No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2024, miðvikudaginn 24. janúar, kl. 9:04 var haldinn 294. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Birkir Ingibjartsson, Kjartan Magnússon Pawel Bartoszek og Stefán Pálsson og áheyrnarfulltrúarnir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir og Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Marta Guðjónsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Borghildur Sölvey Sturludóttir, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Inga Rún Sigurðardóttir og Hólmfríður Frostadóttir. Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að framlengja tímabundna heimild til að víkja frá reglum um íbúakort sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 15. nóvember 2023 og borgarráði 16. nóvember 2023. Heimildin gildi til 30. apríl 2024.
Samþykkt. USK23110144Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins tekur heilshugar undir tillögu um framlengingu á heimildum um frávik á reglum um íbúakort til handa Grindvíkingum. Frá því að tillagan var samþykkt í nóvember á síðasta ári hafa verið gefin út 30 íbúakort til 23 heimila Grindvíkinga með tímabundna búsetu innan íbúakortasvæða í 20 íbúðum. Það er því augljós þörf fyrir þessi íbúakort fyrir Grindvíkinga. Framlengingin á að gilda til 30. apríl 2024. Fulltrúi Flokks fólksins hefði viljað sjá þessa framlengingu ná fram á mitt sumar í ljósi nýjustu viðburða í Grindavík.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á áætluðum framkvæmdum vegna hjólreiðaáætlunar á árinu.
Kristinn Jón Eysteinsson, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23090313- Kl. 09:33 víkur Stefán Pálsson af fundi
- Kl. 09:33 tekur Líf Magneudóttir sæti á fundinumFulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Meirihlutinn fagnar þeim árangri sem búið er að ná í fjölgun hjólastíga í Reykjavík. Frá árinu 2010 hafa bæst við 42 km af hjólastígum sem hafa gjörbylt borginni og stóraukið möguleikann á að nýta hjólið sem samgöngumáta. Þetta hefur óhjákvæmilega haft jákvæð áhrif á lýðheilsu borgarbúa og dregur úr mengun. Við erum að innleiða hjólareiðaáætlun 2021-2025 af miklum krafti, bæta við hjólastígum og bæta allan aðbúnað fyrir hjólreiðar með meðal annars fleiri hjólatyllum, tilraunaverkefni um hjólaskápa og mikilli fjölgun hjólastæða við skóla síðastliðin ár en um 90% skóla hafa náð viðmiðum hjólreiðaáætlunar. Í sumar verður meðal annars ráðist í framkvæmdir í Suðurhlíðum, Elliðaárdal, Skógarhlíð og Hálsabraut með 4,3 km af nýjum stígum.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins fagnar bættu hjólaneti og vonast til að þegar betri hjólaaðstæður eru komnar á fleiri staði munu fleiri finna hjá sér áhuga að nota hjól sem samgöngutæki. Flokki fólksins finnst brýnt að haft sé stöðugt samráð við hjólreiðasamfélagið, hvað aðgerðir því finnst brýnast að ganga í og hvar eru endurbætur mest þörf.
Fylgigögn
-
Lögð fam fundargerð skipulagsfulltrúa 18. janúar 2024. USK23010150
Fylgigögn
-
lögð fram umsókn DAP ehf., dags. 6. október 2023, ásamt greinargerð, dags. 6. október 2023, um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar (Örfiriseyjar) vegna lóðarinnar nr. 15-21 við Fiskislóð. Í breytingunni sem lögð er til felst að skilgreindir eru þrír byggingarreitir á lóð til að koma fyrir eldsneytisdælum og rafhleðslustöðvum fyrir bifreiðar, samkvæmt uppdr. DAP, dags. 4. október 2023. Einnig er lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 6. október 2023.
Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
Samþykkt, með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins, að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Vísað í borgarráð USK23100095Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingafulltrúa dags. 16. janúar 2024. USK22120096
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 17. maí 2023 ásamt kæru nr. 63/2023, dags. 17. maí 2023 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa um útgáfu lokaúttektarvottorðs dagsett 25. apríl 2023 vegna Tangabryggju 13-15. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 28. júní 2023, ásamt úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála 22. desember 2023. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 25. apríl 2023 um að gefa út vottorð um lokaúttekt vegna Tangabryggju 13–15. USK2305021
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fláa, sbr. 30. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 11. október 2023. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 4. janúar 2024.
Lagt til að verði vísað inn í vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
Samþykkt USK23100151Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Vinstri grænna um átak í að koma í veg fyrir margs konar stöðubrot í miðborg Reykjavíkur, sbr. 16. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 8. mars 2023. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 3. nóvember 2023.
Lagt til að verði afgreitt inn í vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.- Kl. 10:24 víkur Marta Guðjónsdóttir af fundi
- Kl. 10:24 tekur Þorkell Sigurlaugsson sæti á fundinumSamþykkt USK23030097
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Um er að ræða tillögu VG að breyta hönnun gatna til að hindra stöðubrot. Flokkur fólksins telur að taka megi tillit til slíkra atriða þegar endurbætur- viðhald gatna á sér stað. Þá er slíkt er ekki kostnaðarsamt.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um lokun bensínstöðva, sbr. 27. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 1. nóvember 2023. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11 janúar 2024.
Samþykkt að vísa frá með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. USK23110006Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Um er að ræða mál sem er tengist samningi um uppbyggingu á bensínstöðvalóðum sem afgreiddur hefur verið á vettvangi borgarstjórnar. Það er því ákvörðun rekstraraðila að hafa frumkvæði að uppbyggingu þar sem stendur til að bjóða upp á þjónustu og verslun á jarðhæð. Hugmyndir lóðarhafa gera ráð fyrir að á lóðinni verði blönduð byggð íbúða- og atvinnuhúsnæðis fyrir skrifstofur, verslun og þjónustu sem mun fyrst og fremst þjóna nærumhverfi stöðvarinnar og koma íbúum til góðs. Tiltölulega stutt er í næstu bensínstöð en N1 er með stóra stöð á Kringlumýrarbraut 100 sem er 2 km frá bensínstöðinni í Stóragerði og Orkan er með stöðvar sitthvoru megin við Miklubraut hjá Kringlunni þær eru rúmlega 1,5 km frá Stóragerði.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að lokun bensínstöðvarinnar í Stóragerði verði frestað vegna fjölda áskorana. Fjöldi manns hafa af þessu áhyggjur því í hverfinu búa margir aldraðir og fatlaðir sem vilja halda stöðinni vegna þess að þeir treysta á aðstoð og þjónustu sem þar er í boði. Samkvæmt umsögn umhverfis- og skipulagssviðs og skipulagsfulltrúa liggur fyrir tillaga að breyttri nýtingu lóðarinnar og að núverandi mannvirki verði rifin og á henni verði reist 4-5 hæða hús. Umsagnaraðilar gera lítið úr óskum íbúa um góða þjónustu bensínstöðvarinnar og telja að þeir geti sótt þessa þjónustu annað. Fulltrúa Flokks fólksins finnst miður að ekki sé hlustað á raddir íbúanna.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um Smiðjustíg 13., sbr. 34. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. nóvember 2023. Einnig er lagt fram svar skipulagsfulltrúa dags. 11. janúar 2024. USK23110258
Fylgigögn
-
ögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um lagfæringu á gangstéttum í Norðurhólum, Hólabergi og Hraunbergi (111 Reykjavík), sbr. 13 liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 17. janúar 2024.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK24010167 -
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að samin verði reglugerð um sektir og/eða önnur viðurlög vegna skotæfingasvæðisins á Álfsnesi, sbr. 14. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 17. janúar 2024.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs skrifstofu stjórnsýslu og gæða. USK24010168 -
Lögð fram að nýju tillaga íbúaráðs Breiðholts um öruggari tengingu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur yfir Skógarsel og við íþróttamannvirki ÍR, sbr. 2. liður fundargerðar íbúaráðs Breiðholts dags. 6. desember 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. MSS23110167Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um heildstæða sýn á húsnæðismálum innan Reykjavíkur, sbr. 29. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 25. janúar 2023. Greinargerð fylgir tillögunni.
Vísað til meðferðar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. USK23010270Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga íbúaráðs Kjalarness um hreinsunarátak á Esjumelum sbr. 1 liður fundargerðar íbúaráðs Kjalarness dags. 11 janúar 2024.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs skrifstofu borgarlandsins. MSS24010074Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka ósk sína frá 16. ágúst síðastliðnum um að fá greinargerð um fyrirkomulag og framvindu sorphirðu í Reykjavík [USK23080104] frá því innleiðing nýs flokkunarkerfis hófst í maí. Rúmir fimm mánuðir eru nú liðnir frá framlagningu fyrirspurnarinnar. Óskað er eftir því að yfirlit fyrirspurnarinnar nái til þess tíma þegar henni verður svarað eða a.m.k. til nýliðinna áramóta. Þá er óskað eftir því að í greinargerðinni verði upplýsingar um tækjakost sorphirðunnar t.d. aldur og ástand sorpbifreiða. Liggja fyrir skýringar á því að þriðjungur sorpbifreiðaflotans skyldi bila á sama tíma með slæmum afleiðingum fyrir sorphirðu í borginni? USK24010248
Fundi slitið kl. 10:47
Dóra Björt Guðjónsdóttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Birkir Ingibjartsson Þorkell Sigurlaugsson
Kjartan Magnússon Líf Magneudóttir
Pawel Bartoszek
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. janúar 2024