Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 269

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2023, miðvikudaginn 10. maí, kl. 09:05 var haldinn 269. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Alexandra Briem, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon, Pawel Bartoszek, Stefán Pálsson og áheyrnarfulltrúarnir Helga Þórðardóttir og Trausti Breiðfjörð Magnússon. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Borghildur Sölvey Sturludóttir, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, Inga Rún Sigurðardóttir og Dagný Alma Jónasdóttir
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar samgöngustjóra, dags. 4. maí 2023, ásamt fylgigögnum.

    -    Kl. 09:08 tekur Hildur Björnsdóttir sæti á fundinum. USK23040133

    Fylgigögn

  2. Kynning á tímabundinni göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut við Vogabyggð.

    Atli B. Levy og Ólöf Guðbjörg Söebech verkefnastjórar, Brynjólfur Ásgeir Brynjólfsson og Grétar Páll Jónsson frá Verkís, Sigurbjörn Kjartansson frá Gláma-Kím og Jóhann Ingi Jóhannsson og Kristján Árni Kristjánsson frá Vegagerðinni taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar meirihlutans fagna áformum um tímabundna göngubrú yfir Sæbraut við Vogabyggð. Það er mjög mikilvægt að bæta öryggi gangandi vegfarenda sem eiga leið yfir Sæbraut á þessum stað, enda mörg börn austan Sæbrautar sem sækja skóla vestan hennar. Vegna legu landsins og fyrirhugaðra framkvæmda við Sæbrautarstokk er erfitt að koma fyrir hefðbundinni göngubrú, en færanleg göngubrú með lyftu er góð lausn. Þannig er aðgengi fólks tryggt óháð fötlun. Hægt verður að færa brúnna til eftir því sem framkvæmdum við stokkinn vindur fram og nýta svo í kringum aðrar framkvæmdir þegar stokkagerð lýkur.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins fagnar því að byggja eigi tímabundna göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut. Flokkur fólksins lagði fram tillögu í júní 2022 um að strax yrði hafist handa við að byggja bráðabirgða göngubrú yfir Sæbraut við gatnamót við Skeiðarvog/Kleppsmýrarveg. Þarna eru sennilega ein hættulegustu gatnamót Reykjavíkur. Vogabyggð er orðin fjölmenn byggð, en þannig er málum háttað að börnin í hverfinu þurfa daglega að fara yfir Sæbrautina til að sækja skóla, frístundir og fleira. Íbúar Vogabyggðar hafa ítrekað gert kröfu um að borgaryfirvöld standi við áform og gefin loforð um göngubrú. Samkvæmt þinglýstu samkomulagi við lóðarhafa frá 2016-17 mátti gera ráð fyrir göngubrú árið 2019. Flokkur fólksins hefur einnig ítrekað farið fram á að hlustað verði á kröfur íbúa Vogabyggðar.

    Fylgigögn

  3. Skrifstofustjóri skrifstofu umhverfisgæða kynnir stöðu verkefnis breyttrar flokkunar og hirðu úrgangs í Reykjavík ásamt því að fara yfir verklag við innleiðinguna, kynningarmál, tímasetningar o.fl. USK22080136

    -    Kl. 09:41 víkur Stefán Pálsson af fundi og Líf Magneudóttir tekur sæti á fundinum. USK23040164

    Friðrik Klingbeil Gunnarsson, ráðgjafaverkfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  4. Lögð fram tillaga að uppfærðum leiðbeiningum um hvílustæði, dags. 4. maí 2023.  Breyting frá fyrri útgáfu fellst í að ábyrgð á upplýsingagjöf til íbúa og rekstraraðila er færð til borgarinnar. Einnig voru smávægilegar ritvillur lagaðar og tveimur ljósmyndum skipt út.
    Samþykkt. USK23040081

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Leiðbeiningum er fagnað og sjálfsagt að uppfæra. Eins og Flokkur fólksins bókaði um síðast þá er kannski óþarft að það þurfi að vera fimm metrar frá hvílustæði að gangbraut. Er ekki einmitt gott að tengja hvílustæði gangbrautum og tengja þau þar með gangandi umferð en síður eða ekki bílastæðum? Svo er það hin hliðin og hún er sú að sums staðar kann að vera að þetta passi illa í aðstæður eða hvort það sé sniðugt að taka bílastæði í hvílustæði. Það er skoðun fjölmargra að sífellt sé verið að ganga á bílastæði í borginni. Ákveðinn hópur fólks er hættur að koma í miðbæinn á bíl sínum og enn eru þeir fjölmargir sem treysta sér ekki í bílastæðahúsin. Með þessu hvílustæði eru þeir sjálfsagt ánægðastir sem búa á svæðinu og túristar. Hvílustæði eru einnig án efa vinsæl þegar sólin skín. Það er líka sjónarmið að það sé fráleitt að taka bílastæði undir hvílustæði allt árið um kring á stöðum þar sem fyrir er skortur á bílastæðum. Í mörgum tilfellum er þetta sniðugt til tímabundinnar notkunar yfir sumarmánuðina ef það skapar ekki hættu og torveldar aðgengi slökkvi og björgunarliðs.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa, dags. 4. maí 2023. USK23010150

    Fylgigögn

  6. Lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 6. júlí 2022 um breytingu á skilmálum deiliskipulags Kvosarinnar, Landsímareits, með síðari breytingum. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að reka gististarfsemi á efri hæðum húsa að Aðalstræti 7 og Vallarstræti 4, er snúa að Ingólfstorgi, samkvæmt tillögu THG Arkitekta ehf. dags. 5. júlí 2022. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 27. apríl 2023. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs. SN220435

    Fylgigögn

  7. Lögð fram umsókn Páls Kristjáns Svanssonar dags. 13. apríl 2022 um nýtt deiliskipulag fyrir lóðirnar nr. 10 og 12 við Holtsgötu og 16 við Brekkustíg. Í breytingunni sem lögð er til felst uppbygging íbúðarhúsnæðis á lóðunum ásamt heimild til niðurrifs húsa að Holtsgötu 10 og Brekkustíg 16, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum Axels Kaaber dags. 24. mars 2023. Einnig er lögð fram Fornleifaskrá og húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur, skýrsla nr. 214, ásamt umsögnum Minjastofnunar Íslands, dags. 11. júní 2019 og 25. apríl 2022, og samgöngumati verkfræðistofunnar Eflu, dags. 16. ágúst 2022. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
    Frestað. SN220212

  8. Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis. Í breytingunni sem lögð er til felst afmörkun nýrrar lóðar þar sem heimilt verður að reka hraðhleðsluþjónustu fyrir bíla, skilgreindur verður byggingarreitur fyrir spennistöðvar ásamt inn og útkeyrslum og hámarksfjöldi hleðslustæða verður 15 stæði, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf., dags. 15. febrúar 2023. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
    Vísað til borgarráðs. USK23040111

    Fylgigögn

  9. Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis. Í breytingunni sem lögð er til felst afmörkun nýrrar lóðar þar sem heimilt verður að reka hraðhleðsluþjónustu fyrir bíla, skilgreindur verður byggingarreitur fyrir spennistöðvar ásamt inn og útkeyrslum og hámarksfjöldi hleðslustæða verður 15 stæði, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf., dags. 15. febrúar 2023. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
    Vísað til borgarráðs. USK23040113

    Fylgigögn

  10. Að lokinni auglýsingu er lagður fram að nýju skipulagsuppdráttur og leiðbeiningar frá JVST og Teiknistofunni Tröð, dags. 9. desember 2022, síðast br. 8. maí 2023 fyrir svæði 3 í Vogabyggð sem afmarkast af Dugguvogi til vestur, Tranavogi til norðurs, Súðarvogi og strandsvæði Elliðaárvogs frá austurs til suðurs. Skipulagssvæði Vogabyggðar er eitt af þeim svæðum sem skilgreint er sem þróunarsvæði með breyttri landnotkun, iðnaðar- og athafnasvæði verður miðsvæði og íbúðarbyggð. Þar er stefnt að blöndun byggðar, íbúðar og atvinnustarfsemi með heimildum fyrir atvinnustarfsemi í íbúðarbyggð og íbúðum á miðsvæði. Lögð er rík áhersla á fjölbreytta byggð í manneskjulegum mælikvarða, góð almenningsrými og tengsl við aðliggjandi útivistarsvæði. Þannig verður hverfið eftirsóttur valkostur fyrir fólk sem kýs að búa og starfa í umhverfi sem einkennist af hvoru tveggja í senn, borgarbrag og nálægð við náttúru. Skipulagssvæði Vogabyggðar er hluti af stærra þróunarsvæði við Elliðaárvogs og Ártúnshöfða. Markmið skipulagstillögu: Varðveita og styrkja hið heildstæða yfirbragð sem byggðin býr yfir í dag og stuðla að manneskjuvænu umhverfi innan svæðisins í Kænuvogi, með áherslu á aukinn gróður og vandaðri hönnun þegar byggt er við eða ofan á byggingar. Tillagan var auglýst frá 22. desember 2022 til og með 28. febrúar 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Stefán Vilbergsson dags. 22. desember 2022, Guðbjörg Anna Jónsdóttir f.h. F.S. verka ehf., dags. 6. febrúar 2023, Veitur, dags. 20. febrúar 2023, Þórhildur Bryndís Guðmundsdóttir, dags. 22. febrúar 2023, Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir og Þorbergur Halldórsson f.h. Kænuvogs 51-69, dags. 22. febrúar 2023, Andri Snær Magnason f.h. eigenda Dugguvogi 23, dags. 27. febrúar 2023, Jón Gunnar Björnsson og Arnar Matthíasson, dags. 27. febrúar 2023, Kísiliðjan ehf., SE-plast ehf., Rafsveinn ehf. og Glerísetningaþjónustan ehf., dags. 28. febrúar 2023 og Ólafur Fannberg stjórnarmaður í Arnarós hf. f.h. eiganda Súðarvogs 28-30, dags. 28. febrúar 2023. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. maí 2023. Lagt er til að tillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem koma fram í umsögninni.
    Samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. maí 2023.
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
    Vísað til borgarráðs.

    Sigríður Maack, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. SN220729

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flestar athugasemdir lúta að bílastæðum sem verður nánast útrýmt. Kvartað er yfir samráðsleysi, að ekki sé hlustað og  kynningar séu ófullnægjandi. Í einni athugasemdir er því mótmælt að verið sé að fjarlægja bílastæði sem tilheyra lóðarhöfum. Ýmist verið að banna stæði eða fækka þeim verulega. Einnig er verið að breikka  stétt svo bílar komast ekki með aðföng að húsum. Þetta mun takmarka alla starfsemi. Þetta er jú atvinnusvæði hverfisins eins og segir í gögnum skv. deiliskipulags hugmyndunum. Fulltrúi Flokks fólksins telur þetta ekki ganga, svona er ekki hægt að valta yfir fólk.  Hér er um að ræða hverfi sem gæti hafa orðið skemmtilegt með blöndu af íbúðabyggð og atvinnustarfsemi ef ekki hefði verið þétt svona mikið. Öfgar í þéttingu byggðar og bann við bílum er með öllu óraunhæft. Viðskiptavinir munu ekki sækja þjónustu á svæðið ef þeim er meinaður aðgangur á bíl sínum. Þetta er galli að mati Flokks fólksins og munu margir þeir sem glíma við einhverja hreyfiskerðingar ekki geta búið þarna. Hvernig á fólk að komast frá stæði og að útidyrum sínum? Mörg þessara nýju hverfa eru aðeins fyrir ákveðna hópa samfélagsins, þ.e. þá sem geta lifað bíllausum lífsstíl. 

    Fylgigögn

  11. Kynntar tillögur að því að breyta grassvæðum í náttúruleg svæði.

    Þórólfur Jónsson, deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23050046

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokki fólksins líst vel á þessa hugmynd um að minnka sláttur á grassvæðum og breyta þeim í náttúruleg svæði með fjölbreyttum gróðri. Flokkur fólksins lagði einmitt fram tillögu síðastliðið vor um að hætt  verði að slá gras á mönum og umferðareyjum. Gott að það eigi að gera þetta á fleiri svæðum til að auka líffræðilegan fjölbreytileika. Vonandi verður þetta verkefni  kynnt vel fyrir borgarbúum svo það skapist skilningur fyrir verkefninu 

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf íbúaráðs Vesturbæjar um samþykkt um akstursbann hópbifreiða, dags. 21. apríl 2023.
    Vísað til meðferðar hjá skrifstofu samgangna og borgarhönnunar og vinnu við endurskoðun akstursbannssvæðis hópferðabíla í miðborginni. MSS23040116

    Fylgigögn

  13. Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 27. apríl 2023, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Spöngina, einingu H, vegna hjúkrunarheimilis við Mosaveg.

    -    Kl. 11:35 víkur Líf Magneudóttir af fundi. SN220067

    Fylgigögn

  14. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, dags. 2. maí 2023. USK22120096

    Fylgigögn

  15. Lögð fram fundargerð SORPU nr. 479, dags. 10. apríl 2023, ásamt fylgiskjölum. USK23010167

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun við lið nr. 6:

    Starfshópur skipaður af Sorpu með fulltrúum Sorpu að mestu komst að þeirri niðurstöðu að ákjósanlegasta staðsetningin fyrir nýja endurvinnslustöð sé við Arnarnesveg. En er það hlutverk Sorpu að skipuleggja umhverfið? Er það ekki skipulagsyfirvalda? Þetta ætti ekki að vera eitthvað sem Sorpa stjórnar því skipulagsmál eru ekki verkefni Sorpu. Hér eiga kjörnir fulltrúar að koma að borðinu. Og nú þarf sem fyrr að forðast ráðgjafarfyrirtæki en reynsla af þeim er misjöfn. Svona skipulagsmál þarf að ræða pólitískt og taka ákvörðun af yfirvegun og þekkingu

    Fylgigögn

  16. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um AldinBioDome í Elliðarárdalnum, sbr. 21. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. mars 2023. Einnig er lagt fram svar skrifstofu skipulagsfulltrúa, dags. 24. apríl 2023. USK23030294

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Árið 2019 var þessi gróðurhvelfing mikið í umræðunni og sannarlega umdeild.  Borgarráð samþykkti  að veita félaginu Spor í sandinn vilyrði fyrir lóð í Stekkjarbakka í Breiðholti til að byggja þar gróðurhvelfingu fyrir Aldin BioDome. Borgin ætlaði að taka á sig 80% skuldbindinga og fyrirtækið 20%. Þetta var umdeilt enda stórt og mikið mannvirki í miðri náttúrunni. Það eru t.d. áhyggjur af ljósmengun af mannvirkinu. Fulltrúi Flokks fólksins hugsaði  á þessum tíma að aðalatriðið væri þó að eiga samtal við fólkið og jafnvel yrði íbúakosning. Ekkert hefur heyrst minnst á Aldin BioDome í mörg ár. Samt var búið að auglýsa og samþykkja þessar framkvæmdir áður en búið var að bregðast við athugasemdum Skipulagsstofnunar sem hafði efasemdir einmitt vegna ljósmengunar. Þá mælti Skipulagsstofnun með að leitað verði afstöðu Heilbrigðiseftirlits um viðmiðunarmörk vegna umferðarhávaða fyrir þjónustuíbúðir, fyrirkomulag á fráveitulögnum og önnur atriði. Svo margt annað var óljóst í þessu stóra verkefni. Hverjar eru fyrirætlanir með hana er ekki vitað enn sbr. svar skipulagsfulltrúa. Engar upplýsingar eru  um hvort rekstraraðili Aldin BioDome hafi hætt við áformin. Lóðaúthlutun og samningagerð er á verksviði Skrifstofu borgarstjóra. Þetta mál er allt stórskrýtið að mati Flokks fólksins.

    Fylgigögn

  17. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um niðurrif á Íslandsbankahúsinu, sbr. 22. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 12. apríl 2023. Einnig er lögð fram umsögn byggingarfulltrúa, dags. 5 maí 2023. USK23040074

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins óskaði upplýsingar um hvenær hefja á niðurrif á Íslandsbankahúsinu við Kirkjusand? Íbúar er þreyttir á þessu ófremdarástandi en eigendur segja niðurrif handan við hornið. Fengin var umsögn byggingarfulltrúa sem hefur í raun engin svör nema bara að tafir séu á ferlinu, ekki hafi verið gefin heimild í deiliskipulagi fyrir niðurrif. Vandinn er sífellt sá sami, það skortir alla skilvirkni. Hlutir ganga á hraða snigilsins. Vissulega er það skiljanlegt að ekki sé ráðist í lagfæringar á húsi sem á að rífa. Það er ekki hægt að kenna eigandanum um þetta því deiliskipulags vinnunni er ekki lokið og hún er á ábyrgð skipulagsyfirvalda. Þegar sú vinna er frá er komið að eigandanum að senda inn umsókn. Það er því ekki við eigandann að sakast nú. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandssjóðum, sem eiga húsið, eru öll leyfi fyrir niðurrifi komin og gögnin komin á borð Skipulagsstofnunar. Ekkert virðist því vera að vanbúnaði um að hefjast handa. 

    Fylgigögn

  18. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um ákvörðun um útboð á sorpi til brennslu, tímalengd ferlisins og urðun í Álfsnesi, sbr. 30. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 19. apríl 2023.
    Vísað til umsagnar Sorpu bs. USK23040147

  19. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um ráðstafanir til að tryggja aðgengi hreyfihamlaðra samhliða innleiðingu flokkunarkerfis sorpu, sbr. 13. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 26. apríl 2023.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða. USK23040215

  20. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um söfnun matarleifa við heimili á höfuðborgarsvæðinu í framtíðinni, sbr. 15. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 26. apríl 2023.
    Vísað til umsagnar Sorpu bs. USK23040217

  21. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

    Lagt er til að fyrirliggjandi tillaga um fækkun bílastæða við Öldugötu verði kynnt fyrir þeim íbúum götunnar og aðliggjandi gatna, sem hagsmuna eiga að gæta. Verði íbúunum gefinn kostur á að láta í ljós skoðun sína á framkvæmdinni áður en endanleg ákvörðun verður tekin um hana. Jafnframt er lagt til að tillagan verði kynnt fyrir starfsfólki og foreldrafélagi leikskólans Öldukots, sem augljóslega á einnig hagsmuna að gæta í málinu.
    Frestað. USK23050128

  22. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að gönguljósið á Miklubraut á móts við Klambratún/Kjarvalsstaði verði stillt betur. Þarna myndast gríðarlegar umferðarteppur vegna þess að gönguljósið logar allt of lengi. Vegfarendur er fyrir löngu búnir að þvera Miklubrautina og komnir úr sjónlínu þegar enn logar rautt. Þetta teppir umferðina allt upp í Stigahlíð á móts við gamla Tónabæ og lengra austur. Sami vandi er á móts við HÍ. Þarna vantar snjallljós, flæðiljós til þess að bílar geti ekið af stað þegar vegfarendur eru komnir yfir í stað þess að enn logi rautt á bílaumferð og engin að fara yfir götuna. Þetta er ólíðandi aðstæður fyrir alla svo ekki sé minnst á mengun meðan bílar bíða. Umferðaröngþveiti er djúpstæður vandi í Reykjavík sem er heimagerður vandi. Hægt er að taka af mestu agnúana ef vilji er fyrir hendi.
    Frestað. USK23050126

  23. Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi tillögu:

    Lagt er til að samþykkt verði að finna varanlega staðsetningu í borginni fyrir þau sem búa í húsbílum og hjólhýsum. Velferðarsvið vinni með öllum þeim sviðum borgarinnar sem þurfa að koma að máli til að tryggja varanlega staðsetningu fyrir þau sem  búa í húsbílum og hjólhýsum.  Er slíkt í takt við óskir þeirra sem hafa búið í slíkri búsetu og hafa verið á svæði í Laugardalnum. Við útfærsluna verði samráð haft við íbúa sem nú búa í slíkri búsetu. Lagt er til að lausn verði fundin sem allra fyrst til að útrýma allri óvissu og álagi sem íbúar í húsbílum- og hjólhýsum finna nú fyrir. Einnig verði leigusamningar í Laugardalnum framlengdir þannig að íbúar neyðist ekki til að yfirgefa svæðið þann 15. maí.  Í október 2022 var samþykkt tillaga í borgarráði sem meðal annars fól í sér að kanna möguleika á staðsetningu fyrir langtímastæði fyrir húsbíla með íbúum sem nú búa á svæðinu í Laugardal. Tillögunum átti að skila fyrir 1. desember 2022, slíkt hefur ekki orðið að veruleika. Nauðsynlegt er að finna varanlega staðsetningu hið fyrsta.
    Frestað. USK23050125

  24. Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Hver er kostnaður við það að halda uppi greiðslukerfi strætó? Óskað er eftir yfirliti síðustu 5 ár á því hver rekstrarkostnaður var við að halda því kerfi uppi. Auk þess er spurt hversu miklum tekjum Strætó hefur aflað með greiðsluþátttöku farþega? Hve stórt hlutfall af tekjum Strætó fékkst með því að innheimta farþegagjöld? USK23050124

Fundi slitið kl. 11:47

Alexandra Briem Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Hildur Björnsdóttir Hjálmar Sveinsson

Kjartan Magnússon Pawel Bartoszek

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. maí 2023