Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 224

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2010, miðvikudaginn 17. nóvember kl. 9.15, var haldinn 224. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Bjarni Þ Jónsson, Ágúst Jónsson og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Margrét Leifsdóttir og Jóhannes Kjarval.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 12. nóvember 2010.

2. Landspítali Háskólasjúkrahús við Hringbraut, (01.19) Mál nr. SN100329
breyting á deiliskipulagi
Nýr Landspítali ohf, Snorrabraut 60, 101 Reykjavík
SPITAL ehf, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn Spital ehf. f.h. Nýs Landspítala ohf. dags. 13. september 2010 um vinnslu deiliskipulags Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Einnig lagt fram bréf framkvæmdastjóra Nýs Landspítala ohf. dags. 10. september 2010.
Staða málsins kynnt.

3. Reitur 1.172.1, Laugavegur-Vatnsstígur, (01.172.1) Mál nr. SN100378
breyting á deiliskipulagi vegna Laugavegur 33, 33a og 35 ásamt Vatnsstíg 4
Arkibúllan ehf, Tómasarhaga 31, 107 Reykjavík
Lögð fram tillaga Arkibúllunar dags. 18. október 2010 að breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.1 sem afmarkast af Laugavegi, Vatnsstíg, Hverfisgötu og Frakkastíg. Í breytingunni felst möguleg uppbygging á horni Laugavegs og Vatnsstígs samkvæmt meðfylgjandi deiliskipulags- og skýringaruppdrætti dags. 18. október 2010.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Jafnframt var samþykkt að senda hagsmunaðilum á svæðinu bréf þar sem vakin er athygli á auglýsingunni.

Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Sóley Tómasdóttir óskaði bókað:
#GLFulltrúi Vinstri grænna í skipulagsráði hefur efasemdir um að húsið við Vatnsstíg 4 verði látið víkja í þeirri tillögu sem nú hefur verið samþykkt að auglýsa. Húsið var byggt árið 1901 og skiptir máli í sögulegu samhengi. Betur hefði farið á tillagan gerði ráð fyrir uppgerð hússins á sínum stað, jafnvel þótt að það hefði leitt til minna byggingarmagns á reitnum#GL.

4. Vallarstræti og suðurhluti Ingólfstorgs, (01.140.4) Mál nr. SN070721
breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Björns Ólafs arkitekts dags. 5. nóvember 2009 að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar þar sem fram koma hugmyndir lóðarhafa að því hvernig má koma til móts við athugasemdir sem bárust við fyrri tillögu. Einnig er lögð fram áður auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna suðurhluta Ingólfstorgs, Vallarstrætis og lóðunum Thorvaldsensstræti 2, Vallarstræti 4 og Aðalstræti 7 ásamt athugasemdum sem bárust við auglýsingunni.
Frestað.

(B) Byggingarmál

5. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN042304
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 612 frá 16. nóvember 2010.

(D) Ýmis mál

7. Framnesvegur 20 - 26B, friðun Mál nr. BN042291
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 4. nóvember 2010 vegna friðunar á húsum á lóðum nr. 20-26B við Framnesveg. Friðunarskjal Menntamálaráðherra dags. 14. september 2010, en þar kemur fram að friðun nái til ytra byrðis húsanna. Jafnframt afrit af tilkynningarbréfi Menntamálaráðuneytisins til Húsafriðunarnefndar dags. 19. október 2010.
Skipulagsráð lagði fram eftirfarandi bókun:
#GLSkipulagsráð Reykjavíkur fagnar ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að friða ytra byrði húsanna nr. 20 - 26B við Framnesveg. Eigendum er óskað til hamingju með ákvörðunina.#GL

8. Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs 2011, Mál nr. SN090213
Kynnt tillaga að starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur fyrir starfsárið 2011.
Kynnt.

9. Kristnibraut 65-67, breyting á skilmálum (04.115.4) Mál nr. SN100337
Búseti svf,húsnæðissamvinnufél, Skeifunni 19, 108 Reykjavík
Eyjólfur Einar Bragason, Melhæð 2, 210 Garðabær
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. nóvember 2010 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á skilmálum í deiliskipulagi fyrir Grafarholt vegna lóðarinnar að Kristnibraut 65-67.

10. Árbæjarblettur 62, Þykkvibær 21, breyting á deiliskipulagi (04.350.9)Mál nr. SN060118
Linda Hrönn Ágústsdóttir, Fjarðarás 5, 110 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. nóvember 2010 um samþykkt borgarráðs s.d. þar sem staðfest er synjun skipulagsráðs á breytingu á deiliskipulagi fyrir Árbæjarblett 62/Þykkvabæ 21

11. Hólmsheiði, deiliskipulag, jarðvegsfylling (05.8) Mál nr. SN100259
Landmótun sf, Hamraborg 12, 200 Kópavogur
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. nóvember 2010 um samþykkt borgarráðs s.d. á deiliskipulagi fyrir Hólmsheiði vegna afmörkunar á svæði fyrir jarðvegsfyllingar ásamt bréfi Þóris J. Einarssonar ehf. dags. 18. október 2010. Einng var lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs og borgarlögmanns dags. 26. október 2010.

12. Einholt-Þverholt, kæra, umsögn (01.244.3) Mál nr. SN100385
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 25. desember 2007 á samþykkt deiliskipulags fyrir reiti 1.244.1 og 1.244.3 Einholt Þverholt. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 2. nóvember 2010.
Umsögn lögfræði- og stjórnsýslu samþykkt.

13. Hlyngerði 6, kæra, umsögn, úrskurður (01.806.2) Mál nr. SN090088
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 11. nóvember 2010 vegna kæru á samþykkt skipulagsráðs Reykjavíkur frá 24. september 2008 um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 6 við Hlyngerði.
Úrskurðarorð: Samþykkt skipulagsráðs Reykjavíkur frá 24. september 2008, um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 6 við Hlyngerði, er felld úr gildi.

Fundi slitið kl. 11.45.

Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Kristín Soffía Jónsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Gísli Marteinn Baldursson Jórunn Ósk Frímannsd Jensen

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2010, þriðjudaginn 16. nóvember kl. 10.00 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 612. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Bjarni Þór Jónsson, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Þórður Búason og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aðalstræti 7 (01.140.415) 100856 Mál nr. BN042225
Aðalstræti 7 sf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta notkun 1. hæðar í kaffihús í flokki II í húsi á lóð nr. 7 við Aðalstræti.
Bréf frá eigendum Vallarstræti 4 fylgir dags. 7. og 14. okt. 2010 fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 12. nóvember 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

2. Ásvallagata 21 (01.162.208) 101266 Mál nr. BN042212
Anna Svava Sverrisdóttir, Ásvallagata 21, 101 Reykjavík
Ester Ásgeirsdóttir, Ásvallagata 21, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til endurnýjunar og breytinga á áður samþykktu erindi BN033899 dags. 7. nóv. 2006 þannig að komið verður fyrir salerni við herbergi í kjallara sem minnkar þvottahús og breyta þakgerð á þaksvölum úr glerþaki yfir í bárujárnsþak í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 21 við Ásvallagötu.
Samþykki eigenda fylgir ódags. á uppdráttum.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3. Blikastaðavegur 2-8 (02.496.101) 204782 Mál nr. BN042308
Tína ehf, Rauðumýri 1, 270 Mosfellsbær
Stekkjarbrekkur ehf, Smáratorgi 3, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að opna í rými B -C 0104 markaðs/sölutorg með kaffihúsi í flokki I í verslunarhúsnæðinu á lóð nr. 2-8 við Blikastaðaveg.
Bréf frá hönnuði ódags. og bréf frá eiganda húsnæðisins dags. 4. nóv. 2010 fylgir.
Gjald kr. 7.700 kr
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN042312
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingu í starfsmannarými og færa kaffistofu í veitingahúsi í rými 0116 á 1. hæð í Höfðatúni 2, á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN042186
Arkís Stúdíó ehf, Höfðatúni 2, 105 Reykjavík
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og innrétta skrifstofu í rými 0203 í Höfðatúni 2 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN042310
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta kaffihús í flokki ? í rými 0113 í Höfðatúni 2 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Erindi fylgir samningur um samnýtingu á búningsaðstöðu og kaffistofu starfsfólks ódagsettur með gildistíma til 1. janúar 2015.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN042311
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta skrifstofur í rými 1602 í Höfðatúni 2 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8. Brattagata 5 (01.136.535) 100624 Mál nr. BN042295
Grétar Guðmundsson, Brattagata 3b, 101 Reykjavík
Ingunn Gísladóttir, Brattagata 3b, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu þar sem óskað er eftir að skrá atvinnuhúsnæði í kjallara sem ósamþykkta íbúð í húsi á lóð nr. 5 við Bröttugötu.
Gjald kr. 7.700
Synjað.
Með vísan til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Brávallagata 8 (01.162.328) 101301 Mál nr. BN042317
Margrét Rós Gunnarsdóttir, Brávallagata 8, 101 Reykjavík
Matthildur Sigurgeirsdóttir, Brávallagata 8, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja svalir úr stáli og timbri við suðausturhlið 1. 2. og 3. hæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 8 við Brávallagötu. sbr. umsókn BN036240 sem fallin er úr gildi. Eina breytingin er sú að svalir hafa verið styttar um 20 sm.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta A1-A2 dags. 29. júlí 2010.

10. Breiðhöfði 11A (04.028.402) 110507 Mál nr. BN042302
Ísaga hf, Pósthólf 12060, 132 Reykjavík
Sótt er um leyfi til byggja opið skýli úr stáli við hlið á atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 11A við Breiðhöfða.
Stærð skýlis sem er B rými er : XX ferm., og rúmm.
Gjald kr. 7.700 kr.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

11. Bústaðavegur 3 (01.705.703) 197135 Mál nr. BN042261
Skeljungur hf, Hólmaslóð 8, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja ómannaða sjálfsafgreiðslu eldsneytissölustöð með auglýsingaskilti utan lóðar, með dælueyju og tönkum undir eyjunni á lóð nr. 3 við Bústaðaveg.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags.9.11. 2010 og samkomulag Reykjavíkurborgar og Skeljungs hf. um skilti dags. 9.11. 2010
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Depluhólar 9 (04.641.709) 111904 Mál nr. BN042258
Björk Vilhelmsdóttir, Depluhólar 9, 111 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi BN000893 dags. 29.6. 1989 sbr. fyrirspurn. BN036106 dags. 10.7. 2007 sem fjallar um að innrétta þvottahús, geymslu og sjónvarpsherbergi og setja tvo glugga og útihurð á útgrafin kjallararými einbýlishúss á lóð nr. 9 við Depluhóla.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 9. september 2010.
Stækkun kjallari 103,3 ferm., 248 rúmm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

13. Flugvallarvegur 3-3A (01.751.201) 107467 Mál nr. BN042309
Keiluhöllin ehf, Pósthólf 8500, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir glugga á suðurhlið skrifstofuálmu og innrétta skrifstofur í stað sorpgeymslu sem verður komið fyrir í sorpgeymslu sem grafinn verður inn í bergið við skammtímastæði í eigu atvinnuhúsnæðisins á lóð nr. 3-3A við Flugvallarveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Fremristekkur 1 (04.612.301) 111774 Mál nr. BN042300
Guðrún Eygló Guðmundsdóttir, Fremristekkur 1, 109 Reykjavík
Markús Alexandersson, Fremristekkur 1, 109 Reykjavík
Sótt er um leiðrétta skráningu sbr. erindi BN041700 á einbýlishúsi á lóð nr. 1 við Fremristekk.
Erindi fylgir matsskrá frá þjóðskrá.
Áður bókuð stækkun: 155,7 ferm., 625,8 rúmm.
Á að vera 90,3 ferm., og 307.8 rúmm.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

15. Friggjarbrunnur 34-40 (05.053.305) 205960 Mál nr. BN042297
Bygg Ben ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir aðskildu byggingarleyfi á hús nr. 40 í raðhúsinu á lóð nr. 34 - 40 við Friggjarbrunn. Sbr. BN036159 samþykkt 10. júlí 2007.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Gerðarbrunnur 60 (05.054.709) 205783 Mál nr. BN042270
Pétur Bjarnason, Hraunbær 180, 110 Reykjavík
Sofía Jóhannsdóttir, Hraunbær 180, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjölga gluggum og stækka, sjá erindi BN037758 dags. 4. mars 2008, á einbýlishúsinu á lóð nr. 60 við Gerðarbrunn.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17. Hlíðargerði 6 (01.815.303) 107999 Mál nr. BN042288
Agnar Þór Gunnlaugsson, Hlíðargerði 6, 108 Reykjavík
Sótt er um breytingar á skráningu brúttóflatarmáls fyrir breytingar og þar með stækkunar sbr. nýsamþykkt erindi BN041942 dags. 19.10. 2010 einbýlishúss á lóð nr. 6 við Hlíðargerði.
Stærðir fyrir stækkun mhl. 01: 171,7 ferm., 417,4 rúmm.
Stækkun: 29,6 ferm., 97,1 rúmm.
Stærðir eftir stækkun: 201,3 ferm., 514,5 rúmm.
Bílskúr mhl. 02 er óbreyttur 36,3 ferm.
Lóð 462,0 ferm., byggingarmagn 237,6 ferm., nýting 0,51
Gjald kr. 7.700 + 2.279
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

18. Hringbraut 46 (01.162.324) 101297 Mál nr. BN042257
Magnús L Alexíusson, Reynihvammur 34, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja svalir úr stáli og timbri á 2. hæð og að klæða austurgafl með sléttu áli, í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 46 við Hringbraut.
Samþykki meðeigenda ódagsett fylgir erindi, einnig samþykki sumra eigenda Hringbrautar nr. 44 dags. 9. nóv. 2010 og umsögn burðavirkishönnuðar um ástand veggjar fylgir ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 12. nóvember 2010 og umsögn skipulagsstjóra dags. 12. nóvember 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

19. Hverfisgata 54 (01.172.102) 101440 Mál nr. BN042126
Vatn og land I ehf, Laugavegi 71, 101 Reykjavík
Heimili kvikmyndanna ses, Hverfisgötu 54, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi í forsal kvikmyndahúss á 1. hæð og til að breyta gluggum og klæðningum á 1. hæð húss nr. 54 við Hverfisgötu.
Erindi fylgir samþykki eins meðeiganda dags. 4. nóvember 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Jörfabakki 18-32 (04.634.102) 111874 Mál nr. BN042254
Jörfabakki 18-32,húsfélag, Jörfabakka 18-32, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta svalahandriðum og skilveggjum á svölum í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 18-32 við Jörfabakka.
Erindi fylgja útskýringar hönnuða dags. 3. nóvember 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

21. Klettháls 7 (04.342.601) 188540 Mál nr. BN042307
Verkefni ehf, Rituhólum 9, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að staðsteypa viðbyggingu við verslunarhúsnæðið mhl 01, staðsteypa geymslu við geymsluhúsnæðið mhl 02 og stækka verslunarsvæði mhl 01 á kostnað vinnslusalar í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 7 við Klettháls.
Tölvudiskur fylgir með erindinu.
Jákvæð fyrirspurn BN040582 dags 3. nóv. 2009.
Stækkun: mhl 01 XX ferm., XX rúmm.
mhl 02 XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 7.700 + XX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Laufásvegur 64 (01.197.204) 102719 Mál nr. BN042203
Skúli Gunnarsson, Laufásvegur 64, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi breyta áður samþykktum byggingaráformum með því að fella burt útbyggingu á vesturgafli, sbr. erindi BN036462, parhússins á lóð nr. 64 við Laufásveg.
Minnkun: A-rými - 5,7 ferm., 10,3 rúmm. B-rými 4,9 ferm., 9,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

23. Laugateigur 17 (01.364.109) 104617 Mál nr. BN042067
Jón Magngeirsson, Þykkvibær 14, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að leiðrétta málsetningar frá samþykktu erindi, BN040673, í kjallara fjöleignahúss á lóð nr. 17 við Laugateig.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Listabraut 3 (01.721.401) 107289 Mál nr. BN042078
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum sem fela í sér breytingar innandyra, þar á meðal að búa til gat í gólfplötu, fjarlægja veggi og breyta salerni í Borgarleikhúsinu á lóð nr. 3 við Listabraut.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 8. nóv. 2010.
Bréf frá hönnuði dags. 9.nóv. 2010 og bréf frá brunahönnuði dags. 8. nóv. 2010 fylgir.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

25. Mávahlíð 9 (01.702.117) 107037 Mál nr. BN042294
Marsibil Ingibjörg Hjaltalín, Árakur 17, 210 Garðabær
Stefán Hrafnkelsson, Brautarland 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir þegar framkvæmdum breytingum innanhúss þar sem eldhús er flutt í borðstofu og áður eldhús verður að vinnuherbergi á 1. hæð í fjölbýlishúsi nr. 9 á lóð nr. 7-9 við Mávahlíð.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Nauthólsvegur 50 (01.619.601) 106641 Mál nr. BN042298
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta og endurnýja í kjallara svæði sem tengist sundlaugarrými, 1. hæð ráðstefnu- og veitingasölum, stækkun anddyri við inngang, stækka útipall á vesturhlið og setja álrimla utan á austur útvegg á Hótel Loftleiðir á lóð nr. 50 við Nauthólsveg.
Stækkun: 6,4 ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

27. Síðumúli 1 (01.292.001) 103784 Mál nr. BN042293
Janus,félag, Síðumúla 1, 108 Reykjavík
Tölvar ehf, Síðumúla 1, 108 Reykjavík
Fjölnir,áhugamannafélag, Síðumúla 1, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum, mynda skrifstofur og samkomusali á efstu hæð og fella niður hringstiga í húsi á lóð nr. 1 við Síðumúla.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Skarfagarðar 4 (01.321.501) 209678 Mál nr. BN042301
Hampiðjan hf, Skarfagörðum 4, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum þar sem skipulag rýma breytist í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 4 við Skarfagarð.
Erindi BN040646 er jafnframt dregið til baka.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Skeifan 11 (01.462.101) 195597 Mál nr. BN041048
Rafiðnaðarsamband Íslands, Stórhöfða 31, 110 Reykjavík
Eik fasteignafélag hf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum af 2. og 3. hæð í mhl. 35 í atvinnuhúsnæðinu nr. 11B á lóð nr. 11 við Skeifuna.
Bréf frá hönnuði dags. 19. feb. 2010
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

30. Skíðaskáli Kr 125756 (00.072.001) 125756 Mál nr. BN042271
Knattspyrnufélag Reykjavíkur, Frostaskjóli 2, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til niðurrifs skíðaskála Knattspyrnufélags Reykjavíkur með landnúmer 125756 í Skálafelli.
Gert er ráð fyrir að farga skálanum í eldi og nota tækifærið til æfinga fyrir SHS. Meðfylgjandi eru tölvupóstar milli Jónasar Kristinssonar og Jóns Fr. Jóhannssonar SHS ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 12. nóvember 2010.
Stærðir: 364 ferm., 1.016 rúmm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vantar umsögn Minjasafns Reykjavíkur. Málið enn í fresti hjá skipulagsstjóra.

31. Sogavegur 174 (01.831.006) 108498 Mál nr. BN042106
Sigurður Helgi Sighvatsson, Sogavegur 174, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta staðsetningu á sólpalli, byggja skjólgirðingu á vestari lóðamörkum og koma fyrir heitum potti á lóð nr. 174 við Sogaveg.
Samþykki meðeigenda fylgir dags. 23. sept. 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Suðurlandsbraut 46-54 (01.463.101) 105671 Mál nr. BN042306
Íslenska eignafélagið ehf, Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir nýjum 400mm loftstokki á suðurhlið, markísu á glugga og merkjaskilti yfir veitingastaðinn Hanann í húsnæðinu nr.46 á lóð nr. 46 - 54 við Suðurlandsbraut.
Samþykki sumra meðeigenda fylgir á teikningu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Sævarhöfði 2-2A (04.054.501) 110556 Mál nr. BN042127
Fasteignafélagið Sævarhöfði ehf, Sævarhöfða 2, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eldvarnarmerkingu á áður samþykktum uppdráttum sbr. erindi BN038599 dags. 24. ágúst 2010 í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 2-2A við Sævarhöfða.
Skýrsla Brunahönnuðar fylgir dags. 30. apríl 2005 og endurskoðað 12. júlí 2010
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

34. Tryggvagata 22 (01.140.004) 100816 Mál nr. BN042299
Alfreð Chiarolanzio, Útlönd, Sótt er um leyfi til að breyta innréttingu 1. hæðar á þann veg aðallega að draga framhlið inn og skapa þar 27 ferm. verönd fyrir útiveitingar og taka glugga og hurðir úr framhlið.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Vegbrekkur 9-15 (05.866.601) 216728 Mál nr. BN042286
Harpa Kristjánsdóttir, Búrfell, 320 Reykholt
Hestamannafélagið Fákur, Vatnsendav Víðivöllum, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN041956 dags. 2 nóv. 2010 þannig að komið verður fyrir svalahandriði ofan á taðgeymslu, súlur breikkaðar og stigi breikkaður í hesthúsi nr. 9 á lóð nr. 9 til 15 við Vegbrekkur.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 12. nóvember 2010 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

36. Sigtún. (Laugardalur) (01.37-.-93) 104719 Mál nr. BN042320
Íþróttabandalag Reykjavíkur, Engjavegi 6, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að leiðrétta skráningu á áfangaskiptingu framkvæmda sbr. erindi BN042068 dags. 5.10. 2010 við hús á lóð nr. 6 við Engjaveg.
Á fundi þegar áfangaskipting var samþykkt láðist að bóka stærðir.
Stækkun: 82,5 ferm., 627,3 rúmm.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Fyrirspurnir

37. Hagamelur 39 (01.526.004) 106072 Mál nr. BN042259
Guðmundur Júlíusson, Laugarásvegur 54, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta fyrirkomulagi við sorpgeymslu verslunarinnar á lóð nr. 39 við Hagamel eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdráttum.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og umsókn fylgi samþykki meðóðarhafa.

38. Kambasel 69 (04.975.104) 113227 Mál nr. BN042305
Dagný Ágústsdóttir, Kambasel 69, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að sameina hluta sameignarrýmis í þakhæð hússins nr. 69 við Kambasel og íbúð 0301. Í þakrýminu verði tómstunda- og geymsluherbergi ásamt baðherbergi. Jafnframt er spurt hvort setja megi 10 þakglugga á norðurhlið þaks og 9 á suðurhlið fjölbýlishússins á lóð nr. 69 við Kambasel. Sbr. erindi BN022590 var samþykkt 10. apríl 2001.
Ljósrit af áður samþykktum teikningum.
Gjald kr. 7.700
Nei.
Með vísan til athugasemda eldvarnaeftirlits á fyrirspurnarblaði.

39. Sogavegur 136 (01.830.102) 108470 Mál nr. BN042319
Arunas Brazaitis, Sogavegur 136, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fáist fyrir endurgerð með smávægilegum breytingum bakinngangsbyggingar á 1. hæð sbr. erindi BN029579 við hús á lóð nr. 136 við Sogaveg.
Meðfylgjandi er bréf Harra Ormarssonar dags. 18.10. 2010 og 15.11. 2010 og bréf húseiganda dags. 11.11. 2010.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

Fundi slitið kl. 12.50.
Bjarni Þór Jónsson
Björn Kristleifsson Sigrún Reynisdóttir
Jón Hafberg Björnsson Þórður Búason
Eva Geirsdóttir