Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 223

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2018, miðvikudaginn 7. mars, kl. 10:19 var haldinn 223. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstödd voru Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Torfi Hjartarson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Sigurborg Ó Haraldsdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir, Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Ingvar Jónsson áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson ,Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson og Marta Grettisdóttir.

Fundarritari er Björgvin Rafn Sigurðarson. 

Þetta gerðist:

(E) Umhverfis- og samgöngumál

1.    Skógræktarstefna, niðurstaða stýrihóps         Mál nr. US180032

Kynning á niðurstöðu stýrihóps um Skógræktarmál dags. 13. febrúar 2018.

Kynnt.

Sverrir Bollason tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

2.    Baggaður úrgangur, kynning         Mál nr. US180033

Kynning á helstu niðurstöðum úr rannsókn á samsetningu baggaðs úrgangs sem unnin var af ReSource International ehf. fyrir Sorpu dags. 8. febrúar 2018.

Kynnt. 

Bjarni Hjarðar yfirverkfræðingur hjá  SORPU og Eygerður Margrétardóttir deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

(A) Skipulagsmál

3.    Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir         Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 2. mars 2018.

4.    Hlíðarendi 16, breyting á deiliskipulagi     (01.627.4)    Mál nr. SN180097

ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn ASK arkitekta dags. 15. febrúar 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna lóðar nr. 16 við Hlíðarenda (lóð H). Í breytingunni felst að fallið verður frá bindandi ákvæði í deiliskipulagi um gras á þökum, samkvæmt tillögu Alark arkitekta ehf. dags. 5. mars 2018.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

5.    Hallarmúli 2, breyting á deiliskipulagi     (01.261.1)    Mál nr. SN170870

Yrki arkitektar ehf, Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn Yrki arkitekta ehf. mótt. 20. nóvember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Suðurlandsbrautar 2 vegna lóðarinnar nr. 2 við Hallarmúla. Breytingin felst í megin atriðum í því að auka leyfilegt byggingarmagn og auka hæðarfjölda á lóðinni með tilliti til aðliggjandi byggðar, í byggingunni verður hótel, leyfilegur hæðarfjöldi verður 5 hæðir með efstu hæðina inndregna frá Hallarmúla en til vesturs stallast byggingin niður í 1 hæð, bílastæði verða fjarlægð af yfirborði lóðarinnar og gerður er bílakjallari, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf. dags. 15. nóvember 2017, síðast br. 2. mars 2018.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir víkur af fundi undir þessum lið. 

6.    Gamla höfnin - Alliance reitur, breyting á deiliskipulagi     (01.0)    Mál nr. SN160673

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 6. desember 2017 þar sem gerðar eru athugasemdir við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda þar sem gögn eru misvísandi varðandi hæðafjölda nýbyggingar milli Alliance hússins og Mýrargötu og viðbrögð við athugasemdum eru ófullnægjandi. Einnig er lagður fram uppdr. Basalt arkitekta dags. 29. maí 2017 breyttur 26. febrúar 2018 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. febrúar 2018.

-    Kl. 11:40 víkur herdís Anna Þorvaldsdóttir af fundi. 

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. febrúar 2018 samþykkt.

Vísað til borgarráðs.

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

7.    Heklureitur, lýsing         Mál nr. SN170017

Yrki arkitektar ehf, Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju lýsing skipulagsfulltrúa, dags. 21. september 2017, vegna nýs deiliskipulags fyrir Heklureit. Um er að ræða ca. 2 hektara svæði, lóðir við Laugaveg 168-176 sem eru hluti af skilgreindu þéttingar- og þróunarsvæði við Laugaveg Skipholt skv. aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Á svæðinu er gert ráð fyrir töluverði uppbyggingu á litlum og meðalstórum íbúðum og ákveðið hlutfall byggingarmagns verði skilgreint fyrir atvinnustarfsemi. Kynning stóð til og með 9. október 2017. Eftirtaldir sendu inn umsagnir/athugasemdir: Minjastofnun Íslands dags. 25. október 2017, Skipulagsstofnun dags. 25. október 2017, Hverfisráð Hlíða dags. 2. nóvember 2017 og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 9. nóvember 2017.

Athugasemdir kynntar.

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir víkur af fundi undir þessum lið. 

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

-    Kl. 11:49 tekur Björn Jón Bragason sæti á fundinum.  

8.    Skeifan, rammaskipulag     (01.46)    Mál nr. SN160020

Kanon arkitektar ehf, Laugavegi 26, 101 Reykjavík

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga að rammaskipulagi Kanon arkitekta ehf. fyrir Skeifuna dags. 13. desember 2017 uppf. 1. mars 2018. Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur Kanon arkitekta ehf. dags. 13. desember 2017 uppf. 1. mars 2018 og greinargerð dags. 13. desember 2017 uppf. 1. mars 2018, húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur og minnisblað EFLU um hljóðvist dags. 4. desember 2017. Kynning stóð til og með 27. febrúar 2018. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir/ábendingar: Elías Theodórsson dags. 17. janúar 2017 og 10 fulltrúar lóðarhafa og eigenda um helmings fasteigna í Skeifunni dags. 31. janúar 2018. Einnig er lögð fram umsögn Veitna ohf. dags. 1. febrúar 2018. Jafnframt er lögð fram greinargerð verkfræðistofunnar EFLU um frumönnun veitumannvirkja dags. 2. mars  2018 ásamt teikningum dags. 2. mars 2018. 

Samþykkt.

Vísað til borgarráðs.

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

9.    Gamla höfnin - Vesturbugt, breyting á deiliskipulagi svæði 5 og 6     (01.0)    Mál nr. SN170555

Yrki arkitektar ehf, Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Yrki arkitekta mótt. 5. júlí 2017 um breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar svæði 5 og 6. Sótt er um breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar fyrir einnar hæðar verslunar- og þjónustuhúsum (einingar) fyrir Faxaflóahafnir á Ægisgarði og við Hafnargötu ásamt uppbyggingu stærra þjónustuhúss við Ægisgarð, samkvæmt uppdráttum Yrki arkitekta ehf. dags. 14. nóvember 2017. Tillagan var auglýst frá 5. janúar 2018 til og með 16. febrúar 2018. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lagt fram erindi Minjastofnunar Íslands dags. 10. janúar 2018 þar sem stofnunin minnir á að mannvirki við Reykjavíkurtjörn eru friðlýst og óskar eftir að hið friðlýsta mannvirki verði auðkennt á uppdrættinum. Einnig er lagður fram uppdr. Yrki arkitekta ehf. dags. 14. nóvember 2017 br. 5. mars 2018.

Samþykkt.

Vísað til borgarráðs.

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir víkur af fundi undir þessum lið. 

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(B) Byggingarmál

10.    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 964 frá 6. mars 2018.

(D) Ýmis mál

11.    Barmahlíð 14, málskot     (01.702.1)    Mál nr. SN180109

Baldur Hrafn Vilmundarson, Barmahlíð 14, 105 Reykjavík

Lagt fram málskot Baldurs Vilmundarsonar dags. 19. febrúar 2018 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 7. apríl 2017 um hækkun hússins á lóð nr. 14 við Barmahlíð um eina hæð.

Fyrri afgreiðsla skipulagsfulltrúa frá 7. apríl 2017 staðfest.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

12.    Hávaðamengun vegna flugumferðar, bréf         Mál nr. US170293

Lagt fram bréf Guðrúnar Kristjánsdóttir og Ævars Kjartanssonar dags. 27. ágúst 2017 varðandi hávaðamengun í miðborg Reykjavíkur vegna flugumferðar. 

Frestað. 

13.    Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup         Mál nr. US130118

Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í desember 2017.

14.    Árbæjarblettur 62/Þykkvibær 21, kæra 10/2018     (04.350.9)    Mál nr. SN180136

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 24. janúar 2018 ásamt kæru mótt. 22. janúar 2018 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi Árbæjar - Seláss vegna lóðarinnar Árbæjarblettur 62/Þykkvabær 21.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra. 

15.    Dunhagi 18-20, kæra 30/2018     (01.545.1)    Mál nr. SN180137

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 28. febrúar 2018 ásamt kæru dags. 26. febrúar 2018 þar sem kært er byggingarleyfi fyrir Dunhaga 18-20.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra. 

16.    Dunhagi 18-20, kæra 31/2018     (01.545.1)    Mál nr. SN180138

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 28. febrúar 2018 ásamt kæru dags. 25. febrúar 2018 þar sem kært er byggingarleyfi fyrir Dunhaga 18-20.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra. 

17.    Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis, kæra 148/2017, umsögn     (04.363)    Mál nr. SN180018

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 22. desember 2017 ásamt kæru dags. 12. desember 2017 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi fyrir Fylkisveg 6, íþróttasvæði Fylkis. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 28. febrúar 2018.

18.    Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis, kæra 157/2017, umsögn     (04.363)    Mál nr. SN180025

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 29. desember 2017 ásamt kæru dags. 21. desember 2017 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi fyrir fylkisveg 6, íþróttasvæði Fylkis. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 28. febrúar 2018.

19.    Spítalastígur 8, Kæra 146/2017, umsögn, úrskurður     (01.184.1)    Mál nr. SN180017

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 18. desember 2017 ásamt kæru dags. 18. desember 2017 þar sem kært er byggingarleyfi fyrir breytingu á deiliskipulagi vegna Spítalastígs 8. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 20. desember 2017. Jafnframt er lagður fram úrskurður umhverfis- og auðlindamála frá 28. febrúar 2018. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 10. október 2017 um að samþykkja byggingarleyfisumsókn vegna viðbyggingar við Spítalastíg 8, Reykjavík.

20.    Laugavegur 143 og 145, breyting á deiliskipulagi     (01.222.1)    Mál nr. SN170525

Helgi Mar Hallgrímsson, Laugarnesvegur 56, 105 Reykjavík

Laugavegur 56 ehf., Dugguvogi 2, 104 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. febrúar 2018 um samþykkt borgarráðs s.d. um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar 143 og 145 við Laugaveg.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12;39.

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Hjálmar Sveinsson

Magnea Guðmundsdóttir    Heiða Björg Hilmisdóttir

Torfi Hjartarson    Sigurborg Ósk Haraldsdóttir

Áslaug María Friðriksdóttir    Björn Jón Bragason

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2018, þriðjudaginn 6. mars kl. 10:19 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 964. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Erna Hrönn Geirsdóttir, Björgvin Rafn Sigurðarson, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Olga Hrund Sverrisdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Jón Hafberg Björnsson, Harpa Cilia Ingólfsdóttir og Sigríður Maack.

Fundarritarar voru Björgvin Rafn Sigurðarson og Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1.    Aðalstræti 4     (01.136.501) 100591    Mál nr. BN054260

Best ehf., Pósthólf 5378, 125 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta texta um brunavarnir í byggingarlýsingu v/lokaúttektar í hóteli á lóð nr. 4 við Aðalstræti.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

2.    Aðalstræti 6     (01.136.502) 100592    Mál nr. BN054259

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Miðjan hf., Hlíðasmára 17, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta texta um brunavarnir í byggingarlýsingu v/lokaúttektar í hóteli á lóð nr. 6 við Aðalstræti.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

3.    Aðalstræti 8     (01.136.503) 100593    Mál nr. BN054261

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Miðjan hf., Hlíðasmára 17, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta texta um brunavarnir í byggingarlýsingu v/lokaúttektar í hóteli á lóð nr. 8 við Aðalstræti.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

4.    Alþingisreitur     (01.141.106) 100886    Mál nr. BN054133

Alþingi, Kirkjustræti, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja skrifstofuhús sem tengir og sameinar alla starfsemi Alþingis, með aðstöðu fyrir fundahöld, móttökur og ráðstefnur á Alþingisreit.

Erindi fylgir brunahönnun frá Eflu dags. 24. janúar 2018.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. mars 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. mars 2018.

Stærð, mhl. 01, A-rými:  7.914,6 ferm., 31.073,4 rúmm.

B-rými:  130,7 ferm.

Mhl. 03, Kirkjustræti 4, A-rými:  787,9 ferm., 2.767,9 rúmm.

Greinargerð um brunahönnun dags. 24.01.2018 fylgir erindi ásamt umsögn Minjastofunnar dags. 21.02.2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

5.    Austurbakki 2     (01.119.801) 209357    Mál nr. BN054195

Austurhöfn ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík

Sótt er um breytingar á erindi BN050486 sem felast í breytingum á grunnmyndum 1. og 6. hæðar, lítilsháttar breytingum á gluggasetningu og breytingu á þakvirki þaksvala í mhl.05, og breytingu á salarhæðum og lítilsháttar breytingu á flóttaleið í bílakjallara, mhl.10, ásamt uppfærslu á rýmisnúmerum í húsi á reit 5B á lóð nr. 2 við Austurbakka.

Stærðarbreyting: -11,6 ferm., +117,2 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

6.    Ásvallagata 40     (01.139.114) 100759    Mál nr. BN054232

Ásvallagata 40,húsfélag, Ásvallagötu 40, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja upp gustlokun á svalir með 85% opnun og með einföldu hertu öryggisgleri  á íbúðum 0201, 0202, 0203, 0301, 0302 og 0303 og að setja hurð út í garð frá íbúðum 0101 og 0102 þar sem afmarkaður er sérafnotaflötur á lóð fyrir húsið á lóð nr. 40 við Ásvallagötu.

Samþykki frá meðeigendum dags. 24. janúar 2018 fylgir erindinu. 

Svalir 0208: 8,4 ferm., 22,7 rúmm. Svalir 0209: 8,4 ferm., 22,7 rúmm. Svalir 0210: 8,4 ferm., 22,7 rúmm. Svalir 0307: 8,4 ferm., 22,7 rúmm. Svalir 0308: 8,4 ferm., 22,7 rúmm. Svalir 0309: 8,4 ferm., 22,7 rúmm. Samtals brúttó rúmm eru: 136,2 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

7.    Barmahlíð 7     (01.701.109) 106963    Mál nr. BN053728

Bessi Gíslason, Barmahlíð 7, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum innanhúss sem felast í því að hringstiga hefur verið komið fyrir milli íbúðar 0101 og rýmis 0002 og hluta af geymslu íbúðar 0001 hefur verið breytt í herbergi auk þess sem opnað hefur verið á milli þvottahúsa í kjallara í húsi á lóð nr. 7 við Barmahlíð.

Samþykki meðeigenda dags. 25.02.2018 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

8.    Bjargargata 1     (01.631.305) 220421    Mál nr. BN054314

Sturlugata 6 ehf., Túngötu 5, 101 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir uppsteypu á kjallaraveggjum og plötu yfir kjallara nýbyggingar á lóðinni Bjargargata 1 (áður Sturlugata 6), sbr. erindi BN051881.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

9.    Bogahlíð 8-10     (01.714.004) 107253    Mál nr. BN054258

Bogahlíð 8-10, húsfélag, Bogahlíð 10, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja upp svalaskýli með 90% opnun úr einföldum opnanlegum glerskífum  á brautum á allar svalir og að breyta útliti glugga á austurhlið hús á lóð nr. 8 - 10 við Bogahlíð.

Fundagerð frá húsfundi dags. 29 nóv. 2017, umboð frá Hönnu Dís dags. 29 nóv. 2017 og samþykki fyrir framkvæmdum ódags. fylgir.

B rými svala í nr. 8 er 237 rúmm.

B rými svala í nr. 10 er 237 rúmm.

Samtals: 474,0 rúmm. 

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

10.    Borgartún 8-16A     (01.220.107) 199350    Mál nr. BN054302

Höfðaíbúðir ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047928, m.a. inngangshurðum á jarðhæð, fyrirkomulagi eldhúsa, stigleiðsla færð til, komið fyrir setlaug á svölum á 12. hæð, gluggum á 12. hæð og girðing fjarlægð af þaki fjölbýlishúss, merkt S1 og er mhl. 05 á lóð nr. 8-16A við Borgartún.

Stækkun:  110,1 ferm., 163 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

11.    Brautarholt 2     (01.241.201) 103019    Mál nr. BN054253

Almenna C slhf., Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að uppfæra brunavarnir og breyta íbúðum á 2., 3. og 4. hæð í gististað í flokki II, teg. íbúð, 21 íbúð fyrir 90 gesti, einnig að innrétta starfsmannaaðstöðu í rými 0129 sem áður var þvottahús í fjölbýlishúsi á lóð nr. 2 við Brautarholt.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. mars 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. mars 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

12.    Breiðhöfði 13     (04.030.101) 110517    Mál nr. BN054240

Vagneignir ehf., Vagnhöfða 23, 110 Reykjavík

Tvíhorf sf., Brúarvogi 1-3, 104 Reykjavík

Sótt er um breytingu á erindi BN053724 sem felst í að stækka stálgrindarviðbyggingu um 3 metra til norðurs og hækka um 23 cm á lóð nr. 13 við Breiðhöfða (áður Eirhöfða 2-4).

Stækkun x ferm., x rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

13.    Bræðraborgarstígur 16     (01.134.221) 100347    Mál nr. BN054239

Stólpar ehf., Nesbala 114, 170 Seltjarnarnes

Sótt er um leyfi til að bæta við stiga í norðurhluta frá 1. hæð í rými 0102 upp á 2. hæð rými 0202, koma fyrir búningsaðstöðu í kjallara og breyta gluggum á norðvesturhlið á húsi á lóð nr. 16 við Bræðraborgarstíg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

14.    B-Tröð 5     (04.765.305) 112475    Mál nr. BN054295

Hlini Pétursson, Laugarnesvegur 89, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem eru að breytt er innra skiplagi rýma 0101 og 0102  og hefur rými 0101 stækkað og rými 0102 minnkað í hesthúsi á lóð nr. 5 við B-tröð í Seláslandi.

Samþykki sumra eigenda fylgir dags. 20. og 21. febrúar 2018 og bréf hönnuðar dags. 1. mars 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

15.    Bæjarflöt 1-3     (02.576.001) 172493    Mál nr. BN054143

Bæjarflöt 4 ehf., Laugateigi 14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi í húsi á lóð nr. 1 við Bæjarflöt.

Stækkun millilofts : 26,9 ferm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

16.    Elliðabraut 4-6     (04.772.301) 195949    Mál nr. BN054252

Þingvangur ehf., Bergstaðastræti 73, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja fjögur sambyggð fjölbýlishús með inngörðum, 83 íbúðir á fjórum hæðum og sameiginlegum bílakjallara á lóð nr. 4-6 við Elliðabraut.

Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. 20. febrúar 2018, greinargerð um ábyrgðarsvið hönnuða dags. 20. febrúar. og greinargerð um brunahönnun dags. 20.02.2018.

Stærð, A-rými:  9.331,2 ferm., 29.036,3 rúmm.

B-rými:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

17.    Elliðabraut 12     (04.772.701) 204831    Mál nr. BN054250

Mótx ehf., Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja þrjú fjölbýlishús, fjórar hæðir með 57 íbúðum á bílakjallara fyrir 44 bíla á lóð nr. 12 við Elliðabraut.

Erindi fylgir greinargerð um brunahönnun frá Eflu dags. 13. febrúar 2018.

Stærð mhl. 01, A-rými:  2.232,2 ferm., 6.697 rúmm.

B-rými:  237 ferm., xx rúmm.

Mhl. 02, A-rými:  2.181,9 ferm., 6.878,4 rúmm.

B-rými:  237 ferm.,  xx rúmm.

Mhl. 03, A-rými:  2.232,2 ferm., 6.997 rúmm.

B-rými:  237 ferm., xx rúmm.

Mhl. 04, bílgeymsla, A-rými:  1.123,4 ferm., 3.448,9 rúmm.

Samtals A-rými:  7.769,7 ferm., 24.321,2 rúmm.

B-rými:  711 ferm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

18.    Fiskislóð 43     (01.086.603) 209699    Mál nr. BN054300

F43 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík

Sótt erum leyfi til að byggja sérhæft sýningarhús til kynningar og fræðslu með veitingastað í flokki ?, teg. kaffihús og minjagripaverslun, hluti A er stálgrindarhús og hluti B staðsteypt á lóð nr. 43 við Fiskislóð.

Stærð, A-rými:  2.405,1 ferm., 14.867,5 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

19.    Flugvöllur     (01.66-.-99) 106748    Mál nr. BN054291

Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta 1. hæð í norðurhluta byggingar þar sem komið er fyrir biðstofu og afgreiðslu fyrir innanlandsflug, á annarri hæð við suðurgafl byggingar er kennslurýmum breytt í skrifstofur, fundaaðstöðu og kaffiaðstöðu, flóttastiga komið fyrir og útihurð komið fyrir við afgreiðslu og biðstofu á vesturhlið og björgunaropi komið fyrir á annarri hæð  á austurhlið hús á lóð nr. 60 við Nauthólsveg.

GJald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

20.    Flúðasel 60-76     (04.971.401) 113170    Mál nr. BN054234

Flúðasel 70,húsfélag, Flúðaseli 70, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem er að  taka í notkun óuppfyllt rými í  kjallara  húss nr. 70 á lóð nr. 60-76 við Flúðasel. 

Stækkun:  XX ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

21.    Fossagata 2     (01.636.707) 106733    Mál nr. BN054238

Hafsteinn Jónasson, Flyðrugrandi 16, 107 Reykjavík

Helga Þórðardóttir, Flyðrugrandi 16, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús ásamt einnar hæðar vinnustofu á lóð nr. 2 við Fossagötu.

Stærðir:

Mhl.01: 157,6 ferm., 505,0 rúmm.

Mhl.02:   48,9 ferm., 147,9 rúmm.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24.11.2017 við fyrirspurn SN170829 fylgir erindi.

Jafnframt er erindi BN051376 fellt úr gildi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. 

Vísað til uppdrátta 01, 02, 03 dags. 28. febrúar 2018.

22.    Gerðarbrunnur 40-42     (05.056.304) 206059    Mál nr. BN054287

Óðalhús ehf., Sifjarbrunni 1, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt parhús með innbyggðum bílgeymslum, einangrað og klætt að utan með málmklæðningu á lóð nr. 40-42 við Gerðarbrunn.

Stærð mhl. 01, A-rými:  233,2 ferm., 731,3 rúmm.

Stærð mhl. 02, A-rými:  233,2 ferm., 731,3 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

23.    Grandagarður 5     (01.115.203) 100050    Mál nr. BN054214

Kría Hjól ehf, Grandagarði 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II, teg. F fyrir 80 gesti á fyrstu og annarri hæð og koma fyrir flóttastiga á norðurhlið húss á lóð nr. 5 við Grandagarð .

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. mars 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. febrúar 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

24.    Grandagarður 11     (01.115.206) 100053    Mál nr. BN054241

Reykjavík Napólí ehf., Grandagarði 11, 101 Reykjavík

Grandagarður ehf., Sæviðarsundi 96, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052968 þannig að gestum fjölgar í 55, koma fyrir þremur snyrtingum á annarri hæð og til að koma fyrir hringstiga frá annarri hæð á norðurhlið húss á lóð nr. 11 við Grandagarð.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. mars 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. mars 2018.

Samþykki eiganda fylgir dags. 8. júní 2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

25.    Grensásvegur 8-10     (01.295.305) 103846    Mál nr. BN053886

E - fasteignafélag ehf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir svölum og flóttastiga á suðvesturgafli og svölum á norðausturgafli, koma fyrir þakgluggum og innrétta gististað í flokki II, teg. b fyrir 77 gesti á 2., 3. og 4. hæð skrifstofuhúss á lóð nr. 8-10 við Grensásveg.

Erindi fylgir samþykki meðeiganda í húsi dags. 28. nóvember 2017 og hljóðvistargreinargerð dags. 1. febrúar 2018.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. janúar 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. janúar 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

26.    Grettisgata 3     (01.171.507) 101423    Mál nr. BN054215

Lilja Jónasdóttir, Markarflöt 12, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki l - tegund e, kaffihús, í húsi á lóð nr. 3 við Grettisgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. mars 2018 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. mars 2018.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

27.    Grettisgata 47     (01.174.232) 101634    Mál nr. BN054145

Vá bygg ehf., Góðakur 4, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að dýpka gólf í kjallara og innrétta þar íbúðarrými, flytja stiga og breyta innra skipulagi í húsi á lóð nr. 47 við Grettisgötu.

Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 27. febrúar 2018.

Stækkun: x rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

28.    Gylfaflöt 10-12     (02.578.601) 224864    Mál nr. BN054293

Reir ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka nýlega samþykkt erindi BN05347 þannig að settur verður kjallari undir bygginguna á lóð nr. 10-12 við Gylfaflöt.

Nýr varmatapsútreikningur dags. 27. febrúar 2018 fylgir erindi. 

Stækkun vegna kjallara er: 1.258,2 ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

29.    Haukdælabraut 1     (05.113.801) 214783    Mál nr. BN054268

Kjartan Lilliendahl, Viðarás 14, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús, einangrað að utan, pússað og málað með innbyggðri tvöfaldri bílgeymslu og aukaíbúð á neðri hæð á lóð nr. 1 við Haukdælabraut.

Stærð, A-rými:  380 ferm., 1.282,5 rúmm.

B-rými:  56,2 ferm., 144,7 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

30.    Hólmaslóð 2     (01.111.501) 100027    Mál nr. BN054181

Heimseignir ehf, Hólmaslóð 2, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að skipta eign 0103 í tvær eignir í húsi á lóð nr. 2 við Hólmaslóð.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

31.    Hvammsgerði 7     (01.802.504) 107710    Mál nr. BN052653

Árni Björnsson, Hvammsgerði 7, 108 Reykjavík

Bryndís Ingibjörg Jónsdóttir, Hvammsgerði 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja við suðurhlið einbýlishúss á lóð nr. 7 við Hvammsgerði.

Jafnframt er gerð grein fyrir áður gerðum kjallara undir hluta húss.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 30. júní 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. júní 2017.

Erindi fylgir samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða dags. í maí 2011 og bréf hönnuðar dags. 30. mars 2017.

Stækkun:  

Kjallari : 11,7 ferm., 20,5 rúmm.

Viðbygging: 11,9 ferm., 35,6 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

32.    Köllunarklettsvegur 8     (01.329.302) 199097    Mál nr. BN054229

Origo hf., Borgartúni 37, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir ljósaskilti á suðurgafli sem gefur til kynna starfsemi í húsinu á lóð nr. 8 við Köllunarklettsvegi. 

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

33.    Lambhagavegur 7A     (02.647.503) 218294    Mál nr. BN054189

Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja dreifistöð fyrir raforku á lóð nr. 7a við Lambhagaveg.

Stærð: 17,3 ferm., 65,8 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

34.    Lambhagavegur 11A     (02.647.103) 218295    Mál nr. BN054116

Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að reisa dreifistöð Veitna úr forsteyptum einingum á lóð nr. 11A við Lambhagaveg.

Stærð:  17,3 ferm., 65,8 rúmm.

Gjald kr 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

35.    Langholtsvegur 42     (01.354.317) 104312    Mál nr. BN053713

H.B.H. Fasteignir ehf., Skógarhlíð 10, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta verslunar- og íbúðarhúsnæði í íbúðarhúsnæði ásamt því að breyta innra fyrirkomulagi, byggja kvist á vesturhlið þaks, breyta þakkanti og setja hurð út í garð á vesturhlið í húsi á lóð nr. 42 við Langholtsveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. nóvember 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. nóvember 2017.

Stækkun mhl. 01 A-rými: 4,6 ferm., 11,3 rúmm.

Samþykki aðliggjandi lóðarhafa dags. 28.11.2017 fylgja erindi ásamt bréfi arkitekts dags. 29.01.2018 og 08.02.2018.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

36.    Laugavegur 77     (01.174.021) 101569    Mál nr. BN054148

Reitir - skrifstofur ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053467 þannig að leyfilegur gestafjöldi eykst úr 60 í 80, innréttað er kælirými og veitingastofa í rými 0007 og snyrtingu er komið fyrir í kjallara veitingastaðar í húsi á lóð nr. 77 við Laugaveg.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 7. febrúar 2018 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000 + 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

37.    Mjölnisholt 8     (01.241.014) 103009    Mál nr. BN054244

Arctic Tours ehf., Hagamel 34, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjarlægja stigahús og byggja útitröppur og svalagang á bakhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 8 við Mjölnisholt.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. mars 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. mars 2018.

Gjald kr. 11.000

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. mars 2018.

38.    Njarðargata 43     (01.186.606) 102302    Mál nr. BN054076

Sigurður Már Hilmarsson, Suðurmýri 32, 170 Seltjarnarnes

Sótt er um leyfi til að gera svalir á bakhlið á 2. og 3. hæð og bæta brunavarnir í húsi á lóð nr. 43 við Njarðargötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. mars 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. mars 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. mars 2018.

39.    Njarðargata 45     (01.186.605) 102301    Mál nr. BN054075

Spur ehf, Freyjugötu 24, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til gera gististað í flokki ? - tegund ? fyrir ? manns ásamt því að gera svalir á bakhlið á 2. og 3. hæð og bæta brunavarnir í húsi á lóð nr. 45 við Njarðargötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. mars 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. mars 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. mars 2018.

40.    Pósthússtræti 1     (01.118.506) 100102    Mál nr. BN054115

Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa niður eldri dreifistöð  mhl. 02 með fastanr. 222-2568 á lóð nr. 1 við Pósthússtræti.

Niðurrif mhl. 02 er : 24,0 ferm., 59,0 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Björgvin Rafn Sigurðarson víkur af fundi sem fundarritari og Erna Hrönn Geirsdóttir tekur við.

41.    Pósthússtræti 11     (01.140.514) 100873    Mál nr. BN053107

Reitir Hótel Borg ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN052122 þar sem kemur fram færsla á vöskum og handlaugum sem og lagfæring á brunamerkingum á fyrstu hæð í húsinu á lóð nr. 11 við Pósthússtræti.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins. 

42.    Rauðalækur 25     (01.341.204) 103948    Mál nr. BN054277

Valdís Magnúsdóttir, Rauðalækur 25, 105 Reykjavík

Jóhann Alfreð Kristinsson, Rauðalækur 25, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að síkka glugga á suðurhlið, koma fyrir rennihurð út á hellulagðan pall á lóð nr. 25 við Rauðalæk.

Samþykki meðlóðarhafa fylgir dags. 25 feb. 2018.

Gjald kr. 11.000 

Frestað.

Vísað til athugasemda.

43.    Ránargata 29A     (01.135.207) 100456    Mál nr. BN053883

Black Sheep ehf., Smiðjustíg 13, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum v/lokaúttektar BN049695 þar sem gerð er grein fyrir breytingum sem orðið hafa á verktíma, s.s. breytt björgunarop og klæðningar í einbýlishúsi á lóð nr. 29A við Ránargötu.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

44.    Sigtún 27     (01.364.209) 104629    Mál nr. BN054288

Hólmfríður Inga Eyþórsdóttir, Sigtún 27, 105 Reykjavík

Sótt er um leyf fyrir áður gerðum breytingum  af kjallara þar sem kemur fram breytingar á innveggjum vegna hólfunar íbúðar frá sameign og leggja inn uppfærða skráningartöflu fyrir hús á lóð nr. 27 við Sigtún.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

45.    Skúlagata 26     (01.154.302) 101118    Mál nr. BN054315

Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa mhl. 01 og mhl. 02 á lóð nr. 26 við Skúlagötu.

Niðurrif:

Fastanr. 200-3445, mhl. 01, merkt. 0101 iðnaðarhús.

Fastanr. 200-3444, mhl. 02, merkt. 0101 íbúðareign,

Fastanr. 223-0226, mhl. 02, merkt. 0201 íbúðareign,

Fastanr. 223-0231, mhl. 02, merkt. 0301 íbúðareign,

Fastanr. 223-0232, mhl. 02, merkt. 0302 íbúðareign,

Fastanr. 200-0234, mhl. 02, merkt. 0401 íbúðareign,

Fastanr. 200-0235, mhl. 02, merkt. 0402 iðnaður,

Stærð mhl.01: 2347 ferm., 8475 rúmm., mhl.02: 1172 ferm., 3157 rúmm.

Samtals mhl.01 og mhl.02:  3.519 ferm., 11.626 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

46.    Skútuvogur 2     (01.420.001) 105165    Mál nr. BN054183

RA 5 ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi þannig að stækkað er verslunarrými ÁTVR með því að minnka annað verslunarrými í húsinu á lóð nr. 2 við Skútuvog.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

47.    Snorrabraut 37     (01.240.301) 102987    Mál nr. BN054294

MSG ehf, Háuhlíð 10, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja lárétt gólf yfir eldri hallandi plötu og létta palla og tröppur beggja megin í sal og til að breyta fyrirkomulagi í forsal Austurbæjarbíós á lóð nr. 37 við Snorrabraut.

Jafnframt er erindi BN052613 fellt úr gildi.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

48.    Stórhöfði 32     (04.071.201) 186591    Mál nr. BN054311

Íslandspóstur ohf., Stórhöfða 29, 110 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu, uppsteypu á undirstöðum, botnplötu og lögnum í grunn fyrir nýbyggingu á lóðinni nr. 32 við Stórhöfða, sbr. erindi BN054030.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

49.    Stórhöfði 37     (04.085.802) 110692    Mál nr. BN054284

Orka ehf, Stórhöfða 37, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fækka eignum úr fimm í fjórar, sameina rými 0201 og 0202, bæta þriðju hæð inní rými 0201 og 0202 og koma fyrir stafsmannaðstöðu, kaffiaðstöðu, lager og skrifstofuaðstöðu á þriðju hæð í húsi á lóð nr.37 við Stórhöfða.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

50.    Thorvaldsensstræti 2     (01.140.418) 100859    Mál nr. BN053964

Lindarvatn ehf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að dýpka kjallara og endurbyggja Thorvaldsenstræti 2, til að lyfta þaki Thorvaldsensstrætis 4 og byggja á það Mansardþak með kvistum, til að rífa viðbyggingu við Landsímahúsið, Thorvaldsensstræti 6, og byggja í staðinn fjögurra hæða nýbyggingu, til að endurbyggja Aðalstræti 11 með breyttu þaki og til að innrétta í öllum húsunum 145 herbergja hótel í flokki IV með veitingahúsi, kaffihúsi, verslunum og samkomusal á lóð nr. 2 við Thorvaldssenstræti.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. janúar 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. janúar 2018.

Niðurrif:  xx ferm., xx rúmm.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

E. stækkun:  11.544,3 ferm., 42.142,8 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 13:19

Björgvin Rafn Sigurðarson

Erna Hrönn Geirsdóttir    Nikulás Úlfar Másson

Óskar Torfi Þorvaldsson    Sigrún Reynisdóttir

Sigríður Maack    Harpa Cilia Ingólfsdóttir

Jón Hafberg Björnsson    Olga Hrund Sverrisdóttir