Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 209

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2017, miðvikudaginn 1. nóvember kl. 9:12, var haldinn 209. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal

Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Torfi Hjartarson, Sverrir Bollason, Sigurborg Ó Haraldsdóttir, Halldór Halldórsson, Áslaug María Friðriksdóttir, og

Sævar Þór Jónsson áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir,Björn Axelsson, Nikulás Úlfar Másson, Þorsteinn Hermannsson, Oddrún Helga Oddsdóttir og Marta Grettisdóttir.

Fundarritari er Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

A) Skipulagsmál

1.    Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir         Mál nr. SN010070

Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 20. og 27. október 2017.

2.    Kvosin, Landsímareitur, breyting á deiliskipulagi     (01.140.4)    Mál nr. SN170543

Lindarvatn ehf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn THG Arkitekta ehf., mótt. 29. júní 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Landsímareits. Breytingin felst í megin atriðum í því að borgarlandinu/lóðinni á milli lóðanna Vallarstrætis 4 og Aðalstrætis 7 er skipt upp á milli þeirra og lóðirnar stækkaðar sem því nemur og að leyfilegt verður að fjarlægja viðbyggingu frá 1967 við Landsímahúsið/Thorvaldsensstræti 6 og byggja hana í sömu mynd. Einnig er fallið frá kröfu um að opna skuli samkvæmissal (Nasa) út í Vallarstræti, bætt við skilmálum um bílastæði, ásamt ýmsum smærri breytingum og lagfæringum. Engar breytingar eru gerðar á stærðum og hæðum húsa og húshluta aðrar en núverandi kjallara Vallarstrætis 4 er bætt við, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf., dags. 3. júlí 2017. Tillagan var auglýst frá 4. ágúst 2017 til og með 21. september 2017. Eftirtaldir aðilar sendi inn athugasemdir: Steinunn Steinars, dags. 24. ágúst 2017, Guðrún Helgadóttir, dags. 5. september 2017, Ragnhildur Benediktsdóttir f.h. Kirkjugarðaráðs, dags. 8. september 2017, Marínó Þorsteinsson f.h. Sóknarnefndar Dómkirkjunnar, dags. 11. september 2017, Bolli Héðinsson, dags. 14. september 2017, Helgi Þorláksson f.h. BIN hóps, dags. 13. september 2017 og Ragnar Aðalsteinsson hrl. f.h. 5 aðila, dags. 21. september 2017. Að loknum athugasemdarfresti barst athugasemd fá Gylfa Kristinssyni f.h. stjórnar Laugardalsættar, dags. 17. október 2017. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 15. september 2017, umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 6. október 2017 og drög að fornleifaskráningu mótt. 19. október 2017. 

Frestað.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri og Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

3.    Nýlendugata 34, breyting á deiliskipulagi     (01.130.2)    Mál nr. SN170480

Ydda arkitektar ehf., Seljavegi 2, 101 Reykjavík

Arwen Holdings ehf., Seljavegi 2, 101 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Ydda arkitekta ehf., mótt. 9. júní 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi nýlendureits vegna lóðarinnar nr. 34 við Nýlendugötu. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit og aukning á byggingarmagni vegna byggingu nýbyggingar á lóðinni, timburhús með allt að 6-7 íbúðum. Byggingin er tvær hæðir og ris þar sem rishæðin brotnar upp í þrjú staðstæð form, samkvæmt uppdr. Ydda arkitekta ehf., dags. 9. júní 2017. Tillagan var auglýst frá 4. ágúst 2017 til og með 15. september 2017. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Vésteinn Ólason, dags. 21. ágúst 2017, Ólafur Pétursson og Guðbjörg Guðmundsdóttir, dags. 14. september 2017 og Sæmundur Benediktsson, dags. 17. september 2017. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. október 2017. 

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. október 2017. 

Vísað til borgarráðs. 

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

4.    Reitur 1.174.0 Landsbankareitur, breyting á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 88A, 90 og 92A við Hverfisgötu og 67A við Laugaveg     (01.174.0)    Mál nr. SN170739

Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík

T.ark Arkitektar ehf., Brautarholti 6, 105 Reykjavík

Lögð fram umsókn T.ark. Arkitekta ehf., mótt. 5. október 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.0, Landbankareits, vegna lóðanna nr. 88A, 90 og 92A við Hverfisgötu og 67A við Laugaveg. Í breytingunni felst m.a. að sameina lóðirnar að Hverfisgötu 88A og 90, gera kjallara undir Hverfisgötu 88A, fella niður kvöð um flutning hússins að Hverfisgötu 92 og þess í stað heimilt að fjarlægja húsið og byggja nýtt, rífa Laugaveg 67A og endurbyggja í sinni upprunalegu mynd o.fl., samkvæmt uppdr. T.ark. Arkitekta ehf., dags. 10. október 2017. 

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

5.    Njálsgötureitur, breyting á deiliskipulagi vegna lóða nr. 23 við Bergþórugötu og 48A við Njálsgötu     (01.190.1)    Mál nr. SN170423

Kaskur ehf, Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík

Tvíhorf sf., Brúarvogi 1-3, 104 Reykjavík

Lögð fram umsókn Tvíhorfs ef., mótt. 20. maí 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.190.3, Njálsgötureits, vegna lóðanna nr. 23 við Bergþórugötu og 48A við Njálsgötu. Í breytingunni felst að heimila gististað í flokki II í húsinu að Bergþórugötu 23 og setja svalir á húsið sem fara út fyrir byggingarreit ásamt færslu á byggingarreit að Njálsgötu 48A, samkvæmt uppdr. mótt. 22. maí 2017. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. október 2017.

Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 30. október 2017.

Vísað til borgarráðs. 

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

6.    Nýr Landspítali við Hringbraut, breyting á deiliskipulagi     (01.19)    Mál nr. SN170786

Nýr Landspítali ohf., Skúlagötu 21, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn Helgu Bragadóttur f.h. Nýs Landspítala ohf. mótt. 24. október 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýs Landspítala við Hringbraut. Í breytingunni felst færsla byggingarreita og byggingarlína meðferðarkjarna 1. áfanga (21) og síðari áfanga (21a). Meðferðarkjarni 1. áfanga (21) er stækkaður um allt að 6.3 metra til vesturs, allar hæðir, en byggingarreitur síðari áfanga (21a) er minnkaður sem því munar og byggingin lækkuð um eina hæð, uppbroti hússins og inndragi er breytt og á móti er inndreginn flötur minni á suðurhlið o.fl., samkvæmt uppdr. Spital dags. 24. október 2017.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

7.    Skildinganes, breyting á deiliskipulagi     (01.67)    Mál nr. SN170513

Davíð Þorláksson, Skildinganes 2, 101 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Davíðs Þorlákssonar, mótt. 19. júní 2017, varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Skildinganess fyrir lóðina nr. 2 við Skildinganes. Í breytingunni felst að skilmálum er breytt þannig að heimilt er að hafa verönd á þaki bifreiðageymslu, samkvæmt uppdr. a2f arkitekta ehf., dags. 18. ágúst 2017. Tillagan var grenndarkynnt frá 11. september 2017 til og með 9. október 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Höskuldur H. Ólafsson og Sigríður Ólafsdóttir, dags. 6. október 2017. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2017.

Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2017.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

8.    Kjalarnes, Árvellir, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN170623

Leiguafl slhf., Borgartúni 28, 105 Reykjavík

Pétur Hálfdán Jónsson, Hamrahlíð 23, 105 Reykjavík

Lögð fram umsókn Pétur H. Jónssonar, mótt. 22. ágúst 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Árvellir á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir 17 lóðum undir smáhýsi til útleigu (ferðaþjónustu) á um 1,5 ha svæði norðarlega á landinu, samkvæmt uppdr. Pétur H. Jónssonar, dags. 4. ágúst 2017. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2017. 

Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2017.

Vísað til borgarráðs. 

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

9.    Reitur 1.171.1, Hljómalindarreitur v/ Klapparstígur 28- 30, breyting á skilmálum deiliskipulags     (01.171.1)    Mál nr. SN170800

Þingvangur ehf., Bergstaðastræti 73, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn Þingvangs ehf. mótt. 26. október 2017 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags reits 1.171.1, Hljómalindarreits. Í breytingunni felst að breyttir eru sérskilmálar um nýbyggingar sem snúa að torgi og götum þ.e. heimilt er að hafa sömu starfsemi í mismunandi húsum ef það hefur jákvæð áhrif á torgið og götur, samkvæmt tillögu Þingvangs ehf. dags. 24. október 2017.

Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs. 

Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(B) Byggingarmál

10.    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari eru 

fundargerðir afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 947 frá 24. október 2017 og fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 948 frá 31. október 2017.

11.    Þingholtsstræti 15A, Breytingar á gluggum svalaskýli og svalir Þingholtsstræti 15A     (01.180.104)    Mál nr. BN053455

Sigurður Björnsson, Þingholtsstræti 15a, 101 Reykjavík

Hildur Sigurbjörnsdóttir, Þingholtsstræti 15a, 101 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. september 2017 þar sem sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN048091 þannig að settar eru svalir út frá svalaskýli 0202 á austurhlið hússins á lóð nr. 15 A við Þingholtsstræti. Erindi var grenndarkynnt frá 20. september 2017 til og með 18. október 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðfinna Hinriksdóttir og Árni Geir Magnússon dags. 17. október 2017. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2017. 

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2017. 

Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa. 

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(C) Fyrirspurnir

12.    Furugerði 23, (fsp) uppbygging á lóð     (01.807.4)    Mál nr. SN170667

Beka ehf., Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík

Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Arkís arkitekta ehf., mótt. 21. september 2017, um uppbyggingu á lóð nr. 23 við Furugerði og að afnema kvöð um að taka megi hluta lóðar undir götu, skv. kynningargögnum Arkís arkitekta ehf., dags. 20. september 2017. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. október 2017. 

Umhverfis- og skipulagsráð tekur jákvætt í að fyrirspyrjandi vinni nýtt deiliskipulag á lóðinni í samráði við embætti skipulagsfulltrúa.

Dagný Harðardóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

13.    Brautarholt 16, 18 og 20, (fsp) uppbygging     (01.242.3)    Mál nr. SN170753

Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

Upphaf fasteignafélag slhf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Arkís arkitekta ehf., mótt. 11. október 2017, ásamt greinargerð, dags. 11. október 2017, þar sem fram kemur að gerðar hafa verið breytingar á áður gerðri tillögu Arkís arkitekta ehf. ódags. varðandi hækkun húsanna nr. 18 og 20 við Brautarholt um eina hæð og breyta efri hæðum húsanna nr. 18, 20 og hluta til nr. 16 við Brautarholt í íbúðir og neðri hæðum í verslun og þjónustu. Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar : suður svalir hafa verið minnkaðar og færðar frá húsi, ljósop stækkuð og fjölbreytileiki íbúða hefur verið aukinn, samkvæmt tillögu Arkís arkitekta ehf., ódags. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2017.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2017 samþykkt.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

14.    Stekkjarbakki Þ73, (fsp) uppfært lóðarvilyrði     (04.6)    Mál nr. SN170754

Hjördís Sigurðardóttir, Selvað 1, 110 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Spors í sandinn ehf., mótt. 11. október 2017, ásamt bréfi, dags. 6. október 2017, um uppfært lóðarvilyrði sem felst í að lóð sem horft hefur verið til sem mögulegur stækkunarreitur fyrir ALDIN BioDome verði sameinuð þeirri lóð sem afmörkuð hefur verið fyrir starfsemina ásamt aukningu á byggingarmagni. Einnig eru lögð fram kynningargögn, ódags. 

Frestað. 

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(E) Umhverfis- og samgöngumál

15.    Sorpa bs., fundargerð         Mál nr. US130002

Lagðar fram fundargerð Sorpu bs. nr. 380 frá 27. október 2017 ásamt eftirfarandi fylgiskjölum:

Áhættustefna SORPU br.

Framlenging á samningi við SOS.

Fundargerð eigendafundar frá 27. september 2017.

Niðurstaða starfshóps um endurskoðun á núverandi fyrirkomulagi á rekstri endurvinnslustöðvanna.

Frestað.

16.    Akstur með ferðamenn í miðborginni, mat á reynslu og tillögur um næstu skref

         Mál nr. US170316

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 1. nóvember 2017 varðandi mat á reynslu og tillögur um næstu skref vegna aksturs með ferðamenn um miðborgina. 

Samþykkt. 

Vísað til borgarráðs.

Umhverfis- og skipulagsráðs bókar:

“ Umhverfis og skipulagsráð telur að reynslan af takmörkunum á akstri með ferðamenn í miðborginni, sem tóku gildi 15. júlí, sé góð. Ráðið er einnig samþykkt því vinna að næstu skrefum sem lýst er í bréfi samgöngustjóra. Ráðið er ekki sátt við að tilmæli um einstefnuumferð hópbifreiða á Njarðargötu skuli ekki vera virt. Ljóst er að það veldur íbúum við götuna verulegu ónæði. Við teljum enn fremur að langar biðraðir af rútum á safnstæðinu við Traðarkot á Hverfisgötu, sem í sumum tilvikum hefta för strætó, ekki ásættanlegar.„

Edda Ívarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

17.    Hlemmur,          Mál nr. US170322

Kynnt drög að hugmyndaleit um hönnun á Hlemmsvæðinu í heild. 

Kynnt. 

Edda Ívarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(D) Ýmis mál

18.    Hljómskálinn við Reykjavíkurtjörn - friðlýsing, kynning         Mál nr. US170320

Lagt fram til kynningar bréf Minjastofnunar Íslands dags. 16. október 2017 varðandi friðlýsingu Hljómskálans við Reykjavíkurtjörn, Sóleyjargötu 2.

19.    Smáhýsi fyrir dúfur, ósk um úthlutun skika (USK2017100025)         Mál nr. US170317

Lagt fram bréf Guðmundar Jónssonar f.h. Bréfdúfnafélags Íslands dags. 4. október 2017 þar sem óskað er eftir að fá úthlutað skika undir smáhýsi fyrir dúfur.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsviðs, skrifstofu umhverfisgæða.

20.    Lagfæring á götu milli Fornhaga og Neshaga, tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins         Mál nr. US170318

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 13. október 2017, vegna samþykktar borgarráðs frá 12. október 2017 um að vísa eftirfarandi tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs: "Lagt er til að ráðist verði í lagfæringar sem fyrst á götu milli Fornhaga og Neshaga sem þjónar gangandi, hjólandi og akandi umferð um Hagaborg, Hagaskóla, íþróttahús Hagaskóla, Melaskóla og Neskirkju, ásamt því að vera bifreiðastæði fyrir þessar mikilvægu stofnanir. Leitast skal við að bæta umferðaröryggi þeirra skólabarna sem eiga daglega leið um svæðið, t.d. með því að afmarka betur gönguleiðir og lagningu sérstakrar hjólaleiðar." 

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsviðs, samgöngustjóra. 

21.    Umhverfis- og skipulagssvið, átta mánaða uppgjör         Mál nr. US170319

Lagt fram átta mánað uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs janúar til ágúst 2017.

22.    Grensásvegur 16a, kæra 107/2017     (01.295.4)    Mál nr. SN170781

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 27. september 2017, ásamt kæru þar sem kært er byggingarleyfi til að rífa matshl. 03, fastanr. 2015642, merkt bílastæðahús við Grensásveg 16a og Síðumúla 37-39.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsviðs, skrifstofu sviðsstjóra. 

23.    Vegamótastígur 7 og 9, kæra 115/2017     (01.171.5)    Mál nr. SN170782

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 6. október 2017, ásamt kæru þar sem kært er takmarkað byggingarleyfi vegna framkvæmda við Vegamótastíg 7-9.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsviðs, skrifstofu sviðsstjóra. 

24.    Langholtsvegur 138, kæra 120/2017     (01.441)    Mál nr. SN170778

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 12. október 2017 ásamt kæru, þar sem kærð er synjun um leyfi til að byggja sólskála og endurbyggja anddyri við Langholtsveg 138.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsviðs, skrifstofu sviðsstjóra. 

25.    Laugavegur 95-99, kæra 122/2017     (01.174.1)    Mál nr. SN170791

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 13. október 2017 ásamt kæru, þar sem kærð er álagning bílastæðagjalds vegna viðbyggingar við fasteignina Laugavegur 95-99.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsviðs, skrifstofu sviðsstjóra. 

26.    Laugavegur 59, kæra 128/2017     (01.173.0)    Mál nr. SN170803

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 27. október 2017 ásamt kæru, þar sem kærð er synjun á leiðréttingu og deiliskipulagsbreytingu vegna Laugavegar 59.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsviðs, skrifstofu sviðsstjóra. 

27.    Laugarnesvegur 83, kæra 98/2017, umsögn     (01.345.2)    Mál nr. SN170684

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 11. september 2017 ásamt kæru, þar sem kærð er ákvörðun dags. 3. ágúst 2017 um að hafna ógildingu byggingarleyfis og hafna kröfu um beitingu þvingunarúrræðis. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 9. október 2017. 

Fulltrúi Samfylkingarinnar Sverrir Bollason bókar: Óskað er eftir kynningu á umsögn skrifstofu sviðsstjóra á næsta fundi ráðsins. 

Kynnt.

Harri Ormarsson lögfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

28.    Mímisvegur 4, kæra 126/2017, umsögn     (01.196.1)    Mál nr. SN170787

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 23. október 2017 ásamt kæru, þar sem kært er byggingarleyfi fyrir Mímisveg 4. Í kærunni er gerð krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 25. október 2017.

29.    Seljaland 1-7, nr. 5, kæra 106/2017, umsögn     (01.871)    Mál nr. SN170780

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 27. september 2017, ásamt kæru þar sem beðið er um úrskurð um hvort gluggaframkvæmdir í fjöleignarhúsi við Seljaland 1-7 séu háðar byggingarleyfi. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 28. september 2017.

30.    Hverfisgata 98, kæra 110/2017, umsögn     (01.174.1)    Mál nr. SN170779

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 2. október 2017 ásamt kæru, þar sem kærð er breyting á nýtingu sameignar og séreignar í fjölbýlishúsinu Hverfisgötu 98. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 11. október 2017.

31.    Bíldshöfði 18, kæra 119/2017, umsögn     (04.065.0)    Mál nr. SN170770

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 11. október 2017 ásamt kæru dags. s.d. þar sem kærð er synjun á breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða vegna Bíldshöfða 18. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 17. október 2017.

32.    Kvosin, kæra 55/2015, umsögn, úrskurður     (01.1)    Mál nr. SN150412

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 16. júlí 2015 ásamt kæru dags. 15. júlí 2015 þar sem kærð er breyting á skilmálum deiliskipulags Kvosarinnar. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 25. janúar 2017. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 29. september 2017. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 21. maí 2015 um breytingu á skilmálum deiliskipulags Kvosarinnar.

33.    Aðalskipulag Reykjavíkur, Norðlingaholt, breyting á aðalskipulagi     (04.79)    Mál nr. SN160726

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. október 2017 um samþykki borgarráðs frá 12. október 2017 varðandi breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Norðlingaholts.

34.    Lambhagavegur 27 og 29, breyting á deiliskipulagi     (02.680.7)    Mál nr. SN170571

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Álakvísl 134, 110 Reykjavík

111 ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 113 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. október 2017 um samþykki borgarráðs s.d. varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Lambhaga vegna lóða nr. 27 og 29 við Lambhagaveg.

35.    Efstaland 26, breyting á skilmálum deiliskipulags     (01.850.1)    Mál nr. SN170613

THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

Reitir - verslun ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. október 2017 um samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags fyrir lóðina nr. 26 við Efstaland.

36.    Laugavegur 143 og 145, breyting á deiliskipulagi     (01.222.1)    Mál nr. SN170525

Helgi Mar Hallgrímsson, Laugarnesvegur 56, 105 Reykjavík

Laugavegur 56 ehf., Hlíðasmára 12, 201 Kópavogur

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. október 2017 um samþykki borgarráðs s.d. varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar 143 og 145 við Laugaveg.

37.    Elliðabraut 4-6, 8-10 og 12, breyting á deiliskipulagi     (04.772.3)    Mál nr. SN160659

Plúsarkitektar ehf, Fiskislóð 31, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. október 2017 um samþykki borgarráðs s.d. varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóða nr. 4-6, 8-10 og 12 við Elliðabraut.

38.    Lindargata 10, breyting á deiliskipulagi     (01.151.5)    Mál nr. SN170076

Bergur Þorsteinsson Briem, Noregur, 

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. október 2017 um samþykki borgarráðs s.d. varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.151.5 vegna lóðarinnar nr. 10 við Lindargötu.

39.    Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík, breyting á aðalskipulagi         Mál nr. SN170737

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. október 2017 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á verklýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 og deiliskipulagi fyrir efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík.

40.    Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, miðsvæði M2c-M2g. Múlar-Suðurlandsb, breyting á deiliskipulagi - heimildir um íbúðarhúsnæði         Mál nr. SN170741

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. október 2017 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á verklýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 fyrir miðsvæði M2c-M2g - Suðurlandsbraut.

41.    Alþingisreitur, breyting á deiliskipulagi     (01.141.1)    Mál nr. SN170734

Framkvæmdasýsla ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík

Batteríið Arkitektar ehf., Hvaleyrarbraut 32, 220 Hafnarfjörður

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. október 2017 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Alþingisreits.

42.    Frakkastígur - Skúlagata, breyting á deiliskipulagi     (01.15)    Mál nr. SN140664

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. október 2017 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir hluta Skúlagötusvæðis.

43.    Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, Borgarlína, breyting vegna Borgarlínu         Mál nr. SN170150

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. október 2017 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 13:40

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Hjálmar Sveinsson

Magnea Guðmundsdóttir    Sverrir Bollason 

Torfi Hjartarson    Sigurborg Ósk Haraldsdóttir

Halldór Halldórsson    Áslaug María Friðriksdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2017, þriðjudaginn 24. október kl. 10:10 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 947. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Björgvin Rafn Sigurðarson, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Olga Hrund Sverrisdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Jón Hafberg Björnsson og Sigríður Maack

Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1.    Ásvallagata 15     (01.162.302) 101275    Mál nr. BN053136

Ásvallagata 15,húsfélag, Ásvallagötu 15, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að steypa svalir með stálhandriðum á garðhlið og síkka gluggagöt til að koma fyrir hurð út á svalirnar á íbúðum 0201 og 0301 í húsinu á lóð nr. 15 við Ásvallagötu.

Samþykki meðeigenda dags. 25. júní 2017 fylgir.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. október 2017 fylgir erindinu.

Erindi var grenndarkynnt frá 31. ágúst 2017 til og með 28. september 2017 fyrir hagsmunaaðilum að Ásvallagötu 13 og 17 og Blómvallagötu 11.

Engar athugasemdir bárust.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

2.    Bankastræti 6     (01.170.204) 101332    Mál nr. BN053554

Sara Arnarsdóttir, Laugavegur 58b, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta gististað í flokki ll - tegund x fyrir x gesti í íbúðum 0301 og 0302 í húsi á lóð nr. 6 við Bankastræti.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. október 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. október 2017.

Gjald kr. 11.000

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 20. október 2017.

3.    Barmahlíð 7     (01.701.109) 106963    Mál nr. BN053728

Bessi Gíslason, Barmahlíð 7, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum innanhúss sem felast í því að hringstiga hefur verið komið fyrir milli íbúðar 0101 og rýmis 0002 og hluta af geymslu íbúðar 0001 hefur verið breytt í herbergi í húsi á lóð nr. 7 við Barmahlíð.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

4.    Bíldshöfði 12     (04.064.101) 110669    Mál nr. BN053621

Ormsvöllur ehf., Pósthólf 288, 172 Seltjarnarnes

Sótt er um leyfi til að innrétta vinnustofur á 3. og 4. hæð ásamt því að byggja flóttastiga og flóttasvalir á austurgafli, samhliða færslu á loftræstiröri, og gera björgunarop og flóttasvalir á langhliðum í húsi á lóð nr. 12 við Bíldshöfða.

Bréf brunahönnuðar dags. 17.10.2017 fylgir erindi ásamt samþykki frá auka aðalfundi húsfélags dags. 29.03.2017.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. 

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

5.    Brekkugerði 9     (01.804.203) 107735    Mál nr. BN053258

Sigurjón Björnsson, Skipholt 15, 105 Reykjavík

Inex ehf., Skipholti 15, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja 5,4 fm tæknirými undir útitröppum ásamt því að skipta eign í tvö fastanúmer, auk áðurgerðra breytinga sem felast í því að stigi milli kjallara og efri hæðar hefur verið lokaður af, hringstigi fjarlægður og byggðar svalir með tröppur niður í garð í húsi á lóð nr. 9 við Brekkugerði.

Stækkun A-rými 5,4 ferm., 13,9 rúmm.

Sjá fyrirspurn BN052634.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd 

sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um 

uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð 

verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar. 

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

6.    Dalbraut 12     (01.344.501) 104042    Mál nr. BN053678

Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík

Sótt er um stöðuleyfi til tólf mánaða fyrir skrifstofugámum sem eiga að standa á meðan viðgerðir á húsi BUGLS standa yfir á austurhluta lóðar nr. 12 við Dalbraut. 

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

7.    Döllugata 11     (05.113.102) 214842    Mál nr. BN053625

Jónas Páll Viðarsson, Trönuhjalli 19, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 11 við Döllugötu.

Stærð, A-rými: 294,5 ferm., 1.015,4 rúmm.

B-rými: 53 ferm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

8.    Efstaleiti 2     (01.745.201) 224636    Mál nr. BN053733

Skuggi 4 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir uppsteypu kjallara og plötu yfir kjallara ásamt tilheyrandi lögnum í jörðu fyrir matshluta 05, fjölbýlishús að Lágaleiti 2-6 á lóð að Efstaleiti 2, sbr. byggingarleyfisumsókn nr. BN052547.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

9.    Frakkastígur 9     (01.173.029) 101516    Mál nr. BN053119

STS ISLAND ehf., Laugavegi 51, 101 Reykjavík

Aurora Arctica ehf., Mýrarseli 6, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II tegund C í kjallara og á 1. hæð með opnun til 23.00 á virkum dögum og til 03 um helgar, til að lækka hluta gólfs um 70 cm og koma þar fyrir eldhúsi og snyrtingum, veitingastaður og opið eldhús verður á fyrstu hæð og geymslur og skrifstofur á annarri hæð í húsi á lóð nr. 9 við Frakkastíg.

Umboð frá eiganda dags. 27. júní 2017, umsögn skipulags dags. 28. október 2017, bréf hönnuðar um breytingar dags. 29. ágúst 2017, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 21. ágúst 2017 og 23. október 2017, hljóðvistaskýrsla dags. 28. ágúst 2017 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 5. október 2017 fylgja erindi.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. september 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. september 2017.

Stækkun: 22,3 rúmm.

Gjald kr. 11.000 + 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

10.    Freyjubrunnur 13     (02.695.705) 205729    Mál nr. BN053435

Þver ehf., Skipholti 50B, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 13 við Freyjubrunn.

Stærð, A-rými: 237,5 ferm., 732 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

11.    Garðastræti 13A     (01.136.527) 100616    Mál nr. BN053665

Ísar Nói ehf, Kríuási 33, 221 Hafnarfjörður

Hafþór Edmond Byrd, Suðurhlíð 38b, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta skóvinnustofu í íbúð í húsi á lóð nr. 13a við Garðastræti.

Gjald kr. 11.000

Synjað.

Með vísan til athugasemda.

12.    Garðsendi 3     (01.824.403) 108422    Mál nr. BN053512

Garðsendi fasteignafélag ehf., Garðsenda 3, 108 Reykjavík

Valdimar Kristinsson, Garðsendi 3, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka til suðurs fjölbýlishús á lóð nr. 3 við Garðsenda.

Lagðar fram umsagnir skipulagsfulltrúa dags. 29. mars 2014, 23. maí 2014 og 14. júlí 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. október 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2017.

Gjald kr. 11.000

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2017.

13.    Grandagarður 20     (01.112.501) 100033    Mál nr. BN053658

HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN052903 þannig að breytt er innra fyrirkomulagi og sett er upp milliloft á norðvesturhorni hússins á lóð nr. 20 við Grandagarð.

Stækkun vegna millilofts er 54,4 ferm.

Umsögn brunahönnuðar dags. 9 okt. 2017 og bréf frá hönnuði dags. 19 okt. 2017 fylgir.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

14.    Grjótháls 8     (04.301.201) 111014    Mál nr. BN053654

Íslenska vetnisfélagið ehf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík

Skeljungur hf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja við mhl. 04, 05 og koma fyrir dælum á lóð nr. 8 við Grjótháls.

Umsögn brunahönnuðar dags. 12. október 2017 fylgir erindinu.

Stækkun er: XX ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

15.    Grundarland 17-23     (01.855.201) 108784    Mál nr. BN053591

Mannverk ehf., Hlíðasmára 12, 201 Kópavogur

Leigubúnaður ehf., Hlíðasmára 12, 201 Kópavogur

Sótt er um breytingu á erindi BN052318 sem felst í því að minnka hús frá fyrri umsókn ásamt því að gera lagnakjallara (óuppfyllt sökkulrými) í húsi á lóð nr. 21 við Grundarland.

Breyting á stærðum: -37,4 ferm., -120,4 rúmm.

Lagnakjallari 463,4 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16.    Gylfaflöt 1     (02.575.101) 173533    Mál nr. BN053573

Skeljungur hf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við suðurhlið söluskála og fjölga bílalúgum í húsi á lóð nr. 1 við Gylfaflöt.

Stækkun A-rými 2,4 ferm., 7,7 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

17.    Haukdælabraut 3     (05.113.802) 214784    Mál nr. BN053657

Björn Ingi Björnsson, Friggjarbrunnur 38, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús með flötu þaki á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr og aukaíbúð í kjallara á lóð nr. 3 við Haukdælabraut.

Varmatapsútreikningur dags. 3. okt. 2017 fylgir .

Stærð A rýmis er: 341,9 ferm., 1.339,5 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

18.    Háagerði 22     (01.817.402) 108149    Mál nr. BN053729

Hafsteinn Snorri Halldórsson, Háagerði 22, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktur erindi BN048337 vegna lokaúttektar á bílskúr á lóð nr. 22 við Háagerði.

Tölvupóstur frá 8. september 2016 fylgir.

Gjald kr.11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

19.    Hádegismóar 1     (04.411.701) 213064    Mál nr. BN053679

Freyr ehf, Lynghálsi 2, 110 Reykjavík

Sótt er um breytingu á erindi BN049417 sem felst í því að smávægilegum breytingum á innra fyrirkomulagi ásamt litabreytingu á hluta utanhússklæðningar og tilfærslu á stæðum fyrir rafbíla í húsi á lóð nr. 1 við Hádegismóa.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

20.    Hátún 21     (01.235.014) 102937    Mál nr. BN053592

Þórunn Guðný Tómasdóttir, Hátún 21, 105 Reykjavík

Karl Dietrich Roth Karlsson, Bárugata 15, 101 Reykjavík

Sótt er um að stækka pall á útitröppum að íbúð á efri hæð og nýta einnig sem svalir í húsi á lóð nr. 21 við Hátún.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

21.    Hlíðarendi 20-26         Mál nr. BN053745

Frostaskjól ehf., Smáratorgi 3, 201 Kópavogur

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi til að byggja mhl. 01 sem er tveggja hæða bílakjallari, sjá erindi BN053580, í tengslum við fjölbýlishús á lóð nr. 20-26 við Hlíðarenda.

Stærð, A-rými: 5.469,4 ferm., 17.495,6 rúmm.

B-rými: 50,1 ferm., 184,4 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

22.    Hraunteigur 3     (01.360.205) 104520    Mál nr. BN053671

Stefán Jökull Sveinsson, Furuhjalli 1, 200 Kópavogur

Sjöfn Sigurgísladóttir, Furuhjalli 1, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að rífa einbýlishús og bílskúr á lóð nr. 3 við Hraunteig. Niðurrif, fastanr. 201-8753: 156,7 ferm., 438,3 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.´

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

23.    Hringbraut Landsp.     (01.198.901) 102752    Mál nr. BN053647

Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir breytingum á brunahönnun í kjallara í C álmu, v/lokaúttektar á erindi BN049142 í mhl. 04 á lóð Landspítalans við Hringbraut.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

24.    Hrísateigur 22     (01.346.202) 104083    Mál nr. BN053616

Lína Móey Bjarnadóttir, Súlunes 14, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN051707 vegna lokaúttektar þar sem brunamerkingar falla niður í húsinu á lóð nr. 22 við Hrísateig.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrgðaraðilar. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

25.    Hrísateigur 39     (01.346.011) 104064    Mál nr. BN053525

Ásta Sigmarsdóttir, Hrísateigur 39, 105 Reykjavík

Valur Freyr Steinarsson, Hrísateigur 39, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta bílskúr í aðstöðu fyrir dagforeldra á lóð nr. 39 við Hrísateig.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

26.    Hverafold 49-49A     (02.866.004) 110280    Mál nr. BN053104

Ingibjörg H Harðardóttir, Hverafold 49, 112 Reykjavík

Brynja Harðardóttir, Hverafold 49, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á útliti og innra fyrirkomulagi og skiptingu eigna 0201 og 0202 vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar í húsi á lóð nr. 49 við Hverafold.

Stækkun: 

0201 A-rými 4,7 ferm., 12,7 rúmm.

0202 A-rými 96,3 ferm., 187,5 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd 

sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um 

uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð 

verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

27.    Hyrjarhöfði 3     (04.060.207) 110591    Mál nr. BN053633

Félagshús ehf., Lambhaga 3, 800 Selfoss

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050606 sem felst í lagfæringum á skráningartöflu og byggingarlýsingu í húsi á lóð nr. 3 við Hyrjarhöfða.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd 

sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um 

uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð 

verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

28.    Iðunnarbrunnur 2-4     (02.693.701) 206076    Mál nr. BN053656

Kjalarland ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílgeymslum á lóð nr. 2-4 við Iðunnarbrunn.

Stærðir

Mhl.01: A-rými x ferm., x rúmm. B-rými x ferm., x rúmm.

Mhl.02: A-rými x ferm., x rúmm. B-rými x ferm., x rúmm.

Varmatapsútreikningar dags. 26.10.2016 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

29.    Keilugrandi 1     (01.513.301) 105790    Mál nr. BN053062

Búseti húsnæðissamvinnufélag, Síðumúla 10, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja fimm ný fjölbýlishús með alls 78 íbúðum á lóð nr. 1 við Keilugranda.

Stærðir:

Mhl. 01 A-rými 3.444,0 ferm., 10.805,2 rúmm. B-rými 397,8 ferm., 1.246,7 rúmm.

Mhl. 02 A-rými 1.373,0 ferm., 4.409,8 rúmm. B-rými 44,8 ferm., 125,4 rúmm.

Mhl. 03 A-rými 600,0 ferm., 2.008,5 rúmm. B-rými 0,0 ferm., 0,0 rúmm.

Mhl. 04 A-rými 600,0 ferm., 2.008,5 rúmm. B-rými 0,0 ferm., 0,0 rúmm.

Mhl. 05 A-rými 100,0 ferm., 420,0 rúmm. B-rými 0,0 ferm., 0,0 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

30.    Klapparstígur 28     (01.171.107) 101373    Mál nr. BN053636

Þingvangur ehf., Bergstaðastræti 73, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjarlægja eldri stiga, gera nýjan stiga milli kjallara og 1. hæðar og til að opna tímabundið yfir í hús nr. 30 í kjallara, 2. hæð og rishæð til að samnýta lyftu í húsi á lóð nr. 28 við Klapparstíg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

31.    Klapparstígur 30     (01.171.108) 101374    Mál nr. BN053635

Þingvangur ehf., Bergstaðastræti 73, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að opna tímabundið yfir í hús nr. 28 í kjallara, 2. og rishæð til að samnýta lyftu í húsi á lóð nr. 30 við Klapparstíg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

32.    Kringlan 4-12     (01.721.001) 107287    Mál nr. BN053721

Reitir VII ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um breytingu á erindi BN052894 sem felst í minniháttar breytingu á innréttingu og flóttaleiðum í verslunarrými Hagkaups í húsi á lóð nr. 4-12 við Kringluna.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

33.    Krókháls 13     (04.140.801) 110738    Mál nr. BN053418

Krókháls 13 ehf., Krókhálsi 11, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða hús þar sem sökkull og fyrsta hæð verða staðsteypt og önnur hæð verður úr stálgrind, plata yfir neðri hæð verður úr forspenntum holplötum og þak yfir efri hæð er trapisustál sem er einangrað á húsi á lóð nr. 13 við Krókháls.

Erindi BN053419 um niðurrif mhl. liggur fyrir.

Stærð húss: Mhl. 01 3.785,6 ferm., 20.704,6 rúmm.

Stærð olíu-sandskilju: Mhl. 02 10,3 ferm.,14,7 rúmm.

Stærð olíu spilliefni: Mhl. 03 2,3 ferm., 3,0 rúmm.

Gjald kr.11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

34.    Krókháls 13     (04.140.801) 110738    Mál nr. BN053634

Krókháls 13 ehf., Krókhálsi 11, 113 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu nýbyggingar á lóð að Krókhálsi 13 sbr. erindi BN053418.

Samþykkt.Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

35.    Lambhagavegur 19     (02.683.401) 208852    Mál nr. BN053668

Safari hjól ehf., Skútuvogi 1 b, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN051044 þannig að komið er fyrir millilofti í suðausturhorni og ýmsar innri breytingar á aðalgólfi í gróðurhúsinu á lóð nr. 19 við Lambhagaveg.

Stækkun millilofts: 171,7 ferm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. júní 2016 varðandi gróður, ljósmengun og hljóð.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

36.    Langagerði 128     (01.833.113) 108593    Mál nr. BN053383

Þórey Ólöf Gylfadóttir, Langagerði 128, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu við austurgafl og stækka anddyri á einbýlishúsi á lóð nr. 128 við Langagerði.

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. júní 2017.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. október 2017 fylgir erindinu. Erindi var grenndarkynnt frá 2. október 2017 til og með 30. október 2017 fyrir hagsmunaaðilum að Langagerði 27, 29 og 126 og Tunguvegi 24 og 26. Samþykki hagsmunaaðila barst 17. ágúst 2017.

Stækkun: 77,88 ferm., 216,25 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

37.    Langholtsvegur 33     (01.357.008) 104397    Mál nr. BN053615

Guðmundur G Símonarson, Langholtsvegur 33, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052300, gluggum er breytt og svalir lengdar á einbýlishúsi á lóð nr. 33 við Langholtsveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

38.    Langholtsvegur 42     (01.354.317) 104312    Mál nr. BN053713

H.B.H. Fasteignir ehf, Skógarhlíð 10, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta notkun úr verslunar- og íbúðarhúsnæði í íbúðarhúsnæði, byggja kvist á vesturhlið þaks og breyta þakkanti, setja hurð út í garð á vesturhlið og rífa núverandi bílskúr og byggja nýjan í húsi á lóð nr. 42 við Langholtsveg.

Stærðir:

Stækkun mhl.01 A-rými x ferm., x rúmm.

Stærð nýs bílskúrs, mhl.02 A-rými x ferm., x rúmm.

Rif eldri bílskúrs, mhl.02 A-rými x ferm., x rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

39.    Laufásvegur 41     (01.185.314) 102181    Mál nr. BN053566

Evelyne Nihouarn, Laufásvegur 41, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja 6 svalir vegna flóttaleiða úr gistiheimili ásamt því að bæta almennt brunavarnir í húsi á lóð nr. 41 við Laufásveg.

Stækkun: B-rými x ferm. x rúmm.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. október 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2017 og athugasemda.

40.    Laugavegur 107     (01.240.002) 102973    Mál nr. BN053723

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um breytingu á erindi BN051473 sem felst í því að setja nýjan háf á þak ásamt smávægilegum innri breytingum í húsi á lóð nr. 107 við Laugaveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

41.    Laugavegur 46     (01.173.102) 101519    Mál nr. BN053640

S&H Invest ehf., Valhúsabraut 33, 170 Seltjarnarnes

Sótt er um leyfi til að stækka verslunarrými á 1. hæð ásamt því að sameina íbúðir efri hæða í eitt fastanúmer og breyta notkun þeirra í gistiheimili í flokki ll í húsi á lóð nr. 46 við Laugaveg.

Bréf rekstraraðila ódags. fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

42.    Mjölnisholt 6     (01.241.013) 103008    Mál nr. BN053561

Arctic Tours ehf., Hagamel 34, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja hæð og ris og fjölga íbúðum úr tveimur í fjórar, byggja svalir á bakhlið og geymsluskúr á baklóð húss á lóð nr. 6 við Mjölnisholt.

Stækkun, mhl. 01, A-rými: xx ferm., xx rúmm.

Samtals eftir stækkun: 318,2 ferm., 858,9 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

43.    Mjölnisholt 8     (01.241.014) 103009    Mál nr. BN053720

Arctic Tours ehf., Hagamel 34, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að lengja svalir á nýsamþykktu fjölbýlishúsi, sjá erindi BN052156, á lóð nr. 8 við Mjölnisholt.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

44.    Sifjarbrunnur 2-8     (02.695.602) 206109    Mál nr. BN053717

Kjalarland ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja fjögur staðsteypt, tveggja hæða raðhús með innbyggðum bílskúrum á lóð nr. 2-8 við Sifjarbrunn.

Stærð: Mhl. 01: 198,4 ferm., 613,9 rúmm.

Mhl. 02: 197,7 ferm., 611,8 rúmm.

Mhl. 03: 197,7 ferm., 611,8 rúmm.

Mhl. 04: 238,0 ferm., 732,9 rúmm.

Samtals: 831.8 ferm., 2.570,4 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

45.    Skeifan 2-6     (01.461.201) 105667    Mál nr. BN053587

Hús fyrir Epal ehf., Skeifunni 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að opna á milli mhl. 02, rými 0202 og 03, rými 0101 og innrétta skrifstofu og lager í Skeifunni 4 og 6 á lóð nr. 2-6 við Skeifuna. 

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 20. október 2017 fylgir og kaupsamningur dags. 15. september 2017 fylgja erindi.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

46.    Skólavörðustígur 8     (01.171.206) 101387    Mál nr. BN053655

Núðluskálin ehf., Laufásvegi 26, 101 Reykjavík

Kornelíus ehf., Bankastræti 6, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að opna á milli rýma 0105 og 0204, merkt E, og innrétta þar veitingastað í flokki ll - tegund c fyrir alls 30 gesti í húsi á lóð nr. 8 við Skólavörðustíg.

Sjá áður samþykkt erindi BN048439.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

47.    Skólavörðustígur 21     (01.182.244) 101896    Mál nr. BN053718

Fjóla Magnúsdóttir, Efstaleiti 12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta glugga í hurð á suðurhlið hússins á lóð nr. 21 við Skólavörðustíg.

Jákvæð fyrirspurn dags. 23. febrúar 2016 fylgir erindinu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

48.    Skrauthólar 4     (32.551.102) 223455    Mál nr. BN053667

H-O-H sf., Bergstaðastræti 9, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja snyrtingu og baðaðstöðu sem samanstendur af tveim einangruðum gámum sem standa á staðsteyptum sökklum og á milli þeirra er reist skúrbygging úr timbri sömuleiðis á steyptum sökklum og á að nota sem aðstöðu fyrir tjaldgesti á lóð nr. 4 við Skrauthóla Kjalarnesi.

Stærð: 39,3 ferm., 114,7 rúmm. 

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

49.    Skúlagata 19     (01.154.201) 179253    Mál nr. BN053626

Reginn atvinnuhúsnæði ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytinum á fjórðu hæð þar sem anddyri er stækkað, fundarherbergi fjarlægt og komið er fyrir auka skrifstofu húsi á lóð nr. 19 við Skúlagötu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

50.    Sléttuvegur 5-9     (01.790.201) 107574    Mál nr. BN053691

Brynja, Hússjóður Öryrkjabandal, Hátúni 10c, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja sorpskýli úr timbri, klætt með harðplasti og bárumálmi, við hús nr. 7 á lóð nr. 5-9 við Sléttuveg.

Erindið var áður samþykkt 2. júní 2015.

Stærð: 18 ferm., 74,0 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

51.    Sléttuvegur 5-9     (01.790.201) 107574    Mál nr. BN053692

Brynja, Hússjóður Öryrkjabandal, Hátúni 10c, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja sorpskýli úr timbri, klætt með harðplasti og bárumálmi, við hús nr. 9 á lóð nr. 5-9 við Sléttuveg.

Erindið var áður samþykkt 2. júní 2015.

Stærðir: 18 ferm., 74,0 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. 

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

52.    Smiðshöfði 8     (04.061.302) 110611    Mál nr. BN053431

Krydd og Kaviar ehf., Smiðshöfða 8, 110 Reykjavík

Sótt er um stöðuleyfi til árs fyrir tveimur gámum á lóð nr. 8 við Smiðshöfða. Samþykki meðlóðarhafa dags. 27. september 2017 fylgir erindinu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

53.    Stigahlíð 81     (01.732.203) 107375    Mál nr. BN053497

Dóra Hjálmarsdóttir, Stigahlíð 81, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja sólskála á suðurhlið húss, koma fyrir glugga og hurð á suðurhlið, byggja sólpall og koma fyrir heitum potti og skyggni fyrir ofan skála verður fjarlægt á húsinu á lóð nr. 81 við Stigahlíð.

Samþykki frá eigendum húsa Stigahlíð nr. 79, nr. 83, nr. 91 og nr. 93 fylgir erindinu dags. 31. ágúst 2017.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 25. september 2017 fylgir.

Stækkun : 16,1 ferm., 43,5 rúmm.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. október fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. október 2017.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

54.    Tangabryggja 18-24     (04.023.101) 179538    Mál nr. BN053660

Arcus ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051863, breytt er reykræsingu í kjallara, gluggar hafa verið færðir og lagnastokkum breytt í fjölbýlishúsi á lóð nr. 13 við Tangabryggju.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

55.    Tangabryggja 18-24     (04.023.101) 179538    Mál nr. BN053659

Arcus ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050926, breytt er fyrirkomulagi eldhúss í íbúð 0405 og aðgengi að þaksvölum í rishæð fjölbýlishúss nr. 18-22 á lóð nr. 18-24 við Tangabryggju.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

56.    Tómasarhagi 27     (01.554.003) 106570    Mál nr. BN053555

Gunnar Sigurðsson, Reynimelur 76, 107 Reykjavík

Margrét Manda Jónsdóttir, Reynimelur 76, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera gat í burðarvegg milli eldhúss og borðstofu og styrkja op með stálbita í húsi á lóð nr. 27 við Tómasarhaga.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 18.09.2017 fylgir erindi.

Samþykki meðeigenda fylgir áritað á teikningar.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

57.    Úlfarsbraut 122-124     (05.055.701) 205755    Mál nr. BN053674

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um aðskilið byggingarleyfi vegna skráningar ábyrgðaraðila til fullnaðarfrágangs innanhúss á 2. áfanga leik- og grunnskóla, sjá erindi BN050934, á lóð nr. 122-124 við Úlfarsbraut.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

58.    Vegamótastígur 7     (01.171.509) 205361    Mál nr. BN053531

Reir ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fimm hæða hús og innrétta gististað í flokki IV, teg. a, 38 herbergi fyrir 76 gesti á efri hæðum og veitingastað á jarðhæð í húsi á lóð nr. 7 við Vegamótastíg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. september 2017 fylgir erindinu.

Stærð, A-rými: 858,7 ferm., 2.911,8 rúmm.

B-rými: 51,8 ferm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

59.    Vegamótastígur 9     (01.171.508) 101424    Mál nr. BN053541

Reir ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fimm hæða hús og innrétta gististað í flokki IV, teg. a, 37 herbergi fyrir 74 gesti á efri hæðum og veitingastað á jarðhæð í húsi á lóð nr. 9 við Vegamótastíg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. september 2017 fylgir erindinu.

Stærð, A-rými: 892,9 ferm., 3.244,7 rúmm.

B-rými: 31,5 ferm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

60.    Vitastígur 13     (01.174.233) 101635    Mál nr. BN053053

V-13 ehf, Vitastíg 13, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að skipta núverandi eign sem er atvinnuhúsnæði í þrjár eignir og innrétta tvær íbúðir á 2. og 3. hæð ásamt því að gera svalir á austurhlið í húsi á lóð nr. 13 við Vitastíg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júlí 2017.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

61.    Völvufell 7A     (04.683.202) 112312    Mál nr. BN053563

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta dagheimili í vistheimili í húsi á lóð nr. 7A við Völvufell.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. október 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. október 2017.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. október 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. október 2017.

Gjald kr. 11.000

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. október 2017.

Ýmis mál

62.    Asparfell 2-12     (04.681.001) 112291    Mál nr. BN053730

Hjálmar Guðmundsson, Klettagata 6, 220 Hafnarfjörður

Leiðréttur texti sbr. erindi BN053206 frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. ágúst 2017.

Réttur texti á að vera:

Sótt er um leyfi til að fjarlægja burðarvegg í íbúð 0801 í húsi nr. 4 við Æsufell á lóð nr. 2-12 við Asparfell.

Fyrri texti var: 

Sótt er um leyfi til að fjarlægja burðarvegg í íbúð 0801 í húsi á lóð nr. 8 við Æsufell.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

63.    Hagatorg kirkja     (01.544.102) 106453    Mál nr. BN053736

Byggingarfulltrúi leggur til að lóðin sem skráð er Hagatorg kirkja, landnúmer 106453 fái lóðarheitið Neshagi 1.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

64.    Korngarðar 13     (01.331.602) 103902    Mál nr. BN053732

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Lóðaruppdráttur fyrir Korngarða 13, landnúmer 103902 er gefinn út í fyrsta sinn. Lóðin er í dag skráð 986m2, en verður 4.848 m2, stækkun er tekin úr óútvísuðu landi Faxaflóahafna með landnúmer 219172.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

65.    Korngarðar 3     (01.323.201) 223775    Mál nr. BN053731

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Lóðaruppdrætti fyrir Korngarða 3, landnúmer 223775 er breytt. Við vesturhorn byggingarreits er bætt við 15 x 15m stóru svæði. Sú breyting er í samræmi við deiliskipulag. Lóðastærð er óbreytt eða 16.680 m2.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

66.    Móavegur 2     (02.375.303) 218667    Mál nr. BN053743

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stækka lóðina Móaveg 2 og sameina hana Móavegi 4 samanber meðfylgjandi uppdrætti landupplýsingadeildar dagsettir 20.10.2017.

Lóðin Móavegur 2 (staðgr. 2.375.301, landnr. 218667) er 2397 m².

Teknir 67 m2 af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (landnr. 221447).

Teknir 3 m2 af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (landnr. 221447).

Bætt 7838 m2 við lóðina frá óútvísaða landinu (landnr. 221447).

Bætt 2294 m2 við lóðina frá Móavegi 4 (staðgr. 2.375.302, landnr. 218668).

Bætt 1 m2 við lóðina vegna fermetrabrota.

Lóðin Móavegur 2 (staðgr. 2.375.301, landnr. 218667) verður 12460 m2.

Lóðin Móavegur 4 (staðgr. 2.375.302, landnr. 218668) er 2368 m².

Teknir 74 m2 af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (landnr. 221447).

Teknir 2294 m2 af lóðinni og bætt við Móavegi 2 (staðgr. 2.375.301, landnr. 218667).

Lóðin Móavegur 4 (staðgr. 2.375.302, landnr. 218668) verður 0 m² og hverfur og verður afmáð úr skrám.

Sjá deiliskipulagsbreytingu sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 06.09. 2017, í borgarráði þann 14.09.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 20.10.2017.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

67.    Skaftahlíð 38     (01.274.102) 103641    Mál nr. BN053744

Skaftahlíð 38,húsfélag, Skaftahlíð 38, 105 Reykjavík

Óskað er eftir að byggingarleyfisumsókn nr. BN051894 verði felld úr gildi með bréfi dags. 23. október 2017.

Afgreitt.

Fyrirspurnir

68.    Suðurhólar 2-8     (04.662.001) 112044    Mál nr. BN053741

Skúli Sigurðsson, Suðurhólar 6, 111 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fáist fyrir svalalokun á fjölbýlishúsum á lóð nr. 2-8 við Suðurhóla.

Jákvætt.

Með vísan til leiðbeininga á athugarsemdarblaði.

69.    Þórsgata 18     (01.186.303) 102259    Mál nr. BN053696

Haraldur Hrafnsson, Aragata 10, 101 Reykjavík

Sólveig Einarsdóttir, Aragata 10, 101 Reykjavík

Spurt er hvort "ósamþykkt íbúð" fáist samþykkt í kjallara húss á lóð nr. 18 við Þórsgötu.

Nei.

Íbúð uppfyllir ekki ákvæði byggingarreglugerðar sbr. athugarsemdarblað.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 13:47

Björgvin Rafn Sigurðarson    Nikulás Úlfar Másson

Sigrún Reynisdóttir    Sigríður Maack

Jón Hafberg Björnsson    Óskar Torfi Þorvaldsson

Olga Hrund Sverrisdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2017, þriðjudaginn 31. október kl. 10:10 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 948. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Olga Hrund Sverrisdóttir, Erna Hrönn Geirsdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Jón Hafberg Björnsson og Sigríður Maack.

Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1.    Akrasel 17     (04.943.012) 113012    Mál nr. BN053456

Sæmundur Stefánsson, Akrasel 17, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að steypa verönd við suðvesturhlið einbýlishúss á lóð nr. 17 við Akrasel.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

2.    Ármúli 1A     (01.261.402) 103511    Mál nr. BN053722

Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa hluta af inndreginni hæð, skilja eftir stiga- og lyftuhús ásamt tæknirými á 4. hæð, fjarlægja glerhliðar 1. hæðar og byggja léttan útvegg, klæddan litaðri málmklæðningu á húsi á lóð nr. 1A við Ármúla.

Bréf frá hönnuði dags. 16. október 2017 fylgir.

Minnkun: XX ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

3.    Blikastaðavegur 2-8     (02.496.101) 204782    Mál nr. BN053714

Korputorg ehf., Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN052395 þannig að 2 vöruhurðir milli mátlína 16 til 18 eru teknar út, bætt við rampi í mátlínu 15- 16 og smá breytingar á innra skipulagi rýma vegna lokaúttektar á K,L og M í verslunarhúsi á lóð nr. 2-8 við Blikastaðaveg.

Umsögn brunahönnuðar dags. 25. sept. 2017.

Bréf frá hönnuði dags. 17. okt. 2017 fylgir erindinu.

Gjald kr. 11.000 

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

4.    Borgartún 32     (01.232.001) 102917    Mál nr. BN053662

Borgartún ehf, Hegranesi 22, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að endurbæta eldvarnir og taka í notkun útgrafið sökkulrými undir vesturhluta og nýta sem geymslu í húsi á lóð nr. 32 við Borgartún.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. október 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2017.

Stækkun: sökkulrými  XX ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2017.

5.    Efstaleiti 2     (01.745.201) 224636    Mál nr. BN053777

Skuggi 4 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir uppsteypu að plötu yfir kjallara ásamt lögnum í jörð fyrir matshluta 03 og uppsteypu kjallara og plötu yfir kjallara fyrir matshluta 04, fjölbýlishús að Lágaleiti 2-6 á lóð að Efstaleiti 2, sbr. byggingarleyfisumsókn nr. BN052547.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

6.    Eirhöfði 2-4     (04.030.101) 110517    Mál nr. BN053724

Vagneignir ehf., Vagnhöfða 23, 110 Reykjavík

 Sótt er um leyfi til að byggja stálgrindarhús sem hýsa mun hjólbarða og þjónustu fyrir þá byggingu sem þegar er á lóð nr. 2-4 við Eirhöfða.

Stærðir: 

A-rými x ferm., x rúmm.

Erindi fylgir greinargerð um brunahönnun dags. 30.09.2017, umsögn skipulagsfulltrúa  við fyrirspurn dags. 27.04.2017 og óundirritað samkomulag um kvöð vegna flutninga ódags.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

7.    Fiskislóð 53-69     (01.087.401) 100008    Mál nr. BN053735

RA 10 ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á annarri hæð í mhl. 01 og 02, brunavarnir og flóttaleiðir eru bættar, svalir tengdar við nýjan flóttastiga á norðvesturhlið mhl. 02, frönskum svölum komið fyrir á mhl. 02 og komið fyrir fellistiga á norðvestur- og suðurhlið mhl. 01 á húsi á lóð nr. 53-69 við Fiskislóð.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Umsækjandi hafi samband við embætti byggingarfulltrúa og óski eftir húsaskoðun.

8.    Freyjubrunnur 33     (02.693.805) 205736    Mál nr. BN053758

Fagmót ehf., Laufbrekku 3, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051256 er varðar brunatexta í byggingalýsingu húss á lóð nr. 33 við Freyjubrunn. 

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

9.    Freyjugata 41     (01.194.206) 102550    Mál nr. BN053716

Ásmundarsalur ehf., Sjafnargötu 3, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053002, um er að ræða breytingar á innra skipulagi í Ásmundarsal á lóð nr. 41 við Freyjugötu.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

10.    Gefjunarbrunnur 12     (02.695.405) 206031    Mál nr. BN053513

Páll Mar Magnússon, Hraunbær 68, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús úr timbri, klætt að utan með múrsteinsklæðningu á lóð nr. 12 við Gefjunarbrunn.

Bréf frá hönnuði dags. 8. september 2017 fylgir erindi, einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. október 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2017.

Stærð:  223,9 ferm., 793,3 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2017.

11.    Grandagarður 20     (01.112.501) 100033    Mál nr. BN053658

HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN052903 þannig að breytt er innra fyrirkomulagi og sett er upp milliloft á norðvesturhorni hússins á lóð nr. 20 við Grandagarð.

Stækkun vegna millilofts er 52,4 ferm.

Umsögn brunahönnuðar dags. 9 okt. 2017 og bréf frá hönnuði dags. 19 okt. 2017 fylgir. 

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

12.    Grjótháls 8     (04.301.201) 111014    Mál nr. BN053654

Íslenska vetnisfélagið ehf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík

Skeljungur hf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja mhl. 04 og 05 og koma fyrir dælum á lóð nr. 8 við Grjótháls.

Umsögn brunahönnuðar dags. 12. október 2017 fylgir erindinu.

Stærð mhl. 04 er:  110,5 ferm., 439,9 rúmm.

Stærð mhl. 05 er:  37,5 ferm., 145,9 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Er í umsagnarferli hjá skipulagsfulltrúa.

13.    Haukdælabraut 3     (05.113.802) 214784    Mál nr. BN053657

Björn Ingi Björnsson, Friggjarbrunnur 38, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús með flötu þaki á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr og aukaíbúð í kjallara á lóð nr. 3 við Haukdælabraut.

Varmatapsútreikningur dags. 3. okt. 2017 fylgir.

Stærð A rýmis er: 336,0 ferm., 1.321,0 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Er í umsagnarferli hjá skipulagsfulltrúa.

14.    Haukdælabraut 68     (05.114.803) 214810    Mál nr. BN053067

Hrafnkell Markússon, Marteinslaug 7, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr, neðri hæð er steinsteypt og efri hæð úr Ytong kubbum, á lóð nr. 68 við Haukdælabraut.

Stærðir: A-rými 333,5 ferm., 1.999,8 rúmm. B-rými 4,2 ferm., 12,3 rúmm.

Greinargerð um burðarþol ódags. fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

15.    Haukdælabraut 118     (05.113.303) 214828    Mál nr. BN053496

Hilmar Karlsson, Bakkastaðir 61, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús úr forsteyptum einingum með innbyggðri bílgeymslu og kjallara á lóð nr. 118 við Haukdælabraut.

Stærð, A-rými:  329,5 ferm., 1.087,2 rúmm.

B-rými:  3 ferm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

16.    Háagerði 22     (01.817.402) 108149    Mál nr. BN053729

Hafsteinn Snorri Halldórsson, Háagerði 22, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN048337 vegna lokaúttektar á bílskúr á lóð nr. 22 við Háagerði.

Tölvupóstur frá 8. september 2016 fylgir erindi.

Gjald kr.11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17.    Hádegismóar 1     (04.411.701) 213064    Mál nr. BN053679

Freyr ehf, Lynghálsi 2, 110 Reykjavík

Sótt er um breytingu á erindi BN049417 sem felst í smávægilegum breytingum á innra fyrirkomulagi ásamt litabreytingu á hluta utanhússklæðningar og tilfærslu á stæðum fyrir rafbíla í húsi á lóð nr. 1 við Hádegismóa.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

18.    Hjallaland 1-31 2-40     (01.862.001) 108797    Mál nr. BN053495

Guðrún Pálína Ólafsdóttir, Hjallaland 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja yfir svalir þannig að útbúin er svalalokun á brautum og með glerþaki á raðhúsi nr. 7 á lóð nr. 1-31, 2-40 við Hjallaland.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. október 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2017.

Stærð B-rými: 13,5 ferm.,  XX rúmm.

Gjald kr. 11.000

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2017.

19.    Hraunbær 103A     (04.331.102) 225258    Mál nr. BN053670

Dverghamrar ehf., Lækjarbergi 46, 221 Hafnarfjörður

Sótt er um leyfi til að byggja 5-9 hæða fjölbýlishús með 60 íbúðum ásamt bílageymslu í kjallara á lóð nr. 103A við Hraunbæ.

Stærðir: 

A-rými 7.552,5 ferm., 22.338,5 rúmm.

B-rými 716,3 ferm., 1.925,3 rúmm.

Erindi fylgir:

2. útgáfa hljóðvistarskýrslu dags. 31.08.2017, 

3. útgáfa hljóðvistarskýrslu dags. 18.10.2017,

varmatapsútreikningar dags. 10.10.2017,

bréfi hönnuðar dags. 10.10.2017 og annað ódags.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

20.    Iðunnarbrunnur 2-4     (02.693.701) 206076    Mál nr. BN053656

Kjalarland ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílgeymslum á lóð nr. 2-4 við Iðunnarbrunn.

Stærðir

Mhl.01: A-rými x ferm., x rúmm. B-rými x ferm., x rúmm.

Mhl.02: A-rými x ferm., x rúmm. B-rými x ferm., x rúmm.

Varmatapsútreikningar dags. 26.10.2016 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

21.    Knarrarvogur 4     (01.457.002) 105650    Mál nr. BN053750

Iðnlausn ehf., Hátúni 6B, 105 Reykjavík

Sótt er um breytingu á erindi BN052106 vegna lokaúttektar sem felst í því að flóttahurð á 1. hæð er felld út og í hennar stað sett björgunarop á suður og norður hlið í húsi á lóð nr. 4 við Knarrarvog.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

22.    Kringlan 4-12     (01.721.001) 107287    Mál nr. BN053721

Reitir VII ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um breytingu á erindi BN052894 sem felst í minniháttar breytingu á innréttingu og flóttaleiðum í verslunarrými Hagkaups í húsi á lóð nr. 4-12 við Kringluna.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

23.    Lambhagavegur 6     (02.641.102) 211671    Mál nr. BN052714

Rüko Iceland ehf., Kórsölum 5, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja lagerhúsnæði  úr stálklæddum samlokueiningum við þjónustu og verkstæðis húsið á lóð nr. 6 við Lambhagaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. maí 2017 fylgir erindinu. Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.

Stækkun viðbyggingar er: 290,1 ferm., 2.183,6 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

24.    Langholtsvegur 33     (01.357.008) 104397    Mál nr. BN053615

Guðmundur G Símonarson, Langholtsvegur 33, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052300, gluggum er breytt og svalir lengdar á einbýlishúsi á lóð nr. 33 við Langholtsveg.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

25.    Laufásvegur 46     (01.185.107) 102145    Mál nr. BN053102

Þórey Bjarnadóttir, Laufásvegur 46, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum af 1. hæð í húsinu á lóð nr. 46 við Laufásveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. ágúst 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. ágúst 2017.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

26.    Mjölnisholt 6     (01.241.013) 103008    Mál nr. BN053561

Arctic Tours ehf., Hagamel 34, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja hæð og ris og fjölga íbúðum úr tveimur í þrjár og byggja svalir á bakhlið húss á lóð nr. 6 við Mjölnisholt.

Stækkun, mhl. 01, A-rými:  99,7 ferm., 264,2 rúmm.

Samtals eftir stækkun:  318,2 ferm., 875,2 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

27.    Mjölnisholt 8     (01.241.014) 103009    Mál nr. BN053720

Arctic Tours ehf., Hagamel 34, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að lengja svalir á nýsamþykktu fjölbýlishúsi, sjá erindi BN052156, á lóð nr. 8 við Mjölnisholt.

Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 23. október 2017 áritað á uppdrátt.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. 

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

28.    Nýlendugata 19C     (01.131.206) 100175    Mál nr. BN053490

Þórður Bragi Jónsson, Vogsholt 11, 675 Raufarhöfn

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051682 þannig að hætt er við baðherbergi á annarri hæð og því rými breytt í geymslu, salerni og sturta flutt á fyrstu hæð og hætt er við glugga á vesturhlið og gluggi settur á norðurhlið á húsi á lóð nr. 19C við Nýlendugötu.

Umsögn Minjastofnunar dags. 21. september 2017 fylgir erindinu.

[Umsögn Minjastofnunar dags. 30. október 2017 fylgir erindinu.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

29.    Rauðagerði 27     (01.821.202) 108305    Mál nr. BN053650

Félag íslenskra hljómlistarm, Rauðagerði 27, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir tveimur færanlegum kennslustofum þar sem burðavirkið er úr timbri, einangrað og klætt með timburklæðningu á lóð nr. 27 við Rauðagerði.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. október 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. október 2017.

Stærð kennslustofa  xx ferm. XX rúmm.

Gjald kr. 11.000

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 26. október 2017.

30.    Rauðarárst 31-Þverh18     (01.244.001) 103175    Mál nr. BN053752

DRA ehf., Rauðarárstíg 31, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049335 þannig að flóttaleiðum er breytt vegna athugasemda í lokaúttekt húsi á lóð nr. 31 við Rauðarárstíg. 

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrgðaraðilar. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

31.    Sifjarbrunnur 2-8     (02.695.602) 206109    Mál nr. BN053717

Kjalarland ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja fjögur staðsteypt, tveggja hæða raðhús með innbyggðum bílskúrum  á lóð nr. 2-8 við Sifjarbrunn.

Stærð: Mhl. 01:  198,4 ferm., 613,9 rúmm.

Mhl. 02:  197,7 ferm., 611,8 rúmm.

Mhl. 03:  197,7 ferm., 611,8 rúmm.

Mhl. 04:  238,0 ferm., 732,9 rúmm.

Samtals:  831.8 ferm., 2.570,4 rúmm.

Erindi BN053123 er dregið til baka með tölvupósti dags. 26. október 2017

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

32.    Skipholt 29     (01.250.112) 103430    Mál nr. BN053754

X-JB ehf., Tjarnarbrekku 2, 225 Álftanes

Sótt er um leyfi til að innrétta 20 gistirými í bakhúsi nr. 29 sem verða tengd gististað í húsi 29A á lóð nr. 29 við Skipholt.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

33.    Skógarhlíð 10     (01.703.401) 107073    Mál nr. BN053577

Landleiðir ehf., Hásölum 3, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN051171 v. lokaúttektar, pallalyfta er færð til, hurðagati lokað og breytt innra skipulagi á annarri hæð í húsi á lóð nr. 10 við Skógarhlíð.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

34.    Skrauthólar 4     (32.551.102) 223455    Mál nr. BN053667

H-O-H sf., Bergstaðastræti 9, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja snyrtingu og baðaðstöðu sem samanstendur af tveim einangruðum gámum sem standa á staðsteyptum sökklum og á milli þeirra er reist skúrbygging úr timbri sömuleiðis á steyptum sökklum og á að nota  sem aðstöðu fyrir tjaldgesti á lóð nr. 4 við Skrauthóla Kjalarnesi.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. október 2017 fylgir erindinu.

Stærð: 39,3 ferm., 114,7 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

35.    Stigahlíð 45-47     (01.712.101) 107208    Mál nr. BN052805

Suðurver ehf., Stigahlíð 45-47, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja eina hæð ofan á núverandi hús með 14 íbúðum og sameiginlegu þvottahúsi ásamt því að endurinnrétta 2. hæð fyrir skrifstofur, setja lyftu sem tengir allar hæðir og koma fyrir hjóla- og vagnageymslu í kjallara í húsi á lóð nr. 45-47 við Stigahlíð.

Stækkun: A-rými 933,4 ferm., 3.116,3 rúmm.

Fylgigögn með erindi eru:

Samþykki meðeigenda dags. 19.04.2017.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 04.03.2017.

Bréf arkitekts dags. 18.04.2017.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 18.04.2017.

Brunahönnunarskýrsla dags. apríl 2017.

Hljóðvistarskýrsla dags. febrúar 2017.

Lagður er fram lóðarleigusamningur fyrir bílastæðalóð dags. 01.02.2007.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

36.    Suðurlandsbraut 72     (01.473.301) 222540    Mál nr. BN053663

Hans Olav Andersen, Hávallagata 21, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða nýbyggingu fyrir höfuðstöðvar Hjálpræðishersins á lóð nr. 72-74 við Suðurlandsbraut.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. október 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2017.

Stærðir:

A-rými 1.442,0 ferm., 7.206,5 rúmm.

B-rými x ferm., x rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

37.    Tunguháls 8     (04.342.101) 179593    Mál nr. BN053604

Opus fasteignafélag ehf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja stálgrindarhús, mhl. 04, á einni hæð og nota á sem lagerhúsnæði við hlið mhl. 01 á lóð nr. 8 við Tunguháls.

Varmatapsútreikningur dags. 27. september 2017 fylgja .

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. október 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2017.

Stærð: 700 ferm.,  5.404 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2017.

38.    Úlfarsbraut 114     (02.698.508) 205752    Mál nr. BN053501

Kjalarland ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051378 sem felst í því að kalt bogadregið þakskýli hefur verið fjarlægt og útlitum breytt lítilsháttar, auk breytinga á innra skipulagi baðherbergja í húsi á lóð nr. 114 við Úlfarsbraut.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. október 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. október 2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

39.    Vegamótastígur 4     (01.171.404) 101413    Mál nr. BN053127

Vegamótastígur 4 hf, Huldubraut 32, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að innrétta starfsmannaaðstöðu og vörumóttöku í rými 0102 og sameina það veitingarými í sama matshluta, einnig er sótt um leyfi til að loka dyraopi á lóðamörkum að húsi við Laugaveg, byggja nýja flóttaleið út á þak lágbyggingar, innrétta efri hæð sem bruggsvæði, breyta tegund veitingastaðar í teg. a og b fyrir 180 gesti og koma fyrir aðstöðu til útiveitinga fyrir 56 gesti á torgi framan við hús á lóð nr. 4 við Vegamótastíg.

Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 30. júní 2017.

Jafnframt er erindi BN052811 dregið til baka.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

40.    Víðimelur 32     (01.540.027) 106244    Mál nr. BN053719

Jóhanna Jónsdóttir, Dyngjuvegur 6, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053389, um er að ræða breytingu á brunahólfun í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 32 við Víðimel.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

41.    Vínlandsleið 16     (04.111.602) 208324    Mál nr. BN053493

Vínlandsleið ehf, Stangarhyl 5, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta mötuneyti á þriðju hæð, breyta mötuneyti og sýningarsal á annarri hæð í skrifstofur og verkstæði, breyta lager í skrifstofurými og aðstöðu fyrir hjálpatæki, koma fyrir starfsmannaaðstöðu ásamt því að fækka bílastæðum fatlaðra í húsi á lóð nr. 16 við Vínlandsleið.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Ýmis mál

42.    Bíldshöfði 12     (04.064.101) 110669    Mál nr. BN053773

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stækka lóðina Bíldshöfða 12 samanber meðfylgjandi uppdrætti landupplýsingadeildar dagsettir 27.10.2017.

Lóðin Bíldshöfði 12 (staðgr. 4.064.101, landnr. 110669) er 4858 m².

Bætt 525 m2 við lóðina frá óútvísaða landinu (landnr. 221447).

Bætt 1 m2 við lóðina vegna fermetrabrota.

Lóðin Bíldshöfði 12 (staðgr. 4.064.101, landnr. 110669) verður 5384 m².

Sjá deiliskipulagsbreytingu sem var samþykkt í skipulagsráði þann 29.06. 2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 17.08.2005.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

43.    Reykjafold 10     (02.870.605) 110298    Mál nr. BN053597

Ólafur Börkur Þorvaldsson, Reykjafold 10, 112 Reykjavík

Tilkynnt er um framkvæmd sem felst í að koma fyrir 180 cm skjólvegg að borgarlandi og á milli lóða nr. 12 og 10 við Reykjafold.

Samþykki eigandi lóðar nr. 12 við Reykjafold dags. okt. 2017.

Gjald kr. 11.000

Afgreitt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

44.    Sóltún 1 Mánatún 19-21     (01.230.003) 208475    Mál nr. BN053734

Einar Benediktsson, Sóltún 1, 105 Reykjavík

Tilkynnt er um byggingu grindverks sem er 2.1 m á hæð í kringum sérafnotahluta 0112 í eigu íbúðar 0101 á lóð nr. 1 við Sóltún.

Samþykki 24 eigenda af 44 fylgir erindi.

Afgreitt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

45.    Fossagata 11     (01.636.607) 106724    Mál nr. BN053738

Georg Theodórsson, Fossagata 11, 101 Reykjavík

Spurt er hvort áður gerð íbúð í kjallara fáist samþykkt í tvíbýlishúsi á lóð nr. 11 við Fossagötu.

Afgreitt.

Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.

46.    Grettisgata 8     (01.182.107) 101823    Mál nr. BN053739

Björn Ragnar Lárusson, Lindarsel 10, 109 Reykjavík

Spurt er hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að skipta mhl.01, sem er skráður sem íbúðarhús, og mhl.70, sem er skráður sem geymsla, upp í tvær sjálfstæðar eignir á lóð nr. 8 við Grettisgötu.

Afgreitt.

Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.

47.    Njarðargata 47     (01.186.604) 102300    Mál nr. BN053725

Guðrún Friðriksdóttir, Langabrekka 32, 200 Kópavogur

Spurt er hvort rishæð sem nú er skráð vinnustofa fengist samþykkt sem íbúð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 47 við Njarðargötu.

Afgreitt.

Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.

48.    Skaftahlíð 15     (01.273.015) 103624    Mál nr. BN053748

Glenn Steven Moyle, Skaftahlíð 15, 105 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að gera hurð úr stofu út á svalir fjölbýlishúss á lóð nr. 15 við Skaftahlíð.

Jákvætt.

Sækja þarf um byggingarleyfi og samþykki meðlóðarhafa.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12:30

Erna Hrönn Geirsdóttir    Nikulás Úlfar Másson

Sigrún Reynisdóttir    Sigríður Maack

Jón Hafberg Björnsson    Óskar Torfi Þorvaldsson

Olga Hrund Sverrisdóttir