Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 288

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2023, miðvikudaginn 15. nóvember, kl. 9:13 var haldinn 288. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Helgi Áss Grétarsson, Hjálmar Sveinsson, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Kjartan Magnússon og áheyrnarfulltrúinn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Friðjón R. Friðjónsson og áheyrnarfulltrúinn Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Brynjar Þór Jónsson, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Auðun Helgason, Hólmfríður Frostadóttir og Dagný Alma Jónasdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn með rafrænum hætti: Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir og Gunnar Hersveinn Sigursteinsson,
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram fundadagatal umhverfis- og skipulagsráðs fyrir árið 2024. USK23030154

    Fylgigögn

  2. Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa, dags. 2. nóvember 2023 og 9. nóvember 2023. USK23010150

    Fylgigögn

  3. Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. í maí 2023, vegna gerð nýs deiliskipulags fyrir þróunarsvæði við Suðurfell. Skipulagslýsingin tekur til þróunarsvæðis í suðausturhluta Fellahverfis. Tilgangur skipulagslýsingarinnar er að greina frá svæðinu, áherslum og markmiðum við skipulagsgerðina, forsendum sem liggja að baki og fyrirhuguðu skipulagsferli. Um er að ræða óbyggt svæði sem liggur austan við Fellahverfi í efra Breiðholti og nær að mörkum Elliðaárdals. Aðkoma að svæðinu er um Suðurfell og liggja göngustígar og hjólastígar um svæðið sem tengjast göngustígakerfi Elliðaárdals. Í nýju deiliskipulagi verður gert ráð fyrir lágreistri íbúðarbyggð, 1-2 hæðir, með 50-75 íbúðum. Byggð skal aðlagast vel að landi og mynda sólrík og skjólgóð útisvæði fyrir íbúa. Opin svæði og stígar/hjólastígar skulu mynda góða tengingu milli eldri byggðar handan Suðurfells og hinnar nýju byggðar, og jafnframt við útivistarsvæði Elliðaárdals. Gert er ráð fyrir að halda í opið svæði innan þróunarsvæðisins líkt og skilgreint er í aðalskipulagi 2040 en opna á möguleika við að skilgreina það á nýjan hátt með komandi deiliskipulagi. Lýsingin var kynnt frá 27. júlí 2023 til og með 31. ágúst 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir/ábendingar/umsögn: Ingveldur Halla Kristjánsdóttir dags. 3. ágúst 2023, Snorri Magnússon dags. 3. ágúst 2023, Eiður Sveinn Gunnarsson dags. 3. ágúst 2023, Minjastofnun Íslands dags. 4. ágúst 2023, Margrét Stefanía Þorkelsdóttir dags. 4. ágúst 2023 ágúst 2023, Ása Elísa Einarsdóttir 6. ágúst 2023, Sigurður Bragason dags. 7. ágúst 2023, Katrín Helga Guðjónsdóttir dags. 7. ágúst 2023, Katrín María Sigurðardóttir, dags. 9. ágúst 2023, Fríða Björg Aðalsteinsdóttir, dags. 9. ágúst 2023, Guðmundur Björgvin Svafarsson, dags. 9. ágúst 2023, Valgerður Jóna Garðarsdóttir, dags. 9. ágúst 2023, Elínborg Auður Hákonardóttir, dags. 9. ágúst 2023, Valgerður Helgadóttir, dags. 9. ágúst 2023, Einar Ársæll Hrafnsson, dags. 9. ágúst 2023, Sigríður Steinunn Þrastardóttir, dags. 9. ágúst 2023, Anna Halla Birgisdóttir, dags. 9. ágúst 2023, Ásgeir Erlendur Ásgeirsson, dags. 9. ágúst 2023, Stefán Ingi Guðjónsson, dags. 9. ágúst 2023, Karen Aradóttir, dags. 9. ágúst 2023, Guðrún S. Benediktsdóttir, dags. 9. ágúst 2023, Ólafur Gylfason, dags. 9. ágúst 2023, Guðbjartur Stefánsson, dags. 9. ágúst 2023, Óli Grétar Þorsteinsson, dags. 9. ágúst 2023, Þórdís Jóhannsdóttir Wathne, dags. 9. ágúst 2023, Örn Ægir Reynisson, 9. ágúst 2023, Ása Kristbjörg Karlsdóttir, dags. 9. ágúst 2023, Harpa Hrönn Frankelsdóttir, 9. ágúst 2023, Garðar Þröstur Einarsson, dags. 9. ágúst 2023, Ragnheiður Lóa Björnsdóttir, dags. 9. ágúst 2023, Linda Sólveig Birgisdóttir, dags. 9. ágúst 2023, Sigurlaug Björg Lárusd. Blöndal, dags. 9. ágúst 2023, Guðrún Helga Theodórsdóttir, dags. 9. ágúst 2023, Höskuldur Einarsson, dags. 10. ágúst 2023, Pétur Marinó Jónsson, dags. 10. ágúst 2023, Inga Björg Kjartansdóttir, dags. 10. ágúst 2023, Sigurður Guðjón Jónsson, dags. 10. ágúst 2023, Sunneva Ósk Pálmarsdóttir, dags. 10. ágúst 2023, Þórbergur Már Sigurðsson, dags. 10. ágúst 2023, Gyða Dröfn Hannesdóttir, dags. 10. ágúst 2023, Sveinn Jóhannesson Kjarval, dags. 10. ágúst 2023, Sigríður Sigurðardóttir, dags. 10. ágúst 2023, Erna Sif Evudóttir, dags. 10. ágúst 2023, Eyjólfur Tómasson, dags. 10. ágúst 2023, Jónína Kristrún Snorradóttir, dags. 10. ágúst 2023, Linda Björk Pétursdóttir, dags. 10. ágúst 2023, Bjartey Ásmundsdóttir, dags. 10. ágúst 2023, Einar Viðar Gunnlaugsson, dags. 11. ágúst 2023, Heiðrún Arna Friðriksdóttir, dags. 11. ágúst 2023, Sigrún Huld Þorgrímsdóttir, dags. 11. ágúst 2023, Örn Ingólfsson, dags. 12. ágúst 2023, Jósep Valur Guðlaugsson, dags. 12. ágúst 2023, Jón Pétur Einarsson, dags. 14. ágúst 2023, Sigurjóna S. Sigurjónsdóttir, dags. 15. ágúst 2023, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, dags. 15. ágúst 2023, Sædís Guðríður Þorleifsdóttir, dags. 17. ágúst 2023, Hallgerður Guðlaugsdóttir, dags. 17. ágúst 2023, Anna Ólafsdóttir, dags. 17. ágúst 2023, Yrsa Rós Brynjudóttir, dags. 17. ágúst 2023, Bjarni Stefán Welbes, dags. 17. ágúst 2023, Veitur, dags. 18. ágúst 2023, Náttúrufræðistofnun Íslands, dags. 18. ágúst 2023, Arndís Björnsdóttir, dags. 18. ágúst 2023, Annetta Ragnarsdóttir, dags. 20. ágúst 2023, Elín Ásta Hallgrímsson, dags. 23. ágúst 2023, Skipulagsstofnun, dags. 23. ágúst 2023, Júlíana Lind Guðlaugsdóttir, dags. 24. ágúst 2023, Helga Kristín Gunnarsdóttir, dags. 24. ágúst 2023, Þórður Einarsson, dags. 24. ágúst 2023, Axel Björnsson, dags. 25. ágúst 2023, Björn Arnar Hauksson, 26. ágúst 2023, Rín Samía Raiss, dags. 27. ágúst 2023, Jónína Wilkins, dags. 28. ágúst 2023, Aðalbjörg Hlín Brynjólfsdóttir, dags. 28. ágúst 2023, Þorlákur Lúðvíksson, dags. 28. ágúst 2023, Bergey Hafþórsdóttir, dags. 28. ágúst 2023, Hallþór Jökull Hákonarson, dags. 29. ágúst 2023, Júlíus Geir Gíslason, dags. 29. ágúst 2023, Vilborg Ámundadóttir, dags. 29. ágúst 2023, skrifstofa umhverfisgæða, dags. 29. ágúst 2023, Steinþór Bjarni Grímsson, dags. 30. ágúst 2023, Katrín Þorsteinsdóttir, dags. 30. ágúst 2023, Málfríður Ómarsdóttir, dags. 30. ágúst 2023, Daniel G. Villarroel, dags. 30. ágúst 2023, Anna Sif Jónsdóttir, dags. 30. ágúst 2023, Stangaveiðifélag Reykjavíkur, dags. 30. ágúst 2023, Hollvinasamtök Elliðaárdalsins, dags. 30. ágúst 2023, Hans Steinar Bjarnason, dags. 30. ágúst 2023, íbúaráðs Breiðholts, dags. 30. ágúst 2023, Guðrún Stefanía Lárusdóttir, dags. 31. ágúst 2023, Áslaug Björk Eggertsdóttir, dags. 31. ágúst 2023, Eggert Óskarsson, dags. 31. ágúst 2023, Ingibjörg R. Þengilsdóttir, dags. 31. ágúst 2023, Einar Steingrímsson, dags. 31. ágúst 2023, Landvernd, dags. 31. ágúst 2023, Hildur Hjálmarsdóttir, dags. 31. ágúst 2023, Harpa Mjöll Gunnarsdóttir, dags. 31. ágúst 2023 og Andrea Fanney Jónsdóttir, dags. 31. ágúst 2023.
    Kynnt.

    -    kl. 9:25 aftengist Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir fjarfundarbúnaði og tekur sæti á fundinum.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Þakkað er fyrir gagnlega kynningu á athugasemdum við skipulagslýsingu fyrir þróunarsvæðið í suðausturhluta Fellahverfis. Ljóst er að íbúum og öðrum hagaðilum er hjartans mál að horft verði til þess að halda í sem mest af græna svæðinu og þau gæði sem gott útivistarsvæði felur í sér. Nauðsynlegt er að þarna verði opnar grænar leiðir í gegn fyrir fótgangandi vegfarendur niður í dalinn. Hugmyndir um uppbyggingu þarna snúast um að styðja við félagslega breidd í Breiðholti, nýta innviði og búa til fleiri íbúðir fyrir barnafjölskyldur sem þurfa að stækka við sig. Þessi áform voru kynnt í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 og hafa verið til umfjöllunar í hverfisskipulagsvinnu. Skipulagslýsingin er sú fyrsta sem kynnt er í nýrri Skipulagsgátt og er því fagnaðarefni að fá inn þann fjölda athugasemda sem nú hafa borist. Mikilvægt er að taka mið af sjónarmiðum íbúa við þróunina.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Skipulagslýsingin um þróunarsvæðið við Suðurfell hefur reynst umdeild, sbr. hinn mikla fjölda athugasemda sem bárust við hana en þær má finna á síðu á vegum Skipulagsstofnunar sem kennd er við skipulagsgátt (mál nr. 446/2023). Við frekari vinnslu málsins þarf að taka viðunandi tillit til fyrirliggjandi athugasemda og vinna málið í eins mikilli sátt og kostur er.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fjölmargir mótmæla harðlega þessari tillögu þar sem hér sé gengið freklega á græn svæði innan borgarmarkanna. Fjöldi fólks nýtir sér þennan hluta náttúru innan borgarmarkanna m.a. með göngu- og reiðhjólatúrum hvern einasta dag eins og segir í einni athugasemdinni. Og eins og fulltrúi Flokks fólksins hefur ítrekað klifað á þá mun Arnarnesvegurinn koma til með að skemma þetta svæði mikið . Ef gripið er niður í fleiri athugasemdir segir: “Borgaryfirvöld hafa þegar stutt gríðarlega umfangsmikla eyðileggingu græns svæðis, eða 11.4 hektara af mikið notuðu útivistar- og náttúrusvæði á Vatnsendahvarfi, sem verður sprengt í loft upp og malbikað yfir til að leggja Arnarnesveg. Svæðið sem hér um ræðir er mikið notað útivistarsvæði og mikilvægur þáttur í heilsubót íbúa hverfisins. Elliðaárdalurinn er gríðarlega mikilvægt, verndað grænt svæði og á að virða sem slíkt. Vinir Vatnsendahvarfs er algjörlega á móti þessum framkvæmdum og er þess krafist að græn svæði borgarinnar hljóti viðeigandi vernd, líka þau sem eru í efri byggðum”. Flokkur fólksins skorar á skipulagsyfirvöld að ljá þessum athugasemdum eyra og fara ekki gegn straumnum í þessu umdeilda máli. 

    Laufey Björg Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 
    USK23050217

    Fylgigögn

  4. Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Ljóssins endurhæfingarmiðstöðvar, um breytingu á deiliskipulagi Sundanna, reita 1.3 og 1.4, vegna lóðarinnar nr. 47 við Langholtsveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að gerður er nýr byggingarreitur austan við húsið fyrir stakstætt, tímabundið og færanlegt húsnæði, samkvæmt uppdr. Batterísins arkitekta ehf., dags. 27. júní 2023. Tillagan var grenndarkynnt frá 20. september 2023 til og með 18. október 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Davíð Pétur Stefánsson, dags. 28. september 2023. Einnig er lögð fram umsögn skiplagsfulltrúa, dags. 9. nóvember 2023 og uppfærður uppdr. Batterísins arkitekta ehf., dags. 27. júní 2023, uppf. 9. nóvember 2023.
    Lagt er til að tillagan verði samþykkt í ráðinu með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
    Samþykkt með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. nóvember 2023, með vísan til a. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs. USK23040051

    Fylgigögn

  5. Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Skurnar ehf., dags. 7. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Saltvíkur á Kjalarnesi. Í breytingunni sem lögð er til felst að færa reiti C og D til að koma reitunum nær núverandi vegi og koma jafnframt reit C fjær reit B, samkvæmt uppdr. TAG teiknistofu ehf. dags. 6. desember 2022, uppf. 9. mars 2023. Einnig er lögð fram fornleifaskráning Fornleifastofnunar Íslands frá 2023 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 1. mars 2023. Tillagan var í auglýsingu frá 25. apríl 2023 til og með 9. júní 2023. Eftirtaldir sendu umsagnir/ábendingu: íbúaráð Kjalarness, dags. 16. maí 2023, og Minjastofnun Íslands, dags. 1. júní 2023, 20. september 2023 og 20. október 2023, og Veitur, dags. 17. maí 2023. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. nóvember 2023 og uppf. uppdr. TAG teiknistofu ehf., dags. 6. desember 2022, síðast uppf. 9. nóvember 2023.
    Lagt er til að tillagan verði samþykkt í ráðinu með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
    Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. nóvember 2023.
    Vísað til borgarráðs

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins vill leggja áherslu á bókun Íbúaráðsins sem er afar afgerandi um tillögu að breyttu deiliskipulagi Kjalarnes, Saltvík. Bókunin var lögð fram á fundi íbúaráðs Kjalarnes þann 11. maí 202. Í henni vill Íbúaráðið “koma á framfæri að ítrekað eru gerðar breytingar á deiliskipulagi án þess að aðalskipulag sé uppfært. Þetta þykir miður. Íbúar eru uggandi yfir þróun skipulagsmála á Kjalarnesi og hafi áhyggjur af deiliskipulagsbreytingum sem varða landbúnað og iðnað á svæðinu. Aðrar athugasemdir snúa að því að gerðar séu deiliskipulagsbreytingar án uppfærslu í aðalskipulagi; að áhyggjur af deiliskipulagsbreytingum er varða landbúnað og iðnað á svæðinu og loks að fornleifar séu ekki skráðar. Fulltrúi Flokks fólksins treystir því að unnið verði vel úr þessum athugasemdum í samstarfi við íbúanna.

    Þórður Már Sigfússon verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. SN220797
     

    Fylgigögn

  6. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa, dags. 31. október 2023 og 7. nóvember 2023. USK22120096

    Fylgigögn

  7. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda samgöngustjóra dags. 2. nóvember 2023 og 9. nóvember 2023 ásamt fylgigögnum. USK23040133

    Fylgigögn

  8. Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki eftirfarandi sérákvæði fyrir umferð:
    •    Að tvístefnuakstur verði á Sólvallagötu milli Hofsvallagötu og Hólatorgs.
    •    Að heimilt verði að leggja samsíða við götukant sunnan til í Sólvallagötu.
    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. USK23010018

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Við Ásvallagötu og Sólvallagötu er nú gjaldskylda frá því í sumar. Nauðsynlegt er að skilgreina betur bílastæðin á svæðinu og merkja. Á sínum tíma bárust mörg erindi frá íbúum þar sem lýst var yfir eindregnum vilja til þess að fá þarna einstefnu vegna þrengsla. Tekið var jákvætt í bréf sent íbúum árið 2017 þar sem sú útfærsla var reifuð. Af þeim sökum var ákveðið í sumar að gera Ásvallagötu og Sólvallagötu að einstefnugötum í samhengi við gjaldskylduna. Engu að síður komu í kjölfarið andmæli frá íbúum Sólvallagötu. Af þeim sökum var ráðist í íbúakönnun til þess að fá fram skýran vilja íbúa. Þar kom fram afgerandi stuðningur á Ásvallagötu við að hafa einstefnu í götunni en afgerandi stuðningur á Sólvallagötu við núverandi tvístefnu. Því er nú fallið frá þeirri ákvörðun að gera Sólvallagötu að einstefnugötu. Samhliða á að merkja samsíða bílastæði við annan kant götunnar.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Með fyrirliggjandi tillögu hverfur meirihluti ráðsins frá fyrri samþykkt um einstefnu við Sólvallagötu, milli Hofsvallagötu og Hólatorgs, sem samþykkt var 28. júní sl. Á þeim fundi gerðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins alvarlega athugasemd við málsmeðferð meirihlutans og lögðu til að tillagan yrði kynnt fyrir íbúum götunnar og þeim gefinn kostur á að tjá sig um fyrirhugaðar breytingar áður en þær yrðu teknar til endanlegrar afgreiðslu. Slíkt samráð við íbúa, um veigamikla breytingu á umferðarskipulagi götunnar, sem þeir búa við, er sjálfsagt og eðlilegt að mati fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Engu að síður felldu fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna samráðstillöguna á fundi ráðsins 28. júní.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins fagnar þessari niðurstöður. Með þessari tillögu er verið að draga til baka ákvörðun um að Sólvallagata verði einstefnugata milli Hofsvallagötu og Hólatorgs.Hér er dæmi um gott samráð sem þyrfti að vera svo miklu víðar þegar kemur að umhverfis- og skipulagsmálum borgarinnar. Gerð var könnun á hug íbúana um hvort gera ætti Sólvallagötu að einstefnugötu. Í könnun kom fram að íbúar Sólvallagötu voru flestir á því að gatan ætti að vera tvístefnugata áfram. Meðal íbúa Sólvallagötu voru 90% þeirra sem tóku þátt í póst-könnun og 85% þeirra sem tóku þátt í SMS könnuninni, fylgjandi því að hafa Sólvallagötu áfram sem tvístefnugötu. 
     

    Fylgigögn

  9. Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að veita Bílastæðasjóði, tímabundið vegna ríkjandi neyðarástands, heimild til að víkja frá reglum um íbúakort dags. 19. mars 2021, með það að markmiði að íbúar með lögheimili í Grindavík með tímabundna búsetu innan íbúakortasvæða borgarinnar geti fengið íbúakort án greiðslu.
    Heimildin gildir til 31. janúar 2024.
    Samþykkt.
    Vísað til borgarráðs. USK23110144

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Mikilvægt er að hafa ramma um íbúakort skýran en á sama tíma hafa aðlögunarfærni til að bregðast við á erfiðum tímum sem þessum.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þetta er gott og nauðsynlegt mál en ekki alveg ljóst hvernig þetta á að vera í framkvæmd. Íbúakortin eins og þau eru í dag eru frekar ólánslegt kerfi. Einfalda þyrfti reglur um íbúakort og fækka íbúakortsvæðum. Meðal breytinga mætti skoða að leigjendur geti fengið íbúakort án þess að þurfa að ganga til húseiganda og biðja leyfis. Einnig að íbúar í námsmannaíbúðum geti fengið íbúakort. Hætt verði við fjöldatakmarkanir þannig að fleiri en eitt kort geti verið gefið út á hverja íbúð. Eins mætti skoða að hægt verði að fá íbúakort þrátt fyrir að bílastæði sé á lóð umsækjanda. Þetta flókna ferli og hvað íbúum gjaldskylds svæðis er gert erfitt fyrir að eiga bíl er einfaldlega ekki sanngjarnt. Á þetta mun reyna núna þegar við viljum aðstoða Grindvíkinga með að leggja bílum sínum. Fólki er auk þess mismunað eftir því í hvaða póstnúmeri það býr. 
     

    Fylgigögn

  10. Fram fer kynning á niðurstöðu vegna úttektar á eignaskráningu rekstrarfjármuna hjá skrifstofu borgarlandsins.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Þakkað er fyrir þessa áhugaverðu samantekt. Það er gagnlegt að fá svona rýni til þess að geta bestað verkferla. Utanumhald og merking eigna er hluti af ábyrgri meðferð fjármuna. Aukið eftirlit og skilvirkt skráningarkerfi er skref í átt að betri stjórnsýslu. Búið er að bregðast við þessum ábendingum og er úrbótavinnan í skýrum farvegi. Sú vinna er mikilvæg svo hægt sé að halda vel um eignir borgarinnar.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Það er greinilega mikilvægt að halda vel utan um eignaskráningu rekstrarfjármuna hjá skrifstofu borgarlandsins og kannski enn mikilvægara að hafa eftirlit og eftirfylgni í lagi. Fram kemur í skýrslunni að eignaskrá skrifstofu borgarlandsins hafði ekki verið uppfærð í samræmi við breytingar sem gerðar hafa verið. Starfsstöðvar eru á mörgum stöðum í Reykjavík og ekki er haldið utan um eignaskrá á miðlægu svæði sem hlýtur að vera nauðsynlegt að gera.

    Hreinn Ólafsson fjármálastjóri, Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri, Guðjón Hlynur Guðmundsson verkefnastjóri og Ingunn Ólafsdóttir fagstjóri innri endurskoðunar taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK23100248
     

    Fylgigögn

  11. Fram fer kynning á verklagsreglum íbúaráða um samskipti og miðlun milli umhverfis- og skipulagssviðs og íbúaráða Reykjavíkurborgar.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þessar reglur eru að mörgu leyti skondnar, sérstaklega vegna þess að í þeim er talsverð forræðishyggja, s.s. fulltrúar í íbúaráðum skulu kynna sér dagskrá sem og öll fundargögn fyrir íbúaráðsfundi; Á fundum skal formaður tryggja að fundarmenn haldi sig við þann dagskrárlið sem til umræðu er hverju sinni og Ráðsmenn skulu sitja saman við fundarborð á meðan fundi stendur. Þetta minnir nokkuð á reglur í leikskólum. Þessar verklagsreglur eiga annars að hafa þann tilgang að tryggja skipulögð og samræmd vinnubrögð og jafnræði í meðferð mála íbúaráða Reykjavíkurborgar. Færri orð eru um starfsmenn ráðanna. Gera má ráð fyrir að reglurnar hafi verið endurskoðaðar eftir leiðinlega uppgötvun sem átti sér stað á fundi íbúaráðs Laugardals þegar ráðsmenn heyrðu tal starfsmanna sem þeim var ekki ætlað að heyra. Á tali starfsmanna mátti heyra að þeir voru að reyna að villa um fyrir íbúaráðinu. Fyrir vikið gátu fundarmenn ekki innt hlutverk sitt af hendi með réttum hætti. 

    Heimir Snær Guðmundsson sérfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS22090031

    Fylgigögn

  12. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 30. október 2023 ásamt kæru nr. 125/2023, dags. 25. október 2023, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 26. september 2023 um að synja um byggingarleyfi fyrir rafrænu ljósaskilti á vegg hússins að Lágmúla nr. 6-8. USK23100338

    Fylgigögn

  13. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar um aðgerðir til að styðja við fjölgun hjólastæða og yfirbyggðra og öruggra hjólaskýla sbr. 9. dagskrárliður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. þann 4. október 2023. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 9. nóvember 2023.
    Samþykkt. USK23100031

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka samgöngustjóra fyrir umsögn um tillögu fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar um aðgerðir til að styðja við fjölgun hjólastæða og yfirbyggðra og öruggra hjólaskýla. Tillagan var lögð fram 4. október 2023 og tók því fimm vikur að veita umrædda umsögn.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Tillaga fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar um aðgerðir til að styðja við fjölgun hjólastæða og yfirbyggðra og öruggra hjólaskýla lögð fram til afgreiðslu. Fulltrúi Flokks fólksins heldur að á þessu sé tekið með ágætum hætti nú þegar í í hjólreiðaáætlun.
     

    Fylgigögn

  14. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aðstöðu strætisvagnafarþegar í Mjódd sbr. 15. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 19. október 2022. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 9. nóvember 2023.
    Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins. USK22100081

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tillögunni er vísað frá enda er ákvörðunin ekki á forræði ráðsins. Hins vegar er stefnt að því að taka mið af þessum sjónarmiðum sem hafa áður komið fram í nýjum samningi um leigu húsnæðisins.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Það er vonum seinna að tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um sjálfsagðar úrbætur á skiptistöðinni í Mjódd, sé tekin fyrir í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur. Tillagan var lögð fram 19. október 2022 en fyrst tekin til afgreiðslu nú, rúmu ári síðar. Allt frá árinu 2016 hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lagt fram tillögur um úrbætur á skiptistöðinni og hefur málið hrakhraufast um borgarkerfið síðan eða í rúm sjö ár. Fyrirliggjandi tillaga felur í sér eftirfarandi úrbætur fyrir strætisvagnafarþega: 1. Kvöldopnun. Biðstöðin verði opin farþegum á kvöldin á meðan strætisvagnar ganga. 2. Gæsla með biðsalnum verði aukin og salernisþrifum komið í lag. 3. Sætum í biðsal verði fjölgað og þau löguð sem fyrir eru. Biðsalurinn verði gerður hlýlegri, t.d. með uppsetningu listaverka. Tillögunni var vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar 26. október 2022. Það tók því 54 vikur að veita umrædda umsögn. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska enn og aftur eftir því að ráðist verði í framangreindar úrbætur sem fyrst.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Aðstaða strætisvagnafarþega í Mjódd hefur verið skelfileg. Nú liggur fyrir að skipta á um rekstraraðila en sá fyrri hefur sagt upp samning sínum og er það gott enda var sá ekki að standa sig í þessu verkefni. Fulltrúi Flokks fólksins telur að finna þurfi ábyrgan rekstraraðila og hafa skilyrði og skilmála alveg skýra þ.e. að gera aðbúnaðinn í biðsalnum ekki aðeins viðunandi heldur fullnægjandi. Það þarf einnig að fylgja í samningum að biðsalurinn verði opinn eins lengi og strætó ekur um götur borgarinnar og gæsla verði aukin. 
     

    Fylgigögn

  15. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um viðhald og endurnýjun gangstétta og trappa við íþróttahús Hagaskóla, sbr. 18. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 24. maí 2023. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 28. júní 2023.
    Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins. USK23050267
    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tillögunni er vísað frá enda kom hún fram eftir að verkefnið var komið á framkvæmdalista. Nú hefur verið lokið við téðar framkvæmdir.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka fyrir umsögn um tillögu þeirra um viðhald og endurnýjun gangstétta og trappa við íþróttahús Hagaskóla. Tillagan var lögð fram 24. maí og tók því 25 vikur að fá umsögn um hana. Jafnframt er þakkað fyrir þær úrbætur, sem gerðar voru á svæðinu í sumar, en um leið vakin athygli á því að verkinu er langt í frá lokið. Margar gangstéttarhellur við íþróttahúsið eru enn brotnar, skemmdar og eyddar og sumar tröppur þarfnast enn viðgerðar. Óskað er eftir því að frekari endurbætur fari fram á svæðinu á komandi ári.
     

    Fylgigögn

  16. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks aukinn kraft í gámalosun og umhirðu á grenndarstöðvum í Reykjavík, sbr. 30 lið fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 16. ágúst 2023.
    Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagsviðs, skrifstofu umhverfisgæða, dags. 30. október 2023.
    Tillaga um að settur verði aukinn kraftur í losun gáma og umhirðu við þá er felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins.
    Tillaga um að leitað verði til verktaka um tímabundna aðstoð í þessu skyni á meðan á meðan útboð á umhirðu grenndarstöðva stendur yfir er vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins.
    Tillögu um áberandi merkingar við grenndarstöðvar er vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða. USK23080107

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
    Það er ljóst að mikið gekk á í sumar í þessum málaflokki og ýmislegt fór úrskeiðis, sumt sem ekki var við ráðið eftir því sem kemur fram í svari. Það er miður að heyra að umgengni í kringum grenndarstöðvar hafi versnað á liðnum árum en ætlaður kostnaður Reykjavíkurborgar vegna hreinsunar við grenndarstöðvar á árinu 2021 nam tæpum 52 milljónum króna. Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að settar hafa verið upp myndavélakerfi á tveimur grenndarstöðvum til að fylgjast með mögulegum eignaspjöllum. Fulltrúi Flokks fólksins vill nota tækifærið í þessari bókun að minna á tillögu um að skoða með að bjóða út sorphirðu í einu póstnúmeri. Öll sveitarfélög önnur en Reykjavík bjóða út sorphirðu og er ekki að sjá annað en að slíkt hafi reynst vel. Í þessu stóra verkefni er ekki að sjá að kannað hafi verið hvort hagkvæmara sé að bjóða út einstök verk og verkefni eins og flest önnur sveitarfélög hafa gert.
     

    Fylgigögn

  17. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um bætt aðgengi að sjúkrahúsinu Vogi, sbr. 22. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 7. júní 2023. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.
    Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins. USK23060075

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tillögunni er vísað frá þar sem viðfangsefnin eru annað hvort í farvegi eða að megninu innan einkalóðar og því ekki á forræði borgarinnar.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka fyrir umsögn um tillögu þeirra varðandi bætt aðgengi að sjúkrahúsinu Vogi. Umræddur vegkafli er í slæmu ásigkomulagi og hafa djúpar holur myndast í honum. Tillagan var lögð fram 7. júní sl. og því tók rúma fimm mánuði að fá umsögn um hana. Rétt er að taka fram að tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um málið var samþykkt í borgarráði 18. desember 2014 og síðan endurflutt 2017. Er óviðunandi að umræddar úrbætur hafi ekki enn farið fram og er sú ósk ítrekuð að þær fari fram sem fyrst. 
     

    Fylgigögn

  18. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um bílastæði fyrir hreyfihamlaða í Reykjavík, sbr. 32. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 11. október 2023. Greinargerð fylgir tillögunni. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagsviðs, skrifstofu stjórnsýslu og gæða, dags. 30. október 2023.
    Samþykkt. USK23100145

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í umsögn við þessari tillögu sem í grunnin snýr að því að skoða heimildir og reglugerðir um hvernig staðið er að bifreiðastæðum hreyfihamlaðra á einkalóðum og hvort borgin hafi heimild til að senda áminningar til húseigenda sem ekki fara eftir gildandi byggingarreglugerð. Í umsögn segir að sé ekki farið eftir þeim ákvæðum hafi byggingarfulltrúi heimildir að krefjast úrbóta að viðlögðum dagsektum en auk þess getur byggingarfulltrúi látið vinna verk á kostnað eiganda beri svo undir. Þetta er vel en fulltrúi Flokks fólksins veltir því upp hvort byggingarfulltrúi nýti þessar heimildir og forvitnilegt væri vissulega að fá yfirlit yfir hversu oft og við hvaða tilefni þær hafa verið nýttar síðastliðin ár. Fulltrúi Flokks fólksins íhugar að leggja fram fyrirspurnir um þetta með formlegum hætti. 
     

    Fylgigögn

  19. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um biðsal fyrir farþega á Hlemmi, sbr. 17. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 8. mars 2023. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 2. nóvember 2023.
    Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins. USK23030088

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tillögunni er vísað frá þar sem um er að ræða samningsbundið fyrirkomulag og því ekki á forræði ráðsins að breyta þessu einhliða.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja tillögu Sósíalistaflokksins um bætta aðstöðu fyrir strætisvagnafarþega á Hlemmi enda er hún í góðu samræmi við tillögu Sjálfstæðisflokksins frá 1. mars 2023, sem fól í sér eftirfarandi aðgerðir: 1. Skiptistöðin verði opin farþegum á morgnana meðan strætisvagnar ganga. 2. Aðstaða og upplýsingagjöf við farþega verði bætt inni í skiptistöðvarhúsinu, t.d. með uppsetningu leiðarkorts, leiðataflna og rauntímabúnaði, sem sýnir hvenær vagnar eru væntanlegir á stöðina. Þá verði Klapp-kort til sölu í skiptistöðinni. 3. Merkingar verði bættar utandyra á Hlemmi og gerðar sýnilegri en nú er, farþegum til leiðbeiningar. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um þessar sjálfsögðu úrbætur á Hlemmi var felld með atkvæðum Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 19. apríl sl. eins og kunnugt er. 
     

    Fylgigögn

  20. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að keyptir verða mælar til að mæla magn í gámum , sbr. 34 lið fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 16. ágúst 2023.
    Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagsviðs, skrifstofu umhverfisgæða, dags. 25. október 2023.
    Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins. USK23080099

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tillögunni er vísað frá þar sem að gerð var krafa um skynjara til að mæla magn í grenndargámum í nýlegu útboði Sorpu og er málið því þegar í farvegi.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fram kemur í svari að í nýlegu útboði SORPU á rekstri og leigu grenndargáma í á höfuðborgarsvæðinu sem auglýst var 28. júlí sl. var gerð sú krafa að nýir gámar væru búnir sérstökum skynjurum sem geta mælt og tilkynnt, með skilvirkum hætti, hvenær gámur er fullur og tími til kominn að tæma hann. Fulltrúa Flokks fólksins finnst það ánægjulegt að sjá að tillögunni hefur verið komið í farveg.
     

    Fylgigögn

  21. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um samtal við íbúa vegna breytingar á Sólvallagötu og Ásvallagötu, austan Hofsvallagötu, sbr. 37. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 16. ágúst 2023. Einnig lagt fram svar skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 9. nóvember 2023. USK23080112

    Fylgigögn

  22. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um akstursstefnu á Sólvallagötu og Ásvallagötu, austan Hofsvallagötu, sbr. 36. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 16. ágúst 2023. Einnig lagt fram svar skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 9. nóvember 2023. USK23080105

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um akstursstefnu á Sólvallagötu og Ásvallagötu, austan Hofsvallagötu, var lögð fram 16. ágúst sl. Það tók því næstum þrjá mánuði að fá svar við fyrirspurninni. Á áðurnefndum fundi var jafnframt óskað eftir því að öll gögn málsins yrðu lögð fram á næsta fundi ráðsins, 23. ágúst. Þrátt fyrir að umrædd gögn séu væntanlega öll til á skjalasafni sviðsins voru þau ekki lögð fram fyrr en nú, þremur mánuðum eftir að um þau var beðið, á sama fundi og ný tillaga er lögð fram í málinu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gera alvarlega athugasemd við slíka upplýsingatregðu og benda á að hún samrýmist ekki góðum stjórnsýsluháttum. Réttur kjörinna fulltrúa til upplýsinga er mjög ríkur og felur í sér að afhenda skuli umbeðnar upplýsingar fljótt og vel og án ástæðulauss dráttar. 
     

    Fylgigögn

  23. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um stæði fyrir hreyfihamlaða, sbr. 19. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 1. mars 2023. Einnig lagt fram svar skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 2. nóvember 2023. USK23030013

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í svari borgarinnar um hversu mörg bílastæði eru fyrir hreyfihamlað fólk í Reykjavík kemur fram að ekki er haldin sérstök skrá yfir bílastæði fyrir hreyfihamlaða. Af þeim sökum er ekki hægt að gefa fullnægjandi svar um fækkun eða fjölgun þeirra síðustu 10 ár. Fulltrúa Flokks fólksins finnst afar mikilvægt að haldin sé skrá yfir bílastæði fyrir hreyfihamlaða. Það er eina leiðin til að átta sig á þróun stæðanna, fækkun, fjölgun í borgarlandinu. 
     

    Fylgigögn

  24. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um Bílastæðasjóð og stæðiskort fyrir hreyfihamlaða, sbr. 21. mál fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 14. september 2022. Einnig lagt fram svar skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 2. nóvember 2023. MSS22070061

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fyrirspurn Flokks fólksins um umrætt minnisblað var lagt fram fyrir einu og hálfu ári. Nú berst loksins svar. Um er að ræða minnisblað borgarlögmanns til borgarstjóra þar sem fram kemur að borgarlögmaður telur að Bílastæðasjóður Reykjavíkur hafi gerst brotlegur við umferðarlög, hafi brotið á réttindum fatlaðs fólks, með því að innheimta gjald hjá handhöfum stæðiskorta fyrir notkun bílastæða í bílastæðahúsum. Óskað var upplýsinga um brot Bílastæðasjóðs og hvað Reykjavíkurborg hyggst gera í því máli. Verður krafist skaðabóta? Þessar fyrirspurnir eru vegna aldurs orðnar úreltar því frá og með 20 mars 2023 hefur ekki verið tekið gjald af handhöfum stæðiskorta hreyfihamlaðra í bílahúsum borgarinnar. Reykjavíkurborg leit svo á að þar sem gjaldtaka í bílastæðahúsum Reykjavíkurborgar byggist ekki á heimildarákvæði 2. mgr. 86. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, hafi mismunandi reglur átt að gilda um undanþágur handhafa stæðiskorta fyrir hreyfihömluð frá gjaldtöku eftir því hvort bifreið væri lagt í bifreiðastæði við götu (stöðureitur) eða bifreiðastæði í bílastæðahúsi. En til þess að gerast ekki brotleg við lög varð Reykjavíkurborg að lúta í lægra haldið í þessu máli og túlka ákvæði 2. mgr. 87. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 á þann veg að undanþága sem ákvæðið mælir fyrir um gildi einnig um bifreiðastæði í bílastæðahúsum.
     

    Fylgigögn

  25. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úrbætur á tveimur hringtorgum við Víkurveg, sbr. 23. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 1. nóvember 2023.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK23110011

  26. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um millitipp, sbr. 20. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 18. október 2023.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu borgarlandsins. USK23100224

  27. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fláa, sbr. 30. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 11. október 2023.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK23100151

  28. Lögð er fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um lágvöruverslun í stúdentahverfi, sbr. 31. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs. dags. 25. október 2023.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa. USK23100294

  29. Lögð er fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um byggingarhæfar lóðir, sbr. 34. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 25. október 2023.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, byggingarfulltrúa. USK23100286

  30. Lögð er fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um frágang við aðreinar inn að Álfabakka, sbr. 33. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 25. október 2023.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK23100285

  31. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um mótvægisaðgerðir vegna loftlagsvanda, sbr. 23. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 18. október 2023.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs. USK23100228

  32. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um vetrarþjónustu, sbr. 22. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 18. október 2023.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu borgarlandsins. USK23100226

  33. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að Reykjavíkurborg annist sjálf skipulagsgerð í Mjódd (M12) og að svæðið verði skipulagt í heild sinni eftir því sem unnt er. Jafnframt er lagt til að efnt verði til opinnar samkeppni um skipulag svæðisins í samvinnu við Arkitektafélag Íslands.

    Frestað. USK23110185
     

  34. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að ráðist verði í lagfæringu og/eða endurnýjun gangstétta við Laugalæk. Víða við götuna eru gangstéttir eyddar, sprungnar og ójafnar. Á það m.a. við um fjölfarnar gangstéttir, nálægt Laugalækjarskóla sem og gangstétt fyrir framan kaffihús og verslun á horni Laugalækjar og Laugarnesvegar.

    Frestað. USK23110189

  35. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að ráðist verði í endurnýjun gangstéttar milli Hagasels og Seljaskóga. Um er að ræða fjölfarna gönguleið skólabarna og er gangstéttin eydd, sprungin og ójöfn. Umrædd gangstétt liggur að upphækkaðri og hellulagðri gangbraut yfir Seljaskóga og er jafnframt lagt til að gert verði við hana.

    Frestað. USK23110190
     

  36. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að ráðist verði í lagfæringu og/eða endurnýjun fjölfarinna gangstétta við Hofsvallagötu, sunnan Hringbrautar. Víða við götuna eru gangstéttir eyddar, sprungnar og ójafnar.

    Frestað. USK23110191
     

  37. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Fulltrúi Flokks fólksins hefur fengið ábendingar um að engin lýsing sé við göngustíga í Elliðaárdal í norður frá Fella- og Hólakirkju. Fólk sem gengur þar eftir að myrkra tekur og sér ekki handa sinna skil. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að lágmarkslýsingu verði komið upp hið fyrsta. Betri lýsing í Elliðaárdalnum er öryggisatriði á þessu vinsæla svæði og enn fremur mun þetta stuðla að enn meiri nýtingu svæðisins. Af öryggisástæðum ætti að minnsta kosti að vera nægjanleg birta.

        Frestað. USK23110182
     

  38. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:

    Lagt er til að hraðahindrunum verði tafarlaust komið fyrir á Sævarhöfða vegna aukins hraðaksturs og glæfralegs framúraksturs. Greinargerð fylgir tillögunni.

    Frestað. USK23110187
     

  39. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
    Við Álfabakka 2 a er malarhaugur. Þar hefur verið hlaðið upp grjóti og möl og virðist sem enginn kannist við hver gaf leyfi. Íbúar hafa lengi reynt að fá upplýsingar um hvað standi til að gera með þennan haug. Spurt er um hvað þarna sé á ferð og hverjar séu framtíðarhugmyndir með þennan haug? Út á hvað gengur núgildandi byggingarleyfi? Af þessum haug er mikil sjónmengun og önnur mengun. Við þurrviðri og þegar blæs vel um svæðið fýkur ryk út um allt og leggst á glugga og húsveggi og jafnvel sækir inn í hús og mörgum með öndunarvandamál líður illa. Íbúum finnst skelfilegt að hafa allt þetta grjót svona nálægt blokkinni. USK23110177
     

  40. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Nú eru hafnar framkvæmdir við Arnarnesveg. Þar hefur þegar skapast slysahætta. Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvernig skipulagsyfirvöld hyggjast bregðast við, hvaða mótvægisaðgerðir verða til að tryggja öryggi við framkvæmdasvæðið? Gryfja hefur verið grafin. Auðvelt er að komast inn á svæðið og ekki er búið að girða af fyrir ofan hana. Þarna er hættuleg fallhætta. Þarna er vinsælt gönguferð með hunda en í myrkri mjög varasöm. USK23110178
     

  41. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um nýja leiðanet Strætó bs. og hvernig innleiðing gangi? Hvernig hefur gengið að leysa brýnustu vandamál á leiðum Strætó. Hvernig hefur gengið með Norðlingaholt en nú ekur strætó ekki inn að skólunum í nýju leiðaneti, hvernig verða þau mál leyst? Fjölmargar kvartanir hafa borist vegna öryggismála í kringum skólann en þau mál eru komin inn á borð hjá borginni eftir því sem frést hefur. Er lausn í sjónmáli? Einnig stendur til að í Norðlingaholti, verði aðeins ein stoppistöð og hætt að aka hring. Að þessu er spurt vegna þess að ef það verður niðurstaðan þá verður ansi langt að fyrir þá sem búa fjærst stoppistöðinni að taka strætó. USK23110180
     

  42. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Hvernig hefur gengið að fullgera tengingar milli Árbæjar og Breiðholts eftir kl. 9 á morgnana. Leið 51 stoppar í Norðlingaholti og keyrir Breiðholtsbraut í Mjódd en hún er ekki á mikilli tíðni. Krakkar sem eru á ferð eftir 9 missa af tengivagni yfir í Breiðholtið og munar nokkrum mínútum á tímastillingum. Almennt er tenging milli þessara stóru hverfa, Árbæ, Grafarholts og Breiðholts slæm en tenging austur, vestur er betri. Ekki er nægilegt að vera með góða tengingu að miðbænum. Óskað er skýrra svara við ofangreindum spurningum Flokks fólksins USK23110181
     

  43. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Flokks fólksins hefur fengið ábendingu sem snýr að hönnun Fossvogsbrúar sem mikilvægt er að skoða áður en lengra er haldið. Spurt er hvort ekki færi betur á því að göngustígur sé á vesturhluta brúarinnar og hjólastígurinn austan megin á brúnni? Núverandi hönnun gerir ráð fyrir hjólastíg á vesturhluta brúarinnar og göngustíg austan megin. Eins og hönnun Fossvogsbrúar hefur verið kynnt myndi sólin fara að skína á vesturhlið brúarinnar milli kl. 13.00 og 14.00. Þá myndast skuggar frá handriðum inn á brúnna. Göngusvæði austan megin “króast” af og tapast þá útsýnis upplifun þeirra sem ganga yfir brúna. Þannig skerðist ásýnd sólarlagsins í handriðum, brúargólfinu og umferð Borgarlínuvagna sem gleðja myndi augað ef gönguleiðin er vestan megin á brúnni. Í stuttu máli, þá er upplifunin sterkari ef gönguleiðin er vestanmegin brúarinnar og hjólaleiðin austan megin. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort ekki sé vert að skoða gaumgæfilega þessa ábendingu? Mikilvægt er að það verði gert áður en það er um seinan. USK23110186
     

Fundi slitið kl. 12:32

Dóra Björt Guðjónsdóttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Friðjón R. Friðjónsson Hjálmar Sveinsson

Helgi Áss Grétarsson Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir

Kjartan Magnússon

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 15. nóvember 2023