Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 236

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2022, miðvikudaginn 10. ágúst kl. 9:13, var haldinn 236. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Alexandra Briem, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Hildur Björnsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon, Líf Magneudóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og áheyrnarfulltrúarnir Kolbrún Baldursdóttir og Andrea Jóhanna Helgadóttir. 

Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn:, Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Inga Rún Sigurðardóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.  

 

Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.  

Þetta gerðist:

 1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir         Mál nr. SN010070

  Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. og 30. júní og 7., 14. og 20 júlí 2022.

  Fylgigögn

 2. Kjalarnes, Jörfi/Norðurgrund, breyting á deiliskipulagi     (32.472.0)    Mál nr. SN220294

  Lögð fram tillaga Arkþing/Nordic f.h. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. maí 2022 er varðar breytingu á deiliskipulagi Grundarhverfis á Kjalarnesi. Í tillögunni felst m.a. uppbygging á íbúðarhúsnæði og nýjar lóðir eru skilgreindar innan íbúðarsvæðis ÍB57 skv. Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Um er að ræða fyrsta áfanga af tveimur mögulegum með allt að 81 íbúðum.  Meðalstærð íbúða er um 100 fm. Einnig eru lagðir fram deiliskipulagsuppdrættir og skuggavarp dags. 14. júní 2022. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.

  Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Vísað til borgarráðs.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Flokkur fólksins fagnar þessari uppbyggingu. Þarna eru innviðir til staðar. Ef til vill hefði mátt vera meiri fjölbreytni, allt frá litlum íbúðum í stærri eignir. Mikilvægt er að hafa góðar aðstæður fyrir bíla, bæði við eignir fyrir íbúana og gesti. Í hverfinu eru ekki atvinnutækifæri svo leiða má líkur að því að íbúar noti einkabíl í ríkum mæli enda ekki margir aðrir kostir sem virka nema fyrir lítinn hóp kannski. Áfram þarf að bæta í innviði t.d. t.d. setja verslanir og aðra þjónustu til að gera hverfið sjálfbært. Vonandi heldur áfram uppbygging í hverfinu af miklum krafti og að tillögur í þeim efnum verði unnar í góðu samstarfi og sátt við íbúa.

  Fylgigögn

 3. Brekkubær 39, stækkun lóðar     (04.361.6)    Mál nr. SN220005

  Lögð fram umsókn Kjartans Stefánssonar dags. 5. janúar 2022 um stækkun lóðarinnar nr. 39 við Brekkubæ, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Stiku ehf. dags. 8. september 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. apríl 2022. Lagt er til að umsókninni verði synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

  Umsókninni er synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 1. apríl 2022. 
  Vísað til borgarráðs.

  Fylgigögn

 4. Alþingisreitur, breyting á deiliskipulagi     (01.141.1)    Mál nr. SN220438

  Lögð fram umsókn Steve Christer dags. 11. júlí 2022 um breytingu á deiliskipulagi Alþingisreits. Í breytingunni felst leiðrétting á gildandi deiliskipulagi vegna hæða húsa, samkvæmt uppdr. Studio Granda ehf. dags. 13. júlí 2022. Lagt er til að tillagan verði samþykkt án grenndarkynningar þar sem hún varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og sveitarfélagsins.

  Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

  (B)    Byggingarmál

  Fylgigögn

 5. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerðir         Mál nr. BN045423

  Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 28. júní, 5., 12., 19. og 26. júlí 2022.

  (E) Umhverfis- og samgöngumál

  Fylgigögn

 6. Umferðaröryggisaðgerðir 2022, tillaga - USK22080011         Mál nr. US220165

  Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 5. ágúst 2022:

  Óskað er heimildar umhverfis- og skipulagsráðs til að klára undirbúning eftirfarandi aðgerða með það að markmiði að bjóða þær út til framkvæmda haustið 2022.
  1. Ný gangbraut með upphækkun og gangbrautarlýsingu yfir Hofsvallagötu til móts við Vesturbæjarlaug. Aðkoma óvarinna vegfarenda framhjá Bílastæði Vesturbæjarlaugar bætt. Eitt hliðarstæði meðfram Hofsvallagötu fjarlægt og eitt stæði merkt fyrir hreyfihamlaða.
  2. Ný gangbraut, gangbrautarlýsing og gatnamótalagfæringar yfir Holtsgötu til móts við Framnesveg.
  3. Ný gangbraut, gangbrautarlýsing og gatnamótalagfæringar yfir Öldugötu til móts við Framnesveg.
  4. Upphækkanir núverandi gangbrauta yfir Bólstaðarhlið og Skipholt við Háteigsveg.
  Gangbrautarlýsing og gatnamótalagfæringar á Bólstaðarhlíð til móts við Háteigsveg.
  5. Ný gangbraut, upphækkun, gangbrautarlýsing og lagfæringar á sjónlengdum yfir Langholtsveg til móts við Langholtsveg 124.
  6. Fallvarnir við stíg meðfram Miklubraut við göngubrú til móts við Skeifuna.
  7. Hraðalækkandi koddar og lagfæring gangbrautarlýsingar á núverandi gangbraut yfir Bústaðarveg til móts við Borgarspítala.
  8. Fallvarnir við stíg meðfram Breiðholtsbraut til móts við Mjóddina, Árskóga.
  9. Færsla á þverun yfir Arnarbakka rétt austan Stekkjarbakka.
  10. Ný gangbraut með upphækkun og gangbrautarlýsingu yfir Jaðarsel til móts við Seljaskóla.
  11. Ný gangbraut með upphækkun og gangbrautarlýsingu yfir Norðurhóla til móts við Vesturhóla.
  12. Ný gangbraut með upphækkun og gangbrautalýsingu yfir Krummahóla til móts við Vesturhóla.
  13. Lagfæringar gönguþverunar yfir Krókavað.
  14. Ný gangbraut með upphækkun og gangbrautarlýsingu yfir Norðlingabraut til móts við göngubrú yfir Breiðholtsbraut. Hraðalækkandi alda yfir Norðlingabraut til móts við göngubrú yfir Breiðholtsbraut.
  15. Hraðalækkandi koddar og bætt lýsing við gönguþverun yfir Borgarveg norðan Gufuneskirkjugarðs. Minniháttar lagfæringar á biðstöð Strætó.
  16. Lagfæring aðkomu stíga við undirgöng undir Víkurveg til móts við Egilshöll.
  17. Hraðalækkandi koddar ásamt bættri lýsingu og lagfæringu biðsvæða Strætó við Lambhagaveg norðan Reynisvatnsvegar.
  18. Ný gangbraut yfir Kollagrund, til móts við Klébergsskóla.

  Samþykkt.

  Umhverfis- og skipulagsráð ásamt áheyrnarfulltrúum leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Umferðaröryggisáætlun Reykjavíkurborgar er afar mikilvæg. Við fögnum þeim tillögum sem hér eru lagðar fram til að auka öryggi gangandi vegfarenda víða um borgina.

  Höskuldur Rúnar Guðjónsson, samgönguverkfræðingur, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 7. Umferðaröryggisaðgerðir 2022, sérákvæði, tillaga - USK22080011         Mál nr. US220166

  Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 5. ágúst 2022:

  Lagt er til við umhverfis- og skipulagsráð að samþykkt verði:
  1 .Ný gangbraut yfir Hofsvallagötu til móts við Vesturbæjarlaug.
  2 .Merkt verði eitt stæði fyrir hreyfihamlaða í núverandi stæði við Hofsvallagötu 20-22.
  3. Ný gangbraut yfir Holtsgötu til móts við Framnesveg.
  4. Ný gangbraut yfir Öldugötu til móts við Framnesveg.
  5. Ný gangbraut yfir Langholtsveg til móts við Langholtsveg 124.
  6. Ný gangbraut yfir Jaðarsel til móts við Seljaskóla.
  7. Ný gangbraut yfir Norðurhóla til móts við Vesturhóla.
  8. Ný gangbraut yfir Krummahóla til móts við Vesturhóla.
  9. Ný gangbraut yfir Norðlingabraut til móts við göngubrú yfir Breiðholtsbraut.
  10. Ný gangbraut yfir Kollagrund, til móts við Klébergsskóla.
  Ofangreind ráðstöfun verður merkt með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingu þar sem það á við, í samræmi við reglugerð 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra ásamt áorðnum breytingum. Í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 hefur tillagan verið borin undir og samþykkt af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

  Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

  Umhverfis- og skipulagsráð ásamt áheyrnarfulltrúum leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Umferðaröryggisáætlun Reykjavíkurborgar er afar mikilvæg. Við fögnum þeim tillögum sem hér eru lagðar fram til að auka öryggi gangandi vegfarenda víða um borgina.

  Höskuldur Rúnar Guðjónsson, samgönguverkfræðingur, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 8. Hallsvegur, tvær gönguþveranir merktar sem gangbrautir, tillaga - USK22010020     
  Mál nr. US220147

  Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 28. júní 2022:

  Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar leggur til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að tvær gönguþveranir við Hallsveg verði merktar sem gangbrautir.
  Gönguþveranirnar verði merktar með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingum í samræmi við reglugerð nr. 289/1995, um umferðarmerki og notkun þeirra, með áorðnum breytingum. 

  Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Lagfæringar á gönguleiðum yfir Hallsveg hafa lengi verið brýnar og  Flokkur fólksins var með bókun í þessu máli 8.9. 21 og vísaði þá í erindi íbúaráðs Grafarvogs. Þá var kvartað yfir því að hægt gengi að klára einföld atriði svo sem að gera almennilegar aðstæður fyrir gangandi vegfarendur. Um eitt ár hefur tekið að bregðast við. Fólk hefur haft áhyggjur lengi og nokkuð er síðan að hraðamælingar bentu til þess að aksturshraði væri nokkuð hærri en hámarkshraði segir til um. Ástæða fyrir að ekki var gripið fyrr í taumana var að sérfræðingar á skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar töldu að umferð um Hallsveg væri of lítill til að þörf væri á  að koma þar fyrir sérstökum gangbrautarljósum. Af þessu má sjá að málið á sér langa sögu.

  Fylgigögn

 9. Mýrargata - bifreiðastæði fyrir hópbifreiðar, tillaga - USK22010020         Mál nr. US220163

  Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 11. júlí 2022:

  Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar leggur til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að útbúið verði bifreiðastæði í Mýrargötu vestan gatnamóta við Hlésgötu fyrir hópbifreiðir. Bifreiðastæðið verði merkt með viðeigandi umferðarmerki og yfirborðsmerkingu í samræmi við reglugerð nr. 289/1995, um umferðarmerki og notkun þeirra, með áorðnum breytingum.

  Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

  Fylgigögn

 10. Selvogsgrunn 3, sérmerkt stæði fyrir hreyfihamlaðan einstakling, tillaga - USK22010020
  Mál nr. US220162

  Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 11. júlí 2022:

  Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar leggur til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að bifreiðastæði við Selvogsgrunn 3 verði merkt fyrir hreyfihamlaðan einstakling. Bifreiðastæðið verði merkt með viðeigandi umferðarmerki og yfirborðsmerkingu í samræmi við reglugerð nr. 289/1995, um umferðarmerki og notkun þeirra, með áorðnum breytingum.

  Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

  Fylgigögn

 11. Breytingar á sorphirðu 2023, verk- og tímaáætlun, kynning         Mál nr. US220167

  Kynning á stöðu verkefnisins.

  Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Nýtt verklag við sorphirðu er mikilvægt og tímabært. Nú verða fjórir söfnunarflokkar, lífrænt, pappír, plast og blandað. Þetta á að gerast hratt og vel. Jafnframt þurfa borgin og Sorpa að sýna liðleika við að hjálpa íbúum við nýtt fyrirkomulag, til að mynda í fjölbýlum.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Kynnt er staða sorphirðu í Reykjavík. Auka á flokkun sem er nauðsynlegt og löngu tímabært. Flokkur fólksins var með tillögu um þriggja tunnu flokkunarkerfi fyrir þremur árum sem var felld. Mikilvægt er að nota tvískiptar tunnur til að fækka tunnum, hafa t.d. plast og pappír í sömu tunnu, tvískiptri. Sveitarfélög eru ekki komin langt í að endurvinna gler þó að það eigi að fara að safna því núna. Samkvæmt skuldbindingum gagnvart ESB á að endurvinna gler en það er ekki gert enn.  Eins er spurning um að bjóða út  á almenna markaðnum t.d. í einu póstnúmeri til þess að bera saman verð og þjónustu SORPU og almenna markaðarins. Öll sveitarfélög nema Reykjavík bjóða út sína sorphirðu og ekki að sjá að það sé sérstök óánægja með slíkt. Nefna má að þegar ófærð var hér sem mest seinkaði þjónusta SORPU um vikur.  Á sama tíma gekk nokkuð vel t.d. tæming hjá íslenska gámafélaginu. Nú er sorphirða að færast í djúpgáma og SORPA að kaupa bíla sem getur losað djúpgáma. SORPA ætlar að þjónusta þá sem er kannski ekki mjög hagkvæmt. Nær væri að skoða að bjóða slíkt út.

  Friðrik Klingbeil Gunnarsson ráðgjafaverkfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  (C)    Ýmis mál

 12. Hrísateigur 15, kæra 63/2022     (01.360.1)    Mál nr. SN220433

  Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 29. júní 2022 ásamt kæru dags. 28. júní 2022 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa frá 7. júní 2022 að synja umsókn BN59441 um byggingarleyfi fyrir stækkun á stofum allra íbúða til suðurs, lengja svalir á 1. og 2. hæð að nýbyggingu, einangra að utan og klæða með bárujárni íbúðarhús nr. 15 við Hrísateig.

 13. Starmýri 2, kæra 70/2022     (01.283.0)    Mál nr. SN220484

  Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála 8. júlí 2022 ásamt kæru dags. 8. júlí 2022 þar sem kærð er ákvörðun Skipulags- og samgönguráðs frá 27. apríl 2022 um að hækka bygginguna að Starmýri 2A, lóð nr. 2 við Starmýri. 

 14. Frakkastígur 9, kæra 76/2022     (01.173)    Mál nr. SN220462

  Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 20. júlí 2022 ásamt kæru dags. 20. júlí 2022 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar þann 18. júlí sl., útgáfa byggingarleyfis vegna viðbyggingar á austurhlið Frakkastígs 9.  

 15. Arnarnesvegur og Elliðaárdalur, kæra 79/2022     (04.9)    Mál nr. SN220465

  Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 22. júlí 2022 ásamt kæru dags. 22. júlí 2022 þar sem kærðar eru ákvarðanir umhverfis- og skipulagsráðs um að samþykkja deiliskipulag fyrir 3. kafla Arnarnesvegar og Elliðaárdals þann 29. júní 2022, sem og staðfesting borgarráðs frá 7. júlí á nefndum deiliskipulögum.

 16. Furugerði 2, kæra 45/2022, tölvupóstur     (01.806.3)    Mál nr. SN220431

  Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 29. júní 2022 ásamt kæru ódags. þar sem kærður er óhæfilegur dráttur sem hefur orðið á afgreiðslu Reykjavíkurborgar á erindi kæranda og varða framkvæmdir á lóðamörkum kæranda að Hlyngerði 1 og Furugerði 2, sem stækkaði bílastæði og hellulagði.  Einnig er lagður fram tölvupóstur skrifstofu stjórnsýslu og gæða til úrskurðarnefndarinnar, dags. 27. júní 2022. 

 17. Bárugata 14, kæra 62/2022, greinargerð     (01.136.2)    Mál nr. SN220434

  Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 23. júní 2022 ásamt kæru dags. 23. júní 2022 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkur frá 31. maí 2022 að samþykkja útgáfu byggingarleyfis um að breyta og hækka mæni og útveggi á þakrými þannig að fáist portbyggð hæð í risi í húsi á lóð nr. 14 við Bárugötu. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 26. júlí 2022.

 18. Vesturgata 67, Kæra 57/2022, greinargerð     (01.133.1)    Mál nr. SN220383

  Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 10. júní 2022 ásamt kæru dags. 7. júní 2022 þar sem kærð er ákvörðun um breytingu á deiliskipulagi og útgáfu byggingarleyfis fyrir Vesturgötu 67. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 14. júní 2022. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 2. ágúst 2022.  Úrskurðarorð: Kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs frá 3. september 2020 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi milli Seljavegar og Ánanausta vegna lóðarinnar nr. 67 við Vesturgötu er vísað frá úrskurðarnefndinni. Fellt er úr gildi byggingarleyfi Vesturgötu 67, dags. 27. janúar 2022, fyrir steinsteyptu fjögurra hæða húsi á sömu lóð með sex íbúðum auk starfsmannarýmis, sbr. ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 15. desember 2020 um að samþykkja umsókn um greint leyfi.

 19. Hlíðarendi - Reitir G, H og I, kæra 64/2022, greinargerð     (01.62)    Mál nr. SN220430

  Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 29. júní 2022 ásamt kæru dags. 21. júní 2022 þar sem kærð ákvörðun skipulags- og samgönguráðs frá 9. febrúar 2022 og borgarráðs frá 24. febrúar 2022 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi á Hlíðarenda vegna reita G, H og I. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 26. júlí 2022.

 20. Hlíðarendi - Reitir G, H og I, kæra 78/2022, greinargerð, bráðabirgða úrskurður     (01.62)    Mál nr. SN220461

  Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 20. júlí 2022 ásamt kæru dags. 16. júlí 2022 þar sem kærð er ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur þann 24. febrúar 2022, að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Hliðarenda vegna reita G, H og I. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 26. júlí 2022. Jafnframt er lagður fram bráðabirgða úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 2. ágúst 2022.  Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um frestun réttaráhrifa hinnar kærðu deiliskipulagsákvörðunar.

 21. Bíldshöfði 18, kæra 40/2022, greinargerð, úrskurður     (04.065.0)    Mál nr. SN220280

  Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 226. apríl 2022 ásamt kæru dags. 26. apríl 2022 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 5. apríl 2022, um leyfi til að breyta starfsemi rýmis matshluta 03, Bíldshöfða 18 og innrétta kjörverslun og bakarí auk þess að gera flótta leið og setja útsogsrör á suðurhlið hússins. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 9. maí 2022. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 15. júní 2022. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi hin kærða ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 5. apríl 2022 að því er varðar leyfi til framkvæmda á sameign hússins á lóð Bíldshöfða 18.

 22. Hrísateigur 15, kæra 52/2022, tölvupóstur, úrskurður     (01.360.1)    Mál nr. SN220367

  Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 25. maí 2022 ásamt kæru dags. 25. maí 2022 þar sem kærður er dráttur á afgreiðslu umsóknar kæranda nr. BN059941, byggingarleyfisumsókn og varðar eign kæranda að Hrísateig 15. Einnig er lagður fram tölvupóstur skrifstofu sviðsstjóra til úrskurðarnefndarinnar dags. 8. júní 2022 og úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 15. júní 2022. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

 23. Frakkastígur 9, kæra 44/2022, greinargerð, úrskurður     (01.173)    Mál nr. SN220281

  Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 3. maí 2022 ásamt kæru dags. 3. maí 2022 þar sem kærð er veiting byggingarleyfis byggingarfulltrúa frá 12. október 2021 varðandi viðbyggingu á Frakkastíg 9. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 4. maí 2022. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 24. júní 2022. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 12. október 2021 um að samþykkja umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu á austurhlið húss á lóð nr. 9 við Frakkastíg, stækka veitingastað í flokk II, tegund C, og auka mögulegan gestafjölda úr 15 í 55.

 24. Frakkastígur 9, kæra 54/2022, greinargerð, úrskurður     (01.173)    Mál nr. SN220422

  Lagt fram erindi frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála dags. 30. maí 2022 ásamt kæru dags. 27. maí 2022 þar sem kærð er ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur um samþykki á útgáfu byggingarleyfis þann 5. janúar 2022 fyrir framkvæmdum að Frakkastíg 9. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 4. maí 2022. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 24. júní 2022. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 12. október 2021 um að samþykkja umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu á austurhlið húss á lóð nr. 9 við Frakkastíg, stækka veitingastað í flokk II, tegund C, og auka mögulegan gestafjölda úr 15 í 55.

 25. Réttarholtsvegur 21-25, kæra 156/2021, greinargerð, úrskurður     (01.832.3)    Mál nr. SN210714

  Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 14. október 2021 ásamt kæru dags. 13. október 2021 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkur frá 13. júlí 2021, þar sem samþykkt var leyfi fyrir færanlegri kennslustofu K132 - J, á lóð nr. 21-25 við Réttarholtsveg. EInnig er lögð fram umsögn greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 27. desember 2022. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála frá 22. apríl 2022. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 13. júlí 2021 um að samþykkja byggingarleyfi fyrir færanlegri kennslustofu á lóð Réttarholtsskóla nr. 21-25 við Réttarholtsveg.

 26. Bergstaðastræti 81, kæra 168/2021, greinargerð, úrskurður     (01.196.4)    Mál nr. SN210788

  Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 24. nóvember 2021 ásamt kæru dags. 23. nóvember 2021 þar sem kærð er synjun byggingarfulltrúa Reykjavíkur frá 16. nóvember 2021 um leyfi til að gera bílgeymslu með tilheyrandi innkeyrslu frá götu við suðaustur lóðarmörk, og að þak bílgeymslu verði hluti af efri verönd lóðar húss á lóð nr. 81 við Bergstaðastræti. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 7. janúar 2022. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 15. júní 2022. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 16. nóvember 2021 um að synja umsókn kæranda um leyfi til að byggja bílgeymslu á austurhluta lóðar nr. 81 við Bergstaðastræti.

 27. KR svæðið - Frostaskjól 2-6, nýtt deiliskipulag     (01.516.9)    Mál nr. SN210824

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 30. júní 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á nýju deiliskipulagi fyrir KR-svæðið.

  Fylgigögn

 28. Starmýri 2, breyting á deiliskipulagi     (01.283.0)    Mál nr. SN210700

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 24. júní 2022 vegna samþykktar borgarstjórnar frá 21. júní 2022 á breytingu á deiliskipulagi Safamýrar- Álftamýrar vegna lóðarinnar nr. 2 (hús nr. 2A) við Starmýri. 

  Fylgigögn

 29. Fálkabakki 1, Fálkaborg, breyting á hverfisskipulagi     (04.617)    Mál nr. SN220271

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 30. júní 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á breytingu á deiliskipulagi Breiðholts I vegna lóðarinnar nr. 1 við Fálkabakka.

  Fylgigögn

 30. Bræðraborgarstígur 1, 3 og 5, skipulagslýsing         Mál nr. SN220053

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 30. júní 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á kynningu á lýsingu að deiliskipulagi fyrir lóðirnar 1, 3 og 5 við Bræðraborgarstíg.

  Fylgigögn

 31. Suðurlandsvegur, skipulagslýsing     (05.8)    Mál nr. SN220392

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. júlí 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á kynningu á lýsingu á deiliskipulagi fyrir Suðurlandsveg.

  Fylgigögn

 32. Öskjuhlíð, breyting á deiliskipulagi     (01.76)    Mál nr. SN220376

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. júlí 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar.

  Fylgigögn

 33. Kirkjusandur - Reitur F, breyting á deiliskipulagi     (01.345.1)    Mál nr. SN220382

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. júlí 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands vegna reits F.

  Fylgigögn

 34. Reynisvatnsás, breyting á skilmálum deiliskipulags         Mál nr. SN220117

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. júlí 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á almennum skilmálum deiliskipulags fyrir Reynisvatnsás.

  Fylgigögn

 35. Leirtjörn vestur, nýtt deiliskipulag - skipulagslýsing     (02.6)    Mál nr. SN220394

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. júlí 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á kynningu á lýsingu að deiliskipulagi við Leirtjörn í Úlfarsárdal.

  Fylgigögn

 36. Kirkjusandur 2, breyting á deiliskipulagi     (01.345.1)    Mál nr. SN220377

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. júlí 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands vegna lóðar nr. 2 við Kirkjusand.

  Fylgigögn

 37. Gufunes, áfangi 1 - Jöfursbás reitir A3 og A4, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN220257

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. júlí 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga í Gufunesi vegna reita A3 og A4.

  Fylgigögn

 38. Elliðaárdalur, breyting á deiliskipulagi     (04.2)    Mál nr. SN220347

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. júlí 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals vegna tengistígs við Rafstöðvarveg 1A.

  Fylgigögn

 39. Arnarnesvegur, nýtt deiliskipulag     (04.9)    Mál nr. SN210221

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. júlí 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi 3. áfanga Arnarnesvegar.

  Fylgigögn

 40. Elliðaárdalur, breyting á deiliskipulagi     (04.2)    Mál nr. SN210780

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. júlí 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals vegna breytinga á skipulagsmörkum deiliskipulagsmarka.

  Fylgigögn

 41. Álfabakki 2A, 2B, 2C og 2D, breyting á deiliskipulagi     (04.603.6)    Mál nr. SN220193

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. júlí 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Suður-Mjóddar vegna lóða nr. 2A, 2B, 2C og 2D við Álfabakka.

  Fylgigögn

 42. Bryggjuhverfi, dælustöð, breyting á deiliskipulagi vegna stækkunar skipulagssvæðis     (04.0)    Mál nr. SN220188

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. júlí 2022 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis.

  Fylgigögn

 43. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um hljóðvarnaraðgerðir         Mál nr. US220156

  Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um hljóðvarnaraðgerðir, sbr. 39. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 29. júní 2022. 

  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

 44. Tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, um að P-merkt stæði verði merkt inn í borgarvefsjá         Mál nr. US220149

  Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að P-merkt stæði verði merkt inn í borgarvefsjá, sbr. 40. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 29. júní 2022. 

  Tillögunni er vísað frá. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

  Fylgigögn

 45. Tillaga fulltrúa Vinstri grænna, um samkomulag við Vegagerðina varðandi framkvæmdir
  Mál nr. US220160

  Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Vinstri grænna um samkomulag við Vegagerðina varðandi framkvæmdir, sbr. 37. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 29. júní 2022. 

  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

 46. Tillaga fulltrúa Vinstri grænna, um kolefnisspor framkvæmdanna við Arnarnesveg og Suðurlandsveg         Mál nr. US220159

  Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Vinstri grænna um kolefnisspor framkvæmdanna við Arnarnesveg og Suðurlandsveg, sbr. 36. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 29. júní 2022. 

  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

  Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi bókun:

  Við sósíalistar styðjum þessa tillögu heilshugar. Það er mikilvægt að halda utan um kolefnissporið sem borgarstjórn skilur eftir með ákvörðunum sínum, ekki aðeins heildarkolefnisspor allra borgarbúa.

 47. Tillaga fulltrúa Vinstri grænna, um nýtt umhverfismat vegna Arnarnesvegar         Mál nr. US220161

  Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Vinstri grænna um  nýtt umhverfismat vegna Arnarnesvegar, sbr. 38. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 29. júní 2022. 

  Tillagan er felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna greiða atkvæði með tillögunni.

  Fulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Það eru mikil vonbrigði að tillaga Vinstri grænna um að Reykjavíkurborg fari fram á að gert sé nýtt umhverfismat vegna framkvæmda við Arnarnesveg sé felld. Með nýju umhverfismati eru tækifæri til að endurmeta framkvæmdina út frá hagsmunum umhverfisins og íbúa þess, loftslagsáhrifa og líffræðilegrar fjölbreytni, landslags og náttúrunnar. Þó samgöngusáttmálinn sé mikilvægt og þarft samkomulag þá trompar hann ekki hagsmuni náttúrunnar og komandi kynslóða um ókomna tíð í jafn stórri framkvæmd og Arnarnesvegurinn er.

 48. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um gerð nýs umhverfismats vegna 3ja áfanga Arnarnesvegar         Mál nr. US220132

  Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um gerð nýs umhverfismats vegna 3ja áfanga Arnarnesvegar, sbr. 36. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. júní 2022. 

  Tillögunni er vísað frá. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Flokkur fólksins hefur enn á ný og nú á nýju kjörtímabili lagt fram tillögu um gerð nýs umhverfismats vegna 3. áfanga Arnarnesvegar þar sem fyrra umhverfismat er frá 2003 og því úrelt. Tillagan var lögð fram í með von og trú að leiðarljósi þar sem frambjóðandi Framsóknarflokksins gaf út loforð, skömmu fyrir kosningar að Framsóknarflokkurinn, komist hann til valda myndi láta gera nýtt umhverfismat.  Tillögunni er vísað frá. Vinir Vatnsendahvarfs og Vinir Kópavogs sem og Elliðaárdalsins hafa kært málið til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærðar eru ákvarðanir Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur um að samþykkja deiliskipulag fyrir 3. kafla Arnarnesvegar og Elliðaárdals 29.06.2022., sem og staðfesting borgarráðs frá 01.07.2022 á nefndum deiliskipulögum. Þess er krafist að  deiliskipulag fyrir 3. kafla Arnarnesvegar og deiliskipulag Elliðaárdals frá 01.07.2022 verði felld úr gildi. Þess er einnig krafist að engin framkvæmdaleyfi fyrir 3. kafla Arnarnesvegar eða Elliðaárdals verði gefin út á meðan mál þetta er til meðferðar hjá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Flestir íbúar í nágrenni við framkvæmdina telja að framkvæmdin muni hafa verulega neikvæð áhrif á umhverfi, hljóðvist og útivist á svæðinu og koma í veg fyrir að svæðið verði miðstöð útivistar og afþreyingar.

  Fylgigögn

 49. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um aukið aðgengi að vatni í borginni         Mál nr. US220115

  Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um aukið aðgengi að vatni í borginni, sbr. 31. liður fundargerðar skipulags- og samgönguráðs, dags. 25. maí 2022. 

  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

 50. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um götu í Gufunesi         Mál nr. US220157

  Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um  götu í Gufunesi, sbr. 46. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 29. júní 2022. 

  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

 51. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um óbyggðar lóðir í Úlfarsárdal         Mál nr. US220135

  Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um óbyggðar lóðir í Úlfarsárdal, sbr. 39. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. júní 2022. 

  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, byggingarfulltrúa.

 52. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins, um kostnað vegna undirbúnings við nýja byggð í Skerjafirði         Mál nr. US220151

  Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um kostnað vegna undirbúnings við nýja byggð í Skerjafirði, sbr. 48. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 29. júní 2022. 

  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, fjármáladeildar.

 53. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins  leggur fram svohljóðandi tillögu, um reglur um tíma sem hús mega standa óuppgerð         Mál nr. US220169

  Flokkur fólksins leggur til að settar verði reglur um þann tíma sem hús megi standa ónotuð og óuppgerð. Sérstaklega á þetta við um gömul hús sem mörg eru friðlýst vegna aldurs. Það að slík hús séu ekki í notkun skapar oft hættu og slík hús verða líka líti á hverfinu. 

  Frestað.

 54. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins  leggur fram svohljóðandi tillögu, um að bjóða út sorphirðu         Mál nr. US220176

  Tillaga Flokks fólksins um að bjóða út sorphirðu í póstnúmeri og kanna hagkvæmni á að bjóða út þjónustu við djúpgáma Öll sveitarfélög önnur en Reykjavík bjóða út sorphirðu og er ekki að sjá annað en að slíkt hafi reynst vel. Flokkur fólksins leggur til að SORPA kanni ávinning þess að bjóða út sorphirðu með því að bjóða út sorphirðu í einu af póstnúmerum Reykjavíkur. Flokkur fólksins leggur til að gerð verði hagkvæmisúttekt á þjónustu við djúpgáma með þeim tækjum og tólum sem til þess þarf en SORPA hyggst sjálf þjónusta djúpgáma. Flokkur fólksins bendir í þessu sambandi á skýrslu norrænu samkeppniseftirlitanna frá 2016 "Competition in the Waste Managment Sector. Preparing for a Circular Economy". Löngu er tímabært að auka flokkun á söfnunarstað en í þessu stóra verkefni þarf að huga að kostnaði. Það er skylda sveitarfélags að fara vel með fjármagn, útsvar borgarbúa og finna ávallt hagkvæmustu leiðirnar. Í þessu stóra verkefni er ekki að sjá að kannað hafi verið hvort hagkvæmara sé að bjóða út einstök verk og verkefni eins og flest önnur sveitarfélög hafa gert. Þetta gagnrýnir fulltrúi Flokks fólksins.

  Frestað.

 55. Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi, fyrirspurn, um bætta nýtingu á bílastæðahúsum eftir miðnætti         Mál nr. US220172

  Bílastæðahús loka á miðnætti og opna kl. 07:00. Væri ekki skynsamlegri nýting að leyfa íbúum að nýta húsin yfir nóttina og minnka þannig þörf á bílastæðum meðfram götum sem væri hægt að nýta undir aðra ferðamáta og manneskjulegra umhverfi? Oft er skortur á bílastæðum fyrir íbúabyggðina í miðbænum og því er spurt hvað hindri íbúum með íbúakort að fá aðgang að bílahúsum að næturlagi í sínu nærumhverfi?

 56. Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi, fyrirspurn, um bætta nýtingu á bílastæðum við ráðuneyti á Lindargötu         Mál nr. US220173

  Bílastæðin sem eru einkastæði/frátekin fyrir ráðuneytisfólk: Hvað, ef eitthvað, hindrar að nýta betur bílastæði við Lindargötu við ráðuneyti, séu opin til nýtingar fyrir íbúa götunnar að kvöld-/næturlagi, eða utan hefðbundins vinnudags?

 57. Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi, fyrirspurn, um staðsetningu bílastæðahúsa við tengistöðvar almenningssamgangna         Mál nr. US220174

  Eru fyrirætlanir um að auðvelda fólki sem neyðist til að reiða sig á einkabíl til að ferðast til borgarinnar eða innan hennar, að skipta úr einkabíl yfir í almenningssamgöngur hluta leiðar sinnar innanbæjar - til að mynda með byggingu bílastæðahúsa við mikilvæga tengipunkta í almenningssamgöngu-kerfinu? 

 58. Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi, fyrirspurn, um ástand á friðslýstum húsum við Ingólfstorg         Mál nr. US220175

  Stendur til að vinna að eða að krefjast viðunandi viðhalds á friðlýstu húsunum Vallarstræti 4 og Aðalstræti 7? Hver sér um eftirlit með því að viðhaldi á friðlýstum húsum sé sinnt innan borgarinnar?

 59. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins  leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um hreinsun         Mál nr. US220168

  Í sumar hefur ástandið í Breiðholti verið slæmt þegar kemur að hreinsun. Ruslastampar hafa verið yfirfullir bæði í Seljahverfi og  við leikvelli og við kartöflugarðana ábak við Fljótasel.  Borgarfulltrúar hafa fengið ábendingar um þetta frá íbúum. Flokkur fólksins óskar eftir upplýsinga um tíðni hreinsunar og ástæður fyrir af hverju hreinsun er ekki eins góð og hún ætti að vera.

 60. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins  leggur fram svohljóðandi fyrirspurnir, um torg         Mál nr. US220170
   
  Gera á  "bráðabirgða útipall" við Frakkastíg. Flokkur fólksins óskar upplýsinga um hvað svona "bráðabirgða" útipallur kostar? Er verið að velja hagkvæmustu lausnina? Flokkur fólksins óttast að hér sé á ferðinni sóun og bruðl. Flokkur fólksins óskar upplýsingar um  kostnað Reykjavíkurborgar síðustu 5 árin við að fegra miðbæ Reykjavíkur (torg/stíga/upphitun stíga/jólaskraut/útihátíðir/aðrar uppákomur o.fl.) á móts við aðra bæjarhluta? Óskað er eftir því  að fá samanburðartölur t.d. hvað kostaði Óðinstorg og hvað kostaði torgið í Mjódd? Hver er kostnaður síðustu 5 árin við að fegra miðbæ Reykjavíkur (torg/stíga/upphitun stíga/jólaskraut/útihátíðir/aðrar uppákomur o.fl.) til samanburðar við aðra bæjarhluta? Flokkur fólksins þreytist seint á að tala um forgangsröðun. Í Reykjavík er forgangsröðun kolröng. Allt púður er sett í að fegra og skreyta á meðan bíða 2012 börn eftir nauðsynlegri þjónustu hjá grunnskólum borgarinnar. Er það þetta sem nýr meirihlutinn vill standa fyrir.

 61. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins  leggur fram svohljóðandi fyrirspurnir, um aðgengi að Hlemmi         Mál nr. US220171
   
  Nýlega hófust framkvæmdir við fyrsta áfanga að nýju Hlemmtorgi og þegar hefur Rauðarárstíg milli Laugavegar og Bríetartúns verið lokað. Gert er ráð fyrir að Rauðarárstígur verði lokaður til suðurs við gömlu Gasstöðina en þar verður snúningshringur fyrir fólksbíla. Spurning: Ef horft er til Rauðarárstígs spyr Flokkur fólksins hvort haft hafi verið samráð við íbúa áður en ákveðið var að hefja framkvæmdir. Næst Bríetartúni og sleppistæði fyrir leigubíla. Þá verða tvö stæði fyrir hreyfihamlaða við snúningshringinn, nær Hlemmi. Aðgengi verður stórlega skert. Íbúar sem búa í grennd við Hlemmtorg hafa áhyggjur af því að geta ekki lagt  bíl við hús sín til að afferma. Flokkur fólksins hefur lagt til að fundin verði lausn á þessu þannig að íbúar við göngugötur, torg og önnur svæði sem meirihlutinn hefur lokað fyrir bílaumferð fái leyfi í samræmi við leyfi sem verslanir og veitingastaðir hafa þegar til að flytja inn vörur. Tillaga var felld. Á þessu svæði er blönduð byggð, margir með börn og einnig býr þarna fatlað fólk. Spurning: Hvernig á þetta fólk að bera inn matarpoka eða húsgögn ef því er að skipta, með barn á handlegg eða notast við hjálpartæki.

Fundi slitið klukkan 11:52

Alexandra Briem Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Hildur Björnsdóttir Hjálmar Sveinsson

Kjartan Magnússon Líf Magneudóttir

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir