No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2017, miðvikudaginn 13. desember, kl. 9:10, var haldinn 215. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Kerhólum.
Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Torfi Hjartarson, Stefán Benediktsson, Sigurborg Ó Haraldsdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir, Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Sævar Þór Jónsson áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Þorsteinn Hermannsson, Oddrún Helga Oddsdóttir og Marta Grettisdóttir.
Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
(E) Umhverfis- og samgöngumál
1. Strætó, leiðakerfisbreytingar 2018
Mál nr. US170380
Kynntar breytingar sem gerðar verða á leiðarkerfi Strætó um áramótin 2017-2018
Kl. 9:21 tekur Magnea Guðmundsdóttir sæti á fundinum.
Fulltrúar Strætó Jóhannes Svavar Rúnarsson og Valgerður Gréta Benediktsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
2. Gunnarsbraut, varnarveggur (hljóðmön)
Mál nr. US170378
Lagt fram bréf þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða f.h. hverfisráðs Hlíða dags. 4. desember 2017 um varnarvegg (hljóðmön) við Gunnarsbraut, áður Miklubraut. Óskað er eftir að veggurinn verði lagfærður.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra.
3. Bústaðavegur, hjóla- og göngustígur
Mál nr. US170381
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra dags. 11. desember 2017 ásamt tillögu verkfræðistofunnar Mannvits dags. 11. október 2017 að göngu- og hjólastíg við Bústaðaveg.
Samþykkt.
4. Lyfjaskilsverkefni, kynning
Mál nr. US170361
Kynnt samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Lyfjastofnunar og Veitna um skil á lyfjum í apótek til eyðingar - kynningarherferð.
Frestað.
5. Reykjastræti, hönnun
Mál nr. US170007
Kynnt útlit og yfirbragð á Reykjastræti frá Tryggvagötu að Hörpu.
Edda Ívarsdóttir verkefnisstjóri, fulltrúi Landslags Þráinn Hauksson, fulltrúi Landmótunar Áslaug Traustadóttir og fulltrúi PKdM Björg Halldórsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
6. Tryggvagata og nýtt borgartorg (Bæjarins Besta), endurgerð
Mál nr. US170341
Kynnt drög Landmótunar að endurgerð Tryggvagötu frá Lækjargötu að Gróf. Nýtt yfirbragð á Tryggvagötunni og nýtt borgartorg (Bæjarins Bestu).
Edda Ívarsdóttir verkefnisstjóri, fulltrúi Landslags Þráinn Hauksson, fulltrúi Landmótunar Áslaug Traustadóttir og fulltrúi PKdM Björg Halldórsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
(A) Skipulagsmál
7. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir
Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 8. desember 2017.
8. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Hraunbær-Bæjarháls, breyting á aðalskipulagi, breytt landnotkun og fjölgun íbúða
Mál nr. SN160849
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í desember 2017 að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem felst í breytingu á landnotkun og fjölgun íbúða við Hraunbæ-Bæjarháls.
Samþykkt að auglýsa tillögu samkvæmt 1. mgr. 36. gr. sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
9. Aðalskipulag Reykjavíkur, veitinga- og gististaðir, breyting á aðalskipulagi vegna heimilda um veitinga- og gististaði
Mál nr. SN160890
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. apríl 2017, á breytingu á aðalskipulagi vegna heimilda um veitinga- og gististaði. Um er að ræða uppfærslu vegna gildistöku breytinga á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir/ábendingar: Hverfisráð Laugardals, dags. 30 júní 2017, Íbúasamtök miðborgar, dags. 14. júlí 2017 og Gestur Ólafsson, dags. 28. júlí 2017. Erindinu var vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulag á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. ágúst 2017 og er nú lagt fram að nýju ásamt nýrri tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, dags. september 2017, á breytingu á aðalskipulagi vegna heimilda um veitinga- og gististaði. Tillagan var auglýst frá 25. október 2017 til og með . Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Benóný Ægisson f.h. stjórnar íbúasamtaka miðborgar dags. 5. desember 2017, Þórey Bjarnadóttir dags. 5. desember 2017, stjórn húsfélagsins að Stakkholti 2-4 6. desember 2017, Almenna leigufélagið ehf, dags. 6. desember 2017, Katrín Ingjaldsdóttir, dags. 6. desember 2017, Ómar Geir Þorgeirsson dags. 6. desember 2017, Jenný Sigurgeirsdóttir dags. 6. desember 2017, Guðmundur Hugi Guðmundsson dags. 6. desember 2017, Málflutningsstofa Reykjavíkur f.h. Þingvangs ehf. dags. 6. desember 2017 og Reginn fasteignafélag f.h. RA 5 ehf. dags. 6. desember 2017.
Athugasemdir kynntar.
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
10. Hraunbær-Bæjarháls, nýtt deiliskipulag
Mál nr. SN160847
Lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Hraunbæ-Bæjarháls við Tunguháls sem felst í breytingu á hagnýtingu lóðarinnar úr opnu svæði í íbúðarbyggð og fjölgun íbúða, samkvæmt deiliskipulagsuppdráttum A2F Arkitekta, dags. 12. október 2017. Einnig er lögð fram hljóðvistarskýrsla Eflu, dags. 29. septemer 2017.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
11. Bryggjuhverfi vestur, svæði 4, nýtt deiliskipulag
(04.0)
Mál nr. SN170087
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13. desember 2017 sem unnin er af Arkís, Verkís og Landslagi, vegna gerðar deiliskipulags fyrir Bryggjuhverfi vestur, svæði 4. Svæðið er að mestu á núverandi landfyllingu og afmarkast af núverandi Bryggjuhverfi til austurs, Ártúnshöfða til suðurs og sjó til norðurs og vesturs. Í tillögunni er stefnt að uppbyggingu til að styrkja byggðamynstur núverandi Bryggjuhverfis og mæta þörf fyrir uppbyggingu nýrra íbúða auk þjónustu. Einnig er lögð fram almenn greinagerð og skilmálar fyrir innviði dags. 13. desember 2017 og greinargerð og skilmálar fyrir húsbyggingar og mannvirki á lóð dags. 13. desember 2017. Jafnframt eru lögð fram drög Borgarsögusafns Reykjavíkur að húsakönnun Ártúnshöfða dags. nóvember 2017.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri, fulltrúi Arkís Björn Guðbrandsson, Þráinn Hauksson frá Landslagi og Anna Guðrún Stefánsdóttir frá Verkís taka sæti á fundinum undir þessum lið.
12. Fiskislóð 15-21, sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti
(01.089.3)
Mál nr. SN170528
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 21. júní 2017, ásamt erindi Festi, dags. 8. janúar 2017, þar sem óskað er eftir formlegri afgreiðslu umsóknar um uppsetningu eldsneytisafgreiðslu við Fiskislóð 15-21. Einnig er kynnt minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra dags. 5. desember 2017.
Fyrirliggjandi umsókn synjað með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Stefáns Benediktssonar, fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur, fulltrúa Pírata Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur og fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Torfa Hjartarsonar, með eftirfarandi bókun:
"Tillagan samræmist hvorki stefnu Reykjavíkurborgar um fækkun bensínstöðva né nýsamþykktri loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar þar sem segir m.a.: "Markmiðið verði að dælur fyrir jarðefnaeldsneyti innan borgarmarkanna verði 50% færri árið 2030 og verði að mestu horfnar árið 2040."
Stórmarkaðir með matvöru í jaðri íbúasvæðis eru jafnframt andstæðir gildandi aðalskipulagi Reykjavíkur þar sem er að finna stefnur um skipulag vistvænna hverfa og hverfisverslanir. Myndi sjálfsafgreiðslustöð á umræddum stað að öllum líkindum festa stórmarkaðina enn frekar í sessi".
Vísað til borgaráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Áslaug Friðriksdóttir og Herdís Anna Þorvaldsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins
13. Borgartún 8-16A, breyting á skilmálum deiliskipulags
(01.220.1)
Mál nr. SN170872
Höfðahótel ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Lögð fram umsókn Höfðahótels ehf. mótt. 21. nóvember 2017 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Höfðatorgs (Borgartún 8-16A). Í breytingunni felst að setja inn ákvæði þar sem skýrt kemur fram heimild um að samnýta bílastæði í bílakjallara samkvæmt tillögu dags. 8. desember 2017. Einnig er lögð fram greinargerð PKdM dags. 21. nóvember 2017 ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.
Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
14. Fiskislóð 33, 35 og 37, breyting á deiliskipulagi
(01.086.4)
Mál nr. SN170736
T.ark Arkitektar ehf., Brautarholti 6, 105 Reykjavík
Lögð fram umsókn T.ark Arkitekta ehf. mótt. 4. október 2017 ásamt bréfi, dags. 4. október 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar (Örfirisey) vegna lóðanna nr. 33, 35 og 37 við Fiskislóð. Í breytingunni felst hækkun á nýtingarhlutfalli, sameining lóða ásamt sameiginlegum bílastæðum sem yrðu að stórum hluta í bílageymslu neðanjarðar, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. T.ark Arkitekta ehf., dags. 15. ágúst 2017. Einnig er lögð fram greinargerð T.ark Arkitekta ehf., dags. í mars 2017 og bréf Faxaflóahafna sf. dags. 18. ágúst 2017. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. nóvember 2017.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 10. nóvember 2017.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Áslaug Friðriksdóttir og Herdís Anna Þorvaldsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins og bóka.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Áslaug María Friðriksdóttir og Herdís Anna Þorvaldsdóttir telja að möguleikar svæðisins séu miklu meiri en deiliskipulagið frá 2015 ber með sér, enda hafi þar ekki verið horft til framtíðar og þeirra fjölmörgu tækifæra til byggðarþróunar sem geta legið í nýtingu þessa svæðis. Skipulagið ætti að taka upp og endurskoða sem fyrst enda gríðarlega mikilvægt svæði fyrir alla borgina.
Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Heiða Björk Hilmisdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Torfi Hjartarson og fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir bóka:
Það er alveg rétt að Örfiriseyjarsvæðið er mjög mikilvægt. Það hefur fengið að þróast án heimilda til stórtækrar uppbyggingar og lóðasameininga. Það fyrirkomulag hefur skapað svigrúm fyrir fjölbreytta og blómlega flóru fyrirtækja. Við þéttingu byggðar þarf að forgangsraða svæðum. Þótt það sé mjög líklegt að Örfirisey muni í framtíðinni þróast í átt að miðsvæði telur meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs ekki tímabært að hleypa þeirri þróun af stað.
Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
15. Gamla höfnin - Vesturbugt, breyting á deiliskipulagi svæði 5 og 6
(01.0)
Mál nr. SN170555
Yrki arkitektar ehf, Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn Yrki arkitekta mótt. 5. júlí 2017 um breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar svæði 5 og 6. Sótt er um breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar fyrir einnar hæðar verslunar- og þjónustuhúsum (einingar) fyrir Faxaflóahafnir á Ægisgarði og við Hafnargötu ásamt uppbyggingu stærra þjónustuhúss við Ægisgarð, samkvæmt uppdráttum Yrki arkitekta ehf. dags. 14. nóvember 2017.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Sigurborg Ó. Haraldsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
16. Héðinsreitur, reitur 1.130.1, breyting á deiliskipulagi
(01.130.1)
Mál nr. SN170526
Kynnt staða vinnu Jvantspijker og Teikn arkitektaþjónustu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Héðinsreit. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. desember 2017.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. desember 2017 samþykkt.
Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
17. Elliðabraut 4-6, 8-10 og 12, breyting á deiliskipulagi
(04.772.3)
Mál nr. SN160659
Plúsarkitektar ehf, Fiskislóð 31, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 15. nóvember 2017 þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda m.a. vegna framsetningar og efnis þar sem skýrslu um hljóðvist fyrir Elliðabraut 8-12 vantar sem og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur varðandi skýrsluna og fyrirhugaðar óskir. Ennfremur þarf að gera grein fyrir hljóðvist við Elliðabraut 4-6, hafi hún verið undanskilin í skýrslunni. Einnig er lagður fram deiliskipulags- og skýringaruppdr. Plúsarkitekta ehf. dags. 29. júní 2017 lagf. 15. nóvember 2017 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 12. desember 2017.
Samþykkt
Vísað til borgarráðs.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
18. Lindargata 10, breyting á deiliskipulagi
(01.151.5)
Mál nr. SN170076
Bergur Þorsteinsson Briem, Noregur,
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 1. nóvember 2017 þar sem gerð er athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda, þar sem eftir er að fjalla um og bregðast við umsögn Minjastofnunar Íslands frá 18. september 2017, skilmálar eru óskýrir og misræmi í þeim á milli gagna o.fl. Einnig eru lagðir fram deiliskipulags- og skýringaruppdr. Bergs Þorsteinssonar Briem arkitekts dags. 11. desemberber 2016, síðast breytt 6. desember 2017. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. desember 2017.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kl. 11:27 víkur Áslaug María Friðriksdóttir af fundi og Ólafur Kr. Guðmundsson tekur sæti á fundinum á sama tíma, þá átti einnig eftir að kynna mál nr. 5 og 6 í dagskránni.
19. Hlíðarendi 2, breyting á deiliskipulagi
(01.629.8)
Mál nr. SN160971
Valsmenn hf., Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík
ALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Kristjáns Ásgeirssonar, mótt. 23. desember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna lóðarinnar nr. 2 við Hlíðarenda. Í breytingunni felst breyting á byggingarreit og aukning á byggingarmagni á reit A, samkvæmt uppdr. ALARK arkitekta ehf., dags. 22. desember 2016. Einnig er lagður fram skýringaruppdáttur og greinargerð ALARK arkitekta ehf., dags. 22. desember 2016. Jafnframt er lagður fram tölvupóstur Jóhanns Halldórssonar f.h. lóðarhafa Hlíðarenda H-reit, dags. 27. apríl 2017, tölvupóstur Bjarna Más Bjarnasonar f.h. Hlíðarenda 1-7, 28 og 34, dags. 27. apríl 2017, þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdafresti og skuggavarp Alark arkitekta ehf. dags. 26. júní 2017. Tillagan var auglýst frá 20. mars til og með 15. maí 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Lex lögmannsstofa f.h. NH eigna ehf., dags. 12. maí 2017, Lex lögmannsstofa f.h. Dalhúss ehf., dags. 12. maí 2017, og Jóhann Halldórsson hrl. f.h. O1 ehf. dags. 14. maí 2017. Einnig er lagður fram deiliskipulagsuppdr. Alark arkitekta ehf. dags. 22. desember 2017 breyttur 17. nóvember 2017 og skýringaruppdr. dags. 17. nóvember 2017 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2017.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2017.
Vísað til borgarráðs.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kl. 12:01 víkur Stefán Benediktsson af fundi, Heiða Björk Hilmisdóttir tekur sæti á fundinum á sama tíma , þá átti einnig eftir að kynna mál nr. 5 og 6 í dagskránni.
20. Hverfisgata 41, breyting á deiliskipulagi
(01.152.4)
Mál nr. SN170824
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram erindi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar mótt.2. nóvember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 41 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall lóðarinnar er hækkað, fjölga íbúðum í húsinu í þrjár, ein á hverri hæð (utan kjallara) og ein í risi, og koma fyrir svölum á norðurhlið hússins, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Stiku dags. 1. nóvember 2017. Einnig er lagt fram samkomulag Reykjavíkurborgar og Sjens vegna byggingarréttar við Hverfisgötu 41 dags. 31. október 2016 og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 11. desember 2017.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Magnea Guðmundsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
21. Bæjarflöt 9-11 og Gylfaflöt 15-17, breyting á deiliskipulagi
(02.576)
Mál nr. SN170830
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar mótt. 8. nóvember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Gylfaflatar vegna lóðanna nr. 9-11 við Bæjarflöt og 15-17 við Gylfaflöt. Í breytingunni felst lagfæring á uppdrætti, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 14. nóvember 2017.
Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.
Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
22. Kjalarnes, Esjumelar-Varmidalur, breyting á deiliskipulagi
(34.2)
Mál nr. SN170885
Lögð er fram tillaga Landmótunar að breyttu deiliskipulagi athafnasvæðis Esjumela á Kjalarnesi, dags. 1. nóvember 2017 ásamt skýringaruppdr. og greinargerð dags. 1. nóvember 2017. Í breytingartillögu felast m.a. breytingar á lóðarstærðum og afmörkunum, breytingar á samgöngutengingum innan svæðis ásamt auknu plássi fyrir ofanvatnslausnir og settjarnir. Einnig eru skipulagsmörkin stækkuð lítillega, greinargerð yfirfarin og eldri skilmálatöflu skipt út fyrir nýja o.fl.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
23. Suður Mjódd, breyting á deiliskipulagi
(04.91)
Mál nr. SN160527
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Teiknistofan Storð ehf., Laugavegi 178, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 23. nóvember 2017 þar sem gerðar eru athugasemdir við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda vegna athugasemda sem teknar eru fram í bréfi stofnunarinnar. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. desember 2017 ásamt uppdráttum Teiknistofunnar Storð dags. 27. apríl 2017 lagfærðum eftir athugasemdir Skipulagsstofnunar 8. desember 2017.
Samþykkt
Vísað til borgarráðs.
Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
24. Skeifan, rammaskipulag
(01.46)
Mál nr. SN160020
Kanon arkitektar ehf, Laugavegi 26, 101 Reykjavík
Lögð fram tillaga að rammaskipulagi Kanon arkitekta ehf. fyrir Skeifuna dags. 13. desember 2017. Einnig er lögð fram greinargerð Kanon arkitekta ehf. dags. 13. desember 2017, húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur og minnisblað EFLU um hljóðvist dags. 4. desember 2017.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að kynna tillögu að rammaskipulagi fyrir Skeifuna fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.
Rammaskipulagið verður aðgengilegt á vef umhverfis- og skipulagssviðs
Vísað til borgarráðs.
Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
25. Elliðaárvogur/Átúnshöfði svæði 1, lýsing
(04.0)
Mál nr. SN170899
Lögð fram lýsing umhverfis- og skipulagssviðs dags. 6. desember 2017 vegna gerð deiliskipulags fyrir Elliðaárvog/Ártúnshöfða, svæði 1. Svæðið afmarkast af Miklubraut/Vesturlandsvegi til suðurs Elliðaárvogi til vesturs, Grafarvogi til norðurs og Gullinbrú til austurs og er um það bil 130 ha að stærð. Svæði 1 á Ártúnshöfða er um það bil 16 ha að stærð.
Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lýsingin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs
Vísað til borgarráðs.
26. Elliðaárvogur/Átúnshöfði svæði 2, lýsing
(04.0)
Mál nr. SN170900
Lögð fram lýsing umhverfis- og skipulagssviðs dags. 6. desember 2017 vegna gerð deiliskipulags fyrir Elliðaárvog/Ártúnshöfða, svæði 2. Svæðið afmarkast af Miklubraut/Vesturlandsvegi til suðurs Elliðaárvogi til vesturs, Grafarvogi til norðurs og Gullinbrú til austurs og er um það bil 130 ha að stærð. Svæði 2 á Ártúnshöfða er um það bil 19 ha að stærð.
Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lýsingin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs
Vísað til borgarráðs.
27. Elliðaárvogur/Átúnshöfði svæði 3, lýsing
(04.0)
Mál nr. SN170901
Lögð fram lýsing umhverfis- og skipulagssviðs dags. 6. desember 2017 vegna gerð deiliskipulags fyrir Elliðaárvog/Ártúnshöfða, svæði 3. Svæðið afmarkast af Miklubraut/Vesturlandsvegi til suðurs Elliðaárvogi til vesturs, Grafarvogi til norðurs og Gullinbrú til austurs og er um það bil 130 ha að stærð. Svæði 3 á Ártúnshöfða er um það bil 15 ha að stærð.
Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lýsingin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs
Vísað til borgarráðs.
(B) Byggingarmál
28. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 953 frá 5. desember 2017.
(C) Fyrirspurnir
29. Brautarholt 26 og 28, (fsp) hækkun húss
(01.250.1)
Mál nr. SN170677
T.ark Arkitektar ehf., Brautarholti 6, 105 Reykjavík
Karl Mikli ehf., Litlakrika 42, 270 Mosfellsbær
Lögð fram fyrirspurn T.ark Arkitekta ehf., mótt. 12. september 2017, um hækkun hússins að Brautarholti 26-28 um eina hæð, skv. uppdrætti T.ark Arkitekta ehf., dags. 12. september 2017. Einnig er lögð fram greinargerð hönnuða, dags. 11. september 2017 og skuggavarp dags. 6. desember 2017. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. desember 2017.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 8. desember 2017
Umhverfis- og skipulagsráð felur umhverfis og skipulagssviði að hefja endurskoðun á deiliskipulagi Skipholtsreitar, þar sem áhrif þess að auka byggingarmang og heimila aukahæðir verða metin, m.a. m.t.t. áhrifa á nærliggjandi íbúðarbyggð, grænar áherslur, skuggavarp, borgarhönnun Brautarholts og Skipholts, og bílastæðabókhald.
Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
30. Vesturhöfn, Línbergsreitur, (fsp) breyting á deiliskipulagi
(01.087)
Mál nr. SN170561
ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Andri Klausen, Stakkholt 2a, 105 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Andra Klausen, mótt. 11 júlí 2017, um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar vegna Línbergsreits, reit sem afmarkast af Grunnslóð, Fiskislóð, Djúpslóð og Grandagarði, sem felst í að skipuleggja byggð með skrifstofuhúsnæði á þrem til fjórum hæðum. Byggingar verða lægstar næst Fiskislóð og Grandagarði, 3 hæðir, en hækka um hæð nær Djúpslóð, samkvæmt kynningargögnum Ask arkitekta ehf., dags. 16. júní 2017. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. október 2017.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. október 2017.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Ólafur Kr. Guðmundsson sitja hjá og bóka:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Ólafur Kr. Guðmundsson sitja hjá og telja að möguleikar svæðisins séu miklu meiri en deiliskipulagið frá 2015 ber með sér, enda hafi þar ekki verið horft til framtíðar og þeirra fjölmörgu tækifæra til byggðarþróunar sem geta legið í nýtingu þessa svæðis. Skipulagið ætti að taka upp og endurskoða sem fyrst enda gríðarlega mikilvægt svæði fyrir alla borgina.
Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Heiða Björk Hilmisdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Torfi Hjartarson og fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir bóka:
Það er alveg rétt að Örfiriseyjarsvæðið er mjög mikilvægt. Það hefur fengið að þróast án heimilda til stórtækrar uppbyggingar og lóðasameininga. Það fyrirkomulag hefur skapað svigrúm fyrir fjölbreytta og blómlega flóru fyrirtækja. Við þéttingu byggðar þarf að forgangsraða svæðum. Þótt það sé mjög líklegt að Örfirisey muni í framtíðinni þróast í átt að miðsvæði telur meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs ekki tímabært að hleypa þeirri þróun af stað.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(D) Ýmis mál
31. Umhverfis- og skipulagsráðs, kosning fulltrúa
Mál nr. US170384
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. desember 2017 um samþykkt borgarstjórnar frá 5. desember 2017 að Heiða Björg Hilmisdóttir taki sæti í umhverfis- og skipulagsráði í stað Sverris Bollasonar.
32. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup
Mál nr. US130118
Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í október 2017.
33. Umhverfis- og skipulagssvið, tíu mánaða uppgjör
Mál nr. US170382
Lagt fram tíu mánaða uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs, janúar til október 2017.
34. Smiðjustígur 10 og Klapparstígur 16, breyting á deiliskipulagi
(01.151.5)
Mál nr. SN170229
Davíð Kristján Chatham Pitt, Skildinganes 11, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 1. desember 2017 um samþykki borgarráðs dags. 30. nóvember um breytingu á deiliskipulagi reits 1.151.5 vegna lóða nr. 10 við Smiðjustíg og 16 við Klapparstíg.
35. Lyngháls 7, breyting á deiliskipulagi
(04.324.1)
Mál nr. SN170785
Gæðabakstur ehf., Lynghálsi 7, 110 Reykjavík
Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. dags. 30. nóvember 2017 um samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 7 við Lyngháls.
36. Kirkjustétt 2-6, breyting á deiliskipulagi
(04.132.2)
Mál nr. SN170578
M fasteignir ehf., Bæjarlind 14-16, 200 Kópavogur
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. dags. 30. nóvember 2017 um samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina 2-6 við Kirkjustétt.
37. Skólavörðustígur 36, breyting á deiliskipulagi
(01.181.4)
Mál nr. SN170465
Arwen Holdings ehf., Seljavegi 2, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. dags. 30. nóvember 2017 um samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.181.4, Lokastígsreits 4, vegna lóðarinnar nr. 36 við Skólavörðustíg.
38. Hólmsheiðarvegur 151, breyting á deiliskipulagi
(05.8)
Mál nr. SN170811
VA arkitektar ehf, Borgartúni 6, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. dags. 30. nóvember 2017 um samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi á lóð Landsnets á Hólmsheiði, Hólmsheiðarvegur 151.
39. Hafnarstræti 18, breyting á deiliskipulagi
(01.140.3)
Mál nr. SN170420
P ARK teiknistofa sf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. dags. 30. nóvember 2017 um samþykki borgarráðs s.d. um breytingu á deiliskipulagi á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 18 við Hafnarstræti.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 14:10
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð
Hjálmar Sveinsson
Magnea Guðmundsdóttir Heiða Björk Hilmisdóttir
Torfi Hjartarson Sigurborg Ósk Haraldsdóttir
Herdís Anna Þorvaldsdóttir Ólafur Kr. Guðmundsson
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2017, þriðjudaginn 12. desember kl. 10:10 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 954. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Olga Hrund Sverrisdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Harri Ormarsson, Jón Hafberg Björnsson og Sigríður Maack.
Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Ásvallagata 15 (01.162.302) 101275 Mál nr. BN053136
Ásvallagata 15,húsfélag, Ásvallagötu 15, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að steypa svalir með stálhandriðum á garðhlið og síkka gluggagöt til að koma fyrir hurð út á svalirnar á íbúðum 0201 og 0301 í húsinu á lóð nr. 15 við Ásvallagötu.
Samþykki meðeigenda dags. 25. júní 2017 fylgir.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. október 2017 fylgir erindinu.
Erindi var grenndarkynnt frá 31. ágúst 2017 til og með 28. september 2017 fyrir hagsmunaaðilum að Ásvallagötu 13 og 17 og Blómvallagötu 11. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 11.000 + 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Vakin er athygli á að hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út innan eins árs frá afgreiðslu borgarráðs á samþykkt þessari skal grenndarkynning fara fram að nýju áður en leyfi er veitt, sbr. 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN053926
HTO ehf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN029205 vegna lokaúttektar, um er að ræða breytingu á brunamerkingum og minni háttar breytingum á innveggjum í kjallara verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 8-16A við Borgartún.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits vegna lokaúttektar.
3. Brautarholt 2 (01.241.201) 103019 Mál nr. BN051678
Almenna C slhf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir 21 gistiíbúð í flokki II tegund E á 2, 3 og 4. hæð í húsinu á lóð nr. 2 við Brautarholt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. október 2016.
Samþykki meðlóðarhafa dags. 10. júlí 2017 og 3. nóvember 2017 fylgir á A4 teikningu.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits.
4. Dunhagi 18-20 (01.545.113) 106483 Mál nr. BN053878
D18 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa mhl. 02 sem eru fjórir bílskúrar sem með fastanr. 202-8181 á lóð nr. 18-20 við Dunhaga.
Niðurrif mhl. 02 : 102,2 ferm., 324,0 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
5. Efstaleiti 5 (01.745.002) 180144 Mál nr. BN053856
TR-Eignir ehf, Borgartúni 30, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að starfrækja mötuneyti/veitingastað í flokki II - tegund ?? í húsinu á lóð nr. 5 við Efstaleiti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. desember 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. desember 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Á milli funda.
6. Efstaleiti 5A (01.745.003) 186595 Mál nr. BN053882
Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja dreifistöð úr forsteyptum einingum á staðsteyptri plötu á lóð nr. 5A við Efstaleiti.
Stærð: XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
7. Fiskislóð 37B (01.086.501) 224291 Mál nr. BN053869
Brimrún ehf., Hólmaslóð 4, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052515 þannig að þakuppbygging og þakkantur breytist og komið er fyrir loftræsistokki á húsi á lóð nr. 37B við Fiskislóð.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
8. Fjólugata 19 (01.185.513) 102203 Mál nr. BN053919
Guðjón Ingi Árnason, Rauðarárstígur 31, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka þak, stækka og endurnýja bílskúr og útbúa svalir á hluta þaks, lækka gólf í kjallara, grafa frá suðurhlið og innrétta nýja íbúð þar, breyta aðkomu, byggja nýjar svalir á 2. hæð og í risi, breyta gluggum og innra skipulagi, einangra að utan og klæða með flísum hús á lóð nr. 19 við Fjólugötu.
Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. september 2017.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 5. desember 2017, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 4. desember 2017 og minnisblað um brunavarnir dags, 9. nóvember 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
9. Freyjugata 41 (01.194.206) 102550 Mál nr. BN053911
Ásmundarsalur ehf., Sjafnargötu 3, 101 Reykjavík
Tilkynnt er um framkvæmd sem felst í að endurgera steypta garðveggi umhverfis Ásmundarsal á lóð nr. 41 við Freyjugötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
10. Grettisgata 16 (01.182.110) 101826 Mál nr. BN053841
Stefán Unnsteinsson, Grettisgata 16, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í því að gerðar hafa verið tvær íbúðir í stað einnar á annarri hæð í húsi á lóð nr. 16 við Grettisgötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
11. Grundarland 17-23 (01.855.201) 108784 Mál nr. BN053903
Mannverk ehf., Hlíðasmára 12, 201 Kópavogur
Sótt er um breytingu á erindi BN052318 sem felst í því að breyta áður óuppfylltu sökkulrými í tæknirými í húsi nr. 21 á lóð nr. 17-23 við Grundarland.
Stækkun: x ferm., x rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
12. Gylfaflöt 2 (02.578.201) 224860 Mál nr. BN053887
Raflagnir Íslands ehf, Brautarholti 26- 28, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja skemmu sem á að vera með tólf sjálfstæðar eignir með millilofti og verður burðargrind úr stáli klædd með steinullar samlokueiningum á lóð nr. 2.
Stærð húss er: 1.465,2 ferm., 8.038,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
13. Gylfaflöt 4 (02.578.202) 224861 Mál nr. BN053888
Raflagnir Íslands ehf, Brautarholti 26- 28, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja skemmu sem á að vera með ? sjálfstæðar eignir með millilofti og verður burðargrind úr stáli klædd með steinullar samlokueiningum á lóð nr. 4.
Stærð húss er: 1.829,0 ferm., 8.038,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
14. Hagatorg 1 (01.55-.-97) 106504 Mál nr. BN053912
Bændahöllin ehf., Hagatorgi 1, 107 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN052807 sem felst í lítilsháttar breytingum á innra fyrirkomulagi 2. hæðar og brunavörnum í húsi Hótel Sögu á lóð nr. 1 við Hagatorg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.
15. Hátún 3 (01.223.012) 102887 Mál nr. BN053176
Jónas Stefánsson, Hátún 3, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu til norðurs og austurs, hækka þak, byggja kvisti og svalir og innrétta þrjár íbúðir í einbýlishúsi á lóð nr. 3 við Hátún.
Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um fsp. dags. 5. júlí 2017.
Stækkun: 88,8 ferm., 244,3 rúmm.
Eftir stækkun, A-rými: 272 ferm., 734,2 rúmm.
B-rými: 9,3 ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. júlí 2017.
16. Hjallavegur 12 (01.353.112) 104230 Mál nr. BN053860
Kristinn Helgi Sveinsson, Hjallavegur 12, 104 Reykjavík
Drífa Ósk Sumarliðadóttir, Hjallavegur 12, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteyptan bílskúr á lóð nr. 12 við Hjallaveg.
Stærð bílskúrs: 40,0 ferm. 128,0 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
17. Hlíðarendi 20-26 (01.629.602) 221261 Mál nr. BN053850
Frostaskjól ehf., Smáratorgi 3, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi fyrir djúpgámum á lóð nr. ? við Hlíðarenda.
Stærðir: A-rými x ferm., x rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Erindi vísað til umsagnar skrifstofu umhverfis - og úrgangsstjórnunar.
18. Hringbraut Landsp. (01.198.901) 102752 Mál nr. BN053774
Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi til tólf mánaða fyrir skrifstofugámum sem eiga að standa á meðan viðgerðir á rannsóknarstofum nr. 6 og 7 á lóð með landnúmer 102752 við Landspítalann við Hringbraut.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
19. Hrísateigur 31 (01.346.112) 104081 Mál nr. BN053868
Kristín Björg Viggósdóttir, Hrísateigur 31, 105 Reykjavík
Björn Arnar Hauksson, Hrísateigur 31, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kvisti á suður- og norðurhlið, breyta innra skipulagi og sameina í eina eign hús á lóð nr. 31 við Hrísateig.
Stækkun: 60 ferm., xx rúmm.
Eftir stækkun: 253,3 ferm., 716,9 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
20. Hvammsgerði 4 (01.802.309) 107693 Mál nr. BN053861
Kristín Erna Arnardóttir, Hvammsgerði 4, 108 Reykjavík
Helgi Hrafn Gunnarsson, Miðtún 80, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja anddyri, hækka ris og til að byggja kvisti og svalir á einbýlishús á lóð nr. 4 við Hvammsgerði.
Erindi var áður samþykkt 3. mars 2009, BN039462.
Stækkun: 4,8 ferm., 110,1 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.
21. Ingólfsstræti 8 (01.170.308) 101345 Mál nr. BN053908
Þórdís Guðjónsdóttir, Snekkjuvogur 15, 104 Reykjavík
Landslagnir ehf., Lautarvegi 30, 103 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN051977 sem felst í breyttum halla á skábraut á lóð nr. 8 við Ingólfsstræti.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
22. Lambhagavegur 13 (02.647.601) 211680 Mál nr. BN053831
Lambhagavegur 13 ehf., Borgartúni 28, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft staðsteypt húsnæði með millilofti skipt upp í 16 sjálfstæða eignarhluta með sameiginlegt tæknirými fyrir húsið á lóð nr. 13 við Lambhagaveg.
Orkurammi dags. 14. nóvember 2017 fylgir erindi.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. desember 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. desember 2017.
Stærð: 2.927,9 ferm., 13.675,6 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 6. desember 2017.
23. Laufásvegur 41 (01.185.314) 102181 Mál nr. BN053924
Evelyne Nihouarn, Laufásvegur 41, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbæta brunavarnir og setja upp vatnsúðakerfi á gististað í flokki ? - tegund ? í húsi á lóð nr. 41 við Laufásveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
24. Laugateigur 14 (01.364.301) 104631 Mál nr. BN053914
Ástríður Ólöf Gunnarsdóttir, Laugateigur 14, 105 Reykjavík
Þóra Jónsdóttir, Laugateigur 40, 105 Reykjavík
Sótt er um áður gerðar breytingar þar sem gerð er grein fyrir svölum á suðurhlið, 1. og 2. hæð húss á lóð nr. 14 við Laugateig.
Erindi var áður samþykkt sem erindi BN029171, 5. október 2004.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
25. Laugavegur 27 (01.172.009) 101431 Mál nr. BN053920
Kaffibrennsla Hafnarfjarðar ehf, Stapahrauni 4, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í lítilsháttar breytingum á innra fyrirkomulagi núverandi veitingastaðar í húsi á lóð nr. 27 við Laugaveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
26. Laugavegur 46 (01.173.102) 101519 Mál nr. BN053640
S&H Invest ehf., Valhúsabraut 33, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til að stækka verslunarrými á 1. hæð ásamt því að sameina íbúðir efri hæða í eitt eignarhald og breyta notkun þeirra í gististað í flokki ll - tegund b fyrir 14 gesti í húsi á lóð nr. 46 við Laugaveg.
Bréf rekstraraðila ódags. fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.
27. Laugavegur 51 (01.173.024) 101511 Mál nr. BN053836
H.Ú.N 2 ehf., Rjúpnasölum 12, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta kaffihús í flokki II fyrir 30 gesti á 1. hæð í húsi á lóð nr. 51 við Laugaveg.
Erindi fylgja gögn frá erindi BN040145, þar á meðal þinglýst yfirlýsing frá húsfélagi með leyfi til að starfrækja kaffihús í fasteigninni.
Einnig fylgir útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. desember 2017 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. desember 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
28. Lautarvegur 12 (01.794.105) 213563 Mál nr. BN053766
Lautarvegur ehf., Starhaga 6, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050489 með útigeymslu á svölum 3. hæðar og komið fyrir gustlokun, snyrting og teeldhús innréttað í vinnustofu í kjallara auk lítils háttar breytingum á gluggum og hurðum fjölbýlishúss á lóð nr. 12 við Lautarveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
29. Lautarvegur 14 (01.794.104) 213562 Mál nr. BN053747
Lautarvegur ehf., Starhaga 6, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050491 með útigeymslu á svölum 3. hæðar og komið fyrir gustlokun, snyrting og teeldhús innréttað í vinnustofu í kjallara auk lítils háttar breytinga á gluggum og hurðum fjölbýlishúss á lóð nr. 14 við Lautarveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
30. Lindargata 14 (01.151.503) 101008 Mál nr. BN053074
Lindargata 14,húsfélag, Lindargötu 14, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir til að breyta gluggum í átt að upprunalegri mynd ásamt því að endurgera og bæta svalir í húsi á lóð nr. 14 við Lindargötu.
Samþykki eigenda dags. 06.11.2017 fylgir erindi ásamt bréfi umsækjanda dags. 30.11.2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
31. Lofnarbrunnur 16 (05.055.502) 206090 Mál nr. BN053884
PS Verk ehf., Gefjunarbrunni 4, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049530, um er að ræða breytt fyrirkomulag á snyrtingum og þvottahúsum, breytingu og stækkun á svölum á suðvesturhlið og breytingu á anddyri á 2. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 16 við Lofnarbrunn.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
32. Lokastígur 28 (01.181.309) 101779 Mál nr. BN053782
Loki 28 ehf, Lokastíg 28, 101 Reykjavík
Þórólfur Már Antonsson, Ásholt 30, 105 Reykjavík
Hrönn Vilhelmsdóttir, Ásholt 30, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi í núverandi veitingastað sem felast í því að innrétta starfsmannarými og vinnslurými fyrir eldhús á 3. hæð ásamt leyfi fyrir áður gerðum breytingum á 1. hæð þar sem útbúin hefur verið snyrting fyrir fatlaða og gerðar lítilsháttar breytingar á afgreiðslu í húsi á lóð nr. 28 við Lokastíg.
Erindi fylgir bréf eigenda dags. 27.11.2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.
33. Lækjarmelur 4 (34.533.703) 186169 Mál nr. BN053585
Lækjarmelur 4,húsfélag, Lækjarmel 4, 116 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem eru að stækka milliloft í rými 0102, breyta fyrirkomulagi í rými 0103 ásamt vöru- og gönguhurðum í öllum rýmum í húsi nr. 4 við Lækjarmel.
Samþykki meðlóðarhafa fylgir dags. 24. ágúst 2017.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. október 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. október 2017.
Tölvupóstur frá hönnuði um stækkun. dags. 7 des. 2017 fylgir.
Stækkun: 107,9 ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.
34. Melhagi 20-22 (01.542.014) 106368 Mál nr. BN053927
Vesturbær - kaffihús ehf., Melhaga 20-22, 107 Reykjavík
M22 ehf., Melhaga 20-22, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053234, um er að ræða að innrétta búr í bakrými veitingastaðar á lóð nr. 20-22 við Melhaga.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits.
35. Miðhús 38 (02.848.205) 109858 Mál nr. BN053842
Herluf Clausen, Miðhús 38, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í því að tekið hefur verið í notkun útgrafið rými undir bílgeymslu, grafið frá suðaustur hlið að lóðamörkum, bætt við gluggum og hurðum á þremur hliðum auk þess sem eldhús hefur veri fært í húsi á lóð nr. 38 við Miðhús.
Stækkun: A-rými 88,2 ferm., 214,7 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Erindi er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa
Vísað til athugasemda.
36. Mímisvegur 4 (01.196.109) 102650 Mál nr. BN053942
Rögnvaldur Guðmundsson, Mímisvegur 4, 101 Reykjavík
Elín Valdís Þorsteinsdóttir, Mímisvegur 4, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 3. hæð og ris, innrétta nýja íbúð í risi, byggja svalir á suðurgafli 1. 2. 3. hæðar, gera nýjan inngang og innrétta íbúðarherbergi í kjallara tvíbýlishúss á lóð nr. 4 við Mímisveg.
Erindi var áður samþykkt 15. desember 2015 sem erindi BN049682 en var fellt úr gildi 1. desember sl.
Stækkun: 100,8 ferm., 241,8 rúmm.
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Vísað til aðaluppdrátta nr. A.01.01, A.01.02 dags. 11.12.2017.
37. Njálsgata 84 (01.191.108) 102494 Mál nr. BN053395
Jón Kaldal, Njálsgata 84, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta vinnustofu í bílskúr, byggja við hana hjóla- og vagnageymslu og sorpgeymslu á lóð nr. 84 við Njálsgötu.
Samþykki meðeigenda fylgir dags. 9. og 13. júlí 2017.
Tölvupóstur frá umsækjanda vegna skipti á hönnuði og tölvupóstur frá hönnuði vegna stækkunar.
Stækkun mhl. 02 er : 11,1 ferm., 27,8 rúmm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. október 2017 fylgir erindinu. Erindi var grenndarkynnt frá 1. september 2017 til og með 29. september 2017 fyrir hagsmunaaðilum að Njálsgötu 82, 86, Snorrabraut 48, 50, 52, Bergþórugötu 59, 61. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
38. Norðurgarður 1 (01.112.201) 100030 Mál nr. BN053925
HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051871, um er að ræða breytingar á innra skipulagi vegna lokaúttektar sem verið er að gera á húsinu lóð nr. 1 við Norðurgarð.
Greinagerð brunahönnuðar dags. 5. desember 2017 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
39. Óðinsgata 9 (01.184.216) 102038 Mál nr. BN053847
Pálsson Apartments ehf., Skeljatanga 27, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN045901 þannig að breytt er innra skipulagi, íbúðum fækkað úr fjórum í þrjár og óskað er eftir því að íbúðir verði gistiíbúðir í flokki II tegund G í húsi nr. 9 við Óðinsgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. desember 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. desember 2017.
Gjald kr. 11.000
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. desember 2017.
40. Rauðarárstígur 35 (01.244.201) 103185 Mál nr. BN053545
Ydda arkitektar ehf., Seljavegi 2, 101 Reykjavík
Gistihúsið Víkingur ehf, Furuhjalla 10, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta heimagistingu í gististað í flokki ll - tegund b fyrir 32 gesti í húsi á lóð nr. 20 við Þverholt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. september 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. september 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.
41. Ránargata 29A (01.135.207) 100456 Mál nr. BN053883
Black Sheep ehf., Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum v/lokaúttektar, þar sem gerð er grein fyrir breytingum sem orðið hafa á verktíma, s.s. breytt björgunarop og klæðningar í einbýlishúsi á lóð nr. 29A við Ránargötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
42. Skipholt 35 (01.251.104) 103438 Mál nr. BN053820
Alviðruhóll ehf., Skipholti 35, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II, teg. samkomusalur fyrir 25 gesti í söludeild Reykjafells, sjá erindi BN049738, á 1. hæð í húsi á lóð nr. 35 við Skipholt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. desember 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Á milli funda.
43. Skipholt 50A (01.254.001) 103465 Mál nr. BN053874
Guðjón Þór Pétursson, Skipholt 50a, 105 Reykjavík
Kári Guðmundur Schram, Skipholt 50a, 105 Reykjavík
Hera Sveinsdóttir, Skipholt 50a, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka svalir 0216, 0217 og 0314 og til að innrétta snyrtistofu í bílgeymslu 0101 í húsi á lóð nr. 50A við Skipholt.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda áritað á uppdrátt.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
44. Sléttuvegur 25-27 (01.793.101) 213549 Mál nr. BN053814
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja hjúkrunarheimili fyrir 99 vistmenn, steinsteypt, fjórar hæðir og kjallari, einangrað að utan, klætt sléttri álklæðningu og verður 1. áfangi í þyrpingu bygginga með þarfir eldri borgara í huga á lóð nr. 25-27 við Sléttuveg.
Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist frá Mannvit, dags. í nóvember 2017 og brunahönnun dags. 14. nóvember 2017.
Stærð mhl. 01, A-rými: 6.385,2 ferm., 23.180,7 rúmm.
B-rými: x
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
45. Suðurlandsbraut 72 (01.473.301) 222540 Mál nr. BN053663
Hans Olav Andersen, Hávallagata 21, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða nýbyggingu fyrir höfuðstöðvar Hjálpræðishersins á lóð nr. 72-74 við Suðurlandsbraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. október 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2017.
Erindi var samþykkt 5. desember 2017 er nú lagt fyrir að nýju til að leiðrétta bókun.
Stærðir:
A-rými 1.442,0 ferm., 7.206,5 rúmm.
B-rými 88,6 ferm., 390,4 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
46. Tangabryggja 13 (04.023.101) 179538 Mál nr. BN053921
Arcus ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051863, um er að ræða að innrétta eldhús í rýmum 0511 og 0512 og koma fyrir súlum í íbúðum 0602 og 0603 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 13 við Tangabryggju.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
47. Tjarnargata 10 (01.141.311) 100914 Mál nr. BN053783
Sjómannadagsráð, Laugarási Hrafnistu, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta skrifstofur, koma fyrir kaffiaðstöðu og setja glugga í stað útihurðar á 1. hæð í húsi á lóð nr. 10 við Tjarnargötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.
48. Úlfarsbraut 46 (02.698.307) 205718 Mál nr. BN053875
Helgi Gísli Birgisson, Dunhagi 15, 107 Reykjavík
Ingunn Guðrún Einarsdóttir, Dunhagi 15, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri tvöfaldri bílgeymslu, einangrað að utan og klætt bárujárni og lerki á lóð nr. 46 við Úlfarsbraut.
Áður samþykkt sem erindi BN050145 3. nóvember 2015.
Stærð, A-rými: 272,4 ferm., 1.010,6 rúmm.
B-rými: 43,4 ferm., 127 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
49. Úlfarsbraut 122-124 (05.055.701) 205755 Mál nr. BN053890
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi til 12 mánaða fyrir tveimur 15 ferm. gámum sem verða tengdir vesturgafli færanlegrar timburstofu með því að gera nýja hurð á gaflinn á húsinu á lóð nr. 122-124 við Úlfarsbraut.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
50. Víðihlíð 5-11 (01.782.302) 107520 Mál nr. BN053913
Ás styrktarfélag, Ögurhvarf 6, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi mhl. 01 þar sem gerð eru tvö baðherbergi úr einu á 2. hæð og starfsmannaaðstaða flutt í mhl. 05 í húsi nr. 5 og 7 á lóð nr. 5-11 við Víðimel.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
51. Víðimelur 32 (01.540.027) 106244 Mál nr. BN053719
Jóhanna Jónsdóttir, Dyngjuvegur 6, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053389, um er að ræða breytingu á brunahólfun í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 32 við Víðimel.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
52. Víðimelur 68 (01.524.007) 106004 Mál nr. BN053879
Ydda arkitektar ehf., Seljavegi 2, 101 Reykjavík
Yrsa Björt Löve, Víðimelur 68, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í einbýlishúsi á lóð nr. 68 við Víðimel.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
53. Vonarstræti 10 (01.141.109) 100889 Mál nr. BN053844
Oddfellowhúsið í Reykjavík, Vonarstræti 10, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta veitingastað í flokk ll - tegund ? fyrir allt að 200 manns í húsi á lóð nr. 10 við Vonarstræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. desember 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2017.
Bréf f.h. umsækjanda dags. 07.12.2017 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
54. Ægisíða 127 (01.532.002) 106160 Mál nr. BN053918
Ari Gísli Bragason, Ægisíða 127, 107 Reykjavík
Sigríður I Hjaltested, Ægisíða 127, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa bílskúr og reisa í hans stað viðbyggingu við hús á lóð nr. 172 við Ægisíðu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
Ýmis mál
55. Kringlumýrarbraut Mál nr. BN053930
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna nýja lóð við Kringlumýrarbraut samanber meðfylgjandi uppdrátt Landupplýsingardeildar, dagsettur 06.12.2017.
Lóðin Kringlumýrarbraut (staðgr. 1.789.404) er stofnuð með því að taka 16 m2 úr óútvísaða landinu (landnr. 221448).
Lóðin (staðgr. 1.789.404) verður 16 m2 og fær landnúmer og verður númeruð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa.
Sjá deiliskipulagsbreytingu sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 04.10.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 20.10.2017.
Sjá tölvupóst frá Veitum þann 23.11.2017 þar sem óskað er eftir mæliblaði.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
56. Krókháls 13A Mál nr. BN053941
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna nýja lóð við Krókháls.
Lóðin Krókháls 13A (staðgr. 4.140.601, landnr. 226334) er stofnuð með því að taka 49 m2 úr óútvísaða landinu (landnr. 221449).
Lóðin Krókháls 13A (staðgr. 4.140.601, 226334) verður 49 m2.
Sjá deiliskipulag sem var samþykkt í borgarráði þann 20.10.2016, samþykkt á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 22.12.2016 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 27. 01. 2017.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
57. Veðramót í Úlfarsfl (00.076.001) 123806 Mál nr. BN053931
Ísfold Aðalsteinsdóttir, Veðramót í Úlfarsfl, 113 Reykjavík
Eigandi óskar eftir að staðfangi lóðarinnar Veðramót í Úlfarsfl, landnúmer 123806 verði breytt í Úlfarsfellsvegur 99, undirheiti verði Bassastaðir.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Fyrirspurnir
58. Hagamelur 47 (01.526.003) 106071 Mál nr. BN053905
Þorleifur Gunnlaugsson, Hagamelur 47, 107 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að skipta í tvennt íbúð 0102 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 47 við Hagamel.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
59. Hlíðarendi 16 (01.627.401) 223517 Mál nr. BN053855
REY Hotel hf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja fjögurra hæða, 446 herbergja hótel, kjallari og plata 1. hæðar verður steinsteypt og herbergjahlutinn úr tilbúnum einingum á lóð nr. 16 við Hlíðarenda.
Erindi fylgir bréf frá hönnuði ódagsett, áfangaumsögn frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands dags. í október 2017, greinargerð frá Verkís um umsögn NMÍ dags. í september 2017 og drög að brunahönnun dags. 21. nóvember 2017.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
60. Klapparstígur 40 (01.182.002) 101808 Mál nr. BN053840
Sigurgeir Þórðarson, Jakasel 25, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta innra skipulagi og innrétta morgunverðarkaffihús í húsi á lóð nr. 40 við Klapparstíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. desember 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2017.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2017.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 14:10
Harri Ormarsson Nikulás Úlfar Másson
Sigrún Reynisdóttir Sigríður Maack
Jón Hafberg Björnsson Óskar Torfi Þorvaldsson
Olga Hrund Sverrisdóttir