Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 220

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2018, miðvikudaginn 7. febrúar kl. 9.10, var haldinn 220. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Torfi Hjartarson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir og Herdís Anna Þorvaldsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson ,Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Þorsteinn Hermannsson, Oddrún Helga Oddsdóttir, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson og Marta Grettisdóttir.

Fundarritari er Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1.    Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir         Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 2. febrúar 2018.

2.    Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Stekkjarbakki, breyting á aðalskipulagi     (04.613)    Mál nr. SN170460

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Stekkjarbakka milli Reykjanesbrautar og Höfðabakka, dags. september 2017. Í breytingunni felst að horfið er frá fyrirhugaðri færslu götu til norðurs. Einnig er lögð fram umhverfisskýrsla VSÓ, dags. 18. september 2017. Kynning stóð til og með 30. október 2017. Eftirtaldir sendu umsagnir: Seltjarnarnesbær dags. 16. október 2017, Vegagerðin dags. 26. október 2017, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 30. október 2017, Umhverfisstofnun dags. 20. nóvember 2017, Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 6. desember 2018 og Bláskógabyggð dags. 19. desember 2018. 

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. febrúar 2018 að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Stekkjarbakka, stofnbraut milli Reykjanesbrautar og Höfðabakka. Í breytingunni felst að horfið er frá fyrirhugaðri færslu til norðurs. Einnig er lögð fram umhverfisskýrsla VSÓ ráðgjafar dags. september 2017.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu samkvæmt 1. mgr. 36. gr. sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Vísað til borgarráðs

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

3.    Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Laugavegur-Skipholt, reitur 25, breyting á aðalskipulagi, verklýsing     (01.242)    Mál nr. SN170715

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs dags. september 2017 vegna breytingar á aðalskipulagi vegna Laugavegs-Skipholts (reits 25). Um er að ræða aukningu byggingarmagns og breyttar heimildir um fjölda íbúða. Eftirtaldir sendu inn umsagnir/athugasemdir: Mosfellsbær dags. 30. október 2017, Sjómannaheimilið Örkin Reykjavík dags. 30. október 2017, Gísli Gestsson f.h. Víðsjá dags. 31. október 2017, Bláskógabyggð dags. 19. október 2017, Skipulagsstofnun dags. 7. nóvember 2017, Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu 6. desember 2018 og Seltjarnarnesbær dags. 22. deseber 2018.

Lögð fram drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. febrúar 2018 að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 fyrir Laugaveg-Skipholt (reitur 25). Í breytingunni felst aukning byggingarmagns og breyttar heimildir um fjölda íbúða. 

Samþykkt að kynna framlögð drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Drögin verða send til Hverfisráðs Hlíða, Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, nágrannasveitarfélaga og skóla- og frístundaráðs/sviðs Reykjavíkur. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Áslaug María Friðriksdóttir og Herdís Anna Þorvaldsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:

Í gögnum málsins vekur athygli fulltrúa Sjálfstæðisflokksins að auglýsing um breytingu á aðalskipulagi hafi komið aðilum á nálægu svæði á óvart. Mikilvægt er að í framhaldinu sé gætt að því að fyllsta samráð sé haft við alla hagsmunaaðila.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

4.    Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, breytt afmörkun landnotkunar, breyting á aðalskipulagi         Mál nr. SN180067

Lögð fram verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs dags. dags. febrúar 2018 vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Í breytingunni felst breytt afmörkun landnotkunar fyrir samfélagsstofnanir og fleiri sambærilegar lagfæringar

Lýsing á skipulagsgerð samþykkt til kynningar og umsagna, sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Lýsingin verður send til skilgreindra umsagnaraðila 

Lýsingin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur 

Vísað til borgarráðs.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

5.    Grensásvegur 12 og 14, breyting á deiliskipulagi     (01.295.4)    Mál nr. SN170806

Lómur ehf., Gnípuheiði 2, 200 Kópavogur

Archus slf., Stórhöfða 17, 110 Reykjavík

Lögð fram umsókn Guðmundar Gunnlaugssonar mótt. 31. október 2017 ásamt bréfi dags. 26. október 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 12 við Grensásveg. Í breytingunni felst að heimilt verður að breyta notkun bakhúss á lóðinni, Grensásvegar 12a, og innrétta þar 9 íbúðir. Einnig er lóð Grensásvegar 12 og 12a skilgreind m.t.t. garða, sérafnotahlutum/veröndum og bílastæðafyrirkomulags, skv. uppdr. Teiknistofunnar Stiku dags. 31. janúar 2018.

-    Kl. 9.36 tekur Sigurborg Ó. Haraldsdóttir sæti á fundinum. 

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Umhverfis- og skipulagsráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Umhverfis- og skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að hefja undirbúning að skipulagi og þróunaráætlun fyrir Múlana. Samkvæmt Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 er áætluð aukning húsnæðis á svæðinu (M2 c,d,e) um 80 þ. fm. þar af um 300 íbúðir. Aukin eftirspurn er eftir breytingum á húsnæði á svæðinu en ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir það. Mikilvægt er að ná utan um langtímaþróun og uppbyggingu á svæðinu sem miðsvæði sem jafnframt er  aðlægt fyrirhugaðri borgarlínu eftir Suðurlandsbraut þar sem gert er ráð fyrir auknum þéttleika byggðar. 

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

Magnea Guðmundsdóttir víkur af fundi undir þessum lið. 

6.    Skógarhlíð 22, Þóroddsstaðir, breyting á deiliskipulagi     (01.705.8)    Mál nr. SN160912

VERT ehf., Skógarhlíð 22, 105 Reykjavík

Hornsteinar arkitektar ehf, Ingólfsstræti 5, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn Hornsteina arkitekta ehf. mótt. 1. desember 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 22 við Skógarhlíð. Í breytingunni felst að að skilgreina notkun lóðarinnar undir íbúðabyggð og heimila uppbyggingu húsnæðis sem tekur mið af formgerð Þóroddsstaða. Heimilt verði að byggja allt að 18 íbúðir á lóðinni, að hámarki 6 íbúðir í núverandi húsi (Þóroddsstöðum) og að hámarki 12 íbúðir í nýbyggingunni, samkvæmt deiliskipulags- og skuggavarpsuppdr. Hornsteina arkitekta ehf. dags. janúar 2018. Einnig er lögð fram drög að greinargerð, ódags., umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 28. mars 2017 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 8. maí 2017. 

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

7.    Suðurlandsbraut 4-4A, breyting á skilmálum deiliskipulags     (01.262.0)    Mál nr. SN160777

Mænir Reykjavík ehf., Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Mænis Reykjavík ehf., mótt. 18. október 2016, varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Ármúla, Vegmúla, Hallarmúla vegna lóðarinnar nr. 4-4A við Suðurlandsbraut. Breytingin varðar kvöð um bílastæði, samkvæmt tillögu Urban arkitekta ehf., dags. 29. maí 2017, br. 12. október 2017. Einnig er lagt fram bréf umsækjanda, dags. 3. október 2017. Tillagan var auglýst frá 7. nóvember 2017 til og með 19. desember 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Páll V. Bjarnason f.h. Reginn atvinnuhúsnæði ehf. dags. 18. desember 2017 og S4 eignarhaldsfélag ásamt 3 fylgiskjölum, dags. 18. desember 2017.  Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. janúar 2018. 

Synjað með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. janúar 2018. 

Vísað til borgarráðs.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

8.    Vogabyggð svæði 1, breyting á deiliskipulagi     (01.45)    Mál nr. SN180050

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Vogabyggð, svæði 2. Í breytingunni felst m.a. leiðrétting á hæðarkótum bygginga, stærð svala og staðsetning innkeyrslu í bílakjallara, samkvæmt uppdrætti Teiknistofunnar Traðar ehf. dags. 26. janúar 2018. Einnig eru lagðir fram skilmálar fyrir húsbyggingar og mannvirki á lóð, dags. 26. janúar 2018 og almenn greinargerð og skilmálar fyrir innviði dags. 26. janúar 2018. 

Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs. 

Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

(B) Byggingarmál

9.    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 960 frá 6.febrúar 2018.

(C) Fyrirspurnir

11.    Stórhöfði 29-31, (fsp) stækkun húss og fjölgun bílastæða     (04.084.8)    Mál nr. SN180048

Húsfélagið Stórhöfða 31, Stórhöfða 31, 110 Reykjavík

Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Arkís arkitekta ehf. dags. 24. janúar 2018 ásamt bréfi dags. 12. janúar 2018 um stækkun hússins á lóð nr. 29-31 við Stórhöfða ásamt fjölgun bílastæða. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. febrúar 2018.

Neikvætt er tekið í fyrirspurnina með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. febrúar 2018. 

Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(E) Umhverfis- og samgöngumál

12.    Arnarhlíð,          Mál nr. US180007

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags, 5. febrúar 2018 ásamt tillögu Landmótunar að bráðabirgðaútfærslu Arnarhlíðar dags. 5. febrúar 2018.

Umhverfis- og skipulagsráðs samþykkir tillögu Landmótunar að bráðabirgðaútfærslu Arnarhlíðar dags. 5. febrúar 2018.

Umhverfis- og skipulagsráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Það er mikilvægt að halda því til haga að útfærsla Arnarhlíðar, sem hér er samþykkt, er tímabundin og ekki í samræmi við samþykkt skipulag. Aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að Snorrabrautarásinn verði framlengdur í gegnum Hlíðarendasvæðið um Arnarhlíð. Þegar til þess eða annarra breytinga kemur munu tímabundin miðeyja og bílastæði við hana víkja.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Áslaug María Friðriksdóttir og Herdís Anna Þorvaldsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.

13.    Notkun nagladekkja í Reykjavík, talningar og fræðsla - kynning         Mál nr. US170383

Kynning á nýjustu nagladekkjatölum frá Eflu og fræðsluherferð vor og haust 2017.

Kynnt. 

14.    Umferðaröryggisáætlun, stöðukynning         Mál nr. US180027

Kynnt staða vinnu við mótun umferðaröryggisáætlunar. 

Fulltrúar Verkís Höskuldur Kröyer og Berglind Hallgrímsdóttir kynna.

15.    Meindýravarnir, ársskýrsla 2017         Mál nr. US180025

Lögð fram og kynnt ársskýrsla meindýravarna 2017.

Guðmundur Þ. Björnsson rekstrarstjóri meindýravarna kynnir.

(D) Ýmis mál

16.    Fjárhagsáætlun, tíma- og verkáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2019-2023         Mál nr. US180028

Lögð fram tíma- og verkáætlun Reykjavíkurborgar vegna fjárhagsáætlunar 2019-2023 dags. 26. janúar 2018.

17.    Laugardalslaug, hugmyndasamkeppni         Mál nr. US180024

Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs dags. 29. janúar 2018 varðandi hugmyndasamkeppni um Laugardalslaug.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

18.    Betri Reykjavík, færanlegur kaffistandur í Grafarholtið yfir sumarið (USK2015040065)         Mál nr. US150123

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd aprílmánaðar úr flokknum framkvæmdir "færanlegur kaffistandur í Grafarholtið yfir sumarið" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. apríl 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 28. janúar 2018. 

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 28. janúar 2018 samþykkt. 

Bragi Bergsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

19.    Betri Reykjavík, vatnspóst í Hljómskálagarðinn (USK2015120052)         Mál nr. US160006

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið ¿vatnspóst í Hljómskálagarðinn" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. desember 2015. Erindið var efsta hugmynd desembermánaðar 2015 í málaflokknum framkvæmdir. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 28. janúar 2018. 

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 28. janúar 2018 samþykkt. 

Bragi Bergsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

20.    Betri Reykjavík, fleiri bekkir á Kringlumýrarbraut (USK2016030039)         Mál nr. US160075

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið ¿fleiri bekkir á Kringlumýrarbraut" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. febrúar 2016. Erindið var efsta hugmynd febrúarmánaðar 2016 í málaflokknum ýmislegt. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 28. janúar 2018. 

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 28. janúar 2018 samþykkt. 

Bragi Bergsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

21.    Betri Reykjavík, útikörfuboltavöll í laugardalinn         Mál nr. US170047

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið "útikörfuboltavöll í laugardalinn" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. janúar 2017. Erindið var efsta hugmynd janúarmánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum framkvæmdir. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 7. nóvember 2017. 

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 7. nóvember 2017 samþykkt. 

Bragi Bergsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

22.    Betri Reykjavík, frisbígolfvöll í Öskjuhlíð - 18 holu         Mál nr. US170052

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið "frisbígolfvöll í Öskjuhlíð - 18 holu" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. janúar 2017. Erindið var fimmta efsta hugmynd janúar mánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum framkvæmdir. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 27. september 2017. 

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 27. september 2017 samþykkt. 

Bragi Bergsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

23.    Betri Reykjavík, leiktæki í Laugardalinn (USK2017030018)         Mál nr. US170119

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið "leiktæki í Laugardalinn" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 8. mars 2017. Erindið var efsta hugmynd febrúarmánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum framkvæmdir. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 27. desember 2017. 

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 27. september 2017 samþykkt. 

Bragi Bergsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

24.    Betri Reykjavík, heimilislega hverfið - Ljósin í bænum  (USK2017040013)         Mál nr. US170143

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið "heimilislega hverfið - Ljósin í bænum" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 6. apríl 2017. Erindið var  fimmta efsta hugmynd marsmánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum framkvæmdir.  Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 28. desember 2017. 

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 28. desember 2017 samþykkt. 

Bragi Bergsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

25.    Betri Reykjavík, gamla anddyri Laugardalslaugarinnar  (USK2017060006)         Mál nr. US170184

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið "gamla anddyri Laugardalslaugarinnar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 2. júní 2017. Erindið var efsta hugmynd maímánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum framkvæmdir.  Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 28. desember 2017. 

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 28. desember 2017 samþykkt. 

Bragi Bergsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

26.    Betri Reykjavík, Indoor Botanical Garden         Mál nr. US170210

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið "Indoor Botanical Garden" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 3. júlí 2017. Erindið var þriðja efsta hugmynd júnímánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum framkvæmdir.  Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 28. desember 2017. 

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 28. desember 2017 samþykkt. 

Bragi Bergsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

27.    Klapparstígur 19, Veghúsastígur 1, kæra 9/2017, umsögn, úrskurður     (01.152.421)    Mál nr. SN170039

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 18. janúar 2017 ásamt kæru þar sem kærð er synjun á breytingu á deiliskipulagi á Klapparstíg 19 og Veghúsastíg 1. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 18. maí 2017. Jafnframt er lagður fram úrskurður umhverfis- og auðlindamála frá 1. febrúar 2018. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur frá 20. desember 2016 um að synja tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skúlagötureits, staðgreinireits 1.152.4 vegna lóðarinnar nr. 19 við Klapparstíg og 1 við veghúsastíg.

28.    Lyngháls 10, breyting á deiliskipulagi     (04.327.0)    Mál nr. SN170908

Teiknistofan Storð ehf., Laugavegi 178, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 25. janúar 2018 um samþykki borgarráðs s.d varðandi auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 10 við Lyngháls.

29.    Eikjuvogur 27, breyting á deiliskipulagi     (01.470.5)    Mál nr. SN170491

a2f arkitektar ehf., Laugavegi 26, 101 Reykjavík

Ofar ehf., Skógarvegi 14, 103 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 25. janúar 2018 um samþykki borgarráðs s.d varðandi samþykki um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 27 við Eikjuvog.

30.    Laufásvegur 68, breyting á deiliskipulagi     (01.197.2)    Mál nr. SN170588

Kjartan Hafsteinn Rafnsson, Hlíðarbyggð 15, 210 Garðabær

Laufásvegur 68 fasteignafél ehf, Laufásvegi 68, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 25. janúar 2018 um samþykki borgarráðs s.d varðandi synjun á breytingu á deiliskipulagi Smáragötureita vegna lóðar nr. 68 við Laufásveg.

31.    Snorrabraut 56, breyting á deiliskipulagi    (01.193)    Mál nr. SN170843

VA arkitektar ehf, Borgartúni 6, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 25. janúar 2018 um samþykki borgarráðs s.d varðandi synjun á breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 56 við Snorrabraut.

32.    Víðidalur, C-Tröð 1, breyting á deiliskipulagi    (04.765)    Mál nr. SN170923

Heimahagi Hrossarækt ehf., Hafnarstræti 97, 600 Akureyri

Guðjón Magnússon, Fellsás 4, 270 Mosfellsbær

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 25. janúar 2018 um samþykki borgarráðs s.d varðandi samþykki um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir Fákssvæðið í Víðidal.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 11.45.

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Hjálmar Sveinsson

Magnea Guðmundsdóttir    Heiða Björg Hilmisdóttir

Torfi Hjartarson    Sigurborg Ósk Haraldsdóttir

Áslaug María Friðriksdóttir    Herdís Anna Þorvaldsdóttir.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2018, þriðjudaginn 6. febrúar kl. 10.00 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 960. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Olga Hrund Sverrisdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Harri Ormarsson, Jón Hafberg Björnsson og Sigríður Maack.

Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1.    Alþingisreitur     (01.141.106) 100886    Mál nr. BN054133

Alþingi, Kirkjustræti, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja skrifstofuhús sem tengir og sameinar alla starfsemi Alþingis, með aðstöðu fyrir fundahöld, móttökur og ráðstefnur á Alþingisreit.

Erindi fylgir brunahönnun frá Eflu dags. 24. janúar 2018.

Stærð, mhl. 01, A-rými:  7.914,6 ferm., 31.073,4 rúmm.

B-rými:  130,7 ferm.

Mhl. 03, Kirkjustræti 4, A-rými:  787,9 ferm., 2.767,9 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda og málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

2.    Bergþórugata 5     (01.190.226) 102429    Mál nr. BN053992

Yngvi Sindrason, Fagraþing 4, 203 Kópavogur

Vilborg Ámundadóttir, Fagraþing 4, 203 Kópavogur

Garðyrkjumaðurinn ehf., Fagraþingi 4, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu til vesturs og til austurs, byggja rishæð og innrétta fjórar íbúðir í fjölbýlishúsi á lóð nr. 5 við Bergþórugötu.

Jafnframt er erindi BN052682 dregið til baka.

Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 29. janúar 2018.

Stækkun:  209,1 ferm., 625 rúmm.

Stærð eftir stækkun, A-rými:  442 ferm., 1.334 rúmm.

B-rými:  60,6 ferm., 122,5 rúmm.

Samtals 506,2 ferm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

3.    Borgartún 26     (01.230.002) 102910    Mál nr. BN053973

LF2 ehf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052428, um er að ræða breytingar á fyrirkomulagi í eldhúsi og staðsetningu á gasofni í veitingastað í flokki II, teg. c í rými 0103 í húsi á lóð nr. 26 við Borgartún.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

4.    Borgartún 28     (01.230.101) 102912    Mál nr. BN054124

BBL XX ehf., Borgartúni 28, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum þar sem 3. hæð er skipt upp í tvo eignarhluta 0301 og 0302 vegna eignaskiptasamnings í húsi á lóð nr. 28 við Borgartún.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

5.    Bæjarflöt 1-3     (02.576.001) 172493    Mál nr. BN054143

Bæjarflöt 4 ehf., Laugateigi 14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi í húsi á lóð nr. 1 við Bæjarflöt.

Stækkun millilofts : 26,9 ferm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

6.    Drápuhlíð 38     (01.713.007) 107218    Mál nr. BN054144

Freyr Halldórsson, Drápuhlíð 38, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breyta erindi BN052183 þannig að bílskúr verður byggður úr forsteyptum einingum, hætt er við glugga á suðurhlið og í staðinn er sett rennihurð og hár gluggi á austurhlið bílskúrs á lóð nr. 38 við  Drápuhlíð.

Bréf frá hönnuði um breytingar dags. 30. janúar 2018 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

7.    Efstaleiti 5     (01.745.002) 180144    Mál nr. BN053856

TR-Eignir ehf, Borgartúni 30, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að starfrækja mötuneyti/veitingastað í flokki II - tegund ?? í húsinu á lóð nr. 5 við Efstaleiti.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. desember 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. desember 2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

8.    Eirhöfði 2-4     (04.030.101) 110517    Mál nr. BN053724

Vagneignir ehf., Vagnhöfða 23, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja stálgrindarhús, mhl.03, sem hýsa mun hjólbarðageymslu og til að breyta erindi BN051154 sem felst í breyttu innra skipulagi, uppfærslu á brunavörnum, gerð geymslulofts 0104, breytingum á gluggum og gerð svala með flóttastiga í mhl. 01, á lóð nr. 2-4 við Eirhöfða.

Jafnframt er erindi BN052180 dregið til baka.

Stærðir:

Mhl.01- stækkun brúttóflatar 8,5 ferm.,19,6rúmm.

Mhl.03:  2.243,0 ferm., 21.746,3 rúmm.

Erindi fylgir:

Bréf arkitekts dags. 04.12.2017.

Greinargerð um brunahönnun dags. 30.09.2017.

Umsögn skipulagsfulltrúa  við fyrirspurn dags. 27.04.2017.

Samkomulag um kvöð vegna flutninga dags. 22.08.2017.

Varmatapsútreikningar dags. 02.11.2017.

Gjald kr. 11.000.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

9.    Fákafen 11     (01.463.402) 105679    Mál nr. BN054157

ÞEJ fasteignir ehf, Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík

Brauð og co ehf., Hæðasmára 6, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi rými 0101 þannig að komið er fyrir skiptiklefum fyrir starfsfólk, kaffistofu og kæli í húsi á lóð nr. 11 við Fákafen.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

10.    Fiskislóð 3     (01.089.502) 197244    Mál nr. BN054163

Samkaup hf., Krossmóa 4, 260 Njarðvík

Sótt er um leyfi til að skipta verslunarrými og innrétta apótek, koma fyrir nýjum inngangi á suðvesturhlið og nýrri hurð á suðurhlið fyrir starfsfólk og vörumóttöku í húsi á lóð nr. 3 við Fiskislóð.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

11.    Fiskislóð 53-69     (01.087.401) 100008    Mál nr. BN053735

RA 10 ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á annarri hæð í mhl. 01 og 02, brunavarnir og flóttaleiðir eru bættar, svalir tengdar við nýjan flóttastiga á norðvesturhlið mhl. 02, frönskum svölum komið fyrir á mhl. 02 og komið fyrir fellistiga á norðvestur- og suðurhlið mhl. 01 á húsi á lóð nr. 53-69 við Fiskislóð.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar.

Þinglýsa skal eignaskiptayfirlýsingu vegna lóðar til að samþykktin öðlist gildi.

12.    Flugvöllur     (01.68-.-99) 106930    Mál nr. BN054139

Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að flytja til inntök og lagnagrind í húsinu mhl. 03 með landnúmer 106930 í húsi  flugskýlis nr. 3 á Reykjavíkurflugvellinum.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

13.    Flugvöllur     (01.68-.-99) 106930    Mál nr. BN054140

Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að flytja til inntök, koma fyrir nýrri heimtaug fyrir rafmagn, koma fyrir nýju gólfniðurfalli í salerni og koma fyrir nýrri hitavatnslögn í húsi nr. 58C og D við Nauthólsveg á lóð  Reykjavíkurflugvallar.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

14.    Friggjarbrunnur 42-44     (05.053.201) 205962    Mál nr. BN054073

Bygg Ben ehf., Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048498, þar sem stjórnstöð vatnsúðakerfis er komið fyrir í inntaksklefa fjölbýlishúss á lóð nr. 42-44 við Friggjarbrunn.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

15.    Garðsendi 3     (01.824.403) 108422    Mál nr. BN054156

Garðsendi fasteignafélag ehf., Garðsenda 3, 108 Reykjavík

Valdimar Kristinsson, Garðsendi 3, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu til suðurs og klæða efstu hæð með málmklæðningu í húsi á lóð nr. 3 við Garðsenda.

Stækkun: 72,3 ferm., 300,8 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

16.    Gnoðarvogur 44-46     (01.444.101) 105528    Mál nr. BN053998

Björn Leósson, Kjarrhólmi 38, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi fyrir gististað í flokki ll - tegund b fyrir 14 gesti í húsi á lóð nr. 44 við Gnoðarvog.

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. september 2016.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

17.    Grensásvegur 8-10     (01.295.305) 103846    Mál nr. BN053886

E - fasteignafélag ehf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir svölum og flóttastiga á suðvesturgafli og svölum á norðausturgafli, koma fyrir þakgluggum og innrétta gististað í flokki II, teg. b fyrir 77 gesti á 2. - 4. hæð skrifstofuhúss á lóð nr. 8-10 við Grensásveg.

Erindi fylgir samþykki meðeiganda í húsi dags. 28. nóvember 2017 og hljóðvistargreinargerð dags. 1. febrúar 2018.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. janúar 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. janúar 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

18.    Grettisgata 2A     (01.182.101) 101818    Mál nr. BN054112

G2A ehf., Lundi 90, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að gera flóttasvalir og björgunarop á framhlið ásamt því að breyta innra fyrirkomulagi á 4. hæð núverandi gististaðar í húsi á lóð nr. 2A við Grettisgötu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. 

Vísað til uppdrátta 100. 101, 102, 103 dags. 18. október 2017 og 18. desember 2017.

19.    Gylfaflöt 2     (02.578.201) 224860    Mál nr. BN054079

Gylfaflöt-2 ehf., Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja skemmu með kaffi- og starfsmannaaðstöðu á millilofti úr burðargrind úr stáli klædd steinullar samlokueiningum á lóð nr. 2 við Gylfaflöt.

Erindi BN053887 dregið til baka með þessu erindi. Umsögn brunahönnuðar dags. 21. nóvember 2018 og bréf hönnuðar vegna ath. frá erindi BN053888 dags. 16. janúar 2018. Orkurammi dags. 18. janúar 2018 fylgir.

Stærð húss: 1.465,2 ferm., 8.038,5 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. 

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

20.    Gylfaflöt 4     (02.578.202) 224861    Mál nr. BN054080

GF-4 ehf., Aflakór 9, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja skemmu með milliloftum og sýningarsal með millilofti sem á að hýsa skrifstofur úr burðargrind úr stáli klædd steinullar samlokueiningum á lóð nr. 4 við Gylfaflöt.

Erindi BN053888 dregið til baka með þessu erindi.

Orkurammi dags. 18 janúar 2018 fylgir.

Greinargerð brunahönnuðar dags. 21. nóvember 2017 fylgir erindi.

Bréf hönnuðar vegna ath. frá erindi BN053888 dags. 16. janúar 2018 fylgir. 

Stærð húss: 1.829,1 ferm., 13.506,1 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. 

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

21.    Gylfaflöt 6-8     (02.578.603) 224862    Mál nr. BN054174

Landslagnir ehf., Lautarvegi 30, 103 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir undirstöður og lagnir í grunn vegna nýbyggingar á lóð nr. 6 við Gylfaflöt sbr. BN053174.

Erindi fylgir bréf ásamt hönnunar- og verkáætlun dags. 30. og 31.01.2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

22.    Haukdælabraut 18     (05.114.506) 214792    Mál nr. BN054062

Heimdallur ehf., Vatnagörðum 28, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft, steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 18 við Haukdælabraut.

Erindi fylgir samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða dags. 30. janúar 2018.

Stærð, A-rými:  296,4 ferm., 1.005,3 rúmm.

B-rými:  31,6 ferm.,

Gjald kr. 11.000 

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

23.    Haukdælabraut 20     (05.114.601) 214793    Mál nr. BN054016

Heimdallur ehf., Vatnagörðum 28, 108 Reykjavík

Sótt erum leyfi til að byggja steinsteypt tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 20 við Haukdælabraut.

Erindi fylgir samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða dags. 30. janúar 2018.

Stærð, A-rými:  296,4 ferm., 1.005,3 rúmm.

B-rými:  31,6 ferm.

Gjald kr. 11.000 

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

24.    Hestháls 6-8     (04.323.101) 111035    Mál nr. BN054150

EGG fasteignir ehf., Sævarhöfða 2, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052646 þannig að innra fyrirkomulagi er breytt, breyta klæðningu, stoðveggjum og girðingum  komið fyrir á lóðarmörkum á lóð nr.6-8 við Hestháls.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

25.    Hólmasel 2     (04.937.703) 112915    Mál nr. BN053985

Guðmundur G Norðdahl, Hólmasel 2, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN016633 sem ekki tók gildi en er nú búið að framkvæma og hefur að auki breyst þannig að íbúð 0103 minnkar og 0104 er að hluta til orðið að bílskúr með hurð inn í hann á norðurhlið húss á lóð nr. 2 við Hólmasel.

Bréf frá umsækjanda dags. 15 desember 2017 og 1. febrúar 2018 ásamt samþykki sumra meðeigenda dags. 7. desember 2018 fylgja erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

26.    Hringbraut Landsp.     (01.198.901) 102752    Mál nr. BN054118

Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík

Sótt er um breytingar á erindi BN053630 sem felast í minniháttar breytingum á innra fyrirkomulagi og breytingu á brunahólfun ásamt því að hætt er við útihurð og glugga í kaffistofu en hurð bætt við út úr loftræsiklefa í húsi á lóð nr. 36 við Eiríksgötu.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

27.    Klapparstígur 28     (01.171.107) 101373    Mál nr. BN053636

Þingvangur ehf., Bergstaðastræti 73, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjarlægja eldri stiga, gera nýjan stiga milli kjallara og 1. hæðar og annan frá 1. hæð upp á efri hæðir og til að opna tímabundið yfir í hús nr. 30 í kjallara, 2. hæð og rishæð til að samnýta lyftu í húsi á lóð nr. 28 við Klapparstíg.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

28.    Klapparstígur 30     (01.171.108) 101374    Mál nr. BN053635

Þingvangur ehf., Bergstaðastræti 73, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að opna tímabundið yfir í hús nr. 28 í kjallara, 2. og rishæð til að samnýta lyftu í húsi á lóð nr. 30 við Klapparstíg.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

29.    Lambhagavegur 13     (02.647.601) 211680    Mál nr. BN054023

Lambhagavegur 13 ehf., Borgartúni 28, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt tveggja hæða geymsluhús með milligólfi á lóð nr. 13 við Lambhagaveg.

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. desember 2017.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. janúar 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. janúar 2018.

Stærð, A-rými:  2.932,7 ferm., 13.675,7 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

30.    Langholtsvegur 42     (01.354.317) 104312    Mál nr. BN053713

H.B.H. Fasteignir ehf., Skógarhlíð 10, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta notkun úr "verslunar- og íbúðarhúsnæði" í "íbúðarhúsnæði" ásamt því að breyta innra fyrirkomulagi, byggja kvist á vesturhlið þaks, breyta þakkanti og setja hurð út í garð á vesturhlið í húsi á lóð nr. 42 við Langholtsveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. nóvember 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. nóvember 2017.

Stækkun mhl. 01 A-rými: 4,6 ferm., 11,3 rúmm.

Samþykki aðliggjandi lóðarhafa dags. 28.11.2017 fylgja erindi ásamt bréfi arkitekts dags. 29.01.2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

31.    Langholtsvegur 108A-E     (01.433.005) 105272    Mál nr. BN053776

Kristján Sveinsson, Langholtsvegur 108a, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í því að byggð hefur verið viðbygging við hús á lóð nr. 108a við Langholtsveg.

Sjá erindi BN039989.

Stækkun: A-rými 16,8 ferm., 44,1 rúmm.

Bréf umsækjanda dags. 13. nóvember 2017 og húsaskoðun byggingarfulltrúa dags. 3. desember 2017 fylgja erindi.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar.

32.    Laugavegur 51     (01.173.024) 101511    Mál nr. BN053836

H.Ú.N 2 ehf., Rjúpnasölum 12, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að innrétta kaffihús í flokki II tegund e fyrir 30 gesti á 1. hæð í húsi á lóð nr. 51 við Laugaveg.

Erindi fylgja gögn frá erindi BN040145, þar á meðal þinglýst yfirlýsing frá húsfélagi  með leyfi  til að starfrækja kaffihús í fasteigninni.

Einnig fylgir útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. desember 2017 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. desember 2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

33.    Laugavegur 60     (01.173.115) 101532    Mál nr. BN053955

B.R.A.S.S ehf., Kringlunni 7, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir breytingum á BN048844 vegna lokaúttektar sem felst í því að hætt er við vörulyftu og hurð á snyrtingu fatlaðra breytt í húsi á lóð nr. 60A við Laugaveg.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

34.    Laugavegur 77     (01.174.021) 101569    Mál nr. BN054148

Reitir - skrifstofur ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053467 þannig að leyfilegur gestafjöldi eykst úr 60 í 80, innréttað er kælirými og veitingastofa í rými 0007 og snyrtingu er komið fyrir í kjallara veitingastaðar í húsi á lóð nr. 77 við Laugarveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

35.    Lautarvegur 2     (01.794.305) 213570    Mál nr. BN054120

Jónas Ólafsson, Bjarmaland 10, 108 Reykjavík

Lautarvegur 2 ehf., Bjarmalandi 10, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050403, gerð er grein fyrir áður gerðum breytingum á byggingartíma, m.a. hefur verið útbúin geymsla á 3. hæð, gluggum breytt, stiga milli 1. hæðar og kjallara lokað og útbúin snyrting í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 2 við Lautarveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

36.    Lautarvegur 12     (01.794.105) 213563    Mál nr. BN054161

Lautarvegur ehf., Starhaga 6, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050489, m..a. er komið fyrir útigeymslu á svölum 3. hæðar og komið fyrir gustlokun, snyrting og teeldhús innréttað í vinnustofu í kjallara auk lítils háttar breytingum á gluggum og hurðum fjölbýlishúss á lóð nr. 12 við Lautarveg.

Jafnframt er erindi BN053766 dregið til baka.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

37.    Lækjargata 6B     (01.140.509) 100869    Mál nr. BN054052

Reykjavík Rent ehf, Hverfisgötu 105, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir veitingastað í fl. II tegund a fyrir 55 gesti í kjallara og með aðstöðu fyrir starfsfólk í rými 0103 í húsi á lóð nr. 6B við Lækjargötu.

Verksamningur dags. 17. nóvember 2017 fylgir.

Samningur milli rekstraraðila Lækjargötu 6B fylgir.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

38.    Melhagi 20-22     (01.542.014) 106368    Mál nr. BN053799

Brauð og co ehf., Hæðasmára 6, 200 Kópavogur

M22 ehf., Melhaga 20-22, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta handverksbakarí á 1. hæð í húsi á lóð nr. 20-22 við Melhaga.

Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 30. janúar 2018 áritað á uppdrátt.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

39.    Móavegur 2     (02.375.303) 218667    Mál nr. BN054178

Bjarg íbúðafélag hses., Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir aðstöðusköpun og til samræmis við afnotaleyfi frá skrifstofu umhirðu og reksturs borgarlands, jarðvinnu fyrir byggingar A-G og undirstöður, botnplötur og lagnir í jörð fyrir byggingar F og G vegna sjö nýbygginga fjöleignarhúsa á lóð nr. 2 við Móaveg sbr. BN053816.

Erindi fylgir bréf umsækjanda ásamt hönnunar- og verkáætlun dags. 17. og 31 jan. 2018 og yfirlýsing byggingarstjóra dags 31. jan. 2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

40.    Mýrargata 18     (01.116.702) 222856    Mál nr. BN054056

J.E. 101 ehf., Stórhöfða 33, 110 Reykjavík

Sótt er um breytingu á erindi BN052155 sem felst í breytingu á innra skipulagi, stækkun íbúða, minnkun svala og breyttum útlitum ásamt breytingum á lagnaleiðum og reyklúgum í húsi á lóð nr. 18 við Mýrargötu.

Breyting á stærðum frá fyrri töflu:

A-rými: +3,2 ferm., +71,7 rúmm.

B-rými: +0,6 ferm.

Greinargerð ll vegna hljóðvistar dags. september 2017 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

41.    Rauðarárstígur 1     (01.222.101) 102837    Mál nr. BN054149

Andagift Inspire ehf., Rauðarárstíg 1, 105 Reykjavík

Ástrík poppkorn slf., Ásvegi 16, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera hugleiðslusetur í verslunarrými 0102 í húsi á lóð nr. 1 við Rauðarárstíg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

42.    Réttarháls 2     (04.309.401) 111029    Mál nr. BN054152

Títan fasteignafélag ehf, Vatnsendabletti 235, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að minnka rafmagnsklefa 0201 sem er í sameign allra og er staðsettur í suðausturhorni húss á lóð nr. 2 við Réttarháls. 

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

43.    Skipholt 44     (01.253.008) 103454    Mál nr. BN054135

Marcos Zotes López, Skipholt 44, 105 Reykjavík

Gerður Sveinsdóttir, Skipholt 44, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta notkun bílskúrs mhl. 02 rými 0102 sem tilheyrir eign 201-2444 í vinnustofu, komið verður fyrir salerni inn í rými og bílskúrhurð er breytt í hurð með föstum gluggum á lóð nr. 44 við Skipholt.

Samþykki meðeigenda dags. 23. janúar. 2018 fylgir.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

44.    Skipholt 46     (01.253.009) 103455    Mál nr. BN054134

Perla Dís Kristinsdóttir, Skipholt 46, 105 Reykjavík

Niklas Jan Gerhard Dahlström, Skipholt 46, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta bílgeymslu 70-0101 í vinnustofu sem tilheyra mun áfram íbúð 0101 í mhl.01 ásamt því að leggja gólfhitalagnir og breyta útliti mhl. 70 við hús á lóð nr. 46 við Skipholt.

Samþykki meðeigenda dags. 18.01.2018 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

45.    Skógarhlíð 20     (01.705.903) 107115    Mál nr. BN054123

Stofnun múslima á Íslandi ses., Pósthólf 8964, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053250, til að koma fyrir skábraut úr sal í gististað í flokki II á lóð nr. 20 við Skógarhlíð.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

46.    Skógarsel 12     (04.918.001) 112546    Mál nr. BN052266

Íþróttafélag Reykjavíkur, Skógarseli 12, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja aðstöðu- og geymsluhúsnæði fyrir íþróttafélag á lóð nr. 12 við Skógarsel.

Stærð: A-rými 430,6 ferm., 1760,1 rúmm. B-rými 59,2 ferm., x rúmm.

Bréf arkitekts dags. 17.01.2017 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

47.    Skútuvogur 2     (01.420.001) 105165    Mál nr. BN054066

RA 5 ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi fyrir innri breytingum sem eru tilgreindar í byggingalýsingu teikningu af húsinu á lóð nr. 2 við Skútuvog.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

48.    Sléttuvegur 25-27     (01.793.101) 213549    Mál nr. BN054175

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu vegna nýbyggingar hjúkrunarheimils á lóð nr. 25-27 við Sléttuveg sbr. samþykkt byggingaráform BN053814.

Erindi fylgir bréf með yfirlýsingu ásamt hönnunar- og verkáætlun dags.01.02 2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. 

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

49.    Smábýli 5     (70.000.030) 125869    Mál nr. BN054008

Guðný Kúld, Merkjateigur 4, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar einbýlishús ásamt stakstæðum bílskúr á lóð nr. 5 við Smábýli.

Sjá erindi BN031094.

Stærðir:

Mhl.01 129,2 ferm., 480,9 rúmm.

Mhl.02   51,4 ferm., 159,4 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

50.    Sogavegur 69     (01.810.901) 107822    Mál nr. BN054081

Bergur Konráðsson ehf, Sogavegi 69, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja við til norðurs , breyta 1. hæð og sameina eignarhluta 0001 og 0101 í einn eignarhluta 0101 í húsinu á lóð nr. 69 við Sogaveg.

Bréf hönnuðar þar sem hann fer fram á að sameina eignarhluta ódags. Stækkun: 92,9 ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

51.    Sóleyjargata 37     (01.197.411) 102746    Mál nr. BN053040

Select Residences ehf., Smáraflöt 45, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að innrétta gististað í flokki II, teg. g, með tveimur gistieiningum í einbýlishúsi á lóð nr. 37 við Sóleyjargötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 30. júní 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. júní 2017.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

52.    Suðurlandsbraut 30     (01.265.003) 103541    Mál nr. BN054051

Kísiliðjan hf, Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í breyttu innra skipulagi og skiltum á framhlið ásamt fyrirhuguðum breytingum sem felast í fjölgun skilta á framhlið auk þess sem eignum er fækkað úr átta í sex í húsi lóð nr. 30 við Suðurlandsbraut.

Bréf hönnuðar dags. 8. janúar 2018 fylgir erindi.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. febrúar 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. febrúar 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

53.    Sæmundargata 11     (01.605.201) 106637    Mál nr. BN054093

Norræna húsið, Sturlugötu 5, 101 Reykjavík

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja göngubrú/bryggju milli hústjarnar og Norræna hússins á lóð nr. 11 við Sæmundargötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. febrúar 2018 fylgir erindinu.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

54.    Túngata 26     (01.137.201) 100655    Mál nr. BN054160

Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta gluggum á norðurhlið vesturálmu og breyta þakklæðningu á Landakotsspítala á lóð nr. 26 við Túngötu.

Bréf frá hönnuði dags. 30. janúar 2018 fylgir erindi.

Gjalda kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

55.    Vatnagarðar 14     (01.337.804) 103918    Mál nr. BN054142

Grænibakki ehf, Vatnagörðum 14, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048929,  að innrétta búningsherbergi, snyrtingu og tölvuherbergi í rými 0201 í húsi á lóð nr. 14 við Vatnagarða.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

56.    Vest. 6-10A/Tryggv.18     (01.132.113) 216605    Mál nr. BN053965

The Black Pearl ehf., Pósthólf 182, 121 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II, í rými 0102 í Tryggvagötu 18 á lóðinni Vest. 6-10/Tryggv. 18.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. janúar 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. janúar 2018.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

57.    Vík     (33.535.101) 125745    Mál nr. BN054159

S.Á.Á. fasteignir, Efstaleiti 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050724, hætt er við að byggja yfir inngarð og bað- og snyrtingakjarna breytt í eldra húsi og gluggapóstum á nýbyggingu breytt í meðferðarheimili SÁÁ í Vík á Kjalarnesi.

Erindi fylgir brunahönnun frá Mannvit dags. 1. febrúar 2018.

Minnkar um:  100 ferm., 531,4 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

58.    Vogaland 11     (01.880.011) 108852    Mál nr. BN053940

Jóhann Friðrik Ragnarsson, Vogaland 11, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta mörkum milli eignarhluta, stækka íbúð 0201 og minnka íbúð 0101 í húsi á lóð nr. 11 við Vogaland.

Samþykki meðeiganda dags. 7. desember 2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

59.    Ægisgata 5     (01.132.010) 100200    Mál nr. BN053469

THB Eignir ehf., Vallargerði 4, 200 Kópavogur

Kná ehf., Grímarsstöðum, 311 Borgarnes

Endurupptaka er á áður synjaðri afgreiðslu sem var þá með vísan í umsögn frá skipulagsfulltrúa dags. 6. október 2017.

Sótt er um leyfi til að breyta íbúðum 0201, 0203, 0301, 0305, 0401 og 0403 í gististað í flokki II tegund G fyrir fjóra gesti í hverri íbúð í húsi á lóð nr. 5 við Ægisgötu.

Umboð sumra eigenda dags. 25. ágúst 2017 fylgir erindi.

Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. október 2017 ásamt leiðréttri umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. nóvember 2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

Ýmis mál

60.    Gufunes Áburðarverksm     (02.220.001) 108955    Mál nr. BN054170

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á sérafnotareitum A3 og A4 innan lóðarinnar Gufunes - Áburðarverksmiðja (staðgr. 2.220.001, landnr. 108955) samanber meðfylgjandi afstöðumynd dagsett 02.02.2018.

Stærð sérafnotareits A3: 18.520 m2.

Stærð sérafnotareits A4: 1.952 m2.

Uppdrátturinn er gerður samkvæmt forsögn Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar (SEA) vegna lóðarskiptayfirlýsingar. Mörk sérafnotareitanna eru til bráðabirgða og munu breytast til samræmis við nýtt deiliskipulag.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

61.    Laugavegur 161     (01.222.210) 102872    Mál nr. BN054147

BTTF ehf., Hófgerði 15, 200 Kópavogur

Tilkynnt er um framkvæmd sem felst í að breyta innra skipulagi í risíbúð fjölbýlishúss á lóð nr. 161 við Laugaveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 14.00.

Harri Ormarsson

Nikulás Úlfar Másson    Óskar Torfi Þorvaldsson

Sigrún Reynisdóttir    Sigríður Maack

Jón Hafberg Björnsson    Olga Hrund Sverrisdóttir