Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2023, miðvikudaginn 28. júní, kl. 9:07 var haldinn 276. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Birkir Ingibjartsson, Líf Magneudóttir, Unnur Þöll Benediktsdóttir og áheyrnarfulltrúarnir Einar Sveinbjörn Guðmundsson og Trausti Breiðfjörð Magnússon. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Hildur Björnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
-
Kynning á fyrirhugðum aðgerðum gegn ágengum plöntum sumarið 2023.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er ljóst að útbreiðsla lúpínu er umfangsmikil og um leið umdeild. Fólk skiptist í tvo hópa, með eða á móti. Undir vissum kringumstæðum er eflaust réttlætanlegt að reyna að halda lúpínubreiðum í skefjum í borgarlandinu, en um leið verður að horfa til þess að allar tilraunir til þessa að hefta útbreiðslu þessarar umdeildi plöntu, eru í raun dæmdar til að mistakast. Það virðist vera hægt að hefta lúpínu tímabundið með mikilli handavinnu en hún kemur oftast aftur og heldur áfram á sinni leið. Meta þarf aðstæður hverju sinni. Sumir vilja leyfa náttúrunni sjálfri að sjá um þetta m.t.t. þess að yfirleitt hopar lúpínan fyrir öðrum gróðri á tuttugu árum. Þarna væri því hægt að spara mikið fjármagn þegar litið er til þess kostnaðar sem verður vegna þessara árangurslitlu aðgerða borgarinnar við að halda lúpínunni í skefjum. Kerfillinn er jafnvel erfiðari í þessum sambandi. Spánarkerfill þykir almennt hvimleið planta.
Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23060307
-
Lagðar fram fundargerðir Sorpu bs. nr. 481 og 482, ásamt fylgigögnum.
- Kl. 9:25 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum
Gunnar Dofri Ólafsson frá Sorpu tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23010167
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun um lið nr. 1:
Kópavogur vill ekki fá endurvinnslustöð við Arnarnesveg. Tillögunni var hafnað í bæjarráði Kópavogs. Hér má sjá eitt dæmi þess hvar byggðarsamlagsformið virðist ekki henta sem skyldi. Sveitarfélögin eiga ekki endilega samleið og væri því nær að skoða að gera sér samninga um einstaka þætti. Einnig er fjallað um að tetrapak umbúðir séu ekki endurvinnanlegar. Það ætti ekki að koma á óvart. Þær eru í aðalatriðum úr pappír, plasti og vaxi, plast er í raun olía á biðformi. Allt þetta er brennanlegt. Sorpa hefði átt fyrir löngu að huga að brennslustöð þar sem orkar sem fellur til við brennslu mætti nýta sem ,,vistvæna” orkugjafa.
Fylgigögn
-
Kynning Sorpu á áformum um útflutning á brennanlegu sorpi og breyttum endurvinnslufarvegi ferna.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúa SORPU er þakkað fyrir góða kynningu á stöðu sorp- og endurvinnslumála á höfuðborgarsvæðinu. Að draga úr sorpi og auka endurnotkun, -nýtingu og -vinnslu eru lykilmál svo við náum markmiðum okkar í loftslags- og umhverfismálum. Ánægjulegt er að sjá þann ríka vilja af hálfu SORPU við að taka skýr skref áfram í þessum málaflokki. Verið er að gera breytingar á meðferð ferna, sem munu nú fara í nýjan farveg sem á að skila betri endurvinnslu. Vandinn er þó eðli umbúðanna þar sem plasti og pappa er blandað saman þar sem verður að velja hvað skuli endurvinna. Þrýsta verður á að framleiðendur nýti umhverfisvænni umbúðir sem auðveldara er að flokka og er SORPA að beita sér í þeim efnum.
Gunnar Dofri Ólafsson frá Sorpu tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23010167
-
Kynning á stöðu á innleiðingu nýs flokkunarkerfis sorphirðu í Reykjavík.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Þakkað er fyrir kynningu á stöðu við innleiðingu á nýju flokkunarkerfi sorphirðu í borginni sem er gríðarlega mikilvægt og spennandi verkefni. Loks erum við að innleiða nýtt og samræmt flokkunarkerfi á öllu höfuðborgarsvæðinu með flokkun á lífrænum úrgangi. Notast er við bréfpoka sem brotna alveg niður, en maíspokar sem hafa verið í notkun víða þarf að flokka frá sérstaklega eftir á sem flækir ferlið. Því henta bréfpokar betur. Þessi þróun er ávöxtur margra ára undirbúnings. Tunnuskipti er lokið við 26% heimili í borginni en áætlað er að klára þau fyrir lok september.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Í kjölfar innleiðingar nýs flokkunarkerfis sorphirðu standa borgarbúar frammi fyrir nýjum áskorunum varðandi flokkun sorps. Sérstaklega þurfa mörg fjölbýlishús sem eru með sorprennur og sorpgeymslur innandyra, að huga að því að flytja sorptunnugeymslur úr sameign og út á lóð og þurfa því að leggja í töluverðan kostnað vegna hönnunar og byggingu sorpgerða á sínum lóðum. Hönnun og umsóknir um leyfi fyrir byggingu sorpgerða getur tekið töluverðan tíma. Einnig geta orðið deilur vegna mögulegra staðsetninga og útlits slíkra sorpgerða á lóðum fjölbýlishúsa. Um leið og fulltrúinn fagnar löngu tímabæru flokkunarkerfis sorphirðu í Reykjavík telur hann að Reykjavíkurborg ætti að vera með staðlaða hönnun og vel skilgreinda verkferla varðandi uppsetningu sorpgerða við fjölbýlishús til þess að flýta fyrir og auðvelda húsfélögum að bregðast við þessari innleiðingu flokkunarkerfis sorps í borginni.
Friðrik Klingbeil Gunnarsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23060291
-
Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa, dags. 22. júní 2023. USK23010150
Fylgigögn
-
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 7. mars 2023, vegna nýs deiliskipulags fyrir Veðurstofureit. Í tillögunni sem lögð er til felst að koma fyrir nýrri íbúabyggð ásamt þjónustu á Veðurstofuhæð. Að greina núverandi horf Veðurstofuhæðar og næsta nágrennis svo byggja megi undir heildstætt nýtt íbúðahverfi á miðsvæði ásamt þjónustu með sterkum vistvænum áherslum í sátt við núverandi umhverfi. Að leita uppi styrkleika rýmisins á svæðinu og flétta saman við borgarsamhengið næst reitnum í Hlíðum og Kringlu. Að koma fyrir nýrri 7m breiðri tengingu sem þjónar öllum virkum ferðamátum undir Bústaðaveg og tengja saman norður–suðurás milli Stigahlíðar og Beykihlíðar/Birkihlíðar (Suðurver og Klettaskóli). Að skoða þróunar- og uppbyggingarmöguleika lóða á reitnum, hæðir húsa, stakstæð eða í klösum ásamt samnýtingu rýma. Að finna hæfilegt nýtingarhlutfall nýbygginga á reitnum. Að skoða bílastæðakröfur og bílastæðahús ásamt fyrirkomulagi á aðgengi ökutækja inn á íbúðareitinn sem gengur í aðalatriðum út á samnýtingu með Veðurstofunni. Að deilihagkerfið eigi að geta þjónað öllum íbúum reitsins. Að staðsetja 5-7 íbúa sambýli fyrir fatlaða. Að skilgreina útivistarsvæði fyrir íbúa reitsins og núverandi nágranna. Gert er ráð fyrir að byggingarmagn á reitnum skiptist á milli Græns húsnæðis framtíðarinnar á veðurhæðinni, Variat - hagkvæms húsnæðis og Bjargs íbúðafélags. Gert er ráð fyrir að starfsemi þjónustustofnunar á Veðurstofureit (Veðurstofa Íslands) muni alfarið færast yfir á lóð nr. 7 við Bústaðaveg með nýbyggingarreit vestan við núverandi byggingu. Byggingarreitur Veitna ohf. undir framtíðarstækkun kaldavatnsgeymis verður staðsettur sunnan við hlið núverandi geymis. Einnig er lögð fram húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur frá 2021, skýrsla 208, og fornleifaskrá Borgarsögusafns Reykjavíkur frá 2022, skýrsla 209. Lýsingin var kynnt frá 30. mars 2023 til og með 4. maí 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir/ábendingu/umsögn: Umhverfisstofnun, dags. 31. mars 2023, Bjarni V. Guðmundsson, dags. 1. maí 2023, Skipulagsstofnun, dags. 27. apríl 2023, Vegagerðin, dags. 27. apríl 2023, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, dags. 3. maí 2023, Veitur, dags. 3. maí 2023, Magna lögmenn f.h. eigendur fasteigna að Stigahlíð 87, 89, 91, 93, 95 og 97, dags. 4. maí 2023, íbúaráð Miðborga og Hlíða, dags. 4. maí 2023 og Minjastofnun Íslands, dags. 10. maí 2023.
Athugasemdir kynntar.Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er verið að hefja vinnu við deiliskipulag fyrir Veðurstofureit í samhengi við niðurstöður hugmyndaleitar og verður haft áframhaldandi samráð við íbúa og hagsmunaaðila. Áhersla er á grænt og vænt í þeirri vinnu. Í skipulagslýsingunni er ekki gert ráð fyrir fleiri aksturstengingum bifreiða inn á svæðið en gert er ráð fyrir tengingu fyrir gangandi og hjólandi undir Bústaðaveg. Mikilvægt er að fylgjast með þróun mengunar á svæðinu og tryggja skilvirkar mótvægisaðgerðir.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Á þessum reit á að fækka á bílastæðum sérstaklega mikið, meira en í öðrum þéttingar hverfum og setja bílastæðahús. Gert er ráð fyrir að þarna búi þeir sem vilja lifa bíllausum lífsstíl. Fulltrúa Flokks fólksins finnst með þessu að verið sé að útiloka mikilvæga valmöguleika. Blönduð byggð skal vera þarna t.d. stúdentaíbúðir og sambýli sem Flokki fólksins finnst jákvætt. Stefnt er að þarna rísi 250 íbúðir jafnvel meira. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af því að kvartað verði yfir því sama og heyrst hefur frá t.d. íbúum Vogabyggðar, að erfitt sé að komast í og út úr hverfinu. Athugasemdir hafa komið um mögulega of mikið skuggavarp og það eru sömu kvartanir og víða heyrist og þar sem þétt hefur verið meira en góðu hófi gegnir.
Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23030053
Fylgigögn
-
Leitað var til hönnuða og samstarfsaðila sem komu að samkeppni um Grænt húsnæði framtíðarinnar síðla vetrar 2022 til að skila inn drögum að deiliskipulagsuppdrætti. Ekki var um eiginlega samkeppni að ræða heldur hugmyndaleit. Leitað verður til höfunda þeirra tillögu sem best þykir vegna áframhaldandi deiliskipulagsvinnu. Reykjavíkurborg greiddi fyrir hverja tillögu sem berst. Hönnunarhóparnir voru þrír talsins: Nordic – Office of Architecture, Lendager og loks hópur undir merkjum Esja, Landslag, Arkibygg, The Living Core, Exa Nordic og Myrra. Hugmyndavinnan hófst um miðjan febrúar 2023 og stóð til aprílloka. Hugmyndum var skilað á x3 A1-plakötum ásamt greinargerð á A3. Einnig var farið fram á að sýna myndir og teikningar ásamt helstu atriðum úr greinargerð, svo sem fjarvíddarmyndir sem sýna yfirbragð úr augnhæð, yfirlitsmyndir á aðkomu frá öllum hornum svæðisins og planmyndir í 1:1000 og útvalin svæði í 1:200. Helstu viðfangsefni og meginmarkmið var; 1 að greina núverandi horf Veðurstofuhæðar og næsta nágrennis svo byggja megi undir heildstætt nýtt íbúðahverfi á miðsvæði ásamt þjónustu með sterkum vistvænum áherslum í sátt við núverandi umhverfi. 2. Að leita uppi styrkleika rýmisins á svæðinu og flétta saman við borgarsamhengið næst reitnum í Hlíðum og Kringlu. 3. Að koma fyrir nýrri 7m breiðri tengingu sem þjónar öllum virkum ferðamátum undir Bústaðaveg og tengja saman norður–suðurás milli Stigahlíðar og Beykihlíðar/Birkihlíðar (Suðurver og Klettaskóli). 4. Að skoða þróunar- og uppbyggingarmöguleika lóða á reitnum, hæðir húsa, stakstæð eða í klösum ásamt samnýtingu rýma. 5. Að finna hæfilegt nýtingarhlutfall nýbygginga á reitnum. 6. Að skoða bílastæðakröfur og bílastæðahús ásamt fyrirkomulagi á aðgengi ökutækja inn á íbúðareitinn sem gengur í aðalatriðum út á samnýtingu með Veðurstofunni. 7. Að deilihagkerfið eigi að geta þjónað öllum íbúum reitsins. 8. Að staðsetja 5-7 íbúa sambýli fyrir fatlaða. 9. Að skilgreina útivistarsvæði fyrir íbúa reitsins og núverandi nágranna. Gert er ráð fyrir að byggingarmagn á reitnum skiptist á milli Græns húsnæðis framtíðarinnar á veðurhæðinni, Variat - hagkvæms húsnæðis og Bjargs íbúðafélags. Gert er ráð fyrir að starfsemi þjónustustofnunar á Veðurstofureit (Veðurstofa Íslands) muni alfarið færast yfir á lóð nr. 7 við Bústaðaveg með nýbyggingarreit vestan við núverandi byggingu. Byggingarreitur Veitna ohf. undir framtíðarstækkun kaldavatnsgeymis verður staðsettur sunnan við hlið núverandi geymis.
- Kl. 11:00 víkur Hildur Björnsdóttir af fundinum.
- Kl. 11:00 tekur Friðjón R. Friðjónsson sæti á fundinum.Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Gríðarlega áhugaverðar tillögur komu inn í gegnum hugmyndaleit fyrir Veðurstofureitinn og stefnt er að vinna áfram með tillögu frá Lendager Group. Um er að ræða mikinn metnað þegar kemur að hönnun, fjölbreytileika, rýminu á milli húsanna og vistvænu efnisvali í takt við þær grænu áherslur sem liggja fyrir í tengslum við svæðið.
Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23060238
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Skólavörðuholts vegna lóðarinnar nr. 34 við Barónsstíg. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun lóðar ásamt stækkun á byggingarreit, samkvæmt deiliskipulags- og skuggavarpsuppdr. Nordic, dags. 22. júní 2023. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins fagnar hverju skrefi í átt að því að drífa upp leikskóla enda bíða yfir 900 börn eftir plássi. Mikil tímapressa er því á máli sem þessu og mikilvægt að þessu sé vel fylgt eftir frá upphafi til enda.
Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23060009
Fylgigögn
-
Lögð fram skipulagslýsing Klasa og JVST, dags. í maí 2023 vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulagi Norður Mjóddar fyrir lóðirnar Stekkjarbakka 4-6 og Álfabakka 7. Í vinnu vegna breytingar á deiliskipulagi verður áhersla á blandaða byggð. Á lóðunum verði komið fyrir íbúðum, matvöruverslun, atvinnustarfsemi, dvalarsvæðum og samgönguinnviðum. Breytingin felst m.a. í því að breyta byggingarreitum, lóðarmörkum, hæð húsa og fjölbreyttri landnotkun frá því sem gildandi deiliskipulag frá 1999 heimilar. Ekki er um stækkun lóða að ræða en lóðarmörk geta breyst. Lagt er til að lýsingin verði kynnt og leitað umsagna þeirra aðila sem taldir eru upp í henni.
Samþykkt er að kynna lýsingu nýs deiliskipulags í samræmi við 1. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Leita skal umsagna um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Verkefnastofu Borgarlínu, Betri Samgangna, Strætó bs., Veitum ohf., Minjastofnun Íslands, Íbúaráði og íbúasamtökum í Breiðholti, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Kópavogsbæ og eftirtöldum deildum, skrifstofum og sviðum Reykjavíkurborgar; Skrifstofu framkvæmda og viðhalds, Samgöngu- og borgarhönnunardeild, Skrifstofu reksturs og umhirðu, Skrifstofu umhverfisgæða, Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Skóla- og frístundasviði, Velferðarsviði og einnig kynna hana fyrir almenningi.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Breytingar á þessu svæði eru til góðs fyrir byggðaþróun sem vinna þarf í samráði við Breiðhyltinga. Þarna gæti margt fólk búið. Deiliskipulagsbreytingin á að hljóta vistvottun BREEAM Communities. Með vottuninni segir að hugað sé að gæðum í umhverfis- og skipulagsmálum og skiptist ferlið upp í fimm megin flokka og m.a. að hugað sé að líffræðilegum fjölbreytileika. Fulltrúi Flokks fólksins veltir því fyrir sér af hverju ekki er hægt að huga að gæðum, líffræðilegum fjölbreytileika og samráði án þessa að kaupa einhverja sérstaka vottun og spara þannig fjármagn sem borgin á ekki mikið af um þessar mundir. Þarna er um algjörlega manngert umhverfi að ræða og ef skipulagsyfirvöld vilja vanda sig og vinna verkið í sátt við borgarbúa og umhverfið, er auðveldlega hægt að gera þetta vel.
Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. SN220741
Fylgigögn
-
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn UNDRA ehf., dags. 2. september 2022, ásamt greinargerð, dags. 5. september 2023, um breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða iðnaðarsvæðis vegna lóðarinnar nr. 29 við Vagnhöfða. Í breytingunni sem lögð er til felst að núverandi byggingar á lóðinni verði fjarlægðar og í staðinn verði heimilt að byggja 7 hæða byggingu þar sem tvær efstu hæðirnar verða inndregnar að stórum hluta. Aðkoma að byggingunni verður bæði frá göturýminu og inngarðinum. Auk þess er gerð lítilsháttar breyting á lóðarmörkum ásamt því að heimilt verði að nota þak sem dvalarsvæði, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum (6 stk.) UNDRA ehf., dags. 5. september 2022. Einnig er lögð fram húsaskráning Hans H. Tryggvasonar frá árinu 2022. Tillagan var auglýst frá 25. apríl 2023 til og með 9. júní 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Sigmundur Grétarsson, dags. 25. apríl 2023 og Benedikt Eyjólfsson, dags. 6. júní 2023. Einnig er lögð fram ábending Veitna, dags. 1. júní 2023. Jafnframt er lagt fram uppfært samgöngumat VSÓ ráðgjafar, dags. í maí 2023, og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. júní 2023. Lagt er til að tillagan verði samþykkt.
Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22. júní 2023. Vísað til borgarráðs.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Um er að ræða umsókn um breytingu og rök fyrir henni. Hækka á húsið og koma fyrir fleira fólki. Flokkur fólksins hefur áður bent á að hús þarf að hanna þannig að þau dragi ekki niður vindstrengi. Almennt er því gott að þau mjókki upp. Þetta þarf að sjálfsögðu að kanna í vindgöngum á hönnunarstigum.
Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. SN220544
Fylgigögn
-
Lögð fram umsókn Knattspyrnufélagsins Vals, dags. 8. júní 2023, ásamt bréfi Alark arkitekta ehf., dags. 8. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna lóðarinnar nr. 6 við Hlíðarenda. Í breytingunni sem lögð er til felst afmörkun sérlóðar fyrir fjölnota íþróttahús á svæði Knattspyrnufélagsins Vals að Hlíðarenda, samkvæmt uppdr. Alark arkitekta, dags. 8. júní 2023. Lagt er til að tillagan verði samþykkt án grenndarkynningar og auglýsingar þar sem hún varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og/eða sveitarfélagsins.
Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.Hrönn Valdimarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23060102
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Laugardals. Í breytingunni sem lögð er til felst því að skilgreind er lóð fyrir Ævintýraborg, tímabundið leikskólaúrræði Reykjavíkurborgar, samkvæmt uppdr. Landslags, dags. 21. júní 2023. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Áheyrnarfulltrúar Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Þessu máli tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, að breytingu á deiliskipulagi Laugardals var frestað í maí og ekki er vitað hvaða ástæður liggja þar að baki. Stefnt var að því að Ævintýraborgin myndi opna á fyrri hluta næsta árs og geta tekið við um hundrað börnum. Í ljósi reynslu af töfum og seinkum verkefna hjá borginni veitir ekki af því að halda vel á spöðunum ef fylgja á áætlun.
Hrönn Valdimarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23050218
Fylgigögn
-
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og umsýslu, dags. 26. september 2022 um breytingu á deiliskipulagi Mjóddar vegna lóðanna nr. 12-16 við Álfabakka og 1-6 við Þönglabakka. Í breytingunni sem lögð er til felst að bílastæðasvæði eru endurskoðað og þau afmörkuð enn frekar/skýrar, samkvæmt uppdr. Steinselju, 30. maí 2023. Lagt er til að tillagan verði samþykkt án grenndarkynningar og auglýsingar þar sem hún varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og/eða sveitarfélagsins.
Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.Þórður Már Sigfússon verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. SN220603
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga Reykjavíkurborgar og Kópavogs um breytingu á deiliskipulagi fyrir Fossvogsbrú Reykjavíkurmegin. Í gildandi deiliskipulagi er leiðbeinandi lega göngu- og hjólastíga, áningarstaða og biðstöðva fyrir almenningsvagna sýnd á uppdrætti. Í tillögu að breytingu eru stígar, áningarstaðir og biðstöðvar uppfærðar í samræmi við þá hönnun sem liggur fyrir. Deiliskipulagsmörk breytast til að rúma að fullu landfyllingar við brúarendana og frágang á grjótgarði innan deiliskipulagsins, samkvæmt uppdr. Alta, dags. 11. maí 2023. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráðs.Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fossvogsbrú yrði u.þ.b. 300 metra löng stálbrú, sem tengja á saman tvö jaðarsvæði: Kársnes og Nauthólsvík. Ljóst er að kostnaður verður umtalsvert hærri en upprunalegar áætlanir gerðu ráð fyrir og því umhugsunarvert hvort kanna mætti aðrar útfærslur og nýta fjármunina betur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa áhyggjur af neikvæðum áhrifum núverandi fyrirætlana á siglingar og sjósund, sem löng hefð er fyrir í Nauthólsvík, og hafa farið vaxandi. Athygli er jafnframt vakin á því að fyrirhugað brúarstæði er í aðflugsstefnu Reykjavíkurflugvallar og þarf því að gæta þess sérstaklega að byggingakranar og framkvæmdir á svæðinu almennt, ógni ekki flugöryggi.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Sýndar eru miklar landfyllingar ásamt eyðingu á fjöru sem eru hugsanlega nauðsynlegar, en ekkert er sagt um mögulega skerðingu á líffræðilegum fjölbreytileika. Allt of langt hefur verið gengið með eyðingu fjara í borgarlandinu. Fáar eru eftir og spurning hvort þær fái að vera í friði inn í framtíðina.
Þórður Már Sigfússon verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23050037
Fylgigögn
-
Lögð fram umsókn Malbikstöðvarinnar ehf., dags. 22. maí 2023 ásamt bréfi Grímu arkitekta, dags. 22. maí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Esjumela vegna lóðanna nr. 1C og 1D við Gullsléttu. Í breytingunni sem lögð er til felst að lóðirnar eru sameinaðar og verða lóð 1C, byggingarreitir lóðanna eru sameinaðir, innkeyrslur á sameinaða lóð verða tvær frá Gullsléttu og færast til frá því sem nú er, annars vegar sunnarlega við Gullsléttu og hins vegar norðan við miðja lóð, auk þess fellur niður kvöð um lagnir þvert yfir lóðina, samkvæmt uppdr. Grímu arkitekta, dags. 22. maí 2023. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Þórður Már Sigfússon verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 12:17 víkur Einar Sveinbjörn Magnússon af fundi
- Kl. 12:17 tekur Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir sæti á fundinum. USK23050241
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um hraðahindranir við Bústaðaveg sbr. 18. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 21. júní 2023.
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar til meðferðar. USK23060277 -
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að skipa starfshóp til að draga úr þjófnaði á hjólum, sbr. 24. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 14. september 2022. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 23. júní 2023.
Fulltrúar umhverfis- og skipulagsráðs leggja fram svohljóðandi breytingartillögu:
Í aðgerðakafla hjólreiðaáætlunar Reykjavíkur 2021-2025, sem samþykkt var í borgarstjórn 15. júní 2021, er kveðið á um að kanna skuli leiðir til að draga úr þjófnaði á hjólum í samstarfi við lögreglu, tryggingafélög og grasrótarsamtök hjólreiðafólks. Lagt er til að starfshópur verði skipaður með fulltrúum þessara aðila, auk fulltrúa af umhverfis- og skipulagssviði í því skyni að standa við markmið áætlunarinnar að þessu leyti.
Samþykkt og vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK22090084
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins um kostnað vegna fyrirhugaðs kynningarfundar á forhönnun rammaskipulagsins á Gufunesi fyrir uppbygginguna á síðari áföngum, sbr. 23. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. mars 2023. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa dags. 26. júní 2023. USK23030295
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um innheimtu tunnugjalds, sbr. 22. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 24. maí 2023. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða dags. 22. júní 2023. USK23050268
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um torg sbr. 60. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 10. ágúst 2022. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 22. júní 2023. USK22090071
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins er hálf sleginn yfir að sjá það gríðarmikla fjármagn sem farið hefur í torgagerð í borginni, lang mest í miðbænum eða 21 torg en í öðrum hverfum mesta lagi eitt, einstaka hverfi eru með 3 torg og Laugardalurinn með 7. Þetta er aðallega sláandi á meðan horft er upp á að biðlistar barna sem bíða eftir faglegri aðstoða fagfólks skólanna lengjast með hverri viku. Nú bíð um 2500 börn. Þetta svar sýnir í hnotskurn hvar pólitískar áherslur þessa og síðasta meirihluta liggja og af hverfum er það miðbærinn sem á hug og hjörtu þessa og síðasta meirihluta. Samtals torg kr. 77.096.829, þar af miðborg kr. 41.187.322 Útipallurinn á Frakkastíg sem gerður var að frumkvæði meirihlutans kostaði kr. 2.320.000.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hreinsun á tjörninni í Reykjavík, sbr. 26. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. mars 2023. Einnig er lagt svar frá umhverfis- og skipulagssviði, skrifstofu umhverfisgæða dags. 20. júní 2023. USK23030291
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins er oft spurður um hvort hann telji að meirihlutinn taki ákvörðun um að hreinsum tjarnarinnar, t.d. fjarlægja rusl, hreinsa rusl úr tjörninni sjálfri, Mörgum finnst tjörnin hreinlega sóðaleg í meira lagi. Til að hlúa að lífríki hennar þarf tjörnin að vera hrein og laus við mengun. Af svari að dæma er ekki mikið um hreinsun á tjörninni. Á sumrin eru að jafnaði starfsmenn borgarinnar á svæðinu sem sagt er að “fylgist með og hreinsi rusl eftir þörfum” Fulltrúi Flokks fólksins finnst þetta “eftir þörfum” gefa vísbendingar um að ekki sé farið í neina djúphreinsun. Eftirlit er stopult. Fram kemur einnig að mælst hafi óæskileg efni í vatninu í mælingum. Hér þarf að gera betur. Það sjá allir sem vilja. Ekki er svarað hvenær tjörnin var hreinsuð rækilega og hvernig það sé gert.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um söfnun matarleifa við heimili á höfuðborgarsvæðinu í framtíðinni, sbr. 15. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 26. apríl 2023. Einnig er lagt fram svar frá Sorpu bs. dags. 20. júní 2023. USK23040217
Áheyrnarfulltrúi Flokks Fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Í ljósi fyrirséðra breytinga á söfnun matarleifa við heimili á höfuðborgarsvæðinu og þeirra krafna sem eru gerðar til moltuvinnslu er ljóst að vinnsla á lífrænum úrgangi úr blönduðum heimilisúrgangi verður ekki hluti af starfsemi Sorpu til framtíðar. Flokkur fólksins spyr hvort Sorpa muni ekki slíta sig út úr þessu að öllu leyti eða að hluta til t.d. böggun eða að sækja sorp á heimilin. Í svari segir að Sorpa mun áfram meðhöndla þann blandaða úrgang sem myndast á höfuðborgarsvæðinu en ekki forvinnslu þar sem flokkun er nú á söfnunarstað. Það mun breyta miklu að lífrænn úrgangur verður nú alveg sér og miður að Sorpa skyldi ekki fylgja öðru sveitarfélögum sem hófu flokkun á söfnunarstað fyrir mörgum árum. Ómælt fé hefur farið í vitleysu hjá Sorpu að taka ekki önnur sveitarfélög sér til fyrirmyndar í þessum efnum. Aðrar breytingar virðast ekki vera í kortunum en stór hluti starfsemi Sorpu hefur þegar verið boðin út. Fulltrúi Flokks fólksins finnst of mikið áhersla vera á að finna leiðir til að flytja út úrgang í stað þess að skoða langtímalausnir sem hljóta að miðast við að vera staðsettar hér heima.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um ákvörðun um útboð á sorpi til brennslu, tímalengd ferlisins og urðun í Álfsnesi, sbr. 30. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 19. apríl 2023. Einnig er lagt fram svar Sorpu bs. dags. 20. júní 2023. USK23040147
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins spurði ýmissa spurninga um Sorpu, brennslu sorps og útboðsferlið. Einnig var spurt um magn sem er enn urðað í Álfsnesi. Talsverðar tafir hafa orðið á svari frá Sorpu en fram kemur eins og vitað er að öllum tilboðum í útflutning á brennanlegum úrgangi var hafnað og leitað þurfti annarra leiða . Kæruferli hófst sem lyktaði Sorpu í hag. Dregið hefur úr magni sem urðað er í Álfsnesi. Fulltrúa Flokks fólksins finnst erfitt að hugsa til þess að sorp sé urðað yfir höfuð. Urðun er ekki í neinum takti við loftlagsmarkmiðin. Brenna þarf úrgang og ef að til væri öflug brennslustöð sem nýtti varman frá brennslunni þyrfti ekki að flytja sorp til útlanda, þar sem það er hvort eð er brennt og varminn nýttur. Sorpa ætlar að flytja út 43 þúsund tonn af úrgangi til brennslu í Svíþjóð. Útflutningur á sorpi til brennslu getur aldrei verið nein framtíðarlausn.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsókn Karls Magnúsar Karlssonar, dags. 19. maí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Ármúla-Vegmúla-Hallarmúla vegna lóðarinnar nr. 6 við Suðurlandsbraut. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á hæðafjölda millihúss, samkvæmt uppdr. VA Arkitekta dags. 21. júní 2023. Einnig er lögð fram skýringarmynd, dags. 16. maí 2023. Frestað. USK23050226
-
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 4. maí 2023, ásamt skipulagslýsingu, dags. 18. maí 2023, vegna gerð nýs deiliskipulags fyrir lóðina Fossvogsblettur 2-2A. Skipulagslýsing þessi tekur til erfðafestulanda að Fossvogsbletti 2 og 2A í Reykjavík. Tilgangur skipulagslýsingarinnar er að greina frá svæðinu, áherslum og markmiðum við skipulagsgerðina, forsendum sem liggja að baki og fyrirhuguðu skipulagsferli. Einnig er lögð fram húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 17. janúar 2023. Kynning stóð til og með 13. júní 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn/ábendingu: Kristinn Kristinsson, dags. 12. júní 2023, Jóhannes Albert Sævarsson, dags. 12. júní 2023, Sylvía Ólafsdóttir, dags. 13. júní 2023, Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir, dags. 13. júní 2023 og Marteinn Briem og fjölskylda, dags. 13. júní 2023. Einnig eru lögð fram svör skipulagsfulltrúa við athugasemdum, dags. 22. júní 2023. Ábendingar og athugasemdir kynntar.
Sigríður Maack verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23050069
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssvið að nýju deiliskipulagi fyrir Fossvogsblett 2-2A. Í breytingunni sem lögð er til felst gerð leikskólalóðar, samkvæmt uppdrætti Landmótunar, dags. 21. júní 2023. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins
Vísað til borgarráðs.Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Æskilegt er að svo stórum leikskóla verði fundin heppilegri staðsetning en við Fossvogsblett 2 og 2a. Eins og íbúar í hverfinu benda á er Fossvogsgata þröng, með gangstétt aðeins öðrum megin og hentar því ekki hinni miklu umferð, sem mun óhjákvæmilega fylgja stórum leikskóla. Mikill gróður er á umræddum lóðum og færi betur á því að nýta þær sem útivistarsvæði en nýta aðra möguleika í því skyni að fjölga leikskólarýmum í hverfinu.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins fagnar hverju skrefi í átt að því að drífa upp leikskóla enda bíða yfir 900 börn eftir plássi. Mikil tímapressa er því á máli sem þessu. Hér eru lögð fram ítarlegt gögn um sögu svæðisins þar sem Ævintýraborgir eiga að rísa. Um er að ræða 10 deilda leikskóla fyrir 150 börn. Ekkert er hins vegar minnst á hvernig Ævintýraborgirnar mátast á þennan reit. Áformin liggja þó fyrir. Ævintýraborgir eru tímabundnar en þarna munu síðan rísa varanlegar leikskólabyggingar. Drífa þarf þetta verk áfram af fullum krafti, þótt fyrr hafi verið.
Sigríður Maack verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23050069
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi fyrir Fossvogsdal stíga. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á afmörkun deiliskipulags, samkvæmt uppdrætti Landmótunar, dags. 21. júní 2023. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Sigríður Maack verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23060297
Fylgigögn
-
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Indro Indriða Candi, dags. 9. janúar 2023, ásamt bréfi, dags. 9. janúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 50 við Lindargötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að hækka hluta þaks á mhl. 03 (bakhús) og tengja við eystri hlið þaks á mhl. 2 þannig að úr verði garðskáli á þaki mhl 3, og setja opin stiga austast í port sem þjónar sem flóttaleið frá samkomusal á 2. hæð, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. VA arkitekta, dags. 9. janúar 2023, br. 21. júní 2023. Einnig er lagður fram tölvupóstur Tinnu Andrésdóttur, dags. 19. apríl 2023, þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdafresti. Tillagan var grenndarkynnt frá 20. mars 2023 til og með 17. maí 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Margrét Lóa Jónsdóttir, dags. 11. apríl 2023, Adama Ndure, dags. 17. apríl 2023, Viktoría Jóhannsdóttir og María Lísa Alexía Jóhannsdóttir, dags. 22. apríl 2023, Karl Pétur Smith, dags. 23. apríl 2023, Frank Hall og Helga Auðardóttir, dags. 24. apríl 2023 og Tinna Andrésdóttir lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu f.h. Bruni Lebas, dags. 28. apríl 2023. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. júní 2023. Lagt er til að tillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem koma fram í umsögninni.
Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júní 2023.
Vísað til borgarráðsÁheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Margar athugasemdir eru gerðar við deiliskipulagið og ætla skipulagsyfirvöld að koma til móts við einhverjar þeirra. Það er ekki á hverjum degi sem athugasemdir eru í þá veruna að að með breytingum er hægt að sjá inn í næstu íbúðir og að þannig sé friðhelgi einkalífsins ógnað. Hvað viðkemur athugasemdum sem lúta að innsýn í næstu íbúðir eða skerðingu á birtingu finnst fulltrúa Flokks fólksins að þær skulu lagðar undir þá sem gerðu upphaflega athugasemdirnar áður en þær eru samþykktar í umhverfis- og skipulagsráði.
Sigríður Lára Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23010094
Fylgigögn
-
Lögð fram umsókn Ernu Petersen, dags. 15. maí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Vesturvallareits vegna lóðanna nr. 66 og 68 við Sólvallagötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að hækka þak hússins ásamt því að koma fyrir fimm kvistum á norðurhlið þaksins, samkvæmt uppdr. Vektors, hönnun og ráðgjöf, dags. 15. maí 2023. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 24. apríl 2023. Lagt er til að tillagan verði auglýst.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23050201
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu skipulagsfulltrúa, dags. 16. júní 2023, að skipan fulltrúa í vinnuhóp sem gerir tillögu að fegrunarviðurkenningum fyrir endurbætur á eldri húsum og fallegar og vel skipulagðar lóðir þjónustu og stofnana og fjölbýlishúsa, auk sumargatna árið 2023.
Samþykkt. USK23010196Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Ákveðið er að setja á laggirnar vinnuhóp til að velja hús sem fá viðurkenningu annars vegar fyrir endurbætur á á eldri húsum og hins vegar fyrir fallegar og vel skipulagðar lóðir þjónustu, stofnana og fjölbýlishúsa, auk sumargatna. Starfshópurinn mun auglýsa opinberlega eftir tilnefningum og ábendingum frá borgarbúum um verðug verkefni. Í þessu sambandi vill fulltrúi Flokks fólksins leggja til að sérstaklega sé gætt að auglýsingar eftir tilnefningum berist úthverfunum þótt fram til þess hafa þeir sem búa miðsvæðis langoftast hneppt viðurkenninguna. Nota má íbúaráðin, hverfisblöðin og margt fleira til að auglýsa eftir tilnefningu.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, dags. 20. júní 2023. USK22120096
Fylgigögn
-
Lagt fram málskot Jóhanns Halldórssonar f.h. S8 ehf., dags. 15. júní 2023, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 18. apríl 2023 um hækkun á nýtingarhlutfall ofanjarðar á reit H til samræmis við reit G. Einnig er lagt fram minnisblað Ask arkitekta, ódags., greinargerð ASK arkitekta, dags. 21. mars 2023 og samanburð á fermetrum, ódags. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. apríl 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. apríl 2023, staðfest. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. USK23060258Fylgigögn
-
Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki eftirfarandi tillögu að breytingum á gjaldskyldu fyrir bílastæði Reykjavíkurborgar:
• Að gjald á gjaldsvæði P1 verði 600 kr/klst og hámarkstími verði 3 klst.
• Að gjaldskyldutími á gjaldsvæðum P1 og P2 verði til klukkan níu á kvöldin, virka daga.
• Að gjaldskyldutími á gjaldsvæðum P1 og P2 verði til klukkan níu á kvöldin, á laugardögum.
• Að gjaldskylda verði á gjaldsvæðum P1 og P2 verði milli klukkan 10 á morgnanna og níu á kvöldin, á sunnudögum.
• Að ekki verði gjaldskylda á gjaldsvæði P3 á laugardögum.
Annað er óbreytt frá gildandi tilhögun gjaldskyldu.
Greinargerð fylgir tillögunni.Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:
Framlögð tillaga felur í sér 40% hækkun bílastæðagjalda á gjaldsvæði P1. Einnig að gjaldskyldutími verði lengdur til kl. 21 virka daga og á laugardögum á gjaldsvæðum P1 og P2. Þá verði tekin upp gjaldskylda á sunnudögum á gjaldsvæðum P1 og P2. Lagt er til að tillagan verði kynnt fyrir samtökum rekstraraðila í miðborginni og viðkomandi íbúasamtökum og íbúaráðum: þ.e. íbúaráði og Íbúasamtökum Vesturbæjar, Íbúasamtökum miðborgar Reykjavíkur og íbúaráði Miðborgar og Hlíða. Þessum aðilum verði gefinn kostur á að tjá sig um fyrirhugaðar breytingar áður en þær verða teknar til endanlegrar afgreiðslu.
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar og Pírata gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsmeðferðartillögunnar.
Borin er þá upp upprunaleg tillaga og hún samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráðs.Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Verið er að uppfæra gjaldskrá og gjaldskyldutíma bílastæða í samræmi við verklagsreglur í takt við notkun. Fyrirhugaðar eru stafrænar breytingar þar sem tæknin verður nýtt til að gera eftirlit skilvirkara og minnka eftirlitskostnað.
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Ráðist er hér í róttækar breytingar vegna gjaldskyldra bílastæða í Miðborginni. Á sama tíma og þjónusta strætó er ófullnægjandi, og á sama tíma og tíðnin er alltof fátíð, þá er óverjanlegt að rukka fólk hærri gjöld og lengja innheimtutímann umtalsvert fyrir að leggja í stæði. Miðborgin er fyrir alla íbúa, þau sem hafa minna á milli handanna munu veigra sér við að sækja þjónustu í miðbænum með þessum breytingum. Fulltrúi Sósíalista myndi styðja þessar breytingar ef tryggt væri að tíðni strætó myndi aukast á móti sem og ef þjónustan yrði bætt. Á meðan svo er ekki, er óréttlætanlegt að skerða eina raunhæfa kostinn í stöðunni fyrir margt fólk, sem er að nota bíl. Margt fólk sér enga aðra kosti í stöðunni því borgin hefur ekki skapað hvata fyrir íbúa til að nota strætó.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Hækka á gjald fyrir bílastæði Reykjavíkurborgar umtalsvert og þrengja reglurnar samhliða hækkun. Þess utan bætast við sunnudagar. Að gjaldskylda verði á gjaldsvæðum P1 og P2 milli klukkan tíu á morgnanna og níu á kvöldin, á sunnudögum. Þessar breytingar hafa mikinn fælingarmátt fyrir þá sem koma akandi í bæinn og er nú nóg samt. Þess utan hefur hækkun á gjöldum áhrif á verðbólgudrauginn.
Rakel Elíasdóttir deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23060025
Fylgigögn
-
Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að veita heimild fyrir áframhaldandi undirbúningi, verkhönnun og gerð útboðsgagna vegna endurhönnunar á Höfðabakka í samræmi við meðfylgjandi forhönnunarteikningar sem sýna m.a. að hægribeygjuframhjáhlaup eru fjarlægð á gatnamótum Höfðabakka við Bíldshöfða og við Bæjarháls. Greinargerð fylgir tillögunni.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að málinu sé frestað. Frestunartillagan er felld með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Vinstri grænna.
Upprunaleg tillaga samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Bjarni Rúnar Ingvarsson deildarstjóri og Nils Schwarzkopp byggingartæknifræðingur taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK23010271
Fylgigögn
-
Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að veita heimild fyrir áframhaldandi undirbúningi, verkhönnun og gerð útboðsgagna vegna endurhönnunar á Bríetartúni í samræmi við hjálagða hönnunarteikningar. Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Kjartan Magnússon situr hjá við afgreiðslu málsins. USK23060295Bjarni Rúnar Ingvarsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki eftirfarandi sérákvæði um að umferð hópbifreiða og annarra ökutækja yfir átta metra á lengd verið bönnuð á eftirfarandi götum. Undanþegin banni verði ökutæki merkt akstursþjónusta sem fellur undir lög um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992, ökutæki merkt Reykjavíkurborg og sorphirðu.
Ásvallagata, Bakkastígur, Bárugata vestan Ægisgötu, Blómvallagata, Brávallagata, Brekkustígur, Brunnstígur, Bræðraborgarstígur, Framnesvegur austan Sólvallagötu, Garðastræti, Grófin, Hávallagata, Holtsgata, Hólatorg, Hólavallagata, Hrannarstígur, Kirkjugarðsstígur, Ljósvallagata, Marargata, Naustin, Nýlendugata, Ránargata vestan Ægisgötu, Seljavegur, Sólvallagata, Stýrimannastígur, Tryggvagata, Túngata vestan Hrannarsstígs, Unnarstígur, Vesturgata vestan Ægisgötu að Ánanaustum, Vesturvallagata, Öldugata vestan Ægisgötu.
Ofangreindar ráðstafanir verði merktar með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingu þar sem það á við, í samræmi við reglugerð 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra ásamt áorðnum breytingum. Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt með vísan til 2. gr. viðauka 2.7 um embættisafgreiðslur samgöngustjóra, sbr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. USK23010018Bjarni Rúnar Ingvarsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki eftirfarandi sérákvæði fyrir umferð:
• Að einstefnuakstur verði á Bjarkargötu til suðurs.
• Að hjólandi verði undanþegin einstefnuakstri á Bjarkargötu.
• Að einstefnuakstur verði Tjarnargötu til suðurs, sunnan Skothúsvegar.
• Að hjólandi verði undanþegin einstefnuakstri á Tjarnargötu, bæði norðan og sunnan Skothúsvegar.
• Að heimilt verði að leggja við vinstri brún Bjarkargötu m.v. akstursstefnu
• Að heimilt verði að leggja við vinstri brún Tjarnargötu sunnan Skothúsvegar m.v. akstursstefnu
Ofangreindar ráðstafanir verði merktar með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingu þar sem það á við, í samræmi við reglugerð 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra ásamt áorðnum breytingum. Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt með vísan til 2. gr. viðauka 2.7 um embættisafgreiðslur samgöngustjóra, sbr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. USK23010018Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er verið að samþykkja einstefnuakstur í götu og byggist málið á frumkvæði íbúa. Verið er að heimila það að hjólað sé gegn einstefnu í fyrsta sinn til að tryggja áfram gott aðgengi hjólreiðafólks um götuna. Gott væri að skoða fleiri einstefnugötur þar sem verðugt væri að heimila að hjólað væri gegn einstefnu.
Bjarni Rúnar Ingvarsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki eftirfarandi sérákvæði fyrir umferð:
• Að einstefnuakstur verði á Ásvallagötu til vesturs, milli Ljósvallagötu og innkeyrslu að Hofsvallagötu 15-23
• Að hjólandi verði undanþegin einstefnuakstri á Ásvallagötu, milli Ljósvallagötu og Hofsvallagötu.
• Að heimilt verði að leggja við vinstri brún Ásvallagötu milli Ljósvallagötu og Hofsvallagötu, m.v. akstursstefnu.
• Að einstefnuakstur verði á Sólvallagötu til austurs, austan Hofsvallagötu
• Að hjólandi verði undanþegin einstefnuakstri á Sólvallagötu, austan Hofsvallagötu
• Að heimilt verði að leggja við vinstri brún Sólvallagötu austan Hofsvallagötu m.v. akstursstefnu
Ofangreindar ráðstafanir verði merktar með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingu þar sem það á við, í samræmi við reglugerð 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra ásamt áorðnum breytingum. Greinargerð fylgir tillögunni.Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:
Lagt er til að fyrirliggjandi tillaga verði kynnt fyrir íbúum Ásvallagötu og Sólvallagötu og þeim gefinn kostur á að tjá sig um fyrirhugaðar breytingar áður en þær verða teknar til endanlegrar afgreiðslu.
Málsmeðferðatillaga felld með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Vinstri grænna.Upphafleg tillaga samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við (1. og 3. mgr.) 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. USK23010018
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er verið að samþykkja einstefnuakstur í götu og byggist málið á frumkvæði íbúa. Verið er að heimila það að hjólað sé gegn einstefnu í fyrsta sinn til að tryggja áfram gott aðgengi hjólreiðafólks um götuna. Gott væri að skoða fleiri einstefnugötur þar sem verðugt væri að heimila að hjólað væri gegn einstefnu.
Bjarni Rúnar Ingvarsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram afgreiðslubréf, dags. 15. júní 2023, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hólalands á Kjalarnesi. USK23030388
Fylgigögn
-
Lagt fram afgreiðslubréf, dags. 15. júní 2023, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Grundarhverfis á Kjalarnesi. SN220294
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um niðurfellingu aukagjalds vegna sorphirðu, sbr. 25. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 8. mars 2023. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða dags. 21. júní 2023. USK23030100
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins óskaði eftir upplýsingum um niðurfellingu aukagjalds sorphirðu vegna 15m reglu fyrir öryrkja og eldri borgara og hefur nú fengið svar. Einnig var spurt um hvort öryrkja geti sótt um niðurfellingu á aukagjaldi sorphirðu vegna 15m reglu? Ef já þá hvernig? Í svari segir að vinnsla beiðna um undanþágu frá ákvæði um viðbótar losunargjald er samkvæmt verklagi frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs frá árinu 2011.Fulltrúi Flokks fólksins telur að það hljóti að þurfa að endurskoða verklag sem orðið er meira en 10 ára gamalt. Flestar voru undanþágur árið 2012 eða ellefu talsins, en í dag er veitt undanþága vegna tveggja íláta í borginni. Í framhaldi er e.t.v. rétt að spyrja um hvað mörgum beiðnum um undanþágu hefur verið hafnað undanfarin 5 ár og á hvaða forsendum? Sá hluti fyrirspurnarinnar af hverju skipulagsyfirvöldum gengur svo illa að svara erindum þessa hóps er ekki svarað og heldur ekki hvernig eigi að sækja um undanþágur.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stöðu tillögu vegna hjólreiðaþjófnaðar, sbr. 19. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 21. júní 2023.
Fyrirspurninni var svarað með vísun til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar sbr. lið 17. USK23060276
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um verkefni í "Hverfið mitt" íbúakosningu, sbr. 33. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 31. maí 2023.
Fyrirspurninni er vísað frá þar sem hún á heima í stafræna ráðinu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn frávísun fyrirspurnarinnar. -
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um rauða dregilinn, sbr. 25. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 7. júní 2023.
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar til umsagnar. USK23060073 -
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að sú göngubraut sem meirihlutinn vill leggja við garða íbúa í Seljahverfi verði frekar lögð meðfram göngu og hjólastíg við veginn frekar en alveg upp við íbúabyggðina. Þarna er um lítið grænt svæði að ræða, sem eftir verður á milli íbúabyggðarinnar og vegarins, og það þarf að vernda og hlúða að því frekar en að raska með frekari framkvæmdum. Hér má nefna að farfuglar verpa á svæðinu á milli íbúðarbyggðarinnar og vegarstæði Arnarnesvegar og þar er töluvert fuglalíf sem skiptir máli. Þetta er hluti af varðveislugildi svæðisins sem gæti komið fram við nýtt umhverfismat. Ef koma á fyrir gönguskíðabraut á þessu svæði þá er sjálfsagt að hafa hana þá meðfram göngu- og hjólastíg við veginn. Fulltrúi Flokks fólksins telur að sú gróna rönd sem hér um ræðir geti verið dálítil hljóðdeyfing og ekki veitir af gróðri til að vega á móti útblæstri gróðurhúsalofttegunda í þéttbýli. Einnig væri betra að hjólastígurinn yrði fyrir austan Arnarnesvegar, enda verður hann líklegast mest notaður af Kópavogsbúum, m.a. á leið til vinnu í Reykjavík.
Frestað. USK23060356
-
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Vinnuskóli Reykjavíkur hefur verið að ráða ungmenni í vinnu á leikskólum borgarinnar. Á heimasíðu Reykjavíkur er hvergi talað um að verkefnin snúi að vinnu á leikskólum, heldur snúi þau flaust að garðyrkju og umhirðu í borginni. Einnig er talað um að sumarstörf vinnuskólans séu uppbyggileg og bjóði upp á fræðslu í öruggu starfsumhverfi. Í samtölum borgarfulltrúa við ungmenni sem hafa gegnt störfum á leikskólum, hefur komið fram að skortur sé á fræðslu, og þau upplifi heldur ekki öryggi í starfi. Verkefnin séu mörg og undirbúningurinn lítill sem enginn. Leikskólar í borginni ráða ekki inn fólk undir 18 ára aldri, en hér er samt verið að því í gegnum vinnuskólann. Fulltrúi Sósíalista leggur því fram fyrirspurnir sem gott væri að fá svör við sem allra fyrst, í sumar: 1. Hvaða ár byrjaði vinnuskólinn að ráða ungmenni til vinnu á leikskólum? 2. Hversu mörg ungmenni gegna störfum á leikskólum borgarinnar sumarið 2023? 3. Hvers vegna ráða leikskólar ekki inn fólk yngra en 18 ára til starfa? Hver eru þá rökin fyrir því að ungmenni í vinnuskólanum, sem eru yngri en 18 ára, megi gegna störfum á leikskólum? 4. Hvernig er ungmennum tryggð fræðsla um starfið sem þau gegna á leikskólanum? Hvernig eru þau undirbúin fyrir þau verkefni sem gegna á þar? 5. Hver ber ábyrgð ef slys verða á börnum í umsjá ungmennanna? 6. Hver er munurinn á þeirri ábyrgð sem ungmennin gegna á leikskólanum, samanborið við annað fullorðið starfsfólk á leikskólunum? 7. Hvernig tryggir vinnuskólinn að öll ungmenni sem fá vinnu á leikskólum, hljóti einnig fræðslu? USK23060359
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Búið er að taka niður lyfturnar og staurana í skíðabrekkunni og talað er um að hefja landmótun á Vetrargarðinum og undirbúning fyrir Arnarnesveg. Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga á hvort þetta þýði að lyfturnar verði ekki í notkun næsta vetur? Og þá kannski ekki heldur veturinn þar á eftir, þótt varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins hafi lofað því í nýlegri færslu á Facebook? Hvenær geta íbúar vænst þess á ný að nýta skíðabrekku hverfisins. USK23060354
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hefur lagning gönguskíðabrautar á grónu svæði (mön) fyrir ofan Jaka-, Jóru- Kalda- og Klyfjasel verið rædd sérstaklega við íbúa, og þá sérstaklega þá sem búa næst fyrirhugaðri skíðagöngubraut? Flestir íbúar vilja að umrætt náttúrusvæði, verði látið í friði og frekar gróðursett tré á svæðinu í stað þess að ryðja gróður til að útbúa gönguskíðabraut alveg upp við garða íbúa. Í litprentuðum bæklingi sem Reykjavíkurborg dreifði í júlí 2021 eru m.a. tvær myndir, önnur teiknuð en hin mynd af korti, sem sýna væntanlegan Vetrargarð og næsta nágrenni. Þar má sjá að gera á gönguskíðabrautir rétt fyrir ofan Jaka-, Jóru- Kalda-, Klyfjasel og fleiri nærliggjandi Sel sem gætu skaðað hið vel gróna svæði milli efstu lóðanna og væntanlegs Arnarnesvegar. Verður trjágróðri, sem íbúar hafa gróðursett á síðustu áratugum, til að rækta upp þetta dýrmæta græna svæði, rutt í burt fyrir þessar gönguskíðabrautir? Þessi mön milli íbúabyggðarinnar og vegarins mun að einhverju leyti vernda íbúa fyrir hávaða og mengun frá tilvonandi Arnarnesvegi, og því gríðarlega mikilvægt að hlúa vel að gróðri og náttúru á þessu svæði.
Fyrirspurninni fylgir skýringarmynd. USK23060355
Fylgigögn
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvað varð um vistlokin sem lofað var að yrðu byggð í tengslum við lagningu 3. áfanga Arnarnesvegar. Áformað er að koma vistlokum yfir hluta vegarins og yrðu þau til bóta, enda augljóst að vegurinn eins og hann er nú teiknaður verður snjókista alls staðar þar sem vistlokin eru ekki. Vegurinn mun að öllum líkindum verða gjörsamlega ófær í vetrarfærð, eins og hefur verið síðustu ár. Teikningar af svokölluðum vistlokum (gróðurbrú yfir veginn) voru birtar á deiliskipulaginu, en er svo hvergi að sjá í útboðslýsingu. Það er öllum ljóst að það er mun meiri kostnaður fólginn í því að bæta vistlokunum við síðar, frekar en að gera þau á sama tíma og vegurinn er lagður. Hafa skipulagsyfirvöld það fast í hendi að þessi vistlok, sem íbúum var lofað í samþykktu deiliskipulagi, verði gerð og þá hvenær er að vænta þeirra?
Greinargerð fylgir fyrirspurn. USK23060357
Fylgigögn
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Nú liggur fyrir að ekki var samþykkt að taka tilboði lægstbjóðandi verktaka í útboði 3ja áfanga Arnarnesvegar. Í útboðsgögnum er talað um að vegurinn sé 1.3 km. Allir þeir sem skoða gögnin betur geta séð að vegarkaflinn er mun lengri og enn lengri ef sveigurinn inn á útivistarsvæðið í Elliðaárdal, austan Nönnufells og Möðrufells, er talinn með. Af hverju er ekki sagt satt um þetta atriði? Varla er þetta til að bæta svokallað íbúalýðræði sem lítið fer fyrir í þessu máli? USK23060358
Fundi slitið kl. 15:39
Dóra Björt Guðjónsdóttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Birkir Ingibjartsson Friðjón R. Friðjónsson
Kjartan Magnússon Líf Magneudóttir
Unnur Þöll Benediktsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 28. júní 2023