Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 238

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2022, miðvikudaginn 24. ágúst kl. 9:06, var haldinn 238. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Alexandra Briem, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Helgi Áss Grétarsson, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon, Pawel Bartoszek, Stefán Pálsson og áheyrnarfulltrúarnir Kolbrún Baldursdóttir og Trausti Breiðfjörð Magnússon. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn:, Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson og Sigurjóna Guðnadóttir.

 

Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.         

 

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð. Mál nr. SN010070

    Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. ágúst 2022.

    Fylgigögn

  2. Túngata 13-15 og Hávallagata 14-16, Landakotsreitur, breyting á deiliskipulagi. Mál nr. SN220262

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Steinselju ehf. dags. 6. maí 2022 um breytingu á deiliskipulagi Landakotsreits vegna lóðanna nr. 13-15 við Túngötu og 14-16 við Hávallagötu. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun á byggingarreit til norðurs og suðurs til að fjölga tímabundið færanlegum kennslurýmum, samkvæmt uppdr. Steinselju ehf. dags. 4. maí 2022, br. 18. ágúst 2022. Tillagan var grenndarkynnt frá 16. júní 2022 til og með 18. júlí 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Björg Bergljót Pálmadóttir, Jóhannes Benediktsson, Halla Helg Skjaldberg, Málfríður Kjaldberg og Þorbjörg Skjaldberg dags. 13. júlí 2022. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. ágúst 2022. Lagt er til að málið verði samþykkt óbreytt. 

    Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
    Vísað til borgarráðs.

    Helgi Áss Grétarsson víkur af fundi undir þessum lið.

    Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  3. Járnháls 2-4, breyting á deiliskipulagi. (04.323.3). Mál nr. SN210732

    Lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf. dags. 1. nóvember 2021 um breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 2-4 við Járnháls. Í breytingunni sem lögð er til felst að lóðinni er skipt upp í tvær lóðir. Kvöð um umferð er sett á lóðina fyrir umferð að Krókhálsi 3 (neðri hæð) ásamt því að ný lóðarlína er dregin í miðju þeirrar kvaðar og bætt við umferð að Krókhálsi 1 (neðri hæð). Byggingarreitir eru stækkaðir og nýtingarhlutfall hækkað ásamt því að kvaðir sem eru á mæliblaði fyrir Járnháls 2-4 eru færðar inn á deiliskipulagsuppdrátt og ný aðkoma er gerð að lóð nr. 4, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 12. október 2021. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Fylgigögn

  4. Gullslétta 1, breyting á deiliskipulagi. (34.532.101). Mál nr. SN220460

    Lögð fram umsókn K.J.ARK slf. dags. 20. júlí 2022 um breytingu á deiliskipulagi Esjumela vegna lóðarinnar nr. 1 við Gullsléttu. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að skipta upp lóðinni í fjórar lóðir, breyta byggingarreitum, færa til innkeyrslur til ásamt því að bæta einni við og hækka/samræma hæðina á húsunum óháð því hvort um vegghæð eða mænishæð er að ræða, samkvæmt uppdr. K.J.ARK slf. dags. 19. júlí 2022. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.

    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til borgarráðs.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Kjalarnes, Skrauthólar 4, breyting á deiliskipulagi. (33.2). Mál nr. SN220284

    Lögð fram umsókn Kristins Ragnarssonar dags. 12. maí 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skrauthóla á Kjalarnesi vegna landsins Skrauthólar 4. Í breytingunni felst að heimilt verði að innrétta íbúð á efri hæð þjónustubyggingar og að breyta fjárhúsi í norðurhluta landsins í einbýlishús, samkvæmt uppdr. KRark dags. 9. maí 2022. Einnig er lögð fram umsögn Veðurstofu Íslands dag. 11. júlí 2022 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. ágúst 2022. Lagt er til að tillögunni verði synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

    Synjað er beiðni um breytingu á deiliskipulagi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. ágúst 2022. 
    Vísað til borgarráðs.

    Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Bústaðavegur 151-153, breyting á deiliskipulagi.  (01.826.1) Mál nr. SN220513

    Lögð fram umsókn Veitna ohf. dags. 17. ágúst 2022, varðandi breytingu á deiliskipulagi Bústaðavegar 151-153, vegna lóðarinnar sem áður var nr. 151E en verður eftir breytingu nr. 145A við Bústaðaveg. Í breytingunni felst að lengja lóð um 4 m til suðurs og stækka byggingarreit, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 16. ágúst 2022. Lagt er til að tillagan verði samþykkt án grenndarkynningar þar sem hún varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og sveitarfélagsins.

    Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.

    (B)    Byggingarmál

    Fylgigögn

  7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð. Mál nr. BN045423

    Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 16. ágúst 2022.

    (E) Umhverfis- og samgöngumál

    Fylgigögn

  8. Hellusund, stæði fyrir hreyfihamlaða, tillaga. Mál nr. US220184

    Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 17. ágúst 2022:

    Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar leggur til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að eitt bifreiðastæði við Hellusund 7 verði merkt fyrir hreyfihamlaða. Bifreiðastæðið verði merkt með viðeigandi umferðarmerki og yfirborðsmerkingu í samræmi við reglugerð nr. 289/1995, um umferðarmerki og notkun þeirra, með áorðnum breytingum. Í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 hefur tillagan verið borin undir og hlotið samþykki lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

    Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við (1. og 3. mgr.) 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

    Fylgigögn

  9. Kleppsvegur 150-152, stæði fyrir hreyfihamlaða og einstefna, tillaga. Mál nr. US220185

    Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 17. ágúst 2022:

    Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar leggur til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki eftirfarandi sérákvæði fyrir umferð: 
    Gönguþverun yfir Holtaveg móts við Sæviðarsund verði merkt sem gangbraut. 
    Sæviðarsund við hús nr. 33-35, milli Sæviðarsunds og Kleppsvegar, verði gert að einstefnu til austurs. 
    Umferð frá bifreiðastæði við Kleppsveg 150-152 víki fyrir umferð um Kleppsveg á biðskyldu. 
    Tvö bifreiðastæði, við Kleppsveg 150-152, verði merkt sem bifreiðastæði fyrir hreyfihamlaða. 
    Ofangreindar ráðstafanir verði merktar með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingu þar sem það á við, í samræmi við reglugerð 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra ásamt áorðnum breytingum. Í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 hefur tillagan verið borin undir og samþykkt af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

    Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við (1. og 3. mgr.) 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

    (C)    Ýmis mál

    Fylgigögn

  10. Álfsnes, erindi íbúasamtaka Kjalarness varðandi færslu á skotvelli. (36.2) Mál nr. SN220419

    Lagt fram erindi íbúasamtaka Kjalarness ódags. þar sem óskað er eftir að skoðað verði hvort hægt sé að færa til Skotvöllinn á Álfsnesinu.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Það er mikilvægt að hlustað sé á íbúasamtökin. Lætin og hávaðinn frá skotsvæðinu veldur íbúum miklum óþægindum. Samtökin hafa átt samtöl við fulltrúa frá skotveiðifélaginu sem segja að það sé hægt að færa skotsvæðið. Náum lendingu á málinu þar sem íbúar eru settir í fyrsta sæti.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins hefur ítrekað gagnrýnt framgöngu borgarinnar gagnvart íbúum á Kjalarnesi vegna staðsetningar skotvallar á Álfsnesi, ekki síst vegna samráðsleysis við íbúanna. Íbúasamtök Kjalarnes gera enn á ný athugasemdir sem ekki hefur verið hlustað á. Fram kemur í erindi þeirra ósk um að skoðað verði með hljóðmælingum og öðrum mælingum hvort hægt sé að færa völlinn til á Álfsnesinu. Flokkur fólksins væntir þess að vel verði tekið í erindi íbúasamtakanna.

    Fylgigögn

  11. Ljósvistarstefna Reykjavíkur, tillaga. Mál nr. US190115

    Lögð fram og kynnt tillaga stýrihóps um ljósvistarstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 11. ágúst 2022. 

    Frestað.

    Ársæll Jóhannsson byggingartæknifræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

  12. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um Smyrilshlíð, umsögn. Mál nr. US220023

    Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um Smyrilshlíð, sbr. 21. liður fundargerðar skipulags- og samgönguráðs, dags. 26. janúar 2022 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. ágúst 2022.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í erindi íbúa við reit E við Haukahlíð/Smyrilshlíð hafa verið gerðar athugasemdir vegna breytingar á skipulagi frá 2010-2030 sem vísað er til í svarinu við fyrirspurn Flokks fólksins. Verið er að breyta skipulagi í veigamiklum atriðum. Miklar breytingar eru á hæð húsa, skuggavarpi og nýtingu. Skuggavarp er mikið í þessu hverfi og vindmögnun sem þegar er farin að hafa neikvæð áhrif á umhverfið (þ.m.t. flug) auk þess sem alla þjónustu og verslun skortir. Með skipulags breytingunni er verið að magna þessi vandamál. Skuggavarp mun aukast og einnig vindmögnun þar sem lóðir í hverfinu eru dimmar hefur reitur I verið eina græna svæðið í hverfinu sem sólar nýtur. Fólk sem býr við Fálkahlíð nýtur ekki sólar mestan hluta sólarhringsins. Þannig verður það jafnframt við Haukahlíð ef af þessum breytingum verður. Verið er að breyta reit G sem átti að verða verslunar og þjónusturými í íbúðarkjarna. Á sama tíma sárvantar íbúa verslanir (sérstaklega matvöru) sem er forsenda annarrar þjónustu) í hverfið. Þetta er algerlega í andstöðu við upphaflegt skipulag þar sem þetta hverfi átti að vera blönduð byggð með verslun og þjónustu nálægt og þannig styðja við bíllausan lífsstíl. Flokkur fólksins hvetur skipulagsyfirvöld til að skoða málið betur og leita samráðs við íbúa.

    Fylgigögn

  13. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um hljóðvist á KR svæðinu, umsögn. Mál nr. US220136

    Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hljóðvist á KR svæðinu, sbr. 40. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. júní 2022 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. ágúst 2022.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins spurði um hávaða og viðurlög ef hávaði er of mikill við KR svæðið sem nú mun taka gjörbreytingu. Íbúðabyggingar verða nánast ofan í vellinum samkvæmt skipulagi. Fram kemur að stefnt verði af fremsta megni að haga skipulagi þannig að álag á vellinum sé að jafnaði frá kl. 15-19 en ónæði sé lágmarkað eftir kl. 20.00. Í skilmálum skipulagsins skal stefnt að því eins og kostur er að koma í veg fyrir hljóðmengun frá aðal keppnisvelli að íbúðarhúsum. Flokkur fólksins bendir á að engin viðurlög eru þó nefnd er farið er á svið við skilmála. Svo virðist því vera að ekkert verði gert þótt mörk um hávaða verði brotin, en skipulagsyfirvöld hvetja til góðrar hegðunar. Það er á ábyrgð Heilbrigðisnefndar að tryggja að reglugerð um hávaðamengun í kringum KR-völlinn verði fylgt eftir og séu reglur brotnar verða að vera viðurlög ella eru reglur dauður bókstafur. Telja má víst að KR svæðið sé álagssvæði enda eru þar haldnir kappleikir og fjöldi gesta mætir á svæðið.

    Fylgigögn

  14. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um nýtt deiliskipulag KR svæðisins, umsögn.
    Mál nr. US220137

    Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um nýtt deiliskipulag KR svæðisins, sbr. 32. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. júní 2022 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. ágúst 2022.

    Fylgigögn

  15. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um úrbætur á Breiðholtsbraut. Mál nr. US220153

    Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um úrbætur á Breiðholtsbraut, sbr. 44. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 29. júní 2022 ásamt greinargerð.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Sósíalistar taka undir að það þurfi að leysa úr þessum hnút. Stefna borgarinnar í dag er sú að reyna að draga úr bílanotkun. Það virðist takast heldur brösuglega miðað við allar umferðarteppurnar. Það þarf að efla almenningssamgöngur eins og Strætó núna, á meðan beðið er eftir Borgarlínu sem hefur frestast um eitt ár eins og staðan er núna. Það gengur ekki að láta íbúa borgarinnar bíða næstu fimm ár og vona það besta. Strætó gengur allt of sjaldan og er á við það sem gengur og gerist í smáþorpum í Evrópu.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Ástandið á Breiðholtsbrautinni er verulega slæmt. Þessi spotti milli Jafnasels og Suðurlandsvegar á að sjálfsögðu að vera tvöfaldur eins og Breiðholtsbrautin neðar. Þegar brautin verður einbreið stöðvast öll umferð því þá þarf sífellt verið að hleypa inn bílum af endaðri akrein. Þessi stífla kemur niður á öllum bílum sem staddir eru á brautinni alveg niður að Mjódd. Tvöföldun á Breiðholtsbrautinni ætti að vera í algjörum forgangi. Ástandið þarna bitnar á mörgum íbúum Breiðholts, sérstaklega þeim sem nota Breiðholtsbrautina daglega á háannatíma og leið upp í t.d. Seljahverfi. Þarna situr fólk í umferðarteppu oft síðari hluta dags og á föstudegi. Dæmi eru um að akstur upp brautina þegar verst lætur taki 40 mínútur. Ástandið á þessari leið mun einungis versna með nýrri byggð í Kópavogi.

    Fylgigögn

  16. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, um umferðarflæði og kolefnisspor eftir tekjuhópum. Mál nr. US220154

    Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um umferðarflæði og kolefnisspor eftir tekjuhópum, sbr. 47. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 29. júní 2022.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

  17. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um göngubrú fyrir Vogabyggð. Mál nr. US220155

    Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um göngubrú fyrir Vogabyggð, sbr. 45. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 29. júní 2022 ásamt greinargerð.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þetta er það minnsta sem borgin getur gert akkúrat núna fyrir íbúa Vogabyggðar. Setjum upp bráðabirgðabrú og gerum hverfið öruggara fyrir börn og gangandi vegfarendur.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins lagði til að til að strax verði hafist handa við að byggja bráðabirgða göngubrú yfir Sæbraut við gatnamót við Skeiðarvog/Kleppsmýrarveg, sem eru ein hættulegustu gatnamót Reykjavíkur. Tillögunni er framvísað til frekari umsagnar. Vogabyggð er orðin fjölmenn byggð, en þannig er málum háttað að börnin í hverfinu þurfa daglega að fara yfir Sæbrautina til að sækja skóla, frístundir, heilsugæslu, vini og fleira. Íbúar Vogabyggðar gera kröfu um að borgaryfirvöld standi við áform og gefin loforð um göngubrú. Samkvæmt þinglýstu samkomulagi við lóðarhafa frá 2016-17 mátti gera ráð fyrir göngubrú þegar árið 2019. Enn bólar ekkert á þessari brú. Nú fá íbúar þær fréttir að ekki verði af þessari göngubrú vegna þess að það eigi að setja Sæbraut í stokk. Framkvæmdir við stokk eiga ekki að hefjast fyrr en eftir tvö ár og klárast 2027. Hlusta þarf á neyðarkall íbúanna. Þarna þarf að hafa hagsmuni þeirra sem búa á svæðinu í huga. Íbúar sjá mögulega hættu og vara við henni. Við því þarf að bregðast. Krafa íbúa í Vogabyggð er skýr og afdráttarlaus: Göngubrú yfir Sæbraut strax. Krafan kemur líka fram í nýlegri undirskriftasöfnun íbúa.

    Fylgigögn

  18. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um hreinsun. Mál nr. US220168

    Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hreinsun, sbr. 59. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 10. ágúst 2022.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlands.

  19. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um reglur um tíma sem hús mega standa óuppgerð. Mál nr. US220169

    Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um um reglur um tíma sem hús mega standa óuppgerð, sbr. 53. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 10. ágúst 2022.

    Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna greiða atkvæði gegn frávísuninni. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Tillaga Flokks fólksins um reglur um tíma sem hús mega standa óuppgerð er vísað frá með þeim rökum að skipulagsyfirvöldum skorti lagaheimildir fyrir reglum af hálfu einstaka sveitarfélaga. Flokkur fólksins telur að það megi finna leiðir í þessu máli sem mörgum öðru sé vilji fyrir því. Í raun er verið að segja með þessari afgreiðslu að það sé bara í lagi að hús séu látin grotna niður og engin geti gert neitt? Það sakar ekki að skoða málið betur og ræða við aðila sem þessu tengjast. Horfa þarf til öryggismála og fjölmargs annars sem veldur nágrönnum ama svo ekki sé minnst á sjónmengun. Þetta er vandamál og skipulagsyfirvöldum er skylt að skoða þessi mál en ekki stinga hausnum í sandinn.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Þó svo umræðan sé þörf, þá liggur það fyrir að þessar reglur eru í byggingarreglugerð og ekki er fullvíst að nægilega sterkar lagaheimildir séu fyrir reglum af hálfu einstaka sveitarfélaga sem kynnu að ganga lengra. Tillögunni er því vísað frá.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgin ætti að setja sér reglur um hve lengi hús mega standa ónotuð og óuppgerð. Við lifum á tímum gífurlegrar húsnæðiskreppu, og það að hús megi standa ónotuð með leyfi borgaryfirvalda viðheldur krísunni enn frekar.

  20. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, um bætta nýtingu á bílastæðahúsum eftir miðnætti. Mál nr. US220172

    Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um um bætta nýtingu á bílastæðahúsum eftir miðnætti, sbr. 55. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 10. ágúst 2022.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

  21. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, um bætta nýtingu á bílastæðum við ráðuneyti á Lindargötu. Mál nr. US220173

    Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um um bætta nýtingu á bílastæðum við ráðuneyti á Lindargötu, sbr. 55. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 10. ágúst 2022.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

  22. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um að bjóða út sorphirðu. Mál nr. US220176

    Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að bjóða út sorphirðu, sbr. 54. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 10. ágúst 2022.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi bókun:

    Þessu leggjast Sósíalistar alfarið gegn. Reynslan sýnir að útvistun hefur í för með sér verri þjónustu og lakari kjör fyrir starfsfólk. Er borgarfulltrúi Flokks Fólksins virkilega að leggja til að stuðlað verði að enn verri starfskjörum hjá hópi erfiðisvinnufólks sem þó nýtur þess að vera opinberir starfsmenn, til þess - að eigin sögn - að fara sparlega með fé borgarbúa? Verkafólkið sem hirðir upp sorp í Reykjavík veitir góða og áreiðanlega þjónustu og leggur mikið á sig við að halda þessari grunnþjónustu gangandi.

  23. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um að endurskipuleggja íbúðakjarna að Rökkvatjörn 3. Mál nr. US220133

    Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að endurskipuleggja íbúðakjarna að Rökkvatjörn 3, sbr. 37. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. júní 2022. 

    Tillögunni er vísað frá með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Flokkur fólksins lagði til að farið verði í að endurskipuleggja íbúðakjarna að Rökkvatjörn 3 með það að markmiði að gera almenningsrými fyrir íbúana. Komið hefur í ljós að það er stór galli á húsinu en þar er ekkert sameiginlegt rými þar sem íbúar geti komið saman, borðað saman, horft á saman á viðburði í sjónvarpi. Ljóst er að láðst hefur að hafa foreldra með í ráðum við hönnun og skipulagningu íbúðakjarnans. Tillögunni er vísað frá með þeim rökum að þetta heyri undir velferðarsvið, að það svið komi með ósk um að þetta verði endurhannað. Sérkennilegt er að svona klúður verði, þar sem áherslan ætti að sjálfsögðu alltaf að vera á þjónustuþegunum og þörfum þeirra. Flestir þeirra sem hér um ræðir eru að fara að heiman í fyrsta sinn. Íbúarnir þurfa mikla aðstoð við flesta hluti og verkefnin sem hvíla á starfsfólki eru mörg og margvísleg. Enda þótt tillögunni sé vísað frá þarf að ganga í að leysa þetta t.d. með því að skoða hvort á öðrum stöðum í íbúakjarnanum sé óþarfa mikið eða stórt rými, eða rými sem er illa nýtt eða sjaldan, sem þá er hægt að nýta undir sameiginlegt rými fyrir íbúana.

  24. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, um úrbætur á hjólreiðabraut við Laugaveg. Mál nr. US220192
     
    Lagt er til að úrbætur verði gerðar á hjólreiðabraut á Laugavegi, sem liggur á kafla milli Snorrabrautar og Barónsstígs. Merkja þarf brautina með skýrum og áberandi hætti en á meðan hún er ómerkt er erfitt fyrir akandi og gangandi vegfarendur að átta sig á tilgangi hennar. Bæta þarf tengingar við sinn hvorn enda hjólreiðabrautarinnar, lækka kanta og gera fláa. Æskilegt er að brautin verði lengd lítils háttar beggja vegna þannig að hún nái alveg út að Barónsstíg annars vegar og Snorrabraut hins vegar. Á nokkrum stöðum í brautinni eru einnig ójöfnur sem þyrfti að slétta. Þá þarf að merkja vestari enda brautarinnar með skýrum hætti og setja upp varúðarmerki þar sem brautin endar skyndilega og rennur saman við akbrautina, sem hefur slysahættu í för með sér.

    Frestað

  25. Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi tillögu, um tíðni sorphirðu við íbúðarhúsnæði í Reykjavík. Mál nr. US220194
     
    Reykjavíkurborg samþykkir að auka tíðni sorphirðu við íbúðarhúsnæði í Reykjavík. Hirðutíðni yrði þá breytt í kjölfarið á heimasíðunni. Gráar tunnur verða tæmdar vikulega. Bláar og grænar tunnur verða tæmdar aðra hverja viku. Þessa reglur munu breytast án þess að gjald verði hækkað á almenning. Fyrir bankahrunið árið 2008 var sorphirða í Reykjavík mun tíðari en í dag. Gráar tunnur voru hirtar vikulega og flokkunartunna aðra hverja viku. Eftir hrun var ákveðið að skera niður tíðnina til þess að hagræða í rekstri borgarinnar. Síðan þá hefur hirðutíðni gráu tunnurnar endað í annarri hverri viku og flokkunartunnur á 21 dags fresti.

    Tillögunni fylgir greinargerð.
    Frestað.

  26. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um umferð í miðbænum á hátíðum. Mál nr. US220195
     
    Tillaga Flokks fólksins að ekki verið lokað eins mikið fyrir bílaumferð á menningarnótt og 17. júní eins og tíðkast hefur. Gengið er allt of langt í að loka fyrir bílaumferð og með því er loku fyrir það skotið að ákveðinn hópur geti lagt leið sína í bæinn. Frítt í strætó og skutluferðir leysa ekki vanda þeirra sem eiga erfitt um gang og komast hvergi nærri hátíðarsvæði borgarinnar vegna lokunar gatna fyrir bílaumferð. Ekki einu sinni bílar með stæðiskort á leyfi til að aka inn á lokað svæði. Hávær gagnrýni hefur heyrst vegna strætóferða á menningarnótt ýmist vegna þess að þeir væru of fáir, of seinir eða óku oftar en ekki fram hjá fólki. Vegna svo róttækrar lokunar fylltust vagnar af fjölskyldum með barnavagna. Hvernig á einstaklingur með líkamlega fötlun að nota strætó undir þessum kringumstæðum. Eins sniðug og skutluþjónusta er þá var hún ekki að virka á menningarnótt. Skoða þarf hvað þarf að gera öðruvísi og betra til að slík þjónusta gangi upp.

    Frestað.

  27. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn, um strætisvagnaþjónustu á menningarnótt. Mál nr. US220193
     
    Margar athugasemdir og kvartanir hafa borist vegna aksturs Strætó bs. á menningarnótt. Óskað er eftir greinargerð frá Strætó bs. vegna málsins þar sem fram komi upplýsingar um viðbótarviðbúnað og fyrirkomulag vegna menningarnætur. Hvaða leiðir voru eknar, á hvaða tímum, hverjar voru endastöðvar og hversu margir vagnar voru notaðir í verkefninu? Hvernig var staðið að upplýsingagjöf til farþega, bæði á netinu sem og á vettvangi? Hefur verið gerð greining á því hvað fór úrskeiðis í verkefninu? Sé svo er óskað eftir niðurstöðum þeirrar greiningar

  28. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um ókláraðar lóðir ætlaðar leikskólum. Mál nr. US220188
     
    Flokkur fólksins óskar eftir að fá upplýsingar um frágang lóða og uppbyggingu og framkvæmdir við nýja leikskóla þar sem Brúum bilið verkefnið hefur strandað m.a. vegna þess að ekki hefur verið unnið í lóðum. Flokkur fólksins óskaði eftir umræðu um þessi mál fyrir síðasta fund ráðsins. Við beiðninni var ekki orðið með þeim rökum að málið ætti ekki heima í umhverfis- og skipulagsráði heldur væri verkefnið hjá Skóla- og frístundasviði. Það getur reyndar varla staðist að mál sem snýr að lóðum og framkvæmdum eigi ekki heima í umhverfis- og skipulagsráði? Það hlýtur að koma umhverfis- og skipulagsráði við þegar meirihlutinn lofar plássum í leikskólum sem ekki eru til. Það er á ábyrgð ráðsins að drífa í því að klára lóðafrágang við leikskóla svo að þeir verði tilbúnir í síðasta lagi í september. Einnig hlýtur það að koma ráðinu við nú þegar ákveðið hefur verið að taka á leigu húsnæði þangað til leikskólabyggingar verða tilbúnar. Umhverfis- og skipulagsráð er ekki undanskilið að neinu leyti þegar kemur að því að axla ábyrgð og takast á við það neyðarástand sem ríkir í leikskólamálum.

  29. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um sorpkostnað. Mál nr. US220189
     
    Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram fyrirspurn um hver sorpkostnaður Reykjavíkurborgar er við tæmingu tunna per íbúðareiningu og hver sambærilegur kostnaður er í nágrannasveitarfélögum. Eins og hvert heimili þarf Reykjavíkurborg að horfa vel í alla útgjaldaliði og leita allra ráða til að hagræða. Í skýrslu sem ég hef áður bent á (Competition in the waste managment sector) og gefin er út af samkeppniseftirlitinu árið 2016 eru helstu niðurstöður þær að sveitarfélög sem nota útboð við meðhöndlun úrgangs spara sér 10 - 47% frá kostnaði við eldri kerfi. Er það ekki skylda okkar borgarfulltrúa að skoða hvort að hægt sé að ná sparnaði í sorphirðu við heimili? Ef að skoðun leiðir í ljós að þetta sé í góðum málum þá er það fínt og þá allavega búið að skoða þetta.

  30. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um stafræna umbreytingu á umhverfis- og skipulagssviði. Mál nr. US220191
     
    Í október 2021 óskaði skrifstofustjóri upplýsinga- og skjalastýringar eftir að borgarráð heimili Þjónustu- og nýsköpunarsviði að hefja útboðsferli á fyrsta fasa verkefnisins Átak í teikningaskönnun þ.e. þeim hluta sem snýr að skönnun. Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsingar um framgang verkefnis Átaks? Nýlega var birt yfirlit yfir netspjall borgarinnar og má sjá að helmingur þeirra afgreiðslna snúa að aðgengi að teikningum sem geymdar eru í kjallara Borgartún 12-14. Aðgengi að þessum gögnum skyldi maður ætla að ætti að vera orðið rafrænt. Í þessu samhengi er vert að spyrja af hverju stafræn umbreyting er komin svo skammt á veg hjá umhverfis- og skipulagssviði þrátt fyrir að ríflega 13 milljörðum hefur verið varið í stafræna umbreytingu hjá þjónustu og nýsköpunarsviði? Einnig er spurt hvar ábyrgðin liggur. Liggur hún hjá þjónustu- og nýsköpunarsviðs (ÞON) nú kallað Stafrænt svið eða hjá umhverfis- og skipulagssviði?

Fundi slitið klukkan 11:05

Alexandra Briem Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Helgi Áss Grétarsson Hjálmar Sveinsson

Kjartan Magnússon Pawel Bartoszek

Stefán Pálsson

PDF útgáfa fundargerðar
238._fundargerd_umhverfis-_og_skipulagsrads_24._agust_2022.pdf