Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 274

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2023, miðvikudaginn 14. júní, kl. 9:06 var haldinn 274. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Helgi Áss Grétarsson, Marta Guðjónsdóttir, Pawel Bartoszek og áheyrnarfulltrúarnir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir og Trausti Breiðfjörð Magnússon. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Hjálmar Sveinsson og Líf Magneudóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Borghildur Sölvey Sturludóttir, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Inga Rún Sigurðardóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 7. júní 2023, þar sem tilkynnt er að á fundi borgarstjórnar þann 6. júní 2023 var samþykkt að Dóra Björt Guðjónsdóttir taki sæti umhverfis- og skipulagsráði í stað Alexöndru Briem. Jafnframt var samþykkt til að Dóra verði formaður ráðsins. MSS22060046

    Fylgigögn

  2. Lagt fram árshlutauppgjör umhverfis- og skipulagssviðs fyrir janúar til mars 2023.

    Hreinn Ólafsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23060105

  3. Lagt fram yfirlit yfir ferðakostnað umhverfis- og skipulagssviðs fyrir tímabilið janúar til mars 2023.

    Hreinn Ólafsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23060105
     

    Fylgigögn

  4. Lagt fram til kynningar erindi sent borgarráði um viðbótar fjárheimild vegna launa nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023.

    Bókanir færðar í trúnaðarbók.

    Hreinn Ólafsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23060109
     

  5. Lögð fram fundargerði embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa, dags. 8. júní 2023. USK23010150

    Fylgigögn

  6. Lögð fram skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. í maí 2023, vegna gerð nýr deiliskipulags fyrir þróunarsvæði við Suðurfell. Skipulagslýsingin tekur til þróunarsvæðis í suðausturhluta Fellahverfis. Tilgangur skipulagslýsingarinnar er að greina frá svæðinu, áherslum og markmiðum við skipulagsgerðina, forsendum sem liggja að baki og fyrirhuguðu skipulagsferli. Lagt er til að lýsingin verði kynnt og leitað umsagna þeirra aðila sem taldir eru upp í henni.
    Samþykkt er að kynna lýsingu nýs deiliskipulags í samræmi við 1. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita skal umsagna um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Veitum, Minjastofnun, Borgarsögusafni, Strætó bs., íbúaráði Breiðholts, íbúasamtökum Breiðholts og eftirtöldum deildum, skrifstofum og sviðum Reykjavíkurborgar:  Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, Skrifstofu byggingarfulltrúa, Skrifstofu framkvæmda og viðhalds, Skrifstofu reksturs og umhirðu, Skrifstofu umhverfisgæða, Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Skóla- og frístundasviði og Velferðarsviði.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Skipulagslýsing snýst um að á forsendum aðalskipulags hefjist nú deiliskipulagsgerð á þessu svæði. Haft verður samráð við íbúaráð í þeirri vinnu en mikið samráð hefur einni verið haft um þennan reit í hverfisskipulagsvinnunni.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hér er lagt upp með samstarf við uppbyggingaraðila við deiliskipulagsgerðina en íbúar og íbúasamtök hafa á sama tíma eingöngu athugasemdarétt skv. skipulagslögum. Ljóst er að hér eru vísbendingar um að borgin sé að hluta til að framselja skipulagsvaldinu til uppbyggingaraðila. Við það skapast sú hætta að þeir hagsmunir séu teknir fram yfir íbúa og íbúasamtök, svo sem við þróun þessa nýja hverfis.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Um er að ræða fyrstu skref um byggingar á þróunarsvæði við Suðurfell. Ekki virðist á þessu stigi vera ger ráð fyrir atvinnustarfsemi, en þarna virðist vera t.d rými fyrir starfsemi tengda Elliðaárdalnum svo sem eitthvað sem tengist gróðri, ræktun eða annað sem gleður þá sem vilja njóta fallegrar náttúru. Ennfremur hefur átt sér stað breyting á stærð reits með tilkomu Arnarnesvegar. Arnarnesframkvæmdin mun rýra þetta svæði og verður það sannarlega ekki eini skaðinn sem sú framkvæmd mun skemma eins og fulltrúi Flokks fólksins hefur margt bókað um síðustu árin.

    Sigríður Maack verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23050217
     

    Fylgigögn

  7. Lögð fram umsókn Adams Hoffritz, dags. 1. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Móa, Skrauthóla og Sjávarhóla vegna lóðanna Horns og Smábýlis nr. 2. Í breytingunni sem lögð er til felst að stofnaðar verða þrjár nýjar lóðir úr landinu, samkvæmt uppdr. Adams Hoffritz, dags. 2. júní 2023. Lagt er til að tillagan verði samþykkt án grenndarkynningar og auglýsingar þar sem hún varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og/eða sveitarfélagsins.
    Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.

    Þórður Már Sigfússon verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 
    USK23030027
     

    Fylgigögn

  8. Lögð fram umsókn Guðjóns Halldórssonar, dags. 28. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Fitja, Álfsnesi vegna lóðarinnar Fitja nr. 7 við Leiruveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að stofna tvær sérbýlishúsalóðir í landi Fitja á Kjalarnesi, samkvæmt uppdr. Einars Ingimarssonar arkitekts, dags. 27. febrúar 2023. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. júní 2023. Lagt er til að tillögunni verði synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 8. júní 2023. USK23030011

    Frestað.

  9. Lögð fram umsókn skrifstofu þjónustu og samskipta, dags. 17. maí 2023, ásamt bréfi Landupplýsinga, dags. 15. maí 2023, um uppskiptingu lóðarinnar Rauðarárstígur 31/Þverholt 18 í tvær lóðir, samkvæmt mæliblaði og breytingarblaði umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. maí 2023. Einnig er lagður fram uppdráttur Ártúns ehf., dags. 12. desember 2023. Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki stofnun framangreindra lóða í samræmi við meðfylgjandi gögn.
    Samþykkt að falla frá kynningu og auglýsingu þar sem skipting á lóð varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. USK23050229

    Fylgigögn

  10. Lagt fram erindi Landupplýsingardeildar, dags. 7. júní 2023, um afmörkun sjö lóða fyrir fasteignir ríkisins í Keldum, samkvæmt breytingarblaði umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. júní 2023. Nýju lóðirnar fá staðföngin Keldnavegur 1, 3, 7, 9, 19, 25 og 27. Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki stofnun framangreindra lóða í samræmi við meðfylgjandi gögn.
    Samþykkt að falla frá kynningu og auglýsingu þar sem skipting á lóð varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. USK23060080

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Samkeppni um þróun Keldnalands er komin af stað. Fulltrúi Flokks fólksins veltir því upp hvort því sé ekki ótímabært að afmarka lóðir eins og hér er lagt til. Með því er verið að binda hendur þeirra sem munu taka þátt í samkeppninni. Þær lóðir sem verið er að afmarka eru inn á miðju Keldnalandinu.
     

    Fylgigögn

  11. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, dags. 6. júní 2023. USK22120096

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf dags. 8. júní 2023 með bókun íbúaráðs Breiðholts um safnstæði fyrir rafskútur innan hverfisins. MSS23050173

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Við þökkum íbúaráði Breiðholts fyrir góða bókun og ábendingar. Við tökum undir þær óskir að gott væri að gera ráð fyrir safnstæðum fyrir rafskútur, sérstaklega á fjölförnum stöðum innan borgarhlutans og rétt er að hafa þessar óskir í huga þegar ráðist er í endurgerð svæða.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir bókun íbúaráðs Breiðholts um að það “telur brýnt að umhverfis- og skipulagsráð leiti lausna í sátt við íbúa um skilgreina safnstæði fyrir rafskútur/ rafskutlur innan hverfisins sem hægt er að skila og leigja skutlu” og vill bæta við að það sama þarf að gera fyrir önnur hverfi. 
     

    Fylgigögn

  13. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um vagnaflota Strætó bs., sbr. 17. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 1. mars 2023. Einnig er lagt fram svar Strætó bs. dags. 27. mars 2023. USK23030010

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins bendir á að mikilvægt er að nýjir vagnar verði ekki knúnir jarðefnaeldsneyti. Þótt óljósar fregnir séu um litla söfnum metans á að gera ráð fyrir því eldsneyti í framtíðinni  að mati fulltrúa Flokks fólksins. Metani má safna úr öllum lífrænum úrgangi. Rafmagn er einnig góður kostur, sérstaklega með beinni tengingu við raflínur. Þá sparast þungir rafgeymar.
     

    Fylgigögn

  14. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um meðhöndlun kvartana hjá Strætó bs., sbr. 31. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 25. janúar 2023. Einnig er lagt fram svar Strætó bs. dags. 28. febrúar 2023. USK23010273

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Spurt var um meðhöndlun kvartana hjá Strætó bs. Segir í svari að fyrirspurnir og kvartanir séu  settar undir sama hatt og nefndar ábendingar sem er sérkennilegt því kvörtun er hvorki fyrirspurn né ábending og fyrirspurn og ábendingar þurfa  sannarlega ekki að vera kvörtun. Flokka þarf strax og svara þeim sem sendir málið inn. Fulltrúi Flokks fólksins hefur heyrt í mörgum sem hafa sent fyrirspurn eða kvörtun en ekki fengið viðbrögð. Vissulega skiptir mestu að leysa úr því sem að er og leiðrétta agnúa  en til að “loka hringnum” er mikilvægt að sá sem sendir inn kvörtunina fá einhver viðbrögð. Komi kvörtun um t.d. að vagn hafi ekki komið á biðstöð þarf sá sem kvartar fá að vita ástæðuna. Var það vegna umferðartafa, bilunar í vagni eða fjarvist vagnstjóra eða að ekki tókst að manna vakt vagnstjórans? Það er nokkuð ólíkt að t.d. benda á hvað betur megi fara í leiðarkerfi annars vegar og hins vegar að kvarta t.d. vegna glæfralegs aksturslags bílstjóra. Fulltrúi Flokks fólksins óttast að Strætó anni ekki þessum erindum nógu vel vegna fjölda þeirra. 
     

    Fylgigögn

  15. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hvort fylgst er með aksturslagi strætóbílstjóra, sbr. 27. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 1. febrúar 2023. Einnig er lagt fram svar Strætó bs. dags. 28. febrúar 2023. USK23020013

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins spurði um hvort fylgst sé með aksturslagi strætóbílstjóra. Spurt var vegna þess að „farþegar“ hafa haft samband og sagt frá tilfellum glæfraaksturs sem lán var að olli ekki meiðslum farþega. Fram kemur í svari að  í  grunn- og nýliðaþjálfun vagnstjóra sé aksturslag og mikilvægi þjónustulundar ítarlega rætt við vagnstjóra. Flestir vagnstjórar sýna farþegum án efa kurteisi og þjónustulund en komi hins vegar kvörtun þarf Strætó að bregðast strax við og setja sig í samband við hlutaðeiganda.  Ef fólk er hunsað með kvörtun leita mál gjarnan á samfélagsmiðla og í fréttir sem verður til þess að öll stéttin verður kannski dæmd. Spurt var einnig um tölfræði kvartana. Leitt er að sjá að fjöldi kvartana vegna "aksturslags" hefur aukist frá því fyrir Covid. Árið 2018 voru þær 317 en árið 2022 voru þær komnar í 352. Kvörtunum vegna "framkomu" hefur fjölgað mikið en árið 2918 voru þær 321 en árið 2022 hafði þeim fjölgað í 560. Hér er sterk vísbending um að eitthvað er ekki í lagi. 
     

    Fylgigögn

  16. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um bækling Nordic Safe, sbr. 22. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. nóvember 2022. Einnig er lagt fram svar skrifstofu stjórnsýslu og gæða, dags. 7. júní 2023. USK22110144

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins spurði um  drög að upplýsingabækling sem tilbúinn átti að vera haustið 2022. Um er að ræða upplýsingabækling í tengslum  Aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi 2022 - 2024 og   “Nordic Safe Cities” sem hafa gefið út slíka bæklinga. Hætt hefur verið við þetta af hálfu borgarinnar sem ætla frekar samkvæmt svari að “flétta verklagi og leiðbeiningum vegna öryggissjónarmiða inn í vinnu að gerð draga að borgarhönnunarstefnu sem nú stendur yfir. Fulltrúi Flokks fólksins telur að fínt sé að þessar upplýsingar liggi fyrir.
     

    Fylgigögn

  17. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 22. júlí 2022 ásamt kæru dags. 22. júlí 2022 þar sem kærðar eru ákvarðanir umhverfis- og skipulagsráðs um að samþykkja deiliskipulag fyrir 3. kafla Arnarnesvegar og Elliðaárdals þann 29. júní 2022, sem og staðfesting borgarráðs frá 7. júlí á nefndum deiliskipulögum. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 22. ágúst 2022. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 31. maí 2023. Úrskurðarorð: Kröfum kærenda að Akraseli 24, Fljótaseli 32, Jakaseli 9, Jóruseli 6, 21, og 23, Kambaseli 13, Klyfjaseli 4, 6 og 22, Ystaseli 30, Neðstabergi 8 og Klappakór 1c og 6 auk samtakanna Vina Kópavogs og Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins er vísað frá úrskurðarnefndinni.
    Hafnað er kröfum annarra kærenda um ógildingu ákvörðunar bæjarstjórnar Kópavogs frá 14. júní 2022 og ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 7. júlí s.á. um að samþykkja deiliskipulag Arnarnesvegar, 3. áfanga, frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. SN220465

    Fylgigögn

  18. Lögð fram að nýju tillaga íbúaráðs Breiðholts, sem var vísað til umhverfis- og skipulagsráðs, um umferðaröryggi í Fálkabakka, sbr. 4. lið fundargerðar íbúaráðs Breiðholts frá 3. maí 2023.
    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. MSS23040226

    Fylgigögn

  19. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um bætt aðgengi að sjúkrahúsinu Vogi, sbr. 22. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 7. júní 2023.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds og borgarlandsins USK23060075

  20. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um laun í vinnuskólanum, sbr. 23. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 7. júní 2023.
    Munnleg svör liggja fyrir í ljósi umræðu í lið nr. 4. USK23060077

  21. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um stöðu brennsluverkefnis, sbr. 30. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 31. maí 2023.
    Vísað til umsagnar Sorpu bs. USK23050328

  22. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um endurvinnslu mjólkurferna, sbr. 24. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 7. júní 2023.
    Vísað til umsagnar Sorpu bs. USK23060072

  23. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Fjöldi kvartana vegna framkomu strætóbílstjóra hefur fjölgað svo um munar eftir Covid. Árið 2018 voru kvartanir vegna framkomu bílstjóra 239 en árið 2022 voru þær 560 eða 239 kvörtunum fleiri.  Flokkur fólksins óskar skýringa á hverju þetta sætir? Er þjónustustefna Strætó ekki að ná nógu vel til bílstjóra? Hvað er Strætó að gera í þessu, hvaða leiða er verið að leita ef einhverra? USK23060149
     

  24. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Fram hefur komið að mikið er um langtímaveikindi að ræða á umhverfis- og skipulagssviði. Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um langtímaveikindi á umhverfis- og skipulagssviði síðustu árin s.s. hvort tilfellum langtímaveikinda hefur fjölgað? Einnig hvort það sé hlutfallslega meira um líkamleg veikindi að ræða vegna eðli starfa? Hefur verið skoðað hvort rekja megi veikindin sérstaklega til kulnunar í starfi? Óskað er almennra upplýsinga um þessi mál hjá sviðinu, tölulegra upplýsinga USK23060151
     

  25. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvað mörg börn sóttu um vinnu hjá Vinnuskólanum fyrir sumarið 2023. Hver hefur þróun umsókna í Vinnuskólinn verið síðustu árin, fjölgun/fækkun fyrir og eftir Covid? Hvað mörg börn fengu ekki  vinnu í Vinnuskólanum þetta sumar? Hvað mörg börn fengu ekki vinnu á því tímabili sem þau óskuðu eftir? Hefur verið gerð viðhorfskönnun meðal barna og foreldra um fyrirkomulag og innihald vinnuskólans? Ef svo er, hverjar voru niðurstöðurnar? USK23060152
     

Fundi slitið kl. 11:13

Dóra Björt Guðjónsdóttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Helgi Áss Grétarsson Hjálmar Sveinsson

Líf Magneudóttir Marta Guðjónsdóttir

Pawel Bartoszek

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráð 14. júní 2023