Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 222

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2010, miðvikudaginn 3. nóvember kl. 9.15, var haldinn 222. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson, Bjarni Þ Jónsson og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Leifsdóttir og Jóhannes Kjarval.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 29. október 2010.

Kristín Soffía Jónsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson tóku sæti á fundimum kl. 9:20

(D) Ýmis mál

2. Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs 2011, Mál nr. SN090213
Kynnt tillaga að fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs fyrir starfsárið 2011.

Kynnt.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
#GLBorgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu ekki á þessu stigi lýsa afstöðu sinni til einstakra tillagna sem ræddar hafa verið í ráðinu vegna fjárhagsáætlunar, enda skal um þær ríkja trúnaður þar til þær eru framlagðar í borgarráði. Hins vegar ítreka borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins mikilvægi þess að betur sé staðið að undirbúningsvinnu vegna fjárhagsáætlunar, eigi hún að skila borgarbúum góðum og farsælum lausnum. Sú staðreynd að skýra forgangsröðun skortir, engin aðgerðaráætlun er í gildi og meirihlutinn hefur lítið nýtt vilja borgarstjórnar til þverpólitískrar samvinnu, veldur því ástæða er til að hvetja meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar enn og aftur til nýrra og betri vinnubragða vegna fjárhagsáætlunar. Tíminn er að vísu orðinn afar lítill, þar sem öll vinna vegna áætlunarinnar er langt á eftir settum tímaviðmiðum, en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka engu að síður nauðsyn þess að sá tími verði vel nýttur og komandi fjárhagsáætlun endurspegli öfluga forgangsröðun í þágu íbúa, áframhaldandi góða grunnþjónustu og skilning á því að verkefnið verður ekki leyst með auknum álögum á íbúa sem treysta því að borgin standi áfram með þeim á erfiðum tímum.#GL

(A) Skipulagsmál

3. Mýrargötu- og Slippasvæði, rammaskipulag og deiliskipulag(01.13)Mál nr. SN040418
Lagt fram rammaskipulag Mýrargötu - Slippasvæði ásamt deiliskipulagi Héðinsreits, Slippa- og Ellingsenreits og Nýlendureits.
Richard Briem arkitekt kynnti.

4. Austurhöfn, TRH, deiliskipulag Mál nr. SN050747
Lagt fram deiliskipulag Austurhafnar vegna Tónlistarhúss.
Kynnt.

5. Ingólfsgarður, Brokey, breyting á deiliskipulagi Austurhafnar(01.119)Mál nr. SN090063
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi Faxaflóahafna dags. 13. febrúar 2009 varðandi umsókn um breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir byggingarreit fyrir félagsheimili siglingaklúbbsins Brokeyjar samkvæmt uppdrætti VA arkitekta dags. 9. janúar 2009. Einnig er lögð fram greinargerð Siglingafélags Reykjavíkur dags. 18. maí 2009.
Kynnt.

6. Háskóli Íslands, Vísindagarðar, breyting á deiliskipulagi HÍ(01.63)Mál nr. SN090460
ASK Arkitektar ehf, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi Ask Arkitekta dags. 11. desember 2009 f.h. Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. vegna breytinga á deiliskipulagi Háskóla Íslands vegna Vísindagarða. Í breytingunni felst m.a. að lóðinni er skipt upp í sjö lóðir fyrir Vísindagarða, Stúdentagarða og spennistöð Orkuveitu Reykjavíkur samkvæmt uppdrætti Ask Arkitekta dags. 23. mars 2010 ásamt greinargerð og skilmálum dags. 29. mars 2010. Einnig eru lagðir fram minnispunktar skipulags- og byggingarsviðs dags. 9. júní 2010 af kynningarfundi vegna málsins sem haldinn var þann 3. júní sl. Auglýsing stóð yfir frá 31. apríl 2010 til og með 30. júní 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Þorkell Jóhannesson dags. 31. maí, Snorri Bergmann og Védís Húnbogadóttir dags. 22. júní, Helga Þorkelsdóttir, Páll Þorgeirsson, Jóhannes Fossdal og Hilda Hansen dags. 28. júní, Ragnheiður Harðardóttir dags. 10. júní, Ragnheiður Harðardóttir og Jón Sch. Thorsteinsson dags. 29. júní, greinargerð Glámu Kím unnin fyrir íbúa við Odda- og Aragötu dags. 28. júní, Ingibjörg E. Björnsdóttir f.h. Svanhildar Sigurðardóttur dags. 30. júní, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Helgi Björnsson dags. 30. júní, Bjarki Gunnar Halldórsson dags. 30. júní, Baldur Símonarson dags. 30. júní, Jón Jóhannes Jónsson dags. 30. júní og Max Dager f.h. Norræna hússins dags. 1. júlí 2010. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 25. október 2010.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagssjtóra
Vísað til borgarráðs.

(B) Byggingarmál

7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN042260
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 610 frá 2. nóvember 2010.

(C) Fyrirspurnir

8. Skaftahlíð 24, (fsp) stækkun (01.274.2) Mál nr. SN100318
THG Arkitektar ehf, Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Reitir fasteignafélag hf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta dags. 3. september 2010 varðandi stækkun hússins á lóð nr. 24 við Skaftahlíð samkvæmt uppdrætti dags. 25. ágúst 2010. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 18. október 2010.
Frestað.

9. Ægisgarður, Mýrargötusvæði, (01.13) Mál nr. SN080724
(fsp) hótel, Slippa- Ellingsenreitur lóð R-15
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Faxaflóahafna dags. 15. desember 2008, lóðaumsókn ABZ-A dags. 8. desember 2008 ásamt greinargerð og uppdráttum dags. 8. desember 2008. Erindinu var vísað til umfjöllunar í stýrihópi vegna hugmyndasamkeppni um þróun og framtíð skipulagssvæðis Gömlu hafnarinnar frá D-reit og Ingólfsgarði í austri að Eyjargarði í vestri.
Kynnt.

(D) Ýmis mál

10. Flugvallarvegur, málskot (01.628) Mál nr. SN100328
Flugbjörgunarsveitin Reykjavík, Flugvallarvegi, 101 Reykjavík
Verkfræðistofa Sigurðar Sigurðs, Hegranesi 15, 210 Garðabær
Lagt fram málskot Verkfræðistofu Sigurðar Sigurðssonar f.h. Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík dags. 8. september 2010 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra varðandi afnot af grænu svæði, stækkun á lóð og viðbótarbílastæði, breikkun og færslu á núverandi inn- og útkeyrslu ásamt því að leggja nýja innkeyrslu á lóð Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur við Flugvallarveg. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 24. júní 2010.
Frestað.

11. Gamla höfnin, hugmyndasamkeppni (01.0) Mál nr. SN080373
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Lögð fram verðlaunatillaga Graeme Massie Architects
í hugmyndasamkeppni um þróun og framtíð skipulagssvæðis Gömlu hafnarinnar frá D-reit og Ingólfsgarði í austri að Eyjagarði í vestri.
Graeme Massie arkitekt kynnti tillöguna.

12. Langirimi 21-23, málskot (02.546.8) Mál nr. SN100369
Spöng ehf, Bæjarflöt 15, 112 Reykjavík
Teiknistofan Óðinstorgi ehf, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík
Lagt fram málskot Spangar ehf. dags. 11. október 2010 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 10. september 2010 um að breyta endahúsnæði á vesturenda á 2. hæð á lóð nr. 21-23 við Langarima, úr sólbaðsstofu í íbúð. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 15. október 2010.
Frestað.

13. Grandagarður 2, (01.01) Mál nr. SN080200
(fsp) breyting á deiliskipulagi Slippa- og Ellingsenreits
Inn Fjárfesting ehf, Hamraborg 12, 200 Kópavogur
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjóra dags. 12. mars 2008 ásamt erindi Inn fjárfestinga um breytingu á deiliskipulagi vegna Grandagarðs 2. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 26. mars 2008 og bréf Inn fjárfestinga dags. 14. maí 2008.
Kynnt.

14. Laugavegur 4-6, lokun svæðisins (01.171.3) Mál nr. SN100213
Lagðar fram tillögur Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 18. október 2010 að grindverki lóðarinnar nr. 4-6 við Laugaveg.
Kynnt.

Gísli Marteinn Baldursson og Jórunn Frímannsdóttir véku af fundi kl. 12:50

15. Lóð fyrir einkasjúkrahús, staðsetning Mál nr. SN100208
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjóra dags. 14. maí 2010 vegna erindis Ástráðar Haraldssonar f.h. undirbúningsfélags um stofnun og rekstur einkasjúkrahúss í Reykjavík dags 22. mars 2010 varðandi staðsetningu fyrir slíkt sjúkrahús innan borgarmarkanna. Einnig lagt fram minnisblað skipulagsstjóra dags. 19. október 2010.
Minnisblað skipulagsstjóra samþykkt.

16. Vatnsmýrin, tilnefning fulltrúa í stýrihóp (01.6) Mál nr. SN080123
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. október 2010 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um að skipa stýrihóp um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar. Samþykkt var að skipa sjö fulltrúa í hópinn: Kristín Soffía Jónsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Páll Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og Sóley Tómasdóttir.

Fundi slitið kl. 12.50

Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Kristín Soffía Jónsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2010, þriðjudaginn 2. nóvember kl. 9.55 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 610. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Hjálmar Andrés Jónsson, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Ármúli 17 (01.264.004) 103527 Mál nr. BN042251
Pizza King ehf, Hafnarstræti 18, 101 Reykjavík
Ísól ehf, Pósthólf 8436, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki I á 1. hæð atvinnuhúsnæðisins á lóð nr. 17 við Ármúla.
Jákvæð fyrirspurn BN042130 dags. 12. okt. 2010 fylgir.
Samþykki eiganda ódags. fylgir.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Barónsstígur 61 (01.195.221) 102613 Mál nr. BN042088
Xin Liu, Barónsstígur 61, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að útbúa baðherbergi innan íbúðar og færa útgang úr kjallara þannig að hann liggi ekki í gegn um íbúð í kjallara fjölbýlishússins á lóð nr. 61 við Barónsstíg.
Fylgiskjal frá burðarvirkishönnuði ódags. og tölvupóstur dags. 14. okt. 2010.
Samþykki frá Kristinni Hermannssyni í tölvubréfpósti dags. 17. sept. 2010 og samþykki meðeigenda ódags. fylgir erindinu.
Jákvæð fyrirspurn BN041676 dags. 15. júní 2010 fylgir.
Gjald kr. 7.700 +7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3. Bauganes 10 (01.674.101) 106851 Mál nr. BN042253
Fannar Birgir Jónsson, Melhagi 20, 107 Reykjavík
Halla Sigrún Hjartardóttir, Melhagi 20, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús á tveimur hæðum, með innbyggðri tvöfaldri bílgeymslu á lóð nr. 10 við Bauganes.
Kjallari bílgeymsla 43 ferm., íbúð 37,9 ferm., 1. hæð íbúð 218,9 ferm.
B-rými: xx ferm.
Samtals: 299,8 ferm., 1110,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

4. Baughús 46 (02.848.106) 109851 Mál nr. BN042224
Kristinn Sigurjónsson, Baughús 46, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka svalir, koma fyrir stiga af svölum niður af sólpalli, breyta glugga í svalahurð, þvottahúsglugga breytt í hurð og setja upp arinn í stofu með reykröri í einbýlishúsinu á lóð nr. 46 við Baughús.
Jákvæð fyrirspurn BN042185 dags. 26. okt. 2010 fylgir.
Umsögn burðavirkishönnuðar fylgir dags. 13. okt. 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Bergstaðastræti 67 (01.196.310) 102677 Mál nr. BN042256
Bert Martin Hanson, Bergstaðastræti 67, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breikka gang frá bílgeymslu að lyftu og snúa hurð sem skilur að mhl. 01 og mhl. 02 í kjallara tvíbýlishússins á lóð nr. 67 við Bergstaðastræti.
Jafnframt er erindi BN036753 dregið til baka.
Stækkun: 3 ferm., 7,9 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 608
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

6. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN042190
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta tannlæknastofu í rými 0801 í Höfðatúni 2 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Erindi fylgir rökstuðningur fyrir breyttu fyrirkomulagi frá umsækjanda dags. 21. og frá hönnuði dags. 25. október 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar heilbrigðiseftirlits.

7. Bústaðavegur 3 (01.705.703) 197135 Mál nr. BN042261
Skeljungur hf, Hólmaslóð 8, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja ómannaða sjálfsafgreiðslu eldsneytisstöð með auglýsingaskilti utan lóðar, með dælueyju og tönkum undir eyjunni á lóð nr. 3 við Bústaðaveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Dalsel 6-22 (04.948.701) 113071 Mál nr. BN042169
Guðbjartur Kristinsson, Dalsel 20, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalaskýli úr PVC prófílum styrktum með galvaniseruðu járni á 2. hæð raðhúss nr. 20 í lengju nr. 14 - 22 á lóð nr. 6 - 22 við Dalsel.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda í raðhúsinu og jákv. fsp. BN035536 dags. 13. mars 2007.
Stærðir svalaskýli: 9,5 ferm., 23.8 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 1.833
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Depluhólar 9 (04.641.709) 111904 Mál nr. BN042258
Björk Vilhelmsdóttir, Depluhólar 9, 111 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi BN000893 dags. 29.6. 1989 sbr. fyrirspurn. BN036106 dags. 10.7. 2007 sem fjallar um að innrétta þvottahús, geymslu og sjónvarpsherbergi og setja tvo glugga og útihurð á útgrafin kjallararými einbýlishúss á lóð nr. 9 við Depluhóla.
Stækkun kjallari 103,3 ferm., 248 rúmm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Fannafold 145 (02.851.606) 109964 Mál nr. BN042113
Guðrún Björg Halldórsdóttir, Viðarás 25a, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta byggingarleyfi í tvennt þar sem sólstofa hefur þegar verið byggð við eignarhluta 0102 sbr. sem er áfangi 1, en ekki við eignarhluta 0101, sbr. erindi BN038868, við tvíbýlishús á lóð nr. 145 við Fannafold.
Meðfylgjandi er bréf umsækjanda dags. 28.9. 2010, einnig eignaskiptayfirlýsing þar sem samþykki eigenda á lóð kemur fram dags. 14.7. 2009.
Stærðir 1. áfangi viðbót garðstofa við 0102: 13,87 ferm., 41,09 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 3.164
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

11. Flugvöllur 106748 (01.66-.-99) 106748 Mál nr. BN042245
Isavia ohf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta staðsetningu á áður samþykktu erindi BN041996 dags. 7. sept. 2010 þar sem farið var fram á að girða 2 metra háa netamöskvagirðingu húðuð með varanlegum gráum lit umhverfis flugstjórnarmiðstöðina í Reykjavík á lóð með staðgreinir 202-9310 og landnúmer 106748 við Flugvöllinn.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vantar mæliblað.

12. Fossaleynir 1 (02.456.101) 190899 Mál nr. BN041778
Kvikmyndahöllin ehf, Austurstræti 11, 101 Reykjavík
R-Höllin ehf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir nýja, uppfærða og endurútgefna aðaluppdrætti af mhl. 03 Egilshallarinnar á lóð nr. 1 við Fossaleyni sjá BN036460.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 25. júní 2010 og annað dags. 9. sept. 2010, einnig endurskoðuð brunahönnunarskýrsla dags. 31. júlí 2010 og bréfa frá Reginn ehf. vegna eignaskiptayfirlýsingar dags. 20. okt. 2010 og 27. október 2010.
Stækkun: 60,2 ferm., (0,1 rúmm.)
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Var samþykkt 29. október 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

13. Fróðengi 1-11 (02.378.502) 214766 Mál nr. BN042246
Eir,hjúkrunarheimili, Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja skyggni og skjólvegg við anddyri úr stáli og gleri sbr. erindi BN037138, í fjölbýlishúsi nr. 11 á lóð nr. 1- 11 við Fróðengi.
Bréf frá hönnuði dags. 26. okt. 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

14. Geirsgata 5-5C (01.117.306) 100086 Mál nr. BN042137
Elísabet Jean Skúladóttir, Furubyggð 21, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að byggja glerskála með póstalausum svalalokunareiningum og tveim útgangshurðum og akronplasti á timbursperrum í þaki sbr. erindi BN039324 en sem er eins og erindi BN038905 sem samþykkt var 7.10. 2008 við veitingastað á lóð nr. 5 við Geirsgötu.
Meðfylgjandi er bréf hönnuðar dags. 1. okt. 2010 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 15. október 2010.
Stærðir 24,7 ferm., 69,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700.- + 7.700 + 5.321
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Gufunes Áburðarverksm (02.220.001) 108955 Mál nr. BN041039
Íslenska gámafélagið ehf, Gufunesi, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum af véla- og verkstæðisbyggingu, matshlutar 15, 16, 17 og 18, á lóð áburðarverksmiðju í Gufunesi.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Haðaland 9-15 (01.864.101) 108810 Mál nr. BN042230
Guðni Ingimarsson, Stararimi 17, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka íbúðarhúsið til austurs og vesturs, hækka vegg á lóðamörkum í norður, hækka bílskúr, steypa nýja þakplötu þar á, byggja skjólveggi sunnan við hús og breyta innra fyrirkomulagi í einbýlishúsi nr. 15 á lóð nr. 15-21 við Haðaland.
Bílskúr minnkar um 1,8 ferm., stækkar um 25,5 rúmm.
Íbúð stækkar um 55,1 ferm., 171,9 rúmm.
Samtals stækkun: 55,1 ferm., 197,4 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 15.200
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17. Hagamelur 28 (01.540.320) 106313 Mál nr. BN041880
Hrólfur Gestsson, Hagamelur 28, 107 Reykjavík
Guðmundur Hinriksson, Heiðargerði 13, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningum vegna eignaskiptasamnings af fjölbýlishúsinu á lóð nr. 28 við Hagamel.
Stækkun: 5,18 ferm., 11,5 rúmm.
Samþykki meðeigenda í nr. 26 og 28 fylgir ódags.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 885
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

18. Haukdælabraut 104 (05.113.502) 214821 Mál nr. BN042240
Rúnar Grétarsson, Gerðhamrar 8, 112 Reykjavík
Sótt er um minni háttar breytingar á útliti og innra fyrirkomulagi í nýsamþykktu einbýlishúsi, m. a. er kjallari stækkaður, gluggasetningu breytt og lofthæð minnkuð, sjá erindi BN041955 samþ. 14. september 2009, á lóð nr. 104 við Haukdælabraut.
Stækkun kjallara: 5,3 ferm., 5,9 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 454
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

19. Heiðargerði 80 (01.802.209) 107674 Mál nr. BN042048
Kristján Sigurður Bjarnason, Neðstaleiti 9, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fá samþykkta áður gerða ósamþykkta íbúð í kjallara þríbýlishússins á lóð nr. 80 við Heiðargerði.
Erindi fylgir ný íbúðarskoðun dags. 17. ágúst 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

20. Heiðargerði 98 (01.802.218) 107683 Mál nr. BN042215
Birgitta Guðrún S Ásgrímsdóttir, Heiðargerði 98, 108 Reykjavík
Alexander Schepsky, Heiðargerði 98, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka þak um 500 mm, koma fyrir anddyri og byggja steinsteyptan bílskúr á lóð nr. 98 við Heiðargerði.
Erindi fylgir fsp. BN041221 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 29. október 2010.
Stækkun: 15,0 ferm., 42,7 rúmm.
Stærð bílskúrs: 28,1 ferm., 82,0 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 3.370
Frestað.
Með vísan til útskriftar skipulagsstjóra eru ekki gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna á eigin kostnað tillögu til breytinga deiliskipulagi, sem síðar verður grenndarkynnt. Bent er á að breyting deiliskipulags er forsenda fyrir áframhaldandi málsmeðferð.

21. Hólatorg 2 (01.160.310) 101172 Mál nr. BN042191
Páll Baldvin Baldvinsson, Hólatorg 2, 101 Reykjavík
Katrín Lovísa Ingvadóttir, Hólatorg 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skilgreina geymslu/þvottahússkúr mhl. 02, sbr. BN038176, sem vinnustofu og séreign á lóð nr. 2 við Hólatorg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 29. október 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 27. október 2010.Gjald kr. 7.700
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra eru ekki gerðar athugasemdir við séreignarhald á mhl. 02. Þinglýsa skal kvöð sbr. umsögn skipulagsstjóra, fyrir samþykkt málsins. Að öðru leyti er vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Hólmaslóð olíustöð 3 (01.085.201) 100003 Mál nr. BN042252
Olíudreifing ehf, Pósthólf 4230, 124 Reykjavík
Sótt er um leyfi til setja upp tvo stálgeyma fyrir díselolíu, hvor um sig geymir 95 rúmm. af olíu og hvíla á steinsteyptum undirstöðum á lóð nr. 3 við Hólmaslóð olíustöð.
Stærð geyma: XX ferm og XX rúmm.
Gjald kr. 7.700 + XX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

23. Hringbraut 46 (01.162.324) 101297 Mál nr. BN042257
Magnús L Alexíusson, Reynihvammur 34, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja svalir úr stáli og timbri á 2. hæð og að klæða austurgafl með bárujárnsklæðningu festa á trégrind, einangruð með 50 mm steinull í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 46 við Hringbraut.
Samþykki meðeigenda ódags. fylgir.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

24. Hvammsgerði 7 (01.802.504) 107710 Mál nr. BN042228
Bryndís Ingibjörg Jónsdóttir, Hvammsgerði 7, 108 Reykjavík
Árni Björnsson, Hvammsgerði 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við suðurhlið einbýlishúss á lóð nr. 7 við Hvammsgerði.
Jafnframt er gerð grein fyrir kjallara undir hluta húss.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. október 2010 fylgir erindinu.
Kjallari: 11,7 ferm., 26,2 rúmm.
Viðbygging 11,9 ferm., 33,9 rúmm.
Samtals stækkun: 23,6 ferm., 60,1 ferm.
Gjald kr. 7.700 + 4.628
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

25. Ingólfsstræti 1 (01.150.307) 100974 Mál nr. BN042242
Fasteignafélagið Höfn ehf, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir skilti á norðurhlið hótelsins á lóð nr. 1 við Ingólfsstræti.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Embætti byggingafulltrúa tekur ekki afstöðu til lýsingu skiltis.

26. Í Úlfarsfellslandi 125481 (97.001.060) 125481 Mál nr. BN042244
Klettaberg ehf, Pósthólf 5005, 125 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir frístundahús úr timbri á landspildu með landnúmer 125481 í landi Úlfarsfells.
Stærðir 17,3 ferm., 49,9 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 3.842
Frestað.
Til að hægt sé að afgreiða erindið þarf að þinglýsa kvöð, sbr. athugasemdir skipulagsstjóra á umsóknarblaði.

27. Jörfabakki 18-32 (04.634.102) 111874 Mál nr. BN042254
Jörfabakki 18-32,húsfélag, Jörfabakka 18-32, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta svalahandriðum og skilveggjum á svölum í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 18-32 við Jörfabakka.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Höfundur hafi samband við arkitekta embættis byggingarfulltrúa.

28. Kjalarvogur 10 (01.428.004) 105187 Mál nr. BN042204
Ker ehf, Kjalarvogi 7-15, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki reyndarteikninga, sem unnar eru eftir byggingarnefndarteikningum frá 1979 og uppmælingum, vegna eignaskiptayfirlýsingar fyrir steinsteypt geymslu- og lagerhús mhl. 13 á lóð nr. 10 við Kjalarvog.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 29. október 2010 fylgir erindinu.
Stærðir samtals: 2.682 ferm,. 12.567 rúmm.
Gjald kr 7.700
Frestað
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Kjalarvogur 10 (01.428.004) 105187 Mál nr. BN042208
Ker ehf, Kjalarvogi 7-15, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki reyndarteikninga, sem unnar eru eftir uppmælingum, vegna eignaskiptayfirlýsingar fyrir geymsluskýli úr timbri og steinsteypu á steyptum sökkli, sem byggt var 1965, mhl. 08, á lóð nr. 10 við Kjalarvog.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 29. október 2010 fylgir erindinu.
Stærðir samtals: 274 ferm., 916 rúmm.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Kjalarvogur 10 (01.428.004) 105187 Mál nr. BN042207
Ker ehf, Kjalarvogi 7-15, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki reyndarteikninga, sem unnar eru eftir uppmælingum vegna eignaskiptayfirlýsingar fyrir geymsluhús úr timbri á steyptum sökkli, sem byggt var 1968, mhl. 06, á lóð nr. 10 við Kjalarvog.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 29. október 2010 fylgir erindinu.
Stærðir samtals: 82 ferm., 276 rúmm.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Kjalarvogur 10 (01.428.004) 105187 Mál nr. BN042205
Ker ehf, Kjalarvogi 7-15, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki reyndarteikninga, sem unnar eru eftir byggingarnefndarteikningum frá 1951 og uppmælingum, vegna eignaskiptayfirlýsingar fyrir steinsteypt geymslu- og lagerhús með stálgrindar og timburþaki, mhl. 2, á lóð nr. 10 við Kjalarvog.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 29. október 2010 fylgir erindinu.Stærðir samtals: 992 ferm., 4.580 rúmm.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Kjalarvogur 10 (01.428.004) 105187 Mál nr. BN042206
Olíudreifing ehf, Pósthólf 4230, 124 Reykjavík
Sótt er um samþykki reyndarteikninga, sem unnar eru eftir byggingarnefndarteikningum frá 1962 og uppmælingum, vegna eignaskiptayfirlýsingar fyrir staðsteypt geymslu- og lagerhús með timburþaki, mhl. 04, á lóð nr. 10 við Kjalarvog.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 29. október 2010 fylgir erindinu.
Stærðir samtals: 625 ferm., 2.854 rúmm.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN042248
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta að hluta innra fyrirkomulagi verslunareiningar, opna frontinn betur og setja þjófavarnarhlið milli verslana Skífunnar og Vodafone, áfram verður innangengt í milli og sameiginleg starfsmannaaðstaða í einingu S-248 í verslunarmiðstöðinni Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Frestað.
Vantar umsögn (áritun) brunahönnuðar.

34. Kúrland 27 (01.861.401) 108796 Mál nr. BN042249
Kristján M Baldursson, Kúrland 27, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir heitum potti á trépalli baklóðar raðhússins nr. 27 á lóð nr. 23 - 29 við Kúrland.
Bréf frá eiganda dags. 24. okt. 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Lambhagavegur 23 (02.684.101) 189563 Mál nr. BN042250
Hafberg Þórisson, Lambhagavegur 23, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka áður samþykkt bráðabirgðagróðurhús sbr. BN039973 dags. 16. júní 2009 á lóð nr. 23 við Lambhagaveg.
Stækkun: 707,2 ferm., 3649,2
Gjald kr. 7.700 + 280.988
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

36. Lágholtsvegur 11 (01.520.319) 105938 Mál nr. BN042267
Guðbjörg Gróa Guðmundsdóttir, Lágholtsvegur 11, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður byggðum 15,8 ferm. svalapalli úr timbri, sbr. fyrirspurn BN042075 dags. 28. sept. 2010, sem byggður var árið 1984 við einbýlishúsið á lóð nr. 11 við Lágholtsveg.
Samþykki sumra nágranna fylgir dags.15. sept. 2010, einnig bréf frá lögfræðingi byggingarfulltrúa dags. 29. júní 2010
Gjald kr. 7.700
Synjað.
Þrátt fyrir leiðbeiningu með fyrirspurn um að samþykki lóðarhafa Grandavegar 38 yrði að fylgja barst það ekki með byggingarleyfisumsókn. Er erindinu því synjað sbr. ákvæði deiliskipulags. Umsækjanda er bent á að hægt er sækja um breytta staðsetningu pallsins sbr. ávæði deiliskipulags. Fjarlæga skal pallinn innan 30 daga verðir það ekki gert mun embætti byggingarfulltúra leggja til beitingu þvingunarúrræða byggingarreglugerðar.

37. Ofanleiti 11-13 (01.744.102) 107430 Mál nr. BN042083
Ágúst Ólafsson, Ofanleiti 13, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir svalaskýli með glerþaki á íbúð 0302 í fjölbýlishúsinu nr. 13 á lóð nr. 11-13 við Ofanleiti.
Jákvæð fyrirspurn BN041872 dags. 17. ágúst 2010 og samþykki
meðeigenda dags. 30. mars 2010 fylgja erindi.
Einnig bréf frá hönnuði um eldvarnir dags. 15. okt. 2010.
Stærðir: 18,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 +1.450
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

38. Ránargata 10 (01.136.019) 100522 Mál nr. BN040722
Flying Viking ehf, Krókhálsi 5A, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til ýmissa breytinga á gluggum, útihurðum og léttum innveggjum í gistiheimili í fjölbýlishúsi á lóð nr. 10 við Ránargötu.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda á lóð dags. 16. nóv. 2009 og bréf Hans Kr. Guðmundssonar til Einars Helgasonar Orkuveitunni dags. 9. des. 2009.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Safamýri 26 (01.285.002) 103738 Mál nr. BN042196
Knattspyrnufélagið Fram, Safamýri 28, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að nýta félagsheimili Knattspyrnufélagsins Fram til veisluhalda í flokki III á 2. hæð í mhl. 03 íþróttahúss á lóð nr. 26 við Safamýri.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 29. október 2010 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

40. Seljabraut 54 (04.970.002) 113150 Mál nr. BN042247
Fjárfestingafél Farbraut ehf, Þingási 3, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja steypta súlu í modul línu F á teikningu og setja stálsúlu R60 í staðinn sbr. erindið BN041410 dags. 27. apríl 2010 í verslunarhúsnæðinu á lóð nr. 54 við Seljabraut.
Bréf frá eiganda dags. 24. okt. 2010 fylgir.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vantar umsögn burðarvirkishönnuðar. Furðu vekur að hróflað sé við burðarvirki hússins af svo litlu tilefni.

41. Skipasund 37 (01.358.101) 104469 Mál nr. BN042174
Oddný M Waage, Suðurlandsbraut 62, 108 Reykjavík
Árdís Lilja Waage, Skipasund 37, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningu og jafnframt samþykkt á íbúð í kjallara húss á lóð nr. 37 við Skipasund.
Erindi fylgir íbúðarskoðun dags. 25. okt. 2010.
Bréf frá byggingafulltrúa dags. 26. apríl 1949.
Samþykki Oddný M. Waage dags. 24 okt. 2010 fylgir.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Skúlagata 51 (01.220.008) 102784 Mál nr. BN042167
Sendiráð Kína, Pósthólf 75, 172 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til að breyta núverandi húsnæði í Sendiráð Alþýðulýðveldisins Kína á Íslandi, breytingarnar eru umtalsverðar innanhúss á öllum hæðum, en að utanverðu einungis þær að bílskýli við Skúlagötu er lokað með rimlum og hurð sett í ökuop á austurhlið bílgeymslu í húsi á lóð nr. 51 við Skúlagötu.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 7. okt. 2010 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 22. október 2010 og umsögn skipulagsstjóra dags. 14. október 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

43. Suðurgata 8A (01.161.105) 101200 Mál nr. BN042055
Valdimar Birgisson, Akrar, 271 Mosfellsbær
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum vegna breytinga á skráningartöflu sem er forsenda fyrir nýjum eignaskiptasamningi fyrir tvíbýlishús á á lóð nr. 8A við Suðurgötu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

44. Suðurlandsbraut 4-4A (01.262.001) 103513 Mál nr. BN042234
Stensill ehf, Bogahlíð 6, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi innanhúss í núverandi kaffihúsi og bakaríi í veitingahús í flokki II í rými 0102 á 1. hæð vesturenda húss á lóð nr. 4A við Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

45. Sundabakki 2 (01.332.001) 103905 Mál nr. BN042232
Eimskip Ísland ehf, Korngörðum 2, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðu niðurrifi Mhl. 08 á lóð nr. 2 við Sundabakka.
Áður gert niðurrif: Fastanr. 201-5902 Mhl. 08 merkt 0101 skrifstofa 211,6 ferm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Gera betri grein fyrir staðsetningu þess sem rifið hefur verið.

46. Sævarhöfði 2-2A (04.054.501) 110556 Mál nr. BN042127
Fasteignafélagið Sævarhöfði ehf, Sævarhöfða 2, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eldvarnarmerkingu á áður samþykktum uppdráttum sbr. erindi BN038599 dags. 24. ágúst 2010 í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 2-2A við Sævarhöfða.
Skýrsla Brunahönnuðar fylgir dags. 30. apríl 2005 og endurskoðað 12. júlí 2010
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

47. Úthlíð 14 (01.270.207) 103584 Mál nr. BN042236
Úthlíð 14,húsfélag, Úthlíð 14, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu v/ gerðar eignaskiptasamnings þar sem leiðrétt er minni háttar ósamræmi á innra fyrirkomulagi og útliti, sjá erindi BN041623 dags. 10. ágúst 2010, fjölbýlishússins á lóð nr. 14 við Úthlíð.
Gjald 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

48. Vegbrekkur 9-15 (05.866.601) 216728 Mál nr. BN041956
Hestamannafélagið Fákur, Vatnsendav Víðivöllum, 110 Reykjavík
Harpa Kristjánsdóttir, Búrfell, 320 Reykholt
Sótt er um leyfi til að byggja hesthús úr staðsteypu á lóð nr. 9 við Vegbrekkur.
Stærðir: 1. hæð 272,2 ferm., milliloft 134,1 ferm.,
Samtals 406,3 ferm., 1.365,5 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 105.143
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Ýmis mál

49. Eiðsgrandi 30 (01.511.201) 186007 Mál nr. BN042269
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Orkuveita Reykjavíkur sótti um að lóð fyrir dælustöð fráveitu Seilugranda verði afmörkuð dags. 21. september 2010. Sjá meðfylgjandi afrit. Landupplýsingadeild reiknaði lóðina í hnitakerfi Reykjavíkur 1951. Óskað er eftir að byggingarfulltrúi afgreiði meðfylgjandi breytingarblað þar sem fram kemur að lóðin er stofnuð úr óútvísuðu landi Reykjavíkur í byggð landnr. 218177.
Byggingarfulltrúi leggur til að lóðin verði tölusett nr. 30 við Eiðsgranda.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðamarkabreyting tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.

50. Eiðsgrandi skolpdælustöð (01.513.201) 176967 Mál nr. BN042262
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Byggingarfulltrúi leggur til að skolpdælustöð við Eiðsgranda landnúmer 176967, fastanúmer 223-1292 verði skráð nr. 20 við Eiðsgranda.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

51. Í landi Fitjakots 125677 (00.026.002) 125677 Mál nr. BN042266
Ingibjörg R Þengilsdóttir, Búðavað 10, 110 Reykjavík
Jón Jóhann Jóhannsson, Búðavað 10, 110 Reykjavík
Óskað er eftir að nafnið Perluhvammur verði notað sem varanlegt nafn á landspildu í landi Fitjakots.
Meðfylgjandi er ljósrit frá sýslum. í Reykjavík dags. 18. febrúar 1993, ljósrit af makaskiptasamningi frá sýslum í Hafnarf. dags. 19. desember 1961 og ljósrit af afsali dags. 18. maí 1968.
Frestað.
Fyrirhugað er að tölusetja fasteignir og lóðir á svæðinu og er erindinu vísað til þeirrar vinnu.

Fyrirspurnir

52. Grettisgata 62 (01.190.116) 102391 Mál nr. BN042255
Mótamenn ehf, Þúfuseli 2, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja við til vesturs og hækka um eina hæð, að innrétta nýja íbúð á þriðju hæð og breyta jarðhæð í íbúð, einnig er spurt hversu mörg bílastæði þyrfti að greiða fyrir ef af yrði á lóð nr. 62 við Grettisgötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

53. Hagamelur 39 (01.526.004) 106072 Mál nr. BN042259
Guðmundur Júlíusson, Laugarásvegur 54, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta fyrirkomulagi við sorpgeymslu verslunarinnar á lóð nr. 39 við Hagamel.
Frestað.
Gera betur grein fyrir erindinu á afstöðumynd.

54. Hamrahlíð 17 (01.714.101) 107254 Mál nr. BN042239
Blindrafélagið, Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að stækka til norðurs, þrjár hæðir fyrir stoðþjónustu og æfingaíbúðir ofan á einnar hæðar bílskúrsbyggingu við hús Blindrafélagsins á lóð nr. 17 við Hamrahlíð.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

55. Kjarrvegur 15 (01.846.508) 108714 Mál nr. BN042227
Bergþór Þormóðsson, Kjarrvegur 15, 108 Reykjavík
Spurt er um leyfi til að byggja sólstofu á svölum 3. hæðar íbúðar 0301 fjölbýlishússins á lóð nr. 15 við Kjarrveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 29. októbr 2010 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum, enda verði sótt um byggingarleyfi sem sé í samræmi við bókun skipulagsstjóra.

56. Vitastígur 13 (01.174.233) 101635 Mál nr. BN042237
Pálmi Bergmann Vilhjálmsson, Austurbrún 10, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta íbúð á 3. hæð atvinnuhússins á lóð nr. 13 við Vitastíg.
Erindi fylgir jákv. fsp. BN039477 dags. 17. febrúar 2009.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi, í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar.

57. Þorláksgeisli 94-96 (04.135.603) 189639 Mál nr. BN042238
Bjarki Rafn Kristjánsson, Þorláksgeisli 96, 113 Reykjavík
Erna Karen Óskarsdóttir, Þorláksgeisli 96, 113 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fengist fyrir áður gerðum skjólveggjum, áður gerðum verkfæraskúr og þegar uppsettum gervihnattadiski, ennfremur er spurt hvort leyft yrði að koma fyrir reykröri á vesturhlið þaks á húsi nr. 96 á lóð nr. 94-96 við Þorláksgeisla.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa og eigenda húss nr. 98 við Þorláksgeisla.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

Fundi slitið kl. 11.58

Magnús Sædal Svavarsson

Bjarni Þór Jónsson Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir Jón Hafberg Björnsson
Hjálmar A. Jónsson Guðfinna Ósk Erlingsdóttir
Eva Geirsdóttir