Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 226

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2010, miðvikudaginn 1. desember kl. 09:05, var haldinn 226. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Björn Axelsson, Margrét Þormar, Lilja Grétarsdóttir og Björn Ingi Eðvaldsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 26. nóvember 2010.

2. Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, (04.4) Mál nr. SN080048
deiliskipulag athafnasvæðis Fisfélagsins
Fisfélag Reykjavíkur, Pósthólf 8702, 128 Reykjavík
Lögð fram umsókn Fisfélags Reykjavíkur dags. 18. janúar 2008 um deiliskipulag athafnasvæðis Fisfélagsins á Hólmsheiði skv. uppdrætti Skapa og Skerpa arkitekta dags. 6. mars 2009. Í tillögunni er gert ráð fyrir tímabundinni afmörkun svæðis fyrir starfsemi Fisfélags Reykjavíkur. Um er að ræða þrískipt svæði, flugbrautir og æfingaaðstaða fyrir vélknúin fis, svæði fyrir bílastæði og flugskýli og svæði fyrir félagsheimili og útivist. Samhljóða tillaga var áður auglýst frá 13. febrúar 2008 til og með 28. mars 2008. Einnig er lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dags. 16. júní 2008, eldri athugasemdir vegna fyrri auglýsingar: Orkuveita Reykjavíkur dags. 30. janúar, Fjáreigendafélag Reykjavíkur dags. 17. mars, hestamannafélagið Fákur dags. 25. mars, Flugmálastjórn Íslands dags. 26. mars, Lögmál f.h. Græðis dags. 26. mars og Þórir Einarsson Skaftahlíð 38 dags. 27. mars 2008. Einnig lögð fram umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 15. apríl 2008, bréf Skipulagsstofnunar dags. 6. ágúst 2008, umsagnir Flugmálastjórnar Íslands dags. 29. júlí og 23. október 2008. Jafnframt eru lagðar fram athugasemdir sem bárust við auglýsingu sem stóð yfir frá 8. maí 2009 til og með 22. júní 2009. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Orkuveita Reykjavíkur dags. 8. maí, Sigurjón Fjeldsted og Ragnheiður Fjeldsted dags 7. júní, Lögmál f.h. Græðis félags landeigenda dags. 19. júní, Árni Ingason dags. 19. júní, Þórir Einarsson dags. 21. júní, Kristín Harðardóttir og Hörður Jónsson dags 25. júní, Þóri J. Einarssyni og Guðbjarna Eggertssyni hdl. dags. 2. júlí 2009 og Helga Kristjánsdóttir, f.h. 4 landeigenda dags. 6. júlí 2009. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 17. ágúst 2009. Á fundi skipulagsstjóra þann 3. september 2010 var samþykkt að endurbirta auglýsingu og í framhaldi að framlengja frest til að gera athugasemdir til og með 22. október 2010. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Vignir Bjarnason dags. 10. september 2010, Kristín Harðardóttir f.h Harðar Jónssonar dags. 16. október 2010, Kristín Björg Kristjánsdóttir f.h. landeigenda við Mýrarskyggni, dags. 22. október, Þórir Einarsson f.h. eiganda lands númer 113435 dags. 22. október 2010 og Landeigendafélagið Græðir dags. 20. október 2010. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 19. nóvember 2010.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.

Júlíus Vífill Ingvarsson tók sæti á fundinum kl. 9:10

3. Borgartúnsreitur vestur, (01.216) Mál nr. SN090424
deiliskipulag staðgreinireitur 1.216
Lögð fram tillaga Vinnustofunnar Þverá að deiliskipulagi Borgartúnsreits vestur samkvæmt uppdrætti dags. 21. apríl 2010.
Frestað.

4. Háskóli Íslands, deiliskipulag vestan Suðurgötu, Árnastofnun (01.6)Mál nr. SN080717
Háskóli Íslands, Suðurgötu, 101 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu lögð fram að nýju umsókn Háskóla Íslands dags. 25. nóvember 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands vestan Suðurgötu. Í breytingunni felst að á reit A3 verður hámarksbyggingarmagn aukið, nýtingarhlutfall á lóð hækkað og hámarkshæð byggingar aukin auk þess sem gert er ráð fyrir þakgarði á húsið með tilheyrandi útgangi samkv. meðfylgjandi uppdrætti Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 15. nóvember 2008. Tillagan var auglýst frá 19. desember 2008 til og með 5. febrúar 2009. Athugasemd barst frá: Kristínu Björg Helgadóttur dags. 5. febrúar 2009 f.h. húsfélagsins að Birkimel 8, 8A og 8B. Einnig er lagt fram bréf fulltrúa Háskóla Íslands, Félagsstofnun stúdenta og Þjóðminjasafns Íslands dags. 17. febrúar 2009 þar sem fram kemur samþykki ofantalda aðila við auglýsta breytingu á deiliskipulagi og bréf Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga dags. 2. febrúar 2009. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra vesturbæjar og umhverfis- og samgöngusviðs vegna athugasemda um umferðarmál og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 27. febrúar 2009 og umsögn umhverfis- og samgöngusviðs dags. 26. febrúar 2009. jafnframt er lagt fram bréf Háskóla Íslands dags. 10. mars 2009 ásamt drögum af samgöngustefnu HÍ vegna bílastæðamála og fleira.
Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt kynnti.
Frestað

5. Selásskóli, Selásbraut 109, (04.388.6) Mál nr. SN100408
breyting á deiliskipulagi vegna boltagerðis
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lögð fram umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur, dags. 18. nóvember 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Suður-Selás vegna lóðarinnar nr. 109 við Selásbraut. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir boltagerði við Selásskóla samkvæmt uppdrætti dags. 17. nóvember 2010.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Jafnframt var samþykkt að senda hagsmunaðilum á svæðinu bréf þar sem vakin er athygli á auglýsingunni.

6. Suður Selás og Norðlingaholt, deiliskipulagi ° Mál nr. SN100421
Umhverfis- og samgöngusvið Reyk, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram erindi Umhverfis- og Samgöngusviðs dags. 25. nóvember 2010 ásamt tillögu dags. s.d. að deiliskipulagi vegna göngutengingar milli suður Seláss og Norðlingaholts.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Jafnframt var samþykkt að senda hagsmunaðilum á svæðinu bréf þar sem vakin er athygli á auglýsingunni.

7. Suður Selás, breyting á deiliskipulagi (04.3) Mál nr. SN100422
Lagður fram uppdráttur Skipulags- og byggingarsviðs dags 23. nóvember 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Suður-Seláss. Í breytingunni felst að afmörkun deiliskipulagsins er breytt til austurs vegna nýs deiliskipulags milli Suður Seláss og Norðlingaholts.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Jafnframt var samþykkt að senda hagsmunaðilum á svæðinu bréf þar sem vakin er athygli á auglýsingunni.

8. Norðlingaholt, breyting á deiliskipulagi (04.79) Mál nr. SN100423
Lagður fram uppdráttur Skipulags- og byggingarsviðs dags 23. nóvember 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts. Í breytingunni felst að afmörkun deiliskipulagsins er breytt til vesturs vegna nýs deiliskipulags milli Suður Seláss og Norðlingaholts.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Jafnframt var samþykkt að senda hagsmunaðilum á svæðinu bréf þar sem vakin er athygli á auglýsingunni.

(B) Byggingarmál

9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN042359
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 614 frá 30. nóvember 2010.

(C) Fyrirspurnir

10. Félag Múslima á Íslandi, (fsp) staðsetning Mosku Mál nr. SN100178
Lögð fram fyrirspurn Félags Múslima á Íslandi dags. 6. maí 2010 þar sem óskað er eftir viðræðum vegna staðsetningar á lóð fyrir Mosku í Reykjavík. Staðsetningar sem bent er á eru, svæði vestan Veðurstofu Íslands, á lóð Íslandsbanka við Kirkjusand og á lóð Sjómannaskólans við Háteigsveg. Einnig lagt fram bréf Einars Páls Tamimi hdl. f.h. Félags Múslima á Íslandi dags. 4. október 2010.
Frestað.

(D) Ýmis mál

11. Melgerði 1, lóðarstækkun (01.814.0) Mál nr. SN100270
Halla Arnardóttir, Melgerði 1, 108 Reykjavík
Magnús Albert Jensson, Langagerði 88, 108 Reykjavík
Á afgreiðslufundi skipulagsstjóra 12. nóvember 2010 var lögð fram umsókn Magnúsar Jenssonar dags. 16. júlí 2010 um stækkun lóðar nr. 1 við Melgerði samkvæmt uppdrætti dags. 27. september 2010. Kynning stóð yfir frá 27. október 2010 til og með 10. nóvember 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Guðríður Þorvaldsdóttir dags. 2. nóvember, undirskriftalisti 11 íbúa að Búðagerði 4, 8 og 10 ásamt Byggðarenda 15 og Jón Þorsteinsson dags. 8. nóvember 2010. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.
Frestað.

12. Menningarsetur Múslima á Íslandi, (fsp) lóð fyrir Mosku Mál nr. SN100368
Menningarsetur múslima á Ísland, Pósthólf 8166, 128 Reykjavík
Lagt fram bréf Menningarseturs Múslima á Íslandi móttekið 8. október 2010 varðandi lóð fyrir Mosku í Reykjavík. Einnig er lögð fram orðsending frá skrifstofu borgarstjóra dags. 21. október 2010 (R08090128) ásamt bréfi varaformanns Menningaseturs Múslima á Íslandi.
Frestað.
13. Skólavörðustígur 23, bréf lóðarhafa (01.182.243) Mál nr. BN042356
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. nóvember 2010 ásamt bréfi lóðarhafa dags. 15. nóvember 2010.
Frestað.

14. Reitur 1.172.1, Laugavegur-Vatnsstígur, (01.172.1) Mál nr. SN100378
breyting á deiliskipulagi vegna Laugavegur 33, 33a og 35 ásamt Vatnsstíg 4
Arkibúllan ehf, Tómasarhaga 31, 107 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 25. nóvember 2010 vegna samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.1 vegna Laugavegar 33, 33a, 35 og Vatnsstígs 4.

15. Klapparstígur 19, kæra (01.152.4) Mál nr. SN100418
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
JP Lögmenn ehf, Höfðatúni 2, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 24. nóvember 2010 ásamt kæru dags. 26. október 2010 þar sem kærð er synjun á beiðni um breytingu á deiliskipulagi Skúlagötureits vegna lóðarinnar nr. 19 við Klapparstíg.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

16. Krókháls 10, kæra, umsögn, úrskurður (04.324.2) Mál nr. SN100289
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 26. nóvember 2010 vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 4. mars 2008 um að veita byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi þriðju hæðar og á stigagangi á annarri hæð hússins að Krókhálsi 10 í Reykjavík.
Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 4. mars 2008 um að veita byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi þriðju hæðar og á stigagangi annarrar hæð hússins að Krókhálsi 10 í Reykjavík.




Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:00.

Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Kristín Soffía Jónsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Gísli Marteinn Baldursson Jórunn Ósk Frímannsd Jensen



Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2010, þriðjudaginn 30. nóvember kl. 10.00 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 614. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Bjarni Þór Jónsson, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Þórður Búason, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:


Nýjar/br. fasteignir

1. Ármúli 2 (01.290.401) 103756 Mál nr. BN042355
Skýrr ehf, Ármúla 2, 108 Reykjavík
Lýsing hf, Ármúla 3, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum frá áður samþykktu erindi BN035902 dags. 22. maí 2007, breytingar eru í mhl 2. 1. hæð á innra fyrirkomulagi í díselrafstöðvarrými í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 2 við Ármúla.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Bergstaðastræti 13 (01.180.309) 101720 Mál nr. BN042383
Guðmundur Már Ástþórsson, Þúfusel 2, 109 Reykjavík
Undirritaður fyrir hönd Mótamanna ehf., sækir hér með um takmarkað byggingarleyfi fyrir uppsteypu 2. hæðar nýbyggingu á lóðinni nr. 13 við Bergstaðstræti.
Frestað.
Milli funda.

3. Bergstaðastræti 40 (01.185.202) 102156 Mál nr. BN042358
Sveinn Þórisson, Mánagata 9, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja anddyri við kjallarainngang og útitröppur á 1. hæð við norðurgafl og sameina matshluta 01 og 02 í einn í íbúðarhúsi á lóð nr. 40 við Bergstaðastræti.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN042310
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta kaffihús í flokki II í rými 0113 í Höfðatúni 2 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Erindi fylgir samningur um samnýtingu á búningsaðstöðu og kaffistofu starfsfólks ódagsettur með gildistíma til 1. janúar 2015.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

5. Brattagata 5 (01.136.535) 100624 Mál nr. BN042368
Grétar Guðmundsson, Brattagata 3b, 101 Reykjavík
Ingunn Gísladóttir, Brattagata 3b, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu þar sem atvinnuhúsnæði í kjallara er breytt í íbúðarherbergi í húsi á lóð nr. 5 við Bröttugötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

6. Drafnarstígur 7 (01.134.213) 100339 Mál nr. BN042367
Hafsteinn Björgvinsson, Drafnarstígur 5a, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningu af kjallara einbýlishússins nr. 7A (mhl.02) á lóð nr. 7 við Drafnarstíg.
Stækkun kjallara: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Engjateigur 11 (01.367.301) 104712 Mál nr. BN042363
Engjateigur 11 hf, Engjateigi 11, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eldvarnarhönnun á 2. og 3. hæð í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 11 við Engjateig.
Gjald kr. 7.700 kr.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8. Flugvallarvegur 3-3A (01.751.201) 107467 Mál nr. BN042309
Keiluhöllin ehf, Pósthólf 8500, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir glugga á suðurhlið skrifstofuálmu og innrétta skrifstofur í stað sorpgeymslu sem verður komið fyrir í sorpgeymslu sem grafinn verður inn í landið við skammtímastæði í eigu atvinnuhúsnæðisins á lóð nr. 3-3A við Flugvallarveg.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

9. Geirsgata 5-5C (01.117.306) 100086 Mál nr. BN042137
Elísabet Jean Skúladóttir, Furubyggð 21, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að byggja glerskála með póstalausum svalalokunareiningum og tveim útgangshurðum, akronplasti á timbursperrum í þaki sbr. erindi BN039324 en sem er eins og erindi BN038905 sem samþykkt var 7.10. 2008 við veitingastað á lóð nr. 5 við Geirsgötu.
Meðfylgjandi er bréf hönnuðar dags. 1. okt. 2010 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 15. október 2010 sem og bréf Eldvarnarþjónustunnar dags. 19. nóv. 2010 og bréf hönnuðar dags. 22. nóv 2010.
Stærðir 24,7 ferm., 69,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700.- + 7.700 + 5.321
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

10. Grjótagata 4 (01.136.515) 100604 Mál nr. BN042275
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss, sbr. erindi BN041555 dags. 18.5. 2010, í kjallara húss á lóð nr. 4 við Grjótagötu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

11. Grundarstígur 4 (01.183.305) 101957 Mál nr. BN042348
Hleðsluhús ehf, Strandgötu 25, 220 Hafnarfjörður
Einar Ólafur Valdimarsson, Stakkahlíð 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta verslunarhúsnæði í íbúð og loka gati yfir í fyrrverandi sambyggða verslun á lóð nr. 2a á 1. hæð í húsi á lóð nr. 4 við Grundarstíg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Hafnarstræti 1-3 (01.140.005) 100817 Mál nr. BN042037
BS10 ehf, Þangbakka 8, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss á 1. hæð, í veitingasal á 2. hæð, í kjallara, koma fyrir nýrri sorpgeymslu á lóð og á útblástursröri frá háfi á 1. hæð í veitingahúsi í flokki II, mhl. 02 á lóð nr. 1-3 við Hafnarstræti.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 24. september 2010. Einnig umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 13.okt. 2010 og Minjasafns Reykjavíkur dags. 14. okt. 2010, einnig tölvupóstur arkitekts og Húsafriðunarnefndar dags. 3.11. 2010 og einnig frá Minjasafni Rvk. dags. 5.11. 2010
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

13. Hádegismóar 2 (04.412.301) 194768 Mál nr. BN042328
Klasi ehf, Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og innrétta tvær lokaðar skrifstofur á 2. hæð skrifstofuhússins á lóð nr. 2 við Hádegismóa.
Fallið verður frá erindi BN040517.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Hólmgarður 53 (01.819.115) 108254 Mál nr. BN042354
Oddný Jónasdóttir, Hólmgarður 53, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta bílskúrshluta, geymslu og húsbóndaherbergi í hluta af almennri íbúð á 1. hæð í húsi á lóð nr. 53 við Hólmgarð.
Gjald kr. 7.700
Synjað.
Samræmist ekki deiliskipulagi sbr. umsögn skipulagsstjóra á umsóknarblaði.

15. Hringbraut 46 (01.162.324) 101297 Mál nr. BN042257
Magnús L Alexíusson, Reynihvammur 34, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja svalir úr stáli og timbri á 2. hæð og að klæða austurgafl með bárujárnsklæðningu festa á trégrind, einangruð með 50 mm steinull í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 46 við Hringbraut.
Samþykki meðeigenda ódags. fylgir.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Höfðatún 12 (01.220.202) 102792 Mál nr. BN042369
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða vestur hlið með báruðu alusinki á milli glugga en súlur klæddar með sléttu alusinki fest á viðarleiðara á atvinnuhúsið nr.12 Höfðatún.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vantar umsögn burðarvirkishönnuðar.

17. Kjalarvogur 10 (01.428.004) 105187 Mál nr. BN042207
Ker ehf, Kjalarvogi 7-15, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki reyndarteikninga, sem unnar eru eftir uppmælingum vegna eignaskiptayfirlýsingar fyrir geymsluhús úr timbri á steyptum sökkli, sem byggt var 1968, mhl. 06, á lóð nr. 10 við Kjalarvog
Stærðir samtals: 82 ferm., 276 rúmm.
Eitt gjald á lóð er fært á BN042204
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Kjalarvogur 10 (01.428.004) 105187 Mál nr. BN042205
Ker ehf, Kjalarvogi 7-15, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki reyndarteikninga, sem unnar eru eftir byggingarnefndarteikningum frá 1951 og uppmælingum, vegna eignaskiptayfirlýsingar fyrir steinsteypt geymslu- og lagerhús með stálgrindar og timburþaki, mhl. 2, á lóð nr. 10 við Kjalarvog.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 29. október 2010 fylgir erindinu.
Stærðir samtals: 992 ferm., 4.580 rúmm.
Eitt gjald á lóð er fært á BN042204
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Kjalarvogur 10 (01.428.004) 105187 Mál nr. BN042208
Ker ehf, Kjalarvogi 7-15, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki reyndarteikninga, sem unnar eru eftir uppmælingum, vegna eignaskiptayfirlýsingar fyrir geymsluskýli úr timbri og steinsteypu á steyptum sökkli, sem byggt var 1965, mhl. 08, á lóð nr. 10 við Kjalarvog.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 29. október 2010 fylgir erindinu.
Stærðir samtals: 274 ferm., 916 rúmm.
Eitt gjald á lóð er fært á BN042204
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Kjalarvogur 10 (01.428.004) 105187 Mál nr. BN042204
Ker ehf, Kjalarvogi 7-15, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki reyndarteikninga, sem unnar eru eftir byggingarnefndarteikningum frá 1979 og uppmælingum, vegna eignaskiptayfirlýsingar fyrir steinsteypt geymslu- og lagerhús mhl. 13 á lóð nr. 10 við Kjalarvog.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 29. október 2010 fylgir erindinu.
Stærðir samtals: 2.682 ferm,. 12.567 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Kjalarvogur 10 (01.428.004) 105187 Mál nr. BN042206
Olíudreifing ehf, Pósthólf 4230, 124 Reykjavík
Sótt er um samþykki reyndarteikninga, sem unnar eru eftir byggingarnefndarteikningum frá 1962 og uppmælingum, vegna eignaskiptayfirlýsingar fyrir staðsteypt geymslu- og lagerhús með timburþaki, mhl. 04, á lóð nr. 10 við Kjalarvog
Stærðir samtals: 625 ferm., 2.854 rúmm.
Eitt gjald á lóð er fært á BN042204
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Lambasel 34 (04.998.509) 200780 Mál nr. BN042357
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sigurður Jónsson, Lambasel 34, 109 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningu, þar sem gerð er grein fyrir stækkun kjallara í einbýlishúsinu á lóð nr. 34 við Lambasel.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

23. Laugateigur 17 (01.364.109) 104617 Mál nr. BN042067
Jón Magngeirsson, Þykkvibær 14, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að leiðrétta málsetningar frá samþykktu erindi, BN040673, í kjallara fjöleignahúss á lóð nr. 17 við Laugateig.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda dags. 16. nóv. 2010, en einn þeirra skrifar undir með fyrirvara.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Laugavegur 55 (01.173.020) 101507 Mál nr. BN042332
Casa ehf, Bæjarlind 6, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að lækka gólf kjallara í mhl. 02, innrétta nýtt eldhús fyrir veitingahúsið og sæti fyrir 24 gesti, koma fyrir útloftunarröri og sameina matshluta 01 og 02 í veitingahúsinu á lóð nr. 55 við Laugaveg.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 24. nóvember 2010.
Stækkun: 33,4 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 2.572
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Laugavegur 60 (01.173.115) 101532 Mál nr. BN042370
Pétur Heiðar Egilsson, Breiðvangur 2, 220 Hafnarfjörður
Rosita Yufan Zhang, Breiðvangur 2, 220 Hafnarfjörður
IC Trade Co ehf, Breiðvangi 2, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi fyrir breytingum innanhúss, sbr. áður samþykkt erindi BN039563 dags. 28. apríl 2010, þar sem farið er fram á breytinu á rafmagnsinntaki og á salerni á veitingastaðnum í flokki II í húsnæðinu á lóð nr. 60 við Laugaveg.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

26. Mávahlíð 9 (01.702.117) 107037 Mál nr. BN042294
Marsibil Ingibjörg Hjaltalín, Árakur 17, 210 Garðabær
Stefán Hrafnkelsson, Brautarland 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir þegar framkvæmdum breytingum innanhúss þar sem eldhús er flutt í borðstofu og áður eldhús verður að vinnuherbergi á 1. hæð í fjölbýlishúsi nr. 9 á lóð nr. 7-9 við Mávahlíð.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

27. Mjölnisholt 12-14 (01.241.104) 211626 Mál nr. BN042371
Miðbæjarbyggð ehf, Einholti 2, 105 Reykjavík
Sótt er um takmakað byggingarleyfi til að steypa þakplötu á húsinu nr. 12-14 við Mjölnisholt sbr. BN041943.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

28. Nauthólsvegur 50 (01.619.601) 106641 Mál nr. BN042298
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta og endurnýja í kjallara svæði sem tengist sundlaugarrými, 1. hæð ráðstefnu- og veitingasölum, stækkun anddyri við inngang, stækka útipall á vesturhlið og setja álrimla utan á austur útvegg á Hótel Loftleiðir á lóð nr. 50 við Nauthólsveg.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 25 nóv. 2010 fylgir.
Stækkun: 6,4 ferm., 17,5 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 1.347
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

29. Njálsgata 49 (01.190.127) 102402 Mál nr. BN042216
Hildur Bjarnadóttir, Njálsgata 4, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta fyrrum verslunarrými 0102 í íbúð sbr. fyrirspurn BN037696 á 1. hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 49 við Njálsgötu.
Meðfylgjandi er bréf umsækjanda dags. 18.10. 2010, annað dags. 22. okt. 2010 og samþykki allra meðeigenda.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Ránargata 10 (01.136.019) 100522 Mál nr. BN040722
Flying Viking ehf, Krókhálsi 5A, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til ýmissa breytinga á gluggum, útihurðum og léttum innveggjum í gistiheimili í fjölbýlishúsi á lóð nr. 10 við Ránargötu.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda á lóð dags. 16. nóv. 2009 og bréf Hans Kr. Guðmundssonar til Einars Helgasonar Orkuveitunni dags. 9. des. 2009.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

31. Reykás 33-37 (04.383.701) 111495 Mál nr. BN042346
Reykás 33-37,húsfélag, Reykási 33, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum vegna eignaskiptasamnings þótt ekki hafi nema hluti íbúðaeigenda nýtt sér rétt sinn að byggja sólstofur á svölum sem samþykktar voru í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 33-37 við Reykás.
Stærð sólstofu: Mhl.01 0101 XX ferm., XXrúmm.,0301 XX ferm.,XXrúmm. 0302. XXferm., XXrúmm. Mhl. 02 0201 XX ferm., XXrúmm. Mhl. 03 0303 XXferm., XXrúmm.
Gjald kr. 7.700 + XX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Seljabraut 54 (04.970.002) 113150 Mál nr. BN042247
Fjárfestingafél Farbraut ehf, Þingási 3, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja steypta súlu í modul línu F á teikningu og setja stálsúlu R60 í staðinn sbr. erindið BN041410 dags. 27. apríl 2010 í verslunarhúsnæðinu á lóð nr. 54 við Seljabraut.
Bréf frá eiganda dags. 24. okt. 2010 fylgir.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

33. Sigluvogur 4 (01.414.111) 105106 Mál nr. BN041964
Guðmundur Ásgeir Björnsson, Sigluvogur 4, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa núverandi bílskýli mhl 70 og byggja staðsteypt bílskýli sem verður mhl 2 og verður byggt að bílskýli á lóð nr. 6 á lóð nr. 4 við Sigluvog.
Jákvæð fyrirspurn BN041810 dags. 20. júlí 2010 og samþykki eigenda aðliggjandi lóðar dags. 16. sept. 2010 fylgir málinu.
Niðurrif: Bílskúr 27,7 ferm., 72,0 rúmm.
Stærð: Nýr bílskúr 59,4 ferm., 216,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 16.694
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað til uppdrátta 1,1-01, 1,1-02 og 1,1-03 dags. 24. ágúst 2010, síðast breytt 9. október 2010

34. Sigluvogur 6 (01.414.112) 105107 Mál nr. BN041965
Jóhann Örn Þórarinsson, Sigluvogur 6, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa núverandi bílskýli mhl 70 og byggja staðsteypt bílskýli sem verður mhl 2 og verður byggt að bílskýli á lóð nr. 4 á lóð nr. 6 við Sigluvog.
Jákvæð fyrirspurn BN041810 dags. 20. júlí 2010 fylgir málinu og er tengt máli BN041964. Samþykki eiganda aðliggjandi lóða dags. 16. sept. 2010 fylgir.
Niðurrif: Bílskúr 27,7 ferm., 72,0 rúmm.
Stærð: Nýr bílskúr 50,0 ferm., 182,5 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 14.053
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta 1,1-01, 1,1-02 og 1,1-03 dags. 24. ágúst 2010, síðast breytt 9. okt. 2010.

35. Skarfagarðar 4 (01.321.501) 209678 Mál nr. BN042301
Hampiðjan hf, Skarfagörðum 4, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum þar sem skipulag rýma breytist í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 4 við Skarfagarða.
Erindi BN040646 er jafnframt dregið til baka.
Bréf frá hönnuði dags.23. nóv. 2010 fylgir.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

36. Skíðaskáli KR 125756 (00.072.001) 125756 Mál nr. BN042271
Knattspyrnufélag Reykjavíkur, Frostaskjóli 2, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til niðurrifs skíðaskála Knattspyrnufélags Reykjavíkur með landnúmer 125756 í Skálafelli.
Gert er ráð fyrir að farga skálanum í eldi og nota tækifærið til æfinga fyrir SHS. Meðfylgjandi eru tölvupóstar milli Jónasar Kristinssonar og Jóns Fr. Jóhannssonar SHS ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 26. nóvember 2010 og Minjasafns Reykjavíkur dags. 25.11. 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

37. Skógarvegur 18-22 (01.793.501) 213551 Mál nr. BN042366
Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á samþykktu erindi BN039407 dags. 3. 3. 2009 sem felast í breyttu lyftuaðgengi úr bílakjallara ásamt stiga að honum og geymslu í mhl. 03, litum utanhúss og reitun klæðninga er breytt, austasta svalaröðin á suðurhliðum mhl. 01 og 02 er bein upp og niður en ekki lengur sitt á hvað, op og stöllun á vesturhlið bílageymslu er útfært nánar, anddyri mhl. 03 breytir lögun, auk þessa minniháttar breytingar og lagfæringar á stúdentagörðum á lóð nr. 18, 20 og 22 við Skógarveg.
Stærðarbreytingar, minnkun mhl. 03: 5 ferm., 77 rúmm.
Mhl. 04 bílageymsla óbreytt.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Skyggnisbraut 20-24 (05.054.104) 219632 Mál nr. BN042362
Byggingafélagið Framtak ehf, Kirkjustétt 2-6, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu, múrhúðað og einangrað að innan, fjögurra hæða fjölbýlishús með kjallara og 17 íbúðum mhl. 01 nr. 20 á lóð nr. 20-24 við Skyggnisbraut.
Stærðir: kjallari 277,5 - 1. hæð 283,8 - 2. hæð 283,8 - 3. hæð 283,8 og 4. hæð 283,8 ferm.,
Samtals 1.410,7 ferm, 4.110,3 rúmm.
Lóðarstærð 4.793 ferm., nýtingarhlutfall 0,29.
Gjald kr. 7.700 + 316.493
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

39. Sogavegur 152 (01.830.111) 108479 Mál nr. BN042360
Aurora Cody, Sogavegur 152, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum v/eignaskipta í tvíbýlishúsi á lóð nr. 152 við Sogaveg.
Samþykki meðeiganda ódags. á uppdrátt fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

40. Stórhöfði 25-27 (04.084.701) 179554 Mál nr. BN042351
Félag vélstjóra og málmtæknim, Stórhöfða 25, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum á 4. hæð þar sem innra skipulag, brunahólfun og nettóflattamál eykst í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 25 við Stórhöfða.
Bréf frá hönnuði dags. 22. nóv. 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Sætún 8 (01.216.303) 102760 Mál nr. BN042365
Stólpar ehf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja nýja glugga á vestur og austurhlið sem kallar á minkunn og stækkun, breyta inngangi og fjarlægja létta innveggi á 1. hæð mhl. 02 og 09 í verslunarhúsnæðinu á lóð nr. 8 við Sætún.
Stækkun: ?? ferm., rúmm.
Minnkun: ?? ferm., ?? rúm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Sævarhöfði 2-2A (04.054.501) 110556 Mál nr. BN042127
Fasteignafélagið Sævarhöfði ehf, Sævarhöfða 2, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eldvarnarmerkingu á áður samþykktum uppdráttum sbr. erindi BN038599 dags. 24. ágúst 2010 í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 2-2A við Sævarhöfða.
Skýrsla Brunahönnuðar fylgir dags. 30. apríl 2005 og endurskoðað 12. júlí 2010
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

43. Tryggvagata 22 (01.140.004) 100816 Mál nr. BN042299
Alfreð Chiarolanzio, Útlönd, Sótt er um leyfi til að breyta innréttingu 1. hæðar á þann veg aðallega að draga framhlið inn og skapa þar 27 ferm. verönd og taka glugga og hurðir úr framhlið sbr. fyrirspurn BN042160 á húsi á lóð nr. 22 við Tryggvagötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

44. Túngata 15 (01.160.006) 101147 Mál nr. BN042364
Kaþólska kirkjan á Íslandi, Pósthólf 490, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð í rishæð, glugga með björgunaropi í þakfleti og stiga frá honum ofan á þak 1. hæðar og hringstiga milli 1. og 2. hæðar í elsta hluta, matshluta 1, Landakotsskóla á lóð nr. 15 við Túngötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

45. Varmadalur 125767 (00.080.002) 125767 Mál nr. BN042316
Haraldur Jónsson, Varmadalur 3, 116 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja skýli úr línustaurum og klætt með bárujárni, norðan við einbýlishúsið á lóðinni Varmadalur III.
Jákvæð fyrirspurn BN042193 dags. 26. okt. 2010.
Stærð: 51,6 ferm og 170,3 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 13.113
Frestað.
Vantar samþykki lóðareiganda.

46. Vitastígur 10 (01.173.117) 101534 Mál nr. BN041908
Stofa ehf, Ránargötu 10, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við bakhlið, hækka um eina hæð og innrétta sex íbúðir í húsi á lóð nr. 10 og 10A við Vitastíg.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.


Ýmis mál

47. Hólmgarður - Bústaðavegur Mál nr. BN042382
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta lóðamörkum eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti Landupplýsingadeildar dags. 25. nóvember 2010. Ný lóð að stærð 47 m2, með staðgreini 1.818.225 verður til, auk þess sem tvær aðrar lóðir, staðgr. 1.818.017 og staðgr. 1.818.223, hverfa og lóðirnar staðgr. 1.818.018 og staðgr. 1.818.224 breytast lítillega. Samanber deiliskipulag sem samþykkt var skipulagsráði 7. desember 2006, í borgarráði 14. desember 2006 og auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda þann 28. febrúar 2007 um gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðamarkabreyting tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.

48. Suðurlandsv Reynisvl. 113447 (05.17-.-97) 113447 Mál nr. BN042377
Framkvæmda- og eignasvið óskar eftir því að tvær landspildur verði lagðar undir borgarland, landnúmer 218182, og afmáðar úr skrám samanber meðfylgjandi uppdrátt Landupplýsingadeildar dags. 25. nóvember 2010. Landspildurnar eru annarsvegar landspilda með landnr. 113447, staðgr. 5.17-.-97 og 13,4 ha. að stærð og hinsvegar landspilda með landnúmeri 113392, staðgr. 5.11-.-83 og 2500 ferm. að stærð. Við þetta stækkar borgarlandið, landnúmer 218182, sem því nemur.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðamarkabreyting tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.


Fyrirspurnir

49. Bólstaðarhlíð 7 (01.270.212) 103589 Mál nr. BN042338
Andrea Stefanía Björgvinsdóttir, Bólstaðarhlíð 7, 105 Reykjavík
Skúlína Hlíf Kjartansdóttir, Bólstaðarhlíð 7, 105 Reykjavík
Sölvi Rúnar Sólbergsson, Hlíðarstræti 8, 415 Bolungarvík
Spurt er hvort breyta megi steyptum þakkanti m/rennu, sem klæddur hefur verið með Steni plötum, þegar endurnýja á þak fjölbýlishússins á lóð nr. 7 við Bólstaðarhlíð.
Kanturinn er skemmdur og þarf að brjóta hluta hans af og ætlunin er að klæða þakið út yfir kantinn og setja utanáliggjandi þakrennu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 23. nóvember 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 26. nóvember 2010.
Vísað er til umsagnar byggingarfulltrúa á fyrirspurnarblaði og umsagnar skipulagsstjóra dags. 26. nóv.2010.

50. Giljasel 1 (04.933.803) 112882 Mál nr. BN042349
Benedikt Bjarki Ægisson, Gljúfrasel 2, 109 Reykjavík
Unnur Guðjónsdóttir, Gljúfrasel 2, 109 Reykjavík
Spurt er hvaða gögnum skuli skila inn vegna byggingarleyfisumsóknar fyrir þegar byggðu glerhýsi á svölum sem samþykkt var 1991.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 21.11. 2010, bréf skilmálafulltrúa byggingarfulltrúa dags. 20.3. 2010 og bréf byggingarfulltrúa dags. 17.8. 2010
Til svars erindinu er vísað er til umsagnar byggingarfulltrúa á fyrirspurnarblaði.

51. Ingólfsstræti 21B (01.180.221) 101709 Mál nr. BN042344
Ómar Djermoun, Blómvangur 13, 220 Hafnarfjörður
Spurt er hvort skrá megi kjallara sem ósamþykkta íbúð, en hann er skráður sem geymsla og hefur síðan 1919 verið notaður sem íbúð, vinnustofa og lagerhús í húsi á lóð nr. 21B við Ingólfsstræti
Nei.
Samanber umsögn byggingarfulltrúa á fyrirspurnarblaði.

52. Laugavegur 50B (01.173.108) 101525 Mál nr. BN042315
Jón Jónsson, Laugavegur 50b, 101 Reykjavík
Halldóra E Sveinbjörnsdóttir, Laugavegur 50b, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja 37 ferm. garðskála á vesturhlið húsins á lóð nr. 50B við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 26. nóvember 2010 fylgir erindinu.
Neikvætt
Samræmist ekki deiliskipulagi samanber útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 26. nóvember 2010.

53. Sólheimar 42 (01.435.203) 105320 Mál nr. BN042376
Sigrún G. Jónsdóttir, Austurberg 20, 111 Reykjavík
Spurt er hvort breyta megi tannlæknastofu í íbúð á jarðhæð íbúðarhúss á lóð nr. 42 við Sólheima.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

54. Þingholtsstræti 3-5 (01.170.303) 206266 Mál nr. BN042380
Eik fasteignafélag hf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir heitum potti með léttu skýli yfir úr gleri og stáli á svölum á bakhlið 1. hæðar hótelsins á lóð nr. 3-5 við Þingholtsstræti.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.


Fundi slitið kl. 12.50

Bjarni Þór Jónsson
Björn Kristleifsson Sigrún Reynisdóttir
Jón Hafberg Björnsson Þórður Búason
Guðfinna Ósk Erlingsdóttir Eva Geirsdóttir