Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2023, miðvikudaginn 31. maí, kl. 09:10 var haldinn 272. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Alexandra Briem, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Birkir Ingibjartsson, Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Hildur Björnsdóttir, Kjartan Magnússon, Sandra Hlíf Ocares og áheyrnarfulltrúinn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: áheyrnarfulltrúinn Andrea Helgadóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, Hrönn Valdimarsdóttir og Dagný Alma Jónasdóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram fundargerð samgöngustjóra, dags. 25. maí 2023, ásamt fylgigögnum. USK23040133
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun um lið nr. 2:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gera alvarlegar athugasemdir við að samþykktar séu veigamiklar breytingar á umferðarskipulagi Mjölnisholts án þess að þær séu kynntar fyrirfram fyrir íbúum götunnar og aðliggjandi gatna og þeim gefinn kostur á að leggja fram athugasemdir áður en endanleg ákvörðun er tekin. Ljóst er að fyrirhugaðar framkvæmdir munu hafa í för með sér aukna umferð um Mjölnisholt og brotthvarf allra almennra bílastæða við götuna, sem nú eru 24 talsins. Það væri eðlilegt og í samræmi við góða stjórnsýsluhætti að kynna svo veigamikla breytingu fyrir íbúum og rekstraraðilum og gefa þeim kost á að tjá sig áður en lengra er haldið. Greinilegt er að slíkt íbúasamráð er ekki fulltrúum Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar að skapi.
Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Það skal tekið fram að hér er um að ræða framkvæmd ákvarðana sem hafa verið teknar í ráðinu og eru hluti af breytingum sem hafa verið kynntar vel fyrir íbúum.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr. 480, ásamt fylgigögnum. USK23010167
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun um lið nr. 5:
Ljóst er að einhver verkefni voru kynnt á stjórnarfundi nr. 480 en ekkert er frekar um þau sagt, s.s. niðurstöður eða hvort teknar voru veigamiklar ákvarðanir. Liður 5 fjallar um Góða hirðinn sem verið hefur mikið í umræðunni upp á síðkastið m.a. vegna stækkunar/nýrrar verslunar. Ekkert kemur fram um hver staðan er í rekstri og hverjar eru horfur Góða Hirðisins.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 17. maí 2023 ásamt kæru nr. 63/2023, dags. 17. maí 2023 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa um útgáfu lokaúttektarvottorðs dagsett 25. apríl 2023 vegna Tangabryggju 13-15. USK23050215
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 8. mars 2023 ásamt kæru nr. 36/2023, dags. 7. mars 2023, þar sem kærð er ákvörðun um breytingu á skipulagi án þess að tekið sé tillit til legu girðingar sem liggur og afmarkar svæði kæranda eins og verið hefur í yfir 20 ár á mörkum lóðanna Köllunarklettsvegi 2 og 9. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 24. apríl 2023. USK23030124
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 21. mars 2023 ásamt kæru nr. 38/2023 dags. 17. desember 2022 þar sem kærð er ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur þann 24. nóvember 2022 um breytingu á deiliskipulagi Ármannsreits er felur í sér auknar heimildir til nýtingar sameinaðrar lóðar að Sóltúni 2-4 í Reykjavík. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 3. maí 2023. USK23030272
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 11. apríl 2023 ásamt kæru nr. 47/2023 dags. 10. apríl 2023 þar sem kærð er ákvörðun um breytingu á deiliskipulagi fyrir Sóltún 2-4 sem samþykkt var í borgarráði þann 6. desember 2022. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 3. maí 2023. USK23040065
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 5. ágúst 2022 ásamt kæru nr. 88/2022, dags. 5. ágúst 2022, þar sem kærðar eru tillögur að breyttu deiliskipulagi Reynisvatnsáss. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 8. nóvember 2022. Einnig er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 22. febrúar 2023. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um að felld verði úr gildi ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 7. júlí 2022 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Reynisvatnsáss. Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 12. október 2022 um að hafna kröfu um beitingu þvingunarúrræða vegna skorsteins og þakgluggakúpla á húsinu nr. 4 við Gissurargötu í Reykjavík. USK23020266
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 6. febrúar 2023 ásamt kæru nr. 21/2023, dags. 3. febrúar 2023 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um álagning dagsekta vegna ólöglegs skúrs á lóð kæranda ef hann verður ekki fjarlægður. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 9. mars 2023. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 28. mars 2023. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um að felld verði úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 19. janúar 2023, þar sem bókað var á afgreiðslufundi að leggja ætti á dagsektir kr. 50.000 að liðnum 15 daga fresti til úrbóta. USK23020076
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 23. febrúar 2023 ásamt kæru nr. 26/2023, dags. 23. febrúar 2023 þar sem kærð er ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur um að veita leyfi til að innrétta búsetuúrræði í húsunum Laufásvegi 19, 21 og 23. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 13. apríl 2023. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 5. maí 2023. Úrskurðarorð: Felldar eru úr gildi ákvarðanir byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 14. mars 2023 um að samþykkja byggingarleyfisumsóknir til að innrétta búsetuúrræði í annars vegar matshlutum 02 og 03 í húsi á lóð nr. 19 við Laufásveg og hins vegar í íbúðar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 21–23 við sömu götu. USK23020279
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 28. febrúar 2023 ásamt kæru nr. 30/2023, dags. 26. febrúar 2023, þar sem kærðar eru fyrirhugaðar breytingar á húsum og notkun á baklóð Laufásvegi 19 í Reykjavík. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 21. mars 2023. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 5. maí 2023. Úrskurðarorð: Felldar eru úr gildi ákvarðanir byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 14. mars 2023 um að samþykkja byggingarleyfisumsóknir til að innrétta búsetuúrræði í annars vegar matshlutum 02 og 03 í húsi á lóð nr. 19 við Laufásveg og hins vegar í íbúðar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 21–23 við sömu götu. USK23020353
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 28. febrúar 2023 ásamt kæru nr. 31/2023 dags. 26. febrúar 2023 þar sem kærðar eru fyrirhugaðar breytingar á húsum og notkun á baklóð Laufásvegi 19 í Reykjavík. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 21. mars 2023. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 5. maí 2023. Úrskurðarorð: Felldar eru úr gildi ákvarðanir byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 14. mars 2023 um að samþykkja byggingarleyfisumsóknir til að innrétta búsetuúrræði í annars vegar matshlutum 02 og 03 í húsi á lóð nr. 19 við Laufásveg og hins vegar í íbúðar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 21–23 við sömu götu. USK23020354
Fylgigögn
-
Lögð fram umsókn Landslags ehf., dags. 11. apríl 2023, um breytingu á skilmálum deiliskipulags Hesthúsabyggðar á Hólmsheiði, Almannadal og Fjárborg. Í breytingunni sem lögð er til felst að bætt er við a lið í kafla 3.1.5 um Rúlluplan um að heimilt verði að losa uppgröft vegna framkvæmda við nýjar lóðir innan deiliskipulagsmarka í rúlluplön, samkvæmt tillögu Landslags ehf., dags. 11. apríl 2023. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs. USK23040070Fylgigögn
-
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. febrúar 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi íbúða, hæðarlegu lóðar við hús með þremur íbúðum og byggingu stakstæðrar bílageymslu í vesturhorni lóðar sem tilheyra mun íbúð 01-0201 í húsi á lóð nr. 14 við Egilsgötu, samkvæmt uppdr. Arkþings, dags. 12. september 2018, br. 9. og 13. febrúar 2023. Einnig er lögð fram afstöðumynd og skuggavarp Arkþings, dags. 13. febrúar 2023. Erindi var grenndarkynnt frá 20. mars 2023 til og með 24. apríl 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Leyla Eve og Sóley Þorgeirsdóttir, dags. 24. apríl 2023. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. maí 2023. Lagt er til að umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. maí 2023 sem mælir með samþykki byggingarleyfis verði samþykkt.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 25. maí 2023, með vísan til a. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. BN060948
Fylgigögn
-
Kynnt fyrirhuguð hreinsun Veitna á Nesjavallaæð og losun vatns á Reynisvatnsheiði. Einnig er lagt fram minnisblað Veitna ohf., dags. 19. apríl 2023 um losun vegna hreinsunar Nesjavallaræðar og kynning frá Verkís, verkfræðistofu um dreifingu vatns vegna hreinsunar.
Þórólfur Jónsson, deildarstjóri og Svava Svanborg Steinarsdóttir, verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK23050289
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og samgöngunefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands, ódags. um gönguljós við Hringbraut.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. USK22120084Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis um örugga tengingu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur yfir Suðurlandsbraut, dags. 24. maí 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. MSS23050086Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis um breytingar á Bústaðavegi, dags. 24. maí 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. MSS23050085Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis um örugga tengingu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur yfir Kringlumýrarbraut, dags. 24. maí 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. MSS23050083Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um skýrslu innviðaráðuneytisins um Skerjafjörð, sbr. 16. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 17. maí 2023. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa. USK23040041
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fram kemur að ekkert er vitað um mótvægisaðgerðir, enda varla von því að ólíklegt er að þær finnist. Tal um mótvægisaðgerðir er einfaldlega smjörklípa. Málið er ekki svona einfalt. Eins og fram hefur komið er það mat sérfræðingahóps sem fenginn var til að meta áhrif byggðar á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar að byggðin muni að óbreyttu þrengja að og skerða nothæfi Reykjavíkurflugvallar vegna aukinna sviptivinda. Þetta “að óbreyttu” eru ekki bara orðin tóm. Þótt hugmyndir séu að mótvægisaðgerðum, mörgum viðamiklum, hafa þær ekki verið útfærðar. Að fara af stað með uppbyggingu í Skerjafirði er rangt á þessu stigi. Sníða þarf hverfið að nýjum veruleika. Bæði flugvöllurinn og hverfið líða fyrir þessar þröngu stöðu. Fulltrúa Flokks fólksins finnst að meirihlutinn geri lítið úr fyrirsjáandi vandamálum og tali um þetta stóra mál eins og það sé léttvægt.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úrbætur á skiptistöðinni Ártúni í þágu strætisvagnafarþega, sbr. 16. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 24. maí 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. USK23050266 -
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úrbætur fyrir gangandi og hjólandi við Elliðabraut, sbr. 17. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 24. maí 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. USK23050265 -
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Vinstri grænna um að Reykjavíkurborg taki út kolefnisspor við framkvæmd Arnarnesvegar og Suðurlandsvegar, sbr. 19. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 24. maí 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. USK23050263 -
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Vinstri grænna um að fjarlægja bílastæði ofanjarðar, sbr. 20. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 24. maí 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. USK23050264 -
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um varanlegt búsetusvæði fyrir þau sem búa í húsbílum og hjólhýsum, sbr. 23. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 10. maí 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa. USK23050125 -
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um gatnamót Suðurlandsbrautar og Reykjavegar, sbr. 21. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 24. maí 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. USK23050262 -
Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um innheimtu tunnugjalds, sbr. 22. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 24. maí 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða. USK23050268 -
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um ósamþykktar íbúðir í Reykjavík, sbr. 24. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 24. maí 2023.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, byggingarfulltrúa. USK23050261 -
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Flokkur fólksins óskar eftir upplýsingum um hver sé staðan og horfur í rekstri Góða Hirðisins? Nýlega var opnuð ný verslun Góða hirðisins í gömlu Kassagerðinni. Húsið var „tekið í gegn“ Rétt þyki að borgarfulltrúum sé haldið upplýstum um þetta verkefni enda viðamikið auk þess sem hringrásar verkefnið varðar okkur öll. USK23050326
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um stiga sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts í Bökkunum. Um er að ræða „vúlgar galvaníseraða járnbákn“ eins og honum hefur verið lýst. Mikil ólga og óánægja er meðal íbúa um þennan járnstiga og finnst mörgum hann stinga í stúf við umhverfið. Hver tók ákvörðun um uppsetningu hans? Hver er kostnaður við stigann? Var haft samráð við íbúa í grennd, grenndarkynningu? Var rætt við þá sem búa í íbúðum sem sjá stigann út um glugga sína? Fram kemur í frétt að um sé að ræða þrekstiga sem valinn var til framkvæmda í íbúakosningu í Betri Reykjavík fyrir tveimur árum. Er það venja að framkvæma vinna verk sem valið er í íbúakosningu án umræðu? Hvar er hægt að sjá niðurstöður þessara kosninga og að umræddur þrekstigi hafi verið þar valinn með afgerandi hætti? USK23050327
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í fundargerð Sorpu, liður 4 nr. 480 er staða brennsluverkefnis á dagskrá. Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um stöðu brennsluverkefnis? Hinn 19. apríl s.l. lagði Flokkur fólksins fram fyrirspurn um hvenær hafi verið tekin ákvörðun um útflutning á sorpi til brennslu. Einnig var spurt hversu mikið magn væri enn urðað í Álfsnesi? Hvert er heildarmagn sorps sem væri hægt að flytja út til brennslu og hversu mikið magn var boðið út til brennslu? USK23040147. Svör hafa ekki enn borist. Opna átti útboð 25. apríl. Allt þetta hefur tekið langan tíma. Borið er fyrir sig reglum um opinber innkaup og kröfu frá evrópska efnahagssvæðinu. USK23050328
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hversu mikið á undanförnum 5 árum hefur verið gengið á græn svæði borgarinnar? Eins og vitað er þá hafa græn svæði átt undir högg að sækja m.a. vegna stefnu um þéttingu byggðar. Í því sambandi má nefna byggingaráform við Elliðaárdal og Laugardal. Hvernig er aðgengi íbúa í Reykjavík að grænum svæðum í alþjóðlegum samanburði? USK23050329
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hversu stór hluti af fjörum í borgarlandinu hafa verið huldar framandi jarðvegi, steypubrotum og öðrum úrgangi, og sem kallast landfylling innan borgarkerfisins og hversu að stór hluti af þeim eru í Skerjafirði? Í glænýrri frétt segir að Ísland sé langt undir meðaltali OECD ríkjanna þegar kemur að skipulögðum grænum svæðum í þéttbýli. Einungis 3.5% svæða í þéttbýli eru skipulögð sem græn svæði hérlendis samanborið við 17% meðaltal OECD ríkjanna. USK23050330
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fyrirspurnum ferli framkvæmda verkefna sem fá flest atkvæði í Hverfið mitt 2020-2021 íbúakosningu. Flokkur fólksins óskarupplýsinga um hvernig ferli ákvarðana er þegar velja á hvaða verkefni skuli framkvæmd sem fá flest atkvæði úr íbúakosningu Hverfið mitt. Þau verkefni sem fengu flest atkvæði í Breiðholti 2021 var Jólaljós í tré milli Efra og Neðra Breiðholts 1451 atkvæði; í öðru sæti nýjar ruslatunnur í hverfið sem fékk 1400 atkvæði. Í þriðja sæti bætt lýsing í hverfið og í 4 sæti jólaljós við Seltjörn. Í 5. 6. og 7 sæti var Ærslabelgur í Seljahverfi og að gróðursetja fleiri tré í Breiðholti og trampólíngarður. Í 8 sæti með rúm 800 atkvæði var að reisa þrekstiga úr Neðra Breiðholti í Efra Breiðholt sem búið er að framkvæma. Stigaverkefnið er umdeilt og var ekki grenndarkynnt. Hinn umdeildi stigi var sem sagt ekki vinsælastur heldur í 8. sæti. Önnur 7 atriði voru vinsælli. Fulltrúi Flokks fólksins óskar einnig upplýsingar hvort búið sé að framkvæma þau verkefni sem voru framar þ.e. frá 1-8? USK23050331
Fundi slitið kl. 10:14
Alexandra Briem Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Birkir Ingibjartsson Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir
Hildur Björnsdóttir Kjartan Magnússon
Sandra Hlíf Ocares
PDF útgáfa fundargerðar
Umhverfis- og skipulagsráð 31.05.2023 - Prentvæn útgáfa