Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2023, miðvikudaginn 6. september, kl. 9:00 var haldinn 280. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Hjálmar Sveinsson, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Kjartan Magnússon og Líf Magneudóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Hildur Björnsdóttir og áheyrnarfulltrúarnir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir og Trausti Breiðfjörð Magnússon . Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Inga Rún Sigurðardóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
Þetta gerðist:
-
Lagt fram til kynningar, Aðalskipulagsbreyting, Sundabraut, verklýsing. Lögð fram sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sbr. III. kafli laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana), dags. september 2023.
Vísað til borgarráðs.Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja að vísa framlagðri verkefnislýsingu vegna Sundabrautar til borgarráðs. Ánægjulegt er að svo virðist sem undirbúningur við lagningu Sundabrautar sé loks kominn á skrið eftir miklar og óskiljanlegar tafir undanfarin þrjú kjörtímabil. Þar sem um afar mikilvægt skipulagsmál óskum við eftir því að eftirfarandi aðilum verði bætt við á lista yfir formlega umsagnar- og hagaðila; Hjólreiðafélag Reykjavíkur, Hjólreiðafélagið Tindur, Íslenski fjallahjólaklúbburinn, Landssamtök hjólreiðamanna, Félag atvinnubílstjóra hjá Strætó bs., Félag íslenskra bifreiðaeigenda, Bifhjólasamtök lýðveldisins, Bifreiðastjórafélagið Frami, Félag hópferðaleyfishafa, Ungmennaráð Laugardals, Háaleitis og Bústaða, Ungmennaráð Grafarvogs, Ungmennaráð Kjalarness.
Fulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:
Eitt stærsta verkefni Reykjavíkurborgar er að ná niður kolefnissporinu sem stafar af samgöngum m.a. með því að innleiða breyttar ferðavenjur. Í raun ætti ekki að ráðast í milljarða vegaframkvæmd sem hefur umferðaraukandi áhrif á borgarumhverfið fyrr en borgin og ríkið hafa náð markmiðum sínum um kolefnishlutleysi og breyttar ferðavenjur. Í því verkefni er það löngu orðið brýnt að endurskoða umfang núverandi vega til að draga úr heildarumfangi vegakerfisins frekar en að auka við það. Þess vegna er að mörgu að hyggja þegar það kemur að Sundabraut/göngum. Verði hún að veruleika er mikilvægt að tryggja að hún valdi ekki mengun og umferðarhávaða, sé ekki lýti í borgarlandslaginu og skeri ekki í sundur Grafarvog og höfnina og sé beint frá íbúabyggð. Eins ætti framkvæmdin að vera hugsuð þannig að Sundabraut/göng tengi landsbyggð og flugvöll og hafi þann tilgang að vera meginstofnvegur gegnum höfuðborgarsvæðið fyrir vöruflutninga en ekki umferðaræð inn í hjarta Reykjavíkur. Þá eru mörg dýrmæt náttúrusvæði undir í verklýsingu Sundabrautar/ganga og væri það sorglegt ef þau hyrfu og færu undir í framkvæmdum fyrir grátt mengandi ferlíki.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Um þennan lið má segja að það er áríðandi að klára hönnunarvinnuna fljótlega. Mikill dráttur á að ákvarða legu Sundabrautarinnar mun tefja aðra uppbyggingu. Svo þarf að árétta að ekki má skerða gæði strandarinnar og grunnsævis. þess vegna þarf að byggja brýr en alls ekki landfyllingar. Sérkennilegt er að Hafró sé ekki umsagnaraðili en þar eru rannsóknir á líffræði sjávar stundaðar, þar á meðal göngur fiska upp í ár og læki.
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23090007
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa, dags. 24. ágúst 2023 og 31. ágúst 2023. USK23010150
Fylgigögn
-
Lögð fram umsókn Hornsteina arkitekta, dags. 28. ágúst 2023, um breytingu á hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.2 Seljahverfi, vegna lóðarinnar nr. 17 við Öldusel, Ölduselsskóli. Í breytingunni sem lögð er til felst að skilgreina byggingarreit á lóð fyrir tímabundnar færanlegar byggingareiningar, hentugar fyrir 10 deilda leikskólastarfsemi, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta, dags. 26. maí 2023.
Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
Samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi, skv. 43. gr. sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Ævar Harðarson deildarstjóri og Britta Magdalena Ágústsdóttir verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK23080222
Fylgigögn
-
Lögð fram umsókn Laugavegar 12b ehf., dags. 8. maí 2023, ásamt minnisblaði, dags. 24. apríl 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.4 vegna lóðanna nr. 12b og 16 við Laugaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst sameining lóðanna, samkvæmt uppdr. Batterísins arkitekta, dags. 25. ágúst 2023.
Frestað. USK23050104 -
Lagt fram bréf Landupplýsingardeildar, dags. 8. ágúst 2023, um sameiningu lóðanna nr. 148, 150 og 158 við Kleppsveg í eina lóð ásamt því að breyta lóðarmörkum sameinaðrar lóðar í samræmi við breytinga- og mæliblað umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. ágúst 2023.
Lagt er til að tillaga að breytingu verði samþykkt án grenndarkynningar og auglýsingar þar sem hún varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og/eða sveitarfélagsins.
Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. USK23080082Fylgigögn
-
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Yrki arkitekta ehf. og Ofanleiti 1 ehf., dags. 6. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Ofanleitis 1 og 2 vegna lóðarinnar nr. 1 við Ofanleiti. Í breytingunni sem lögð er til felst að bæta við tveimur byggingarreitum á lóð vegna hjólaskýlis og djúpgáma og fækka bílastæðum, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta, dags. 25. nóvember 2022. Tillagan var grenndarkynnt frá 20. mars 2023 til og með 24. apríl 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Björg Siv Juhlin Friðleifsdóttir og Gylfi Hammer Gylfason, dags. 20. apríl 2023 og Sigmundur Grétarsson, dags. 23. apríl 2023. Einnig er lögð fram ábending Veitna, dags. 4. apríl 2023 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. júlí 2023. Lagt er til að tillagan verði samþykkt.
Samþykkt með vísan til a. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Samkvæmt tillögu skipulagsyfirvalda á að bæta við tveimur byggingarreitum á lóð Verslunarskólans vegna hjólaskýlis og djúpgáma og fækka bílastæðum. Borist hafa athugasemdir sem lúta að því að fólki finnst nú þegar komið mikið byggingarmagn á reitnum. Ósk er um að hjólaskýli og djúpgámum væri komið fyrir lengra frá nærliggjandi íbúðum því búið er að þrengja nóg að íbúðabyggð. Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt mikla áherslu á í gegnum árin að reynt sé að mæta óskum íbúa eins og nokkur kostur er.
Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri og Birgitta Rut Skúladóttir Hjörvar taka sæti á fundinum undir þessum lið. SN220781
Fylgigögn
-
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Landslags ehf., dags. 11. apríl 2023, um breytingu á skilmálum deiliskipulags Hesthúsabyggðar á Hólmsheiði, Almannadal og Fjárborg. Í breytingunni sem lögð er til felst að bætt er við a lið í kafla 3.1.5 um Rúlluplan um að heimilt verði að losa uppgröft vegna framkvæmda við nýjar lóðir innan deiliskipulagsmarka í rúlluplön, samkvæmt tillögu Landslags ehf., dags. 11. apríl 2023. Tillagan var auglýst frá 16. júní 2023 til og með 28. júlí 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Bjarni Jónsson, dags. 27. júlí 2023. Einnig eru lögð fram svör Hestamannafélagsins Fáks, dags. 30. ágúst 2023, vegna athugasemda og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. ágúst 2023.
Lagt er til að tillagan verði samþykkt.
Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Þórður Már Sigfússon verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23040070
Fylgigögn
-
Kynning á máli vegna fyllingar í undirgöngum við Hlíðarenda. USK23090016
-
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa, dags. 22. ágúst 2023 og 29. ágúst 2023. USK22120096
Fylgigögn
-
Lagðar fram tillögur umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. febrúar 2023 ásamt greinargerð, Bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 9. mars 2021 með tillögunni sem send var umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og tillaga umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis, dags. 20. júní 2023, um stækkun svæðis í Grafarvogi sem falla ætti undir friðlýsingu sem unnið er að. Einnig er lagt fram yfirlit minja við strandlínu, ódags. og umsögn Náttúrufræðistofnun Íslands, dags. 13. júní 2023.
Frestað.Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23080213
Fylgigögn
-
Lagt fram afreiðslubréf, dags. 17. ágúst 2023, vegna samþykktar borgarráðs s.d., tillaga borgarstjóra dags. 15. ágúst 2023 um skógarhögg í Öskjuhlíð þar sem farið er fram á tafarlausa fellingu um 2.900 trjáa í Öskjuhlíð og til vara 1.200 hæstu trjáa í Öskjuhlíð. Einnig er lagt fram minnisblað Isavia dags. 6. júlí 2023 og samkomulag um innanlandsflug, dags. 25. október 2013.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða. MSS23080029Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Krafa Isavia um að fella um 2.900 tré á stóru svæði í Öskjuhlíð vekur upp fjölmargar spurningar. Um er að ræða eitt elsta og mikilvægasta útivistarsvæði borgarinnar, og hafa aðilar átt gott samstarf um eðlilega grisjun trjáa í Öskjuhlíð undanfarinn áratug. Ætla má að krafa Isavia nái að lágmarki til um helmings elsta og hæsta skógarins í Öskjuhlíð og um þriðjungs samfellds skógar þar í heild. Krafan varðar stórt svæði og skóg sem nýtur hverfisverndar í deiliskipulagi og svæðis sem nýtur verndar sem borgargarður í aðalskipulagi, auk þess sem Öskjuhlíð er á náttúruminjaskrá. Leita þarf umsagna fjölda aðila enda um stórt mál að ræða. Umhverfis- og skipulagssviði er falið að afla nauðsynlegra umsagna og gagna og reifa málið í umsögn til ráðsins.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Ekkert er að því að grisja skóga, en hér fer Isavia fram með frekjulegum hætti og heimtar miklar aðgerðir sem munu kosta sitt. Hvernig væri að leggja meiri áherslu á að finna flugvellinum annan stað?
Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 17. maí 2023 ásamt kæru nr. 63/2023, dags. 17. maí 2023 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa um útgáfu lokaúttektarvottorðs dagsett 25. apríl 2023 vegna Tangabryggju 13-15. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 28. júní 2023. USK23050215
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 26. júní 2023 ásamt kæru nr. 75/2023, dags. 25. júní 2023, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkur hinn 10. maí 2023 um synjun á byggingarleyfi fyrir Reynimel 55. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 28. júní 2023. USK23060341
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 28. júlí 2023 ásamt kæru nr. 91/2023, dags. 10. október 2022, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um synjun á byggingarleyfi vegna Blesugrófar 30. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 25. ágúst 2023. USK23080042
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 1. ágúst 2023 ásamt kæru nr. 92/2023, dags. 31. júlí 2023, þar sem kærð er ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur frá 6. desember 2022 að samþykkja nýtt deiliskipulag fyrir jörðina Presthús á Kjalarnesi. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 14. ágúst 2023. SN210265
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um rekstrarútboð sorphirðu, sbr. 22. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 23. ágúst 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða. USK23080172 -
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um einföldun reglna um íbúakort, sbr. 23. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 23. ágúst 2023. Greinargerð fylfir tillögunni.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK23080173Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að keyptir verða mælar til að mæla magn í gámum, sbr. 34. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 16. ágúst 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða. USK23080099 -
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um nýtt umhverfismat vegna fyrirhugaðra framkvæmda um Vetrargarð, sbr. 35. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 16. ágúst 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu stjórnsýslu og gæða. USK23080100
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fyrirkomulag og framvindu sorphirðu í Reykjavík, sbr. 35. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 16. ágúst 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða. USK23080104
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um vistlokin, sbr. 49. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 28. júní 2023. Greinargerð fylgir fyrirspurn.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgangna og borgarhönnunar. USK23060357Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um lengd kaflans, 3. áfanga Arnarnesvegar, sbr. 50. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 28. júní 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgangna og borgarhönnunar. USK23060358 -
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að gangstétt við efri hluta Drápuhlíðar, norðan megin, verði lagfærð. Gangstéttin er mjög ójöfn, víða brotin og sums staðar torfær vegna illgresis. Slíkt ástand hefur slysahættu í för með sér og hafa ábendingar borist um að brögð séu að því að börn og fullorðnir hrasi á umræddri stétt.
Frestað. USK23090046
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að malarstígur, sem tengir saman göngu- og hjólaleið við austanverðan Strandveg og Gylfaflöt, verði malbikaður í því skyni að bæta aðstæður gangandi og hjólandi vegfarenda, sem sækja atvinnu eða þjónustu til þeirra fjölmörgu fyrirtækja eða stofnana, sem eru við Flatirnar í Grafarvogi.
Frestað. USK23090047
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Nú hafa all margar ábendingar borist til borgarinnar vegna öryggisatriða á Laugarásvegi en foreldrar hafa einfaldlega ekki verið að fá skýr svör. Búið er að staðfesta að mála þarf merkingar á götuna aftur en ekkert bólar á slíkri vinnu enn. Það eru heldur engar aðrar merkingar komnar og vill fulltrúi Flokks fólksins því enn og aftur spyrjast fyrir um málið enda gatan í raun stórhættuleg börnum. Laugarásvegur sker sig mjög úr verandi svona löng auk þess sem hún tengir saman tvö hverfi. Fulltrúi Flokks fólksins vill fá skýr svör því við þessa götu búa tugir barnafjölskyldna. Byrgja þarf brunninn áður en barn fellur í hann. USK23090041
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Flokkur fólksins óskar upplýsingar um hvort skipulagsyfirvöld hyggjast fara í grundvallar endurskoðun á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og þá helst að farið verði í að fá nýtt umhverfismat fyrir 3ja áfanga Arnarnesvegar. Endurskoða þarf einnig borgarlínuverkefnið en kostnaður við hana hefur margfaldast. Nokkur sveitarfélög sem standa að borgarlínuverkefninu hafa sagt fyrir all löngu að þau vilji endurmeta stöðuna í ljósi þess hversu langt framkvæmdir eru komnar fram úr kostnaðaráætlun. Eðlilegt er að Reykjavík sem stærsta sveitarfélagið taki forystu í endurskoðunar ferlinu. Flokkur fólksins var einn af þeim flokkum sem hvöttu borgaryfirvöld til endurskoðunar á sáttmálanum í fyrra þegar málið var til umræðu í borgarstjórn. Málið mætti mikilli mótspyrnu meirihlutans í borgarstjórn sem ekki taldi endurskoðunar þörf. Flokkur fólksins bókaði eftirfarandi þegar minnisblað stýrihóps samgöngusáttmálans var sent borgarráði: Það er ótrúlegt að meirihlutinn vill ekki endurskoða samgöngusáttmálann og þann hluta sem snýr að borgarlínu eins og sum önnur sveitarfélög. Þá er það umhugsunarefni að skipulagsyfirvöld hafa samþykkt að fara í vinnu við Arnarnesveginn en hann er nærri eingöngu fyrir íbúa Kópavogs, sem stytta sér leið inn á mjóa -einbreiða- Breiðholtsbrautina. Þær framkvæmdir sem eru mest til bóta fyrir Reykvíkinga verða látnar bíða. USK23090042
Fundi slitið kl. 11:16
Dóra Björt Guðjónsdóttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Hildur Björnsdóttir Hjálmar Sveinsson
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Kjartan Magnússon
Líf Magneudóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 6. september 2023