Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2022, miðvikudaginn 12. október kl. 09:10, hélt umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur 244. fund sinn. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð Ráðssal. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Alexandra Briem, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Birkir Ingibjartsson, Hildur Björnsdóttir, Kjartan Magnússon, Pawel Bartoszek og áheyrnarfulltrúarnir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtalinn fulltrúi tekur sætti á fundinum með rafrænum hætti: Líf Magneudóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, Sigurjóna Guðnadóttir og Þórður Már Sigfússon.
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
-
(A) Skipulagsmál
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. október 2022.
Fylgigögn
-
Efra Breiðholt, hverfisskipulag, breyting á hverfisskipulagi vegna skilmálaeiningar 6.3.31 Mál nr. SN220617
Lagt er til að fella út tvær skilmálaeiningar úr hverfisskipulagi vegna skörunar við deiliskipulag Arnarnesvegar sbr. tillögu að breytingu á hverfisskipulagi fyrir Efra Breiðholt sem sett er fram á uppdrætti og í greinargerða dags. 30.04.2021 síðast br. 05.10 2022. Lagt er til að tillagan verði samþykkt án grenndarkynningar og auglýsingar þar sem hún varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og/eða sveitarfélagsins.
Samþykkt með vísan til a. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs. Fulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.
Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Skipulagsyfirvöld leggja til að fella út tvær skilmáleiningar úr hverfisskipulagi vegna skörunar við deiliskipulag Arnarnesvegar sbr. tillögu að breytingu á hverfisskipulagi fyrir Efra Breiðholt sem sett er fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 30.04.2021 br. 05.10 2022. Lagt er til að tillagan verði samþykkt án grenndarkynningar og auglýsingar þar sem hún varði ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og/eða sveitarfélagsins eins og segir í tillögunni. Þegar samþykkt liggur fyrir í umhverfis- og skipulagsráði þá er lagt til að bæði breytingartillögur fyrir hverfisskipulag og nýtt deiliskipulag fyrir Arnarnesveginn hljóti staðfestingu í B-deild Stjórnartíðinda samtímis. Flokkur fólksins mótmælir þessum vinnubrögðum og að halda eigi ótrautt áfram með 3ja áfanga Arnarnesvegar þrátt fyrir að málið sé enn í kæruferli. Aðgerðin stríðir auk þess gegn öllu því sem þessi og síðasti meirihluti og þessi segist standa fyrir. Byggja á aðgerðina á úreltu umhverfismati. Það er hvorki umhverfislega né siðferðilega rétt að byggja svo stóra framkvæmd á tveggja áratuga gömlu umhverfismati. Vinir Vatnsendahvarfs og Vinir Kópavogs sem og Elliðaárdalsins hafa kært málið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Seljahverfi, hverfisskipulag, breyting á hverfisskipulagi vegna skilmálaeiningar 6.2.26 Mál nr. SN220618
Lagt er til að fella út tvær skilmálaeiningar úr hverfisskipulagi vegna skörunar við deiliskipulag Arnarnesvegar sbr. tillögu að breytingu á hverfisskipulagi fyrir Seljahverfi sem sett er fram á uppdrætti og í greinargerða dags. 30.04.2021, síðast br. 05.10 2022. Lagt er til að tillagan verði samþykkt án grenndarkynningar og auglýsingar þar sem hún varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og/eða sveitarfélagsins.
Samþykkt með vísan til a. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs. Fulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.
Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Skipulagsyfirvöld leggja til að gerðar verði breytingar á hverfisskipulagi Efra Breiðholts og Seljahverfis og að tillagan verði samþykkt án grenndarkynningar og auglýsingar. Rökin eru sögð þau að hún varði ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og/eða sveitarfélagsins. Þegar samþykkt liggur fyrir í umhverfis- og skipulagsráði þá leggja skipulagsyfirvöld það til að bæði breytingartillögur fyrir hverfisskipulag og nýtt deiliskipulag fyrir Arnarnesveginn hljóti staðfestingu í B-deild Stjórnartíðinda samtímis. Hér er gróflega farið áfram með aðgerð sem ekki einu sinni hefur verið útkljáð í kæruferli. Vinir Vatnsendahvarfs og Vinir Kópavogs sem og Elliðaárdalsins hafa kært málið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Flokkur fólksins mótmælir þessum vinnubrögðum og skorti á samráði við íbúa í nágrenni Vatnsendahvarfs sem og fleiri hagaðila. Aðgerðin er í hrópandi ósamræmi við allt tal um Grænt plan. Flokkur fólksins hefur margrætt þetta mál í borgarstjórn og þá helst að nauðsynlegt sé að gera nýtt umhverfismat. Í aðdraganda kosninga var því lofað, af Framsókn, á fundi með Náttúruvinum Reykjavíkur að gert yrði nýtt umhverfismat fyrir 3. kafla Arnarnesvegar, enda hvorki umhverfislega né siðferðilega rétt að byggja svo stóra framkvæmd á tveggja áratuga gömlu umhverfismati.
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Arnarnesvegur, nýtt deiliskipulag, bréf Skipulagsstofnunar
(04.9) Mál nr. SN210221Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 25. ágúst 2022 þar sem ekki er gerð athugasemd við birtingu auglýsingu um samþykkt deiliskipulags-breytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda þegar gengið hefur verið frá skipulagsmörkum Seljahverfis og Efra Breiðholts til samræmis deiliskipulags-svæðis 3. áfanga Arnarnesvegar. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. september 2022.
- Kl. 9:16 aftengist Líf Magneudóttir fundinum rafrænt og tekur sæti á fundinum.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Áfram er haldið áfram með Arnarnesveginn og ekkert umhverfismat. Flokki fólksins finnst áhugavert orðalagið „Lagt er til að tillagan verði samþykkt án grenndarkynningar og auglýsingar þar sem hún varði ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og/eða sveitarfélagsins.“ Eiga sem sagt íbúar sem nýta sér þetta svæði til útivistar engra hagsmuna að gæta? Alveg ljóst er að ekki er áhugi á að hlusta á hvað fólki finnst um þetta mál og greinilega enginn áhugi á nýju umhverfismati. Málið er í kæruferli. Það er lágmark að bíða eftir niðurstöðu úr því ferli. Flokkur fólksins mótmælir þessu vinnubrögðum og skorti á samráði við íbúa í nágrenni Vatnsendahvarfs sem og fleiri hagaðila. Aðgerðin er í hrópandi ósamræmi við allt tal um grænt plan. Flokkur fólksins hefur margrætt þetta mál í borgarstjórn og þá helst að gera skuli skilyrðislaust nýtt umhverfismati. Þetta á að gera þrátt fyrir að Framsókn hafi lofað á fundi með Náttúruvinum Reykjavíkur að gert yrði nýtt umhverfismat fyrir 3. kafla Arnarnesvegar. Það er hvorki umhverfislega né siðferðilega rétt að byggja svo stóra framkvæmd á tveggja áratuga gömlu umhverfismati.
Fylgigögn
-
Sóltún 2-4, breyting á deiliskipulagi (01.233.101) Mál nr. SN210452
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Studio Nexus slf. f.h. Sóltúns 2-4 ehf. dags. 16. júní 2021 um breytingu á deiliskipulagi Ármannsreits, með síðari breytingum, vegna lóðarinnar nr. 2-4 við Sóltún. Breytingin sem lögð er til felst í megin atriðum í því að lóðinni er skipt upp til tveggja nota annarsvegar hjúkrunarheimili í nr. 2 og íbúðir í nr. 4. Breytingar varðandi húshluta nr. 2 eru að tvær álmur eru lengdar til að bæta við hjúkrunarrýmum, 5. hæðinni er bætt við að hluta og kjallarinn er stækkaður. Breytingar varðandi húshluta nr. 4 eru þær að formi byggingareits er breytt og notkun er breytt úr hjúkrunarheimili yfir í íbúðir, hæðar heimild er breytt úr 4 hæðum í 5 hæða hús með 6. hæð að hluta. Byggingarmagn og sérskilmálar eru uppfærðir m.v. þetta og bílastæðaskilmálar eru uppfærðir fyrir Sóltún 4, samkvæmt uppdr. Studio Nexus slf. dags. 10. júní 2021, síðast breytt 22. febrúar 2022. Einnig er lögð fram breytt tillaga Studio Nexus, móttekin 19. nóvember 2021, þar sem m.a. húsformi er breytt og samgöngumat unnið af VSÓ dags. febrúar 2022. Tillagan var auglýst frá 23. mars 2022 til og með 11. maí 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Helgi Gunnlaugsson dags. 25. apríl 2022, Þ. Toggi Björnsson dags. 25. apríl 2022, Steinþór Steingrímsson og Sólveig Hlín Kristjánsdóttir dags. 25. apríl 2022, Einar Karl Kristjánsson dags. 26. apríl 2022, Tryggvi Magnússon dags. 28. apríl 2022, 21 íbúðaeigendur að Mánatúni 2 dags. 2. maí 2022, Jónína S. Pálmadóttir dags. 5. maí 2022, Harald Isaksen dags. 5. maí 2022, Þórunn Selma Þórðardóttir dags. 8. maí 2022, Böðvar Freyr Stefnisson og Snædís Jóhannesdóttir dags. 9. maí 2022, Rakel Ármannsdóttir, Birna Ketilsdóttir og Halla Bogadóttir fh. húsfélagsins Mánatún 6 dags. 9. maí 2022, Stefán Rafn Geirsson dags. 9. maí 2022, Dóra Stefánsdóttir, dags. 9. maí 2022, Emilía Örlygsdóttir og Ómar Örn Hauksson dags. 9. maí 2022, Waldorfleikskólinn Sólstafir dags. 10. maí 2022, 21 íbúðareigendur í Mánatúni 4 dags. 10. maí 2022, Jóhann P. Jónsson dags. 10. maí 2022, Eiríkur G. Guðmundsson dags. 10. maí 2022, stjórn íbúasamtaka Laugardals dags. 11. maí 2022, Margrét Birgisdóttir, Árni Hallgrímsson dags. 11. maí 2022. Einnig er lögð fram umsögn Veitna dags. 5. maí 2022 og umsögn íbúaráðs Laugardals dags. 10. maí 2022. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. október 2022.
Frestað.
-
Starhagi 11, breyting á deiliskipulagi (01.555.2) Mál nr. SN220581
Lögð fram umsókn umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 21. september 2022, um breytingu á deiliskipulagi Starhaga-Þormóðsstaðavegar vegna lóðarinnar nr. 11 við Starhaga. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun lóðarinnar ásamt stækkun á leikskólanum Sæborg, samkvæmt uppdr. A arkitekta dags. 19. september 2022. Einnig er lagt fram bréf A arkitekta dags. 19. september 2022. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Fylgigögn
-
Suðurlandsvegur, skipulagslýsing, kynning (05.8) Mál nr. SN220392
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing EFLU verkfræðistofu fh. umhverfis- og skipulagssvið, skipulagsfulltrúa, dags. 22. júní 2022, fyrir nýtt deiliskipulag Suðurlandsvegar, frá vegamótum við Bæjarháls að sveitarfélagsmörkum við Mosfellsbæ nálægt Hólmsá, veghelgunarsvæði hans og gatnamót á þessari leið. Vegagerðin áformar í samvinnu við borgina að tvöfalda Suðurlandsveg og er markmið framkvæmdar að auka umferðaröryggi allra fararmáta og tryggja greiðari leið umferðar um Suðurlandsveg með því að aðskilja akstursstefnur. Lagður verður 2+2 vegur, tengingum fækkað frá því sem nú er, þrenn mislæg vegamót gerð og gerðir nýir reið-, hjóla- og göngustígar. Vegurinn verður lagður í allt að fimm áföngum og nær deiliskipulagið til fyrstu tveggja áfanganna. Lýsingin var kynnt frá 19. júlí 2022 til og með 31. ágúst 2022. Eftirtaldir sendu ábendingu/umsögn: Vegagerðin dags. 21. júlí 2022, Minjastofnun Íslands dags. 23. ágúst 2022, Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 25. apríl 2022, reiðveganefnd Fáks dags. 25. ágúst 2022, Reiðveganefnd SV-svæðis dags. 26. ágúst 2022, Finnur Kristinsson dags. 29. ágúst 2022, Ólafur Kr. Guðmundsson dags. 30. ágúst 2022, Sveinbjörn Guðjohnsen og fjölskylda dags. 30. ágúst 2022, Skógræktarfélag Reykjavíkur dags. 30. ágúst 2022, Veitur ohf. dags. 31. ágúst 2022 og Skipulagsstofnun dags. 1. september 2022. Einnig er lagt fram yfirlit yfir innsendar athugasemdir dags. 7. október 2022.
Athugasemdir og ábendingar kynntar.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Skipulagsyfirvöld leggja til nýtt deiliskipulag Suðurlandsvegar. Athugasemdir koma mest frá þeim sem nota nú svæðið til starfsemi og útivistar. Flokkur fólksins hvetur til þess að tekið verði tillit til þeirra, en þessi framkvæmd mun bæta umferðarflæði og umferðaröryggi og er því ásættanleg.
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri og tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Hrafnhildur Brynjólfsdóttir, skipulagsfræðingur hjá EFLU tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti.
(B) Byggingarmál
Fylgigögn
-
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa, fundargerðir Mál nr. BN045423
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 4. október 2022.
Fylgigögn
-
Dyngjuvegur 18, Bráðabirgðahúsnæði - leikskóli (01.384.305) Mál nr. BN061051
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa þar sem sótt er um leyfi til að setja niður færanlegar kennslustofur, sex deilda leikskóla fyrir 100 börn á meðan unnið er að endurbótum núverandi mannvirkja á lóð. Um er að ræða einingarhús á einni hæð með stjórnunarrými, sérkennslurými, móttökueldhúsi og stoðrýmum, staðsett á núverandi bílastæði sunnan við hús á lóð nr. 18 við Dyngjuveg sbr. aðaluppdrætti dags. 20. júlí 2022. Erindið var grenndarkynnt frá 30. ágúst 2022 til og með 27. september 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Sigurður Baldursson, Kristín Bernharðsdóttir og Þórður Ásmundsson dags. 27. september 2022. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. október 2022. Lagt er til að tillagan verði samþykkt.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 6. október 2022.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.Fylgigögn
-
Brekkustígur 9, Stækkun húss og breyting lóðar (01.134.202) Mál nr. BN057519
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa þar sem sótt er um leyfi til að endurbyggja og hækka hús og byggja stigahús á bakhlið einbýlishúss á lóð nr. 9 við Brekkustíg sbr. uppdrætti dags. 8. mars 2022. Erindið var grenndarkynnt frá 14. júní 2022 til og með 13. júlí 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Sigrún Baldvinsdóttir dags. 5. júlí 2022, Þorsteinn Geirharðsson dags. 11. júlí 2022 og Kjartan Sveinsson og María Huld Markan Sigfúsdóttir dags. 13. júlí 2022. Einnig eru lögð fram ítarlegri gögn Kanon arkitekta ehf. dags. 20. september 2022 vegna hækkunar húss og skuggavarps. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. september 2022. Lagt er til að tillagan verði samþykkt.
Frestað.
Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(E) Umhverfis- og samgöngumál
-
Niðurstöður náttúrufarsúttekta sumarið 2022, kynning Mál nr. US220224
Kynning á niðurstöðum náttúrufarsúttekta sumarið 2022
Frestað.
(D) Ýmis mál
-
Borgarhönnunarstefna, starfshópur Mál nr. US220242
Lagt fram erindisbréf, dags. 7. október 2022 um starfshóp um borgarhönnunarstefnu. Borgarhönnunarstefnan skal taka á efnislegum gæðum borgarrýmisins, efnisvali, rýmismyndun, gróðri og gæðum dvalarsvæða og leiksvæða. Við hönnun bygginga skal meðal annars lögð áhersla á birtuskilyrði, gæði dvalarrýma og fjölbreytni. Vinnan verði í takti við fyrirliggjandi stefnur borgarinnar. Leiðarljós stefnunnar verði græn lífsgæðaborg í samræmi við Aðalskipulag Reykjavíkur.
Samþykkt.
-
Gefjunarbrunnur 12, Kæra 109/2022 (02.695.4) Mál nr. SN220621
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 30. september 2022 ásamt kæru dags. 28. september 2022 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík og eftirlitsdeildar USK að aðhafast ekkert vegna kvartana kæranda varðandi hurð, aðkomu og geymslupláss að Gefjunarbrunni 12.
-
Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um minni grasslátt á umferðareyjum, umsögn (MSS22070057) Mál nr. US220217
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að Reykjavíkurborg hætti að slá gras á mönum og umferðareyjum, sbr. 9 liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 21. september 2022, sbr. 51. liður fundargerðar borgarráðs, dags. 7. júlí 2022, ásamt umsögn skrifstofu umhverfisgæða, dags. 4. október 2022.
Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, inn í vinnu við frekari áform um að breyta slegnum svæðum á vegum borgarinnar.Fylgigögn
-
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, um staðsetningu bílastæðahúsa við tengistöðvar almenningssamgangna - umsögn Mál nr. US220174
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um staðsetningu bílastæðahúsa við tengistöðvar almenningssamgangna, sbr. 57. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 10. ágúst 2022. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. október 2022
Fylgigögn
-
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um hreinsun, svar (USK22080112) Mál nr. US220168
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hreinsun, sbr. 59. lið fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 10. ágúst 2022 ásamt greinargerð. Einnig er lagt fram svar skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlands, dags. 6. október 2022.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Tæming sorpstampa virðist einfaldlega ekki vera nægilega markviss og tíð. Í svari kemur fram að við verkefnið að losa ruslastampa austan Elliðaáa þar með talið í Seljahverfi séu notaðir tveir bílar, en ábendingum um yfirfulla stampa er brugðist við með öðrum flokkabílum. Þar sem ábendingar eru tíðar verður að telja líklegt að bæta verði reglulega tæmingu, jafnvel þótt það kosti þriðja bílinn. Regluleg vinnubrögð er alla jafna mun hagkvæmari en að bregðast við þegar í óefni er komið.
Fylgigögn
-
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um sorpkostnað (USK22090138) Mál nr. US220189
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um sorpkostnað sbr. 29. lið fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 24. ágúst 2022.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.
-
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um stafræna umbreytingu á umhverfis- og skipulagssviði (USK22090142) Mál nr. US220191
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um stafræna umbreytingu á umhverfis- og skipulagssviði, sbr. 30. lið fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 24. ágúst 2022.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, um aðstöðu strætisvagnafarþega við flugstöðina á Reykjavíkurflugvelli Mál nr. US220243
Lagt er til að aðstaða strætisvagnafarþega verði bætt við flugstöðina á Reykjavíkurflugvelli en sú aðstaða er nú óviðunandi. Vel merkt gangbraut verði lögð frá farþegaafgreiðslu flugstöðvarinnar að strætisvagnabiðstöðinni, sem er í um 150 metra fjarlægð. Þá verði lýsingu og gangstéttum bætt við á umræddri leið þar sem þörf krefur.
Frestað.
- Kl. 10:41 víkja Hildur Björnsdóttir og Kolbrún Baldursdóttir af fundi.
-
Fulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu, um frestun á ráðningu framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur Mál nr. US220244
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að fresta ráðningu framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) og skoða kosti þess að sameina HER við önnur heilbrigðiseftirlit á höfuðborgarsvæðinu (HEF) og jafnvel á Suðurnesjum.Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 10:54
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð
Alexandra Briem Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Birkir Ingibjartsson Kjartan Magnússon
Líf Magneudóttir Pawel Bartoszek