Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 264

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2023, miðvikudaginn 29. mars, kl. 09:03 var haldinn 264. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Alexandra Briem, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Birkir Ingibjartsson, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon og áheyrnarfulltrúarnir Helga Þórðardóttir og Trausti Breiðfjörð Magnússon. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Hildur Björnsdóttir og Líf Magneudóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Ámundi V. Brynjólfsson, Ásdís Ásgeirsdóttir, Halldóra Traustadóttir, Hjalti Jóhannes Guðmundsson, Kristín Anna Þorgeirsdóttir, Kristján Ólafur Smith, Steinunn Rögnvaldsdóttir, Dagný Alma Jónasdóttir og Hólmfríður Frostadóttir.
Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

 1. Formaður opnar fundinn og Ólöf Örvarsdóttir sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs fer almennt yfir skuldbindingar og áhættur í rekstri sviðsins ásamt því að kynna tvær nýjar skrifstofur á sviðinu, skrifstofu þjónustu- og samskipta og verkefnastofu.

  -    Kl. 09:13 tekur Líf Magneudóttir sæti á fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði. USK23030309

 2. Hreinn Ólafsson, fjármálastjóri kynnir drög að ársuppgjöri umhverfis- og skipulagssviðs fyrir árið 2022. USK23030309

 3. Steinunn Rögnvaldsdóttir sérfræðingur kynnir áætlun um greiningar, framkvæmd og eftirlit kynjaðar fjárhags- og starfsáætlunar vegna fjárhagsáætlunar 2024-2028.
  Staðfest. USK23030309

  Fylgigögn

 4. Lagt fram yfirlit yfir ferðakostnað október til desember 2022. USK23030309

  Fylgigögn

 5. Skrifstofustjórar umhverfis- og skipulagssviðs kynna skuldbindingar og áhættur í rekstri hjá sínum skrifstofum/embættum í eftirfarandi röð:
  Skrifstofa sviðsstjóra og miðlægar einingar: Ásdís Ásbjörnsdóttir
  Skipulagsfulltrúi: Björn Axelsson
  Samgöngur og borgarhönnun: Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir
  Byggingafulltrúi: Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri
  Skrifstofa umhverfisgæða: Guðmundur B. Friðriksson
  Skrifstofa framkvæmda og viðhalds: Ámundi V. Brynjólfsson
  Skrifstofa borgarlandsins: Hjalti J. Guðmundsson USK23030309

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 11:38

Alexandra Briem Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Birkir Ingibjartsson Hildur Björnsdóttir

Hjálmar Sveinsson Kjartan Magnússon

Líf Magneudóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Umhverfis- og skipulagsráð 29.03.2023 - Prentvæn útgáfa