Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 282

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2023, miðvikudaginn 20. september, kl. 9:08 var haldinn 282. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir, Líf Magneudóttir, Unnur Þöll Benediktsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir. Eftirtalinn fulltrúi tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Trausti Breiðfjörð Magnússon. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Borghildur Sölvey Sturludóttir, Bjarni Rúnar Ingvarsson, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, Sigurjóna Guðnadóttir og Hólmfríður Frostadóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn taka sæti á fundinum með rafrænum hætti: Inga Rún Sigurðardóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.

Þetta gerðist:
 

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram umsókn Yrki arkitekta, dags. 13. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Laugavegar, Bolholts og Skipholts vegna lóðarinnar nr. 176 við Laugaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á byggingarreit lóðarinnar, breyting á skilmálum um niðurrif og færslu á byggingarreit bílageymslu út að lóðarmörkum, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Yrki arkitekta, dags. 13. mars 2023. Einnig er lagt fram minnisblað VSÓ Ráðgjafar, dags. 18. ágúst 2023, vegna Kolefnisútreikninga. Jafnframt er lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa, dags. 24. ágúst 2023. Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til borgarráðs.
    Leiðrétt bókun frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs 30. ágúst 2022.
    Leiðrétt bókun er:
    Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs. USK23030175

    Fylgigögn

  2. Lögð fram fundargerð afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa, dags. 14. september 2023. USK23010150

    Fylgigögn

  3. Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Guðjóns Magnússonar arkitekts, dags. 3. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hesthúsabyggðar á Hólmsheiði vegna lóðarinnar nr. 9 við Almannadal. Í breytingunni sem lögð er til felst hækkun á mæni hússins og að gluggar og svalir snúi í suðurátt, samkvæmt uppdr. Guðjóns Magnússonar arkitekts, dags. 8. mars 2023. Tillagan var grenndarkynnt frá 31. maí 2023 til og með 28. júní 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Bjarni Jónsson, Lilja Svavarsdóttir, Hannes Einarsson, Svanur Guðmundsson, Ragnar Hilmarsson og Guðrún Jóna Thorarensen, dags. 3. maí 2023, Edda Björk Karlsdóttir, dags. 17. júní 2023, Þorgeirs Benediktssonar formanns Almannadalsfélagsins f.h. húseigenda í Almannadal, dags. 21. júní 2023, Bjarni Jónsson f.h. húseigenda í Almannadal, dags. 27. júní 2023 og stjórn hestamannafélagsins Fáks, dags. 27. júní 2023. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. september 2023. Lagt er til að tillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem koma fram í umsögninni.
    Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. september 2023. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
    Vísað til borgarráðs.

    Þórður Már Sigfússon verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23020066
     

    Fylgigögn

  4. Lögð fram umsókn Indro Indriða Candi, dags. 31. ágúst 2023, ásamt bréfi VA arkitekta, dags. 31. ágúst 2023, um breytingu á deiliskipulagi Skútuvogs austur, vegna lóðarinnar nr. 5, 7 og 9 við Skútuvog. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun á byggingarreit til suðurs, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. VA arkitekta, dags. 31. ágúst 2023. Lagt er til að tillagan verði samþykkt án grenndarkynningar og auglýsingar þar sem hún varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og/eða sveitarfélagsins.
    Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.

    Sigríður Maack verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23090003
     

    Fylgigögn

  5. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, dags. 12. september 2023. USK22120096

    Fylgigögn

  6. Lagt fram málskot LEX lögmannsstofu, dags. 4. september 2023, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 3. ágúst 2023 um rekstur gististaðar í flokki II í húsinu á lóð nr. 26 við Mýrargötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. ágúst 2023.
    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. ágúst 2023, staðfest. USK23090060

    Fylgigögn

  7. Lagðar fram fundargerðir Sorpu bs. nr. 483 og 484, ásamt fylgigögnum. USK23010167

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fundargerð 27. júní liður 1. Stefnumótun SORPU Fulltrúi Flokks fólksins veltir því upp í þessari bókun hvort eina leiðin til að vinna stefnumótunarvinnu sé að kaupa þjónustu frá ráðgjafafyrirtæki en aðkeypt þjónusta af slíkum toga útheimtir mikinn kostnað.
     

    Fylgigögn

  8. Fram fer kynning á niðurstöðum loftslagsuppgjörs.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Þakkað er fyrir kynningu á loftslagsuppgjöri loftslagsbókhalds Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022. Þar kemur fram að Gas-og jarðgerðarstöð Sorpu á Álfsnesi hefur nú þegar, eftir sitt annað rekstrarár, skilað sér í um 27% minnkun losunar vegna alls úrgangs og um 39% minnkun vegna urðunar úrgangs. Enn sem áður á stærsti hluti útblásturs í loftslagsbókhaldi Reykjavíkurborgar rætur sínar að rekja til samgangna.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Útlosun koltvísýrings í Reykjavík hefur dregist saman um 3,9% frá árinu 2019. Stærsta hluta samdráttarins má rekja til fólksbifreiða, þar sem bílafloti landsins er að ganga í gegnum rafvæðingu. Á sama tíma eykst losun mikið vegna skipaumferðar, vörubifreiða og orkunotkunar. Kröfur um minni útlosun hafa að mestu leyti verið lagðar á herðar almennings, en mikilvægt er að fyrirtækin dragi einnig úr útlosun og fylgi sömu leikreglum og aðrir.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Lagt er fram minnisblað/skýrsla Eflu um loftslagsbókhald Reykjavíkur. Ekki kemur fram kostnaður við skýrsluna og ekki er sýnt fram á af hverju þessari vinnu þurfti að útvista. Skýrslan eða minnisblaðið er samantekt á ýmsum mælingum. Nákvæmni niðurstaðna ræðst af mæligögnum og svo virðist sem þau séu brotakennd enda tengjast þau skiptingu milli svæða, hvað er gert innan einstakra sveitarfélagamarka.

    Hrönn Hrafnsdóttir deildarstjóri og Stefán Þór Kristinsson frá Eflu taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK2309014

  9. Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 10. júní 2023 þar sem óskað er eftir umsögn um frumgreiningu á mögulegri legu græna stígsins í græna trefli höfuðborgarsvæðisins, ásamt bréfi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar, dags. 14. júlí 2023, þar sem fram kemur að erindið er sent umhverfis- og skipulagssviðinu til meðferðar.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Þakkað er fyrir kynningu á frumgreiningu Græna stígsins, samfelldum göngu- og hjólastíg sem fylgir samfelldu útivistarsvæði Græna trefilsins þvert á sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavíkurborg mun í skipulagsvinnu í útjaðri borgarinnar taka mið af þeim tillögum sem hafa verið lagðar fram í samræmi við útfærslu svæðisskipulagsnefndar. Mælst er til þess að tekið verði mið af hjólreiðaáætlun Reykjavíkur við frekari hönnun hvað varðar tækifæri til frekari tenginga við hjólastígakerfi Reykjavíkur sem og aðra hjólreiðainnviði sem geta bætt upplifun notenda. Mælst er til þess að hafa stíginn af hæstu mögulegu gæðum með malbikuðum stíg alls staðar þar sem það er mögulegt.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Græni stígurinn tengir saman útivistarsvæðin í Græna treflinum með samfelldum göngu- og hjólastíg. Markmiðið með honum eru að auka útivist, bæta lýðheilsu og bæta samgöngur fyrir gangandi og hjólandi. Frumgreining á mögulegri legu stígsins liggur nú fyrir. Gagn þetta er gagnlegt í komandi umræðu og skipulagsmálum. Ábendingar og kortayfirlit sýna þá kosti sem liggja fyrir. En hvers konar stígur? Það skiptir höfuð máli. Víða í borginni eru stígar sem ekki hafa verið gerðir með besta efniviði og þarfnast þeir mikils viðhalds. Bent er á að ekki má nota malbik á vatnsverndarsvæðum. Huga þarf ekki aðeins að vatnsvernd og náttúruvernd heldur einnig að halda árekstrum við reiðleiðir í lágmarki. Gera þarf malarstíga en þá með hvernig möl? Eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins hefur lesið um þessi mál þá eru malarstígar ekki góður kostur til lengdar. Spurning er hvaða valkostir eru í stöðunni. Ekki þarf að gera eins miklar kröfur til burðar á göngu- og hjólastígum og þar sem ökutæki fara um. Fulltrúi Flokks fólksins vonast til að sérfræðingar borgarinnar í þessum efnum rati á góðar niðurstöður. Græni stígurinn er fyrir alla og má reikna með að hann verði fjölsóttur.

    Þráinn Hauksson frá Landslagi, Hrönn Valdimarsdóttir verkefnastjóri og Þórólfur Jónsson deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK23090070

    Fylgigögn

  10. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar samgöngustjóra, dags. 14. september 2023, ásamt fylgigögnum. USK23040133

    Fylgigögn

  11. Lagðar fram og kynntar niðurstöður ferðavenjukönnunar Gallup, Ferðir íbúa Reykjavíkur október - nóvember 2022.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Þakkað er fyrir kynningu á ferðavenjukönnun 2022. Um er að ræða mikilvæga könnun á ferðamynstri borgarbúa. Einkabíllinn er eftir sem áður vinsælasti ferðamátinn en þeim fækkar sem nota hann. Færri ferðir eru farnar en 2019. Að sama skapi fjölgar fótgangandi vegfarendum. Hlutfall þeirra sem fara með Strætó eða hjóla milli staða stendur hins vegar í stað. Mikilvægt er að styrkja þessa valkosti ferðamátanna. Vísbendingar eru um að fólk sé í meira mæli að losa sig við bíl númer tvö. Áhugavert er að sjá nýja ferðamáta koma inn í könnunina líkt og notkun rafhlaupahjóla. 2% ferða eru farnar á rafhlaupahjóli.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Samkvæmt ferðakönnun haustið 2022 kemur fram að einkabíllinn er yfirgnæfandi mest notaði samgöngumátinn. Það á eftir að vinna mikla vinnu til að aðrir samgöngumátar geti tekið við af einkabílnum. Sem betur fer má ætla að rafbílum sé að fjölga gríðarlega. Til stendur að hækka álagningu á rafbíla en ekkert liggur fyrir um ívilnanir. Engu að síður eru orkuskiptin í fullum gangi og vonandi verður ekki bakslag í þeim efnum. Fjölgun bíla kemur ekki á óvart í ljósi þess að ekki er um aðra alvöru valkosti að ræða. Hjólandi vegfarendum hefur vissulega fjölgað en eru engu að síður aðeins 5%. Ekki allir treysta sér til að hjóla um hávetur í vondu veðri. Ferðum almennt séð hefur fækkað sem rekja má e.t.v. til þess að í Covid kenndi fólki á fjarfundakerfi í stórum stíl og hefur fólk nýtt það síðan. Strætó bs. hefur dregið saman þjónustu sína vegna fjárhagserfiðleika og aðeins 5% notar strætó sem eru einu almenningssamgöngur borgarinnar. Borgarlína verður ekki raunveruleiki í Reykjavík á komandi árum eftir því sem heyrst hefur í máli forsætisráðherra. Það hlýtur þess vegna að þurfa að gera eitthvað róttækt til að hressa upp á einu almenningssamgöngurnar sem til eru hér.

    Ólafur Veigar Hrafnsson frá Gallup tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir samgöngustjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK23090026

  12. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 11. september 2023 ásamt kæru nr. 108/2023, dags. 11. september 2023 þar sem kærð er ákvörðun Reykjavíkurborgar 24. ágúst 2023 um að synja kæranda um að fá að nýta áfram bílastæði á lóð fasteignar hans að Njálsgötu 54. USK23070119

    Fylgigögn

  13. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 7. júlí 2023 ásamt kæru nr. 83/2023, dags. 3. júlí 2023, þar sem kærð er ákvörðun Reykjavíkurborgar um breytingu á deiliskipulagi fyrir Kirkjusand 2. Einnig er lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar, dags. 10. júlí 2023. USK23070034

    Fylgigögn

  14. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 25. ágúst 2023 ásamt kæru nr. 102/2023, dags. 16. ágúst 2023, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa 15. ágúst 2023 um að synja umsókn um byggingarleyfi fyrir tveimur bílastæðum og rafhleðslustöð á lóð nr. 2 við Drápuhlíð. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 7. september 2023. USK23030174

    Fylgigögn

  15. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 10. ágúst 2023 ásamt kæru nr. 95/2023, dags. 8. ágúst 2023 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa hinn 11. júlí 2023 um útgáfu á nýju byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Urðarstíg 4. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkur dags. 16. ágúst 2023 sem og bráðabirgðaúrskurður umhverfis- og auðlindamála dags. 25. ágúst 2023. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um að framkvæmdir við byggingu við suðurgafl hússins við Urðarstíg 4, Reykjavík verði stöðvaðar á meðan málið er til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni. USK23070069

    Fylgigögn

  16. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 11. apríl 2023 ásamt kæru nr. 46/2023, dags. 10. apríl 2023, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 23. febrúar 2023 að samþykkja leyfi til að reisa hitaveitugeymi á lóð nr. 16 við Mjódalsveg. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 18. apríl 2023 sem og úrskurður umhverfis- og auðlindamála dags. 29. júní 2023. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 21. febrúar 2023 um að samþykkja leyfi til að reisa hitaveitugeymi á lóð nr. 16 við Mjódalsveg, Reykjavík. USK23020091

    Fylgigögn

  17. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 10. ágúst 2023 ásamt kæru nr. 96/2023, dags. 8. ágúst 2023, þar sem ,,Kærandi krefst þess að skúrbygging á lóð Urðarstígs 4, Reykjavík, sem var fyrst sýndur á samþykktri teikningu Byggingarnefndar, þann 11. júlí, 2023, verði fjarlægður eða færður þrjá metra frá lóðarmörkum Urðarstígs 6A og 6 (miðað við þakskyggni skúrsins og raunveruleg lóðarmörk lóðanna).“  Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 16. ágúst 2023 sem og úrskurður umhverfis- og auðlindamála dags. 13. september 2023. Úrskurðarorð: Lagt er fyrir byggingarfulltrúann í Reykjavík að svara, án ástæðulauss dráttar, erindi kæranda frá 29. júní 2023. USK23070069

    Fylgigögn

  18. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um snjallljósastýringu umferðarljósa, sbr. 15. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 13. september 2023.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK23090130

  19. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um opnunartíma Mjóddarinnar, sbr. 17. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 13. september 2023.
    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Vísað til umsagnar Eignarskrifstofu Fjármála- og áhættustýringarsvið. USK23090132
     

    Fylgigögn

  20. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um snjallljós við gönguþverun á Miklabraut, sbr. 18. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 13. september 2023.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK23090129

  21. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um forgangsakreinar, sbr. 19. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 13. september 2023.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK23090133

  22. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hvort endurskoða eigi samgöngusáttmálann, borgarlínu og 3ja áfanga Arnarnesvegar, sbr. 26. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 6. september 2023.
    Svar: Verið er að endurskoða samgöngusáttmálann. USK23090042

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins var með fyrirspurn um hvort skipulagsyfirvöld hyggjast fara í grundvallar endurskoðun á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins vegna breyttra fjárhagslegra forsendna. Fyrirspurninni er svarað á fundinum að hluta til og sagt að verið sé að endurskoða samgöngusáttmálann. Því er fagnað og þá má reikna með að skipulagsyfirvöld og meirihlutinn hafi skipt um skoðun frá því í fyrra þar sem því var alfarið hafnað að endurskoða samgöngusáttmálann. Óskað var einnig upplýsinga í þessu samhengi hvort, að við endurskoðun ekki eigi að fá nýtt umhverfismat fyrir 3ja áfanga Arnarnesvegar? Þeirri spurningu er ekki svarað.
     

  23. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um Laugarásveg og öryggismál götunnar, sbr. 25. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 6. september 2023:
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK23090041

  24. Fram fer kynning á stöðu undirbúnings Borgarlínunnar.

    Ólöf Kristjánsdóttir og Ásdís Kristjánsdóttir frá Borgarlínuteymi Vegagerðarinnar og Bryndís Friðriksdóttir frá Vegagerðinni taka sæti á fundinum undir þessum lið. Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir samgöngustjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK22030185
     

  25. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að göngu- og hjólatengingar í austanverðri Öskjuhlíð, við vestanverðan Bústaðaveg, verði bættar og gerðar greiðfærar og tengi þannig saman stíga við Varmahlíð og Flugvallarveg. Jafnframt er lagt til að úrbætur verði gerðar við strætóbiðstöðina Perluna við vestanverðan Bústaðaveg, sem er ein fjölfarnasta biðstöð erlendra ferðamanna í Reykjavík. Tengja þarf biðstöðina við göngustígakerfi Öskjuhlíðar með góðum göngu- og hjólastíg og setja upp skýrar merkingar, sem vísa ókunnugum beina leið upp að sjálfri Perlunni, sem er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Flókin stígamót útivistarstíga taka við þar sem gangstéttina við biðstöðina þrýtur og erfitt fyrir ókunnuga að átta sig á réttri gönguleið upp að Perlunni.

    Frestað. USK23090222
     

  26. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:

    Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur leggur það til við stjórn Strætó að settar verði upp greiðsluvélar í strætisvögnum sem taki við reiðufé. Þær geti tekið við seðlum, klinki og gefið afgang. Farþegar sem ekki eru með nákvæma upphæð á sér geta þannig treyst á að ekki sé ofgreitt fyrir ferðina. Ef vilji hjá fulltrúum annarra sveitarfélaga í stjórn Strætó er ekki til staðar, er lagt til að vagnar sem gangi innan Reykjavíkur setji upp slíkar vélar.

    Greinargerð fylgir tillögu.
    Frestað. USK23090221

    Fylgigögn

  27. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hver var kostnaður Sorpu til Valcon ráðgjafafyrirtækisins við aðstoð við stefnumótunarvinnu? Fram kemur í lið 1 í fundargerð 27.6 að stefnumótunarvinnan hafi verið leidd af ofangreindu ráðgjafafyrirtækinu. Fulltrúi Flokks fólksins spyr vegna áhyggna af kostnaði við mikla aðkeypta ráðgjafarþjónustu Reykjavíkurborgar ekki síst í ljósi fjárhagserfiðleika sem Reykjavíkurborg glímir nú við. Aðkeypt þjónusta við stefnumótunarvinnu kostar iðulega allt að tug milljóna ef ekki meira. USK23090216
     

  28. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Nú er SORPA að fara að opna nýja endurvinnslustöð að Lambhagavegi og er það af hinu góða. Flokkur fólksins spyr, er komin kostnaðaráætlun fyrir þessa nýju stöð? Nú virðist þessi stöð mun veglegri en aðrar stöðvar sem SORPA starfrækir. Hversu miklu munar á því að byggja nýja stöð með þessu nýja lagi samanborið við þær sem eru með eldri hönnun eins og í Breiðhellu? USK23090217
     

  29. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Nú hefur það frést að allmargir á vegum Sorpu hafi farið til Svíþjóðar að heimsækja sambærilega stöð og þá sem byggja á á Lambhagavegi. Hver var heildarkostnaður Sorpu af ferðalagi allra þeirra sem hafa farið erlendis til að skoða þessa stöð, hversu margir fóru og hvernig var valið í þessa ferð? USK23090219
     

Fundi slitið kl. 12:09

Dóra Björt Guðjónsdóttir Hjálmar Sveinsson

Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Kjartan Magnússon

Marta Guðjónsdóttir Líf Magneudóttir

Unnur Þöll Benediktsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 20. september 2023