Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 262

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2023, miðvikudaginn 15. mars, kl. 09:04 var haldinn 262. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Alexandra Briem, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Björn Gíslason, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon, Pawel Bartoszek og áheyrnarfulltrúarnir Kolbrún Baldursdóttir og Trausti Breiðfjörð Magnússon. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson og Dagný Alma Jónasdóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 8. mars, þar sem tilkynnt er að á fundi borgarstjórnar þann 7. mars 2023 var samþykkt að Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir taki sæti sem varafulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði í stað Rannveigar Ernudóttur. MSS22060046

    Fylgigögn

  2. Lagt fram uppfært fundadagatal umhverfis- og skipulagsráðs fyrir janúar til júní 2023 þar sem tilkynnt er að fjármálafundur fari fram þann 29. mars í stað 12. apríl og að fundur þann 5. apríl verði felldur niður. USK23030154

    Fylgigögn

  3. Lögð fram verklýsing/drög að tillögu að aðalskipulagsbreytingu fyrir skotæfingasvæði Álfsnesi, sbr. 1. og 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Samþykkt er að kynna lýsingu að aðalskipulagi í samræmi við 1. og 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita skal umsagna um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og annarra sem taldir eru upp í 8. lið meðfylgjandi lýsingar skipulagsgerðar, umhverfismats og draga að tillögu og einnig kynna hana fyrir almenningi.
    Vísað til borgarráðs.

    Haraldur Sigurðsson, deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    - Kl. 9:07 tekur Líf Magneudóttir sæti á fundinum. USK23030130

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Unnið er að því að finna skotæfingasvæðinu sem nú er á Álfsnesi nýjan stað. Breyting á Aðalskipulagi árið 2021 átti að tryggja að núverandi starfsemi gæti verið þar áfram tímabundið á meðan ný staður væri fundin. Sú heimild virðist ekki hafa dugað til, því er hér lögð til skýrari tímabundin heimild, með ákveðnum skilyrðum.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í þessari breytingu er lagt til að legu svæðisins sé breytt vegna komu Sundabrautar. Íbúar á nærliggjandi svæði hafa lengi fundið fyrir hávaðamengun vegna skothvella og kallað eftir breytingum. Við því er nauðsynlegt að bregðast við sem allra fyrst. Auk þess ætti það að vera í forgangi að blý á svæðinu sé hreinsað. Íbúar hafa miklar áhyggjur af fjörunni og sjónum sem verða fyrir barðinu á slíkri mengun.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Með þessari verklýsingu eru boðaðar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 til að skapa skilyrði fyrir starfsemi skotfélaga til skemmri tíma á meðan fundin er framtíðarstaðsetning fyrir félögin. Flokkur fólksins óttast að hér verði ekki um að ræða til “skemmri tíma”.  Það mun vissulega byggjast á Sundbraut og þeim iðnaði sem stefnt er að stilla upp þarna.  Minnt er á að úrskurðurinn um að fella leyfin úr gildi var ekki að ástæðulausu. Í sextán ár hafa íbúar Kjalarness mátt þola hljóðmengun auk þess sem blý hefur safnast í jarðveginn, sjóinn og á ströndina. Skothvellir eru enginn venjulegur hávaði. Gönguleiðin á Esjuna er í 700 m fjarlægð og bergmál skothvellanna mikið. Einhverjar leiðir hafa verið nefndar sem mótvægisaðgerðir en áhrif þeirra eru óljós. Fulltrúi Flokks fólksins hefur staðið með íbúaráðinu og íbúum sem mótmælir því að þessi starfsemi sé þarna og vill að viðeigandi svæði verði fundið fyrir þessa íþrótt. Hér er um íþrótt að ræða sem er óvenjuleg af því leyti að mikil neikvæð umhverfisáhrif hljótast af henni og er hún skaðleg fólki, lífríki og náttúru. Flokkur fólksins er ekki tibúinn að fórna svo stóru útivistarsvæði fyrir fámennari hóp skotveiðimanna.

    Fylgigögn

  4. Kynning á merkingum sorpíláta í breyttu hirðukerfi.

    Friðrik Klingbeil Gunnarsson, ráðgjafaverkfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK22080136

  5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, dags. 9. mars 2023 um viðauka við samkomulag um uppbyggingu innviða til hleðslu á rafbílum í Reykjavík ásamt drögum að viðauka við samninginn, án dags, samkomulaginu, dags.  4. apríl 2019 og áliti borgarlögmanns varðandi framhald samkomulagsins, dags. 19. desember 2022. USK23010052

    Fylgigögn

  6. Samgöngustjóri leggur til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki eftirfarandi sérákvæði fyrir umferð:
    Að óheimilt verði að leggja ökutæki í norðurkanti Eggertsgötu, milli Ingunnargötu og Suðurgötu. Að óheimilt verði að leggja ökutæki í suðurkanti Eggertsgötu, milli Suðurgötu og Njarðargötu.
    Samþykkt með fimm greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. USK23010018

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Skipulagsyfirvöld leggja til að  óheimilt verði að leggja ökutæki í norðurkanti Eggertsgötu, milli Ingunnargötu og Suðurgötu. Að óheimilt verði að leggja ökutæki í suðurkanti Eggertsgötu, milli Suðurgötu og Njarðargötu þar sem borið hefur á því að bílum sé lagt í Eggertsgötu með þeim afleiðingum að ökumenn eiga erfitt með að mætast og getur það skapað hættu fyrir bæði akandi og gangandi vegfarendur. Hefur þetta verið rætt við íbúa við Eggertsgötu og er þetta gert í sátt við amk meirihluta þeirra? Í sjálfu sér má skilja þessa tillögu en það þurfa þá að vera stæði eða annað úrræði fyrir þá bíla sem ella væri lagt á Eggertsgötu.

    Fylgigögn

  7. Samgöngustjóri leggur til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að gönguþverun á Háaleitisbraut til móts við Álmgerði verði merkt sem gangbraut. Gönguþverunin verði merkt með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingum í samræmi við reglugerð nr. 289/1995, um umferðarmerki og notkun þeirra, með áorðnum breytingum. Greinargerð fylgir tillögunni.
    Frestað. USK23020355

  8. Samgöngustjóri leggur til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að bifreiðastæði við Baldursgötu 14 verði merkt sem stæði fyrir hreyfihamlaða. Bifreiðastæðið verði merkt með viðeigandi umferðarmerki og yfirborðsmerkingu í samræmi við reglugerð nr. 289/1995, um umferðarmerki og notkun þeirra, með áorðnum breytingum. Greinargerð fylgir tillögunni.
    Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. USK23010018

    Fylgigögn

  9. Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa, dags. 9. mars 2023. USK23010150

    Fylgigögn

  10. Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Laugardals. Í breytingunni sem lögð er til felst að lóð F og byggingarreitur Laugardalshallar stækka en innan byggingarreitsins er gert ráð fyrir þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir og viðburði. Hámarks byggingarmagn nýrrar þjóðarhallar er 19.000 m2. Jafnframt minnkar lóð G og framlengdur Vegmúli inn í Laugardal og lóð fyrir bílakjallara sunnan byggingar ÍSÍ og ÍBR eru felld út úr skipulagi, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Landslags, dags. 8. mars 2023. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Þórður Már Sigfússon, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23020087

    Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Stutt er að farið verði í samstarfssamkeppni á grundvelli draga að breyttu deiliskipulagi. Jafnframt skal hefja endurskoðun á skipulagi vesturhluta Laugardals, enda fyrirséð að tilkoma þjóðarhallar hefur margvísleg áhrif á aðstæður og gott að skoða skipulag svæðisins heildstætt og í samhengi við aðrar fyrirhugaðar breytingar.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja að efnt verði til samstarfssamkeppni á grundvelli draga að breyttu deiliskipulagi. Jafnframt að hafin verði endurskoðun á skipulagi vesturhluta Laugardals í ljósi áforma um byggingu þjóðarhallar á svæðinu. Í ljósi umræddra framkvæmda og aukinnar starfsemi í Laugardal er mikilvægt að ekki verði þrengt að almennri umferð á Suðurlandsbraut.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Breytingin felur í sér umtalsverðar breytingar á nærumhverfinu. Lóðir umhverfis minnka og að sama skapi og bílastæðum. Ekki er gert ráð fyrir nýjum bílastæðum á lóðinni, einungis nauðsynlegum aðkomusvæðum vegna viðburða. Með því reisa mannvirki þarna segir það sig sjálft að eitthvað þarf að láta undan. Mestu áhyggjurnar eru samnýting hallarinnar og óvissunni í því sambandi. Munu Ármann og Þróttur fá þarna trygga aðstöðu? Munu nemendur og félög Laugardalsins fá þarna trygga íþrótta- og æfingaaðstöðu? Ekki hefur lengi verið rætt við skólayfirvöld eða foreldra barna í Laugardal um þessi mál og þau aldrei hvorki spurð né boðið að borðinu þegar rætt er um samnýtingu. Fyrir liggur yfirlýsing frá aðalstjórn Þróttar og Glímufélagsins Ármanns þar sem fram kemur að mannvirkið eins og það er kynnt muni ekki leysa aðstöðuvanda íþróttafélaganna í dalnum. Það mun ekki anna þörf hverfisfélaganna fyrir æfingatíma fyrir börn, unglinga og meistaraflokka né æfingar félagsfólks og barna. Þessi félög sem hér eru nefnd munu mæta afgangi ef svo fer sem horfir. Flokkur fólksins vill að farð verðu "aftur" í umræðu um þessi mál strax þar sem ráðist verði í að tryggja aðstöðu hverfafélaganna í Laugardal enda um bráðamál að ræða.

    Fylgigögn

  11. Lögð fram umsókn Skurnar ehf., dags. 7. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Saltvíkur á Kjalarnesi. Í breytingunni sem lögð er til felst að færa reiti C og D til að koma reitunum nær núverandi vegi og koma jafnframt reit C fjær reit B, samkvæmt uppdr. TAG teiknistofu ehf. dags. 9. febrúar 2023. Einnig er lögð fram fornleifaskráning Fornleifastofnunar Íslands frá 2020 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 1. mars 2023. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Þórður Már Sigfússon, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. SN220797

    Fylgigögn

  12. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, dags. 7. mars 2023. USK22120096

    Fylgigögn

  13. Lagt fram afgreiðslubréf, dags. 2. mars 2023, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vallár. USK23010259

    Fylgigögn

  14. Lagt fram afgreiðslubréf, dags. 2. mars 2023, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vesturgötu 61, ásamt fylgiskjölum. Tillagan var áður samþykkt í auglýsingu með röngum uppdrætti á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 11. janúar 2023 og á fundi borgarráðs 19. janúar 2023 og er nú lagt til að tillagan verði á ný afgreidd í auglýsingu með réttum gögnum. SN220428

    Fylgigögn

  15. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lýsingu við Sundhöll við Barónsstíg, sbr. 21. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 23. nóvember 2022 ásamt umsögn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 7. mars 2023.
    Vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
    Fulltrúi Vinstri grænna situr hjá. USK22110143

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fyrirliggjandi tillaga Sjálfstæðisflokksins um bætta lýsingu við Sundhöllina var lögð fram í nóvember sl. og hefur því orðið óeðlilega mikill dráttur á afgreiðslu hennar. Sérkennilegt er að þegar tillagan er loks tekin til afgreiðslu, skuli meirihlutinn kjósa að vísa henni frá um leið og lagðar eru fram upplýsingar um að til standi að koma tillögunni góðu til framkvæmdar með því að bæta lýsingu á umræddum stað.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
    Það á að setja LED perur í stað þeirra gömlu og bæta þar með lýsinguna samkvæmt umsögn. Hér má alveg staldra við og leggja meira í verkið, gera t.d. lýsinguna fallegri og  beina ljósgjöfum á mikilvæga staði og jafnvel minnka ljósmengun til himins. Þetta verk má hugsa upp á nýtt í stað þess að hugsa aðeins “staura með sterkum perum”. Ekkert mjög hlýlegt við það og fallegt.

    Fylgigögn

  16. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Vinstri grænna um átak í að koma í veg fyrir margs konar stöðubrot í miðborg Reykjavíkur, sbr. 16. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 8. mars 2023.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. USK23030097

  17. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um biðsal fyrir farþega á Hlemmi, sbr. 17. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 8. mars 2023.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. USK23030088

  18. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um rekstraráætlun borgarlínu, sbr. 16. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 1. mars 2023.
    Vísað til umsagnar Betri samgangna. USK23030009

  19. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna um aðgerðaráætlun loftlagsmála 2021 - 2025, sbr. 20. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 8. mars 2023.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra loftslagsmála. USK23030102

  20. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um fækkun bílastæða, sbr. 20. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 1. mars 2023.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. USK23030014

  21. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um tafir á nýjum tunnum, sbr. 20. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 15. febrúar 2023.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða. USK23020174

  22. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um tafir á sorphirðu, sbr. 19. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 15. febrúar 2023.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða. USK23020173

    -    Kl. 11:27 víkur Alexandra Briem af fundi.

  23. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

    Ábendingar hafa borist um að lýsingu sé ábótavant við battavellina hjá Ingunnarskóla og Sæmundarskóla í Grafarholti og að það hái íþróttaiðkun barna og unglinga í hverfinu. Lagt er til að úr þessu verði bætt hið fyrsta.
    Frestað. 1658682

  24. Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Hvað myndi það kosta að endurnýja vagnaflota strætisvagna sem ganga innan Reykjavíkur? Hvað er gert ráð fyrir að Reykjavíkurborg leggi fram mikið fé til að kaupa vagnaþjónustu frá verktökum á ári, næstu árin hjá Strætó? USK23030210

  25. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Uggur er í Seltirningum varðandi mögulegar breytingar í sambandi við hringtorgið í Vesturbæ við JL húsið og að setja eigi svo kölluð T gatnamóta. Ef úr verður, verður ekki lengur hægt að taka vinstri beygju frá vesturenda JL-hússins, Hringbrautar 121 inn á Eiðsgrandann í Vesturátt út á Seltjarnarnes. Flokkur fólksins spyr hvort ekki eigi að ræða við Seltirninga um útfærslur og áhrif þeirra. Hér er einmitt mál af þeirri stærðargráðu að hafa á samráð eða eiga samtal við nágrannasveitarfélag? Vegagerðin er með þetta mál enda þjóðvegur í þéttbýli. Borgin er vissulega með skipulagsvaldið. USK23030208

  26. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Flokkur fólksins er með nokkrar spurningar um ófarir  GAJU og flokkunarstöðvarinnar (lokun hennar) og óskar eftir upplýsingum um málið. Spurt er hver sé ábyrgð  fulltrúa meirihlutans í stjórn fyrirtækisins á því tímabili sem ákvarðanir um þetta mál var tekið? Spurt er hvort gera eigi úttekt á rekstri Sorpu af óháðum aðila? Óskað er jafnframt eftir að fá upplýsingar um hver staðan er í rekstri þessa fyrirtækis sem kostað hefur skattborgara milljarða króna. Í umfjöllun blaða um flokkunarstöð Sorpu er haft eftir framkvæmdastjóra að milljarður hafi farið í súginn vegna flokkunarstöðvarinnar. Í sömu tilvitnun segir framkvæmdastjóri að með lokun stöðvarinnar sparist einnig árlega 250 milljóna rekstrarkostnaður. Þetta er afar óljóst og lítur einna helst út að þær 250 milljónir hafi á síðustu 4 árum farið a.m.k. að einhverju leyti í sóun á fjármunum. Flokkur fólksins óskar skýringa á þessu. USK23030213

Fundi slitið kl. 11:40

Pawel Bartoszek Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Björn Gíslason Hjálmar Sveinsson

Kjartan Magnússon Líf Magneudóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Umhverfis- og skipulagsráð 15.3.2023 - Prentvænt útgáfa