Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 231

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2018, miðvikudaginn 16.maí kl. 9:10, var haldinn 231. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Torfi Hjartarson, Stefán Benediktsson, Halldór Halldórsson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Ingvar Jónsson áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Hermannsson, og Marta Grettisdóttir. Deildarstjóri aðalskipulags situr fundinn undir liðum 2-4. Starfsfólk skipulagsfulltrúa hjá umhverfis- og skipulagssviði sitja fundin eftir atvikum undir liðum 5-14 og 21-26. Verkefnisstjóri á skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlands hjá umhverfis- og skipulagssviði situr fundinn undir lið 15. Verkefnisstjóri hjá samgöngustjóra hjá umhverfis- og skipulagssviði situr fundinn undir lið 16. Starfsfólk skrifstofu samgöngustjóra, borgarhönnunar hjá umhverfis- og skipulagssviði sitja fundinn undir liðum 17- 18.

Fundarritari er Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1.

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir

Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags.11. maí 2018.

2.

Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Gufunes, Breytt landnotkun atvinnusvæðis. Þróun blandaðrar byggðar

 (02.2)

Mál nr. SN170527

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. í október 2017 að breytingu á aðalskipulagi sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér breytta landnotkun atvinnusvæðis að Gufunesi. Kynning stóð til og með 15. desember 2017. Eftirtaldir sendu inn umsagnir/bókun: Garðabær dags. 4. desember 2017,  Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 13. desember 2017, Bláskógabyggð dags. 19. desember 2017, Hverfisráð Grafarvogs dags. 19. desember 2018, Seltjarnarnesbær dags. 22. desember 2017. Einnig er lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í maí 2018 að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Í breytingunni felst breytt landnotkun atvinnusvæðis að Gufunesi. Þróun blandaðrar byggðar.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu samkvæmt 31. gr. sbr. 36. gr.skipulagslaga skipulagslaga, nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Kl. 9:19 tekur Sigurborg Ósk Haraldsdóttir sæti á fundinum.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3.

Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sundahöfn, breyting á aðalskipulagi, stækkun hafnarsvæðis

Mál nr. SN180358

Lögð fram verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs dags. í maí 2018 vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Í breytingunni felst að stækka hafnarsvæðið (H4) í Sundahöfn með landfyllingum við Klettagarða og Skarfabakka-Kleppsbakka.

Framlögð verk- og matslýsing aðalskipulagsbreytingar, samþykkt, sbr. 1. mgr. 30. gr,  skipulagslaga nr. 123/2010 og lög um  umhverfismat áætlana 106/2005.

Vísað til borgarráðs.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4.

Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, breytt afmörkun landnotkunar, breyting á aðalskipulagi

Mál nr. SN180067

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. í mars 2018 að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Í breytingunni felst að afmörkun landnotkunar er leiðrétt til samræmis við lóðamörk og núverandi notkun lóða. Kynning stóð til og með 20. apríl 2018. Eftirtaldir aðilar sendu umsagnir/bókun: Bláskógarbyggð dags. 16. apríl 2018, Seltjarnarnesbær dags. 16. apríl 2018 og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 11. maí 2018. Einnig er lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags . í maí 2018 að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Í breytingunni felst að afmörkun landnotkunar er leiðrétt til samræmis við lóðamörk og núverandi notkun lóða.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu samkvæmt 31. gr. sbr. 36. gr.skipulagslaga skipulagslaga, nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

5.

Blikastaðavegur 2-8, breyting á deiliskipulagi

 (02.4)

Mál nr. SN180147

Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

Korputorg ehf., Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík

Lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf. f.h. Korputorgs ehf. dags. 1. mars 2018 ásamt bréfi dags. 1. mars 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 2-8 við Blikastaðaveg. Í breytingunni felst að hluti ytri byggingarreits er skilgreindur sem byggingarreitur, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 1. mars 2018. Einnig er lagt fram bréf Arkís arkitekta ehf. dags. 26. apríl 2018 þar sem umsókn er dregin til baka.

Erindið dregið til baka með samkvæmt bréfi Arkís arkitekta dags. 26. apríl 2018.

Vísað til borgarráðs.

6.

Mýrargata 27 og 29, Seljavegur 1A og 1B, breyting á deiliskipulagi

 (01.130.2)

Mál nr. SN180133

Arwen Holdings ehf., Seljavegi 2, 101 Reykjavík

Teiknistofan Storð ehf., Laugavegi 178, 105 Reykjavík

Lögð fram umsókn Hermanns Georgs Gunnlaugssonar f.h. Arwen Holdings dags. 27. febrúar 2018 ásamt greinargerð dags. 26. febrúar 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðanna nr. 27 og 29 við Mýrargötu og 1A og 1B við Seljaveg. Í breytingunni felst fjölgun íbúða þannig að heimilt verði að vera með tvær íbúðir á hverri lóð í stað einnar, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð ehf. dags. 24. apríl 2018.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

7

Njarðargata 25 og Urðarstígur 15, breyting á deiliskipulagi

 (01.186.5)

Mál nr. SN170893

Mondo ehf, Sjafnargötu 5, 101 Reykjavík

Arkitektar Laugavegi 164 ehf, Laugavegi 164, 105 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Arkitekta Laugavegi 164 ehf. f.h. Mondo ehf. mótt. 4. desember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nönnugötureits vegna lóðanna nr. 25 við Njarðargötu og 15 við Urðarstíg. Í breytingunni felst m.a. að sameina lóðirnar í eina lóð fyrir fjöleignarhús, fjölga íbúðum í samtals allt að 7 íbúðir með sameiginlegu þvottahúsi, hjóla- og vagnageymslu, rífa núverandi stigahús (útbyggingar) beggja húsa og byggja nýtt sameiginlegt stigahús í viðbyggingu á garðhlið, hækka húsin umfram það sem er samþykkt í gildandi deiliskipulagi o.fl., samkvæmt uppdr. Arkitekta Laugavegi 164 ehf. dags. 4. desember 2017. Tillagan var auglýst frá 12. febrúar 2018 til og með 26. mars 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Hilda Birgisdóttir, dags. 19. mars 2018, Catharine Fulton dags. 20. mars 2018, Georg Heide Gunnarsson dags. 21. mars 2018, Rannveig Gylfadóttir og Haukur Friðþjófsson dags. 21. mars 2018, Sjöfn Sigurgísladóttir og Stefán J. Sveinsson f.h. Landás ehf. dags. 22. mars 2018, Hugrún Árnadóttir dags. 23. mars 2018, Kjartan Kjartansson, dags. 23. mars 2018, Sveinbjörn Pálsson dags. 23. mars 2018, Hulda Guðmundsdóttir dags. 23. mars 2018, Dögg Ármannsdóttir og börn, dags. 23. mars 2018, Elísabet Brekkan og Þorvaldur Friðriksson dags. 24. mars 2018, Margrét Harðardóttir, Steve Christer, Kalman Christer, Salómon Christer og Rán Christer dags. 24. mars 2018, Harpa Njáls og Guðrún Helga Pálsdóttir dags. 24. mars 2018, Drífa Ármannsdóttir dags. 25. mars 2018, Sigrún Hólmgeirsdóttir dags. 25. mars 2018, Olgeir Skúli Sverrisson, Sigurrós Hermannsdóttir og Bragi Leifur Hauksson dags. 25. mars 2018, Helena W Óladóttir, Theodór Welding, Þorbjörg Anna Gísladóttir og Málfríður Guðmundsdóttir dags. 25. mars 2018, Orri Páll Jóhannsson og Jóhannes Elmar Jóhannesson Lange dags. 25. mars 2018, Halla Margrét Árnadóttir f.h. íbúðar 301 á Nönnugötu 16 og Jón Arnar Árnason f.h. íbúðar 201 á Nönnugötu 16 dags. 26. mars 2018 Jósef Halldórsson dags. 26. mars 2018 og Aðalsteinn Jörundsson dags. 26. mars 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. maí 2018.

Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa 14. maí 2018

Vísað til borgarráðs.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

8.

Skólavörðuholt, breyting á deiliskipulagi

 (01.19)

Mál nr. SN160483

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 13. júní 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Skólavörðuholts vegna lóðanna 21-27 (oddatölur) við Frakkastíg og nr. 2-20 (sléttar tölur) við Bergþórugötu. Í breytingunni felst að heimilt er að byggja nýtt íbúðarhús á lóðunum nr. 10-12 sem einnig eru sameinaðar og nr.18. Afmarkaðar eru lóðir fyrir Frakkastíg 27 (Tækniskólinn) og 23a (Veitur) og settir skilmálar fyrir almennum og sérstökum heimildum á öðrum lóðum. Lagt fram að nýju ásamt uppdráttum A2f arkitekta dags. 8. desember 2017. Tillagan var auglýst frá 12. febrúar 2018 til og með 26. ars 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ingunn Gísladóttir og Grétar Guðmundsson dags. 5. mars 2018, Anna S. Haraldsdóttir f.h. eigenda Bergþórugötu 8 dags. 19. mars 2018, Björn Atli Davíðsson dags. 19. mars 2018, Sigurjón Ernir Kárason og Sonja Guðlaugsdóttir dags. 25. mars 2018 og Hlynur Johnsen og Eva Huld Friðriksdóttir dags. 26. mars 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. maí 2018.

Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. maí 2018.

Vísað til borgarráðs.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

9.

Þrastargata 1-11, nr. 7b, breyting á skilmálum deiliskipulags

 (01.553.1)

Mál nr. SN180064

Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Fálkagötureita vegna lóðarinnar nr. 7b við Þrastargötu. Í breytingunni felst að heimilt er að koma fyrir kvisti á norðurhlið hússins, samkvæmt tillögu ARKHD dags. 27. febrúar 2018. Tillagan var grenndarkynnt frá 2. mars 2018 til og með 30. mars 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Snorri Halldórsson og Laufey Einarsdóttir dags. 19. mars 2018, Lex lögmannsstofa f.h. Guðmundar O. Víðissonar dags. 28. mars 2018 og Margrét I. Hinriksdóttir dags. 28. mars 2018. Einnig er lagður fram tölvupóstur Edvarðs Júlíusar Sólnes og Sigríðar Maríu Sólnes dags. 2. mars 2018, Elísabetar Jónsdóttur og Grétars Árnasonar dags. 15. mars 2018, Snorra Halldórssonar og Laufeyjar Einarsdóttur dags. 19. mars 2018, Þórunn H. Óskarsdóttir og Sigurður Arnar Jónsson dags. 20. mars 2018, Ólu Helgu Sigfinnsdóttur og Guðmundar Lýðssonar dags. 27. mars 2018, Örlygs Ásgeirssonar og Kristjönu Ástu Long dags. 30. mars 2018, Sigríðar Ellu Magnúsdóttur og Símonar Vaughan dags. 31. mars 2018 og Guðmundar Benediktssonar f.h. Observant ehf. dags. 1. apríl 2018 þar sem ekki er gerð athugasemd við tillöguna. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. maí 2018.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. maí 2018.

Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnisstjóri tekur sæti fundinum undir þessum lið.

10.

Gufunesbær, frístundamiðstöð, breyting á deiliskipulag

 (02.354)

Mál nr. SN180339

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 3. maí 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi á útivistasvæði í Gufunes fyrir Gufunesbæ. Í breytingunni felst að afmarkaður er byggingarreitur fyrir gámahús fyrir starfsmannaaðstöðu á grassvæði við bílastæði suðvestan við gamla bæinn, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 1. mars 2018.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

11.

Gufunes, áfangi 1, deiliskipulag

 (02.2)

Mál nr. SN170476

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir 1.áfanga í Gufunesi, ásamt greinargerð og skilmálum dags. 11.maí 2018. Um er að ræða fyrsta áfanga í skipulagi Gufunessvæðisins. Markmiðið er að útbúa áhugavert og spennandi svæði fyrir kvikmyndaþorp í tengslum við blandaða byggð, þ.m.t. íbúðir. Jafnframt að mynda sterkan ramma almenningssvæðis utan um sveigjanlega og sjálfsprottna byggðarþróun, með áherslur á að þar geti þróast forsendur fyrir fjölbreytt og skapandi samfélag þar sem er gott að búa, starfa og njóta lífsins. Einnig er lögð fram húsakönnun dags. 8. desember 2017 og fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 2018.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

12.

Skerjafjörður Þ5, forsögn fyrir rammaskipulag

Mál nr. SN170833

Lögð fram tillaga að rammaskipulagi fyrir þróunarsvæði 5 Nýja Skerjafjörð dags. 7. maí 2018. Í tillögunni er gert ráð fyrir íbúðabyggð fyrir um 1200 íbúðir, nýjum skóla og verslun og þjónustu. Tillagan gerir einnig ráð fyrir landfyllingu út í Skerjarfjörð og tengingum við nýja brú yfir Kársnes.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að rammaskipulagi fyrir Skerjafjörð Þ5 og og felur embætti skipulagsfulltrúa að hefja undirbúning að gerð deiliskipulags fyrir svæðið í samvinnu við hagsmunaaðila.

Vísað til borgarráðs.

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(B) Byggingarmál

13.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð

Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 973 frá  15. maí 2018.

(C) Fyrirspurnir

14.

Suðurgata 12, (fsp) bílastæði og aðkomutorg

 (01.161.1)

Mál nr. SN180257

Helgafell ehf., Suðurgötu 12, 101 Reykjavík

Hornsteinar arkitektar ehf, Ingólfsstræti 5, 101 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Helgafells ehf. mótt. 27. mars 2018 ásamt bréfi Hornsteina arkitekta ehf. dags. 22. mars 2018 um að koma fyrir allt að 5 bílastæðum á lóð nr. 12 við Suðurgötu og gera lítið aðkomutorg, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta ehf. dags. 22. mars 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. maí 2018.

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. maí 2018.

Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(E) Umhverfis- og samgöngumál

15.

Afnot af borgarlandi, reglur vegna útiveitinga

Mál nr. US180132

Lagðar fram reglur um afnot af borgarlandi vegna útiveitinga dags. í febrúar 2018.

Samþykkt

Vísað til borgarráðs.

Helga Rún Guðmundsdóttir verkefnisstjóri og fulltrúi Eflu Daði Baldur Ottósson  taka sæti á fundinum undir þessum lið.

16.

Stokkur í Elliðaárdalur, mat á núverandi aðstæðum

Mál nr. US180128

Lagt fram minnisblað Mannvits dags. 9. mars 2018 varðandi mat á núverandi aðstæðum stokka í Elliðaárdal.

Kynnt.

Fulltrúar Veitna Hörður Jósef Harðarson og Hólmfríður Bjarnadóttir og fulltrúi Mannvits Axel Valur Birgisson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

17.

Akstur bifreiða og hópferðabifreiða um miðborgina, safnstæði við Rauðarárstíg

Mál nr. US180130

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 14. maí 2018 varðandi akstur með ferðamenn í miðborginni og  Safnstæði/rútustoppistöð á Rauðarárstíg við Hlemm.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

18.

Hjólreiðaáætlun, Laugardal - milli Suðurlandsbrautar og Holtavegar

Mál nr. US180136

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 14. maí 2018 ásamt tillögu að hjólastíg um Laugardal - milli Suðurlandsbrautar og Holtavegar.

Samþykkt.

(D) Ýmis mál

19.

Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla (USK2015020003)

Mál nr. US130045

Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í apríl 2018.

20.

Umhverfis- og skipulagsráð, fundir vorið 2018

Mál nr. US180131

Lagt til að fella niður fundi umhverfis- og skipulagsráðs dagana  23. og 30. maí 2018.

21.

Vogabyggð, dómnefnd, útilistaverk

Mál nr. US180137

Lagt fram bréf menningar- og ferðamálaráðs dags. 15. maí 2018 þar sem óskað er efir að umhverfis- og skipulagsráð tilnefni fulltrúa í dómnefnd um útilistaverk í Vogabyggð.

Umhverfis- og skipulagsráð skipar Hjálmar Sveinsson fulltrúa í dómnefnd um útilistaverk í Vogabyggð.

22.

Borgartún 8-16A, Íbúðagisting fl. 2

 (01.220.107)

Mál nr. BN054380

Höfðaíbúðir ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. mars 2018 þar sem sótt er um leyfi til að breyta skilgreiningu á íbúðum á 1. - 8. hæð, 38 íbúðir, sem gististað í flokki II, teg. íbúð, í fjölbýlishúsi á lóð nr. 8-16A við Borgartún. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. maí  2018 og bréf PKdM Arkitekta ehf. ódags. móttekið 7. maí 2018.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. maí 2018 samþykkt.

Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

23.

Klapparstígur 19, Veghúsastígur 1, bréf

 (01.152.4)

Mál nr. SN180213

Ottó ehf., Klettagörðum 23, 104 Reykjavík

Lagt fram bréf Ottós ehf. dags. 14. mars 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skuggahverfis vegna lóðarinnar nr. 19 við Klapparstíg og nr. 1 við Veghúsastíg. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. maí 2018.

Umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. maí 2018 samþykkt

Vísað til .meðferðar hjá skipulagsfulltrúa.

Hjálmar Sveinsson víkur af fundi við afgreiðslu málsins

24.

Fegrunarviðurkenningar 2018, skipan fulltrúa

Mál nr. SN180340

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skiplagsfulltrúa dags. 15. maí 2018 að skipan fulltrúa í vinnuhóp sem gerir tillögu að fegrunarviðurkenningum fyrir lóðir fjölbýlishúsa og fyrirtækja/stofnana og vegna endurbóta á eldri húsum árið 2018.

Tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skiplagsfulltrúa dags. 15. maí 2018 samþykkt. 

25.

Útilistaverk í Álfsnesi, beiðni um flutning

Mál nr. US180068

Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar dags. 21. mars 2018 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs á erindi Hallsteins Sigurðssonar dags. 12. mars 2018 um útilistaverk á Álfsnesi. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. maí 2018.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. maí 2018 samþykkt.

26.

Tillaga varðandi gróðursetningu nýrra trjáa í stað þeirra sem eru felld,

Mál nr. US170226

Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar og áheyrnarfulltrúa Pírata Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur: "Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að fyrir hvert það tré sem fellt verður vegna skipulagsáætlana í borginni verði annað tré gróðursett innan borgarmarkanna. Umhverfis- og skipulagsráð óskar eftir úttekt frá umhverfis- og skipulagssviði á mögulegum útfærslum þess."

Einnig er lögð fram greinargerð.

Lagt fram að nýju ásamt bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, dags. 14. maí 2018.

Bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, dags. 14. maí 2018 samþykkt.

27.

Dunhagi 18-20, kæra 69/2018

 (01.545.1)

Mál nr. SN180350

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfs- og auðlindamála dags. 7. maí 2018 ásamt kæru dags. 5. maí 2018 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 20. mars sl. um útgáfu byggingarleyfis fyrir Dunhaga 18-20.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra. 

28.

Dunhagi 18-20, kæra 70/2018

 (01.545.1)

Mál nr. SN180351

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfs- og auðlindamála dags. 7. maí 2018 ásamt kæru dags. 4. maí 2018 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 20. mars sl. um útgáfu byggingarleyfis fyrir Dunhaga 18-20.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra. 

29.

Dunhagi 18-20, kæra 71/2018

 (01.545.1)

Mál nr. SN180359

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 9. maí 2018 ásamt kæru dags. 8. maí 2018 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 20. mars sl. um útgáfu byggingarleyfis fyrir Dunhaga 18-20. Jafnframt er gerð krafa um stöðvun framkvæmda.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra. 

30.

Lindargata 10, Kæra 23/2018, umsögn

 (01.151.5)

Mál nr. SN180114

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála dags. 15. febrúar 2018 ásamt kæru dags. 14. febrúar 2018 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs Reykjavíkur á breytingu á deiliskipulagi reits nr. 1.151.5. er varðar lóðina nr. 10 við Lindargötu. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 11. maí 2018.

31.

Eikjuvogur 27, kæra 66/2018, umsögn

 (01.470.5)

Mál nr. SN180329

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 2. maí 2018 ásamt kæru dags. 30. apríl 2018 þar sem kærð er samþykkt byggingaráform á lóð nr. 27 við Eikjuvog. Jafnframt er gerð krafa um stöðvun framkvæmda. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 9. maí 2018.

32.

Lofnarbrunnur 14, breyting á deiliskipulagi

 (05.055.5)

Mál nr. SN180281

Seres byggingafélag ehf., Bæjarlind 2, 201 Kópavogur

Mansard - Teiknistofa ehf., Holtsbúð 27, 210 Garðabær

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. maí 2018 um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 14 við Lofnarbrunn.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 13:55

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð

Hjálmar Sveinsson

Magnea Guðmundsdóttir                                                 Stefán Benediktsson

Torfi Hjartarson                                                                Sigurborg Ósk Haraldsdóttir

Halldór Halldórsson                                                         Herdís Anna Þorvaldsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2018, þriðjudaginn 15. maí kl. 10:10 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 973. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Olga Hrund Sverrisdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Sigríður Maack, Sigrún Reynisdóttir, Jón Hafberg Björnsson og Harri Ormarsson.

Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1.       Bankastræti 14-14B                         (01.171.202) 101383        Mál nr. BN054537

B14 ehf, Bankastræti 14, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II, fyrir 80 gesti á 2. hæð í húsi á lóð nr. 14-14B við Bankastræti.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

2.       Barónsstígur 32A                             (01.192.101) 102528        Mál nr. BN054540

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja milliloft, breyta innra skipulagi og koma fyrir nýjum gluggum á félagsmiðstöð Austurbæjarskóla á lóð nr. 32A við Barónsstíg.

Milliloft:  105,5 ferm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

3.       Bárugata 34                                      (01.135.213) 100462        Mál nr. BN054406

Aron Már Atlason, Bárugata 34, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta heiti rýmis sem var ranglega skráð áður sbr. BN049196 í kjallaraíbúð í húsi á lóð nr. 34 við Bárugötu.

Gjald kr.11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.   

4.       Blikastaðavegur 2-8                         (02.496.101) 204782        Mál nr. BN054019

Korputorg ehf., Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi þannig að verslunar- og lagerhúsnæði er breytt í brauð- og kexverksmiðju, milligólf stækkað, koma fyrir glugga á norðurhlið og flóttastiga bætt við á hús á lóð nr. 2 - 8 við Blikastaðaveg.

Greinargerð hljóðvistar dags. 20. desember 2017, bréf hönnuðar dags. 22. desember 2017,16. janúar 2018. og 3. maí. 2018 Umsögn brunahönnuðar dags. 18. desember 2017, 11. janúar 2018 og 3. maí 2018 fylgir erindi.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. janúar 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. janúar 2018.

Stækkun milliloft: 1.401,3 ferm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

5.       Bæjarflöt 9                                        (02.576.004) 225815        Mál nr. BN054614

Urðarsel ehf., Logafold 35, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja iðnaðarhús á lóð nr. 9 við Bæjarflöt.

Stærðir:   864,7 ferm., 3.026,05 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

6.       Dugguvogur 6                                   (01.454.001) 105617        Mál nr. BN054071

BG Fossberg ehf, Dugguvogi 6, 104 Reykjavík

Sótt er um breytingu á notkun úr samkomusal í verslun ásamt breytingum á brunavörnum auk þess sem gerð er grein fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi í húsi á lóð nr. 6 við Dugguvog.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

7.       Eldshöfði 10                                      (04.035.303) 110540        Mál nr. BN054612

Eignarhaldsfélagið Partur ehf, Eldshöfða 10, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053094 sem felst í að innra skipulagi er breytt lítilsháttar í húsi á lóð nr. 10 við Eldshöfða.

Stækkun milliflatar: 0,8 ferm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

8.       Eskihlíð 10-10A                                (01.700.203) 106942        Mál nr. BN054520

Eskihlíð 10,húsfélag, Eskihlíð 10, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjölga innkeyrslum á bílstæði, koma fyrir hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla, leggja nýja skólpheimlögn að lóðamörkum og lagfæra aðkomu fyrir hjólastóla að reiðhjólageymslu og kjallaraíbúð á lóð nr. 10- 10A við Eskihlíð.

Bréf frá umsækjanda dags. 15. apríl 2018 og samþykki frá aðalfundi Eskihlíðar 10 og 10A dags. 27. mars. 2018 fylgir.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

9.       Flúðasel 60-76                                   (04.971.401) 113170        Mál nr. BN054234

Flúðasel 70,húsfélag, Flúðaseli 70, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem er að taka í notkun óuppfyllt rými í kjallara húss nr. 70 á lóð nr. 60-76 við Flúðasel.

Samþykki meðeigenda fylgir erindi.

Stækkun:  22,3 ferm., 60,2 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

10.     Fossagata 2                                       (01.636.707) 106733        Mál nr. BN054238

Hafsteinn Jónasson, Flyðrugrandi 16, 107 Reykjavík

Helga Þórðardóttir, Flyðrugrandi 16, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús ásamt einnar hæðar vinnustofu á lóð nr. 2 við Fossagötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. maí 2018 fylgir erindinu.

Erindi var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Fossagötu 1, 4, og 6, Þjórsárgötu 1 og Reykjavíkurvegi 24-30, 25, 27 og 32-38 frá 6. apríl 2018 til og með 7. maí 2018. Engar athugasemdir bárust.

Stærðir:

Mhl.01: 157,6 ferm., 505,0 rúmm.

Mhl.02:   48,9 ferm., 147,9 rúmm.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24.11.2017 við fyrirspurn SN170829 fylgir erindi.

Jafnframt er erindi BN051376 fellt úr gildi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

11.     Freyjugata 24                                   (01.186.601) 102297        Mál nr. BN053873

Spur ehf, Freyjugötu 24, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á norðvesturhlið 2. hæðar, uppfæra brunamerkingar, færa til starfsmannaaðstöðu í kjallara og breyta flokkun gistiheimilis í flokk III, teg. b í húsi á lóð nr. 24 við Freyjugötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. desember 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2017.

Einnig bréf hönnuðar með skýringum dags. 6. mars 2018 og minnisblað um brunavarnir dags. 7. febrúar 2018, útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. apríl 2018 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. apríl 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

12.     Freyjugata 41                                   (01.194.206) 102550        Mál nr. BN054645

Ásmundarsalur ehf., Sjafnargötu 3, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingahús í flokki II, teg. e fyrir 55 gesti í Ásmundarsal á lóð nr. 41 við Freyjugötu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

13.     Friggjarbrunnur 32                         (05.053.304) 205957        Mál nr. BN052533

Bjartmar Örn Arnarson, Gvendargeisli 42, 113 Reykjavík

Litla tré ehf., Gvendargeisla 42, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN036790 þannig að rými 0001 verður að föndurherbergi, til að koma fyrir gluggum á suðausturhlið kjallara, áður fyllt rými verður nú óuppfyllt með mannopi og til að minnka pall á lóð nr. 32 við Friggjarbrunn.

Bréf frá umsækjanda þar sem hann gerir grein fyrir breytingum og fer fram á að erindi BN053091 verði dregið til baka.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. júní 2017 fylgir erindinu.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14.     Geitland 2-12 1-43                            (01.851.101) 108763        Mál nr. BN054487

Erla Rós Gylfadóttir, Geitland 43, 108 Reykjavík

Pétur Thor Gunnarsson, Geitland 43, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta glugga á suðurhlið í hurð á húsi nr. 43 í raðhúsi á lóð nr. 2-12 1-43 við Geitland.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 26. mars. 2018 fylgir .

Samþykki meðeigenda dags. 18. mars 2018 fylgir.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

15.     Giljaland 2-32 1-35                          (01.853.001) 108769        Mál nr. BN053581

Elsa Matthildur Ágústsdóttir, Giljaland 24, 108 Reykjavík

Magnús Salberg Óskarsson, Giljaland 24, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta glugga og koma fyrir gólfsíðum rennihurðum á raðhúsi nr. 24 á lóð nr. 2-32 -35 við Giljaland.

Erindi fylgir fsp. BN053537 dags. 19. september 2017 og samþykki eigenda Giljalands nr. 14 - 22 dags. 15. janúar 2018.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16.     Grensásvegur 22                              (01.801.215) 107636        Mál nr. BN054479

Samasem ehf, Grensásvegi 22-24, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi á annarri hæð í gistirými í flokki II tegund C fyrir 10 gesti í húsi á lóð nr. 22 við Grensásveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. maí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. maí 2018.

Samþykki eiganda dags. 5. apríl 2018 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

17.     Gylfaflöt 15                                       (02.576.203) 225816        Mál nr. BN054616

Urðarsel ehf., Logafold 35, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja iðnaðarhúsnæði á tveim hæðum á lóð nr. 15 við Gylfaflöt.

Stærðir: 864,7 ferm., 3.026,05 rúmm..

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

18.     Haukahlíð 2                                      (01.627.401) 223517        Mál nr. BN054491

REY Hotel hf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja fjögurra hæða, 448 herbergja hótel, gististað í flokki lV - tegund a, þar sem kjallari og 1. hæð eru steinsteypt en efri hæðir eru úr forsmíðuðum herbergiseiningum, einangrað og klætt að utan á lóð nr. 2 við Haukahlíð.

Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. 14. desember 2017 og greinargerð um brunahönnun dags. 10. apríl 2018.

Stærð, A-rými:  24.180,9 ferm. , 79.138 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Erindið er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.

19.     Heiðargerði 29                                  (01.801.106) 107614        Mál nr. BN054547

Kamma Jónsdóttir, Heiðargerði 29, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja yfir svalir á 2. hæð og til að klæða með litaðri stál- eða álklæðningu einbýlishús á lóð nr. 29 við Heiðargerði.

Stækkun:  12,3 ferm., 31,9 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Erindið er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.

20.     Hjarðarhagi 45-47                            (01.543.211) 106436        Mál nr. BN054255

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi eigna 0103 og 0201 og koma fyrir skrifstofum á 1. hæð, danssölum,  búningsherbergjum ásamt því að breikka dyr út á svalir á 2. hæð í húsi á lóð nr. 45-47 við Hjarðarhaga.

Brunahönnun dags. 19. febrúar 2018 og samþykki meðeigenda fylgir ódags. á teikningu.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

21.     Holtavegur 34                                   (01.395.001) 172991        Mál nr. BN054635

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja nýjan fallturn í stað þess gamla í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á lóð nr. 34 við Holtaveg.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

22.     Hólmsheiðarvegur 151                    (05.8--.-98) 113452          Mál nr. BN054555

Neyðarlínan ohf., Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að reisa geymsluhúsnæði á lóð nr. 151 við Hólmsheiðarveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. maí 2018 fylgir erindinu.

Stærð: 655,9 fermetrar og 3.508,8 rúmmetrar.

Meðfylgjandi er bréf hönnuðar ódagsett.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

23.     Hörgshlíð 18                                     (01.730.204) 107339        Mál nr. BN054452

Sólveig Berg Emilsdóttir, Hörgshlíð 18, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurnýja eldri viðbyggingu úr steinsteypu í stað timburs og stækka þaksvalir ofaná viðbyggingu við fjölbýlishús á lóð nr. 18 við Hörgshlíð.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. maí 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. maí 2018.

Einnig fylgir samþykki meðeigenda dags. 26. mars 2018 áritað á uppdrátt.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. maí 2018.

24.     Jónsgeisli 91                                      (04.113.306) 189863        Mál nr. BN054591

64 gráður Reykjavík ehf., Ljósheimum 16b, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir glugga og ásamt því að koma tveimur hurðum á suðurhlið á húsi á lóð nr. 91 við Jónsgeisla.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

25.     Kistumelur 6                                     (34.533.804) 215455        Mál nr. BN054592

Fagverk verktakar ehf, Spóahöfða 18, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi fyrir stöðuleyfi fyrir vinnubúðum úr gámum til ?? mánaða á lóð nr. 6 við Kistumel.

Stærð vinnubúða : XX ferm. XX rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda og málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

26.     Klettagarðar 13                                (01.325.201) 180007        Mál nr. BN054420

N1 hf., Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN045390 vegna lokaúttektar í húsi á lóð nr. 13 við Klettagarða .

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

27.     Kuggavogur 5                                   (01.451.601) 225190        Mál nr. BN054411

Sérverk ehf., Tónahvarfi 9, 203 Kópavogur

Vogabyggð ehf., Austurstræti 11, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tveggja til fimm hæða fjölbýlishús með 47 íbúðum og bílageymslum ásamt rýmum fyrir verslun, veitingar og þjónustu á lóð nr. 5 við Kuggavog.

Stærðir:

A-rými: 6.663,5 ferm., 21.005,9 rúmm.

B-rými: 243,8 ferm., 707,0 rúmm.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. maí 2018 fylgir erindinu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

28.     Laufásvegur 22                                 (01.183.408) 101968        Mál nr. BN054610

Benedikt Erlingsson, Reykjabyggð 40, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að breyta matshluta 03 sem er í dags áður gerð vinnustofa í einbýlishús og að endurnefna mhl. 03 í Laufásveg 22 A á lóð nr. 22 við Laufásveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

29.     Laugateigur 7                                   (01.364.007) 104605        Mál nr. BN054438

Sigvaldi Árnason, Laugateigur 7, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka þak, byggja kvisti og svalir og gera útgang í garð úr kjallara í fjölbýlishúsi á lóð nr. 7 við Laugateig.

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags, 12. desember 2017 og samþykki meðeigenda ódagsett fylgir erindi.

Stækkun:  85,2 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

30.     Laugavegur 51                                 (01.173.024) 101511        Mál nr. BN052285

STS ISLAND ehf., Laugavegi 51, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi og svölum og leyfi til að innrétta gististað í flokki II fyrir sex gesti í íbúðum 0301 og 0304 í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 51 við Laugaveg.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 7. apríl 2018 fylgir erindi.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. maí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. maí 2018.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. maí 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. maí 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

31.     Lyngháls 10                                      (04.327.001) 111051        Mál nr. BN053535

Þjónustustofan ehf., Grundargötu 30, 350 Grundarfjörður

Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr á lóð nr. 10 við Lyngháls.

Stærðir: A-rými 39,5 ferm., 117,1 rúmm.

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28.06.2017 við fyrirspurn SN170484.Samþykki meðeigenda dags. 20.07.2017 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

32.     Lækjargata 2A                                 (01.140.505) 100865        Mál nr. BN054248

Reitir - verslun ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að auka gestafjölda úr 150 í 300 í veitingastað í flokki III í kjallara verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 2A við Lækjargötu.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

33.     Melgerði 29                                       (01.815.413) 108021        Mál nr. BN053928

Einar Bjarndal Jónsson, Melgerði 29, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN036851, m.a. að koma fyrir setlaug í garði og gera grein fyrir stærð björgunaropa, vegna lokaúttektar á einbýlishúsi á lóð nr. 29 við Melgerði.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

34.     Norðlingabraut 8                             (04.732.301) 204834        Mál nr. BN053253

Wurth á Íslandi ehf., Norðlingabraut 8, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050213 vegna lokaúttektar, m.a. koma fyrir kaffieldhúsi við hlið skrifstofu í lagerhluta og lagfæra brunalýsingu í húsi á lóð nr. 8 við Norðlingabraut.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

35.     Nýlendugata 22                                (01.131.103) 100161        Mál nr. BN054603

Nýlendugata 22,húsfélag, Nýlendugötu 22, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja svalir á 2., 3. og rishæðir og koma fyrir nýrri garðhurð á austurhlið húss á lóð nr. 22 við Nýlendugötu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda og málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

36.     Óðinsgata 9                                       (01.184.216) 102038        Mál nr. BN054423

Pálsson Apartments ehf., Skeljatanga 27, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og gera þrjár gistiíbúðir, gististaður í flokki x - tegund x, í húsi á lóð nr. 9 við Óðinsgötu.

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11.12.2017 við erindi BN053847.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

37.     Pósthússtræti 13-15                          (01.140.512) 100872        Mál nr. BN054593

Eiríkur Óskarsson, Sviss, 1128 slf., Laugavegi 59, 101 Reykjavík

Margrét Ragnarsdóttir, Pósthússtræti 13, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss, fjarlægja eitt baðherbergi og gera  betra aðgengi að svölum og baðherbergjum, á lóð nr. 13 við Pósthússtræti.

Sjá erindi BN042650 og BN046685.

Bréf hönnuðar dags. 26.04.2018 og 14.05.2018 fylgja erindi.

Gjald kr. 11.000)

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

38.     Síðumúli 23                                       (01.295.105) 103837        Mál nr. BN054378

Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi 3. hæðar þannig að breytt er fyrirkomulagi salerna og þeim fjölgað um eitt og útbúnir eru tveir fundarsalir með opnanlegum skilveggjum sem gefur möguleika á samnýtingu fundasala og komið er fyrir fellistiga á ? hlið á húsinu á lóð nr. 23 við Síðumúla.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

39.     Skeifan 11                                         (01.462.101) 195597        Mál nr. BN054464

Hagar hf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050723 þannig að innra skipulagi er breytt í mhl. 01, norður- og vesturútlitum breytt og komið fyrir rennihurð á mhl. 25 á lóð nr. 11 við Skeifuna.

Umsögn brunahönnuðar dags. 26. september 2017 og fundargerð húsfundar dags. 26. mars 2018 með 68,62 % samþykkta fylgja erindi og umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. maí 2018 fylgja erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda og umsagnar skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. maí 2018.

40.     Skeifan 13A                                      (01.462.201) 195604        Mál nr. BN054549

RSF ehf., Skúlagötu 44, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir útimarkaði  tímabundið til sölu varnings og veitinga á lóð nr. 13A við Skeifuna.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. maí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. maí 2018.

Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 17. apríl 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

41.     Skipasund 1                                      (01.356.005) 104370        Mál nr. BN054515

Ólafía Guðrún Einarsdóttir, Skipasund 1, 104 Reykjavík

Guðjón Valdimarsson, Skipasund 1, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tvo kvisti á vesturhlið og til að klæða að utan með báruáli fjölbýlishús á lóð nr. 1 við Skipasund.

Samþykki meðeiganda er áritað á uppdrátt.

Stækkun:  11,4 ferm., 29,6 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

42.     Stórhöfði 29-31                                 (04.084.801) 179559        Mál nr. BN054542

Húsfélagið Stórhöfða 31, Stórhöfða 31, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og sameina matshluta 01 og 02 ásamt því að byggja 3. hæð með svölum ofaná milli byggingu milli húsa á lóð nr. 29-31 við Stórhöfða.

Umsögn brunahönnuðar dags. 17. apríl 2018, umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 9. apríl 2018 og bréf frá hönnuði og samþykki sumra dags. 11. apríl 2018 fylgir erindi.

Stækkun: 119,8 ferm., 358,2 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

43.     Suðurgata 12                                    (01.161.107) 101202        Mál nr. BN052401

S120 ehf., Suðurgötu 12, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurbyggja bílskúr, mhl.02, í breyttri mynd ásamt því að breyta notkun húsnæðis úr læknastöð í skrifstofur í húsi á lóð nr. 12 við Suðurgötu.

Nýbygging mhl. 02: 78,0 ferm., 206,7 rúmm.

Minnisblað Eflu um brunahönnun dags. 19.02.2018 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

44.     Suðurhólar 19                                   (04.645.602) 111963        Mál nr. BN054548

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka miðjurými annarrar hæðar og nýta fyrir aðstöðu starfsfólks í leikskólanum Suðurborg á lóð nr. 19 við Suðurhóla.

Stækkun: 74 ferm., 206,6 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

45.     Suðurlandsbraut 24                         (01.264.103) 103530        Mál nr. BN054611

Reitir - skrifstofur ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir innri breytingum á 1. hæð og koma fyrir hurð á norðvesturhlið hús á lóð nr. 24 við Suðurlandsbraut.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

46.     Suðurlandsbraut 26                         (01.264.201) 103536        Mál nr. BN054007

Heimilistæki ehf., Suðurlandsbraut 26, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í breyttu innra skipulagi í verslun á 1. og 2. hæð og í starfsmannarými á 1. hæð í húsi á lóð nr. 26 við Suðurlandsbraut.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að yfirlýsingu um sameiningu eigna verði þinglýst áður en lokaúttekt fer fram. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

47.     Sörlaskjól 66                                     (01.531.025) 106140        Mál nr. BN054090

Fjalar Sigurðarson, Sörlaskjól 66, 107 Reykjavík

Sótt er um niðurrif á steinsteyptum bílskúr, mhl.70, við hús á lóð nr. 66 við Sörlaskjól.

Stærðir mhl.70: 43,3 ferm., 107,2 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

48.     Sörlaskjól 66                                     (01.531.025) 106140        Mál nr. BN054031

Fjalar Sigurðarson, Sörlaskjól 66, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða viðbyggingu sem hýsa mun bílgeymslu og íverurými, fjarlægja álklæðningu utanhúss á kjallara og 1. hæð í húsi á lóð nr. 66 við Sörlaskjól.

Stækkun:  88,9 ferm., 271,2 rúmm.

Samþykki meðeiganda ódags. fylgir erindi.

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26.10.2017 við fyrirspurn SN170727.

Útskrift úr fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 9. maí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. maí 2018. Erindi var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Sörlaskjóli 60, 62, 64 og 68 frá 2. mars 2018 til og með 30. mars 2018.

Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Halldór Bachmann og Hanna Guðbjörg Birgisdóttir dags. 23. febrúar 2018, Ellen Dröfn Gunnarsdóttir, Margrét Hermanns Auðardóttir og Vésteinn Ingibergsson dags 30. mars 2018 og Ingibjörg Hilmarsdóttir dags. 3. apríl 2018.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

49.     Thorvaldsensstræti 2                       (01.140.418) 100859        Mál nr. BN053964

Lindarvatn ehf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að dýpka kjallara og endurbyggja Thorvaldsenstræti 2, til að lyfta þaki Thorvaldsensstrætis 4 og byggja á það Mansardþak með kvistum, byggja fjögurra hæða nýbyggingu, til að endurbyggja Aðalstræti 11 með breyttu þaki og til að innrétta í öllum húsunum 145 herbergja hótel í flokki IV með veitingahúsi, kaffihúsi, verslunum og samkomusal á lóð nr. 2 við Thorvaldssenstræti.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. janúar 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. janúar 2018.

E. stækkun:  11.544,3 ferm., 42.142,8 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Þinglýsa þarf samþykki um opnun yfir lóðamörk að Vallarstræti 4 þar sem er flóttaleið frá hóteli og aðkoma fyrir aðföng og sorpgeymslu.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

50.     Trilluvogur 1                                    (01.452.301) 225188        Mál nr. BN054383

Enver ehf., Lágmúla 7, 105 Reykjavík

Vogabyggð ehf., Austurstræti 11, 101 Reykjavík

Sótt erum leyfi til að byggja þriggja til fimm hæða fjölbýlishús með 41 íbúð, þriggja hæða raðhús með 5 íbúðum og bílgeymslu sem er að hluta niðurgrafin með 42 stæðum á lóð nr. 1 við Trilluvog.

Erindi fylgir brunahönnun dags. 13. mars 2018, hljóðvistarskýrsla dags. 6. mars 2018 og bréf Vogabyggðar dags. 15. mars 2018.

Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. apríl 2018.

Stærð, A-rými:  5.332,2 ferm., 19.145,3rúmm.

B-rými:  1.460,4 ferm., 5.210,4 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

51.     Tryggvagata 14                                (01.132.103) 100212        Mál nr. BN054609

Tryggvagata ehf., Dugguvogi 2, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050404 sem felst í því að breyta notkun rýmis í kjallara úr fylgirými í tæknirými, setja vindfang á götuhæð og léttar lokanir í veitingarými í húsi á lóð nr. 14 við Tryggvagötu.

Stækkun vegna tæknirýmis: 53,1 ferm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

52.     Tryggvagata 22                                (01.140.004) 100816        Mál nr. BN054564

Starri Hauksson, Laugavegur 76a, 101 Reykjavík

Sótt er um breytingu á erindi BN053426 sem felst í tilfærslu á útblástursröri frá háfi í húsi á lóð nr. 22 við Tryggvagötu.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

53.     Vesturhlíð 7                                      (01.768.401) 107477        Mál nr. BN054594

Jón Pétursson ehf, Bjarkargötu 4, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjarlægja léttan vegg á milli fundarstofu og skrifstofuherbergis þannig að fundarstofan stækkar í rými 0103 í húsinu á lóð nr. 7 við Vesturhlíð.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

54.     Ægisíða 103                                      (01.532.205) 106202        Mál nr. BN054608

Elín Einarsdóttir, Ægisíða 103, 107 Reykjavík

Þórir Hrafnsson, Ægisíða 103, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN034284, sem felst í að einungis stærri kvistur var stækkaður, vegna lokaúttektar á tvíbýlishúsi á lóð nr. 103 við Ægisíðu.

Minnkun:  1,2 ferm., 2 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

55.     Öldugata 59                                      (01.134.302) 100351        Mál nr. BN054580

Guðlaugur Pálmi Magnússon, Öldugata 59, 101 Reykjavík

Þorgerður J. Einarsdóttir, Öldugata 59, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka kvist á suðurhlið ásamt því að breyta eignarhaldi á geymslum til samræmis við eigendaskipti sem átt hafa sér stað í húsi á lóð nr. 59 við Öldugötu.

Stækkun: 2,6 ferm., 6,4 rúmm.

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23.03.2017 við SN180192.

Samþykki meðeigenda dags. 22.05.2018 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.

Vísað til uppdrátta nr. 1E, 2E dags. 16. apríl 2018.

Ýmis mál

56.     Freyjubrunnur 1                              (02.695.701) 205705        Mál nr. BN054689

Flotgólf ehf., Akralind 2, 201 Kópavogur

Þann 8. maí 2018 sl. var samþykkt að byggja tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu úr forsteyptum einingum einangrað að utan og klætt með álklæðningu á lóð nr. 1 við Freyjubrunn en er nú lagt fram að nýju til leiðréttingar á bókun.

Rétt bókun er:

Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða staðsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu, einangrað að utan og klætt með álklæðningu á lóð nr. 1 við Freyjubrunn.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

57.     Jöklasel 21-23, bílal                          (04.975.312) 205071        Mál nr. BN054696

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stækka bílageymslulóð fyrir Jöklasel 21 - 23 og minnka bílastæða og aðkomulóð fyrir Jöklasel 23 - 31 samanber meðfylgjandi uppdrætti dagsetta 15.05.2018.

Lóðin Jöklasel 21-23 - bílageymslulóð (staðgr. 4.975.312, landnr. 205071) er

288 m².

Bætt 35 m² við lóðina úr bílastæða- og aðkomulóð fyrir Jöklasel 23-31 (staðgr.

4.975.308, landnr. 113249).

Bætt 37 m² við lóðina frá óútvísaða landinu (landnr. 221449

Leiðrétt -1 m² um vegna fermetrabrota.

Lóðin Jöklasel 21-23 - bílageymslulóð (staðgr. 4.975.312, landnr. 205071) verður 359 m².

Lóðin Jöklasel 23-31 - bílastæða- og aðkomulóð (staðgr. 4.975.308, landnr. 113249) 614 m².

Teknir 35 m² af lóðinni og bætt við Jöklasel 21-23 - bílageymslulóð (staðgr.

4.975.312, landnr. 205071).

Teknir  3 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (landnr. 221449).

Leiðrétt um -2 m² vegna fermetrabrota.

Lóðin Jöklasel 23-31 - bílastæða- og aðkomulóð (staðgr. 4.975.308, landnr. 113249) verður 574 m².

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 30.08.2017, og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 04.09.2017.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

58.     Jöklasel 23-31                                   (04.975.308) 113249        Mál nr. BN054697

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stækka bílageymslulóð fyrir Jöklasel 21 - 23 og minnka bílastæða og aðkomulóð fyrir Jöklasel 23 - 31 samanber meðfylgjandi uppdrætti dagsetta 15.05.2018.

Lóðin Jöklasel 21-23 - bílageymslulóð (staðgr. 4.975.312, landnr. 205071) er

288 m².

Bætt 35 m² við lóðina úr bílastæða- og aðkomulóð fyrir Jöklasel 23-31 (staðgr.

4.975.308, landnr. 113249).

Bætt 37 m² við lóðina frá óútvísaða landinu (landnr. 221449

Leiðrétt -1 m² um vegna fermetrabrota.

Lóðin Jöklasel 21-23 - bílageymslulóð (staðgr. 4.975.312, landnr. 205071) verður 359 m².

Lóðin Jöklasel 23-31 - bílastæða- og aðkomulóð (staðgr. 4.975.308, landnr. 113249) 614 m².

Teknir 35 m² af lóðinni og bætt við Jöklasel 21-23 - bílageymslulóð (staðgr.

4.975.312, landnr. 205071).

Teknir  3 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (landnr. 221449).

Leiðrétt um -2 m² vegna fermetrabrota.

Lóðin Jöklasel 23-31 - bílastæða- og aðkomulóð (staðgr. 4.975.308, landnr. 113249) verður 574 m².

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 30.08.2017, og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 04.09.2017.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

59.     Rökkvatjörn 2                                                                            Mál nr. BN054694

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna tvær nýjar lóðir, samanber meðfylgjandi uppdrátt dags. 14.05.2018.

Ný lóð Rökkvatjörn 2 (staðgr. 5.052.501, landeignarnr. L226871).

Lóðin er stofnuð með því að taka 2754 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 2212447).

Lóðin Rökkvatjörn 2 (staðgr. 5.052.501, landeignarnr. L226871) verður 2754 m².

Ný lóð Silfratjörn 1 (staðgr. 5.052.502, landeignarnr. L226872).

Lóðin er stofnuð með því að taka 3247 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 2212447).

Lóðin Silfratjörn 1 (staðgr. 5.052.502, landeignarnr. L226872) verður 3247 m².

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 27.09.2017, samþykkt í borgarráði þann 05.10.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 19.02.2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

60.     Silfratjörn 1                                                                                Mál nr. BN054695

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna tvær nýjar lóðir, samanber meðfylgjandi uppdrátt dags. 14.05.2018.

Ný lóð Rökkvatjörn 2 (staðgr. 5.052.501, landeignarnr. L226871).

Lóðin er stofnuð með því að taka 2754 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 2212447).

Lóðin Rökkvatjörn 2 (staðgr. 5.052.501, landeignarnr. L226871) verður 2754 m².

Ný lóð Silfratjörn 1 (staðgr. 5.052.502, landeignarnr. L226872).

Lóðin er stofnuð með því að taka 3247 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 2212447).

Lóðin Silfratjörn 1 (staðgr. 5.052.502, landeignarnr. L226872) verður 3247 m².

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 27.09.2017, samþykkt í borgarráði þann 05.10.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 19.02.2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

61.     Silfratjörn 2                                                                                Mál nr. BN054693

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna nýja lóð, samanber meðfylgjandi uppdrátt dags. 14.05.2018.

Ný lóð Silfratjörn 2 (staðgr. 5.052.601, landeignarnr. L226870).

Lóðin er stofnuð með því að taka 6885 m² úr óútvísaða landinu (landeignarnr. 2212447).

Lóðin Silfratjörn 2 (staðgr. 5.052.601, landeignarnr. L226870) verður 6885 m².

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 27.09.2017, samþykkt í borgarráði þann 05.10.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 19.02.2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

Fyrirspurnir

62.     Baldursgata 13                                 (01.184.511) 102116        Mál nr. BN054653

Haagensen ehf., Njálsgötu 13b, 101 Reykjavík

Spurt er hvort eign 0001 fáist samþykkt í húsi á lóð nr. 13 við Baldursgötu.

Erindi fylgir þinglýst eignaskiptayfirlýsing dags. 20. júní 2006.

Frestað.

Fyrirspyrjandi óski eftir íbúaskoðun og vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12:00

Harri Ormarsson

Óskar Torfi Þorvaldsson

Sigrún Reynisdóttir

Sigríður Maack

Jón Hafberg Björnsson

Harpa Cilia Ingólfsdóttir

Olga Hrund Sverrisdóttir