Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 232

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2018, miðvikudaginn 6. júní kl. 9:05, var haldinn 232. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Magnús Sveinn Helgason, Stefán Benediktsson, Svafar Helgason, Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Ingvar Jónsson áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Hermannsson, Hrefna Þórsdóttir og Marta Grettisdóttir. Starfsfólk skipulagsfulltrúa hjá umhverfis- og skipulagssviði sitja fundinn, eftir atvikum undir liðum 1-18. Starfsfólk á skrifstofu samgöngustjóra, borgarhönnunar hjá umhverfis- og skipulagssviði sitja fundinn undir lið 27. Sérfræðinugur á skrifstofu sviðsstjóra, stefnunótun og greining situr fundinn undir liðum 1-27.

Fundarritari er Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1.    Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir         Mál nr. SN010070

Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 18. og 25. maí 2018 og 1. júní 2018.

2.    Kringlureitur, rammaskipulag     (01.721)    Mál nr. SN180331

Lögð fram tillaga Kanon arkitekta að rammaskipulags Kringlusvæðis dags. 31. maí 2018 unnin á grunni verðlaunatillögu Kanon arkitekta um skipulag svæðisins. Í rammaskipulagstillögunni er sett fram stefnumörkun á grunni Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 og áætlun um áfangaskipta þróun og uppbyggingu svæðisins. Einnig er lögð fram greinargerð Kanon arkitekta og VSÓ ráðgjafar dags. 31. maí 2018.

Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Stefán Benediktsson, 

fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Magnús S. Helgason, fulltrúi Pírata Svafar Helgason og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Herdís Anna Þorvaldsdóttir, samþykkja fyrir sitt leyti tillögu að rammaskipulagi fyrir Kringlureit og fela embætti skipulagsfulltrúa að hefja undirbúning að gerð deiliskipulags fyrir svæðið í samvinnu við hagsmunaaðila. Fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir situr hjá við afgreiðlsu málsins og bókar: Rammaskipulag Kringlusvæðisins sýnir ótrúlega spennandi uppbyggingu sem er til mikilla bóta fyrir svæðið og borgina alla í anda aðalskipulagsins. Það er miður að ekki takist þó betur að vinna með þær byggingar sem fyrir eru, eins og svokallað Moggahús. Skipulag ætti að miða út frá þeim verðmætum sem þær byggingar sem fyrir eru fela í sér. Það gerir borgina ríkari, ekki síst frá menningarlegum og umhverfislegum sjónarmiðum.

Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Kannon Helga Bragadóttir, Helgi B. Thóroddsen og Birkir Einarsson, fulltrúi Reita Friðjón Sigurðsson og fulltrúi VSÓ Samúel Torfi Pétursson sitja fundinn undir þessum lið.

3.    Nýr Landspítali við Hringbraut, breyting á skilmálum deiliskipulags     (01.19)    Mál nr. SN180418

Lögð fram breytingartillaga Nýs Landspítala/SPITAL dags. 5. júní 2018. Í breytingunni felst að leiðrétt er byggingarmagn vegna lagnakjallara neðanjarðar í húsi nr. 21 á lóð Nýs Landspítala við Hringbraut. 

Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs. 

Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

4.    Kjalarnes, Esjumelar-Varmidalur, breyting á deiliskipulagi     (34.2)    Mál nr. SN170885

Að lokinni auglýsingu er lögð er fram að nýju tillaga Landmótunar að breyttu deiliskipulagi athafnasvæðis Esjumela á Kjalarnesi dags. 1. nóvember 2017 br. 29. maí 2018 ásamt skýringaruppdr. og greinargerð dags. 1. nóvember 2017 br. 29. maí 2018. Í breytingartillögu felast m.a. breytingar á lóðarstærðum og afmörkunum, breytingar á samgöngutengingum innan svæðis ásamt auknu plássi fyrir ofanvatnslausnir og settjarnir. Einnig eru skipulagsmörkin stækkuð lítillega, greinargerð yfirfarin og eldri skilmálatöflu skipt út fyrir nýja o.fl. Tillagan var auglýst frá 5. janúar 2018 til og með 16. febrúar 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir/umsagnir: Minjavernd hf. f.h. Hafnareyjar ehf. dags. 8. janúar 2018, Lex lögmannsstofa f.h. Ottós Ólafssonar og Þorbjargar Gígja dags. 15. febrúar 2018, umhverfisnefnd Mosfellsbæjar dags. 19. janúar 2018, skipulagsnefnd Mosfellsbæjar dags. 22. janúar 2018, Veiðifélag Leirvogsár dags. 12. febrúar 2018 og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 23. febrúar 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. maí 2018. 

Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. maí 2018. 

Vísað til borgarráðs. 

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

5.    Vesturlandsvegur, nýtt deiliskipulag         Mál nr. SN160742

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs  og Vegagerðarinnar um nýtt deiliskipulag fyrir Vesturlandsveg. Afmörkun fyrirhugaðs deiliskipulags er frá sveitarfélagsmörkum við Mosfellsbæ að afleggjaranum inn í Hvalfjörð. Um er að ræða ca. 14 km kafla og helgunarsvæði hans. Markmið framkvæmda og skipulagsins er að vegurinn verði endurbættur til að auka umferðaröryggi og greiða fyrir umferð. Stefnt er að 2+1 vegi á stærstum hluta deiliskipulagsins og fækkun tenginga við þjóðveginn með gerð hliðarvega. Með skipulaginu þá næst jafnframt yfirlit yfir tengingar fyrir hliðarvegi, stíga og reiðleiðir auk fleiri umferðaröryggismála sem þarf að útfæra í skipulagi, skv. uppdr. Eflu og Landslags dags. 6. mars 2018 br. 31. maí 2018. Einnig er lögð fram greinargerð, skilmálar og umhverfisskýrsla dags. 16. mars 2018 br. 31. maí 2018, fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. í mars 2018. Tillagan var auglýst frá 28. mars 2018 til og með 9. maí 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir/ábendingar: bókun hverfisráð Kjalarness frá 30. apríl 2018, Sigríður Pétursdóttur form. f.h. hverfisráðs Kjalarness dags. 6. maí 2018, Ásthildur Skjaldardóttir og Birgir Aðalsteinsson dags. 6. maí 2018, Erlendur S. Þorsteinsson dags. 7. maí 2018, Lögmenn Lækjargötu f.h. Hjördísar Gissurardóttur og Geirs Gunnars Geirssonar dags. 9. maí 2018, Samgöngunefnd Landssambands hestamannafélaga og Reiðveganefnd í Kjalarnesþingi hinu forna dags. 9. maí 2018, Árni Þór Halldórsson dags. 9. maí 2018. Einnig eru lagðar fram umsagnir frá eftirfarandi: Vegagerðin dags. 17. apríl 2018, Skógræktin dags. 7. maí 2018 og Veitur dags. 9. maí 2018. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. maí 2018.

Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. maí 2018. 

Vísað til borgarráðs. 

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

6.    Kjalarnes, Árvellir, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN180197

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Árvalla á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að vegna nýs deiliskipulags fyrir Vesturlandsveg er afmörkun skipulags Árvalla breytt þannig að þau miða við veghelgunarsvæði vegarins. Einnig breytist aðkoman að svæðinu, samkvæmt uppdrætti Landslags ehf., dags. 6. mars 2018. Tillagan var auglýst frá 28. mars 2018 til og með 9. maí 2018. Engar athugasemdir bárust. 

Samþykkt 

Vísað til borgarrráðs. 

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

7.    Kjalarnes, Grundarhverfi, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN180201

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Grundarhverfis á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að vegna nýs deiliskipulags fyrir Vesturlandsveg er afmörkun skipulags Grundarhverfis færð til vesturs frá Vesturlandsvegi, samkvæmt uppdrætti Landslags ehf. dags. 6. mars 2018. Tillagan var auglýst frá 28. mars 2018 til og með 9. maí 2018. Engar athugasemdir bárust. 

Samþykkt 

Vísað til borgarrráðs. 

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

8.    Kjalarnes, Saltvík, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN180198    

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Saltvíkur á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að vegna nýs deiliskipulags fyrir Vesturlandsveg er afmörkun skipulags Saltvíkur fært í suðvestur fjær Vesturlandsvegi og miðast við veghelgun vegarins. Einnig færist vegtenging við Vesturlandsveg inn á nýjan hliðarveg, samkvæmt uppdrætti Landslags ehf. dags. 6. mars 2018. Tillagan var auglýst frá 28. mars 2018 til og með 9. maí 2018. Engar athugasemdir bárust. 

Samþykkt 

Vísað til borgarrráðs. 

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

9.    Kjalarnes, Skrauthólar, breyting á deiliskipulagi     (33.2)    Mál nr. SN180199

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Skrauthóla á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að vegna nýs deiliskipulags fyrir Vesturlandsveg er afmörkun skipulags Skrauthólar færð austur fyrir Vesturlandsveg. Einnig er lega reiðleiðar færð austur fyrir Esjuveg og afmörkun græna  trefilsins leiðrétt, samkvæmt uppdrætti Landslags ehf. dags. 6. mars 2018. Tillagan var auglýst frá 28. mars 2018 til og með 9. maí 2018. Engar athugasemdir bárust. 

Samþykkt 

Vísað til borgarrráðs. 

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

10.    Kjalarnes, Vallá, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN180200

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Vallá á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að vegna nýs deiliskipulags fyrir Vesturlandsveg er afmörkun vesturhluta skipulags Vallá færð austar nær býlinu. Einnig er lega aðkomuvegar breytt vegna nýrra afkærra undirgangna undir Vesturlandsveg. Nýr hliðarvegur er áætlaður vestan við Litlu Vallá sem er ný tenging. Lega reiðleiðar er færð austur fyrir Esjuveg, samkvæmt uppdrætti Landslags ehf. dags. 6. mars 2018. Tillagan var auglýst frá 28. mars 2018 til og með 9. maí 2018. Engar athugasemdir bárust. 

Samþykkt 

Vísað til borgarrráðs. 

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

11.    Kjalarnes, Mógilsá, breyting á deiliskipulagi     (34.2)    Mál nr. SN180203    

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Mógilsá Kollafjarðar á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að vegna nýs deiliskipulags fyrir Vesturlandsveg þá færast mörk lóðar Þ1 norðar á 150 m kafla. Samhliða því minnkar lóðin, heimilt byggingarmagn á reit A er aukið og skilmálum um leyfilega þjónustu breytt, samkv. uppdr. Landmótunar ehf. dags. 16. febrúar 2018 br. 31. maí 2018. Tillaga var auglýst frá 28. mars 2018 2018 til og með 9. maí 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðbergur Birkisson og Anna Grétarsdóttir dags. 10. apríl 2018. Einnig er lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 9. maí 2018 og umsögn skipulagsfulltrúa 31. maí 2018. 

Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. maí 2018. 

Vísað til borgarráðs. 

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

12.    Vogabyggð svæði 5, nýtt deiliskipulag     (01.45)    Mál nr. SN180390

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Kynnt umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 18. maí 2018 um nýtt deiliskipulag fyrir Vogabyggð svæði 5, samkvæmt uppdr. Jvantspijker og Teiknistofunnar Traðar dags. 29. maí 2018. Markmið skipulagsins er að vinna með samspil þéttrar byggðar og opinna svæða, ásamt því að vernda einstök svæði vegna jarðfræði, minja og lífríkis. Um er að ræða nýja lóð fyrir leik- og grunnskóla, nýja brúartengingu milli svæðisins og aðaltorgs Vogabyggðar á svæði 2, smábátahöfn Snarfara er stækkuð og félagssvæðið endurskipulagt. Nánar er vísað til kynningargagna. Einnig er kynnt greinargerð og skilmálar dags. 29. maí 2018.

Fulltrúi Teiknistofunnar Traðar Sigríður Magnúsdóttir kynnti. 

13.    Elliðaárdalur, breyting á deiliskipulagi     (04.2)    Mál nr. SN180411

Kynnt tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi fyrir Elliðaárdal. Í breytingunni felst að vegna nýs deiliskipulags fyrir Vogabyggð, svæði 5, þá er afmörkun skipulags Elliðaárdals breytt á þann hátt að mörk skipulagsins eru dregin vestan Geirsnefs í vesturál Elliðaánna, samkvæmt uppdr. Landslags dags. 31. maí 2018.

Kynnt. 

14.    Frakkastígur - Skúlagata, breyting á deiliskipulagi     (01.15)    Mál nr. SN140664

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 16. apríl 2018 þar sem gerð er athugasemd við að deiliskipulagsbreytingin verði birt í B-deild Stjórnartíðinda, sbr. athugasemdir sem fram koma í bréfi stofnunarinnar. Einnig er lagður fram deiliskipulags- og skýringaruppdr. VA arkitekta ehf. dags. 3. október 2017 síðast br. 25. maí 2018. Jafnframt er lagt fram svarbréf skipulagsfulltrúa dags. 25. maí 2018. 

Svarbréf skipulagsfulltrúa dags. 25. maí 2018 samþykkt 

Vísað til borgarráðs. 

 

15.    Hlíðarendi, breyting á deiliskipulagi     (01.62)    Mál nr. SN180360

Valsmenn hf., Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík

ALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur

Lögð fram umsókn Kristjáns Ásgeirssonar dags. 9. maí 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda. Breytingin felst í breyttu orðalagi og kvöð er varðar landnotkun á lóð A á skipulagssvæðinu. Lóð A verður blönduð íbúða- og atvinnuhúsalóð eftir breytingu í stað hreinnar atvinnuhúsalóðar. Að auki viðbót er varðar heimild fyrir leikskólastarfssemi á reitnum með leiksvæði í inngarði, samkvæmt uppdr. ALARK Arkitekta ehf. dags. 1. júní 2018. Einnig er lögð fram greinargerð ALARK arkitekta ehf. dags. 8. maí 2018. 

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

16.    Óðinstorg reitur 1.181.0, breyting á deiliskipulagi     (01.18)    Mál nr. SN180124

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofu Arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf dags. 21. febrúar 2018 að breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.181.0. Tillagan gengur út á skilgreina borgartorg á skilgreindu svæði við Óðinstorg þar sem bílastæði eru í dag og fella niður lóðina 8a við Týsgötu sem verður hluti af nýja torginu. Tillagan var auglýst frá 28. mars 2018 til og með 9. maí 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir/ábendingu: Bjarni Hákonarson dags. 9. apríl 2018.

Einnig er lagður fram tölvupóstur Catharine Fulton dags. 28. mars 2018 og Stefáníu Ó. Arnardóttur dags. 28. mars 2018 þar sem ekki er gerð athugasemd við tillöguna. Jafnframt er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 25. apríl 2018 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. maí 2018. 

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22. maí 2018

Vísað til borgarráðs.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

17.    Jöklasel 4, breyting á deiliskipulagi     (04.97)    Mál nr. SN180413

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 31. maí 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Jöklasels 2 og 4 vegna lóðarinnar nr. 4 við Jöklasel. Í breytingunni felst að gerður er nýr byggingarreitur fyrir tvær færanlegar stofur í norðvesturhluta lóðarinnar, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 31. maí 2018.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

18.    Hafnarstrætisreitur 1.118.5, breyting á deiliskipulagi     (01.118.5)    Mál nr. SN180310

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Hafnarstrætisreits, reits 1.118.5. Í breytingunni felst að svæði fyrir sorpskýli er stækkað og byggingarreitur fyrir það skilgreindur, samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 16. apríl 2018. 

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundininum undir þessum lið.

(B) Byggingarmál

19.    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 974 frá 22. maí 2018,  fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 975 frá 29. maí 2018 og fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 976 frá 5. júní 2018.

(E) Umhverfis- og samgöngumál

20.    SORPA bs., fundargerð         Mál nr. US130002

Lögð fram fundargerð SORPU bs. nr. 391 frá 23. maí 2018. 

21.    Skipholt v/Utanríkisráðuneytisins, bílastæði         Mál nr. US180139

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs , aamgöngur dags. 17. maí 2018 varðandi beiðni Utanríkisráðuneytisins um tvö bifreiðastæði að sunnanverðu við Skipholt næst Rauðarárstíg verði merkt utanríkisráðuneyti kl. 8 ¿ 18 virka daga. 

Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

22.    Bræðraborgarstígur 5, bílastæði fyrir hreyfihamlaða         Mál nr. US180143

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags, 30. maí 2018 varðandi umsókn um sérmerkt bílastæði fyrir hreyfihamlaða við Bræðraborgarstíg 5 sem var samþykkt á fundi P-nefndar í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis þann 28. maí 2018.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

23.    Kambsvegur 6, bílastæði fyrir hreyfihamlaða         Mál nr. US180144

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags, 30. maí 2018 varðandi umsókn um sérmerkt bílastæði fyrir hreyfihamlaða við Kambsveg 6 sem var samþykkt á fundi P-nefndar í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis þann 28. maí 2018.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

24.    Njálsgata 4, bílastæði fyrir hreyfihamlaða         Mál nr. US180145

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags, 30. maí 2018 varðandi umsókn um sérmerkt bílastæði fyrir hreyfihamlaða við Njálsgötu 4 var samþykkt á fundi P-nefndar í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis þann 28. maí 2018.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

25.    Laugavegur 51, bílastæði fyrir hreyfihamlaða         Mál nr. US180142

Lagt fram bréf Umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 29. maí 2018   þar sem lagt er til að sett verði bílastæði fyrir hreyfihamlaða við Laugaveg 51.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

26.    Seljabraut, Umferðaröryggi gönguþverunar við Engjasel         Mál nr. US180147

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 2. júní 2018  varðandi umferðaröryggi vegna gönguþverunar við Engjasel. 

Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

27.    Bæjartorg, Bæjarins bestu         Mál nr. US180088

Kynnt er tillaga að hönnunarhlut sem staðsettur skal við Bæjartorg. Hluturinn er í formi staurs með leturverki sem formar orðið Pulsa á annarri hlið og Pylsa á hinni. Með staurnum er ætlað að minna á og lyfta upp vissri menningu sem hefur þrifist á svæðinu í 80 ár.

Kynnt. 

(D) Ýmis mál

28.    Umhverfis- og skipulagsráð, fundir  2014-2018         Mál nr. US180141

Haldnir voru  163 fundir í umhverfis- og skipulagsráði  2014-2018. 

Árið 2014 voru 21 fundir,  41 árið 2015,   43 árið  2016,  41 árið 2017 og 17 árið 2018.

29.    Borgartún 24, breyting á deiliskipulagi     (01.221.1)    Mál nr. SN170457

Yrki arkitektar ehf, Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 11. apríl 2018 þar sem gerð er athugasemd við að deiliskipulagsbreytingin verði birt í B-deild Stjórnartíðinda, sbr. athugasemdir sem koma fram í bréfi stofnunarinnar. Einnig er lagður fram uppdráttur Yrki arkitekta ehf. dags. 1. júní 2017 br. 11. maí 2018 og svarbréf skipulagsfulltrúa dags. 11. maí 2018.

Svarbréf skipulagsfulltrúa dags. 11. maí 2018 samþykkt 

Vísað til borgarráðs.

Borghildur Sölvey Sturludóttur tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

30.    Betri Reykjavík, betri ruslatunnur fyrir dósasafnara  (USK2018040064)         Mál nr. US180124

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið "betri ruslatunnur fyrir dósasafnara" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. apríl 2018. Erindið var efsta hugmynd aprílmánaðar í málaflokknum umhverfismál. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlands, dags. 15. maí 2018.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlands, dags. 15. maí 2018 samþykkt. .

31.    Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup         Mál nr. US130118

Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í mars 2018.

32.    Umhverfis- og skipulagssvið, þriggja mánaða uppgjör         Mál nr. US180140

Lagt fram þriggja mánaða uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs, janúar til mars 2018.

33.    Umhverfis- og skipulagssvið, ferðakostnaður         Mál nr. US170113

Lagt fram yfirlit yfir ferðakostnað umhverfis- og skipulagssviðs fyrir tímabilið janúar til mars 2018.

34.    Veltusund 3B, kæra 72/2018     (01.140.2)    Mál nr. SN180375

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 15. maí 2018 ásamt kæru dags. 14. maí 2018 þar sem kærð er neikvæð afgreiðsla umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. apríl 2018 um breytta notkun eftri hæða húss við Veltusund 3B.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs,  skrifstofu sviðsstjóra. 

35.    Dugguvogur 8-10, kæra 76/2018     (01.454.0)    Mál nr. SN180402

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 25. maí 2018 ásamt kæru dags. 22. maí 2018 þar sem kærð er synjun byggingarfulltrúa frá 27. apríl 2018 á umsókn um byggingarleyfi fyrir áður gerðum íbúðum og vinnustofum í húsi á lóð nr. 10 við Dugguvog.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs,  skrifstofu sviðsstjóra. 

36.    Hverfisgata 100B og 102, kæra 63/2018, umsögn     (01.174.1)    Mál nr. SN180382

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 3. maí 2018 ásamt kæru dags. 26. apríl 2018 þar sem kærð er neikvæð afgreiðsla skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags reits 1.174.1 vegna lóðanna nr. 100B og 102 við Hverfisgötu sem felst í að heimila rekstur gististaðar í flokki II í fasteignunum. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 17. maí 2018.

37.    Dunhagi 18-20, kæra 69/2018, umsögn     (01.545.1)    Mál nr. SN180350

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfs- og auðlindamála dags. 7. maí 2018 ásamt kæru dags. 5. maí 2018 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 20. mars sl. um útgáfu byggingarleyfis fyrir Dunhaga 18-20. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. maí 2018.

38.    Dunhagi 18-20, kæra 70/2018, umsögn     (01.545.1)    Mál nr. SN180351

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfs- og auðlindamála dags. 7. maí 2018 ásamt kæru dags. 4. maí 2018 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 20. mars sl. um útgáfu byggingarleyfis fyrir Dunhaga 18-20. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. maí 2018.

39.    Dunhagi 18-20, kæra 71/2018, umsögn     (01.545.1)    Mál nr. SN180359

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 9. maí 2018 ásamt kæru dags. 8. maí 2018 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 20. mars sl. um útgáfu byggingarleyfis fyrir Dunhaga 18-20. Jafnframt er gerð krafa um stöðvun framkvæmda. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. maí 2018.

40.    Hlíðarendi 2, Kæra 24/2018, umsögn, bráðabirgðaúrskurður     (01.629.8)    Mál nr. SN180113

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 19. febrúar 2018 ásamt kæru dags. 16. febrúar 2018 þar sem kærð er ákvörðun borgarráðs Reykjavikur, dags. 21. desember 2017, um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 2 við Hlíðarenda og að framkvæmdir á grundvelli deiliskipulagsbreytingarinnar verði stöðvaðar meðan málið er til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 21. febrúar 2018 um stöðvun framkvæmda. Jafnframt er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 25. apríl 2018 og bráðabirgðaúrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 24. maí 2018. Úrskurðarorð: Kröfu kærenda um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða samkvæmt hinni kærðu deiliskipulagsákvörðun er hafnað.

41.    Dunhagi 18-20, kæra 30/2018, umsögn, úrskurður     (01.545.1)    Mál nr. SN180137

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 28. febrúar 2018 ásamt kæru dags. 26. febrúar 2018 þar sem kært er byggingarleyfi fyrir Dunhaga 18-20. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. mars 2018. Jafnframt er lagður fram úrskurður umhverfis- og auðlindamála frá 16. maí 2018. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

42.    Dunhagi 18-20, kæra 29/2018, umsögn, úrskurður     (01.545.1)    Mál nr. SN180130

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 26. febrúar 2018 ásamt kæru dags. 26. febrúar 2018 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 9. janúar 2018, útgáfa byggingarleyfis til D18 ehf., vegna framkvæmda að Dunhaga 18-20. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. mars 2018. Jafnframt er lagður fram úrskurður umhverfis- og auðlindamála frá 16. maí 2018. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

43.    Dunhagi 18-20, kæra 31/2018, umsögn, úrskurður     (01.545.1)    Mál nr. SN180138

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 28. febrúar 2018 ásamt kæru dags. 25. febrúar 2018 þar sem kært er byggingarleyfi fyrir Dunhaga 18-20. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. mars 2018. Jafnframt er lagður fram úrskurður umhverfis- og auðlindamála frá 16. maí 2018. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

44.    Þjóðhildarstígur 2-6, kæra 41/2018, umsögn, úrskurður     (04.112.2)    Mál nr. SN180182

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 12. mars 2018 ásamt kæru dags. 10. mars 2018 þar sem kærð er útgáfa byggingarleyfis vegna viðbyggingar suðaustan megin að Þjóðhildarstíg 2-6. Jafnframt er gerð krafa um stöðvun framkvæmda. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 12. apríl 2018. Jafnframt er lagður fram úrskurður umhverfis- og auðlindamála frá 22. maí 2018. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

45.    Hraunteigur 3, kæra 61/2018, umsögn, úrskurður     (01.360.2)    Mál nr. SN180317

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 26. apríl 2018 ásamt kæru dags. 24. apríl 2018 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 8. febrúar sl. um að veita byggingaleyfi til að byggja steinsteypt tveggja hæða einbýlishús með sambyggðri bílageymslu á lóð nr. 3 við Hraunteig. Í kæru er einnig gerð krafa um stöðvun framkvæmda. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 26. apríl 2018. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 25. maí 2018. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 10. október 2017 um að samþykkja byggingarleyfi fyrir tveggja hæða einbýlishúsi með sambyggðri bílageymslu á lóð nr. 3 við Hraunteig í Reykjavík. 

46.    Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, KR-svæði, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur, breytt landnotkun         Mál nr. SN180293

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. maí 2018 vegna samþykktar borgarráðs dags. 3. maí 2018 á kynningu á verklýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 fyrir Sjómannaskólareit og Veðurstofuhæð.

47.    Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sjómannaskólareitur og Veðurstofuh., breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur, breytt landnotkun og fjölgun íbúða         Mál nr. SN180292

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. maí 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á kynningu á verklýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 fyrir Sjómannaskólareit og Veðurstofuhæð.

48.    Blikastaðavegur 2-8, breyting á deiliskipulagi     (02.4)    Mál nr. SN180312

Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

Korputorg ehf., Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. maí 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 2-8 við Blikastaðaveg.

49.    Blikastaðavegur 2-8, breyting á deiliskipulagi     (02.4)    Mál nr. SN180147

Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

Korputorg ehf., Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 24. maí 2018 um samþykki borgarráðs s.d. vegna afturköllunar á erindi og fallið frá auglýsingu vegna breytingu á deiliskipulagi Blikastaðavegs 2-8.

50.    Bólstaðarhlíð 47, Háteigsskóli, breyting á deiliskipulagi     (01.271.2)    Mál nr. SN180314

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. maí 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 47 við Bólstaðarhlíð, Háteigsskóli.

51.    Kennaraháskóli Íslands, reitur 1.254, breyting á deiliskipulagi     (01.254)    Mál nr. SN170874

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. maí 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kennaraháskóla Íslands, reit 1.254.

52.    Hallveigarstígur 1, breyting á deiliskipulagi     (01.171.2)    Mál nr. SN180289

PARAS ehf., Súlunesi 14, 210 Garðabær

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. maí 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.2, Laugavegar- og Skólavörðustígsreits, vegna lóðarinnar nr. 1 við Hallveigarstíg. 

53.    Bæjarflöt 19, breyting á deiliskipulagi     (02.578.4)    Mál nr. SN180270

Þvergil ehf., Gissurargötu 5, 113 Reykjavík

Arkþing ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. maí 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Gylfaflatar suður, vegna lóðarinnar nr. 19 við Bæjarflöt.

54.    Gufunes, áfangi 1, deiliskipulag     (02.2)    Mál nr. SN170476

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 24. maí 2018 um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á skipulagi Gufunessvæðisins.

55.    Skólavörðuholt, breyting á deiliskipulagi     (01.19)    Mál nr. SN160483

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 24. maí 2018 um samþykki borgarráðs s.d. vegna breytingar á deiliskipulagi Skólavörðuholts.

56.    Mýrargata 27 og 29, Seljavegur 1A og 1B, breyting á deiliskipulagi     (24)    Mál nr. SN180133

Arwen Holdings ehf., Seljavegi 2, 101 Reykjavík

Teiknistofan Storð ehf., Laugavegi 178, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 24. maí 2018 um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðanna nr. 27 og 29 við Mýrargötu og 1A og 1B við Seljaveg.

57.    Njarðargata 25 og Urðarstígur 15, breyting á deiliskipulagi     (01.186.5)    Mál nr. SN170893

Mondo ehf, Sjafnargötu 5, 101 Reykjavík

Arkitektar Laugavegi 164 ehf, Laugavegi 164, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 24. maí 2018 um samþykki borgarráðs s.d. vegna synjunar á breytingu á deiliskipulagi Nönnugötureits vegna lóðanna nr. 25 við Njarðargötu og 15 við Urðarstíg.

58.    Gufunesbær, frístundamiðstöð, breyting á deiliskipulag     (02.354)    Mál nr. SN180339

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 24. maí 2018 um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi á útivistarsvæði Gufuness fyrir Gufunesbæ.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 11:56.

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Hjálmar Sveinsson

Magnea Guðmundsdóttir    Stefán Benediktsson

Magnús Sveinn Helgason     Svafar Helgason

Herdís Anna Þorvaldsdóttir    Ólafur Kr.Guðmundsson

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2018, þriðjudaginn 22. maí kl. 13:30 eftir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 974. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Harpa Cilia Ingólfsdóttir, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Olga Hrund Sverrisdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Sigríður Maack, Jón Hafberg Björnsson, Björgvin Rafn Sigurðarson og Erna Hrönn Geirsdóttir.

Fundarritarar voru Björgvin Rafn Sigurðarson frá 8-28 lið og Erna Hrönn Geirsdóttir frá 29 – 78 lið fundar.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1.    Arnarhlíð 8     (01.629.702) 220840    Mál nr. BN054709

Dalhús ehf., Ögurhvarf 6, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja þriggja til fimm hæða fjölbýlishús með 157 íbúðum og atvinnuhúsnæði á hluta jarðhæðar ásamt tveggja hæða bílgeymslu á lóð nr. 8 við Arnarhlíð.

Stærðir:

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda og málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

2.    Bergstaðastræti 33B     (01.184.410) 102070    Mál nr. BN052687

Almenna C slhf., Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta notkunarflokki húss í flokk 4 og fyrir áður gerðum breytingum m.a. viðbyggingu og innra skipulagi rishæðar í húsinu á lóð nr. 33 B við Bergstaðastræti.

Umsögn Minjastofnun Íslands dags. 2. maí 2017 og bréf hönnuðar dags. 3. maí 2017 fylgir erindi.

Einnig fylgir útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. maí 2017 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. maí 2017 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. maí 2018 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. maí 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. maí 2018.

3.    Bergstaðastræti 45     (01.184.401) 102065    Mál nr. BN053111

Bergstaðastræti 45,húsfélag, Bergstaðastræti 45, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á norðurhlið húss á lóð nr. 45 við Bergstaðastræti .

Samþykki meðlóðarhafa fylgir erindinu dags. 15. mars 2018.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. maí 2018 fylgir erindinu.

Erindi var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Bergstaðastræti 43, 43A, 45A og Baldursgötu 7 og 7A frá 16. apríl 2018 til og með 14. maí 2018.

Engar athugasemdir bárust.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

4.    Blönduhlíð 28-30     (01.713.109) 107242    Mál nr. BN054327

Sveinn Rúnar Benediktsson, Blönduhlíð 30, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta hjóla- og bílageymslu ásamt því að steypa 30 cm háan stoðvegg meðfram lóðarmörkum að götu við hús á lóð nr. 30 við Blönduhlíð.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. maí 2018 fylgir erindinu.

Erindi fylgir bréf umsækjanda dags. 5. mars 2018, samþykki lóðarhafa Blönduhlíðar 28 ódagsett og umsögn SRU dags. 22. mars 2018. Svar við grenndarkynningu mótt. 02.05.2018 - Engar athugasemdir eigenda húsa nr.; 13, 17, 26 og 35. Samþykki lóðarhafa nr 35, dags. 17.04.2018.

Stærð: 38,2 ferm., 90,9 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

5.    Borgartún 8-16A     (01.220.107) 199350    Mál nr. BN054675

Höfðaíbúðir ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja upp skjólvegg sem samanstendur af vindbrjótum úr Cortenstáli við byggingu S1 á horni Þórunnartúns og Bríetartúns á lóð nr. 8-16A við Borgartún.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

6.    Borgartún 8-16A     (01.220.107) 199350    Mál nr. BN054380

Höfðaíbúðir ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta skilgreiningu á íbúðum á 1. - 8. hæð, 38 íbúðir, sem gististað í flokki II, teg. íbúð, í fjölbýlishúsi á lóð nr. 8-16A við Borgartún.

Erindi fylgir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. apríl 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

7.    Brekkulækur 1     (01.341.305) 103959    Mál nr. BN054637

Brekkulækur 1,húsfélag, Brekkulæk 1, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að klæða útveggi með sléttri álklæðningu á loftræsta burðargrind hús á lóð nr. 1 við Brekkulæk.

Samþykki sumra meðeigenda ódagsett og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 26. apríl 2018 fylgja erindi. 

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8.    Dalhús 2     (02.841.201) 109707    Mál nr. BN054652

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja vaðlaug norðan megin við kennslulaug í Grafarvogslaug á lóð nr. 2 við Dalhús. 

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

9.    Drápuhlíð 9     (01.702.217) 107061    Mál nr. BN054108

Elvar Örn Arason, Drápuhlíð 9, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr við fjölbýlishús á lóð nr. 9 við Drápuhlíð.

Erindi fylgir samþykki meðeigenda áritað á uppdrátt.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. maí 2018 fylgir erindinu.

Erindið var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Drápuhlíð 7, 8, 10, 11 og 12 og Mávahlíð 8, 10 og 12 frá 17. apríl 2018 til og með 15. maí 2018. Engar athugasemdir bárust.

Stærð:  32,2 ferm., 99,3 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. 

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

10.    Dugguvogur 6     (01.454.001) 105617    Mál nr. BN054071

BG Fossberg ehf, Dugguvogi 6, 104 Reykjavík

Sótt er um breytingu á notkun úr samkomusal í verslun ásamt breytingum á brunavörnum auk þess sem gerð er grein fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi í húsi á lóð nr. 6 við Dugguvog.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar.Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

11.    Efstaleiti 11     (01.745.301) 224637    Mál nr. BN054643

Skuggi 4 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur

Sótt er um aðskilið byggingarleyfi fyrir mhl. 03, sjá erindi BN053226, í fjölbýlishúsi, á lóð nr. 11 við Efstaleiti.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

12.    Eldshöfði 10     (04.035.303) 110540    Mál nr. BN054612

Eignarhaldsfélagið Partur ehf, Eldshöfða 10, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053094/BN051405 sem felst í að innra skipulagi er breytt lítilsháttar í húsi á lóð nr. 10 við Eldshöfða.

Stækkun milliflatar: 0,8 ferm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

13.    Elliðabraut 12     (04.772.701) 204831    Mál nr. BN054578

Mótx ehf., Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja þrjú fjölbýlishús, fjórar hæðir með 53 íbúðum á bílakjallara fyrir 39 bíla á lóð nr. 12 við Elliðabraut (verðandi nr. 18).

Erindi fylgir greinargerð um brunahönnun frá Eflu dags. 23.04.2018 og greinargerð um hljóðvist dags. 23.04.2018.

Stærð mhl. 04, A-rými:  2.181,9 ferm., 6.863,6 rúmm.

B-rými:  237,0 ferm., 693,5 rúmm.

Mhl. 05, A-rými:  2.232,2 ferm., 6.982,3 rúmm.

B-rými:  237,0 ferm.,  693,5 rúmm.

Mhl. 06, A-rými:  2.181,9 ferm., 6.862,0 rúmm.

B-rými:  237,0 ferm., 693,5 rúmm.

Mhl. 07, bílgeymsla, A-rými:  1.079,5 ferm., 3.314,1 rúmm.

Samtals A-rými:  7.681,1 ferm., 24.040,7 rúmm.

B-rými:  711 ferm., 2.080,5 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14.    Fischersund 3     (01.136.540) 100629    Mál nr. BN054638

Fischersund 3 ehf., Fischersundi 3, 101 Reykjavík

Sótt er um breytingu á erindi BN051312 sem felst í því að byggja nýjar svalir og breyta gluggum í húsi á lóð nr. 3 við Fischersund.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

15.    Fiskislóð 45     (01.087.603) 174393    Mál nr. BN053962

Húsfélagið Fiskislóð 45, Fiskislóð 45, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðu milliglófi og svölum á norðurgafli og til að bæta brunavarnir í húsi á lóð nr. 45 við Fiskislóð.

Bréf frá hönnuði dags. 9. janúar 2018 fylgir erindinu.

Stækkun milliloft er : 425,3 ferm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16.    Fossvogsvegur 8     (01.849.201) 225721    Mál nr. BN054674

Byggingarfélag Gylf/Gunnars hf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús með 15 íbúðum á lóð nr. 8 við Fossvogsveg.

Stærð, A-rými:  2.815,6 ferm., 9.254,9 rúmm.

B-rými:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

17.    Framnesvegur 12     (01.133.228) 100257    Mál nr. BN054432

Fasteignafélagið Hosiló ehf, Smáratorgi 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að skipta úr tveimur íbúðum í þrjár, byggja björgunarsvalir á bakhlið og til að byggja geymslu fyrir hjól og vagna á bak við hús á lóð nr. 12 við Framnesveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. maí 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. maí 2018.

Stækkun:  10,1 ferm., 29,3 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. maí 2018.

18.    Friggjarbrunnur 42-44     (05.053.201) 205962    Mál nr. BN054677

Bygg Ben ehf., Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048498, um er að ræða breytt fyrirkomulag á snyrtingum í íbúðum 0501 og 0502 og geymslur íbúða 0503 og 0504 færðar í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 42-44 við Friggjarbrunn.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

19.    Garðsendi 3     (01.824.403) 108422    Mál nr. BN054362

Garðsendi fasteignafélag ehf., Garðsenda 3, 108 Reykjavík

Valdimar Kristinsson, Garðsendi 3, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu til suðurs og klæða efstu hæð með málmklæðningu í húsi á lóð nr. 3 við Garðsenda.

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. febrúar 2018.

Stækkun: 72,3 ferm., 354,3 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

20.    Gefjunarbrunnur 12     (02.695.405) 206031    Mál nr. BN054437

Páll Mar Magnússon, Hraunbær 68, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053513 þannig að komið er fyrir lagnakjallara með salarhæð 180 cm undir öllu húsinu á lóð nr. 12 við Gefjunarbrunn.

Bréf hönnuðar dags. 20. mars 2018 og 30.apríl 2018 fylgir erindinu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

21.    Grandagarður 18     (01.114.202) 100034    Mál nr. BN054662

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að klæða útveggi með álklæðningu á þar til gerðar veggfestingar hús á lóð nr. 18 við Grandagarð. 

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

22.    Grensásvegur 8-10     (01.295.305) 103846    Mál nr. BN053886

E - fasteignafélag ehf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir svölum og flóttastiga á suðvesturgafli og svölum á norðausturgafli, koma fyrir þakgluggum og innrétta gististað í flokki II, teg. b fyrir 74 gesti á 2., 3. og 4. hæð húss á lóð nr. 8-10 við Grensásveg.

Erindi fylgir samþykki meðeiganda í húsi dags. 28. nóvember 2017, hljóðvistargreinargerð dags. 1. febrúar 2018 og minnisblað um lagnaleiðir dags. 21. mars 2018.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. janúar 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. janúar 2018.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. maí 2018 fylgir erindinu.

Erindi var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Ármúla 44, Grensásvegi 12 og Síðumúla 29 og 31 frá 17. apríl 2018 til og með 15. maí 2018. Engar athugasemdir bárust.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

23.    Grettisgata 20A     (01.182.114) 101830    Mál nr. BN054560

Xyzeta ehf., Ármúla 18, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051103 sem felst í að gluggar og tréverk verður fært til upprunalegs horfs á fjölbýlishúsi á lóð nr. 20A við Grettisgötu.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 10. apríl 2018.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áður en byggingarleyfi verður gefið út skal senda séruppdrætti til umsagnar Minjastofnunar Íslands. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

24.    Grettisgata 20B     (01.182.115) 101831    Mál nr. BN054649

Xyzeta ehf., Ármúla 18, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051104 sem felst í að gluggar og tréverk verður fært til upprunalegs horfs á fjölbýlishúsi á lóð nr. 20B við Grettisgötu.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 10. apríl 2018.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áður en byggingarleyfi verður gefið út skal senda séruppdrætti til umsagnar Minjastofnunar Íslands. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

25.    Grettisgata 53B     (01.174.227) 101630    Mál nr. BN054630

Sindraportið hf., Skútuvogi 8, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN052081 vegna lokaúttektar á húsi á lóð nr. 53B við Grettisgötu.

Gjald kr.11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26.    Hafnarstræti 18     (01.140.303) 100837    Mál nr. BN054122

Sjöstjarnan ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa niður skúra á baklóð á lóð nr. 18 við Hafnarstræti.

Umsögn Minjastofnunar Íslands fylgir dags. 18. janúar 2017.

Niðurrif er 153,3 ferm. og 590,0 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

27.    Hafnarstræti 18     (01.140.303) 100837    Mál nr. BN054146

Sjöstjarnan ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að lyfta húsi um 90cm, byggja kjallara undir allt húsið og tveggja hæða viðbyggingu á bakhlið, innrétta verslun og þjónustu í kjallara og á 1. hæð og skrifstofur á 2. hæð ásamt því að endurgera ytra byrði til samræmis við útlit þess frá 1924, hús á lóð nr. 18 við Hafnarstræti.

Erindi fylgja umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 4. janúar 2017, 20. september 2017, 29. nóvember 2017,  15. febrúar 2018.

Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. maí 2018  ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. maí 2018.

Stækkun:  339,2 ferm., 1.282,3 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. 

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

28.    Hallgerðargata 7     (01.349.301) 225427    Mál nr. BN054731

105 Miðborg slhf., Hagasmára 3, 201 Kópavogur

Strætisvagnar Reykjavíkur, Borgartúni 41, 105 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir aðstöðusköpun og jarðvinnu fjölbýlishúss sbr. BN054424.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

29.    Haukahlíð 2     (01.627.401) 223517    Mál nr. BN054491

REY Hotel hf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja fjögurra hæða, 448 herbergja hótel, gististað í flokki lV - tegund a, þar sem kjallari og 1. hæð eru steinsteypt en efri hæðir eru úr forsmíðuðum herbergiseiningum, einangrað og klætt að utan á lóð nr. 2 við Haukahlíð.

Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. 14. desember 2017 og greinargerð um brunahönnun dags. 10. apríl 2018.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 18. maí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. maí 2018.

Stærð, A-rými:  24.180,9 ferm. , 79.138 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. maí 2018.

30.    Heiðargerði 29     (01.801.106) 107614    Mál nr. BN054547

Kamma Jónsdóttir, Heiðargerði 29, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja yfir svalir á 2. hæð og til að klæða með litaðri stál- eða álklæðningu einbýlishús á lóð nr. 29 við Heiðargerði.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. maí 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. maí 2018.

Einnig tölvupóstur frá eiganda dags. 22. maí 2018.

Stækkun:  12,3 ferm., 31,9 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. maí 2018.

31.    Hofsvallagata 57     (01.543.001) 106397    Mál nr. BN054656

Silja Bára Ómarsdóttir, Hofsvallagata 57, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að síkka núverandi glugga á suð-austur hlið á íbúð 0001 út á núverandi verönd á lóð nr. 57 við Hofsvallagötu.

Samþykki meðeiganda fylgir dags. 9. apríl. 2018.

Gjald kr. 11.00

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

32.    Hólmsland-Dalbær     (08.2--.-99) 113490    Mál nr. BN054661

Krúttsmiðjan ehf., Hraunbæ 78, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurbyggja og endurbæta hús að Dalbæ í Hólmslandi.

Lögð er fram umsögn Umhverfisráðs dags 23. apríl 2007 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

33.    Hringbraut Landsp.     (01.198.901) 102752    Mál nr. BN054691

Nýr Landspítali ohf., Skúlagötu 21, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja meðferðarkjarna Nýs Landspítala við Hringbraut.

Stærðir:  A-rými 69.564,6 ferm., 294.794,2 rúmm.

Greinargerð um ábyrgðarsvið hönnuða dags. 21.05.2018 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

34.    Hverfisgata 26     (01.171.101) 101367    Mál nr. BN054495

Hljómalindarreitur ehf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi í kjallara og á 1. hæð í veitingastað í flokki II, teg. a í húsi á lóð nr. 26 við Hverfisgötu.

Erindi fylgir samningur um nýtingu starfsmannaaðstöðu 8. maí 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits.

35.    Hverfisgata 33     (01.151.507) 101012    Mál nr. BN054545

R101 ehf., Pósthólf 8, 121 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að opna  veitingastað í flokki III tegund F fyrir 130 gesti á 1. hæð og í kjallara í húsi  á lóð nr. 33 við Hverfisgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. maí 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. maí 2018.

Gjald kr.11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

36.    Iðunnarbrunnur 12     (02.693.705) 206081    Mál nr. BN054665

X-JB ehf., Krókhálsi 5, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tvíbýlishús, tveggja hæða með innbyggðri bílgeymslu, steinsteypt, einangrað að utan og klætt málmklæðningu á lóð nr. 12 við Iðunnarbrunn.

Stærð:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

37.    Kleppsvegur 104     (01.355.008) 104321    Mál nr. BN054476

Bjarni Geir Alfreðsson, Leifsgata 3, 101 Reykjavík

Björn Salvador Kristinsson, Kleppsvegur 104, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja hæð ofaná hús, endurnýja anddyri, byggja utanáliggjandi stigahús, innrétta þrjár íbúðir, fjarlægja klæðningu og múra að utan hús á lóð nr. 104 við Kleppsveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. maí 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. maí 2018.

Stækkun:  136,9 ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda og leiðbeininga í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. maí 2018.

38.    Klettagarðar 5     (01.330.901) 103890    Mál nr. BN054631

Stólpi-gámar ehf, Klettagörðum 5, 104 Reykjavík

Sótt er um stöðuleyfi til 12 mánaða fyrir 3 40 feta gáma soðna saman á langhliðum á lóð nr. 5 við Klettagörðum.

Ljósmynd af svæðinu fylgir erindi. 

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

39.    Kuggavogur 5     (01.451.601) 225190    Mál nr. BN054411

Sérverk ehf., Tónahvarfi 9, 203 Kópavogur

Vogabyggð ehf., Austurstræti 11, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tveggja til fimm hæða fjölbýlishús með 47 íbúðum og bílageymslum ásamt rýmum fyrir verslun, veitingar og þjónustu á lóð nr. 5 við Kuggavog.

Stærðir: 

A-rými: 6.663,5 ferm., 21.005,9 rúmm.

B-rými: 243,8 ferm., 707,0 rúmm.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. maí 2018 fylgir erindinu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skrifstofu umhverfis- og úrgangsstjórnunar.

Lagfæra skráningu.

40.    Köllunarklettsvegur 4     (01.329.702) 180644    Mál nr. BN054646

A&H ehf., Ásbúð 62, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að fjölga eignum úr 10 í 27 eignir þar sem hluti af þeim verður notað sem vinnustofur með millilofti, koma fyrir gluggum og svölum og stækka með því að koma fyrir millilofti yfir hluta af annarri hæð sem verður í eigu vinnustofanna í húsinu á lóð nr. 4 við köllunarklettsveg.

Stækkun millilofts : XX ferm. 

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

41.    Lambhagavegur 5     (02.647.303) 211676    Mál nr. BN054328

Xyzeta ehf., Ármúla 18, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja stálgrindarhús á þremur hæðum með verslanir á 1. hæð en skrifstofurými á 2. og 3. hæð í húsi á lóð nr. 5 við Lambhagaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. maí 2018 fylgir erindinu.

Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 22. mars 2018.

Gjald er kr. 11.000

Frestað.

Skipulagsferli ólokið.

42.    Lambhagavegur 13     (02.647.601) 211680    Mál nr. BN054670

Lambhagavegur 13 ehf., Síðumúla 27, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN054023, felldir eru burt léttir innveggir á 1. hæð og bætt við gluggum á norður- og suðurhliðum atvinnuhúss á lóð nr. 13 við Lambhagaveg.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

43.    Lambhagavegur 15     (02.647.602) 211681    Mál nr. BN054673

H 38 ehf., Haukdælabraut 38, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051530 sem felst í því að innra skipulagi á 1. og 2. hæð er breytt í húsi á lóð nr. 15 við Lambhagaveg.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

44.    Laugateigur 12     (01.364.205) 104625    Mál nr. BN054543

Inroom ehf., Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja rishæð með kvistum og svölum og innrétta nýja íbúð í risi fjölbýlishúss á lóð nr. 12 við Laugateig.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. maí 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. maí 2018.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. maí 2018.

45.    Laugav 22/Klappars 33     (01.172.201) 101456    Mál nr. BN054416

Hótel Frón ehf., Laugavegi 22a, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi á 2., 3. og 4. hæð v/lokaúttektar í Klapparstíg 33 á lóð Laugav 22/Klappars 33.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

46.    Laugavegur 51     (01.173.024) 101511    Mál nr. BN052285

STS ISLAND ehf., Laugavegi 51, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi og svölum og leyfi til að innrétta gististað í flokki II fyrir sex gesti í íbúðum 0301 og 0304 í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 51 við Laugaveg.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 7. apríl 2018 fylgir erindi.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. maí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. maí 2018.

Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. maí 2018 og leiðrétt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. maí 2018.

Gjald kr. 11.000+11.000 

Frestað.

Lagfæra skráningu.

47.    Laugavegur 58     (01.173.113) 101530    Mál nr. BN054557

Stórval ehf, Vínlandsleið 16, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja upp tvö skilti, eitt á austurhlið og annað á norðvestur hlið húss á lóð nr. 58 við Laugaveg.

Tvær ljósmyndir fylgja erindinu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. maí 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. maí 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

48.    Laugavegur 60     (01.173.115) 101532    Mál nr. BN054640

Almenna C slhf., Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að bæta brunavarnir í risíbúð til að uppfylla kröfur um gististað í flokki II í húsi á lóð nr. 60 við Laugaveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

49.    Laugavegur 107     (01.240.002) 102973    Mál nr. BN054658

Kóróna ehf., Laugavegi 107, 101 Reykjavík

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að sameina tvo samliggjandi veitingastaði á Hlemmi - Mathöll á lóð nr. 107 við Laugaveg.

Bréf hönnuðar dags. 2. maí 2018 og samþykki stjórnar Hlemms mathallar dags. 3. maí 2018 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

50.    Lindargata 27     (01.152.208) 101026    Mál nr. BN054667

Þóra Björk Schram, Stigahlíð 64, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjarlægja hluta af steyptum innvegg í íbúð 0701 í hús á lóð nr. 27 við Lindargötu.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 02.05.2018 fylgir erindi ásamt samþykkt húsfélags dags. 07.05.2018.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

51.    Listabraut 3     (01.721.401) 107289    Mál nr. BN054660

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi snyrtinga, koma fyrir nýrri snyrtingu fyrir hreyfihamlaða, bakrými bars er stækkað, fatahengi fært og settur upp nýr bar í forsal Borgarleikhúss á lóð nr. 3 við Listabraut.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

52.    Lækjargata 12     (01.141.203) 100897    Mál nr. BN054720

Íslandshótel hf., Sigtúni 38, 105 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu og niðurreksturs á stálþili sbr. fyrirliggjandi hönnunargögn fyrir hótel á lóð nr. 12 við Lækjargötu sbr. BN054237.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

53.    Móavegur 2     218667    Mál nr. BN054729

Bjarg íbúðafélag hses., Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík

Sótt er um aðskilið byggingarleyfi fyrir mhl.05; hús G sbr. BN053816 um leyfi til að byggja sjö fjölbýlishús með bílakjallara.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

54.    Móavegur 2     (02.375.303) 218667    Mál nr. BN054726

Bjarg íbúðafélag hses., Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík

Sótt er um aðskilið byggingarleyfi fyrir mhl. 02; hús A og C sbr. BN053816 um leyfi til að byggja sjö fjölbýlishús með bílakjallara.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

55.    Móavegur 2     218667    Mál nr. BN054728

Bjarg íbúðafélag hses., Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík

Sótt er um aðskilið byggingarleyfi fyrir mhl.04; hús F sbr. BN053816 um leyfi til að byggja sjö fjölbýlishús með bílakjallara.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

56.    Móavegur 2     (02.375.303) 218667    Mál nr. BN054724

Bjarg íbúðafélag hses., Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík

Sótt er um aðskilið byggingarleyfi fyrir mhl. 01; hús B sbr. BN053816 um leyfi til að byggja sjö fjölbýlishús með bílakjallara.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

57.    Móavegur 2     218667    Mál nr. BN054727

Bjarg íbúðafélag hses., Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík

Sótt er um aðskilið byggingarleyfi fyrir mhl.03; hús D, E og bílakjallara sbr. BN053816 um leyfi til að byggja sjö fjölbýlishús með bílakjallara.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

58.    Rauðalækur 47     (01.342.005) 103965    Mál nr. BN054657

Kristján Jónsson, Rauðalækur 47, 105 Reykjavík

Sigríður Björnsdóttir, Rauðalækur 47, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja yfir svalir á íbúðum 01-0101 og 02-0101 og opna inn í íbúðir þannig að þær stækka í húsinu á lóð nr. 47 við Rauðalæk.

Stækkun íbúðar: 01,0101,  XX ferm. XX rúmm. og íbúð 02,0101, XX ferm. XX rúmm.

Gjald kr.  11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

59.    Seljavegur 2     (01.130.105) 100117    Mál nr. BN052503

Seljavegur ehf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að sameina mhl. 02 og 03, byggja milligólf í bakhúsi og inndregna 5. hæð ofaná framhús og innrétta gististað í flokki V, teg. a fyrir 304 gesti í 153 herbergjum og veitingastað í flokki II, teg. a í húsi á lóð nr. 2 við Seljaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. mars 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. mars 2017.

Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. febrúar 2018 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. febrúar 2018.

Stækkun:

Mhl. 02 (mhl.02 og 03 sameinaðir) 2.254,5 ferm., 3.627,0 rúmm.

Breyting á heildar stærðum:  -582,3 ferm., -12.387,7 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

60.    Skektuvogur 2     (01.450.301) 225185    Mál nr. BN054022

ÞG verktakar ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tveggja til fimm hæða fjölbýlishús með 73 íbúðum á tveggja hæða bílgeymslu fyrir jafn marga bíla, steinsteypt, einangrað að utan og klætt málmklæðningu og flísum á lóð nr. 2 við Skektuvog.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. janúar 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. janúar 2018 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. maí 2018.

Stærð, A-rými:  6.976,1 ferm., xx rúmm.

B-rými:  757,4 ferm.

Gjald kr. 11.000+11.000

Frestað.

Á milli funda.

61.    Skipholt 31     (01.251.004) 103433    Mál nr. BN054659

Víðsjá - kvikmyndagerð, Skipholti 31, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN053036 þannig að innra fyrirkomulagi er breytt í húsinu á lóð nr. 31 við Skipholt.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

62.    Sléttuvegur 25-27     (01.793.101) 213549    Mál nr. BN054467

Ölduvör ehf., Brúnavegi Hrafnista, 104 Reykjavík

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja mhl. 02, einnar hæðar þjónustumiðstöð með kjallara ásamt fjögurra hæða íbúðarhúsi og kjallara með 54 leiguíbúðum, sem er 2. áfangi í þyrpingu bygginga fyrir eldri borgara á lóð nr. 25-27 við Sléttuveg.

Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. 28. mars 2018 og brunahönnun dags. 26. mars 2018.

Mhl. 02 stærðir:

A-rými:  7.263,2 ferm., 25.373,9 rúmm.

B-rými:  422,1 ferm., 1.453,0 rúmm.

Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. 28.03.2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

63.    Smiðjustígur 10     (01.151.510) 101015    Mál nr. BN054676

Silfurberg ehf., Suðurgötu 22, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa núverandi byggingu á lóð nr. 10 við Smiðjustíg.

Niðurrif: 124,4 ferm, 

Gjald: kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

64.    Sogavegur 73-75     (01.811.201) 107823    Mál nr. BN054554

S73-77 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052684, um er að ræða breytt útlit glugga og svala á fjölbýlishúsi á lóð nr. 73-75 við Sogaveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

65.    Sogavegur 77     (01.811.202) 186150    Mál nr. BN054553

S73-77 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052837, um er að ræða breytt útlit glugga og svala á fjölbýlishúsi á lóð nr. 77 við Sogaveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

66.    Sólheimar 23     (01.433.401) 105278    Mál nr. BN054698

Sólheimar 23,húsfélag, Sólheimum 23, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN049212 þannig að hætt er að hafa veltiglugga á öllum hliðum og í staðinn er settir gluggar með lóðréttum pósta og fag í svefnherbergi, eldhús og kjallaragluggum.

Samþykki frá húsfélagsfundi dags. 11. apríl 2018 fylgir.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

67.    Stóragerði 42     (01.803.101) 107721    Mál nr. BN054668

Valdimar Harðarson, Stóragerði 42, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera hurðir út í garð í íbúðum á 1. hæð og gustlokun á svölum á annarri og þriðju hæð ásamt gustlokun með þaki að hluta á svölum á fjórðu hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 42 við Stóragerði.

Samþykki frá 12 íbúðum af 14 frá fundi húsfélags dags. 11. apríl 2018 og bréf frá hönnuði dags. 7. maí 2018 fylgir.

Stækkun vegna B rýma: XX ferm og rúmm.

Stækkun vegna gustlokunar: XX rúmm. 

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

68.    Stórhöfði 29-31     (04.084.801) 179559    Mál nr. BN054542

Húsfélagið Stórhöfða 31, Stórhöfða 31, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og sameina matshluta 01 og 02 ásamt því að byggja 3. hæð með svölum ofaná millibyggingu milli húsa á lóð nr. 29-31 við Stórhöfða.

Umsögn brunahönnuðar dags. 17. apríl  2018, umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 9. apríl  2018 og bréf frá hönnuði og samþykki sumra dags. 11. apríl 2018 fylgir erindi.

Stækkun: 119,8 ferm., 358,2 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Erindi er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.

69.    Suðurgata 29     (01.142.203) 100929    Mál nr. BN054059

Stay ehf., Einholti 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047212, um er að ræða stækkun á anddyrisviðbyggingu um 60cm. til norðurs og til að koma fyrir tveimur þakgluggum á vesturhlið einbýlishúss á lóð nr. 29 við Suðurgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. apríl 2018 fylgir erindinu.

Erindi var grenndarkynnt frá 1. mars 2018 til og með 29. mars 2018 fyrir hagsmunaaðilum að Suðurgötu 31, Tjarnargötu 32, 34 og 36.

Engar athugasemdir bárust.

Stækkun:  6,4 ferm., 209,8 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

70.    Sæmundargata 2     (01.603.201) 106638    Mál nr. BN054655

Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja lyftuhús og anddyri við kjallara Nýja Garðs á lóð nr. 2 við Sæmundargötu.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

71.    Urðarbrunnur 24-28     (05.054.710) 211724    Mál nr. BN054678

Kjalarland ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja 3ja íbúða raðhús, á tveimur hæðum ásamt bílgeymslum, á lóð nr. 24-28 við Urðarbrunn.

Stærðir:

Hús nr. 24:  202,1 ferm., 572,7 rúmm.

Hús nr. 26:  202,8 ferm, 554,3 rúmm.

Hús nr. 28:  202,8 ferm, 554,9 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

72.    Úlfarsbraut 126     (05.056.501) 205756    Mál nr. BN054650

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að flytja húseiningar tímabundið, að hluta til á nýjan byggingarreit og hluta til utan byggingarreits, við lóð nr. 126 við Úlfarsárbraut.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

73.    Vegamótastígur 7     (01.171.509) 205361    Mál nr. BN054671

Reir ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka 5. hæð og fjölga um eitt herbergi í hóteli á lóð nr. 7 við Vegamótastíg.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

74.    Vegamótastígur 9     (01.171.508) 101424    Mál nr. BN054672

Reir ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka 5. hæð og fjölga um eitt herbergi í hóteli á lóð nr. 9 við Vegamótastíg.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

75.    Víðimelur 56     (01.540.015) 106232    Mál nr. BN054641

Páll Ágúst Ólafsson, Víðimelur 56, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052857 með því að færa til snyrtingu og innrétta eldhús í kjallara húss á lóð nr. 56 við Víðimel.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

76.    Þingholtsstræti 1     (01.170.305) 101342    Mál nr. BN054654

Reykjavík Rent ehf, Hverfisgötu 105, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki I á 1. hæð húss á lóð nr. 2 við Ingólfsstræti.

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. maí 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

77.    Öldugata 12     (01.136.316) 100574    Mál nr. BN054613

Jón Gunnlaugur Jónasson, Öldugata 12, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tvær viðbyggingar með þaksvölum við hús á lóð nr. 12 við Öldugötu.

Bréf með rökstuðningi um endurupptöku frá eigendum dags. 23. apríl 2018, afrit af tölvupósti SHS dags. 2. mars 2018, útlitsteikningar með undirritun eigenda nr. 10, 13 og 14 ódagsett fylgir með umsókn. 

Einnig fylgir útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. febrúar 2018 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. febrúar 2018.

Stækkun viðbygging:  27,0 ferm., 73,3 rúmm.

Stækkun bílskúr:  39,4 ferm., 118,2 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

78.    Öldugata 14     (01.136.317) 100575    Mál nr. BN054602

Sigurður Orri Steinþórsson, Kirkjubraut 19, 170 Seltjarnarnes

Sótt er um leyfi til að skipta einbýlishúsi upp í tvær sjálfstæðar eignir á lóð nr. 14. við Öldugötu.

Stækkun íbúðarhúss:  78,8 ferm., 87,1 rúmm.

Minnkun bílslúrs:  1 ferm, 2,6 rúmm.

Sjá svar JHJ við fyrirspurn dags. í desember 2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Ýmis mál

79.    Bæjarháls 1     (04.309.601) 190769    Mál nr. BN054648

Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Tilkynnt er um framkvæmd sem felst í því að endurnýja þakklæðningu með því að lekta upp þakið og klæða það með bárustáli á norðurhúsi á lóð nr. 1 við Bæjarháls.

Greinagerð burðarvirkishönnuðar dags. 11. apríl 2018 ásamt ástandskoðun og tillögum til endurbóta dags. 19 jan. 2018 fylgir.

Gjald kr. 11.000

Afgreitt.

Sækja þarf um byggingarleyfi.

Fyrirspurnir

80.    Heiðargerði 27     (01.801.105) 107613    Mál nr. BN054679

Sigrún Þórarinsdóttir, Heiðargerði 27, 108 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að setja geymslukofa upp að girðingu sem er 180 cm há við borgarland á lóð nr. 27 við Heiðargerði.

Afgreitt.

Enda falli framkvæmd að gr. 2.3.5. staflið g. Smáhýsi á lóð, í byggingarreglugerð 112/2012.

81.    Klapparstígur 17     (01.152.402) 101048    Mál nr. BN054559

Sveinn Valfells, Klapparstígur 17, 101 Reykjavík

FLUX ehf., Pósthólf 69, 121 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að setja glugga á suðurgafl baðherbergis á 3. hæð í húsinu á lóð nr. 17 við Klapparstíg.

Jákvætt.

Með vísan í leiðbeiningar á athugarsemdarblaði.

82.    Lofnarbrunnur 40     (05.055.604) 206096    Mál nr. BN054681

Jón Páll Baldvinsson, Lofnarbrunnur 40, 113 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að daga tröppur utanhúss aftur á lóð til norðurs við hús á lóð nr. 40 við Lofnarbrunn.

Frestað.

Vísað til athugasemda.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 17:06

Björgvin Rafn Sigurðarson

Erna Hrönn Geirsdóttir    Nikulás Úlfar Másson

Óskar Torfi Þorvaldsson    Sigrún Reynisdóttir

Sigríður Maack    Jón Hafberg Björnsson

Harpa Cilia Ingólfsdóttir    Olga Hrund Sverrisdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa skv. viðauka 2.4 um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

Árið 2018, þriðjudaginn 29. maí kl. 10:35 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 975. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Björgvin Rafn Sigurðarson, Harpa Cilia Ingólfsdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Óskar Torfi Þorvaldsson, Jón Hafberg Björnsson, Sigrún Reynisdóttir, Olga Hrund Sverrisdóttir og Sigríður Maack.

Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson fram yfir 43. lið.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1.    Arkarvogur 2     (01.451.401) 105601    Mál nr. BN054742

ÞG hús ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja 3 - 5 hæða fjölbýlishús, fjórar byggingar, staðsteyptar, einangraðar og klæddar að utan, með 162 íbúðum og bílgeymslu fyrir 162 bíla á lóð nr. 2 við Arkarvog.

Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. 21. maí 2018.

Stærð, A-rými:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

2.    Ármúli 1A     (01.261.402) 103511    Mál nr. BN053722

Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta gluggum á 1. hæð, einangra og klæða gafla með málmklæðningu og fjarlægja handrið á þakbrún í húsi á lóð nr. 1A við Ármúla.

Bréf frá hönnuði dags. 16. október 2017 fylgir.

Bréf frá hönnuði þar sem hann breytir umsögn og óskar eftir að hætt við að leggja inn skráningartöflu. dags. 27. mars. 2018.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. janúar 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. janúar 2018 og umsögn Minjastofnunar dags. 9. janúar 2018.

Gjald kr. 11.000 + 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

3.    Baldursgata 30     (01.186.212) 102241    Mál nr. BN054519

Magnea Þóra Guðmundsdóttir, Skeljanes 4, 101 Reykjavík

Magna Fríður Birnir, Lerkihlíð 9, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta gluggasetningu á jarðhæð með því að gluggar verða stækkaðir, gluggum lokað, komið fyrir nýjum inngangi og opnanlegum fögum á húsið á lóð nr. 30 við Baldursgötu.

Samþykki frá 11 af 12 eigendum fylgja frá húsfélagsfundi dags. 10. apríl 2018 fylgir. Samþykki frá einum eiganda vantar þar sem hún hefur ekki svarað tölvupósti.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

4.    Barónsstígur 18     (01.174.214) 101617    Mál nr. BN052047

Yngvi Finndal Heimisson, Barónsstígur 18, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í því að stigi milli kjallara og 1. hæðar hefur verið fjarlægður og íbúð breytt í tvær gistiíbúðir í notkunarflokki 4 í húsi á lóð nr. 18 við Barónsstíg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. apríl 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. apríl 2017.

Samþykki meðeiganda dags. 09.04.2017 fylgir erindi.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda.

5.    Brattagata 3A     (01.136.536) 100625    Mál nr. BN053821

Tómthús ehf., Lynghaga 3, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í því að verslun á jarðhæð hefur verið breytt í íbúð í húsi á lóð nr. 3A við Bröttugötu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

6.    Búðagerði 9     (01.814.009) 107921    Mál nr. BN054558

NLG 1 ehf., Ljósvallagötu 22, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera stálsvalir  á rishæð, breyta innra skipulagi í stigahúsi og fá samþykkta áður gerða íbúð í risi fjölbýlishúss á lóð nr. 9 við Búðagerði.

Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 17. apríl 2018.

Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. maí 2018  ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. maí 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25. maí 2018.

7.    Dverghamrar 34     (02.299.110) 109192    Mál nr. BN054737

Inga Fanney Egilsdóttir, Dverghamrar 34, 112 Reykjavík

Sigurður Arason, Dverghamrar 34, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að síkka stofuglugga og breyta í tvöfalda rennihurð og að afmarka sérafnotafleti á lóð nr. 34 við Dverghamra.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

8.    Efstaleiti 5     (01.745.002) 180144    Mál nr. BN053856

TR-Eignir ehf, Borgartúni 30, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að starfrækja mötuneyti/veitingastað í flokki II - tegund c í húsinu á lóð nr. 5 við Efstaleiti.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. desember 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. desember 2017.

Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 19. febrúar 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Ítrekuð beiðni um umsögn frá skrifstofu sviðsstjóra.

9.    Efstaleiti 11     (01.745.301) 224637    Mál nr. BN054502

Skuggi 4 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur

Sótt er um aðskilið byggingarleyfi, sjá erindi BN053223, til að byggja mhl. 02 á lóð nr. 11 við Efstaleiti.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

10.    Eiríksgata 6     (01.194.303) 102553    Mál nr. BN054683

Rúnar V Sigurðsson, Eiríksgata 6, 101 Reykjavík

Eiríkur rauði ehf., Eiríksgötu 6, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi ásamt breytingum á eldvarnarmerkingum í húsi á lóð nr. 6 við Eiríksgötu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

11.    Fiskislóð 31     (01.089.101) 209683    Mál nr. BN054710

Sjávarbakkinn ehf., Dalaþingi 12, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052435 þannig að breytt er innra skipulagi í húsi á lóð nr. 31 við Fiskislóð.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

12.    Fjólugata 19     (01.185.513) 102203    Mál nr. BN053919

Guðjón Ingi Árnason, Rauðarárstígur 31, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka þak, stækka og endurnýja bílskúr og útbúa svalir á hluta þaks, lækka gólf í kjallara, grafa frá suðurhlið og innrétta nýja íbúð þar, breyta aðkomu, byggja nýjar svalir á 2. hæð og í risi, breyta gluggum og innra skipulagi, einangra að utan og klæða með flísum hús á lóð nr. 19 við Fjólugötu.

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. september 2017.

Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 5. desember 2017, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 4. desember 2017 og minnisblað um brunavarnir dags, 9. nóvember 2017.

Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. febrúar 2018 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. febrúar 2018, bréf til nágranna dags. 26. febrúar 2018, samþykki eiganda Sóleyjargötu 17, tveggja eigenda Sóleyjargötu 19, eiganda Sóleyjargötu 17, eins eiganda Sóleyjargötu 15 og eins eiganda Fjólugötu 19A.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.

Vísað til uppdrátta 0002, 0003, 0004, 0005 dags. 17. maí 2018.

13.    Fossagata 2     (01.636.707) 106733    Mál nr. BN054238

Hafsteinn Jónasson, Flyðrugrandi 16, 107 Reykjavík

Helga Þórðardóttir, Flyðrugrandi 16, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús ásamt einnar hæðar vinnustofu á lóð nr. 2 við Fossagötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. maí 2018 fylgir erindinu.

Erindi var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Fossagötu 1, 4, og 6, Þjórsárgötu 1 og Reykjavíkurvegi 24-30, 25, 27 og 32-38 frá 6. apríl 2018 til og með 7. maí 2018. Engar athugasemdir bárust.

Stærðir:

Mhl.01: 157,6 ferm., 505,0 rúmm.

Mhl.02:   48,9 ferm., 147,9 rúmm.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24.11.2017 við fyrirspurn SN170829 fylgir erindi.

Jafnframt er erindi BN051376 fellt úr gildi.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Lóðamarkabreyting tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14.    Freyjugata 41     (01.194.206) 102550    Mál nr. BN054645

Ásmundarsalur ehf., Sjafnargötu 3, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingahús í flokki II, teg. e fyrir 55 gesti í Ásmundarsal á lóð nr. 41 við Freyjugötu.

Erindi fylgir Gjald kr. 11.000

Frestað.

Skipulagsferli ólokið.

15.    Fylkisvegur 9     (04.364.701) 111278    Mál nr. BN054740

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja upp kaldan pott á útisvæði og sameina tvö rými við innilaug til að útbúa skiptiklefa með aðstöðu fyrir fólk með fötlun, á lóð nr. 9 við Fylkisveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

16.    Gamla höfnin     (1..0-1..11) 218883    Mál nr. BN054686

N1 hf., Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að setja upp geymi með tveimur hólfum fyrir eldsneyti og þjónusta á báta við bryggju sem staðsett er í gömlu höfninni, landnúmer 218883, sem er óútvísað land.

Bréf frá hönnuði dags. 25. apríl 2018 fylgir erindinu.

Stærð tanks er: 7,3 ferm., 12,4 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

17.    Gerðarbrunnur 2-10     (05.056.401) 206052    Mál nr. BN054702

Kjalarland ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tvö fjölbýlishús með alls 12 íbúðum á lóð nr. 2-10 við Gerðarbrunn.

Stærðir:

Mhl.01: A-rými 629,1 ferm., 2.192,7 rúmm.  B-rými 145,3 ferm., 432,9 rúmm.

Mhl.02: A-rými 609,4 ferm., 2.139,5 rúmm.  B-rými 166,9 ferm., 497,4 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda og málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

18.    Gissurargata 1     (05.113.701) 214849    Mál nr. BN054494

Sveinn Anton Ólafsson, Andrésbrunnur 2, 113 Reykjavík

Elín Ósk Vilhjálmsdóttir, Andrésbrunnur 2, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu og aukaíbúð, einangrað að utan og klætt, múrkerfi, zinki og zedrusvið á lóð nr. 1 við Gissurargötu.

Erindi fylgir samþykki lóðarhafa Döllugötu 2 og 4 áritað á uppdrætti.

Stærð, A-rými:  356,5 ferm., 1.234,5 rúmm.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. maí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. maí 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25. maí 2018.

19.    Gunnarsbraut 46     (01.247.502) 103383    Mál nr. BN047793

Neva ehf., Gunnarsbraut 46, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum sem felast í að uppfæra brunavarnir í gististað í flokki II, teg. gistiheimili fyrir 30 gesti í húsi á lóð nr. 46 við Gunnarsbraut.

Erindi fylgir bréf frá aðalhönnuði dags. 16. maí 2018.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda.

20.    Haðaland 10-16     (01.864.401) 108813    Mál nr. BN054733

Hermann Jónasson, Traðarland 8, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að loka stiga milli kjallara og 1. hæðar, innrétta vinnustofu í kjallara, síkka glugga, stækka ljóskassa á norðurhlið og gera annan á suðurhlið með útgangi úr kjallara einbýlishúss nr. 12 á lóð nr. 10-16 við Haðaland.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

21.    Haukahlíð 1     (01.629.102) 221262    Mál nr. BN054466

Hlíðarfótur ehf., Síðumúla 28, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja mhl. 07, tvö stigahús á 3-5 hæðum með 33 íbúðum, steinsteypt, einangruð að utan og klædd múrkerfi og málmklæðningu á lóð nr. 1 við Haukahlíð.

Erindi fylgir brunahönnun frá Mannvit dags. 23. apríl 2018 og greinargerð um hljóðvist dags. 27. mars 2018.

Stærð mhl. 07, A-rými:  3.376,4 ferm., 10.533 rúmm.

Gjald kr. 11.000 

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

22.    Haukahlíð 1     (01.629.102) 221262    Mál nr. BN054782

Hlíðarfótur ehf., Síðumúla 28, 108 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu, undirstöður, botnplötu og lagnir í grunn fyrir bílakjallara, mhl. 01, á lóð nr. 1 við Haukahlíð sbr. BN054251.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. 

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

23.    Hátún 2A     (01.223.204) 102909    Mál nr. BN054669

Tékkland bifreiðaskoðun ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi 1. hæðar, stækka innkeyrsludyr og setja nýjan glugga á suðurhlið í húsi á lóð nr. 2a við Hátún.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

24.    Hólmsheiðarvegur 151     (05.8--.-98) 113452    Mál nr. BN054555

Neyðarlínan ohf., Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að reisa geymsluhúsnæði á lóð nr. 151 við Hólmsheiðarveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. maí 2018 fylgir erindinu.

Stærð: 655,9 fermetrar og 3.508,8 rúmmetrar.

Meðfylgjandi er bréf hönnuðar ódagsett.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

25.    Hraunbær 103A     (04.331.103) 225258    Mál nr. BN054285

Dverghamrar ehf., Lækjarbergi 46, 221 Hafnarfjörður

Sótt er um leyfi til að byggja 5-9 hæða fjölbýlishús með 60 íbúðum ásamt bílgeymslu í kjallara á lóð nr. 103A við Hraunbæ.

Erindi fylgja varmatapsútreikningar dags. 27.02.2018 og hljóðvistarskýrsla dags. 23.02.2018.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. apríl 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. apríl 2018.

Stærðir:

A-rými 7.74,5 ferm., 22.893,8 rúmm.

B-rými 607,7 ferm., 1700,72 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26.    Hverfisgata 33     (01.151.507) 101012    Mál nr. BN054545

R101 ehf., Pósthólf 8, 121 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að opna veitingastað í flokki II tegund F fyrir 130 gesti á 1. hæð og í kjallara í húsi  á lóð nr. 33 við Hverfisgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. maí 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. maí 2018.

Gjald kr.11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

27.    Höfðabakki 9     (04.075.001) 110681    Mál nr. BN054242

Opin kerfi hf., Höfðabakka 9, 110 Reykjavík

Reitir - skrifstofur ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að skilgreina mötuneyti Opinna Kerfa sem veitingastað í flokki II í suðurhluta 1. hæðar verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 9 við Höfðabakka.

Erindi fylgir bréf umsækjanda dags. 14. maí 2018 og minnisblað skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. maí 2018.

Gjald kr. 11.000

Synjað.

Með vísan til minnisblaðs skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. maí 2018.

28.    Iðunnarbrunnur 12     (02.693.705) 206081    Mál nr. BN054665

X-JB ehf., Krókhálsi 5, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tvíbýlishús, tveggja hæða með innbyggðri bílgeymslu, steinsteypt, einangrað að utan og klætt málmklæðningu á lóð nr. 12 við Iðunnarbrunn.

Stærð, A-rými:  207,9 ferm., 641,1 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

29.    Jónsgeisli 27     (04.113.509) 189825    Mál nr. BN054517

Magnús Hafliðason, Jónsgeisli 27, 113 Reykjavík

Marit Davíðsdóttir, Jónsgeisli 27, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta, óeinangraða útigeymslu sem á að vera opin að hluta, koma fyrir steyptum 90 cm háum vegg við verönd sem kemur ofan á útigeymslu, koma fyrir heitum potti norðausturhorni lóðar og gerð grein fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi í húsi á lóð nr. 27 við Jónsgeisla.

Samþykki aðliggjandi lóðar nr. 11, 13, 15 og 25 Jónsgeisla.

Stærð útigeymslu sem er B rými : 24,7 ferm., 71,0 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

30.    Klapparstígur 29     (01.172.015) 101437    Mál nr. BN054283

Barbræður ehf., Vallarbraut 8, 170 Seltjarnarnes

KS 28 ehf., Hlíðasmára 4, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II tegund F fyrir 120 gesti í rými 0101 og koma fyrir hurð á bakhlið húss á lóð nr. 29 við Klapparstíg. 

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 26. febrúar 2018, bréf frá eiganda rýmis 0101 um samþykki dags. 8. mars 2018, tölvupóstur frá lögfræðingi eiganda íbúða 0201, 0301 og 0401 um mótmæli þeirra dags. 15. mars 2018 og bréf frá skrifstofu sviðsstjóra dags. 8. janúar 2018 fylgja erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

31.    Klettagarðar 6     (01.322.301) 188794    Mál nr. BN054700

Johan Rönning hf., Klettagörðum 25, 104 Reykjavík

Módelhús ehf., Klettagörðum 25, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi ásamt því að stækka vöruhurð og koma fyrir nýrri hurð og gluggum á suðurhlið í húsi á lóð nr. 6 við Klettagarða.

Samþykki meðeiganda ódags. fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

32.    Klettagarðar 13     (01.325.201) 180007    Mál nr. BN054420

N1 hf., Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN045390 vegna lokaúttektar í húsi á lóð nr. 13 við Klettagarða .

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

33.    Köllunarklettsvegur 4     (01.329.702) 180644    Mál nr. BN054646

A&H ehf., Ásbúð 62, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að fjölga eignum úr 10 í 27 eignir þar sem hluti af þeim verður notað sem vinnustofur með millilofti, koma fyrir gluggum og svölum og stækka með því að koma fyrir millilofti yfir hluta af annarri hæð sem verður í eigu vinnustofanna í húsinu á lóð nr. 4 við köllunarklettsveg.

Stækkun millilofts : XX ferm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Skipulagsferli ólokið.

34.    Laugavegur 95-99     210318    Mál nr. BN054760

Plan 21 ehf, Álakvísl 134, 110 Reykjavík

Rit og bækur ehf., Stórhöfða 30-40, 110 Reykjavík

Björn Stefán Hallsson, Álakvísl 134, 110 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu, undirstöður, botnplötu og lagnir í grunn fyrir hótel á lóð nr. 95-99 við Laugaveg sbr. BN051774.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

35.    Lindargata 58     (01.153.205) 101102    Mál nr. BN054353

Sigrún J Oddsdóttir, Kópavogsbraut 77, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á rými 0102 og breyta skráningu rýma 0002 og 0102 úr geymslu í íbúð í húsi á lóð nr. 58 við Lindargötu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

36.    Logafold 133-135     (02.873.503) 110360    Mál nr. BN054692

Valdís Jónsdóttir, Logafold 135, 112 Reykjavík

Samuel Montoro, Logafold 135, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr við hús nr. 135 á lóð nr. 133-135 við Logafold.

Stærðir: 28,0 ferm., 84,0 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

37.    Lyngháls 10     (04.327.001) 111051    Mál nr. BN053535

Þjónustustofan ehf., Grundargötu 30, 350 Grundarfjörður

Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr á lóð nr. 10 við Lyngháls.

Stærðir: A-rými 39,5 ferm., 117,1 rúmm.

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28.06.2017 við fyrirspurn SN170484.Samþykki meðeigenda dags. 20.07.2017 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

38.    Melhagi 20-22     (01.542.014) 106368    Mál nr. BN054685

Brauð og co ehf., Hæðasmára 6, 200 Kópavogur

M22 ehf., Melhaga 20-22, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053799 með því að bæta lýsingu á frágangi loftræsirörs, koma fyrir eldvarnargleri í kaffistofu og breyta opnun útidyra í bakaríi á lóð nr. 20-22 við Melhaga.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

39.    Melhagi 20-22     (01.542.014) 106368    Mál nr. BN053927

Vesturbær - kaffihús ehf., Melhaga 20-22, 107 Reykjavík

M22 ehf., Melhaga 20-22, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053234, um er að ræða að innrétta búr í bakrými veitingastaðar á lóð nr. 20-22 við Melhaga.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

40.    Nýlendugata 22     (01.131.103) 100161    Mál nr. BN054603

Nýlendugata 22,húsfélag, Nýlendugötu 22, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja svalir á 2., 3. og rishæðir og koma fyrir nýrri garðhurð á austurhlið húss á lóð nr. 22 við Nýlendugötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. maí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. maí 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

41.    Nökkvavogur 11     (01.441.113) 105435    Mál nr. BN054556

Gísli Rafn Guðmundsson, Nökkvavogur 11, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að síkka glugga í stofu á suðurhlið, koma fyrir svalahurð við hlið hans ásamt stigapalli og tröppum út í garð, síkka glugga í kjallara á suður- og austurhlið og koma fyrir nýjum glugga í kjallara á austurhlið íbúðar með fastanr. 202-2616 í húsi  á lóð nr. 11 við Nökkvavog.

Samþykki meðeigenda lóða dags. 15 apríl 2018 fylgir.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. maí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. maí 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

42.    Rauðalækur 47     (01.342.005) 103965    Mál nr. BN054657

Kristján Jónsson, Rauðalækur 47, 105 Reykjavík

Sigríður Björnsdóttir, Rauðalækur 47, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja yfir svalir á íbúðum 01-0101 og 02-0101 og opna inn í íbúðir þannig að þær stækka í húsinu á lóð nr. 47 við Rauðalæk.

Stækkun íbúðar: 01,0101,  XX ferm. XX rúmm. og íbúð 02,0101, XX ferm. XX rúmm.

Gjald kr.  11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

43.    Ránargata 9A     (01.136.204) 100540    Mál nr. BN054503

Sólveig Guðmundsdóttir Karlsson, Ránargata 9a, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum, um er að ræða íbúð á 1. hæð/jarðhæð, garðskýli þar sem verða geymslur fyrir íbúðir hússins hefur verið stækkað og gerður nýr gluggi á 1. hæð norðurhliðar á fjölbýlishúsi á lóð nr. 9A við Ránargötu.

Stækkun mhl. 02: 14,7 ferm., 36,7 rúmm.

Engar stærðarbreytingar á mhl. 01.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. maí 2018 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

44.    Seljavegur 2     (01.130.105) 100117    Mál nr. BN052503

Seljavegur ehf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að sameina mhl. 02 og 03, byggja milligólf í bakhúsi og inndregna 5. hæð ofaná framhús og innrétta gististað í flokki V, teg. a fyrir 304 gesti í 153 herbergjum og veitingastað í flokki II, teg. a í húsi á lóð nr. 2 við Seljaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. mars 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. mars 2017.

Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. febrúar 2018 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. febrúar 2018 og 25. maí 2018.

Stækkun:

Mhl. 02 (mhl.02 og 03 sameinaðir) 2.254,5 ferm., 3.627,0 rúmm.

Breyting á heildar stærðum:  -582,3 ferm., -12.387,7 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

45.    Seljavegur 32     (01.133.111) 100230    Mál nr. BN054583

SÍM,samband ísl myndlistarmanna, Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, bæta eldvarnir og flóttaleiðir í húsi á lóð nr. 32 við Seljaveg.

Erindi fylgir umboð ríkiseigna dags. 10. apríl 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

46.    Skeifan 13A     (01.462.201) 195604    Mál nr. BN054549

RSF ehf., Skúlagötu 44, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir útimarkaði tímabundið til sölu varnings og veitinga á lóð nr. 13A við Skeifuna.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. maí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. maí 2018.

Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 17. apríl 2018.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

47.    Skipasund 42     (01.357.319) 104466    Mál nr. BN054699

Ragnar Magnússon, Skipasund 42, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum af geymsluskúr sem byggður var 1964, mhl.02, við hús á lóð nr. 42 við Skipasund.

Stærðarbreyting: x rúmm.

Tölvupóstur frá aðalhönnuði dags. 24.05.2018 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

48.    Skipholt 31     (01.251.004) 103433    Mál nr. BN054659

Víðsjá - kvikmyndagerð, Skipholti 31, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN053036 þannig að innra fyrirkomulagi er breytt í húsinu á lóð nr. 31 við Skipholt.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

49.    Skólavörðustígur 3     (01.171.310) 222128    Mál nr. BN054390

Almenna C slhf., Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem er að færa eldhús, koma fyrir nýrri inngangshurð í íbúð með aukinni brunakröfu og klæða undir svalir á 2. og 3. hæð í húsi á lóð nr. 3 við Skólavörðustíg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

50.    Skólavörðustígur 25     (01.182.242) 101894    Mál nr. BN054598

SMT100 ehf, Flókagötu 59, 105 Reykjavík

Sótt er um breytingu á erindi BN051427 sem felst í því að hætt er við að framlengja aðalstiga upp á rishæð og gera þar sér íbúð ásamt því að gera skrifstofur í rýmum 0101, 0201 og 0301 í húsi á lóð nr. 25 við Skólavörðustíg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda og málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

51.    Sléttuvegur 25-27     (01.793.101) 213549    Mál nr. BN054467

Ölduvör ehf., Brúnavegi Hrafnista, 104 Reykjavík

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja mhl. 02, einnar hæðar þjónustumiðstöð með kjallara ásamt fjögurra hæða íbúðarhúsi og kjallara með 54 leiguíbúðum, sem er 2. áfangi í þyrpingu bygginga fyrir eldri borgara á lóð nr. 25-27 við Sléttuveg.

Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. 28. mars 2018 og brunahönnun dags. 26. mars 2018.

Mhl. 02 stærðir:

A-rými:  7.263,2 ferm., 25.373,9 rúmm.

B-rými:  422,1 ferm., 1.453,0 rúmm.

Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. 28.03.2018.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. 

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

52.    Stardalur     (00.072.000) 125755    Mál nr. BN054632

Þórdís Jóhannesdóttir, Hlaðhamrar 2, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að rífa niður mhl. 02, 03, 04, 05, 06, 07, 08, 10, 12 og 14 sem er undir fastanúmer 208-5466 á jörðinni Stardalur.

Stærð niðurrifs samtals: 970,8 ferm., 3.791,0 rúmm.

Bréf frá umsækjanda um staðsetningu óvirks úrgangs frá niðurrifi

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

53.    Stóragerði 42     (01.803.101) 107721    Mál nr. BN054668

Valdimar Harðarson, Stóragerði 42, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera hurðir út í garð í íbúðum á 1. hæð og gustlokun á svölum á annarri og þriðju hæð ásamt gustlokun með þaki að hluta á svölum á fjórðu hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 42 við Stóragerði.

Samþykki frá 12 íbúðum af 14 frá fundi húsfélags dags. 11. apríl 2018 og bréf frá hönnuði dags. 7. maí 2018 fylgir.

Stækkun vegna B rýma: XX ferm og rúmm.

Stækkun vegna gustlokunar: XX rúmm.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. maí 2018 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

54.    Stórhöfði 29-31     (04.084.801) 179559    Mál nr. BN054542

Húsfélagið Stórhöfða 31, Stórhöfða 31, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og sameina matshluta 01 og 02 ásamt því að byggja 3. hæð með svölum ofaná millibyggingu milli húsa á lóð nr. 29-31 við Stórhöfða.

Umsögn brunahönnuðar dags. 17. apríl  2018, umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 9. apríl  2018 og bréf frá hönnuði og samþykki sumra dags. 11. apríl 2018 fylgir erindi.

Stækkun: 119,8 ferm., 358,2 rúmm.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. maí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. maí 2018.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Skilyrt er að yfirlýsingu um sameiningu eigna verði þinglýst fyrir útgáfu byggingarleyfis. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

55.    Suðurlandsbraut 14     (01.263.101) 103522    Mál nr. BN054413

Reginn atvinnuhúsnæði ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi skrifstofurými og koma fyrir flóttaleiðum og sameiginlegu flóttasvæði sem eru svalir sem byggðar verða á suðurhlið húss á lóð nr. 14 við Suðurlandsbraut.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. maí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. maí 2018.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

56.    Sundagarðar 8     (01.335.402) 103909    Mál nr. BN054379

Brimgarðar ehf., Sundagörðum 10, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og tengja gólfniðurfall við olíuskilju í húsinu á lóð nr. 8 við Sundagarða.

Stærð olíuskilju er: 10,5 ferm., 12,7 rúmm.

Gjald kr. 11.000 + 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

57.    Súðarvogur 2     (01.452.101) 225187    Mál nr. BN054711

Súðarvogur 2 ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir niðurrifi á húsi á lóð nr. 2 (áður nr. 6) við Súðarvog.

Stærðir: x ferm., x rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

58.    Tangabryggja 13     (04.023.101) 179538    Mál nr. BN054748

Arcus ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051863, m.a. breyta fyrirkomulagi eldhúsa og gluggar stækkaðir á norðurhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 13 við Tangabryggju.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

59.    Tangabryggja 18-22     (04.023.104) 224130    Mál nr. BN054749

Arcus ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050926, samræma svalahandrið, fella út segullokun á gangahurðum, breyta yfirborðsáferð svala og fella út skyggni yfir inngangi og breyta gluggum kvista á austurhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 18-22 við Tangabryggju.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

60.    Trilluvogur 1     (01.452.301) 225188    Mál nr. BN054761

Enver ehf., Lágmúla 7, 105 Reykjavík

Vogabyggð ehf., Austurstræti 11, 101 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu, uppsteypu að plötu yfir kjallara og lagnir í jörð fyrir nýbyggingu á lóð nr. 1 við Trilluvog sbr. BN054383.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. 

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

61.    Tunguháls 10     (04.329.201) 179475    Mál nr. BN054316

Húsfélagið Tunguhálsi 10, Fiskislóð 75, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að skipta upp eign 0101 í eignir 0101 og 0110 og gerð er grein fyrir áður gerðum milliloftum og útlitsbreytingum á norðurhlið 1. hæðar á húsinu á lóð nr. 10 við Tunguháls.

Sjá áður samþykkt erindi BN044862.

Fyrirspurn BN043973 fylgir erindi.

Stækkun millilofta: 871,8 ferm., 247,2 rúmm.

Gjald kr. 8.500

Frestað.

Vísað til athugasemda.

62.    Urðarbrunnur 33-35     (05.053.202) 205768    Mál nr. BN054489

Bjarg íbúðafélag hses., Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja fjögurra hæða fjölbýlishús með kjallara undir hluta húss, með 36 íbúðum, steinsteypt, einangrað að utan og klætt ljósri báruklæðningu á lóð nr. 33-35 við Urðarbrunn.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. apríl 2018 fylgir erindinu.

Einnig fylgir greinargerð um hljóðvist dags. 9. apríl 2018.

Stærð, A-rými:  2.516,2 ferm., 7.081,6 rúmm.

B-rými:  264 ferm., 450,5 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

63.    Úlfarsbraut 42-44     (02.698.306) 205717    Mál nr. BN054688

Halldóra Pétursdóttir, Úlfarsbraut 42, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á erindi BN035736 þannig að innra fyrirkomulagi í eldhúsi er breytt og komið er fyrir geymslulofti yfir hluta af bílskúr og yfir eldhús í parhúsi nr.  42 á lóð nr 42 - 44 við Úlfarsbraut. 

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

64.    Vegamótastígur 7     (01.171.509) 205361    Mál nr. BN054671

Reir ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053531, stækka 5. hæð og fjölga um eitt herbergi í hóteli á lóð nr. 7 við Vegamótastíg.

Stækkun:  68,5 ferm., 199 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

65.    Vegamótastígur 9     (01.171.508) 101424    Mál nr. BN054672

Reir ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053541, stækka 5. hæð og fjölga um eitt herbergi í hóteli á lóð nr. 9 við Vegamótastíg.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

66.    Víðimelur 56     (01.540.015) 106232    Mál nr. BN054641

Páll Ágúst Ólafsson, Víðimelur 56, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052857 með því að færa til snyrtingu og innrétta eldhús í kjallara húss á lóð nr. 56 við Víðimel.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

67.    Ægisíða 103     (01.532.205) 106202    Mál nr. BN054608

Elín Einarsdóttir, Ægisíða 103, 107 Reykjavík

Þórir Hrafnsson, Ægisíða 103, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN034284, sem felst í að einungis stærri kvistur var stækkaður, vegna lokaúttektar á tvíbýlishúsi á lóð nr. 103 við Ægisíðu.

Minnkun:  1,2 ferm., 2 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Ýmis mál

68.    Hjarðarhagi 44-50     (01.546.002) 106499    Mál nr. BN054754

Steinþór Níelsson, Hjarðarhagi 48, 107 Reykjavík

Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir, Hjarðarhagi 48, 107 Reykjavík

Tilkynnt er um framkvæmd sem felst í því að burðarveggur er styttur um 40 cm í íbúð 0102 í húsi nr. 48 á lóð nr. 44-50 við Hjarðarhaga.

Afgreitt.

Senda skal byggingarfulltrúa stutta lýsingu með upplýsingum um lok framkvæmdar sem skal árituð af þeim aðila sem sá um framkvæmdina.

69.    Jarpstjörn 13         Mál nr. BN054770

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna fjórar nýjar lóðir, samanber meðfylgjandi uppdrátt dagsettann 28.05.2018.

Ný lóð Jarpstjörn 5 (staðgr. 5.051.302, landeignarnr. L226842).

Lóðin er stofnuð með því að taka 970 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Jarpstjörn 5 (staðgr. 5.051.302, landeignarnr. L226842) verður 970 m².

Ný lóð Jarpstjörn 5A (staðgr. 5.051.304, landeignarnr. L226845).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1283 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Jarpstjörn 5A  (staðgr. 5.051.304, landeignarnr. L226845) verður 1283 m².

Ný lóð Jarpstjörn 13 (staðgr. 5.051.303, landeignarnr. L226843). 

Lóðin er stofnuð með því að taka 884 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Jarpstjörn 13 (staðgr. 5.051.303, landeignarnr. L226843) verður 884 m².

Ný lóð Jarpstjörn 19 (staðgr. 5.051.301, landeignarnr. L226844).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1767 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Jarpstjörn 19 (staðgr. 5.051.301, landeignarnr. L226844) verður 1767 m².

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 27.09.2017, samþykkt í borgarráði þann 05.10.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 19.02.2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

70.    Jarpstjörn 16         Mál nr. BN054773

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna sex  nýjar lóðir, samanber meðfylgjandi uppdrátt dagsettann 28.05.2018.

Ný lóð Jarpstjörn 6 (staðgr. 5.051.404, landeignarnr. L226836).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1343 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Jarpstjörn 6 (staðgr. 5.051.404, landeignarnr. L226836)  verður 1343 m².

Ný lóð Jarpstjörn 16 (staðgr. 5.051.401, landeignarnr. L226837).

Lóðin er stofnuð með því að taka 760 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Jarpstjörn 16 (staðgr. 5.051.401, landeignarnr. L226837)  verður 760 m².

Ný lóð Rökkvatjörn 3 (staðgr. 5.051.403, landeignarnr. L226838).

Lóðin er stofnuð með því að taka 889 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Rökkvatjörn 3 (staðgr. 5.051.403, landeignarnr. L226838) verður 889 m².

Ný lóð Rökkvatjörn 3A (staðgr. 5.051.405, landeignarnr. L226840).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1640 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Rökkvatjörn 3A (staðgr. 5.051.405, landeignarnr. L226840) verður 1640 m².

Ný lóð Rökkvatjörn 5 (staðgr. 5.051.402, landeignarnr. L226839).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1238 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Rökkvatjörn 5 (staðgr. 5.051.402, landeignarnr. L226839) verður 1238 m².

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 27.09.2017, samþykkt í borgarráði þann 05.10.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 19.02.2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

71.    Jarpstjörn 19         Mál nr. BN054771

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna fjórar nýjar lóðir, samanber meðfylgjandi uppdrátt dagsettann 28.05.2018.

Ný lóð Jarpstjörn 5 (staðgr. 5.051.302, landeignarnr. L226842).

Lóðin er stofnuð með því að taka 970 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Jarpstjörn 5 (staðgr. 5.051.302, landeignarnr. L226842) verður 970 m².

Ný lóð Jarpstjörn 5A (staðgr. 5.051.304, landeignarnr. L226845).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1283 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Jarpstjörn 5A  (staðgr. 5.051.304, landeignarnr. L226845) verður 1283 m².

Ný lóð Jarpstjörn 13 (staðgr. 5.051.303, landeignarnr. L226843). 

Lóðin er stofnuð með því að taka 884 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Jarpstjörn 13 (staðgr. 5.051.303, landeignarnr. L226843) verður 884 m².

Ný lóð Jarpstjörn 19 (staðgr. 5.051.301, landeignarnr. L226844).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1767 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Jarpstjörn 19 (staðgr. 5.051.301, landeignarnr. L226844) verður 1767 m².

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 27.09.2017, samþykkt í borgarráði þann 05.10.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 19.02.2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

72.    Jarpstjörn 5         Mál nr. BN054768

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna fjórar nýjar lóðir, samanber meðfylgjandi uppdrátt dagsettann 28.05.2018.

Ný lóð Jarpstjörn 5 (staðgr. 5.051.302, landeignarnr. L226842).

Lóðin er stofnuð með því að taka 970 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Jarpstjörn 5 (staðgr. 5.051.302, landeignarnr. L226842) verður 970 m².

Ný lóð Jarpstjörn 5A (staðgr. 5.051.304, landeignarnr. L226845).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1283 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Jarpstjörn 5A  (staðgr. 5.051.304, landeignarnr. L226845) verður 1283 m².

Ný lóð Jarpstjörn 13 (staðgr. 5.051.303, landeignarnr. L226843). 

Lóðin er stofnuð með því að taka 884 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Jarpstjörn 13 (staðgr. 5.051.303, landeignarnr. L226843) verður 884 m².

Ný lóð Jarpstjörn 19 (staðgr. 5.051.301, landeignarnr. L226844).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1767 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Jarpstjörn 19 (staðgr. 5.051.301, landeignarnr. L226844) verður 1767 m².

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 27.09.2017, samþykkt í borgarráði þann 05.10.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 19.02.2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

73.    Jarpstjörn 5a         Mál nr. BN054769

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna fjórar nýjar lóðir, samanber meðfylgjandi uppdrátt dagsettann 28.05.2018.

Ný lóð Jarpstjörn 5 (staðgr. 5.051.302, landeignarnr. L226842).

Lóðin er stofnuð með því að taka 970 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Jarpstjörn 5 (staðgr. 5.051.302, landeignarnr. L226842) verður 970 m².

Ný lóð Jarpstjörn 5A (staðgr. 5.051.304, landeignarnr. L226845).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1283 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Jarpstjörn 5A  (staðgr. 5.051.304, landeignarnr. L226845) verður 1283 m².

Ný lóð Jarpstjörn 13 (staðgr. 5.051.303, landeignarnr. L226843). 

Lóðin er stofnuð með því að taka 884 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Jarpstjörn 13 (staðgr. 5.051.303, landeignarnr. L226843) verður 884 m².

Ný lóð Jarpstjörn 19 (staðgr. 5.051.301, landeignarnr. L226844).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1767 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Jarpstjörn 19 (staðgr. 5.051.301, landeignarnr. L226844) verður 1767 m².

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 27.09.2017, samþykkt í borgarráði þann 05.10.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 19.02.2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

74.    Jarpstjörn 6         Mál nr. BN054772

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna sex  nýjar lóðir, samanber meðfylgjandi uppdrátt dagsettann 28.05.2018.

Ný lóð Jarpstjörn 6 (staðgr. 5.051.404, landeignarnr. L226836).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1343 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Jarpstjörn 6 (staðgr. 5.051.404, landeignarnr. L226836)  verður 1343 m².

Ný lóð Jarpstjörn 16 (staðgr. 5.051.401, landeignarnr. L226837).

Lóðin er stofnuð með því að taka 760 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Jarpstjörn 16 (staðgr. 5.051.401, landeignarnr. L226837)  verður 760 m².

Ný lóð Rökkvatjörn 3 (staðgr. 5.051.403, landeignarnr. L226838).

Lóðin er stofnuð með því að taka 889 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Rökkvatjörn 3 (staðgr. 5.051.403, landeignarnr. L226838) verður 889 m².

Ný lóð Rökkvatjörn 3A (staðgr. 5.051.405, landeignarnr. L226840).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1640 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Rökkvatjörn 3A (staðgr. 5.051.405, landeignarnr. L226840) verður 1640 m².

Ný lóð Rökkvatjörn 5 (staðgr. 5.051.402, landeignarnr. L226839).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1238 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Rökkvatjörn 5 (staðgr. 5.051.402, landeignarnr. L226839) verður 1238 m².

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 27.09.2017, samþykkt í borgarráði þann 05.10.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 19.02.2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

75.    Rökkvatjörn 10         Mál nr. BN054764

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna sex nýjar lóðir, samanber meðfylgjandi uppdrátt dagsettann 28.05.2018.

Ný lóð Rökkvatjörn 6 (staðgr. 5.052.304, landeignarnr. L226828).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1380 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Rökkvatjörn 6 (staðgr. 5.052.304, landeignarnr. L226828)  verður 1380 m².

Ný lóð Rökkvatjörn 6A (staðgr. 5.052.305, landeignarnr. L226832).

Lóðin er stofnuð með því að taka 928 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Rökkvatjörn 6A (staðgr. 5.052.305, landeignarnr. L226832) verður 928 m².

Ný lóð Rökkvatjörn 10 (staðgr. 5.052.301, landeignarnr. L226829).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1030 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Rökkvatjörn 10 (staðgr. 5.052.301, landeignarnr. L226829) verður 1030 m².

Ný lóð Silfratjörn 5 (staðgr. 5.052.303, landeignarnr. L226830).

Lóðin er stofnuð með því að taka 726 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Silfratjörn 5 (staðgr. 5.052.303, landeignarnr. L226830) verður 726 m².

Ný lóð Silfratjörn 5A (staðgr. 5.052.406, landeignarnr. L226833).

Lóðin er stofnuð með því að taka 16 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Silfratjörn 5A (staðgr. 5.052.406, landeignarnr. L226833) verður 16 m².

Ný lóð Silfratjörn 11 (staðgr. 5.052.302, landeignarnr. L226831).

Lóðin er stofnuð með því að taka 660 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Silfratjörn 11 (staðgr. 5.052.302, landeignarnr. L226831) verður 660 m².

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 27.09.2017, samþykkt í borgarráði þann 05.10.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 19.02.2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

76.    Rökkvatjörn 3         Mál nr. BN054774

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna sex  nýjar lóðir, samanber meðfylgjandi uppdrátt dagsettann 28.05.2018.

Ný lóð Jarpstjörn 6 (staðgr. 5.051.404, landeignarnr. L226836).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1343 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Jarpstjörn 6 (staðgr. 5.051.404, landeignarnr. L226836)  verður 1343 m².

Ný lóð Jarpstjörn 16 (staðgr. 5.051.401, landeignarnr. L226837).

Lóðin er stofnuð með því að taka 760 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Jarpstjörn 16 (staðgr. 5.051.401, landeignarnr. L226837)  verður 760 m².

Ný lóð Rökkvatjörn 3 (staðgr. 5.051.403, landeignarnr. L226838).

Lóðin er stofnuð með því að taka 889 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Rökkvatjörn 3 (staðgr. 5.051.403, landeignarnr. L226838) verður 889 m².

Ný lóð Rökkvatjörn 3A (staðgr. 5.051.405, landeignarnr. L226840).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1640 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Rökkvatjörn 3A (staðgr. 5.051.405, landeignarnr. L226840) verður 1640 m².

Ný lóð Rökkvatjörn 5 (staðgr. 5.051.402, landeignarnr. L226839).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1238 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Rökkvatjörn 5 (staðgr. 5.051.402, landeignarnr. L226839) verður 1238 m².

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 27.09.2017, samþykkt í borgarráði þann 05.10.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 19.02.2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

77.    Rökkvatjörn 3a         Mál nr. BN054775

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna sex  nýjar lóðir, samanber meðfylgjandi uppdrátt dagsettann 28.05.2018.

Ný lóð Jarpstjörn 6 (staðgr. 5.051.404, landeignarnr. L226836).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1343 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Jarpstjörn 6 (staðgr. 5.051.404, landeignarnr. L226836)  verður 1343 m².

Ný lóð Jarpstjörn 16 (staðgr. 5.051.401, landeignarnr. L226837).

Lóðin er stofnuð með því að taka 760 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Jarpstjörn 16 (staðgr. 5.051.401, landeignarnr. L226837)  verður 760 m².

Ný lóð Rökkvatjörn 3 (staðgr. 5.051.403, landeignarnr. L226838).

Lóðin er stofnuð með því að taka 889 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Rökkvatjörn 3 (staðgr. 5.051.403, landeignarnr. L226838) verður 889 m².

Ný lóð Rökkvatjörn 3A (staðgr. 5.051.405, landeignarnr. L226840).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1640 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Rökkvatjörn 3A (staðgr. 5.051.405, landeignarnr. L226840) verður 1640 m².

Ný lóð Rökkvatjörn 5 (staðgr. 5.051.402, landeignarnr. L226839).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1238 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Rökkvatjörn 5 (staðgr. 5.051.402, landeignarnr. L226839) verður 1238 m².

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 27.09.2017, samþykkt í borgarráði þann 05.10.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 19.02.2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

78.    Rökkvatjörn 5         Mál nr. BN054776

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna sex  nýjar lóðir, samanber meðfylgjandi uppdrátt dagsettann 28.05.2018.

Ný lóð Jarpstjörn 6 (staðgr. 5.051.404, landeignarnr. L226836).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1343 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Jarpstjörn 6 (staðgr. 5.051.404, landeignarnr. L226836)  verður 1343 m².

Ný lóð Jarpstjörn 16 (staðgr. 5.051.401, landeignarnr. L226837).

Lóðin er stofnuð með því að taka 760 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Jarpstjörn 16 (staðgr. 5.051.401, landeignarnr. L226837)  verður 760 m².

Ný lóð Rökkvatjörn 3 (staðgr. 5.051.403, landeignarnr. L226838).

Lóðin er stofnuð með því að taka 889 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Rökkvatjörn 3 (staðgr. 5.051.403, landeignarnr. L226838) verður 889 m².

Ný lóð Rökkvatjörn 3A (staðgr. 5.051.405, landeignarnr. L226840).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1640 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Rökkvatjörn 3A (staðgr. 5.051.405, landeignarnr. L226840) verður 1640 m².

Ný lóð Rökkvatjörn 5 (staðgr. 5.051.402, landeignarnr. L226839).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1238 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Rökkvatjörn 5 (staðgr. 5.051.402, landeignarnr. L226839) verður 1238 m².

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 27.09.2017, samþykkt í borgarráði þann 05.10.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 19.02.2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

79.    Rökkvatjörn 6         Mál nr. BN054762

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna sex nýjar lóðir, samanber meðfylgjandi uppdrátt dagsettann 28.05.2018.

Ný lóð Rökkvatjörn 6 (staðgr. 5.052.304, landeignarnr. L226828).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1380 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Rökkvatjörn 6 (staðgr. 5.052.304, landeignarnr. L226828)  verður 1380 m².

Ný lóð Rökkvatjörn 6A (staðgr. 5.052.305, landeignarnr. L226832).

Lóðin er stofnuð með því að taka 928 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Rökkvatjörn 6A (staðgr. 5.052.305, landeignarnr. L226832) verður 928 m².

Ný lóð Rökkvatjörn 10 (staðgr. 5.052.301, landeignarnr. L226829).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1030 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Rökkvatjörn 10 (staðgr. 5.052.301, landeignarnr. L226829) verður 1030 m².

Ný lóð Silfratjörn 5 (staðgr. 5.052.303, landeignarnr. L226830).

Lóðin er stofnuð með því að taka 726 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Silfratjörn 5 (staðgr. 5.052.303, landeignarnr. L226830) verður 726 m².

Ný lóð Silfratjörn 5A (staðgr. 5.052.406, landeignarnr. L226833).

Lóðin er stofnuð með því að taka 16 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Silfratjörn 5A (staðgr. 5.052.406, landeignarnr. L226833) verður 16 m².

Ný lóð Silfratjörn 11 (staðgr. 5.052.302, landeignarnr. L226831).

Lóðin er stofnuð með því að taka 660 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Silfratjörn 11 (staðgr. 5.052.302, landeignarnr. L226831) verður 660 m².

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 27.09.2017, samþykkt í borgarráði þann 05.10.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 19.02.2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

80.    Rökkvatjörn 6a         Mál nr. BN054763

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna sex nýjar lóðir, samanber meðfylgjandi uppdrátt dagsettann 28.05.2018.

Ný lóð Rökkvatjörn 6 (staðgr. 5.052.304, landeignarnr. L226828).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1380 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Rökkvatjörn 6 (staðgr. 5.052.304, landeignarnr. L226828)  verður 1380 m².

Ný lóð Rökkvatjörn 6A (staðgr. 5.052.305, landeignarnr. L226832).

Lóðin er stofnuð með því að taka 928 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Rökkvatjörn 6A (staðgr. 5.052.305, landeignarnr. L226832) verður 928 m².

Ný lóð Rökkvatjörn 10 (staðgr. 5.052.301, landeignarnr. L226829).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1030 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Rökkvatjörn 10 (staðgr. 5.052.301, landeignarnr. L226829) verður 1030 m².

Ný lóð Silfratjörn 5 (staðgr. 5.052.303, landeignarnr. L226830).

Lóðin er stofnuð með því að taka 726 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Silfratjörn 5 (staðgr. 5.052.303, landeignarnr. L226830) verður 726 m².

Ný lóð Silfratjörn 5A (staðgr. 5.052.406, landeignarnr. L226833).

Lóðin er stofnuð með því að taka 16 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Silfratjörn 5A (staðgr. 5.052.406, landeignarnr. L226833) verður 16 m².

Ný lóð Silfratjörn 11 (staðgr. 5.052.302, landeignarnr. L226831).

Lóðin er stofnuð með því að taka 660 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Silfratjörn 11 (staðgr. 5.052.302, landeignarnr. L226831) verður 660 m².

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 27.09.2017, samþykkt í borgarráði þann 05.10.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 19.02.2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

81.    Silfratjörn 11         Mál nr. BN054767

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna sex nýjar lóðir, samanber meðfylgjandi uppdrátt dagsettann 28.05.2018.

Ný lóð Rökkvatjörn 6 (staðgr. 5.052.304, landeignarnr. L226828).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1380 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Rökkvatjörn 6 (staðgr. 5.052.304, landeignarnr. L226828)  verður 1380 m².

Ný lóð Rökkvatjörn 6A (staðgr. 5.052.305, landeignarnr. L226832).

Lóðin er stofnuð með því að taka 928 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Rökkvatjörn 6A (staðgr. 5.052.305, landeignarnr. L226832) verður 928 m².

Ný lóð Rökkvatjörn 10 (staðgr. 5.052.301, landeignarnr. L226829).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1030 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Rökkvatjörn 10 (staðgr. 5.052.301, landeignarnr. L226829) verður 1030 m².

Ný lóð Silfratjörn 5 (staðgr. 5.052.303, landeignarnr. L226830).

Lóðin er stofnuð með því að taka 726 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Silfratjörn 5 (staðgr. 5.052.303, landeignarnr. L226830) verður 726 m².

Ný lóð Silfratjörn 5A (staðgr. 5.052.406, landeignarnr. L226833).

Lóðin er stofnuð með því að taka 16 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Silfratjörn 5A (staðgr. 5.052.406, landeignarnr. L226833) verður 16 m².

Ný lóð Silfratjörn 11 (staðgr. 5.052.302, landeignarnr. L226831).

Lóðin er stofnuð með því að taka 660 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Silfratjörn 11 (staðgr. 5.052.302, landeignarnr. L226831) verður 660 m².

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 27.09.2017, samþykkt í borgarráði þann 05.10.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 19.02.2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

82.    Silfratjörn 14         Mál nr. BN054779

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna fimm nýjar lóðir, samanber meðfylgjandi uppdrátt dagsettann 28.05.2018.

Ný lóð Silfratjörn 6 (staðgr. 5.052.404, landeignarnr. L226823).

Lóðin er stofnuð með því að taka 884 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 2212447).

Lóðin Silfratjörn 6 (staðgr. 5.052.404, landeignarnr. L226823) verður 884 m².

Ný lóð Silfratjörn 6A (staðgr. 5.052.405, landeignarnr. L226827).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1974 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 2212447).

Lóðin Silfratjörn 6A (staðgr. 5.052.405, landeignarnr. L226827) verður 1974 m².

Ný lóð Silfratjörn 14 (staðgr. 5.052.403, landeignarnr. L226824). 

Lóðin er stofnuð með því að taka 752 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 2212447).

Lóðin Silfratjörn 14 (staðgr. 5.052.403, landeignarnr. L226824) verður 752 m².

Ný lóð Silfratjörn 20 (staðgr. 5.052.402, landeignarnr. L226825).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1017 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 2212447).

Lóðin Silfratjörn 20 (staðgr. 5.052.402, landeignarnr. L226825) verður 1017 m².

Ný lóð Silfratjörn 26 (staðgr. 5.052.401, landeignarnr. L226826). 

Lóðin er stofnuð með því að taka 1403 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 2212447).

Lóðin Silfratjörn 26 (staðgr. 5.052.401, landeignarnr. L226826) verður 1403 m².

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 27.09.2017, samþykkt í borgarráði þann 05.10.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 19.02.2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

83.    Silfratjörn 20         Mál nr. BN054780

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna fimm nýjar lóðir, samanber meðfylgjandi uppdrátt dagsettann 28.05.2018.

Ný lóð Silfratjörn 6 (staðgr. 5.052.404, landeignarnr. L226823).

Lóðin er stofnuð með því að taka 884 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 2212447).

Lóðin Silfratjörn 6 (staðgr. 5.052.404, landeignarnr. L226823) verður 884 m².

Ný lóð Silfratjörn 6A (staðgr. 5.052.405, landeignarnr. L226827).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1974 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 2212447).

Lóðin Silfratjörn 6A (staðgr. 5.052.405, landeignarnr. L226827) verður 1974 m².

Ný lóð Silfratjörn 14 (staðgr. 5.052.403, landeignarnr. L226824). 

Lóðin er stofnuð með því að taka 752 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 2212447).

Lóðin Silfratjörn 14 (staðgr. 5.052.403, landeignarnr. L226824) verður 752 m².

Ný lóð Silfratjörn 20 (staðgr. 5.052.402, landeignarnr. L226825).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1017 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 2212447).

Lóðin Silfratjörn 20 (staðgr. 5.052.402, landeignarnr. L226825) verður 1017 m².

Ný lóð Silfratjörn 26 (staðgr. 5.052.401, landeignarnr. L226826). 

Lóðin er stofnuð með því að taka 1403 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 2212447).

Lóðin Silfratjörn 26 (staðgr. 5.052.401, landeignarnr. L226826) verður 1403 m².

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 27.09.2017, samþykkt í borgarráði þann 05.10.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 19.02.2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

84.    Silfratjörn 26         Mál nr. BN054781

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna fimm nýjar lóðir, samanber meðfylgjandi uppdrátt dagsettann 28.05.2018.

Ný lóð Silfratjörn 6 (staðgr. 5.052.404, landeignarnr. L226823).

Lóðin er stofnuð með því að taka 884 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 2212447).

Lóðin Silfratjörn 6 (staðgr. 5.052.404, landeignarnr. L226823) verður 884 m².

Ný lóð Silfratjörn 6A (staðgr. 5.052.405, landeignarnr. L226827).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1974 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 2212447).

Lóðin Silfratjörn 6A (staðgr. 5.052.405, landeignarnr. L226827) verður 1974 m².

Ný lóð Silfratjörn 14 (staðgr. 5.052.403, landeignarnr. L226824). 

Lóðin er stofnuð með því að taka 752 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 2212447).

Lóðin Silfratjörn 14 (staðgr. 5.052.403, landeignarnr. L226824) verður 752 m².

Ný lóð Silfratjörn 20 (staðgr. 5.052.402, landeignarnr. L226825).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1017 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 2212447).

Lóðin Silfratjörn 20 (staðgr. 5.052.402, landeignarnr. L226825) verður 1017 m².

Ný lóð Silfratjörn 26 (staðgr. 5.052.401, landeignarnr. L226826). 

Lóðin er stofnuð með því að taka 1403 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 2212447).

Lóðin Silfratjörn 26 (staðgr. 5.052.401, landeignarnr. L226826) verður 1403 m².

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 27.09.2017, samþykkt í borgarráði þann 05.10.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 19.02.2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

85.    Silfratjörn 5         Mál nr. BN054765

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna sex nýjar lóðir, samanber meðfylgjandi uppdrátt dagsettann 28.05.2018.

Ný lóð Rökkvatjörn 6 (staðgr. 5.052.304, landeignarnr. L226828).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1380 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Rökkvatjörn 6 (staðgr. 5.052.304, landeignarnr. L226828)  verður 1380 m².

Ný lóð Rökkvatjörn 6A (staðgr. 5.052.305, landeignarnr. L226832).

Lóðin er stofnuð með því að taka 928 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Rökkvatjörn 6A (staðgr. 5.052.305, landeignarnr. L226832) verður 928 m².

Ný lóð Rökkvatjörn 10 (staðgr. 5.052.301, landeignarnr. L226829).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1030 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Rökkvatjörn 10 (staðgr. 5.052.301, landeignarnr. L226829) verður 1030 m².

Ný lóð Silfratjörn 5 (staðgr. 5.052.303, landeignarnr. L226830).

Lóðin er stofnuð með því að taka 726 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Silfratjörn 5 (staðgr. 5.052.303, landeignarnr. L226830) verður 726 m².

Ný lóð Silfratjörn 5A (staðgr. 5.052.406, landeignarnr. L226833).

Lóðin er stofnuð með því að taka 16 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Silfratjörn 5A (staðgr. 5.052.406, landeignarnr. L226833) verður 16 m².

Ný lóð Silfratjörn 11 (staðgr. 5.052.302, landeignarnr. L226831).

Lóðin er stofnuð með því að taka 660 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Silfratjörn 11 (staðgr. 5.052.302, landeignarnr. L226831) verður 660 m².

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 27.09.2017, samþykkt í borgarráði þann 05.10.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 19.02.2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

86.    Silfratjörn 5A         Mál nr. BN054766

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna sex nýjar lóðir, samanber meðfylgjandi uppdrátt dagsettann 28.05.2018.

Ný lóð Rökkvatjörn 6 (staðgr. 5.052.304, landeignarnr. L226828).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1380 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Rökkvatjörn 6 (staðgr. 5.052.304, landeignarnr. L226828)  verður 1380 m².

Ný lóð Rökkvatjörn 6A (staðgr. 5.052.305, landeignarnr. L226832).

Lóðin er stofnuð með því að taka 928 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Rökkvatjörn 6A (staðgr. 5.052.305, landeignarnr. L226832) verður 928 m².

Ný lóð Rökkvatjörn 10 (staðgr. 5.052.301, landeignarnr. L226829).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1030 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Rökkvatjörn 10 (staðgr. 5.052.301, landeignarnr. L226829) verður 1030 m².

Ný lóð Silfratjörn 5 (staðgr. 5.052.303, landeignarnr. L226830).

Lóðin er stofnuð með því að taka 726 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Silfratjörn 5 (staðgr. 5.052.303, landeignarnr. L226830) verður 726 m².

Ný lóð Silfratjörn 5A (staðgr. 5.052.406, landeignarnr. L226833).

Lóðin er stofnuð með því að taka 16 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Silfratjörn 5A (staðgr. 5.052.406, landeignarnr. L226833) verður 16 m².

Ný lóð Silfratjörn 11 (staðgr. 5.052.302, landeignarnr. L226831).

Lóðin er stofnuð með því að taka 660 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 221447).

Lóðin Silfratjörn 11 (staðgr. 5.052.302, landeignarnr. L226831) verður 660 m².

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 27.09.2017, samþykkt í borgarráði þann 05.10.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 19.02.2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

87.    Silfratjörn 6         Mál nr. BN054777

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna fimm nýjar lóðir, samanber meðfylgjandi uppdrátt dagsettann 28.05.2018.

Ný lóð Silfratjörn 6 (staðgr. 5.052.404, landeignarnr. L226823).

Lóðin er stofnuð með því að taka 884 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 2212447).

Lóðin Silfratjörn 6 (staðgr. 5.052.404, landeignarnr. L226823) verður 884 m².

Ný lóð Silfratjörn 6A (staðgr. 5.052.405, landeignarnr. L226827).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1974 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 2212447).

Lóðin Silfratjörn 6A (staðgr. 5.052.405, landeignarnr. L226827) verður 1974 m².

Ný lóð Silfratjörn 14 (staðgr. 5.052.403, landeignarnr. L226824). 

Lóðin er stofnuð með því að taka 752 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 2212447).

Lóðin Silfratjörn 14 (staðgr. 5.052.403, landeignarnr. L226824) verður 752 m².

Ný lóð Silfratjörn 20 (staðgr. 5.052.402, landeignarnr. L226825).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1017 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 2212447).

Lóðin Silfratjörn 20 (staðgr. 5.052.402, landeignarnr. L226825) verður 1017 m².

Ný lóð Silfratjörn 26 (staðgr. 5.052.401, landeignarnr. L226826). 

Lóðin er stofnuð með því að taka 1403 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 2212447).

Lóðin Silfratjörn 26 (staðgr. 5.052.401, landeignarnr. L226826) verður 1403 m².

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 27.09.2017, samþykkt í borgarráði þann 05.10.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 19.02.2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

88.    Silfratjörn 6a         Mál nr. BN054778

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna fimm nýjar lóðir, samanber meðfylgjandi uppdrátt dagsettann 28.05.2018.

Ný lóð Silfratjörn 6 (staðgr. 5.052.404, landeignarnr. L226823).

Lóðin er stofnuð með því að taka 884 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 2212447).

Lóðin Silfratjörn 6 (staðgr. 5.052.404, landeignarnr. L226823) verður 884 m².

Ný lóð Silfratjörn 6A (staðgr. 5.052.405, landeignarnr. L226827).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1974 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 2212447).

Lóðin Silfratjörn 6A (staðgr. 5.052.405, landeignarnr. L226827) verður 1974 m².

Ný lóð Silfratjörn 14 (staðgr. 5.052.403, landeignarnr. L226824). 

Lóðin er stofnuð með því að taka 752 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 2212447).

Lóðin Silfratjörn 14 (staðgr. 5.052.403, landeignarnr. L226824) verður 752 m².

Ný lóð Silfratjörn 20 (staðgr. 5.052.402, landeignarnr. L226825).

Lóðin er stofnuð með því að taka 1017 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 2212447).

Lóðin Silfratjörn 20 (staðgr. 5.052.402, landeignarnr. L226825) verður 1017 m².

Ný lóð Silfratjörn 26 (staðgr. 5.052.401, landeignarnr. L226826). 

Lóðin er stofnuð með því að taka 1403 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 2212447).

Lóðin Silfratjörn 26 (staðgr. 5.052.401, landeignarnr. L226826) verður 1403 m².

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 27.09.2017, samþykkt í borgarráði þann 05.10.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 19.02.2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

Fyrirspurnir

89.    Bólstaðarhlíð 14     (01.273.007) 103616    Mál nr. BN054721

Sigrún Gréta Heimisdóttir, Bólstaðarhlíð 14, 105 Reykjavík

Spurt er hvort eign 0301 sé samþykkt sem íbúð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 14 við Bólstaðarhlíð.

Erindi fylgir bréf fyrirspyrjanda dags. 14. maí 2018, þinglýstur eignaskiptasamningur dags. 1. júlí 1947, útprent úr Þjóðskrá Íslands, og bréf frá Þjóðskrá Íslands dags. 14. maí 2018.

Afgreitt.

Með vísan til leiðbeininga á athugarsemdarblaði.

90.    Sæviðarsund 33-35     (01.358.401) 104488    Mál nr. BN054746

Guðný Helga Guðmundsdóttir, Sæviðarsund 35, 104 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að setja upp svalalokun á íbúð 0101 í mhl. 02 í húsi nr. 35 á lóð nr. 33-35 við Sæviðarsund.

Afgreitt.

Með vísan til leiðbeininga á athugarsemdarblaði.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 14:30

Björgvin Rafn Sigurðarson

Nikulás Úlfar Másson    Óskar Torfi Þorvaldsson

Sigrún Reynisdóttir    Sigríður Maack

Jón Hafberg Björnsson    Harpa Cilia Ingólfsdóttir

Olga Hrund Sverrisdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa skv. viðauka 2.4 um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar

Árið 2018, þriðjudaginn 5. júní kl. 10:15 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 976. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Harpa Cilia Ingólfsdóttir, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Olga Hrund Sverrisdóttir, Erna Hrönn Geirsdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Sigríður Maack og Jón Hafberg Björnsson.

Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1.    Ármúli 1A     (01.261.402) 103511    Mál nr. BN053722

Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta gluggum á 1. hæð, einangra og klæða gafla með málmklæðningu og fjarlægja handrið á þakbrún í húsi á lóð nr. 1A við Ármúla.

Bréf frá hönnuði dags. 16. október 2017 fylgir.

Bréf frá hönnuði þar sem hann breytir umsögn og óskar eftir að hætt við að leggja inn skráningartöflu. dags. 27. mars. 2018.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. janúar 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. janúar 2018 og umsögn Minjastofnunar dags. 9. janúar 2018.

Gjald kr. 11.000 + 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

2.    Ármúli 3     (01.261.201) 103506    Mál nr. BN054794

Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi skrifstofa á 2. og 3. hæð verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 3 við Ármúla.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

3.    Baldursgata 30     (01.186.212) 102241    Mál nr. BN054519

Magnea Þóra Guðmundsdóttir, Skeljanes 4, 101 Reykjavík

Magna Fríður Birnir, Lerkihlíð 9, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta gluggasetningu á jarðhæð með því að gluggar verða stækkaðir, gluggum lokað, komið fyrir nýjum inngangi og opnanlegum fögum á húsið á lóð nr. 30 við Baldursgötu.

Samþykki meðeigenda dags. 10. apríl og 28. maí fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000 + 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

4.    Barmahlíð 7     (01.701.109) 106963    Mál nr. BN053728

Bessi Gíslason, Barmahlíð 7, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum innanhúss sem felast í því að hringstiga hefur verið komið fyrir milli íbúðar 0101 og rýmis 0002 og hluta af geymslu íbúðar 0001 hefur verið breytt í herbergi auk þess sem opnað hefur verið á milli þvottahúsa í kjallara í húsi á lóð nr. 7 við Barmahlíð.

Samþykki meðeigenda dags. 25.02.2018 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

5.    Bergstaðastræti 45     (01.184.401) 102065    Mál nr. BN053111

Bergstaðastræti 45,húsfélag, Bergstaðastræti 45, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á norðurhlið húss á lóð nr. 45 við Bergstaðastræti .

Samþykki meðlóðarhafa fylgir erindinu dags. 15. mars 2018.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. maí 2018 fylgir erindinu.

Erindi var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Bergstaðastræti 43, 43A, 45A og Baldursgötu 7 og 7A frá 16. apríl 2018 til og með 14. maí 2018.

Engar athugasemdir bárust.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

6.    Borgartún 8-16A     (01.220.107) 199350    Mál nr. BN054380

Höfðaíbúðir ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta skilgreiningu á íbúðum á 1. - 8. hæð, 38 íbúðir, sem gististað í flokki II, teg. íbúð, í fjölbýlishúsi á lóð nr. 8-16A við Borgartún.

Erindi fylgir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. apríl 2018, brunahönnun EFLU dags. 25. maí 2018, ásamt bréfi PKdM arkitekta ódags.

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11.05.2018.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

7.    Borgartún 8-16A     (01.220.107) 199350    Mál nr. BN054675

Höfðaíbúðir ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja upp skjólvegg sem samanstendur af vindbrjótum úr Cortenstáli við byggingu S1 á horni Þórunnartúns og Bríetartúns á lóð nr. 8-16A við Borgartún.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8.    Borgartún 8-16A     (01.220.107) 199350    Mál nr. BN054756

Höfðavík ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta 4. hæð Katrínartúns 4 sem er bygging H2 á lóð nr. 8-16A við Borgartún.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

9.    Borgartún 8-16A /Katrínartún 4     (01.220.107) 199350    Mál nr. BN054744

Höfðavík ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049912 með því að færa eldvarnarvegg um 1,7 m til norðurs í glerskála, G2 á lóð nr. 8-16A við Borgartún.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

10.    Brautarholt 2     (01.241.201) 103019    Mál nr. BN054253

Almenna C slhf., Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að uppfæra brunavarnir og breyta íbúðum á 2., 3., 4. og 5. hæð í gististað í flokki II, teg. íbúð, 23 íbúðir fyrir 100 gesti, einnig að innrétta starfsmannaaðstöðu í rými 0129 sem áður var þvottahús í fjölbýlishúsi, mhl. 01, á lóð nr. 2 við Brautarholt.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. mars 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. mars 2018.

Einnig bréf hönnuðar dags. 15. maí 2018.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

11.    Brautarholt 26-28     (01.250.103) 103423    Mál nr. BN054743

Karl Mikli ehf., Litlakrika 42, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053595 með því að færa lyftu, fjarlægja eystri inngangshurð, breyta flóttastiga á bakhlið, breyta skilum milli íbúða og breyta innra fyrirkomulagi í húsi á lóð nr. 26-28 við Brautarholt.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

12.    Bæjarflöt 9     (02.576.004) 225815    Mál nr. BN054614

Urðarsel ehf., Logafold 35, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja iðnaðarhús á lóð nr. 9 við Bæjarflöt.

Stærðir:   864,7 ferm., 3.026,05 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

13.    Bæjarháls 1     (04.309.601) 190769    Mál nr. BN054723

Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta þakkanti þannig að hann hækkar sem nemur 150mm og að koma fyrir fallvarnarbúnaði á hvolfþaki og á austurhlið til að auka öryggi við viðhald þaks á austurhúsi á lóð nr. 1 við Bæjarhálsi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

14.    Dverghamrar 34     (02.299.110) 109192    Mál nr. BN054737

Inga Fanney Egilsdóttir, Dverghamrar 34, 112 Reykjavík

Sigurður Arason, Dverghamrar 34, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að síkka stofuglugga og breyta í tvöfalda rennihurð og að afmarka sérafnotafleti á lóð nr. 34 við Dverghamra.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

15.    Dyngjuvegur 6     (01.383.203) 104848    Mál nr. BN054497

Jóhanna Jónsdóttir, Dyngjuvegur 6, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera viðbyggingu undir svölum, breyta geymslu í herbergi í kjallara, síkka glugga og gera hurð út í garð og tröppur frá svölum niður í garð, glerja við útmörk svala og hurð út í garð auk þess sem sótt er um áður gerðar innri breytingar í kjallara í húsi á lóð nr. 6 við Dyngjuveg.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 18. maí 2018

Stækkun : 16,7 ferm., 46,7rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

16.    Döllugata 9     (05.113.101) 214841    Mál nr. BN054486

Byggingarfélagið Bogi ehf., Lyngrima 1, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 9 við Döllugötu.

Varmatapsútreikningar dags. 9. apríl. 2018 fylgir.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. maí 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. maí 2018.

Stærð A-rými: 328,7 ferm., 1.160,6 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17.    Fellsmúli 24-30     (01.297.101) 103858    Mál nr. BN054719

Dalborg hf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur

A29 ehf., Nýbýlavegi 18, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að innrétta ísbúð í rými 0101 í húsinu á lóð nr. 24-30 við Fellsmúla.

Samþykki eiganda rýmis dags. 18. maí 2018 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

18.    Fellsmúli 24-30     (01.297.101) 103858    Mál nr. BN054604

Dalborg hf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur

Pizzan ehf., Strandgötu 75, 220 Hafnarfjörður

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki I í rými 0104, koma fyrir útihurð og leiða loftræstirör á framhlið upp fyrir þakbrún mhl. 01 á lóð nr. 24-26 við Fellsmúla.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

19.    Fiskislóð 31     (01.089.101) 209683    Mál nr. BN054710

Sjávarbakkinn ehf., Dalaþingi 12, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052435 þannig að breytt er innra skipulagi í húsi á lóð nr. 31 við Fiskislóð.

Bréf frá hönnuðir dags. 30. maí 2018 fylgir.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

20.    Fiskislóð 37C     (01.086.401) 224427    Mál nr. BN054257

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að reisa hverfabækistöð, mhl. 01, sem er skrifstofur, matsalur, búningsaðstaða, verkstæði og vinnuaðstaða, og mhl. 02, yfirbyggðar þrær og aðstaða fyrir vinnuskóla, ásamt girðingu á lóð nr. 37C við Fiskislóð.

Varmatapsútreikningar dags. 16. febrúar 2018, samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða v/girðingar fylgja erindi.

Tölvupóstur frá matvælastofnun dags. 17. maí 2018 fylgir. 

Stærð mhl. 01 er: A rými  1280,8 ferm., 6442,3 rúmm.  B rými  18 ferm.,  48,6 rúmm.

Stærð mhl 02 er: A rými  123,8 ferm., 583,4 rúmm. B rými  184,2 ferm., 999,9 rúmm.

Stærð samtals  A rými:  1.404,6 ferm., 1.228,4 rúmm.

B rými:  202,2 ferm., 1.048,5 rúmm.

Stærð mhl. 03 Olíuskilja:  31,8 ferm., 37,0 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

21.    Fossvogsvegur 8     (01.849.201) 225721    Mál nr. BN054674

Byggingarfélag Gylf/Gunnars hf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús með 15 íbúðum á lóð nr. 8 við Fossvogsveg.

Stærð, A-rými:  2.815,6 ferm., 9.254,9 rúmm.

B-rými:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Uppfærðir uppdrættir sendir til skipulagsfulltrúa til umsagnar

22.    Friggjarbrunnur 42-44     (05.053.201) 205962    Mál nr. BN054677

Bygg Ben ehf., Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048498, um er að ræða breytt fyrirkomulag á snyrtingum í íbúðum 0501 og 0502 og geymslur íbúða 0503 og 0504 færðar í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 42-44 við Friggjarbrunn.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

23.    Gamla höfnin     (1..0-1..11) 218883    Mál nr. BN054686

N1 hf., Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að setja upp geymi með tveimur hólfum fyrir eldsneyti og þjónusta á báta við bryggju sem staðsett er í gömlu höfninni, landnúmer 218883, sem er óútvísað land.

Bréf frá hönnuði dags. 25. apríl 2018 og frá Faxaflóahöfnum dags. 13. apríl 2018 fylgir erindi.

Stærð tanks: 7,3 ferm., 12,4 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

24.    Garðsendi 1     (01.824.402) 108421    Mál nr. BN054690

Hermann Gunnarsson, Garðsendi 1, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum og að skipta eign í tvær íbúðir húsi á lóð nr. 1 við Garðsenda. 

Samþykki meðeigenda dags. 13. maí 2018 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar.

25.    Gefjunarbrunnur 12     (02.695.405) 206031    Mál nr. BN054437

Páll Mar Magnússon, Hraunbær 68, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053513 þannig að komið er fyrir lagnakjallara með salarhæð 180 cm undir öllu húsinu á lóð nr. 12 við Gefjunarbrunn.

Bréf hönnuðar dags. 20. mars 2018 og 30.apríl 2018 fylgir erindinu.

Gjald kr. 11.000 + 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26.    Gerðarbrunnur 15     (05.056.106) 205782    Mál nr. BN054590

Sigurður Þór Snorrason, Gerðarbrunnur 15, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN037804, sem felst í að breytt fyrirkomulag er á lóð, dyrum hefur verið komið fyrir milli bílgeymslu og anddyris og innra skipulagi kjallara hefur verið breytt, v/lokaúttektar í einbýlishúsi á lóð nr. 15 við Gerðarbrunn.

Erindi fylgir samþykki lóðarhafa vegna frágangs á lóðamörkum nr. 13.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

27.    Gnoðarvogur 44-46     (01.444.101) 105528    Mál nr. BN053998

Björn Leósson, Kjarrhólmi 38, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi fyrir gististað í flokki ll - tegund g, íbúðir, fyrir 14 gesti í húsi á lóð nr. 44 við Gnoðarvog.

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. september 2016.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

28.    Grandagarður 18     (01.114.202) 100034    Mál nr. BN054662

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að klæða útveggi með álklæðningu á húsi á lóð nr. 18 við Grandagarð.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 24. maí 2018 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

29.    Grensásvegur 12     (01.295.406) 103853    Mál nr. BN054738

Lómur ehf., Gnípuheiði 2, 200 Kópavogur

Dýraverndarsamband Íslands, Grensásvegi 12A, 108 Reykjavík

Tímon Davíð Steinarsson, Hlíðarvegur 71, 625 Ólafsfjörður

Sótt er um leyfi til að byggja tvennar svalir á 2. hæð og innrétta 9 íbúðir í bakhús nr. 12A á lóð nr, 12 við Grensásveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

30.    Gylfaflöt 15     (02.576.203) 225816    Mál nr. BN054616

Urðarsel ehf., Logafold 35, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja iðnaðarhúsnæði á tveimur hæðum á lóð nr. 15 við Gylfaflöt.

Stærðir: 864,7 ferm., 3.026,05 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

31.    Hallgerðargata 19     (01.349.502) 225434    Mál nr. BN054701

105 Miðborg slhf., Hagasmára 3, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja 3 til 6 hæða fjölbýlishús, staðsteypt, einangrað að utan og klætt álklæðningu, með verslunarrýmum á 1. hæð, 52 íbúðum á efri hæðum og bílgeymslu fyrir 77 bíla í kjallara á lóð nr. 19 við Hallgerðargötu.

Erindi fylgja drög að forhönnun og gæðakröfum bílakjallara dags. 27. júní 2017, samþykktir fyrir Rekstrarfélag bílakjallara Kirkjusands dags. 2017, samkomulag um fyrirkomulag og rekstur bílakjallara dags. í júní 2017 og greinargerð I vegna hljóðvistar dags. í maí 2018.

Stærð, A-rými:  9.866,2 ferm., 36.380,7 rúmm.

B-rými:  22,7 ferm., 668,5 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

32.    Haukahlíð 1     (01.629.102) 221262    Mál nr. BN054708

Hlíðarfótur ehf., Síðumúla 28, 108 Reykjavík

Valsmenn hf., Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt fjölbýlishús, einangrað og klætt að utan, með 35 íbúðum, sem verður mhl. 06 á lóð nr. 1 við Haukahlíð.

Stærð, A- rými:  3.627,3 ferm., 11.294,4 rúmm.

B-rými:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 11.000 

Frestað.

Vísað til athugasemda.

33.    Haukahlíð 5     (01.629.602) 221261    Mál nr. BN054739

Frostaskjól ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN054382, innra fyrirkomulagi á 4. og 5. hæð í mhl.06 er breytt ásamt breytingu á gluggasetningu í húsi á lóð nr. 5 við Haukahlíð.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

34.    Haukdælabraut 68     (05.114.803) 214810    Mál nr. BN054703

Hrafnkell Markússon, Marteinslaug 7, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu, steinsteypta neðri hæð og efri hæð úr timbri, klædd trefjasteypu á lóð nr. 68 við Haukdælabraut.

Stærð:  379,1 ferm., 1.231,1 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

35.    Haukshólar 6     (04.643.006) 111921    Mál nr. BN054716

Kjartan Þór Guðmundsson, Haukshólar 6, 111 Reykjavík

Anna Magnea Kristjánsdóttir, Haukshólar 6, 111 Reykjavík

Tómas Guðmundsson, Haukshólar 6, 111 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að klæða parhús að utanverðu með álklæðningu á lóð nr. 6 við Haukshóla.

Samþykki eigenda er undirritað á teikningu dags. 15.05.2018

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

36.    Heiðargerði 29     (01.801.106) 107614    Mál nr. BN054547

Kamma Jónsdóttir, Heiðargerði 29, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja yfir svalir á 2. hæð og til að klæða með litaðri stál- eða álklæðningu einbýlishús á lóð nr. 29 við Heiðargerði.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. maí 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. maí 2018.

Einnig tölvupóstur frá eiganda dags. 22. maí 2018, útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júní 2018  ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júní 2018.

Stækkun:  12,3 ferm., 31,9 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

37.    Hólmsland-Dalbær     (08.2--.-99) 113490    Mál nr. BN054661

Krúttsmiðjan ehf., Hraunbæ 78, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurbyggja og endurbæta sumarhús að Dalbæ í Hólmslandi.

Stærðarbreyting: 9,2 ferm., 22,7 rúmm.

Lögð er fram umsögn Umhverfisráðs dags 23. apríl 2007 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

38.    Hverfisgata 33     (01.151.507) 101012    Mál nr. BN054545

R101 ehf., Pósthólf 8, 121 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að opna veitingastað í flokki II tegund F fyrir 130 gesti á 1. hæð og í kjallara í húsi á lóð nr. 33 við Hverfisgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. maí 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. maí 2018.

Gjald kr.11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

39.    Hverfisgata 54     (01.172.102) 101440    Mál nr. BN054576

Anna Sigríður Jóhannsdóttir, Hof 1 Austurhús, 785 Fagurhólsmýri

Knútur Bruun, Hof 1 Austurhús, 785 Fagurhólsmýri

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á norðurhlið 3. hæðar húss á lóð nr. 54 við Hverfisgötu.

Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrátt.

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. apríl 2013.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

40.    Hverfisgata 61     (01.152.515) 101087    Mál nr. BN054791

Almenna E slhf., Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík

Sótt er um breytingar á erindi BN044976 vegna öryggisúttektar í húsi á lóð nr. 61 við Hverfisgötu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

41.    Höfðabakki 9     (04.075.001) 110681    Mál nr. BN054664

Norðurslóð 4 ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 2. hæðar í suðaustur enda mhl. 02 í húsinu á lóð nr. 9 við Höfðabakka.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

42.    Iðunnarbrunnur 12     (02.693.705) 206081    Mál nr. BN054665

X-JB ehf., Krókhálsi 5, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tvíbýlishús, tveggja hæða með innbyggðri bílgeymslu, steinsteypt, einangrað að utan og klætt málmklæðningu á lóð nr. 12 við Iðunnarbrunn.

Stærð, A-rými:  207,9 ferm., 641,1 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

43.    Ingólfsstræti 1A     (01.171.021) 101365    Mál nr. BN054722

Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta veitingastað í flokki lll úr tegund f, krá, í tegund b, skemmtistað, í húsi á lóð nr. 1a við Ingólfsstræti.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

44.    Jaðarleiti 2     (01.745.501) 224638    Mál nr. BN054680

Skuggi 4 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051930, um er að ræða breytingar á innra fyrirkomulagi íbúða, breyttri hurðaopnun, gerðar nýjar dyr úr hjólageymslum fjölbýlishúsa 2, 4, 6 og 8 á lóð nr. 2 við Jaðarleiti.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

45.    Jónsgeisli 27     (04.113.509) 189825    Mál nr. BN054517

Magnús Hafliðason, Jónsgeisli 27, 113 Reykjavík

Marit Davíðsdóttir, Jónsgeisli 27, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta, óeinangraða útigeymslu sem á að vera opin að hluta, koma fyrir steyptum 90 cm háum vegg við verönd sem kemur ofan á útigeymslu, koma fyrir heitum potti norðausturhorni lóðar og gerð grein fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi í húsi á lóð nr. 27 við Jónsgeisla.

Samþykki aðliggjandi lóðar nr. 11, 13, 15 og 25 Jónsgeisla.

Stærð útigeymslu sem er B rými : 24,7 ferm., 71,0 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

46.    Jónsgeisli 91     (04.113.306) 189863    Mál nr. BN054591

64 gráður Reykjavík ehf., Ljósheimum 16b, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir glugga og tveimur hurðum á suðurhlið á húsi á lóð nr. 91 við Jónsgeisla.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 25. maí 2018 fylgir.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

47.    Jöklasel 21-23, bílalóð     (04.975.312) 205071    Mál nr. BN054516

Nijolé Ambrulaite, Jöklasel 21, 109 Reykjavík

Zigmas Ambrulaitis, Jöklasel 21, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjölga bílgeymslum á lóð nr. 21-23 við Jöklasel.

Stærð:  38,5 ferm., 139,6 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

48.    Kuggavogur 5     (01.451.601) 225190    Mál nr. BN054411

Sérverk ehf., Tónahvarfi 9, 203 Kópavogur

Vogabyggð ehf., Austurstræti 11, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tveggja til fimm hæða fjölbýlishús með 47 íbúðum og bílageymslum ásamt rýmum fyrir verslun, veitingar og þjónustu á lóð nr. 5 við Kuggavog.

Stærðir: 

A-rými: 6.663,5 ferm., 21.005,9 rúmm.

B-rými: 243,8 ferm., 707,0 rúmm.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. maí 2018 fylgir erindinu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

49.    Lambhagavegur 5     (02.647.303) 211676    Mál nr. BN054759

Xyzeta ehf., Ármúla 18, 108 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir aðstöðusköpun og jarðvinnu atvinnuhúss á lóð nr. 5 við Lambhagaveg sbr. BN054328.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

50.    Laugavegur 107     (01.240.002) 102973    Mál nr. BN054389

Brauð og co ehf., Hæðasmára 6, 200 Kópavogur

Sótt er um að setja upp viðbótarvask og leyfi til að baka pizzur í rými Brauðverslunar á Hlemmi Mathöll á lóð nr. 107 við Laugaveg.

Gjald. kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

51.    Laugavegur 107     (01.240.002) 102973    Mál nr. BN054658

Kóróna ehf., Laugavegi 107, 101 Reykjavík

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að sameina tvo samliggjandi veitingastaði á Hlemmi - Mathöll á lóð nr. 107 við Laugaveg.

Bréf hönnuðar dags. 2. maí 2018 og samþykki stjórnar Hlemms mathallar dags. 3. maí 2018 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

52.    Laugavegur 118     (01.240.103) 102980    Mál nr. BN054717

fjögur ehf., Ljósuvík 6, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta veitingastað í flokk ll - tegund a í húsi að Rauðarárstíg 6-8 á lóð nr. 118 við Laugaveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

53.    Laugavegur 51     (01.173.024) 101511    Mál nr. BN052285

STS ISLAND ehf., Laugavegi 51, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi og svölum og leyfi til að innrétta gististað í flokki II fyrir sex gesti í íbúðum 0301 og 0304 í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 51 við Laugaveg.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 7. apríl 2018 fylgir erindi.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. maí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. maí 2018.

Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. maí 2018 og leiðrétt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. maí 2018.

Gjald kr. 11.000+11.000 

Frestað.

Lagfæra skráningu.

54.    Laugavegur 60     (01.173.115) 101532    Mál nr. BN054640

Almenna C slhf., Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að bæta brunavarnir í risíbúð til að uppfylla kröfur um gististað í flokki II í húsi á lóð nr. 60 við Laugaveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

55.    Lofnarbrunnur 2-4     (02.695.803) 206085    Mál nr. BN054795

Ólafur Magnússon, Lofnarbrunnur 4, 113 Reykjavík

Magnús Kári Bergmann, Lofnarbrunnur 2, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að einangra að innan og opna inn í áður gerð sökkulrými í parhúsi á lóð nr. 2-4 við Lofnarbrunn.

Stækkun:  103,4 ferm., 251,2 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

56.    Lyngháls 10     (04.327.001) 111051    Mál nr. BN054736

G3 Merkingar ehf., Lynghálsi 10, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa vöruskýli, mhl.03, á lóð nr. 10 við Lyngháls.

Stærðir: ekki skráðar.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

57.    Lyngháls 10     (04.327.001) 111051    Mál nr. BN053535

Þjónustustofan ehf., Grundargötu 30, 350 Grundarfjörður

Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr á lóð nr. 10 við Lyngháls.

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28.06.2017 við fyrirspurn SN170484.  Samþykki meðeigenda dags. 20.07.2017 fylgir erindi.

Stærðir: A-rými 39,5 ferm., 117,1 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

58.    Norðlingabraut 8     (04.732.301) 204834    Mál nr. BN053253

Wurth á Íslandi ehf., Norðlingabraut 8, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050213 vegna lokaúttektar, m.a. koma fyrir kaffieldhúsi við hlið skrifstofu í lagerhluta og lagfæra brunalýsingu í húsi á lóð nr. 8 við Norðlingabraut.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

59.    Óðinsgata 9     (01.184.216) 102038    Mál nr. BN054423

Pálsson Apartments ehf., Skeljatanga 27, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og gera þrjár gistiíbúðir, gististaður í flokki x - tegund x, í húsi á lóð nr. 9 við Óðinsgötu.

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11.12.2017 við erindi BN053847.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júní 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. maí 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

60.    Rauðalækur 47     (01.342.005) 103965    Mál nr. BN054657

Kristján Jónsson, Rauðalækur 47, 105 Reykjavík

Sigríður Björnsdóttir, Rauðalækur 47, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja yfir svalir á íbúðum 01-0101 og 02-0101 og opna inn í íbúðir þannig að þær stækka í húsinu á lóð nr. 47 við Rauðalæk.

Stækkun íbúðar: 01,0101,  9,8 ferm. 23,5 rúmm. og íbúð 02,0101, 9,8 ferm. 23,5 rúmm.

Gjald kr.  11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

61.    Reynimelur 80-86     (01.524.202) 106033    Mál nr. BN054747

Reynimelur 80-84,húsfélag, Reynimel 84, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að klæða með álklæðningu suðurgafl húss nr. 80 á lóð nr. 80-86 við Reynimel.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 14. mars fylgir.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

62.    Seljavegur 32     (01.133.111) 100230    Mál nr. BN054583

SÍM,samband ísl myndlistarmanna, Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, bæta eldvarnir og flóttaleiðir í húsi á lóð nr. 32 við Seljaveg.

Jafnframt er erindi BN042282 dregið til baka.

Erindi fylgir umboð ríkiseigna dags. 10. apríl 2018.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. 

63.    Síðumúli 32     (01.295.202) 103841    Mál nr. BN054707

Reitir - skrifstofur ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053756 þannig að texti vegna brunamála breytist á teikningum fyrir húsið á lóð nr. 32 við Síðumúla.

Bréf frá brunahönnuði dags. 24. apríl 2018 fylgir.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

64.    Síðumúli 4     (01.292.304) 103801    Mál nr. BN054329

Sjónvarpsmiðstöðin ehf., Síðumúla 2, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem eru þær að búið er að klæða húsið að utan með liggjandi báruáli og sléttu áli fyrir ofan og milli glugga á göflum, innra skipulagi á báðum hæðum hefur verið breytt, gluggi á framhlið fyrstu hæðar til norðaustur hefur verið breytt og sett ein inngangshurð í stað tveggja og brunavarnamerkingar sett inn á húsið á lóð nr. 4 við Síðumúla.

Gjald kr. 11.000 

Frestað.

Vísað til athugasemda.

65.    Sjafnargata 14     (01.196.503) 102659    Mál nr. BN054786

Sonja ehf., Gilsbúð 5, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að útbúa þaksvalir á neðra þak byggingar og endurnýja svalahandrið á húsinu á lóð nr. 14 við Sjafnargötu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

66.    Skeifan 8     (01.461.202) 105668    Mál nr. BN054706

Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera ýmsar breytingar innanhúss í mhl.01 sem felast aðallega í lagfæringum á brunavörnum auk þess sem sótt er um leyfi til að byggja reiðhjólaskýli og reykingaskýli við skýli sem fyrir er, mhl.02, á lóð nr. 8 við Skeifuna.

Stækkun mhl.02: B-rými 17,9 ferm., 44,9 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

67.    Skerplugata 9     (01.636.309) 106716    Mál nr. BN054704

Ragnheiður Tryggvadóttir, Skerplugata 9, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar bílgeymslu á vestur lóðamörkum á lóð nr. 9 við Skerplugötu.

Stærðir mhl.02: 38,8 ferm., 118,0 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

68.    Skipasund 1     (01.356.005) 104370    Mál nr. BN054515

Ólafía Guðrún Einarsdóttir, Skipasund 1, 104 Reykjavík

Guðjón Valdimarsson, Skipasund 1, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tvo kvisti á vesturhlið og til að klæða að utan með báruáli fjölbýlishús á lóð nr. 1 við Skipasund.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júní 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júní 2018.

Einnig samþykki meðeiganda áritað á uppdrátt.

Stækkun:  11,4 ferm., 29,6 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júní 2018.

69.    Skipasund 13     (01.356.305) 104381    Mál nr. BN054783

Helga Jónsdóttir, Skipasund 13, 104 Reykjavík

Þórir Hall Stefánsson, Skipasund 13, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta glugga í hurð og setja svalir með tröppur út í garð á austurhlið 1. hæðar á hús á lóð nr. 13 við Skipasund.

Umsögn skipulags fylgir erindinu dags. 13. apríl 2018 fylgir. Samþykki frá meðlóðarhafa fylgir vegna svala og trappa.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

70.    Skipasund 43     (01.358.205) 104482    Mál nr. BN054741

Halla Frímannsdóttir, Skipasund 43, 104 Reykjavík

Hildur Ben Unnardóttir, Skipasund 43, 104 Reykjavík

Björn Stefán Hallsson, Álakvísl 134, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr úr steinsteypu og timbri á lóð nr. 43 við Skipasund.

Stærð: 40.5 ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

71.    Skipholt 50A     (01.254.001) 103465    Mál nr. BN053874

Guðjón Þór Pétursson, Skipholt 50a, 105 Reykjavík

Kári Guðmundur Schram, Skipholt 50a, 105 Reykjavík

Hera Sveinsdóttir, Skipholt 50a, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka svalir 0216, 0217 og 0314 og til að innrétta snyrtistofu í bílgeymslu 0101 í húsi á lóð nr. 50A við Skipholt.

Erindi fylgir samþykki meðeigenda áritað á uppdrátt.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. desember 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. desember 2017.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júní 2018 fylgir erindinu. Erindi var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Skipholti 48, 50, 50A og 50B frá 30. apríl 2018 til og með 28. maí 2018. Engar athugasemdir bárust.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits.

72.    Skólavörðustígur 3     (01.171.310) 222128    Mál nr. BN054390

Almenna C slhf., Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem er að færa eldhús, koma fyrir nýrri inngangshurð í íbúð með aukinni brunakröfu og klæða undir svalir á 2. og 3. hæð í húsi á lóð nr. 3 við Skólavörðustíg.

Samþykki meðeigenda ódags. fylgir.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar.

73.    Sogavegur 69     (01.810.901) 107822    Mál nr. BN054081

Bergur Konráðsson ehf, Sogavegi 69, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi  BN052270 þannig að einnig verður byggt til norðurs , breyta 1. hæð og sameina eignarhluta 0001 og 0101 í einn eignarhluta 0101 í húsinu á lóð nr. 69 við Sogaveg.

Bréf hönnuðar ódags. um sameiningu eignarhluta fylgir.

Tölvupóstur frá hönnuði um tengingu erindi við BN052270 fylgir.

Stækkun: 57,4 ferm., 274,7 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að yfirlýsingu um sameiningu eigna verði þinglýst fyrir útgáfu byggingarleyfis.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

74.    Spóahólar 2, 4, 6     (04.648.001) 111996    Mál nr. BN054712

Spóahólar 2,4,6, húsfélag, Spóahólum 6, 111 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að einangra og klæða að utan með báraðri og sléttri álklæðningu á austurhlið, suðurgafli og norðurgafli á Orrahólum 1-5 á lóð nr. 2 við Spóahóla.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

75.    Suðurgata 12     (01.161.107) 101202    Mál nr. BN052401

S120 ehf., Suðurgötu 12, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurbyggja bílskúr, mhl.02, í breyttri mynd ásamt því að breyta notkun húsnæðis úr læknastöð í skrifstofur í húsi á lóð nr. 12 við Suðurgötu.

Nýbygging mhl. 02: 78,0 ferm., 206,7 rúmm.

Minnisblað Eflu um brunahönnun dags. 19.02.2018 fylgir erindi.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júní 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júní 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 1. júní 2018.

76.    Suðurgata 12     (01.161.107) 101202    Mál nr. BN054666

Ögmundur Skarphéðinsson, Skildinganes 26, 101 Reykjavík

S120 ehf., Suðurgötu 12, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir niðurrifi á bílskúr, mhl.02, á lóð nr. 12 við Suðurgötu.

Stærðir: 78,0 ferm., 187,0 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Erindi verður afgreitt samhliða erindi BN052401.

77.    Suðurhlíð 36     (01.788.401) 107559    Mál nr. BN054684

Kirkja sjöunda dags aðventista, Suðurhlíð 36, 105 Reykjavík

Sótt er um áður gerðar breytingar sem orðið hafa frá byggingu Suðurhlíðaskóla á lóð nr. 36 við Suðurhlíð.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

78.    Súðarvogur 2     (01.452.101) 225187    Mál nr. BN054711

Súðarvogur 2 ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir niðurrifi á húsi á lóð nr. 2 (áður nr. 6) við Súðarvog.

Stærðir: 

Mhl.01: 2.389,5 ferm., 10.723,6 rúmm.

Mhl.02:    181,4 ferm.,      816,0, rúmm.

Tölvupóstur byggingarfulltrúa dags. 31.05.2018 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

79.    Súðarvogur 32     (01.454.111) 105628    Mál nr. BN054718

Guðrún Jónasdóttir, Víðihvammur 10, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að innrétta íbúð í rými 0301 á lóð nr. 32 við Súðarvog.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

80.    Tjarnargata 10     (01.141.311) 100914    Mál nr. BN054745

Sess ehf, Vesturbergi 137, 111 Reykjavík

Sjómannadagsráð, Laugarási Hrafnistu, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta skrifstofu á 2. hæð í tvær íbúðir 0201 og 0202, síkka glugga, koma fyrir hurð út á svalir 0204 sem eru í eigu íbúðar 0201 og útbúið og útbúa tvær geymslur í kjallara í húsinu á lóð nr.10 við Tjarnargötu.

Samþykki meðeigenda ódags. 

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

81.    Tjarnargata 16     (01.141.303) 100907    Mál nr. BN054375

Ragnar Kjartansson, Tjarnargata 16, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir nýjum svölum út frá eldhúsi 1. hæðar og tröppum frá þeim niður í garð á lóð nr. 16 við Tjarnargötu.

Samþykki meðeigenda dags. 26. febrúar 2018, bréf hönnuðar um beiðni um undanþágu frá BR 112/2012 dags. 7. mars 2018 og bréf hönnuðar um beiðni um undanþágu frá 4. júní fylgja erindinu.

Einnig umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 27. febrúar 2018 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 16. apríl 2018.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júní 2018 fylgir erindinu. Erindi var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Tjarnargötu nr. 14 og 18 frá 30. apríl 2018 til og með 28. maí 2018. Engar athugasemdir bárust.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

82.    Urðarbrunnur 24-28     (05.054.710) 211724    Mál nr. BN054678

Kjalarland ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja 3ja íbúða raðhús, á tveimur hæðum ásamt bílgeymslum, á lóð nr. 24-28 við Urðarbrunn.

Stærðir:

Hús nr. 24:  202,1 ferm., 572,7 rúmm.

Hús nr. 26:  202,8 ferm, 554,3 rúmm.

Hús nr. 28:  202,8 ferm, 554,9 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

83.    Úlfarsbraut 126     (05.056.501) 205756    Mál nr. BN054650

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að flytja húseiningar tímabundið, að hluta til á nýjan byggingarreit og hluta til utan byggingarreits, við lóð nr. 126 við Úlfarsárbraut.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. júní 2018 fylgir erindinu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

84.    Vesturhlíð 7     (01.768.401) 107477    Mál nr. BN054594

Jón Pétursson ehf, Bjarkargötu 4, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049758, að fjarlægja léttan vegg á milli fundarstofu og skrifstofuherbergis í rými 0103 í húsinu á lóð nr. 7 við Vesturhlíð.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Ýmis mál

85.    Bergstaðastræti 65     (01.196.311) 102678    Mál nr. BN054810

Óskað eftir samþykki byggingarfulltrúa á meðfylgjandi lóðauppdrætti, staðgr. 1.196.3, dags. 01.06.2018. Óskað eftir að eftirfarandi lóðir verði skráðar í samræmi við niðurstöður úr rann- sóknavinnu Landupplýsingadeildar:

Lóðin Fjölnisvegur 2 (L102669, staðgr. 1.196.302), er talin 699 m2, lóðin reynist 690 m2.

Lóðin Fjölnisvegur 4 (L102670, staðgr. 1.196.303), er talin 716.0 m2, lóðin reynist 716 m2.

Lóðin Fjölnisvegur 6 (L102671, staðgr. 1.196.304),  er talin 649.9 m2, lóðin reynist 652 m2.

Lóðin Fjölnisvegur 8 (L102672, staðgr. 1.196.305), er talin 631.9 m2, lóðin reynist 629 m2.

Lóðin Fjölnisvegur 10 (L102673, staðgr. 1.196.306), er talin 616.5 m2, lóðin reynist 617 m2.

Lóðin Bergstaðastræti 65 (L102678, staðgr. 1.196.311), er talin 746.3 m2, lóðin reynist 747 m2.

Lóðin Bergstaðastræti 69 (L102676, staðgr. 1.196.309) er talin 712.5 m2, lóðin reynist 710 m2.

Lóðin Bergstaðastræti 71 (L102675, staðgr. 1.196.308), er talin 769.5 m2, lóðin reynist 767 m2.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

86.    Bergstaðastræti 69     (01.196.309) 102676    Mál nr. BN054811

Óskað eftir samþykki byggingarfulltrúa á meðfylgjandi lóðauppdrætti, staðgr. 1.196.3, dags. 01.06.2018. Óskað eftir að eftirfarandi lóðir verði skráðar í samræmi við niðurstöður úr rann- sóknavinnu Landupplýsingadeildar:

Lóðin Fjölnisvegur 2 (L102669, staðgr. 1.196.302), er talin 699 m2, lóðin reynist 690 m2.

Lóðin Fjölnisvegur 4 (L102670, staðgr. 1.196.303), er talin 716.0 m2, lóðin reynist 716 m2.

Lóðin Fjölnisvegur 6 (L102671, staðgr. 1.196.304),  er talin 649.9 m2, lóðin reynist 652 m2.

Lóðin Fjölnisvegur 8 (L102672, staðgr. 1.196.305), er talin 631.9 m2, lóðin reynist 629 m2.

Lóðin Fjölnisvegur 10 (L102673, staðgr. 1.196.306), er talin 616.5 m2, lóðin reynist 617 m2.

Lóðin Bergstaðastræti 65 (L102678, staðgr. 1.196.311), er talin 746.3 m2, lóðin reynist 747 m2.

Lóðin Bergstaðastræti 69 (L102676, staðgr. 1.196.309) er talin 712.5 m2, lóðin reynist 710 m2.

Lóðin Bergstaðastræti 71 (L102675, staðgr. 1.196.308), er talin 769.5 m2, lóðin reynist 767 m2.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

87.    Bergstaðastræti 71     (01.196.308) 102675    Mál nr. BN054812

Óskað eftir samþykki byggingarfulltrúa á meðfylgjandi lóðauppdrætti, staðgr. 1.196.3, dags. 01.06.2018. Óskað eftir að eftirfarandi lóðir verði skráðar í samræmi við niðurstöður úr rann- sóknavinnu Landupplýsingadeildar:

Lóðin Fjölnisvegur 2 (L102669, staðgr. 1.196.302), er talin 699 m2, lóðin reynist 690 m2.

Lóðin Fjölnisvegur 4 (L102670, staðgr. 1.196.303), er talin 716.0 m2, lóðin reynist 716 m2.

Lóðin Fjölnisvegur 6 (L102671, staðgr. 1.196.304),  er talin 649.9 m2, lóðin reynist 652 m2.

Lóðin Fjölnisvegur 8 (L102672, staðgr. 1.196.305), er talin 631.9 m2, lóðin reynist 629 m2.

Lóðin Fjölnisvegur 10 (L102673, staðgr. 1.196.306), er talin 616.5 m2, lóðin reynist 617 m2.

Lóðin Bergstaðastræti 65 (L102678, staðgr. 1.196.311), er talin 746.3 m2, lóðin reynist 747 m2.

Lóðin Bergstaðastræti 69 (L102676, staðgr. 1.196.309) er talin 712.5 m2, lóðin reynist 710 m2.

Lóðin Bergstaðastræti 71 (L102675, staðgr. 1.196.308), er talin 769.5 m2, lóðin reynist 767 m2.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

88.    Fjölnisvegur 10     (01.196.306) 102673    Mál nr. BN054809

Óskað eftir samþykki byggingarfulltrúa á meðfylgjandi lóðauppdrætti, staðgr. 1.196.3, dags. 01.06.2018. Óskað eftir að eftirfarandi lóðir verði skráðar í samræmi við niðurstöður úr rann- sóknavinnu Landupplýsingadeildar:

Lóðin Fjölnisvegur 2 (L102669, staðgr. 1.196.302), er talin 699 m2, lóðin reynist 690 m2.

Lóðin Fjölnisvegur 4 (L102670, staðgr. 1.196.303), er talin 716.0 m2, lóðin reynist 716 m2.

Lóðin Fjölnisvegur 6 (L102671, staðgr. 1.196.304),  er talin 649.9 m2, lóðin reynist 652 m2.

Lóðin Fjölnisvegur 8 (L102672, staðgr. 1.196.305), er talin 631.9 m2, lóðin reynist 629 m2.

Lóðin Fjölnisvegur 10 (L102673, staðgr. 1.196.306), er talin 616.5 m2, lóðin reynist 617 m2.

Lóðin Bergstaðastræti 65 (L102678, staðgr. 1.196.311), er talin 746.3 m2, lóðin reynist 747 m2.

Lóðin Bergstaðastræti 69 (L102676, staðgr. 1.196.309) er talin 712.5 m2, lóðin reynist 710 m2.

Lóðin Bergstaðastræti 71 (L102675, staðgr. 1.196.308), er talin 769.5 m2, lóðin reynist 767 m2.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

89.    Fjölnisvegur 2     (01.196.302) 102669    Mál nr. BN054805

Óskað eftir samþykki byggingarfulltrúa á meðfylgjandi lóðauppdrætti, staðgr. 1.196.3, dags. 01.06.2018. Óskað eftir að eftirfarandi lóðir verði skráðar í samræmi við niðurstöður úr rann- sóknavinnu Landupplýsingadeildar:

Lóðin Fjölnisvegur 2 (L102669, staðgr. 1.196.302), er talin 699 m2, lóðin reynist 690 m2.

Lóðin Fjölnisvegur 4 (L102670, staðgr. 1.196.303), er talin 716.0 m2, lóðin reynist 716 m2.

Lóðin Fjölnisvegur 6 (L102671, staðgr. 1.196.304),  er talin 649.9 m2, lóðin reynist 652 m2.

Lóðin Fjölnisvegur 8 (L102672, staðgr. 1.196.305), er talin 631.9 m2, lóðin reynist 629 m2.

Lóðin Fjölnisvegur 10 (L102673, staðgr. 1.196.306), er talin 616.5 m2, lóðin reynist 617 m2.

Lóðin Bergstaðastræti 65 (L102678, staðgr. 1.196.311), er talin 746.3 m2, lóðin reynist 747 m2.

Lóðin Bergstaðastræti 69 (L102676, staðgr. 1.196.309) er talin 712.5 m2, lóðin reynist 710 m2.

Lóðin Bergstaðastræti 71 (L102675, staðgr. 1.196.308), er talin 769.5 m2, lóðin reynist 767 m2.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

90.    Fjölnisvegur 4     (01.196.303) 102670    Mál nr. BN054806

Óskað eftir samþykki byggingarfulltrúa á meðfylgjandi lóðauppdrætti, staðgr. 1.196.3, dags. 01.06.2018. Óskað eftir að eftirfarandi lóðir verði skráðar í samræmi við niðurstöður úr rann- sóknavinnu Landupplýsingadeildar:

Lóðin Fjölnisvegur 2 (L102669, staðgr. 1.196.302), er talin 699 m2, lóðin reynist 690 m2.

Lóðin Fjölnisvegur 4 (L102670, staðgr. 1.196.303), er talin 716.0 m2, lóðin reynist 716 m2.

Lóðin Fjölnisvegur 6 (L102671, staðgr. 1.196.304),  er talin 649.9 m2, lóðin reynist 652 m2.

Lóðin Fjölnisvegur 8 (L102672, staðgr. 1.196.305), er talin 631.9 m2, lóðin reynist 629 m2.

Lóðin Fjölnisvegur 10 (L102673, staðgr. 1.196.306), er talin 616.5 m2, lóðin reynist 617 m2.

Lóðin Bergstaðastræti 65 (L102678, staðgr. 1.196.311), er talin 746.3 m2, lóðin reynist 747 m2.

Lóðin Bergstaðastræti 69 (L102676, staðgr. 1.196.309) er talin 712.5 m2, lóðin reynist 710 m2.

Lóðin Bergstaðastræti 71 (L102675, staðgr. 1.196.308), er talin 769.5 m2, lóðin reynist 767 m2.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

91.    Fjölnisvegur 6     (01.196.304) 102671    Mál nr. BN054807

Óskað eftir samþykki byggingarfulltrúa á meðfylgjandi lóðauppdrætti, staðgr. 1.196.3, dags. 01.06.2018. Óskað eftir að eftirfarandi lóðir verði skráðar í samræmi við niðurstöður úr rann- sóknavinnu Landupplýsingadeildar:

Lóðin Fjölnisvegur 2 (L102669, staðgr. 1.196.302), er talin 699 m2, lóðin reynist 690 m2.

Lóðin Fjölnisvegur 4 (L102670, staðgr. 1.196.303), er talin 716.0 m2, lóðin reynist 716 m2.

Lóðin Fjölnisvegur 6 (L102671, staðgr. 1.196.304),  er talin 649.9 m2, lóðin reynist 652 m2.

Lóðin Fjölnisvegur 8 (L102672, staðgr. 1.196.305), er talin 631.9 m2, lóðin reynist 629 m2.

Lóðin Fjölnisvegur 10 (L102673, staðgr. 1.196.306), er talin 616.5 m2, lóðin reynist 617 m2.

Lóðin Bergstaðastræti 65 (L102678, staðgr. 1.196.311), er talin 746.3 m2, lóðin reynist 747 m2.

Lóðin Bergstaðastræti 69 (L102676, staðgr. 1.196.309) er talin 712.5 m2, lóðin reynist 710 m2.

Lóðin Bergstaðastræti 71 (L102675, staðgr. 1.196.308), er talin 769.5 m2, lóðin reynist 767 m2.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

92.    Fjölnisvegur 8     (01.196.305) 102672    Mál nr. BN054808

Óskað eftir samþykki byggingarfulltrúa á meðfylgjandi lóðauppdrætti, staðgr. 1.196.3, dags. 01.06.2018. Óskað eftir að eftirfarandi lóðir verði skráðar í samræmi við niðurstöður úr rann- sóknavinnu Landupplýsingadeildar:

Lóðin Fjölnisvegur 2 (L102669, staðgr. 1.196.302), er talin 699 m2, lóðin reynist 690 m2.

Lóðin Fjölnisvegur 4 (L102670, staðgr. 1.196.303), er talin 716.0 m2, lóðin reynist 716 m2.

Lóðin Fjölnisvegur 6 (L102671, staðgr. 1.196.304),  er talin 649.9 m2, lóðin reynist 652 m2.

Lóðin Fjölnisvegur 8 (L102672, staðgr. 1.196.305), er talin 631.9 m2, lóðin reynist 629 m2.

Lóðin Fjölnisvegur 10 (L102673, staðgr. 1.196.306), er talin 616.5 m2, lóðin reynist 617 m2.

Lóðin Bergstaðastræti 65 (L102678, staðgr. 1.196.311), er talin 746.3 m2, lóðin reynist 747 m2.

Lóðin Bergstaðastræti 69 (L102676, staðgr. 1.196.309) er talin 712.5 m2, lóðin reynist 710 m2.

Lóðin Bergstaðastræti 71 (L102675, staðgr. 1.196.308), er talin 769.5 m2, lóðin reynist 767 m2.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

93.    Hverfisgata 88A     (01.174.003) 101559    Mál nr. BN054813

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að sameina lóðirnar, Hverfisgata 88A og 90 í eina lóð samanber meðfylgjandi uppdrætti dagsetta 01.06.2018.

Lóðin Hverfisgata 88A (staðgr. 1.174.003, landeignarnr. L101559) er 236 m².

Bætt 110 m² við lóðina frá Hverfisgötu 90 (staðgr. 1.174.006, landeignarnr. L101562).

Lóðin Hverfisgata 88A (staðgr. 1.174.003, landeignarnr. L101559) verður 346 m².

Lóðin Hverfisgata 90 (staðgr. 1.174.006, landeignarnr. L101562) er 110 m².

Teknir 110 m² af lóðinni og bætt við Hverfisgötu 88A (staðgr. 1.174.003, landeignarnr. L101559).

Lóðin Hverfisgata 90 (staðgr. 1.174.006, landeignarnr. L101562) verður 0 m² og verður afskráð.

Sjá deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 14.03.2018, samþykkt í borgarráði þann 22.03.2018 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 23.04.2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

94.    Hverfisgata 90     (01.174.006) 101562    Mál nr. BN054814

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að sameina lóðirnar, Hverfisgata 88A og 90 í eina lóð samanber meðfylgjandi uppdrætti dagsetta 01.06.2018.

Lóðin Hverfisgata 88A (staðgr. 1.174.003, landeignarnr. L101559) er 236 m².

Bætt 110 m² við lóðina frá Hverfisgötu 90 (staðgr. 1.174.006, landeignarnr. L101562).

Lóðin Hverfisgata 88A (staðgr. 1.174.003, landeignarnr. L101559) verður 346 m².

Lóðin Hverfisgata 90 (staðgr. 1.174.006, landeignarnr. L101562) er 110 m².

Teknir 110 m² af lóðinni og bætt við  Hverfisgötu 88A (staðgr. 1.174.003, landeignarnr. L101559).

Lóðin Hverfisgata 90 (staðgr. 1.174.006, landeignarnr. L101562) verður 0 m² og verður afskráð.

Sjá deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 14.03.2018, samþykkt í borgarráði þann 22.03.2018 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 23.04.2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

95.    Í Úlfarsfellslandi     (97.001.060) 125481    Mál nr. BN054822

Klettaberg ehf., Pósthólf 5005, 125 Reykjavík

Óskað er eftir því að staðfangi lóðarinnar Í Úlfarsfellslandi, landeignanúmer 125481 verði breytt í Sólbakki.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 14:50.

Erna Hrönn Geirsdóttir

Nikulás Úlfar Másson    Óskar Torfi Þorvaldsson

Sigríður Maack    Sigrún Reynisdóttir

Jón Hafberg Björnsson    Harpa Cilia Ingólfsdóttir

Olga Hrund Sverrisdóttir