Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 251

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2022, miðvikudaginn 30. nóvember kl. 09:03, hélt umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur 251. fund sinn. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð Ráðssal. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Alexandra Briem, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon, Pawel Bartoszek og áheyrnarfulltrúarnir Kolbrún Baldursdóttir og Trausti Breiðfjörð Magnússon. Hildur Björnsdóttir tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Björn Axelsson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson og Dagný Alma Jónasdóttir. Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, nr. 1020/2019, með síðari breytingum         Mál nr. US220295

    Lögð fram samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, nr. 1020/2019, með síðari breytingum. 

    Fylgigögn

  2. Umhverfis- og skipulagsráðs 2022 - 2026, fundadagatal         Mál nr. US220291

    Lagt fram fundadagatal umhverfis- og skipulagsráðs fyrir árið 2023.

    Fylgigögn

  3. Árshlutauppgjör umhverfis og skipulagssviðs janúar - september 2022, trúnaðarmál         Mál nr. US220302

    Lagt fram árshlutauppgjör umhverfis- og skipulagssviðs fyrir janúar til september 2022. 

    -    Kl. 9:14 tekur Líf Magneudóttir sæti á fundinum.

    Bókun áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins færð í trúnaðarbók. 

    Hreinn Ólafsson, fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

  4. Yfirlit yfir ferðakostnað umhverfis- og skipulagssviðs, fyrir tímabilið júlí - september 2022.         Mál nr. US220303

    Lagt fram yfirlit yfir ferðakostnað umhverfis- og skipulagssviðs fyrir tímabilið júlí til september 2022. 

    -    Kl. 9:22 tekur Hildur Björnsdóttir sæti á fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Heildar ferðakostnaður júlí – september 2022 hjá umhverfis- og skipulagssviði er  samtals kr. 1.429.839. Nú getur fulltrúi Flokks fólksins vissulega ekki fullyrt mikilvægi þessara ferða í heildarsamhenginu, þ.e. að þær ferðir sem eru að baki upphæðinni hafi verið nauðsynlegar og skilað sér til borgarinnar og borgarbúa.  Hins vegar vita forsvarsmenn umhverfis- og skipulagsráðs, eins og aðrir sem reka svið í borginni að Reykjavíkurborg  stendur afar illa fjárhagslega. Haga þarf því seglum eftir vindi.

    Hreinn Ólafsson, fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    (E) Umhverfis- og samgöngumál
     

    Fylgigögn

  5. Sniðtalningar Reykjavík 2022, kynning         Mál nr. US220309

    Lögð fram samantekt talninga á lykilstöðum í borginni haustið 2022 sem unnin er að skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúa Flokks fólksins finnst gott að fylgst er með umferðarþróuninni. Hugmyndafræðin er að telja í ákveðnum sniðum en áður voru bílar taldir. Flokkur fólksins veltir því upp hvernig sniðtalningarreitir eru valdir. Svo virðist að mest sé  mælt í miðbænum, en það kunna að vera eðlilegar skýringar á því. Sjá má örlítinn samdrátt á umferð á einstaka stöðum í miðbænum. Aukning er á bílaumferð um 4% milli ára. Umferð eykst víða, t.d. í úthverfum. Sams konar talning er ekki fyrir reiðhjól. Þess mátti vænta að með aukningu notkun hjóla sem samgöngutæki að bílaumferð myndi minnka. En það er ekki raunin þrátt fyrir að notkun reiðhjóla sem samgöngutæki hafi líka aukist. Vissulega hefur mannfjöldi líka aukist.

    (A)    Skipulagsmál

    Fylgigögn

  6. Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. nóvember 2022.

    (B) Byggingarmál

    Fylgigögn

  7. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir         Mál nr. SN010070

    Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. nóvember 2022.

    (B)    Byggingarmál

    Fylgigögn

  8. Umferðaröryggi í Reykjavík, kynning         Mál nr. US220306

    Kynning á stöðu umferðaröryggismála í Reykjavík m.t.t. markmiða umferðaröryggisáætlunar. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins vill bóka undir þessum lið að víða er umferðaröryggi í Reykjavík verulega ábótavant. Þann 16. nóvember sl. var ekið á á nemenda í 3. bekk í Laugarnesskóla á gangbraut yfir Reykjaveg. Íbúar hafa lengi kallað eftir að betur verði búið að þessari gangbraut til skólans, sett gönguljós, lýsing bætt og gangbrautin færð suður fyrir Kirkjuteig. Flokkur fólksins hefur einnig ítrekað farið fram á að hlustað verði á foreldra barna í Vogabyggð. Í júní lagði Flokkur fólksins fram tillögu um að strax yrði hafist handa við að byggja bráðabirgðagöngubrú yfir Sæbraut við gatnamót við Skeiðarvog/Kleppsmýrarveg. Þetta eru sennilega ein hættulegustu gatnamót Reykjavíkur. Vogabyggð er orðin fjölmenn byggð, en þannig er málum háttað að börnin í hverfinu þurfa daglega að fara yfir Sæbrautina til að sækja skóla, frístundir og fleira. Ítrekað hefur verið bent á að umferðaröryggi er ábótavant í Úlfarsárdal. Nefna má gatnamót Úlfarsbrautar og Freyjubrunns. Þegar keyrt er í norðurátt upp Úlfarsbraut er grindverk um lóð húss í Lofnarbrunni sem skyggir á umferð gangandi sem koma niður Freyjubrunn. Þarna er brekka niður í móti og það koma oft krakkar á mikilli ferð og yfir gangbrautina sem tekur við. Hætta er á að þarna geti orðið slys.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Sósíalistar telja að það þurfi að auka lýsingu ljósastaura Reykjavíkur eins og var fyrir hrunið 2008. Það þarf meira myrkur til þess að kvikni á þeim heldur en var. Augljóst er að afleiðingar slíkrar stefnu er aukið óöryggi gangandi og hjólandi vegfarenda.

    Höskuldur R. Guðjónsson, ráðgjafarverkfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    (C)    Ýmis mál

    Fylgigögn

  9. Skýrsla Rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslys í umferðinni 25. nóvember 2021         Mál nr. US220304

    Lögð fram skýrsla Rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslys í umferðinni 25. nóvember 2021.

    Fylgigögn

  10. Umsagnir sendar til Alþingis og Samgöngustofu,          Mál nr. US220307

    Lagðar eru fram eftirfarandi umsagnir sem hafa verið sendar til Alþingis:

    a. Umsögn Reykjavíkurborgar um frumvarp til laga  um breytingar á umferðarlögum nr. 77/2019
    b. Umsögn Reykjavíkurborgar um umferðaröryggisáætlun 2023-2027   
    c. Umsögn Reykjavíkurborgar um áform um frumvarp til laga um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða 
    d .Umsögn Reykjavíkurborgar um frumvarp til laga um leigubifreiðaakstur https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3228&uid=a8b0f7a7-2201-ed11-9bb2-005056bcce7e

    Lögð fram eftirfarandi umsögn sem hefur verið send Samgöngustofu: 

    e. Umsögn Reykjavíkurborgar vegna fjölgunar á atvinnuleyfum til leigubílaaksturs á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.

     

    Fylgigögn

  11. Baldursgata 30, málskot     (01.182.2)    Mál nr. SN220698

    Lagt fram málskot Mögnu Fríðar Birnis dags. 31. október 2022 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 7. júlí 2022 og 6. október 2022 um að breyta atvinnuhúsnæði á lóð nr. 30 við Baldursgötu í íbúð. Einnig eru lagðar fram umsagnir skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2022 og 6. október 2022. 

    Neikvæðar umsagnir skipulagsfulltrúa, dags. 7. júlí 2022 og 6. október 2022 staðfestar með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn umsögnunum.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja rétt að viðkomandi eiganda verði gert kleift að breyta umræddu atvinnuhúsnæði að Baldursgötu 30 í íbúð.

    (A)    Skipulagsmál
     

    Fylgigögn

  12. Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi, leiðrétt málalýsing     (01.751)    Mál nr. SN220421

    Lögð fram umsókn Kanon arkitekta ehf. f.h. Grunnstoðar / Háskólans í Reykjavík dags. 4. júlí 2022 ásamt bréfi dags. 8. júlí 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans Í Reykjavík vegna lóðarinnar nr. 83-89 við Nauthólsveg. Í breytingunni felst m.a. fjölgun íbúða um 10, úr 415 íbúðum í 425 íbúðir, fækkun byggingarreita fyrir svonefnd stakstæð hús á reit A og B ásamt stækkun á byggingarreit fyrir stakstæð hús og að gert verður ráð fyrir félagsaðstöðu fyrir íbúa háskólagarðanna á fyrstu hæð stakstæðs húss á reit A ásamt því að íbúðir deiliskipulagssvæðisins munu dreifast á reiti A, B og C í stað A, B, C og D áður, en ekki verður gert ráð fyrir íbúðum á reit D, samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta ehf. dags. 14. október 2022. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Sólveig Sigurðardóttir, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Samþykkt að taka ofangreint mál á dagskrá.

    Leiðrétt málalýsing frá fundi dags. 23. nóvember 2022. Rétt málalýsing er:

    Lögð fram umsókn Kanon arkitekta ehf. f.h. Grunnstoðar / Háskólans í Reykjavík dags. 4. júlí 2022 ásamt bréfi dags. 8. júlí 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans Í Reykjavík vegna lóðarinnar nr. 83-89 við Nauthólsveg. Í breytingunni felst m.a. fjölgun íbúða um 10, úr 415 íbúðum í 425 íbúðir, fækkun byggingarreita fyrir svonefnd stakstæð hús á reit A og B ásamt stækkun á byggingarreit fyrir stakstæð hús á reitum C og D, samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta ehf. dags. 14. október 2022. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.

    (A)    Byggingarmál

    Fylgigögn

  13. Stafrænar umsóknir til byggingarfulltrúa, kynning         Mál nr. US220308

    Umbreytingaverkefni þjónustu og nýsköpunarsviðs (ÞON) og Byggingarfulltrúa er snýr að rafvæðingu umsókna um byggingarleyfi og fylgigögn umsókna. Kynning á stöðu verkefnisins en stefnt er að umsókn um byggingarleyfi verði orðin rafræn í lok árs.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins lýsir ánægju sinni yfir að nú glittir í rafrænar lausnir (stafrænar umsóknir) hjá umhverfis- og skipulagssviði eftir „ítarlegar“ rannsóknir þjónustu og nýsköpunarsviðs, sem meðal annars fólust í vigtun pappírs sem kom inn og pappírs sem fór út. Á sama tíma og fulltrúi Flokks fólksins fagnar væntanlegri innleiðingu, verður hann að taka fram að öll þessi rannsóknarvinna sviðsins virðist í fljótu bragði ganga út á  það eitt að uppgötva hið augljósa. Það er löngu vitað að rafrænar lausnir spara oft tíma, ferðir og pappír. Innleiðing rafrænna lausna þarf að ganga mun hraðar en raun ber vitni og byrja hefði átt fyrr með skilgreint markmið. Rafræn lausn BYGG mun spara rúmlega 20% af heimsóknum í Þjónustuver Reykjavíkurborgar á ársgrundvelli. Samhliða þessu eru rafrænar undirskriftir í fyrsta sinn í boði á vef Reykjavíkurborgar, í þessu kerfi alla vega, sem er ánægjuefni út af fyrir sig. Almennt er Reykjavíkurborg aftarlega á merinni þegar horft er til nágrannasveitarfélaga og landa sem við berum okkur saman við hvað rafrænar lausnir viðkoma. Hvorki á því að eyða fjármagni eða tíma í óþarfa pælingar og „leiksmiðjur“.

    Eyrún Ellý Valsdóttir, sérfræðingur, Velina Apostolova, sérfræðingur og Halldóra Traustadóttir, skrifstofustjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    (C) Ýmis mál

    Fylgigögn

  14. Hringbraut - Hofsvallagata, kæra 128/2022         Mál nr. SN220752

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 17. nóvember 2022 ásamt kæru ódags. þar sem kærð er ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, dags. 19. október 2022, um að samþykkja framkvæmdaleyfi til Vegagerðarinnar við gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu.  

  15. Hólmasel 2, kæra 125/2022     (04.937.7)    Mál nr. SN220750

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 4. nóvember 2022 ásamt kæru dags. 28. október 2022 þar sem sem kærður er óeðlilegur dráttur á afgreiðslu máls kæranda hjá byggingarfulltrúa Reykjavíkur og varðar eign kæranda að Hólmaseli 2.

  16. Reynimelur 66, kæra 127/2022     (01.524.1)    Mál nr. SN220751

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 14. nóvember 2022 ásamt kæru dags. 14. nóvember 2022 þar sem sem kærð er ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 22. september 2022 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Mela vegna lóðarinnar nr. 66 við Reynimel, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs 14. september 2022.

  17. Reynisvatnsás, kæra 88/2022, greinargerð         Mál nr. SN220497

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 5. ágúst 2022 ásamt kæru dags. s.d. þar sem kærðar eru tillögur að breyttu deiliskipulagi Reynisvatnsáss. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 8. nóvember 2022.

  18. Laufásvegur 43 og 45B, kæra 116/2022, greinargerð     (01.185.3)    Mál nr. SN220658

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 11. október 2022 ásamt kæru dags. 10. október 2022 er lýtur að ákvörðun umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar frá 28. september 2022 um að beita sér ekki fyrir því að skjólveggur á lóðamörkum Laufásvegar 43 og 45B verði fjarlægður. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 8. nóvember 2022.

  19. Vesturgata 67, kæra 118/2022, greinargerð,     (01.133.1)    Mál nr. SN220660

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 17. október 2022 ásamt kæru dags. 14. október 2022 þar sem kærð er útgáfa á nýju byggingarleyfi dagsett 15. september 2022 fyrir nýbyggingu að Vesturgötu 67. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 25. október 2022. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 4. nóvember 2022.

  20. Arnarnesvegur og Elliðaárdalur, kæra 79/2022, greinargerð, bráðabirgðaúrskurður     (04.9)    Mál nr. SN220465

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 22. júlí 2022 ásamt kæru dags. 22. júlí 2022 þar sem kærðar eru ákvarðanir umhverfis- og skipulagsráðs um að samþykkja deiliskipulag fyrir 3. kafla Arnarnesvegar og Elliðaárdals þann 29. júní 2022, sem og staðfesting borgarráðs frá 7. júlí á nefndum deiliskipulögum. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 22. ágúst 2022. Jafnframt er lagður fram bráðabirgðaúrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 4. nóvember 2022.

  21. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um lýsingartíma við götur og göngu- og hjólastíga (USK22110142)         Mál nr. US220298

    Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks um lýsingartíma við götur og göngu- og hjólastíga, sbr. 20. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 23. nóvember 2022.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirðu.

  22. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um lýsingu við Sundhöll við Barónsstíg (USK22110143)         Mál nr. US220299

    Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lýsingu við Sundhöll við Barónsstíg, sbr. 21. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 23. nóvember 2022.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirðu.

  23. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um umferðaröryggismál í Laugardal og Vogabyggð (USK22110105)         Mál nr. US220286

    Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um umferðaröryggi í Laugardal og Vogabyggð, sbr. 27. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 16. nóvember 2022.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

  24. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um lýsingu í borgarlandi (USK22110145)         Mál nr. US220297

    Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um lýsingu í borgarlandi, sbr. 23. lið fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 23. nóvember 2022.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirðu.

  25. Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi tillögu, um bætt útsýni í Reykjavík fyrir borgarbúa         Mál nr. US220310

    Umhverfis- og skipulagssvið samþykkir að ný viðmið verði sett í aðal- og deiliskipulagi. Þau feli í sér að eftir því sem byggingar færist nær strandlengju þeim mun lægri skuli þær vera. Með því að láta háar byggingar standa fjær strandlengju og þær lægri nær tryggjum við að sem flestir hafi útsýni frá heimili sínu. Þetta verði tryggt í öllum nýbyggingum í hverfum borgarinnar.  Tillögunni fylgir greinargerð.

    Frestað.

    Fylgigögn

  26. Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi tillögu, um að íbúðir standi ekki auðar         Mál nr. US220311

    Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að vinna með umhverfis- og skipulagssviði að mótun reglna sem komi í veg fyrir að íbúðarhúsnæði standi autt til lengri tíma. Þar verði kveðið á um að ef íbúð hefur verið laus í 6 mánuði þurfi eigandi hennar að gera borginni ljóst fyrir að svo sé. Jafnframt verði kveðið á um að ef enginn hafi haft búsetu í húsnæðinu í síðustu 12 mánuði leiði það til sektargreiðslna, allt að 300.000 krónum. Í kjölfarið munu borgaryfirvöld hafa samband við viðkomandi eiganda og leita leiða til að íbúðin verði nýtt aftur. Sem lokaúrræði, eftir 12 mánuði getur borgin skilgreint íbúðina sem óhagnaðardrifna leigueiningu. Nánari útlistun á reglum fylgir í greinargerð.  Tillögunni fylgir greinargerð.

    Frestað.

    Fylgigögn

  27. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn, um eldri fyrirspurn         Mál nr. US220315

    Óskað er upplýsinga um afdrif tillögu Sjálfstæðisflokks um öryggi gangandi í Norðlingaholti (US220100) sem lögð var fram í skipulags- og samgönguráði þann 4. maí 2022. Lagt var til að í samráði við íbúa yrði farið í stórátak í öryggi gangandi í Norðlingaholti, og að lagðar yrðu snjallgangbrautir þar sem þörfin reynist mest. íbúum í Norðlingaholti í Árbæ hefur fjölgað talsvert á síðustu árum enda hefur mikil uppbygging átt sér stað. Setið hefur á hakanum að gæta samhliða að uppbyggingu gangbrauta en íbúar hafa áhyggjur af stöðunni. Umræða og hugmyndir um öryggi gangandi skjóta reglulega upp kollinum á íbúasíðum í hverfinu og kosningunni um Hverfið mitt, ekki síst í skammdeginu.

  28. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn, um saltgeymslur         Mál nr. US220316

    Um áratuga skeið hafa saltgeymslur Reykjavíkurborgar staðið við Þórðarhöfða. Staðsetningin er miðsvæðis og því til þess fallin að lágmarka akstur vegna hinnar umfangsmiklu saltdreifingar, sem fer fram á götum borgarinnar á vetri hverjum. Nú er fyrirhugað að loka umræddum saltgeymslum. Óskað er eftir upplýsingum um framtíðarfyrirkomulag saltgeymslu og saltdreifingar í borginni. Verða nýjar saltgeymslur einnig staðsettar miðsvæðis í því skyni að halda akstri vegna saltdreifingar í lágmarki og stuðla þannig að því að hún verði bæði hagkvæm og umhverfisvæn? Hvernig verður núverandi húsnæði og lóð við Þórðarhöfða ráðstafað? 

  29. Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um skilgreiningu á truflandi áhrifum         Mál nr. US220312

    Í samþykktum um skilti í Reykjavík stendur að í íbúðarbyggð skulu ekki vera upplýsinga- eða auglýsingaskilti sem hafi truflandi áhrif svo sem vegna stærðar, ljóma eða ásýndar. Hvernig eru "truflandi áhrif" skilgreind? Ef íbúum finnst skilti í nærumhverfi sínu vera truflandi er það nóg til þess að skilti sé fjarlægt eða ekki sett upp?
    30.    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um heildarfjölda íbúða         Mál nr. US220313

    Samkvæmt Þjóðskrá eru 58.592 íbúðir í Reykjavík. Óskað er eftir upplýsingum um hvernig íbúðirnar skiptast í eignaríbúðir og leiguíbúðir. Einnig er óskað eftir upplýsingum um hvernig eignarhaldi á þeim leiguíbúðum er háttað. Óskað er eftir þeim upplýsingum sem hægt er að fá fram varðandi stöðuna hjá öðrum leigufélögum og hversu hátt hlutfall leiguíbúða er í eigu einstaklinga sem eru leigusalar. Einnig er óskað eftir fjölda ósamþykktra íbúða sem vitað er að búið er í eða grunur leikur á að sé búið í. 

  30. Samkvæmt Þjóðskrá eru 58.592 íbúðir í Reykjavík. Óskað er eftir upplýsingum um hvernig íbúðirnar skiptast í eignaríbúðir og leiguíbúðir. Einnig er óskað eftir upplýsingum um hvernig eignarhaldi á þeim leiguíbúðum er háttað. Óskað er eftir þeim upplýsingum sem hægt er að fá fram varðandi stöðuna hjá öðrum leigufélögum og hversu hátt hlutfall leiguíbúða er í eigu einstaklinga sem eru leigusalar. Einnig er óskað eftir fjölda ósamþykktra íbúða sem vitað er að búið er í eða grunur leikur á að sé búið í.

  31. Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um umhverfissálfræði í skipulagsmálum borgarinnar         Mál nr. US220314

    Með hvaða hætti er unnið eftir umhverfissálfræði þegar kemur að skipulagsmálum í Reykjavík? Hverjir sinna þeirri vinnu, ef hún er unnin og undir hvaða starfsheiti?

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11:18

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð

Alexandra Briem

Aðalsteinn Haukur Sverrisson Hildur Björnsdóttir
Hjálmar Sveinsson Kjartan Magnússon
Líf Magneudóttir Pawel Bartoszek

Alexandra Briem Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Hildur Björnsdóttir Hjálmar Sveinsson

Kjartan Magnússon Líf Magneudóttir

Pawel Bartoszek

PDF útgáfa fundargerðar
251. fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 30. nóvember 2022.pdf