Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 235

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2022, miðvikudaginn 29. júní kl. 9:09, var haldinn 235. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Alexandra Briem, Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Hildur Björnsdóttir, Kjartan Magnússon, Líf Magneudóttir, Pawel Bartoszek, Þorvaldur Daníelsson og áheyrnarfulltrúarnir Kolbrún Baldursdóttir og Trausti Breiðfjörð Magnússon. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn:, Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir, Bjarni Rúnar Ingvarsson, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Inga Rún Sigurðardóttir, Jóhanna Guðjónsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir. 
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.

Þetta gerðist:

 1. Kosning í umhverfis- og skipulagsráð, MSS22060046         Mál nr. US220146

  Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 24. júní 2022 þar sem tilkynnt er að Alexandra Briem taki sæti í umhverfis- og skipulagsráði í stað Dóru Bjartar Guðjónsdóttur. Einnig er tilkynnt að Alexandra verði formaður ráðsins í stað Dóru.

  Fylgigögn

 2. Umræða um fyrirspurnir á ráðsfundum          Mál nr. US220143

  (E) Samgöngumál

 3. Baldursgata 26, sérmerkt stæði fyrir hreyfihamlaðan einstakling, tillaga - USK22010020         Mál nr. US220140

  Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 22. júní 2022:

  Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar leggur til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að bifreiðastæði við Baldursgötu 26, staðsett við Þórsgötu 14, verði merkt fyrir hreyfihamlaðan einstakling. Bifreiðastæðið verði merkt með viðeigandi umferðarmerki og yfirborðsmerkingu í samræmi við reglugerð nr. 289/1995, um umferðarmerki og notkun þeirra, með áorðnum breytingum.

  Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

  Fylgigögn

 4. Samtún 10, sérmerkt stæði fyrir hreyfihamlaðan einstakling, tillaga - USK22010020         Mál nr. US220141

  Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 22. júní 2022:

  Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar leggur til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að bifreiðastæði við Samtún 10 verði merkt fyrir hreyfihamlaðan einstakling. Bifreiðastæðið verði merkt með viðeigandi umferðarmerki og yfirborðsmerkingu í samræmi við reglugerð nr. 289/1995, um umferðarmerki og notkun þeirra, með áorðnum breytingum.

  Samþykkt með vísan til c liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

  (A) Skipulagsmál

  Fylgigögn

 5. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð         Mál nr. SN010070

  Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. júní 2022.

  Fylgigögn

 6. Kirkjusandur 2, breyting á deiliskipulagi        Mál nr. SN220377

  Lögð fram umsókn Kurt og Pí ehf. f.h. eiganda dags. 13. júní 2022, varðandi breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands vegna lóðarinnar nr. 2 við Kirkjusand. Í breytingunni felst breytt landnotkun og byggingarmagn og breyting á byggingareitum, samkvæmt uppdr. Kurt og Pí ehf. dags. 13. júní 2022. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.

  Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Vísað til borgarráðs.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Hér er verið að fjalla um tillögu af breytingu á deiliskipulagi. Breytt byggingarmagn og breytt starfsemi á lóðinni þar sem verður blönduð starfsemi íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, í samræmi við aðra hluta deiliskipulagssvæðisins. En og aftur er talað um líffræðilegan fjölbreytileika í samhengi við gróðurþök og segir: ,, Þök eru almennt gróðurþök þar sem gert er ráð fyrir fjölbreyttum gróðri, sem stuðlar að líffræðilegum fjölbreytileika”. Flokkur fólksins spyr hvaða plöntutegundir hafa höfundar í huga? Er það talið að gróður á þaki stuðli að líffræðilegum fjölbreytileika? Er það þá líka skilningur að lagning stíga og gatna minnki líffræðilegan fjölbreytileika? Segir einnig: ,,Gróður skal einnig valinn með tilliti til þess hve mikið vatn hann getur tekið til sín. Þar sem íverusvæði (með hörðu yfirborði) eru á þökum er vatni af þessu svæðum veitt inn á gróðursvæði”. Flokkur fólksins spyr aftur, hvaða plöntutegundir hafa höfundar í huga?

  Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 7. Kirkjusandur - Reitur F, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN220382

  Lögð fram umsókn ASK Arkitekta ehf. dags. 15. júní 2022, varðandi breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands vegna reits F. Í breytingunni felst að sameina reiti F2 og F3 í einn reit (F2) þar sem heimild verður fyrir íbúðarhúsnæði með allt að 115 íbúðum í stað blöndu af atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði, samkvæmt uppdr. ASK arkitekta dags. 21. júní 2022. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.

  Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Vísað til borgarráðs.

  Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 8. Bryggjuhverfi, dælustöð, breyting á deiliskipulagi vegna stækkunar skipulagssvæðis        Mál nr. SN220188

  Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis. Í breytingunni felst að skipulagssvæðið er stækkað til suðurs að mörkum Ártúnshöfða og til austurs að veginum Gullinbrú. Ástæða þess að skipulagssvæðið stækkar er fyrirhuguð dælustöð Veitna, en afmörkuð er lóð ásamt því að gerður er byggingarreitur fyrir dælustöð sem staðsett verður sunnan Sævarhöfða og vestan Gullinbrúar. Lagnabeltin verða tvö, annars vegar frá Ártúnshöfða og til norðurs að lóð dælustöðvar og hins vegar frá lóð dælustöðvar til vesturs. Aðkoma þjónustuumferðar að lóðinni verður frá núverandi einstefnu frárein frá Gullinbrú að Sævarhöfða, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 30. maí 2022. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.

  Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Vísað til borgarráðs.

  Fylgigögn

 9. Leirtjörn, vestur - nýtt deiliskipulag
  Skipulagslýsing         Mál nr. SN220394

  Lögð fram skipulagslýsing, dagsett 22. júní 2022, vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsgerðar við Leirtjörn í Úlfarsárdal. Í breytingunni er gert ráð fyrir 2-5 hæða íbúðarbyggð, samfélagsþjónustu og annarri nærþjónustu. Lagt er til að lýsingin verði kynnt og leitað umsagna þeirra aðila sem taldir eru upp í henni.

  Samþykkt er að kynna lýsingu að deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita skal umsagna um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Veitum, Minjastofnun, Borgarsögusafni, Strætó bs., hverfisráði, íbúasamtökum, íþróttafélaginu Fram og eftirtöldum skrifstofum og sviðum Reykjavíkurborgar: skrifstofu framkvæmda og viðhalds, skrifstofu reksturs og umhirðu, skrifstofu umhverfisgæða, Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, skóla- og frístundasviði og velferðarsviði. Einnig skal setja lýsinguna í almenna kynningu.
  Vísað til borgarráðs.

  Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 10. Kirkjuteigur 24, Laugarnesskóli, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN220388    

  Lögð fram umsókn Laugarnesskóla dags. 20. júní 2022, varðandi breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis vegna lóðarinnar nr. 24 við Kirkjuteig (Laugarnesskóla). Í breytingunni felst bygging skólastofa til bráðabirgða, samkvæmt uppdr. Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 9. júní 2022. Lagt er til að tillagan verði samþykkt án grenndarkynningar þar sem hún varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og sveitarfélagsins.

  Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Leysa þarf húsnæðismál Laugarnesskóla til framtíðar. Hverju skrefi er vissulega fagnað en málið er stærra en svo að við blasi fullnægjandi lausnir. Nemendur fjölgar stöðugt og skólinn er löngu sprunginn. Þegar litið er til Laugarnesskóla sérstaklega er áætluð framtíðarþörf Laugarnesskóla að sinna aðeins 593 nemendum. Í skýrslu starfshóps um framtíðarskipulag skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi (sviðsmyndagreiningin) er gert ráð fyrir að í óbreyttri skólagerð verði nemendafjöldi Laugarnesskóla 683 nemendur árið 2030 og 686 nemendur árið 2040. Líklegt má telja að framtíðarþörf kunni að vera vanmetin. Nemendum Laugarnesskóla hefur fjölgað um 166 frá árinu 2008 og það stefnir að óbreyttu í að þeir verði 250 umfram þolmörk árið 2030. Flokkur fólksins telur að upplýsingagjöf til foreldra hefði einnig mátt vera mun meiri af hálfu skipulagsyfirvalda. Enn er lítið að frétta af kostnaðargreiningu vegna hugmynda sem kynntar voru í skýrslu starfshópsins um skóla- og frístundastarf í Laugarnes- og Langholtshverfi. Ekki er heldur séð að búið sé að skilgreina heildarstefnu um skólamál í hverfinu. Bregðast þarf fljótt við bráðavanda vegna skorts á íþróttaaðstöðu Laugarnes- og Laugalækjarskóla og íþróttafélaganna í hverfinu.

  Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 11. Reynisvatnsás, breyting á skilmálum deiliskipulags         Mál nr. SN220117

  Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 22. febrúar 2022 að breytingu á almennum skilmálum deiliskipulags fyrir Reynisvatnsás. Í breytingunni felst að heimild er gefin að skorsteinar og loftnet nái upp fyrir skilgreindar hámarkshæð húsa. Tillagan var auglýst frá 23. mars 2022 til og með 11. maí 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Kjartan Lilliendahl og Sigríður Bragadóttir dags. 1. maí 2022, Vörður Ólafsson og Svanborg Gústafsdóttir dags. 8. maí 2022, Íbúasamtök Úlfarsárdals dags. 8. maí 2022, Björn Ingi Björnsson dags. 8. maí 2022, Hilmar Karlsson dags. 8. maí 2022 og Þórður Antonsson dags. 9. maí 2022. Einnig er lagt fram bréf íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals dags. 27. september 2022. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. júní 2022, ásamt uppfærðri tillögu að skilmálabreytingu, dagsettri 17.06.2022, sem viðbrögð við athugasemdum. Lagt er til að tillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem koma fram í umsögninni.

  Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. júní 2022.
  Vísað til borgarráðs.

  Fulltrúar Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Á flestum svæðum í Reykjavík eru heimildir þannig að hægt sé að láta smávægilegar viðbætur, svosem loftnet og skorsteina, upp fyrir hámarkshæð húsa, en það hefur vantað í skilmála á þessu svæði. Því er hér bætt við, annars er hætt við að margir íbúar þyrftu að fara í breytingar á húsum sínum.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Það á ekki að breyta skipulagi eftir að byggt hefur verið eftir því. Stórir skorsteinar og stórir diskar til að ná sjónvarpsmerki hafa áhrif á útsýni. Hefðbundið loftnet og 30-40 cm þykkt reykrör myndi teljast innan marka. Eitthvað mun stærra ætti að fara í grenndarkynningu. Íbúasamtökin í Úlfarsárdal hafna tillögu á breytingu á skilmálum deiliskipulagsins „Reynisvatnsás, íbúðarhverfi, deiliskipulag“. Þessi breytingalýsing að leyfa skorsteina og loftnet upp fyrir tilgreinda hámarks hæð er of opin. Þarna er verið að opna fyrir að stórir steyptir skorsteinar og gervihnattadiskar geti skyggt á útsýni.

  Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 12. Rökkvatjörn 6-8, breyting á skilmálum deiliskipulags         Mál nr. SN220316

  Lögð fram umsókn Ásgeirs Ásgeirssonar dags. 23. maí 2022 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 6-8 við Rökkvatjörn. Í breytingunni felst að heimilt er að svalir á suðurhlið hússins skagi út fyrir byggingarreit lóðarinnar, samkvæmt tillögu dags. 12. apríl 2022. Lagt er til að tillagan verði samþykkt án grenndarkynningar þar sem hún varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og sveitarfélagsins.

  Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

  Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 13. Sæmundargata 15-19, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN220291

  Lögð fram umsókn Pálmars Kristmundssonar dags. 17. maí 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands, Vísindagarða, vegna lóðarinnar nr. 15-19 við Sæmundargöt. Í breytingunni felst að byggingarreitur þakhæðar er breytt lítillega til að koma fyrir upphækkuðu lyftu- og stigahúsi á vesturhlið byggingarinnar við Sæmundargötu, samkvæmt uppdr. PK Arkitekta ehf. dags. 25. maí 2022. Lagt er til að tillagan verði afgreidd án grenndarkynningar og auglýsingar þar sem hún varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

  Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. viðauka 1.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, um fullnaðarafgreiðslur skipulags- og samgönguráðs án staðfestingar borgarráðs.

  Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 14. Gufunes, áfangi 1 - Jöfursbás reitir A3 og A4, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN220257

  Lögð fram umsókn Hildar Gunnlaugsdóttur, f.h. Spildu ehf. dags. 4. maí 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi áfanga 1 í Gufunesi vegna reita A3 og A4. Í breytingu felst tilfærsla á lóðarmörkum (fjöldi og lögun lóða er að breytast), aukning á fjölda íbúða, húshæðir aukast en þó innan marka sem tilgreint er í aðalskipulagi. Heildarbyggingamagn á svæðinu helst óbreytt m.v. gildandi heimildir og mun byggðarmynstur á uppbyggingarsvæði breytast, í stað randbyggðar, standa stakstæð hús í grænu garðrými. Almennings- og dvalarrými eykst og það gert samfelldara, m.a. með því að fella niður botnlangann Hilmisbás. Töluverð atvinnustarfsemi er í gildandi skipulagi og mun nær öll sú starfsemi í núverandi heimildum breytast í íbúðir, samkvæmt uppdr. dags. 3. maí 2022. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.

  Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
  Vísað til borgarráðs.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Lögð fram umsókn Spildu ehf. dags. 4. maí 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi áfanga 1 í Gufunesi vegna reita A3 og A4. Í breytingu felst tilfærsla á lóðarmörkum (fjöldi og lögun lóða er að breytast), aukning á fjölda íbúða, húshæðir aukast en þó innan marka sem tilgreint er í aðalskipulagi. Heildarbyggingamagn á svæðinu helst óbreytt m.v. gildandi heimildir og mun byggðarmynstur á uppbyggingarsvæði breytast, í stað randbyggðar, standa stakstæð hús í grænu garðrými eins og segir í kynningu á tillögunni. Þessar breytingar sem sótt er um breyta miklu að mati Flokks fólksins. Hætt verður við randbyggð sem breytir ásýnd og umhverfisgæðum og ekki er lengur jafnvægi á milli atvinnutækifæra og íbúa í hverfinu. Það er ekki gott því að sækja vinnu utan hverfis er ekki gott vegna umferðartafa og umferðarteppu víða í borginni. Það er hins vegar gott að atvinnutækifæri séu í hverfinu, og í samræmi sem síðasti meirihlutinn lagði áherslu á.

  Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 15. Álfabakki 2A, 2B, 2C og 2D, breyting á deiliskipulagi     (04.603.6)    Mál nr. SN220193

  Lögð fram umsókn Álfabakka 2 ehf. dags. 6. apríl 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Suður-Mjóddar vegna lóðanna nr. 2A, 2B, 2C og 2D við Álfabakka. Í breytingunni felst að lóðirnar eru sameinaðar í eina lóð og byggingarreitur er lengdur til norðurs, samkvæmt uppdr. K.J.ARK ehf. dags. 4. apríl 2022. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.

  Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Vísað til borgarráðs.

  Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 16. Elliðaárdalur, breyting á deiliskipulagi     (04.2)    Mál nr. SN220347

  Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals. Í breytingunni felst að bætt er við tengistíg frá Rafstöðvarvegi 1A (jarðhús ofan Ártúnsbrekku) og til suðurs að núverandi stofnstíg sunnan aðkomuvegar að Rafstöðvarvegi 1A, samkvæmt uppdr. Landslags dags. 1. júní 2022. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.

  Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Vísað til borgarráðs.

  Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 17. Öskjuhlíð, breyting á deiliskipulagi         (01.76)    Mál nr. SN220376
  Lögð fram umsókn Umhverfis- og skipulagssviðs dags 13. júní 2022, varðandi breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar. Í breytingunni felst afmörkun deiliskipulags aðlöguð að deiliskipulagsmörkum Háskólans í Reykjavík og nýr göngustígur á horni Nauthólsvegar og Flugvallarvegar. Einnig lagður fram uppdr. Landmótunar dags. 22. júní 2022. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu.

  Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Vísað til borgarráðs.

  Fylgigögn

 18. Arnarnesvegur, nýtt deiliskipulag        Mál nr. SN210221

  Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga verkfræðistofunnar EFLU f.h. Reykjavíkurborgar og Kópavogs að nýju deiliskipulag Arnarnesvegar 3. áfanga. Deiliskipulagstillagan nær til hluta Arnarnesvegar, nýjum 2+2 vegi ásamt tveimur nýjum hringtorgum, frá gatnamótum Arnarnesvegar og Rjúpnavegar að fyrirhuguðum gatnamótum Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar og veghelgunarsvæða hans sem nær að jafnaði 30 metra út frá miðlínu vegarins. Hluti veghelgunarsvæðis Arnarnesvegar er innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur, en stærsti hluti vegarins liggur innan sveitarfélagsmarka Kópavogs. Samhliða er gert ráð fyrir stofnstíg, aðskilinn hjóla- og göngustíg, frá Rjúpnavegi í Kópavogi og að Elliðaárdal ásamt tengistígum sem og meðfram Breiðholtsbrautinni og undir fyrirhugaða brú yfir Breiðholtsbraut. Jafnframt er gert ráð fyrir göngubrú/vistloki yfir veginn. Arnarnesvegur sem liggur innan marka skipulagssvæðisins er um 1,9 km að lengd og liggur frá suðaustur hluta Leirdals að grænu opnu svæði norðan Breiðholtsbrautar, samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti verkfræðistofunnar EFLU dags. 13. desember 2021, br. 13. maí 2022. Einnig er lögð fram greinargerð dags. 13. desember 2021, br. 13. maí 2022. Tillaga var auglýst frá 21. janúar 2022 til og með 11. mars 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Elísabet Rakel Sigurðardóttir dags. 10. janúar 2022, Ívar Örn Lárusson dags. 1. mars 2022, Ríkarður Sigmundsson dags. 3. mars 2022, Valgerður Helgadóttir dags. 4. mars 2022, Elísabet Guðrún Jónsdóttir dags. 8. mars 2022, Kristján Jónsson dags. 8. mars 2022, Bjarni Gunnarsson, dags. 10. mars 2022, Helgi S. Ólafsson dags. 10. mars 2022, Hjalti Atlason dags. 10. mars 2022, Guðbrandur Gimmel dags. 10. mars 2022, Sveinborg Hlíf Gunnarsdóttir dags. 11. mars 2022, Vinir Vatnsendahvarfs dags. 10. mars 2022, Ágústa Ýr Þorbergsdóttir dags. 10. mars 2022 og Halldór Páll Gíslason dags. 11. mars 2022. Að loknum athugasemdafresti barst athugasemd frá Bernharði Ólafssyni, Soffíu Eiríksdóttur, Aleksöndru Kojic og Heiðari Ásberg Atlasyni dags. 18. mars 2022. Einnig eru lagðar fram umsagnir frá eftirfarandi: Minjastofnun Íslands dags. 8. febrúar 2022, Veðurstofa Íslands dags. 28. febrúar 2022, Vegagerðin dags. 28. febrúar 2022, Umhverfisstofnun dags. 4. mars 2022, Náttúrufræðistofn Íslands dags. 4. mars 2022, íbúaráð Breiðholts dags. 8. mars 2022, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 10. mars 2022, Skipulagsstofnunar dags. 16. mars 2022 og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins 20. apríl 2022. Einnig er lagt fram minnisblað EFLU, dags. 13. maí 2022, þar sem fram koma sameiginleg viðbrögð Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar við innsendum umsögnum og athugasemdum. Lagt er til að tillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem koma fram í minnisblaðinu.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu: 

  Flokkur fólksins leggur til málsmeðferðartillögu um að tillögu verkfræðistofunnar EFLU f.h. Reykjavíkurborgar og Kópavogs að nýju deiliskipulag Arnarnesvegar 3. áfanga verði frestað.

  Málsmeðferðartillagan er felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna greiða atkvæði með frestun.

  Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Framsóknar, Pírata og Viðreisnar sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í minnisblaði EFLU, dags. 13. maí 2022. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá og fulltrúi Vinstri grænna greiða atkvæði gegn afgreiðslu málsins.
  Vísað til borgarráðs.

  Fulltrúar Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

  Lagning Arnarnesvegar er hluti af samgöngusáttmála á höfuðborgarsvæðinu sem Reykjavíkurborg er aðili að. Samgöngusáttmálinn er sögulegt samkomulag ríkis og sveitarfélaga sem tryggir uppbyggingu grænna samgönguinnviða jafnframt því að greiða fyrir bílaumferð á völdum stöðum. Mjög mikilvægt er að draga eins og unnt er úr neikvæðum umhverfisáhrifum af framkvæmdinni og hefur verið leitast við það eftir fremsta megni í útfærslu gatnamótanna. Deiliskipulagið sem hér er afgreitt gerir ráð fyrir að hægt sé að setja upp vistlok sem minnka áhrif á ásýnd og upplifun íbúa af þeim breytingum sem hér verða. Við leggjum þunga áherslu á að vistlok verði hluti af endanlegri útfærslu og að fjármögnun þess hluta framkvæmdarinnar liggi fyrir áður en ráðist er í verkið.

  Fulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Brýnt er að bæta umferðaröryggi allra ferðamáta. Hins vegar mega aðgerðir til þess ekki vera umferðaraukandi fyrir óvistvæna ferðamáta. Eins þarf að huga að umhverfisvænni landnýtingu og kolefnisspori vegaframkvæmda. Ekki er að sjá að hugað sé að þessum þáttum og mætti vanda mikið betur til verka. Nú stefnir í að hundruð hektarar af óspilltu landi fari undir umferðarmannvirki sem fyrst og fremst gagnast einkabílum og flutningabílum og að fjölgun mislægra gatnamót sé umtalsverð. Ef þetta verður niðurstaðan er mótvægisaðgerða þörf. Þá þarf að rýna vandlega tækifærin til að minnka aðra vegi eða loka þeim og ráðast í gagngerar breytingar til að stuðla að breyttum ferðavenjum. Þá þarf mun betur að huga að vegaframkvæmdum sem gerir ráð fyrir vistvænum ferðamátum.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Flokkur fólksins lagði fram málsmeðferðartillögu um að fresta tillögu verkfræðistofunnar EFLU f.h. Reykjavíkurborgar og Kópavogs að nýju deiliskipulag Arnarnesvegar 3. áfanga. Tillagan um frestun var felld af meirihlutanum. Náttúruvinir Reykjavíkur og Vinir Vatnsendahvarfs hafa ítrekað reynt að ná í oddvita Framsóknarflokksins, en án árangurs, til að ræða við hann um kosningaloforð flokksins að fengið verði nýtt umhverfismat. Það er mikilvægt að oddvitinn kynni sér þetta mál í þaula, enda hér um framkvæmd að ræða sem mun umbylta dýrmætu landi og hafa áhrif á ekki aðeins nærliggjandi íbúa, heldur einnig gróður og dýraríki. Engin svör hafa fengist við ítrekuðum póstum. Nú kemur fram í nýjum samstarfssáttmála að til stendur að "klára skipulag fyrir Arnarnesveg" og vilja Náttúruvinir Reykjavíkur og Vinir Vatnsendahvarfs fá að vita hvað það felur í sér. Loforð Framsóknarflokks fyrir kosningar var að fara ætti fram á nýtt umhverfismat fyrir framkvæmdina. Vinir Vatnsendahvarfs og Náttúruvinir Reykjavíkur óska eftir fundi með borgarfulltrúum Framsóknarflokksins og að oddviti skoði svæðið með þeim áður en lengra er haldið. Umhverfismat fyrir þessa framkvæmd er frá 2003, en vegna glufu í lögum um umhverfismat hefur Skipulagsstofnun úrskurðaði að ekki þyrfti að gera nýtt umhverfismat því „byrjað hafði á veginum“ árið 2004.

  Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum og Ómar Ingþórsson frá EFLU tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 19. Elliðaárdalur, breyting á deiliskipulagi     (04.2)    Mál nr. SN210780

  Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals. Breytingin felst í að skipulagsmörkum deiliskipulagsmarka Elliðaárdals er breytt og minnkar skipulagssvæðið um 1,7 ha. Breytingin er tilkomin vegna fyrirhugaðra gatnamóta Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar sem verða utan skipulagssvæðis. Minnkunin er til að samræma mörk deiliskipulags Elliðaárdals við nýtt deiliskipulag Arnarnesvegar, samkvæmt uppdr. Landslags dags. 20. september 2021, br. 19. maí 2022. Tillagan var auglýst frá 21. janúar 2022 til og með 4. mars 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Hollvinasamtök Elliðaárdals dags. 4. mars 2022. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. maí 2022. Lagt er til að tillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem koma fram í umsögninni.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu: 

  Flokkur fólksins leggur til málsmeðferðartillögu um að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals verði frestað.

  Málsmeðferðartillagan er felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna greiða atkvæði með frestun.

  Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Framsóknar, Pírata og Viðreisnar sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. maí 2022. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
  Vísað til borgarráðs.

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks taka undir áhyggjur og athugasemdir Hollvinasamtaka Elliðaárdals. Hér er verið að fórna dýrmætu útivistarlandi borgarbúa í landfrekt tengivirki fyrir gatnamót sem eru ekki hagstæðasta lausnin í umferðalegu tilliti. Hér er verið að taka svæði af dalnum að nauðsynjalausu.

  Áheyrnarfulltrúi Sósíalista leggur fram svohljóðandi bókun:

  Fulltrúi Sósíalista harmar að til standi að minnka skipulagssvæði Elliðaárdals. Þetta er svæði sem verður tekið í burtu á óafturkræfan hátt. Þetta er eitt af okkar dýrmætustu útivistarsvæðum. Koma hefði átt til móts við þau samtök og hópa sem mótmæltu og málið unnið í betra samráði með þeim.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram málsmeðferðartillögu um að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals verði frestað eins og tillögu EFLU f.h. Reykjavíkurborgar og Kópavogs að nýju deiliskipulag Arnarnesvegar 3. áfanga enda tengjast þessi tvö mál. Málsmeðferðartillagan var felld af meirihlutanum sem og tillagan um frestun máli Arnarnesvegar. Óskað var frestunar þar til nýtt umhverfismat hefur verið gert eins og Framsóknarflokkur lofaði Vinum Vatnsendahvarfs og Náttúruvinum Reykjavíkur í aðdraganda kosninga.

  Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 20. Suðurlandsvegur, Skipulagslýsing     (05.8)    Mál nr. SN220392

  Lögð fram skipulagslýsing EFLU verkfræðistofu fh. umhverfis- og skipulagssvið, skipulagsfulltrúa, dags. 22. júní 2022, um nýtt deiliskipulag Suðurlandsvegar, frá vegamótum við Bæjarháls að sveitarfélagsmörkum við Mosfellsbæ nálægt Hólmsá, veghelgunarsvæða hans og gatnamóta á þessari leið. Vegagerðin áformar að í samvinnu við borgina að tvöfalda Suðurlandsveg og er markmið framkvæmdar að auka umferðaröryggi allra faramóta og tryggja greiðari leið umferðar um Suðurlandsveg með því að aðskilja akstursstefnur. Lagður verður 2+2 vegur, tengingum fækkað frá því sem nú er, þrenn mislæg vegamót, gerðir nýir reið-, hjóla- og göngustígar. Vegurinn verður lagður í allt að fimm áföngum og nær deiliskipulagið til fyrstu tveggja áfanganna. Lagt er til að lýsingin verði kynnt og leitað umsagna þeirra aðila sem taldir eru upp í henni.

  Samþykkt með sex atkvæðum fulltrúa Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins, að kynna lýsingu að deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita skal umsagna um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Minjastofnun Íslands, Borgarsögusafni Reykjavíkur, Íbúaráði Árbæjar, Íbúaráði Norðlingaholts, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Veðurstofu Íslands, Veitum ohf., Hestamannafélaginu Fáki, Landssamtökum hjólreiðamanna, Skógræktarfélagi Reykjavíkur, Skógrækt Ríkisins. Jafnframt fer lýsingin í almenna kynningu. Fulltrúi Vinstri grænna greiðir atkvæði gegn tillögunni.
  Vísað til borgarráðs.

  Fulltrúar Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

  Hér er um framkvæmd Vegagerðarinnar er að ræða, sem telur þörf á breytingunni til að bæta öryggi og umferðarflæði. Hér er um að ræða viðkvæmt svæði sem er mikið notað til útivistar. Bættar hjóla- og gönguleiðir á svæðinu sem farið er í samhliða breytingunni eru þó einnig mikilvægar og mikilvægt að tryggja samfelldan göngu- og hjólastíg til Hveragerðis og Selfoss. Gæta þarf vel að mótvægisaðgerðum. Vatnsbúskapur Rauðavatns hefur verið mjög sveiflukenndur og mikilvægt að skoða hvort hægt sé að hafa jákvæð áhrif á þá stöðu eins og frumkönnun gefur til kynna.

  Fulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Brýnt er að bæta umferðaröryggi allra ferðamáta. Hins vegar mega aðgerðir til þess ekki vera umferðaraukandi fyrir óvistvæna ferðamáta. Eins þarf að huga að umhverfisvænni landnýtingu og kolefnisspori vegaframkvæmda. Ekki er að sjá að hugað sé að þessum þáttum og mætti vanda mikið betur til verka. Nú stefnir í að hundruð hektarar af óspilltu landi fari undir umferðarmannvirki sem fyrst og fremst gagnast einkabílum og flutningabílum og að fjölgun mislægra gatnamót sé umtalsverð. Ef þetta verður niðurstaðan er mótvægisaðgerða þörf. Þá þarf að rýna vandlega tækifærin til að minnka aðra vegi eða loka þeim og ráðast í gagngerar breytingar til að stuðla að breyttum ferðavenjum. Þá þarf mun betur að huga að vegaframkvæmdum sem gerir ráð fyrir vistvænum ferðamátum.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Lögð fram af skipulagsyfirvöldu skipulagslýsing EFLU verkfræðistofu fh. umhverfis- og skipulagssvið, skipulagsfulltrúa, dags. 4. maí 2022, um nýtt deiliskipulag Suðurlandsvegar, frá vegamótum við Bæjarháls að sveitarfélagsmörkum við Mosfellsbæ nálægt Hólmsá, veghelgunarsvæða hans og gatnamóta á þessari leið. Flokkur fólksins bendir á að fyrirsjáanlegar eru deilur um hvað á að víkja fyrir veginum, hluti skógarreits eða bensínstöð. Svo er athyglisvert að ekki er talað um minnkun á líffræðilegri fjölbreytni við það að leggja nýjar akbrautir og gróður skertur og það er ekki í samræmi við það sem sagt er þegar gróðurmagn er einhversstaðar aukið.

  Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  (B) Byggingarmál

  Fylgigögn

 21. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

  Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 21. júní 2022.

  (E) Umhverfis- og samgöngumál

  Fylgigögn

 22. Borgarhönnunarstefna, tillaga         Mál nr. US220127

  Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja til að unnin verði borgarhönnunarstefna sem fjalli með einföldum og skýrum hætti um gæði borgarrýmis og byggðar í takt við samstarfssáttmála meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Leiðarljós stefnunnar verði græn lífsgæðaborg í samræmi við aðalskipulag Reykjavíkur og aukið gagnsæi í kringum þá þróun. Settur verði á fót starfshópur sem vinni drög að stefnunni í samráði við umhverfis- og skipulagsráð. Litið verði til grænna lífsgæðaáherslna í arkitekta- og borgarhönnunarstefnum í borgum nágrannalandanna og sett fram skýr rammi um hönnun almenningsrýmis í þágu virkra ferðamáta og græns yfirbragðs. Við hönnun bygginga skal meðal annars lögð áhersla á birtuskilyrði, gæði dvalarrýma, og fjölbreytni. Vinnan verði í takti við fyrirliggjandi stefnur borgarinnar. Unnar verði viðeigandi greiningar og úrbætur á verkferlum eftir þörfum, þar á meðal gátlistar fyrir hönnuði. Lögð verði áhersla á samráð og samtal við hagaðila.

  Samþykkt að stofna starfshóp og fela sviðsstjóra að gera drög að erindisbréfi.

  Fulltrúar Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Það er mikilvægt að skilgreina væntingar Reykjavíkurborgar til hönnunar nýrra hverfa og endurgerðar eldri hverfa. Litið verði til grænna lífsgæðaáherslna í arkitekta- og borgarhönnunarstefnum í borgum nágrannalandanna og sett fram skýr rammi um hönnun almenningsrýmis í þágu virkra ferðamáta og græns yfirbragðs. Við hönnun bygginga skal meðal annars lögð áhersla á birtuskilyrði, gæði dvalarrýma, og fjölbreytni. Vinnan verði í takti við fyrirliggjandi stefnur borgarinnar. Ef slíkar leiðbeiningar eru augljósar og aðgengilegar fyrirfram getur það flýtt fyrir hönnun og komið í veg fyrir að leggjast þurfi í mikla vinnu við endurgerð. Unnar verði viðeigandi greiningar og úrbætur á verkferlum eftir þörfum, þar á meðal gátlistar fyrir hönnuði. Lögð verði áhersla á samráð og samtal við hagaðila og samráðsáætlun kynnt ráðinu á fyrstu stigum vinnunnar.

  Áheyrnarfulltrúi Sósíalista leggur fram svohljóðandi bókun: 

  “Hagaðilar” þurfa að vera skilgreindir betur frá upphafi. Það er afar óljóst að vita hvað höfundar tillögunnar eiga við, og auðvelt með þessu orðalagi að láta hjá líða að bjóða mikilvægum hagsmunaaðilum að borðinu. Það þarf að bæta í “ramma um forgangsröðun við úthlutun borgarrýmis” að bæði gæði og gagnsemi byggðar séu tekin til greina. Gæði byggðar og almannarýma eru góð og blessuð, og þörf. Gagnsemi gagnvart þeim sem búa í borginni og þurfa að geta búið í henni þarf þó að vera tekin til greina. Sérstaklega ef til stendur að minnka umferðarþyngd innan hennar. Tryggja þarf að byggðin sé ekki skipulögð með þeim hætti að úr henni verði bolað þeim tekjuhópum sem hingað til hafa flætt út úr dýrari svæðum og þéttingarreitum, og aukið með því umferðarflæði vinnuaflsins í borginni. Sömuleiðis mætti láta greina umferðarflæði eftir tekjuhópum, meðal fjarlægðir milli vinnustaðar og heimilis þegar annað tveggja er innan borgarmarka Reykjavíkur eða bæði. Kemur þetta mjög sterkt inn á sviðið “aukin lífsgæði íbúa” sem fjalla á um í þessari stefnu.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Hér er á ferðinni hugmyndir um þróun í borginni. ,,Borgarhönnunarstefna. Viðmið eru sett um umhverfisgæði svo sem plássnýtingu eins og hámarks- og lágmarksbreiddir gatna og gangstétta og kröfur um gæðakröfur til þeirra, svo sem að hjólastígar skuli ekki ganga í hlykkjum, en það er ekki aðalatriði þegar hjólastígar eru lagðir. Þegar horft er til hjólastíga þá skiptir mestu máli að lítið sé um brekku og hjóla sé að mestu eftir hæðarlínum. Sú hugsun sést sjaldan þegar um hjólastíga er að ræða í borginni. Þeir ganga óþarflega oft upp og niður brekkur. Borgarhönnunarstefna kveður ennfremur á um kröfur til gæða og fjölbreytni byggðar með áherslu á gæði íbúða, svo sem um næg birtuskilyrði, skuggavarpsgreiningar, loftgæði, heilnæmt umhverfi og takmörkun á hljóðmengun. Mál til komið er að takmarka hljóðmengun.

  Edda Ívarsdóttir deildarstjóri borgarhönnunar tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  (D) Ýmis mál

  Fylgigögn

 23. Fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2022          Mál nr. SN220386

  Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu skipulagsfulltrúa, dags. 16. júní 2022, að skipan fulltrúa í vinnuhóp sem gerir tillögu að fegrunarviðurkenningum fyrir endurbætur á eldri húsum og fallegar og vel skipulagðar lóðir þjónustu, og stofnana og fjölbýlishúsa, auk sumargatna árið 2022.

  Samþykkt. 

  Fylgigögn

 24. Umhverfis- og skipulagssvið, uppgjör janúar til mars 2022         Mál nr. US220144

  Lagt fram þriggja mánaða uppgjör í aðal- og eignasjóði umhverfis- og skipulagssviðs 2022.

  Hreinn Ólafsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 25. Umhverfis- og skipulagssvið, ferðakostnaður janúar til mars 2022          Mál nr. US220145

  Lagt fram yfirlit yfir ferðakostnað umhverfis- og skipulagssviðs frá janúar til mars 2022.

  Hreinn Ólafsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 26. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um umferðarmál við Hallsveg/Víkurveg, umsögn - USK22030169         Mál nr. US190232

  Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um umferðarmál við Hallsveg/Víkurveg, sbr. 44. liður fundargerðar skipulags- og samgönguráðs frá 3. júlí 2019 ásamt umsögn skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 31. mars 2022.

  Tillagan er felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði með tillögunni og fulltrúi Vinstri grænna situr hjá.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Lagfæringar eru nauðsynlegar á á gatnamótum Hallsvegur/Víkurvegur þar þarf að fara fjórum sinnum yfir götu til að þvera veginn. Þarna eru engar sebrabrautir og engin gönguljós. Þótt ekki hafi orðið slys þarna á gangandi eða hjólandi er óþarfi að bíða eftir að það gerist. Hver manneskja skiptir máli og þær talningar sem hér eru nefndar eru auk þess frá 2019. Verið er að fylgja eftir ábendingum sem eiga rætur að rekja til áhyggna fólks. Hraðamælingar sem gerðar hafa verið benda til þess að aksturshraði sé nokkuð hærri en hámarkshraði segir til um. Fram kemur að það sé mat sérfræðinga á skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar að umferð um Hallsveg sé of lítil til að ráðlagt sé að koma þar fyrir sérstökum gangbrautarljósum. En hvað er það sem skiptir máli hér þegar upp er staðið. Flokkur fólksins vonar að aðstæður þarna verði bættar því betra er að byrgja brunninn áður en barn dettur ofan í hann. Flokkur fólksins var með bókun í þessu máli 8.9. 21 og vísaði þá í erindi íbúaráðs Grafarvogs. Þá var kvartað yfir því að hægt gangi að klára einföld atriði svo sem að gera almennilegar aðstæður fyrir gangandi vegfarendur. Eiga þeir ekki að hafa forgang?

  Fylgigögn

 27. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um kynningarátak á bílhúsum, umsögn - USK22030169         Mál nr. US190312

  Lögð fram að nýju tillaga og greinargerð fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kynningarátak á bílhúsum, sbr. 44. liður fundargerðar skipulags- og samgönguráðs frá 25. september 2019 ásamt umsögn skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 31. mars 2022.

  Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga ráðsins:

  Lagt er til að Reykjavíkurborg og Bílastæðasjóður ráðist í kynningarátak á bílastæðahúsum miðborgar, með áherslu á Stjörnuport og Vitatorg.

  Samþykkt.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Flokkur fólksins er sammála því að þörf sé á kynningarátaki sér í lagi til að ná til þeirra sem nota ekki snjalltæki: snjallsíma og þar af leiðandi engin snjallforrit. Svo virðist sem starfandi samgöngustjóri hafi gleymt að slíkt fólk sé til. Hið stafræna hefur náð slíkum tökum á samfélaginu að fólk, t.d. eldra fólk eða fatlað fólk sem getur ekki vegna aldurs eða fötlunar nýtt sér snjalllausnir séu bara ekki lengur til í samfélaginu? Þetta er forkastanlegt svo vægt sé til orða tekið. Þetta er ekki aðeins spurning um nýtingu heldur að gera fólki til jafns kleift á að nýta sér þá þjónustu sem er í boði þessa sem aðra. Bílastæðahús eru í augum margra mjög óaðlaðandi staður að leggja bíl á vegna þrengsla, lýsingar og flókins greiðslukerfis. Allt ætti að gera til að hjálpa fólki til að komast yfir þær hindranir sem fólk ræður illa við í bílastæðahúsum. Kynningarátak er því góð tillaga og ætti hiklaust að vera samþykkt. Við í Flokki fólksins viljum jafnframt að farið verði í kynningarátak á þeim snjall forritum sem eru notuð í bílastæðum borgarinnar og bara almennt í bílastæðum Reykjavíkur. Margir og kannski einkum eldri kynslóðin er hrædd við notkun slíkra lausna.

  Fylgigögn

 28. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um nýtt deiliskipulag KR svæðisins         Mál nr. US220137

  Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um nýtt deiliskipulag KR svæðisins, sbr. 32. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. júní 2022. 

  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

 29. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um gatnamót við Vogabyggð         Mál nr. US220138

  Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um gatnamót við Vogabyggð, sbr. 33. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. júní 2022. 

  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

 30. Fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, um auglýsingaskilti - MSS22060108         Mál nr. US220142

  Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands sem lögð var fram í borgarráði 10. júní 2022 og vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs:

  Hver er stefna borgarinnar varðandi auglýsingaskil í borgarrýminu? Getur hver sem er óskað eftir að koma þeim fyrir og má koma þeim fyrir hvar sem er, svo sem í almenningsgörðum eða í nálægð við almenningsgarða? Af hverju var farið fram hjá íbúasamráði í Hlíðum vegna fyrirhugaðs auglýsingaskil sem stendur til að setja upp vestanmegin Lönguhlíðar sunnan við gatnamót að Bólstaðarhlíð? Af hverju var einungis húseigendum að Lönguhlíð 7, 9, 11, 13, 15 og 17 gefinn kostur á að veita athugasemdir við þá tillögu?

  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

  Fylgigögn

 31. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, fyrirspurn, um tómar íbúðir í Reykjavíkurborg         Mál nr. US220130

  Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um tómar íbúðir í Reykjavíkurborg, sbr. 34. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. júní 2022. 

  Vísað til umsagnar Félagsbústaða.

 32. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, um auglýsingar á biðskýlum strætisvagna         Mál nr. US220131

  Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um auglýsingar á biðskýlum strætisvagna, sbr. 35. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. júní 2022. 

  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

 33. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um rafskútur á göngugötum         Mál nr. US220116

  Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um rafskútur á göngugötum, sbr. 32. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 25. maí 2022. 

  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

 34. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um skilti         Mál nr. US220134

  Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um skilti, sbr. 38. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. júní 2022. 

  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, byggingarfulltrúa.

 35. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um hljóðvist á KR svæðinu         Mál nr. US220136

  Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hljóðvist á KR svæðinu, sbr. 40. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. júní 2022. 

  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. 

 36. Fulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu, um kolefnisspor framkvæmdanna við Arnarnesveg og Suðurlandsveg         Mál nr. US220159
   
  Fulltrúi Vinstri grænna leggur til að kolefnisspor framkvæmdanna við Arnarnesveg og Suðurlandsveg verði metið sem og áhrif þeirra á umferðaraukningu (induced demand). 

  Frestað.

 37. Fulltrúi Vinstri grænn leggur fram svohljóðandi tillögu, um samkomulag við Vegagerðina varðandi framkvæmdir         Mál nr. US220160
   
  Lagt er til að Reykjavíkurborg nái samkomulagi við Vegagerðina um að hefja framkvæmdir við stofngötur og gatnamót í Reykjavík um að endurhanna þær sem borgargötur með fleiri þverunum þar sem fjölbreyttir og vistvænir ferðamátar fá enn meira rými. Götur sem kæmu til greina (ekki tæmandi listi) eru Miklabraut, Hringbraut, Kringlumýrarbraut, Sæbraut og Breiðholtsbraut. Markmiðið með því að breyta stofnbrautum og gatnamótum í fallegar og vistvænar borgargötur er að auka öryggi vistvænna og fjölbreyttra ferðamáta og að ná enn hraðar markmiðum Reykjavíkur um kolefnishlutleysi borgarinnar. Til þess þarf m.a. að draga úr eknum kílómetrum og breyta ferðavenjum fólks. Þá þarf að rýna verkefni annarra borga sem hefur tekist vel til að breyta umferðarþungum æðum um borgina í fallegt, heilsusamlegt og nærandi ferðaumhverfi.

  Frestað.

 38. Fulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu, um nýtt umhverfismat vegna Arnarnesvegar         Mál nr. US220161
   
  Fulltrúi Vinstri grænna leggur til að Reykjavíkurborg fari fram á að nýtt umhverfismat verði gert vegna Arnarnesvegar enda er það sem nú liggur til grundvallar komið talsvert til ára sinna og er næstum því tuttugu ára gamalt. Ótal margt hefur breyst á þeim tíma m.a. umferðaspár, íbúabyggð og náttúrufar og rétt er að endurmeta framkvæmdina m.t.t. þessara þátta sem og annarra og miða við stöðuna eins og hún er á rauntíma framkvæmdar en ekki hver staðan var fyrir 20 árum síðan.

  Frestað.

 39. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, um hljóðvarnaraðgerðir         Mál nr. US220156
   
  Vegna umferðarhávaða frá Sæbraut er lagt til að ráðist verði í hljóðvarnaraðgerðir í þágu bættrar hljóðvistar íbúa vestan megin við brautina, á kaflanum frá Sægörðum og allt norður að Langholtsvegi. Um er að ræða íbúðabyggð við Kleppsveg, Sæviðarsund, Skipasund, Efstasund og Langholtsveg. Æskilegt er að metið sé í samráði við Vegagerðina hvort hljóðveggur eða manir henti betur við umræddar aðstæður. Lág hljóðmön er nú þegar á nyrsta hluta svæðisins. Óskað er eftir því að samráð verði haft um málið við þá íbúa, sem hagsmuna eiga að gæta.

  Frestað.

 40. Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi, tillögu, um að P-merkt stæði verði merkt inn í borgarvefsjá         Mál nr. US220149
   
  Lagt er til að P-merkt bílastæði fyrir hreyfihamlaða verði merkt inn á borgarvefsjá Reykjavíkur.

  Tillögunni fylgir greinargerð.
  Frestað.

  Fylgigögn

 41. Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi, tillögu, um niðurfellingu gjaldtöku í bílastæðahúsum fyrir handhafa stæðiskort hreyfihamlaðra         Mál nr. US220148
   
  Lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð beini því til bílastæðasjóðs að fella niður gjöld á handhafa stæðiskorta hreyfihamlaðra í bílastæðahúsum. 

  Tillögunni fylgir greinargerð.
   
  Frestað.

  Fylgigögn

 42. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um rafknúin farþegahjól fyrir fatlað fólk í Reykjavík         Mál nr. US220150
   
  Flokkur fólksins leggur til að Reykjavik kaupi rafknúin farþegahjól fyrir fatlað fólk í Reykjavík. Þessi hjól hafa verið keypt í Hafnarfirði og hafa veitt gleði og frelsi þar sem þau koma fólki milli staða með auðveldum hætti. Þau eru rafknúin og auðveld í notkun. Komin er ákveðin reynsla á þessi hjól og hafa þau sem nota þau fundist þetta bæta lífsgæði þeirra. Þessi hjól eru sögð hjálpa til við að efla þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu.

  Frestað.

 43. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um kynningarátak á snjallforritum         Mál nr. US220152
   
  Flokkur fólksins leggur til að farið verði í kynningarátak á þeim snjallforritum sem eru notuð í bílastæðum borgarinnar og bara almennt í bílastæðum Reykjavíkur. Margir og kannski einkum eldri kynslóðin er hrædd við notkun slíkra lausna. Fjölmargir hafa ekki hugmynd um hvaða forrit eru í boði og gildir þá einu um reynslu og aldur í sjálfu sér. Upplýsingagjöf til borgarbúa er á ábyrgð borgaryfirvalda.

  Frestað.

 44. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, 
  um úrbætur á Breiðholtsbraut         Mál nr. US220153
   
  Flokkur fólksins leggur til að tafarlaust verði leyst úr umferðarvandamáli á Breiðholtsbraut. Skoða þarf ljósastýringu og losa um þá hindrun sem veldur því að bílar sitja fastir í brautinni meira og minna.

  Tillögunni fylgir greinargerð.

  Frestað.

  Fylgigögn

 45. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, um Göngubrú fyrir Vogabyggð         Mál nr. US220155
   
  Flokkur fólksins leggur til að strax verði hafist handa við að byggja bráðabirgða göngubrú yfir Sæbraut við gatnamót við Skeiðarvog/Kleppsmýrarveg, sem eru ein hættulegustu gatnamót Reykjavíkur. Vogabyggð er orðin fjölmenn byggð, en þannig er málum háttað að börnin í hverfinu þurfa daglega að fara yfir Sæbrautina til að sækja skóla, frístundir, heilsugæslu, vini og fleira. Íbúar Vogabyggðar gera kröfu um að borgaryfirvöld standi við áform og gefin loforð um göngubrú. Samkvæmt þinglýstu samkomulagi við lóðarhafa frá 2016-17 mátti gera ráð fyrir göngubrú þegar árið 2019. Enn bólar ekkert á þessari brú. Nú fá íbúar þær fréttir að ekki verði af þessari göngubrú vegna þess að það eigi að setja Sæbraut í stokk. Framkvæmdir við stokk eiga ekki að hefjast fyrr en eftir tvö ár og klárast 2027. Samkvæmt áætlun á að koma bráðabirgðagöngubrú árið 2026, sem getur gagnast hverfinu. Krafa íbúa í Vogabyggð er skýr og afdráttarlaus: Göngubrú yfir Sæbraut strax. Krafan kemur líka fram í nýlegri undirskriftasöfnun íbúa. Við viljum hvetja borgarstjórn til að hlusta á íbúa Vogabyggðar og tryggja öryggi íbúa og barna í hverfinu. Það er hægt með því að byggja göngubrú til bráðabirgða strax.

  Tillögunni fylgir greinargerð.
  Frestað.

  Fylgigögn

 46. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn, um götu í Gufunesi         Mál nr. US220157
   
  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir upplýsingum um malbikaða og upplýsta götu, sem lögð var í Gufunesi árið 2018 en síðar eyðilögð og fjarlægð. Spurt er:
  1. Hver lagði götuna og hvenær?
  2. Hver var heildarkostnaður við framkvæmdina, lagningu, lýsingu o.fl.
  3. Hver greiddi kostnaðinn við framkvæmdina?
  4. Hvar lá gatan nákvæmlega?
  5. Hver var lengd, hæð og breidd götunnar?
  6. Hvert var heiti götunnar?
  7. Hvaða heimildir og leyfisveitingar lágu að baki götulagningunni, t.d. varðandi skipulag og framkvæmdir.
  8. Hvaða tilgangi þjónaði gatan?
  9. Af hverju var gatan eyðilögð, hvaða heimildir lágu þar að baki og hvenær var það gert?
  10. Hver var heildarkostnaður vegna eyðileggingar götunnar og hver greiddi þann kostnað?

 47. Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um umferðarflæði og útlosun eftir tekjuhópum         Mál nr. US220154
   
  Hefur Reykjavíkurborg eða stofnanir/svið á hennar vegum gert úttekt á umferðarflæði eftir tekjuhópum? Hvaða tekjuhópar það séu sem ferðist mest um göturnar og hverjir minnst. Hefur kolefnisfótspor íbúa borgarinnar verið kannað með tilliti til tekna?

 48. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn, um kostnað vegna undirbúnings við nýja byggð í Skerjafirði         Mál nr. US220151
   
  Flokkur fólksins óskar upplýsinga um hvað öll undirbúningsvinna við uppbyggingu nýrrar byggðar í Skerjafirði og innviða hefur kostað til þessa. Óskað er grófrar flokkunar/sundurliðunar á kostnaði. Mikil vinna og fjármagn hefur verið veitt í skipulagningu á uppbyggingu í Skerjafirði sl. ár Flokkur fólksins hefur ítrekað bókað um að þetta er ótímabær vinna vegna óvissu um framtíðarstaðsetningu flugvallarins. Nú eru ekki aðeins komin skil í málið heldur afgerandi niðurstaða því Innviðaráðuneytið telur með öllu óásættanlegt að Reykjavíkurborg ráðist í framkvæmdir í Skerjafirði án þess að fullkannað sé hvort og þá með hvaða hætti sé búið að tryggja að ný byggð hafi ekki neikvæð áhrif á rekstraröryggi flugvallarins í Vatnsmýri. Fresta á áformum um úthlutun lóða og byggingarréttar og hefja engar framkvæmdir á umræddu svæði þar til niðurstaða flug fræðilegrar rannsóknar liggur fyrir eins og segir í bréfi frá ráðuneytinu dags. 16. júní. Ljóst er að síðasti meirihluti fór á undan sér í þessu máli þrátt fyrir ítrekuð varnarorð og tillögu um að fresta verkefninu um ókominn tíma. Flokkur fólksins óttast að ef miklar tafir verða á framkvæmdum muni sú vinna sem lögð hefur verið í hönnun og skipulag hins Nýja Skerjafjarðar ekki verða nothæft þegar grænt ljós kemur á framkvæmdir sem óvíst er hvenær verður.

Fundi slitið klukkan 13:31

Alexandra Briem Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir

Hildur Björnsdóttir Kjartan Magnússon

Líf Magneudóttir Pawel Bartoszek

Þorvaldur Daníelsson