No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2023, miðvikudaginn 11. janúar, kl. 09:07 var haldinn 253. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Alexandra Briem, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Birkir Ingibjartsson, Líf Magneudóttir, Pawel Bartoszek og áheyrnarfulltrúarnir Kolbrún Baldursdóttir og Trausti Breiðfjörð Magnússon. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Bjarni Rúnar Ingvarsson, Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Dagný Alma Jónasdóttir, Sigurjóna Guðnadóttir og Harpa Dögg Kristinsdóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 4. janúar 2023, þar sem tilkynnt er að á fundi borgarstjórnar þann 3. janúar 2023 var samþykkt að Rannveig Ernudóttir taki sæti sem varamaður í umhverfis- og skipulagsráði í stað Elísabetar Guðrúnar Jónsdóttur. MSS22060046
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr. 474, dags. 25. nóvember 2022. US130002
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun við lið 1 í fundargerð:
Í fundargerðinni fer mest fyrir skrifum um eigendastefnu og er þar margt gott sagt. Borgin á að vera virkur eigandi, í þessu tilfelli með 5 af 20 fulltrúum í stefnuráði og engan frá minnihluta. Hér koma annmarkar bs. kerfisins enn í ljós. Borgin á meirihluta í félaginu en hefur ekki áhrif í samræmi við það. Reynt hefur verið að plástra þessa vankanta með Stefnuráði en það dugir ekki til að gera þetta kerfi lýðræðislegt. Í raun hefur Reykjavíkurborg, stærsti eigandinn lítið að segja í SORPU. Alvarleg mistök voru gerð á síðasta kjörtímabili sem kostuðu borgarbúa stórfé og gat stærsti eigandi SORPU, Reykjavíkurborg fátt annað gert en að horfa á.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs um loftslagsstefnu höfuðborgarsvæðisins, dagsett september 2022.
Hrönn Hrafnsdóttir, deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK22010115
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Í þessari skýrslu er of gagnrýnislaus umfjöllun að mati Flokks fólksins. Benda má á að allt annað er að hafa ókeypis í Strætó eða auka tíðnina til að lækka kolefnisspor. Aukin tíðni getur hækkað kolefnissporið en að hafa ferðir ókeypis með sömu tíðni mun alltaf lækka fótsporið. Minnst er á aukna trjáa- og skógrækt en slíkar aðgerðir geta bundið mikið kolefni. Borgin gerir lítið á því sviði. Ekki dugar að setja gras á þök og segja að verið sé að fjölga grænum svæðum. Skógrækt er líklega það eina sem virkilega er hægt að gera og gera vel og sem skilar alvöru árangri. Það er ódýrari framkvæmd en t.d. að útbúa græn- vatns-lausnir- , blágræna innviði, til að binda kolefni. Svo má benda á að loftgæðamælingar, sem dæmi; að mæling á einum stað í borginni getur varla verið marktæk mæling fyrir aðra staði í borginni. Ef fylgjast á með loftgæðum í borginni þarf að mæla á fleiri stöðum. Sjálfsagt er að móta stefnu og finnst Flokki fólksins að Reykjavíkurborg eigi að vera leiðandi, vera þorin og áræðin og ætti að vera fyrirmynd fyrir önnur sveitarfélög enda lang stærsta sveitarfélagið.
Fylgigögn
-
Lögð fram fyrirspurn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 4. janúar 2022 vegna samkeppni fyrir uppbyggingu leik- og grunnskóla á Fleyvangi og göngu- og hjólabrúar yfir í Vogabyggð svæði 5. Lagt er til að umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. janúar verði samþykkt.
Samþykkt.
Hrafnhildur Sverrisdóttir, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23010041
Fylgigögn
-
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing VSÓ ráðgjafar dags. ágúst 2022 vegna nýs deiliskipulags að Kleppsgörðum. Tilgangur skipulagsins er að koma fyrir byggingu húsnæðis fyrir viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er lögð fram húsakönnun Borgarsögusafn Reykjavíkur dags. 24. ágúst 2022 og fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 30. ágúst 2022. Lýsingin var kynnt frá 22. september 2022 til og með 20. október 2022. Eftirtaldir sendu umsagnir: Míla dags. 5. október 2022, Skipulagsstofnun dags. 6. október 2022, Íbúaráð Laugardals dags. 11. október 2022, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 20. október 2022, Landspítalinn dags. 23. nóvember 2022 , Minjastofnun Íslands dags. 29. nóvember 2022 og Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins dags. 5. desember 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. október 2022 og er nú lagt fram að nýju.
Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, verkefnastjóri og Hermann Frímann Sigurðsson og Sverrir Bollason frá framkvæmdasýslu ríkisins taka sæti á fundinum undir þessum lið. SN220409
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing VSÓ ráðgjafar dags. ágúst 2022 vegna nýs deiliskipulags að Kleppsgörðum. Íbúaráð Laugardals sendi inn umsögn dags. í október 2022 sem væntanlega verður tekin alvarlega. Hún er eftirfarandi: Miðlæg miðstöð viðbragðsaðila fyrir höfuðborgarsvæðið er mikilvæg og skiptir staðsetning þá miklu máli. Í skipulagslýsingunni er farið yfir helstu þætti sem muni geta haft áhrif á bæði umhverfið, umferð og skipulagsmál hverfisins. Meðal þess sem íbúaráð hefur áhyggjur af eru áhrifin á umferðarþunga á Sæbraut, væntanlega Sundabraut/brú og trjágróður á umræddu svæði sem mun þurfa víkja fyrir þeim framkvæmdum sem farið verði í verði þetta niðurstaðan. Mikill umferðarþungi, með tilheyrandi hættu og mengun, er nú þegar til staðar fyrir íbúa við Sæbraut, allt frá rótum Vogabyggðar út að Snorrabraut og er mikilvægt að hugað verði að þessum þáttum við þessa framkvæmd. Gróður, hljóðmön og stokkur eru allt lausnir sem má beita sem mótvægisaðgerðum. Í gögnum segir að ráðgert er að byggingin verði vottuð af Svaninum í samstarfi við Umhverfisstofnun sem mun koma fram í hönnun og efnisvali. Ekki er séð af hverju Svansvotta á bygginguna og hvergi kemur fram hver sé kostnaður í því sambandi.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga Trípólí arkitekta, dags 8. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi fyrir Spöngina, einingu H, vegna hjúkrunarheimilis við Mosaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að skilgreind er ný lóð 9750 m2 að stærð. Heimildum til uppbyggingar á svæðinu er breytt þannig að í stað íþróttahúss og sundlaugar verði heimilt að byggja 3-5 hæða hjúkrunarheimili með allt að 145 rýmum og tengdri þjónustu. Settir eru sérskilmálar fyrir uppbygginguna. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs. SN220067Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Tekið er vel í að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðis H við Spöngina vegna áætlaðs hjúkrunarheimilis við Mosaveg sem styrkir svæðið sem öfluga hverfismiðju í Grafarvoginum í tengslum við Borgarholtsskóla og verslunarmiðstöðina í Spönginni. Ráðið áréttar þó að á næstu skrefum verkefnisins færi vel á því að skoða nánar nákvæma staðsetningu hjúkrunarheimilisins í stærra samhengi og tengsl þess við grænt svæði norðan við Mosaveg. Mætti í því samhengi skoða breytta legu götunnar þannig hjúkrunarheimilið yrði í raun staðsett innan græna svæðisins og sem slíkt gæti það vaxið upp sem grænn lundur í kringum húsið með tíð og tíma.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsókn Gísla B. Ívarssonar dags. 5. júlí 2022 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.133.1, Landhelgisgæslureits vegna lóðarinnar nr. 61 við Vesturgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að lóðinni er skipt upp í tvær lóðir þ.e. Vesturgata 61 og Seljavegur 8. Á hvorri lóð er skilgreindur byggingarreitur og leyfilegt að byggja eitt íbúðarhús innan hvors reits, samkvæmt uppdr. Verkís dags. 29. apríl 2022.Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráðs.Birkir Ingibjartsson víkur af fundi undir þessum lið. SN220428
Fylgigögn
-
Lögð fram umsókn Faxaflóahafna sf., dags. 14. nóvember 2022, ásamt bréfi, dags. 11. nóvember 2022, varðandi breytingu á deiliskipulagi Skarfabakka, Klettavæði vegna lóðarinnar nr. 6-8 við Skarfagarða. Í breytingunni sem lögð er til felst sameining lóðanna nr. 6, 8 og 10 við Skarfagarða, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta 22. mars 2022. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
Frestað.
-
Lögð fram umsókn Baldurs Ó. Svavarssonar, dags. 19. desember 2022, ásamt minnisblaði, dags. 1. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Reits 1.184.0, Bergstaðastrætisreita vegna lóðanna nr. 4, 4B, 6 og 6B við Spítalastíg. Í breytingunni sem lögð er til felst að kvöð um umferð á lóð Spítalastígs 4 að Spítalastíg 4B verður felld út og Þess í stað verður sett kvöð á allar lóðir um umferð að Spítalastíg 4B í framhaldi af umferðarkvöð á lóð 6. Byggingamagn á Spítalastíg 4 eykst sem nemur flatarmáli undirganga. Byggingarreitur fyrir Spítalastíg 4B og 6B verður færður um 3m til vesturs. Lóðamörkum milli 4B og 6B verður jafnframt breytt þannig að þau skipta byggingarreit í tvo jafna helminga. Lóðastærðir breytast eins og kemur fram í skilmálatöflu og gert er ráð fyrir tveim bílastæðum við austurgafl Spítalastígs 6B. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Birkir Ingibjartsson víkur af fundi undir þessum lið. USK22122958
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að yfirliti verkefnis og hlutverks vinnuhóps um yfirferð umsókna til Húsverndarsjóðs Reykjavíkurborgar 2023. Þar kemur fram að Sigrún Reynisdóttir frá embætti byggingarfulltrúa, Sólveig Sigurðardóttir frá embætti skipulagsfulltrúa og Alma Sigurðardóttir frá embætti borgarminjavarðar skipi vinnuhópinn auk tveggja fulltrúa umhverfis- og skipulagsráðs. Einnig eru lögð fram drög að auglýsingartexta um styrk úr Húsverndarsjóði Reykjavíkurborgar 2023. Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð skipi tvo fulltrúa í hópinn.
Samþykkt að skipa Líf Magneudóttur og Kolbrúnu Baldursdóttur í hópinn. USK23010048
-
Lagt fram málskot Kristjáns Ásgeirssonar dags. 6. desember 2022 vegna afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 3. nóvember 2022 um nýtingu atvinnuhúsnæðis að Arnarhlíð 2, samkvæmt uppdr. ALARK arkitekta ehf. dags. 26. september 2022. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. nóvember 2022.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. nóvember 2022 staðfest. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. SN220791
Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Í fyrirspurninni er óskað eftir heimild til að innrétta litlar gistiíbúðir á jarðhæð Arnarhlíðar 2. Í skilmálum vegna Hlíðarenda segir: “Leitast er við að skapa lifandi göturými, þar sem m.a. verslun og þjónusta er skilyrt á hluta jarðhæða flestra reita [...]”. Raunar hefur verið fallið frá þessum skilyrðum víða en þau eru enn í gildi við Arnarhlíð. Gistirými með litlum íbúðaeiningum á jarðhæð skapa ekki lifandi göturými á sama hátt og verslun og nærþjónusta sem íbúar sækja í. Rétt er að hafa í huga að íbúðahótel með litlum einingum eru sérstaklega tilgreind sem heimil á lóð A, en slíkan áskilnað er ekki að finna við aðrar lóðir. Ef markmið sveitarfélagsins hefði verið að öll atvinnurými mætti nýta undir gistirými með litlum íbúðaeiningum hefði síður verið ástæða til að tilgreina þess að það væri heimilt á lóð A. Út frá reynslu er afar ólíklegt að íbúðaeiningum sé breytt til baka í verslunarrými, jafnvel þótt nærumhverfið kalli eftir því. Skipulagsleg rök mæla því með því að reynt sé að halda í markmiðin um lifandi göturými og lögð sé áhersla á verslun eða þjónustu sem íbúar geta sótt í. Það er því afstaða umhverfis- og skipulagsráðs að fallast á niðurstöðu skipulagsfulltrúa varðandi nýtingu jarðhæða við Arnarhlíð 2.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 21. desember 2022 ásamt kæru nr. 144/2022, dags. 17. desember 2022 þar sem kærð er ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur þann 24. nóvember 2022 um breytingu á deiliskipulagi Ármannsreits er felur í sér auknar heimildir til nýtingar sameinaðrar lóðar að Sóltúni 2-4.
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 28. desember 2022, ásamt kæru nr. 149/2022, dags. 27. desember 2022, þar sem sem kærð er ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar um uppsetningu bifreiðastæðis fyrir hreyfihamlaða í Bryggjuhverfi.
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 11. október 2022 ásamt kæru nr. 117/2022, dags. 10. október 2022 þar sem kærð er útgáfa framkvæmdaleyfis vegna lagningu tveggja nýrra reiðleiðatenginga í Trippadal. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 29. desember 2022.
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 29. júní 2022 ásamt kæru nr. 63/2022, dags. 28. júní 2022 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa frá 7. júní 2022 að synja umsókn BN59441 um byggingarleyfi fyrir stækkun á stofum allra íbúða til suðurs, lengja svalir á 1. og 2. hæð að nýbyggingu, einangra að utan og klæða með bárujárni íbúðarhús nr. 15 við Hrísateig. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 23. ágúst 2022. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 16. desember 2022. Úrskurðrorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 7. júní 2022 um að synja umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á fasteigninni Hrísateig 15, Reykjavík.
-
Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar dags. 8. júlí 2022 ásamt kæru nr. 70/2022, dags. 8. júlí 2022 þar sem kærð er ákvörðun Skipulags- og samgönguráðs frá 27. apríl 2022 um að hækka bygginguna að Starmýri 2A, lóð nr. 2 við Starmýri. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 22. ágúst 2022. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 16. desember 2022. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar borgarstjórnar Reykjavíkur frá 21. júní 2022, um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Safamýrar-Álftamýrar vegna lóðar nr. 2 við Starmýri og ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 6. september 2022 um að samþykkja umsókn um leyfi til að breyta innra skipulagi kjallara, bæta við fjórðu hæðinni og fjölga íbúðum um tvær þannig að þær verði 20 talsins í húsi nr. 2a á lóð nr. 2 við Starmýri.
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 4. nóvember 2022 ásamt kæru nr. 125/2022, dags. 28. október 2022 þar sem sem kærður er óeðlilegur dráttur á afgreiðslu máls kæranda hjá byggingarfulltrúa Reykjavíkur og varðar eign kæranda að Hólmaseli 2. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 8. desember 2022. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála frá 14. desember 2022. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.
-
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 14. desember 2022 ásamt kæru nr. 141/2022, dags. 13. desember 2022 þar sem kærð er samþykkt á byggingarframkvæmdum á Völvufellsreit, Breiðholt III - Fell. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 22. desember 2022, og Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 28. desember 2022. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.
-
Lagt fram bréf íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um erindi íbúaráðsins, dags. 16. desember, til umhverfis- og skipulagsráðs um umferðaröryggi og akstur stærri ökutækja í miðborginni.
Frestað. US220081
-
Lagt fram bréf, dags. 12. desember 2022, þar sem óskað er eftir umsögn umsagnaraðila vegna skipulagslýsingar fyrir tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2036. Landnotkun Rjúpnahlíð.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa. MSS22110105
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa í ungmennaráði Kjalarness, um fjölgun stöðvunarskýla Strætó á Kjalarnesi og betri samrýmingu á strætóleiðum, sbr. 11. liður fundargerðar skipulags- og samgönguráðs, dags. 23. mars 2022. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 9. desember 2022.
Samþykkt. MSS22020115
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Sósíalista tekur undir að fjölgun strætóskýla er nauðsynleg á Kjalarnesi. Ef ætlunin er að fleiri nýti sér almenningssamgöngur verður að tryggja fleiri skýli, svo fleiri geti hugsað sér að nýta þær.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir tillöguna og er brýnt að fjölga strætóskýlum á Kjalarnesi til að auðvelda samgöngur til Mosfellsbæjar og Reykjavíkur auk þess sem nauðsynlegt er að samrýma ferðir leiðar 29 við aðrar leiðir Strætó bs. Gagnrýnt er hvað umsögn kemur seint. Nú er komið nýtt ungmennaráð sem hefur tekið til starfa. Úr umsögn má lesa að áfram á að skrafa um þessi mál en fátt að framkvæma. Flokki fólksins finnst þessi vinna ganga hægt og þ.m.t. hjá Strætó. Flokkur fólksins hvetur Strætó til að spýta í lófana og vinna úr þeim ábendingum sem beinast að leið 29 og almennt séð leita leiða til að bæta almenningssamgöngur á Kjalarnesi.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Vinstri grænna um umferðarþrengingar á Furumel, sbr. 26. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 16. nóvember 2022. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 24. nóvember 2022.
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar á móti þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. USK22110104
Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Í gildi er umferðaröryggisáætlun Reykjavíkurborgar þar sem aðgerðum er forgangsraðað heildstætt, og ekki er vilji til að ákveða pólitískt að færa tiltekin gatnamót framar eða aftar í þeirri forgangsröðun.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Mikilvægt er að umferðaröryggi barna á leið í og úr skóla sé tryggt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa margsinnis lagt fram tillögur um bætt umferðaröryggi við skóla borgarinnar s.s. að snjallgangbrautum verði komið upp við alla skóla borgarinnar. Hægt hefur gengið að bæta umferðaröryggi við skólana og því brýnt að það verði sett í forgang eins og kallað hefur verið eftir lengi á Furumel við Melaskóla.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins er talsmaður þess að alls öryggis sé gætt þar sem börn gætu verið á ferð og hefur t.d. marg óskað eftir að tryggt verði frekara öryggi við Laugarásveg. Þar eru börn og fótgangandi í hættulegri nálægð við veginn en Laugarásvegur er löng gata sem tengir saman tvö hverfi. Því miður eru ökumenn sem gefa í þegar þeir aka þessa götu. Meta þarf aðstæður í hverju tilfelli fyrir sig. Hér er verið að ræða um Furumelinn. Almennt eru umferðarþrengingar erfið leið og hafa t.d. sorphirðubílar og þeir sem ryðja götur á vetrum kvartað yfir þrengslum til að athafna sig í starfi. Þegar horft er til hraðalækkunar, hraðahindrana eða þrengingar þá togast á tveir þættir sem stundum er erfitt að samræma. Annars vegar að því minni hraði því færri óhöpp. Hins vegar því hægar sem er ekið því minni er afkastageta gatnakerfisins, meiri umferðartafir og svifryksmengun. Umferðaröryggi þar sem börn fara um er þó ávallt forgangsatriði hvernig sem á það er litið.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um geymslu hjóla- og fellihýsa, sbr. 26. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 5. október 2022. Einnig er lagt fram svar skrifstofu stjórnsýslu og gæða, dags. 30. nóvember 2022. USK22100013
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fyrirspurn Flokks fólksins snýr að því hvort áhugi sé fyrir að bjóða eigendum hjól- og fellihýsa geymslurými yfir sumarið á svæðum sem til þess fallin og þar með sé dregið úr líkum þess að hjól- og fellihýsi séu geymd á götum eða í bílastæðum fyrir utan íbúahús. Í framhaldsfyrirspurninni er fókusinn á heimild lögreglustjóra og hversu víðtæk heimildin er um bann við lagningu slíkra farartækja í borgarlandinu. Í svari kemur fram að heimildir séu víðtækar og byggjast á mati lögreglustjóri hvort tækið valdi óþægindum, óþrifnaði eða hættu. Flokkur fólksins veltir því fyrir sér hvort reglur ættu að vera skýrari til að forðast að teknar séu geðþóttaákvarðanir, ákvarðanir byggðar á „mati“. Fram kemur að það er ekkert allsherjarbann er við lagningu ferðavagna í almenn stæði í landi Reykjavíkurborgar. Þetta eru mikilvægar upplýsingar
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að skipa starfshóp til að draga úr þjófnaði á hjólum, sbr. 24. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 14. september 2022.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. USK22090084
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um gangbraut yfir Álftamýri, sbr. 37. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 14. desember 2022.
Vísað til meðferðar inn í vinnu um umferðaröryggisáætlun umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. USK22122898
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um gangbraut yfir Norðlingabraut við göngubrú, sbr. 38. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 14. desember 2022.
Vísað til meðferðar inn í vinnu um umferðaröryggisáætlun umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. USK22122899
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um fjölda íbúða sem standa auðar núna hjá Félagsbústöðum vegna standsetningar eða vegna annarra ástæðna, sbr. 39. lið fundargerðar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. desember 2022. USK22122900
Vísað til umsagnar Félagsbústaða.
- Kl. 11:35 víkur Hildur Björnsdóttir af fundi.
- Kl. 11:52 víkur Líf Magneudóttir af fundi.
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu um stoppistöð Strætó við Esjuna:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til að viðeigandi ráðstafanir verði gerðar, eftir atvikum í samstarfi við Vegagerðina, svo koma megi fyrir stoppistöð/biðstöð fyrir Strætó bs. við Esjuna. Mikill fjöldi fólks heimsækir Esjuna daglega sér til heilsubótar og útivistar. Jafnframt eru til skoðunar áform um uppbyggingu Esjuferju á svæðinu sem sem mun kalla á töluverða aukningu heimsókna á svæðið. Mikilvægt er að þetta fjölsótta og vinsæla útivistarsvæði verði gert aðgengilegt fyrir alla fararmáta.
Frestað. USK23010122
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu um gangbraut yfir Kollagrund við Klébergsskóla:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til að lögð verði gangbraut yfir Kollagrund á Kjalarnesi, þar sem göngustígur frá Klébergsskóla þverar götuna, svo auka megi öryggi barna sem ganga eftir stígnum og yfir götuna daglega. Aftan við Klébergsskóla á Kjalarnesi er göngustígur sem liggur niður að sjó og meðfram strandlengjunni. Svo komast megi stíginn niður að sjó þarf að þvera Kollagrund, en þar er engin gangbraut. Þessa leið ganga öll börn í Klébergsskóla daglega í svokallaðri sjávargöngu og mikilvægt að auka öryggi þeirra.
Frestað. USK23010121
-
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi tillögu að öryrkjum sé heimilt að kaupa afsláttarkort á farmiðasölustöðum í borginni:
Lagt er til að öryrkjar megi kaupa afsláttarkort á þeim farmiðasölustöðum sem aðrir farþegar geta og mega kaupa á.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað USK23010116Fylgigögn
-
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi tillögu að borgin dragi til baka útvistanir í snjómokstri:
Lagt er til að Reykjavíkurborg dragi útvistanir vegna snjóhreinsunar og hálkuvarna til baka. Borgin sjái því á ný milliliðalaust um snjómokstur í borginni, eigi eigin tæki og sé með beinráðið starfsfólk. Vélar og starfsfólk sem sinni snjóhreinsun vinni einnig við að halda götum og gangstéttum hreinum, slái gras á grænum reitum borgarinnar og sinni öðrum tilfallandi verkefnum. Umhverfis- og skipulagssvið komi á laggirnar vinnuvéladeild sem hafi umsjón með þessum verkefnum.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað. USK23010115Fylgigögn
-
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi tillögu um að fulltrúi leigjenda sitji í Umhverfis- og skipulagsráði:
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að fulltrúi leigjenda sitji í ráðinu. Leitað verði til Samtaka leigjenda vegna tilnefningar í ráðið. Í kjölfarið verði tilnefndum aðila boðin seta á fundum umhverfis- og skipulagsráðs.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað. USK23010114Fylgigögn
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu um strætóskýli:
Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir tillöguna og er brýnt að fjölga strætóskýlum á Kjalarnesi til að auðvelda samgöngur til Mosfellsbæjar og Reykjavíkur auk þess sem nauðsynlegt er að samrýma ferðir leiðar 29 við aðrar leiðir Strætó bs. Gagnrýnt er hvað umsögn kemur seint. Nú er komið nýtt ungmennaráð sem hefur tekið til starfa. Úr umsögn má lesa að áfram á að skrafa um þessi mál en fátt að framkvæma. Flokki fólksins finnst þessi vinna ganga hægt og þ.m.t. hjá Strætó. Flokkur fólksins hvetur Strætó til að spýta í lófana og vinna úr þeim ábendingum sem beinast að leið 29 og almennt séð leita leiða til að bæta almenningssamgöngur á Kjalarnesi.
Frestað. 660943
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu um strætó og orkumál:
Flokkur fólksins leggur til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að skora á Strætó bs. að taka hraðari skref í átt til orkuskipta, t.d. með því að fjölga metanvögnum
Frestað. USK23010123
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu um umhverfismál:
Flokkur fólksins leggur til að gerð verði úttekt á hvað gert hefur verið í umhverfismálum á þessu og síðasta kjörtímabili. Nú hefur nokkurn veginn sami meirihluti verið við völd í tæp á 5 ár og spurning hvort að ekki sé rétt að fara yfir hvað gert hefur verið í umhverfismálum á þeim tíma. Gera þarf á því úttekt/samantekt. Flokkur fólksins hefur lagt fram fjölda tillagna í þessum málaflokki sem var öllum hafnað. Sem dæmi lagði flokkurinn til að allar nýjar bifreiðar sem borgin keypti og sem ekki krefðust þess af sérstökum ástæðum að þær gengju fyrir jarðeldsneyti væru metan eða rafbílar. Fulltrúi Flokks fólksins lagði einnig til að farið yrði í skógrækt í austur frá borginni og var þeirri tillögu einnig hafnað. Flokkur fólksins leggur því til að meirihlutinn taki saman þó að ekki væri nema einblöðung til að segja frá hvaða stærri verkefni borgin hefur farið í síðustu 3 árin sem þeir telja að hafi gagnast borgarbúum í umhverfismálum og hvað stendur til að gera næstu 2 árin. Hvað hefur t.d. borgin keypt marga rafbíla á þeim tíma og hversu margir ganga fyrir jarðeldsneyti? Hver er áhersla á skógrækt?. Hverju hafa stór verkefni skilað í umhverfismálum?
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað. USK23010119Fylgigögn
-
Fulltrúi Vinsti grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um yfirlit forgangsröðunar fyrir árið 2023 á umferðaröryggi í húsagötum skv. Umferðaröryggisáætlun 2019-2023:
Óskað er eftir yfirliti forgangsröðunar fyrir árið 2023 á umferðaröryggi í húsagötum skv. Umferðaröryggisáætlun 2019-2023. Eins er óskað eftir upplýsingum um hvort og með hvaða verklagi framkvæmdir í að bæta umferðaröryggi séu skoðaðar t.d. út frá borgarhönnun og fagurfræði, viðmiðum um gangstéttir, hjólastæði, þrengingum eða þess háttar. 660943
-
Fulltrúi Vinsti grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um framfylgd stefnumörkunar um fækkun bílastæða í borgarlandinu:
Nú hefur verið samþykkt í aðgerðaráætlun í loftslagsmálum að fækka bílastæðum í borgarlandinu um 2% á ári. Óskað er eftir upplýsingum um hvernig gangi að framfylgja þessari stefnumörkun: 1. Yfirliti yfir svæði og samantekt á fjölda stæða sem hefur verið fækkað frá samþykki aðgerðaráætlunarinnar. 2. Áætlun um fækkun stæða á árinu 2023. 660943
-
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um kolefnisútblástur stórra og meðalstórra fyrirtækja:
Hversu hátt hlutfall kolefnisútblásturs í Reykjavík er af hendi stórra og meðalstórra fyrirtækja? Óskað er jafnframt eftir því að settar verði fram upplýsingar um þau tíu fyrirtæki sem losi mest út í borginni. USK23010118
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um Svansvottun um Kleppsgarða:
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing VSÓ ráðgjafar dags. ágúst 2022 vegna nýs deiliskipulags að Kleppsgörðum. Í gögnum segir að ráðgert er að byggingin verði vottuð af Svaninum í samstarfi við Umhverfisstofnun sem mun koma fram í hönnun og efnisvali. Flokkur fólksins spyr hver sé að Svansvotta bygginguna? hvað mun það kosta aukalega og hver er ávinningurinn? Hversu kostnaðarsamara verður viðhald þegar uppfylla þarf kröfu um svansvottun? USK23010113
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um umferðamál:
Flokkur fólksins hefur ítrekað lagt til s.l. 4 ár að farið verði að skoða ljósastýringar í borginni og bæta og laga erfiðustu gatnamótin með ýmsum leiðum sem stungið hefur verið upp á í gegnum tíðina. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort skipulagsyfirvöld séu með einhverjar hugmyndir í farvatninu sem létt geta á umferð s.s. að bæta ljósastýringar þar sem verst lætur? Hvaða aðgerðir eru í gangi hjá borginni til að draga úr umferðarteppu? Þegar horft er til samgöngumála er ekki um marga valkosti að ræða. Borgarlína verður ekki komin og farin að virka fyrr en eftir nokkur ár. Komu hennar hefur verið seinkað eins og allir vita. Strætósamgöngur er slakar og hefur dregið úr þjónustu sérstaklega eftir að nýja greiðslukerfið kom. Margir treysta sér ekki til að nota það. Þeir sem hefðu getað nýtt sér einstaka ferð með strætó finna aðrar leiðir, taka jafnvel frekar leigubíl, þeir sem hafa ráð á því þ.e.a.s. þar sem ekki tekur því að setja sig inn í Klapp kerfið eða taka sér ferð á hendur á á bækistöð Strætó til að kaupa sér Klapp tíu. Klapp tíu er aðeins fyrir annaðhvort fullorðna, ungmenni (12-17 ára) eða aldraða (67+). 660943
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn um göngu- og hjólastíga:
Flokkur fólksins vill koma því á framfæri að hjóla- og göngustígar eru jákvæð skref í umhverfismálum og nauðsynlegt í uppbyggingu hverfa. Hins vegar þarf að gæta aðhalds í þessu eins og öðru enda fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar ekki góð. Flokkur fólksins hefur því áhuga á að vita hvort að könnuð sé arðsemi framkvæmda sem farið er í. Hefur Reykjavíkurborg gert könnun á notkun á reiðhjólum á nýjum reiðhjólastígum og þ.m.t. á stígum gatna sem hafa verið þrengdar til að koma fyrir hjólastígum? Hefur verið könnuð notkun reiðhjóla eftir að búið er að þrengja götur til að koma fyrir hjólastígum? Heyrst hefur að slík könnun hafi verið gerð um notkun reiðhjóla á Grensásvegi. 660943
Fundi slitið kl. 12:04
Alexandra Briem Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Marta Guðjónsdóttir Pawel Bartoszek
Birkir Ingibjartsson