Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 287

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2023, miðvikudaginn 1. nóvember, kl. 9:06 var haldinn 287. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson, Hjálmar Sveinsson,  Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og áheyrnarfulltrúarnir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir og Trausti Breiðfjörð Magnússon. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Hildur Björnsdóttir og Unnur Þöll Benediktsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Brynjar Þór Jónasson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.

Þetta gerðist:
 

Þetta gerðist:

 1. Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa, dags. 26. október 2023. USK23010150

  -    Kl. 9:07 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
   

  Fylgigögn

 2. Lögð fram tillaga að hverfisskipulagi Hlíða, hverfi 3.1 Háteigshverfi, dags. 31. október 2023, ásamt almennri greinargerð og stefnu, dags. 31. október 2023, og skipulagsskilmálum, dags. 31. október 2023. Einnig er lögð fram verklýsing hverfisskipulagsgerðar, dags. 15. september 2015, uppfærð 28. og 30. október 2015, skýrsla um íbúaþátttöku og samráð, dags. 31. október 2023, og byggðakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur fyrir borgarhluta 3, Hlíðar, skýrsla 223 frá árinu 2023. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
  Samþykkt að auglýsa tillögu að hverfisskipulagi Hlíða, hverfi 3.1 Háteigshverfi, skv. 43. gr. sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Vísað til borgarráðs.

  Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

  Hér er verið að samþykkja að auglýsa nýtt hverfisskipulag fyrir Hlíðar. Áður er búið að samþykkja hverfisskipulag fyrir Árbæ og Breiðholt. Stefnt er að ljúka við gerð hverfisskipulags fyrir öll hverfi borgarinnar. Hverfisskipulagsverkefnið snýst um að auka gagnsæi og samræmi skipulagsheimilda þannig að fólk geti gert breytingar á eigin húsnæði án þess að fara í gegnum tímafrekan feril. Settar eru fram skýrar heimildir um viðbyggingar, þakhækkanir og kvisti sem dæmi, einnig eru heimilaðar lyftur við fjölbýlishús og aukahæðir. Lögð er til hverfisvernd á Klambratúni og nýtt lausagöngusvæði fyrir hunda. Grænt almenningsrými, svokallað Holtatorg, er hluti af tillögunum sem er fagnaðarefni. Hverfisskipulagið er unnið eftir vel skilgreindum lýðræðislegum ferlum í nánu samtali við íbúa.

  Ævar Harðarson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. SN150530
   

  Fylgigögn

 3. Lögð fram tillaga að hverfisskipulagi Hlíða, hverfi 3.2 Hlíðarhverfi, dags. 31. október 2023, ásamt almennri greinargerð og stefnu, dags. 31. október 2023, og skipulagsskilmálum, dags. 31. október 2023. Einnig er lögð fram verklýsing hverfisskipulagsgerðar, dags. 15. september 2015, uppfærð 28. og 30. október 2015, skýrsla um íbúaþátttöku og samráð, dags. 31. október 2023, og byggðakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur fyrir borgarhluta 3, Hlíðar, skýrsla 223 frá árinu 2023. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
  Samþykkt að auglýsa tillögu að hverfisskipulagi Hlíða, hverfi 3.2 Hlíðarhverfi, skv. 43. gr. sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Vísað til borgarráðs.

  Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

  Hér er verið að samþykkja að auglýsa nýtt hverfisskipulag fyrir Hlíðar. Áður er búið að samþykkja hverfisskipulag fyrir Árbæ og Breiðholt. Stefnt er að ljúka við gerð hverfisskipulags fyrir öll hverfi borgarinnar. Hverfisskipulagsverkefnið snýst um að auka gagnsæi og samræmi skipulagsheimilda þannig að fólk geti gert breytingar á eigin húsnæði án þess að fara í gegnum tímafrekan feril. Settar eru fram skýrar heimildir um viðbyggingar, þakhækkanir og kvisti sem dæmi, einnig eru heimilaðar lyftur við fjölbýlishús og aukahæðir. Lögð er til hverfisvernd á Klambratúni og nýtt lausagöngusvæði fyrir hunda. Grænt almenningsrými, svokallað Holtatorg, er hluti af tillögunum sem er fagnaðarefni. Hverfisskipulagið er unnið eftir vel skilgreindum lýðræðislegum ferlum í nánu samtali við íbúa.

  Ævar Harðarson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. SN150531
   

  Fylgigögn

 4. Lögð fram tillaga að hverfisskipulagi Hlíða, hverfi 3.3 Öskjuhlíðarhverfi, dags. 31. október 2023, ásamt almennri greinargerð og stefnu, dags. 31. október 2023, og skipulagsskilmálum, dags. 31. október 2023. Einnig er lögð fram verklýsing hverfisskipulagsgerðar, dags. 15. september 2015, uppfærð 28. og 30. október 2015, skýrsla um íbúaþátttöku og samráð, dags. 31. október 2023, og byggðakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur fyrir borgarhluta 3, Hlíðar, skýrsla 223 frá árinu 2023. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
  Samþykkt að auglýsa tillögu að hverfisskipulagi Hlíða, hverfi 3.3 Öskjuhlíðarhverfi, skv. 43. gr. sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Vísað til borgarráðs.

  Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

  Hér er verið að samþykkja að auglýsa nýtt hverfisskipulag fyrir Hlíðar. Áður er búið að samþykkja hverfisskipulag fyrir Árbæ og Breiðholt. Stefnt er að ljúka við gerð hverfisskipulags fyrir öll hverfi borgarinnar. Hverfisskipulagsverkefnið snýst um að auka gagnsæi og samræmi skipulagsheimilda þannig að fólk geti gert breytingar á eigin húsnæði án þess að fara í gegnum tímafrekan feril. Settar eru fram skýrar heimildir um viðbyggingar, þakhækkanir og kvisti sem dæmi, einnig eru heimilaðar lyftur við fjölbýlishús og aukahæðir. Lögð er til hverfisvernd á Klambratúni og nýtt lausagöngusvæði fyrir hunda. Grænt almenningsrými, svokallað Holtatorg, er hluti af tillögunum sem er fagnaðarefni. Hverfisskipulagið er unnið eftir vel skilgreindum lýðræðislegum ferlum í nánu samtali við íbúa.

  Ævar Harðarson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. SN150532

  -    Kl. 10:07 víkur Kolbrún Baldursdóttir af fundi.
  -    Kl. 10:07 tekur Helga Þórðardóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.
   

  Fylgigögn

 5. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, dags. 24. október 2023. USK22120096

  Fylgigögn

 6. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar samgöngustjóra, dags. 26. október 2023, ásamt fylgigögnum. USK23040133

  Fylgigögn

 7. Fram fer kynning umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða um gróðursetningu stærri trjáa í borgarlandi. USK23100329

  Umhverfis- og skipulagsráð ásamt áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi bókun:

  Vilji er til að planta stærri trjám í borgarlandinu og á nýjum uppbyggingarsvæðum enda setur það góðan brag á hverfin og hefur margvísleg jákvæð áhrif á lýðheilsu og upplifun. Nauðsynlegt er að þróa hagkvæmar og skilvirkar leiðir fyrir slíka trjáplöntun. Mikilvægt er að gera ráð fyrir nægu pláss fyrir tré í skipulagi og skapa rótarvænt burðarlag. Trén eiga ekki að vera afgangsstærð.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Stór tré þurfa mikið pláss og þess vegna þarf að planta þeim á stórum opnum svæðum. Í borginni eru víða opin svæði svo sem meðfram vegum sem sjálfsagt er að setja stór tré. Mikill kostur er ef hægt er að setja stór tré þar sem fólk er ekki. Til dæmis setja stór tré á eyjur milli akreina þar sem þau draga úr mengun og svifryki en hindra ekki aðra umferð. Stór tré eru líka góð til að mynda skjólbelti, til að hindra skafrenning, t.d. meðfram þeim vegum sem eru útsettir fyrir skafrenningi. Slík skjólbelti væru þá í hæfilegri fjarlægð frá vegi þannig að bundinn snjór vær ekki á veginn. Sums staðar hefur verið plantað of mikið. Það er t.d. of mikið af trjám í Elliðaárdal sem dæmi. í kynningunni vekur athygli að sígræn tré eru ekki nefnd og virðast ekki koma til álita en slík tré mynda skjól allt árið en ekki bara á sumrin. En þar með er ekki sagt að falleg lauftré séu ekki til prýði í borginni.

  Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
   

 8. Lagt fram bréf borgarráðs, dags. 5. september 2023 um skýrslu starfshóp um haftengda upplifun og útivist í Reykjavík og næstu skref, þar sem fram kemur að skýrslan og meðfylgjandi minnisblað verði sent til umfjöllunar umhverfis- og skipulagsráðs, sem taki tillögur að aðgerðum á þeim ellefu svæðum sem starfshópurinn fjallar um til umfjöllunar, meti hugmyndirnar og forgangsraði þeim með áherslu á aðgerðir sem nái til margra með sem lægstum tilkostnaði. Þá er lagt til að aðgerðaráætlun verði vísað til undirbúnings fjárfestingaráætlunar fyrir árið 2024 og til næstu tíu ára og gerðar fjárhagsáætlunar á viðkomandi sviðum.
  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu stjórnsýslu og gæða, í samráði við menningar- og íþróttasvið. USK22090017

  Fylgigögn

 9. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 20. október 2023 ásamt kæru nr. 123/2023, dags. 20. október 2023, þar sem kærð er ákvörðun Reykjavíkurborgar dags. 20. september 2023, um að staðfesta umsögn skipulagsfulltrúa frá 3. ágúst 2023 sem fól í sér að kæranda var synja um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki ll í íbúð nr. 206 í fjöleignarhúsinu að Mýrargötu 26 í Reykjavík. USK23100271

  Fylgigögn

 10. Lagt fram afgreiðslubréf, dags. 19. október 2023, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Stekkjarbrekkna – Hallsvegar vegna lóðarinnar nr. 14 við Lambhagaveg. USK23070113

  Fylgigögn

 11. Lagt fram afgreiðslubréf, dags. 19. október 2023, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndareits vegna lóðarinnar nr. 5 við Egilsgötu. USK23080131

  Fylgigögn

 12. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Vinstri grænna um að fjarlægja bílastæði ofanjarðar, sbr. 20. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 24. maí 2023. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 19. október 2023.
  Frestað. USK23050264

 13. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um viðgerð á tröppum við Seljaskóla, sbr. 29. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 11. október 2023.
  Vísað til umsagnar, umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK23100148

 14. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úrbætur á gangbraut við Úlfarsbraut, sbr. 31. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 11. október 2023.
  Vísað til umsagnar, umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK23100150

 15. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Vinstri grænna um að skoða nafnabreytingu á Hátúni, sbr. 16. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 13. september 2023.
  Frestað. USK23090131

 16. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Viðreisnar um fyrirspurnir íbúa um breytingar á bílskúrum, sbr. 26. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 1. febrúar 2023.
  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa. USK23020020

 17. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um fjölda strætóbiðstöðva og eignarhald, sbr. 30. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 25. október 2023.
  Vísað til umsagnar, umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK23100293

 18. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um bílastæði við stúdentagarða í Grafarholti, sbr. 29. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 25. október 2023.
  Vísað til umsagnar, umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK23100292

 19. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um framgang hreinsunar- og öryggismála í Úlfarsárdal, sbr. 14. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 26. apríl 2023.
  Vísað til umsagnar Sorpu bs. USK23040216

 20. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um lagfæringar á strætóstöðvum, sbr. 34. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 4. október 2023.
  Vísað til umsagnar, umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK23100055

 21. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um fyrirspurnir frá íbúaráði Háaleitis- og Bústaðarhverfis, sbr. 36. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 4. október 2023.
  Vísað til umsagnar Íbúaráðs Háaleitis- og bústaðahverfis. USK23100064

 22. Fram fer kynning á áfangastöðum sem heimsóttir verða á fræðsludegi umhverfis- og skipulagsráðs sem fer fram þann 8. nóvember nk. USK23100185

  Edda Ívarsdóttir deildarstjóri og Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
   

 23. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

  Lagt er til að gerðar verði úrbætur á tveimur hringtorgum við Víkurveg, sem framkvæmdir hafa staðið við að undanförnu. Breikka þarf hringtorgin þar sem þau eru of þröng fyrir strætisvagna og aðrar stórar bifreiðar. Þá er æskilegt að í a.m.k. öðru hringtorginu verði útbúin hægri-beygjuakrein fyrir umferð af Víkurvegi að Egilshöll.

  Frestað. USK23110011
   

 24. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

  Lagt er til að ráðist verði í lagfæringu og endurnýjun göngustígs austan megin við Vesturberg, framan við fjölbýlishúsin nr. 2 – 148. Umrædd gönguleið, sem er fjölfarin, er víða ójöfn og óslétt. Sums staðar á stígnum hafa myndast bungur og skorur, sem leiðir m.a. til þess að þar myndast stórir pollar og eftir aðstæðum svell í blautviðri.

  Frestað. USK23110013
   

 25. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

  Lagt er til að skoðaðir verði möguleikar á að tengja Göngugötuna í Mjódd og skiptistöð Strætó með sérstakri byggingu og að þar verði komið á fót mathöll í samstarfi við einkaaðila. Unnið verði að málinu í góðu samstarfi við Strætó bs. sem og aðra rekstraraðila og fasteignaeigendur í Mjóddinni. Markmið verkefnisins verði að efla Mjóddina sem verslunar- og þjónustumiðstöð og bæta þjónustu við strætisvagnafarþega.

  Frestað. USK23110012
   

 26. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

  Lagt er til að úrbætur verði gerðar sem fyrst á nýjum göngu- og hjólastíg við Álfabakka. Áberandi varúðarmerkingar verði settar upp þar sem stígurinn mætir bifreiðastæði Garðheima, sem geri ökumönnum á leið að og frá stæðinu ljóst, að þeir séu að þvera göngu- og hjólastíg. Jafnframt er lagt til að vegrið verði sett upp í öryggisskyni þar sem kröpp afrein af Reykjanesbraut inn á Álfabakka, liggur að umræddum stíg.

  Frestað. USK23110014
   

 27. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

  Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að lokun bensínstöðvarnar í Stóragerði verði frestað. Það hafa komið að máli við Flokk fólksins nokkrir aðilar sem hafa af því miklar áhyggjur að bensínstöðinni í Stóragerði loki. Í hverfinu búa margir aldraðir og fatlaðir sem vilja halda stöðinni vegna þess að þeir treysta á aðstoð og þjónustu sem þar er í boði.  Einnig eru þarna stórir vinnustaðir og verslanir  allt í kring sem nota þessa þjónustu.

  Frestað. USK23110006
   

 28. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

  Flokkur fólksins leggur til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að sviðið fari í sérstaka úttekt á hvernig gengið hefur að þróa og byggja hverfið í Úlfarsárdal og skili samantekt af úttektinni í stuttri skýrslu sem lögð verði fyrir umhverfis- og skipulagsráð. Einnig myndi skýrslan vera aðgengileg íbúum í Úlfarsárdal og öðrum þeim sem sýna hverfinu áhuga. Þetta er lagt til vegna kvartana sem borist hafa reglulega undanfarin ár. Kvartanir ná yfir breytt svið. Kvartað er yfir því hversu illa gengur að ljúka  uppbyggingu hverfisins. Upplýsingar hafa borist um að lóðarhafar láti lóðir standa auðar árum saman  og eru þær fullar af t.d. byggingarúrgangi. Einnig er talað um að lóðir hafa farið á ,,vergang í bönkum” eins og það er orðað frá einum íbúa hverfisins. Hverfið telst varla nýtt lengur og talið er að yfir 30 lóðir séu óbyggðar eða ólokið. Gert var ráð fyrir 15.000 íbúum í hverfinu og fullri sjálfbærni. Langt er í land að svo megi verða. Enn er ekki komin matvöruverslun í hverfið og til stóð að hverfið ætti að vera blanda af íbúðar- og atvinnuhúsnæði sem heldur ekki bólar á.

  Frestað. USK23110007
   

 29. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:

  Hversu oft eru grenndargámar á vegum SORPU tæmdir í mánuði? Hvað eru þeir margir í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu? Einnig er óskað er eftir nákvæmri útlistun á því hvaða þjónustu fyrirtækin Terra hf., Kubb ehf. og Íslenska gámafélagið ehf. sinna fyrir SORPU, og í hverju þau felast. Hversu margt starfsfólk sinnir þeim verkum sem um er að ræða? USK23110004
   

 30. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:

  Hver er fjöldi ruslastampa/ruslatunna á landi borgarinnar? Óskað er eftir sundurliðun eftir hverfum. Hversu oft eru ruslastampar tæmdir að jafnaði? Er talin þörf á að fjölga þeim umfram það sem nú er? USK23110010
   

 31. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

  Óskað er upplýsinga hver sé ástæða þess að farið var í breytingar á gatnamótum við Egilshöll í Grafarvogi? Unnið hefur verið að breytingum við þessi gatnamót og þeim breytt úr ljósastýrðum gatnamótum í hringtorg. Byrjað var á framkvæmdum í júní og þær standa enn yfir með tímabundnum lokunum. Hver er ástæðan þess að farið var í þessar breytingar og hverju átti að ná fram. Hvað kosta þessar framkvæmdir. Mikið hefur verið fjallað um þetta í Grafarvoginum og er það mat fjölmargra að ekkert gagn sé af þessum framkvæmdum og helst ógagn í þröngum götum og beygjum t.d. fyrir strætisvagna og snjóruðningstæki. USK23110008
   

 32. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

  Á sjötta hundrað strætóbiðstöðva þarfnast endurbóta. Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvenær áætlað er að endurbætur á þeim öllum verði lokið? Samkvæmt nýju leiðaneti á að leggja niður 126  biðstöðvar. Það er hins vegar ekki að gerast á næstunni og jafnvel ekki næstu árin. Það má vera að væntingar séu um að stutt sé í Borgarlínuna, en svo er ekki. Það er því  ljóst að endurbæta þarf þessar 126 stöðvar á einum eða öðrum tímapunkti. Um það bil 156 biðstöðvar þurfa að aðgengisbætandi aðgerðir samkvæmt nýlegri kynningu um þennan málaflokk. Það virðist sem að 15-20 biðstöðvar séu endurgerðar á ári, sem er ekki mikið þegar heildarfjöldi er 546. Á þessu tempói mun það taka yfir 30 ár að ljúka endurbótum á öllum þessum biðstöðvum. Þarf ekki að ganga röskar til verks hér? Setja þessar framkvæmdir í meiri forgang? Strætó eru okkar einu almenningssamgöngur. USK23110009

  -    Kl. 11:14 víkur Unnur Þöll Benediktsdóttir af fundi.
   

Fundi slitið kl. 11:24

Dóra Björt Guðjónsdóttir Friðjón R. Friðjónsson

Hjálmar Sveinsson Hildur Björnsdóttir

Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Kjartan Magnússon

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 1. nóvember 2023