Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 211

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2017, miðvikudaginn 15.nóvember kl. 9.05, var haldinn 211. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Torfi Hjartarson, Stefán Benediktsson, Svafar Helgason, Áslaug María Friðriksdóttir, Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Sævar Þór Jónsson áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Örn Sigurðsson ,Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Hermannsson, Oddrún Helga Oddsdóttir og Marta Grettisdóttir.

Fundarritari er Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1.    Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir         Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags.  10. nóvember 2017.

2.    Skerjafjörður Þ5, forsögn fyrir rammaskipulag         Mál nr. SN170833

Lögð fram forsögn fyrir rammaskipulag fyrir þróunarsvæði 5 Nýja Skerjafjörð dags. í nóvember 2017. 

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að kynna framlagða forsögn fyrir hagsmunaaðilum. Jafnframt verður forsögnin aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Áslaug María Friðriksdóttir og Herdís Anna Þorvaldsdóttir og bóka: 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja að forsögnin fari í kynningu. Það felur ekki í sér samþykkt tillagnanna sjálfra, en nauðsynlegt er að hugmyndirnar fari í samráðsferli með hagsmunaaðilum sem fyrst.

Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Sævar Þór Jónsson tekur undir bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

3.    Hraunbær 103A, breyting á deiliskipulagi     (04.331.1)    Mál nr. SN170775

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Dverghamrar ehf., Lækjarbergi 46, 221 Hafnarfjörður

Lögð fram umsókn Dverghamra ehf. mótt. 20. október 2017 ásamt minnisblaði dags. 3. október 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 103A við Hraunbæ. Í breytingunni felst að heimilt er að hækka gólfkóta neðstu hæðar og bílgeymslu um 1 metra án þess að hámarkshæð húss breytist, eingöngu er heimilt að aka niður í bílgeymslu við suðvesturhorn lóðarinnar o.fl., samkvæmt uppdr. Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 3. nóvember 2017. 

Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs. 

Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

4.    Kennaraháskóli Íslands, reitur 1.254, breyting á deiliskipulagi     (01.27)    Mál nr. SN170831

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi reits 1.254, Kennaraháskólinn. Í breytingunni felst að leiðrétta samlagningarvillu á uppdrætti A2F arkitekta ehf. dags. 31. janúar 2017.

Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs. 

Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

5.    Sjómannaskólareitur, lýsing         Mál nr. SN170694

Lögð fram lýsing umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa dags. 3. nóvember 2017, vegna deiliskipulags Sjómannaskólareits. Reiturinn afmarkast af Háteigsvegi til suðurs, Vatnsholti til austurs, Skipholti til norðurs, Nóatúni og lóð Háteigskirkju tilsuður og vesturs.

Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Lýsingin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs

Vísað til borgarráðs.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

6.    Háaleitisskóli, Hvassaleiti, breyting á deiliskipulagi     (01.804.1)    Mál nr. SN170718

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Lögð fram umsókn skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar, mótt. 28. september 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Háaleitisskóla, Hvassaleiti að Stóragerði 11A. Í breytingunni felst að ný stæði fyrir hreyfihamlaða verða útbúin við aðalinngang skólans og gert er ráð fyrir að önnur bílastæði (alls 32 stæði) verði færð innan skólalóðar í suðvesturhorn lóðarinnar með nýrri aðkomu frá Brekkugerði, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta ehf., dags. 9. nóvember 2017. 

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.  

7.    Hverfisgata 41, breyting á deiliskipulagi     (01.152.4)    Mál nr. SN170824

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Lagt fram erindi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar mótt.2. nóvember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 41 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall lóðarinnar er hækkað, fjölga íbúðum í húsinu í þrjár, ein á hverri hæð (utan kjallara) og ein í risi, og koma fyrir svölum á norðurhlið hússins, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Stiku dags. 1. nóvember 2017. Einnig er lagt fram samkomulag Reykjavíkurborgar og Sjens vegna byggingarréttar við Hverfisgötu 41 dags. 31. október 2017.

Frestað.

Magnea Guðmundsdóttir víkur af fundi undir þessum lið. 

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.  

(B) Byggingarmál

8.    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 950 frá 14. nóvember 2017. 

9.    Dunhagi 18-20, Ofanábygging - viðbygging- fjölgun íbúða     (01.545.113)    Mál nr. BN052641

D18 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 11. júlí 2017 þar sem sótt er um leyfi til að rífa bílskúra, byggja inndregna 4. hæð, byggja viðbyggingu við fyrstu hæð og kjallara, minnka og fjölga íbúðum úr 8  í 20, koma fyrir lyftu utan á húsinu og sorpgerði fyrir verslunarrými í norðvesturhluta lóðar nr. 18 - 20 við Dunhaga. Einnig er lagður fram tölvupóstur Jörundar Guðmundssonar, dags. 23. ágúst 2017, þar sem ekki er gerð athugasemd við fyrirhugaðar breytingar og  tölvupóstur Einars Ólafssonar dags. 29. ágúst 2017 þar sem óskað er eftir að athugasemdafrestur verði framlengdur um tvær vikur. Erindi var grenndarkynnt frá 22. ágúst 2017 til og með 3. október 2017. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Ásta Logadóttir, dags. 24. ágúst 2017 og 3. október 2017, Hildur Þórisdóttir, dags. 10. september 2017, Eyþór Mar Halldórsson, dags. 11. september 2017, Ásdís Schram, dags. 18. sept. 2017, Sólveig K. Jónsdóttir f.h. eigendur og íbúa að Hjarðarhaga 27, dags. 27. september 2017, Áslaug Árnadóttir hdl. f.h. hagsmunaaðila, dags. 2. október 2017 og Einar Ólafsson, dags. 3. október 2017.  Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. október 2017

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. október 2017 samþykkt. 

Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

10.    Sóleyjargata 13, Bílskúr     (01.185.007)    Mál nr. BN050846

Magnús Árni Skúlason, Sóleyjargata 13, 101 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. janúar 2017 þar sem sótt er um leyfi til að rífa bílskúr og byggja nýjan á tveimur hæðum með vinnustofu í kjallara og skála á milligólfi til vesturs við fjórbýlishús á lóð nr. 13 við Sóleyjargötu. Erindi var grenndarkynnt frá 22. maí 2017 til og með 19. júní 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Unnur Gunnarsdóttir Sande, dags. 17. júní 2017, Jakob Jakobsson og Guðmundur Guðjónsson, dags. 19. júní 2017 og Lögmenn Lækjargötu f.h. Þórdísar Unndórsdóttur, dags. 19. júní 2017. Einnig er lagt fram bréf Quorum sf. dags. 31. október 2017. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2017. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. maí 2016. Niðurrif:  xx ferm.,xx rúmm. Stærð:  60,7 ferm., 210,5 rúmm. Gjald kr. 10.100

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2017 samþykkt. 

Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

11.    Öldugata 33, Lyfta þaki, þaksvalir o.fl.     (01.137.008)    Mál nr. BN052611

Ámundi Sigurðsson, Öldugata 33, 101 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. apríl 2017 þar sem sótt er um leyfi til að hækka ris, byggja svalir í þak, breyta inngangi og innra skipulagi tvíbýlishúss á lóð nr. 33 við Öldugötu. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir vegna grenndarkynningar sem stóð yfir frá  17. maí 2017 til og með 21. júní 2017: Jónatan Þórmundsson og Sólveig Ólafsdóttir, dags. 11. júní 2017, Guðmundur Kristján Jónsson, dags. 20. júní 2017 og Ingibjörg Jónsdóttir og Axel Jóhannsson, dags. 21. júní 2017. Einnig er lagður fram tölvupóstur Maríu H. Þorsteinsdóttur, dags. 25. maí 2017, þar sem ekki er gerð athugasemd við breytingu. Jafnframt er lagt fram uppfært skuggavarp Plúsarkitekta ehf., dags. 8. júní 2017 og umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 21. ágúst 2017. Erindi var grenndarkynnt að nýju frá 31. ágúst 2017 til og með 28. september 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jónatan Þórmundsson og Sólveig Ólafsdóttir, dags. 13. september 2017, Ingi Þ. Bjarnason, dags. 25. september 2017 og Guðmundur Kristján Jónsson, dags. 27. september 2017. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. nóvember 2017.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. nóvember 2017 samþykkt. 

Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Áslaug María Friðriksdóttir og Herdís Anna Þorvaldsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(E) Umhverfis- og samgöngumál

12.    Göngugötur, aðventa 2017         Mál nr. US170342

Lagðar fram tillögur umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur  dags. 15. nóvember 2017 að göngugötum  í miðborg Reykjavíkur á aðventunni  2017. 

Samþykkt.

Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Áslaug María Friðriksdóttir og Herdís Anna Þorvaldsdóttir bóka:.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja tillöguna enda kom fram að hún hafi verið kynnt kaupmönnum án þess að athugasemdir hafi borist og hefur þá nýbreytni að opið er lengur fyrir bílaumferð eða til 16:00 virka daga og 12:00 um helgar.

Ólafur Ingibergsson, sérfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(D) Ýmis mál

13.    Umhverfis- og skipulagsráð, jól 2017         Mál nr. US170340

Lagt er til að fundir umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur falli niður dagana 20. og 27. desember 2017 og 3. janúar 2018.  

14.    Kringlan, hugmyndasamkeppni     (01.721)    Mál nr. SN170316

Kynnt verðlaunatilllaga Kanon arkitekta. 

Kynnt. 

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri og fulltrúar Kanon arkitekta Halldóra Bragadóttir, Helga Bragadóttir, Helgi Bollason Thóroddsen og Birkir Einarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.  

15.    Borgartún 34-36, breyting á deiliskipulagi     (01.232.0)    Mál nr. SN160893

Guðmundur Jónasson ehf., Vesturvör 34, 200 Kópavogur

Atelier Arkitektar slf., Skaftahlíð 16, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 16. ágúst 2017, þar sem óskað eftir gögnum til að geta tekið afstöðu til erindisins. Einnig er lögð fram umsögn heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 25. september 2017, uppdr. Atelier arkitekta slf., dags. 7. mars 2017 lagf. 28. september 2017.

Einnig er lagt fram nýtt bréf Skipulagsstofnunar dags. 3. nóvember 2017 þar sem ekki er gerð athugasemd við birtingu auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda, þegar samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 11. október 2017 hefur verið afgreidd í borgarráði. 

Leiðrétt bókun frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 11. október 2017. 

Rétt bókun er: 

Samþykkt. 

Vísað til borgarráðs. 

16.    LED-skilti, starfshópur         Mál nr. SN170096

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagsráðs að nýjum fulltrúa í starfshóp vegna LED skilta í stað Gísla Garðarssonar. 

Samþykkt að fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs  Torfi Hjartarson taki sæti í starfshóp vegna LED skilta.

17.    Hraunbær-Bæjarháls, nýtt deiliskipulag         Mál nr. SN160847

Lagt fram bréf borgastjóra dags. 2. nóvember 2017 um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á hagnýtingu lóðarinnar úr opnu svæði í íbúðarbyggð og fjölgun íbúða.

18.    Gamla höfnin - Allianz reitur, breyting á deiliskipulagi     (01.0)    Mál nr. SN160673

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. nóvember 2017 vegna samþykktar á fundi borgarstjórnar þann 7. október 2017 á breytingu á deiliskipulagi Alliance-reits.

19.    Suður Mjódd, breyting á deiliskipulagi     (04.91)    Mál nr. SN160527

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Teiknistofan Storð ehf., Laugavegi 178, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. nóvember 2017 vegna samþykktar á fundi borgarstjórnar þann 7. október 2017 á breytingu á deiliskipulagi Suður Mjóddar, svæði Íþróttafélags Reykjavíkur.

20.    Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, moltugerð í Gufunesi         Mál nr. US170345

Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Áslaugar Maríu Friðriksdóttur og Herdísar Önnu Þorvaldsdóttur.

Í kjósi ítrekaðra athugasemda vegna moltugerðar í Gufunesi og megnar ólyktar sem henni fylgir óska fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir upplýsingum um stöðu málsins.

Frestað. 

Fleira gerðist ekki

Fundi slitið kl. 12.25

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Hjálmar Sveinsson

Magnea Guðmundsdóttir    Sverrir Bollason 

Torfi Hjartarson      Svafar Helgason 

Áslaug María Friðriksdóttir    Herdís Anna Þorvaldsdóttir 

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2017, þriðjudaginn 14. nóvember kl. 10:00 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 950. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Karólína Gunnarsdóttir, Sigrún Reynisdóttir, Olga Hrund Sverrisdóttir, Erna Hrönn Geirsdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson og Jón Hafberg Björnsson.

Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1.    Ásvallagata 15     (01.162.302) 101275    Mál nr. BN053136

Ásvallagata 15,húsfélag, Ásvallagötu 15, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að steypa svalir með stálhandriðum á garðhlið og síkka gluggagöt til að koma fyrir hurð út á svalirnar á íbúðum 0201 og 0301 í húsinu á lóð nr. 15 við Ásvallagötu.

Samþykki meðeigenda dags. 25. júní 2017 fylgir.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. október 2017 fylgir erindinu.

Erindi var grenndarkynnt frá 31. ágúst 2017 til og með 28. september 2017 fyrir hagsmunaaðilum að Ásvallagötu 13 og 17 og Blómvallagötu 11. Engar athugasemdir bárust.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

2.    Bíldshöfði 18     (04.065.002) 110672    Mál nr. BN052790

Fasteignafélagið GS ehf, Bíldshöfða 18, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjölga eignarhlutum í mhl. 02 ásamt því að breyta innra fyrirkomulagi og útliti í húsi á lóð nr. 18 við Bíldshöfða.

Erindi fylgir samþykki eiganda mhl. 02 ritað á uppdrætti.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

3.    Borgartún 8-16A     (01.220.107) 199350    Mál nr. BN053765

Höfðavík ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta sorpgeymslu í BK6 með aðgengi frá BK1 í bílakjallara á lóð nr. 8-16A við Borgartún.

Jafnframt er erindi BN053666 dregið til baka.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

4.    Borgartún 38     (01.360.001) 104494    Mál nr. BN053792

Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir skilti fyrirtækisins sem er 126 ferm. heill flötur sem festur er á álramma og er hvorki ljósaskilti né flettiskilti að ræða og fer á vesturhlið hús að Kringlumýrarbraut á lóð nr. 38 við Borgartún.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

5.    Brekkugerði 10     (01.804.407) 107755    Mál nr. BN053200

Bogi Þór Siguroddsson, Brekkugerði 10, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu á austurhlið þar sem í verður vetrargarður og baðhús í einbýlishúsi á lóð nr. 10 við Brekkugerði.

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. júlí 2015.

Útskrift úr gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. september 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. ágúst 2017, einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. nóvember 2017.

Erindið var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Brekkugerði 4, 6, 8 og 12. frá 5. október 2017 til og með 2. nóvember 2017. Engar athugasemdir bárust.

Stækkun:  84,4 ferm., 238,7 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

6.    Bæjarflöt 10     (02.575.803) 178967    Mál nr. BN053767

Landsnet hf., Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir bílskúrshurð vesturgafli í kjallara á lóðamörkum við Gylfaflöt 9 á hús á lóð nr. 10 við Bæjarflöt.

Bréf frá hönnuði dags. 24. október 2017 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 24. október 2017 fylgja erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

7.    Efstaleiti 2     (01.745.201) 224636    Mál nr. BN053804

Skuggi 4 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir uppsteypu að og með plötu yfir kjallara ásamt lögnum í grunn fyrir matshluta 06 á lóð að Efstaleiti 2, sbr. byggingarleyfisumsókn nr. BN052546.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

8.    Fiskislóð 27     (01.089.203) 209691    Mál nr. BN052945

S.K.Ó. ehf., Eikjuvogi 11, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða skrifstofuhús úr forsmíðuðum einingum, klætt sementsbundnum plötum á staðsteyptum sökkli á lóð nr. 27 við Fiskislóð.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. júní 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. júní 2017.

Erindi fylgja greinargerð um brunavarnir og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 22. maí 2017.

Stærð:  2.545,7 ferm., 9.510,7 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

9.    Fiskislóð 53-69     (01.087.401) 100008    Mál nr. BN053623

RA 10 ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að stækka yogastöð með því að innrétta rými í norðvesturenda 1. hæðar og stækka þannig búningsklefa, taka í notkun nýjan yogasal í húsinu nr. 53 á lóð nr. 53-69 við Fiskislóð.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits.

10.    Gefjunarbrunnur 12     (02.695.405) 206031    Mál nr. BN053513

Páll Mar Magnússon, Hraunbær 68, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús úr timbri, klætt að utan með múrsteinsklæðningu á lóð nr. 12 við Gefjunarbrunn.

Bréf frá hönnuði dags. 8. september 2017 fylgir erindi, einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. október 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2017.

Stærð:  223,9 ferm., 793,3 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

11.    Gnoðarvogur 44-46     (01.444.101) 105528    Mál nr. BN053798

Geir Már Vilhjálmsson, Byggakur 6, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að starfrækja veitingastað í flokki ll - tegund a með sæti fyrir 15 manns í rými 0101 sem er fiskbúð í húsi á lóð nr. 44 við Gnoðarvog.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

12.    Grettisgata 53B     (01.174.227) 101630    Mál nr. BN053099

Aurora ehf, Sunnuvegi 11, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum þar sem m.a. er gerð grein fyrir íbúð 0002 í kjallara og íbúðum þannig fjölgað úr fimm í sex og til að nýta allar íbúðirnar sem gististað í flokki II, teg. g í húsi á lóð nr. 53B við Grettisgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. september 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. september 2017.

Gjald kr. 11.000 + 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

13.    Grjótháls 8     (04.301.201) 111014    Mál nr. BN053654

Íslenska vetnisfélagið ehf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík

Skeljungur hf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja mhl. 04 og 05 og koma fyrir dælum innan byggingareits á lóð nr. 8 við Grjótháls.

Umsögn brunahönnuðar dags. 12. október 2017 fylgir erindinu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. nóvember 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. nóvember 2017.

Stærð mhl. 04 er:  110,5 ferm., 439,9 rúmm.

Stærð mhl. 05 er:  37,5 ferm., 145,9 rúmm.

Gjald kr. 11.000 + 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

14.    Gylfaflöt 6     (02.578.203) 224862    Mál nr. BN053174

Landslagnir ehf., Lautarvegi 30, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja atvinnuhús, eina hæð með milligólfi úr forsteyptum einingum á lóð nr. 6 við Gylfaflöt.

Stærð:  921,1 ferm., 6.059,7 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

15.    Gylfaflöt 10     (02.578.401) 224864    Mál nr. BN053470

Reir ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja atvinnuhúsnæði með millilofti úr forsteyptum einingum með léttu sperruþaki á lóð nr. 10 við Gylfaflöt.

Bréf hönnuðar dags. 29. ágúst 2017 Vottun eignar dags. 12. maí 2017. Varmatapsútreikningur dags. 26. ágúst 2017 fylgir.

Stærðir: 1.639,1 ferm., 10.121,3 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

16.    Hagamelur 34     (01.540.317) 106310    Mál nr. BN053791

Kjartan Ingvarsson, Hagamelur 34, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera nýja glugga á austurgafl á 2. og 3. hæð, færa eldhús milli rýma og opna milli borðstofu og stofu í íbúð 0301 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 34 við Hagamel.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

17.    Haukdælabraut 3     (05.113.802) 214784    Mál nr. BN053657

Björn Ingi Björnsson, Friggjarbrunnur 38, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús með flötu þaki á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr og aukaíbúð í kjallara á lóð nr. 3 við Haukdælabraut.

Varmatapsútreikningur dags. 3. okt. 2017 fylgir.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. nóvember 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. nóvember 2017.

Stærð A rýmis er: 336,0 ferm., 1.321,0 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 10. nóvember 2017.

18.    Haukdælabraut 66     (05.114.802) 214809    Mál nr. BN053452

Gunnar Ás Vilhjálmsson, Bakkastaðir 57, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera skjólþak yfir heitan pott í garði við hús á lóð nr. 66 við Haukdælabraut.

Stærðir: B-rými 45,4 ferm., 107,7 rúmm.

Bréf hönnuðar dags. 17.08.2017 fylgir erindi ásamt ljósriti af jákvæðri umsögn skipulagsfulltrúa við fyrirspurn BN052051.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

19.    Haukdælabraut 118     (05.113.303) 214828    Mál nr. BN053496

Hilmar Karlsson, Bakkastaðir 61, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús úr forsteyptum einingum með innbyggðri bílgeymslu og kjallara á lóð nr. 118 við Haukdælabraut.

Stærð, A-rými:  329,5 ferm., 1.087,2 rúmm.

B-rými:  3 ferm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

20.    Hlíðarendi 20-26         Mál nr. BN053745

Frostaskjól ehf., Smáratorgi 3, 201 Kópavogur

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi til að byggja mhl. 01 sem er tveggja hæða bílakjallari, sjá erindi BN053580, í tengslum við fjölbýlishús á lóð nr. 20-26 við Hlíðarenda.

Stærð, A-rými:  5.469,4 ferm., 17.495,6 rúmm.

B-rými:  50,1 ferm., 184,4 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

21.    Hlíðarendi 20-26     (01.629.602) 221261    Mál nr. BN053796

Frostaskjól ehf., Smáratorgi 3, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja tvö fjögurra og fimm hæða steinsteypt fjölbýlishús, mhl. 02 og 03 með 32 íbúðum, einangruð og klædd að utan og verða 1. áfangi á reit E á lóð nr. 20-26 við Hlíðarenda.

Mhl. 02, A-rými:  1.224,8 ferm., 3.602,3 rúmm.

B-rými:  92 ferm.

Mhl. 03, A-rými:  1.686,7 ferm., 5.306,5 rúmm.

B-rými:  179 ferm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

22.    Iðunnarbrunnur 2-4     (02.693.701) 206076    Mál nr. BN053656

Kjalarland ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílgeymslum á lóð nr. 2-4 við Iðunnarbrunn.

Stærðir

Mhl. 01: A-rými 230,2 ferm., 817,4 rúmm.

B-rými 25 ferm., x rúmm.

Mhl. 02: A-rými 229,2 ferm., 817,3 rúmm.

B-rými 25 ferm., x rúmm.

Varmatapsútreikningar dags. 26.10.2016 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

23.    Korngarðar 3     (01.323.201) 223775    Mál nr. BN053803

Dalsnes ehf., Fossaleyni 21, 112 Reykjavík

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir uppsteypu á tækniturni sem verður á stauraundirstöðum fyrir geymsluhúsnæði og skrifstofur á lóð nr. 3 við Korngarða sbr. BN053122.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

24.    Krókháls 13     (04.140.801) 110738    Mál nr. BN053418

Krókháls 13 ehf., Krókhálsi 11, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða hús þar sem sökkull og fyrsta hæð verða staðsteypt og önnur hæð verður úr stálgrind, plata yfir neðri hæð verður úr forspenntum holplötum og þak yfir efri hæð er trapisustál sem er einangrað á húsi á lóð nr. 13 við Krókháls.

Erindi BN053419 um niðurrif mhl. liggur fyrir.

Stærð húss: Mhl. 01 3.785,6 ferm., 20.704,6 rúmm.

Stærð olíu-sandskilju: Mhl. 02 10,3 ferm.,14,7 rúmm.

Stærð olíu spilliefni: Mhl. 03 2,3 ferm., 3,0 rúmm.

Gjald kr.11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

25.    Lambhagavegur 6     (02.641.102) 211671    Mál nr. BN052714

Rüko Iceland ehf., Kórsölum 5, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja lagerhúsnæði úr stálklæddum samlokueiningum við þjónustu- og verkstæðishús á lóð nr. 6 við Lambhagaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. maí 2017 fylgir þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.

Stækkun: 290,1 ferm., 2.183,6 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

26.    Laugavegur 107     (01.240.002) 102973    Mál nr. BN053723

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um breytingu á erindi BN051473 sem felst í því að setja nýjan háf á þak ásamt smávægilegum innri breytingum í húsi á lóð nr. 107 við Laugaveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

27.    Laugavegur 161     (01.222.210) 102872    Mál nr. BN053800

BTTF ehf., Hófgerði 15, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 1. hæð þannig að úr verði tvær búsetueiningar í húsi á lóð nr. 161 við Laugaveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

28.    Lautarvegur 12     (01.794.105) 213563    Mál nr. BN053766

Lautarvegur ehf., Starhaga 6, 107 Reykjavík

Sótt er um samþykki á reyndarteikningum, sjá erindi BN050489, útbúin hefur verið útigeymsla á svölum 3. hæðar og komið fyrir gustlokun, snyrting og teeldhús innréttað í vinnustofu í kjallara auk lítils háttar breytingum á gluggum og hurðum  fjölbýlishúss á lóð nr. 12 við Lautarveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

29.    Lautarvegur 14     (01.794.104) 213562    Mál nr. BN053747

Lautarvegur ehf., Starhaga 6, 107 Reykjavík

Sótt er um samþykki á reyndarteikningum, sjá erindi BN050489, útbúin hefur verið útigeymsla á svölum 3. hæðar og komið fyrir gustlokun, snyrting og teeldhús innréttað í vinnustofu í kjallara auk lítils háttar breytinga á gluggum og hurðum fjölbýlishúss á lóð nr. 14 við Lautarveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

30.    Melhagi 20-22     (01.542.014) 106368    Mál nr. BN053799

Brauð og co ehf., Hæðasmára 6, 200 Kópavogur

M22 ehf., Melhaga 20-22, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta handverksbakarí á 1. hæð í húsi á lóð nr. 20-22 við Melhaga.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

31.    Miðtún 28     (01.223.105) 102895    Mál nr. BN053784

ÞV eignir ehf., Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í breytingum á innra skipulagi, lítilsháttar breytingum á gluggum og klæðningu austurgafls með málmklæðningu í húsi á lóð nr. 28 við Miðtún.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

32.    Mjölnisholt 6     (01.241.013) 103008    Mál nr. BN053561

Arctic Tours ehf., Hagamel 34, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja hæð og ris og fjölga íbúðum úr tveimur í þrjár og byggja svalir á bakhlið húss á lóð nr. 6 við Mjölnisholt.

Stækkun, mhl. 01, A-rými:  99,7 ferm., 264,2 rúmm.

Samtals eftir stækkun:  318,2 ferm., 875,2 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. 

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

33.    Rauðarárstígur 1     (01.222.101) 102837    Mál nr. BN053442

Kvótasalan ehf., Vesturvangi 44, 220 Hafnarfjörður

Ryan Patrekur Kevinsson, Sólheimar 23, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta rými 0101 á 1. hæð sem "Floating Spa" ásamt starfsmannarými í kjallara, rými 0003 og 0004, í húsi á lóð nr. 1 við Rauðarárstíg.

Samþykki meðeigenda fyrir breytingum á lögnum dags. 26.09.2017 og 31.10.2017 fylgir erindi ásamt samþykki eiganda 0003 fyrir breytingum í því rými dags. 01.09.2017.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

34.    Rituhólar 8     (04.646.612) 111979    Mál nr. BN053645

Þröstur Kamban Sveinbjörnsson, Rituhólar 8, 111 Reykjavík

Gerður Sjöfn Ólafsdóttir, Rituhólar 8, 111 Reykjavík

Ólafur Magnússon, Rituhólar 8, 111 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í því að tekið hefur verið í notkun áður óútgrafið rými í íbúð 0101 og gerðir þar gluggar og hurðir í húsi á lóð nr. 8 við Rituhóla.

Stækkun: óútgrafið rými : XX ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

35.    Sifjarbrunnur 2-8     (02.695.602) 206109    Mál nr. BN053717

Kjalarland ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja fjögur staðsteypt, tveggja hæða raðhús með innbyggðum bílskúrum  á lóð nr. 2-8 við Sifjarbrunn.

Stærð: Mhl. 01:  198,4 ferm., 635,5 rúmm.

Mhl. 02:  197,7 ferm., 633,4 rúmm.

Mhl. 03:  197,7 ferm., 633,4 rúmm.

Mhl. 04:  238,0 ferm., 758,0 rúmm.

Samtals:  831.8 ferm., 2.660,3 rúmm.

Erindi BN053123 er dregið til baka með tölvupósti dags. 26. október 2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

36.    Skildinganes 54     (01.676.103) 106925    Mál nr. BN053793

Brauns ehf., Bauganesi 10, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu þar sem gerð er grein fyrir áður gerðum geymslum inn af kjallara í einbýlishúsi á lóð nr. 54 við Skildinganes.

Áður gerð stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

37.    Skipholt 29     (01.250.112) 103430    Mál nr. BN053754

X-JB ehf., Tjarnarbrekku 2, 225 Álftanes

Sótt er um leyfi til að innrétta 20 gistirými í bakhúsi nr. 29 sem verða tengd gististað í flokki II húsi 29A á lóð nr. 29 við Skipholt.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. nóvember 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. nóvember 2017.

Hús minnkar um 80,5 ferm., 272,8 rúmm.

Eftir breytingu, A-rými:  1.773,6 ferm., 5.365,4 rúmm.

B-rými:   103 ferm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

38.    Skólavörðustígur 21     (01.182.244) 101896    Mál nr. BN053718

Fjóla Magnúsdóttir, Efstaleiti 12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta glugga í hurð á suðurhlið hússins á lóð nr. 21 við Skólavörðustíg.

Jákvæð fyrirspurn dags. 23. febrúar 2016, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 9. nóvember 2017 og samþykki meðeigenda dags. 29. apríl 2016 fylgja erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

Málinu vísað til umsagnar skrifstofu reksturs- og umhirðu borgarlands.

39.    Sólvallagata 18     (01.160.212) 101160    Mál nr. BN052855

Björg Þórarinsdóttir, Laugarnesvegur 87, 105 Reykjavík

Jón Örvar Gestsson, Sólvallagata 18, 101 Reykjavík

Svanhvít Leifsdóttir, Sólvallagata 18, 101 Reykjavík

Sævar Magnús Birgisson, Sólvallagata 18, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á fyrstu, annarri og rishæð í húsi á lóð nr. 18 við Sólvallagötu.

Erindi fylgir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. september 2016 við fsp. BN051294 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. september 2017. 

Erindi var grenndarkynnt frá 10. ágúst 2017 til og með 7. september 2017 fyrir hagsmunaaðilum að Sólvallagötu 16, 20, Hávallagötu 27, 29 og 31.

Engar athugasemdir bárust.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

40.    Spítalastígur 8     (01.184.101) 102011    Mál nr. BN053790

Guðrún María Finnbogadóttir, Spítalastígur 8, 101 Reykjavík

Magnús Örn Jóhannsson, Lindarbyggð 7, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að rífa viðbyggingu á baklóð, sjá erindi BN053526 nr. 8 við Spítalastíg.

Erindi fylgir umboð eiganda dags. 1. nóvember 2017.

Niðurrif:  33 ferm., 99 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

41.    Stigahlíð 45-47     (01.712.101) 107208    Mál nr. BN052805

Suðurver ehf., Stigahlíð 45-47, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja eina hæð ofan á núverandi hús með 14 íbúðum og sameiginlegu þvottahúsi ásamt því að endurinnrétta 2. hæð fyrir skrifstofur, setja lyftu sem tengir allar hæðir og koma fyrir hjóla- og vagnageymslu í kjallara í húsi á lóð nr. 45-47 við Stigahlíð.

Stækkun: A-rými 933,4 ferm., 3.116,3 rúmm.

Fylgigögn með erindi eru:

Samþykki meðeigenda dags. 19.04.2017.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 04.03.2017.

Bréf arkitekts dags. 18.04.2017 og 30.10.2017.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 18.04.2017.

Brunahönnunarskýrsla dags. apríl 2017.

Hljóðvistarskýrsla dags. febrúar 2017.

Lagður er fram lóðarleigusamningur fyrir bílastæðalóð dags. 01.02.2007.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.

Vísað til uppdrátta nr. F101 dags. 18.11.2017,  A21.01, A21.02, A21.03, A21.04, A21.05, A21.11. dags. 19, september 2017.

42.    Suðurlandsbraut 72     (01.473.301) 222540    Mál nr. BN053663

Hans Olav Andersen, Hávallagata 21, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða nýbyggingu fyrir höfuðstöðvar Hjálpræðishersins á lóð nr. 72-74 við Suðurlandsbraut.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. október 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2017.

Stærðir:

A-rými 1.442,0 ferm., 7.206,5 rúmm.

B-rými 88,6 ferm., 390,4 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

43.    Traðarland 2-8     (01.871.501) 108829    Mál nr. BN053601

Hermann Jónasson, Traðarland 8, 108 Reykjavík

Guðrún Sigtryggsdóttir, Traðarland 8, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast m.a. í því að blómaskáli er nú hluti af íbúð, burðarvegg við eldhús hefur verið breytt og svefnherbergi innréttað í hluta bílgeymslu ásamt því að stoðveggir hafa verið reistir á lóð og heitum potti komið fyrir í húsi á lóð nr. 8 við Traðarland.

Stækkun A-rými:  17,4 ferm., 137,7 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd 

sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um 

uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð 

verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar.

44.    Ægisgata 5     (01.132.010) 100200    Mál nr. BN053469

THB Eignir ehf., Vallargerði 4, 200 Kópavogur

Kná ehf., Grímarsstöðum, 311 Borgarnes

Endurupptaka er á áður synjaðri afgreiðslu sem var þá með vísan í umsögn frá skipulagsfulltrúa dags. 6. október 2017.

Sótt er um leyfi til að breyta íbúðum 0201, 0203, 0301, 0305, 0401 og 0403 í gististað í flokki II tegund G fyrir ?? gesti í húsi á lóð nr. 5 við Ægisgötu.

Umboð sumra eigenda dags. 25. ágúst 2017 fylgir erindi. Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. nóvember 2017 ásamt leiðréttri umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. nóvember 2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Umsækjandi þarf að skila inn nýjum gögnum með hliðsjón af athugasemdum af athugasemdarblaði.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. nóvember 2017.

Ýmis mál

45.    Stakkahlíð 17     (01.714.002) 107251    Mál nr. BN053809

Stakkahlíð 17,húsfélag, Stakkahlíð 17, 105 Reykjavík

Eigendur fasteigna við Stakkahlíð 17, landnúmer 107251 óska eftir samþykki byggingarfulltrúa til að skrá þrjú mismunandi staðföng á lóðinni, Stakkahlíð 17A, 17B og 17C.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

46.    Stakkahlíð 17A     (01.714.102) 107255    Mál nr. BN053808

Byggingarfulltrúi leggur til að staðfangi lóðarinnar Stakkahlíð 17A , landnúmer 107255 verði breytt í Stakkahlíð 21A.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 11.55

Erna Hrönn Geirsdóttir

Óskar Torfi Þorvaldsson    Sigrún Reynisdóttir

Jón Hafberg Björnsson    Karólína Gunnarsdóttir

Olga Hrund Sverrisdóttir