Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 227

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2010, miðvikudaginn 8. desember kl. 9.10, var haldinn 227. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Sverrir Bollason, Júlíus Vífill Ingvarsson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Marta Grettisdóttir.
Auk þess gerði eftirtalin embættismaður grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 3. desember 2010.

Gísli Marteinn Baldursson tók sæti á fundinum kl. 9:15 þá var verið að kynna Háskóla Íslands byggingarlóðir mál nr. 8 á fundinum

2. Nýr Landspítali við Hringbraut, breyting á deiliskipulag(01.19) Mál nr. SN100329
Nýr Landspítali ohf, Snorrabraut 60, 101 Reykjavík
SPITAL ehf, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 26. nóvember 2010 var lögð fram umsókn Spital ehf. f.h. Nýs Landspítala ohf. dags. 13. september 2010 um vinnslu deiliskipulags Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Einnig lagt fram bréf framkvæmdastjóra Nýs Landspítala ohf. dags. 10. september 2010. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju. Einnig er lagt fram bréf Einars Eiríkssonar dags. 30. nóvember 2010 fh. samstöðuhópsins Verjum hverfið ásamt undirskriftarlista 114 íbúa við Barnósstíg að austan, Njarðargötu að vestan, Sóleyjargötu, Smáragötu, Laufásvegi og Bergstaðastræti.
Hrólfur Jónsson sviðsstjóri og Guðfinna Guðmundsdóttir lögfræðingur á Framkvæmda- og eignasviði kynntu.

3. Borgartúnsreitur vestur, deiliskipulag staðgreinireitur 1.216(01.216)Mál nr. SN090424
Lögð fram tillaga Vinnustofunnar Þverá að deiliskipulagi Borgartúnsreits vestur samkvæmt uppdrætti dags. 30. nóvember 2010. Í tillögunni felst að byggingarmagn er aukið á reitnum, einkum meðfram Guðrúnartúni/Sætúni, þar sem gert verður ráð fyrir blandaðri byggð. Gert er ráð fyrir bílageymslum neðanjarðar og fækkun bílastæða ofanjarðar. Innan reitsins verður opinn garður.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Vísað til borgarráðs.

4. Háskóli Íslands, deiliskipulag vestan Suðurgötu, Árnastofnun (01.6)Mál nr. SN080717
Háskóli Íslands, Suðurgötu, 101 Reykjavík
Lögð er fram að nýju umsókn Háskóla Íslands dags. 25. nóvember 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands vestan Suðurgötu. Í breytingunni felst að á reit A3 verður byggingarmagn aukið, nýtingarhlutfall á lóð hækkað og hámarkshæð byggingar aukin auk þess sem gert er ráð fyrir þakgarði á húsinu samkvæmt uppdrætti Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 15. nóvember 2008. Tillagan var áður auglýst frá 19. desember 2008 til og með 5. febrúar 2009. Athugasemd barst frá: Kristínu Björgu Helgadóttur dags. 5. febrúar 2009 f.h. húsfélagsins að Birkimel 8, 8A og 8B. Einnig eru lögð fram bréf fulltrúa Háskóla Íslands, Félagsstofnun stúdenta og Þjóðminjasafns Íslands dags. 17. febrúar 2009, bréf Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga dags. 2. febrúar 2009, umsögn skipulagsstjóra dags. 27. febrúar 2009, umsögn umhverfis- og samgöngusviðs dags. 26. febrúar 2009 ásamt bréfi Háskóla Íslands dags. 10. mars 2009 með drögum af samgöngustefnu HÍ.

Samþykkt að endurauglýsa framlagða tillögu
Vísað til borgarráðs.

Jafnframt er samþykkt að upplýsa þá aðila sem áður gerðu athugasemdir við tillöguna, um endurauglýsinguna. Embætti skipulagsstjóra er einnig falið að upplýsa þá um þær forsendur sem liggja að baki fjölda bílastæða á lóðinni og um möguleg mótvægisúrræði.

Skipulagsráð lagði fram eftirfarandi bókun:
#GLSkipulagsráð leggur áherslu á að samstarf Reykjavíkurborgar við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík varðandi mótun samgöngustefnu hefjist í byrjun 2011 í samræmi við starfsáætlun umhverfis-og samgöngusviðs Reykjavíkur.#GL

Júlíus Vífill Ingvarsson sat hjá við afgreiðslu málsins og óskaði bókað:
#GLSamþykkt að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirövrum um endanlega afstöðu.#GL

(B) Byggingarmál

5. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN042395
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 615 frá 7. desember 2010.

6. Drafnarstígur 7, reyndarteikning bílskúr (01.134.213) Mál nr. BN042192
Óskar Björgvinsson, Drafnarstígur 7, 101 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. október 2010 þar sem sótt er um samþykki á reyndarteikningu af bílskúr sem skv. Þjóðskrá Íslands var byggður 1936 á lóð nr. 7 við Drafnarstíg. Kynning stóð yfir frá 1. nóvember 2010 til og með 26. nóvember 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Guðmundur Kristjánsson f.h. Fasteignafélagsins B-16 dags. 19. nóvember 2010.
Frestað.

(C) Fyrirspurnir

7. Reykjavíkurflugvöllur, Flugfélag Íslands, (fsp) úrbætur (01.6) Mál nr. SN100428
Flugfélag Íslands ehf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Árna Gunnarssonar framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands dags. 25. nóvember 2010 varðandi úrbætur á aðstöðu Flugfélags Ísland á Reykjavíkurflugvelli samkvæmt tillögum dags. í nóvember 2010.
Frestað.
(D) Ýmis mál

8. Háskóli Íslands, byggingarlóðir (01.6) Mál nr. SN100427
Skipulag háskólasvæðisins og nágrenni kynnt
Kynnt.

9. Grettisgata 62, málskot (01.190.1) Mál nr. SN100426
Gunnlaugur Björn Jónsson, Aðalstræti 77a, 450 Patreksfjörður
Á fundi skipulagsstjóra 26. nóvember 2010 var lagt fram málskot Gunnlaugs Björns Jónssonar dags. 24. nóvember 2010 varðandi neikvæða afgreiðslu fyrirspurnar á afgreiðslufundi skipulagsstjóra frá 9. nóvember 2010 um að byggja við húsið nr. 62 við Grettisgötu til vesturs, hækka um eina hæð og að innrétta nýja íbúð á þriðju hæð og breyta jarðhæð í íbúð. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 1. desember 2010.
Frestað.

10. Melgerði 1, lóðarstækkun (01.814.0) Mál nr. SN100270
Halla Arnardóttir, Melgerði 1, 108 Reykjavík
Magnús Albert Jensson, Langagerði 88, 108 Reykjavík
Á afgreiðslufundi skipulagsstjóra 12. nóvember 2010 var lögð fram umsókn Magnúsar Jenssonar dags. 16. júlí 2010 um stækkun lóðar nr. 1 við Melgerði samkvæmt uppdrætti dags. 27. september 2010. Kynning stóð yfir frá 27. október 2010 til og með 10. nóvember 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Guðríður Þorvaldsdóttir dags. 2. nóvember, undirskriftalisti 11 íbúa að Búðagerði 4, 8 og 10 ásamt Byggðarenda 15 og Jón Þorsteinsson dags. 8. nóvember 2010.
Frestað.

11. Skólavörðustígur 23, bréf lóðarhafa (01.182.243) Mál nr. BN042356
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. nóvember 2010 ásamt bréfi lóðarhafa dags. 15. nóvember 2010.
Frestað

12. Sæbraut, upplýsingarskilti Mál nr. SN100416
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 23. nóvember 2010 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsstjóra varðandi erindi Landforms ehf. f.h. Ferðafélags íslands dags. 19. nóvember 2010 um leyfi fyrir uppsetningu á upplýsingarskilti við Sæbraut á móts við Faxagötu og Kalkofnsveg.
Frestað.

13. Ný götuheiti, Túnahverfi Mál nr. SR090003
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram orðsending borgarstjóra dags. 2. desember 2010 ásamt bréfi Húsfélagsins Skúlatúni 2 dags. 29. nóvember 2010 varðandi breytingar á götunöfnum í Túnahverfi.

14. Njarðargata 25, kæra, umsögn (01.186.5) Mál nr. SN100277
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 22. júlí 2010 ásamt kæru dags. 18. júní 2010 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi vegna Njarðargötu 25 sem samþykkt var í skipulagsráði 12. maí 2010. Einnig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 3. desember 2010.

Fundi slitið kl. 12.15.

Páll Hjalti Hjaltason

Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Sverrir Bollason Júlíus Vífill Ingvarsson
Gísli Marteinn Baldursson Jórunn Ósk Frímannsd Jensen

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2010, þriðjudaginn 7. desember kl. 10.32 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 615. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Þórður Búason, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Almannadalur 25-29 (05.865.201) 208504 Mál nr. BN042313
Steinunn Þórisdóttir, Þingás 33, 110 Reykjavík
Björn S Jónsson, Þingás 33, 110 Reykjavík
Sigurður Árni Sigurðsson, Hofsvallagata 60, 107 Reykjavík
Hestamannafélagið Fákur, Vatnsendav Víðivöllum, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta upp í þrjú hólf loftunargerði fyrir hesthúsið nr. 27 sbr. BN036589 á lóð nr. 25-29 við Almannadal.
Samþykki frá eigendum á teikningu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

2. Baldursgata 3 (01.185.206) 102160 Mál nr. BN037850
Jón Eiríkur Guðmundsson, Njálsgata 49, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningum vegna eignaskipta, þar sem gerð er grein fyrir óleyfisbyggingu út fyrir lóð, þremur íbúðum í Mhl.01 og tveimur íbúðum í Mhl.02 á lóðinni nr. 3 við Baldursgötu.
Málinu fylgja fjögur þinglýst afsöl, a) vegna kjallaraíbúðar næst götu, dags. 20. júlí 1978, b) vegna 2. herbergja íbúðar á baklóð dags. 28. desember 2000, c) vegna 3. herbergja íbúðar á aðalhæð dags. 21. október 1987 og c) vegna íbúðar 02-0101 dags. 1. febrúar 2002.
Gjald kr. 7.300 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Bankastræti 2 (01.170.101) 101328 Mál nr. BN042374
Minjavernd hf, Pósthólf 1358, 121 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum, sem sýna breytt fyrirkomulag innréttinga, sbr. erindi BN037178, í veitingahúsi á lóð nr. 2 við Bankastræti.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

4. Borgartún 3 (01.216.202) 102754 Mál nr. BN042336
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss, innrétta á 1. hæð þrjár einingar og til að innrétta á 2. hæð þrjár einingar í skrifstofuhúsi á lóð nr. 3 við Borgartún.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts og skýringarteikningar af öllum hæðum ódags.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN042394
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 7-16 hæða hótel, bygging S2 í deiliskipulagi, með 342 herbergjum ásamt 4. áfanga bílakjallara á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Stærðir: Kjallari -2, tæknirými 162 ferm., kjallari -1, geymslur 1430,6 ferm., kjallari, geymslur 1.412 ferm., 1. hæð móttaka 1.372 ferm., 2. hæð herbergi 1.426,4 ferm., 3. -7. hæð herbergi 1.232,9 ferm., 8. - 16. hæð herbergi 574,2 ferm., 17. hæð tæknirými 64,4 ferm.
Samtals 17.200,1 ferm., 61.740 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 4.753.980
Frestað.
Milli funda.

6. Brúnavegur 13 (01.351.001) 104174 Mál nr. BN042393
Hrafnista,dvalarheim aldraðra, Laugarási, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka aðkomuanddyri á 1. og 2. hæð B álmu og koma þar fyrir lyftu á milli og smávægilegum breytingum innan anddyris í Dvalarheimilinu Hrafnistu á lóð nr. 13 við Brúnaveg.
Stækkun: 84.5 ferm., 298,08 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 22.952
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Depluhólar 9 (04.641.709) 111904 Mál nr. BN042258
Björk Vilhelmsdóttir, Depluhólar 9, 111 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi BN000893 dags. 29.6. 1989 sbr. fyrirspurn. BN036106 dags. 10.7. 2007 sem fjallar um að innrétta þvottahús, geymslu og sjónvarpsherbergi og setja tvo glugga og útihurð á útgrafin kjallararými einbýlishúss á lóð nr. 9 við Depluhóla.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 9. september 2010.
Stækkun kjallari 103,3 ferm., 248 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Lagfæra skráningu.

8. Faxaskjól (01.533.401) 106217 Mál nr. BN042372
Nova ehf, Lágmúla 9, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að staðsetja tvö farsímaloftnet og eitt örbylgjuloftnet efst á skorsteini og tilheyrandi tækni- og varaaflsbúnað í töfluherbergi í skolpdælustöðinni við Faxaskjól.
Meðfylgjandi er samþykki fulltrúa OR dags. 29.10. 2010
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

9. Fossaleynir 1 (02.456.101) 190899 Mál nr. BN042389
Kvikmyndahöllin ehf, Austurstræti 11, 101 Reykjavík
R-Höllin ehf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum eftir verklok sbr. samþykkt erindi BN041778 með breytingadagsetningu 1. nóv. 2010 Egilshallarinnar 4. áfanga mhl. 03 á lóð nr. 1 við Fossaleyni.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 25.11. 2010
Gjald kr. 7.7000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

10. Freyjugata 34 (01.196.004) 102632 Mál nr. BN042375
Hervör Alma Árnadóttir, Freyjugata 34, 101 Reykjavík
Sótt erum leyfi til að endurnýja byggingarleyfi BN029085 dags. 12. maí 2004 og sem var endurnýjað BN038982 dags. 21. okt. 2008 sem var um að setja nýjar svalir á suðvesturhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 34 við Freyjugötu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

11. Hafnarstræti 1-3 (01.140.005) 100817 Mál nr. BN042037
BS10 ehf, Þangbakka 8, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss á 1. hæð, í veitingasal á 2. hæð, í kjallara, koma fyrir nýrri sorpgeymslu á lóð og á útblástursröri frá háfi á 1. hæð í veitingahúsi í flokki III, mhl. 02 á lóð nr. 1-3 við Hafnarstræti.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 24. september 2010. Einnig umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 13.okt. 2010 og Minjasafns Reykjavíkur dags. 14. okt. 2010, einnig tölvupóstur arkitekts og Húsafriðunarnefndar dags. 3.11. 2010 og einnig frá Minjasafni Rvk. dags. 5.11. 2010
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

12. Hafnarstræti 20/Læk5 (01.140.302) 100836 Mál nr. BN042314
Landsbankinn fasteignafélag ehf, Austurstræti 16, 155 Reykjavík
Guðmundur Ingi Hauksson, Hrauntunga 46, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til minni háttar breytinga á innra fyrirkomulagi í veitingahúsi á 4. hæð og til að flytja starfsmannaaðstöðu frá 2. á 3. hæð í atvinnuhúsinu á lóðinni Hafnarstræti 20/Lækjartorg5.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

13. Haukdælabraut 112-114 (05.113.506) 215416 Mál nr. BN042391
Pálmar ehf, Bleikjukvísl 12, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt parhús með innbyggðri bílgeymslu á einni hæð með kjallara undir hluta húss nr. 114 á lóð nr. 112-114 við Haukdælabraut.
Hús nr. 112, mhl.01: Íbúð 153,3 ferm., bílgeymsla 34,5 ferm. Samtals mhl. 01: 187,8 ferm., 712,7 rúmm.
Hús nr. 114, mhl.02: Kjallari íbúð 82,9 ferm., 1. hæð íbúð 110,5 ferm., bílgeymsla 27,6 ferm.
Samtals mhl.02: 221 ferm., 754,4 rúmm.
Haukdælabraut 112-114: 408,8 ferm., 1467,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 112.967
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Heiðargerði 98 (01.802.218) 107683 Mál nr. BN042215
Birgitta Guðrún S Ásgrímsdóttir, Heiðargerði 98, 108 Reykjavík
Alexander Schepsky, Heiðargerði 98, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka þak um 500 mm, koma fyrir anddyri og byggja steinsteyptan bílskúr á lóð nr. 98 við Heiðargerði.
Erindi fylgir fsp. BN041221.
Stækkun: 15,0 ferm., 42,7 rúmm.
Stærð bílskúrs: 28,1 ferm., 82,0 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 3.370
Frestað.
Enn vantar umsóknareyðublað vegna deiliskipulagsbreytinga sbr. fyrri bókun.

15. Kirkjuteigur 24 (01.363.001) 104598 Mál nr. BN042085
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum af áður samþykktu erindi BN041904 samþykkt 17. ágúst 2010 þar sem nauðsynlegt var að færa stofur K-8B9 og K-91 til suðaustur og minnka rífanlegan tengigang við Laugarnesskóla á lóð nr. 24 við Kirkjuteig.
Minnkun tengigangs er: 5 ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vantar stærðarbreytingu.

16. Klettháls 13 (04.346.701) 188543 Mál nr. BN042343
Íslandsbanki fjármögnun, Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík
Bergey - fasteignafélag ehf, Nýbýlavegi 2-8, 200 Kópavogur
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem gerð er grein fyrir millilofti/kerfisgeymslulofti, nýjum milliveggjum sem skipta rými 0101 í tvennt, ásamt öðrum smávægilegum breytingum innanhúss, einnig að óleyfisgeymslugámar að austan og vestan verði farlægðir af lóð atvinnuhússins á lóð nr. 13 við Klettháls.
Bréf frá fundi sem haldinn var vegna millilofts og sprinklerlagna dags. 12. nóv. 2010. og bréf frá hönnuði dags. 1. des. 2010 fylgir.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits og heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

17. Kúrland 27 (01.861.401) 108796 Mál nr. BN042249
Kristján M Baldursson, Kúrland 27, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi áður gerðum breytingum þar sem komið er fyrir heitum potti á trépalli baklóðar raðhússins nr. 27 á lóð nr. 23 - 29 við Kúrland.
Bréf frá eiganda dags. 24. okt. 2010.
Gjald kr. 7.700
Synjað.
Þar sem umbeðið samþykki meðeigenda hefur ekki borist.

18. Laugavegur 15 (01.171.112) 101378 Mál nr. BN042381
Menningar/framfarasj Ludv Storr, Laugavegi 15, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða götuhæð að Laugavegi með póleruðu graniti í svipuðum lit og steining er nú á húsi nr. 15 við Laugaveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Laugavegur 28 (01.172.206) 101461 Mál nr. BN042378
Reykjavík backpackers ehf, Laugavegi 28, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eldvarnamerkingum á nýsamþykktu erindi, sjá BN041481, í gistiskálanum á lóð nr. 28 við Laugaveg.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

20. Laugavegur 40A (01.172.222) 101477 Mál nr. BN042385
Jónína Sigríður Pálsdóttir, Laugavegur 40a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til lagfæringa á þakvirki, raflögnum, útloftun frá pizzaofni á 1. hæð, einangrun og loftaklæðningu eftir bruna 14.11. 2010 í húsi á lóð nr. 40A við Laugaveg.
Meðfylgjandi er skýrsla úttektarmanns byggingarfulltrúa af vettvangsskoðun, sem framkvæmd var strax eftir bruna dags. 14.11. 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

21. Njálsgata 26 (01.190.201) 102404 Mál nr. BN041597
Sigurður Páll Sigurðsson, Jórusel 6, 109 Reykjavík
Hulda Ingibjörg Magnúsdóttir, Jórusel 6, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta Mhl. 02 úr vinnustofu í íbúð í húsi nr. 26 við Njálsgötu.
Erindi fylgir jákv. fsp. BN039441, dags. 3. mars 2009 og samþykki meðeigenda dags. 20 júní 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Norðlingabraut 5 (04.734.603) 198279 Mál nr. BN042072
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reisa stálmastur og staðsetja einangraðan stálgám á steyptum undirstöðum sem mælistöð fyrir loftgæðamælingar á lóð fyrir dælustöðvar Orkuveitu Reykjavíkur nr. 5 við Norðlingabraut.
Veitt var stöðuleyfi til eins árs þ. 13.8. 2009 sbr. BN040259.
Stærðir: 7,3 ferm., 16 rúmm.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Til eins árs.

23. Ofanleiti 2 (01.743.101) 107427 Mál nr. BN042334
SVÍV ses, Kringlunni 7, 103 Reykjavík
Verzlunarskóli Íslands, Ofanleiti 1, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta bókasafni og fylgirýmum á 2. hæð í skrifstofur í mhl. 01 Verslunarskóla Íslands á lóð nr. 2 við Ofanleiti.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

24. Rauðagerði 42 (01.823.101) 108348 Mál nr. BN042324
Tryggvi Björn Davíðsson, Bretland, Fabienne Chantal Soule, Bretland, Sótt er um leyfi til að stækka svalir/pall á neðri hæð til suðurs og austurs ásamt því að gerð er grein fyrir ýmsum áður gerðum breytingum á einbýlishúsinu á lóð nr. 42 við Rauðagerði.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

25. Skólavörðustígur 42 (01.181.417) 210269 Mál nr. BN042329
R. Guðmundsson ehf, Pósthólf 1143, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga frá nýsamþykktu erindi, BN041529, þar sem stækkun verslunar á 1. hæð og byggingu tengigangs á 2. hæð er frestað og breytt er innra fyrirkomulagi og eldvarnarmerkingum á 2. og 3. hæð í gistiheimili á lóð nr. 42 við Skólavörðustíg.
1. hæð minnkar um 16,2 ferm., 57 rúmm.
2. hæð minnkar um 55,8 ferm., 215,7 rúmm.
Samtals: 72 ferm., 272,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

26. Starhagi 11 (01.555.306) 172828 Mál nr. BN042387
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera glugga 100x100 cm með opnanlegu fagi á austurhlið hússins á lóð nr. 11 við Starhaga.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

27. Suðurgata 100 (01.553.117) 106537 Mál nr. BN042388
Ingólfur Gissurarson, Suðurgata 100, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka þak og byggja kvisti, sbr. fyrirspurn BN042142 ásamt umsögn skipulags dags 22.10. 2010, á einbýlishús á lóð nr. 100 við Suðurgötu.
Stækkun: 1. hæð xx ferm., 2. hæð xx ferm., bílskúr xx ferm.
samtals stækkun xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagstjóra dags. 22. október 2010 og athugasemda á umsóknarblaði.

28. Suðurgata 29 (01.142.203) 100929 Mál nr. BN042379
Kristinn Johnsen, Suðurgata 29, 101 Reykjavík
Herdís Dögg Sigurðardóttir, Suðurgata 29, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir svölum og hurð út frá stofu á svalir á austurhlið og að grafa frá húsinu og koma fyrir hurð úr kjallara út í garð á austarhlið einbýlishússins á lóð nr. 29 við Suðurgötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Sundlaugavegur 37 (01.347.108) 104103 Mál nr. BN042373
Arion banki hf, Borgartúni 19, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningum, þar sem gerð er grein fyrir þegar gerðum breytingum, m. a. göngubrú yfir á þaksvalir yfir bílskúr og byggingu anddyris við íbúð 0202 í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 37 við Sundlaugaveg.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

30. Sævarhöfði 2-2A (04.054.501) 110556 Mál nr. BN042127
Fasteignafélagið Sævarhöfði ehf, Sævarhöfða 2, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eldvarnarmerkingu á áður samþykktum uppdráttum sbr. erindi BN038599 dags. 24. ágúst 2010 í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 2-2A við Sævarhöfða.
Skýrsla Brunahönnuðar fylgir dags. 30. apríl 2005 og endurskoðað 12. júlí 2010
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

31. Templarasund 3 (01.141.210) 100901 Mál nr. BN042222
Kirkjuhvoll sf, Kirkjutorgi 4, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta hárgreiðslustofu í kaffihús í flokki I í húsi á lóð nr. 3 við Templarasund.
Jákvæð fyrirspurn BN041993 dags. 21. sept. 2010 fylgir.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 31. okt. 2010 fylgir einnig sem og tölvupóstur frá Samúel Guðmundssyni dags. 8. nóv. 2010. Einnig fylgja umsagnir Húsafriðunarnefndar dags. 12.10. 2010, Sveinbjörns Hinrikssonar dags. 16.11. 2010 og Minjasafns Reykjavíkur dags. 16.11. 2010.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

32. Torfufell 21-35 (04.686.101) 112342 Mál nr. BN042392
Torfufell 21-23,húsfélag, Torfufelli 21-23, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða allar hliðar með sléttri og báraðri álklæðningu á álgrind, ekki verður einangrað undir klæðningu í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 25-35 við Torfufell.
Fundargerð húsfélagsins Torfufelli 21-25 dags. 15. sept. 2010 óundirrituð og bréf frá hönnuði dags. 28. nóv. 2010 fylgir.
Stærðir svalaskýla samtals: 135,6 ferm., 362,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 27.936
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Vatnagarðar 6 (01.337.702) 103913 Mál nr. BN042287
SP Fjármögnun hf, Sigtúni 42, 105 Reykjavík
Yndisauki ehf, Vatnagörðum 6, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta 2. hæð til matvælaframleiðslu, veislu- og veitingaþjónustu í fl. II í iðnaðarhúsi á lóð nr. 6 við Vatnagarða.
Meðfylgjandi er bréf frkvstj. Yndisauka dags.3.11. 201. Í símaviðtali 7.12. 2010 við framkvæmdastjórann kom fram að þeim möguleika sé haldið opnum að veitinga sé neitt á staðnum til kl. 2300. Hámarksfjöldi gesta er 15.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

34. Vesturberg 46-54 (04.666.203) 112085 Mál nr. BN042333
Vesturberg 8,10,26,28,30,húsfél, Vesturbergi 26, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða útveggi suður, austur og norður með sléttri álklæðningu með undirkerfi úr áli og endurnýja suma glugga í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 46 - 54 við Vesturberg.
Fundagerð Húsfélagsins Vesturbergi 46-54 dags. 30. sept. 2010 fylgir sem og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 15. nóv. 2010.
Gjald kr. 7.700 kr
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

35. Þingholtsstræti 2-4 (01.170.205) 101333 Mál nr. BN042165
Íslenska eignafélagið ehf, Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa bakhús við Skólastræti 1 og byggja viðbyggingu við Þingholtsstræti 2-4, milli þess og Skólastrætis 1, steinsteypt íbúðahótel með 20 íbúðareiningum, þrjár hæðir og kjallara á sameinaðri lóð nr 2-4 við Þingholtsstræti.
Erindi fylgir brunahönnun, forhönnun frá VSI dags. 7. október 2010 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 22. október 2010 og umsögn skipulagsstjóra dags. 20. október 2010.
Niðurrif: Mhl. 02 fastanr. 200-4340 merkt 0101 trésmiðja 197,5 ferm.
Nýbygging: Kjallari, 1. 2. og 3. hæð eru allar 191,9 ferm., 4. hæð 9,9 ferm.
Samtals viðbygging: 777,5 ferm., 2.378 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 183.106
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

36. Ferjuvogur 2 - Gnoðarvogur 43 (00.000.000) 105399 Mál nr. BN042398
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðarinnar Ferjuvogur 2, Gnoðarvogur 43 eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti Landupplýsingadeildar dags. 1. des. 2010. Breytingin í megindráttum er að lóðinni er skipt upp í tvær lóðir. Breytingin fellst nánar í því að fyrst er 38 m2 teknir af lóðinni og lagðir við lóðina Karfavog 26-28 (sem þegar hefur fengið þessa stækkun), síðan er 6 m2 bætt við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), og þá er allri lóðinni skipt í tvær lóðir, Ferjuvogur 2 (landnr. 105399, staðgreinir 1.440.101) sem verður 11248 m2 og í Gnoðarvog 43, ný lóð (landnr. 219761, staðgreinir 1.440.301) sem verður 13389 m2. Samanber samþykkt borgarráðs um deiliskipulagsbreytingu, dagsett 30. sept. 2004 og auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda, dagsett 20. okt. 2004. Samanber samþykkt borgarráðs, dagsett 4. júní 2009, og auglýsingu um gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar, sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda þann 16. sept. 2009.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðamarkabreyting tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.

37. Meistari - málarameistari Mál nr. BN042406
Þór Jónsson, Laugarnesvegur 86, 105 Reykjavík
Ofanritaður sækir um staðbundin réttindi sem málarameistari í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til bréfs Umhverfisráðuneytisins dags. 25. nóvember 2005.

38. Meistari - málarameistari Mál nr. BN042407
Ágúst Mars Valgeirsson, Vesturberg 84, 111 Reykjavík
Ofanritaður sækir um staðbundin réttindi sem málarameistari í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til bréfs Umhverfisráðuneytisins dags. 25. nóvember 2005.

Fyrirspurnir

39. Baldursgata 16 (01.186.202) 102231 Mál nr. BN042390
Emiliano Monaco, Ítalía, Spurt er hvort leyft yrði að byggja svalir og stækka glugga í suðurhlið rishæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 16 við Baldursgötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

40. Bólstaðarhlíð 52-56 (01.272.201) 103608 Mál nr. BN042408
Bólstaðarhlíð 52,54,56,húsfélag, Bólstaðarhlíð 52, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að klæða með málmklæðningu eða plastklæðningu úr sléttum plötum og einangra suðurgafl fjölbýlishússins á lóð nr. 52-56 við Bólstaðarhlíð.
Bréf frá Almenna verkfræðistofunni dags. 6. des. 2010.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
Velja skal slétta klæðningu sem hæfir húsinu. Plast er vart við hæfi.

41. Háteigsvegur 7 (01.244.302) 103192 Mál nr. BN042386
Catch the Fire Reykjavík, Háteigsvegi 7, 105 Reykjavík
Spurt er hvort endurskoða megi neikvætt svar við fyrirspurn BN041248 dags. 30.3. 2010 um að innrétta húsnæði fyrir Catch the fire Reykjavík í húsi á lóð nr. 7 við Háteigsveg.
Meðfylgjandi er orðsending borgarstjóra dags. 31.8. 2010, bréf Harra Ormarssonar hdl. dags. 31.8. 2010 og bréf safnaðarins dags. 24.11. 2010
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

42. Jöklafold 4 (02.857.202) 110116 Mál nr. BN042352
Haukur Sölvason, Jöklafold 4, 112 Reykjavík
Spurt er hvort óuppfyllt rými í kjallara undir bílskúr fáist skráð sem notarými, en þannig hefur það verið frá upphafi í einbýlishúsinu á lóð nr. 4 við Jöklafold.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

43. Kjartansgata 8 (01.247.404) 103375 Mál nr. BN042396
Sólveig Lísa Tryggvadóttir, Kópavogstún 8, 200 Kópavogur
Kjartan Jónsson, Kjartansgata 8, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að taka úr svölum 1. hæðar og koma fyrir tröppum niður í garð fjölbýlishússins á lóð nr. 8 við Kjartansgötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

44. Þingholtsstræti 3-5 (01.170.303) 206266 Mál nr. BN042380
Eik fasteignafélag hf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir heitum potti með léttu skýli yfir úr gleri og stáli á svölum á bakhlið 1. hæðar hótelsins á lóð nr. 3-5 við Þingholtsstræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 3. desember 2010 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi, þar með talin þau sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra, sækja verður um byggingarleyfi.

Fundi slitið kl. 11.45.

Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir Jón Hafberg Björnsson
Þórður Búason Guðfinna Ósk Erlingsdóttir
Eva Geirsdóttir