Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 24

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2013, miðvikudaginn 26. júní kl. 09:15, var haldinn 24. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Vindheimum. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Karl Sigurðsson, Sóley Tómasdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Marta Grettisdóttir, Helena Stefánsdóttir og Gunnar Hersveinn Sigursteinsson. Fundarritari var Örn Sigurðsson.

Þetta gerðist:

(D) Ýmis mál

1. Húsnæðis- og búsetukönnun, Mál nr. SN130312

Kynnt könnun á húsnæðis- og búsetuóskum borgarbúa 2013. Bjarni Reynarsson kynnti

Diljá Ámundadóttir tók sæti á fundinum kl. 9:20 Sverrir Bollason tók sæti á fundinum kl. 9:30.

(A) Skipulagsmál

2. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070 Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 21. júní 2013.

3. Bauganes 31A, breyting á deiliskipulagi (01.673.0) Mál nr. SN130206 Aðalheiður Atladóttir, Barmahlíð 21, 105 Reykjavík Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Tómasarhagi 19, 107 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Grétars Sigfinns Sigurðssonar dags. 17. apríl 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Einarsness vegna lóðarinnar nr. 31A við Bauganes. Í breytingunni felst textabreyting á skilmálum sem felur í sér að að verið er að auka nýtingarhlutfall og ekki verði gert ráð fyrir innbyggðum bílskúr sem er hluti af fyrstu hæð hússins, samkvæmt uppdr. A2F arkitekta dags. 17. apríl 2013. Tillagan var grenndarkynnt frá 26. apríl til og með 29. maí 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigurður Jens Sæmundsson f.h. eigenda að Bauganesi 29, 29a, 31, 33, 33a og 38 dags. 28. maí 2013. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júní 2013. Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júní 2013. Vísað til borgarráðs.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Marta Guðjónsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Gísli Marteinn Baldursson tók sæti á fundinum kl. 10:15 4. Njálsgata 33B, breyting á deiliskipulagi (01.190.0) Mál nr. SN130134 PK-Arkitektar ehf., Ármúla 11, 108 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn PK-Arkitekta ehf. dags. 7. mars 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Njálsgötureits 1, 1.190.0, vegna lóðarinnar nr. 33B við Njálsgötu. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit samkvæmt uppdr. PK-Arkitekta ehf. dags. 7. mars 2013, breyttur 24. júní 2013. Tillagan var grenndarkynnt frá 29. apríl til og með 29. maí 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðný Sveinbjörnsdóttir dags. 6. maí 2013, Hörður Torfasonar f.h. húsfélagsins Njálsgötu 35 dags. 7. maí 2013, Ásta Stefánsdóttir dags. 17. maí 2013 og íbúar Grettisgötu 34 dags. 25. maí 2013. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júní 2013. Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. júní 2013. Vísað til borgarráðs.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

5. Grensásvegur 1, breyting á deiliskipulagi (01.460.0) Mál nr. SN130296 Mannvit hf., Grensásvegi 1, 108 Reykjavík Batteríið Arkitektar ehf., Burknabergi 8, 220 Hafnarfjörður

Lögð fram umsókn Mannvits hf. dags. 14. júní 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skeifunnar-Fenin vegna lóðarinnar nr. 1 við Grensásveg. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni ásamt fækkun bílastæða, samkvæmt uppdr. Batterísins dags. 11. júní 2013. Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til borgarráðs.

Valný Aðalsteinsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

6. Laugardalur, Fjölskyldu- og húsdýragarður, breyting á deiliskipulagi (01.39) Mál nr. SN130275

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Laugardals austur vegna lóðar Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Í breytingunni felast nýir og breyttir byggingarreitir innan lóðar R, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. í júní 2013. Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til borgarráðs.

Rúnar Gunnarsson deildarstjóri og Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri sátu fundinn undir þessum lið.

7. Sogamýri, breyting á aðalskipulagi Mál nr. SN120218

Að lokinni auglýsingu er lagt fram til endursamþykktar erindi umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. nóvember 2012 varðandi breytingu á aðalskipulagi Sogamýrar. Í breytingunni felst breytt landnotkun, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. september 2012. Tillagan var auglýst frá 26. apríl til og með 12. júní 2013. Engar athugasemdir bárust. Samþykkt með vísan til 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til borgarráðs. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Gísli Marteinn Baldursson og Marta Guðjónsdóttir sátu hjá og bókuðu: " Nú stendur yfir vinna við nýtt aðalskipulag Reykjavíkur sem tekur til áranna 2010-2030. Meginregla í skipulagi borgarinnar hefur verið að vinna aðalskipulagið heildstætt og marka heildarsýn fyrir borgina. Það er á skjön við vinnubrögð skipulagsráðs að taka einstakar lóðir út fyrir sviga með þessum hætti og láta heildarhugsun í skipulagi víkja."

8. Sogamýri, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN110157

Að lokinni auglýsingu er lagt fram til endursamþykktar erindi umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. nóvember 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Sogamýri. Breytingin felur í sér þrjár nýjar lóðir austan, lóðanna við Suðurlandsbraut 68-70, ásamt hliðrun á göngustíg, samkvæmt uppdrætti umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. nóvember 2012. Tillagan var auglýst frá 26. apríl til og með 12. júní 2013. Engar athugasemdir bárust. Samþykkt. Vísað til borgarráðs.

9. Lindargata 28-32, breyting á deiliskipulagi (01.152.4) Mál nr. SN130311 Vinnustofan Þverá ehf, Laufásvegi 36, 101 Reykjavík L28 ehf., Borgartúni 28, 105 Reykjavík

Lögð fram umsókn L28 ehf. dags. 21. júní 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðanna nr. 28, 30 og 32 við Lindargötu. Í breytingunni felst sameining lóða, dýpkun á byggingarreit o.fl., samkvæmt uppdr. Vinnustofunnar Þverá ehf. dags. 20. júní 2013. Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt óskar ráðið eftir að byggingarnefndarteikningar verði kynntar í ráðinu áður en þær verða samþykktar hjá byggingarfulltrúa. Vísað til borgarráðs.

Valný Aðalsteinsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

10. Reitur 1.13, Nýlendureitur, breyting á deiliskipulagi (01.13) Mál nr. SN130122 Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits, reitur 1.13. Í breytingunni felst breyting á afmörkun o.fl., samkvæmt drögum að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. apríl 2013. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt til og með 30. maí 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir og ábendingar: Arnheiður Anna dags. 14. maí 2013, Birgir Þ. Jóhannsson dags. 27. og 28. maí 2013, Guðlaug Hildur Birgisdóttir dags. 27. maí 2013, Ylfa Ýr Steinsdóttir f.h. húsfélagsins að Nýlendugötu 24B dags. 29. maí 2013, Slippurinn fasteignafélag dags. 29. maí 2013, Sæmundur Benediktsson og Margrét Jónsdóttir dags. 30. maí 2013, Seltjarnarnesbær dags. 30. maí 2013, Grétar Guðmundsson dags. 30. maí 2013, Bragi Þorgrímur Ólafsson dags. 31. maí 2013 og Skúli Magnússon dags. 1. júní 2013. Að loknu athugasemdarfresti barst athugasemd/ábending frá Daða Guðbjörnssyni dags. 9. júní 2013. Frestað.

Margrét Þormar verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

11. Rauðarárholt v/ Brautarholt 7, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN120514 Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík

Lögð fram að nýju breyting á deiliskipulagi Rauðarárholts v/ lóðarinnar nr. 7 við Brautarholt dags. 16. nóvember 2012. Í breytingunni felst að horfið er frá atvinnustarfsemi/ stofnun á lóðinni nr. 7 við Brautarholt, en þess í stað rísi á lóðinni byggingar sem hýsi litlar íbúðir / einingar fyrir stúdenta samkvæmt uppdrætti Arkþing dags. 16. nóvember 2012 breytt 20. júní 2013 Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur dags. 16. nóvember 2012 breytt 20. júní 2013. Eldri tillagan var auglýst frá 27. mars til og með 13. maí 2013. Tillagan var einnig kynnt hagsmunaðilum á auglýsingatíma. Athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júní 2013 vegna athugasemda sem bárust. Samþykkt að endurauglýsa breytta tillögu. Vísað til borgarráðs.

Sverrir Bollason vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

12. Hamravík 10, breyting á deiliskipulagi (02.353.1) Mál nr. SN130309

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis vegna lóðarinnar nr. 10 við Hamravík, Kelduskóli. Í breytingunni felst að sameina leikvallarlóð í norðri og skólalóð og setja þar upp boltagerði, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. júní 2013. Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til borgarráðs.

Rúnar Gunnarsson deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

13. Landspítali Háskólasjúkrahús Hringbraut, breyting á deiliskipulagi (01.19) Mál nr. SN130310 SPITAL ehf, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn Landspítalans dags. 21. júní 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi eldri Hluta Landspítalalóðarinnar við Hringbraut. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni fyrir bráðalyftu, samkvæmt uppdr. Spital ehf. dags. 21. júní 2013. Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

(B) Byggingarmál

14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 736 frá 25. júní 2013.

15. Hafnarstræti 20/Læk5, Spilasalur (01.140.302) Mál nr. BN045736 Háspenna ehf, Pósthólf 11, 172 Seltjarnarnes

Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. apríl 2013 þar sem sótt er um leyfi til þess að innrétta spilasal með 40 spilakössum á fyrstu hæð verslunar- og skrifstofuhússins Hafnarstræti 20 á lóðinni Hafnarstræti 20/Læk5. Samþykki f.h. eiganda hússins (á teikningu) fylgir erindinu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júní 2013. Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júní samþykkt.

Valný Aðalsteinsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

(C) Fyrirspurnir 16. Laugardalur, safnfrístund (01.39) Mál nr. SN130308

Lögð fram fyrirspurn dags. 21. júní 2013 að safnfrístund í Laugardal fyrir nemendur í Laugarnesskóla og Langholtsskóla. Frestað.

Rúnar Gunnarsson deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

(D) Ýmis mál

17. Asparfell 2-12, veggmynd á gafl nr. 12 (04.681.0) Mál nr. SN130303 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs dags. 18. júní 2013 ásamt erindi safnstjóra Listasafns Reykjavíkur dags. 4. júní 2013 um tillögu að veggmynd fyrir gafl á húsi nr. 12 á lóðinni Asparfell 2-12 í samræmi við samþykkt borgarráðs frá 2. maí 2013 um fjölgun listaverka í opinberum rýmum í Breiðholti. Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Valný Aðalsteinsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

18. Betri Reykjavík, laga göngubrú yfir Elliðaár við Breiðholtsbraut Mál nr. US130176 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram þriðja efsta hugmynd maímánaðar á samráðsvefnum Betri Reykjavík 31. maí 2013 og jafnfram efst í málaflokknum Samgöngur " Laga göngubrú yfir Elliðaár við Breiðholtsbraut" ásamt samantekt af umræðum og rökum. Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.

19. Betri Reykjavík, Laga stíginn milli Sólvallagötu og Ásvallagötu Mál nr. US130177 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd maímánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík í flokknum Skipulagsmál "Laga stíginn milli Sólvallagötu og Ásvallagötu" ásamt samantekt af umræðum og rökum. Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

20. Betri Reykjavík, Hrein borg - fögur borg Mál nr. US130179 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram fjórða efsta hugmynd maímánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík og kemur úr flokknum Umhverfismál "Hrein borg - fögur borg" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31.maí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.

21. Betri Reykjavík, Minnkum svifryks- og hljóðmengun með barrtrjám Mál nr. US130180 Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd maímánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík og jafnframt efst í málaflokknum Umhverfi "Minnkum svifryks- og hljóðmengun með barrtrjám " sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31.maí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.

22. Gerðarbrunnur 24-26, kæra, umsögn (05.056.4) Mál nr. SN130315 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 13. júní 2013 ásamt kæru, dags. 11. s.m. þar sem kærð er breyting hússins nr. 24-26 við Gerðarbrunn og gerð krafa um stöðvun framkvæmda. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 24. júní 2013. Umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 24. júní 2013 samþykkt.

23. Elliðabraut 2, breyting á deiliskipulagi (04.772.101) Mál nr. SN130251 N1 hf., Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. júní 2013 um samþykkt borgarráðs 13. júní 2013 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna bensínstöðvar við Elliðabraut 2.

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 13:00.

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð

Páll Hjalti Hjaltason

Hjálmar Sveinsson Diljá Ámundadóttir

Karl Sigurðsson Sverrir Bollason

Sóley Tómasdóttir Marta Guðjónsdóttir

Gísli Marteinn Baldursson Hildur Sverrisdóttir   Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2013, þriðjudaginn 25. júní kl. 10:20 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 736. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Harri Ormarsson, Björn Stefán Hallsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Óskar Torfi Þorvaldsson og Björn Kristleifsson

Fundarritari var Harri Ormarsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aðalstræti 7 (01.140.415) 100856 Mál nr. BN046079 Aðalstræti 7 sf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til þess að loka húsasundi með timburgrindverki á lóðinni nr. 7 við Aðalstræti. Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 6. júní 2013 fylgir erindinu. Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa dags. 18. júní 2013 fylgir erindinu. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Aðalstræti 9 (01.140.414) 100855 Mál nr. BN046200 Aðaleign ehf, Hegranesi 35, 210 Garðabær Sótt er um leyfi til að breyta texta um brunavarnir sbr. erindi BN045089 í kaffihúsinu á lóð nr. 9 við Aðalstræti. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á eldvarnaeftirlits umsóknarblaði.

3. Álftamýri 7-9 (01.280.102) 103661 Mál nr. BN046188 Bjarkar ehf, Stigahlíð 59, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta skrifstofum á 1. og 2. hæð í gististað í flokki III, tegund A fyrir 26 gesti, og innrétta kjallara sem matsal fyrir 15 gesti, eldhús og starfsmannaaðstöðu sbr. fyrirspurn BN046004, í húsi á lóð nr. 7-9 við Álftamýri. Meðfylgjandi er umsögn burðarþolshönnuðar dags. 18.6. 2013 og samþykki meðeigenda dags. 13.6. 2013. Jákvæð umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. maí 2013 (vegna fyrirspurnarerindis BN046004) fylgir erindinu. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

4. Álftamýri 79 (01.283.101) 103702 Mál nr. BN046179 Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til endurnýjunar og breytinga á innra fyrirkomulagi skólaeldhúss í Álftamýrarskóla á lóð nr. 79 við Álftamýri. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

5. Bergstaðastræti 28 (01.184.315) 102054 Mál nr. BN045896 Katrín Rós Gýmisdóttir, Selbrekka 30, 200 Kópavogur Helgi Guðmundsson, Funalind 11, 201 Kópavogur Sótt er um leyfi fyrir nýjum svölum með tröppum út í garð, samþykki fyrir reyndarteikningum á innra fyrirkomulagi í kjallara og á fyrstu, annarri og þriðju hæð svo og að breyta í einbýlishús húsinu á lóðinni nr. 28 við Bergstaðastræti. Bréf frá hönnuði dags. 24. maí 2013, samþykki eigenda aðliggjandi lóða og umsögn frá Minjasafni Reykjavíkur dags. 31 maí 2013 og Minjastofnun Íslands dags. 31. maí 2013 fylgir. Gjald kr. 9.000 + 9.000 Frestað. Grenndarkynningu ólokið.

6. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN046149 HTO ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík Sótt er um leyfi fyrir áður samþykktu erindi BN045590 þannig að rými 0903 (sýningarsalur) verður gert að skrifstofu og hætt verður við hurð sem átti að snúa inn í matsal frá því rými í Höfðatúni 2 á lóð nr. 8-16 við Borgartún. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

7. Búðavað 1-3 (04.791.801) 209896 Mál nr. BN046157 Þórunn Birna Guðmundsdóttir, Flókagata 25, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að byggja við báðar íbúðir mhl. 01 og 02 þannig að anddyri þeirra stækkar. Jafnframt er sótt um leyfi til þess að setja glugga á austurhlið og breyta innra fyrirkomulagi í mhl. 01 í parhúsinu á lóð nr. 1-3 við Búðavað. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. júní 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júní 2013. Stækkun: mhl. 01 stækkar um 9,8 ferm., XXXrúmm. mhl. 02 stækkar um 9,8 ferm., XXX rúmm. Gjald kr. 9.000 Synjað. Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. júní 2013.

8. Engjateigur 9 (01.366.502) 104711 Mál nr. BN046016 Verkfræðingafélag Íslands, Engjateigi 9, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til þess að breyta eldhúsi, koma fyrir salerni fyrir fatlaða og setja upp sturtuklefa í kjallara Verkfræðingahússins á lóðinni nr. 9 við Engjateig.. Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags 13. maí 2013. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

9. Fiskislóð 47 (01.087.601) 100011 Mál nr. BN046174 Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík Sótt er um leyfi til að reisa dreifistöð fyrir Orkuveitu Reykjavíkur á sérmerktum reit innan lóðar nr. 47 við Fiskislóð. Samþykki meðeigenda lóðar dags. 21. maí 2013 Stærð: 8,2 ferm., 22,1 rúmm. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Skilyrt er að lóðarskiptasamningur sé samþykktur fyrir útgáfu byggingarleyfis, honum verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

10. Grundarstígur 10 (01.183.308) 101960 Mál nr. BN046128 1904 ehf., Þingholtsstræti 16, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta stefnu ÚT-ljóss í kjallara Hannesarholts á lóð nr. 10 við Grundarstíg. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

11. Guðrúnartún 1 (01.216.101) 186531 Mál nr. BN046048 Efling stéttarfélag, Sætúni 1, 105 Reykjavík Húsfélagið Sætúni 1, Sætúni 1, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að stækka húsið til vesturs, byggja ofan á norðurhúsið og breikka tengibyggingu milli norður- og suðurhúss . Jafnframt er sótt um niðurfellingu á kvöð um gröft og legur holræsis á lóð nr. 1 við Guðrúnartún. Umsögn burðarvirkshönnuðar dags. 30. maí 2013 og bréf frá hönnuði dags. 18. júní 2013 fylgir. Stækkun: 1672,1 ferm., 9762,4 rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til umsagnar Orkuveitu Reykjavíkur.

12. Hverfisgata 28 (01.171.116) 186663 Mál nr. BN046189 Þingvangur ehf, Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur Sótt er um leyfi til að endurbyggja og breyta skv. samþykktu deiliskipulagi, lyfta og bæta við kjallara sem verður staðsteyptur sem og 1. hæðin, húsinu á lóðinni nr. 28 við Hverfisgötu. Stærðir samtals fyrir breytingu: xx ferm., xx rúmm. Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Samtals eftir stækkun: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

13. Hverfisgata 57 (01.152.517) 101089 Mál nr. BN046176 Hverfill ehf., Helluvaði 1, 110 Reykjavík Sótt er um leyfi til að rífa hluta steyptra veggja húss á lóð nr. 57 við Hverfisgötu. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Karfavogur 25 (01.441.211) 105452 Mál nr. BN045970 Daði Hannesson, Karfavogur 25, 104 Reykjavík Sótt er um leyfi til að byggja kvist á norður þak hússins á lóð nr. 25 við Karfavog. Sbr. fyrirspurnarerindi BN045315 sem fékk jákvæða umfjöllun. Stækkun: 3,5 rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Kvistaland 18-24 (01.863.001) 108802 Mál nr. BN046138 Pálmi Kristinsson, Kvistaland 18, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til að stækka geymslu inn í bílskúr, breikka bílskúrshurð, síkka glugga og klæða þakkant með málmi og timbri á húsinu nr. 18 á lóð nr. 18 til 24 við Kvistaland. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Langholtsvegur 178 (01.445.102) 105555 Mál nr. BN046059 Dagný Erla Gunnarsdóttir, Langholtsvegur 178, 104 Reykjavík Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum þar sem sýndar eru innri breytingar og komið er fyrir öryggisgrind við björgunarop á þaki norðausturhliðar hússins á lóðinni nr. 178 við Langholtsveg. Samþykki meðeigenda dags. 18 mars. 2013 fylgir. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17. Langholtsvegur 18 (01.353.217) 104256 Mál nr. BN046182 Guðni Benjamínsson, Langholtsvegur 18, 104 Reykjavík Bára Ósk Jónsdóttir, Langholtsvegur 18, 104 Reykjavík Birgir Már Hilmarsson, Langholtsvegur 18, 104 Reykjavík Sótt er um leyfi til að byggja bílageymslu úr steinsteypu og að breyta eignarhaldi þannig að þvottherbergi 0202 verður í eigu 0201 í húsinu á lóð nr. 18 við Langholtsveg. Fyrirspurnarerindi BN044419 dags. 8. maí 2012 fylgir erindinu. Stærð bílskúrs: 40,0 ferm., 146,8 rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Laugarnesvegur 77 (01.345.205) 104049 Mál nr. BN046072 Þórir Bjarnason, Laugarnesvegur 77, 105 Reykjavík Sædís Guðlaugsdóttir, Laugarnesvegur 77, 105 Reykjavík Þráinn Ómar Svansson, Laugarnesvegur 77, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til þess að byggja kvisti á norðvestur- og suðausturþekju hússins á lóðinni nr. 77 við Laugarnesveg. Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. október 2012 fylgir erindinu. Stærð: Stækkun kvistir xx rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Laugavegur 105 (01.240.005) 102974 Mál nr. BN046078 Hostel LV 105 hf., Hafraþingi 5, 203 Kópavogur Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í nýsamþykktu veitingahúsi, fjarlægja eldhús og stiga niður í kjallara í húsi á lóð nr. 105 við Laugaveg. Sjá erindi BN045591. Um er að ræða veitingahús í flokki 2. Gjald kr. 9.000 + 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

20. Leifsgata 6 (01.195.202) 102594 Mál nr. BN046012 Baldur Thorlacius, Leifsgata 6, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til þess að fjarlægja steinsteyptan vegg milli eldhúss og stofu í kjallaraíbúð hússins á lóðinni nr. 6 við Leifsgötu. Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 5. júní 2013 fylgir erindinu. Gjald kr. 9.000. Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

21. Lyngháls 5 (04.324.001) 111040 Mál nr. BN046187 Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN044779 þannig að komið er fyrir skrifstofu og lager í rými 0202, gluggar á suðurhlið breytast annars vegar póstastaðsetning og breytinga á glugga í vöruhurð og milliloft yfir einingunni er fjarlægð og er því minnkun á flatamáli hússins á lóð nr. 5 við Lyngháls. Minnkun um 40,0 ferm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Lækjartorg 1 (01.140.309) 100842 Mál nr. BN045739 Gylfi Guðjónsson, Bleikjukvísl 9, 110 Reykjavík Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík Sótt er um samþykki á reyndarteikningum og sameiningu matshluta 02 og 04 við matshluta 01 í húsi Héraðsdóms Reykjavíkur á lóð nr. 1 við Lækjartorg. Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 12.3. 2013, brunahönnun dags. 21.5. 2013 og tölvupóstur arkitekts dags. 24.6. 2013. Gjald kr. 9.000 + 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Skilyrt er að þinglýst verði yfirlýsingu um samruna eigna til að samþykktin öðlist gildi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

23. Miðstræti 7 (01.183.202) 101943 Mál nr. BN046192 Sveinbjörn Sigurðsson hf, Smiðshöfða 7, 110 Reykjavík Vegna framkvæmda er sótt um stöðuleyfi fyrir ruslagám í bílastæði á götu framan við einbýlishúsið á lóðinni nr. 7 við Miðstræti. Fyrirhuguð verklok eru í byrjun september 2013. Sjá einnig erindi BN044215, Miðstræti 7 - Svalalokun, sem samþykkt var 15. maí 2012. Umboð eiganda (tölvubréf dags. 25. júní 2013) fylgir erindinu. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Ruslagámur fjarlægist fyrir lok september 2013.

Sigurður Pálmi Ásbergsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

24. Miklabraut 68 (01.710.001) 107116 Mál nr. BN046180 Antanas Mazonas, Dalshraun 5, 220 Hafnarfjörður Sótt er um leyfi fyrir fjórum bílastæðum, þar sem eitt er merkt einkastæði en hin nýtast atvinnustarfsemi og íbúum hússins á lóð nr. 68 við Miklubraut. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa (vegna fyrirspurnarerindis BN046033) fylgir erindinu. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Málinu vísað til umsagnar Samgönguskrifstofu.

25. Nesvegur 44 (01.517.118) 105917 Mál nr. BN046165 Haukur Ingi Guðnason, Marargata 2, 101 Reykjavík Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Marargata 2, 101 Reykjavík Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi, komið hefur verið fyrir eldhúsi og salerni í kjallara og eldhús á fyrstu hæð hefur verið fært til. Jafnframt er sótt um leyfi til þess að síkka glugga og byggja svalir á austurhlið hússins á lóðinni nr. 44 við Nesveg. Gjald kr. 9.000 Frestað. Nýjum uppdráttum vísað til skipulagsfulltrúa.

26. Nethylur 2 (04.232.802) 110856 Mál nr. BN046070 Eva María Hallgrímsdóttir, Lindasmári 45, 201 Kópavogur Sótt er um leyfi til þess að starfrækja veitingaverslun (kökugallerý) í verslunar og þjónustuhúsi (matshl. 01, rými 0102) á lóðinni nr. 2 við Nethyl. Umboð eiganda dags. 7. júní 2013 fylgir erindinu. Bréf umsækjanda dags. 28. maí 2013 fylgir erindinu. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

27. Njálsgata 13A (01.182.132) 101846 Mál nr. BN045802 Jón Hrafn Björnsson, Njálsgata 13a, 101 Reykjavík Hildur Atladóttir, Njálsgata 13a, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til að rífa inngang á gafli og byggja viðbyggingu með svölum á bakhlið einbýlishúss á lóð nr. 13A við Njálsgötu. Umsögn Minjastofnunar dags. 17. maí 2013 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 31. maí 2013 fylgja erindinu. Niðurrif: 6,4 ferm., 34,4 rúmm. Viðbygging: 14,1 ferm., 69,1 rúmm. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Skilyrt er að þinglýst verði yfirlýsingu um samruna eigna eigi síðar en við fokheldi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

28. Nönnugata 16 (01.186.505) 102290 Mál nr. BN046168 Stólpi ehf, Klettagörðum 5, 104 Reykjavík Sótt er um leyfi til að leiðrétta merkingar rýma sbr. BN045062, þar sem rými 0013 verður afmarkað úr rými 0008 og verður rými 0013 í eigu 0101 í húsinu á lóð nr. 16 við Nönnugötu. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vantar samþykki meðeigenda.

29. Rofabær 34 (04.360.201) 111256 Mál nr. BN046178 Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss á innréttingum í eldhúsi, hurð á snyrtingu fatlaðra og stólageymslu auk breytinga á ræstivörugeymslu í Árbæjarskóla á lóð nr. 34 við Rofabæ. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Sigtún Ásmundarsafn (01.366.-98) 104704 Mál nr. BN046167 Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík Sótt er um samþykki á teikningum, sem sýna styrkingu á flötu þaki með 12-14 cm steypulagi og járnbindingu á Ásmundarsafni á lóð við Sigtún. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

31. Sjafnarbrunnur 1-3 (05.053.501) 206126 Mál nr. BN046203 Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir fyrir undirstöðum, lögnum í grunn og botnplötu hússins á lóðinni nr. 1-3 við Sjafnarbrunn sbr. erindi BN045215. Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

32. Skógarhlíð 10 (01.703.401) 107073 Mál nr. BN046126 Landleiðir ehf, Akralind 4, 201 Kópavogur Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN045524 þannig að flutt er til móttaka, starfsmannaaðstaða og salernisaðstaðan í gistiheimilinu í húsinu á lóð nr. 10 við Skógarhlíð. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

33. Skólavörðustígur 5 (01.171.308) 101408 Mál nr. BN046172 Ófeigur Björnsson, Skólavörðustígur 5, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til stækkunar svala á suð-vesturhlið hússins á lóðinni nr. 5 við Skólavörðustíg. Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 9.6. 2013, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 13.6. 2013 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 20. júní 2013. Gjald kr. 9.000 Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

34. Skúlagata 32-34 (01.154.306) 101121 Mál nr. BN046073 Skúlagata 32-34,húsfélag, Skúlagötu 32-34, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til að klæða suðlægar hliðar á 1. til 4. hæð aðalbyggingar og hliðar útbygginga á 1. og 2. hæð með álklæðningu og stækka og breyta þrennum svölum á 2. til 4. hæð suðurhliðar hússins á lóðinni nr. 32-34 við Skúlagötu. Stækkun : 13,0 ferm., 55,8 rúmm. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

35. Snorrabraut 35 (01.240.105) 102982 Mál nr. BN046190 Snorrabraut 35-35a,húsfélag, Snorrabraut 35, 105 Reykjavík Sótt er um samþykki á reyndarteikningum vegna eignarskiptasamnings á fjölbýlishúsinu á lóð nr. 35 við Snorrabraut. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

36. Sóltún 1 (01.230.003) 208475 Mál nr. BN046155 Mánatún slhf., Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík Sótt er um samþykki á breytingum á erindi BN045300 sem felur í sér frest frá nýrri byggingarreglugerð 112/2012 og samþykki á takmörkuðu byggingarleyfi fyrir jarðvinnu, aðstöðusköpun, sökkla, grunnlagnir og uppsteypu kjallara, helstu breytingar nú eru lækkaðar salarhæðir, breyting á utanhússklæðningu og útlitsbreytingar samfara þeim í fjölbýlishúsi á lóð nr. 7-17 við Mánatún 1-17/Sóltún 1-3. Stærðir stækkun: 68,8 ferm. brúttó, minnkun 1.361,0 rúmm. brúttó. Stærðir eftir breytingar, 14.411,3 ferm. brúttó. 46.554,0 rúmm. brúttó. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

37. Strípsvegur 100 (08.1--.-52) 218307 Mál nr. BN046055 Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík Sótt er um leyfi til að staðsteypa með flötu torfþaki lokahús Orkuveitunnar fyrir kalt vatn í Vatnsendakrikum. Húsið er hnitasett á afstöðumynd. Stærðir 49,8 ferm., 202,1 rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Er enn til umfjöllun hjá skipulagsfulltrúa.

38. Suðurhólar 25 (04.645.701) 111966 Mál nr. BN046166 Þröstur Magnússon, Logafold 141, 112 Reykjavík Sótt er um leyfi til að flytja leikskóla að Hömluholti í Eyja- og Miklaholtshreppi af lóðinni nr. 25 við Suðurhóla. Meðfylgjandi er bréf umsækjanda dags. 12.6. 2013 og samþykki byggingarfulltrúans í Eyja- og Miklaholtshreppi og Helgafellssveit. Stærð 90,f ferm., 300 rúmm. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

39. Sæmundargata 2 (01.603.201) 106638 Mál nr. BN046134 Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til smávægilegra tilfæringa innandyra ásamt nýrri útidyrahurð og útskotsglugga á Háskólatorgi á lóð nr. 4 við Sæmundargötu. Stærðir stækkun: 34,2 ferm., 79,7 rúmm. Stærðir samtals: 6.671,9 ferm., 31.583,5 rúmm. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

40. Sæviðarsund 15-19 (01.356.501) 104386 Mál nr. BN046181 Jón Helgi Guðmundsson, Sæviðarsund 17, 104 Reykjavík Stefán G Kjartansson, Sæviðarsund 17, 104 Reykjavík Sótt er um leyfi til að stækka íbúð 0201 með því að setja upp vegg í sameiginlegum stigagangi í húsinu á lóð nr. 17 við Sæviðarsund. Gjald kr. 9.000 Frestað. Lagfæra skráningartöflu.

41. Tryggvagata 16 (01.132.104) 100213 Mál nr. BN045605 Kápan ehf, Baughúsum 33, 112 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta þaki, setja kvisti með skúrþaki á báðar hliðar, svalir á suðurhlið og innrétta íbúðir á 4. og 5. hæð íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 16 við Tryggvagötu. Erindi fylgir þinglýst eignaskiptayfirlýsing dags. 15. september 2005 og samkomulag eigenda Tryggvagötu 16 (ekki þinglýst), dags. 7. desember 2004 og fsp. dags. 20. nóvember 2012 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. mars 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. mars 2013. Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 23. maí og bréf hönnuðar dags. 24. maí 2013 fylgja erindinu. Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 9.000 + xx Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Tunguháls 8 (04.342.101) 179593 Mál nr. BN045923 Drómi hf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu, viðbygging við norðurenda er felld niður og milligólf í mhl. 01 er fellt burt í atvinnuhúsi á lóð nr. 8 við Tunguháls. Jafnframt er erindi BNO39209 og BN041330 dregið til baka. Bréf frá hönnuði dags. 14. júní 2013, samþykki meðeigendum og yfirlýsingu vegna lóðarnotkunar dags. 11. des 2006 fylgir. Nýjar stærðir eftir breytingu: Mhl. 01: 1.080 ferm., 6.061,2 rúmm. Mhl. 02: 3.120,2 ferm., 13.901,4 rúmm. Samtals: 4.200,2 ferm., 19.962,6 rúmm. Stækkun: 2.390,9 ferm., 9.342,8 rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

43. Túngata 7 (01.161.008) 101189 Mál nr. BN046185 Geðhjálp, Túngötu 7, 101 Reykjavík Sótt er um að skrá sem einbýlishús húsið á lóðinni nr. 7 við Túngötu. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

44. Úlfarsbraut 76 (02.698.504) 205740 Mál nr. BN046025 Bygg Ben ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík Benedikt G Jósepsson, Vesturlbr Fífilbrekka, 113 Reykjavík Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 76 við Úlfarsbraut. 1. hæð íbúð: 122,3 ferm., 2. hæð íbúð 115,,4 ferm., bílgeymsla 50,6 ferm. Samtals: 288,3 ferm., 1.074,4 rúmm. Gjald kr. 9.000 + 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

45. Vallá 125762 (00.078.000) 125762 Mál nr. BN046183 Skurn ehf, Vallá, 116 Reykjavík Stjörnuegg hf, Vallá, 116 Reykjavík Sótt er um leyfi til að byggja hænsnahús sem verður staðsteypt bygging á lóð að Vallá landnúmer 125762 á Kjalarnesi. Jákvæð fyrirspurn BN045872 dags. 14. Maí 2013 fylgir. Stærð: 1217,1 ferm., 5581,2 rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Málið er enn til umfjöllunar hjá skipulagsstofnun.

46. Víðimelur 62 (01.524.003) 106000 Mál nr. BN045958 Ari Ingimundarson, Víðimelur 62, 107 Reykjavík Sótt er um leyfi til að hækka ris, byggja tvo kvisti og svalir á fjölbýlishús á lóð nr. 62 við Víðimel. Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda á lóð, og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. júní 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. júní 2013.Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 9.000 + 9.000 Frestað. Milli funda.

47. Þingvað 19 (04.773.802) 198726 Mál nr. BN046068 Auður Ögn Árnadóttir, Móvað 47, 110 Reykjavík Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu, neðri hæð er byggð úr forsteyptum einingum og efri hæð úr timbri á lóð nr. 19 við Þingvað. Jafnframt er óskað eftir að áður samþykkt erindi BN040298 verði fellt úr gildi. Stærð: 1. hæð bílgeymsla 36,5 ferm., íbúð 185,3 ferm., 2. hæð íbúð 54,2 ferm. Samtals 276 ferm., 9,6,2 rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

48. Hólmsheiðarvegur Mál nr. BN046194 Byggingarfulltrúi leggur til að landspildur og fasteignir þeim tengdar við Hólmsheiðarveg fái ný staðföng. Þau voru áður skráð sem Vesturlandsv. Reynisv. landnúmer abcdef. Landnúmer verða óbreytt.

Hólmsheiðarvegur 130, landnúmer 218717 Hólmsheiðarvegur 131, landnúmer 113425 Hólmsheiðarvegur 133, landnúmer 113416 Hólmsheiðarvegur 135, landnúmer 113414 Hólmsheiðarvegur 137, landnúmer 113410 Hólmsheiðarvegur 139, landnúmer 220238 Hólmsheiðarvegur 143, landnúmer 220240 Hólmsheiðarvegur 151, landnúmer 113452 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

49. Kjalarvogur 10 (01.428.004) 105187 Mál nr. BN046195 Byggingarfulltrúi leggur til að fasteignir á lóðinni Kjalarvogur 10, landnúmer 105187, fái staðföng eftir matshlutaskiptingu. Málinu fylgir útprentun úr Borgarvefsjá með innfærðum upplýsingum. Kjalarvogur 10, mhl. 04 Kjalarvogur 10B, mhl. 03 Kjalarvogur 10C, mhl. 02 og 08 Kjalarvogur 10D, mhl. 13 Kjalarvogur 10E, mhl. 06 Kjalarvogur 10F, mhl. 05 Kjalarvogur 10G, mhl. 14 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

50. Kleppsmýrarvegur 8 (01.451.003) 105603 Mál nr. BN046196 Byggingarfulltrúi leggur til að fasteignir á lóðinni Kleppsmýrarvegur 8, landnúmer 105603, fái staðföng eftir matshlutaskiptingu. Málinu fylgir útprentun úr Borgarvefsjá með innfærðum upplýsingum. Kleppsmýrarvegur 8 mhl. 04 Kleppsmýrarvegur 8 mhl. 02 Kleppsmýrarvegur 8 mhl. 05 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

51. Langavatnsvegur Mál nr. BN046191 Byggingarfulltrúi leggur til að fasteignir í Reynisvatnslandi, sem liggja að Langavatni, eða eru í grennd, nú skráðar sem Vesturlandsv. Reynisv ( landnúmer ), verði framvegis þannig skráðar við Langavatnsveg :

Langavatnsvegur 2, landnúmer 113417, á lóðinni eru matshlutar 01 og 02

Langavatnsvegur 4, landnúmer 113413, á lóðinni eru matshluti 01

Langavatnsvegur 6, landnúmer 113409, á lóðinni eru matshlutar 01 og 02

Langavatnsvegur 1, landnúmer 113422, á lóðinni er ekki skráð bygging Langavatnsvegur 3, landnúmer 113423, á lóðinni er ekki skráð bygging

Langavatnsvegur 5, landnúmer 113429, á lóðinni er ekki skráð bygging

Langavatnsvegur 7, landnúmer 113426, á lóðinni eru matshlutar 01, 02,03 og 04

Langavatnsvegur 9, landnúmer 113418, á lóðinni eru matshlutar 01 og 02

Langavatnsvegur 11, landnúmer 113420, á lóðinni er ekki skráð bygging Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

52. Mjódalsvegur Mál nr. BN046193 Samþykkt var í borgarráði þa 16. maí 2013 að götuslóði milli Vegbrekkna og Hólmsheiðarvegar fengi heitið Mjódalsvegur. Byggingarfulltrúi leggur til að landspildur og fasteignir þeim tengdar fái ný staðföng við Mjódalsveg. En þau voru áður skráð sem Vesturlandsv. Reynisv. landnúmer abcdef. Landnúmer verða óbreytt.

Mjódalsvegur 2, landnúmer 113433 Mjódalsvegur 4, landnúmer 113431 Mjódalsvegur 6, landnúmer 113435 Mjódalsvegur 14, landnúmer 113440 Mjódalsvegur 16, landnúmer 195206 Mjódalsvegur 1, landnúmer 172480, var áður skráð Hólmsheiði sprengiefn. Mjódalsvegur 3, landnúmer 113434 Mjódalsvegur 5, landnúmer 113443 Mjódalsvegur 7, landnúmer 113442 Mjódalsvegur 9, landnúmer 113448 Mjódalsvegur 11, landnúmer 195981 Mjódalsvegur 15, landnúmer 195207 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

53. Súðarvogur 3-5 (01.451.401) 105601 Mál nr. BN046197 Byggingarfulltrúi leggur til að fasteignir á lóðinni Súðarvogur 3 - 5, landnúmer 105601, fái staðföng eftir matshlutaskiptingu. Jafnframt er lagt til að lóðin verði tölusett sem Súðarvogur 3. Málinu fylgir útprentun úr Borgarvefsjá með innfærðum upplýsingum. Súðarvogur 3, mhl. 09 Súðarvogur 3A, mhl. 01,10 Súðarvogur 3B, mhl. 05,18,22 Súðarvogur 5, mhl. 12,13 Súðarvogur 5A, mhl. 19 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

54. Vegbrekkur Mál nr. BN046198 Byggingarfulltrúi leggur til að land sumarbústaðar við "enda" Vegbrekkna, sem er úr Hólmslandi og hefur landnúmer 113451, nú skráð sem "Hólmsland Bláskógar" fái staðfang sem Vegbrekkur 99 með undirheiti Bláskógar. Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

55. Álakvísl 96-136 (04.233.005) 110860 Mál nr. BN046171 Þór Þorsteinsson, Álakvísl 114, 110 Reykjavík Spurt er hvort staðsetja megi 10 ferm. kalt gróðurhús á verönd við hús nr. 114 á lóð nr. 96-136 við Álakvísl. Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

56. Flókagata 1 (01.243.605) 103163 Mál nr. BN046169 Northern Nights ehf., Flókagötu 1, 105 Reykjavík Spurt er hvort leyft yrði að reisa sóltjald á lóð og koma fyrir nýrri aðkomu að lóðinni nr. 1 við Flókagötu. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. júní 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júní 2013. Nei. Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. júní 2013.

57. Flókagata 1 (01.243.605) 103163 Mál nr. BN046177 Bjarney Lea Guðmundsdóttir, Kríuás 5, 221 Hafnarfjörður Spurt er hvort leyft yrði að saga úr steyptu grindverki við lóðarmörk að Flókagötu og koma þar fyrir fyrir hliði að lóðinni nr. 1 við Flókagötu. Sjá einnig erindi BN046169 þar sem spurt er um tjaldskýli og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júní 2013 Nei. Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. júní 2013.

58. Freyjugata 1 (01.184.215) 102037 Mál nr. BN046132 Freyjugata 1,húsfélag, Hörgshlíð 28, 105 Reykjavík Spurt er hvort leyft yrði að breyta þakformi og útbúa íbúð eða íbúðir á þakhæð (4.hæð) hússins nr. 1 við Freyjugötu. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. júní 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2013. Nei. Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2013.

59. Hringbraut 119 (01.520.301) 105924 Mál nr. BN046184 Brynjar Einarsson, Fífusel 35, 109 Reykjavík Spurt er hvort leyft yrði að innrétta nýja hárgreiðslu- og snyrtistofu í rými 0108 í húsinu nr. 119 við Hringbraut. Jákvætt. Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

60. Hverfisgata 82 (01.173.013) 101503 Mál nr. BN046175 Ari Eldon Jónsson, Hverfisgata 82, 101 Reykjavík Þórunn Gísladóttir, Rafstöðvarvegur 25, 110 Reykjavík Spurt er hvort íbúð 02-0401 sé samþykkt íbúð í húsinu nr. 82 við Hverfisgötu. Íbúðin er samþykkt sbr. uppdrætti frá 12. apríl 1967.

61. Langirimi 21-23 (02.546.803) 175689 Mál nr. BN046173 Fix ehf, Kársnesbraut 106, 200 Kópavogur Róbert Benediktsson, Asparholt 1, 225 Álftanes Spurt er hvort leyft yrði að breyta verslunar- og þjónusturýmum í íbúðarhúsnæði á annarri hæð hússins á lóðinni nr. 21-23 við Langarima. Bréf fyrirspyrjanda (ódags.) fylgir erindinu. Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

62. Samtún 38 (01.221.410) 102826 Mál nr. BN046119 Daði Þór Veigarsson, Samtún 38, 105 Reykjavík Spurt er hvort byggja megi bílskúr sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27.mars 2007 við íbúðarhús á lóð nr. 38 við Samtún. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. júní 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. júní 2013. Nei. Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. júní 2013.

63. Sogavegur 178 (01.831.008) 108500 Mál nr. BN046199 Páll Sveinn Guðmundsson, Sogavegur 178, 108 Reykjavík Spurt er hvort leyft yrði að gera dyraop og byggja sólpall við suðurhlið hússins á lóðinni nr. 178 við Sogaveg. Jákvætt. Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

64. Vatnsveituv. Fákur (04.712.001) 112366 Mál nr. BN046186 Róbert Petersen, Vesturás 18, 110 Reykjavík Spurt er hvort leyfi fengist til að stækka hesthús til vesturs þannig að komið verður fyrir taðþró á fyrstu hæð og setustofu og kaffi/eldhúsaðstaða á annarri hæð hesthússins Faxaból 9 hús 2 á lóðinni Vatnsveituv. Fákur. Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:20.
Björn Stefán Hallsson
Björn Kristleifsson
Harri Ormarsson
Sigurður Pálmi Ásbergsson
Jón Hafberg Björnsson
Óskar Torfi Þorvaldsson
Eva Geirsdóttir