Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2023, miðvikudaginn 23. ágúst, kl. 9:03 var haldinn 278. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Pawel Bartoszek, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Alexandra Briem, Birkir Ingibjartsson, Helgi Áss Grétarsson og áheyrnarfulltrúarnir Andrea Helgadóttir og Einar Sveinbjörn Guðmundsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Borghildur Sölvey Sturludóttir, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Inga Rún Sigurðardóttir og Dagný Alma Jónasdóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa, dags. 10. ágúst 2023.
- Kl. 09:06 taka Hildur Björnsdóttir og Friðjón R. Friðjónsson sæti á fundinum. USK23010150
Fylgigögn
-
Lögð fram umsókn Helgu Bragadóttur f.h. NLSH ohf., dags. 12. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi Nýs landspítala við Hringbraut. Í breytingunni sem lögð er til felst tilfærsla á stiga- og lyftuhúsi á sunnanverðu Sóleyjartorgi, samkvæmt uppdr. Spital, dags. 9. júní 2023. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Ingvar Jón Bates Gíslason, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23060174
Fylgigögn
-
Lögð fram umsókn Knattspyrnufélagsins Vals, dags. 31. maí 2023, ásamt bréfi, dags. 30. maí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna lóðarinnar nr. 14 við Hlíðarenda. Í breytingunni sem lögð er til felst að breyta hluta æfingasvæðis á náttúrugrasi í æfingasvæði á gervigrasi með tilheyrandi tæknibúnaði, sem er vestan Arnarhlíðar og Snorrabrautaráss, samkvæmt uppdr. Alark arkitekta, dags. 14. ágúst 2023. Einnig er lagt fram minnisblað VSÓ ráðgjafar, dags. 30. júní 2023, um áhrif flóðlýsingar gervigrasvallar á nærliggjandi byggð. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Hrönn Valdimarsdóttir, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23060006
Fylgigögn
-
Lögð fram umsókn Karls Magnúsar Karlssonar, dags. 19. maí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Ármúla-Vegmúla-Hallarmúla vegna lóðarinnar nr. 6 við Suðurlandsbraut. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á hæðafjölda millihúss, samkvæmt uppdr. VA Arkitekta dags. 21. júní 2023. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Sigríður Maack, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23050226
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. apríl 2023 að úthlutun styrkja úr Húsverndarsjóði árið 2023, sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði, dags. 3. maí 2023 og í borgarráði, dags. 25. maí 2023.
Aflétting úr trúnaðarbók. USK23010048Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar samgöngustjóra, dags. 17. ágúst 2023, ásamt fylgigögnum. USK23040133
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, dags. 15. ágúst 2023. USK22120096
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 8. mars 2023 ásamt kæru nr. 36/2023, dags. 7. mars 2023, þar sem kærð er ákvörðun um breytingu á skipulagi án þess að tekið sé tillit til legu girðingar sem liggur og afmarkar svæði kæranda eins og verið hefur í yfir 20 ár á mörkum lóðanna Köllunarklettsvegi 2 og 9. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 24. apríl 2023 sem og úrskurður umhverfis- og auðlindamála dags. 20. júní 2023. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur frá 18. janúar 2023 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis vegna lóðarinnar nr. 2 við Köllunarklettsveg. USK23030124
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 11. apríl 2023 ásamt kæru nr. 47/2023 dags. 10. apríl 2023 þar sem kærð er ákvörðun um breytingu á deiliskipulagi fyrir Sóltún 2-4 sem samþykkt var í borgarráði þann 6. desember 2022. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 3. maí 2023 ásamt úrskurði umhverfis- og auðlindamála dags. 29. júní 2023. Úrskurður: Kröfum kæranda að Mánatúni 2 og Íbúasamtaka Laugardals er vísað frá úrskurðarnefndinni. Felld er úr gildi ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur frá 6. desember 2022 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Ármannsreits að því er varðar heimilaða sjöttu hæð fyrirhugaðrar byggingar nr. 4 á lóðinni Sóltúni 2–4. USK23040065
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 19. apríl 2023 ásamt kæru nr. 50/2023, dags. 14. nóvember 2022, þar sem kærð er túlkun byggingarfulltrúa og Mannvirkjastofnunar á grein 6.5.3. og 6.5.4. byggingarreglugerðar verðandi hæð og frágang svalahandriða í öryggisúttekt að Rofabæ 7-9. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 25. maí 2023 sem og úrskurður umhverfis- og auðlindamála, dags. 2. júní. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni. 202304-0001
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 2. maí 2023 ásamt kæru nr. 56/2023 dags. 27. apríl 2023 þar sem kærð er "ákvörðun um breytingu á deiliskipulagi fyrir Sóltún 2-4 sem samþykkt var í borgarráði þann 6. desember 2022.". Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 3. maí 2023 ásamt úrskurði umhverfis- og auðlindamála dags. 29. júní 2023. Úrskurður: Kröfum kæranda að Mánatúni 2 og Íbúasamtaka Laugardals er vísað frá úrskurðarnefndinni. Felld er úr gildi ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur frá 6. desember 2022 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Ármannsreits að því er varðar heimilaða sjöttu hæð fyrirhugaðrar byggingar nr. 4 á lóðinni Sóltúni 2–4. USK23050169
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 30. september 2022 ásamt kæru nr. 109/2022, dags. 28. september 2022, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 26. september 2022 um að grípa ekki til aðgerða vegna fasteignarinnar Gefjunarbrunns 12 í Reykjavík. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 11. nóvember 2022 sem og úrskurður umhverfis- og auðlindamála, dags. 22. mars 2023. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 26. september 2022 um að grípa ekki til aðgerða vegna fasteignarinnar Gefjunarbrunns 12. USK22100132
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 4. október 2022 ásamt kæru nr. 111/2022, dags. 3. október 2022, þar sem kærð er ákvörðun borgarráðs að samþykkja afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs vegna nýs deiliskipulags fyrir Frostaskjól 2-6. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 13. október 2022 sem og úrskurður umhverfis- og auðlindamála, dags. 2. mars 2023. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um að felld verði úr gildi ákvörðun borgarráðs frá 30. júní 2022 um að samþykkja nýtt deiliskipulag fyrir KR-svæðið – Frostaskjól 2-6. SN220656
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 10. október 2022 ásamt kæru nr. 115/2022, dags. 9. október 2022, þar sem kærð er afgreiðsla byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 17. maí 2022 vegna viðbyggingar á lóðinni nr. 7 við Neðstaberg í Reykjavík. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 20. október 2022 sem og úrskurður umhverfis- og auðlindamála, dags. 31. mars 2023. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um að felld verði úr gildi afgreiðsla byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 17. maí 2022 vegna viðbyggingar á lóðinni nr. 7 við Neðstaberg í Reykjavík. SN220657
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 18. nóvember 2022, ásamt kæru nr. 131/2022, dags. 15. nóvember 2022, þar sem kærð er ákvörðun Reykjavíkurborgar um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 26 við Kvistaland. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 24. janúar 2023 sem og úrskurður umhverfis- og auðlindamála, dags. 19. apríl 2023. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 13. október 2022 um að samþykkja tillögu að breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis vegna lóðarinnar nr. 26 við Kvistaland. SN220758
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aukinn kraft í gámalosun og umhirðu á grenndarstöðvum í Reykjavík, sbr. 30. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 16. ágúst 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða. USK23080107 -
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aukinn kraft í sorphirðu Reykjavíkur, sbr. 31. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 16. ágúst 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða. USK23080106 -
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um framlengingu á skilum á ábendingum og umsögnum vegna skipulagslýsingar fyrir þróunarsvæði við Suðurfell, sbr. 32. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 16. ágúst 2023.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa. USK23080108 -
Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að hætta útvistun á sorphirðu. Tillagan var lögð fram á fundi borgarráðs, dags. 27. júlí 2023 og send umhverfis- og skipulagsráði til meðferðar með tölvupósti, dags. 16. ágúst 2023. Greinargerð fylgir tillögunni.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða. MSS23070096Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um samtal við íbúa vegna breytingar á Sólvallagötu og Ásvallagötu, austan Hofsvallagötu, sbr. 37. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 16. ágúst 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK23080112 -
Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um akstursstefnu á Sólvallagötu og Ásvallagötu, austan Hofsvallagötu, sbr. 36. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 16. ágúst 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK23080105 -
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að kannað verði hvort hægt sé að ná hagkvæmni í rekstri sorphirðu í borginni með því að bjóða framkvæmd hennar út. Miðað skuli við að breytingin yrði gerð í áföngum, að byrjað væri í völdum hverfum, og reynslan metin áður en lengra yrði haldið. Með könnuninni mætti áætla sparnað og í framhaldinu kanna hvort draga mætti úr gjaldtöku í málaflokknum og/eða draga úr umhverfisáhrifum sorphirðu í borginni.
Frestað. USK23080172 -
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að reglur um íbúakort verði einfaldaðar og íbúakortsvæðum verði fækkað. Meðal breytinga er lagt til að leigjendur getir fengið íbúakort án þess að þurfa að ganga til húseiganda og biðja leyfis. Einnig er lagt er til að íbúar í námsmannaíbúðum geti fengið íbúakort. Hætt verði við fjöldatakmarkanir þannig að fleiri en eitt kort geti verið gefið út á hverja íbúð. Lagt er til að hægt verði að fá íbúakort þrátt fyrir að bílastæði sé á lóð umsækjanda. Lagt er til eftirfarandi breytingar verði gerðar á 2. gr. reglna um íbúakort.
• Annar liður í 2. gr. verði felldur niður í heild.
• Þriðji liður 2. gr. verði felldur niður í heild.
• Önnur málsgrein 2. gr. sem hefst á orðunum „Einungis er heimilt...“ verði felld út.
Lagt er til eftirfarandi breytingar verði gerðar á 3. gr. reglna um íbúakort.
• Annar liður 3. gr. sem hefst á orðunum „Umsækjandi verður að vera eigandi...“ verði felldur út.
Lagt er til eftirfarandi breytingar verði gerðar á 6. gr. reglna um íbúakort.
• Lagt er til að önnur málsgrein 6. gr. sem hefst á orðunum „Ef umsækjandi er ekki eigandi íbúðar...“ verði felld út. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að íbúakortssvæði verði ekki fleiri en 4 í stað 11 áður. Svæði 1 markist af Hringbraut til suðurs og Kvos til austurs. Svæði 2 sé frá Lækjargötu og Sóleyjargötu til vesturs og Snorrabraut til austurs. Svæði 3 sé austan Snorrabrautar. Svæði 4 sé sunnan Hringbrautar og austan Suðurgötu. Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað. USK23080173Fylgigögn
Fundi slitið kl. 09:54
Pawel Bartoszek Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Alexandra Briem Birkir Ingibjartsson
Friðjón R. Friðjónsson Helgi Áss Grétarsson
Hildur Björnsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 23. ágúst 2023