Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 285

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2023, miðvikudaginn 18. október, kl. 9:08 var haldinn 285. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Hildur Björnsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon og áheyrnarfulltrúinn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Líf Magneudóttir og áheyrnarfulltrúinn Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Björn Axelsson, Brynjar Þór Jónasson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, Inga Rún Sigurðardóttir og Dagný Alma Jónasdóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram í trúnaðarbók drög að gjaldskrám fyrir umhverfis- og skipulagssvið árið 2024, drög að greinargerð umhverfis- og skipulagssviðs með fjárhagsáætlun 2024 og drög að rekstraryfirliti aðal- og eignasjóðs fyrir árið 2024.

    -    Kl. 09:12 tekur Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.
    -    Kl. 09:53 tekur Jóhanna Dýrunn sæti á fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði.

    Hreinn Ólafsson, fjármálastjóri, Kristján Ólafur Smith, deildarstjóri, Kristín Anna Þorgeirsdóttir, fjármálasérfræðingur og Ámundi V. Brynjólfsson, Eva Kristinsdóttir, Hjalti Jóhannes Guðmundsson og Halldóra Traustadóttir, skrifstofustjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK23060105

  2. Lögð fram drög að dagskrá fyrir fræðsludag umhverfis- og skipulagsráðs, sem fer fram 8. nóvember 2023. USK23100185

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á drögum að tillögu að aðalskipulagsbreytingu - rammahluti Borgarlínu og drög að umhverfismati.

    Haraldur Sigurðsson, deildarstjóri, Ólöf Kristjánsdóttir frá Vegagerðinni, Rúnar D. Bjarnason frá Mannvit og Stefán Gunnar Thors frá VSÓ-ráðgjöf taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK23100175

  4. Kosning í götunafnanefnd.
    Frestað. USK23090183

  5. Fram fer kynning á vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar fyrir veturinn 2023 - 2024.

    -    Kl. 11:10 víkur Kjartan Magnússon af fundi.
    -    Kl. 11:26 tekur Helgi Áss Grétarsson sæti á fundinum.

    Björn Ingvarsson, Hjalti Jóhannes Guðmundsson og Karl Eðvaldsson, deildarstjórar og Halldóra Traustadóttir, skrifstofustjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK23100191

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt áherslu á að snjóhreinsun í húsagötum verði stórbætt og að ekki sé rutt upp á gangstéttir, göngustíga eða fyrir innkeyrslur/innganga híbýla. Ljóst er að aukin og betri vetrarþjónusta hefur í för með sér aukinn kostnað. Búið er að kostnaðarmeta tillögur stýrihóps um vetrarþjónustu. Einn hæsti kostnaðarliðurinn, 50 milljónir er „eftirlit með vetrarþjónustu“ sem lagt er til að verði stórefld. Ráða á starfsmenn í eftirlit með vetrarþjónustu til að tryggja framkvæmd hennar, fylgjast með verklagi og framgangi og tryggja að hún skili fullnægjandi þjónustu. Kostnaður við þennan þátt er vissulega hár en vera kann að svo mikið eftirlit sé ekki nauðsynlegt til frambúðar. Þess er vænst að eftir ákveðinn reynslutíma á framkvæmd tillagna vetrarþjónustuhóps megi draga verulega úr eftirliti enda á  ekki að þurfa að vera eitthvað sérstakt “eftirlit” með þeim sem er treyst fyrir að hreins og moka snjó í Reykjavíkurborg. Klárt er að þessi mál verða að vera í lagi.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa, dags. 12. október 2023 USK23010150

    Fylgigögn

  7. Lögð fram umsókn Sveins Ragnarssonar, dags. 24. maí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals, athafnasvæðis hestamanna, vegna lóðarinnar nr. 12 við Faxaból. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að gera skýli yfir hluta af gerði við hesthús, samkvæmt uppdr. Landslags dags. 23. maí 2023. Einnig er lagt fram samþykki nágranna, ódags og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. október 2023. Lagt er til að tillögunni verði synjað.
    Leiðrétt bókun frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs 11. október 2023.
    Leiðrétt bókun er: Synjað.
    Vísað til borgarráðs.

    Fylgigögn

  8. Fram fer kynning á lokatillögu Hverfisskipulags fyrir borgarhluta 3, Hlíðar.

    Ævar Harðarson, deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23100174

  9. Lögð fram umsókn Icecard ehf., dags. 11. apríl 2023, um breytingu á hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.3 Efra Breiðholt, vegna lóðarinnar nr. 5 við Hraunberg. Í breytingunni sem lögð er til felst að skipta lóðinni upp í tvær jafn stórar lóðir og gera bílageymslu/vinnustofu að einbýlishúsi. Auk þess verða viðbyggingarmöguleikar 40 fm fyrir hvora lóð og bílastæði tvö á hvorri lóð, samkvæmt uppdr. Studio F - arkitekta, dags. 3. október 2023. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
    Samþykkt að auglýsa breytingu á hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.3 Efra Breiðholt, skv. 43. gr. sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráð.

    Ævar Harðarson, deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23040056

    Fylgigögn

  10. Lögð fram forsendugreining skipulagsfulltrúa, dags. 15. október 2023, fyrir skipulag bensínafgreiðslulóða, en tilgangur greiningarinnar er að setja fram skipulagsviðmið fyrir þróun og uppbyggingu bensínafgreiðslulóða.
    Frestað.

    -    Kl. 12:34 víkur Líf Magneudóttir af fundi. USK23010222

  11. Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. maí 2023 þar sem sótt er um leyfi til að setja niður djúpgámasett með sex gámum, þar af fimm 5,0 rúmm. og einn 3,0 rúmm. fyrir endurvinnslu á pappa, málmi og plasti, staðsett norðan við Kjarvalsstaði á lóð nr. 24 við Flókagötu. Erindi var grenndarkynnt frá 4. júní til og með 1. ágúst 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Kristín Sigurðardóttir (tveir póstar), dags. 3. júlí 2023, Gísli Gíslason, dags. 31. júlí 2023, Gísli Gíslason f.h. húsfélags Flókagötu 21, dags. 14. júlí 2023 og Jón Hálfdanarson, dags. 1. ágúst 2023. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. október 2023. Lagt er til að umsóknin verði samþykkt.
    Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. október, með vísan til a. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

    -    Kl. 12:38 víkur Hildur Björnsdóttir af fundi. USK23030234

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Það er að mörgu að hyggja þegar finna þarf lóð fyrir grenndargáma. Það hlýtur að vera mikilvægt í því sambandi að huga að foki á pappír og drasli sem mun þá dreifa sér á nærliggjandi lóðir ef gámarnir eru ekki nægjanlega hentugir. Það þarf að vera auðvelt að henda í þá og auðvelt að losa þá að sama skapi. Umgengni hefur því miður ekki verið nógu góð við sumar grenndarstöðvar borgarinnar. Af gögnum að dæma er viðvarandi ástand sé um að ræða við þessa tilteknu grenndargáma. Hverju þarf að breyta og hvað þarf að koma til, til að halda góðri umhirðu við gáma svo sómi sé að? Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að settar hafa verið upp eftirlitsmyndavélar til þess að fylgjast með mögulegum eignaspjöllum og umgengni á svæðinu. Enda þótt eftirlitsmyndavélar leysi ekki allan vanda eru þær hjálpleg tæki til að koma í veg fyrir eignaspjöll því þær hafa fælingarmátt.

    Fylgigögn

  12. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, dags. 10. október 2023. USK22120096

    Fylgigögn

  13. Lögð fram að nýju tillaga íbúaráðs Háaleitis og Bústaða um örugga tengingu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur yfir Suðurlandsbraut, sbr. 16. dagskrárliður fundar umhverfis- og skipulagsráðs þann 31. maí 2023. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 4. október 2023.
    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar í vinnu um umferðaröryggisáætlun.

    -    Kl. 12:40 tekur Sandra Hlíf Ocares sæti á fundinum með rafrænum hætti.

    Bjarney Kristín Ólafsdóttir frá íbúaráði Háaleitis- og Bústaðahverfis tekur sæti fá fundinum undir þessu lið sem og Birkir Ingibjartsson og Guðrún Elísabet Ómarsdóttir frá íbúaráðinu og Heimir Snær Guðmundsson, sérfræðingur sem taka sæti á fundinum með rafrænum hætti. MSS23050086

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hér leggur íbúaráðið til að gerð verði örugg tenging fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur yfir Suðurlandsbraut frá Háaleitishverfinu. Í svari segir að það standi ekki til fyrr en framkvæmdir vegna borgarlínu hefjist. Samskonar svar birtist æ oftar hjá skipulagsyfirvöldum. Allt er beinlínis sett á bið eða á ekki að gera fyrr en framkvæmdir vegna borgarlínu hefjist. Fulltrúi Flokks fólksins fyllist óöryggi við svona svar því það er augljóst að það er langt í land að borgarlína komist til framkvæmda alla vega eftir því sem fram kom hjá fyrrverandi fjármálaráðherra. Hans orð voru að ekki væri til fjármagn. Það mat Flokks fólksins að ekki er hægt að setja mikilvæga hluti á langa bið sérstaklega þegar um er að ræða öryggismál.

    Fylgigögn

  14. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um göngu- og hjólastíg í Engjahverfi, sbr. 27. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 11. október 2023.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK23100146

  15. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að vinstribeygjuakreinum af Kleppsmýrarvegi inn á Sæbraut til suðurs, verði fjölgað í tvær á nýjan leik. Jafnframt verði öryggi gangandi vegfarenda, á leið yfir Sæbraut, aukið, t.d. með hnappastýrðu og/eða snjallstýrðu gangbrautarljósi. Slæmt ástand ríkir nú á gatnamótunum þar sem þau anna engan veginn mikilli umferð frá atvinnuhverfinu sunnan Sæbrautar né ört vaxandi íbúabyggð þar.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK23100173

  16. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um bílastæði fyrir hreyfihamlaða í Reykjavík, sbr. 32. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 11. október 2023.
    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu stjórnsýslu og gæða. USK23100145

    Fylgigögn

  17. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um betrumbætur á skiltum við göngugötur, sbr. 33. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 11. október 2023.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK23100143

    Fylgigögn

  18. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um borgarlínu, sbr. 32. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 4. október 2023.
    Frestað. USK23100051

  19. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um gangstéttir, sbr. 35. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 4. október 2023.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK23100052

  20. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að skipulagður verði hentugur staður innan borgarmarkanna fyrir tímabundið geymslusvæði (millitipp) fyrir jarðefni, sem fellur til vegna byggingarframkvæmda og er ætlað til frekari notkunar og endurnýtingar. Þess verði gætt að svæðið verði í hæfilegri fjarlægð frá íbúabyggð.

    Frestað. USK23100224

  21. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að ráðist verði í viðhaldsátak við hlaðnar gangbrautir og hraðahindranir í Reykjavík. Slíkt viðhald hefur verið vanrækt þannig að mjög víða um borgina hafa hleðslusteinar losnað frá og brotnað upp úr gangstéttum og hraðahindrunum. Þetta hefur þær afleiðingar að á fjölmörgum gangbrautum hafa myndast holur og ójöfnur. Slíkt hefur óþægindi og hættur í för með sér, ekki síst fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Óskynsamlegt er að láta slíkt viðhald reka á reiðanum þar sem lausir hleðslusteinar eru fljótir að smita út frá sér og valda þannig enn meiri skemmdum og óþægindum fyrir vegfarendur.

    Frestað. USK23100225

  22. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Til stendur að stórbæta vetrarþjónustuna með áherslu á m.a. snjóhreinsun í húsagötum. Þessu ber að fagna. Einnig ber að stórauka eftirlit með að vinnan verði unnin vel og með viðeigandi hætti. Í ljósi þessa mun kostnaður, eðli málsins samkvæmt stóraukast. Einn hæsti kostnaðarliðurinn, 50 milljónir er „eftirlit með vetrarþjónustu“ sem lagt er til að verði stórefld. Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsingar um hvað reiknað er með að eftirlitið standi í marga vetur? Er kannski ekki reiknað með að eftirlitið verði aðeins mjög tímabundið svona á meðan verið er að ná nýjum skilvirkari takti eftir að nýjar tillögur stýrihóps um vetrarþjónustu voru samþykktar? USK23100226

  23. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Nú er orðið ljóst að loftlagsmálin eru þegar farin að hafa umtalsverð áhrif á náttúru og breyta lífsskilyrðum fólks. Loftslagsvandinn mun hafa áhrif á verðlag, fjármálastöðugleika og öryggi fólks. Flokkur fólksins óskar upplýsinga um hvernig standa á að mótvægisaðgerðum eða öðru inngripi til að spyrna fótum við alvarlegum afleiðingum loftlagsvandans. Þótt ríkisvaldið sé sannarlega fyrirferðarmest í þessum málum skiptir máli að sveitarfélög séu upplýst og upplýsi íbúa sína eftir atvikum og að fjármunum sé forgangsraða samhliða eftir því sem þörf og nauðsyn kallar. Fólk verður auðvitað að hafa sem bestar upplýsingar um hvað stjórnmálamenn eru að gera og af hverju þau eru að gera það þegar kemur að þessum alvarlegu málum. USK23100228

Fundi slitið kl. 13:10

Dóra Björt Guðjónsdóttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Hjálmar Sveinsson Helgi Áss Grétarsson

Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Sandra Hlíf Ocares

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 18. október 2023