Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2022, miðvikudaginn 16. nóvember kl. 09:06, hélt umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur 249. fund sinn. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð Ráðssal. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Alexandra Briem, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Hildur Björnsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon, Líf Magneudóttir, Pawel Bartoszek og áheyrnarfulltrúarnir Kolbrún Baldursdóttir og Andrea Jóhanna Helgadóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson og Dagný Alma Jónasdóttir. Inga Rún Sigurðardóttir tók sæti á fundinum með rafrænum hætti.
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir
Þetta gerðist:
(D) Ýmis mál
Þetta gerðist:
-
(D) Ýmis mál
Umhverfis- og skipulagsráð, breyting á fundarsetu varamanna (MSS22060046) Mál nr. US220234
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 4. nóvember 2022, þar sem tilkynnt er að á fundi forsætisnefndar þann 4. nóvember 2022 hafi verið samþykkt að Trausti Breiðfjörð Magnússon taki sæti sem áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði í stað Ástu Þórdísar Skjalddal Guðjónsdóttur.
(A) Skipulagsmál
Fylgigögn
-
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. nóvember 2022.
Fylgigögn
-
Úthlíð 7, hækka ris og gera íbúð (12.701.10) Mál nr. BN061020
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. júní 2022 þar sem sótt er um leyfi til að hækka þak, byggja kvisti og svalir og gera íbúð í risi fjölbýlishúss á lóð nr. 7 við Úthlíð samkvæmt uppdrætti ASK Arkitektar, dags. 1. september 2022. Erindi var samþykkt í grenndarkynningu og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti Birgis Haraldssonar dags. 29. júlí 2022 þar sem óskað er eftir skuggavarpi. Erindið var grenndarkynnt frá 15. júlí 2022 til og með 15. ágúst 2022 og að nýju 8. september 2022 til og með 6. október 2022. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigríður Lára Guðmundsdóttir dags. 15. ágúst 2022, Alda Júlía Magnúsdóttir f.h. húsfélagsins Flókagötu 58 dags. 15. ágúst 2022, Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, og fh. Bogi Brynjar Björnsson og Guðrún Jórunn Kristinsdóttir dags. 16. ágúst 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi Skipulagsfulltrúa 13. október 2022. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. nóvember 2022. Lagt er til að grenndarkynningin sé samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Samþykkt með vísan til a. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.Hrafnhildur Sverrisdóttir, verkefnastjóri, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Sogavegur 3, stækkun lóðar (01.810.9) Mál nr. SN220189
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Djúpadals ehf. dags. 30. mars 2022 um stækkun lóðarinnar nr. 3 við Sogaveg, samkvæmt uppdrætti K.J.ARK ehf. dags. 22. mars 2022. Einnig eru lögð fram mæliblað og hæðarblað gefin út í apríl 2011. Jafnframt er lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, Landupplýsingardeildar, dags. 2. júní 2022 ásamt breytingarblaði og mæliblaði dags. 2. júní 2022. Erindi var grenndarkynnt frá 26. september 2022 til og með 24. október 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Guðrún Högnadóttir dags. 13. október 2022, Rannveig Jónsdóttir dags. 18. október 2022, Björgvin Jónsson og Elín Sumarrós Davíðsdóttir dags. 21. október 2022 og Jónas Leifsson og Ingi Leifsson dags. 24. október 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. nóvember 2022 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. nóvember 2022. Lagt er til að tillagan verði samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Samþykkt með vísan til a. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Skipulagsyfirvöld leggja fram að lokinni grenndarkynningu umsókn Djúpadals ehf. dags. 30. mars 2022 um stækkun lóðarinnar nr. 3 við Sogaveg, samkvæmt uppdrætti K.J.ARK ehf. dags. 22. mars 2022. Nágrannar mótmæla. Nágranni spyr hvort Fiskikóngurinn hafi leyfi til að verka fisk fyrir verslunina sem er á lóðinni Sogavegur 3 og ef til vill einnig þá sem er rekin undir sama nafni við Höfðabakka? Einnig hvort það hafi verið athugað hvort fiskvinnslan á Sogavegi 3 þjónustar fleiri fiskbúðir og mötuneyti? Þessum spurningum þarf að svara áður en haldið er áfram. Bílastæði þarf fyrir bíla fyrirtækisins og plastgeyma undir rusl og stafla þar jafnvel upp vörubrettum? Hér er að mati Flokks fólksins ekki verið að taka tillit til íbúanna í nágrenninu. Fiskvinnsla er e.t.v. farin að þjóna fleiri fyrirtækjum, er sem sagt komin með “verksmiðjuívaf” ? og á þá kannski ekki heima í miðju íbúðahverfi. Allavega orkar það tvímælis. Sagt er í gögnum að breytingar séu til að minnka lykt og annað áreiti. Þar sem vinnslan er þegar á lóðinni er kannski erfitt að breyta því? En skoða þarf þetta mál og eiga samráð við íbúa í nágrenninu.
Fylgigögn
-
Sóltún 2-4, breyting á deiliskipulagi (01.233.101) Mál nr. SN210452
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Studio Nexus slf. f.h. Sóltún 2-4 ehf. dags. 16. júní 2021 um breytingu á deiliskipulagi Ármannsreits, með síðari breytingum, vegna lóðarinnar nr. 2-4 við Sóltún. Breytingin sem lögð er til felst í megin atriðum í því að lóðinni er skipt upp til tveggja nota annarsvegar hjúkrunarheimili í nr. 2 og íbúðir í nr. 4. Breytingar varðandi húshluta nr. 2 er að tvær álmur eru lengdar til að bæta við hjúkrunarrýmum, 5. hæðinni er bætt við að hluta og kjallarinn er stækkaður. Breytingar varðandi húshluta nr. 4 eru þær að formi byggingareits er breytt og notkun er breytt úr hjúkrunarheimili yfir í íbúðir, hæðar heimild er breytt úr 4 hæðum í 5 hæða hús með 6. hæð að hluta. Byggingarmagn og sérskilmálar eru uppfærðir m.v. þetta og bílastæðaskilmálar eru uppfærðir fyrir Sóltún 4, samkvæmt uppdr. Studio Nexus slf. dags. 10. júní 2021, síðast breytt 22. febrúar 2022. Einnig er lögð fram breytt tillaga Studio Nexus, móttekin 19. nóvember 2021, þar sem m.a. húsformi er breytt og samgöngumat unnið af VSÓ dags. febrúar 2022. Einnig eru lagðir fram uppfærðir uppdrættir Nexus með breytingadags. 10.10.2022. Tillagan var auglýst frá 23. mars 2022 til og með 11. maí 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Helgi Gunnlaugsson dags. 25. apríl 2022, Þ. Toggi Björnsson dags. 25. apríl 2022, Steinþór Steingrímsson og Sólveig Hlín Kristjánsdóttir dags. 25. apríl 2022, Einar Karl Kristjánsson dags. 26. apríl 2022, Tryggvi Magnússon dags. 28. apríl 2022, 21 íbúðaeigendur að Mánatúni 2 dags. 2. maí 2022, Jónína S. Pálmadóttir dags. 5. maí 2022, Harald Isaksen dags. 5. maí 2022, Þórunn Selma Þórðardóttir dags. 8. maí 2022, Böðvar Freyr Stefnisson og Snædís Jóhannesdóttir dags. 9. maí 2022, Rakel Ármannsdóttir, Birna Ketilsdóttir og Halla Bogadóttir fh. húsfélagsins Mánatún 6 dags. 9. maí 2022, Stefán Rafn Geirsson dags. 9. maí 2022, Dóra Stefánsdóttir, dags. 9. maí 2022, Emilía Örlygsdóttir og Ómar Örn Hauksson dags. 9. maí 2022, Waldorfleikskólinn Sólstafir dags. 10. maí 2022, 21 íbúðareigendur í Mánatúni 4 dags. 10. maí 2022, Jóhann P. Jónsson dags. 10. maí 2022, Eiríkur G. Guðmundsson dags. 10. maí 2022, stjórn íbúasamtaka Laugardals dags. 11. maí 2022, Margrét Birgisdóttir, Árni Hallgrímsson dags. 11. maí 2022. Einnig er lögð fram umsögn Veitna dags. 5. maí 2022 og umsögn íbúaráðs Laugardals dags. 10. maí 2022. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. október 2022. Lagt er til að tillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem koma fram í umsögninni.
Samþykkt, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. október 2022.
með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæði fulltrúa Vinstri grænna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
Vísað til borgarráðsFulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Lóðin Sóltún 2-4 er á skipulögðu íbúðasvæði samkvæmt aðalskipulagi og lengi staðið til að byggja á svæðinu. Fyrir er deiliskipulag sem gerir ráð fyrir hjúkrunarheimili á lóðinni. Breytingarnar fela í sér aukningu á byggingarmagni, aðallega með hækkun bygginga og stækkun bílakjallara, en hætt er við tengibyggingu sem heimiluð er með gildandi deiliskipulagi svo þannig dregur úr yfirborðsfleti uppbyggingarinnar. Niðurstaða greiningar er að skuggavarp breytist óverulega vegna breyttrar tillögu og sé innan þeirra marka sem við má búast þegar uppbygging á sér stað í þéttri borgarbyggð. Mikilvægt að hugað sé vel að göngu- og hjólaleiðum á svæðinu og umferðaröryggi allra vegfarenda sé tryggt. Suður af uppbyggarreitnum er áfram gert fyrir almenningsgarði fyrir hverfið sem mikilvægt að þróa í kjölfarið, í góðu samráði við nærumhverfið.
Fulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er erfitt að samþykkja þessa tilteknu uppbyggingu í þeirri mynd sem fyrirætluð er skv. teikningum. Umrætt svæði hefði verið fallegra með minna byggingarmagni og stórum og fjölbreyttum almenningsgarði enda er vöntun á nálægu andrými innan hverfisins. Ekki er hugað nægilega vel að þörfum íbúa sem þegar búa í hverfinu og hefði borgin átt á fyrri stigum málsins að leggja sig fram við að eignast lóðina fyrst hætt var við áform um að stækka hjúkrunarheimilið. Nú er staðan orðin þannig að borgin tekur að sér að gera garð fyrir húsnæðið sem rís sem er minni en hann hefði getað orðið og undir sex hæða húsi. Tryggja verður að hann nýtist öllu hverfinu og sé til yndisauka og unninn í samstarfi við íbúana. Þétting byggðar á að tryggja sjálfbærni hverfa þar sem verslun, þjónusta, lykilstofnanir, afþreying og andrými tvinnast vel saman. Það virðist hins vegar ekki verið búið að hugsa þá samþættingu hverfisins til enda í þessu máli og því erfitt að sjá að uppbyggingin samræmist að öllu leyti Aðalskipulagi Reykjavíkur.
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Sósíalista harmar að ekki hafi verið haldið við upprunalegt deiliskipulag reitsins sem gerði ráð fyrir nýtingu alls reitsins í hjúkrunartengda þjónustu. Í ágúst 2022 voru 129 á biðlista eftir þjónustuíbúð í Reykjavík og hefði verið betra að sjá kvaðir um samfélagslega uppbyggingu, t.d. þjónustuíbúðir á þessum reit, frekar en búðir á almennan markað.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokki fólksins bregður við að sjá hvað margar athugasemdir eru í þessu máli og hversu breiðar þær eru, allt frá öryggismálum og skólamálum til skuggavarps. Fólki þykir stærð húss og fjöldi íbúða að Sóltúni 4, samkvæmt þessu breytta skipulag of mikið og hefur áhyggjur af breytingunni fylgi aukin bílaumferð, sem sérstaklega mun valda ónæði hjá íbúum. Óttast er hvort Sóltún anni þessari miklu umferð. Ástandið er tæpt í dag og viðbótin mun ekki bæta ástandið. Húsið við Sóltún 4, upp á 6 hæðir mun svo varpa skugga á einhverjar neðri hæðir hússins við Mánatún 1. Svona mikil breyting á umhverfi hefur eðlilega áhrif á nágranna. Í hverfinu er eins og gengur skóli sem vissulega er ekki skilgreindur sem hverfisskóli, enda ekki rekinn af Reykjavíkurborg. Borgin þarf engu að síður að tryggja öryggi í nágrenni skólans með gönguljósum, gangbrautum, gangstéttum og góðri götulýsingu. Auðvitað ætti Borgin að reka skóla í hverfinu enda íbúafjöldi komin vel yfir 2000 og með fyrirhugaðri uppbyggingu í Hátúni muni íbúum fjölga nokkuð. Sá skóli sem skilgreindur er sem hverfisskóli er í um 1200-1400 metra fjarlægð frá miðju hverfisins og Sólstafir, sem er einkaskóli, er því notaður af sumum íbúum þess
Fylgigögn
-
Ægisíða 62, breyting á deiliskipulagi (01.545.2) Mál nr. SN210597
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Alternance slf. dags. 1. júlí 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Ægisíðu frá Hofsvallagötu að Lynghaga vegna lóðarinnar nr. 62 við Ægisíðu. Í breytingunni felst breyting á byggingarreit lóðarinnar sem felst í að byggingarreit er skipt niður þannig að aðalreitur verður í kringum núverandi byggingu og minni reitur fyrir garðskála, samkvæmt uppdr. Alternance slf. dags. 28. maí 2021, síðast breytt 31. ágúst 2022, og skuggavarp dags. 31. mars 2021. Tillagan var grenndarkynnt frá 20. september 2022 til og með 18. október 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Ágúst Borgþór Sverrisson og Kristbjörg Erla Kjartansdóttir dags. 16. október 2022. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. nóvember 2022. Lagt er til að tillagan verði samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Samþykkt með vísan til a. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.
Sólveig Sigurðardóttir, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Alternance slf. dags. 1. júlí 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Ægisíðu frá Hofsvallagötu að Lynghaga vegna lóðarinnar nr. 62 við Ægisíðu. Í breytingunni felst byggja á lóðinni viðbyggingu á einni hæð. Þetta kann að vera hið besta mál en fulltrúi Flokks fólksins viðurkennir að betra væri að sjá teikningu af þessari breytingu, viðbótinni til að átta sig á hvernig viðbyggingin kemur út fyrir næsta nágranna.
Fylgigögn
-
Kjalarnes, Prestshús, nýtt deiliskipulag Mál nr. SN210265
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Plúsarkitekta ehf. dags. 6. apríl 2021 um nýtt deiliskipulag fyrir Prestshús að Kjalarnesi. Í tillögunni sem lögð er til felst uppbygging Presthúsa til fastrar búsetu, samhliða því að byggja upp dvalar- og vinnuaðstöðu fyrir listafólk og áhugafólk um listir og náttúru. Byggð verða upp innan jarðarinnar íbúðarhús, vinnustofur og gestahús ásamt fjölnota sal á svæðinu. Staðsettur verður aðkomuvegur, gönguleiðir byggingarreitur og settir skilmálar fyrir uppbyggingu innan fyrirhugaðs svæðis í samræmi við lög og reglur þar að lútandi, samkvæmt uppdr. Eflu dags. 4. apríl 2022. Tillagan var auglýst frá 6. júlí 2022 til og með 17. ágúst 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Libra lögmenn f.h. Bjarna Pálssonar dags. 28. júlí 2022. Einnig er lögð fram umsögn Veitna dags. 10. ágúst 2022 og bréf LEX lögmannsstofu f.h. Unnarsstígs ehf. dags. 19. október 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. nóvember 2022. Lagt er til að tillagan verði samþykkt.
Samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
Vísað til borgarráðs.Björn Ingi Edvardsson, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Leiðbeiningar við gerð deiliskipulagsáætlana, kynning Mál nr. SN210265
Lögð fram drög í vinnslu til kynningar á leiðbeiningum við gerð deiliskipulagsáætlana.
(B) Byggingarmál
-
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa, fundargerðir Mál nr. BN045423
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 8. nóvember 2022.
(D) Ýmis mál
Fylgigögn
-
Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um snjallgangbrautir, umsögn (USK22050024) Mál nr. US220100
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um öryggi gangandi í Norðlingaholti, sbr. 26. liður fundargerðar skipulags- og samgönguráðs, dags. 27. apríl 2022 ásamt umsögn skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 9. nóvember 2022.
Tillagan er felld með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Varðandi umferðaröryggismál í Norðlingaholti vill fulltrúi Flokks fólksins dusta rykið af bókun Flokksins frá 2021 og varðar hún strætóferð/leið. Vel kann að vera að búið sé að laga þetta en 2021 bókaði Flokkur fólksins að strætó æki ekki að skólanum en tillaga í nýju leiðaneti átti að breyta því. Er það frágengið? Ítrekaðar ábendingar og kvartanir hafa verið lagðar fram sem Strætó bs. hafði hundsað. Margar snúa að öryggismálum í kringum skólann. Sagt er að þau mál séu komin inn á borð hjá borginni. Einnig stóð til að strætó hætti að aka hringinn í Norðlingaholti og þar verði aðeins ein stoppistöð. Þá verður ansi langt fyrir þá sem búa fjærst stoppistöðinni að taka strætó. Loks má nefna vanda með tengingar milli Árbæjar og Breiðholts eftir kl. 9 á morgnana. Leið 51 stoppar í Norðlingaholti og keyrir Breiðholtsbraut í Mjódd en hún er ekki á mikilli tíðni. Bókað var um að krakkar sem eru á ferð eftir 9 missa af tengivagni yfir í Breiðholtið og munar nokkrum mínútum. Þetta væri hægt að laga með betri tímastillingu. Almennt er tenging milli þessara stóru hverfa, Árbæjar, Grafarholts og Breiðholts slæm. Ekki er nægilegt að vera með góða tengingu að miðbænum.
Fylgigögn
-
Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um áhrif borgarlínu á Hverfisgötu, umsögn Mál nr. US210346
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um áhrif borgarlínu á Hverfisgötu, sbr. 32. liður fundargerðar skipulags- og samgönguráðs, dags. 24. nóvember 2021. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 26. október 2022.
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar og gegn þremur atkvæðum fulltrúa Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins.
Fylgigögn
-
Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um hljóðvarnaraðgerðir, umsögn (USK22080040) Mál nr. US220156
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um hljóðvarnaraðgerðir, sbr. 39. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 29. júní 2022 ásamt umsögn skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 10. nóvember 2022.
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar og gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúi Vinstri grænna situr hjá.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Ekki verður fallist á það sjónarmið starfandi samgöngustjóra að óskynsamlegt sé að ráðast í hljóðvarnaraðgerðir í þágu íbúa vegna umferðarhávaða frá Sæbraut þar til skipulagsmál Sundabrautar hafa skýrst en eftir því hefur verið beðið áratugum saman. Nú þegar er hljóðvarnarmön á hluta svæðisins og snýst tillagan aðallega um að bæta hana og lengja. Umræddar hljóðvarnarmön eru mjög nálægt íbúðarhúsum við Sæviðarsund, Skipasund, Efstasund og Langholtsveg. Verður ekki með nokkru móti séð að enn þurfi að fresta umbótum á umræddri mön í þágu íbúa vegna skipulagsmála Sundabrautar.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
í svari/umsögn við tillögu um hljóðvarnaraðgerðir vegna umferðarhávaða frá Sæbraut kemur glöggt fram að í þetta á ekki að eyða pening heldur reyna að stoppa upp í göt. Manir virki ekki nema fyrir þá sem er lágt liggja. Mjög háar manir þarf ef þær eiga að hafa áhrif á búa í háum byggingu. Þá verður kostnaður mikill og mikil breyting verður á umhverfi. Fulltrúi Flokks fólksins telur að vissulega hlýtur að þurfa að vega og meta þetta í hverju tilfelli fyrir sig.
Fylgigögn
-
Tillaga fulltrúa Vinstri grænna, um samkomulag við Vegagerðina varðandi framkvæmdi, umsögn(USK22080042) Mál nr. US220160
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Vinstri grænna um samkomulag við Vegagerðina varðandi framkvæmdir, sbr. 37. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 29. júní 2022. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 10. nóvember 2022.
Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar gegn einu atkvæði fulltrúa Vinstri grænna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúa Flokks fólksins finnst þessi tillaga Vinstri Grænna ekki raunhæf en hugur að baki hennar er góður. Kjarni hennar er sá að endurhanna stofngötur og gatnamót í Reykjavík sem borgargötur með fleiri þverunum þar sem fjölbreyttir og vistvænir ferðamátar fá enn meira rými. Götur sem kæmu til greina að mati VG eru engar smá götur heldur einar helstu stofnæðar borgarinnar s.s. Kringlumýrarbraut, Sæbraut og Breiðholtsbraut. Flokki fólksins finnst að þetta muni ekki ganga upp alveg sama hvernig á það er litið og hversu mjög við þráum að ganga lengra kolefnishlutleysi borgarinnar.
Fylgigögn
-
Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um göngubrú fyrir Vogabyggð, umsögn (USK22080111) Mál nr. US220155
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um göngubrú fyrir Vogabyggð, sbr. 45. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 29. júní 2022 ásamt greinargerð. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 31. ágúst 2022.
Tillögunni er vísað frá með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Vegagerðin er veghaldari Sæbrautar og allar aðgerðir þar þurfa að vera í samstarfi við Vegagerðina og í samhengi við fyrirhugaðar breytingar þegar Sæbraut er sett í stokk. Nú þegar eru ýmsar mótvægisaðgerðir í framkvæmd eða undirbúningi, þar á meðal standa vonir til að hægt verði að koma upp tímabundinni göngubrú, en einnig er vilji til að koma upp hraðamyndavél á vegarkaflanum
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins lagði til að til að strax verði hafist handa við að byggja bráðabirgða göngubrú yfir Sæbraut við gatnamót við Skeiðarvog/Kleppsmýrarveg, sem eru ein hættulegustu gatnamót Reykjavíkur. Tillögunni er framvísað til frekari umsagnar en tillögunni er vísað frá af meirihlutanum. Í umsögn segir að farið hafi verið í athugun á því hvort byggja skyldi göngubrú eða undirgöng fyrir Vogabyggð en erfiðlega gekk að finna lausn sem félli vel að landi. Þetta finnst Flokki fólksins mjög einkennilegt. Þetta er ekki spurning um að göngubrú falli vel að landi heldur er þarna um gríðarlegt öryggisatriði að ræða. Fjöldi barna þurfa daglega að fara yfir Sæbrautina til að sækja skóla og aðrar tómstundir. Þarna á vel við máltækið að byrgja á brunnin áður en barnið dettur í hann. Foreldrar í hverfinu búa við stöðugan ótta um að börn þeirra verði fyrir bíl á leið í skóla. Flokkur fólksins telur gríðarlega mikilvægt að hlustað verði á neyðarkall íbúanna. Krafa íbúa í Vogabyggð er skýr og afdráttarlaus: Göngubrú yfir Sæbraut strax! Fyrir liggja undirskriftir fjölda íbúa. Flokkur fólksins hvetur borgaryfirvöld að drífa í að koma þessari mikilvægu göngubrú upp og í gagnið.
Fylgigögn
-
Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um gatnamót við Vogabyggðs, svar (USK22060118) Mál nr. US220138
Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um gatnamót við Vogabyggð, sbr. 33. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. júní 2022 ásamt svari skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 31. október 2022.
Fylgigögn
-
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um svar við sorphirðukostnaði, svar (USK22100090) Mál nr. US220257
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um svar við sorphirðukostnaði, sbr. 19. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 19. október 2022. Einnig er lagt fram svar skrifstofu umhverfisgæða, dags. 14. nóvember 2022.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins óskar því eftir að fá sundurliðaðan kostnað við losun, leigu og förgun á hvert heimili á Reykjavík í framhaldi af svari við fyrirspurn um sorpkostnað. Svarið sem barst var ekki í samræmi við spurninguna þar sem svarið tekur aðeins til þess sem sveitarfélagið rukkar íbúa sína beint með gjöldum. Sorphirðugjald sem sveitarfélög leggja á íbúa sína er alls ekki það sama og kostnaður við sorphirðu. Óskað var því eftir að fá sundurliðaðan kostnað við losun, leigu og förgun á hvert heimili í Reykjavík. Í svari kemur fram að ,,Meðaltalskostnaður vegna söfnunar úrgangs við heimili árið 2021 á íbúð var 16.033 krónur á íbúð. Greiðslur vegna förgunar og endurvinnslu úrgangs frá sorphirðu við heimili á árinu 2021 var samtals 520.146 þús.kr. eða sem nemur um 9.641 kr. á íbúð”. Er raunkostnaður því rúm 26 þúsund á heimili? Hvert er innheimtugjaldið? Meirihluti hefur í ljósi bágrar fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar óskað eftir hugmyndum minnihlutans til að bæta rekstur borgarinnar. Flokkur fólksins hefur t.d. lagt til að boðið verði út eitt póstnúmer til að kanna það hvort að sorphirðukostnaður lækki samanber reynslu annarra norðurlanda við slík útboð. En ekki var áhugi á að ræða það frekar af hálfu meirihlutans
Fylgigögn
-
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um rafskútur á göngugötum, svar (USK22070003) Mál nr. US220116
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um rafskútur á göngugötum, sbr. 32. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 25. maí 2022. Einnig er lagt fram svar skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 9. nóvember 2022.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Í ljósi ábendinga sem borist hafa fulltrúa Flokks fólksins um að á göngugötum sem nú hefur verið fjölgað í miðbænum sé mikið um rafmagnshlaupahjól og af þeim stafar oft mikil hætta. Því spyr fulltrúi Flokks fólksins hvort ekki þurfi að skoða þessi mál nánar, beita sér fyrir reglum sem eru t.d. meira í takt við reglur um sambærileg mál í löndum sem við berum okkur saman við? Flokkur fólksins bendir á að rafhlaupahjól er t.d. bönnuð á Strikinu í Kaupmannahöfn. Í umsögn segir að Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar leyti sífellt leiða til að bæta þá vankanta sem upp hafa komið í tengslum við rafhlaupahjól, m.a. í tengslum við umferðaröryggi. Í apríl sl. gaf verkefnishópur um smáfarartæki út skýrslu um stöðu smáfarartækja og hverjar helstu áskoranirnar væru þegar kemur að slíkum farartækjum. Áform eru um breytingar á umferðarlögum í ljósi þeirra tillagna frá verkefnahópnum. Þegar hefur verið óskað eftir því að leigurnar takmarki hámarkshraða á skilgreindum leiðum. Fulltrúi Flokks fólksins telur að þessi vinna gangi of hægt. Of mikið er af hugleiðingum og of lítið af framkvæmdum. Hér er líf og heilsa í húfi. Setja þarf skýrar reglur og umfram allt þarf að fylgja þeim eftir með virkum hætti.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um þéttingu byggða í Ármúla, sbr. 34. lið fundargerðar skipulags- og samgönguráðs frá 2. september 2020. Einnig er lagt fram svar skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 9. nóvember 2022.
Fylgigögn
-
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um fyrirkomulag meðan á framkvæmdum stendur, svar Mál nr. US220037
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um fyrirkomulag meðan á framkvæmdum stendur, sbr. 23 liður fundargerð skipulags- og samgönguráðs, dags. 9. febrúar 2022. Einnig er lagt fram svar skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 31. október 2022.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins spurði um hvort það hafi verið kannað hvaða áhrif framkvæmdir við Sæbraut og Miklubraut hefðu á umferð og hvort skipulagðar hafi verið einhverjar mótvægisaðgerðir til að greiða fyrir umferð á framkvæmdatíma? Spurt er um þetta því samkvæmt skipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið stendur til að setja Sæbraut og Miklubraut í stokk á tímabilinu 2023 - 2026. Á Sæbraut verður á framkvæmdatíma gert ráð fyrir því að umferð um Sæbraut verði breytt í 1 plús 1 í stað 2 plús 2. Reyndar er óljóst hvort það sama gildi um Miklubraut en þó er ljóst að umferð mun þrengjast mjög á þessum tíma og a.m.k. á einhverjum tímapunkti í 1 plús 1. Í svari er ljóst að ekki er farið að hugsa út í þetta en sagt að unnið sé að undirbúningi verkefnanna með Vegagerðinni. Hluti þar af er að ákvarða fyrirkomulag á framkvæmdatíma. Nú liggur fyrir að mikil frestur er á borgarlínu og þá sennilega þeim framkvæmdum sem hér eru nefnd auk þess sem vel kann að vera að draga þurfi úr framkvæmd svo stórra verkefna vegna efnahagsástandsins.
Fylgigögn
-
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um hljóðmön í Blesugróf, svar (USK22050087) Mál nr. US220106
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hljóðmön í Blesugróf, sbr. 23. liður fundargerðar skipulags- og samgönguráðs, dags. 4. maí 2022 ásamt svari skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 10. nóvember 2022.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins óskaði upplýsinga um hvernig gangi með hljóðmön við Blesugróf? Það er búið að vera á dagskrá frá 2014 og varðar lýðheilsu þessa hverfis. Vísað er í fyrirspurn frá 2020 um fyrirhugaða hljóðmön við Reykjanesbraut. Íbúar í nágrenninu eru orðnir óþolinmóðir. Fulltrúi Flokks fólksins bókaði um málið 2021 í kjölfar svars frá skipulagsyfirvöldum og þá var svarið að forhönnun væri lokið en kostnaðaráætlun liggi ekki fyrir eða hvenær hægt er að hefja framkvæmdir. Spurt var frétta. Nú hafa fréttir af málinu borist í lok árs 2022 og þær fréttir eru að það er ekkert að frétta. Endanlegri hönnun er ENN ekki lokið og er verkið ekki komið á framkvæmdaáætlun.
Fylgigögn
-
Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um flugelda (USK22110060) Mál nr. US220282
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um flugelda, sbr. 15. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 9. nóvember 2022.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu þjónustu og samskipta.
-
Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um kostnað vegna byggingar Gaju, gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (USK22110063) Mál nr. US220280
Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kostnað vegna byggingar Gaju, gas- og jarðgerðarstöð Sorpu, sbr. 16. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 9. nóvember 2022.
Vísað til umsagnar SORPU bs.
-
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um bíla- og hjólreiðastefnu Reykjavíkurborgar (USK22100083) Mál nr. US220253
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um bíla- og hjólreiðastefnu Reykjavíkurborgar, sbr. 17. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 19. október 2022.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.
-
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um endurnýjun á endurvinnslustöðvum (USK22110065) Mál nr. US220278
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um endurnýjun á endurvinnslustöðvum, sbr. 17. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 9. nóvember 2022.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.
-
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um nagladekk (USK22110069) Mál nr. US220283
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um nagladekk, sbr. 20. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 9. nóvember 2022.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.
-
Fulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu, um umferðarþrengingar á Furumel Mál nr. US220285
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að ráðast í sambærilegar umferðarþrengingar á Furumel eins og gert var á Birkimel á sínum tíma til að auka öryggi gangandi og hjólandi um götuna enda fjölfarin gata fjölmargra Vesturbæinga og sér í lagi skólabarna á morgnana og annatíma. Á meðan beðið er eftir varanlegri lausn þarf að ráðast í bráðabirgðaaðgerðir til að hægja á bílaumferð. Þrátt fyrir að hámarkshraði á götunni sé 30 km þá býður núverandi hönnun upp á allmikinn hraðakstur og hefur umferð við götuna aukist eftir að Birkimelnum var breytt og tímaspursmál hvenær þarna verða slys og sér í lagi á börnum.
Frestað.
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um umferðaröryggismál í Laugardal og Vogabyggð Mál nr. US220286
Umferðaröryggi nemenda í Laugardal er ótryggt og samgöngur yfir mikilvægar umferðargötur eru börnum erfiðar. Í morgun var keyrt á nemenda í 3. bekk í Laugarnesskóla á gangbraut yfir Reykjaveg, til allrar hamingju virðist barnið hafa sloppið við teljandi meiðsli. Íbúar hafa lengi kallað eftir að betur verði búið að þessari gangbraut til skólans, sett gönguljós, lýsing bætt og gangbrautin færð suður-fyrir Kirkjuteig. Til upprifjunar þá var einnig ekið á nemanda skólans á þessum sama stað þann 18. maí síðastliðinn og í lengri forsögu hafa orðið mörg misstór umferðarslys á þessum stað. Fulltrúi Flokks fólksins hefur ítrekað bent á þetta. Það er skylda og ábyrgð Reykjavíkurborgar að búa börnum öruggar samgöngur til og frá skólum sínum. Enn á ný spyr fulltrúi Flokks fólksins: Hvernig og hvenær verður ráðist í að breyta og laga þessa gangbraut yfir Reykjaveg? Eru borgaryfirvöld reiðubúin að setja gangbrautarvörð við þessa gangbraut yfir háanna tíma þar til úrbætur hafa verið gerðar? Flokkur fólksins hefur einnig ítrekað farið fram á að hlustað verði á foreldra barna í Vogabyggð. Umferðaröryggi gangandi nemenda í nýju Vogabyggðinni er ábótavant.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11:10
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð
Alexandra Briem
Aðalsteinn Haukur Sverrisson Hildur Björnsdóttir
Hjálmar Sveinsson Kjartan Magnússon
Líf Magneudóttir Pawel Bartoszek
Alexandra Briem Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Hjálmar Sveinsson Líf Magneudóttir
Hildur Björnsdóttir Kjartan Magnússon
Pawel Bartoszek
PDF útgáfa fundargerðar
249. fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 16. nóvember 2022.pdf