Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 292

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2024, miðvikudaginn 10. janúar, kl. 9:00 var haldinn 292. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Birkir Ingibjartsson, Kjartan Magnússon, Líf Magneudóttir, Pawel Bartoszek og áheyrnarfulltrúarnir Andrea Jóhanna Helgadóttir og Rúnar Sigurjónsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Hildur Björnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Brynjar Þór Jónsson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Hólmfríður Frostadóttir og Sigurjóna Guðnadóttir. 
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á miðlunaráætlun vetrarþjónustu.
    Hjalti Jóhannes Guðmundsson og Halldóra Traustadóttir skrifstofustjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK23110312

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Búið er að endurskoða vetrarþjónustuna frá grunni byggt á ábendingum sem komu inn síðasta vetur. Bætt miðlun er hluti af þessu verkefni. Allt verkferlið var uppfært þannig að hægt væri að bregðast hraðar við mikilli snjókomu, hafa betri yfirsýn, miðlægra eftirlit og gagnadrifnari ákvarðanatöku til að bæta þjónustu við húsagötur og gangandi og hjólandi vegfarendur. Markmiðið var að stytta hreinsunartíma á húsagötum úr 4-5 dögum í 48 klukkustundir en það hefur hingað til klárast á töluvert skemmri tíma. Búið er að stórefla hreinsun stofnstíga sömuleiðis. Það hefur skilað frábærum árangri og hefur ábendingum fækkað gríðarlega í kjölfarið. Í kjölfarið á að ganga enn lengra þegar kemur að hálkuvörnum.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Gullna reglan við snjóhreinsun er að leggja áherslu á að ryðja snjónum burtu á meðan hann er enn nýfallinn og meðfærilegur, þ.e.a.s. áður en hann verður að klaka. Leggja þarf meiri áherslu á þetta einfalda en mikilvæga atriði hjá Reykjavíkurborg.

  2. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa dags. 7. desember 2023, 14 desember 2023, 21. desember 2023 og 4. janúar 2024. USK23010150

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á uppbyggingu í Norður Mjódd.
    Halldór Eyjólfsson, Sólveig H. Jóhannsdóttir og Orri Steinarsson frá Klasa, Valný Aðalsteinsdóttir verkefnastjóri og Borghildur Sölvey Sturludóttir Deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Mikilvægt er að uppbygging í Norður-Mjódd sé í góðum tengslum við núverandi hverfi og hugmyndafræði skipulags í Neðra-Breiðholti. Brýnt er að varðveita sérkenni hverfisins í stað þess að byggja háreista byggð í Mjódd, sem yrði í algerri andstöðu við skipulag hverfisins. Við skipulag þarf því að gæta þess að hin nýja byggð valdi sem minnstu skuggavarpi í Bakka- og Stekkjahverfi. Eðlilegt er því að miða við að hámarkshæð nýju byggðarinnar verði þrjár til fjórar hæðir til að lágmarka neikvæð áhrif, t.d. skuggavarp og umferð, á eldri byggð. Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 15. nóvember sl. lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að Reykjavíkurborg annist sjálf skipulagsgerð í Mjódd (M12) og að svæðið verði skipulagt í heild sinni eftir því sem unnt er. Jafnframt að efnt yrði til opinnar samkeppni um skipulag svæðisins í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. Um leið og minnt er á tillöguna er óskað eftir því að hún verði afgreidd sem fyrst enda eru nú liðnir næstum tveir mánuðir frá flutningi hennar.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði fram spurningu um hvort gert væri ráð fyrir undirgöngum undir Stekkjarbakka, m.a. vegna umferðar skólabarna úr hverfinu yfir í hverfið sem nú þegar er fyrir ofan. Ekki var að heyra að unnið væri út frá þeirri hugmynd. Fulltrúinn gerir athugasemd við að það sé ekki gert og væntir þess að unnið verði með þessa hugmynd og hún tekin lengra enda aldeilis tilefni til.

    Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og Sara Björg Sigurðardóttir fulltrúar íbúaráðs Breiðholts taka sæti á fundinum með rafrænum hætti undir þessum lið. USK24010047

  4. Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Hornsteina arkitekta, dags. 28. ágúst 2023, um breytingu á hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.2 Seljahverfi, vegna lóðarinnar nr. 17 við Öldusel, Ölduselsskóli. Í breytingunni sem lögð er til felst að skilgreina byggingarreit á lóð fyrir tímabundnar færanlegar byggingareiningar, hentugar fyrir 10 deilda leikskólastarfsemi, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta, dags. 26. maí 2023. Tillagan var auglýst frá 17. október 2023 til og með 28. nóvember 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Íbúaráð Breiðholts, dags. 9. nóvember 2023, Þórður Eydal Magnússon, dags. 27. nóvember 2023, Benedikt Jóhannsson, dags. 27. nóvember 2023, Matja Dise Michaelsen Steen, dags. 27. nóvember 2023, Kristín Emilía Daníelsdóttir, dags. 27. nóvember 2023, Jóhanna Rós N. Guðmundsdóttir, dags. 27. nóvember 2023, Helga Vala Árnadóttir, dags. 27. nóvember 2023, Óli Þór Harðarson, dags. 27. nóvember 2023, Berglind Ýr Ólafsdóttir, dags. 27. nóvember 2023, Jóhannes Hróbjartsson, dags. 27. nóvember 2023, Guðrún Jónína Sigurpálsdóttir, dags. 27. nóvember 2023, Bjarni Hallgrímur Bjarnason, dags. 27. nóvember 2023, Pamela Maria Liszewska, dags. 28. nóvember 2023, Helgi Hrafn Bergmann, dags. 28. nóvember 2023, Hjördís Kristjánsdóttir, dags. 28. nóvember 2023, Sigurþór Maggi Snorrason, dags. 28. nóvember 2023, Thelma Rós Halldórsdóttir, dags. 28. nóvember 2023, Valgeir Sigurðsson, dags. 28. nóvember 2023, Guðlaug Ósk Pétursdóttir, dags. 28. nóvember 2023, Veitur, dags. 28. nóvember 2023, Ísold Vala Þorsteinsdóttir, dags. 28. nóvember 2023, Ágústa Ýr Þorbergsdóttir, dags. 28. nóvember 2023, Birna Björk Þorbergsdóttir, dags. 28. nóvember 2023, Guðmundur Magnús Daðason, dags. 28. nóvember 2023 og Ólöf Birna Ólafsdóttir, dags. 25. nóvember 2023. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. nóvember 2023.
    Lagt er til að tillagan verði samþykkt.
    Samþykkt sbr. 1. mgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. Vísað til borgarráðs.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja mikilvægt að fjölgað verði leikskólaplássum í Reykjavík. Hvað fyrirliggjandi tillögu varðar telja fulltrúarnir þó ástæðu til að kanna betur aðrar lóðir fyrir húsnæði ævintýraborgar enda gerir tillagan ráð fyrir að gengið verði á mikilvægt útivistarsvæði í hverfinu, en slík svæði eru takmörkuð auðlind í Reykjavík.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins vill ítreka mikilvægi þess að vinna með fólkinu i borginni og að þessu sinni íbúa Seljahverfis. Eins og fram kemur í göngum þykir mörgum að verið sé að ganga  á græn svæði í hjarta Seljahverfis og heppilegra hefði verið að velja annan stað fyrir Ævintýraborgina. Flokkur fólksins sér að hér er um mikilvægt útivistarsvæði íbúa og er hluti af Seljadalnum. Á svæðinu eru leiktæki m.a.- aparóla sem er mikið notuð og einnig er svæðið hluti af frisbígolfvelli sem er mjög vinsæll. Allmargar athugasemdir snúa einmitt um þetta atriði. Fulltrúi Flokks fólksins vill þakka fulltrúa foreldrafélagsins í íbúaráði Breiðholts fyrir  ábendingar um málefnið.

    Ævar Harðarson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
    Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir fulltrúi íbúaráðs Breiðholts tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti undir þessum lið. USK23080222

    Fylgigögn

  5. Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Skurnar ehf., dags. 23. janúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Vallár á Kjalarnesi. Í breytingunni sem lögð er til felst að fjölga stæðum fyrir fugla í húsunum í samræmi við kröfur um aðbúnað alifugla, samkvæmt uppdr. TAG teiknistofu ehf. dags. 23. janúar 2023. Einnig lagt fram bréf hönnuðar, dags. 23. janúar 2023, uppf. 21. september 2023. Tillagan var auglýst frá 11. apríl 2023 til og með 26. maí  2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Íbúaráð Kjalarness, dags. 21. apríl 2023 og Umhverfisstofnun, dags. 7. júlí 2023. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. nóvember 2023.
    Frestað. USK23010259

  6. Lögð fram umsókn DAP ehf., dags. 6. október 2023, ásamt greinargerð, dags. 6. október 2023, um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar (Örfiriseyjar) vegna lóðarinnar nr. 15-21 við Fiskislóð. Í breytingunni sem lögð er til felst að skilgreindir eru þrír byggingarreitir á lóð til að koma fyrir eldsneytisdælum og rafhleðslustöðvum, samkvæmt uppdr. DAP, dags. 4. október 2023. Einnig er lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 4. október 2023.
    Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
    Frestað USK23100095

  7. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa dags. 12. desember 2023 og 19. desember 2023. USK22120096

    Fylgigögn

  8. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar samgöngustjóra dags. 4. janúar 2024 ásamt fylgigögnum. USK24010019

    Fylgigögn

  9. Fram fer kynning á tímabundinni göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut við Vogabyggð.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi sósíalista fagnar áfanganum. Fulltrúinn vill þó ítreka gagnrýni sína á staðsetningu brúarinnar þar sem fjölbýlar blokkir efnaminni íbúa við Bátavog sem margir hverjir notast ekki við bíl munu ekki hafa gagn af henni heldur þurfa enn að notast við stóhættuleg gatnamót Skeiðarvogs/Kleppsmýrarvegar og Sæbrautar. Fjölmargir íbúar fara um þau gatnamót, til að sækja þjónustu í Álfheima, Glæsibæ og Skeifu, tvo nálæga leikskóla, og sem sækja skóla og framhaldsskóla í Vogahverfi. Brúin mun því aðeins tengja syðri hluta hverfisins sem einkennist af mun minni þéttni íbúa en sá nyrðri, þar sem stór fjölbýlishús hafa risið og munu halda áfram að rísa á næstunni. Það er ekki sýnilegt í kynningunni hvernig gönguleiðir og hugsanlegir fjölfarnir áfangastaðir handan hennar tengjast við þennan þéttasta hluta hverfisins, aðeins um tengingu við tvo skóla. Einsýnt er að staðsetningin muni verða til þess að nýting og þar með gagnsemi brúarinnar verði mun minni en ella hefði verið. Hefði verið óskandi að fá nánari greiningu á göngu- og hjólaleiðum og út frá þéttni íbúa inn í áætlun og kynningu. Jafnvel eftir að stokkur kemst til framkvæmdar munu þessi gatnamót halda áfram að vera erfið yfirferðar fyrir virka ferðamáta sem eru mjög algengir meðal íbúa í hverfinu.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins hefur margsinnis talað um og bókað um hversu hættulegt þetta svæði er gangandi vegfarendum og fagnar þess vegna tímabundinni göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut. Sífellt er talað um “tímabundna” brú en þarna þarf auðvitað að tala um varanlega lausn sem er stokkur. Flokkur fólksins lagði fram tillögu í júní 2022 um að strax yrði hafist handa við að byggja bráðabirgða göngubrú yfir Sæbraut við gatnamót við Skeiðarvog/Kleppsmýrarveg. Vogabyggð er orðin fjölmenn byggð, en þannig er málum háttað að börnin í hverfinu þurfa daglega að fara yfir Sæbrautina til að sækja skóla, frístundir og fleira. Íbúar Vogabyggðar hafa þurft að takast á við ótta um öryggi barna sinna allt of lengi.

    Jóhann Ingi Jóhannsson og Kristján Árni Kristjánsson frá Vegagerðinni, Brynjólfur Ásgeir Brynjólfsson frá Verkís, Sigbjörn Kjartansson frá Glámu og Gunnar Örn Einarsson byggingarverkfræðingur taka sæti á fundinum undir þessum lið.
    Lilja Sigrún Jónsdóttir og Atli Stefán Yngvason fulltrúar íbúaráðs Laugardals taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK23040164

    -    Kl. 10:55 Víkur Hildur Björnsdóttir af fundi.
    -    Kl. 10:55 Tekur Friðjón R Friðjónsson sæti á fundinum með rafrænum hætti.

  10. Lagt fram erindi skrifstofu samgangna og borgarhönnunar ásamt kynningu. lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að veita heimild fyrir áframhaldandi undirbúningi, verkhönnun og gerð útboðsgagna vegna gerð stígstengingar milli Bústaðavegs og Perlu í samræmi við meðfylgjandi kynningu.
    Lagt er til að tillagan verði samþykkt.
    Samþykkt.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Í september 2023 lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að umbætur yrðu gerðar á stígakerfi Öskjuhlíðar í því skyni að bæta tengingar milli Perlunnar og biðstöðvar strætisvagna við Bústaðaveg. Fyrirliggjandi tillaga felur í sér myndarlegar umbætur að þessu leyti og er því sjálfsagt að fagna henni. Minnt er á að samkvæmt fyrrnefndri tillögu sjálfstæðismanna var einnig lagt til að tengdir yrðu saman göngu- og hjólastígar við Varmahlíð og Flugvallarveg og þeir gerðir greiðfærir. Slíkar tengingar eru á deiliskipulagi og hvetjum við til þess að þær verði að veruleika sem fyrst.

    Þráinn Hauksson frá Landslagi tekur sæti á fundinum  undir þessum lið.
    Pétur Marteinn Urbancic Tómasson fulltrúi íbúðaráðs Miðborgar og Hlíða tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK24010020

     

    Fylgigögn

  11. Lagt fram erindi skrifstofu samgangna og borgarhönnunar ásamt kynningu. Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að veita heimild fyrir áframhaldandi undirbúningi, verkhönnun og gerð útboðsgagna vegna endurhönnunar á Austurstræti í samræmi við kynningu. Hafist verði handa við endurskoðun deiliskipulags Kvosarinnar sem göngusvæðis í samræmi við umferðarskipulag Kvosarinnar, hönnunarforsendur og fyrirliggjandi forhönnun á svæðinu, í Kirkjustræti, Austurstræti og á Lækjartorgi. Í undirbúningsferlinu og á framkvæmdatíma verði haft samráð og virkt samtal við viðeigandi hagsmunaaðila svo sem íbúaráð, aðgengis- og samráðsnefnd um málefni fatlaðs fólks og atvinnulíf á svæðinu.
    Lagt er til að tillagan verði Samþykkt.
    Samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Umferðarskipulag Kvosarinnar var samþykkt á árinu 2020. Hér er verið að taka næstu skref þess umferðarskipulags í takt við fyrirliggjandi forhönnun svæðisins sem göngusvæðis en stór hluti Austurstrætis hefur árum saman verið göngusvæði. Í könnun Maskínu síðastliðið haust kom fram að meirihluti borgarbúa er hlynntur göngugötum og eykst stuðningurinn verulega milli ára. Fyrirliggjandi tillögur að forhönnun mun gefa Austurstræti heildrænna og mildara yfirbragð með auknum gróðri og vönduðum yfirborðsfrágangi sem mun án efa efla mannlífið í þessari lykilgötu Kvosarinnar.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þetta verkefni við Lækjartorg og Austurstræti væri ákaflega falleg framkvæmd, en framkvæmdin er ekki  forgangsverkefni að mati fulltrúa Flokks Fólksins. Á meðan Borgin situr undir gagnrýni fyrir gjaldskrárhækkanir og því að þurfa að ná árangri í fjármálum borgarinnar telur fulltrúi Flokks fólksins að rétt væri að fresta eða fara sér rólega í að hefja þetta verkefni.

    Karl Kvaran frá Sp(r)int studio og Edda Ívarsdóttir deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Davor Dusanic og Neil Moncrieff hjá Karres en Brands sem taka sæti á fundinum með rafrænum hætti.
    Pétur Marteinn Urbancic Tómasson fulltrúi íbúðaráðs Miðborgar og Hlíða tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23020228

    Fylgigögn

  12. Lagðar fram fundargerðir SORPU bs. nr. 488 dags. 7. nóvember 2023, nr. 489 dags. 5. desember 2023 og nr. 490 dags. 20 desember 2023 ásamt fylgigögnum. USK23010167

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Bókun við lið 3 í fundargerð Sorpu 5. des.
    Flokkur fólksins telur að sumt hafi gengið vel í þessu nýja flokkunarkerfi og best hefur gengið með flokkun  lífræns sorps. Það skal fara í ákveðna poka og úr verður fyrirmynda molta. Fyrir skemmstu fór af stað sá orðrómur að fljótlega ætti að taka gjald fyrir poka undir matarleifar og fundu  einhverjir sig knúna til að hamstra þá. Flokkur fólksins fagnar  ákvörðun Sorpu  um að halda áfram með gjaldfrjálsa dreifingu pokanna til að tryggja áframhaldandi árangur í flokkun matarleifa.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 28. júlí 2023 ásamt kæru nr. 139/2023, dags. 7. desember 2023, þar sem kærður er dráttur á afgreiðsluerindis sem sent var skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar þann 1. ágúst 2023 vegna Snorrabrautar 62. USK23120080

    Fylgigögn

  14. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 28. júlí 2023 ásamt kæru nr. 91/2023, dags. 10. október 2022, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um synjun á byggingarleyfi vegna Blesugrófar 30. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 25. ágúst 2023 og úrskurður Úrskurðar og auðlindamála 28. nóvember 2023. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 11. júlí 2023 um að synja umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 30 við Blesugróf. USK23080042

    Fylgigögn

  15. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 1. ágúst 2023 ásamt kæru nr. 92/2023, dags. 31. júlí 2023, þar sem kærð er ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur frá 6. desember 2022 að samþykkja nýtt deiliskipulag fyrir jörðina Presthús á Kjalarnesi. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 14. ágúst 2023 og úrskurður Úrskurðar og auðlidnamála dags. 12 desember 2023. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um að felld verði úr gildi ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur frá 6.
    desember 2022 um að samþykkja deiliskipulag fyrir jörðina Presthús á Kjalarnesi. SN210265

    Fylgigögn

  16. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fráreinar Reykjanesbrautar - Álfabakka sbr. 27. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 25. október 2023. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 24. nóvember 2023.
    Tillögunni  er vísað frá. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn frávísun. USK23100296

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að ráðist hafi verið í þær framkvæmdir, sem kveðið var á um samkvæmt tillögu þeirra frá 25. október 2023, um úrbætur á frárein Reykjanesbrautar inn á Álfabakka. Hins vegar er óviðunandi að það skuli taka tvo og hálfan mánuð að fá tillögu um svo sjálfsagðar úrbætur afgreidda í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Lagt er til að gerðar verði breytingar á fráreininni við Álfabakka. Í svari við fyrirspurninni segir ,,Verið er að endurhanna gatnamótin með því að þrengja þau eins og hægt er, en þó með því að strætó og flutningabílar geti farið þarna um með góðu móti”  Fulltrúi Flokks fólksins vill koma því á framfæri að hann efast um að þrengingar á gatnamótum auki umferðaröryggi, sérstaklega þar sem stór ökutæki fara um. Sem dæmi má nefna banaslys við Gnoðavog og Skeiðarvog í nóvember 2021 þar sem vagnstjóri var að troðast um þröng gatnamót og veitti ekki athygli gangandi vegfaranda sem varð fyrir vagninum. 

    Fylgigögn

  17. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úrbætur á nýjum göngu- og hjólastíg við Álfabakka, sbr. 26. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 1. nóvember 2023. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 4. janúar 2024.
    Tillögunni  er vísað frá. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn frávísun. Fulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.USK23110014

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka þá skoðun sína að þörf sé á að setja áberandi varúðarmerkingar upp þar sem göngu- og hjólastígur við Álfabakka mætir bifreiðastæði Garðheima. Slíkar merkingar myndu gera ökumönnum á leið til og frá stæðinu ljóst, að þeir séu að þvera göngu og hjólastíg. Einnig er æskilegt að vegrið verði sett upp í öryggisskyni þar sem kröpp afrein af Reykjanesbraut inn á Álfabakka, liggur að umræddum stíg. 

    Fylgigögn

  18. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fláa, sbr. 30. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 11. október 2023. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 4. janúar 2024.
    Frestað USK23100151

  19. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úrbætur á tveimur hringtorgum við Víkurveg, sbr. 23. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 1. nóvember 2023. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 4. janúar 2024.
    Tillagan er felld með fjórum atkvæðum fulltrúa samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins. USK23110011

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka þá skoðun sína að umrædd hringtorg við Víkurveg séu of þröng fyrir strætisvagna og aðrar stórar bifreiðar. Vel væri hægt að útbúa hægri-beygjuakrein í a.m.k. öðru hringtorginu fyrir umferð af Víkurvegi að Egilshöll, án þess að öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda væri teflt í hættu.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í umsögn er talað um að verið sé að gera breytingar á svæðinu og fagnar fulltrúi Flokks fólksins því að verið sé að gera endurbætur á þessum þröngu hringtorgum, en þau hafa fram að þessu verið ákveðinn farartálmi fyrir stór ökutæki með tilheyrandi hættu fyrir þau og aðra vegfarendur sem fara um svæðið á sama tíma. Það er óskandi  að þessar endurbætur muni gera umferð þessara ökutækja auðveldari og munu þar með auka umferðaröryggi á svæðinu.
     

    Fylgigögn

  20. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úrbætur við göngu- og hjólastíg milli Hofsvallagötu og Kaplaskjólsvegar, sbr. 26. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 11. október 2023. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 4. janúar 2023.
    Tillögunni er vísað til gerðar umferðaröryggisáætlunar USK23100144

    Fylgigögn

  21. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um bættar göngu- og hjólatengingar í austanverðri Öskjuhlíð, við vestanverðan Bústaðaveg, sbr. 25. lið fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 20. september 2023. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 4. janúar 2024.
    Tillögunni er vísað inn í vinnu við undirbúning framkvæmdar þessa stígs. USK23090222

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Í september 2023 lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að umbætur yrðu gerðar á stígakerfi Öskjuhlíðar í því skyni að bæta tengingar milli Perlunnar og biðstöðvar strætisvagna við Bústaðaveg. Tillaga, sem samþykkt var fyrr á þessum fundi, felur í sér myndarlegar umbætur að þessu leyti og er því sjálfsagt að fagna henni. Minnt er á að samkvæmt fyrrnefndri tillögu sjálfstæðismanna var einnig lagt til að tengdir yrðu saman göngu- og hjólastígar við Varmahlíð og Flugvallarveg og þeir gerðir greiðfærir. Slíkar tengingar eru á deiliskipulagi og hvetjum við til þess að þær verði að veruleika sem fyrst.

    Fylgigögn

  22. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um snjallljósastýringu umferðarljósa, sbr. 15. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 13. september 2023. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 4. janúar 2023.
    Tillögunni er vísað frá með fimm atkvæðum fulltrúa samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata Viðreisnar og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. USK23090130

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Ljóst er að miklir möguleikar felast í því að auka umferðaröryggi, bæta umferðarflæði og draga úr mengun með því að bæta stýringu umferðarljósa í Reykjavík. Leitast verður við að nýta kosti tiltækrar tölvutækni miklu betur en nú er gert til að ná þessum markmiðum. Margar erlendar borgir hafa náð góðum árangri að þessu leyti á meðan Reykjavíkurborg situr eftir. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins átelja áhugaskort og metnaðarleysi meirihluta Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar í þessum efnum.

    Fylgigögn

  23. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Vinstri grænna um átak í að koma í veg fyrir margs konar stöðubrot í miðborg Reykjavíkur, sbr. 16. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 8. mars 2023. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 3. nóvember 2023.
    Frestað USK23030097

  24. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands vegna hraðaksturs á Sævarhöfða, sbr. 38. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 15. nóvember 2023. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 12. desember 2023.
    Tillögunni er vísað í umferðaröryggisáætlun. USK23110187

    Fylgigögn

  25. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sbr. 18. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 15. febrúar 2023. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 13. desember 2023
    Tillagan er vísað frá með fimm atkvæðum fulltrúa samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata Viðreisnar og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. USK23020172

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í svari við fyrirspurninni kemur fram að verið sé að vinna í uppsetningu á sérstökum díóðuljósum og að ljósin séu einnig í drögum að breytingum á ljósastýringum við gangbrautir almennt með fyrirhugaðri sérlýsingu við gangbrautir í þeim tilgangi að auka öryggi gangandi vegfaranda við gönguþveranir. Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að verið sé að bæta slíka lýsingu og vonar að það verk muni ganga eins hratt og hægt er og tryggt verði að þessi framkvæmt verði sett í forgang með því að tryggja fjármagn í framkvæmdina.

    Fylgigögn

  26. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um fjölda strætóbiðstöðva og eignarhald, sbr. 30. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 25. október 2023. Einnig lagt fram svar skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 4. janúar 2024. USK23100293

    Fylgigögn

  27. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um bílastæði við stúdentagarða í Grafarholti, sbr. 29. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 25. október 2023. Einnig lagt fram svar skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 4. janúar 2024. USK23100292

    Fylgigögn

  28. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um gatnamót, sbr. 31. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 1. nóvember 2023. Einnig lagt fram svar skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 4. janúar 2024. USK23110008

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins spurði um gatnamót og  hver sé ástæða þess að farið var í breytingar á gatnamótum við Egilshöll í Grafarvogi? Hver er ástæðan þess að farið var í þessar breytingar og hverju átti að ná fram með þeim? Hvað kosta þessar framkvæmdir? Fram kemur í svari að byrjað var á framkvæmdum í júní og þær standa enn yfir með tímabundnum lokunum. Þetta er gert til að gera Strætó kleift að snúa við á þessum stað. Með þessum framkvæmdum segir að verið sé að bæta aðstæður og umferðaröryggi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur m.a. með því að hægja á akandi umferð. Heildarkostnaður samkvæmt kostnaðaráætlun 2 var 240 milljónir kr. Fulltrúi Flokks fólksins bendir á að fjölmargir telja að ekkert gagn sé af þessum framkvæmdum og helst ógagn í þröngum götum og beygjum t.d. fyrir strætisvagna og snjóruðningstæki. Var eitthvað tillit tekið til þessara ábendinga. Hér er Strætó að fara fram á breytingar, en almennt er talið að hringtorg séu erfið gangandi og hjólandi vegfarendum og mun erfiðari en ljósstýrð gatnamót. Á það ekki við í þessu tilviki? Í hverju er aðstæðubæting fólgin? Hægja á akandi umferð er varla talin vera eina öryggisbætingin en hverjar eru hinar?

    Fylgigögn

  29. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um leyfi til heimagistingar og hverjir beri á þeim ábyrgð, sbr. 39. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 29. nóvember 2023. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu stjórnsýslu og gæða, dags. 19. desember 2023. USK23110323

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins spurði um hvort samræmi væri milli þeirra sem veita leyfin og stefnu borgarinnar í að draga úr heimagistingum á meðan húsnæðisskortur er svo mikill. Eigendur nærri 3.400 íbúða vítt og breitt um landið hafa fengið leyfi til heimagistingar í allt að þrjá mánuði á ári. Það er helmingi meira en þegar mest var á árunum fyrir faraldur. Eins og kemur fram hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þá hefur þeim fjölgað um 70 prósent það sem af er ári. Leyfin voru rúmlega 1.200 í fyrra en eru orðin tæplega 2.200 í ár. Í svari er vitnað i lög og reglur. Samkvæmt lögunum er eigendum þannig heimilt að leigja út eignir sínar. Reykjavík hefur ekki neina aðkomu að fjölda útleigurýma og segist ekki geta gert neitt til að stýra henni eða takmarka. Og hvað skal þá gera? Bara sitja með hendur í skauti? Borgin segist samt hafa stefnu sem er að draga  tímabundið úr heimagistingum meðan húsnæðisskortur er mikill.  Til hvers er þá barist ef engar líkur eru á árangri.

    Fylgigögn

  30. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um lagfæringar á strætóstöðvum, sbr. 34. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 4. október 2023. Einnig lagt fram svar skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 4. janúar 2024 USK23100055
        
    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins spurði um hver staðan væri  núna í endurgerð biðstöðva, hve margar stöðvar af 556 strætóstöðvum  í Reykjavík sem þörfnuðust lagfæringa hafa verið lagfærðar. Svarið ber með sér að staðan sé ekki góð. Líkt og kom fram í kynningu um aðgengismál við strætóstöðvar sem fór fram í umhverfis- og skipulagsráði þann 25. október 2023 þá var aðgengi  við 35 stöðvar lagað á árunum 2020-2022. Óvíst er um framtíð 28 stöðva í nýju leiðaneti, en 43 stöðvar verða endurgerðar í öðrum verkefnum. 124 stöðvar munu detta út við innleiðingu á nýju leiðaneti og sex stöðvar þarfnast ekki endurgerðar. Eftir standa 154 stöðvar sem ekki eru komnar á áætlun um endurgerð. Aðgengi  við 29 stöðvar verður lagað sem hluti af útboði árið 2023, en þær framkvæmdir eru mislangt á veg komnar. 50 stöðvar eru á svæði sem verður endurgert í áföngum 1-3 af Borgarlínu, og 33 stöðvar eru á svæði sem verður endurgert í áföngum 4-6 af Borgarlínu. 12 stöðvar eru innan hafnarsvæðis Faxaflóahafna og þannig í umsjón þeirra. 32 stöðvar munu verða áfram en munu þjóna Borgarlínuleiðum, það mun því þurfa að endurgera þær m.a. vegna lengri vagna, en ekki er búið að ákveða hvernig það verður útfært. 

    Fylgigögn

  31. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um gjöld í bílastæðahúsum, sbr. 33. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 4. október 2023. Einnig lagt fram svar skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 4. janúar 2023. USK23100054

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins óskaði upplýsinga um hvort ekki eigi að endurgreiða þeim einstaklingum á P merktum bílum sem þurft hafa að greiða gjald í bílastæðahúsum eftir að ákveðið var að fella niður gjaldið? Fram kemur í svari að þeir handhafar P korta sem hafa borgað fyrir notkun bílahúsa eftir að gjaldtöku var hætt geta sótt um endurupptöku hjá Bílastæðasjóði. Þurfa þeir að sýna fram á að hafa greitt í stæðin og að þeir hafi verið handhafar P korts á þeim tíma sem gjaldtakan átti sér stað. Þetta er vel og vonandi hefur þetta gengið snurðulaust fyrir sig. Hins vegar segir einnig að erfitt sé að nýta stafrænar lausnir í þessum aðstæðum þar sem að P kortin eru bundin við handhafa kortsins en ekki ákveðnum bifreiðum. Einnig eru kortin ekki rafræn og því ekki möguleiki að lesa þau með rafrænum hætti. Þetta ætti vissulega að vera hægt að leysa í þeirri stafrænu veröld sem við búum í. Allt er þetta spurning um forgangsröðun.

    Fylgigögn

  32. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um göngu- og hjólastíga, sbr. 41. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 11. janúar 2023. Einnig lagt fram svar skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 4. janúar 2024 USK23010144

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins spurði um göngu- og hjólastíga,  hvort að könnuð sé arðsemi framkvæmda sem farið er í. Hefur Reykjavíkurborg gert könnun á notkun á reiðhjólum á nýjum reiðhjólastígum og þ.m.t. á stígum gatna sem hafa verið þrengdar til að koma fyrir hjólastígum?  Svarið segir að hjólreiðar hafa aukist, en ekki mikið miðað við fólksfjölgun. Gott hefði verið að mæla áhrif þess að breyta götum úr hreinum bílagötum yfir í götu þar sem hjólreiðafólk fær sérstaka braut. Það gagnast framtíðarbreytingum á gatnakerfinu. Flokkur fólksins vill koma því á framfæri að hjóla- og göngustígar eru jákvæð skref í umhverfismálum og nauðsynlegt í uppbyggingu hverfa. Hins vegar þarf að gæta aðhalds í þessu eins og öðru enda fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar ekki góð. 

    Fylgigögn

  33. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um breytingar á gatnamótunum Kleppsmýrarvegar/Skeiðarvogs og Sæbrautar, sbr. 24. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. mars 2023. Einnig lagt fram svar skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 19. desember 2023. USK23030285

    Fylgigögn

  34. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa foreldra barna í leikskólum um hjólastæði við leikskóla, sbr. 11. liður fundargerðar skóla- og frístundaráðs dags. 6. febrúar 2023. Einnig lagt fram skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 18. desember 2023 SFS23010093

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins óskað upplýsinga um hversu  mörg skammtíma- og langtímahjólastæði hafa verið gerð við nýlegar endurgerðir á leikskólum t.d. stækkunum. Einnig var spurt um aðgengi að geymslum og fjölda þeirra í tengslum við Ævintýraborgir sem tekið hafa til starfa. Fram kemur að mat á núverandi aðstæðum hefur ekki farið fram en ljóst er að aðstaða til geymslu á hjólum við marga leikskóla borgarinnar er ábótavant, hvort heldur fyrir starfsfólk, foreldra eða börn. Ekki fundust nákvæmar tölur um fjölda hjólastæða við Ævintýraborgir. Fulltrúa Flokks fólksins finnst að þessar upplýsingar eigi að liggja fyrir og að reglulega skuli gera könnun hjá foreldrum um aðgengi.

    Fylgigögn

  35. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að friðlýsing Grafarvogs verði kynnt fyrir íbúaráði Grafarvogs og íbúasamtökum Grafarvogs - vísað áfram
    Tillögunni er vísað frá með fimm atkvæðum fulltrúa samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata Viðreisnar og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. USK23120112

  36. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um veitingarekstur á lóðinni Úlfarsbraut 122-126 sbr. 45 liður fundargerðar borgarráðs dags. 21. desember 2023.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa MSS23120154

    Fylgigögn

  37. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að lögð verði gangbraut, undirgöng eða göngubrú á mótum Efstaleitis og Bústaðavegar, sbr. 39. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 13. desember 2023.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar USK23120110

  38. Lögð fram fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um almenningsgarða og græn svæði. Fyrirspurnin var lögð fram á fundi borgarráðs, dags. 7. desember og vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagsráði.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða. MSS23120049

    Fylgigögn

  39. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Flokkur fólksins leggur til að íbúar við Hlemm, við enda lögreglustöðvarinnar, Rauðarárstígsmegin, geti fengið að nota bílastæði  fyrir utan Lögreglustöðina við Hlemm utan vinnutíma ella stæðu þau auð. Bílastæðin eru við enda  lögreglustöðvarinnar, Rauðarárstígsmegin. Þetta var áður leyft en nú hefur verið sett slá til að loka svæðinu. Eins er vitað  að  þarna er mikill hörgull á bílastæðum og  margir íbúar eru í stökustu vandræðum með að fá  bílastæði fyrir bíla sína. Ef hægt er liðka fyrir íbúum með þessum hætti, ætti að sjálfsögðu að gera það.

    Frestað USK24010094

  40. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að hægt verði að greiða samhliða fyrir bílastæði í bílastæðahúsi og hleðslu rafbíls. Í dag þarf að greiða í sitthvoru lagi fyrir þessa þjónustu en kostur væri ef hægt væri að gera þetta tvennt samtímis þegar bíll er sóttur í bílastæðahús. Þetta myndi spara umstang og einfalda notkun vistvænni samgöngumáta sem rafbílar eru.

    Frestað. USK24010096

Fundi slitið kl. 13:00

Dóra Björt Guðjónsdóttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Friðjón R. Friðjónsson Líf Magneudóttir

Birkir Ingibjartsson Kjartan Magnússon

Pawel Bartoszek

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 10. janúar 2024