Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 212

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2010, miðvikudaginn 18. ágúst kl. 09:10, var haldinn 212. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Sverrir Bollason, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Gunnhildur S Gunnarsdóttir, Margrét Þormar og Haraldur Sigurðsson.
Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 16. og 23. júlí 2010 og 6. og 13. ágúst 2010.

2. Tunguvegur 19, breyting á deiliskipulagi (01.837.0) Mál nr. SN090453
Sæmundur Pálsson, Hlyngerði 4, 108 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Sæmundar Pálssonar og Ólafíu Magnúsdóttur, mótt. 8. desember 2009, varðandi breytingu á deiliskipulagi Sogavegar vegna lóðarinnar nr. 19 við Tunguveg. Í breytingunni felst m.a. að gera byggingarreit á norðurhluta lóðarinnar auk byggingarreits fyrir svalir, færa tvö bílastæði sem eru við götu inn á lóð og fleira samkvæmt uppdrætti Arkhús ehf., dags. 12. apríl 2010. Auglýsing stóð yfir frá 19. maí 2010 til og með 1. júlí 2010. Eftirtaldir aðilar gerðu athugasemdir: Kári Pálsson og Guðrún M. Ólafsdóttir dags. 6. júní 2010. Erindið nú lagt fram að nýju.
Frestað.

3. Ægisíða, Grímsstaðavör, deiliskipulag (01.53) Mál nr. SN100260
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Hornsteinar arkitektar ehf, Ingólfsstræti 5, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi Menninga-og ferðamálasviðs dags. 8. júlí 2010 og tillaga að deiliskipulagi Ægisíðu, Grímstaðavör samkvæmt uppdrætti Hornsteina dags. 7. júlí 2010.
Ögmundur Skarphéðinssson arkitekt kynnti
Vísað til umfjöllunar í hverfaráði Vesturbæjar.

4. Borgartúnsreitur vestur, deiliskipulag staðgreinireitur 1.216(01.216)Mál nr. SN090424
Lögð fram tillaga Vinnustofunnar Þverá að deiliskipulagi Borgartúnsreits vestur samkvæmt uppdrætti dags. 21. apríl 2010.
Orri Gunnarsson skipulagsfræðingur og Valdís Bjarnadóttir arkitekt kynntu.
Frestað.

5. Skúlagata 4, breyting á deiliskipulagi (01.150.3) Mál nr. SN100281
Sjávarútvegshúsið (Skúlagata 4), Nóatúni 17, 105 Reykjavík
Teiknistofan Tröð ehf, Hávallagötu 21, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn Sigríðar Magnúsdóttur f.h. Sjávarútvegshússins dags. 27. júlí 2010 um breytingu á deiliskipulagi Stjórnarráðsreits vegna hækkunar á skrifstofuálmu í húsi nr. 4 við Skúlagötu um eina hæð, ásamt uppdrætti dags. 23. júlí 2010.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnfram samþykkti skipulagsráð vekja athygli hagsmunaaðila á auglýsingunni með bréfi.
Vísað til borgarráðs.

7. Mosfellsbær, breyting á svæðisskipulagi, sjúkrahús í SólvallalandiMál nr. SN100290
Mosfellsbær, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær
Lagt fram bréf bæjarstjóra Mosfellsbæjar, dags. 1. júlí 2010, varðandi óverulega breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna áforma um að reisa sérhæfða heilbrigðisstofnun og hótel í tengslum við hana í landi Sólvalla vestan Akra samkvæmt uppdrætti dags. 24. júní 2010. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 13. ágúst 2010
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

(B) Byggingarmál

9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN041790
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 596 frá 20. júlí, nr. 597 frá 27. júlí, nr. 598 frá 10. ágúst og nr. 599 frá 17. ágúst 2010.

(C) Fyrirspurnir

10. Kjalarnes, Móavík, (fsp) skipting lóðar Mál nr. SN100273
Verkfræðistofa Suðurlands ehf, Austurvegi 3-5, 800 Selfoss
Lögð fram fyrirspurn Verkfræðistofu Suðurlands ehf., dags. 2. júlí 2010, varðandi stofnun nýrrar lóðar úr landi Móavíkur á Kjalarnesi skv. uppdrætti, dags.12. júlí 2010.
Vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

(D) Ýmis mál

12. Aðalskipulag Reykjavíkur 2024+, skipun nýrra fulltrúa í stýrihóp Mál nr. SN060424
Þann 21. júní 2006 samþykkti skipulagsráð Reykjavíkur að hefja endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur. Einnig var ákveðið að sérstakur stýrihópur, skipaður af skipulagsráði myndi hafa yfirumsjón með verkinu.
Skipulagsráðs samþykkti að í stýrihópi um endurskoðun aðalskipulags, sitji af hálfu Besta flokksins Páll Hjaltason og Hólmfríður Jónsdóttir af hálfu Samfylkingarinnar þeir Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason af hálfu Sjálfstæðisflokksins þeir Júlíus Vífill Ingvarsson og Gísli Marteinn Baldursson og af hálfu Vinstri hreyfinarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir.

15. Aðalskipulag Reykjavíkur, Selás-Norðlingaholt mislæg göngutengingMál nr. SN100071
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. júlí um samþykkt borgarráðs dags. 22. júlí 2010 um auglýsingu á breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur vegna göngubrúar yfir Breiðholtsbraut.

Jórunn Frímannsdótti vék af fundi kl. 11:50 þá var jafnfram búið að afgreiða lið nr. 29 í fundargerðinn

16. Borgartún 32, breyting á deiliskipulagi (01.232.0) Mál nr. SN100226
Teiknistofa Garðars Halld ehf, Borgartúni 20, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. júlí um samþykkt borgarráðs dags. 22. júlí 2010 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir Borgartún 32.

17. Heiðmörk, deiliskipulag (08.1) Mál nr. SN090348
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. júlí um samþykkt borgarráðs dags. 22. júlí 2010 um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir Heiðmörk.

18. Hólmsheiði, deiliskipulag, jarðvegsfylling (05.8) Mál nr. SN100259
Landmótun sf, Hamraborg 12, 200 Kópavogur
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. júlí um samþykkt borgarráðs dags. 22. júlí 2010 um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir Hólmsheiði vegna jarðvegsfyllingar.

19. Njálsgötureitur 3, deiliskipulag fyrir reit 1.190.3 (01.190.3) Mál nr. SN100258
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. júlí um samþykkt borgarráðs dags. 22. júlí 2010 um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir reit 1.190.3, Njálsgötureit 3.

20. Túnahverfi, (01.2) Mál nr. SN090135
deiliskipulag staðgreinireitir 1.221.3 og 1.221.4, 1.223.0, 1.223.1, 1.235.0 og 1.2351
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. júlí um samþykkt borgarráðs dags. 22. júlí 2010 um á breytingu á deiliskipulagi fyrir Túnahverfi svæði sem afmarkast af Samtúni, Nóatúni, Miðtúni, Hátúni og Höfðatúni..

21. Þingholtsstræti 2-4 og Skólastræti 1, (01.170.2) Mál nr. SN100084
breyting á deiliskipulagi
THG Arkitektar ehf, Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. júlí um samþykkt borgarráðs dags. 22. júlí 2010 um breytingu á deiliskipulagi reita 1.170.1 og 2 vegna sameiningar lóða að Þingholtsstræti 2-4 og Skólastræti 1.

22. Reglur um smáhús, Mál nr. SN100252
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. júlí um samþykkt borgarráðs dags. 22. júlí 2010 varðandi reglur um smáhús.

23. Lokastígsreitir, kæra Mál nr. SN100278
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 22. júlí 2010 ásamt kæru, dags. 30. júní 2010, þar sem kært er deiliskipulag vegna Lokastígsreita sem samþykkt var í borgarráði 10. desember 2009.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.

24. Njarðargata 25, kæra (01.186.5) Mál nr. SN100277
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 22. júlí 2010 ásamt kæru, dags. 18. júní 2010, þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi vegna Njarðargötu 25 sem samþykkt var í skipulagsráði 12. maí 2010.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.

25. Krókháls 10, kæra, umsögn (04.324.2) Mál nr. SN100289
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lögð fram greinargerð lögfræði og stjórnsýslu, dags. 4. ágúst 2010, vegna kæru á samþykkt byggingarfulltrúa frá 4. mars 2008 um að veita byggingarleyfi til að breyta innra skipulagi í atvinnuhúsinu á lóð nr. 10 við Krókháls.
Umsögn lögfræði- og stjórnsýslu samþykkt.

26. Baldursgata 33, kæra, umsögn, úrskurður (01.184.2) Mál nr. SN080757
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 22. júlí 2010, vegna kæru á synjun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 28. október 2008 á beiðni um afturköllun á leyfi hans til færslu sorptunnuskýlis úr húsinu að Baldursgötu 33 að norðurhlið þess. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

27. Bauganes 22, kæra, umsögn, úrskurður (01.674.2) Mál nr. SN080518
Guðjón Ólafsson, Kjalarland 10, 108 Reykjavík
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 6. júlí 2010 vegna kæru á ákvörðun skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 25. apríl 2008 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Skildinganess sem fól í sér aukið byggingarmagn á annarri hæð heimilaðs húss að Bauganesi 22 í Reykjavík.
Úrskurðarorð: Hin kærða ákvörðun skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 25. apríl 2008, um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Skildinganess, er felld úr gildi.

28. Langholtsvegur 168, kæra, umsögn, úrskurður (01.441.3) Mál nr. SN090003
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 6. júlí 2010 vegna kæru á synjun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 30. september 2008 á beiðni um leyfi til að rífa bílskúr á lóðinni nr. 168 við Langholtsveg og byggja í staðinn steinsteyptan bílskúr með áfastri vinnustofu og gera lagnarými undir tvíbýlishúsi sem stendur á lóðinni.
Úrskurðarorð: Felld er úr gildi synjun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 30. september 2008 á beiðni um leyfi til að rífa bílskúr á lóðinni nr. 168 við Langholtsveg og byggja í staðinn steinsteyptan bílskúr með áfastri vinnustofu og gera lagnarými undir tvíbýlishúsi sem stendur á lóðinni.

29. Skipulagsráð, bókun Mál nr. SN100295
Lögð fram bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Gísla Mateins Baldurssonar og Jórunnar Frímannsdóttur ásamt áheyrnarfulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur #GLFormaður skipulagsráðs hefur nú upplýst að ástæðan fyrir því að einungis þrír fundir hafa verið haldnir í ráðinu frá borgarstjórnarkosningum sé sú að meirihlutinn hefur setið á lokuðum upplýsingafundum um skipulagsmál. Dagskrá fundanna var sett saman af embættismönnum sem sátu þá einnig og fluttu erindi. Algjört einsdæmi er að meirihluti haldi lokaða upplýsinga- og fræðslufundi í upphafi kjörtímabils og útiloki þá sem skipa minnihluta í borgarstjórn. Við þetta eru gerðar alvarlegar athugasemdir enda ekki í samræmi við lýðræðisleg vinnubrögð sem tíðkuð hafa verið í borgastjórn Reykjavíkur í áratugi. Ljóst má vera að yfirlýsingar borgarstjóra um samvinnu allra sem í borgastjórn sitja eru hjóm eitt.
Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason, Elsa Hrafnhildur Youman og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason óskuðu bókað; #GLNýr meirihluti hefur staðið við fyrirheit sitt um aukið samráð með minnihluta með því að bjóða honum að taka þátt í vikulegum undirbúningsfundum fyrir fundi í skipulagsráði”.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:10.

Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Sverrir Bollason Júlíus Vífill Ingvarsson
Gísli Marteinn Baldursson Sóley Tómasdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2010, þriðjudaginn 27. júlí kl. 10:30 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 597. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Þórður Búason, Bjarni Þór Jónsson, Sigrún Reynisdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Gunnhildur S Gunnarsdóttir og Valný Aðalsteinsdóttir
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Ásgarður 34-40 (01.834.205) 108609 Mál nr. BN041143
Guðbjörg Lilja Gunnarsdóttir, Völvufell 44, 111 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð í kjallara raðhússins nr. 38 á lóð nr. 34-40 við Ásgarð.
Erindi fylgir samþykki meðeiganda í húsi dags. 22. febrúar 2010, lóðarleigusamningur dags. 19. janúar 1962, virðingargjörð dags. 6. mars. 1973, þinglýst skuldabréf dags. 24. mars og 14. apríl 1977, þinglýst afsöl dags. 27. september 1976, 10. júní 1988, 5. nóvember 1984, 2. apríl 1990, 1. mars 1993 og 1. nóvember 1996.
Einnig fylgir íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 17. mars 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.

2. Básendi 12 (01.824.015) 108387 Mál nr. BN041845
Sveinn Óskar Þorsteinsson, Brúnastaðir 59, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteyptan tvöfaldan bílskúr með lagnakjallara á lóð nr. 12 við Básenda.
Fyrirspurn BN034626 dags. 19.sept. 2006 fylgir.
Stækkun lagnakjallari 63,5 ferm., 139,7 rúmm.
1. hæð bílskúr 61,4 ferm., 195,0 rúmm.
Samtals brúttó 347,0 rúmm. með botn.
Gjald kr. 7.700 + 26.719
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

3. Bergstaðastræti 16 (01.184.010) 102005 Mál nr. BN041830
Laug ehf, Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á erindi BN037642 sem felst í að fjölga íbúðum úr þremur í fimm, fjölga svölum og fækka útitröppum í fjölbýlishúsi á lóð nr. 16 við Bergstaðastræti.
Útskrift úr gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 23. júlí 2010 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til fyrri athugasemda á umsagnarblaði og útskriftar úr gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 23. júlí 2010.

4. Bíldshöfði 20 (04.065.101) 110673 Mál nr. BN041849
Smáragarður ehf, Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka og koma fyrir nýri vörumóttöku í kjallara og á 1. hæð og að koma fyrir nýjum stigagangi milli 1-2. og 3. hæðar í norðurhlið hússins, svo og aðrar smávægilegar og almennar breytingar á atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 20 við Bildshöfða. Jafnframt er dregið tilbaka erindið BN040614 sem var í frestun frá því 12. jan. 2010.
Skýrsla brunahönnuðar dags. júli 2010.
Stækkun 251,4 ferm., ?? rúmm.
Gjald kr. 7.700 + ??
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN041839
Eykt ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Saumsprettan ehf, Aðalstræti 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp millivegi og pall með tröppu í rými 0102 sem er á fyrstu hæð í suðurenda atvinnuhússins Höfðatún 2 á lóð númer 8-16 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN041721
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum, sem hafa orðið á glerskála á byggingartíma Höfðatúns 2, 4. áfanga á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Jafnframt er erindi BN041451 dregið til baka.
Meðfylgjandi eru skýringaruppdrættir og bréf arkitekts dags. 22.6.2010 ásamt brunahönnun frá EFLU dags. 6. mars 2007 endurskoðuð 6. júlí 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Á milli funda.

7. Brúnavegur 13 (01.351.001) 104174 Mál nr. BN041804
Fulltrúaráð Sjómannadagsins, Laugarási Hrafnistu, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta vaktherbergjum í tveggja manna herbergi og salerni í mhl. 01 0101 á 1. hæð G álmu Hrafnistu á lóð nr. 13 við Brúnaveg.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

8. Esjugrund 33 (32.475.508) 125803 Mál nr. BN041846
Auróra Guðrún Friðriksdóttir, Esjugrund 33, 116 Reykjavík
Bjarni Sighvatsson, Esjugrund 33, 116 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja garðstofu á suðausturhlið og fyrir áður gerðum breytingum innanhúss í einbýlishúsinu á lóð nr. 33 við Esjugrund, Kjalarnesi.
Stækkun: 17,3 ferm., 49,3 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 3.796
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Fannafold 63 (02.850.004) 109912 Mál nr. BN041758
Guðmundur Ívar Ágústsson, Fannafold 63, 112 Reykjavík
Andrés Ágúst Guðmundsson, Heiðargerði 24, 190 Vogar
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri stækkun á kjallara sem framvæmd var við byggingu og til að setja glugga á gafla og nýta þar með geymslur á neðri hæð (kjallara) sem íveruherbergi í parhúsinu á lóð nr. 63 við Fannafold.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 12.7.2010 og útskrift úr gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 16. júlí og 23. júlí 2010 fylgir erindinu. Ásamt minnisblaði skipulagsstjóra dags. 21. júlí 2010.
Stærðir: Samþykkt: 291,6 ferm., 1.023 rúmm.
Stækkun: 58,9 ferm., 159 rúmm.
Samtals: 350,5 ferm., 1.181,9 rúmm.
Nýting 0,53
Gjald kr. 7.700 + 12.243
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar (minnisblaðs) skipulagsstjóra dags. 21. júlí 2010.

10. Flókagata 29 (01.244.404) 103197 Mál nr. BN041288
Sigbjörn Kjartansson, Kjartansgata 4, 105 Reykjavík
Félagsmálaráðuneyti, Tryggvag Hafnarhúsi, 150 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum þar sem gerð er grein fyrir breytingu á innra fyrirkomulagi bílskúrs á lóð sambýlisins í einbýlishúsinu á lóð nr. 29 við Flókagötu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

11. Flókagata 31 (01.244.403) 103196 Mál nr. BN041289
Sigbjörn Kjartansson, Kjartansgata 4, 105 Reykjavík
Félagsmálaráðuneyti, Tryggvag Hafnarhúsi, 150 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum, þar sem skráningu hefur verið breytt og húsið gert að einni eign og gerð er grein fyrir ýmsum minni háttar breytingum á innra fyrirkomulagi sambýlisins í einbýlishúsinu á lóð nr. 31 við Flókagötu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

12. Geirsgata 3a-7c (01.117.306) 100086 Mál nr. BN041693
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Úr Ríki Alþýðulistarinnar ehf, Grundargötu 10, 350 Grundarfjörður
Sótt er um leyfi til að innrétta vinnustofu, kortagerð og handverkssölu á 2. hæð ásamt breytingum á 1. hæð í mhl. 03 nr. 7A í húsi á lóð nr. 7-7C við Geirsgötu.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Grundarstígur 2A (01.183.304) 101956 Mál nr. BN040351
Verslunin Þingholt ehf, Stakkahlíð 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til niðurrifs á þegar fjarlægðum bakskúr og fyrir endurbyggingu hans í sömu mynd sbr. fsp. BN039934 og breytinga á 1. hæð þar sem íbúð er innréttuð í stað verslunar sbr. fsp. BN039737 í íbúðarhúsi á lóð nr. 2A við Grundarstíg.
Meðfylgjandi er leyfisveiting flestra eigenda Grundarstígs 2 dags. 9. nóv. 2009, viljayfirlýsing eigenda Grundarstígs 2A dags. 3. nóv. 2009, viljayfirlýsing flestra eigenda Grundarstígs 4, dags. 9. nóv. 2009 og mótmæli Trausta Ottesen, eins eiganda Grundarstígs 2, dags. 2. des. 2009. Einnig samþykki 0202 íbúðareiganda Grundarstíg 2A frá 3. nóv. 2009 dregið til baka með tölvupósti 21. des. 2009. Meðfylgjandi er einnig samþykki Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur vegna glugga út á lóð nr. 25 við Þingholtsstræti.
Viðbygging á baklóð 41,6 ferm. var rifin og byggð ný í sömu stærð.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.

14. Gunnarsbraut 32 (01.247.112) 103344 Mál nr. BN041833
Stefán Bogi Stefánsson, Gunnarsbraut 32, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir úr plötuklæddri stálgrind á 1. hæð suðurhliðar húss á lóð nr. 32 við Gunnarsbraut.
Útskrift úr gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 23. júlí 2010 og umsögn skipulagsstjóra dags. 22. júlí 2010 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsstjóra frá 22. júlí 2010.

15. Hávallagata 11 (01.160.304) 101166 Mál nr. BN041850
Auður Ólafsdóttir, Hávallagata 11, 101 Reykjavík
Arndís Lóa Magnúsdóttir, Hávallagata 11, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN041525 dags. 8. júní 2010 um breyttar útitröppur og vegg á lóðamörkum hússins á lóð nr. 11 við Hávallagötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Hlíðarhús 3-7 (02.845.102) 172492 Mál nr. BN041802
Eir,hjúkrunarheimili, Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að loka svölum með póstalausum renniglugga og þaki yfir svalir 0415 við íbúð 0405 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 3-5 við Eirarhús.
Stærðir: 9,7 ferm., 26,5 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 2041
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits Reykjavíkur á umsóknarblaði.

17. Hringbraut 121 (01.520.202) 105922 Mál nr. BN041842
Myndlistaskólinn í Reykjav ses, Hringbraut 121, 107 Reykjavík
Þ.G. fasteign ehf, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi 2. hæðar og taka í notkun 3. hæð fyrir húsnæði Myndlistaskólans í Reykjavík í matshluta 01 í atvinnuhúsnæðinu á lóðinni nr. 121 við Hringbraut.
Bréf frá hönnuði dags. 16. júlí 2010. Samþykki meðeigenda dags. 16. júlí 2010 og tölvupóstur frá meðeigenda dags. 15. júlí 2010.
Skýrsla brunahönnuðar dags. 19. júlí 2010 fylgja erindinu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

18. Hverafold 130 (02.862.706) 110264 Mál nr. BN041832
Krystian Karol Gralla, Hverafold 130, 112 Reykjavík
Ewa Krystyna Krauz, Hverafold 130, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr sem er steyptur á staðnum og tilheyrir íbúð 010101 í tvíbýlishúsinu á lóð nr. 130 við Hverafold.
Samþykki meðlóðarhafa og nágranna af húsum nr. 29 - 35 og 128.
Stærð: 35,2 ferm., 133,9 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 10.310
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN041755
Reitir II ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum innan- og utanhúss, sbr. erindi BN041370, í skrifstofubyggingu á lóð nr. 9 við Höfðabakka.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 24. júní.2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

20. Jónsgeisli 37 (04.113.701) 189818 Mál nr. BN041853
Ólafur Kárason, Jónsgeisli 37, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að steypa pall með óútgröfnu rými undir við suðurhlið einbýlishússins á lóð nr. 37 við Jónsgeisla.
Gjald kr. 7.700
Synjað.
Með vísan til athugasemda á umsóknarblaði.
Samræmist ekki deiliskipulagi.

21. Kirkjustétt 2-6 (04.132.201) 188525 Mál nr. BN040549
Sam-frímúrarareglan á Íslandi, Pósthólf 8226, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum sem fela í sér að innrétta fyrir félagsstarfsemi þar sem eru tveir fundasalir, matsalur með litlu eldhúsi fyrir kaffiveitingar en án vínveitinga, fundarherbergi, geymslur og salernum í atvinnuhúsnæði merktu C, sem er mhl. 03, á lóð nr. 2-6 við Kirkjustétt.
Tölvupóstur frá hönnuði dags. 15. október 2009
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

22. Naustabryggja 13-15 (04.023.603) 191185 Mál nr. BN041851
Birgit Eriksen, Arnarhraun 10, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að stækka íbúð 0102 um 11,7 ferm. á kosnað sameignar um sömu ferm. í fjölbýlishússinu nr. 15 á lóð nr. 13-15 við Naustabryggju.
Samþykki sumra dags. 30. jan. 2010. Bréf frá VSI dags. 15. júlí 2010 fylga erindinu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Nýlendugata 15A (01.131.209) 100178 Mál nr. BN041820
María Dís Cilia, Nýlendugata 15a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa bakhús, um er að ræða mhl. 02 þar sem á að fjarlægja alla efri hæð, þak, veggi og gólf ásamt öllum innviðum í kjallara, á lóð nr. 15A við Nýlendugötu.
Fyrirhugað er að láta útveggi kjallarans standa, sem munu nýtast þegar húsið verður endurbyggt.
Bréf frá eigenda dags. 9. júlí 2010 og útskrift úr gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 23. júlí 2010 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Nökkvavogur 26 (01.441.203) 105444 Mál nr. BN041706
Kerstin Tryggvason, Nökkvavogur 26, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð í kjallara sbr. fyrirspurn BN041467, íbúðarhússins á lóð nr. 26 við Nökkvavog.
Ljósrit úr lýsingabók og íbúðarskoðun dags. 7. maí 2010 fylgir erindinu ásamt
útskrift úr gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. júlí 2010.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

25. Reynihlíð 8-10 (01.782.805) 107551 Mál nr. BN041834
Jón Ingimarsson, Reynihlíð 8, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN038710 samþ. 19. maí 2009 þar sem sótt var um að fjarlægja núverandi svalir og setja minni svalir, setja nýja svalahurð og þakglugga og fjarlægja glugga á norðurhlið á húsi nr. 10 á lóð nr. 8 - 10 við Reynihlíð.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26. Skildingatangi 1 (01.675.101) 106899 Mál nr. BN041695
Gunnar I Hafsteinsson, Skildinganes 58, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús, einangrað að utan og múrhúðað með steindum mulningi, á einni hæð með geymslu og bílageymslu í kjallara, sbr. fyrirspurn BN040724. á lóð nr. 1 við Skildingatanga.
Stærðir: Kjallari 107,2 ferm., bílgeymsla (B-rými) 56,9 ferm., 1. hæð 251,3 ferm.
Samtals A-rými 358,5 ferm., 1.277,1 rúmm.
B-rými 56,9 ferm.
Gjald kr. 7.700 + 98.337
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Skólavörðustígur 2 (01.171.202) 101383 Mál nr. BN041715
Iceland on Track ehf, Grófarsmára 18, 201 Kópavogur
Ívar Þ Björnsson, Básbryggja 51, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta skartgripasölu og -verkstæði í ferðaþjónustusölu og ísbúð sbr. fyrirspurn BN041560 á 1. hæð í mhl. 03 í húsi á lóð nr. 2 við Skólavörðustíg.
Erindi fylgir bréf umsækjenda dags. 25. júlí 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Skólavörðustígur 40 (01.181.404) 101794 Mál nr. BN041848
Samtímalist ehf, Skólavörðustíg 14, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa tvö eldri hús og byggja í þeirra stað steinsteypt íbúðar- og verslunarhús, fjórar hæðir og kjallara á lóð nr. 40 við Skólavörðustíg.
Stærð niðurrifs: Mhl. 01 fastanr. 200-6095, merkt 0101 íbúð: 87,2 ferm. Mhl. 02 fastanr. 200-6096 merkt 0101 geymsla 10,1 ferm. Mhl. 03 fastanr. 200-697 merkt 0101 bílskúr 21,6 ferm.
Niðurrif samtals: 118,7 ferm.
Stærð nýbyggingar: Kjallari 258,7 ferm., 719,5 rúmm., 1. hæð 189,2 ferm., 631,2 rúmm, 2. og 3. hæð 183 ferm., 517,8 rúmm., 4. hæð 122,5 ferm., 386 rúmm.
Samtals: 936,4 ferm., 2824 rúmm.
Samtals B-rými á 1. hæð: 19,3 ferm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

29. Sóleyjarimi 9-11 (02.536.103) 199444 Mál nr. BN041835
Sóleyjarimi 9,húsfélag, Sóleyjarima 9, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN036380 samþ. 31. júlí 2007 þar sem samþykkt var að loka svölum með opnanlegum glerveggjum í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 9 við Sóleyjarima.
Stærð: 218,5 ferm., 609,2 rúmm.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

30. Sævarhöfði 2-2A (04.054.501) 110556 Mál nr. BN038599
Ingvar Helgason ehf, Pósthólf 12260, 132 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum sem felast í breytingu á verkstæði og móttöku fyrir verkstæði í verkstæðishúsi á lóð nr. 2 A við Sævarhöfða.
Gjald kr. 7.300 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Tunguháls 8 (04.342.101) 179593 Mál nr. BN041330
Gylfi Magnús Einarsson, Viðarás 75, 110 Reykjavík
AMG Byggingafélag ehf, Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum, m. a. er viðbygging við norðurenda felld niður, milligólf í mhl. 01 fellt burt og matshlutum fækkað úr þremur í tvo í atvinnuhúsinu á lóð nr. 8 við Tunguháls.
Jafnframt er erindi BNO39209 dregið til baka.
Nýjar stærðir eftir breytingu:
Mhl. 01: 1.818,6 ferm., 10.624,1 rúmm.
Mhl. 02: 2.402,6 ferm., 9.532,1 rúmm.
Samtals: 4.221,2 ferm., 20.156,2 rúmm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Enn eru athugasemdir á eignaskiptayfirlýsingu.

32. Tunguvegur 15 (01.824.008) 108380 Mál nr. BN041854
Helena Hanna Hilmisdóttir, Tunguvegur 15, 108 Reykjavík
Hjörleifur Herbertsson, Tunguvegur 15, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að færa inntök og breyta notkun hitakompu í kjallara tvíbýlishússins á lóð nr. 15 við Tunguveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda O.R. á umsagnarblaði.

33. Týsgata 8 (01.181.013) 101736 Mál nr. BN041465
Karl Baldvinsson, Týsgata 8, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka svalir á suðvesturhorni 3. og 4. hæðar, koma fyrir glugga á vesturgafl og hækka svalahandrið á norðurhlið hússins á lóð nr. 8 við Týsgötu.
Samþykki húseigenda dags. 25. apríl 2010 fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 21. maí 2010 og 25. júní 2010 og umsögn skipulagsstjóra dags. 21. maí 2010 og 23. júní 2010. Einnig yfirlýsing burðarþolshönnuðar dags. 6.6.2010.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.

34. Vesturgata 23 (01.136.003) 100506 Mál nr. BN041808
Jón Hafnfjörð Ævarsson, Álfheimar 70, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta sölubúð í íbúð, rými 0101, sbr. fyrirspurn BN039760 á 1. hæð í húsi á lóð nr. 23 við Vesturgötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Vínlandsleið 1 (04.111.401) 197691 Mál nr. BN041766
Húsasmiðjan ehf, Holtavegi 10, 104 Reykjavík
Húsasmiðjan ehf, Holtavegi 10, 104 Reykjavík
Sótt er leyfi fyrir innanhússbreytingum sem felast í breyttri aðstöðu fyrir sölumenn, bætt er einnig við einni aksturshurð í Húsasmiðjunni á lóð nr. 1 við Vínlandsleið.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 28. júní 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

36. Þingvað 15 (04.773.804) 198728 Mál nr. BN041805
Árni Vignir Pálmason, Þingvað 15, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sólstofu með því að loka með gleri innfellingu fyrir framan borðstofu í einbýlishúsinu á lóð nr. 15 við Þingvað.
Stækkun: 11,2 ferm., 29,1 rúmm.
Samtals hús eftir stækkun: 247,4 ferm., 792,3 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 2.241
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

37. Þórsgata 24-28 (01.186.309) 102264 Mál nr. BN041844
Sunnugisting ehf, Þórsgötu 26, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka borðsal í mhl. 1. út frá svölum á 1. hæð suðvestur hliðar gistihússins nr. 24-26 á lóð nr. 24-28 við Þórsgötu.
Fyrirspurn BN040900 dags. 19. jan. 2010 fylgir erindinu.
Stækkun: 28.6 ferm., ?? rúmm.
Gjald kr. 7.700 + ??
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

38. Lambhagavegur 23 (02.684.101) 189563 Mál nr. BN041856
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 13. júlí 2010 var samþykkt byggingarleyfi, BN041681 fyrir geymslu vegna gróðurhúsa á lóðinni Lambhagavegur 23, við samþykktina vantaði eftirfarandi skilyrði: Þinglýsa skal skilyrði um notkun geymslu gróðurhúsa, sem fylgja skal samþykkt.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Fyrirspurnir

39. Bergstaðastræti 54 (01.185.601) 102207 Mál nr. BN041843
Magni Þorsteinsson, Bergstaðastræti 54, 101 Reykjavík
Hugrún Dögg Árnadóttir, Bergstaðastræti 54, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að tengja samna núverandi kvisti á fjölbýlishúsinu nr. 54 og 56 á lóðum nr. 54 og 56 við Bergstaðastræti.
Ljósmyndir fylgja af núverandi aðstæðum kvista.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

40. Bústaðablettur 10 (01.89-.-99) 108934 Mál nr. BN041866
Soffía Dröfn Halldórsdóttir, Sogavegur 127a, 108 Reykjavík
Gróa Magnúsdóttir, Bústaðablettur 10, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir 25 ferm. timburhúsi með verönd á lóð einbýlishússins á lóð nr. 10 við Bústaðablett.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

41. Bústaðablettur 10 (01.89-.-99) 108934 Mál nr. BN041867
Soffía Dröfn Halldórsdóttir, Sogavegur 127a, 108 Reykjavík
Gróa Magnúsdóttir, Bústaðablettur 10, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir timburhúsi, til búsetu eigenda meðan á endurbótum stendur, við einbýlishúsið á lóð nr. 10 við Bústaðablett.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

42. Drápuhlíð 21 (01.702.223) 107067 Mál nr. BN041868
Fróði Steingrímsson, Drápuhlíð 21, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja svalir framan við kvist á suðurhlið fjölbýlishússins nr. 21 við Drápuhlíð.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

43. Drápuhlíð 3 (01.702.214) 107058 Mál nr. BN041855
Ásgeir G Daníelsson, Drápuhlíð 3, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir yfirbyggingu á svölum risíbúðar fjölbýlishússins á lóð nr. 3 við Drápuhlíð.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

44. Kirkjuteigur 14 (01.362.101) 104584 Mál nr. BN041840
Óli Jón Jónsson, Kirkjuteigur 14, 105 Reykjavík
Ágústa Kristófersdóttir, Kirkjuteigur 14, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að fjarlægja steypt, steniklætt svalahandrið og setja ryðfrítt handrið í staðinn eins og það sem er á svölum á rishæð á sömu hlið á fjölbýlishúsinu nr. 14 við Kirkjuteig.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra á fyrirspurnarblaði.

45. Leifsgata 11 (01.195.013) 102571 Mál nr. BN041819
Gunnar Helgi Heiðar, Leifsgata 11, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að setja stærri þakglugga, voru 58 x 50 cm verða 140 x 78 cm., á bað og gang risíbúðar í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 11 við Leifsgötu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum, enda verði sótt um byggingarleyfi.

46. Lækjarmelur 8 (34.533.509) 213997 Mál nr. BN041829
Gunnlaugur Björn Jónsson, Aðalstræti 77a, 450 Patreksfjörður
Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta eignarhulta 0109 úr geymslu í atvinnuhúsnæði á lóð nr. 8 við Lækjarmel.
Nei.
Ekki er hægt að breyta notkun úr geymslu, í atvinnuhúsnæði að óbreyttum skipulagsforsendum, m.a. vegna krafna um fjölda bílastæða.

47. Mosarimi 32-36 (02.543.003) 172368 Mál nr. BN041831
Valdimar Smári Gunnarsson, Mosarimi 36, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja sólskála við norðvestur enda raðhúss nr. 36 á lóð nr. 32-36 við Mosarima.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

48. Seiðakvísl 24 (04.215.306) 110825 Mál nr. BN041852
Dagrún Þórðardóttir, Seiðakvísl 24, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að girða eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningum af einbýlishúsinu á lóð nr. 24 við Seiðakvísl.
Jákvætt.
að uppfylltum skilyrðum, enda fari girðing hvergi yfir 1.8 m og hindri ekki útsýni umferðar við norðaustur horn lóðar. Samþykki nágranna þarf að liggja fyrir.

49. Suðurlandsbraut 58-64 (01.471.401) 198021 Mál nr. BN041847
Grund - Mörkin ehf, Hringbraut 50, 107 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að framkvæma jarðvegsskipti til að undirbúa byggingu tengibyggingar milli hjúkrunarheimilis og íbúða aldraðra á lóð nr. 58-64 við Suðurlandsbraut.
Jákvætt.
Enda verði sótt um byggingarleyfi.

50. Tjarnargata 24 (01.142.004) 100925 Mál nr. BN041836
Álfheiður Anna Pétursdóttir, Baldursgata 12, 101 Reykjavík
Andrew Marc, Baldursgata 12, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að innrétta íbúð í kjallara í einbýlishússins á lóð nr. 24 við Tjarnargötu.
Nei.
sbr. 96 gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998 má ekki gera nýja íbúð í kjallara.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:30.
Þórður Ólafur Búason Bjarni Þór Jónsson
Sigrún Reynisdóttir Jón Hafberg Björnsson
Gunnhildur S Gunnarsdóttir Valný Aðalsteinsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2010, þriðjudaginn 10. ágúst kl. 10:22 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 598. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Gunnhildur S Gunnarsdóttir, Hjálmar Andrés Jónsson og Eva Geirsdóttir
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Ármúli 32 (01.293.201) 103808 Mál nr. BN041884
Púpa ehf, Ármúla 32, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að falla frá eldvarnargleri og koma fyrir fellistiga frá svölum á 3. hæð á atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 32 við Ármúla
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Ásholt 2-42 (01.242.005) 103030 Mál nr. BN041887
Jóna Helga Jónsdóttir, Ásholt 24, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN038969 þar sem farið var fram á að byggja glerskála yfir stiga við bílgeymslu fjölbýlishússins á lóð nr. 2-42 við Ásholt.
Stækkun: 10 ferm., 48 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 3.504
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3. Bergstaðastræti 16 (01.184.010) 102005 Mál nr. BN041830
Laug ehf, Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á erindi BN037642, sem felast í að fjölga íbúðum úr þremur í fimm, fjölga svölum og fækka útitröppum í fjölbýlishúsi á lóð nr. 16 við Bergstaðastræti.
Útskrift úr gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 23. júlí 2010 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og útskriftar úr gerðabók embættisafgreiðslufundar dags. 23. júlí 2010

4. Bústaðavegur 153 (01.826.101) 108438 Mál nr. BN041879
Grillhúsið ehf, Tryggvagötu 20, 101 Reykjavík
Sótt er um að breyta skilgreiningu nýsamþykkts veitingahúss, sjá erindi BN041806 samþ. 13. júlí 2010, úr flokki I í flokk II á lóð nr. 153 við Bústaðaveg.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

5. Drápuhlíð 38 (01.713.007) 107218 Mál nr. BN041781
Jón Kristinn Sigurðsson, Drápuhlíð 38, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að saga gat úr útvegg og koma fyrir hurð úr íbúð út í garð í kjallara og skilgreina sérafnotaflöt þar fyrir framan, sbr. fyrirspurn BN040094, í fjölbýlishúsi nr. 38-40 á lóð nr. 38 við Drápuhlíð.
Samþykki allra meðlóðarhafa í húsi nr. 38 er á teikningu svo og samþykki sumra lóðarhafa nr. 40. Bréf frá eiganda dags. 29. júní 2010. Umsögn burðarvirkishönnuðar fylgir dags. 20. júlí 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

6. Fannafold 63 (02.850.004) 109912 Mál nr. BN041758
Guðmundur Ívar Ágústsson, Fannafold 63, 112 Reykjavík
Andrés Ágúst Guðmundsson, Heiðargerði 24, 190 Vogar
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri stækkun á kjallara sem framvæmd var við byggingu og til að setja glugga á gafla og nýta þar með geymslur á neðri hæð (kjallara) sem íveruherbergi í parhúsinu á lóð nr. 63 við Fannafold.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 12.7.2010 og útskrift úr gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 16. júlí og 23. júlí 2010 fylgir erindinu. Ásamt minnisblaði skipulagsstjóra dags. 21. júlí 2010.
Stærðir: Samþykkt: 291,6 ferm., 1.023 rúmm.
Stækkun: 58,9 ferm., 159 rúmm.
Samtals: 350,5 ferm., 1.181,9 rúmm.
Nýting 0,53
Gjald kr. 7.700 + 12.243
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

7. Gilsárstekkur 7 (04.612.204) 111768 Mál nr. BN041823
Steindór Einarsson, Gilsárstekkur 7, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða, einangra og breyta utanhúss einbýlishúsinu á lóð nr. 7 við Gilsárstekk.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 22. júlí 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Bókun byggingarfulltrúa:
Vegna forsögu málsins leggur byggingarfulltrúi áherslu á að verkinu verði sem fyrst lokið.

8. Grandagarður 15-37 (01.115.001) 100045 Mál nr. BN041888
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum vegna eignaskiptasamnings þar sem gerð er grein fyrir áður gerðum milliloftum í mhl. 1 til 12 og að sameina þá í mhl. 01í atvinnuhúsnæðunum á lóð nr. 15 - 37 við Grandagarð.
Bréf um skáningartöflu dags. 6. ágúst. 2010
Stærð millipalla: xx ferm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Grandagarður 41 99 (01.114.-99) 100043 Mál nr. BN041895
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum vegna eignaskiptasamnings þar sem gerð er grein fyrir áður gerðum milliloftum í mhl. 02 til 30 og að sameina þá í mhl. 01 í atvinnuhúsnæðunum á lóð nr. 41 - 99 við Grandagarð.
Bréf um skáningartöflu dags. 6. ágúst. 2010
Stærð millipalla: xx ferm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Gufunes (02.2--.-86) 108942 Mál nr. BN041752
Fjörefli ehf, Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík
Sótt er um tímabundið stöðuleyfi til eins árs fyrir óupphitað samkomuskýli sem samanstendur af nokkrum gámum og tjaldi á útivistarsvæði Fjöreflis ehf. í Gufunesi.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 22. júní. 2010, afnotasamningur við Reykjavíkurborg dags. 16. apríl 2010, leyfi til að starfrækja litboltavöll frá Rvkborg dags. 26. ágúst 2008 og lögreglu dags. 9. júlí. 2008 og leyfi frá Ferðamálastofu dags. 6. júní 2009.
Útskrift úr gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. júlí 2010 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Hagamelur 28 (01.540.320) 106313 Mál nr. BN041880
Hrólfur Gestsson, Hagamelur 28, 107 Reykjavík
Guðmundur Hinriksson, Heiðargerði 13, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningum vegna eignaskiptasamnings af fjölbýlishúsinu á lóð nr. 28 við Hagamel.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Háagerði 11 (01.815.206) 107982 Mál nr. BN041892
Áslaug Sturlaugsdóttir, Háagerði 11, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN040030 dags. 14. júlí 2010 þar sem farið er fram á að breyta gluggum og klæðningu kvista á nýsamþykktu erindi BN032197 dags. 10. mars 2009 á raðhúsi á lóð nr. 11 við Háagerði.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Hávallagata 11 (01.160.304) 101166 Mál nr. BN041883
Auður Ólafsdóttir, Hávallagata 11, 101 Reykjavík
Arndís Lóa Magnúsdóttir, Hávallagata 11, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN041525 dags. 8. júní 2010 um breyttar útitröppur og að áfangaskipta erindinu í tvo áfanga á lóð nr. 11 við Hávallagötu. Einnig er fallið frá erindinu BN041850 sem er í frestun frá 27. júlí 2010.
Tölvupóstur frá hönnuði dags. 3. ágúst 2010 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Holtavegur 28 (01.386.101) 104939 Mál nr. BN041809
KFUM og KFUK á Íslandi, Holtavegi 28, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta núverandi tómstundarými á neðri hæð í húsi KFUM og KFUK í elsta stig leikskóla fyrir 25-40 börn og 4-8 starfsmenn, sem hluta af leikskóla sem rekinn er í öðru húsi á lóðinni nr. 28 við Holtaveg.
Erindi fylgir brunatæknileg umsögn frá Verkís dags. 6. júlí 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Hverafold 130 (02.862.706) 110264 Mál nr. BN041832
Krystian Karol Gralla, Hverafold 130, 112 Reykjavík
Ewa Krystyna Krauz, Hverafold 130, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr sem er steyptur á staðnum og tilheyrir íbúð 010101 í tvíbýlishúsinu á lóð nr. 130 við Hverafold.
Samþykki meðlóðarhafa og nágranna af húsum nr. 29 - 35 og 128.
Stærð: 35,2 ferm., 133,9 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 10.310
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

16. Hverfisgata 105 (01.154.406) 101134 Mál nr. BN041871
NBI hf, Austurstræti 11, 155 Reykjavík
Arion banki hf, Borgartúni 19, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta sjálfvirktu brunaviðvörunarkerfi, þannig að íbúðir verða undanskyldar þeim kröfum í húsinu á lóð nr. 105 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17. Kleifarsel 18 (04.975.601) 113267 Mál nr. BN040359
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til minni háttar breytinga, sjá erindi BN038845 dags. 16. september 2008, á íbúðar- og atvinnuhúsinu á lóð nr. 18 við Kleifarsel.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

18. Langholtsvegur 27 (01.357.011) 104400 Mál nr. BN041801
Jón Ingi Friðriksson, Langholtsvegur 27, 104 Reykjavík
Óskað er eftir leyfi til að hækka þak úr timbri og gera nýtanlegt þakrými fyrir íbúð 0101, ásamt tvennum nýjum svölum til suðurs á tvíbýlishúsi á lóð nr. 27 við Langholtsveg.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags 6.7. 2010, samþykki meðeigenda dags. 9.6. 2010 og ódags. yfirlýsing burðarvirkjahönnuðar.
Stærðir eftir hæðum og bílskúr sér.
Samtals eftir stækkun: 374,8 ferm., 1.065 rúmm.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Laugavegur 124 (01.240.202) 102985 Mál nr. BN041680
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að flytja Norðurpólinn, sem er bárujárnsklætt timburhús á einni hæð með risi og steyptum kjallara, byggt 1904 og stóð á Hverfisgötu 125 en hefur nú verið endurbyggt, að utan að mestu, á lóð nr. 124 við Laugaveg og innrétta fyrir veitingastað í flokki II.
Meðfylgjandi er umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 14.6.2010, Minjasafns Reykjavíkur dags 16.6.2010 og svör arkitekts við athugasemdum á umsóknarblaði.
Stærðir: Kjallari 66,1 ferm., 1. hæð 63,4 ferm., rishæð 38,9 ferm., samtals 168,4 ferm., 482 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 37.114
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

20. Laugavegur 28 (01.172.206) 101461 Mál nr. BN041481
Reykjavík backpackers ehf, Laugavegi 28, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að færa gistiskála upp í flokk V - c, innrétta hluta kjallara sem setustofu og þvottaaðstöðu og 1. hæð sem móttöku og veitingasölu í flokki II fyrir gistiskála í húsi á lóð nr. 28 við Laugaveg.
Erindi fylgir brunahönnun dags. 31. mars 2009, endurskoðuð 6. ágúst 2010 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 21. maí 2010 og umsögn skipulagsstjóra dags. 20. maí 2010.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

21. Leifsgata 16 (01.195.207) 102599 Mál nr. BN041692
Þorgerður Þorvaldsdóttir, Leifsgata 16, 101 Reykjavík
Sonja Þórey Þórsdóttir, Leifsgata 16, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga í kjallara og skipta svo séreign í honum milli íbúða á 1. og 2. hæð í íbúðarhúsi á lóð nr. 16 við Leifsgötu.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda á teikningu og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 27. júlí 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda OR á umsóknarblaði.

22. Ljósvallagata 12 (01.162.312) 101285 Mál nr. BN041521
Helgi Egill Einarsson, Brávallagata 20, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi kjallara þar sem stakstæðu eldhúsi er breytt í íbúðarherbergi í fjölbýlishúsi á lóð nr. 12 við Ljósvallagötu.
Erindi fylgir bréf eiganda og þinglýst eignaskiptayfirlýsing dags. 29. júní 1994.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

23. Logafold 49 (02.875.805) 110421 Mál nr. BN041876
Guðlaug Sigurðardóttir, Logafold 49, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að bæta við gluggum og hurð og innrétta áður gerðan kjallara sem hluta íbúðar í einbýlishúsinu á lóð nr. 49 við Logafold.
Áður gerð stækkun kjallara: 72,4 ferm., 238,5 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 18.365
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu þar sem byggingarmagn fer yfir leyfileg mörk um 32 ferm. Vísað er til uppdrátta 101-103 dags. 23. júlí 2010.

24. Lokastígur 25 (01.181.410) 101800 Mál nr. BN041890
Bjarni Þór Bjarnason, Lokastígur 25, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum vegna eignaskiptasamnings þar sem gerð er grein fyrir áður gerðri íbúð í kjallara í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 25 við Lokastíg.
Fyrirspurn BN040898 fylgir erindinu dags. 12. jan. 2010
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Menntavegur 1 (01.757.201) 214259 Mál nr. BN041825
Eignarhaldsfélagið Fasteign hf, Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum þar sem gerð er grein fyrir minni háttar breytingum á innra fyrirkomulagi og breytingum á brunamerkingum í Háskólanum í Reykjavík á lóð nr. 1 við Menntaveg.
Erindi fylgir greinargerð um breytingar og brunahönnun frá Mannvit dags. í júlí 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

26. Njálsgata 104 (01.243.008) 103050 Mál nr. BN041886
Skúli Skúlason, Birkigrund 31, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum vegna eignaskiptasamnings af fjölbýlishúsinu á lóð nr. 104 við Njálsgötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Norðurfell 17-19 (04.666.801) 112092 Mál nr. BN041794
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja upplýst boltagerði með upphituðu gervigrasi á lóð Fellaskóla á lóð nr. 17-19 við Norðurfell.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

28. Ólafsgeisli 14-18 (04.126.502) 186348 Mál nr. BN041865
Guðmundur Aðalsteinsson, Ólafsgeisli 18, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN035842 samþ. 8. apríl 2007 þar sem leyfð var svalalokun á á tvíbýlishúsinu nr. 18 við Ólafsgeisla.
Stærð: Svalalokun 8,5 ferm., 21,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 1.679
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

29. Pósthússtræti 13-15 (01.140.512) 100872 Mál nr. BN041857
Austurvöllur fasteignir ehf, Ármúla 21, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna veitingasal með afgreiðslu í rými 0102 og koma fyrir útiborðum, bætt við núverandi veitingastað sem er í flokki ? í rými 0101 í verslunar og íbúðarhúsnæðinu á lóð nr. 13 Pósthússtræti.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

30. Reynihlíð 10 (01.782.805) 107551 Mál nr. BN041878
Björn B Thors, Reynihlíð 10, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta sólstofu 2. hæðar, minnka svalir og breyta hurð út í garð á 1. hæð parhússins nr. 10 á lóð nr. 8-10 við Reynihlíð.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Sandavað 1-5 (04.772.202) 195954 Mál nr. BN041870
Hjörtur Ágúst Magnússon, Sandavað 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalaskýli yfir hluta af svölum íbúðar 0307 í fjölbýlishúsinu nr. 1 á lóð nr. 1-5 við Sandavað.
Samþykki sumra meðeigenda ódags. fylgir erindinu.
Bréf frá eiganda sem skýrir hluta af vöntun samþykkja meðeigenda ódags.
Stærð svalaskýlis 7,2 ferm., 20,2 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 1.555
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

32. Sigtún. (Laugardalur) (01.37-.-93) 104719 Mál nr. BN040865
Íþróttabandalag Reykjavíkur, Engjavegi 6, 104 Reykjavík
Íslenskar getraunir, Engjavegi 6, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 4. hæðina ofan á mhl. 02 og 04 sem sameinast í mhl 02 og að byggja tengibyggingu sem verður mhl. 03 sem tengir mhl. 02 , 07 og 10, og að byggja geymsluhús sem verður mhl. 05 á lóð nr. 6 við Engjaveg.
Bréf frá hönnuði dags. 22. desember 2009 og 18. janúar 2010 fylgir. Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 19. janúar 2010 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 12. febrúar 2010.
Stækkun: mhl. 02. 482,3 ferm., mhl. 03. 240,7 ferm.og
mhl. 05. 409,2 ferm. Samtals stækkun 1132,2 ferm.,
3902,9 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 300.523
Frestað.
Afstöðumynd er ekki í samræmi við skipulag.

33. Skipholt 70 (01.255.208) 103493 Mál nr. BN041824
Þorp ehf, Bolholti 4, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir núverandi loftræsilögnum og sorpgámum við vesturhlið veitingastaðar, mhl. 0105, á lóð nr. 70 við Skipholt.
Erindi fylgir samþykki sumra meðlóðarhafa dags. 26. júlí 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vantar samþykki fjögurra meðeigenda.

34. Skólavörðustígur 40 (01.181.404) 101794 Mál nr. BN041848
Samtímalist ehf, Skólavörðustíg 14, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa tvö eldri hús og byggja í þeirra stað steinsteypt íbúðar- og verslunarhús, fjórar hæðir og kjallara á lóð nr. 40 við Skólavörðustíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. ágúst 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 4. ágúst 2010.
Stærð niðurrifs: Mhl. 01 fastanr. 200-6095, merkt 0101 íbúð: 87,2 ferm. Mhl. 02 fastanr. 200-6096 merkt 0101 geymsla 10,1 ferm. Mhl. 03 fastanr. 200-697 merkt 0101 bílskúr 21,6 ferm.
Niðurrif samtals: 118,7 ferm.
Stærð nýbyggingar: Kjallari 258,7 ferm., 719,5 rúmm., 1. hæð 189,2 ferm., 631,2 rúmm, 2. og 3. hæð 183 ferm., 517,8 rúmm., 4. hæð 122,5 ferm., 386 rúmm.
Samtals: 936,4 ferm., 2824 rúmm.
Samtals B-rými á 1. hæð: 19,3 ferm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra og útskriftar úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 6. ágúst 2010 og athugasemda byggingarfulltrúa á umsóknarblaði.

35. Snorrabraut 27-29 (01.240.011) 102978 Mál nr. BN041894
Haraldur Kr Olgeirsson, Einilundur 9, 210 Garðabær
Kaffi Flóki ses, Snorrabraut 27, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir veitingastofu/mötuneyti í flokki ? í verslunarhúsnæði á lóð nr. 27 við Snorrabraut.
Jákvæð fyrirspurn BN041543 dags. 25. maí 2010 fylgir erindinu.
Samþykki eiganda dags.16. júní 2010 og bréf frá eiganda dags. 31. júlí 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Sólvallagata 67 (01.138.201) 100729 Mál nr. BN041877
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi að flytja færanlega kennslustofur nr. K31-A og K34-A frá lóð nr 1-3 við Arnabakka yfir á lóð Vesturbæjarskóla á lóð nr. 67 við Sólvallagötu.
Stærð kennslustofu K31-A er 60,1 ferm., 222,2 rúmm. og K34-A er 60,1 ferm., 222,2 rúmm. Samtals: 120,2 ferm., 444,4 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 34.219
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

37. Suðurhólar 26-30 (04.670.301) 112101 Mál nr. BN041891
Gunnar Helgi Stefánsson, Svöluás 13, 221 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til þess að gera dyragat í steyptan vegg milli eldhúss og stofu í íbúð 0302 í fjölbýlishúsinu nr 26 við Suðurhóla.
Málinu fylgir yfirlýsing burðarvirkishönnuðar og uppdráttur sem sýnir staðsetningu gats.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

38. Sævarhöfði 2-2A (04.054.501) 110556 Mál nr. BN038599
Ingvar Helgason ehf, Pósthólf 12260, 132 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum sem felast í breytingu á verkstæði og móttöku fyrir verkstæði í verkstæðishúsi á lóð nr. 2 A við Sævarhöfða.
Gjald kr. 7.300 + 7.700
Frestað.
Lagfæra skráningu.

39. Tjarnargata 39 (01.143.101) 100949 Mál nr. BN041685
Eyjólfur Björgvin Guðbjörnsson, Njarðvíkurbraut 30, 260 Njarðvík
Tjarnargata 39,húsfélag, Tjarnargötu 39, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi, m. a. nýjum íbúðarherbergjum í kjallara og risi og nýjum stigum milli hæða og til að hækka handrið á svölum 3. hæðar og stækka svalir á 2. hæð út á þak viðbyggingar við þríbýlishúsið á lóð nr. 39 við Tjarnargötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. ágúst 2010 fylgir erindinu. Kynning stóð frá 25. júní til 27. júlí 2010. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Úthlíð 14 (01.270.207) 103584 Mál nr. BN041623
Úthlíð 14,húsfélag, Úthlíð 14, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka svalir á 1. og 2. hæð, byggja þaksvalir á 3. hæð og opna úr kjallara út í garð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 14 við Úthlíð.
Erindið var grenndarkynnt frá 9. júní til og með 8. júlí 2010. Engar athugasemdir bárust.
Meðfylgjandi er samþykki burðarvirkjahönnuðar dags. 25.5.2010 og útskrift úr gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 16. júlí 2010 fylgir erindinu.
Einnig fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 1. júní 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

41. Viðjugerði 2 (01.806.001) 107765 Mál nr. BN041827
Óskar Jón Konráðsson, Viðjugerði 2, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir svalaskýli úr álprófílum og öryggisgleri á suðursvölum einbýlishúss á lóð nr. 2 við Viðjugerði.
Stærðir 16,7 ferm., 41,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 3.211
Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

42. Þingholtsstræti 2-4 (01.170.205) 101333 Mál nr. BN041861
Íslenska eignafélagið ehf, Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta hurð þannig að gluggar verða beggja vegna við hana og koma fyrir skiltum á suðausturhlið hússins á lóð nr. 2-4 við Þingholtsstræti
Umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 20. júlí 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

43. Þórsgata 24-28 (01.186.309) 102264 Mál nr. BN041844
Sunnugisting ehf, Þórsgötu 26, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka borðsal í mhl 01 út frá svölum á 1. hæð suðvesturhliðar gistihússins nr. 24-26 á lóð nr. 24-28 við Þórsgötu.
Fyrirspurn BN040900 dags. 19. jan. 2010 fylgir erindinu.
Stækkun: 28.6 ferm., 82,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 6.368
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

44. Þverholt 5 (01.241.019) 103014 Mál nr. BN041800
Sólblik ehf, Blikanesi 2, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að byggja svalir að mestu leyti úr járni utan við geymsluglugga sem sagað verður niður úr á 2. hæð í íbúðarhúsi á lóð nr. 5 við Þverholt.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 11. júní 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

45. Þönglabakki 6 (04.603.503) 111722 Mál nr. BN041889
Húsfélagið Þönglabakka 6, Þönglabakka 6, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum vegna eignaskiptasamnings á mhl. 07 og breyttum gluggum á norðurhlið í loftræstiristar í verslunarhúsnæðinu nr. 6 við Þönglabakka.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

46. Hlíðarhús 3-7 (02.845.102) 172492 Mál nr. BN041802
Eir,hjúkrunarheimili, Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 27. júlí 2010 var bókað ranglega heimilisfangið Eirarhús 3-5 í stað Hlíðarhús 3-7.
Samþykkt.

47. Reynihlíð 8-10 (01.782.805) 107551 Mál nr. BN041834
Jón Ingimarsson, Reynihlíð 8, 105 Reykjavík
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 27. júlí 2010 var bókað ranglega eftirfarandi atriði: norðurhlið í stað suðurhlið, ekki á fjarlægja glugga og hús nr. 10 í stað hús nr. 8. Umsóknin varðar hús nr. 8. Þetta leiðréttist hér með.
Samþykkt.

48. Stálsmíðameistari Mál nr. BN041905
Aðalsteinn Sigurhansson, Bollagarðar 83, 170 Seltjarnarnes
Ofanritaður sækir um staðbundna viðurkenningu sem stálsmíðameistari í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur.
Málinu fylgir staðfest afrit af sveinsbréfi, ferilskrá umsækjanda dags. 12. júlí 2010 og bréf umsækjanda dags. sama dag.
Synjað.
Bókun byggingarfulltrúa:
Meistarabréf hefur ekki verið framvísað né staðfestu yfirliti yfir byggingarleyfisskyld verk sem umsækjandi hefur borið ábyrgð á. En samkvæmt bréfi Umhverfisráðuneytisins frá 25. nóvember 2005 þarf að leggja slík gögn fram með umsókn. Við skoðun á ferilskrá verður ekki séð að umsækjandi hafi í reynd haft umsjón með og borið ábyrgð á byggingarleyfisskyldum verkþáttum á a.m.k. þriggja ára tímabili fyrir 1. janúar 1998. Umsókninni er því hafnað.

Fyrirspurnir

49. Bergstaðastræti 54 (01.185.601) 102207 Mál nr. BN041843
Magni Þorsteinsson, Bergstaðastræti 54, 101 Reykjavík
Hugrún Dögg Árnadóttir, Bergstaðastræti 54, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að tengja samna núverandi kvisti á fjölbýlishúsinu nr. 54 og 56 á lóðum nr. 54 og 56 við Bergstaðastræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagstjóra frá 6. ágúst 2010 fylgir erindinu.
Ljósmyndir fylgja af núverandi aðstæðum kvista.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi. sem grenndarkynnt verður berist umsókn.

50. Drápuhlíð 21 (01.702.223) 107067 Mál nr. BN041868
Fróði Steingrímsson, Drápuhlíð 21, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja svalir framan við kvist á suðurhlið fjölbýlishússins nr. 21 við Drápuhlíð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. ágúst 2010 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum þ.á.m. skilyrðum skipulagstjóra, enda verði sótt um byggingarleyfi.sem grenndarkynnt verður berist umsókn.

51. Fannafold 31 (02.855.411) 110079 Mál nr. BN041869
Oddur Hannes Magnússon, Fannafold 31, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að setja niður garðskýli á suðausturhluta byggingarreits á lóð nr. 31 við Fannafold.
Teikningar á A4 blöðum fylgir erindinu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

52. Heiðargerði 80 (01.802.209) 107674 Mál nr. BN041862
Kristján Sigurður Bjarnason, Neðstaleiti 9, 103 Reykjavík
Spurt er hvort ósamþykkt íbúð fengist samþykkt, í kjallara þríbýlishússins á lóð nr. 80 við Heiðargerði.
Erindi fylgir þinglýstur lóðarleigusamningur dags. 19. september 2005, þinglýstur eignaskiptasamningur dags. 26. október 2005, virðingargjörð dags. 15. desember 1957 og íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 7. apríl 2006.
Nei.
Samkvæmt skoðunarskýrslu frá 7. apríl 2006 er íbúðin of mikið niðurgrafin

53. Hraunteigur 14 (01.360.506) 104540 Mál nr. BN041858
Anna Katrín Ottesen, Hraunteigur 14, 105 Reykjavík
Hannes Pétur Jónsson, Hraunteigur 14, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að setja upp trégirðingu ca. 1,8 m á hæð að austurhlið lóðar nr. 14 við Hraunteig.
Neikvætt.
Samræmist ekki götumynd hverfisins.

54. Hverafold 58 (02.862.309) 110228 Mál nr. BN041893
Björk Pálsdóttir, Hverafold 58, 112 Reykjavík
Páll Valdimarsson, Hverafold 58, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir aðkeyptu álgróðurhúsi sem er 2,5 metrar á hæð og 13,5 ferm á suðvesturhorni lóðar nr. 58 við Hverafold.
Samþykki nágranna dags. 2. ágúst 2010 og mynd af gróðurhúsi fylgir erindi
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

55. Laufrimi 26-34 (02.540.101) 172914 Mál nr. BN041757
Sverrir Þorvaldsson, Laufrimi 30, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að smíða pall á sérmerktri einkaafnotalóð út frá íbúð 0101 og jafnvel fá að koma fyrir heitumpotti á henni í fjölbýlishúsinu nr. 30 á lóð nr. 26-34 við Laufrima.
Jákvætt.
Að smíða pall, enda liggi fyrir samþykki meðlóðarhafa. Sækja verður um byggingarleyfi fyrir heitum potti og fá samþykki meðlóðarhafa.

56. Ljósheimar 20-22 (01.437.102) 105384 Mál nr. BN041864
Ingibjörg Þóra Ólafsdóttir, Ljósheimar 20, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að búa til bílastæði þar sem gert er ráð fyrir bílskúrum á bílskúralóð, landnúmer 105325, sem tilheyrir lóð nr. 20-22 við Ljósheima.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

57. Mosarimi 32-36 (02.543.003) 172368 Mál nr. BN041831
Valdimar Smári Gunnarsson, Mosarimi 36, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja sólskála við norðvesturenda raðhúss nr. 36 á lóð nr. 32-36 við Mosarima.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. ágúst 2010 fylgir erindinu.
Nei
Samræmist ekki deiliskipulagi.

58. Ofanleiti 11-13 (01.744.102) 107430 Mál nr. BN041872
Ágúst Ólafsson, Ofanleiti 13, 103 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að setja svalaskýli með 90#PR opnun og óupphitað á svalir íbúðar 0301 í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 13 við Ofanleiti.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

59. Samtún 42 (01.221.412) 102828 Mál nr. BN041885
Heimir Örn Jensson, Ljósheimar 8, 104 Reykjavík
Guðrún Friðriksdóttir, Ljósheimar 8, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja 180 cm háan steinsteyptan vegg á lóðarmörkum sem snúa að Nóatúni á lóð nr. 42 við Samtún.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

60. Skaftahlíð 5 (01.273.010) 103619 Mál nr. BN041863
Baldur Ármann Steinarsson, Skaftahlíð 5, 105 Reykjavík
Guðrún Kristín Erlingsdóttir, Skaftahlíð 5, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir þaksvölum á vesturhlið fjölbýlishússins á lóð nr. 5 við Skaftahlíð.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

61. Skólavörðustígur 21 (01.182.244) 101896 Mál nr. BN041875
Fjóla Magnúsdóttir, Skólavörðustígur 21, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að stækka svalir 2. hæðar á bakhlið íbúðar- og atvinnuhússins á lóð nr. 21 við Skólavörðustíg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

62. Vesturgata 22 (01.132.002) 100192 Mál nr. BN041873
Steinunn Blöndal, Vesturgata 22, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja svalir á 2. og 3. hæð (rishæð) vesturhliðar fjölbýlishússins á lóð nr. 22 við Vesturgötu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum, enda verði sótt um byggingarleyfi sem fylgi samþykki meðeigenda. Vakin er athygli á að leita þarf umsagna Minjasafns Reykjavíkur og Húsafriðunarnefndar.

63. Viðarás 53 (04.387.705) 111560 Mál nr. BN041860
Sigurður E Steinsson, Viðarás 53, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta glugga á norðurhlið í hurð í raðhúsinu á lóð nr. 53 við Viðarás.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og því fylgi samþykki meðeigenda og yfirlýsing burðarvirkishönnuðar.

64. Vitastígur 14 (01.190.018) 102356 Mál nr. BN041874
Plúsarkitektar ehf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fengist fyrir núverandi fyrirkomulagi þar sem sýndar eru fjórar íbúðir í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 14 við Vitastíg.
Erindi fylgir virðingargjörð dags. 29. apríl 1967.
Vísað til umsagna á fyrirspurnarblaði.

Fyrirspurnir

65. Drápuhlíð 3 (01.702.214) 107058 Mál nr. BN041855
Ásgeir G Daníelsson, Drápuhlíð 3, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir yfirbyggingu á svölum risíbúðar fjölbýlishússins á lóð nr. 3 við Drápuhlíð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. ágúst 2010 fylgir erindinu.
Nei.
Bygging svalaskýlis eins og um er beðið samræmist ekki byggðarmynstri sbr. umsögn skipulagsstjóra.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:40.
Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson
Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir
Jón Hafberg Björnsson
Gunnhildur S. Gunnarsdóttir
Hjálmar Jónsson
Eva Geirsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2010, þriðjudaginn 17. ágúst kl. 10:22 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 599. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Björn Kristleifsson, Bjarni Þór Jónsson, Sigrún Reynisdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir, Hjálmar Andrés Jónsson og Eva Geirsdóttir
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Árvað 5 (04.731.101) 203628 Mál nr. BN041542
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að taka austurhluta Norðlingaskóla sbr. erindi BN037329 í notkun það er áfangaskipta byggingarleyfi en hann stendur á lóð nr. 5 við Árvað.
Meðfylgjandi er bréf og áfangaskiptaplan frá Rvk. Framkvæmda- og eignasvið dags. 16.8.2010
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

2. Barmahlíð 1 (01.701.106) 106960 Mál nr. BN041916
Hallfríður Brynjólfsdóttir, Stórholt 47, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja vegg milli eldhúss og borðstofu, fjarlægja léttan stiga upp í ris og vegg honum fylgjandi og fjarlægja steyptan vegg að hluta og skorstein á baði í íbúð á 2. hæð íbúðarhúss á lóð nr. 1 við Barmahlíð.
Meðfylgjandi er bréf burðarvirkishönnuðar dags. 13. júlí 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN041812
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir skipulagi innréttinga í rými 0601 á 6. hæð í skrifstofuhúsi mhl. 01 í Höfðatúni 2 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

4. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN041811
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta 14. hæð utan sameignar fyrir skrifstofur í Höfðatúni 2 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

5. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN041913
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta afgreiðsluborði og fjarlægja eldvarnaveggi og út-ljós frá áður samþykktu erindi BN041366 dags. 11. maí 2010 í suðurenda rými 0104 í Höfðatúni 2 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN041839
Eykt ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Saumsprettan ehf, Aðalstræti 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp milliveggi og pall með tröppu í rými 0102 sem er á fyrstu hæð í suðurenda atvinnuhússins Höfðatún 2 á lóð númer 8-16 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

7. Bröndukvísl 18 (04.235.512) 110924 Mál nr. BN041912
Halldór Jónsson, Bröndukvísl 18, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir stækkun úr léttum timburklæddum útiveggjaeiningum og endurbyggingu tengibyggingar á milli íbúðarhlutans og bílskúrs í einbýlishúsinu á lóð nr. 18 við Bröndukvísl.
Sbr. SN100200 dags. 19. júlí 2010 Stækkun: 23,6 ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 7.700 + XX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Faxaskjól 20 (01.532.115) 106192 Mál nr. BN041746
Þorgeir Ólafsson, Faxaskjól 20, 107 Reykjavík
Anna Margrét Guðjónsdóttir, Faxaskjól 20, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til innanhúsbreytinga sem sameina íbúðir 0101 og 0201 í eina, einnig er sótt um að byggja svalir úr timbri með stiga út í garð á 1. hæð í húsi á lóð nr. 20 við Faxaskjól.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 13. ágúst 2010 fylgir erindinu. Grenndarkynning stóð yfir frá 8. júlí 2010 til og með 6. ágúst 2010. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við málið.

9. Freyjubrunnur 10-14 (02.695.802) 205738 Mál nr. BN041900
111 ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 113 Reykjavík
Sótt er um aðskilið byggingarleyfi fyrir raðhús nr. 10 á lóðinni nr. 10 - 14 við Freyjubrunn.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

10 Gufunesvegur 4 (02.216.004) 108954 Mál nr. BN041925
Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir niðurrifi á mhl 01 og 02 sem eru einbýlishús og geymsla á lóð nr. 4 við Gufunesveg, landnr. 108954, fastanr. 203-8420, staðgr.nr. 2.216.004.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

11. Hagamelur 15-17 (01.542.011) 106365 Mál nr. BN041436
Jón Halldórsson, Sæbraut 13, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til að stækka tvo þakkvisti á suðurhæð fjölbýlishúss á lóð nr. 15-17 við Hagamel.
Samþykki meðeigenda er á teikningu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 13. ágúst 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 9. ágúst 2010
Stækkun xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulags- og byggingarsviðs frá 9. ágúst 2010.

12. Haukdælabraut 104 (05.113.502) 214821 Mál nr. BN041907
Jóna Sigríður Grétarsdóttir, Gerðhamrar 8, 112 Reykjavík
Rúnar Grétarsson, Gerðhamrar 8, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús með innbyggðri tvöfaldri bílgeymslu, ein hæð og kjallari undir hluta á lóð nr. 104 við Haukdælabraut.
Stærð: Kjallari 94,3 ferm., 1. hæð 218 ferm., bílgeymsla 51,4 ferm.
Samtals 363,7 ferm., 1389,4 ferm.
Gjald kr. 7.700 + 106.984
Synjað.
Samræmist ekki deiliskipulagi, fer út fyrir byggingarreit.

13. Holtavegur 23 (01.430.101) 105191 Mál nr. BN041906
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að setja loftræstikerfi, taka niður loft og bæta lýsingu í bókasafni og tölvustofu á 1. hæð B-álmu Langholtsskóla á lóð nr. 23 við Holtaveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

14. Hverfisgata 45 (01.152.426) 101071 Mál nr. BN041896
Gistiheimilið Dómus ehf, Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að lækka jarðveg, síkka glugga í kjallara og lækka gólf þar um ca. 25 cm., stækka glugga í kvistum á bakhlið, bæta við þakgluggum og innrétta tíu gistieiningar í gistiheimilinu á lóð nr. 45 við Hverfisgötu.
Erindi fylgir neikv. fsp. BN041588 dags. 1. júní 2010 og jákvæð fsp. BN041716 dags. 22. júní 2010 ásamt umsögnum Minjasafns Reykjavíkur dags. 18. júní og Húsafriðunarnefndar dags. 14. júní 2010.
Stækkun: xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Hverfisgata 52 (01.172.101) 101439 Mál nr. BN036951
Húsfélagið Hverfisgötu 52, Hverfisgötu 52, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þes að setja upp svalir við suðurhlið á 2. hæð fjölbýlishússins á lóð nr. 52 við Hverfisgötu.
Samþykki eigenda Vatnsstígs 4, með skilyrðum, innfært 23. maí 2002 ásamt umsögn brunahönnuðar dags. 21. september 2007 fylgja erindinu.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni nr. 4 við Vatnsstíg.

16. Í Úlfarsfellslandi 125481 (97.001.060) 125481 Mál nr. BN041631
Klettaberg ehf, Fljótaseli 6, 109 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi fyrir sumarhús á landspildu í landi Úlfarsfells.
Stærð 17,3 ferm, 45,4 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 3.496
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra á umsóknarblaði.

17. Kirkjuteigur 24 (01.363.001) 104598 Mál nr. BN041904
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að flytja færanlega kennslustofur nr. K-8B9 og K-91 frá Sæmundarskóla og Vesturhlíðarskóla ásamt að byggja rífanlegan tengigang og staðsetja tímabundið við Laugarnesskóla á lóð nr. 24 við Kirkjuteig.
Stærð kennslustofu með tengigangi K-8B9 og K-91 er 167,6 ferm., 568,5 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 43.774
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

18. Klapparstígur 17 (01.152.402) 101048 Mál nr. BN041911
Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson, Kjartansgata 10, 105 Reykjavík
Marías Sveinsson, Langholtsvegur 132, 104 Reykjavík
Fasteignir Ingveldar ehf, Viðarrima 17, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta byggingaraðferð, sjá erindi BN041158 úr forsteyptum einingum í staðsteypu, fjölbýlishússins á lóð nr. 17 við Klapparstíg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Logafold 49 (02.875.805) 110421 Mál nr. BN041876
Guðlaug Sigurðardóttir, Logafold 49, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að bæta við gluggum og hurð og innrétta áður gerðan kjallara sem hluta íbúðar í einbýlishúsinu á lóð nr. 49 við Logafold.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 13. ágúst 2010 fylgir erindinu.
Áður gerð stækkun kjallara: 72,4 ferm., 238,5 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 18.365
Frestað.
Skipulagsferli ólokið.

20. Lækjargata 10 (01.141.201) 100895 Mál nr. BN041910
Eignasaga - Traust ehf, Kringlunni 4-6, 103 Reykjavík
Peter Wing ehf, Neshaga 5, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingaverslun í kjallara húss á lóð nr. 10 við Lækjargötu.
gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Reykás 23 (04.383.101) 111488 Mál nr. BN041898
Þórir Helgason, Sóltún 9, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir sólpalli með skjólveggjum við íbúð 102 í húsi nr. 23 á lóð nr. 21-25 við Reykás.
Gjald kr. 7.700
Umsótt atriði eru ekki byggingarleyfisskyld og er umsækjanda bent á að samþykki meðeigenda þarf fyrir girðingu og sólpalli sbr. ákvæði laga um fjöleignarhús. Mun embætti byggingarfulltrúa ekki hafa frekari afskipti af málinu að svo stöddu.

22. Sandavað 1-5 (04.772.202) 195954 Mál nr. BN041870
Hjörtur Ágúst Magnússon, Sandavað 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalaskýli yfir hluta af svölum íbúðar 0307 í fjölbýlishúsinu nr. 1 á lóð nr. 1-5 við Sandavað.
Samþykki sumra meðeigenda ódags. fylgir erindinu.
Bréf frá eiganda sem skýrir hluta af vöntun samþykkja meðeigenda ódags. fylgir.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 13. ágúst 2010 fylgir erindinu.
Stærð svalaskýlis 7,2 ferm., 20,2 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 1.555
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Skipholt 70 (01.255.208) 103493 Mál nr. BN041824
Þorp ehf, Bolholti 4, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir núverandi loftræsilögnum og sorpgámum við vesturhlið veitingastaðar, mhl. 0105, á lóð nr. 70 við Skipholt.
Erindi fylgir samþykki sumra meðlóðarhafa dags. 26. júlí 2010 og samþykki þeirra meðlóðarhafa sem vantaði dags. 26. júlí 2010
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

24. Skólavörðustígur 40 (01.181.404) 101794 Mál nr. BN041848
Samtímalist ehf, Skólavörðustíg 14, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa tvö eldri hús og byggja í þeirra stað steinsteypt íbúðar- og verslunarhús, fjórar hæðir og kjallara, fimm íbúðir, tvær verslanir og veitingastað á lóð nr. 40 við Skólavörðustíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. ágúst 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 4. ágúst 2010.
Einnig fylgir umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 5. ágúst og Húsafriðunarnefndar dags. 29. júlí 2010.
Stærð niðurrifs: Mhl. 01 fastanr. 200-6095, merkt 0101 íbúð: 87,2 ferm. Mhl. 02 fastanr. 200-6096 merkt 0101 geymsla 10,1 ferm. Mhl. 03 fastanr. 200-697 merkt 0101 bílskúr 21,6 ferm.
Niðurrif samtals: 118,7 ferm.
Stærð nýbyggingar: Kjallari 193,9 ferm., 1. hæð 188,1 ferm., 2. hæð 183 ferm., 3. hæð 181,1 ferm., 4. hæð 116,1 ferm.
A-rými samtals: 862,2 ferm., 2.618,8 rúmm.
B-rými á 1. hæð: 19,3 ferm.
Gjald kr. 7.700 +201.648
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

25. Smiðjustígur 6 (01.171.117) 186664 Mál nr. BN041782
Nýja Grand ehf, Smiðjustíg 6, 101 Reykjavík
Festar ehf, Klapparstíg 29, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir skipulagi útisvæðis og uppsetningu tjalds til veitingareksturs í flokki II við hús á lóð nr. 6 við Smiðjustíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 13. ágúst 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 12. ágúst 2010.
Gjald kr. 7.700 + XX
Frestað.
Vísað til umsagnar skipulagsstjóra frá 12. ágúst 2010.

26. Sólvallagata 67 (01.138.201) 100729 Mál nr. BN041877
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að flytja færanlega kennslustofur nr. K31-A og K34-A frá lóð nr 1-3 við Arnabakka yfir á lóð Vesturbæjarskóla á lóð nr. 67 við Sólvallagötu.
Stærð kennslustofu K31-A er 60,1 ferm., 222,2 rúmm. og K34-A er 60,1 ferm., 222,2 rúmm. Samtals: 120,2 ferm., 444,4 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 34.219
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

27. Sæviðarsund 21-25 (01.358.403) 104490 Mál nr. BN041903
J.E. Skjanni, byggingaverkt ehf, Malarhöfða 8, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum vegna gerðar skráningartöflu fyrir fjölbýlishús á lóð nr. 21 við Sæviðarsund.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Traðarland 2-8 (01.871.501) 108829 Mál nr. BN040475
Tatjana Latinovic, Traðarland 2, 108 Reykjavík
Dagbjartur Helgi Guðmundsson, Traðarland 2, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka til austurs, einangra og klæða að utan, koma fyrir setlaug og byggja skjólveggi við einbýlishús nr. 2 á lóð nr. 2-8 við Traðarland.
Erindi fylgir bréf umsækjanda dags. 2. nóvember 2009 og samþykki meðlóðarhafa dags. í október 2009 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 15. janúar 2010 og umsögn skipulagsstjóra dags. 15. janúar 2010.
Stækkun húss: 28,7 ferm., 91,66 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.058
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

29. Tryggvagata 10 (01.132.101) 100210 Mál nr. BN041780
Cent ehf, Suðurlandsbraut 52, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa núverandi hús og byggja nýtt tveggja hæða með kjallara og nýtanlegu risi úr steinsteypu með timburþaki í sem næst óbreyttri mynd með gluggum og turni í upprunalegum stíl sbr. ákvæði í gildandi deiliskipulagi. á lóðinni nr. 10 við Tryggvagötu.
Meðfylgjandi er fyrirspurn BN041514, Bréf Húsafriðunarnefndar dags. 12.7.2010, Bréf arkitekta dags. 13.7. 2010, Umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 05.08. 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 17. maí 2010.
Stærðir: Kjallari 70,5 ferm., 1. hæð 146,3 ferm., 2. hæð 143 ferm., 3. hæð 91,2 ferm. Samtals 451 ferm., 1.709,5 rúmm.
Niðurrif fastanúmer 2000547, - 346 ferm. mhl. 01+ 60,6 ferm. mhl. 02 = 406,6 ferm. samtals - 1.364 rúmm. mhl. 01 + 204 rúmm. mhl. 02, = 1.568 rúmm. samtals.
Gjald kr. 7.700 + 131.632
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi verða lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Leyfi til niðurrifs verður ekki gefið út sérstaklega heldur innifalið í endanlegu byggingarleyfi. Lóðarhafi skal fyrir útgáfu þess, auk annarra tilskilinna gagna, skila dagsettri tímaáætlun um byggingarhraða á lóðinni.

30. Tunguháls 8 (04.342.101) 179593 Mál nr. BN041330
Gylfi Magnús Einarsson, Viðarás 75, 110 Reykjavík
AMG Byggingafélag ehf, Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum, m. a. er viðbygging við norðurenda felld niður, milligólf í mhl. 01 fellt burt og matshlutum fækkað úr þremur í tvo í atvinnuhúsinu á lóð nr. 8 við Tunguháls.
Jafnframt er erindi BNO39209 dregið til baka.
Nýjar stærðir eftir breytingu:
Mhl. 01: 1.818,6 ferm., 10.624,1 rúmm.
Mhl. 02: 2.402,6 ferm., 9.532,1 rúmm.
Samtals: 4.221,2 ferm., 20.156,2 rúmm.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

31. Vesturgata 23 (01.136.003) 100506 Mál nr. BN041808
Jón Hafnfjörð Ævarsson, Álfheimar 70, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta sölubúð í íbúð, rými 0101, sbr. fyrirspurn BN039760, ásamt því að gerð er grein fyrir ósamþykktri íbúð í bakbyggingu á 1. hæð í húsi á lóð nr. 23 við Vesturgötu.
Erindi fylgir þinglýstur eignaskiptasamningur dags. 22. nóvember 1983, útreikningur á eignaskiptum á 1. hæð dags. í apríl 1986 og þinglýst viðbót við skiptayfirlýsingu dags. 12. maí 1986.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Vitastígur 10 (01.173.117) 101534 Mál nr. BN041908
Stofa ehf, Ránargötu 10, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við bakhlið, hækka um eina hæð og innrétta fjórar íbúðir í húsi á lóð nr. 10 og 10A við Vitastíg.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Að fengnum betri og frekari upplýsingum verður málið sent til umsagnar skipulagsstjóra.

Ýmis mál

33. Urðarbrunnur 130-134 og Skyggnisbraut 20-30 Mál nr.BN041927
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa til að skipta lóðinni Urðarbrunnur 130 til 134 og Skyggnisbraut 20 til 30, landnúmer 206139, stærð 10917 ferm., upp í þrjár lóðir eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti landupplýsingadeildar dags. 16. ágúst 2010.
Við breytinguna verða til þrjár nýjar lóðir: Urðarbrunnur 130-134, landnúmer 206139, stærð 2746 ferm., Skyggnisbraut 20-24, landnúmer 219632, stærð 4793 ferm. og Skyggnisbraut 26-30, landnúmer 219633, stærð 3379 ferm. Samanber samþykkt embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra 16. júlí 2010 og samþykkt borgarráðs 20. maí 2010.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðamarkabreyting tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.

Fyrirspurnir

34. Bústaðablettur 10 (01.89-.-99) 108934 Mál nr. BN041867
Soffía Dröfn Halldórsdóttir, Sogavegur 127a, 108 Reykjavík
Gróa Magnúsdóttir, Bústaðablettur 10, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir timburhúsi, til búsetu eigenda meðan á endurbótum stendur, við einbýlishúsið á lóð nr. 10 við Bústaðablett.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 13. ágúst 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 10. ágúst 2010.
Nei.
Samræmist ekki skipulagi.

35. Bústaðablettur 10 (01.89-.-99) 108934 Mál nr. BN041866
Soffía Dröfn Halldórsdóttir, Sogavegur 127a, 108 Reykjavík
Gróa Magnúsdóttir, Bústaðablettur 10, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir 25 ferm. timburhúsi með verönd á lóð einbýlishússins á lóð nr. 10 við Bústaðablett.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 13. ágúst fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 10. ágúst 2010.
Nei.
Samræmist ekki skipulagi.

36. Fannafold 31 (02.855.411) 110079 Mál nr. BN041869
Oddur Hannes Magnússon, Fannafold 31, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að setja niður garðskýli á suðausturhluta byggingarreits á lóð nr. 31 við Fannafold.
Teikningar á A4 blöðum fylgir erindinu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 13. ágúst 2010 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

37. Faxaskjól 30 (01.532.007) 106165 Mál nr. BN041881
Faxaskjól 30,húsfélag, Faxaskjóli 30, 107 Reykjavík
Spurt er hvort byggingarleyfi þurfi til að breyta útliti glugga fjölbýlishússins á lóð nr. 30 við Faxaskjól.
Byggingarleyfi þarf til.
Neikvætt er að minnka opnanleg fög, þar sem þau þjóna sem flóttaleið úr íverurýmum.

38. Haðarstígur 22 (01.186.627) 102322 Mál nr. BN041897
Bragi Gíslason, Haðarstígur 22, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja kvist á parhúsið nr. 22 á lóð nr. 20 - 22 við Haðarstíg.
Með fyrirspurninni fylgir synjuð skýringar teikning dags. 13. júlí 1995 af húsi nr. 18 við Haðarstíg
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

39. Hátún 2 (01.223.201) 102906 Mál nr. BN041909
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Rv, Hátúni 2, 105 Reykjavík
Spurt er hvort hvort byggja megi skábraut úr jarðfyllingu fyrir aðkomu líkvagns og koma fyrir bílastæðum fyrir fatlaða, einnig er spurt hvort byggja megi skábraut á núverandi tröppum og koma fyrir hringstiga sem flóttaleið úr kirkju á lóð nr. 2 við Hátún.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi. Við hönnun lóðarinnar verði bílastæðaplön á lóðinni brotin upp með gróðri og lóðin fegruð eins og kostur er.

40. Hverafold 58 (02.862.309) 110228 Mál nr. BN041893
Björk Pálsdóttir, Hverafold 58, 112 Reykjavík
Páll Valdimarsson, Hverafold 58, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir aðkeyptu álgróðurhúsi sem er 2,5 metrar á hæð og 13,5 ferm á suðvesturhorni lóðar nr. 58 við Hverafold.
Samþykki nágranna dags. 2. ágúst 2010 og mynd af gróðurhúsi fylgir erindi ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 13. ágúst 2010.
Jákvætt.
Að fyrirspyrjandi láti vinna á eigin kostnað breytingu á deiliskipulagi í samráði við skipulagsstjóra. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt ef berst.

41. Krosshamrar 5 (02.294.703) 109074 Mál nr. BN041915
Guðjón Sigurbergsson, Krosshamrar 5, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja sólskála við suðurhlið tvíbýlishússins á lóð nr. 5 við Krosshamra.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

42. Ljósheimar 20-22 (01.437.102) 105384 Mál nr. BN041864
Ingibjörg Þóra Ólafsdóttir, Ljósheimar 20, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að búa til bílastæði þar sem gert er ráð fyrir bílskúrum á bílskúralóð, landnúmer 105325, sem tilheyrir lóð nr. 20-22 við Ljósheima.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 13. ágúst 2010 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi sem taki mið af umsögn skipulagsstjóra.

43. Ofanleiti 11-13 (01.744.102) 107430 Mál nr. BN041872
Ágúst Ólafsson, Ofanleiti 13, 103 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að setja svalaskýli með 90#PR opnun og óupphitað á svalir íbúðar 0301 í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 13 við Ofanleiti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 13. ágúst 2010 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi. Og því fylgi viðeigandi samþykki meðeigenda í samræmi við ákvæði fjöleignarhúsalaga.

44. Skaftahlíð 5 (01.273.010) 103619 Mál nr. BN041863
Baldur Ármann Steinarsson, Skaftahlíð 5, 105 Reykjavík
Guðrún Kristín Erlingsdóttir, Skaftahlíð 5, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir þaksvölum á vesturhlið fjölbýlishússins á lóð nr. 5 við Skaftahlíð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 13. ágúst 2010 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum, enda verði sótt um byggingarleyfi og því fylgi viðeigandi samþykki meðeigenda samanber ákvæði fjöleignarhúsalaga. Erindið verður grenndarkynnt, ef berst.

45. Vesturgata 27 (01.136.001) 100504 Mál nr. BN041926
Ketill Berg Magnússon, Vesturgata 27, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja garðskýli eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningu af einbýlishúsinu á lóð nr. 27 við Vesturgötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

46. Þórsgata 23 (01.181.314) 101784 Mál nr. BN041914
Sigrún Valdimarsdóttir, Þórsgata 23, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja kvist á norðurhlið fjölbýlishússins á lóð nr. 23 við Þórsgötu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi í samræmi við umsögn skipulagsstjóra á fyrirspurnarblaði.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:25.
Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson
Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir
Jón Hafberg Björnsson
Hjálmar Jónsson
Guðfinna Ósk Erlendsdóttir
Eva Geirsdóttir