Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2022, miðvikudaginn 5. október kl. 09:07, mun umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur halda 243. fund sinn. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Ráðssalur. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Alexandra Briem, Birkir Ingibjartsson, Líf Magneudóttir, Marta Guðjónsdóttir, Pawel Bartoszek, Þorvaldur Daníelsson og áheyrnarfulltrúarnir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Ámundi V. Brynjólfsson, Árný Sigurðardóttir, Ásdís Ásbjörnsdóttir, Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir, Eva Kristinsdóttir, Halldóra Traustadóttir, Hjalti Jóhannes Guðmundsson, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, Nikulás Úlfar Másson og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.
Þetta gerðist:
Þetta gerðist:
-
Umhverfis- og skipulagsráð 2022 - 2026, samþykkt Mál nr. US220129
Lögð fram samþykkt fyrir umhverfis- og skipulagsráð sem samþykkt var í borgarstjórn 20. september 2022.
Fylgigögn
-
Umhverfis- og skipulagsráð, breyting á fundarsetu varamanna (MSS22060046) Mál nr. US220234
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 28. september 2022, þar sem tilkynnt er að á fundi borgarstjórnar þann 16. september 2022 hafi verið samþykkt var að Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir taki sæti sem áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði í stað Trausta Breiðfjörð Magnússonar og að Andrea Jóhanna Helgadóttir taki sæti sem áheyrnarfulltrúi til vara í ráðinu í stað Sönnu Magdalenu Mörtudóttur.
- Kl. 9:10 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Umhverfis- og skipulagssvið, Fjárhagsáætlun 2023, kynning Mál nr. US220233
Lögð fram drög að gjaldskrám fyrir umhverfis- og skipulagssvið árið 2023, drög að greinargerð umhverfis- og skipulagssviðs með fjárhagsáætlun 2023 og drög að rekstraryfirliti aðal- og eignasjóðs fyrir árið 2023.
Kristján Ólafur Smith, staðgengill fjármálastjóra tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(E) Umhverfis- og samgöngumál
-
Endurskoðun vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar, USK22090079 Mál nr. US220227
Lagt fram erindisbréf, dags. 13. september 2022, þar sem lagt er til að skipaður verði stýrihópur um endurskoðun vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar.
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs dags. 21. september 2022 voru Alexandra Briem og Aðalsteinn Haukur Sverrisson skipuð í hópinn.
Samþykkt að skipa Kolbrúnu Baldursdóttur sem þriðja fulltrúa hópsins.(A) Skipulagsmál
Fylgigögn
-
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir Mál nr. SN010070
Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufunda skipulagsfulltrúa frá 15., 19. og 29. september 2022.
Fylgigögn
-
Borgartún 34-36, breyting á deiliskipulagi (01.232.0) Mál nr. SN210351
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Gunnars Sigurðssonar dags. 9. maí 2021 ásamt minnisblaði dags. 30. apríl 2021 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 34-36 við Borgartún. Í breytingunni sem lögð er til felst að byggingarmagn er aukið og íbúðum fjölgað, samkvæmt uppdráttum (5 uppdr.) Andakts ehf. dags. 3. júní 2021, br. dags. 28. janúar 2022. Einnig er lögð fram greinargerð Andakt arkitekta dags. 28. janúar 2022 þar sem gerð er grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa síðan tillagan var samþykkt í kynningu m.a. hefur íbúðum fækkað um 2, úr 102 í 100, og salar- og hámarkshæð hækkað um 1-1,65 m. Tillagan var auglýst frá 10. maí 2022 til og með 23. júní 2022. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Undirskriftarlisti 58 íbúa við Sóltún dags. 14. júní 2022, Willy Kristensen dags. 18. júní 2022, Erna Hákonardóttir Pomrenke og Gernot S Pomrenke dags. 19. júní 2022, Björn Snæbjörnsson f.h. Einingar-Iðju dags. 19. júní 2022, Helga Þórný Albertsdóttir dags. 19. júní 2022, Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir f.h. FOS-Vest dags. 20. júní 2022, Emil Gústafsson f.h. VR dags. 21. júní 2022, Bessi Skírnisson og Eiríksína Þorsteinsdóttir dags. 21. júní 2022, Klemens Sigurðsson og Halldóra Halldórsdóttir dags. 22. júní 2022, Hjalti Egilsson og Birna Jensdóttir dags. 22. júní 2022, Árdís Ívarsdóttir og Guðmundur Ingi Kristjánsson dags. 22. júní 2022 og Dýrfinna Sigurjónsdóttir og Guðni Sveinn Theodórsson dags. 23. júní 2022. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. september 2022. Lagt til að tillagan verði samþykkt.
Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráðs.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Í nýjustu breytingunni felst að fækka eigi íbúðum um tvær þ.e úr 102 í 100. Húsið er lækkað um eina hæð, skuggavarp er minnkað og fjölgun er á íbúum hússins. Þetta eru litlar breytingar í heildarsamhengi þessa húss. Var ekki vilji til að lækka húsið um fleiri hæðir? Er almennt ráðlagt að setja svo margar íbúðir í eitt hús? Fordæmi er varla fyrir þessu í Reykjavík. Fulltrúi Flokks fólksins finnst þéttingarstefna meirihlutans ganga ansi langt hér og óttast að of mikil þrengsl verði og umferðavandamál. Svo mikil þétting hefur neikvæð áhrif á sálræna líðan margra. Flokkur fólksins styður þéttingu ef hún er gerð skynsamlega og án öfga. Vissulega þarf að nota landið vel en ekki á kostnað grænna svæða og heilsufars fólks. Fjölmargar athugasemdir hafa borist og eru flestar af sama meiði, of mikið byggingarmagn og áhyggjur af umferð. Taka hefði mátt meira tillit til skoðana fólks í þessu máli.
Fylgigögn
-
Álfabakki 2A, 2B, 2C og 2D, breyting á deiliskipulagi (04.603.6) Mál nr. SN220193
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Álfabakka 2 ehf. dags. 6. apríl 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Suður-Mjóddar vegna lóðanna nr. 2A, 2B, 2C og 2D við Álfabakka. Í breytingunni felst að lóðirnar eru sameinaðar í eina lóð og byggingarreitur er lengdur til norðurs, samkvæmt uppdr. K.J.ARK ehf. dags. 4. apríl 2022. Tillagan var auglýst frá 21. júlí 2022 til og með 2. september 2022. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir: Sigurdís Jónsdóttir dags. 5. ágúst 2022 og Sigurdís Jónsdóttir og Birgir Rafn Árnason dags. 1. september 2022. Einnig er lögð fram ábending Veitna dags. 30. ágúst 2022 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. september 2022. Lagt til að tillagan verði samþykkt.
Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Björn Ingi Edvardsson, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Öskjuhlíð, breyting á deiliskipulagi (01.76) Mál nr. SN220376
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs um breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar. Í breytingunni sem lögð er til er afmörkun deiliskipulags aðlöguð að deiliskipulagsmörkum Háskólans í Reykjavík og nýr göngustígur á horni Nauthólsvegar og Flugvallarvegar, samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 22. júní 2022. Tillagan var auglýst frá 21. júlí 2022 til og með 2. september 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Flugbjörgunarsveitin Reykjavík dags. 1. september 2022. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. september 2022. Lagt er til að tillagan verði samþykkt.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram þá málsmeðferðartillögu að málinu verði frestað.
Málsmeðferðartillögunni er synjað með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Fulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins. Fulltrúar Sjálfstæðiflokksins greiða atkvæði með málsmeðferðartillögunni.
Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráðs.Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Deiliskipulagsbreytingin er nauðsynleg til að færa eitt mest notaða hjólastíg borgarinnar vegna fyrirhugaðaðrar uppbyggingar á nálægri lóð. Afnotasamningur vegna þess svæðis sem nýtt hefur verið undir bílastæði rann út 2019 og liggur stígurinn því alfarið á borgarlandi. Nauðsynlegt er að eiga í framhaldinu gott samráð við Flugbjörgunarsveitina um aðstöðumál fyrir þessa mikilvægu og nauðsynlegu starfsemi.
Fulltrúar Sjálfstæðiflokksins og áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vekja athygli á óskum Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík varðandi bílastæðamál hennar og telja mikilvægt að komið verði til móts við þær með einhverjum hætti. Flugbjörgunarsveitin gegnir mikilvægu hlutverki í þágu almannaheilla og eðli starfseminnar felur það í sér að björgunarsveitafólk hafi aðgang að umræddri björgunarmiðstöð á öllum tímum sólarhringsins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að afgreiðslu málsins yrði frestað á meðan rætt væri við Flugbjörgunarsveitina um lausnir á bílastæðamálum hennar. Við hörmum að meirihlutinn hafi fellt slíka tillögu um frestun máls í því skyni að eiga eðlilegt samráð við aðila, sem á ríkra hagsmuna að gæta í málinu.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Deiliskipulag í Öskjuhlíð. Flugbjörgunarsveitin mótmælir skerðingu á bílastæðum og að önnur bílastæði sem fyrir eru verði óaðgengileg með þessari breytingu. Félagar í FBSR sinna mikilvægu sjálfboðastarfi við að aðstoða Reykvíkinga og gesti þeirra þegar neyð steðjar að. Skerðing á bílastæðum um 2/3 hluta mun hefta útköll, fjáraflanir og félagsstarf FBSR verulega. Bílastæði hafa þegar verið skorin mikið niður. Varast ber að ganga of langt í þessu sem öðru. Gæta þarf meðalhófs. Er hægt að finna lausn sem allir geta sætt sig við? Þetta er vissulega gömul ákvörðun en þeim má breyta eins og nýjum. Best væri að fresta þess og eiga „samtal“. Vika eða vikur til eða frá skipta ekki sköpum í þessu máli.
Björn Ingi Edvardsson, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lambhagavegur 12, breyting á deiliskipulagi (02.498.2) Mál nr. SN220549
Lögð fram umsókn Guðmundar Odds Víðissonar, dags. 7. september 2022, ásamt bréfi, dags. 7. september 2022, um breytingu á deiliskipulagi Stekkjarbrekkna-Hallsvegar vegna lóðarinnar nr. 12 við Lambhagaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að komið er fyrir tveimur nýjum byggingarreitum á lóð fyrir rafmagnshleðslu og sölu á eldsneyti, samkvæmt uppdr. DAP dags. 6. september 2022. Einnig er lagt fram samkomulag Reykjavíkurborgar og Löðurs ehf., dags. 12. apríl 2022. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.Fylgigögn
-
Auglýsingaskilti við Lönguhlíð, Standur fyrir auglýsingaskilti (04.321) Mál nr. BN060324
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. febrúar 2022 þar sem sótt er um leyfi fyrir uppsetningu auglýsingaskiltis á steyptri undirstöðu á borgarlandi vestanmegin Lönguhlíðar, sunnan við gatnamót að Bólstaðarhlíð. Erindi var grenndarkynnt frá 9. maí 2022 til og með 7. júní 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Þuríður Höskuldsdóttir dags. 10. maí 2022, Guðrún Sigríður Sigurðardóttir dags. 12. maí 2022, Guðrún Sigurðardóttir f.h. Húsfélagsins Lönguhlíð 7, 9, 11 dags. 13. maí 2022, Björn Hrannar Björnsson og Karin Schmitz dags. 15. maí 2022, Ásdís Auðunsdóttir dags. 27. maí 2022, Þórey Sigþórsdóttir dags. 3. júní 2022, Breki Karlsson og Steinunn Þórhallsdóttir dags. 3. júní 2022, Sigríður V. Jónsdóttir og Leó Alexander Guðmundsson dags. 3. júní 2022, Kristín Una Sigurðardóttir dags. 3. júní 2022, Hildur Sigrún Valsdóttir dags. 3. júní 2022, Hafdís Rós Jóhannesdóttir dags. 3. júní 2022, Ylfa Árnadóttir dags. 3. júní 2022, Þórarinna Söebech dags. 3. júní 2022, Þórunn Sif Þórarinsdóttir dags. 3. júní 2022, Una Eydís Finnsdóttir dags. 3. júní 2022, Gunnar Hörður Garðarsson dags. 3. júní 2022, Inga Hrund Gunnarsdóttir dags. 3. júní 2022, Bjarni Hjartarson dags. 3. júní 2022, Elísabet Ólafsdóttir og Einar Helgason dags. 3. júní 2022, Nína Friðriksdóttir dags. 4. júní 2022, Guðmundur Þórir Sigurðsson, Helga Skúladóttir og Kristinn Hrafnsson f.h. húsfélagsins Miklabraut 68, 70 og 72 dags. 4. júní 2022, Guðmundur Þórir Sigurðsson dags. 4. júní 2022, Guðmundur Guðnason dags. 4. júní 2022, Ásgeir Beinteinsson f.h. hússtjórnar Lönguhlíð 13, 15 og 17 dags. 5. júní 2022, Justine Vanhalst dags. 5. júní 2022, Freyr Pálsson dags. 6. júní 2022, Sigurlaug Helga Teitsdóttir dags. 6. júní 2022, Tómas Joensen dags. 6. júní 2022, Guðmunda Kristjánsdóttir dags. 6. júní 2022, Einar Skúlason dags. 7. júní 2022 og Eva Rut Hjaltadóttir dags. 7. júní 2022. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. ágúst 2022 þar sem lagt er til að hin grenndarkynnta tillaga verði samþykkt óbreytt.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 15. ágúst 2022 og vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna greiða atkvæði á móti tillögunni.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Það liggur fyrir að rekstraraðili umræddra strætóskýla og auglýsingaskilta hefur viss réttindi samkvæmt rekstrarsamningi. Sá samningur er hagkvæmur fyrir borgina því hann tryggir hagkvæman rekstur strætóskýla sem ella þyrfi að borga mikið fyrir. Það náðist samkomulag um að færa skilti sem var við Flókagötu en þurfti að víkja vegna breytinga á innkeyrslu, og fékk vilyrði fyrir því að fá sambærilega staðsetningu á því svæði. Það var farið í töluverða leit að annarri staðsetningu sem uppfyllti væntingar, en ekki tókst að finna þann stað og í ljósi þess samkomulags sem er í gildi er ótækt annað en að standa við það. Því skal þó haldið til haga að um er að ræða skilti á stærð við eina hlið á strætóskýli og rask af því hlýtur að teljast takmarkað. Eins er ljóst að ljósstyrk þarf að halda innan þess háttar marka að áhrif á nærliggjandi byggð séu í lágmarki.
Fulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:
Öll uppsetning auglýsingaskilta í borgarlandinu þarf að rökstyðja vel. Vitaskuld þarf Reykjavíkurborg að standa við gerða samninga en ekkert hefur komið fram um það að uppsetning skiltis á öðrum stað en Lönguhlíð geri það ekki. Fulltrúi Vinstri grænna telur að staðsetningin við Lönguhlíð sé óheppileg og að með enn ítarlegri yfirlegu hefði verið hægt að ná ásættanlegri lausn í málinu og á öðrum stað. Það er skoðun fulltrúans að takmarka eigi sem mest sjónræna markaðsvæðingu í borgarlandinu. Því greiðir fulltrúinn atkvæði gegn tillögunni.
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Sósíalistaflokkur Íslands telur að þrátt fyrir að standa skuli við gerða samninga þá þurfi að taka tillit til og leita sátta við nágranna í málum eins og þessum. Skilti eru umdeild frá umhverfis og fegurðarsjónarmiðum en fyrst og fremst þarf að taka tillit til þeirrar birtu sem að slík skilti geta varpað inn um glugga á heimilum fólks og þannig raskað heimilisfriði fjölskyldna. Við viljum koma því á framfæri að við teljum, miðað við fjölda framkominna athugasemda, þá sé mögulegt að kynningu á málinu hafi verið ábótavant og ekki verið tekið nægjanlegt tillit til þeirra áhrifa sem fólk telur að skilti á þessum stað hafi á þá perlu innan borgarinnar sem Klambratún sannanlega er.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er mat meirihlutans í borginni að það séu hverfandi líkur á ónæði frá auglýsingaskiltinu til íbúa og annarra vegfarenda við Lönguhlíð. Spurning hvort það megi draga í efa. Kannski væri gott að hafa einhvern reynslutíma og endurskoða svo þetta skiltamál að honum liðnum. Það er þannig að ef skilti er einu sinni komið upp þá er hætta á að það verði þar að eilífu þótt mikil óánægja sé með það. Fram hefur komið hjá íbúum að ekki hafi verið haft samráð við nema örfáa og að áform um skiltauppsetningu stríði gegn samþykktum. Í markmiðum Samþykktar um skilti í Reykjavík segir beinlínis að „skilti séu íbúum borgarinnar ekki til ama eða óþæginda og að þau skerði ekki hönnun mannvirkja, hafi neikvæð áhrif á umhverfi eða skerði ásýnd borgarinnar.“ Einnig segir að halda eigi fjölda skilta í lágmarki og að leggja eigi áherslu á að fjöldi skilta valdi ekki óreglu og ringulreið í sjónlínu gatna.“ Það hlýtur að eiga að horfa á þessi mál í heild sinni og um þennan málaflokk þarf eins og aðra að ríkja sátt og skipulag. Ljósaskilti og auglýsingaskilti almennt hafa mikil áhrif á útlit hverfa.
Björn Ingi Edvardsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Kvistaland 26, breyting á deiliskipulagi (01.862.3) Mál nr. SN220176
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis vegna lóðarinnar nr. 26 við Kvistaland. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á lóðarmörkum lóðarinnar ásamt því að lögun byggingarreits fyrir leikskólabygginguna breytist og stækkar. Mænishæð er breytt og gert ráð fyrir að hækka þakið, en allar byggingar eru áfram ein hæð. Gert er ráð fyrir sorpgerði austan við leikskólann, innan byggingarreits leikskólans. Byggingarreitur færanlegrar stofu er breikkaður til suðurs. Gert er ráð fyrir hjóla- og vagnageymslu innan lóðar og 30 hjólastæðum, 10 fyrir starfsmenn og 20 fyrir nemendur, ásamt því að núverandi stígur á opna svæðinu er færður út fyrir áætluð lóðamörk, samkvæmt uppdr. Landslags dags. 23. mars 2022, br. 20. september 2022. Tillagan var grenndarkynnt frá 27. maí 2022 til og með 27. júní 2022. Eftirfaldar sendu athugasemdir/ábendingu: Veitur dags. 10. júní 2022, Katrín Olga Jóhannesdóttir, Hávarður Finnbogason, Þórunn Rafnar og Karl Ólafsson dags. 20. júní 2022 og Frosti Sigurjónsson, Auður Svanhvít Sigurðardóttir, Steingrímur Arnar Finnsson og Unnur Agnes Jónsdóttir dags. 27. júní 2022. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. september 2022. Lagt er til að tillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem koma fram í umsögninni.
Samþykkt með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. september 2022.
Vísað til borgarráðs.Fylgigögn
-
Leirtjörn vestur, nýtt deiliskipulag - skipulagslýsing (02.6) Mál nr. SN220394
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing, dagsett 22. júní 2022, vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsgerðar við Leirtjörn í Úlfarsárdal. Í tillögunni er gert ráð fyrir 2-5 hæða íbúðarbyggð, samfélagsþjónustu og annarri nærþjónustu. Lýsingin var kynnt frá 19. júlí 2022 til og með 31. ágúst 2022. Eftirtaldir sendu ábendingu/umsögn: Minjastofnunar Íslands dags. 22 ágúst 2022, Skipulagsstofn dags. 25. ágúst 2022, Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 25. ágúst 2022, Braga Stefaný Mileris og Steinar Orri Hafþórsson dags. 26. ágúst 2022, sameiginleg umsögn Sævars Arnar Magnússonar, Eddu Sveinbjörnsdóttur, Karólínu Þ. Guðnadóttur, Heimis Ásþórs Heimissonar, Hafdísar Erlu Bogadóttur, Birnu Karenar Bjarkadóttur, Maksyms Alexanderssonar, Einars Ástvalds Sigurðssonar, Láru Óskar Albertsdóttur, Reynis Ara Þórssonar, Ragnhildar Þórðardóttur, Eydísar Önnu Björnsdótturdags. 28. ágúst 2022 og Veitur ohf. dags. 31. ágúst 2022.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Leirtjörn vestur, nýtt deiliskipulag. Ef litið er yfir athugasemdir sem berast umhverfis og skipulagsráði eru þær afar keimlíkar. Þær snúast að mestu um öfgar í þéttingu byggðar og óánægju með fækkun bílastæða. Þetta eru raddir borgarbúa og í öllu þessu samráðstali meirihlutans þá finnst Flokki fólksins að hlusta ætti meira á fólkið sem leggur það á sig að senda inn athugasemdir. Fólki líður kannski eins og það sé að kafna? Allt of víða í þéttingarferlinu er gengið á græn svæði og útsýni er skert. Hér er einnig talað um samspil byggðar og náttúru. Finna þarf leið til að náttúra og byggð spili saman í sátt við borgarbúa. Flokki fólksins finnst að meirihlutinn hafi haft takmarkaðan skilning á náttúrunni og tekur í því sambandi dæmi um hvernig farið hefur verið með fjörur borgarinnar.
Hrafnhildur Sverrisdóttir, verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(B) Byggingarmál
Fylgigögn
-
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa, fundargerðir Mál nr. BN045423
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa frá 20. og 27. september 2022.
Fylgigögn
-
Einarsnes 36, málskot (01.672.0) Mál nr. SN220574
Lagt fram málskot Hjördísar Andrésdóttur, dags. 14. september 2022 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 7. júlí 2022 um að breyta atvinnuhúsnæði á lóð nr. 36 við Einarsnes í íbúðir. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2022.
Neikvæð umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2022 staðfest með fjórum atkvæðum fulltrúa Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn umsögninni.
Birkir Ingibjartsson víkur af fundi undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Leiðhamrar 52-54, kæra 98/2022, greinargerð (02.292.0) Mál nr. SN220554
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 7. september 2022 ásamt kæru dags. 7. september 2022 þar sem kærð er ,,ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 9. ágúst 2022 að girðing á lóðarmörkum Leiðhamra 52 og Leiðhamra 54 í Reykjavík, eins og hún er gerð, sé í samræmi við 2.3.5. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 og ekki verði höfð frekari afskipti af málinu af hálfu byggingarfulltrúa". Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 13. september 2022.
-
Laugavegur 178, kæra 183/2021, greinargerð, úrskurður (01.251.1) Mál nr. SN210829
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 23. desember 2021 ásamt kæru dags. 22. desember 2021 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa frá 23. nóvember 2021 um að synja umsókn Dyrhólma hf. um leyfi til að byggja bílgeymslu neðanjarðar á lóðinni nr. 178 við Laugaveg. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 3. mars 2022. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 14. september 2022. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 23. nóvember 2021 um að synja umsókn um byggingarleyfi fyrir bílageymslu neðanjarðar á lóðinni Laugavegi 178.
-
Furugerði 2, kæra 45/2022, tölvupóstur, úrskurður (01.806.3) Mál nr. SN220431
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 11. maí 2022 ásamt kæru ódags. þar sem kærður er óhæfilegur dráttur sem hefur orðið á afgreiðslu Reykjavíkurborgar á erindi kæranda og varða framkvæmdir á lóðamörkum kæranda að Hlyngerði 1 og Furugerði 2, sem stækkaði bílastæði og hellulagði. Einnig er lagður fram tölvupóstur skrifstofu stjórnsýslu og gæða til úrskurðarnefndarinnar dags. 27. júní 2022 . Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 27. september 2022. Úrskurðarorð: Embætti byggingarfulltrúans í Reykjavík er rétt að taka erindi kæranda vegna ætlaðrar fjölgunar bílastæða á lóð Furugerðis 2 í Reykjavík til endanlegrar afgreiðslu án ástæðulauss dráttar.
-
Klapparstígur 19, breyting á deiliskipulagi (01.152.4) Mál nr. SN220286
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 15. september 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skuggahverfis vegna lóðarinnar nr. 19 við Klapparstíg.
Fylgigögn
-
Reynimelur 66, breyting á deiliskipulagi (01.524.1) Mál nr. SN210804
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. september 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Mela vegna lóðarinnar nr. 66 við Reynimel.
Fylgigögn
-
Undraland 1, breyting á deiliskipulagi (01.88) Mál nr. SN220521
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. september 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis, svæði 4, vegna lóðarinnar nr. 1 við Undraland.
Fylgigögn
-
Kjalarnes, Esjumelar-Varmadalur, breyting á deiliskipulagi vegna Kalksléttu 1 og Koparsléttu 22 (34.2) Mál nr. SN220195
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 15. september 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðisins Esjumela á Kjalarnesi vegna Kalksléttu 1 og Koparsléttu 22.
Fylgigögn
-
Stefnisvogur 1 og 2 (reitir 1-2 og 1-6), breyting á deiliskipulagi (01.451.3) Mál nr. SN220211
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. september 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar, svæðis 1, vegna lóðanna nr. 1 og 2 við Stefnisvog (reitir 1-2 og 1-6).
Fylgigögn
-
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, um ástand á friðlýstum húsum við Ingólfstorg, svar (USK22090082) Mál nr. US220175
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um ástand á friðlýstum húsum við Ingólfstorg, sbr. 58. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 10. ágúst 2022 ásamt svari byggingarfulltrúa, dags. 14. september 2022.
Áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Hér er spurt um hvort krefjast eigi viðhalds á friðlýstu húsunum Vallarstræti 4 og Aðalstræti 7. Flokkur fólksins veit að byggingarfulltrúi hefur þegar mikil völd og getur sektað ef svo vill eða beitt sér með ýmsum hætti til að sjá til þess að viðhald á friðlýstum húsum sé innt innan borgarinn. Byggingarfulltrúi gerði athugasemdir t.d. vegna þessara húsa eins og fram kemur í svari og er því til svarað af eigenda að þegar yrði farið í að bæta umhverfið. En þá má spyrja, fylgir byggingarfulltrúi því eftir eða lætur þar við sitja nema komi ný athugasemd? Þetta eru svona vangaveltur fulltrúa Flokks fólksins en ekki formleg fyrirspurn, ekki að þessu sinni allavega.
Fylgigögn
-
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, um tómar íbúðir í Reykjavíkurborg, svar Mál nr. US220130
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um tómar íbúðir í Reykjavíkurborg, sbr. 34. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. júní 2022 ásamt umsögn Félagsbústaða, dags. 12. júlí 2022.
Fylgigögn
-
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um aðgengi að Hlemmi (USK22090115) Mál nr. US220171
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um aðgengi að Hlemmi, sbr. 61. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 10. ágúst 2022. Fyrirspurnin hefur verið uppfærð.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um geymslu hjóla- og fellihýsa Mál nr. US220238
Fulltrúi Flokks fólksins spurði nýlega hvort skipulagsyfirvöld hefðu áhuga á að koma til móts við eigendur hjól- og fellihýsa með því að bjóða þeim að geyma þau yfir sumarið á svæðum sem eru til þess fallin og sé þar með dregið úr líkum þess að hjól- og fellihýsi séu geymd á götum eða í bílastæðum fyrir utan íbúahús. Skipulagsyfirvöld í Reykjavík svöruðu því til að það væri ekki hlutverk borgarinnar að sjá íbúum fyrir bílastæðum í borgarlandi undir farartæki sem fyrst og fremst eru ætluð til tómstundaiðkunar. Nítjánda grein í Lögreglusamþykkt Reykjavíkur veitir lögreglustjóra heimild til að setja svona bann. Umferðarlög veita veghaldara eða landeiganda heimild til að setja svona bann en þar fyrir utan hljóðar ákvæðið eins. Flokkur fólksins óskar eftir að fá svar við hversu víðtæk þessi heimild er? Telja skipulagsyfirvöld í Reykjavík að lögreglustjóri geti bannað þetta um alla Reykjavík eða bara í ákveðnum hlutum borgarinnar, þar sem teljist meiri ástæða til? Er það rétt að ekkert slíkt allsherjar bann sé í gildi í Reykjavík í dag?
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um stæði fyrir rafskútur Mál nr. US220239
Flokkur fólksins spyr hvort skipulagsyfirvöld fylgjast með hvernig rafskútum er lagt og skilið við þær út í hverfum. Nokkuð hefur borið á að þær eru skildar eftir á miðjum göngustígum og hefur legið við slysum vegna þess. Stendur til að koma upp föstum stæðum / hleðslustöð fyrir rafskútur og önnur rafhjól sem leigð eru út í hverfum? Því miður er það algengt að rafskútur liggja eins og hráviður út um alla borg. Gangandi fólk og hjólandi eru oft í stórhættu þegar komið er fyrir blind horn. Komið hefur í ljós að engar tryggingar eru á rafskútunum gagnvart öðrum vegfarendum þannig fólk sem fyrir þeim verður ber allan kostnað af þeim líkamsskaða og skemmdum á faratækjum sem rafskútur valda.
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um framgang hreinsunar- og öryggismála í Úlfarsárdal Mál nr. US220241
Flokkur fólksins hefur verið að fá ýmsar ábendingar frá íbúum í Úlfarsárdal vegna drasls/úrgangs á óbyggðum lóðum, byggingarefni sem liggur eins og hráviði víða og fýkur um í vályndum veðrum og einnig vegna öryggismála. Flokkur fólksins hefur áður verið með fyrirspurnir um þessi mál og tillögur sem lúta að hreinsun og/eða öryggismálum og einnig bókað um umferðaröryggi sem og verið með fjölda fyrirspurna um merkingar gangbrauta og lýsingu sem og umhirðu á byggingarlóðum. Flokkur fólksins óskar að spyrja núna um hver staða þessara umbóta er t.d. sem snúa að gangbrautum, merkingum og götulýsingu? Hafa verið málaðar sebrabrautir eins og óskað hefur verið eftir að verði gert? Hefur verið lokið við að gera gangstíga að leikskóla og Dalskóla manngenga? Hafa ruslagámar verið fjarlægðir af göngustígum? Hver er staða þessara mála almennt séð?
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:07
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð
Alexandra Briem
Birkir Ingibjartsson Kjartan Magnússon
Líf Magneudóttir Marta Guðjónsdóttir
Pawel Bartoszek Þorvaldur Daníelsson
Alexandra Briem Birkir Ingibjartsson
Kjartan Magnússon Líf Magneudóttir
Marta Guðjónsdóttir Pawel Bartoszek
Þorvaldur Daníelsson
PDF útgáfa fundargerðar
243. fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 5. október 2022.pdf