Umhverfis- og skipulagsráð
Skipulagsráð
Ár 2010, miðvikudaginn 13. október kl. 08:10, var haldinn 219. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sældal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Björn Axelsson, Lílja Grétarsdóttir og Margrét Þormar.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
(A) Skipulagsmál
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 8. október 2010.
2. Hólmsheiði, deiliskipulag, jarðvegsfylling (05.8) Mál nr. SN100259
Landmótun sf, Hamraborg 12, 200 Kópavogur
Á fundi skipulagsstjóra 24. september 2010 var lögð fram tillaga Landmótunar dags. 8. júlí 2010 að deiliskipulagi fyrir jarðvegsfyllingu á Hólmsheiði. Tillagan felur í sér heimild til losunar á ómenguðum jarðvegi til ársins 2020. Í tillögunni er gert ráð fyrir því að eldra deiliskipulag á Hólmsheiði sem tók gildi 7. apríl 2010 og deiliskipulag fyrir miðlunargeyma á Hólmsheiði sem tók gildi 30. febrúar 2008, falli úr gildi við samþykkt tillögunnar. Auglýsing stóð yfir frá 11. ágúst 2010 til og með 22. september 2010. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Landeigendur í Hólmsheiði dags. 20. september 2010, Guðmundur Ósvaldsson f.h. Græðis fél. landeigenda dags. 22. september 2010 og Þórir J. Einarsson dags. 22. september 2010. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 7. október 2010.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.
3. Hverfisgata 28, breyting á deiliskipulagi reits 1.171.1 (01.171.1) Mál nr. SN100352
Arkitektur.is ehf, Hverfisgötu 26, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn Arkitektur.is dags. 24. september 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.1 vegna lóðar nr. 28 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst að heimilt verði að flytja núverandi hús við Hverfisgötu 28, samkvæmt uppdrætti dags. 24. september 2010.
Synjað.
Ekki er fallist á að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi þar sem gert er ráð fyrir því að flytja megi húsið að Hverfisgötu 28. Skipulagsráð mun taka afstöðu til uppbyggingar á reitnum í heild sinni.
4. Vallarstræti, breyting á deiliskipulagi (01.140.4) Mál nr. SN100060
Lagt fram erindi Björns Ólafs arkitekts dags. 18. febrúar 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðanna nr. 7 við Aðalstræti, nr. 4 við Vallarstræti og nr. 2 við Thorvaldssenstræti. Í breytingunni felst að byggt verði fimm hæða hús með kjallara sunnan Vallarstrætis á nýrri lóð sem sameinar lóðirnar Aðalstræti 7 samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdrætti dags. 23. apríl 2010.
Kynnt.
(B) Byggingarmál
5. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN042151
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 607 frá 12. október 2010.
(C) Fyrirspurnir
6. Borgartún 8-16, (fsp) færsla á byggingarmagni (01.220.1) Mál nr. SN100145
PK-Arkitektar ehf, Höfðatúni 12, 105 Reykjavík
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Lögð fram að nýju fyrirspurn PK Arkitekta dags. 14. apríl 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Höfðatorgsreits. Einnig er lagt fram erindi PK - Arkitekta dags. 23. september 2010 ásamt uppdrætti dags. 4. apríl 2008 breyttur 27. ágúst 2010 og skýringaruppdrætti dags. 20. september 2010.
Frestað.
7. Bankastræti 14, (fsp) stækkun húss o.fl. (01.171.2) Mál nr. SN100364
GP-arkitektar ehf, Litlubæjarvör 4, 225 Álftanes
Húsfélagið Bankastræti 14, Fannafold 114, 112 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Guðna Pálssonar dags. 7. október 2010 varðandi stækkun á húsi nr. 14 við Bankastræti til norðurs og suðurs, setja svalir á aðra, þriðju og fjórðu hæð og klæða húsið með náttúrusteini, samkvæmt tillögu GP-arkitekta dags. október 2010.
Neikvætt.
Samkvæmt gildandi deiliskipulagi telst lóðin að Bankastræti 14 fullbyggð. Ekki er fallist á að breyta gildandi deiliskipulagi til þess að auka við nýtingu lóðarinnar.
8. Skaftahlíð 24, (fsp) stækkun (01.274.2) Mál nr. SN100318
THG Arkitektar ehf, Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Reitir fasteignafélag hf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 10. september 2010 var lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta dags. 3. september 2010 varðandi stækkun hússins á lóð nr. 24 við Skaftahlíð samkvæmt uppdrætti dags. 25. ágúst 2010.
Kynnt.
(D) Ýmis mál
9. Austurbakki 2, Tónlistarhús, bráðabirgðafrágangur lóðar Mál nr. SN100293
Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík
Lögð fram tillaga Landslags, dags. 8. október 2010, að bráðabirgðafrágangi lóðar tónlistarhússins Hörpu að Austurbakka 2. Einnig lagt fram bréf Portusar og Austurhafnar - TR dags. 8. október 2010
Frestað.
10. Kjalarnes, Móavík, málskot Mál nr. SN100314
Themis ehf lögmannsstofa, Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík
Lagt fram málskot Themis Lögmannsstofu dags. 30. ágúst 2010 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 20. ágúst 2010 varðandi stofnun nýrrar lóðar úr landi Móavíkur á Kjalarnesi. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 12.ágúst 2010.
Frestað.
11. Flugvallarvegur, málskot (01.628) Mál nr. SN100328
Flugbjörgunarsveitin Reykjavík, Flugvallarvegi, 101 Reykjavík
Verkfræðistofa Sigurðar Sigurðs, Hegranesi 15, 210 Garðabær
Lagt fram málskot Verkfræðistofu Sigurðar Sigurðssonar f.h. Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík dags. 8. september 2010 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra varðandi afnot af grænu svæði, stækkun á lóð og viðbótarbílastæði, breikkun og færslu á núverandi inn- og útkeyrslu ásamt því að leggja nýja innkeyrslu á lóð Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur við Flugvallarveg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 24. júní 2010.
Frestað.
12. Þórsgata 29, málskot (01.181.3) Mál nr. SN100334
Teiknistofa Gunnars Hanssonar, Bolholti 8, 105 Reykjavík
Pétur Hafsteinn Pálsson, Efstahraun 32, 240 Grindavík
Á fundi skipulagsstjóra 17. september 2010 var lagt fram málskot Helgu Gunnarsdóttur f.h. Péturs H. Pálssonar dags. 10. september 2010 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra 9. júlí 2010 varðandi aukningu á byggingarmagni á lóð nr. 29 við Þórsgötu. Erindi var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 24. september 2010.
Frestað.
13. Geldinganes, aðstaða fyrir Kayakklúbbinn (02.1) Mál nr. SN100043
Kayakklúbburinn, Álfhólsvegi 106, 200 Kópavogur
Lagt fram bréf Kayakklúbbsins dags. 20. janúar 2010 varðandi aðstöðu fyrir félagið á Geldinganesi samkvæmt uppdrætti Pk-hönnunar dags. 10. janúar 2004. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 28. apríl 2010 og bréf Kayakklúbbsins dags. 31. mars 2010. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsstjóra þann 30. apríl 2010 var erindi vísað til umsagnar íþrótta og tómstundaráðs. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn íþrótta- og tómstundaráðs og mati Framkvæmda- og eignasviðs um erindið.
Frestað.
14. Bergþórugata 1, lagt fram bréf (01.190.2) Mál nr. SN100191
Auður Haralds, Bergþórugata 1, 101 Reykjavík
Á fundi skipulagsráðs 14. júlí 2010 var lagt fram bréf Auðar Haralds, mótt. 10. maí 2010, vegna Bergþórugötu Einnig voru lögð fram eldri gögn málsins. Erindinu var vísað til umsagnar hjá embætti borgarlögmanns og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn borgarlögmanns dags. 27. september 2010.
15. Melgerði 1, lóðarstækkun (01.814.0) Mál nr. SN100270
Halla Arnardóttir, Melgerði 1, 108 Reykjavík
Magnús Albert Jensson, Langagerði 88, 108 Reykjavík
Lögð fram að nýju umsókn Magnúsar Jenssonar dags. 16. júlí 2010 um stækkun lóðar nr. 1 við Melgerði samkvæmt uppdrætti dags. 27. september 2010.
Frestað.
16. Seilugrandi, lóðaafmörkun (01.51) Mál nr. SN100357
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Lagt fram erindi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 29. september 2010 varðandi afmörkun á lóð fyrir dælustöð fráveitu við enda Seilugranda, samkvæmt uppdrætti Orkuveitu Reykjavíkur dags. 20. september 2010.
Frestað.
17. Tangabryggja 14-16, bílasala (04.023) Mál nr. SN100245
Ingibjörg G Tómasdóttir, Naustabryggja 13, 110 Reykjavík
Lagt fram bréf Ingibjargar Tómasdóttur dags. 18. maí 2010 vegna bílasölu á lóð nr. 14-16 við Tangabryggju. Einnig lagt fram bréf forstjóra Björgunar dags. 22. júní 2010 ásamt bréfi formanns íbúasamtaka Bryggjuhverfis dags. 16. júní 2010. Einnig lögð fram umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 18. ágúst 2010.
Frestað.
18. Skipulagsráð, tillaga um kynningu á framkvæmdum Mál nr. SN100355
Lögð fram eftirfarandi tillaga. #GLSamfylkingin og Besti flokkurinn gera tillögu um að ítarleg kynning á framkvæmdum í borginni á framkvæmdarstað verði eitt af skilyrðum byggingarleyfis. Sérstök áhersla skal lögð á ítarlega myndræna kynningu og upplýsingatexta á byggingarstað þar sem byggt er í miðborginni. Slíkar upplýsingar skal setja upp á framkvæmdarstað um leið og framkvæmdir hefjast.#GL
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.
19. Skipulagsráð, Fjölorkustöðvar Mál nr. SN100366
Olíuverslun Íslands hf, Pósthólf 310, 121 Reykjavík
Lagt fram bréf Olíuverslunar Íslands hf. dags. 6. október 2010 þar sem félagið upplýsir skipulagsráð Reykjavíkur að félagið hafi á stefnuskrá sinni að gera í framtíðinni stærstu þjónustustöðvar sínar að fjölorkustöðvum. Bréfinu fylgir afrit af bréfi til Sorpu dags. 5. október 2010 varðandi dreifingu á metangasi fyrir bifreiðar.
Frestað.
20. Varmadalur 125767, bréf byggingarfulltrúa (00.080.002) Mál nr. BN042150
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 4. okt. 2010 vegna stöðvunar óleyfisframkvæmda á hluta jarðarinnar í Varmadal, Varmadal 3.
Frestað.
21. Stakkholt 2-4, (00.018.000) Mál nr. BN041590
Byggingarfulltrúi gerir grein fyrir stöðu mála á lóð nr. 2-4 við Stakkholt.
Frestað.
22. Mjölnisholt 12-14, (01.241.104) Mál nr. BN041591
Byggingarfulltrúi gerir grein fyrir stöðu mála á lóð nr. 12-14 við Mjölnisholt.
Frestað.
23. Austurhöfn, breyting á deiliskipulagi (01.11) Mál nr. SN090009
Bréf borgarstjóra dags. 7. október 2010 um samþykki borgarráðs s.d. um breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna TRH.
24. Urðarstígsreitir, kæra, umsögn (01.186) Mál nr. SN100103
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 11. mars 2010 ásamt kæru dags. 2. mars 2010 þar sem kærð er deiliskipulagsákvörðun varðandi Urðarstígsreit í Reykjavík. Einnig lögð fram umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 6. október 2010.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
25. Bergstaðastræti 13, kæra, umsögn, úrskurður (01.181.3) Mál nr. SN100234
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 6. október 2010 vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 23. febrúar 2010 um að endurnýja byggingarleyfi fyrir fjögurra hæða viðbyggingu við húsið að Bergstaðastræti 13 í Reykjavík með atvinnuhúsnæði á fyrstu hæð og þremur íbúðum á annarri til fjórðu hæð.
Úrskurðarorð:Kæru Bernhöftsbakarís ehf. er vísað frá úrskurðarnefndinni.
Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 23. febrúar 2010 sem staðfest var í borgarráði 25. febrúar s.á. um að endurnýja byggingarleyfi fyrir fjögurra hæða viðbyggingu við húsið að Bergstaðastræti 13 í Reykjavík.
26. Bergstaðastræti 13, kæra, umsögn, úrskurður (01.181.3) Mál nr. SN100345
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 6. október 2010 vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 23. febrúar 2010 um að endurnýja byggingarleyfi fyrir fjögurra hæða viðbyggingu við húsið að Bergstaðastræti 13 í Reykjavík með atvinnuhúsnæði á fyrstu hæð og þremur íbúðum á annarri til fjórðu hæð.
Úrskurðarorð:Kæru Bernhöftsbakarís ehf. er vísað frá úrskurðarnefndinni.
Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 23. febrúar 2010 sem staðfest var í borgarráði 25. febrúar s.á. um að endurnýja byggingarleyfi fyrir fjögurra hæða viðbyggingu við húsið að Bergstaðastræti 13 í Reykjavík.
27. Bergstaðastræti 13, kæra, umsögn, úrskurður (01.181.3) Mál nr. SN100350
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 6. október 2010 vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 23. febrúar 2010 um að endurnýja byggingarleyfi fyrir fjögurra hæða viðbyggingu við húsið að Bergstaðastræti 13 í Reykjavík með atvinnuhúsnæði á fyrstu hæð og þremur íbúðum á annarri til fjórðu hæð.
Úrskurðarorð:Kæru Bernhöftsbakarís ehf. er vísað frá úrskurðarnefndinni.
Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 23. febrúar 2010 sem staðfest var í borgarráði 25. febrúar s.á. um að endurnýja byggingarleyfi fyrir fjögurra hæða viðbyggingu við húsið að Bergstaðastræti 13 í Reykjavík.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 10:07.
Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Kristín Soffía Jónsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Gísli Marteinn Baldursson Jórunn Ósk Frímannsd Jensen
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2010, þriðjudaginn 12. október kl. 10:23 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 607. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Þórður Búason, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir og Karólína Gunnarsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Aðalland 8 (01.841.303) 108692 Mál nr. BN042084
Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að einangra og klæða með álklæðningu sem fest er á þar til gert undirkerfi úr áli á fjölbýlishúsinu á lóð nr. 8 við Aðalland.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 30. sept. 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
2. Aðalstræti 7 (01.140.415) 100856 Mál nr. BN042116
Aðalstræti 7 sf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta notkun 1. hæðar í kaffihús í flokki II í húsi á lóð nr. 7 við Aðalstræti.
Útskift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. október 2010 ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 7. október 2010.Gjald kr. 7.700
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
3. Aragata 15 (01.630.502) 106675 Mál nr. BN042132
Ingigerður Á Guðmundsdóttir, Aragata 15, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa bílskúr úr timbri á steyptum undirstöðum með malargólfi mhl. 02 á lóð nr. 15 við Aragötu.
Stærði: 24,5 ferm., 61,2 rúmm.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Tilkynna skal byggingarfulltrúa þegar niðurrifi er lokið.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
4. Baldursgata 3 (01.185.206) 102160 Mál nr. BN037850
Jón Eiríkur Guðmundsson, Njálsgata 49, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningum vegna eignaskipta, þar sem gerð er grein fyrir óleyfisbyggingu út fyrir lóð, þremur íbúðum í Mhl.01 og tveimur íbúðum í Mhl.02 á lóðinni nr. 3 við Baldursgötu.
Málinu fylgja fjögur þinglýst afsöl, a) vegna kjallaraíbúðar næst götu, dags. 20. júlí 1978, b) vegna 2. herbergja íbúðar á baklóð dags. 28. desember 2000, c) vegna 3. herbergja íbúðar á aðalhæð dags. 21. október 1987 og c) vegna íbúðar 02-0101 dags. 1. febrúar 2002.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
5. Bergstaðastræti 27 (01.184.414) 102074 Mál nr. BN042001
Vilborg Ásgeirsdóttir, Bergstaðastræti 27b, 101 Reykjavík
Ingibjörg Tómasdóttir, Reynimelur 84, 107 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningum af fjölbýlishúsi á lóð nr. 27 við Bergstaðastræti þar sem geymslur í kjallara eru færðar til vegna lagna, svalahurð á íbúð 0101 er breytt og svalir 0204 minnkaðar.
Erindi BN035522 er jafnframt dregið til baka.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
6. Bergstaðastræti 54 (01.185.601) 102207 Mál nr. BN042162
Magni Þorsteinsson, Bergstaðastræti 54, 101 Reykjavík
Hugrún Dögg Árnadóttir, Bergstaðastræti 54, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að tengja saman núverandi kvisti á fjölbýlishúsinu nr. 54 við nr. 56 á lóðum nr. 54 við Bergstaðastræti.
Jákvæð fyrirspurn BN041843 fylgir daga. 10. ágúst. 2010.
Stækkun: XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 7.700 + XX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Að þeim lagfærðum verður málið sent til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grendarkynningu.
7. Blikastaðavegur 2-8 (02.496.101) 204782 Mál nr. BN042099
Stekkjarbrekkur ehf, Smáratorgi 3, 201 Kópavogur
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sem fela í sér að stækka lager P, sameina leigubil B og C, breyta lítillega innréttingum í öðrum bilum og breyta virkisrýmum við innganga í B rými í verslunarhúsi á lóð nr. 2-8 við Blikastaðaveg.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 21.9. 2010, skiltabókhald dags. 21.9. 2010 og samanburðarskjal yfir breytingar á A3 blöðum, annað bréf arkitekts dags. 5.10. 2010 og yfitlitsmyndir af glerkápum við innganga.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
8. Borgartún 26 (01.230.002) 102910 Mál nr. BN042158
LF6 ehf, Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að bæta við skrifstofum og fundarherbergi í rými til norðurs og gera minniháttar breytingu á núverandi innréttingum á 3. hæð í verslunarhúsnæðinu á lóð nr. 26 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
9. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN042157
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta kaffi- og setustofu í framreiðslueldhús og matsal sem einungis tekur við tilbúnum mat í skrifstofurými 0601 í Höfðatúni 2 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
10. Bugðulækur 17 (01.343.318) 104017 Mál nr. BN041643
Sævar Smári Þórðarson, Bugðulækur 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja handrið úr járni og timbri, sbr. fyrirspurn BN040778, á þaki bílskúrs sem tilheyrir íbúð 01í fjölbýlishúsi á lóð nr. 17 við Bugðulæk.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda dags. 3. júní 2010 við teikn. dags. 28.5. 2010
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra til ákörðunar um grenndarkynningu.
Vísað er til uppdr. dags. 24. júní 2010.
11. Búðavað 2-4 (04.791.608) 209917 Mál nr. BN042134
Bygg Ben ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík
Sótt er um aðskilið byggingarleyfi fyrir parhús nr. 2 á lóð nr. 2-4 við Búðavað.
BN036306 samþykkt 17. júlí 2007 gildir áfram fyrir hús nr. 4.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
12. Bústaðavegur 75 (01.818.312) 108222 Mál nr. BN042155
Guðrún J Sigurpálsdóttir, Hjallasel 55, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum geymsluskúr úr tré upphitaður með rafmagni á lóð nr. 75 við Bústaðaveg.
Stærð: 8,9 ferm., 20,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 1.594
Synjað.
Samræmist ekki deiliskipulagi.
13. Dalsel 6-22 (04.948.701) 113071 Mál nr. BN042169
Guðbjartur Kristinsson, Dalsel 20, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalaskýli úr PVC prófílum styrktum með galvaniseruðu járni á 2. hæð raðhúss nr. 20 í lengju nr. 14 - 22 á lóð nr. 6 - 22 við Dalsel.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda í raðhúsinu og jákv. fsp. BN035536 dags. 13. mars 2007.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
14. Einarsnes 48 (01.672.015) 106803 Mál nr. BN032330
Björn Júlíusson, Einarsnes 48, 101 Reykjavík
Rannveig Einarsdóttir Arnar, Einarsnes 48, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka bílskúr, koma fyrir nýrri hurð, byggja sólstofu á suðurhlið og stækka í vesturátt einbýlishús á lóð nr. 48 við Einarsnes.
Stækkun: Íbúð 40,1 ferm., bílskúr 18,7 ferm.,
Samtals 58,8 ferm. og 218,4 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 7.700 + 16.817
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.
15. Fiskislóð 15-21 (01.089.301) 209369 Mál nr. BN042119
Smáragarður ehf, Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera lagerrými í anddyri og hurð inn í verslun í verslunarhúsnæðinu á lóð nr. 15-21 við Fiskislóð.
Umsögn burðarvirkishönnuðar fylgir dags. 6. okt. 2010
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
16. Flugvallarvegur 3-3A (01.751.201) 107467 Mál nr. BN042117
Keiluhöllin ehf, Pósthólf 8500, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir 3 bráðabirgða gámum sem á hýsa eldhús ofan á þaki 2. hæðar, koma fyrir útskotsglugga á suðurhlið og innrétta skrifstofur í stað sorpgeymslu sem verður komið fyrir á suðvesturhorni bílastæða í eigu atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 3-3A við Flugvallarveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. október 2010 fylgir erindinu.Stækkun á útskotsglugga : XX ferm., XX rúmm.
Stærð: Eldhúsgáma og sorpgáma XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 7.700 + XX
Synjað.
Samræmist ekki deiliskipulagi.
17. Fossaleynir 1 (02.456.101) 190899 Mál nr. BN041778
Kvikmyndahöllin ehf, Austurstræti 11, 101 Reykjavík
R-Höllin ehf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir nýja, uppfærða og endurútgefna aðaluppdrætti af mhl. 03 Egilshallarinnar á lóð nr. 1 við Fossaleyni sjá BN036460.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 25. júní 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
18. Fossaleynir 19-23 (02.468.101) 180547 Mál nr. BN042141
Dalsnes ehf, Fossaleyni 21, 112 Reykjavík
Innnes ehf, Fossaleynir 21, 112 Reykjavík
Sótt er um heimild fyrir vínveitingaleyfi í flokki II til að geta veitt áfengi til vörukynningar í húsakynnum fyrirtækisins án þess að selja það í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 19-23 við Fossaleyni.
Tölvupóstur frá rekstrarstjóra Innes ehf. fylgir dags. 6. okt. 2010.
Gjald kr. 7.700
Það er hlutverk leyfadeildar lögreglustjóra höfðuðborgarsvæðisins að gefa út leyfi til áfengisveitinga og ber umsækjanda að leita þangað. Ef um breytingu á húsnæði er að ræða skal um það sækja til embættis byggingarfulltrúa.
19. Freyjubrunnur 10-14 (02.695.802) 205738 Mál nr. BN042135
111 ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 113 Reykjavík
Sótt er um aðskilið byggingarleyfi fyrir raðhús nr. 12 á lóðinni nr. 10 - 14 við Freyjubrunn.
Eftir samþykkt þessa erindis eru í gildi BN041900, samþykkt 17. ágúst 2010 fyrir hús nr, 10, BN037288 samþykkt 4. desember 2007 fyrir hús nr. 14 og þessi samþykkt fyrir hús nr. 12.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
20. Geirsgata 5-5C (01.117.306) 100086 Mál nr. BN042137
Elísabet Jean Skúladóttir, Furubyggð 21, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að byggja glerskála með póstalausum svalalokunareiningum og einni vængjahurð og akronplasti á timbursperrum í þaki sbr. erindi BN039324 en sem er eins og erindi BN038905 sem samþykkt var 7.10. 2008 við veitingastað á lóð nr. 5 við Geirsgötu.
Meðfylgjandi er bréf hönnuðar dags. 1. okt. 2010.
Stærðir 24,7 ferm., 69,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700.- + 5.321
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
21. Grundarland 2-8 (01.855.101) 108783 Mál nr. BN042153
Ragnar Halldór Hall, Grundarland 2, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi að saga niður úr glugga til að koma fyrir svalahurð á austurhlið einbýlishússins nr. 2 á lóð nr. 2-8 við Grundarland.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
22. Hamrahlíð 17 (01.714.101) 107254 Mál nr. BN042080
Blindrafélagið, Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að loka svölum á 5. hæð á austurhlið húss, þannig að biðrými við afgreiðslu stækkar í húsi Blindrafélagsins á lóð nr. 17 við Hamrahlíð.
Stækkun: 19,3 ferm., 53,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 4.089
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
23. Hátún 2 (01.223.201) 102906 Mál nr. BN042159
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Rv, Hátúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að útbúa bílastæði fyrir fatlaða við lóðamörk að Laugavegi, skábraut fyrir fatlaða og líkbíl að tröppum og skábraut yfir tröppur við aðalinngang, ásamt hringstiga frá flóttaleið á efri hæð niður á jörð við kirkju á lóð nr. 2 við Hátún.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
24. Holtavegur 8-10 (01.408.101) 104960 Mál nr. BN042168
Reitir II ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á innra fyrirkomulagi á rými 0201 í einingu 203 í atvinnuhúsinu á lóð nr. 8-10 við Holtaveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
25. Hverafold 130 (02.862.706) 110264 Mál nr. BN041832
Krystian Karol Gralla, Hverafold 130, 112 Reykjavík
Ewa Krystyna Krauz, Hverafold 130, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr sem er steyptur á staðnum og tilheyrir íbúð 010101 í tvíbýlishúsinu á lóð nr. 130 við Hverafold.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 8. október 2010 fylgir erindinu.Samþykki meðlóðarhafa og nágranna af húsum nr. 29 - 35 og 128 fylgir málinu.
Stærð: 35,2 ferm., 133,9 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 10.310
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra frá 8. október 2010.
26. Hverfisgata 18 (01.171.005) 101351 Mál nr. BN041587
Linda Mjöll ehf, Laugavegi 11, 101 Reykjavík
Hverfiseignir ehf, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir veitingastað í flokki III á 1.hæð með aðgengi að salernisaðstöðu í kjallara í húsi á lóð nr. 18 við Hverfisgötu.
Bréf frá arkitekt dags. 26. maí 2010 fylgir, útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 4. júní 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 4. júní 2010 og mótmælum dags. 31. maí 2010. Meðfylgjandi einnig mótmæli dags. 24. júní.2010. Meðfylgjandi er hljóðvistarskýrsla dags. 29. júní.2010, bréf heilbrigðisfulltrúa dags. 2. júlí 2010 og glugga- og glerskoðun byggingarfulltrúa dags. 5. júlí 2010, hljóðvistarskýrsla 2 dags. 7.7.2010 einnig bréf skipulagsstjóra dags. 16. sept. 2010.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað er til fyrri bókunar frá 28. september 2010.
27. Hverfisgata 52 (01.172.101) 101439 Mál nr. BN036951
Húsfélagið Hverfisgötu 52, Hverfisgötu 52, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þes að setja upp svalir við suðurhlið á 2. hæð fjölbýlishússins á lóð nr. 52 við Hverfisgötu.
Samþykki eigenda Vatnsstígs 4, með skilyrðum, innfært 23. maí 2002 ásamt umsögn brunahönnuðar dags. 21. september 2007 fylgja erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. ágúst 2010 og 24. sept. 2010 ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 21. sept. 2010.
Gjald kr. 6.800 + 7.700
Frestað.
Vantar samþykki meðeigenda á Hverfisgötu 52 vegna útlitsbreytinga.
28. Jörfagrund 15 (32.472.301) 180585 Mál nr. BN042170
Elís Björgvin Hreiðarsson, Jörfagrund 15, 116 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að endurnýja byggingarleyfi BN040187 dags. 21. júlí 2009 þar sem endurnýjað er erindið BN036276 sem fjallar um að breyta byggingaraðferð bílskúrs úr bjálkum í timburveggi sbr. erindi BN019106 ásamt leyfi fyrir byggingu gróðurhúss á norðurhluta lóðar nr. 15 við Jörfagrund.
Stærð: Gróðurhús 6 ferm., 15,6 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 1.201
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
29. Laugavegur 7 (01.171.012) 101358 Mál nr. BN042166
Basalt ehf, Pósthólf 806, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja gönguhurð á framhlið verslunar í rými 0104 í verslunarhúsnæðinu á lóð nr. 7 við Laugaveg.
Samþykki meðeigenda fylgir dags. 17. sept. 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
30. Laugavegur 74 (01.174.207) 101610 Mál nr. BN042115
Laug ehf, Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. október 2010 þar sem sótt er um leyfi til að byggja nítján herbergja íbúðahótel úr forsteyptum einingum, þrjár hæðir með kjallara undir hluta og verslun á jarðhæð á lóð nr. 74 við Laugaveg.
Niðurrif (áður gert): Fastanúmer 200-5406, stærð 250,4 ferm., fastanúmer 200-5407, stærð 77,1 ferm., fastanúmer 200-5408, stærð 35,6 ferm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 8. október 2010 fylgir málinu.Samtals niðurrif: 363,1 ferm.
Stærð nýbyggingar: Kjallari 156,1 ferm., 1. hæð 368,3 ferm., 2. hæð 299,7 ferm., 3. hæð 256,1 ferm.
Samtals: 1080,2 ferm., 3.596,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 276.890
Synjað.
Samræmist ekki deiliskipulagi.
31. Leiðhamrar 1 (02.292.801) 108997 Mál nr. BN042105
Sæmundur Sævarsson, Leiðhamrar 1, 112 Reykjavík
Marta Gunnarsdóttir, Leiðhamrar 1, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við norðausturhorn, framlengja þak yfir nýjan inngang og breyta innra fyrirkomulagi einbýlishússins á lóð nr. 1 við Leiðhamra.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 8. október 2010 fylgir erindinu.]
Viðbygging: 4,2 ferm., 11,3 rúmm.
B-rými: xx ferm., 25,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 2.857
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra eru ekki gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna á eigin kostnað breytingu á deiliskipulagi sem grenndarkynnt verður berist umsókn þar um.
32. Norðlingabraut 12 (04.731.401) 203913 Mál nr. BN042154
Grjótháls ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu þar sem útbúin er skrifstofa og geymsla á millilofti sbr. BN041686 dags. 29. júní 2010 í íþrótta- og tómstundarhúsi á lóð nr. 12 við Norðlingabraut.
Skýrsla brunahönnuðar endurskoðuð 5. okt. 2010, fylgir umsókn.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
33. Skildingatangi 1 (01.675.101) 106899 Mál nr. BN042079
Gunnar I Hafsteinsson, Skildinganes 58, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús, einangrað að utan og múrhúðað með steindum mulningi, á einni hæð með geymslu og bílageymslu í kjallara, sbr. fyrirspurn BN040724 og erindi BN041695 sem var synjað 24.8. 2010, á lóð nr. 1 við Skildingatanga.
Stærðir: Kjallari, trappa og geymsla 50,3 ferm., bílgeymsla 56,9 ferm., bílskýli (B rými) 41,2 ferm., samtals kjallari 148,4 ferm. 1. hæð 251,3 ferm., samtals 399,7 ferm., 1.365,8 rúmm.
Nýting: 399,7 frem. - 17,9 (hálfur gluggalaus kjallari) = 381,8 ferm.
deilt með 932 ferm. lóð = nýtingarhlutfall 0,4
Gjald kr. 7.700 + 105.166
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
34. Skólavörðustígur 40 (01.181.404) 101794 Mál nr. BN041848
Samtímalist ehf, Skólavörðustíg 14, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa tvö eldri hús og byggja í þeirra stað steinsteypt íbúðar- og verslunarhús, fjórar hæðir og kjallara, fimm íbúðir, tvær verslanir og veitingastað á lóð nr. 40 við Skólavörðustíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. ágúst 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 6. ágúst 2010.
Einnig fylgir umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 5. ágúst og Húsafriðunarnefndar dags. 29. júlí 2010.
Stærð niðurrifs: Mhl. 01 fastanr. 200-6095, merkt 0101 íbúð: 87,2 ferm. Mhl. 02 fastanr. 200-6096 merkt 0101 geymsla 10,1 ferm. Mhl. 03 fastanr. 200-697 merkt 0101 bílskúr 21,6 ferm.
Niðurrif samtals: 118,7 ferm.
Stærð nýbyggingar: Kjallari 203,1 ferm., 1. hæð 187,8 ferm., 2. hæð 182,7 ferm., 3. hæð 179,9 ferm., 4. hæð 110,2 ferm.
A-rými samtals: 863,7 ferm., 2.665,4 rúmm.
B-rými á 1. hæð: 22,3 ferm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 205.236
Samþykkt.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
35. Skúlagata 13 (01.153.601) 175690 Mál nr. BN042129
Smárahótel ehf, Hlíðasmára 13, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til breyta innréttingum og stækka innaksturshurð í vesturgafli vegna reksturs bílaleigu í húsi á lóð nr. 13 við Skúlagötu. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 8. október 2010 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
36. Skúlagata 51 (01.220.008) 102784 Mál nr. BN042167
Sendiráð Kína, Pósthólf 75, 172 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til að breyta núverandi húsnæði í Sendiráð Alþýðulýðveldisins Kína á Íslandi, breytingarnar eru umtalsverðar innanhúss á öllum hæðum, en að utanverðu einungis þær að bílskýli við Skúlagötu er lokað með rimlum og hurð sett í ökuop á austurhlið bílgeymslu í húsi á lóð nr. 51 við Skúlagötu.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 7. okt. 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
37. Smiðjustígur 11 (01.151.405) 100999 Mál nr. BN042020
Margrét Harðardóttir, Fjölnisvegur 2, 101 Reykjavík
Stephen M Christer, Fjölnisvegur 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka bíslag á mhl. 01, endurklæða með báruðu alusinkklæðningu, endurnýja glugga og breyta geymslu í kjallara í íbúðarrými sem á að vera hluti af 0101 og endurnýja mhl. 03 í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 11 við Smiðjustíg .
Samþykki meðlóðar hafa dags. 20. sept. 2010, umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 8. okt. 2010 og umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 7. okt. 2010 fylgir.
Stækkun: 6,0 ferm., 17,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 1.363
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
38. Smiðjustígur 4A (01.171.115) 101381 Mál nr. BN042100
Festar ehf, Klapparstíg 29, 101 Reykjavík
Sótt er um tímabundið leyfi til að opna á báðum hæðum yfir í hús á lóð nr. 6 við Smiðjustíg úr húsi á lóð nr. 4A við Smiðjustíg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
39. Smiðjustígur 6 (01.171.117) 186664 Mál nr. BN042101
Festar ehf, Klapparstíg 29, 101 Reykjavík
Sótt er um tímabundið leyfi til að opna á báðum hæðum yfir í hús á lóð nr. 4A við Smiðjustíg úr húsi á lóð nr. 6 við Smiðjustíg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
40. Veghúsastígur 7 (01.152.419) 101064 Mál nr. BN042090
Gistiheimilið Dómus ehf, Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurskipuleggja gistiheimili á 1. hæð og tvær gistiíbúðir á 2. hæð í húsi á lóð nr. 7 við Veghúsastíg.
Starfsfólk, þjónusta og móttaka er sameiginleg með gistiheimili á lóð nr. 45 við Hverfisgötu enda í eigu sömu aðila.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Þinglýsa skal yfirlýsingu um samruna eigna til að samþykktin öðlist gildi.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
41. Þingholtsstræti 2-4 (01.170.205) 101333 Mál nr. BN042165
Íslenska eignafélagið ehf, Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa bakhús við Skólastræti 1 og byggja viðbyggingu við Þingholtsstræti 2-4, milli þess og Skólastrætis 1, steinsteypt íbúðahótel, þrjár hæðir og kjallara á sameinaðri lóð nr 2-4 við Þingholtsstræti.
Erindi fylgir brunahönnun, forhönnun frá VSI dags. 7. október 2010.
Niðurrif: Mhl. 02 fastanr. 200-4340 merkt 0101 trésmiðja 197,5 ferm.
Nýbygging: Kjallari, 1. 2. og 3. hæð eru allar 191,9 ferm., 4. hæð 9,9 ferm.
Samtals viðbygging: 777,5 ferm., 2.378 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 183.106
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
Ýmis mál
42. Rekstarleyfi, steypustöðvar Mál nr. BN042138
Steypustöðin ehf, Malarhöfða 10, 110 Reykjavík
Steypustöðin ehf. sækir um rekstarleyfi fyrir steypustöð í lögsagnarumsæmi Reykjavíkur í samræmi við ákvæði gr. 131 í byggingarreglugerð nr. 441/1998. Rekstur Steypustöðvarinnar fer fram á lóð nr. 10 við Malarhöfða. Með umsókn fylgir jákvæð umsögn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, dags. 7. sept. 2010, samningur milli Steypurstöðvarinnar og Nýsköpunarmiðstöðvar um ytra eftirlit, dags. 7. sept. 2010, sbr. gr. 131.10 og gæðahandbókar Steypustöðvarinnar.
Rekstarleyfi samþykkt.
Skilyrt: Leyfið gildir fyriir rekstur steypustöðvar á lóð nr. 10 við Malarhöfða. Leyfishafa ber að viðhalda samningi um ytra eftirlit við þar til bæran aðila og annast eigið innra eftirlit með framleiðslunni.
Að öðrum kosti fellur rekstarleyfið úr gildi án viðvörunnar. Sé fyrirhuguð breyting á steypuframleiðslu stöðvarinnar skal hún tilkynnt NMÍ og embætti byggingarfulltrúa , sem ákvarðar hvort fyrirhuguð breyting hafi áhrif á rekstarleyfið.
Rekstrarleyfið felur ekki í sér viðurkenningu Reykjavíkurborgar á langtímarekstri steypustöðvar á lóðinni en borgaryfirvöld vinna nú að breyttri landnotkun svæðisins þar sem gert er ráð fyrir að starfsemi sem þessi víki af því.
43. Rekstarleyfi, steypustöðvar Mál nr. BN042139
B.M. Vallá ehf, Bíldshöfða 7, 110 Reykjavík
BM-Vallá ehf sækir um rekstarleyfi fyrir steypustöð, í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur í samræmi við ákvæði 131. gr. í byggingarreglugerð nr. 441/1998. Rekstur steypustöðvarinnar fer fram á lóð nr. 7 við Bíldshöfða. Með umsókn fylgir jákvæð umsögn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands dags. 7. seopt. 2010, samningur milli BM Vallár og Nýsköpunarmiðstöðvar um ytra eftirlit, dags. 24. ágúst 2010 staðgr. 131.10 og gr.g. um stöðina og framleiðslu hennar, dags. 27. sept. 2010.
Rekstarleyfi samþykkt.
Skilyrt: Leyfið gildir fyrir rekstur steypustöðvar á lóð nr. 7 við Bíldshöfða. Leyfishafa ber að viðhalda samningi um ytra eftirlit við þar til bæran aðila og annast eigið innra eftirlit með framleiðslunni.
Að öðrum kosti fellur rekstarleyfið úr gildi án viðvörunnar. Sé fyrirhuguð breyting á steypuframleiðslu stöðvarinnar skal hún tilkynnt NMÍ og embætti byggingarfulltrúa , sem ákvarðar hvort fyrirhuguð breyting hafi áhrif á rekstarleyfið.
Rekstrarleyfið felur ekki í sér viðurkenningu Reykjavíkurborgar á langtímarekstri steypustöðvar á lóðinni en borgaryfirvöld vinna nú að breyttri landnotkun svæðisins þar sem gert er ráð fyrir að starfsemi sem þessi víki af því.
Fyrirspurnir
44. Ármúli 17 (01.264.004) 103527 Mál nr. BN042130
Mouloud Louzir, Freyjubrunnur 11, 113 Reykjavík
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. október 2010 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að innrétta veitingastað í flokki I sem á að hafa aðstöðu fyrir 50 manns í sæti í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 17 við Ármúla.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. október 2010 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
45. Grjótháls 5 (04.302.301) 111015 Mál nr. BN042123
Össur hf, Grjóthálsi 5, 110 Reykjavík
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. október 2010 þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta innkeyrslum, koma fyrir gróðurbeðum og vegvísandi skiltum og opna milli lóðanna nr. 1-3 og nr. 5 við Grjótháls.
[Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsráðs frá 8. október 2010 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi,.
Málinu skal fylgja viðeigandi samþykki lóðarhafa.
46. Háagerði 22 (01.817.402) 108149 Mál nr. BN042077
Hannes Jónsson, Háagerði 22, 108 Reykjavík
Guðlaug Kristbjörg Jónsdóttir, Háagerði 22, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja bílskúr á lóð nr. 22 við Háagerði.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 1. október 2010 ásamt umsögn skipulagsstjóra frá 7. október 2010 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi sem grenndarkynnt verður berist umsókn.
Að öðru leyfi vísast til umsagnar skipulagsstjóra vegna stærðar og staðsetningar.
47. Hverfisgata 105 (01.154.406) 101134 Mál nr. BN042109
Domingos Tavares Ferreira, Sæbólsbraut 40, 200 Kópavogur
Spurt er hvort leyfi fengist til að opna skemmtistað í flokki ? í kjallara í verslunar og íbúðarhúsnæðinu á lóð nr. 105 Hverfisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. október 2010 ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 7. október 2010 fylgir erindinu.
Vísað til umsagna byggingarfulltrúa og skipulagsstjóra á fyrirspurnarblaði.
48. Mávahlíð 47 (01.710.124) 107164 Mál nr. BN042136
Svanhildur Steinarsdóttir, Mávahlíð 47, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta skráningu herbergis í íbúðarherbergis í kjallara tvíbýlishússins á lóð nr. 47 við Mávahlíð.
Samkvæmt gildandi aðaluppdrætti er viðkomandi rými skráð sem herbergi sem ber að lesa sem íbúðarherbergi.
Breyting óþörf.
49. Miðtún 36 (01.223.109) 102899 Mál nr. BN042133
Elín Ástráðsdóttir, Öldutún 1, 220 Hafnarfjörður
Spurt er hvort leyft yrði að gera nýjan inngang fyrir rishæð á tvíbýlishúsinu á lóð nr. 36 við Miðtún.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um bygginarleyfi sem samþykki meðeigenda fylgi.
50. Nesvegur 49 (01.531.101) 106142 Mál nr. BN042156
Jónína Eyvindsdóttir, Nesvegur 49, 107 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fengist fyrir kjallaraíbúð í einbýlishúsi á lóð nr. 49 við Nesveg.
Erindi fylgir íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 16. maí 2006
Nei.
Uppfyllir ekki skilyrði um áður gerðar íbúðir.
Meðal annars er lofthæð ekki næg.
51. Nóatún 17 (01.235.201) 102967 Mál nr. BN042176
Íshamrar ehf, Nóatúni 17, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja ca. 30 ferm. hjólageymslu sunnan við hús nr. 17 við Nóatún.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
52. Saltvík 125744 (00.064.000) 125744 Mál nr. BN042161
Sveinn Ingólfsson, Aratún 10, 210 Garðabær
Spurt er um leyfi fyrir stækkun atvinnuhúsnæðis vegna fyrirhugaðar stækkun á vinnslu á afurðum og einnig er fyrirhugað að bæta við stórgripaslátrun í svínasláturhúsinu á lóð landnr. 125744 við Saltvík Kjalarnesi.
Frestað.
Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði .Ekki er unnt að taka afstöðu til erindis fyrr en að fengnum svörum við athugsemdum.
53. Skólavörðustígur 23 (01.182.243) 101895 Mál nr. BN042152
Bjarni Geir Alfreðsson, Neðstaberg 6, 111 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist fyrir matsölu í flokki I á 1. hæð fyrir 30 gesti þar sem maturinn kemur í hitakössum og opnunartími yrði frá 11:00 til 20:00 í verslunarhúsnæðinu á lóð nr. 23 við Skólavörðustíg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
54. Suðurgata 100 (01.553.117) 106537 Mál nr. BN042142
Ingólfur Gissurarson, Suðurgata 100, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að hækka rishæð um 140 cm og byggja kvisti götumegin á einbýlishúsið nr. 100 við Suðurgötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
55. Tryggvagata 22 (01.140.004) 100816 Mál nr. BN042160
Ásmundur Jóhannsson, Hraunteigur 9, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fáist til að breyta innréttingu 1. hæðar á þann veg aðallega að draga framhlið inn um 5/9 metra og skapa þar útisvæði fyrir 42 gesti.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
56. Vest.6-10A/Tryggv.18 (01.132.113) 216605 Mál nr. BN042124
Siaoling Soon, Lækjargata 4, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að opna veitingastað í flokki ? í kjallara á húsnæðinu á lóð nr. 6-10 við Vesturgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 8. október 2010 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:11.
Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson
Þórður Ólafur Búason
Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir
Jón Hafberg Björnsson
Guðfinna Ósk Erlingsdóttir
Karólína Gunnarsdóttir