Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 216

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2010, miðvikudaginn 22. september kl. 09:10, var haldinn 216. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og áheyrnarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Bjarni Þ Jónsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum Jóhannes Kjarval, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Margrét Þormar og Margrét Leifsdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Kjalarnes, Varmadalur, breyting á aðalskipulag Mál nr. SN090183
Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingarsviðs dags. 18. maí 2010 að breytingu á aðalskipulagi vegna Varmadals á Kjalarnesi. Einnig lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarsviðs dags. 24. mars 2010
Vísað til meðferðar í vinnu við endurskoðun á Aðalskipulagi Reykjavíkur.

2. Austurhöfn, breyting á deiliskipulagi (01.11) Mál nr. SN090009
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Portus ehf. dags. 14. nóvember 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar TRH vegna gatna- og stígatengsla á svæðinu milli Hafnarstrætis og Tónlistahússins samkvæmt uppdrætti Batterísins dags. 14. desember 2009 mótt. 12. apríl 2010. Einnig er lagt fram bréf Faxaflóahafna dags. 5. febrúar 2010, minnisblað Portusar og Austurhafnar dags. 12. febrúar 2010, minnisblað Mannvits dags. 23. október 2009, bókun umhverfis- og samgönguráðs vegna málsins dags. 23. febrúar 2010 og bréf Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða dags. 28. maí 2010. Tillagan var auglýst frá 12. maí til og með 27. ágúst 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Torfi Hjartarson f.h. Eignarhaldsfélagsins Portus ehf dags. 18. júní 2010 og Gunnar Valur Sveinsson f.h. Samtaka Ferðaþjónustunnar dags. 22. júní 2010. Einnig lagt fram bréf borgarráðs dags. 29. júní ásamt afriti af bréfi samtaka Ferðaþjónustunnar til borgarráðs dags. 24. júní 2010. Jafnframt er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 1. júlí 2010 og umhverfisskýrsla skipulagshöfunda dags. í júlí 2010. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 7. september 2010.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra
Vísað til borgarráðs.

3. Háskóli Íslands, Vísindagarðar, breyting á deiliskipulagi HÍ(01.63)Mál nr. SN090460
ASK Arkitektar ehf, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 2. júlí 2010 var lagt fram erindi Ask Arkitekta dags. 11. desember 2009 f.h. Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. vegna breytinga á deiliskipulagi Háskóla Íslands vegna Vísindagarða. Í breytingunni felst m.a. að lóðinni er skipt upp í sjö lóðir fyrir Vísindagarða, Stúdentagarða og spennistöð Orkuveitu Reykjavíkur samkvæmt uppdrætti Ask Arkitekta dags. 23. mars 2010 ásamt greinargerð og skilmálum dags. 29. mars 2010. Einnig eru lagðir fram minnispunktar skipulags- og byggingarsviðs dags. 9. júní 2010 af kynningarfundi vegna málsins sem haldinn var þann 3. júní sl. Auglýsing stóð yfir frá 31. apríl til og með 30. júní 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Þorkell Jóhannesson dags. 31. maí, Snorri Bergmann og Védís Húnbogadóttir dags. 22. júní, Helga Þorkelsdóttir, Páll Þorgeirsson, Jóhannes Fossdal og Hilda Hansen dags. 28. júní, Ragnheiður Harðardóttir dags. 10. júní, Ragnheiður Harðardóttir og Jón Sch. Thorsteinsson dags. 29. júní, greinargerð Glámu Kím unnin fyrir íbúa við Odda- og Aragötu dags. 28. júní, Ingibjörg E. Björnsdóttir f.h. Svanhildar Sigurðardóttur dags. 30. júní, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Helgi Björnsson dags. 30. júní, Bjarki Gunnar Halldórsson dags. 30. júní, Baldur Símonarson dags. 30. júní, Jón Jóhannes Jónsson dags. 30. júní og Max Dager f.h. Norræna hússins dags. 1. júlí 2010.
Athugasemdir kynntar
Frestað.

Gísli Marteinn Baldursson vék af fundi kl. 10:20 Hildur Sverrisdóttir tók sæti á fundinum í hans stað

4. Vatnsmýrin, samgöngumiðstöð, (01.6) Mál nr. SN100183
breyting á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar
Teiknistofan Arkitektar ehf, Brautarholti 6, 105 Reykjavík
Lögð fram tillaga T.ark Teiknistofunnar ehf. að breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar. Í tillögunni er gert ráð fyrir lóð fyrir samgöngumiðstöð í Vatnsmýri á norð-austur hluta flugvallarsvæðisins samkvæmt uppdrætti og greinargerð dags. 19. maí 2010. Einnig er lögð fram umhverfisskýrsla VSÓ Ráðgjöf dags. í maí 2010 og bréf Reita dags. 7. júní 2010. Erindi var sent til umsagnar Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar og Flugmálastjórnar Íslands og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögnum, Flugmálastjórnar dags. 2. júlí 2010, Vegagerðarinnar dags. 31. ágúst 2010, Umhverfisstofnunar dags. 3. september 2010 og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 18. ágúst 2010 ásamt bókun Umhverfis- og samgönguráðs dags. 31. ágúst 2010 þar sem óskað er frekari gagna. Umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 13. september 2010 ásamt bókun Umhverfis- og samgönguráðs s.d.
Ragnar Atli Guðmundsson og Halldór Eiríksson arkitekt kynntu tillöguna.
Frestað.

5. Hlíðarendi, Valssvæði, breyting á deiliskipulagi (01.62) Mál nr. SN100098
ALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur
Á fundi skipulagsstjóra 23. júlí 2010 var lögð fram tillaga ALARK arkitekta ehf. dags. 30. apríl 2010 að breytingu á deiliskipulagi á lóð Knattspyrnufélagsins Vals að Hlíðarenda. Í tillögunni felst breyting á gildandi deiliskipulagi sem byggir á niðurstöðu í vinningstillögu í hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar, samkvæmt uppdrætti dags. 30. apríl 2010. Einnig lagður fram skýringaruppdráttur og greinargerð dags. 30. apríl 2010, umsögn umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10 mars 2010 og 20. maí 2010, minnisblað skipulagsstjóra dags. 5. maí 2010, minnisblaði Menntasviðs dags. 17. maí 2010 varðandi þörf á skóla og leikskóla fyrir Valssvæði að Hlíðarenda og hljóðvistarskýrslum og greinargerð dags. í maí 2010. Auglýsing stóð yfir frá 9. júní 2010 til og með 22. júlí 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Bragi Halldórsson dags. 9. júní 2010 THG. Halldór Guðmundsson, arkitekt, f.h. Isavia ohf. dags. 15. júlí og THG. Halldór Guðmundsson, arkitekt, f.h. Reita dags. 16. júlí, Stefán Karlsson f.h. Knattspyrnufélagsins Vals dags. 19. júlí 2010. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags 13. september 2010.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.

6. Slippa- og Ellingsenreitur, (01.115.3) Mál nr. SN100336
breyting á deiliskipulagi vegna reits R16
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi Faxaflóahafna dags. 17. september 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits Slippa- og Ellingsenreits vegna reits R16 samkvæmt uppdrætti dags. 16. september 2010. Í breytingunni felst að á lóðina verður flutt 20. aldar hús, fiskþurrkunarhúsið Sólfell.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Jafnframt er samþykkt að vísa tillögunni til kynningar hjá menningar- og ferðamálaráði og til umsagnar hjá Minjasafni Reykjavíkur.

7. Vesturgata 5B, (01.136.1) Mál nr. SN070806
breyting á deiliskipulagi Grjótaþorps vegna Gröndalshúss
Lögð fram tillaga Argos, dags. 14. des. 2007, að breytingu á deiliskipulagi Grjótaþorps vegna flutnings Gröndalshúss á lóð nr. 5B við Vesturgötu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

(B) Byggingarmál

8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN042073
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 604 frá 21. september 2010.

9. Hverfisgata 18, (01.171.005) Mál nr. BN041587
breytingar innanhúss - endurnýjað veitingaleyfi
Linda Mjöll ehf, Laugavegi 11, 101 Reykjavík
Hverfiseignir ehf, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir veitingastað í flokki III í kjallara og á 1. hæð í húsi á lóð nr. 18 við Hverfisgötu.
Bréf frá arkitekt dags. 26. maí 2010 fylgir, útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 4. júní 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 4. júní 2010 og mótmælum dags. 31. maí 2010. Meðfylgjandi einnig mótmæli dags. 24. júní.2010. Meðfylgjandi er hljóðvistarskýrsla dags. 19. júlí 2010, bréf heilbrigðisfulltrúa dags. 2.júlí 2010 og glugga- og glerskoðun byggingarfulltrúa dags. 5. júlí 2010, hljóðvistarskýrsla 2 dags. 24. ágúst 2010. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 16. september 2010.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

(C) Fyrirspurnir

10. Landspítali Háskólasjúkrahús við Hringbraut, (01.19) Mál nr. SN100329
(fsp) breyting á deiliskipulagi
Nýr Landspítali ohf, Lindargötu Arnarhvoli, 150 Reykjavík
SPITAL ehf, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn Spital ehf. f.h. Nýs Landspítala ohf. dags. 13. september 2010 um vinnslu deiliskipulags Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Einnig lagt fram bréf framkvæmdastjóra Nýs Landspítala ohf. dags. 10. sept. 2010.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að hafin verði endurskoðun skipulags á athafnasvæði Landsspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut til samræmis við meginatriði í kynntri vinningstillögu.

Það er þó álit skipulagsráðs að nauðsynlegt sé að vinna rammaskipulag svæðisins en í nýsamþykktum skipulagslögum er sveitarfélögum veitt heimild til að kveða á um þróun byggðar á nýjum eða eldri svæðum í rammahluta aðalskipulags. Það er álit skipulagsráðs að það sé tilvalið að nýta þá heimild til að kveða á um framtíðaruppbyggingu á lóð Landsspítalans, sér í lagi í ljósi þess að uppbyggingin mun taka langan tíma. Rammaskipulagið yrði þ.a.l. hluti af aðalskipulagi Reykjavíkur og með því yrði framtíðarsýn LSH og Reykjavíkur varðandi svæðið staðfest.

Skipulagsráð leggur jafnframt ríka áherslu á að hvert skref í uppbyggingaráformum LSH sé fullunnið og frágengið hverju sinni og að unnið verði deiliskipulag fyrir hvern uppbyggingaráfanga, til samræmis við rammaskipulag. Telur skipulagsráð að slíkt vinnulag sé nauðsynlegt til að tryggja bestu mögulega ásýnd þessa mikilvæga svæðis í Reykjavík, á öllum skeiðum uppbyggingar.

(D) Ýmis mál

11. Lóð fyrir einkasjúkrahús, staðsetning Mál nr. SN100208
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjóra dags. 14. maí 2010 vegna erindis Ástráðar Haraldssonar f.h. undirbúningsfélags um stofnun og rekstur einkasjúkrahúss í Reykjavík dags 22. mars 2010 varðandi staðsetningu fyrir slíkt sjúkrahús innan borgarmarkanna.
Frestað.

Sóley Tómasdóttir vék af fundi 11:55

12. Laufásvegur 68, kæra, umsögn (01.197.2) Mál nr. SN100157
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 31. mars 2010, vegna ákvörðunar borgarráðs frá 18. febrúar 2010, þess efnis að leggja fyrir kæranda að færa mannvirki á suðurhluta lóðar nr. 68 við Laufásveg til þess horfs sem sýnt er á samþykktum aðaluppdráttum frá 21. mars 2007 og fjarlægja útigeymslu sem staðsett er utan byggingarreits. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 16. september 2010.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

13. Bergstaðastræti 13, kæra, umsögn (01.181.3) Mál nr. SN100234
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnendar skipulags- og byggingarmála dags. 15. júní 2010 ásamt kæru dags. 14. júní 2010 þar sem kærð er samþykkt afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 23. feb. 2010 á endurnýjun byggingarleyfis vegna viðbyggingar við Bergstaðastræti 13. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 16. september 2010
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

14. Fálkagötureitur, kæra, umsögn (01.55) Mál nr. SN090288
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 7. ágúst 2009 ásamt kæru frá 31. júlí 2008 á ákvörðun borgarráðs þ. 28. maí 2008 um samþykkt deiliskipulags fyrir Fálkagötureit. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 17. september 2010.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:00.

Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Kristín S. Jónsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Hildur Sverrisdóttir Jórunn Frímannsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2010, þriðjudaginn 21. september kl. 10:50 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 604. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Björn Kristleifsson, Þórður Búason, Bjarni Þór Jónsson, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir, Karólína Gunnarsdóttir og Eva Geirsdóttir. Fundarritari var Þórður Búason

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Ármúli 5 (01.262.002) 103514 Mál nr. BN041990
Hallarmúli sf, Hallarmúla 1, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum vegna sameiningar á matshluta 01 og 02 í matshluta 01 á lóð nr. 5 við Ármúla.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda dags. 9.9. 2010
Stækkun: 25,5 ferm., 59,4 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 4.574
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Bakkastaðir 159-161 (02.407.401) 178859 Mál nr. BN042062
Dan Sommer, Bakkastaðir 161, 112 Reykjavík
Ingunn Jóna Gísladóttir, Bakkastaðir 161, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri breytingu í íbúð 0101, sjá erindi BN019360 dags. 29. júlí 1999, í húsi nr. 161 á lóð nr. 159-161 við Bakkastaði.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3. Brúnavegur 13 (01.351.001) 104174 Mál nr. BN042050
Fulltrúaráð Sjómannadagsins, Laugarási Hrafnistu, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á erindi BN040833, sem felst í að hækka glugga til vesturs í eldhúsi dvalarheimilisins Hrafnistu á lóð nr. 13 við Brúnaveg.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

4. Faxafen 14 (01.466.201) 195611 Mál nr. BN041267
Bessi ehf, Sóleyjargötu 8, 900 Vestmannaeyjar
Sótt er um leyfi til að innrétta matvöruverslun í rými 0105 á 1. hæð í verslunarhúsi á lóð nr. 14 við Faxafen.
Erindi fylgir jákv. fsp. dags. 23. febrúar 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

5. Fiskislóð 31 (01.089.101) 209683 Mál nr. BN041675
North Properties ehf, Þverási 25, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta gluggum á göflum og til að framlengja gaflveggi á efstu hæð, byggja veggi milli þaksvala og til að færa ræstingar á 2. hæð atvinnuhússins á lóð nr. 31 við Fiskislóð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 16. júní fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

6. Hamarshöfði 2 (04.061.501) 110623 Mál nr. BN041572
Tryggingamiðstöðin hf, Síðumúla 24, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri viðbyggingu og ýmsum innanhúsbreytingum í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 2 við Hamarshöfða.
Bréf frá hönnuði dags. 11. maí 2010 fylgir.
Stækkun: 165,1 ferm., 637 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 49.049
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

7. Heiðargerði 80 (01.802.209) 107674 Mál nr. BN042048
Kristján Sigurður Bjarnason, Neðstaleiti 9, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fá samþykkta áður gerða ósamþykkta íbúð í kjallara þríbýlishússins á lóð nr. 80 við Heiðargerði.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Hólmvað 38-52 (04.741.701) 198828 Mál nr. BN042061
Hlynur Stefánsson, Hólmvað 46, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi á 2. hæð raðhússins nr, 46 á lóð nr. 38-52 við Hólmvað.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

9. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN042064
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reisa hlaðna veggi og bæta merkingar við sorpflokkunaraðstöðuna á 1. hæð bílageymslu í suðurenda Kringlunnar á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

10. Kvisthagi 1 (01.543.308) 106446 Mál nr. BN042063
Halldóra Kristín Bragadóttir, Kvisthagi 1, 107 Reykjavík
Árni Björn Björnsson, Kvisthagi 1, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta skráningu á geymslum og snyrtingum í kjallara fjölbýlishússins á lóð nr. 1 við Kvisthaga.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrátt dags. 11. og 14. september 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

11. Laugateigur 17 (01.364.109) 104617 Mál nr. BN042067
Jón Magngeirsson, Þykkvibær 14, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til tilfærslu á veggjum milli sameignar og íbúðar í kjallara fjöleignahúss á lóð nr. 17 við Laugateig.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Laugavegur 11 (01.171.011) 101357 Mál nr. BN042069
Eignarhaldsfél Gerðuberg ehf, Bauganesi 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum og fyrirkomulagi innanhúss og opna milli húsa á lóð nr. 11 við Laugaveg.
Meðfylgjandi er brunahönnunarskýrsla dags. 14.9. 2010
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Laugavegur 18B (01.171.502) 101418 Mál nr. BN042049
Laugaverk ehf, Tjarnastíg 20, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum sem sótt var um í erindi BN037148 dags. 6. nóvember 2007 og BN038491 dags. 9. júní 2009, ásamt minni háttar breytingum á innra fyrirkomulagi og flóttastiga sem breytt er úr pallastiga í hringstiga í íbúðar- og atvinnuhúsinu á lóð nr. 18B við Laugaveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Laugavegur 21 - Klapp (01.171.108) 101374 Mál nr. BN042059
Festar ehf, Klapparstíg 29, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjölga gestum í 49 og bæta við salerni fyrir þá á 2. hæð í veitingahúsinu á lóð nr. 21 við Laugaveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Laugavegur 23 (01.172.013) 101435 Mál nr. BN041969
Foldir fasteignaþróunarfél ehf, Klapparstíg 29, 101 Reykjavík
Villy Þór Ólafsson, Seljavegur 9, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta verslun og afgreiðslurými í kaffihús með veitingar í fl. II og kaffiveitingasvæði í leiksvæði á 1. hæð í húsi á lóð nr. 23 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 17. sept. 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 14. sept. 2010.Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Laugavegur 30 (01.172.211) 101466 Mál nr. BN042011
Exitus ehf, Pósthólf 5494, 128 Reykjavík
L30 ehf, Laugavegi 20b, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir setbekkjum og sviði í garði við hús á lóð nr. 30 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 17. sept. 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 15. sept. 2010.Gjald kr 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsögn skipulagsstjóra dags. 15.sept. 2010.

17. Seiðakvísl 15 (04.215.108) 110816 Mál nr. BN041950
Páll Trausti Jörundsson, Seiðakvísl 15, 110 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi 681/87 dags 30. júlí 1987 fyrir sólstofu við einbýlishús á lóð nr. 15 við Seiðakvísl.
Stærðir 12,8 ferm., 32,4 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 2.495
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

18. Sigtún. (Laugardalur) (01.37-.-93) 104719 Mál nr. BN042068
Íþróttabandalag Reykjavíkur, Engjavegi 6, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að áfangaskipta framkvæmd erindis BN040865, sem samþykkt var við Sigtún 31.ágúst 2010 þannig að áfangi 1, mhl. 02, sé stigahús ásamt breytingum í kjallara og á fyrstu þrem hæðum hússins, 2. áfangi hækkun á stigahúsi ásamt fjórðu hæð, áfangi 3 mhl. 03 frambygging, áfangi 4 mhl. 04 og geymslubygging á lóð, nú er sótt um byggingarleyfi fyrir áfanga 1 húss á lóð nr. 6 við Engjaveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Skaftahlíð 5 (01.273.010) 103619 Mál nr. BN042056
Baldur Ármann Steinarsson, Skaftahlíð 5, 105 Reykjavík
Guðrún Kristín Erlingsdóttir, Skaftahlíð 5, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir á 3. hæð (rishæð) inndregnar í þak á steyptri plötu fjölbýlishússins á lóð nr. 5 við Skaftahlíð.
Meðfylgjandi á teikningu er samþykki meðeigenda og nágranna á nr. 3.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Vísað er til uppdráttar dags. 13. september 2010.

20. Skólavörðustígur 40 (01.181.404) 101794 Mál nr. BN041848
Samtímalist ehf, Skólavörðustíg 14, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa tvö eldri hús og byggja í þeirra stað steinsteypt íbúðar- og verslunarhús, fjórar hæðir og kjallara, fimm íbúðir, tvær verslanir og veitingastað á lóð nr. 40 við Skólavörðustíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. ágúst 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 6. ágúst 2010.
Einnig fylgir umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 5. ágúst og Húsafriðunarnefndar dags. 29. júlí 2010.
Stærð niðurrifs: Mhl. 01 fastanr. 200-6095, merkt 0101 íbúð: 87,2 ferm. Mhl. 02 fastanr. 200-6096 merkt 0101 geymsla 10,1 ferm. Mhl. 03 fastanr. 200-697 merkt 0101 bílskúr 21,6 ferm.
Niðurrif samtals: 118,7 ferm.
Stærð nýbyggingar: Kjallari 203,1 ferm., 1. hæð 187,8 ferm., 2. hæð 182,7 ferm., 3. hæð 179,9 ferm., 4. hæð 110,2 ferm.
A-rými samtals: 863,7 ferm., 2.665,4 rúmm.
B-rými á 1. hæð: 22,3 ferm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 205.236
Frestað.
Vísað til skipulagsráðs.

21. Skúlagata 17 (01.154.102) 174222 Mál nr. BN042004
101 Atvinnuhúsnæði ehf, Skúlagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á húsi á lóð nr. 17 við Skúlagötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Smáragata 2 (01.197.401) 102736 Mál nr. BN042065
Laufey Sigurðardóttir, Smáragata 2, 101 Reykjavík
Alistair Kim Macintyre, Smáragata 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum vegna eignaskiptasamnings af íbúðarhúsinu sem stendur á lóð nr. 2 við Smáragötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Smiðjustígur 6 (01.171.117) 186664 Mál nr. BN041782
Nýja Grand ehf, Smiðjustíg 6, 101 Reykjavík
Festar ehf, Klapparstíg 29, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir skipulagi útisvæðis og til veitingareksturs í flokki II við hús á lóð nr. 6 við Smiðjustíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 13. ágúst 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 12. ágúst 2010.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Suðurlandsbraut 66 (01.471.402) 201340 Mál nr. BN042060
Félagsmálaráðuneyti, Tryggvag Hafnarhúsi, 150 Reykjavík
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningum af hjúkrunarheimilinu, sjá erindi BN035113 dags. 12. desember 2006, á lóð nr. 66 við Suðurlandsbraut.
Erindi fylgir greinargerð yfir breytingar dags. 2. september 2010.
Leiðréttar stærðir: Minnkar um 1,4 ferm., stækkar um 86,9 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 6.691
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

25. Sundlaugavegur 30 (01.37-.101) 104720 Mál nr. BN041992
Íþrótta- og tómstundaráð Rvíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta þreksal fyrir 50-60 notendur í kjallara Sundmiðstöðvarinnar í Laugardal á lóð nr. 30 við Sundlaugaveg.
Meðfylgjandi er bréf og skýringarmyndir arkitekts dags. 30. ágúst 2010 og yfirlýsing verkfræðings vegna brunamála dags. 31. ágúst 2010. Einnig bréf arkitekts dags. 13.9. 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

26. Sæmundargata 2 (01.603.201) 106638 Mál nr. BN041732
Háskóli Íslands, Suðurgötu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir skábraut við aðalinngang Háskóla Íslands á lóð nr. 2 við Sæmundargötu.
Meðfylgjandi er umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 13.sept.2010
Gjald kr. 7.700
Synjað.
Með vísan til umsagnar Húsafriðunarnefndar dags. 13. september 2010.

27. Tjarnargata 39 (01.143.101) 100949 Mál nr. BN041685
Eyjólfur Björgvin Guðbjörnsson, Njarðvíkurbraut 30, 260 Njarðvík
Tjarnargata 39,húsfélag, Tjarnargötu 39, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi, m. a. nýjum stigum milli hæða og til að hækka handrið á svölum 3. hæðar og stækka svalir á 2. hæð út á þak viðbyggingar við þríbýlishúsið á lóð nr. 39 við Tjarnargötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. ágúst 2010 fylgir erindinu. Kynning stóð frá 25. júní til 27. júlí 2010. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

28. Urðarbrunnur 100 (05.054.402) 205803 Mál nr. BN042042
Magnús Jónsson, Urðarbrunnur 100, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta stoðveggi að aðliggjandi lóðum á lóð nr. 100 við Urðarbrunn.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Athygli er vakin á að hæðarsetning á lóðarmörkum við göngustíg skal vera í samræmi við nýtt hæðarblað.

29. Vesturgata 40 (01.131.221) 100189 Mál nr. BN042066
Hrólfur Karl Cela, Kópavogstún 8, 200 Kópavogur
Ingibjörg Hallgrímsson, Vesturgata 40, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi innanhúss, að skipta íbúð á efri hæðum í tvær, útbúa svalir á skyggni á austurgafli, innrétta íbúð í verslunarhúsnæði á 1. hæð og innrétta vinnustofu í kjallara íbúðar- og atvinnuhússins á lóð nr. 40 við Vesturgötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Vættaborgir 27 (02.343.509) 176316 Mál nr. BN042052
Egill Hjartar, Vættaborgir 27, 112 Reykjavík
Sótt erum leyfi til að setja glugga og hurð á vesturhlið kjallara og innrétta þar fyrir innan í óuppfylltu rými kalda geymslu í einbýlishúsi á lóð nr. 27 við Vættaborgir.
Stærðir fyrir breytingu: 248,7 ferm., 854,2 rúmm.
Stækkun: 7,7 ferm., 20,8 rúmm.
Samtals eftir stækkun: 256,4 ferm., 875,2 rúmm.
Stærð lóðar 527,0 ferm., Nýtingarhlutfall 0,486
Gjald kr. 7.700 + 1.602
Frestað.
Lagfæra skráningu.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

Ýmis mál

31. Ránargata 8 (01.136.017) 100520 Mál nr. BN042045
Lagt fram bréf eigenda Ránargötu 8A dags. 2. september 2010 vegna frágangs á lóðarmörkum og grunns viðbyggingar á baklóð Ránargötu 8.
Umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 16. september 2010 fylgir.
Umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 16. sept. 2010 samþykkt.

Fyrirspurnir

32. Framnesvegur 44 (01.133.416) 100294 Mál nr. BN042029
Pétur Magnússon, Framnesvegur 44, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta venjulegu mænisþaki í mansard-þak á fjölbýlishúsinu á lóð nr. 44 við Framnesveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 17. sept. 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 17. sept. 2010.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 17. september 2010.

33. Kúrland 11 (01.861.401) 108796 Mál nr. BN042009
Guðríður Sigurðardóttir, Kúrland 11, 108 Reykjavík
Grétar Þórarinn Gunnarsson, Kúrland 11, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að grafa frá og gera glugga á kjallara raðhúss nr. 11 á lóð nr. 1-29 2-30 við Kúrland.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 17. sept. 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 17. september 2010.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dag. 17. september 2010.

34. Laugavegur 41 (01.172.113) 101449 Mál nr. BN042017
David Anthony Noble, Njarðargata 37, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að opna kaffihús í flokki I í verslunarhúsnæðinu á lóð nr. 41 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 17. sept. 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 15. september 2010.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

35. Ljósvallagata 18 (01.162.315) 101288 Mál nr. BN041997
Arkitektur.is ehf, Hverfisgötu 26, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja sólskála yfir núverandi svalir á rishæð fjölbýlishússins á lóð nr. 18 við Ljósvallagötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 17. sept. 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 16. sept. 2010.
Neikvætt
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 16. september 2010.

36. Skúlagata 28 (01.154.304) 101119 Mál nr. BN042070
Magnús Albert Jensson, Langagerði 88, 108 Reykjavík
Spurt er hvort innrétta megi iðnaðarhús í gistiskála, kaffihús og líkamsræktarstöð á 2., 3. og 4. hæð hússins á lóð nr. 28 við Skúlagötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

37. Stangarholt 14 (01.246.007) 103278 Mál nr. BN042019
Gunnar Pétur Másson, Stangarholt 14, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja bílskúr við hlið annars bílskúrs sem er fyrir á lóðinni nr. 14 við Stangarholt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 17. sept. 2010 fylgir erindinu.
Jákvætt
Og með vísan til útskriftar úr gerðabók skipulagsstjóra frá 17. sept. 2010, enda verði sótt um byggingarleyfi sem grenndarkynnt verður ef berst.

38. Templarasund 3 (01.141.210) 100901 Mál nr. BN041993
Guðjón Styrkársson, Njálsgata 110, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta veitingahús í flokki III í rými 0102 í atvinnuhúsinu á lóð nr. 3 við Templarasund.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 17. sept. 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 14. september 2010.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum og með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 14. september 2010 enda verði sótt um byggingarleyfi.

39. Vesturgata 40 (01.131.221) 100189 Mál nr. BN042012
Hrólfur Karl Cela, Kópavogstún 8, 200 Kópavogur
Spurt er hvort leyft yrði að breyta fyrirkomulagi innanhúss, skipta íbúð á efri hæðum í tvær, svalir á austurgafli, innrétta íbúð í verslunarhúsnæði á 1. hæð og innrétta vinnustofu í kjallara íbúðar- og atvinnuhússins á lóð nr. 40 við Vesturgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 17. sept. 2010 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum með vísan til útskriftar skipulagsstjóra frá 17. sept. 2010 og athugasemda byggingarfulltrúa á fyrirspurnarblaði, enda verði sótt um byggingarleyfi.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 13:00.
Björn Kristleifsson
Þórður Búason
Bjarni Þór Jónsson
Guðfinna Ósk Erlingsdóttir
Karólína Gunnarsdóttir
Eva Geirsdóttir