Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2023, miðvikudaginn 21. júní, kl. 9:08 var haldinn 275. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Birkir Ingibjartsson, Kjartan Magnússon, Líf Magneudóttir, Pawel Bartoszek og áheyrnarfulltrúarnir Andrea Helgadóttir og Helga Þórðardóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Hildur Björnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Björn Axelsson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Inga Rún Sigurðardóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram að nýju tillaga íbúaráðs Breiðholts, sem var vísað til umhverfis- og skipulagsráðs, um umferðaröryggi í Fálkabakka, sbr. 4. lið fundargerðar íbúaráðs Breiðholts frá 3. maí 2023.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. MSS23040226
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja eindregið tillögu íbúaráðs Breiðholts um að umferðaröryggi verði metið í Fálkabakkabrekkunni. Í janúar sl. lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði til að að gripið yrði til aðgerða sem fyrst í því skyni að auka umferðaröryggi í brekkunni. Sú tillaga var felld á fundi ráðsins 19. apríl sl. Vonandi verður einróma samþykkt íbúaráðs Breiðholts til þess að málið verði skoðað frekar og gripið til viðeigandi aðgerða. Til þess verður að líta að á liðnum vetri lentu bifreiðar og strætisvagnar ítrekað í vandræðum í Fálkabakkabrekkunni vegna mikillar hálku. Um er að ræða þekkt og langvinnt vandamál en við slæmar hálkuaðstæður getur alvarleg hætta skapast í brekkunni. Brýnt er að málið verði skoðað í samráði við Strætó bs. og viðeigandi úrbætur gerðar, t.d. að hita upp götuna þar sem brattinn er mestur. Einnig verði skoðað að hafa þá strætisvagna á nagladekkjum, sem aka Fálkabakka í vetrarfærð.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa, dags. 15. júní 2023. USK23010150
Fylgigögn
-
Leitað var til hönnuða og samstarfsaðila sem komu að samkeppni um Grænt húsnæði framtíðarinnar síðla vetrar 2022 til að skila inn drögum að deiliskipulagsuppdrætti. Ekki var um eiginlega samkeppni að ræða heldur hugmyndaleit. Leitað verður til höfunda þeirra tillögu sem best þykir vegna áframhaldandi deiliskipulagsvinnu. Reykjavíkurborg greiddi fyrir hverja tillögu sem berst. Hönnunarhóparnir voru þrír talsins: Nordic – Office of Architecture, Lendager og loks hópur undir merkjum Esja, Landslag, Arkibygg, The Living Core, Exa Nordic og Myrra. Hugmyndavinnan hófst um miðjan febrúar 2023 og stóð til aprílloka. Hugmyndum var skilað á x3 A1-plakötum ásamt greinargerð á A3. Einnig var farið fram á að sýna myndir og teikningar ásamt helstu atriðum úr greinargerð, svo sem fjarvíddarmyndir sem sýna yfirbragð úr augnhæð, yfirlitsmyndir á aðkomu frá öllum hornum svæðisins og planmyndir í 1:1000 og útvalin svæði í 1:200. Helstu viðfangsefni og meginmarkmið var; 1 að greina núverandi horf Veðurstofuhæðar og næsta nágrennis svo byggja megi undir heildstætt nýtt íbúðahverfi á miðsvæði ásamt þjónustu með sterkum vistvænum áherslum í sátt við núverandi umhverfi. 2. Að leita uppi styrkleika rýmisins á svæðinu og flétta saman við borgarsamhengið næst reitnum í Hlíðum og Kringlu. 3. Að koma fyrir nýrri 7m breiðri tengingu sem þjónar öllum virkum ferðamátum undir Bústaðaveg og tengja saman norður–suðurás milli Stigahlíðar og Beykihlíðar/Birkihlíðar (Suðurver og Klettaskóli). 4. Að skoða þróunar- og uppbyggingarmöguleika lóða á reitnum, hæðir húsa, stakstæð eða í klösum ásamt samnýtingu rýma. 5. Að finna hæfilegt nýtingarhlutfall nýbygginga á reitnum. 6. Að skoða bílastæðakröfur og bílastæðahús ásamt fyrirkomulagi á aðgengi ökutækja inn á íbúðareitinn sem gengur í aðalatriðum út á samnýtingu með Veðurstofunni. 7. Að deilihagkerfið eigi að geta þjónað öllum íbúum reitsins. 8. Að staðsetja 5-7 íbúa sambýli fyrir fatlaða. 9. Að skilgreina útivistarsvæði fyrir íbúa reitsins og núverandi nágranna. Gert er ráð fyrir að byggingarmagn á reitnum skiptist á milli Græns húsnæðis framtíðarinnar á veðurhæðinni, Variat - hagkvæms húsnæðis og Bjargs íbúðafélags. Gert er ráð fyrir að starfsemi þjónustustofnunar á Veðurstofureit (Veðurstofa Íslands) muni alfarið færast yfir á lóð nr. 7 við Bústaðaveg með nýbyggingarreit vestan við núverandi byggingu. Byggingarreitur Veitna ohf. undir framtíðarstækkun kaldavatnsgeymis verður staðsettur sunnan við hlið núverandi geymis.
Frestað. USK23060238
-
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 7. mars 2023, vegna nýs deiliskipulags fyrir Veðurstofureit. Í tillögunni sem lögð er til felst að koma fyrir nýrri íbúðabyggð ásamt þjónustu á Veðurstofuhæð. Að greina núverandi horf Veðurstofuhæðar og næsta nágrennis svo byggja megi undir heildstætt nýtt íbúðahverfi á miðsvæði ásamt þjónustu með sterkum vistvænum áherslum í sátt við núverandi umhverfi. Að leita uppi styrkleika rýmisins á svæðinu og flétta saman við borgarsamhengið næst reitnum í Hlíðum og Kringlu. Að koma fyrir nýrri 7m breiðri tengingu sem þjónar öllum virkum ferðamátum undir Bústaðaveg og tengja saman norður–suðurás milli Stigahlíðar og Beykihlíðar/Birkihlíðar (Suðurver og Klettaskóli). Að skoða þróunar- og uppbyggingarmöguleika lóða á reitnum, hæðir húsa, stakstæð eða í klösum ásamt samnýtingu rýma. Að finna hæfilegt nýtingarhlutfall nýbygginga á reitnum. Að skoða bílastæðakröfur og bílastæðahús ásamt fyrirkomulagi á aðgengi ökutækja inn á íbúðareitinn sem gengur í aðalatriðum út á samnýtingu með Veðurstofunni. Að deilihagkerfið eigi að geta þjónað öllum íbúum reitsins. Að staðsetja 5-7 íbúa sambýli fyrir fatlaða. Að skilgreina útivistarsvæði fyrir íbúa reitsins og núverandi nágranna. Gert er ráð fyrir að byggingarmagn á reitnum skiptist á milli Græns húsnæðis framtíðarinnar á veðurhæðinni, Variat - hagkvæms húsnæðis og Bjargs íbúðafélags. Gert er ráð fyrir að starfsemi þjónustustofnunar á Veðurstofureit (Veðurstofa Íslands) muni alfarið færast yfir á lóð nr. 7 við Bústaðaveg með nýbyggingarreit vestan við núverandi byggingu. Byggingarreitur Veitna ohf. undir framtíðarstækkun kaldavatnsgeymis verður staðsettur sunnan við hlið núverandi geymis. Einnig er lögð fram húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur frá 2021, skýrsla 208, og fornleifaskrá Borgarsögusafns Reykjavíkur frá 2022, skýrsla 209. Lýsingin var kynnt frá 30. mars 2023 til og með 4. maí 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir/ábendingu/umsögn: Umhverfisstofnun, dags. 31. mars 2023, Bjarni V. Guðmundsson, dags. 1. maí 2023, Skipulagsstofnun, dags. 27. apríl 2023, Vegagerðin, dags. 27. apríl 2023, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, dags. 3. maí 2023, Veitur, dags. 3. maí 2023, Manga lögmenn f.h. eigendur fasteigna að Stigahlíð 87, 89, 91, 93, 95 og 97, dags. 4. maí 2023, íbúaráð Miðborga og Hlíða, dags. 4. maí 2023 og Minjastofnun Íslands, dags. 10. maí 2023.
Frestað. USK23030053
-
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, dags. 13. júní 2023. USK22120096
Fylgigögn
-
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. febrúar 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN060857 þannig að byggð er hæð ofan á mhl. 01 úr timbri klætt læstri málmklæðningu og innrétta skrifstofur og fundarherbergi, endurnýja lyftu, framlengja stigahús og byggja flóttastiga á suðvesturhlið húss á lóð nr. 10 við Síðumúla. Erindi var grenndarkynnt frá 29. mars til og með 4. maí 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Guðni Franzson, dags. 4. maí 2023. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. júní 2023. Lagt er til að tillagan verði samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. júní 2023.
Samþykkt með vísan til a. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs. Fulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.
Sigríður Maack verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. BN061873
Fylgigögn
-
Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki eftirfarandi sérákvæði:
• Að óheimilt verði að leggja í suðausturkanti Engjasels, frá botni botnlangans að Seljabraut. Ofangreind ráðstöfun verði merkt með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingu þar sem það á við, í samræmi við reglugerð 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra ásamt áorðnum breytingum.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram tillögu um að fresta málinu.
Frestunartillaga er felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæðum Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.
Samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. USK23010018
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Beiðni hefur borist frá íbúum um að setja bann við því að leggja í Engjaseli, meðal annars vegna aðgengis slökkviliðs að svæðinu. Nú þegar er bannað að leggja öðru megin og ekki er gert ráð fyrir bílastæðum í skipulagi. Orðið er við beiðninni með þessu.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að ekki hafi komið fram næg gögn og upplýsingar sem styðja við þá ákvörðun að óheimilt verði að leggja í suðausturkanti Engjasels. Eðlilegt hefði verið að fresta afgreiðslu málsins meðan beðið væri frekari gagna frá samgöngustjóra borgarinnar og svo tími gæfist til að kanna hug íbúa götunnar til breytingarinnar. Tillaga Sjálfstæðisflokks um frestun málsins og frekari gagnaöflun var því miður hafnað og því ekki unnt að taka efnislega afstöðu til tillögunnar miðað við fyrirliggjandi gögn.
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Reykjanesfólksvangs dags. 25. apríl 2023 og 23. maí 2023. USK23060231
Fylgigögn
-
Lögð fram umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar dags. 2. maí 2023, þar sem óskað er umsagnar um matsskyldu vegna byggingu skolpdælustöðvar við Elliðaárvog. Einnig er lögð fram matsskyldufyrirspurn Eflu dags. 3. apríl 2023 og umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8. júní 2023. USK23060107
Áheyrnarfulltrúar Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er enn gert ráð fyrir að umtalsverðum landfyllingum, sem alltaf virðast vera fyrsti kostur ef vinna á eitthvað við ströndina. hvernig væri að setja það í forgang að fjörur eigi að hafa forgang? Í gögnum er reyndar sagt að áhrifin verði óveruleg þar sem svæðinu sé þegar raskað. Við rannsóknir fundust samt alls 50 dýrategundir eða hópar á því svæði sem fyrirhugað er undir landfyllingu. Með þessum rökum má nota landfyllingu út í það óendanlega. Og nú er ekki verið að tala um minnkun á líffræðilegum fjölbreytileika.
Fylgigögn
-
Lagt fram afgreiðslubréf, dags. 8. júní 2023, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á skilmálum deiliskipulags Hesthúsabyggð á Hólmsheiði, Almannadal og Fjárborg. USK23040070
Fylgigögn
-
Kynning á áætluðu útliti brúa í Elliðaárdal, göngubrúa sem koma í stað hitaveitustokks og göngu- og hjólabrúar við Grænugróf.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Nýjar brýr yfir Elliðaárnar eru mikilvægur hluti af stígakerfi höfuðborgarsvæðisins og munu um leið stórbæta aðgengi borgarbúa að og um Elliðaárdalinn og styrkja svæðið sem eitt skemmtilegasta græna svæði í hjarta borgarinnar. Hönnunarteymi brúnna er hrósað fyrir létta og skapandi nálgun í vinnu sinni, með leik og virðingu fyrir sögu dalsins að leiðarljósi.
Eva Huld Friðriksdóttir, arkitekt hjá Stiku tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23060180
-
Lögð fram og kynnt, drög af uppdr. Landmótunar ódags. að endurbyggingu og viðbótum að Hólmum í Reykjavíkurtjörn.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Þar sem kettir eru aðal rándýr borgarinnar og ganga lausir á ávallt að gera hólma þar sem því verður viðkomið. Aðeins á slíkum stöðum fá fuglar frið fyrir köttum. Nota ætti öll tækifæri sem bjóðast til að búa til hólma.
Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23060226
-
Kynning á verkefninu stikun gönguleiða.
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Sósíalista vill koma á framfæri að það verði vel sýnilegt í kynningarefni um stikaðar gönguleiðir hvaða leiðir séu heppilegar fyrir hvaða færni, svo auðvelt sé fyrir fólk með skerta færni á einhverju sviði að skipuleggja hvert það getur haldið í gönguferð áður en haldið er á staðinn. Til dæmis að merkt sé upphækkun, sem ekki sést vel á loftmynd eða korti.
Þórólfur Jónsson deildarstjóri og Ævar Aðalsteinsson verkefnastjóri stikaðra gönguleiða taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK23060223
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um tafir á sorphirðu, sbr. 19. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 15. febrúar 2023. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða dags. 15. júní 2023. USK23020173
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins spurði um tafir á sorphirðu vegna ábendinga um að ekki hefur verið sorphirða við hús fólks og tafir séu jafnvel allt að 5 vikur og eru skýringar settar á veður/færð. Spurt var um hvort mikil töf á sorphirðu sé réttlætanleg jafnvel þótt illa ári? Í svari segir að tafir hafi sannarlega orðið vegna veðurs en vikurnar hafi verið mest þrjár en ekki 5. Vissulega geta orðið tafir en segja má samt að við ættum að vera farin að þekkja tíðina og vera tilbúin að takast á við ótíð um hávetur. Ekkert í þessu er nýtt. Það er hins vegar erfitt um hávetur að tunnur séu lengi svo fullar að út úr flæði. Ekki geta allir gert sér ferð á Sorpu og treysta á að koma frá sér sorpi í sorptunnur við hús sín.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um kolefnisútblástur í Reykjavík, sbr. 38. lið fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 11. janúar 2023. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða dags. 15. júní 2023. USK23010118
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Sósíalista telur að til þess að árangur náist í loftslagsaðgerðum í borginni þurfi að afla allra gagna um útlosun og kolefnisfótspor, sorpflokkun og annað sem til málsins heyrir. Sömuleiðis þarf að tryggja að aðgerðir og gagnaöflun beinist ekki aðeins að almenningi heldur einnig að fyrirtækjum og öðrum rekstri í borginni.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um græn svæði borgarinnar, sbr. 31. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 31. maí 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra aðalskipulags. USK23050329
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um eyðingu fjara í borgarlandinu, sbr. 32. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 31. maí 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða. USK23050330
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Fjórar hraðahindranir eru á gangstétt og hjólaleið við Bústaðaveg, sem ætlað er að draga úr hraða hjólandi vegfarenda við Grímsbæ. Lagt er til að þessar hraðahindranir verði merktar með áberandi hætti til að auka umferðaröryggi hjólandi og gangandi vegfarenda, sem eiga leið um svæðið.
Frestað. USK23060277
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram fyrirspurn um svohljóðandi tillögu:
Í aðgerðakafla hjólreiðaáætlunar Reykjavíkur 2021-2025, sem samþykkt var í borgarstjórn 15. júní 2021, er kveðið á um að kanna skuli leiðir til að draga úr þjófnaði á hjólum í samstarfi við lögreglu, tryggingafélög og grasrótarsamtök hjólreiðafólks. Lagt er til að starfshópur verði skipaður með fulltrúum þessara aðila, auk tveggja fulltrúa úr umhverfis- og skipulagsráði í því skyni að standa við markmið áætlunarinnar að þessu leyti. USK23060276
Fundi slitið kl. 11:14
Dóra Björt Guðjónsdóttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Birkir Ingibjartsson Hildur Björnsdóttir
Kjartan Magnússon Líf Magneudóttir
Pawel Bartoszek
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 21. júní 2023