Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 259

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2023, miðvikudaginn 22. febrúar, kl. 09:02 var haldinn 259. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Alexandra Briem,  Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Friðjón R. Friðjónsson, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon, Pawel Bartoszek og áheyrnarfulltrúarnir Halldóra Jóhanna Hafsteinsdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Hildur Björnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Þórólfur Jónsson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson og Sigurjóna Guðnadóttir.

Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.

 

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

 1. Lagt fram til upplýsinga dagskrá fyrir fræðslufund Skógræktarfélags Íslands og svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins um Græna stíginn. USK22120084

  Fylgigögn

 2. Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufunda skipulagsfulltrúa frá 16. febrúar 2023. USK23010150

  Fylgigögn

 3. Lögð fram umsókn Gísla B. Ívarssonar dags. 5. júlí 2022 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.133.1, Landhelgisgæslureits vegna lóðarinnar nr. 61 við Vesturgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að lóðinni er skipt upp í tvær lóðir þ.e. Vesturgata 61 og Seljavegur 8. Á hvorri lóð er skilgreindur byggingarreitur og leyfilegt að byggja eitt íbúðarhús innan hvors reits, samkvæmt uppdr. Verkís dags. 5. desember 2022. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.

  Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Vísað til borgarráðs. SN220428

  Fylgigögn

 4. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, dags. 14. febrúar 2023. USK22120096

  Fylgigögn

 5. Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. desember 2022 29. nóvember 2022, breytt 1. desember 2022 og 21. desember 2022 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta búsetuúrræði í mhl. 02 og mhl. 03 á lóð nr. 19 við Laufásveg sbr. uppdrætti dags. 29. nóvember 2022, breytt 1. desember 2022 og 21. desember 2022 . Erindi var grenndarkynnt frá 29. desember 2022 til og með 30. janúar 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Arnar Guðmundsson dags. 2. og 25. janúar 2023, eigendur og íbúar að Laufásvegi 19; Alda Björk Valdimarsdóttir, Dóra Haraldsdóttir, Einar Gunnlaugsson, Filippía Elísdóttir, Guðlaug Gísladóttir, f.h. Auðrún ehf., Guðni Elísson, Hafliði Þór Pétursson, Haraldur Þórarinsson, Hörður Arnarson og Snærós Vaka Magnúsdóttir, dags. 28. janúar 2023, Guðrún Erla Geirsdóttir, dags. 29. janúar 2023, Björn Harðarson, dags. 29. janúar 2023, og Elena K. Pétursdóttir og Þorvaldur Magnússon, dags. 29. janúar 2023. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. febrúar 2023. Lagt er til að grenndarkynningin sé samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

  Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. febrúar 2023, með vísan til a. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.

  Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

   

  Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. BN061842
   

  Fylgigögn

 6. Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. desember 2022 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta búsetuúrræði í íbúðar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 21-23 við Laufásveg sbr. uppdrætti dags. 29. nóvember 2022, breytt 1. desember 2022 og 21. desember 2022. Erindi var grenndarkynnt frá 29. desember 2022 til og með 30. janúar 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Arnar Guðmundsson dags. 2. og 25. janúar 2023, eigendur og íbúar að Laufásvegu 19; Alda Björk Valdimarsdóttir, Dóra Haraldsdóttir, Einar Gunnlaugsson, Filippía Elísdóttir, Guðlaug Gísladóttir, f.h. Auðrún ehf., Guðni Elísson, Hafliði Þór Pétursson, Haraldur Þórarinsson, Hörður Arnarson og Snærós Vaka Magnúsdóttir, dags. 28. janúar 2023, Guðrún Erla Geirsdóttir, dags. 29. janúar 2023, Björn Harðarson, dags. 29. janúar 2023, og Elena K. Pétursdóttir og Þorvaldur Magnússon, dags. 29. janúar 2023. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. febrúar 2023. Lagt er til að grenndarkynningin sé samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
  Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. febrúar 2023, með vísan til a. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.
  Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

  Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

  Fylgigögn

 7. Kynning á stöðu framkvæmda og skipulags Landspítalareits.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Hér er um risastórt verkefni að ræða og erfitt að sjá það allt í heild sinni. Allt er klárt fyrir borgarlínu en tafir á borgarlínu eru staðfestar og ófyrirséð hvenær sá veruleiki birtist okkur. Fulltrúi Flokks fólksins hefur því áhyggjur að aðgengi bæði til skemmri og lengri tíma. Starfsfólk, sjúklingar, aðstandendur og aðrir gestir þurfa að hafa gott aðgengi að svæðinu. Almenningssamgöngur hafa auk þess agnúa sem snýr að tíðni og leiðum. Eftir stendur einkabíllinn. Flokki fólksins er umhugað um þá sem eru ekki einungis með skilgreinda fötlun heldur þá sem eru með skerta hreyfifærni en eru ekki endilega á P merktum bílum. Þessi hópur getur ekki lagt bíl sínum lengst frá áfangastað. Stefna meirihlutans er að fækka bílum. Á svæðinu eru sögð verða 2.400 bílastæði og gera á bílakjallara fyrir aðstandendur og gesti. Ekki allir treysta sér ekki í bílakjallara, þeir eru bæði stórir og minna á völundarhús. Hanna þarf gott rötunarkerfi í slíkum kjallara og á svæðinu öllu. Búið er að hugsa neyðarstæði og er því fagnað. Góð hugmynd væri að hafa starfsmenn á svæðinu sem tæki við bíl viðkomandi ef fólk kemur í neyð, t.d. ef á það er kallað vegna skyndilegra alvarlegra veikinda innliggjandi aðstandanda.
   

  Gunnar Svavarsson og Sigríður Sigurðardóttir frá Nýja Landspítalanum taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK23020178

 8. Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. nóvember 2022 þar sem sótt er um leyfi til að hækka um eina hæð, byggja kvisti og innrétta fjórar íbúðir í húsi á lóð nr. 16 við Freyjugötu, sbr. uppdrætti dags. 7. nóvember 2022. Erindi var grenndarkynnt frá 13. desember 2022 til og með 13. janúar 2023. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Magna F. Birnir, dags. 12. janúar 2023, Ásdís Björnsdóttir, dags. 12. janúar 2023 og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, dags. 18. janúar 2022. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. febrúar 2023. Lagt er til að tillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem koma fram í umsögninni.

  Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. febrúar 2023, með vísan til a. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.

  Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa. BN061489

  Fylgigögn

 9. Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. nóvember 2022 þar sem sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar, steinsteypta viðbyggingu með hefðbundnu timburþaki við leikskóla á lóð nr. 1 við Þorragötu sbr. uppdrætti dags. 1. nóvember 2022. Erindi var grenndarkynnt frá 22. nóvember 2022 til og með 20. desember 2022. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Aðalsteinn Leifsson dags. 14. desember 2022 og Sesselja Bjarnadóttir, dags. 20. desember 2022. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. febrúar 2023. Lagt er til að tillagan verði samþykkt.

  Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. febrúar 2023, með vísan til a. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.

  Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa. BN061638

  Fylgigögn

 10. Kynning á hönnun breikkunar gangstéttar og gerð skábrautar við brunahana við Skólavörðustíg 18-20. USK23020103

  Fylgigögn

 11. Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 9. febrúar 2023: Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar leggur til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki eftirfarandi sérákvæði fyrir umferð: Að bifreiðastæði við Arkarvog 4 verði merkt sem stæði fyrir hreyfihamlaðan einstakling. Ofangreind ráðstöfun verði merkt með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingu þar sem það á við, í samræmi við reglugerð 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra ásamt áorðnum breytingum. Tillögunni fylgir greinargerð.

  Samþykkt. USK23010018

  Fylgigögn

 12. Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 9. febrúar 2023: Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar leggur til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að bifreiðastæði við Engihlíð 16 verði merkt sem stæði fyrir hreyfihamlaðan einstakling. Bifreiðastæðið verði merkt með viðeigandi umferðarmerki og yfirborðsmerkingu í samræmi við reglugerð nr. 289/1995, um umferðarmerki og notkun þeirra, með áorðnum breytingum. Tillögunni fylgir greinargerð.

  Samþykkt. USK23010018

  Fylgigögn

 13. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 7. september 2022 ásamt kæru dags. 7. september 2022 þar sem kærð er ,,ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 9. ágúst 2022 að girðing á lóðarmörkum Leiðhamra 52 og Leiðhamra 54 í Reykjavík, eins og hún er gerð, sé í samræmi við 2.3.5. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 og ekki verði höfð frekari afskipti af málinu af hálfu byggingarfulltrúa". Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 13. september 2022. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 16. febrúar 2023. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um að felld verði úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 9. ágúst 2022 um að hafa ekki frekari afskipti af máli vegna girðingar á lóðamörkum Leiðhamra 52 og 54. SN220554

 14. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 16. janúar 2023, ásamt kæru, dags. 16. janúar 2023, þar sem kærð er samþykkt borgarstjórnar frá 6. desember 2022 um nýtt deiliskipulag fyrir jörðina Prestshús á Kjalarnesi. Einnig er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 14. febrúar 2023. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni. USK23010279

 15. Lögð fram að nýju tillaga og greinargerð áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um bætt útsýni í Reykjavík fyrir borgarbúa, sbr. 33. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 14. desember 2023. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu aðalskipulags og loftslagsmála, dags. 3. febrúar 2023.

  Vísað inn í starfshóp um gerð borgarhönnunarstefnu. USK22120004

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Tekið er undir þessa tillögu að útsýni er einn af þáttum sem skipta máli við byggðaskipulag og að mistök hafa verið gerð þegar ekki var hugað nægilega að þessum þætti. Vissulega er hér um einstaklingsbundna upplifun að ræða. Mjög mörgum finnst útsýni út á sjó mikilvægt og missi fólk það útsýni vegna skyggingar frá nýbyggingu sem það taldi að ekki myndu rísa eru það mikil vonbrigði og gengisfelling á eign þeirra. Útsýni til sólar er einnig mikilvægt flestum. Að sjá lengra en yfir í næsta hús er eitthvað sem flestum þykir dýrmætt. Það er þessi yfirsýn sem veitir fólki gjarnan tilfinningu um frelsi. Margir sem eru innikróaðir af byggingum upplifa innilokunarkennd og að þrengt sé of mikið að þeim. Að hafa vegg fyrir augum sínum í hvert sinn sem litið er út er skiljanlega lýjandi. Ekki allir eiga þess kost að skipta um íverustað til að fá betra útsýni.
   

  Fylgigögn

 16. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um aukna tíðni Strætó, sbr. 25. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráð, dags. 1. febrúar 2023.

  Tillögunni er vísað til umsagnar strætó bs. USK23020017

   

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

   

  Að auka tíðni ferða leysir ekki vandamál strætó eitt og sér. Strætókerfið er meingallað og þarf algera enduruppstokkun. Flokkur fólksins vill að horft sé til betri strætósamgangna og losa Strætó úr bs kerfinu. Stokka þarf kerfið upp, leysa upp bs kerfið og að meirihlutinn taki ábyrgð á borgarbúum þegar kemur að samgöngum. Önnur sveitarfélög verða að sjá um sig og vissulega má skoða samninga milli borgar við einstaka nágrannasveitarfélög. Almennt séð er Strætó ekki góður kostur þegar flytja á fólk á milli staða eins og staðan er í dag. Með ólíkindum er að ekki sé hægt að bæta úr því, þrátt fyrir að öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins leggi til þekkingu og upplýsingar en það er kannski það sem flækir málið. Strætó þyrfti að vera eingöngu rekinn af Reykjavík. Það gekk ágætlega áður en bs fyrirkomulagið tók yfir. Hvernig væri að borgin sinnti íbúum sínum? Vandamál almenningssamgangna í Reykjavík er einsdæmi.

   

  -             Kl. 11:18 víkur Kolbrún Baldursdóttir af fundi.

  Fylgigögn

 17. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um götulýsingar, sbr. 18. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 15. febrúar 2023.

  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. USK23020172

 18. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa foreldra barna í leikskólum um hjólastæði við leikskóla, sbr. 11. liður fundargerðar skóla- og frístundaráðs dags. 6. febrúar 2023.

  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. SFS23010093

  Fylgigögn

 19. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um framkvæmdir við Garðastræti 33. Fyrirspurnin var lögð fram í borgarráði þann 25. ágúst 2022, sbr. 25 liður fundargerðar.

  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu borgarlandsins. MSS22080181

 20. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um vetrarþjónustu og innviði í Vogabyggð og öðrum uppbyggingarreitum sem merkir eru sem vistvænir, sbr. 14. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 8. febrúar 2023.

  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu borgarlandsins. USK23020100

 21. Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um áhrif og afleiðingar vegna framkvæmda við Sæbraut í stokk, sbr. 28. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 1. febrúar 2023.

  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. USK23020015
   

 22. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

   

  Lagt er til að ráðist verði í aðgerðir til að auka umferðaröryggi við íþróttahúsið Fylkissel (Mest-húsið) í Norðlingaholti. Daglega sækir fjöldi skólabarna á leið úr Norðlingaskóla íþrótta- og tómstundastarf í Fylkissel og leggur þá leið sína yfir bifreiðastæði hússins þar sem umferðaröryggi er ábótavant. Afmarka þarf skýra gönguleið yfir bílastæðið og lýsa hana upp og merkja eftir þörfum. USK23020260

   

  Frestað.

 23. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

   

  Hvenær verður bætt úr hraðamerkingum á Laugarásvegi? Hámarkshraði á Laugarásvegi var lækkaður í 30 km./klst. fyrir nokkru síðan. Það eru hins vegar engar merkingar um það, hvorki á skiltum né götu. Þrátt fyrir að hámarkshraði er merktur þar sem að 30 km svæði byrjar eða á mörkum þess, þá er algjörlega nauðsynlegt að hafa mjög sýnilegar aukamerkingar á Laugarásvegi. Það þyrftu því bæði að vera sérskilti og málað á götuna. Þetta er ein lengsta íbúðargata í hverfinu sem veldur því að bílar keyra iðulega mjög hratt og langt umfram hámarkshraða á götunni. Það eru hvorki skilti né merkingar á götunni. Óbreytt ástand er ekki ásættanlegt og tímaspursmál hvenær þarna verður alvarlegt slys. Fulltrúi Flokks fólksins hefur ítrekað bent á þetta enda berast ábendingar reglulega frá íbúum sem eru mjög áhyggjufullir. USK23020258
   

 24. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

   

  Óskað er eftir upplýsingum um hvert umfang blómakerja er í borginni, ca. fjöldi, kostnaði í kringum uppsetningu, umhirðu og öðru sem þeim tengjast. Einnig hvort slys hafi hlotist af þeim t.d. að fólk hafi dottið um þau eða hjólað á þau. Ef svo er, hafa þau ker verið fjarlægð? Óskað er eftir upplýsingum um hvenær farið var að setja blómaker í borgina í einhverjum mæli  og hvernig þróun hefur verið síðustu 3 ár eða svo. Er þeim að fjölga? USK23020264
   

Fundi slitið kl. 11:30

Alexandra Briem Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Friðjón R. Friðjónsson Hildur Björnsdóttir

Hjálmar Sveinsson Kjartan Magnússon

Pawel Bartoszek

PDF útgáfa fundargerðar
Umhverfis- og skipulagsráð 22.2.2023 - Prentvænt útgáfa