Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 299

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2024, miðvikudaginn 28. febrúar, kl. 9:04 var haldinn 299. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Pawel Bartoszek, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Alexandra Briem, Birkir Ingibjartsson, Kjartan Magnússon, Líf Magneudóttir, Marta Guðjónsdóttir og áheyrnarfulltrúarnir Halldóra Hafsteinsdóttir og  Helga Þórðardóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Brynjar Þór Jónsson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, Inga Rún Sigurðardóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á þekktum sprungusvæðum innan Reykjavíkur.
    Frestað. USK24010169

  2. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa, dags. 15. febrúar 2024 og 22. febrúar 2024. USK23010150

    Fylgigögn

  3. Lagt fram afgreiðslubréf, dags. 8. febrúar 2024, vegna staðfestingar borgarráðs s.d. á synjun umhverfis- og skipulagsráðs á tillögu að breytingu á skilmálum deiliskipulags reits 1.140.5 vegna lóðarinnar nr. 13-15 við Pósthússtræti. USK23100149

    Fylgigögn

  4. Lagt fram afgreiðslubréf, dags. 8. febrúar 2024, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vallár á Kjalarnesi. USK23010259

    Fylgigögn

  5. Bókanir við kynningu á niðurstöðum hugmyndaleitar fyrir Leirtjörn vestur færð úr trúnaðarbók umhverfis- og skipulagsráðs 14. febrúar 2024 þar sem aflétt hefur verið trúnaði um niðurstöðu hugmyndaleitar.

    Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar:

    Stutt er við þá niðurstöðu að halda áfram með tillöguna Kynslóð eftir kynslóð með fyrirvara um frekari vinnslu í samræmi við umsögn umhverfis- og skipulagssviðs.

    Lögð fram svohljóðandi bókun áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Byggja á kjarna þar sem sérstakt tillit er tekið til eldri borgara, nokkuð sem ekki mátti gera fyrir nokkrum misserum. Fulltrúi Flokks fólksins fagnar þessu og lýst vel á vinningstillöguna Kynslóð eftir kynslóð sem er í góðu samræmi við tillögu Flokks fólksins sem lögð var fram árið 2021 um skipulagða byggð fyrir eldra í Reykjavík. Tillagan fékk þá engan hljómgrunn hjá meirihlutanum. En samráð og samtal við fjölmarga eldri borgara og hagsmunasamtök hefur leitt í ljós að fjölmargir vilja einmitt að íbúðasvæði í borginni verði skipulögð þar sem sérstök áhersla er lögð á þjónustu við eldra fólk og þeirra þarfir. Gera þarf jafnframt ráð fyrir dagsdvöl og þjónustuíbúðum. Horfa þarf til útivistar, áhugamála, félagslegrar þjónustu, heilsugæslu og fleira. Á svæði sem þessu er í raun ekki þörf fyrir uppbyggingu leik- og grunnskóla. Einblína ætti frekar á fjölbreytt úti- og innisvæði til afþreyingar og skemmtunar. SN220394
     

  6. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa, dags. 13. febrúar 2024 og 20. febrúar 2024. USK22120096

    Fylgigögn

  7. Lögð fram fundargerð SORPU bs. dags. 20. febrúar 2024. USK23010167

    Fylgigögn

  8. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar samgöngustjóra dags. 22. febrúar ásamt fylgigögnum USK24010019

    Fylgigögn

  9. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um gangbrautir við Björnslund, sbr. 20. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 14. febrúar 2024.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK24020142

  10. Lögð fram að nýju tillaga íbúaráðs Breiðholts um fýsileika á kaupum og rekstri loftgæðamælis í Breiðholti, sbr. 2. liður fundargerðar íbúaráðs Breiðholts, dags. 7. febrúar 2024.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. MSS24010253

    Fylgigögn

  11. Lögð fram að nýju tillaga íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals um lýsingu við gangbrautir í Úlfarsárdal, sbr. 5. liður fundargerðar íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals, dags. 18. október 2023.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. MSS23100171

    Fylgigögn

  12. Lögð fram að nýju tillaga íbúaráðs Kjalarness, sbr. 2. liður fundargerðar íbúaráðs Kjalarness, dags. 8. febrúar 2024. Greinargerð fylgir tillögunni.
    Vísað til umsagnar Strætó bs. MSS24020042

    Fylgigögn

  13. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fyrirkomulag gangstéttarviðhalds í borginni, sbr. 20. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. mars 2023. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 7. febrúar 2024. USK23030292

    Ámundi Brynjólfsson skrifstofustjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka fyrir svar við fyrirspurn um fyrirkomulag gangstéttaviðhalds í Reykjavík. Fyrirspurnin var lögð fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 22. mars 2023 og tók því rúma ellefu mánuði að fá svar við henni. Auka þarf áherslu á viðhald gangstétta í Reykjavík þar sem ljóst er að því er ábótavant. Víða um borgina eru gangstéttir brotnar og hellur hafa losnað frá þeim með þeim afleiðingum að holur og ójöfnur myndast. Slíkt hefur óþægindi og hættur í för með sér fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.
     

    Fylgigögn

  14. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um brú yfir Bústaðaveg/Kringlumýrarbraut, sbr. 18. liður fundargerðar skipulags- og samgönguráðs 4. maí 2022. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 13. febrúar 2024. USK22050026

    Lögð fram svohljóðandi bókun áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Sú fyrirspurn sem hér um ræðir er bráðum árs gömul. Fyrirspurnin  snéri að því að gerðar voru breytingar á aksturs-, hjóla- og gönguleiðum við Kringlumýrarbraut/ Bústaðaveg m.a. er verið að lengja rampa, gera göngustíga, hjólastíga við hlið akreinar. Verkinu átti að ljúka 1. október 2021. Áætlaður verktakakostnaður var 91.000.000. Vakin hafði verið athygli fulltrúa Flokks fólksins á þessum tíma að þarna stefndi í þrengsli, að jafnvel að óeðlilega þröngt verði milli bíla og hjóla og lagði fulltrúi Flokks fólksins fram fyrirspurn um málið í fyrra. Nú er svo komið að búið er að viðurkenna að þarna hafi verið gerð mistök. Spurt var að þessu sinni um hvað kostuðu þessi mistök og á hvers ábyrgð voru þau. Það svar sem nú er lagt fram næstum ári eftir að fyrirspurnin var lögð fram eru fáeinar línur og segir að “framkvæmdin sé á forræði Vegagerðarinnar og ábyrgðin þar með líka. Tilboð  lægstbjóðanda var 85.516.000 kr.” 
     

    Fylgigögn

  15. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 14. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 31. janúar 2024 um útistandandi mál Flokks fólksins hjá umhverfis- og skipulagsráði. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu stjórnsýslu og gæða, dags. 13. febrúar 2024. USK24010346

    Lögð fram svohljóðandi bókun áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði fram fyrirspurn um óafgreidd mál Flokks fólksins hjá umhverfis- og skipulagsráði/sviði. Óskað var eftir yfirliti yfir fyrirspurnir og tillögur frá Flokki fólksins ásamt dagsetningu þeirra sem enn er ósvarað/óafgreitt hjá umhverfis- og skipulagssviði. Í svari segir að ósvöruðum erindum áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í umhverfis- og skipulagsráði, þegar þetta svar er skrifað, eru samtals 62; 16 tillögur og 46 fyrirspurnir. Ekki fylgja upplýsingar um dagsetningu þegar mál voru lögð fram. Minnt er á ákvæði í 2. gr.  Verklagsreglur: Fyrirspurnir og tillögur í ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar. Þar segir að svara skal fyrirspurn innan 30 virkra daga frá því að henni hefur verið vísað til umsagnar. Takist ekki að svara fyrirspurninni innan þess frests skal gera viðkomandi ráði skriflega grein fyrir ástæðunni.
     

    Fylgigögn

  16. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um fatasöfnun, sbr. 15. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 31. janúar 2024.
    Vísað til umsagnar Sorpu bs. USK24010349

  17. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um Hlemm, sbr. 21. liður fundar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 14. febrúar 2024.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK24020139

    Fylgigögn

  18. Fram fer kynning á deiliskipulagi Veðurstofureits.

    Arnhildur Pálmadóttir frá Lendager Ísland, Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri og Borghildur Sölvey Sturludóttir deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK23060238
     

  19. Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Laugardals. Í breytingunni sem lögð er til felst að lóð F og byggingarreitur Laugardalshallar stækka en innan byggingarreitsins er gert ráð fyrir þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir og viðburði. Hámarks byggingarmagn nýrrar þjóðarhallar er 20.000 m2. Jafnframt minnkar lóð G og framlengdur Vegmúli inn í Laugardal og lóð fyrir bílakjallara sunnan byggingar ÍSÍ og ÍBR eru felld út úr skipulagi, samkvæmt uppfærðum deiliskipulags- og skýringaruppdr. Landslags, dags. 8. mars 2023, br. 20. febrúar 2024. Tillagan var auglýst frá 25. apríl 2023 til og með 9. júní 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Íbúaráð Laugardals, dags. 9. maí 2023, Borgarsögusafn Reykjavíkur, dags. 6. júlí 2023, Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, dags. 7. júlí 2023 og Minjastofnun Íslands, dags. 20. júlí 2023. Einnig er lögð fram fornleifaskrá Borgarsögusafns Reykjavíkur, skýrsla nr. 231, dags. árið 2024 og Húsakönnun Borgasögusafns Reykjavíkur, skýrsla 232, dags. árið 2024. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. febrúar 2024. Lagt er til að tillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem koma fram í umsókn skipulagsfulltrúa, dags. 15. febrúar 2024.
    Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. febrúar 2024.
    Vísað til borgarráðs.

    Þórður Már Sigfússon verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23020087

    Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar, Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins: 

    Breyting á deiliskipulagi Laugardals vegna Þjóðarhallar er mikilvægt skref í  undirbúningi og skipulagi framkvæmda við byggingu nýrrar fjölnota Þjóðarhallar sunnan við Laugardalshöll. Þjóðarhöllin mun setja sterkan svip á umhverfi sitt og því mikilvægt að byggt verði af metnaði og stórhug rétt eins og gert var þegar Laugardalshöllin reis um miðja 20. öld. Í því samhengi er því fagnað að í kjölfar auglýsingar sé sett hverfisvernd á hluta Laugardalshallar sem tryggir betur að ásýnd hennar sé tryggð eftir því sem umhverfi Laugardals byggist upp og þróast. Aðalinngangur að Þjóðarhöllinni verður úr suðri frá torgi sem tengt verður við fyrirhugaða borgarlínustöð við Suðurlandsbraut. Mikilvægt er að huga vel að hönnun útisvæða við áframhaldandi vinnu við verkefnið. Við fögnum þessari vinnu sem kemur til með að bylta aðstöðu til íþróttaiðkunar í Laugardalnum.

    Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Við fögnum breytingum á deiliskipulagi Laugardals vegna Þjóðarhallar sem mun stórbæta aðstöðu til íþróttaiðkunar og tryggja að Laugardalurinn verði áfram vagga íþróttahreyfingarinnar í landinu. Mikilvægt er að gott aðgengi verði tryggt að Laugardalnum fyrir alla fararmáta. Samkvæmt deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að fella niður 140 bílastæði aftan við Laugardalshöllina og Frjálsíþróttahöllina sem ekki stendur til að bæta upp. Til að unnt verði að tryggja aðgengi allra fararmáta að Laugardalnum verður að bæta upp þau stæði sem fyrirhugað er að afleggja.
     

    Fylgigögn

  20. Lögð fram umsókn Halls Kristmundssonar, dags. 26. september 2023, ásamt bréfi Matfugls, dags. 22. september 2023, um breytingu á deiliskipulagi Kjalarness, Melavalla. Í breytingunni sem lögð er til felst að gerðir eru fjórir nýir byggingarreitur á lóð fyrir alifuglahús ásamt því að gerður er nýr byggingarreitur fyrir Haughús, samkvæmt uppdr. Nordic, ódags. 
    Frestað. USK23090294

  21. Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. júlí 2023, þar sem sótt er um leyfi til að hækka þak, byggja kvisti á báðum hliðum, lækka gólf í kjallara, grafa frá húsi og innrétta íbúð í kjallara parhúss nr. 14 á lóð nr. 12-14 við Haðarstíg, sbr. uppdrættir, dags. 21. apríl 2023, uppf. dags.  21. febrúar 2024. Erindi var grenndarkynnt frá 6. nóvember 2023 til og með 4. desember 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Gerður Harðardóttir, dags. 22. nóvember 2023, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, dags. 28. nóvember 2023, Sigríður Guðjónsdóttir, Sigurður Harðarson og Sigurður Torfi Jónsson, dags. 29. nóvember 2023 og  Áslaug Guðrúnardóttir, dags. 8. nóvember 2023. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. febrúar 2024. Lagt er til að byggingarleyfið verði samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
    Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. febrúar 2024.
    Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

    Valný Aðalsteinsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23040233
     

    Fylgigögn

  22. Lögð fram umsókn Sigurðar Einarssonar f.h. H301 ehf., dags. 29. nóvember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Síðumúla 2-6 vegna lóðarinnar nr. 6 við Síðumúla. Í breytingunni sem lögð er til felst að lóð minnkar og lóðarmörk dragast að húsvegg ásamt því að byggingarreitur stækkar og byggingarmagn eykst. Núverandi hús verður hækkað um eina hæð með efstu hæð inndregna og viðbygging sem verður á núverandi bílastæði verður jafn há framhúsi og einnig með inndregna efstu hæð. Sameiginlegt útisvæði íbúa hússins verður á þaksvölum og jarðhæð sunnan megin við hús, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Batterísins arkitekta, dags. 13. febrúar 2024. Einnig er lagt fram minnisblað Batterísins arkitekta, dags. 13. febrúar 2024. Lagt til að tillagan verði samþykkt í auglýsingu.
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs. SN220763

    Fylgigögn

  23. Lagt fram málskot Davíðs Vilmundarsonar, dags. 5. febrúar 2024, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 11. janúar 2024, fyrirspurnar um breytingu á notkun hússins á lóð nr. 28D við Laugaveg úr íbúðarhúsnæði í gististað. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. janúar 2024.
    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. janúar 2024, staðfest. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. USK24020027

  24. Fram fer kynning á fyrirhugaðri uppfærslu á reglum um fjölda bíla- og hjólastæða í Reykjavík. USK24020219

  25. Lagt fram erindi skrifstofu samgangna og borgarhönnunar ásamt kynningu. Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að veita heimild fyrir áframhaldandi undirbúningi, verkhönnun og gerð útboðsgagna vegna endurhönnunar á Vatnsstíg í samræmi við meðfylgjandi kynningu. Í undirbúningsferlinu og á framkvæmdatíma verði haft samráð og virkt samtal við viðeigandi hagsmunaaðila svo sem íbúaráð, aðgengis- og samráðsnefnd um málefni fatlaðs fólks og fulltrúa atvinnulífs á svæðinu.
    Samþykkt.

    Finnur Kristinsson frá Landslagi og Edda Ívarsdóttir deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK24010021

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Með endurbættum frágangi á Vatnsstíg er aðalhlutverk götunnar sem göngugötu dregið skýrar fram um leið og aðgengi fyrir hreyfihamlaða er tryggt. Aukinn gróður mun gera ásýnd götunnar grænni og mýkri og draga úr vindstrengjum upp götuna og inn á Laugaveg.
     

    Fylgigögn

  26. Eftirfarandi dagskrártillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins er tekin inn með afbrigðum:

    Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 4. október 2023, lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að rekstraraðilum, sem sinna beinni og daglegri nærþjónustu við íbúa á gjaldsvæðum Bílastæðasjóðs, t.d. rekstri hverfisverslana, verði gefinn kostur á að kaupa bílastæðakort samkvæmt gjaldskrá sjóðsins. Þrátt fyrir að næstum fimm mánuðir séu liðnir frá framlagningu tillögunnar hefur hún ekki enn verið tekin til afgreiðslu í ráðinu. Óskað er eftir að tillagan verði tekin á dagskrá  næsta fundar ráðsins. 

    Samþykkt. USK24020282

  27. Óskað er upplýsinga um fjölda tilvika  sem borgin hefur þurft að greiða einstaklingum í skaðabætur  sem orðið  hafa fyrir tjóni eða skaða vegna slæms ástands  gangstétta í borgarlandinu. Þá er jafnframt óskað eftir upplýsingum um upphæðir þeirra skaðabóta sem greiddar hafa verið frá upphafi kjörtímabilsins. USK24020280
     

Fundi slitið kl. 12:08

Pawel Bartoszek Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Alexandra Briem Birkir Ingibjartsson

Kjartan Magnússon Líf Magneudóttir

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 28. febrúar 2024