Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 246

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2022, miðvikudaginn 26. október kl. 09:08, hélt umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur 246. fund sinn. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Ráðssal. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Alexandra Briem, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Hildur Björnsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon, Líf Magneudóttir, Pawel Bartoszek og áheyrnarfulltrúarnir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Inga Rún Sigurðardóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.
Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Tillaga um stæði fyrir hreyfihamlaða við Grundarstíg, tillaga (USK22010020)         Mál nr. US220258

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 19. október 2022 þar sem lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki eftirfarandi sérákvæði fyrir umferð:
    Eitt stæði við Grundarstíg 10 verði merkt sem stæði fyrir hreyfihamlaða.
    Ofangreindar ráðstafanir verði merktar með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingu þar sem það á við, í samræmi við reglugerð 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra ásamt áorðnum breytingum. Tillögunni fylgir greinargerð.

    Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við (1. og 3. mgr.) 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

  2. Tillaga um stöðubann við snúningshaus í Suðurhlíð, tillaga (USK22010020)         Mál nr. US220259

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 10. október 2022 þar sem lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki eftirfarandi sérákvæði fyrir umferð:
    Stöðubann í snúningshaus við grenndargáma í Suðurhlíð til móts við Klettaskóla.
    Ofangreindar ráðstafanir verði merktar með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingu þar sem það á við, í samræmi við reglugerð 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra ásamt áorðnum breytingum. Tillögunni fylgir greinargerð.

    Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við (1. og 3. mgr.) 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

  3. Tillaga um stöðubann við Austurhlíð, tillaga (USK22010020)         Mál nr. US220260

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 19. október 2022 þar sem lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki eftirfarandi sérákvæði fyrir umferð:
    Stöðubann norðan megin í Austurhlíð
    Ofangreindar ráðstafanir verði merktar með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingu þar sem það á við, í samræmi við reglugerð 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra ásamt áorðnum breytingum. Tillögunni fylgir greinargerð.

    Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við (1. og 3. mgr.) 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

  4. Tillaga að breytingum á hámarkshraða, í tengslum við tímabundið skólahúsnæði í Ármúla (USK22010020)         Mál nr. US220261

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 13. október 2022 þar sem lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki eftirfarandi sérákvæði fyrir umferð:
    1. Háaleitisbraut, frá Kringlumýrarbraut að Ármúla, hámarkshraði verði 40 km/klst, í stað 50 km/klst.
    2. Háaleitisbraut, frá Miklubraut norður fyrir Safamýri að núverandi 30 km/klst svæði, hámarkshraði verði 40 km/klst, í stað 50 km/klst.
    3. Háaleitisbraut, frá Ármúla að núverandi 30 km/klst svæði, hámarkshraði verði 40 km/klst, í stað 50 km/klst.
    4. Lágmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst.
    5. Hallarmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst.
    6. Ármúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst.
    7. Selmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst.
    8. Síðumúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst.
    9. Vegmúli, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst.
    10. Fellsmúli, frá Grensásvegi að núverandi 30 km/klst svæði, hámarkshraði verði 30 km/klst, í stað 50 km/klst.
    Ofangreindar ráðstafanir verði merktar með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingu þar sem það á við, í samræmi við reglugerð 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra ásamt áorðnum breytingum. Tillögunni fylgir greinargerð.

    Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við (1. og 3. mgr.) 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Breytingar á hámarkshraða í Múlunum eru í fullu samræmi við hámarkshraðaáætlun sem samþykkt var í borgarstjórn vorið 2021. Við teljum jafnframt rétt að sambærilegar breytingar verði gerðar í Skeifunni auk þess sem ráðist verði í að gera göturnar á svæðinu öllu aðgengilegri fyrir umferð gangandi og hjólandi.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks fagna því að umferðaröryggi sé bætt kringum tímabundið húsnæði Hagaskóla í Ármúla. Hraðalækkun við Ármúla dugir hins vegar ekki til því enn þarf að endurstilla gönguljós og tryggja almennt öryggi ungra vegfarenda á svæðinu. Hér er hins vegar um að ræða mun umfangsmeiri breytingar en snúa að Hagaskóla og því rétt að kynna slíkar breytingar undir réttum forsendum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja að betur hefði farið á því að tryggja gott samráð við atvinnurekendur á svæðinu og kalla fram þeirra afstöðu og sjónarmið.

    Fulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:

    Innleiðing 30 km svæða er mikilvægt umferðaröryggismál sem hefur óveruleg áhrif á afkastagetu gatnakerfisins en þess mun jákvæðari áhrif á lýðheilsu, hljóðvist og önnur umhverfisáhrif s.s. að draga úr mengun og svifryki. Með fjölgun og stækkun 30 km svæða er hægt að fækka alvarlegum slysum og auka enn frekar öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Til að ná enn meiri árangri við að draga úr umferðarhraða er eftirfylgni og endurhönnun þessara gatna nauðsynleg og æskileg. Fulltrúi Vinstri grænna fagnar framkominni tillögu og vill sjá enn frekari aðgerðir í að innleiða 30 og 40 km svæði á götum borgarinnar.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir mikilvægi þess að lækka hraða í íbúðagötum og í götum sem skólar eru og börn á ferð. Þær götur sem engir skólar eða íbúðahús standa beint við er hins vegar engin nauðsyn að lækka hraðann niður í 30 eða 40 km/klst. Hraðabreytingar þurfa alltaf að hafa augljósan tilgang og ákvarðanir um slíkt, hvort heldur að auka eigi hraða eða minnka, þarf að vera tekinn í samráði við íbúa. Margt annað í aðstæðum hverju sinni þarf að taka inn í myndina. Þegar horft er til hraðalækkunar og hraðahindrana almennt séð togast á tveir þættir sem stundum er erfitt að samræma, annars vegar að því minni hraði því færri óhöpp en hins vegar að því hægar sem er ekið því minni er afkastageta gatnakerfisins og meiri umferðartafir og svifryksmyndun. Umferðaröryggi þar sem börn fara um er þó ávallt forgangsatriði hvert sem litið er.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands tekur undir með Flokki fólksins um mikilvægi þess að lækka hraða í íbúðagötum og í götum sem skólar eru og börn á ferð. Við þær götur sem engir skólar eða íbúðahús standa beint við er hins vegar engin nauðsyn að lækka hraðann niður í 30 eða 40 km/klst. Hraðabreytingar þurfa alltaf að hafa augljósan tilgang og ákvarðanir um slíkt, hvort heldur að auka eigi hraða eða minnka, þurfa að vera teknar í góðu samráði við íbúa. Þegar horft er til hraðalækkunar og hraðahindrana almennt séð togast á tveir þættir sem stundum er erfitt að samræma, annars vegar að því minni hraði því færri óhöpp en hins vegar að því hægar sem er ekið því minni er afkastageta gatnakerfisins og meiri umferðartafir og svifryksmyndun. Umferðaröryggi þar sem börn fara um er þó ávallt forgangsatriði. Við þetta viljum við bæta að þungi umferðar inn í borgina á morgnana er áhyggjuefni og þarf að skoðast í samhengi við allar breytingar á umferð í borginni.

  5. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, um samráð vegna gjaldsvæða         Mál nr. US220268

    Lagt er til að fyrirhugaðar breytingar á gjaldsvæðum bílastæða í Reykjavík séu kynntar fyrir íbúum og húseigendum í viðkomandi götum og þeim gefinn kostur á að tjá sig um þær áður en ákvörðun verður tekin.

    Tillagan er felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði með tillögunni. Fulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.

  6. Breytingar á gjaldsvæðum bílastæða í Reykjavíkurborg, tillaga         Mál nr. US220263

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar, bílastæðasjóðs dags. 18. október 2022 þar sem lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki eftirfarandi tillögu að breytingum á gjaldsvæðum bílastæða Reykjavíkurborgar. Um er að ræða eftirfarandi stækkanir gjaldsvæða:
    1. Gjaldsvæði 1
    a. Grettisgata milli Rauðarárstígs og Snorrabrautar
    2. Gjaldsvæði 2
    a. Hrannarstígur
    b. Öldugata, Bárugata, Ránargata og Vesturgata á milli Ægisgötu og Stýrimannastígs
    c. Stýrimannastígur
    d. Blómvallagata
    e. Ásvallagata og Sólvallagata austan Hofsvallagötu
    f. Hávallagata milli Hofsvallagötu og Blómvallagötu
    g. Tjarnargata frá nr. 33 að Hringbraut
    h. Bjarkargata
    i. Baldursgata frá Freyjugötu að Skólavörðustíg
    j. Lokastígur og Þórsgata austan Baldursgötu
    k. Inngarður afmarkaður af Laugavegi, Rauðarárstíg og Bríetartúni, Skúlagarður
    3. Gjaldsvæði 3
    a. Baldursgata og Bragagata frá Nönnugötu að Freyjugötu
    b. Freyjugata frá Baldursgötu að Njarðargötu

    Annað er óbreytt frá gildandi afmörkun gjaldsvæða.
    Í samræmi við 2. mgr. 86. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 hefur tillagan verið borin undir og hlotið samþykki lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tillögunni fylgir greinargerð.

    Samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
    Vísað til borgarráðs.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins mótmælir þessum hækkunum. Flokki fólksins finnst að gengið sé almennt  of langt í að skapa erfiðleika fyrir þá sem koma akandi í bæinn. Þetta er gert með því að  auka gjöld og álögur á  ökumenn sem voga sér að aka í bæinn og  raungerist þetta í  hækkunum á bílastæðagjöldum. Sjálfsagt er að greiða hóflegt stöðugjald en það gjald sem hér er um að ræða er komið út í öfgar. Bílastæði eru hluti af því að lifa í borg. Fólk kemur á farartæki og þarf að geta geymt það einhvers staðar á meðan það er að sinna vinnu eða öðru. Bílastæði eru hluti af þjónustu við borgarbúa  eins og að bjóða upp á almenningssamgöngur. Það er ekki hægt að taka allt af fólki, bílastæði og almenningssamgöngur. Einhvern veginn verður fólk að geta komist ferða sinna.

  7. Göngugötur viðhorfskönnun, kynning         Mál nr. US220262

    Kynnt könnun Maskínu á viðhorfi til göngugatna í Reykjavík.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Ný viðhorfskönnun Maskínu sýnir svart á hvítu að mikill meirihluti Reykvíkinga er hlynntur göngugötum í miðborg Reykjavíkur allt árið. Þeim sem eru neikvæðir gagnvart göngugötum fækkar ár frá ári.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Kynntar eru niðurstöður netkönnunar Maskínu um viðhorf til göngugatna. Engar upplýsingar um niðurstöður fylgdu með í útsendum gögnum. Úrtakið var 1078 svarendur í Reykjavík og er sagt að það endurspegli þjóðina vel. Neikvæðir eru færri en jákvæðir gagnvart göngugötum í miðbænum. Eftir því sem fólk er eldra þeim mun neikvæðara er það gagnvart göngugötum. Þeir sem búa fjær miðbænum eru neikvæðari gagnvart göngugötum en þeir sem búa nálægt þeim. Neikvæðum hefur þó fækkað frá síðustu könnun. Þessar niðurstöður koma ekki beinlínis á óvart ef horft er á heildina. Flokkur fólksins lítur á þetta með þeim hætti, allavega að hluta til, að þeir sem búa lengst frá miðbænum eiga stundum í basli með að komast í bæinn til að njóta göngugatna. Almenningsvagnar virkar ekki vel fyrir alla hópa og þeir sem vilja koma á bílnum sínum óttast að fá ekki bílastæði. Ákveðinn hópur treystir sér ekki í bílastæðahúsin og má þar nefna kannski helst eldra fólk og öryrkjar. Það er mat margra að miðbærinn með sínum ágætu göngugötum eru helst að þjóna, og gleðja íbúa við þessar götur og nágrenni og ferðamenn. Verslun, almenn og fjölbreytt verslun eins og hún var er ekki lengur í miðbænum sem skartar einna helst veitingastöðum, krám, börum og verslunum fyrir ferðamenn.

    Þóra Ásgeirsdóttir frá Maskínu tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    (A)    Skipulagsmál

  8. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir         Mál nr. SN010070

    Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. og 20. október 2022.

    Fylgigögn

  9. Fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2022, útnefning, trúnaðarmál         Mál nr. SN220386

    Útnefning til fegrunarviðurkenninga fyrir árið 2022 vegna lóða fjölbýlishúsa og stofnana og vegna endurbóta á eldri húsum færð úr trúnaðarbók umhverfis- og skipulagsráðs 7. september sl. þar sem fegrunarviðurkenningar hafa verið veittar.

    Áheyrnarfulltrúi Flokkur fólksins lagði fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins finnur sig knúinn til að bóka  aftur sömu gagnrýnina þegar kemur að fegrunarviðurkenningum og fyrirkomulaginu í því sambandi. Fulltrúi Flokks fólksins telur að leggja eigi áherslu á að dreifa vali á viðurkenningum þannig að viðurkenningar fari í fleiri hverfi en miðbæinn. Það hefur verið lenska meirihlutans að einblína á ákveðinn miðsvæðis hring og hér er það enn og aftur gert. Reykjavík er stærri en einn miðsvæðisblettur. Aftur er spurt af hverju ekki megi horfa til annarra hverfa, t.d. Breiðholts, Árbæjar og Grafarvogs, ekki síst þegar kemur að vali fyrir falleg hús og lóðir. Áður hefur fulltrúi Flokks fólksins lagt til og gerir hér aftur að fjölga þessum viðurkenningum þar sem enginn kostnaður felst í því, nema kannski að kaupa blómvönd. Að fá viðurkenningu af þessu tagi er hvatning fyrir fólk til að fegra umhverfi sitt. Hugmynd Flokks fólksins um að velja mætti eitt hús í hverju hverfi til að veita viðurkenningu hefur í tvígang verið lögð fram en hefur ekki náð eyrum skipulagsyfirvalda. Virkja mætti íbúðaráðin í þessu sambandi eða kalla eftir með skýrari hætti tilnefningum úr öllum hverfum.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar lögðu fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Því skal haldið til haga að á hverju ári er auglýst eftir tilnefningum vegna fegrunarverðlauna, bæði vegna uppgerðar eldri húsa og vegna fagurra garða. Á seinustu árum hafa hús og lóðir við fjölmargar götur, t.d. Hátún, Hádegismóa og Efstaleiti fengið viðurkenningar. Allir geta tilnefnt hús og garða úr öllum borgarhlutum og er kjörið að nýta það tækifæri næst þegar auglýst er.

    Fylgigögn

  10. Gufunes, áfangi 2, rammaskipulag     (02.2)    Mál nr. SN190541

    Kynnt drög að rammaskipulagi fyrir Gufunessvæðið, en um yrði að ræða rammaskipulag fyrir Gufunesið. Meðal viðfangsefna og meginmarkmiða skipulagsins er að stuðla að blandaðri byggð sem fái fallegt heildaryfirbragð í samræmi við heildarsýn svæðisins, að viðhalda þeim sterka staðaranda sem er fyrir með áherslu á umhverfisgæði fyrir fjölbreytt og skapandi samfélag.

    Kynnt.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins árétta þá skoðun sína að í allri skipulagsvinnu Gufunessvæðisins verði tekið ríkt tillit til fyrirhugaðrar Sundabrautar og ekki þrengt frekar að legu hennar en orðið er. Mikilvægt er að lögð verði aukin áhersla á gott samstarf við Vegagerðina í þessu skyni.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Gufunes, áfangi 2, rammaskipulag, verk í vinnslu er yfirskrift kynningar um rammaskipulag Gufuness. Margt er flott í þessum tillögum. Sköpunarkraftur í bland við náttúrulegt umhverfi. Flétta á saman skapandi iðnaði, náttúru og búsetu. Strandlengjan er ramminn sem halda á í eins og hægt er. Flokkur fólksins fagnar því að láta á fjörurnar í friði.

    Hildur Gunnlaugsdóttir frá JVST tekur sætir á fundinum undir þessum lið.

    (B)    Byggingarmál

  11. Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa, fundargerðir         Mál nr. BN045423

    Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 18. október 2022.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  12. Laufásvegur 43 og 45B, kæra 116/2022     (01.185.3)    Mál nr. SN220658

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 11. október 2022 ásamt kæru dags. 10. október 2022 er lýtur að ákvörðun umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar frá 28. september 2022 um að beita sér ekki fyrir því að skjólveggur á lóðamörkum Laufásvegar 43 og 45B verði fjarlægður.

  13. Austurheiðar - Trippadalur, kæra 117/2022     (04.4)    Mál nr. SN220659

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 11. október 2022 ásamt kæru dags. 10. október 2022 þar sem kærð er útgáfa framkvæmdaleyfis vegna lagningu tveggja nýrra reiðleiðatenginga í Trippadal. 

  14. Vesturgata 67, kæra 118/2022     (01.133.1)    Mál nr. SN220660

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 17. október 2022 ásamt kæru dags. 14. október 2022 þar sem kærð er útgáfa á nýju byggingarleyfi dagsett 15. september 2022 fyrir nýbyggingu að Vesturgötu 67.   

  15. KR svæðið - Frostaskjól 2-6, kæra 111/2022, greinargerð     (01.516.9)    Mál nr. SN220656

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 4. október 2022 ásamt kæru, dags. 3. október 2022, þar sem kærð er ákvörðun borgarráðs að samþykkja afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs vegna nýs deiliskipulags fyrir Frostaskjól 2-6. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 13. október 2022.

  16. Neðstaberg 7, kæra 115/2022, greinargerð     (04.675.2)    Mál nr. SN220657

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 9. október 2022 ásamt kæru dags. 3. október 2022 er lýtur að byggingarleyfi viðbyggingar að Neðstabergi 7. 

  17. Elliðaárdalur - Árbæjarstífla, kæra 24/2022, greinargerð, úrskurður         Mál nr. SN220173

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 15. mars 2022 ásamt kæru dags. 14. mars 2022 þar sem kærð er ákvörðun skipulagsfulltrúa og umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar að hafna kröfu kæranda um að stöðva tafarlaust ólögmæta háttsemi Orkuveitu Reykjavíkur sem fólst í því að fjarlægja lón við Árbæjarstíflu sem gert er ráð fyrir samkvæmt gildandi deiliskipulagi að standi fyrir ofan Árbæjarstíflu. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 25. apríl 2022. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 20. október 2022. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar frá 15. febrúar 2022 um að hafna kröfu kæranda um að stöðva framkvæmdir á grundvelli 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  18. Bárugata 14, kæra 62/2022, greinargerð, úrskurður     (01.136.2)    Mál nr. SN220434

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 23. júní 2022 ásamt kæru dags. 23. júní 2022 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkur frá 31. maí 2022 að samþykkja útgáfu byggingarleyfis um að breyta og hækka mæni og útveggi á þakrými þannig að fáist portbyggð hæð í risi í húsi á lóð nr. 14 við Bárugötu. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 26. júlí 2022. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 14. október 2022. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 31. ágúst 2021 um að samþykkja umsókn um leyfi til að breyta og hækka mæni og útveggi hússins að Bárugötu 14.

  19. Kvistaland 26, breyting á deiliskipulagi     (01.862.3)    Mál nr. SN220176

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. október 2022 vegna samþykktar borgarráðs frá 13. október 2022 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis vegna lóðarinnar nr. 26 við Kvistaland.

    Fylgigögn

  20. Öskjuhlíð, breyting á deiliskipulagi     (01.76)    Mál nr. SN220376

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. október 2022 vegna samþykktar borgarráðs frá 13. október 2022 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar.

    Fylgigögn

  21. Álfabakki 2A, 2B, 2C og 2D, breyting á deiliskipulagi     (04.603.6)    Mál nr. SN220193

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. október 2022 vegna samþykktar borgarráðs frá 13. október 2022 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Suður-Mjóddar vegna lóðanna nr. 2A, 2B, 2C og 2D við Álfabakka.

    Fylgigögn

  22. Borgartún 34-36, breyting á deiliskipulagi     (01.232.0)    Mál nr. SN210351

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. október 2022 vegna samþykktar borgarráðs frá 13. október 2022 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 34-36 við Borgartún.

    Fylgigögn

  23. Lambhagavegur 12, breyting á deiliskipulagi     (02.498.2)    Mál nr. SN220549

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. október 2022 vegna samþykktar borgarráðs frá 13. október 2022 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Stekkjarbrekkna-Hallsvegar vegna lóðarinnar nr. 12 við Lambhagaveg.

    Fylgigögn

  24. Fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, svar, um auglýsingaskilti, svar - MSS22060108         Mál nr. US220142

    Lögð fram að nýju fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands sem lögð var fram í borgarráði 10. júní 2022 og vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. október 2022.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Það skilti sem hér er til umræðu hefur valdið miklu fjaðrafoki. Tvennar sögu fara af hvort þeir húseigendur Lönguhlíðar sem málið varðar hafi verið gefinn kostur á að koma  athugasemdum á framfæri við tillöguna. Fram kemur að umrædd grenndarkynning sé talin uppfylla öll skilyrði sem þarf að senda inn varðandi byggingarleyfisumsókn og fylgdu þau með til útsendingar á grenndarkynningu.  Tekið er undir það sem fram kemur í umsögn að skilti eru hluti af útliti borga og séu þau vel útfærð geta þau aukið á borgarbrag og læsileika borgarinnar. Flokkur fólksins hefur talað um reynslutíma en vandinn við það er að ef skilti er einu sinni komið upp þá er hætta á að það verði þar að eilífu þótt mikil óánægja sé með það. Í markmiðum Samþykktar um skilti í Reykjavík segir beinlínis að „skilti séu íbúum borgarinnar ekki til ama eða óþæginda og að þau skerði ekki hönnun mannvirkja, hafi neikvæð áhrif á umhverfi eða skerði ásýnd borgarinnar.“ Einnig segir að halda eigi fjölda skilta í lágmarki og að leggja eigi áherslu á að fjöldi skilta valdi ekki óreglu og ringulreið í sjónlínu gatna.“ Það er vont ef ekki næst sátt um mál af þessu tagi.

    Fylgigögn

  25. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, svar, um aðgengi að Hlemmi, svar (USK22090115)         Mál nr. US220171

    Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um aðgengi að Hlemmi, sbr. 61. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 10. ágúst 2022 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. október 2022.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í þessari umsögn má sjá að skipulagsyfirvöldum þykir meira en nóg gert til að tryggja samráð við íbúa og varla sé hægt að gera betur. Þetta er þó ekki upplifun íbúana. Þrátt fyrir breytt og uppfært fyrirkomulag um kynningar og samráð vegna framkvæmda á vegum borgarinnar er það ekki að skila nægjanlegum góðum árangri.  Nú er mikið talað um aðgengi íbúa við Rauðarárstíg. En hvað með aðgengi íbúa við Laugaveg 105 þar sem verið er að byggja 40-50 íbúðir fyrir utan þær sem eru fyrir. Í svari er vísað í íbúafund með formanni og embættismönnum sem alls ekki allir heyrðu af þrátt fyrir að hafa verið auglýstur.  Einnig segir „íbúum gafst kostur á að senda inn athugasemdir við tillögur sem snéru m.a. að útfærslu torghönnunar.” Skilaboð um fundi og fresti til að skila inn athugasemdum eru einfaldlega ekki að komast til allra. Á  „svæðum þar sem er í gildi deiliskipulag er ekki vaninn að grenndarkynna framkvæmdaleyfi sem sýnir hönnun og útfærslu götu og bílastæða” Flokkur fólksins telur að  kominn sé tími til að breyta þessu ásamt því, að í tilfelli sem þessu  eigi að boða til sérstaks fundar með öllum kjörnum fulltrúum, íbúum og embættismönnum.

    Fylgigögn

  26. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um aðstöðu strætisvagnafarþega í Mjódd (USK22100081)         Mál nr. US220255

    Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aðstöðu strætisvagnafarþegar í Mjódd sbr. 15. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 19. október 2022. 

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar og Strætó bs.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Flokkur fólksins tekur undir ábendingar sem tengjast strætó í Mjódd en þær fjalla um aðgengi að strætósamgöngum almennt séð í Mjódd. Þörf er á umbótum. Bókað hefur verið í íbúaráði um aðgengi frá aðalbyggingu í strætó (í hjólastól). Taka þarf niður kant við húsið sjálft, eyjuna þar sem strætó stoppar beggja megin við og líka eyjurnar tvær sem tengjast göngustíg og gangbraut upp í Álfabakka. Margt er hægt að segja um aðstæður biðsalar strætó í Mjódd. Árið 2019 lagði Flokkur fólksins fram eftirfarandi tillögu um að biðsalurinn í Mjódd verði opinn lengur en til klukkan 18 á kvöldin eða eins lengi og vagnar Strætó ganga. Í salnum þarf að vera viðunandi aðstaða, næg sæti og aðgengileg salernisaðstaða. Nefnt hefur verið að þarna þyrfti að vera læst hjólageymsla. Það myndi nýtast t.d. farþegum sem koma lengra að, þ.m.t. frá nágrannasveitarfélögum. Umbætur á þessum stað eru liður í að gera almenningssamgöngur að fýsilegri kosti. Skoða má aukna gæslu sannarlega og hreinsa salerni. Varla kostar mikið að fjölga sætum og gera salinn hlýlegri.

  27. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um Lönguhlíð (USK22100082)         Mál nr. US220256

    Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um Lönguhlíð, sbr. 16. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 19. október 2022. 

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

  28. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um ókláraðar lóðir ætlaðar leikskólum (USK22090141)         Mál nr. US220188

    Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um ókláraðar lóðir ætlaðar leikskólum, sbr. 28. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 24. ágúst 2022.  

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

  29. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um strætóstoppistöðina fyrir strætó númer  57 við Esjurætur í Kollafirði (USK22090119)         Mál nr. US220232

    Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um strætóstoppistöðina fyrir strætó númer 57 við Esjurætur í Kollafirði, sbr. 15. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 21. september 2022.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

  30. Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi tillögu, um Spöngina         Mál nr. US220266

    Umhverfis- og skipulagsráð felur umhverfis- og skipulagssviði, að hefja samtal við eigendur við Spöngina í Grafarvogi um framtíðarþróun svæðisins. Tillögunni fylgir greinargerð.

    Frestað.

    Fylgigögn

  31. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um að borgarbúar fái sjálfir tækifæri til að forgangsraði verkefnum í borginni.         Mál nr. US220264

    Nú stendur til að leggja enn eitt torgið, torg við Alþingishúsið. Á meðan lagning torga og þrengingar gatna eiga sér stað vantar mikið upp á að sómasamleg grunnþjónusta sé veitt í borginni. Það eru jú börnin sem bíða eftir þjónustu sálfræðinga og fleiri fagaðila. Flestir biðlistar lengjast með degi hverjum.  En hvað vilja borgarbúar sjálfir? Hvernig vilja þeir forgangsraða fjármagni borgarinnar? Flokkur fólksins leggur til að umhverfis- og skipulagsráðs geri könnun á vilja borgarbúa, þetta eru jú þeirra útsvarsfé sem verið er að sýsla með. Fara á fram atkvæðagreiðsla meðal íbúa Reykjavíkur um hvort þeir vilji t.d. fleiri torg eða að skreyta torg, þrengja götur eða eitthvað allt annað t.d. að fjármagn verði sett frekar í að stórbæta beina þjónustu umhverfis- og skipulagssviðs við borgarbúanna.

    Frestað.

  32. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn, um Fossvogsbrú         Mál nr. US220265

    Óskað er eftir upplýsingum um fyrirhugaðar framkvæmdir við Fossvogsbrú. Hvenær munu framkvæmdir við brúna hefjast og hvenær er áætlað að þeim verði lokið? Hver er áætlaður kostnaður við verkið samkvæmt kostnaðaráætlun og hvenær var sú áætlun gerð? Þessi fyrirspurn er lögð fram til að fylgja eftir áður framkominni munnlegri fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um málið. 

    -    Kl. 11:33 víkur Hildur Björnsdóttir af fundi.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11:43
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð
Alexandra Briem
Aðalsteinn Haukur Sverrisson Hjálmar Sveinsson
Kjartan Magnússon Líf Magneudóttir
Pawel Bartoszek

Alexandra Briem Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Hjálmar Sveinsson Kjartan Magnússon

Líf Magneudóttir Pawel Bartoszek

PDF útgáfa fundargerðar
246. fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 26. október 2022.pdf