Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 240

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2022, miðvikudaginn 7. september kl. 9:10, var haldinn 240. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Alexandra Briem, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Hildur Björnsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon, Líf Magneudóttir, Pawel Bartoszek og áheyrnarfulltrúinn Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti: áheyrnarfulltrúinn Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Inga Rún Sigurðardóttir, Jóhanna Guðjónsdóttir og Dagný Alma Jónasdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn með rafrænum hætti: Borghildur Sölvey Sturludóttir.
Fundarritarar voru Glóey Helgudóttir Finnsdóttir og Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. (D) Ýmis mál

    Ráðsfundur 28. september 2022,          Mál nr. US220203

    Fundur umhverfis- og skipulagsráðs 28. september næstkomandi til umræðu vegna Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga sem hefst 28. september.

    (E) Umhverfis- og samgöngumál

  2. Réttlát umskipti á leiðinni til kolefnishlutleysis, kynning         Mál nr. US220200

    Kynnt er verkefnið Réttlát umskipti á leiðinni til kolefnishlutleysis. Reykjavíkurborg, mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til að kortleggja kynja- og jafnréttissjónarmið sem horfa þarf til samhliða þróun Reykjavíkurborgar í átt að kolefnishlutleysi. Verkefnið er unnið eftir aðferðafræði kynjaðra fjármála með áherslu á margbreytileikasjónarmið mannréttindastefnu borgarinnar.  Kortlagningin er hluti af aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og verður sett á vef Reykjavíkurborgar. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Réttlát umskipti á leiðinni til kolefnishlutleysis og aðferðarfræði kynjaðrar fjármála með áherslu á margbreytileika sjónarmið mannréttindastefnu borgarinnar? Erfitt er að átta sig á út á hvað þetta gengur. Hver ætlar t.d. að skilgreina „réttlátt umskipti“? Flokkur fólksins vill skilja réttlæti í öllum myndum fyrir öll kyn.  Flokkur fólksins hefur lagt fram margar tillögur sem leiða til umskipta á leið til kolefnishlutleysis sem gagnast öllum. Til dæmis að hvetja til að borgin kaupi ekki bensínbíla, tillögur um skógrækt frá Rauðavatni að Hengli og margt fleira. Þessar tillögur koma öllum vel og snúa að margbreytileika en hafa reyndar allar verið felldar? Nú er farið að tengja þetta við aðferðarfræði kynjaðra fjármála.  Að sjálfsögðu þarf að gæta þess að fjármagni sé dreift réttlátt og ekki hallað á kyn/getu fólks, einstaklinganna. Almennt þarf að huga að því að  koma fjármálunum borgarinnar í lag. Staðan er grafalvarleg. Tími er til að hægja á þéttingu byggðar þar sem farið er víða að ganga á græn svæði. Einnig á að hætta að ganga á fjörur. Hafa þessar aðgerðir mismunandi áhrif á kyn? Stjórnvalda er að grípa til alls kyns aðgerða til að ná fram ákveðnum markmiðum sem vissulega gætu haft mismunandi áhrif á kyn.

    Brynhildur Hallgrímsdóttir nemandi í diplómanámi í hagnýtum jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands, Sigríður Finnbogadóttir verkefnastýra kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar,  Hrönn Hrafnsdóttir sérfræðingur og Steinunn Rögnvaldsdóttir sérfræðingur taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Rofabær borgargata, forhönnun,                Mál nr. US220211
    kynning  

    Kynnt er forhönnun Rofabæjar, borgargötu.

    Bjarni Rúnar Ingvarsson, deildarstjóri samgangna tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  4. Stæði fyrir ökutæki sem þurfa rafhleðslu, tillaga - USK22010020         Mál nr. US220164

    Lögð fram tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 23. ágúst 2022:

    Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar leggur til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að 260 stæði á 54 stöðum verði merkt sem bifreiðastæði eingöngu eru ætluð bifreiðum sem þurfa rafhleðslu.
    Bifreiðastæðin verði merkt með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingum í samræmi við reglugerð nr. 289/1995, um umferðarmerki og notkun þeirra, með áorðnum breytingum. Í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, hefur tillagan verið borin undir og hlotið samþykki lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

    Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

    (A) Skipulagsmál

    Fylgigögn

  5. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

    Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. ágúst og 1. september 2022.

    Fylgigögn

  6. Klapparstígur 19, breyting á deiliskipulagi     (01.152.4)    Mál nr. SN220286

    Lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf. dags. 12. maí 2022 um breytingu á deiliskipulagi Skuggahverfis vegna lóðarinnar nr. 19 við Klapparstíg. 
    Í breytingunni sem lögð er til felst að friðaður steinbær verður festur í sessi, varðveittur og gerður upp í samráði við Minjastofnun Íslands, heimilt verður að rífa einlyftar byggingar á baklóð og timburhús að Veghúsastíg 1 ásamt því að á tveimur byggingarreitum er gert ráð fyrir sambyggðum húsum í tveimur röðum með mænisþökum á hverri einingu, samkvæmt deiliskipulagsuppdr. Arkís arkitekta ehf., dags. 9. maí 2022. Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur, dags. 31. maí 2016 og skuggavarpsuppdrættir, dags. 17. ágúst 2022. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Líf Magneudóttir víkur af fundi undir þessum lið.

    Fylgigögn

  7. Landakotsreitur, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN220224

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Landakotsreits. Í breytingunni sem lögð er til felst að skilgreina nýja lóð og byggingarreit fyrir grenndarstöð á horni Hrannarstígs og Öldugötu, breyting á fyrirkomulagi bílastæða í borgarlandi við Hrannarstíg og ráðstafanir við gatnamót til að auka umferðaröryggi, skv. uppdrætti VA arkitekta, dags. 20. apríl 2022, síðast breytt 31. ágúst 2022. Tillagan var grenndarkynnt frá 9. maí 2022 til og með 20. júní 2022 Eftirtaldir sendu athugasemdir: María Hrönn Gunnarsdóttir og Hörður Kristjánsson, dags. 25. maí 2022 og Kristín Sverrisdóttir, Anna María Karlsdóttir og Guðmundur Bjarki Jóhannesson, dags. 2. júní 2022, MAGNA lögmenn f.h. Mímis-símenntunar ehf., dags. 3. júní 2022, Benedikt Ingólfsson, Birna Stefánsdóttir, Hugrún R. Hólmgeirsdóttir, Sólveig Halldórsdóttir og Viktor Leifsson, dags. 5. júní 2022, Nótt Thorberg og Sigurjón H. Ingólfsson, dags. 6. júní 2022, Þórður Þórðarson og Kristín Ingvadóttir, dags. 7. júní 2022, Guðrún Birna Brynjarsdóttir, dags. 7. júní 2022, Magnús Bjarki Stefánsson og Unnur Guðrún Pálsdóttir, dags. 7. júní 2022 og Fjalar Kristjánsson og Sigrún Ólafsdóttir, dags. 19. júní og 21. júní 2022. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 31. maí 2022 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 1. september 2022. Lagt er til að tillagan verði samþykkt.

    Frestað.

    Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  8. Vindás-Brekknaás, breyting á deiliskipulagi     (04.720.1)    Mál nr. SN220516

    Lögð fram umsókn Bjargs íbúðafélags, dags. 19. ágúst 2022, um breytingu á deiliskipulagi Vindáss-Brekknaáss. Í breytingunni sem lögð er til felst að bæta við skilmála heimild um að svalir megi ná út fyrir byggingareit, 1,7m að hámarki, á lóðunum við Selásbraut 130 og 132 og Brekknaás 2, 4 og 8, samkvæmt tillögu Svövu Jóns, arkitektúr og ráðgjöf, dags. 19. ágúst 2022. Lagt er til að tillagan verði samþykkt án grenndarkynningar og auglýsingar þar sem hún varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og sveitarfélagsins.

    Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.

    Fylgigögn

  9. Jöfursbás 9A, 9B, 9C og 9D, breyting á deiliskipulagi     (02.220.6)    Mál nr. SN220524

    Lögð fram umsókn Hverfið Gufunes ehf. dags 25. ágúst 2022, um breytingu á deiliskipulagi Gufuness 1. áfanga vegna lóðanna nr. 9A, 9B, 9C og 9D við Jöfursbás. Í breytingunni sem lögð er til felst að sameina lóðirnar í eina lóð, samkvæmt uppdr. Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga, dags. 17. ágúst 2022. Lagt er til að tillagan verði samþykkt án grenndarkynningar og auglýsingar þar sem hún varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og sveitarfélagsins.

    Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  10. Kjalarnes, Esjumelar-Varmadalur, breyting á deiliskipulagi vegna Kalksléttu 1 og Koparsléttu 22     (34.2)    Mál nr. SN220195

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Íslenska Gámafélagsins ehf. dags. 8. apríl 2022 ásamt bréfi ALARK arkitekta ehf. dags. 8. apríl 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðisins Esjumela á Kjalarnesi vegna Kalksléttu 1 og Koparsléttu 22. Breytingin felst í skilgreiningu staðfangs hinnar sameinuðu lóðar. Í stað þess að hún beri nafnið Koparslétta 22 er lagt til að hún beri nafnið Kalkslétta 1 og munu skilmálar Kalksléttu 1 gilda fyrir hina sameinuðu lóð  samkvæmt uppdr. ALARK arkitekta ehf., dags. 8. apríl 2022. Tillagan var auglýst frá 8. júní 2022 til og með 21. júlí 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Guðbergur Grétar Birkisson, Anna Grétarsdóttir, Sunna Líf Elvarsdóttir, Þengill Guðbergsson, Steinn Friðgeirsson og Sigríður Ingólfsdóttir, dags. 21. júlí 2022. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. ágúst 2022. Lagt er til að tillagan verði samþykkt.

    Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þetta mál er all sérstakt. Athugasemdir ganga út á villandi orðalag. Auglýst er að um óverulega breytingu sé að ræða og segir að með því sé borgin að ganga gegn sínu eigin samþykkta skipulagi. Breytingin sem hér um ræðir er veruleg. Lóðir sem hafa verið sameinaðar og þótt þær séu í notkun sama rekstraraðila breytir ekki þeirri staðreynd að Kalkslétta 1 er á skilgreindu iðnaðarsvæði en Koparslétta 22 er á skilgreindu athafnasvæði. Flokkur fólksins gerir ráð fyrir að skipulagsyfirvöld taki þessa athugasemdir sem snúa að orðalagsbreytingum til greina.  

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  11. Vesturgata 61, breyting á deiliskipulagi     (01.133.1)    Mál nr. SN220428

    Lögð fram umsókn Gísla B. Ívarssonar dags. 5. júlí 2022 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.133.1, Landhelgisgæslureits vegna lóðarinnar nr. 61 við Vesturgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að lóðinni er skipt upp í tvær lóðir þ.e. Vesturgata 61 og Seljavegur 8. Á hvorri lóð er skilgreindur byggingarreitur og leyfilegt að byggja eitt íbúðarhús innan hvors reits, samkvæmt uppdr. Verkís, dags. 29. apríl 2022. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.

    Frestað.

  12. Hraunbær 143, breyting á deiliskipulagi     (04.341.2)    Mál nr. SN220450

    Lögð fram umsókn a2f arkitekta ehf. dags. 16. júlí 2022 um breytingu á deiliskipulagi Hraunbæjar-Bæjarhálsar vegna lóðarinnar nr. 143 við Hraunbæ. Í breytingunni sem lögð er til felst að skilgreint er svæði fyrir "létt" sorpgerði á lóð (ekki lokuðum manngerðum skýlum) auk textabreytingar í skilmálatexta, samkvæmt uppdr. a2f arkitekta ehf. dags. 13. júlí 2022. Lagt er til að tillagan verði samþykkt án grenndarkynningar þar sem hún varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og sveitarfélagsins.

    Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.

    (B) Byggingarmál

    Fylgigögn

  13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

    Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 23. og 30. ágúst 2022.

    (D) Ýmis mál

    Fylgigögn

  14. Fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2022, tilnefningar, trúnaðarmál         Mál nr. SN220386

    Kynntar tillögur til fegrunarviðurkenninga fyrir árið 2022 vegna lóða fjölbýlishúsa og stofnana og vegna endurbóta á eldri húsum. Skráð í trúnaðarmálabók umhverfis- og samgönguráðs.

    Bókun áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins er færð í trúnaðarbók ásamt gagnbókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar.

    Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  15. Umhverfis- og skipulagssvið, Fjárhagsáætlun 2023 - 2027         Mál nr. US220207

    Lögð fram eftirfarandi gögn um fjárhagsáætlun umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur 2023 - 2027: 
    1. Tíma- og verkáætlun, dags. 24. janúar 2022. 
    2. Reglur Reykjavíkurborgar um gerð og framkvæmd fjárhagsáætlunar, dags. 13. mars 2019
    3. Forsendur fjárhagsáætlunar 2023-2027, dags. 29. ágúst 2022. 
    4. Tillaga að rammaúthlutun 2023, samþykkt í borgarráði 1. september 2022. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Gera má mun betur á þessu sviði þegar kemur að aðhaldi í rekstri. Sviðið líður fyrir að ekki eru enn komnar stafrænar lausnir að heiti geti t.d. að létta á umsækjendum um t.d. byggingarleyfi. Ennþá er staðan þannig að ekki er hægt að send inn teikningar með rafrænum hætti. ÞON, sviðið sem ber ábyrgð á stafrænni umbreytingu hefur sett USK aftarlega á forgangslistann. Nettó útgjöld sviðsins voru 6.518 m.kr. eða 1.730 m.kr. umfram fjárheimildir tímabilsins eða um 36,1%. Dæmi um  bruðl eru mörg. Samkv. ábendingum er sviðið að greiða fyrir viðhald og endurbyggingu  á leigðum saltgeymslubröggum  í stað þess að leigusali standi straum af þeim kostnaði. Þetta hleypur á  20 til 30 m.kr. Í sumar hefur Reykjavíkurborg leigt fjölda vinnubíla undir sumarstarfsfólk og fleiri og er leiguverð á hvern bíl sagt vera um 750.000 krónur á mánuði! Það vakti undur þegar verkfræðistofa var fengin til að sjá um talningar á nagladekkjum með tilheyrandi umsjónarkostnaði. Sorphirðumálin eru umfram fjárheimildir tímabilsins. Tekjur voru 28 m.kr. lægri vegna  tekna af sorphirðugjaldi. Flokkur fólksins hefur lagt til að kannað verði að hvort það er hagkvæmara að útvista sorphirðu og byrja á einu póstnúmeri til að fá samanburðinn.

    Hreinn Ólafsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  16. Lögð fram eftirfarandi gögn um fjárhagsáætlun umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur 2023 - 2027:  

    1. Tíma- og verkáætlun, dags. 24. janúar 2022.  

    2. Reglur Reykjavíkurborgar um gerð og framkvæmd fjárhagsáætlunar, dags. 13. mars 2019 

    3. Forsendur fjárhagsáætlunar 2023-2027, dags. 29. ágúst 2022.  

    4. Tillaga að rammaúthlutun 2023, samþykkt í borgarráði 1. september 2022.  

    Fylgigögn

  17. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit ferðakostnaðar         Mál nr. US220206

    Lagt fram yfirlit yfir ferðakostnað fyrir umhverfis- og skipulagssvið frá apríl til júní 2022.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Heildarferðakostnaður apríl – júní 2022 samtals kr. 4.398.082. Er ekki sjálfsagt að gæta hófs í þessu? Notast mætti við fjarfundi og streymi. Flokkur fólksins minnir á að margt smátt gerir eitt stór. Króna hér og króna þar verða að lokum margar krónur.

    Hreinn Ólafsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  18. Ljósvistarstefna Reykjavíkur, tillaga formanns         Mál nr. US190115

    Lögð fram drög að ljósvistarstefnu Reykjavíkur, dags. júní 2022. Lagt er til að umhverfis- og skipulagssviði verði falið að kynna drögin, vinna úr þeim umsögnum sem kunna að berast um þau og leggja svo endanlega tillögu að ljósvistarstefnu fyrir umhverfis- og skipulagsráð til afgreiðslu. Tillögunni fylgir greinargerð.

    Samþykkt.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Tillaga um ljósvistarstefnu er lögð fram af meirihlutanum sem hefur þann tilgang  „Að  setja ramma eða umgjörð fyrir núverandi byggð til framtíðar, marka stefnu sem leggur fram áherslur og markmið fyrir lýsingu í Reykjavíkurborg sem miðar að því að styrkja tengsl borgarlýsingar við framtíðarsýn og markmið borgarinnar í aðgengismálum, umhverfimálum og lýðheilsu- og velferðarmálum“ eins og segir í kynningu skipulagsyfirvalda. Flokkur fólksins vill gjarnan  efla lýsingu á grænum svæðum, útivistarsvæðum og öðrum svæðum þar sem efling lýðheilsu borgarbúa fer fram ásamt göngu- og hjólastígakerfi borgarinnar. Og ekki er hægt að gagnrýna fylgigagnið fyrir margar hugmyndir sem þar eru tíundaðar. Almenn og hófleg lýsing er kostur í borgum, en það er ekki náttúrulegt, það er manngert. Svo er talað um hina  norrænu birtu sem sérstaka og sé allt öðruvísi en í suður Evrópu en jafnframt sagt að fylgja eigi Evrópustöðlum að öllu leyti. Athyglisvert er að gera skal ráð fyrir andlitsgreiningu ef eftirlitsmyndavélar (CCTV) eru á svæðinu. Flokkur fólksins vill gjarnan vita meira um vinnu þessa hóps, hversu oft fundað og hvenær var síðasti fundur haldinn. Send verður inn formleg fyrirspurn þess efnis.

  19. Starmýri 2, kæra 70/2022, greinargerð     (01.283.0)    Mál nr. SN220484

    Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar dags. 8. júlí 2022 ásamt kæru dags. 8. júlí 2022 þar sem kærð er ákvörðun Skipulags- og samgönguráðs frá 27. apríl 2022 um að hækka bygginguna að Starmýri 2A, lóð nr. 2 við Starmýri. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 22. ágúst 2022. 

  20. Reynisvatnsás, kæra 88/2022, tölvupóstur         Mál nr. SN220497

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 5. ágúst 2022 ásamt kæru dags. s.d. þar sem kærðar eru tillögur að breyttu deiliskipulagi Reynisvatnsáss. Einnig er lagður fram tölvupóstur Reykjavíkurborgar dags. 9. ágúst 2022.

  21. Hrísateigur 15, kæra 63/2022, greinargerð     (01.360.1)    Mál nr. SN220433

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 29. júní 2022 ásamt kæru dags. 28. júní 2022 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa frá 7. júní 2022 að synja umsókn BN59441 um byggingarleyfi fyrir stækkun á stofum allra íbúða til suðurs, lengja svalir á 1. og 2. hæð að nýbyggingu, einangra að utan og klæða með bárujárni íbúðarhús nr. 15 við Hrísateig. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 23. ágúst 2022.

  22. Frakkastígur 9, kæra 76/2022, greinargerð     (01.173)    Mál nr. SN220462

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 20. júlí 2022 ásamt kæru dags. 20. júlí 2022 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar þann 18. júlí sl., útgáfa byggingarleyfis vegna viðbyggingar á austurhlið Frakkastígs 9. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 9. ágúst 2022.

  23. Túngata 36A, kæra 22/2022, umsögn, úrskurður     (01..13.7.310)    Mál nr. SN220172

    Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 15. mars 2022 ásamt kæru dags. 11. mars 2022 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa í Reykjavík frá 8. mars 2022 og athafnaleysi byggingarfulltrúa sem felst í sömu ákvörðun varðandi umsókn eiganda íbúðar í húsinu Túngötu 36A. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 19. apríl 2022. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 26. ágúst 2022. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 8. mars 2022 um að samþykkja leyfi fyrir áðurgerðum breytingum á Túngötu 36a er fólust í því að gluggi á norðurhlið hússins var síkkaður og settar þar dyr auk gerðar svala eða palls með tröppum niður á lóðina.

  24. Kjalarnes, Jörfi/Norðurgrund, breyting á deiliskipulagi     (32.472.0)    Mál nr. SN220294

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. ágúst 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Grundarhverfis á Kjalarnesi.

    Fylgigögn

  25. Kleppsgarðar, skipulagslýsing         Mál nr. SN220409

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 25. ágúst 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á kynningu á lýsingu vegna nýs deiliskipulags að Kleppsgörðum.

    Fylgigögn

  26. Silfurslétta 9, breyting á deiliskipulagi     (03.453.5)    Mál nr. SN220354

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 25. ágúst 2022 vegna staðfestingar borgarráðs s.d. á synjun umhverfis- og skipulagsráðs frá 17. ágúst 2022 á breytingu á deiliskipulagi fyrir athafnasvæði á Esjumelum vegna lóðarinnar nr. 9 við Silfursléttu.

    Fylgigögn

  27. Laugavegur 20B, breyting á deiliskipulagi     (01.171.5)    Mál nr. SN220003

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 25. ágúst 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.5 Laugavegs- og Skólavörðustígsreitir, vegna lóðarinnar nr. 20B við Laugaveg.

    Fylgigögn

  28. Brekkubær 39, stækkun lóðar     (04.361.6)    Mál nr. SN220005

    Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. ágúst 2022 vegna staðfestingar borgarráðs s.d. á synjun umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. ágúst 2022 á umsókn um stækkun lóðarinnar nr. 39 við Brekkubæ.

    Fylgigögn

  29. Erindi íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um umferðaröryggi í miðborginni, umsögn - MSS22020165         Mál nr. US220058

    Lagt fram bréf íbúaráðs Miðborgar og Hlíða, dags. 25. febrúar 2022 um erindi íbúaráðsins, dags. 3. febrúar 2022, til skipulags- og samgönguráðs um umferðaröryggi í miðborginni, dags. 15. febrúar 2022 ásamt umsögn skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 23. ágúst 2022.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Flokkur fólksins tekur undir erindi íbúaráðs Miðborgar og Hlíða dags. 15. febrúar 2022 til skipulags- og samgönguráðs um umferðaröryggi í miðborginni. Í miðborginni er 30 km. hámarkshraði. Hópur ökumanna virðir ekki þennan hraða og skapar hættu. Grípa þarf til markvissra aðgerða til að sporna við hraðakstri á þessum götum sem nefndar eru í erindinu.  Í þessu sambandi langar fulltrúa Flokks fólksins að nefna götu sem áður hefur komið til tals þegar talað er um umferðaröryggisaðgerðir og er það Laugarásvegurinn sem er sérstök fyrir þær sakir að hún er löng, breið og tengir saman hverfi. Nauðsynlegt er að skoða aðrar leiðir sem virka til að minnka hraðakstur á þessu götum. Setja sem dæmi upp fleiri hraðahindranir og laga þær sem fyrir eru og einnig að bæta við hraðahindrunum og hraðamyndavélum.

    Fylgigögn

  30. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, um auglýsingar á biðskýlum strætisvagna, svar - USK22070002         Mál nr. US220131

    Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um  auglýsingar á biðskýlum strætisvagna, sbr. 35. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. júní 2022 ásamt umsögn skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 24. ágúst 2022.

    Fylgigögn

  31. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins, um kostnað vegna undirbúnings við nýja byggð í Skerjafirði, svar         Mál nr. US220151

    Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um kostnað vegna undirbúnings við nýja byggð í Skerjafirði, sbr. 48. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 29. júní 2022. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, fjármáladeildar dags. 31. ágúst 2022.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Flokkur fólksins óskar upplýsinga um hvað öll undirbúningsvinna við uppbyggingu nýrrar byggðar í Skerjafirði og innviða hefur kostað til þessa.Í svari kemur fram að kostnaður sem færður hefur verið á verkefnið Skerjafjörður 23. ágúst 2022 er 244 m. kr. Undirbúningur 153 m.kr., deiliskipulag 75 m.kr og for- og verkhönnun 16 m.kr.  Ljóst er að flugvöllurinn fer ekki í náinni framtíð og því er þessi vinna ótímabær þar sem óvissa er um framtíðarstaðsetningu flugvallarins. Nú eru ekki aðeins komin skil í málið heldur afgerandi niðurstaða því Innviðaráðuneytið telur með öllu óásættanlegt að Reykjavíkurborg ráðist í framkvæmdir í Skerjafirði án þess að fullkannað sé hvort og þá með hvaða hætti sé búið að tryggja að ný byggð hafi ekki neikvæð áhrif á rekstraröryggi flugvallarins í Vatnsmýri. Fresta hefði átt á áformum um úthlutun lóða og byggingarréttar og hefja ekki framkvæmdir á umræddu svæði þar til niðurstaða flugfræðilegrar rannsóknar liggi fyrir eins og segir í bréfi frá ráðuneytinu dags. 16. júní. Ljóst er að síðasti meirihluti fór á undan sér í þessu máli þrátt fyrir ítrekuð varnarorð og tillögu um að fresta verkefninu.

    Fylgigögn

  32. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um úrbætur á hjólreiðabraut við Laugaveg         Mál nr. US220192

    Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úrbætur á hjólreiðabraut við Laugaveg, sbr. 24. liður fundargerðar
    umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 24. ágúst 2022.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

  33. Tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, um niðurfellingu gjaldtöku í bílastæðahúsum fyrir handhafa stæðiskort hreyfihamlaðra         Mál nr. US220148

    Lögð fram að nýju tillaga og greinargerð áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um  niðurfellingu gjaldtöku í bílastæðahúsum fyrir handhafa stæðiskort hreyfihamlaðra, sbr. 41. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 29. júní 2022. 

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

    Fylgigögn

  34. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um að bjóða út sorphirðu, umsögn         Mál nr. US220176

    Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að bjóða út sorphirðu, sbr. 54. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 10. ágúst 2022. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu umhverfisgæða dags. 2. september 2022.

    Tillagan er felld með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn tveimur atvæðum fullrúa Sjálfstæðisflokksins.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi flokk fólksins lýsir yfir óánægju með svör og almennt viðhorf skrifstofu umhverfisgæða og meirihlutans í skipulags- og samgönguráði sem og afgreiðslu tillögu Flokks fólksins um sorphirðumál. Í tillögu Flokks fólksins var eingöngu talað um að kanna hagkvæmni þess að bjóða út sorphirðu í póstnúmeri eða kanna hagkvæmni þess að bjóða út þjónustu djúpgáma og var slíkt m.a. byggt á skýrslu norrænu samkeppniseftirlita. Fulltrúi flokk fólksins sér ekki hvernig slík tillaga getur leitt til grundvallar misskilnings á framkvæmd úrgangsstjórnunar borgarinnar. Bent er á að þessari tillögu var vísað af fundi umhverfis- og skipulagsráðs til skrifstofu umhverfisgæða til umsagnar. En skrifstofa umhverfisgæða virðist ekki geta fjallað um tillöguna með málefnalegum hætti eða af víðsýni. Tillagan er felld í kjölfar umsagnarinnar. Draga má þá ályktun af afgreiðslunni að meirihlutinn hefur ekki áhuga á að kanna hvort  hægt sé að ná niður gjöldum borgarbúa. Það er miður að tillaga sé svæfð í kjölfar ómálefnalegrar umsagnar skrifstofu umhverfisgæða sem virðist ekki hafa áhuga á að skoða þetta mál fyrir borgarbúa eða borgarfulltrúa.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Tillagan er felld með vísan í umsögn sviðsins. Eðlilegt er að fyrirkomulag og rekstur sorphirðu sé í stöðugri skoðun en meiri og dýpri umræðu er þörf áður en ákvörðun er tekin um stórar og stefnumótandi breytingar þar á.

    Fylgigögn

  35. Tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, um tíðni sorphirðu við íbúðarhúsnæði í Reykjavík         Mál nr. US220194

    Lögð fram að nýju tillaga og greinargerð áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um tíðni sorphirðu við íbúðarhúsnæði í Reykjavík, sbr. 25. liður fundargerðar
    umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 24. ágúst 2022.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.

    Fylgigögn

  36. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um rafknúin farþegahjól fyrir fatlað fólk í Reykjavík         Mál nr. US220150

    Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um rafknúin farþegahjól fyrir fatlað fólk í Reykjavík, sbr. 42. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 29. júní 2022.       

    Tillögunni er vísað frá með fimm greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna. Fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Flokkur fólksins lagði til að Reykjavik kaupi rafknúin farþegahjól fyrir fatlað fólk í Reykjavík. Tillögunni er vísað frá.  Þessi hjól hafa verið keypt í Hafnarfirði og hafa veitt gleði og frelsi þar sem þau koma fólki milli staða með auðveldum hætti. Þau eru rafknúin og auðveld í notkun. Komin er ákveðin reynsla á þessi hjól og hafa þau sem nota þau fundist þetta bæta lífsgæði þeirra. Þessi hjól eru sögð hjálpa til við að efla þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Reykjavíkurborg ætti að skoða þessa tillögu í stað þess að fella hana enda er hún góð og í þágu fólks sem glíma við hreyfivandamál. Reykjavík má alveg horfa meira til annarra sveitarfélaga sem eru að gera góða hluti í ýmsum málum. Reykjavík sem ætti að vera leiðandi vegna stærðar sinnar er eftirbátur með margt. Þessari tillögu er fundið allt til foráttu af meirihlutanum, nánast gert að henni grín. Hér fylgir linkur sem hjálpað gæti meirihlutanum að sýna þessari tillögu skilning. https://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/frettir/nytt-farthegahjol-fyrir-fatlada-gefur-og-gledur

  37. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um kynningarátak á snjallforritum         Mál nr. US220152

    Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um kynningarátak á snjallforritum, sbr. 43. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 29. júní 2022.

    Tillögunni er vísað frá með fimm greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn tveimur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Flokkur fólksins lagði til að farið verði í kynningarátak á þeim snjall forritum  sem eru notuð í bílastæðum borgarinnar og bara almennt í bílastæðum Reykjavíkur. Einkaaðilar eru með þessi snjallforrit og hefur bílastæðasjóður kynnt þau og bent á þau. Þar á milli er samstarf. Það er skylda borgarinnar að aðstoða og upplýsa fólk um möguleika á þessu sviði. Tillögunni er vísað frá. Margir og kannski einkum eldri kynslóðin er hrædd við notkun slíkra lausna. Fjölmargir hafa ekki hugmynd um hvaða forrit eru í boði og gildir þá einu um reynslu og aldur í sjálfu sér. Upplýsingagjöf til borgarbúa er á ábyrgð borgaryfirvalda. Það er því miður að þessari tillögu sé varpað fyrir róða. Meirihluti virðist ganga út frá því að allir séu sérfræðingar i stafrænum lausnum. Ekki er hlustað á það fólk sem þarf aðrar “lausnir” en staf- og rafrænar lausnir. Þetta fólk er margt hvert hætt að koma í bæinn og forðast bílastæði og bílastæðahús vegna þess að ekki liggja fyrir upplýsingar og leiðbeiningar um hvernig á að bera sig að við greiðslukerfin.

  38. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um strætisvagnaþjónustu á menningarnótt         Mál nr. US220193

    Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um strætisvagnaþjónustu á menningarnótt, sbr. 27. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 24. ágúst 2022. 

    Vísað til umsagnar Strætó bs.

  39. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, 
    um staðsetningu bílastæðahúsa við tengistöðvar almenningssamgangna         Mál nr. US220174

    Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um um staðsetningu bílastæðahúsa við tengistöðvar almenningssamgangna, sbr. 57. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 10. ágúst 2022.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, embættis skipulagsfulltrúa.

  40. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um torg         Mál nr. US220170

    Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um torg sbr. 60. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 10. ágúst 2022.     

    Gera á  "bráðabirgða útipall" við Frakkastíg. Flokkur fólksins óskar upplýsinga um hvað svona "bráðabirgða" útipallur kostar? Er verið að velja hagkvæmustu lausnina? Flokkur fólksins óttast að hér sé á ferðinni sóun og bruðl.  Flokkur fólksins óskar upplýsingar um  kostnað Reykjavíkurborgar síðustu 5 árin við að fegra miðbæ Reykjavíkur (torg/stíga/upphitun stíga/jólaskraut/útihátíðir/aðrar uppákomur o.fl.) á móts við aðra bæjarhluta? Óskað er eftir því  að fá samanburðartölur t.d. hvað kostaði Óðinstorg og hvað kostaði torgið í Mjódd? Hver er kostnaður síðustu 5 árin við að fegra miðbæ Reykjavíkur (torg/stíga/upphitun stíga/jólaskraut/útihátíðir/aðrar uppákomur o.fl.) til samanburðar við aðra bæjarhluta?   

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

  41. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, um úrbætur á hjólreiðabrautum á Hverfisgötu         Mál nr. US220210

    Lagt er til að úrbætur verði gerðar á hjólreiðabrautum á Hverfisgötu. Merkja þarf brautirnar með skýrum og áberandi hætti en núverandi merkingar eru of fáar og flestar þeirra máðar. Þá þarf að bæta tengingar við sinn hvorn enda hjólreiðabrautanna og bæta aðkomu þeirra að Snorrabraut. Æskilegt er að sett séu upp varúðarmerki þar sem hjólreiðabrautirnar enda án fyrirvara og renna saman við akbrautina, sem hefur slysahættu í för með sér. 

    Frestað.

  42. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurnir, 
    um útgjöld         Mál nr. US220208

    Flokkur fólksins hefur lengi haft áhyggjur af bruðli og óráðsíu sem viðgengst innan borgarkerfisins. Nýlega bárust ábendingar um slíkt hjá umhverfis- og skipulagssviði og óskar fulltrúi Flokks fólksins eftir upplýsingum um: Leiguverð bragga sem notaðir eru til að geyma salt og viðhald við þá. Salt sem notað er á götur er geymt í tveimur bröggum sem borgin hefur leigt á nær 1.200.000 krónur á mánuði. Þessir braggar hafa verið dæmdir ónýtir og hættulegir. Flokkur fólksins óskar upplýsingar um hvort leigusalinn sjálfur hafi  séð um lagfæringar, úrbætur og viðhald eftir þörfum? Ef borgin hefur greitt fyrir viðhald, hver er þá kostnaður við það síðustu 4 árin? Nú er hafin endurnýjun/endurbygging á þessum bröggum sem borgin leigir og er reiknað með að kostnaður hlaupi á a.m.k. 20 til 30 milljónum króna. Spurt er hver greiðir kostnað við endurnýjun/endurbygginguna? Er það leigusalinn eða Reykjavíkurborg? Loks óskar Flokkur fólksins upplýsinga um við vinnubíla sem leigðir eru fyrir sumarstarfsfólk. Í sumar hefur Reykjavíkurborg leigt fjölda vinnubíla undir sumarstarfsfólk og fleiri og er leiguverð á hvern bíl sagt vera um 750.000 krónur á mánuði! Spurt er hvort þetta sé rétt?

  43. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um vinnu stýrihóps um ljósvistarstefnu         Mál nr. US220209

    Flokkur fólksins vill gjarnan vita meira um vinnu stýrihóps um ljósvistarstefnu Reykjavíkurborgar en tillaga hópsins er lögð fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 24. ágúst 2022. Eitthvað virðist hafa farið litið fyrir honum, hversu oft var fundar o.s.frv. Spurt er hversu oft var fundað í þessum stýrihóp og hvenær var síðasti fundur haldinn?

    Kl. 12:18 víkur Líf Magneudóttir af fundi.

  44. Fundur svæðisskipulagsnefndar
        
    Varaformaður gerir grein fyrir því að til stendur að halda sameiginlegan umræðufund með svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins 14. október kl. 15:30.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:15.

Alexandra Briem Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Hildur Björnsdóttir Hjálmar Sveinsson

Kjartan Magnússon Pawel Bartoszek