Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 279

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2023, miðvikudaginn 30. ágúst, kl. 9:08 var haldinn 279. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Alexandra Briem, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Friðjón R. Friðjónsson, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Líf Magneudóttir og áheyrnarfulltrúinn Helga Þórðardóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Hjálmar Sveinsson, Hildur Björnsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Andrea Jóhanna Helgadóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Hreinn Ólafsson, Björn Axelsson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Guðni Guðmundsson, Hjalti J. Guðmundsson, Kristján Ólafur Smith, Kristín Anna Þorgeirsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.

Fundarritari var Jóhanna Guðjónsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram árshlutauppgjör umhverfis- og skipulagssviðs fyrir janúar til júní 2023. USK23060105

  2. Lagt fram yfirlit yfir ferðakostnað apríl til júní 2023 USK23060105

    Fylgigögn

  3. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 - 2028, megináherslur í rekstri skrifstofa/embætta á umhverfis- og skipulagssviði - kynning USK23060105

    Fylgigögn

  4. Lögð fram umsókn Yrki arkitekta, dags. 13. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Laugavegar, Bolholts, Skipholts vegna lóðarinnar nr. 176 við Laugaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á byggingarreit lóðarinnar, breyting á skilmálum um niðurrif og færslu á byggingarreit bílageymslu út að lóðarmörkum, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Yrki arkitekta, dags. 13. mars 2023. Einnig er lagt fram minnisblað VSÓ Ráðgjafar, dags. 18. ágúst 2023, vegna Kolefnisútreikninga. Jafnframt er lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa, dags. 24. ágúst 2023.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Vísað til borgarráðs.USK23030175

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 11:25

Alexandra Briem Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Friðjón R. Friðjónsson Hjálmar Sveinsson

Hildur Björnsdóttir Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir

Líf Magneudóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 30. ágúst 2023