Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 210

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2010, miðvikudaginn 7. júlí kl. 9.10, var haldinn 210. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Lilja Grétarsdóttir, Margrét Þormar, Þórarinn Þórarinsson, Bragi Bergsson, Björn Axelsson og Ágústa Sveinbjörnsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 25. júní og 2. júlí 2010.

2. Borgartún 32, breyting á deiliskipulagi (01.232.0) Mál nr. SN100226
Teiknistofa Garðars Halld ehf, Borgartúni 20, 105 Reykjavík
Lagt fram erindi Garðars Halldórssonar móttekið 14. júní 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 32 við Borgartín. Í breytingunni felst að bílastæðakröfum fyrir lóðina er breytt þannig að 50 bílastæði verða ofanjarðar samkvæmt uppdrætti Teiknistofu Garðars Halldórssonar dags. 10. júní 2010.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

3. Vesturgata 2, breyting á deiliskipulagi Grófar (01.140.0) Mál nr. SN100210
Bryn ehf, Úthlíð 7, 105 Reykjavík
GP-arkitektar ehf, Litlubæjarvör 4, 225 Álftanes
Lögð fram umsókn GP arkitekta f.h. Bryn ehf. dags. 28. maí 2010 um breytingu á deiliskipulagi Grófarinnar vegna lóðar nr. 2 við Vesturgötu skv. uppdrætti dags. 25. maí 2010. Óskað er eftir að setja kvisti á norður- og suðurhlið, stækka lóð og grafa út kjallara og hluta lóðar.
Frestað.
Vísað til umsagnar hjá Húsafriðunarnefnd ríkisins.

4. Grundarstígsreitur, forsögn (01.18) Mál nr. SN100227
Lögð fram forsögn skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. í júní 2010 að deiliskipulagi Grundarstígsreits.
Tillaga skipulags- og byggingarsviðs að forsögn samþykkt.
Samþykkt að kynna framlagða forsögn fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu ásamt Íbúasamtökum miðborgar og Hverfaráð miðborgar.

5. Túnahverfi, (01.2) Mál nr. SN090135
deiliskipulag staðgreinireitir 1.221.3 og 1.221.4, 1.223.0, 1.223.1, 1.235.0 og 1.2351
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Arkhússins ehf. að deiliskipulagi Túnahverfis dags. 1. mars 2010. Einnig er lögð fram forsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. apríl 2009. Skipulagssvæðið afmarkast af staðgreinireitum 1.221.3 og 1.221.4, 1.223.0 og 1.223.1, 1.235.0 og 1.2351, Samtúni, Nóatúni, Miðtúni, Hátúni og Höfðatúni. Auglýsing stóð yfir frá 16. apríl 2010 til og með 4. júní 2010. Engar athugasemdir bárust.
Auglýst tillaga að deiliskipulagi samþykkt.
Vísað til borgarráðs.

6. Sogavegur 69, breyting deiliskipulag (01.810.9) Mál nr. SN100031
PK-Arkitektar ehf, Höfðatúni 12, 105 Reykjavík
Konráð Adolphsson, Sogavegur 69, 108 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 11. júní var lagt fram erindi PK arkitekta dags. 22. janúar 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi við Sogaveg vegna lóðarinnar nr. 69 við Sogaveg samkvæmt uppdrætti dags. 5. janúar 2010. Erindið er nú lagt fram að nýju ásamt lagfærðum uppdrætti dags. 29. júní 2010.
Frestað.

7. Þingholtsstræti 2-4 og Skólastræti 1, (01.170.2) Mál nr. SN100084
breyting á deiliskipulagi
THG Arkitektar ehf, Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi THG Arkitekta dags. 5. mars 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.170.1 og 2 vegna lóðanna nr. 2-4 við Þingholtsstræti og 1 við Skólastræti. Í breytingunni felst að lóðirnar verði sameinaðar samkvæmt uppdrætti THG Arkitekta dags. 3. mars 2010. Auglýsing stóð yfir frá 16. apríl til og með 4. júní 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: 6 íbúar að Skólastræti 3, 3B, 5, 5B og Þingholtsstræti 8A dags. 20. maí 2010 og Hverfisráð Miðborgar dags. 28. maí 2010. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 10. júní 2010.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.

8. Nauthólsvegur 6a, (01.77) Mál nr. SN100221
breyting á deiliskipulagi Nauthólsvíkur
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Lagt fram erindi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 11. júní 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nauthólsvíkur vegna lóðarinnar nr. 6a við Nauthólsveg. Í breytingunni felst ný staðsetning á smádreifistöð fyrir rafmagn samkvæmt uppdrætti Landmótunar dags. 11. júní 2010.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa og Reykjavíkurborgar.

9. Aðalskipulag Reykjavíkur, Mál nr. SN100071
Selás-Norðlingaholt mislæg göngutenging
Að lokinni forkynningu er lögð fram tillaga skipulags- og bygginarsviðs dags. 23. febrúar 2010 um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 varðandi gerð nýrrar mislægrar göngutengingar milli Selás og Norðlingaholts yfir Breiðholtsbraut. Tillagan var kynnt á á vef skipulags- og byggingarsviðs frá 18. maí til og með 30. júní 2010. Tillagan nú lögð fram að nýju ásamt bréfi Vegagerðarinnar dags. 26. maí 2010.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

10. Klapparstígur 19, breyting á deiliskipulagi (01.152.4) Mál nr. SN100044
Arkís ehf, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Ottó ehf, Klettagörðum 23, 104 Reykjavík
Lögð fram umsókn Arkís fh. Ottó ehf. dags. 4. febrúar 2010 um breytingu á deiliskipulagi Skúlagötureits 1.152.4 vegna stækkunar byggingarreits á lóðinni nr. 19 við Klapparstíg samkvæmt uppdrætti dags. 29. september 2009 móttekin 4. febrúar 2010. Einnig lagt fram bréf Stefáns S. Guðjónssonar f.h. Ottó ehf. dags. 27. maí 2010.
Frestað.

(B) Byggingarmál

11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN041790
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 593 frá 29. júní 2010.

(D) Ýmis mál

12. Skipulagsráð, nýtt skipulagsráð, júní 2010. Mál nr. SN100222
Lagt fram bréf borgarráðs dags. 1. júli 2010 vegna samþykktar borgarráðs frá 1. júlí að Jórunn Frímannsdóttir taki sæti Geirs Sveinssonar í skipulagsráði og Krístin Soffía Jónsdóttir taki sæti Sverris Bollasonar í skipulagsrráði og Sverrir taki sæti Kristínar sem varamaður í ráðinu.

13. Skipulagsráð, siðareglur kjörinna fulltrúa Mál nr. SN090374
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 30. júní 2010 ásamt siðareglum, fyrir kjörna fulltrúa Reykjavíkurborgar sem staðfestar voru í borgarráði 20. október 2009. Einnig lagðar fram reglur um skráningu á fjárhaldslegum hagsmunum borgarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan borgarstjórnar.

14. Skipulagsráð, tillaga um stofnun starfshóps Mál nr. SN100035
Á fundi skipulagsráðs þann 27. janúar 2010 samþykkti skipulagsráð tillögu um stofnun starfshóps sem kanni möguleika skipulagsyfirvalda til að stuðla að eflingu og fjölgun smærri verslana í íbúðahverfum. Starfshópurinn verði skipaður kjörnum fulltrúum og embættismönnum og skili niðurstöðum til ráðsins fyrir 1. nóvember 2010.
Skipulagsráð samþykkir að starfshópinn skipi eftirtaldir aðilar: Sóley Tómasdóttir, Hjálmar Sveinsson, Gísli Marteinn Baldursson og Ágústa Sveinbjörnsdóttir.

15. Skipulagsráð, Kynning á helstu verkefnum á vettvangi skipulagsráðs.
Mál nr. SN100239
Kynning á helstu verkefnum á vettvangi skipulagsráðs.
Ágústa Sveinbjörnsdóttir arkitekt kynnti tillögu um breytingu á deiliskipulagi fyrir Samgöngumiðstöð.
Björn Axelsson umhverfisstjóri kynnti tillögu að deiliskipulagi fyrir Heiðmörk.

16. Aðalskipulag Reykjavíkur 2024+, skipun nýrra fulltrúa í stýrihóp
Mál nr. SN060424
Þann 21. júní 2006 samþykkti skipulagsráð Reykjavíkur að hefja endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur. Einnig var ákveðið að sérstakur stýrihópur, skipaður af skipulagsráði myndi hafa yfirumsjón með verkinu.
Frestað.

Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl. 11:55

17. Seljabraut 62-84, málskot (04.970.7) Mál nr. SN100166
Magnús Valdimarsson, Seljabraut 82, 109 Reykjavík
Grétar Samúelsson, Seljabraut 64, 109 Reykjavík
Lagt fram málskot Magnúsar Valdimarssonar og Grétars Samúelssonar dags. 22. janúar 2010 vegna synjunar skipulagsstjóra frá 25. september 2009 varðandi bílastæði fyrir raðhúsin við Seljabraut 62-84. Erindinu var vísað til umsagnar hjá Umhverfis- og samgöngusviði og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 7. júní 2010 og eldri umsögn skipulagsstjóra dags. 23. september 2009.
Fyrri afgreiðsla skipulagsstjóra frá 25. september 2009 staðfest.

Marta Guðjónsdóttir tók sæti á fundinum kl. 12:01

18. Flókagata 23, málskot (01.244.4) Mál nr. SN100230
Jón Eiríkur Guðmundsson, Njálsgata 49, 101 Reykjavík
Lagt fram málskot Jóns Eiríks Guðmundssonar dags. 16. júní 2010 vegna neikvæðrar afgreiðslu byggingarfulltrúa frá 11. maí 2010 um stækkun og sameiningu kvista. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 12. febrúar 2010.
Fyrri afgreiðsla frá 11. maí sl. er staðfest. Ráðið felur þó embætti skipulagsstjóra að funda með fyrirspyrjendum til að vinna að lausn sem miðar að því að unnt verði að koma fyrir kvisti á aðkomuhlið húss.

19. Gufunes, útivistarsvæði, framkvæmdaleyfi (02.2) Mál nr. SN100246
Adrenalin.is ehf, Skúlatúni 4, 104 Reykjavík
Lögð fram umsókn Óskars H. Guðjónssonar dags. 23. júní 2010 um framkvæmdaleyfi fyrir fyrsta hluta þrautabrautarinnar í Gufunesi. Einnig er lögð fram greinargerð og yfirlitsmynd af fyrsta áfanga garðsins dags. 23. júní 2010 og umögn skipulagsstjóra dags. 25. júní 2010.
Samþykkt með vísan til d-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

20. Víðidalur, Fákur, framkvæmdaleyfi vegna Landsmóts 2012 (04.76)
Mál nr. SN100242
Hestamannafélagið Fákur, Vatnsendav Víðivöllum, 110 Reykjavík
Lagt fram bréf framkvæmdastjóra hestamannafélagsins Fáks dags. 15. júní 2010 varðandi leyfi til framkvæmda í Víðidal vegna Landsmóts 2012. Einnig lagðar fram umsagnir Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10. maí 2010, Framkvæmda- og eignasviðs dags. 9. júní 2010 og umsögn skipulagsstjóra dags. 25. júní 2010.
Samþykkt með vísan til d-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

21. Bláfjöll, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN100174
Kópavogsbær, Fannborg 2, 200 Kópavogur
Á fundi skipulagsstjóra 7. maí 2010 var lagt fram bréf skipulagsstjóra Kópavogsbæjar dags. 3. maí 2010, þar sem óskað er eftir umsögn Skipulags- og byggingarsviðs um breytingu á deiliskipulagi skíðasvæðis Bláfjalla. Einnig lagður fram uppdráttur Landslags arkitekta ásamt greinargerð og skilmálum dags. 12. mars 2010 og umhverfisskýrsla dags. mars 2010. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 20. maí 2010.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugsemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

22. Reglur um smáhús, Mál nr. SN100252
Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs dags.6. júlí 2010 ásamt tillögu Skipulags- og byggingarsviðs að reglum um smáhús dags. í júlí 2010.
Tillaga að reglum um smáhús samþykkt.
Vísað til borgarráðs.

23. Tangabryggja 14-16, bílasala (04.023) Mál nr. SN100245
Ingibjörg G Tómasdóttir, Naustabryggja 13, 110 Reykjavík
Lagt fram bréf Ingibjargar Tómasdóttur dags. 18. maí 2010 vegna bílasölu á lóð nr. 14-16 við Tangabryggju. Einnig lagt fram bréf forstjóra Björgunar dags. 22. júní 2010 ásamt bréfi formanns íbúasamtaka Bryggjuhverfis dags. 16. júní 2010.
Frestað.

24. Stakkholt 2-4, leiðrétting (01.241.103) Mál nr. BN041660
Á fundi skipulagsráðs þann 19. maí 2010 var bókað að byggingarfulltrúi gerir grein fyrir stöðu mála á lóð nr. 1 við Brautarholt, en á að vera byggingarfulltrúi gerir grein fyrir stöðu mála á lóðinni nr. 2-4 við Stakkholt. Þetta leiðréttist hér með.

25. Bergstaðastræti 13, kæra (01.181.3) Mál nr. SN100234
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnendar skipulags- og byggingarmála dags. 15. júní 2010 ásamt kæru dags. 14. júní 2010 þar sem kærð er samþykkt afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 23. feb. 2010 á endurnýjun byggingarleyfis vegna viðbyggingar við Bergstaðastræti 13.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.

26. Hólmsheiði, jarðvegsfylling, (05.8) Mál nr. SN100187
kæra vegn afmörkunar á svæði til jarðvegsfyllingar
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnendar skipulags- og byggingarmála dags. 15. júní 2010 ásamt kæru 30/2010 dags. 4. maí 2010 þar sem kært er deiliskipulag vegna afmörkunar svæðis til jarðvegsfyllingar á Hólmsheiði.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.

27. Hólmsheiði, jarðvegslosun, (05.8) Mál nr. SN100235
kæra á veitingu framkvæmdaleyfis
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnendar skipulags- og byggingarmála dags. 15. júní 2010 ásamt kæru 39/2010, dags. 15. júní 2010, þar sem kærð er veiting framkvæmdaleyfis til handa framkvæmda- og eignasviði borgarinnar fyrir jarðvegslosun á Hólmsheiði. Í kærunni er gerð krafa um stöðvun framkvæmda.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.

28. Laugavegur 4-6, kæra (01.171.3) Mál nr. SN100219
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags-og byggingarmála dags. 7. júní 2010 ásamt kæru dags. 31. maí 2010 þar sem kærð er tilhögun lóðar Laugavegar 4-6 samkvæmt staðfestum uppdrætti byggingarfulltrúa.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.

29. Laufásvegur 68, kæra (01.197.2) Mál nr. SN100220
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags-og byggingarmála dags. 7. júní 2010 ásamt kæru dags. 2. júní 2010 þar sem kærð er ákvörðun um niðurfellingu byggingarleyfis vegna Laufásvegar 68 að hluta.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.

30. Skútuvogur 10-12, kæra (01.426.001) Mál nr. SN100232
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 15. júní 2010 ásamt kæru dags. 2. júní 2010 þar sem kærð er afgreiðsla byggingarfulltrúans á umsókn um að innrétta húsvarðaríbúð í atvinnuhúsinu nr. 12 við Skútuvog.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.

31. Sóleyjarimi 1-7, kæra (02.536.1) Mál nr. SN100233
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnendar skipulags- og byggingarmála dags. 15. júní 2010 ásamt kæru, dags. 7. júní 2010, þar sem kærð er synjun afgreiðslufundar byggingarfulltrúa þ. 18. maí 2010 á byggingarleyfisumsókn fyrir lokun svala í mhl. 04 í íbúð 0602 á 6. hæð fjölbýlishússins nr. 1-7 við Sóleyjarima.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.

32. Kárastígsreitur austur Reitur 1.182.3, kæra, umsögn (01.182.3) Mál nr. SN090089
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 4. mars 2009 ásamt kæru þar sem kærð er samþykkt á deiliskipulagi fyrir reit 1.182.3 Kárastígsreitur austur. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 3. júní 2010.
Umsögn lögfræði- og stjórnsýslu samþykkt.

33. Sóltún 2-4, kæra, umsögn Mál nr. SN090002
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 16. desember 2008 ásamt kæru dags. 22. október 2008 vegna samþykktar borgarráðs 9. október 2008 á breyttu deiliskipulagi vegna Sóltúns 2-4. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 20. maí 2010.
Umsögn lögfræði- og stjórnsýslu samþykkt.

34. Barðastaðir 61, kæra, umsögn, úrskurður (02.404.3) Mál nr. SN090371
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 26. maí 2010 varðandi kæru vegna gróðursetningu trjáa og breytingu landslags í landi borgarinnar í grennd við Barðastaði 61 og 63.
Úrskurðarorð:
Máli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

35. Lofnarbrunnur 6-8, kæra, umsögn, úrskurður (02.695.8) Mál nr. SN100105
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 26. maí 2010 vegna kæru á ákvörðun borgaryfirvalda um að krefja lóðarhafa Lofnarbrunns 6-8 í Reykjavík um úrbætur í greindri lóð.
Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

36. Lokastígur 28, kæra, umsögn, úrskurður (01.181.3) Mál nr. SN080396
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 20. maí vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 8. apríl 2008 um að veita leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta kaffihús á 2. hæð hússins að Lokastíg 28 og samþykkja íbúð í risi.
Úrskurðarorð:
Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingar¬fulltrúans í Reykjavík frá 8. apríl 2008 um að veita leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta kaffihús á 2. hæð hússins að Lokastíg 28 og samþykkja íbúð í risi.

37. Tunguvegur 19, breyting á deiliskipulagi (01.837.0) Mál nr. SN090453
Sæmundur Pálsson, Hlyngerði 4, 108 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. maí 2010 vegna samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi á lóð nr. 19 við Tunguveg.

38. Bryggjuhverfi, breyting á deiliskipulagi (04.0) Mál nr. SN100148
Björgun ehf, Sævarhöfða 33, 110 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. maí 2010 vegna samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á skilmálum deiliskipulags Bryggjuhverfis.

39. Urðarbrunnur 130-134 Skyggnisbraut 20-30, breyting á deiliskipulagi
Mál nr. SN100180
VA arkitektar ehf, Borgartúni 6, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. maí 2010 vegna samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóða nr. 130-134 við Urðarbrunn og nr. 20-30 við Skyggnisbraut.

40. Bergstaðastræti 16-20, Spítalastígur 6b, (01.184.0) Mál nr. SN090116
breyting á deiliskipulagi Bergstaðastrætisreits
KRADS ehf, Hafnarstræti 19, 101 Reykjavík
Laug ehf, Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. maí 2010 vegna samþykkt borgarráðs s.d. um synjun á breytingu á deiliskpulagi bergstaðastrætisreits vegna lóða nr. 16, 18 og 20 við Bergstaðastræti og lóðar nr. 6B við Spítalastíg.

41. Vogar sunnan Skeiðarvogs, forsögn, deiliskipulag (01.4) Mál nr. SN090101
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. maí 2010 vegna samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi Voga sunnan Skeiðarvogs.

42. Gufunes, útivistarsvæði, breyting á deiliskipulagi (02.2) Mál nr. SN090170
Fjörefli ehf, Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík
Eyþór Kristján Guðjónsson, Mánabraut 7, 200 Kópavogur
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. maí 2010 vegna samþykkt borgarráðs s.d. um breytt deiliskipulag útivistarsvæðis í Gufunesi.

43. Hlíðarendi, Valssvæði, breyting á deiliskipulagi (01.62) Mál nr. SN100098
ALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. maí 2010 vegna samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðar Knattspyrnufélagsins Vals að Hlíðarenda.

44. Þarabakki 3, breyting á deiliskipulagi (04.603.7) Mál nr. SN100192
Húsfélagið Þarabakka 3, Þarabakka 3, 109 Reykjavík
Arkís ehf, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. maí 2010 vegna samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Mjóddar vegna lóðarinnar nr. 3 við Þarabakka.

45. Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, (04.4) Mál nr. SN080048
deiliskipulag athafnasvæðis Fisfélagsins
Fisfélag Reykjavíkur, Pósthólf 8702, 128 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. maí 2010 vegna samþykkt borgarráðs s.d. á deiliskipulagi á Hólmsheiði vegna athafnasvæðis Fisfélagsins.

Fundi slitið kl. 12.55

Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Kristín Soffía Jónsdóttir Hildur Sverrisdóttir
Gísli Marteinn Baldursson Marta Guðjónsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2010, þriðjudaginn 6. júlí kl. 10.30 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 594. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Þórður Búason, Björn Kristleifsson, Karólína Gunnarsdóttir, Hjálmar Andrés Jónsson og Guðfinna Ósk Erlingsdóttir.
Fundarritari var Þórður Ólafur Búason.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aflagrandi 40 (01.522.301) 105979 Mál nr. BN041763
Þórður Sigurðsson, Aflagrandi 40, 107 Reykjavík
Sótt er um minnkun á svalaskála, sbr. erindi BN039790, á 12. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 40 við Aflagranda.
Minnkun 4 ferm., 9 rúmm.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

2. Bauganes 3 (01.672.010) 106798 Mál nr. BN041756
Páll Hjálmur Hilmarsson, Bauganes 3, 101 Reykjavík
Þóra Ársælsdóttir, Bauganes 3, 101 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á samþykkt á byggingaráformum BN035894 um að rífa mhl. 02 og mhl. 03 og byggja í staðinn viðbyggingu við mhl. 01 og til að byggja ofan á bíslag og gera svalir þar út frá á einbýlishúsinu á lóðinni nr. 3 við Bauganes.
Niðurrif: Mhl. 02, Fastanr. 202-9443 merkt 0101 þvottahús 11,2 ferm., Mhl. 03 Fastanr. 202-9444 merkt 0101 bílskúr 22,7 ferm.
Stærð: Viðbygging íbúð 1. hæð 28,3 ferm., 2. hæð 9,9 ferm. og bílgeymsla 24,3 ferm., samtals 62,5 ferm., 187,6 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 14.445
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

3. Borgartún 21 (00.000.000) 102771 Mál nr. BN041720
LF1 ehf, Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Neytendastofa, Borgartúni 21, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna á milli rýma í húsnæði löggildingarstofu í norðvesturhorni kjallara skrifstofuhúss á lóð nr. 21 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

4. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN041584
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breyttri staðsetningu á kæli- og frystigeymslu í kjallara, var í B2 en verður í B1 rými -115, einnig er sótt um leyfi til að bæta starfsmannaaðstöðu í rými -105 í verslunar- og skrifstofuhúsinu á lóð nr. 8-16 við Borgartún sbr. BN040741 og BN035574.
Jafnframt er erindi BN041342 dregið til baka.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Umsækjandi hafi samband við heilbrigðiseftirlitið.

5. Brekkubær 32-44 (04.361.605) 111272 Mál nr. BN041789
Guðmundur Smári Ólafsson, Brekkubær 40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja garðstofu úr timbri undir og framundan svölum raðhúss nr. 40 á lóð nr. 32-42 við Brekkubæ.
Stærðir 15,8 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

6. Drápuhlíð 38 (01.713.007) 107218 Mál nr. BN041781
Jón Kristinn Sigurðsson, Drápuhlíð 38, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að saga gat úr útvegg og koma fyrir hurð úr íbúð út í garð í kjallara á nr. 38 og skilgreina sérafnotaflöt þar fyrir framan, sbr. fyrirspurn BN040094, í fjölbýlishúsi á lóð nr. 38-40 við Drápuhlíð.
Samþykki meðeigenda er á teikningu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Einholt 2 (01.244.101) 103179 Mál nr. BN041767
Fasteignin Einholti 2 ehf, Tunguási 9, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að innrétta 5 íbúðir í núverandi steinsteyptu atvinnuhúsnæði á þrem hæðum á lóð nr. 2 við Einholt.
Stærðir: 1 2. 3. hæð xx ferm. brúttó og xx rúmm. brútto
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

8. Fannafold 63 (02.850.004) 109912 Mál nr. BN041758
Guðmundur Ívar Ágústsson, Fannafold 63, 112 Reykjavík
Andrés Ágúst Guðmundsson, Heiðargerði 24, 190 Vogar
Sótt er um leyfi til að setja glugga á gafla og nýta þar með geymslur á neðri hæð sem íveruherbergi í parhúsinu á lóð nr. 63 við Fannafold.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

9. Faxafen 14 (01.466.201) 195611 Mál nr. BN041383
Heilsuborg ehf, Faxafeni 14, 108 Reykjavík
Íslandsbanki hf, Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir tveimur handlaugum og einum skolvaski, sbr. erindið BN040303 samþykkt 13. október 2009 í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 14 við Faxafen.
Samþykki eigenda dags. 9. mars 2010 fylgir, einnig tölvupóstur umsækjanda dags. 29. júní 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

10. Fiskislóð 5-9 (01.089.401) 197869 Mál nr. BN041641
Lýsi hf, Fiskislóð 5-9, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reisa tvo tanka mhl 23 og 24 fyrir sápuskiljunarbúnað við norðurhlið atvinnuhúsnæðisins á lóð nr. 5-9 við Fiskislóð.
Tölvupóstur frá hönnuði dags. 1. júní 2010.
Stærðir: Mhl. 23. 3,1 ferm., 16,3 rúmm. og mhl. 24. 3,1ferm., 16,3 rúmm. Samtals 6.2 ferm., 32,6 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 2.510
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

11. Fossaleynir 1 (02.456.101) 190899 Mál nr. BN041778
Kvikmyndahöllin ehf, Borgartúni 26, 105 Reykjavík
R-Höllin ehf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir nýja, uppfærða og endurútgefna aðaluppdrætti af mhl. 03 Egilshallarinnar á lóð nr. 1 við Fossaleyni sjá BN036460.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 25.6.2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Fremristekkur 1 (04.612.301) 111774 Mál nr. BN041700
Markús Alexandersson, Fremristekkur 1, 109 Reykjavík
Guðrún Eygló Guðmundsdóttir, Fremristekkur 1, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýtt valmaþak, loka innigarði, byggja kaldan gróðurskála og loka bílgeymslu á 1. hæð, einnig að stækka kjallara og koma þar fyrir bílskúr, loka inngangi í stigahús og steypa tröppur á lóðamörkum í og við einbýlishús á lóð nr. 1 við Fremristekk.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 2. júlí 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 2. júlí 2010.
Stækkun xx fer., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Grettisgata 58A (01.190.113) 102388 Mál nr. BN041787
Arna Kristín Einarsdóttir, Grettisgata 58a, 101 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á samþykkt byggingaráforma BN035020 dags. 10.6.2008 um að byggja viðbyggingu við suðurhlið, endurnýja kvist á suðurhlið og til að endurnýja klæðningu kvists á norðurhlið einbýlishússins á lóðinni nr. 58A við Grettisgötu.
Stærð: Stækkun 65,9 ferm., 168,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 12.990
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Gufunes (02.2--.-86) 108942 Mál nr. BN041752
Fjörefli ehf, Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík
Sótt er um tímabundið stöðuleyfi til eins árs fyrir óupphitað samkomuskýli sem samanstendur af nokkrum gámum og tjaldi á útivistarsvæði Fjöreflis ehf. í Gufunesi.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 22. júní.2010, afnotasamningur við Reykjavíkurborg dags. 16. apríl .2010, leyfi til að starfrækja litboltavöll frá Rvkborg dags. 26. ágúst.2008 og lögreglu dags. 9. júlí.2008 og leyfi frá Ferðamálastofu dags. 6. júní 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

15. Hraunbær 1-15 (04.331.801) 111071 Mál nr. BN041762
Þorsteinn Viðarsson, Hraunbær 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir hurð út úr þvottahúsi á nr. 1 í keðjuhúsi á lóð nr. 1-15 við Hraunbæ.
Meðfylgjandi er samþykki allra á lóð, nema nr. 7 og 15.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Hverfisgata 18 (01.171.005) 101351 Mál nr. BN041587
Linda Mjöll ehf, Laugavegi 11, 101 Reykjavík
Hverfiseignir ehf, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir veitingastað í flokki III í kjallara og á 1. hæð í húsi á lóð nr. 18 við Hverfisgötu.
Bréf frá arkitekt dags. 26. maí 2010 fylgir, útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 4. júní 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 4. júní 2010 og mótmælum dags. 31. maí 2010. Meðfylgjandi einnig mótmæli dags. 24. júní.2010. Meðfylgjandi er hljóðvistarskýrsla dags. 29. júní.2010, bréf heilbrigðisfulltrúa dags. 2.júlí 2010 og glugga- og glerskoðun byggingarfulltrúa dags. 5. júlí 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN041779
Reitir II ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á lóðarfrágangi á lóðinni nr. 9 við Höfðabakka.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

18. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN041755
Reitir II ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum innan- og utanhúss, sbr. erindi BN041370, í skrifstofubyggingu á lóð nr. 9 við Höfðabakka.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 24. júní.2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Kirkjustétt 2-6 (04.132.201) 188525 Mál nr. BN040549
Sam-frímúrarareglan á Íslandi, Pósthólf 8226, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum sem fela í sér að innrétta fyrir félagsstarfsemi þar sem eru tveir fundasalir, matsalur með litlu eldhúsi fyrir kaffiveitingar en án vínveitinga, fundarherbergi, geymslur og salernum í atvinnuhúsnæði merktu C, sem er mhl. 03, á lóð nr. 2-6 við Kirkjustétt.
Tölvupóstur frá hönnuði dags. 15. október 2009
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

20. Kringlan 1 (01.723.501) 107300 Mál nr. BN041712
Reitir VI ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Laugar ehf, Sundlaugavegi 30A, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta mhl. 01. fyrir starfsemi heilsuræktarstöðvar sem er prentsmiðjuhluti byggingarinnar á lóð nr. 1 við Kringluna.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 28. júní 2010 með skýringum á stærðum og skráningu, aðkomu og aðstöðu fyrir fatlaða. Einnig skiltabókhald dags. 28. júní.2010 og skýringarmyndir af öllu húsinu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Kvisthagi 9 (01.543.107) 106416 Mál nr. BN041785
Jóhann Guðnason, Kvisthagi 9, 107 Reykjavík
Rósa Hrund Guðmundsdóttir, Kvisthagi 9, 107 Reykjavík
Jóhannes R Jóhannesson, Kvisthagi 9, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka svalir á 1. og 2. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 9 við Kvisthaga.
Stækkun um 2,1 ferm úr 3,6 í 5,7
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Lambhagavegur 11A (02.647.103) 218295 Mál nr. BN041730
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reisa dreifistöð OR úr forsteyptum einingum á lóð nr. 11A við Lambhagaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 2. júlí 2010 fylgir erindinu.
Stærðir 15,3 ferm., 52 rúmm.
Gjald kr 7.700 + 4.004
Frestað.
Umsækjandi láti vinna deiliskilulag á eigin kostnað sem grenndarkynnt verður berist það.

23. Lambhóll V/ Þormóðsst 106111 (01.53-.-93) 106111 Mál nr. BN041776
Pétur Pétursson, Þormóðsstv Lambhóll, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum þar sem eftirtaldar breytingar hafa á orðið að stigahús verða Ægisíða 41 og 43, nýjar svalir eru á risíbúð, svalahandriðum breytt, þakskyggni er við inngang nr. 43, þakgluggi er á húsi nr. 41 og geymsla er afmörkuð í mhl. 02 í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 41-43 við Ægisíðu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

24. Leifsgata 16 (01.195.207) 102599 Mál nr. BN041692
Þorgerður Þorvaldsdóttir, Leifsgata 16, 101 Reykjavík
Sonja Þórey Þórsdóttir, Leifsgata 16, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga í kjallara og skipta svo séreign í honum milli íbúða á 1. og 2. hæð í íbúðarhúsi á lóð nr. 16 við Leifsgötu.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda á teikningu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Lynghagi 13 (01.555.001) 106616 Mál nr. BN041398
Þór Þorláksson, Lynghagi 13, 107 Reykjavík
Áslaug Gunnarsdóttir, Lynghagi 13, 107 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir breytingum sem orðið hafa á framkvæmdatíma viðbyggingar við einbýlishúsið á lóð nr. 13 við Lynghaga.
Sjá erindi BN036036 dags. 4. september 2007,
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26. Mávahlíð 42 (01.710.209) 107173 Mál nr. BN041751
Guy Conan Stewart, Mávahlíð 42, 105 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á samþykkt byggingaráforma BN029855 samþ. 27.7.2004, um að byggja svalir á suðurhlið 3. hæðar fjölbýlishúss á lóð nr. 42 við Mávahlíð.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

27. Miðleiti 1-3 (01.746.401) 107447 Mál nr. BN041714
Páll Bjarnason, Miðleiti 3, 103 Reykjavík
Miðleiti 1-3,húsfélag, Miðleiti 1-3, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalaskýli úr perluglersflekum á rennibrautum á hluta suðursvala fjölbýlishúss á lóð nr. 1-3 við Miðleiti.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda á teikningu.
Stærðir samtals 178 ferm., 480 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 36.960
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

28. Naustabryggja 13-15 (04.023.603) 191185 Mál nr. BN039229
Naustabryggja 13-15,húsfélag, Naustabryggju 13-15, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum sem felst í að breyta verslunarrými 0103 í íbúð, breyta gluggum, setja þakglugga á rishæð, íbúð 0104 breytt svo að hjólastólafólk getur notað hana og loka milli hæða rýmis
0506, 0505 og 0406, 0405 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 13-15 við Naustabryggju.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 12. júní 2008 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 9. desember 2008.
Stækkun: 0,7 ferm., 166,7 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 7.700 + 12.836
Frestað.
Umsækjandi láti vinna deiliskilulag á eigin kostnað sem grenndarkynnt verður berist það.

29. Nauthólsvegur 87 (01.755.203) 214256 Mál nr. BN041704
Skólafélagið Bak-Hjallar ehf, Vífilsstaðavegi 123, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að auka halla á þaki, setja milliloft og breyta fyrirkomulagi snyrtinga sbr. nýsamþykkt erindi og bráðabirgða byggingarleyfi BN041637 fyrir skólahús mhl. 02 á lóð nr. 87 við Nauthólsveg.
Stærðir: stækkun milliloft 36,4 ferm. aukinn þakhalli, 54 rúmm.
Samtals eftir stækkun: 274,5 ferm., 1.053,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 4.158
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

30. Nesvegur 56 (01.517.012) 105885 Mál nr. BN041770
Vilhelm Steinsen, Nesvegur 56, 107 Reykjavík
Þóra Guðnadóttir, Nesvegur 56, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á húsi og verönd út úr stofu við einbýlishús á lóð nr. 56 við Nesveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Nökkvavogur 26 (01.441.203) 105444 Mál nr. BN041706
Kerstin Tryggvason, Nökkvavogur 26, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð í kjallara og gerð tveggja bílastæða á lóð, sbr. fyrirspurn BN041467, íbúðarhússins á lóð nr. 26 við Nökkvavog.
Ljósrit úr lýsingabók og íbúðarskoðun dags. 7. maí 2010 fylgir.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

32. Ofanleiti 2 (01.743.101) 107427 Mál nr. BN041711
SVÍV ses, Kringlunni 7, 103 Reykjavík
Verzlunarskóli Íslands, Ofanleiti 1, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta kennslustofum og hópherbergjum á fjórðu hæð í skrifstofur í Verslunarskóla Íslands á lóð nr. 2 við Ofanleiti.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

33. Smiðjustígur 6 (01.171.117) 186664 Mál nr. BN041782
Nýja Grand ehf, Seljavegi 9, 101 Reykjavík
Festar ehf, Klapparstíg 29, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir skipulagi útisvæðis til veitingareksturs við hús á lóð nr. 6 við Smiðjustíg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Snorrabraut 83 (01.247.505) 103386 Mál nr. BN041717
Grettir Jóhannesson, Snorrabraut 83, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir svalalokun með álgluggum á þriðju hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 83 við Snorrabraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 2. júlí fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 30. júní 2010.
Stærðir 3,9 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

35. Strandasel 1-11 (04.934.003) 112888 Mál nr. BN041773
Strandasel 1-3,húsfélag, Strandaseli 1-3, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða með loftræstri álklæðningu gafla fjölbýlishússins á lóð nr.1-3 við Strandasel.
Meðfylgjandi er yfirlýsing formanna húsfélaga hússins Ss. 1-3 að fundur 21. júní 2010 hafi samþykkt framkvæmdina, einnig yfirlýsing formanns Ss. 5 að íbúar þar séu samþykkir og samsvarandi yfirlýsing formanns Ss. 2.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Stuðlaháls 1 (04.326.801) 111050 Mál nr. BN041683
Vífilfell hf, Stuðlahálsi 1, 110 Reykjavík
Stuðlaháls ehf, Stuðlahálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reisa hreinsistöð sem samanstendur af tönkum og stálgámum á lóð Vífilfells nr. 1 við Stuðlaháls.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 16. júní 2010 fylgir erindinu og bréf arkitekts ásamt upplýsingum um hreinsibúnaðinn á ensku dags. 28. júní 2010.
Stærðir:?? ferm., ?? rúmm.
Gjald kr. 7.700 + ??
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Suðurlandsbraut 12 (01.263.004) 103521 Mál nr. BN040335
Faxar ehf, Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN038856 sem felst í að breyta flóttaleiðum og starfsmannaaðstöðu í rými 0101 á 1. hæð í húsinu á lóð
nr. 12 við Suðurlandsbraut.
Bréf frá hönnuði dags. 20. ágúst 2009.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

38. Sundagarðar 2B (01.335.303) 213922 Mál nr. BN041723
Olíuverslun Íslands hf, Pósthólf 310, 121 Reykjavík
Sótt er um afnota- og rekstrarskiptingu lóðar milli eigenda fasteigna á lóðinni nr. 2B við Sundagarða
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

39. Thorsvegur 1 (02.3--.-99) 109211 Mál nr. BN041771
Golfklúbbur Reykjavíkur, Pósthólf 12067, 132 Reykjavík
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir bráðabirgðahurð út úr veitingasal á suðurgafli Korpúlfsstaða sbr. fyrirspurn BN041314 á lóð nr. 1 við Thorsveg.
Meðfylgjandi er umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 25. júní.2010
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Torfufell 21-35 (04.686.101) 112342 Mál nr. BN041678
Torfufell 25-35, húsfélag, Torfufelli 33, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir svalalokun á öllum svölum, með þaki á efstu hæð og fyrir verönd á neðstu hæð fjölbýlishússins nr. 25-35 á lóð nr. 21-35 við Torfufell.
Meðfylgjandi er samþykki allra eigenda, nema bara munnlegt eins, sem er í útlöndum og fundargerð húsfélags dags. 28. apríl 2010.
Stærðir: ?? ferm., ?? rúmm. hver íbúð og samtals.
Gjald kr. 7.700 + ???
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Tryggvagata 10 (01.132.101) 100210 Mál nr. BN041780
Cent ehf, Suðurlandsbraut 52, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa núverandi hús og byggja nýtt tveggja hæða með kjallara og nýtanlegu risi úr steinsteypu með timburþaki í sem næst óbreyttri mynd með gluggum og turni í upprunanlegum stíl sbr. ákvæði í gildandi deiliskipulagi. á lóðinni nr. 10 við Tryggvagötu.
Meðfylgjandi er fyrirspurn BN041514.
Stærðir: kjallari 154 ferm., 1. hæð 146,3 ferm., 2. hæð 143 ferm., 3. hæð 90,8 ferm. Samtals 534,1 ferm., 1.931,6 rúmm.
Gjald kr. 7.700 +
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Tryggvagata 16 (01.132.104) 100213 Mál nr. BN041305
AFA JCDecaux Ísland ehf, Vesturvör 30b, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktri staðsetningu útisalernishúss, á horni Tryggvagötu og Nausta, í horn Tryggvagötu og Hafnarstrætis.
Erindi fylgir bréf umsækjanda dags. 16. mars 2010 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 2. júlí 2010 og umsögn skipulagsstjóra dags. 21. maí 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

43. Túngata 41 (01.137.408) 100678 Mál nr. BN041624
Hrefna Haraldsdóttir, Túngata 41, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka bílskúr og tengja við íbúðarhúsið, klæða eldri hluta veggjar sem snýr að húsi nr. 43 með ímúr með hraunáferð, liggjandi tréklæðning með einangrun á garðhliðum og koma fyrir útihurðum á norðvestur hlið bílskúrsins á lóð nr. 41 við Túngötu.
Jákvæð fyrirspurn BN040958 dags. 9. ferbrúar 2010 ásamt umsögn skipulagsstjóra frá 28. janúar 2010 fylgir erindi. Einnig fylgir samþykki eigenda Túngötu nr. 39 dags. 8. júní 2010 og íbúa nr. 43 dags 8. júní.2010. Sömuleiðis samþykki burðarvirkishönnuðar.
Stækkun: 16,7 ferm., 44,6 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 3.434
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

44. Vatnsveituv. Fákur (04.712.001) 112366 Mál nr. BN041581
Ævar Friðriksson, Unufell 17, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fækka gluggum og breyta innveggjum á millilofti í hesthúsinu nr. 3D á lóð Fáks við Vatnsveituveg.
Samþykki meðeigenda dags. 26. maí 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

45. Vesturgata 3 (01.136.102) 100528 Mál nr. BN041783
Heimiliskaup ehf, Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta kjallaratröppum og skábraut að kjallara húss á lóð nr. 3B við Vesturgötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

46. Viðarhöfði 1 (04.077.201) 110682 Mál nr. BN037053
Íslenska pökkunarfélagið ehf, Stigahlíð 41, 105 Reykjavík
Sótt er um leiðréttingu á nýsamþykktum uppdráttum sbr. erindi 35388 (reyndarteikningum) þar sem m. a. er bætt við millilofti í einingu 0101 í atvinnuhúsinu á lóð nr. 1 við Viðarhöfða.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 22. júní 2010.
Stærð: Milliloft geymsla 25 ferm.
Heildarstærð 1750 ferm., 11.511 rúmm.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

47. Vínlandsleið 1 (04.111.401) 197691 Mál nr. BN041766
Húsasmiðjan ehf, Holtavegi 10, 104 Reykjavík
Húsasmiðjan ehf, Holtavegi 10, 104 Reykjavík
Sótt er leyfi fyrir innanhússbreytingum sem felast í breyttri aðstöðu fyrir sölumenn og -svæði, bætt er einnig við einni aksturshurð í Húsasmiðjunni á lóð nr. 1 við Vínlandsleið.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 28. júní 2010
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

48. Vínlandsleið 12-14 (04.111.601) 208323 Mál nr. BN041765
Vínlandsleið ehf, Stangarhyl 5, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta hluta 1. hæðar og geymslu í kjallara fyrir Námskeiðsstofnun í húsi á lóð nr. 12-14 við Vínlandsleið.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

49. Vínlandsleið 16 (04.111.602) 208324 Mál nr. BN041688
V-16 ehf, Stangarhyl 5, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta lyfjaverslun á 1. hæð mhl. 01 nr. 16 á lóð nr. 12-16 við Vínlandsleið.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

50. Öldugata 30A (01.135.413) 100491 Mál nr. BN041743
Lárus Valgarðsson, Sólvallagata 84, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka hurðargat í steyptum vegg í kjallara íbúðar í húsi á lóð nr. 30A við Öldugötu.
Meðfylgjandi er samþykki meðeiganda.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Ýmis mál

51. Brunnstígur 5 (01.131.005) 100148 Mál nr. BN041791
Daði Guðbjörnsson, Brunnstígur 5, 101 Reykjavík
Lögð fram yfirlýsing eiganda hússins nr. 5 við Brunnstíg dags. 24. júní 2010 vegna eignahalds á vinnustofu á lóð Brunnstígs 5. Með vísan til ákvæða yfirlýsingarinnar skal gatnagerðargjald vegna samþykktar á byggingarleyfi BN029498 frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 17. september 2009 tekið til endurákvörðunar.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

52. Laugavegur - Hlemmur (01.240.2--) 102983 Mál nr. BN041788
Skrifstofustjóri Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar sækir um leyfi til þess að fella úr fasteignaskrá lóð sem hefur landnúmer 102983 og staðgr.nr. 1.2402- -. Stærð lóðar er ekki tilgreind í fasteingaskrá. Eigi að síður er óskað eftir því að hún verði sameinuð óútvísuðu landi Reykjavíkur með landnrúmer 21877. Verður því huglægt. Jafnframt skal fella söluturn með byggingarár 1956, stærð 31 m3 og 13,1 m2 úr skrám. Málinu fylgir bréf Framkvæmda- og eignasviðs dags. 28. júní 2010.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Fyrirspurnir

53. Ármúli 1 (01.261.304) 103510 Mál nr. BN041754
BS-eignir ehf, Kirkjustétt 2-6, 110 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi 7 hæða viðbyggingu, og draga fyrri umsókn til baka, við skrifstofuhús á lóð nr. 1 við Ármúla.
Frestað.
Vísað til umsögn skipulagsstjóra á umsóknarblaði.

54. Ásvallagata 17 (01.162.301) 101274 Mál nr. BN041759
Ása Guðlaug Lúðvíksdóttir, Ásvallagata 17, 101 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi svalir á suðurhlið 2., 3. og 4. hæðar fjölbýlishúss á lóð nr. 17 við Ásvallagötu.
Frestað.
Vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

55. Ásvallagata 58 (01.139.011) 100744 Mál nr. BN041786
Hildur Hrefna Kvaran, Ásvallagata 58, 101 Reykjavík
Sigurjón Gunnsteinsson, Ásvallagata 58, 101 Reykjavík
Spurt er hvort loka megi svölum á 2. hæð í einbýlishúsi á lóð nr. 58 við Ásvallagötu.
Frestað.
Vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

56. Fossagata 6 (01.636.709) 106735 Mál nr. BN041772
Leifur Örn Svavarsson, Barmahlíð 36, 105 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi 50 fermetra byggingu við einbýlishús á lóð nr. 6 við Fossagötu.
Frestað.
Vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

57. Grandagarður 9 (01.115.205) 100052 Mál nr. BN041784
I.Magnússon ehf, Grandagarði 9, 101 Reykjavík
Spurt er hvort innrétta megi gistiheimili á efri og neðri hæðum nr. 11 og efri hæð nr. 9 við Grandagarð.
Frestað.
Vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

58. Hafnarstræti 18 (01.140.303) 100837 Mál nr. BN041775
Ásmundur Jóhannsson, Hraunteigur 9, 105 Reykjavík
Spurt er hvort reiða megi fram veitingar úti á gangstétt fyrir utan hús á lóð nr. 18 við Hafnarstræti.
Frestað.
Vísað til umsagnar skrifstofu gatna- og eignaumsýslu.

59. Hjallavegur 34-36 (01.354.210) 104288 Mál nr. BN041749
Guðrún Þura Kristjánsdóttir, Hjallavegur 34, 104 Reykjavík
Spurt er hvort hafa megi þegar byggðan kanínukofa uppá 2,5 ferm. með 2,5 ferm netlokaðri verönd, kofinn er jafnframt lægri en 180 cm hámarkshæð, í garði við hús á lóð nr. 34 við Hjallaveg.
Jákvætt.Enda hafi fyrirspyrjandi samþykki meðlóðarhafa og heilbrigðiseftirlits Umhverfissviðs.

60. Lækjarvað 14 (00.000.000) 195945 Mál nr. BN041699
Helga Bogadóttir, Lækjarvað 14, 110 Reykjavík
Spurt er hvort setja megi upp 120-150 cm háa girðingu á mörkum göngustígs og lóðar nr. 14 við Lækjarvað.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 25. júní 2010 og umsögn gatna- og eignaumsýslu dags. 1. júlí 2010 fylgja erindinu.
Jákvætt.

61. Safamýri 63 (01.284.008) 103712 Mál nr. BN041761
Kristín Torfadóttir, Safamýri 63, 108 Reykjavík
Spurt er hvort færa megi sorpgeymslu fram fyrir hús og nota gömlu sorpgeymsluna sem geymslu fyrir garðáhöld við hús á lóð nr. 63 við Safamýri.
Jákvætt.Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

62. Seljavegur 9 (01.133.213) 100243 Mál nr. BN041774
Gunnhildur Helga Gunnarsdóttir, Seljavegur 9, 101 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi sólpall 70 cm frá jörðu 2,8/7,4 m að stærð fyrir framan 1. hæð húss á lóð nr. 9 við Seljaveg.
Jákvætt.Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

63. Vitastígur 14A (01.190.018) 102356 Mál nr. BN041777
101 Reykjavík fasteignasala ehf, Laugavegi 66, 101 Reykjavík
Spurt er hvort risíbúð sé samþykkt í húsi á lóð nr. 14A við Vitastíg.
Nei.Með vísan til umsagnar á umsagnarblaði.

Fundi slitið kl. 14.20

Þórður Ólafur Búason Björn Kristleifsson
Hjálmar Andrés Jónsson Karólína Gunnarsdóttir
Guðfinna Ósk Erlingsdóttir