Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 208

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2010, miðvikudaginn 19. maí kl. 10:08, var haldinn 208. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Ásgeir Ásgeirsson, Torfi Hjartarson, Sigurður Kaiser Guðmundsson, Guðrún Erla Geirsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson, Stefán Finnsson og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Þórarinn Þórarinsson, Bragi Bergsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Margrét Leifsdóttir og Björn Axelsson. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 14. maí 2010.

2. Þarabakki 3, breyting á deiliskipulagi (04.603.7) Mál nr. SN100192
Húsfélagið Þarabakka 3, Þarabakka 3, 109 Reykjavík
Arkís ehf, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi Arkís ehf dags. 11. maí 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Mjóddar vegna lóðarinnar nr 3 við Þarabakka. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður fyrir lyftuhús við suður- og norður hliðar hússins samkvæmt uppdrætti dags. 26. janúar 2010.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt er samþykkt að upplýsa Svæðisfélags Mjóddarinnar sérstaklega um tillöguna.
Vísað til borgarráðs.

3. Vatnsmýrin, samgöngumiðstöð, (01.6) Mál nr. SN100183
breyting á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar
Teiknistofan ehf, Brautarholti 6, 105 Reykjavík
Lögð fram tillaga T.ark Teiknistofunnar ehf. að breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar. Í tillögunni er gert ráð fyrir lóð fyrir samgöngumiðstöð í Vatnsmýri á norð-austur hluta flugvallarsvæðisins samkvæmt uppdrætti og greinargerð dags. 19. maí 2010
Einnig lögð fram umhverfisskýrsla VSÓ Ráðgjöf dags. í maí 2010.
Vísað til umsagnar hjá umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkur.
Einnig er samþykkt að óska eftir umsögnum Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar og Flugmálastjórnar Íslands um tillöguna.

Ásgeir Ásgeirsson vék af fundi við umfjöllun málsins

4. Hlíðarendi, Valssvæði, breyting á deiliskipulagi(01.62) Mál nr. SN100098
ALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur
Lögð fram tillaga ALARK arkitekta ehf, dags. 30. apríl 2010, að breytingu á deiliskipulagi á lóð Knattspyrnufélagsins Vals að Hlíðarenda. Í tillögunni felst breyting á gildandi deiliskipulagi sem byggir á niðurstöðu í samkeppnishugmynd Vatnsmýrarinnar, samkvæmt uppdrætti dags. 30. apríl 2010.
Einnig lagður fram skýringaruppdráttur og greinargerð dags. 30. apríl 2010, umsögn umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10 mars 2010 og
minnisblað skipulagsstjóra dags. 5. maí 2010, ásamt minnisblaði Menntasviðs dags. 17. maí 2010 varðandi þörf á skóla og leikskóla fyrir Valssvæði að Hlíðarenda og hljóðvistarskýrslum og greinargerð dags. í maí 2010.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Samfylkingarinnar Sigurður Kaiser og Guðrún Erla Geirsdóttir óskuðu bókað:
“Fulltrúar Samfylkingarinnar samþykkja samþykkja að setja deiliskipulag á Hlíðarenda í auglýsingu með fyrirvara um endanlega afstöðu. Mikilvægt er að kynna fyrirhuguð uppbyggingaráform og fá fram vilja borgarbúa til svæðisins. Uppbyggingu á þessu svæði mun styrkja mannlíf við fjölmennustu vinnustaði og skóla landsins.
Með þessu skipulagi kemur skýrt fram að nýi Nauthólsvegurinn sem liggur frá Hringbraut að Nauthólsvík og opnaður var með pomp og prakt sl. haust var alls ekki hannaður og lagður í samræmi við það skipulag sem nú er í gildi né þá skipulagshugmynd sem unnið hefur verið með í a.m.k. 3 ár . Nauthólsvegurinn er lagður sem hraðbraut þó hann eigi að vera í þéttu borgarumhverfi og nú er staðfest að hann þarf að endurhanna og endurgera með tilheyrandi kostnaði fyrir borgarsjóð. Það er með ólíkindum að þessi gamla hugmyndafræði hafi verið höfð að leiðarljósi í hönnum umferðarmannvirkja á sl. 2 árum.”

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífll Ingvarsson , Ragnar Sær Ragnarsson, og fulltrúar framsóknarflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Ásgeir Ásgeirsson óskuðu bókað:#GL Nauthólsvegur sem lagður var í götustæði Hlíðarfótar er lagður til bráðabirgða m.a til að tryggja gott aðgengi að nýju húsnæði Háskólans í Reykjavík. Má segja að vegurinn sé fyrsti áfangi framtíðarvegar um svæðið. En þar sem hann er lagður til bráðabirgða af hagkvæmnisástæðum er hann ekki í endanlegri hæðarlegu og tekur ekki enn mið af grunnkótum sem framtíðaruppbygging miðast við. Ekki þykir tímabært að leggja veginn í rétta hæð og endanlega legu fyrr en uppbygging samkvæmt verðlaunaskiplagi Vatnsmýrar hefst. Þegar sú hugmyndafræði verður að veruleika er gert ráð fyrir að vegurinn breytist og taki mið af byggðinni og því borgarmiðaða umferðarkerfi sem er hluti af verðlaunatillögu um framtíðaruppbyggingu í Vatnsmýri.#GL

5. Vogar sunnan Skeiðarvogs, forsögn, deiliskipulag(01.4) Mál nr. SN090101
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga Húss og skipulags ehf. að deiliskipulagi Voga, sunnan Skeiðarvogs, mótt. 8. janúar 2010. Kynning stóð til og með 15. febrúar 2010. Eftirtaldir aðilar sendu ábendingar: Guðlaugur Einarsson, dags. 21. janúar, Árni I. Jónsson, dags. 26. janúar, Vigdís Jónsdóttir, dags. 2. febrúar, Hrund Einarsdóttir, dags. 10. og 24. febrúar, Börkur Valdimarsson, 24. febrúar og viðbótargögn vegna eldri samskipta, dags. 1. mars 2010, Linda B. Jóhannsdóttir, dags. 24. febrúar, Ragnar S. Bjarnason, dags. 24. febrúar, Sigurjón P. Ísaksson, dags. 24. febrúar, Anna Ragna Alexandersdóttir, dags. 26. febrúar, Hrund Einarsdóttir f.h. 69 aðila á undirskriftarlista, dags. 26. febrúar, Hólmfríður Einarsdóttir og Sigurður Sigurðsson, dags. 26. febrúar, Gísli Jónsson, dags. 28. febrúar, Ingibjörg R. Hjálmarsdóttir, dags. 2. mars 2010 ,Ragnar Jónasson, f.h. Sumargjafar, dags. 3. mars 2010, Guðrún Kristjónsdóttir, dags. 4. mars 2010, Hanna Magnúsdóttir, dags. 4. mars 2010, Kristján Kristjánsson, dags. 4. mars 2010, Kristín S. Hjálmtýsdóttir, dags. 4. mars. 2010, Þorgerður Guðmundsdóttir, dags. 25. feb. 2010 og athugasemdir stjórnar LHM, dags. 4. mars 2010. Einnig lögð fram húsakönnun fyrir Vogahverfi, dags. apríl 2010.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

(B) Byggingarmál

6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN041569
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 587 frá 18. maí 2010.

(D) Ýmis mál

7. Framnesvegur 14, málskot (01.133.2) Mál nr. SN100169
Þórir Björnsson, Lindargata 64, 101 Reykjavík
Lagt fram málskot Þóris Björnssonar dags. 28. apríl 2010 vegna afgreiðslu skipulagsstjóra frá 5. febrúar 2010 um byggingu kvista og svala. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 3. febrúar 2010.
Fyrri afgreiðsla skipulagsstjóra frá 5. febrúar 2010 staðfest.

8. Bjarkargata 12, málskot (01.143.1) Mál nr. SN100181
Áslaug Hafliðadóttir, Bjarkargata 12, 101 Reykjavík
Lagt fram málskot Áslaugar Hafliðadóttur dags. 28. apríl 2010 vegna neikvæðar afgreiðslu skipulagssjóra frá 16. apríl 2010 um að setja bílastæði á lóðina nr. 12 við Bjarkargötu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 16. apríl 2010.
Fyrri afgreiðsla skipulagsstjóra frá 16. apríl 2010 staðfest.

9. Fiskislóð 31, bréf byggingarfulltrúa (01.089.1) Mál nr. SN100199
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 19. maí 2010 vegna stöðvunar byggingarfulltrúa á óleyfisframkvæmd þar sem byggt hefur verið yfir um það bil hálfar þaksvalir á húsinu nr. 31 við Fiskislóð.
Skipulagsráð staðfestir stöðvun framkvæmda samkvæmt bréfi byggingarfulltrúa.

10. Brautarholt 1 125660, (00.018.000) Mál nr. BN041590
Byggingarfulltrúi gerir grein fyrir stöðu mála á lóð nr. 1 við Brautarholt.

11. Mjölnisholt 12-14, (01.241.104) Mál nr. BN041591
Byggingarfulltrúi gerir grein fyrir stöðu mála á lóð nr. 12-14 við Mjölnisholt.

12. Vesturgata 64, (01.130.113) Mál nr. BN041592
Byggingarfulltrúi gerir grein fyrir stöðu mála á lóð nr. 64 við Vesturgötu.
13. Lóðir í Reykjavík, Mál nr. SN100186
Kynning á auðum lóðum í grónum hverfum í Reykjavík, sem eru í eigu borgarinnar.
Kynnt.

14. Borgarvernd, húsvernd, stefnumótun í borgar- og húsverndarmálumMál nr. SN070387
Lögð fram að nýju 8. drög að skýrslu vinnuhóps um stefnumótun í borgar- og húsverndarmálum dags. 2. maí 2008.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Skipulagsráð Reykjavíkur samþykkir að miðborg Reykjavíkur, innan Hringbrautar, skuli skilgreind sem sérstakt verndarsvæði til samræmis við það sem tíðkast í sögulegum miðbæjum víða í Evrópu og Norður Ameríku. Átt er við það sem í Bretlandi kallast conservation area og historic district í Bandaríkjunum.
Markmiðið er að vernda sögulega byggð á svæðinu og stuðla að því að þegar framkvæmdir fara fram innan svæðisins verði þær til þess fallnar að styrkja heildarmynd þess til samræmis við það sem var þegar svæðið byggðist.
Slík skilgreining skal verða hluti af staðfestu aðalskipulagi og taka gildi ekki síðar en á afmæli Reykjavíkurborgar 18. ágúst 2010.”

Samþykkt.
Vísað til meðferðar hjá embætti skipulagsstjóra.

Júlíus Vífill Ingvarssonar vék af fundi kl. 11:43

15. Laugavegur 74, bréf byggingarfulltrúa (01.174.207) Mál nr. BN041253
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 9. nóvember 2009, til lóðarhafa varðandi framkvæmdir við lóðina nr. 74 við Laugaveg þar sem veittur er frestur til að leggja fram tímaáætlun. Einnig lagt fram bréf Verkfræðistofunnar Ferils ehf, dags. 3. desember 2009, þar sem óskað er eftir framlengingu tímafresta.
Samþykkt að veita frekari frest til 1. september nk. Fyrir þann tíma skal lóðarhafi leggja fram nákvæma tímaáætlun vegna uppbyggingar á lóðinni.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:30.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Ragnar Sær Ragnarsson Ásgeir Ásgeirsson
Torfi Hjartarson Sigurður Kaiser Guðmundsson
Guðrún Erla Geirsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2010, þriðjudaginn 18. maí kl. 10.20 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 587. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Þórður Búason, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Alþingisreitur-Kirkjustræti 4 (01.141.106) 100886 Mál nr. BN041537
Alþingi, Kirkjustræti, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til bæta við tæknirýmum og aðgengi að þeim, sbr. erindi BN039779 samþ. 16.3. 2010, í kjallara húss nr. 4 á lóð nr 4-10 við Kirkjustræti.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Aragata 15 (01.630.502) 106675 Mál nr. BN041553
Ingigerður Á Guðmundsdóttir, Aragata 15, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja bílgeymslu og að breyta inni og úti þar á meðal að flytja inntök heimlagna í húsnæðinu á lóð nr. 15 við Aragötu.
Stækkun: kjallari ?? 1.hæð ?? Bílskýli ??
Gjald kr. 7.700 + ??
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

3. Álfab. 12-16/Þönglab. (04.603.503) 111722 Mál nr. BN041473
Reitir fasteignafélag hf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á innra skipulagi 1. hæðar í mhl 05 í suðvesturhluta hússins nr. 16 á lóð 12 -16 við Álfabakka.
Bréf frá hönnuði dags. 27. apríl 2010 og 12. maí 2010
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Þinglýsa skal yfirlýsingu um samruna eigna fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

4. Árvað 5 (04.731.101) 203628 Mál nr. BN041542
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að taka austurhluta Norðlingaskóla sbr. erindi BN037329 í notkun en hann stendur á lóð nr. 5 við Árvað.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Bakkagerði 14 (01.816.307) 108117 Mál nr. BN041538
Gísli Hafþór Jónsson, Bakkagerði 14, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu sem nota á sem garðstofu við einbýlishúsið á lóð nr. 14 við Bakkagerði.
Stækkun: ?? ferm., ?? rúmm.
Gjald kr. 7.700 + ??
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Vegna breytinga á deiliskipulagi er vísað til bókunar á fundi skipulagsstjóra frá 5. mars 2010.

6. Bakkastaðir 2 (02.422.301) 178890 Mál nr. BN041564
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu við núverandi grunnskóla, Korpuskóla, á lóð nr. 2 við Bakkastaði.
Meðfylgjandi er bréf frá arkitekt dags. 10.5. 2010, skýrsla um aðgengi/frágengi frá ferlinefnd Reykjavíkurborgar dags. 3.5. 2010. og Brunahönnun dags. 10.5. 2010.
Stærðir stækkun: 340,0 ferm., 1.513,0 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 116.501
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Bankastræti 5 (01.170.008) 101326 Mál nr. BN041566
Eik fasteignafélag hf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta hámarksfjölda gesta í 130 á 1. hæð og 30 í kjallara veitingahússins á lóð nr. 5 við Bankastræti.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Skoðist á staðnum.

8. Borgartún 35 (00.000.000) 186012 Mál nr. BN041559
Hlutdeild,deild vinnudeilusjóðs, Borgartúni 35, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta fjórum skrifstofum í eina á 1. hæð skrifstofubyggingar á lóð nr. 35 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

9. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN041451
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta vegg milli flóttaleiða við neyðarstigahús út fyrir reyktjald og setja hurð út úr veitingastað inn á þennan gang á 1. hæð í atvinnuhúsinu Höfðatún 2 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Dragháls 6-12 (04.304.503) 111025 Mál nr. BN041464
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta bifreiðaverkstæði á 1. hæð í iðnaðarhúsnæði nr. 9 milli mátlína C-E og 28-30 á lóð nr. 5-7 og 9-11 við Fossháls.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Dragháls 28-30/F..... (04.304.301) 111020 Mál nr. BN041442
SG Fjárfestar ehf, Fosshálsi 27-29, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kjallara, mhl. 02, úr steinsteypu og fá takmarkað byggingarleyfi fyrir 1. áfanga Fossháls 27-29 á lóð nr. 28-30 við Dragháls.
Stærðir: 288,2 ferm., 1.308,4 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 100.747
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

12. Fiskislóð 31 (01.089.101) 209683 Mál nr. BN041524
North Properties ehf, Þverási 25, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja þak yfir hálfar svalir á 3. hæð með vegg beggja vegna, og breyta innréttingum á 1. og 2. hæð, bæta við gluggum á suðvestur og norðvestur gafla á atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 31 við Fiskislóð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 14. maí 2010 fylgir erindinu.
Stækkun. B rými xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Synjað.
Samræmist ekki deiliskipulagi.

13. Flugvöllur 106746 (01.65-.-99) 106746 Mál nr. BN041557
Flugfélag Íslands ehf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja anddyri úr timbri með steyptum sökklum, klætt með málmklæðningu, hurð sett í útvegg og skjólvegg komið fyrir á austurhlið flugstöðvarbyggingarinnar á Reykjavíkurflugvelli við Þorragötu sbr. erindið BN041230 dags. 27. apríl 2010
Niðurrif ?? ferm., ?? rúmm. Stækkun: ?? fem., ?? rúmm.
Gjald kr. 7.700 + ??
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Geirsgata 3a-7c (01.117.306) 100086 Mál nr. BN041361
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitinga- og samkomusal í flokki II á 1. og 2. hæð í atvinnuhúsnæðinu nr. 7B á lóð nr. 3A til 7C við Geirsgötu.
Umsögn burðavirkishönnuðar dags. 3. maí 2010.
Tölvupóstur frá hönnuð dags. 11. maí 2010
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Vakin er athygli á athugasemdum heilbrigðiseftirlits vegna sorphirðu.

15. Grettisgata 28 (01.190.002) 102340 Mál nr. BN041519
Maríanna Clara Lúthersdóttir, Grettisgata 28, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir úr stáli og timbri á 2. hæð tvíbýlishússin á lóð nr. 28 við Grettisgötu.
Samþykki meðeigenda dags. 4. maí 2010.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Grettisgata 53B (01.174.227) 101630 Mál nr. BN041527
Snæbjörn Þór Stefánsson, Grettisgata 51, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja utanáliggjandi tröppur, grafa frá húsi, byggja svalir á 2. hæð, gera nýjan inngang á jarðhæð og hvort ósamþykkt íbúð á 0201 á 2. hæð fengist samþykkt með sýndum breytingum af fjölbýlishúsi á lóð nr. 53B við Grettisgötu.
Niðurrif: ?? ferm., ?? rúmm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Grjótagata 4 (01.136.515) 100604 Mál nr. BN041555
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi fyrir starfsmannaaðstöðu fyrir starfsmenn veitingastaðarins að Aðalstræti 12, sbr. erindi BN036489 samþ. 24.7. 2007, í kjallara húss á lóð nr. 4 við Grjótagötu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

18. Haukdælabraut 100 (05.114.104) 214819 Mál nr. BN041454
HB-100 ehf, Dofraborgum 9, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja úr staðsteypu með timburþaki og einangrað að innan, einbýlishús á tveim hæðum með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 100 við Haukdælabraut. Sótt er um að erindi BN039722 dags. 7. apríl 2009 verði dregið til baka.
Meðfylgjandi er mæli- og hæðarblað.
Stærðir: 1. hæð 162,0 fem. 2. hæð 198,8 ferm. bílgeymsla 74,0 ferm. Samt. 434,8 ferm og 1695,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 130.569
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

19. Haukdælabraut 102 (05.113.501) 214820 Mál nr. BN041379
Berglind Björk Halldórsdóttir, Kárastígur 12, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðri tvöfaldri bílgeymslu á lóð nr. 102 við Haukdælabraut.
1. hæð íbúð 162,0 ferm., 2. hæð íbúð 182,0 ferm., bílgeymsla 60,8 ferm.
Samtals: 404,8 ferm., 1.508,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 106.653
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

20. Hátún 10-12 (01.234.001) 102923 Mál nr. BN041536
Brynja, Hússjóður Öryrkjabandal, Hátúni 10, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til innanhúsbreytinga sem felast í að fækka íbúðum úr 81 í 77 og stækka þær samsvarandi, breyta geymslum og sorpgeymslu í kjallara, fella niður útitröppur að sorpgeymslu utanhúss og setja 160 cm hátt glerhandrið á sameiginlegar svalir á 2. - 8. hæð í fjölbýlishúsi nr. 10B á lóð nr. 10 við Hátún.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Ingólfsstræti 1A (01.171.021) 101365 Mál nr. BN041362
Ingólfsstræti 1a ehf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta þrjú hótelherbergi á 2. og 3. hæð í flokki II í veitinga- og skrifstofuhúsinu á lóð nr. 1A við Ingólfsstræti.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

22. Ingólfsstræti 20 (01.180.111) 101687 Mál nr. BN041549
Sigríður Erla Gunnarsdóttir, Ingólfsstræti 20, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN038604 þar sem sótt er um að rífa bílskúr og byggja í staðinn viðbyggingu með kjallara, hæð og risi og setja nýja kvisti á rishæðina á einbýlishúsi á lóð nr. 20 við Ingólfsstræti.
Tillagan var grenndarkynnt frá 1. ágúst til og með 1. október 2008. Ein athugasemd barst frá Guðspekifélagi Íslands dags. 17. september 2008.
Núv. hús 167,4 ferm., 481,2 rúmm., stækkun 59,9 ferm., 159,9 rúmm., samtals eftir stækkun 227,3 ferm., 641,1 rúmm. Stærð skúrs, sem verður rifinn er 21 ferm., 63 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 12.312
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

23. Í landi Fitjakots 125677 (00.026.002) 125677 Mál nr. BN041356
Jón Jóhann Jóhannsson, Perlukór 6, 203 Kópavogur
Ingibjörg R Þengilsdóttir, Perlukór 6, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta anddyri og innra skipulagi í nýsamþykktu erindi BN039922 varðandi einbýlishús í landi Fitjakots.
Stærðir stækkun 18,9 ferm., 84 rúmm.
Samtals eftir stækkun 375,3 ferm., 969.5 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 6.468
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Jafnasel 6 (04.993.103) 113284 Mál nr. BN041532
Brimborg ehf, Bíldshöfða 6, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta útveggjaklæðningu á viðbyggingu úr sléttum fíberplötum í lárétt bárustál sbr. BN040665 dags. 1. des. 2009 í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 6 við Jafnasel.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vantar samþykki meðeigenda.

25. Jakasel 33 (04.994.206) 113299 Mál nr. BN041456
Anna María Jónsdóttir, Jakasel 33, 109 Reykjavík
Guðlaugur Kristján Sigurðsson, Jakasel 33, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steypta verönd sunnan húss, til að innrétta geymslu þar undir og til að gera glugga og hurðir á kjallara einbýlishússins á lóð nr. 33 við Jakasel.
Erindi fylgir fsp. BN040337 dags. 15. september 2009.
Stækkun kjallari: 117,4 ferm., 285,2 rúmm.
Útigeymsla: 43 ferm., 104,5 rúmm.
Samtals: 160,4 ferm., 389,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 30.007
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

26. Klapparstígur 17 (01.152.402) 101048 Mál nr. BN041158
Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson, Kjartansgata 10, 105 Reykjavík
Marías Sveinsson, Langholtsvegur 132, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja fimm íbúða fjölbýlishús úr forsteyptum einingum með utanáliggjandi stiga, kjallara og þrjár hæðir á lóð nr. 17 við Klapparstíg.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 30. mars 2010, bréf hönnuðar dags. 8. mars 2010 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 19. mars 2010.
Stærðir: Kjallari 21 ferm., 1. hæð 138,3 ferm., 2. hæð 152 ferm., 3. hæð 152 ferm.
A-rými samtals: 463,3 ferm., 1.611,1 rúmm.
B-rými samtals: 57,4 ferm.
Samtals: 520,7 ferm., 1.611,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 124.055
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bókun byggingarfulltrúa: Skila skal uppdrætti af frágangsdeilum við aðliggjandi hús og fá hann samþykktan fyrir útgáfu byggingarleyfis.

27. Klettháls 9 (04.346.101) 188541 Mál nr. BN040007
Formvélar ehf, Kletthálsi 9, 110 Reykjavík
Íslandsbanki fjármögnun, Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta eignarhaldi 0104 upp í 0104 og 0105 og bæta við inngangi og innrétta einingu 0105 í atvinnuhúsinu á lóð nr. 9 við Klettháls.
Sbr. áður samþykkt erindi BN038222
Meðfylgjandi bréf frá Formvélum dags. 1. júní 2009 og aftur 26. apríl 2009
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

28. Laufásvegur 58 (01.197.201) 102716 Mál nr. BN041322
Klettur-eignir ehf, Laufásvegi 49-51, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi jarðhæðar, síkka glugga á suðurhlið, útbúa franskar svalir og innrétta tvær íbúðir í íbúðar- og atvinnuhúsinu á lóð nr. 58 við Laufásveg.
Erindi fylgir bréf umsækjanda ódagsett, staðfesting á starfsábyrgðartryggingu dags. 18. mars, umsögn burðarvirkishönnuðar og viljayfirlýsing eigenda efri hæða Laufásvegar 58 dags. dags. 19. mars og samkomulag um framkvæmdir milli eigenda Laufásvegar 58 dags. 20. mars 2010 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 16. apríl 2010.
Gjald kr. 7.700 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

29. Laugav 22/Klappars 33 (01.172.201) 101456 Mál nr. BN040678
Átt-kaup ehf, Stekkjarseli 9, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að loka stigahúsi á 1. hæð og leggja niður eldhús á 1. hæð í veitingahúsi á lóð nr. 22 við Laugaveg.
Meðfylgjandi er Leyfisbréf dags. 27.2. 2009, Umsókn dags 23.7. 2009, Umsókn dags. 20.7. 2009, leigusamningur dags.12.3. 2009, Umsögn byggingarfulltrúa dags. 3.9. 2009, Umsögn dags. 23.7. 2009, Umsögn Vinnueftirlits dags. 13.8. 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Laugavegur 60 (01.173.115) 101532 Mál nr. BN041550
B.R.A.S.S ehf, Laugavegi 60a, 101 Reykjavík
Sótt er um breytingar á erindi BN039502 sem samþykkt var 17. feb. 2010, sem fellst í að fækka gestafjölda úr 70 í 49 og breyta stiga við neyðarútgang í veitingahúsi á lóð nr. 60A við Laugaveg.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

31. Mosgerði 16 (01.817.102) 108138 Mál nr. BN041446
Eiríkur Sigurðsson, Mosgerði 16, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja og breyta þaki á bílskúr úr flötu þaki í tvíhalla þak á lóð nr. 16 við Mosgerði.
Þinglýst samþykki nágranna á nr. 18 fylgir.
Stækkun: 42 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 3.234
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

32. Nauthólsvegur 87 (01.755.203) 214256 Mál nr. BN041468
Skólafélagið Bak-Hjallar ehf, Vífilsstaðavegi 123, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að byggja kennslustofur með þjónusturými úr timbri klæddu með láréttu bárustáli og bárujárnsklæddu timburþaki á steyptum undirstöðum og einni hæð í tengslum við núverandi skóla á lóð nr. 87 við Nauthólsveg.
Meðfylgjandi er fyrirspurn BN040929, sem fékk jákv. umfjöllun.
Stærðir 238,1 ferm., 999,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 76.931
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Bókun byggingarfulltrúa: Komi í ljós við grunngröft fyrir byggingunni að jarðvegur sé mengaður skal byggingarstjóri hafa samband við heilbrigðiseftirlit um meðhöndlun og förgun þess jarðvegs sem kann að vera mengaður.

33. Rauðarárstígur 31 (01.244.001) 103175 Mál nr. BN041561
Hýði ehf, Kríunesi 1, 210 Garðabær
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum þar sem skrifstofum á 1. hæð er breytt í sjö skammtímaleiguíbúðir með móttöku í íbúðar- og atvinnuhúsinu á lóð nr. 31 við Rauðarárstíg.
Erindi fylgir neikvæð fsp. BN040766 dags. 15. desember 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Síðumúli 17 (01.293.205) 103812 Mál nr. BN041472
Ginger slf, Síðumúla 17, 108 Reykjavík
Ís-spor ehf, Síðumúla 17, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingaverslun í flokki 1 sem á að selja heilsufæði með minniháttar eldun með lífrænt ræktuð matvæli í húsinu á lóð nr. 17 við Síðumúla.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Vakin er athygli á bókun heilbrigðiseftirlit vegna sorphirðu.

35. Skipholt 49-55 (01.272.102) 103607 Mál nr. BN041409
Bergsteinn Örn Gunnarsson, Birkihæð 16, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi fyrir svalaskýli á 5 íbúðarsvalir í fjölbýlishúsinu nr. 49 og 53 mhl. 01 og 02 á lóð nr. 49-55 við Skipholt.
Íbúðir sem um er að ræða eru:
nr. 49, 01 0101, fastanúmer íbúðar ; 201-3265.
nr. 49, 01 0301, fastanúmer íbúðar ; 201-3269.
nr. 53, 02 0102, fastanúmer íbúðar ; 201-3284.
nr. 53, 02 0201, fastanúmer íbúðar ; 201-3285.
nr. 53, 02 0402, fastanúmer íbúðar ; 201-3289.
Samþykki meðlóðhafa dags febrúar 2010, bréf frá hönnuði um brunavörn dags. 6. apríl 2010, 26. apríl 2010 og jákvæð fyrirspurn BN038167 dags. 29. apríl 2008 fylgir erindinu.
Stækkun: 5 x 8,4 fem. = 41,9 ferm., 5 x 21,4 rúmm. = 107 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 8.239
Frestað.
Umsækjandi hafi sambandi forvarnardeild slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins

36. Skógarhlíð 18 (01.705.702) 107113 Mál nr. BN041462
Heimsferðir ehf, Skógarhlíð 18, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum vegna eignaskiptasamnings í skrifstofu- og atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 18 við Skógarhlíð.
Tölvupóstur dags. 7. maí 2010, bréf frá öðrum eiganda dags. 14. maí 2010 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vantar samþykki meðeigenda.

37. Skólavörðustígur 30 (01.181.401) 101791 Mál nr. BN041476
Jón Örn Guðmundsson, Skólavörðustígur 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta gistiheimili með móttöku og morgunverðaraðstöðu í skúr við og í einbýlishúsinu á lóð nr. 30 við Skólavörðustíg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Skútuvogur 4 (01.420.201) 105166 Mál nr. BN041469
Nýborg ehf, Súlunesi 19, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að koma fyrir leikjasal fyrir börn, ásamt tilheyrandi veitingaaðstöðu í flokki 1 á 1. og 2. hæð í eystri hluta mhl 01 í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 4 við Skútuvog.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 7. maí 2010 fylgir erindinu.Gjald kr. 7.700 + 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Sóleyjarimi 1-7 (02.536.102) 199443 Mál nr. BN041540
Sóleyjarrimi 1-7,húsfélag, Sóleyjarimi 7, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir svalalokunum úr hertu gleri með viðurkenndu glerbrautakerfi í mhl. 04 í íbúð 0602 á 6. hæð fjölbýlishússins nr. 1-7 við Sóleyjarima.
Erindi fylgir fundargerð húsfundar í húsfélaginu Sóleyjarima 1-7 dags. 8. febrúar og bréf frá stjórn húsfélagsins dags. 11. mars 2010.
Svalalokun alls 28,16 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 2.168
Synjað.
Vantar samþykki meðeigenda.
Ekki er fallist á að umsótt breyting sé minniháttar og verður hún því ekki afgreidd með sama hætti og fyrri umsóknir um lokanir á öðrum hæðum, en þeirri efstu.

40. Sóltún 24-26 (01.232.101) 102920 Mál nr. BN041556
Sóltún 24 ehf, Sóltúni 24, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta íbúð í mhl. 1 á 2. og 3. hæð þar sem aðkoma verður um aðalstigahús nr. 24 á lóð nr. 24-26 við Sóltún.
Jákvæð fyrirspurn BN041445 dags. 4. maí 2010 fylgir.
Stærð íbúðar: 2. hæð 23,4 ferm., 73,4 rúmm. 3. hæð 94,8 ferm., 300,4 rúmm. Samtals 118,2 ferm., 373,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Starengi 6 (02.384.002) 173536 Mál nr. BN041411
Ríkissjóður Íslands, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík
Félagsmálaráðuneyti, Tryggvag Hafnarhúsi, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta búsetueiningu í áhaldahúsi á lóð sambýlisins á lóð nr. 6 við Starengi.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

42. Stekkjarbakki 4-6 (04.602.201) 180655 Mál nr. BN041562
Dalsnes ehf, Fossaleyni 21, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingasal fyrir veitingar í fl. II með framleiðslueldhúsi í mhl. 02 á þegar byggðum millipalli, einnig er sótt um leyfi til að staðsetja geymslugám fyrir gas o.fl. í og við Garðheima á lóð nr. 4-6 við Stekkjarbakka.
Jafnframt er erindi BN041470 dregið til baka.
Meðfylgjandi er bréf vegna gasgeymslu dags. 3. maí 2010.
Stærðir xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra vegna staðsetningar á gámi sem fer út fyrir byggingarreit.

43. Suðurlandsbraut 58-64 (01.471.401) 198021 Mál nr. BN041568
Grund - Mörkin ehf, Hringbraut 50, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta brunavarnalýsingu og merkingum á hurðum á 1. 2. 3. og 4. hæð fjölbýlishúsanna nr. 58, 60, 62 á lóð nr. 58 -64 við Suðurlandsbraut.
Kaupsamningur vegna fasteigna dags. 28. jan. 2010 og brunaskýrsla dags. maí 2010 fylgir erindinu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

44. Súðarvogur 6 (01.452.101) 105606 Mál nr. BN041558
Dugguvogur 2 ehf, Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta húsnæði fyrir matvælaframleiðslu í Mhl. XX í iðnaðarhúsinu á lóð nr. 6 við Súðarvog.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

45. Sæmundargata 2 (01.603.201) 106638 Mál nr. BN041567
Háskóli Íslands, Suðurgötu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja núverandi lyftu og koma nýrri og stærri fyrir ásamt tilfærslum á aðliggjandi rýmum í aðalbyggingu Háskóla Íslands á lóð nr. 2 við Sæmundargötu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

46. Sæviðarsund 59 (01.411.212) 180202 Mál nr. BN041565
Birna Kjartansdóttir, Sæviðarsund 59, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka stoðvegg að hluta með gleri við bílskúr á lóð nr. 59 við Sæviðarsund.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

47. Varmahlíð 1 (01.762.501) 107476 Mál nr. BN029632
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir uppfærðum teikningum þar sem fram kemur m.a. önnur veitingaafgreiðsla á 4. hæð í útsýnishúsinu Perlunni á lóð nr. 1 við Varmahlíð.
Gjald kr. 5.400 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Fyrirspurnir

48. Brekkubær 29-39 (04.361.606) 111273 Mál nr. BN041552
Raimondas Macijauskas, Brekkubær 33, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að innrétta hárgreiðslu- og snyrtistofu í borðstofu og stofu á 1. hæð raðhússins nr. 33 á lóð nr. 29 - 39 við Brekkubæ.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

49. Dalhús 74 (02.847.604) 109829 Mál nr. BN041479
Marta Konráðsdóttir, Dalhús 74, 112 Reykjavík
Yngvi Pétursson, Dalhús 74, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir gróðurhúsi sem verður staðsett á horni lóðar nr. 74 sem liggur að lóðum nr. 68 og 72 við Dalhús.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 14. maí 2010 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi, en áður verður fyrirspyrjandi að vinna á eigin kostnað breytingu á deiliskipulagi sem grenndarkynnt verður.

50. Flókagata 17 (01.244.410) 103203 Mál nr. BN041574
Valgerður T Gunnarsdóttir, Flókagata 17, 105 Reykjavík
Sigtryggur Bjarni Baldvinsson, Flókagata 17, 105 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi hefðbundið gróðurhús á bilinu 9-13,5 ferm. í garði húss á lóð nr. 17 við Flókagötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

51. Háagerði 79 (01.815.720) 108068 Mál nr. BN041535
Sjöfn Þorsteinsdóttir, Háagerði 79, 108 Reykjavík
Spurt er hvers vegna flokkist sem ósamþykkt íbúð í kjallara raðhússins á lóð nr. 79 við Háagerði.
Svar: M.a. vegna þess að lofthæð er ófullnægjandi á að vera minnst 230 sm, þá er íbúð of mikið niðurgrafin.

52. Hvammsgerði 8 (01.802.407) 107701 Mál nr. BN041547
Sigríður Anna Garðarsdóttir, Hvammsgerði 8, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir svalahurð og sólpall á vesturhlið hússins á lóð nr. 8 við Hvammsgerði.
Frestað
Gera betur grein fyrir erindinu.

53. Laufengi 136-150 (02.389.401) 109289 Mál nr. BN041554
Bergur Garðarsson, Laufengi 148, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja bílskúra austan hússins nr. 136-150 við Laufengi.
Jákvætt.
Samanber gildandi deiliskipulag. Athygli er vakin á því að gert er ráð fyrir 24 bílskúrum og skilyrt að þeir séu byggðir samtímis.

54. Leifsgata 4 (01.195.201) 102593 Mál nr. BN041544
Baldur Hrafn Vilmundarson, Leifsgata 4, 101 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi sólpall með 180 cm háu grindverki fyrir framan íbúð á jarðhæð í fjölbýlishúsi á líoð nr. 4 við Leifsgötu.
Frestað.
Gera betri grein fyrir erindinu og leggja fram samþykki meðeigenda.

55. Lyngháls 12 (04.329.101) 180215 Mál nr. BN041539
Lífdísill ehf, Kringlunni 1, 103 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að starfrækja fyrirtæki sem framleiðir lífdísil úr dýrafitu með sýru- og basahvataðri estrun í rými 0104 í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 12 við Lyngháls.
Bréf frá Lífdísel 6. maí 2010
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og skilyrðum um starfsleyfi fullnægt.

56. Safamýri 73 (01.284.205) 103722 Mál nr. BN041510
Friðrik Ragnarsson Hansen, Safamýri 73, 108 Reykjavík
Spurt er hvort innrétta megi íbúð í kjallara þriggja hæða tvíbýlishúss með bílastæði innan lóðar nr. 73 við Safamýri.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 14. maí 2010 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi sem grenndarkynnt verður. Samþykki meðlóðarhafa þarf að liggja fyrir

57. Sílakvísl 1-27 (04.233.901) 110879 Mál nr. BN041533
Dóra Ingibjörg Magnúsdóttir, Sílakvísl 25, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að breikka svalir úr 180 cm í 220 cm á austurhlið fjölbýlishússins á lóð nr. 15-27 við Sílakvísl.
Nei.
Með vísa til fyrri afgreiðslu frá 2. júní 2006. Veldur birtuskerðingu.

58. Skólavörðustígur 2 (01.171.202) 101383 Mál nr. BN041560
Iceland on Track ehf, Grófarsmára 18, 201 Kópavogur
Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta starfseminni frá því að vera skartgripasala og verkstæði í kaffihús/ísbúð með aðstöðu til að setjast niður í verslunarhúsnæðinu á lóð nr. 14-14b við Bankastræti.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

59. Snorrabraut 27-29 (01.240.011) 102978 Mál nr. BN041543
Lovísa Guðbrandsdóttir, Laugarásvegur 57, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að starfrækja kaffihús í flokki 1 með léttar veitingar í verslunarhúsnæðinu nr. 27 á lóð nr. 27-29 við Snorrabraut.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

Fundi slitið kl. 12.20.

Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir Jón Hafberg Björnsson
Þórður Búason Guðfinna Ósk Erlingsdóttir
Eva Geirsdóttir