dags. 30. nóvember 2023, Sigurbjörn Magnússon lögmanns hjá Juris f.h. Hauks Óskarssonar, Sigurbjörns Hjaltasonar, Bergþóru Andrésdóttur, Orra Snorrasonar, Maríu Dóru Þórarinsdóttur, Guðmundar Davíðssonar, Svanborgar Magnúsdóttur, Hafþórs Finnbogasonar og Ólafar Óskar Guðmundsdóttur, dags. 30. nóvember 2023, Íbúasamtök Kjalarness, dags. 30. nóvember 2023, Skipulagsstofnun, dags. 5. desember 2023 og íbúaráð Kjalarness, dags. 15. desember 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. janúar 2024 og er nú lagt fram að nýju.
Athugasemdir kynntar.Hrönn Valdimarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23060091
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur til að ekki verði farið í svo stórar framkvæmdir á Kjalarnesi fyrr en samþykkt landbúnaðarstefna Kjalarness liggi fyrir.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Vissulega vill fulltrúi Flokks fólksins gleðjast að betur muni fara um fugla í stærra rými. Hins vegar er nokkuð sláandi hvað fjölga á fuglunum mikið, en tvöfalda á fjöldann. Flokkur fólksins getur ekki til þess hugsað ef illa fer um hænsnin, nóg er álagið samt fyrir dýrin að vera í aðstæðum sem þessum. Eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins sér í gögnum eru helstu athugasemdir um lyktarmengun vegna stækkunar Stjörnueggs. Í ljósi þess að óvissa er um áhrif stækkunarinnar á lyktarmengun telur Umhverfisstofnun rétt að tekið verði tillit til þess við gerð skilmála deiliskipulagsins. Gera þarf skoðun á umhverfisáhrifum. Fleiri athugasemdir hafa nú bæst við og er mótmælt að byggja eigi svo stór hús þarna. Bent er á að þarna sé hreint svæði af einbýlis- og sumarhúsum, ekki iðnaðarhverfi. Talað er um hættu á vatnsmengun mögulega. Ljóst er að stíga þarf varlega til jarðar hér og skoða alla mögulega umhverfisþætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram afgreiðslubréf, dags. 7. mars 2024, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Laugardals. USK23020087
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 12. mars 2024. USK22120096
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar samgöngustjóra dags. 14. mars ásamt fylgigögnum USK24010019
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 11. janúar 2024 ásamt kæru nr. 3/2024 ,dags. 5. janúar 2024, þar sem kærð er ákvörðun umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar vegna umferðarréttar íbúa hússins að Bergþórugötu 33 um stíg sem liggur meðfram húsinu. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 2. febrúar 2024. Jafnframt er lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 6. mars 2024. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni. USK24010123
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga íbúaráðs Háaleitis og Bústaða um breytingar á Bústaðavegi sbr. 17. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 31. maí 2023. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagsviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 13. október 2023.
Samþykkt að vísa tillögunni frá.Birkir Ingibjartsson, Friðjón R. Friðjónsson, Sigurður L. Stefánsson fulltrúar íbúaráðs Háaleitis og Bústaðahverfis taka sæti á fundinum með rafrænum hætti undir þessum lið. MSS23050085
Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Tillögunni er vísað frá þar sem efni hennar er þegar í ferli. Fljótlega verður hraði lækkaður niður í 40 km og verið er að undirbúa úrbætur gönguþverana.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga íbúaráðs Háaleitis og Bústaða sbr. 18. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 31. maí 2023. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagsviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 13. október 2023.
Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga: Lagt er til að hafið verði samtal við Vegagerðina um að gerð verði örugg tenging fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur yfir Kringlumýrarbraut milli Miklubrautar og Háaleitisbrautar. Hugmynd þess efnis hefur endurtekið hlotið miklar undirtektir íbúa í verkefninu „Hverfið mitt“. Hún hefur ekki hlotið þar brautargengi vegna stærðar og tæknilegra annmarka. Greinargerð fylgir tillögunni.
Breytingartillaga er samþykkt.
Tillagan er samþykkt svo breytt.Birkir Ingibjartsson, Friðjón R. Friðjónsson, Sigurður L. Stefánsson fulltrúar íbúaráðs Háaleitis og Bústaðahverfis taka sæti á fundinum með rafrænum hætti undir þessum lið. MSS23050083
Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Við fögnum tillögu íbúaráðs Háaleitis og Bústaða um örugga tengingu yfir Kringlumýrarbraut milli Miklubrautar og Háaleitisbrautar. Þar sem vegurinn er í eigu Vegagerðarinnar mun umhverfis- og skipulagssvið hefja samtal við Vegagerðina um bætta tenginu á þessu svæði.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis beinir þeim tilmælum til umhverfis- og skipulagsráðs að gerð verði örugg tenging fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur yfir Kringlumýrarbraut. Fulltrúa Flokks fólksins finnst svör umhverfis- og skipulagssviðs frekar rýr. Í umsögn segir að Kringlumýrarbraut sé stofnvegur og því ekki á forræði Reykjavíkurborgar og svo verði hugsanlega ráðist í þessar úrbætur með tilkomu borgarlínunnar þ.e að tryggja örugga tengingu fyrir m.a. gangandi og hjólandi. Fulltrúa Flokks fólksins finnst það endurtekið efni að bíða þurfi með úrbætur þar til borgarlína er komin til framkvæmda. Það gengur ekki að bíða með allar góðar hugmyndir sem borgarbúar kalla eftir af því að borgarlínan er á bið. Ráðið samþykkir að senda áskorun til Vegagerðarinnar um að framkvæma örugga gönguþverun yfir Kringlumýrarbrautina fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. Flokkur fólksins styður tillögu íbúaráðsins og málsmeðferð ráðsins og vonandi fær hún góðar móttökur hjá Vegagerðinni.Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis um mótun framtíðarsýnar um þróun Háaleitisbrautar sem lögð var fram og samþykkt á fundi íbúaráðsins, dags. 26. september 2023 og tekið fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs sbr. 22. dagskrárliður fundargerðar dags. 4. október 2023. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 22. febrúar 2024.
Samþykkt að vísa tillögu til umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, inn í vinnu við gerð hverfisskipulags.Birkir Ingibjartsson, Friðjón R. Friðjónsson, Sigurður L. Stefánsson fulltrúar íbúaráðs Háaleitis og Bústaðahverfis og Heimir Snær Guðmundsson sérfræðingur taka sæti á fundinum með rafrænum hætti undir þessum lið. MSS23090113
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis um lækkun hámarkshraða á Suðurlandsbraut sem lögð var fram og samþykkt var á fundi íbúaráðsins, dags. 28. september 2023 og vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs og tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs sbr. 23. dagskrárliður fundargerðar dags. 4. október 2023. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 21. febrúar 2024.
Vísað til umsagnar íbúaráðs Laugardals.Birkir Ingibjartsson, Friðjón R. Friðjónsson, Sigurður L. Stefánsson fulltrúar íbúaráðs Háaleitis og Bústaðahverfis og Heimir Snær Guðmundsson sérfræðingur taka sæti á fundinum með rafrænum hætti undir þessum lið. MSS23090113
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands er sammála því að gæta þurfi að öryggi vegfarenda en í ljósi þess að önnur aðliggjandi hverfi eru ekki hlynnt því að umferðarhraði sé lækkaður á þessum tímapunkti þá þarf að stíga varlega til jarðar og skoða málið betur áður en farið er í aðgerðir. Ennfremur þarf að taka tillit til þess að á meðan borgarlína er ekki tekin til starfa þá er gríðarleg umferð fólks á leið að og frá vinnu/skóla og lækkun hraða ekki þess fallin að bæta ástand umferðar á virkum dögum.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Varðandi þessar tillögur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis er tvennt sem situr í huga Flokks fólksins og það er hvort íbúaráðið er í starfi sínu að vinna samkvæmt vilja meirihluta íbúa hverfisins? Hins vegar er áhyggjuefni ef íbúaráð eru ekki sammála eins og íbúaráð Laugardals er ósammála um þessa lækkun á hámarkshraða. Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis vilja lækkun en íbúaráð Laugardals er á móti þessari lækkun. Mörgum sem þarna búa finnst ekki koma til greina að lækka frekar hraða á Suðurlandsbraut. Einnig að nóg sé komið að þrengingum. Það er of langt gengið að mati margra íbúa eftir því sem Flokkur fólksins kemst næst að hefta flæði innan borgarinnar og auka ferðatíma allra. Það eru ekki margar stórar akreinar sem ganga í gegnum borgina og allt í þessa veru eykur á óhagkvæmni samgangna almennings og sem framtíðarborgarlína mun varla leysa.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. 34. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 13. mars 2024, um bílastæði við Seljaveg 2.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK24030078 -
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Flokks fólksins sbr. 35. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, um að setja viðgerðir á leikskólum Reykjavíkur í forgang.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK24030171Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, sbr. 35. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 13. mars 2024, um framkvæmdir 3ja áfanga við Arnarnesveg.
Tillagan er samþykkt. USK24030173Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Tillaga Flokk fólksins um að umhverfis- og skipulagssvið beini því til Vegagerðarinnar sem standa að framkvæmd 3ja áfanga Arnarnesvegar að þeir fylgi reglum í hvívetna um vinnutíma ekki síst um helgar var samþykkt. Fagnar Flokkur fólksins þeirri niðurstöðu.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. 37. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 13. mars 2024, um umbætur á skiptistöðinni í Mjódd.
Vísað til umsagnar Fjármála og áhættustýringasviðs, eignaskrifstofu. USK24030174 -
Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fjölda tilvika sem borgin hefur þurft að greiða einstaklingum í skaðabætur vegna ástands gangstétta í borgarlandi, sbr. 27. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 28. febrúar 2024.
Vísað til umsagnar Fjármála og áhættustýringasviðs, eignaskrifstofu. USK24020280
Fundi slitið kl. 11:16
Dóra Björt Guðjónsdóttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Hildur Björnsdóttir Hjálmar Sveinsson
Kjartan Magnússon Líf Magneudóttir
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 20. mars 2024